Nýjabæjarbrunnur – Hábæjarbrunnur – Bræðrapartabrunnur – Stóru-Vogabrunnur

Arahólavarða
FERLIR hefur nokkrum sinnum farið um Vatnsleysuströndina með það fyrir augum að skoða þekktar minjar og jafnvel finna áður upplýstar minjar á svæðinu. Í þeim ferðum hefur ýmislegt forvitnilegt borið fyrir augu, jafnvel áður óskráðar minjar.

Vogar

Vogar.

Að þessu sinni var gengið um Voga og frá þeim til austurs, að mörkum Brunnastaðahverfis skammt vestan Vatnskersbúðar (vestan Djúpavogar innan við Voghólasker). Hér á eftir er ekki ætlunin að lýsa áður lýstum minjum á þessu svæði, heldur einungis öðrum þeim minjum, sem sagt hefur verið frá í heimildum, örnefnalýsingum eða ritum (bókum). Þannig hefur verið settur upp nær einnar tugur ferða um Vatnsleysustrandarhrepp (frá og með Vogum að og með Hvassahrauni; FERLIR: 1002-1009) með það fyrir augum að „grafa upp“ minjar, sem enn hafa ekki verið skoðaðar, s.s. brunna, vörður, réttir, stekki, álagabletti og annað það er merkilegt getur talist.
Byrjað var við Stóru-Voga (eftir stutta heimsókn til allrafróðleikara í Vogum, Viktors og JóGu). Í Jarðabókinni 1703 segir að jarðadýrleiki sé óviss. „Hrolllaugur sem fékk Vatnsleysustrandarhrepp hjá Eyvindi landámsmanni bjó í Kvíguvogum. Kvíguvogar er getið í Sturlungu. „Í máldaga í Kvíguvogum frá árinu 1367, segir að 18.4.1434 hafi jörðin verið seld fyrir 60 hundruð.
HábærÞann 9. september 1447 segir í bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey að Einar hafi látið klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö (30 hdr) og Breiðagerði fyrir (10 hdr). Þann 4.10.1489 var jörðin Stærri-Vogar seld (þá 50 hundruð) fyrir jarðirnar Skarð í Fnjóskadal og Mýri í Bárðardal. Árið 1496 voru báðir hlutar jarðarinnar fengnir Viðeyjarklaustri til eignar. Árið 1533 er hálfkirkjan á jörðinni nefnd í sakamáli. Árið 1584 segir að landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs séu 7 vættir fiskar.
Árið 1703 er þess getið að Snorrastaðir, forn eyðihjáleiga, hafi verið lögð undir jörðina. Hjáleigur jarðarinnar árið 1703 voru Eyrarkot, Gata og Syðsta hjáleiga í byggð. Eyðihjáleigur voru Tjarnarkot, Valgarðshjáleiga, Garðhús, Móakot, Halakot og Krunakot [Bræðrapartur]. Seint á 18., öld er getið um hjáleigu sem nýtt var sem lambhús. Hjáleigur í byggð 1847 voru Eyrarkot, Tumakot, Suðurkot og Tjarnarkot. Nýibær, Stapabúð, Brekka, Steinsholt, Klöpp, Garðbær, og Hábær voru afbýli byggð á 19. öld. Þéttbýli tók að myndast í landi Stóru- og Minni-Voga í kringum aldamótin 1900 en saga þess er rakin annars staðar, svo sem í bók Guðmundar Björgvins Jónsson um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi. Upprunalegt nafn bæjarins er Kvíguvogar“, eins og segir í örnefnalýsingu fyrir Voga.
Garðar Árið 1703 líða túnin „skaða af sands- og sjávarágángi, og gjörist að því ár frá ári meir og meir. Engjar eru öngvar. Úthagarnir litlir sumar og vetur.” Í örnefnalýsingunni er lýst bæjarhólnum á Stóru-Vogum: “Neðan vert og nær sjónum eru svo Stóru-Vogar og stóðu á Bæjarhólnum í Stóru-Vogatúni. Þar eru nú rústir einar, því Stóru-Vogar eru í eyði.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Stóru-Vogarústirnar bera vott um stóran hug og stórverk. Húsið var byggt árið 1871 … Það Stóru-Vogahús, sem áður er getið, var ein hæð og íveruris, en árið 1912 lét Sigurjón J. Waage byggja nýtt hús á sama grunni og var hann kjallari nýja hússins. Hluti grunnsins stendur enn, þó stutt sé orðið í að þetta mikla verk hrynji í sjóinn. … Húsið var rifið árið 1965.” Nú stendur eftir grunnur hússins og mótar fyrir hleðslum utan hans.
Einnig er heimild um útkirkju í Stóru-Vogum, sbr.: “Upphaflega voru þrjár kirkjur á Ströndinni, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkjan á Kálfatjörn.” Einnig[1367]: „lxv. Mariu kirkia og hinz heilaga Thorlaks Biskups j kuiguvogum a xc j heimalande. vj ær. ij saude tuævetra. les Vilchinsbok; Hítardalsbók 1397: a .xc. j Heimalandi p ortio Ecclesiæ vmm iiij ar .iiij. merkur þau sem Andries Magnusson a ad svara. Þar skal takast heimatiiund heimamanna.“ Árið 1598 er þarna „hálfkirkja“.
