Grindavíkurbær og Saltfisksetur Íslands hafa sett upp fimm minja- og söguskilti í Grindavík. Í undirbúningi er sjötta skiltið, sem setja á upp ofan við Stórubót – á sögusviði Grindavíkurstríðsins 1532 og veru Junkera í Junkeragerði á Gerðavöllum.
UppdrátturUppdrættir af svæðunum eru á skiltunum, sem eru öll hin vönduðustu. Á hverju þeirra er jafnframt lýst sögu og þróun byggðar og atvinnuhátta frá landnámi til nútíma. Segja má með sanni að þetta framtak Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar verður bæði að teljast til mikillar fyrirmyndar og á án efa eftir að efla til muna vitund bæjarbúa sem og áhuga annarra á sögu Grindavíkur og hinum miklu minjum sem sveitarfélagið hefur að geyma.