Kistuhraun – hellauppgötvun

Í síðustu ferð fulltrúa HERFÍS (Hellarannsóknarfélags Íslands) inn í Brennisteinsfjöll uppgötvaðist nýtt áður óþekkt niðurfall í Kistuhrauni.
Brennisteinsfjoll-101Vegna þoku á svæðinu var reyndar erfitt að staðsetja niðurfallið er var ca. 6 m djúpt. Það gæti því vel verið í Eldborgarhrauni, en það á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir að sérbúinn kaðalstigi hafi verið með í för var ekki talið ráðlegt af öryggisástæðum að sækjast niður eftir honum að svo búnu. Ákveðið var að stefna fljótlega aftur á svæðið með betri búnað.
Ljóst er að Brennisteinsfjallasvæðið bíður enn upp á ótalda ófundna hella…

Brennisteinsfjöll

Gengið í Brennisteinsfjöll.