Um Minni-Voga segir í Jarðabókinni 1703: „Konungseign. (1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 4 vættir fiska). Hjáleigur í eyði 1703: Eyrarkot og Hólshjáleiga ásamt tómthúsinu Renslutóft.“ Norðurkot var hjáleiga í byggð 1847. Óljósar sagnir eru um býli nefnt Hólkot, en engar upplýsingar hafa varðveist um það. Mýrarhús, Austurkot, Helgabær, Mörk og Grænaborg voru afbýli sem byggðust í landi Minni-Voga eftir 1847. Þéttbýli tók að myndast í landi Stóru- og Minni-Voga í kringum aldamótin 1900, en saga þess er rakin annars staðar, svo sem í bók Guðmundar Björgvins Jónsson um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi.“
Refagildra Og þá að einstökum stöðum. Fyrst var það Nýjabæjarbrunnar er getið í um örnefnaskrám. Þar segir m.a.: “Þá er Nýibær í Nýjabæjartúni og liggur Nýjabæjarstígur niður þaðan í Nýjabæjarvör. Tún Tumakots og Nýjabæjar liggja saman á hólnum, sem nefnast Borghólar og skammt þaðan er Nýjabæjarbrunnur.” Þrátt fyrir leit fannst brunnurinn ekki, enda verið byggt allt um kring.
Hábæjarbrunni er einnig lýst í örnefnaskrám: “Hábær stendur í Hábæjartúni en heima frá bæ liggur Hábæjarstígur í Hábæjarvör. Rétt hjá bænum var Hábæjarbrunnur.” Brunnurinn fannst ekki við leit. Vogaskóli hefur verið byggður þarna skammt frá, auk þess sem svæðinu hefur verið raskað verulega frá því sem var. Hábæjarstígur er t.a.m. horfinn.
Vogarétta er einnig getið í örnefnaskrám. Um þær segir m.a.: „Ofan Moldu eru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar- Rosmhvalanes- Hafnar- og Grindavíkurfjárbændur. Innan réttanna er hóll, kallast Sandhóll, þar má sjá rústir nokkrar.” Vogaréttir voru þar sem nú er fiskeldisstöð vestan Voga. Þegar það var reist á seinni árum var öllu umbylt á svæðinu, þ.á.m. það em eftir var af réttinni. Áður hafði megnið af grjótinu úr henni var tekið í hafnargerð í Vogum á sínum tíma. Allar minjar um Vogaréttina eru því horfnar. Sesselja Guðmundsdóttir man vel eftir henni sem krakki. „Það var mikið sport að fara þangað með nesti.“
SuðurkotsbrunnurBræðrapartsbrunni er og einnig lýst í örnefnaskrám: “Bræðrapartur enn í byggð. Bræðrapartur er syðsta hús í Vogum og stendur í Bræðrapartstúni. Heima frá húsi liggur Bræðrapartsstígur niður í Bræðrapartsvör og er hún syðst Stóruvogavara. Bræðrapartsbrunnur er skammt fyrir sunnan húsið.” Við aðgát kom í ljós að brunnurinn var horfin. Nýlega hefur svæðið sunnan hússins verið sléttað út og brunnurinn þá væntanlega horfið þar undir.
Loks má geta Stóru-Vogabrunnar. Um hann segir í nefndum örenfaskrám: „Heiman frá bæ lá Stóru-Vogastígur niður í Stóru-Vogavör við Stóru-Vogatanga. Upp af Vörinni var Stóru-Voganaust og Stóru-Vogasjóhús. Milli sjávar og bæjar var Stóru-Vogabrunnur.” Í dag hefur verið hlaðinn sjóvarnargarður með ströndinni. Tiltölulega stutt er milli hans og bæjarhólsins. Engan brunn er þar lengur að sjá, enda Ægir eflaust gengið mjög á landið þarna á umliðnum árum.
Â Í skránum er einnig getið um verbúð frá Stóru-Vogum, sbr. “Og frá þeim Ós eiga Minni-Vogar fjörur suður að gömlum lendingarstað, er kallast Búðavör“. Á öðrum stað segir: “Hér tala við Austurkotsfjörur allt um Búðarvör eða Lendingarstaðinn gamla. Þar upp af var Búðin eða Verbúðin en austan til við Mýrarhús var Búðartjörnin.” Að sögn heimildarmanns, Ásu Árnadóttur, voru sjóbúðir og útgerðarminjar vestan og norðan við Búðartjörn. Allar minjar vestan tjarnarinnar hafa verið eyðilagðar með háum sjóvarnargarði en engar minjar voru sjáanlega sunnan tjarnar, verbúðirnar voru um 90 metra norðvestur af Mýrarhúsum 010. Vestan tjarnar er sjóvarnargarður, en norðan Búðartjarnar eru mjög blautt mýrlendi og ef þar hafa verið byggingar hafa þær sennilega horfið.“

