Nykur
Fyrirbærið „nykur“ kemur fyrir í ýmsum þjóðsögum, án þess að vitað sé til tilvist þess hafi nokkru sinni verið staðfest með óyggjandi hætti; ljósmynd, rissi eða nákvæmri lýsingu fleiri vitna á tilteknum stað á skráðri stundu.
Nykur er því þjóðsagnaskepna. Hann á að líkjast gráum hesti, en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur. Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn.
Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu, en finngálkn var maður ofan en dýr að neðan. Aðrir segja það afkvæmi makalausra skepna.
Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans.
Heimild:
-visindavefur.hi.is