Bögguklettar

1. Grísanes
Umhverfis Ástjörn eru nokkrar grónar tóftir frá fyrri tíð. Gatan frá Ási að Ásseli við Hvaleyrarvatn lá um Skarðið. Norðan við það, vestan götunnar er grjóthlaðinn stekkur.

2. Lækjarbotnar
LækjarbotnarÞegar gengið er upp með læknum er kemur úr Lækjarbotnum má sjá hvar hann liðast með norðurjaðri Stekkjarhrauns og Gráhelluhrauns (Lækjarbotnahrauns). Við upptökin eru hleðslur undan timburhúsi, sem þar stóð um tíma á vatnsþró. Frá húsinu lá trépípa niður til bæjarins. Sjá má leifar hennar neðan við hleðslurnar. Skammt neðar er stíflumannvirki, steypt og hlaðið

3. Frakkastígur
Yfir Selvogsgötuna liggur slóði, Frakkastígur. Um er að ræða línuveg, nefndur eftir verkamönnunum er reistu háspennumöstrin óálitlegu.

4. Kershellir

Kershellir

Kershellir.

Sunnan Suðurhlíðar milli Setbergshlíðar og Slétturhlíðar og er stór varða á vesturbrún kershellis. Um töluverða hvelfingur er að ræða, um 40 metra langa, 10 metra breiða og um tveggja metra háa. Eftir að komið er niður í hellinn sjást göng upp með niðurfallinu. Þar er afhellir [Hvatshellir] álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri. Heildarleng hellisins er um 100 metrar. Hellirinn fannst sumarið 1906

5. Valaból
ValabólEina opinbera staðfestingin á landnámi Farfugla í Valabóli er að finna í fundargerðarbók Bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 13. júlí 1942 og er hún þannig: Farfugladeild Reykjavíkur fer fram á leyfi til þess að mega innrétta og hlaða fyrir hellisskúta norðanvert í Valahnjúkum. Bæjarráð leggur til að þetta leyfi verði veitt meðan ekki kemur í bága við annað sem talið er nauðsynlegra. Frá upphafi átti Valaból að gegna tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að verða áninga- og gististaður Farfugla og annars útivistarfólks, Farfuglahreiður. Í öðru lagi var hugmyndin að lagfæra og fegra umhverfi hellisins og gróðursetja blóm og tré.

6. Þríhnúkahraun

Strandartorfur

Varða ofan við Strandartorfur.

Strandartorfur eru tvær. Þær eru ílangar tóur undir aflöngum klettaborgum. Allt umleikis eru nýrri hraun. Selvogsgatan forna liggur skammt austan við þær.  Augljóst er að þarna hafa verið áningarstaðir fyrrum sem og hrístaka. Neðri Strandartorfan hefur stundum  verið nefnd Kaplatór á kortum. Selvogsgatan jafnan nefnd Suðurfararvegur meðal Selvogsbúa – og gerir enn.

7. Vatnshlíðarhnúkur
VatnshlíðarhnúkurRétt austan við jarðavegstipp í vestanverðri Vatnshlíðinni er merkjavarða milli Áss og Hvaleyrar. Henni hefur verið hlíft við annars miklu raski á svæðinu. Varðan er við stíginn frá Ási að Ásseli við Hvaleyrarvatn.

8. Hellnahraun
Stórhöfðastígurinn liggur frá Stórhöfða, upp með Fjallinu eina og upp á Undirhlíðarveg. Stígurinn sést einna gleggst á kafla þar sem línuvegur sker hann. Á þeim kafla hefur stígurinn verið unninn fyrir vagnaumferð, sem slíka kafla má víða sjá á hinum fjölfarnari götum frá fyrri tíð.

9. Brunntorfur

Brunntorfur

Hrauntungustígur um Brunntorfur.

Ofan við Brunntorfur liggur Stórhöfðastígur um gróið Hrútagjárdyngjuhraun (~5000 ára gamalt) með hraunjaðri Nýjahrauns/Brunans, nú nefnt Kapelluhraun, sem rann 1151.

10. Fjallið eina
Fjallið eina er móbergshnúkur (223 mys). Það varð til undir ísbreiðu, en efsti hluti þess, grágrýtiskollurinn, náði upp úr henni, eins og sjá má.

11. Kýrskarð
KýrskarðDalaleiðin frá Kaldársseli lá um Kýrskarð og út með Bakhlíðum (Gvendarselshlíð). Ofarlega í auðgengu skarðinu er gróin hrauntröð.

