Járngerðarstaðir – Tyrkjaránið

Járngerðardys
Gengið var um vesturhluta Járngerðarstaðahverfis, milli Fornuvarar og bæjanna ofan sjárvargötunnar. Ætlunin var að upplifa komu Tyrkjanna þangað sumarið 1627.
Tyrkjaránið
Áður hefur verið lýst hvernig aðdragandinn var að komu Tyrkjanna utan við leguna, hvernig þeir reyndu að blekkja Danina, sem réru á móti þeim og hvernig þeir sóttu að heimamönnum og gestum þeirra. Nú var reynt að fylgja þeim upp úr Fornuvör og áleiðis heim að bæjum, upplifa viðbrögð fólksins og aðfarir Tyrkjana við að ná því lifandi með það að markmiði að ná sér í verðmæti til að geta selt þau á markaði ytra. Tyrkirnir hegðuðu sér sem ótýndir glæpamenn í samfélagi, sem þeir virtu einskis. Mannslíf voru einungis ránsfengur í þeirra augum og þeir umgengust fólkið í samræmi við það. En auðvitað voru þessi menn mismiklir óþverrar líkt og gengur og dæmi eru um að þeir hafi hlíft fólki sem ekki var mikils virði í þeirra augum, en þess meiri fyirhöfn. Þeir virtust ekki hafa drepið fólk af ásetningi, einungis þegar þeim var veitt mótspyrna, en þá kom líka hið rétta eðli þeirra berlega í ljós.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – handrit.

Kristinn Kristjánsson fjallar um þessa ógnaratburði í Grindavík og annars staðar á landinu þetta ár í Íslenskar bókmennir 1550-1900, bls. 31-32. Þar segir m.a.:
“Sjórán hafa löngum verið talin arðbær en áhættusamur atvinnuvegur. Á öldum áður tíðkaðist að ríki styddu við bakið á sjóræningjum eða gæfu þeim leyfi til þess að stunda sjórán og tóku þá toll af þeim. Í upphafi 17. aldar voru sjórán mikiðs tunduð út frá ýmsum smáríkjum á norðurströnd Afríku, einkum á Miðjarðarhafi, en oft brugðu þeir sér út á Atlantshafið til Englands og í Norðursjó. Árið 1627 fengu Íslendingar að kynnast nokkrum skipum frá Algeirsborg þar sem nú er Alsír og hefur sá atburður jafnan verið nefndur Tyrkjaránið. Tyrkir eru á þessum tíma fyrst og fremst samheiti í huga Íslendinga fyrir þá sem tilheyra Islam. Reyndar var Algeirsborg á þessum tíma í sambandi við Tyrkjasoldán.

Tyrkir

Tyrkir voru ljótir andskotar.

Tyrkjaránið vakti löngum ótta með íslensku þjóðinni, til eru Tyrkjafælur í kvæðaformi, Vestmannaeyingar komu sér upp eina innlenda hernum sem til hefur verið á Íslandi til að verjast nýrri árás Tyrkja og atburðurinn hefur sest svo vel í minni þjóðarinnar. Þegar keppt er við sárasaklaus Tyrki í knattspyrnu í lok 20. aldar er nóg að rifja atburðina upp til að æsa áhorfendur og keppendur.
Skipin sem komu til Íslands voru fimm. Þau voru þó aldrei öll saman því þau urðu viðskila vegna veðurs en af þeim sökum dreifðust þau meira með ströndum landsins. Tvö þau fyrstu komu til Grindavíkur 20. júní og voru þar teknir um 15 Íslendingar og nokkrir Danir. Þaðan héldu þau inn á Faxaflóa, annað þeirra strandaði utan við Bessastaði og hefur danska hirðstjóranum löngum verið legið á hálsi fyrir þann aumingjaskap að nota ekki tækifærið og tala skipið. Hann lét nægja að bíða vopnaður í landi á meðan ræningjarnir losuðu það. Meðal þeirra sem voru undir vopnum var Jón Ólafsson Indíafari. Að því loknu ætluðu ránsmenn til Vestfjarða en hættu við er þeir fréttu af enskum herskipum og héldu til síns heima.

