Letursteinn (1779) – Brunnastaðir
Skoðaður var nýlega fundinn letursteinn á bæ á Vatnsleysuströnd. Hann fannst nýlega þegar verið var að grafa á hlaðinu fyrir símastreng nálægt bænum.
Steinninn er sæmilega stór, með áletruninni 1779 á annarri hlið og skrautletruðum stöfum (GL & ED) á hinni. Svo virðist sem steinninn hafi áður haft járnvirki yfir sér því grópað er efst í hann á fjóra vegu. Fyrsta sem heimilisfólki datt í hug eftir fundinn var að hafa samband við FERLIR. Skoðað verður nánar hverjum steinnin kann að hafa tilheyrt og af hvaða tilefni hann kann að hafa verið gerður. Ekki er ólíklegt að hann hafi verið til gjafa að sérstöku tilefni, t.d. brúðkaupi, enda vel til fundið.
Fólkið á bænum er margfrótt, bæði um sögu og staðhætti. Það er í rauninni ágætt dæmi og þörf ábending um það hversu mikilvægt er að vera í góðu sambandi við fólkið í landinu, sem býr yfir reynslu og vitneskju, og leyfa því góðfúslega að miðla fróðleik til skráningar, eftirkomandi kynslóðum til gangs. Ef ekkert er að gert verður ekkert að gert, að því gengnu. Og þvílík sóun…
Þessu tiltekna fólki datt ekki einu sig í hug að fela einhverri opinberri stofnu steininn til varðveislu, enda „sóun“ á góðum grip…