12. Ker

Kerin

Kerin.

Kerin eru tveir fallegir gígar utan í Undirhlíðum. Sjá má slétt helluhraun framundan, en það mun hafa komið úr gígum þessum. Ofan við vestari gíginn er birkitré, að sögn kunnugra, eitt það stærsta villta hér á Reykjanesskaganum.

13. Bakhlíðar

Gvendarsel

Gvendarsel í Bakhlíðum.

Gvendaselsgígar kallast hraungígar á stuttri gossprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendarselshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annarsvegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hinsvegar í hraunfossi norður yfir Undirhlíðar þar sem þær liggja lægst.

14. Dalaleið
Dalaleiðin lá um Slysadal og Breiðdal. Suðaustan þeirra er vatnsstæði, lítil tjörn, sem nýtt var frá selstöðu í Fagradal.

15. Hrauntunguskúti
HrauntunguskjólHrauntunguskúti er einn af fjölmörgum fjárskjólum í Hraununum. Myndarlegar hleðslur eru beggja vegna opsins, sem á sumrum er falið á bakvið mikið og þétt birkitré.

16. Fornasel
Vatnsstæði, sem aldrei þornar, er við selið, sem verið hefur með tvískiptum húsakosti, sem verður að teljast sjaldgæft í þeim 400 selstöðum er enn má greina á Reykjanesskaganum. Eldhúsið stendur skammt vestan við baðstofuna og búrið. Vestar er stekkurinn og kvíin. Nátthagi er þar skammt vestar. Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, gróf í tóftirnar sumarið 2002 og kom þá í ljós að þær virtust vera frá því um 1400-1500.

17. Sjónarhólsskúti

Sjónarhólshellir

Sjónarhólshellir.

Landamerki Lónakots og Óttarsstaða liggur frá sjó suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir/-skúti, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður. Skammt austur af Sjónarhól er stór hæð, sem er kölluð Vatnsstæðishæð. Rétt norður af Sjónarhól eru tvær háar vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð.

18. Stígamót
AlfaraleiðVið Alfaraleiðina milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi þó hann sé ekki stór. Við hann sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Við hólinn liggur Lónakotsselsstígur áleiðis upp í Lónakotssel.

19. Gvendarbrunnshæðarskjól

Gvenndarbrunnshæðaskjól

Gvendarbrunnshæðarskjól.

Gvendarbrunnshæðarskjól er fjárskjól í Óttarsstaðalandi. Það er með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við Alfaraleiðina. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing, landamerki Straums og Óttarsstaða.

20. Sveinshellir
SveinshellirSveinshellir er fjárhellir með fyrirhleðslum í yfirborðsæð í gróinni jarðlægð vestan við Óttarsstaðaselstíginn (Rauðamelsstíginn-/Skógargötuna) milli Bekkja og Meitla áleiðis upp í Óttarsstaðasel. Áberandi kennileiti er varða, Sveinsvarða, við opið. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Hellirinn er feiknastór, en sést ekki, fyrr en að er komið, því að opin er svo þröngt. Fyrir munnann er vaxin birkihrísla. Hellirinn er hvergi manngengur, og fé fór ekki inn í hann nema rétt inn fyrir opið.

21. Fjallgrensvarða

Fjallgrensvarða

Norðan við Litlu-Sauðabrekku og Sauðabrekkugíga er áberandi landamerkjavarða á mörkum Straumslands og Óttarsstaðalands, sem nefnist Fjallgrensvarða og skiptir hinum mosavöxnu Fjallgrensbölum á milli jarðanna, en þar voru áður grösugir hagar. Ofan vörðunnar tekur við nokkuð sléttir mosar á helluhrauni. Grenin eru merkt með dæmigerðum steinum á þremur stöðum og hlaðin skotbyrgi grenjaskyttnanna er þar skammt frá.