Gerði

Gengið var til austurs með ströndinni út frá Vogum, m.a. til að skima eftir Grænuborgarrétt. Norðan undir lágu holti sunnan túngarðs Grænuborgar kúrir réttin, enn heilleg. Í örnefnaskrám segir um hana: “Ofan eða sunnan Suðurtúngarðs var Grænuborgarrétt. Var hún Vorrétt þeirra Vogamanna.” Réttin er um 70 m norðvestur af vörðu, sem stendur hnarreistust á klapparhól sunnan Grænuborgar (og er áberandi er borið er að). Í svæðaskráningu fyrir Vatnsleysustrandarhrepp má sjá eftirfarandi lýsingu á Grænubogarrétt: „Réttin er hlaðin utan í hólinn. Hún stendur í gróinni kvos umkringd grýttum hólkollum. Réttin er 15 x 11 m að stærð og er grjóthlaðin. Hún er aflöng, snýr norður-suður og skipist í þrjú hólf. Um miðjan vesturvegg hleðslunnar er lítið hólf, um 2×2 m að utanmáli. Út frá því er hleðsla sem skiptir réttinni í tvennt. Op er í norðvesturhorni réttarinnar. Frá opinu liggur um 10 m hlaðinn grjótgarður, sem sveigir fyrst til VNV en síðan til vestur og hefur líklega verið byggður til að auðvelda innrekstur í réttina. Hleðsluhæð réttarinnar er mest um 0,6 m og í veggjum sjást 4-5 umför af grjóti.“ Réttin er ósnert enn þann dag í dag en í aðalskipulagi Voga er gert ráð fyrir að hún hverfi – líkt og svo marg annað er að framan er lýst.
Austan réttarinnar má sjá hleðslugarða á klapparhrygg, hlaðið gerði skammt norðar og hlaðið byrgi utar á tanga. Allt hefur þetta sennilega tilheyrt Gænuborg fyrrum. Ofar er hleðsla, að því er virðist af niðurgengnum brunni“. Lýsing af honum fylgir næstu FERLIRferð.
Ofar (sunnar) má enn sjá varðaða leið milli Voga og Vatnsleysu (Kálfatjarnar). Einstaka varða stendur enn óhögguð, en aðrar eru nú orðnar jarðlægar – blessaðar.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.

Vogar

Vogar.