FERLIRsvefsíðan var á sínum tíma sett upp af vanefnum með aðstoð hjálpsamra handa og skilningsríkra huga.
Morgunblaðið lagði þar m.a. hönd á plóg, auk Árna Torfasonar er hannaði vefsíðuna með dyggum stuðningi (og skilningi) Grindavíkurbæjar. FERLIRsvefsíðan hefur þrátt fyrir góðan skilning þurft að vera í stöðugri þróun. Ótrúlegum fróðleik um afmarkað landssvæði hefur á skömmum tíma verið safnað á einn stað. Eitthvað sem fáum hefur áður tekist. En eitt er að leita uppi, vettvangsstaðfesta, skrá, ljósmynda, draga upp og safna efni inn á síðuna – og annað að viðhalda, uppfæra og skrá nýtt efni er varða nýjar uppgötvanir, upplýsingar, ábendingar og viðbætur um skrásett efni frá áhugasömum lesendum. Nú eru liðin nokkur ár frá upphafinu. Á tækniöld gera nokkur ár því miður (eða sem betur fer) tækin fljótt úrelt. Tíminn gerir því sífelldar kröfu um skjót og vakandi viðbrögð. FERLIR mun fagna endurnýjuðum áfanga þann 12. 01. 2009 n.k. kl. 12.01. Síðan mun smám saman taka par ár að uppfæra gamalt efni á nýju vefsíðuna.