Maríuhellar – skilti

Maríuhellar

Við bifreiðastæði við Heiðmerkurveg sunnan Maríuhella er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Maríuhellar

Maríuhellar – skilti.

„Maríuhellar er samheiti á þremur hellum á landamerkjum Urriðavatns og Vífilsstaða, Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli.
Tveir fyrstnefndu hennarnir voru áður fyrr notaðir sem fjárhellarr en víða í Búrfellshrauni er að finna hella og skúta sem voru fjárskjól. Fjárhellar eru fornleifar og friðaðir samkvæmt þjóðminjalögnum.
Maríuhellar eru líklega kenndir við Maríu guðsmóður. Í landamerkjalýsingu Urriðakots frá 1890 er talað um „Fjárhellra mót Vífilsstöðum sem fyrrum hjetu Maríuhellar“. Ef til vill var talið gæfulegt fyrir féð að kenna fjárhellana við hana.

Draugahellir er vestastur Maríuhella, um 65-70 m langur inn í botn en er mjög lágur innst. Inngangurinn í hann er um þrönga gjótu sem liggur niður með vegg hraunrásarinnar og stórgrýtis úr hrundu loftinu.

Maríuhellar

Maríuhellar – skilti.

Urriðakotshellir er sá hellir sem mest ber á, opin hraunrás í miklu jarðfalli, 24 m. á lengd. Gengið er ofan í hann að vestanverðu og niður nálega 20 m langa rás uns komið er í grasi gróið jarðfallið. Í framhaldi af því heldur rásin áfram inn í sal og er gat í háu loftinu þar sem sér til himins. Fremst í hellismunnanum eru hleðslur og gólfin bera merki þess að þarna var fé geymt. Í jarðfallinu fyrir framan skútann mótar fyrir hleðslum. Virðist vera hús þar og ef til vill kví.

Vífilsstaðahellir er nyrstur Maríuhella. Hann er í hraunkatli, kanturinn liggur norðvestur og austur og er 19 m langur. Hægt er að ganga beint inn í hann til norðurs í stóru jarðfalli og einnig beggja vegna í kantinum. Þegar farið er inn í eystri rásina er gengið utan í hrauni annars vegar og rásveggnum hins vegar. Á gólfinu í hellinum sést að hann hefur verið fjárskjól. Hleðslur eru ekki greinilegar við opið og þar hefur orðið mikið hrun.

Urriðakotshellir

Urriðakotshellir.

Jónshellar eru þrír skútar og ekki hluti af maríuhellum. Þá er að finna rétt norðan við Draugahelli. Enn skútinn er sýnu mestur, um 50 m langur, og annar hefur greinilega verið fjárskjól. Hleðsla er fremst í þeim skútanum en fyrir innan er slétt moldargólf.

Margir hraunhellar eru þekktir í Búrfellshrauni, s.s. Hundrametrahellir (Fosshellir) (102 m), Níutíumetrahellir (93m), Rauðshellir (65 m), Ketshellir (22 m), Kershellir (34 m), Hvatshellir (50 m), Sauðahellir syðri (Þorsteinshellir) (43 m), Sauðahellir nyrðri (32 m), Skátahellir syðri (237 m), Skátahellir nyrðri (127 m), Hraunsholtshellir (23 m), Vatnshellir (23 m), Sauðaskjólið (12 m), Selgjárhellir syðri (8 m) og Selgjárhellir eystri (11 m).“

Skammt norðan við Urriðakotshelli er forn gróinn stekkur.

Urriðakotshellir

Urriðakotshellir (Maríuhellar).