22. Bögguklettur
BöggukletturKletturinn hefur nafnið Bögguklettur. Klofinn er um 100 metra langur og allbreiður. Hann hefur staðið þarna nokkuð hár fyrrum, en slétta helluhraunið umhverfis hefur síðan runnið allt um kring og í gegnum klofann. Á leið sinni hefur það smurt klettaveggina beggja vegna. Þegar hraunið hjaðnaði skildi það eftir u.þ.b tveggja metra háan hraunvegg utan á klettunum. Ljóst er að hraunstraumurinn hefur komið með allnokkrum hraða að austuropinu, runnið upp á klettana, sen síðan runnið rólegar niður í gegnum klofann og klettana allt um kring. Bögguklettar eru bæði falleg og stórbrotin náttúrusmíð. Sú saga var sögð um nafngiftina að klettarnir hétu eftir Böggu gömlu frá Vigdísarvöllum eða öðrum bæ þar í sveit. Synir hennar tveir hafi haldið að Hvasshrauni um Mosastíg til róðra, en gleymt sjóklæðunum. Þegar það uppgötvaðist hafi móðir þeirra, Bagga, bundið þau á bak sér og haldið í humátt á eftir sonum sínum. Hún ætlaði sér þó um of á langri leið, hreppti vont veður og leitaði skjóls í klettunum, sem eru örskammt frá Mosastígnum. Við vesturenda þeirra er lítil skúti. Þar leitaði Bagga skjóls, en varð úti. Þegar hún fannst hélt hún fast um sjóklæðin því þeim skyldi þó komið til réttra eigenda, hvað svo sem um hana yrði. Hvort þarna hafi verið sagt satt skal ósagt látið.

23. Tobburétt austari
StraumsselsstíguVið Straumsselsstíg er Tobburétt austari (Litla Tobburétt) í Tobbuklettum. Fyrirhleðsla er í stórri hraunsprungu, en ef vel er að gáð má sjá að hlaðinn bogadreginn veggur hefur verið framan við hana. Hann hefur verið leiðigarður fyrir fé, sem rekið var að réttinni að ofanverðu. Stígurinn liggur nú í gegnum garðinn. Þegar horft var á þverklett sprungunnar mátti vel sjá móta fyrir andliti í honum. Ekki er ólíklegt að ætla að álfarnir hafi viljað með því láta vita af tilvist sinni á svæðinu með þeim skilaboðum að fólki gæti þar varfærni. Vestari Tobburétt (Stóra Tobburétt) er skammt vestar.

24. Straumsselshellar nyrðri

Efri-Straumsselshellar

Efri-Straumsselshellar.

Í Nyrðri/neðri-Straumsselshellum eru fallegar hleðslur fyrir þremur opum þeirra. Þeir eru frekar lágir innvortis, en í þeim má sjá stuttar hleðslur út frá veggjum. Skammt norðan hellanna er hið ágætasta vatnsstæði.

25. Straumsselshellar syðri
Guðmundur Guðmundsson sem keypti jörðina Straum af Páli Árnasyni setti byggð í Straumsseli 1849, en hafði þá búið þar í tvö ár. Fyrsta árið  bjó hann í selinu ásamt föður sínum, Guðmundi Bjarnasyni, sem var oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann skyldi eftir sig miklar hleðslur víða, m.a. þessar í Efri-Straumsselshelli.

26. Gamla þúfa

Gamla Þúfa

Gamla Þúfa.

Svo nefnist hæsta hæðin í Almenningi, ágætt kennileiti. Um er að ræða gróna þúfu efst á þversprungnum hraunkletti í u.þ.b. 110 m hæð yfir sjó. Hún sést vel frá Straumsseli og áður fyrr var hún þekkt kennileiti á Straumsselsstíg áleiðis að Fjallinu eina. Skammt vestan við „þúfuna“ er hlaðin varða.

27. Hrútagjárdyngja
HrútagjáHrútagjá umleikur Hrútagjárdyngju. Líklega er gjáin í heild.þ.b. 5 km löng – og hrikaleg á köflum. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hraunið hafi myndast fyrir u.þ.b.  5000 árum.  Áður en dyngjan sjálf gaus myndaðist gífurlegur undirþrýstingur svo yfirborðið lyftist smám saman og myndaði loks háa bergveggi allt umhverfis  – með tilheyrandi sprungu – og gjármyndunum. Hraunsskjöldurinn hlóðst  upp og gígbarmarnir risu yfir umhverfið. Gos hófst og gríðarstór hrauntjörn myndaðist – og tæmist. Ógurlegur þrýstingur frá innskotinu myndaðist undir kvikuhólfinu. Storknað yfirborðið hefur verið tiltölulega þunnt svo landið reis enn meira en ella. Við það lyftist svæðið um 10-15 metra og myndaði nokkurs konar skál, sem fyrr er lýst. Upplyftingin sést allt umleikis.Straumssel