Litli-Rauðimelur „lifir“

Rauðimelur

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði er m.a. getið um Stóra- og Litla-Rauðamel. Þar segir:

Rauðimelur

Rauðimelur – kort 1903.

„Lýsing Gísla Sigurðssonar var borin undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti og síðan samin upp úr henni ný lýsing, sem hér fer á eftir. Gústaf er fæddur í Reykjavík 1906, en ólst upp í Eyðikotinu í Hraununum og var þar til 1937.
Óttarsstaðir eru í Hraununum svonefndu og tilheyrðu áður Garðahreppi, en land jarðarinnar var lagt undir Hafnarfjörð, þegar álverksmiðjan kom.

Rauðimelur

Stóri-Rauðimelur skv. fyrirliggjandi tillögum. Óttarsstaðaselsstígsins (Rauðamelsstígs) er ekki getið í fyrirliggjandi gögnum.

Skógargatan liggur áfram suður yfir Rauðamel litla (132) og austan við Rauðamel stóra (133), en Suðurnesjavegurinn lá milli Rauðamelanna. Rauðimelur litli var lágur melhóll. Rauðimelur stóri var sunnar. Hann var feiknastór, og var varða á honum í gamla daga. Vestast á honum var rofabarð með hríslum. Nú eru melar þessir horfnir vegna flugvallargerðar og komin tjörn, þar sem sá syðri var.

Rauðimelur

Stóri-Rauðimelur – ný vegslóð 2023.

Þrátt fyrir fullyrðingu þess efnis að Litli-Rauðimelur sé horfin „lifir“ hann enn góðu „lífi“ skammt norðnorðaustan þess Stóra, sem nú er orðinn að námusvæði. Nú, þegar fyrirhugað er að stækka námusvæðið vegna fyrirhugðrar stækkunar Straumsvíkurhafnar, er full ástæða til að fylgjast vel framvæmdum á svæðinu – því reynslan sýnir að verktaka eiga það til að virða takmarkanir leyfa af vettugi þá og þegar það hentar þeim. Sem dæmi þá voru þeir búnir að leggja nýjan veg í hrauninu sunnan og vestan gamla námusvæðins skv. ákvörðun byggingafulltrúa án þess að deiliskipulag fyrir það hafi verið samþykkt í bæjarstjórn. Vegslóðinn liggur í gegnum skráða fornleif, svonefndan „vörslugarð“, auk þess sem Óttarsstaðaselstígs (Rauðamelsstígs) er hvergi getið í gögnum málsins.  Stígurinn sá telst óyggjandi til fornleifa þrátt fyrir að finnast ekki í fornleifaskráningu Byggðasafns Hafnarfjarðar af svæðinu. Í fyrirliggjandi fornleifaskráningum safnsins er fornra stíga og gatna sjaldnast getið. Ætla mætti, í hugum skráningaraðila, að fólk hafi ferðast á millum staða í þyrlum fyrrum?!

Raiðimelur

Stóri-Rauðimelur 2023.