Kirkjan á Strönd – upphaf
Bóndi nokkur úr Árnessýslu fór til Noregs á eigin skipi og erindi hans var að ná í góðan við til húsbyggingar.
Sagan hefst þar sem bóndinn og félagar hans eru á heimleið og hafa siglt lengi. Veðrið var að versna og sjór orðinn úfinn. Veðrið dimmdi enn þar til þeir vissu ekki hvert skyldi halda. í angist sinni strengdi bóndinn þess heit aö hann skyldi byggja kirkju úr viðnum ef þeir kæmust heilu og höldnu í höfn, á þeim stað sem þeir næðu landi. Þá birtist honum skínandi engill beint framundan. Hann stírði skipi sínu í áttina að englinum. Ekki hermir sagan hvernig ferðin gekk eftir það þar til þeir lentu í sendnum vogi milli lágra kletta. Engillinn hvarf og það birti að degi. Sáu þá mennirnir að þeir höfðu verið leiddir um bugðóttan ál milli hættulegra skerja við brimbarða ströndina. Þessi vogur nefnist Engilsvík. Þarna uppi á ströndinni var fyrsta kirkjan byggð úr viði þeim sem bóndinn hafði lofað. Þessi saga sem rituð er af Konráð Bjarnasyni árið 1988 er byggð á atvikum sem sennilega skeðu á elleftu eða tólftu öld.
Þessi helgisaga og kraftaverk gera Strandakirkju sérstaka. Fólk hugsar gjarna til hennar þegar það er í nauðum statt og heitir á hana líkt og bóndinn í sögunni. Strandakirkja er því auðugasta kirkja landsins. Gjafir berast víðsvegar að af landinu og einnig erlendis frá.
Heimild:
-Konráð Bjarnason, Þorkelsgerði, Selvogi.