Abraham Ortelius

Á Reykjanesskaga eru fjölmargir brunnar og vatnsstæði. Sumir þeirra eru eldri en aðrir.
Breytti hvítri ull í svartaSvo segir Abraham Ortelius (1528-1598), sem var mikilvirkur landfræðingur á 16. öld og gaf út kort og kortabækur. Þekktast verka hans er Theatrum orbis terranum, sem kom fyrst út árið 1570. Þar er stutt Íslandsfrásögn með hefðbundnum hætti. Í útgáfu frá 1590 birtist í fyrsta skipti Íslandskort Guðbrands Þorlákssonar. Síðar fékk hann í hendur rit Arngríms lærða Jónssonar og bætti þá við og breytti ýmsu í frásögn sinni. Að sögn höfundar búa landsmenn einkum með nautgripi og hross. Á Íslandskortinu, sem er hið áferðafallegasta, er fjöldi myndskreytinga. Þar eru sýnd margs konar sjóskrímsli, s.s. sækýr á beit og refir að ná sér í egg í björgum þannig að hver bítur í annars skott.
Samkvæmt kortalýsingu Orteliusar eru tveir merktir brunnar á Reykjanesskaganum og staðsetti hann þá á kortið. Breytti annar svartri ull í hvíta og hinn hvítri ull í svarta. Fyrrnefndi Breytti svartri ull í hvítabrunnurinn var staðsettur milli Selvogs (Seluopa) og Krýsuvíkur (Klínvig) og sá síðarnefndi milli Grindavíkur (Grundavik) og Reykjaness (Rykianes). Þetta er einnig gömul sögn, en er hér tengd við Ísland í fyrsta sinni að því er best er vitað (The Illustrated London News 10. sept. 1881, 262).
Ortelius nefnir aðrar uppsprettur til sögunnar, s.s. þá er steingervir alla hluti. Einhver gæti haldið að hér væri um lygilega frásögn að ræða. En ef horft er til þess tíma er hún var rituð og þekkingu útlendinga á slíkum fyrirbærum, sem hér eru nefnd, skýrast málin. Leirhverir geta bæði verið svartir og hvítir og þeir voru einmitt á þeim stöðum, sem nefndir eru sem brunnstæði eða uppsprettur.

Seltún

Leirhver við Seltún.