Kúturinn frá Vogsósum

Vogsósar

„Séra Eiríkur í Vogsósum var ekki lamb að leika sér við.
Einu sinni fóru menn, sem komu til hans í kutur-21kulda og frosti, að nauða á honum að gefa sér brennhvín. Hanm lézt ekki eiga, en sótti þó um síðir kút, sem gutlaði á. Fór svo, að jafnan gutlaði á kútnum, er þeir hristu hann, hversu oft sem þeir supu á honum, og sagði séra Eiríkur þeim að lyktum að hafa hann með sér.
Nú var óspart sopið á kútnum, og voru mennirnir í fyrstu kátir yfir því, hve drjúgar voru í honum dreggjarnar. En loks virtist þeim sem ekki myndi allt með felldu, og setti þá að þeim geig. Þreif einn kútinn og varpaði honum frá sér. Við það brotnaði hann og fór í stafl. En þá fyrst urðu mennirnir forviða: Stafirnir voru hvítir af myglu að innan, og var ekki sýnilegt, að deigur dropi hefði komið í kútinn langa-lengi.“

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað 26. nóvember 1967, bls. 1043.

Vogsósar

Vogsósar – vörslugarður.