TyrkjarániðTvö hinna skipanna sigldu fyrst til Austfjarða, tóku land í Berufirði 5. júlí og rændu þar, á Djúpavogi og um næstu byggðir, um Hamarsfjörð, um Breiðdal og jafnvel um Fáskrúðsfjörð. Á Austfjörðum tóku þeir yfir hundrað fanga, drápu nokkra menn. Fjöldi særðist. Fréttirnar bárust fljótt um landið og biðu menn skelkaðir, kæmu skipun í þeirra sveit? Vestmannaeyingar voru þó þeir einu sem urðu fyrir árás, skipin tvö fyir Austfjörðum sneru við út af reyðarfirði vegna andvirðis, hittu fimmta skipið einhvers staðar fyrir sunnan landið og birtust síðan í Eyjum. Þar urðu ægilegustu atburðirnir, Vestmannaeyingar reyndu að flýja en þeir guldu þess að þeir bjuggu á eyju. Tugir voru drepnir, yfir 240 teknir og margar byggingar brenndar.

Tyrkjarán

Tyrkjaránið – veggmynd við Grindavíkurkirkju.

Fljótlega var reynt að kaupa fólkið í Alsír út en það tók sinn tíma, var dýrt og danski kóngurinn blankur eins og getur gerst á bestu bæjum. En tæpum tíu árum eftir ránið voru um 35 fangar keyptir fyrir mikið fé og komust 27 til Kaupmannahafnar. Rétt þótti að fólkið rifjaði upp kristindóminn og var Hallgrímur Pétursson fenginn til þess verks.Ólafur Egilsson (1564-1639) var annar tveggja presta í Vestmannaeyjum 1627. Hann var hertekinn ásamt konu og þremur börnu, einu ófæddu. Hinn presturinn, Jón Þorsteinsson píslavottur, var drepinnn. Ólafur var fljótlega eftir að hann kom til Algeirsborgar sendur til Danmerkur til að reka á eftir kaupum á föngum og kom hann til Íslands tæpu ári eftir ránið, 6. júlí 1628. Stuttu eftir heimkomuna skrifaði hann um þessa reynslu sína og er það rit þekkt undir nafninu Reisubók séra Ólafs Egilssonar.

Ólafur var fyrstur norrænna manna til að skrá frásögn af lífi og háttum fólks í “Barbaríinu” eins og lönd Íslams í Norður-Afríku voru nefnd og er hin mesta furða hversu hlutlægur hann getur verið þegar hann segir frá. Hann segir ekki bara frá því vonda varðandi ræningjana, eins og að þeir hafi drepið fólk og barið hann, heldur einnig því góða, þegar kona hans eingnast barn sýna þeir því hina mestu umhyggju. Hann lýsir staðháttum og klæðnaði hvars em hann er staddur af stakri nákvæmni og má vel sjá fyrir sér sögusviðið og presónur þess.

Tyrkir

Tyrkir.

Sitthvað misskilur hann á ferðalaginu heim enda ekki með nákvæmt landakort og þeir sem hitta hann leika sér að því að gabba hann. Þegar hann lýsir neyð sinni og angist grípur hann til ritningarstaða í Biblíunni og allan tímann er það trúin sem heldur honum uppi og með henni skýrir hann það sem hefur hent:
“Nú, það gengur oss sem herrann vill; nær að vér dæmumst, þá refsumst vér af drottni, svo að vér ekki glötumst með þessum heimi.”
Eiginkona Ólafs, Ásta Þorsteinsdóttir, var ein þeirra sem var leyst úr haldi tæpum tíu árum síðar og kom til Íslands 1637. Börnin þrjú komu aldrei aftur, létu turnast, það er, gengu af trúnni og tóku nýja trú.”

Gengið var framjá dys Járngerðar gegnt Hliði og áfram upp að Garðhúsum. Á túinu norðan við húsið eru minjar, sem forvitnilegt væri að skoða nánar.

Heimild:
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.