Kirkjugatan milli Staðar og Járngerðarstaða

Kirkjugata

Í tilefni jólanna var gengið eftir gömlu kirkjugötunni milli kirkjunnar á Stað í Staðarhverfi og Járngerðarstaða.
GamlaKirkja Grindvíkinga var á Stað fram til 1907 og endurreist í Járngerðastaðahverfi 1909. Götuna gengu ungir sem aldnir um aldir.
Staðnæmst var við Ósinn þar sem gatan hélt áfram yfir Hópið og sem leið lá áfram austur að Þórkötlustöðum.
Á leiðinni bar ýmislegt forvitnilegt fyrir augu, bæði mannvistarleifar við Tóftarbrunna, Miðbrunna og Gerðavallabrunna sem og staðsetningar sögulegra atburða, s.s. Anlabystrandið árið 1900.
Í raun var táknrænt að ganga frá Stað að Járngerðarstöðum, ekki síst vegna flutnings kirkjunnar fyrir nákvæmlega einni öld síðan.
Gatan, sem slík, sést nú einungis á litlum köflum, annars vegar ofan við Hvirfla í staðarhverfi og hins vegar suðvestan við Brunnana á Gerðisvöllum.
Þar greinist gatan í tvennt; önnur fer norður fyrir BrakMiðbrunna og Tóftarbrunna og hin suður fyrir þá. Sérstök lýsing á kirkjugötunni í heild sinni er ekki til, en hennar er þó getið í örnefnaskrám. Ástæðan er sennilega sú að gatan var svo sjálfsögð allt þar skömmu áður en fyrsti bíllinn kom til Grindavíkur (akvegurinn var lagður þangað 1918) að ekki hefur verið talin ástæða til að skrifa um hana sérstaklega.
Staður er nú eyðibýli. Prestssetur og kirkjustaður var á Stað frá fornu fari og allt fram á síðustu öld. Þar var kirkja helguð með guði Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, heilögum Stefáni, Ólafi konungi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrínu mey. Staðarkirkja var flutt inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1909 og nefnd Grindavíkurkirkja.
GrindavíkurkirkjaÍ klukknaportinu í kirkjugarðunum á Stað má t.d. sjá skipsklukkuna úr Alnaby, torgaranum er fórst utan við Jónsíðubás skömmu eftir aldamótin 1900. Með honum fórst skipstjórinn, Nilson, sá hinn sami og hafði verið valdur að láti Íslendinga í Dýrafirði er Hannes Hafsteinn ætlaði að koma lögum yfir hann þar fyrir ólöglegar veiðar.
Sú saga hefur gengið á Stað að venja hafi verið að ganga rekann. Vegna veðurs þennan dag var það ekki gert. Daginn eftir fannst stígvéli ofan við fjöruna er benti til þess að einn áhafnameðlima hafi komist lífs af, en orðið úti. Vildu menn að nokur kenna sé rum að hafa ekki gengið rekann að venju og þar með getað bjargað skipsbrotsmanninum. Um söguna af Nilson og strandið í Grindavík hefur Árni Óla m.a skrifað sem og fleiri. Hún er t.d. í Staðhverfingabókinni.
Sjá meira um svæðið (Tóftarbrunna, Anlaby, Jónssíðubás og Bóndastekktún).
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Jónsbásar

Jónsbás – kirkjugatan.