Brunnur

Skrifað var um “Vatnsból og brunna” í Eir árið 1899:

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur við Alfaraleiðina.

“Neysluvatn á að vera boðlegt til drykkjar og óskaðvænt heilsu manna. Vatnið er því að eins boðlegt til drykkjar, að það sé bragðgott, litlaust, tært og lyktarlaust og hæfilega kalt bæði sumar og vetur. Vatnið er gómtamara ef ögn er í því af kolsýru (uppsprettuvatn). Vatnið er óskaðvænt heilsu manna, ef ekki eru saman við það nein þau efni, dauð eða lifandi, er sýkt geti líkamann, ef vatnsins er neytt, en um þetta verður oft ekki dæmt í fljótu bragði; þarf til þess nákvæma efna- og gerlarannsókn.
Hvergi á jörðunni finnum vér alvog hreint vatn. Á leiðinni úr skýjunum niður á jörðina tekur regnvatnið i sig ýmis efni úr loftinu, bæði loftkennd efni, ryk og gerla; þá er niður er komið, fær vatnið í sig ýmis efni úr jarðveginum, leysir þau upp, eða blandast þeim.

Vatnsból.

Straumssel

Eyjólfur Sæmundsson í vatnsstæði Straumssels.

Ár og vötn eru ekki hentug vatnsból. Vatnið verður oft of volgt á sumrum, og of kalt á vetrum. Í leysingum og úrkomutíð verður það óhreint (gruggugt, skolótt); loks er hætt við, að saurindi komist i það, ef mikil byggð er nærri. Skal jafnan gæta þess, að hafa ekki peningshús, hauga eða forir nærri bæjarlæknum, fyrir ofan þann stað, þar sem vatn er sótt í hann.
Jarðvatn er besta neysluvatnið; það er hreinast og jafnkaldast. Viða kemur það sjálfkrafa upp úr eða út úr jörðinni; það köllum vér uppsprettur eða lindir. Vatnið í þeim ei álíka kalt sumar og vetur, aldrei volgt á sumrum, aldrei ískalt á vetrum. Er hitinn í þessu vatni mjög líkur meðalárs-hitanum i héraðinu kring um uppsprettuna. Lindirnar frjósa þess vegna ekki á veturna og eru því oft kallaðar kaldavermsli. Lindirnar gruggast ekki í leysingum á vorin; þær eru jafn-hreinar allan ársins tíma. Lindir eru því miklu betri vatnsból en ár og lækir, og lindarvatn er besta, hreinasta og ljúffengasta vatnið, sem hægt er að fá.

Gufuskálar

Lind á Gufuskálum – við bæ Steinunnar gömlu?

Þar sem engar lindir eru, má engu að síður víðast hvar ná i jarðvatnið, ef jarðvegurinn er þannig gerður, að hægt er að vinna hann og vatnið ekki afar-djúpt í jörðunni; ekki þarf annað en gera gang beint niður í jarðveginn, þar  til er kemur niður í jarðvatnið. Jarðvatnið safnast þá á gangbotninn.
Slíka ganga köllum vér brunna. Þeir eru tvenns konar, leggbrunnar og strokkbrunnar. Það or strokkbrunnur, ef gangur er grafinn niður í jarðveginn, en leggbrunnur ef járnpípa er rekin niður í jörðina. Allir brunnar hór á landi eru strokkbrunnar, enginn leggbrunnur til. Strokkbrunnar eiga að vora hlaðnir innan úr grjóti, og er mjög áríðandi, að hleðslan sé vatnsheld, til þess að óhreina vatnið í efstu jarðlögunum (leysingavatn, regnvatn) komist ekki inn í gegn um hleðsluna og niður í brunninn. Ef brunnurinn or mjög grunnur, 4 – 8 fet, og byggt ból í kring, þá er ávalt hætt við, að óhreinindi geti komist niður í jarðvegsvatnið kringum brunninn og runnið inn í hann undir hleðsluna. Ef kostur er á vatni djúpt í jörðu, 20—40 fet eða meira, og brunnurinn gerður svo djúpur, þá má treysta því, að vatnið sé hreint. í hleðsluna er ýmist hafður grásteinn eða múrsteinn og bor jafnan að líma stein við stein með steinlími (sementi).

Brunnur

Dæmigerður grafinn brunnur á Reykjanesskaga – við Norðurkot.

Hér á landi er víðast siður að sækja vatn í brunna á þann hátt. að sökkva fötu niður í brunninn og vega hana upp á handafli eða með vindu. Brunnurinn er þá opinn og engin trygging fyrir því, að óhreinindi geti ekki komist niður í hann.

Bakki

Bakkabrunnur á Vatnsleysuströnd.

Brunnar eiga jafnan að vera lokaðir; skal hafa vatnsheldan hlemm yfir brunnopinu og vatnsdælu gegn um hann miðjan til þess að ná upp vatninu. Ef hlemmurinn fellur alveg loftþétt að brunnopinu (i frostum á veturna) og dælt er úr brunninum nokkuð að mun, þá hættir vatn að koma úr dælunni innan skamms af því að ekki kemst loft niður í brunninn í stað vatnsins, sem tekið er. Þess vegna á að vera strompur gegn um hlemminn við hliðina á dælunni og burst yfir strompinum; þessi strompur er líka nauðsynlegur til þess að óhreint loft
safnist ekki í brunninn.

En ekki er allt fengið þó að vatnið sé nógu mikið, það verður líka, heilsunnar vegna, að vera hreint og óskaðvænt og vera ljúffengast. Besti svaladrykkur í heimi er vatn, blákalt vatn. – G. B. ”
Sjá MYNDIR af brunnum á Reykjanesskaga.

Heimild:
-Eir – 9. tölublað (01.09.1899), G.B.; Vatnsból og brunnar, bls. 129-137.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.