Rauðhólar – friðlýsing

Rauðhólar

Rauðhólar voru friðlýstir sem náttúruvætti á árinu 1961 vegna jarðminja en einnig landsslags, lífríkis og útivistargildis, og sem fólkvangur frá árinu 1974.

Rauðhólar

Rauðhólar – kort er fylgdi friðlýsingunni 1974.

Stærð hins friðlýsta svæðis er um 45 ha og er afmörkun þess sýnd á uppdrættinum. Fólkvangar eru útivistarsvæði í umsjón sveitarfélaga þar sem reynt er að auðvelda aðgang almennings án þess að náttúran bíði tjón af. Efnisnámi hefur verið hætt í Rauðhólum, nema til að snyrta efnistökusvæðið. Um helmingur hólanna er raskaður og þar er jafnframt víða hægt að skoða innviði rofinna gervigíga.

Í „Stj.tíð. B, nr. 185/1974“ segir í „Auglýsingu um fólkvang í Rauðhólum“:
„[Umhverfisstofnun] hefur fyrir sitt leyti samþykkt stofnun fólkvangs í Rauðhólum við Reykjavík og tjáð ráðuneytinu, að frestur til að gera athugasemdir við stofnun fólkvangsins sé útrunninn, og hafi engar athugasemdir borist.
RauðhólarRáðuneytið er samþykkt ákvörðun [Umhverfisstofnunar] og með skírskotun til laga nr. 47/1971, um náttúruvernd, tekur stofnun fólkvangsins gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum. Reglur um fólkvanginn eru í meðfylgjandi fylgiskjali.“ – Í menntamálaráðuneytinu, 12. mars 1974; Magnús T. Ólafsson.

Fylgiskjal – Auglýsing frá [Umhverfisstofnun] um fólkvang í Rauðhólum.
„Að tillögu náttúruverndarnefndar Reykjavíkur og að fengnu samþykki borgarstjórnar Reykjavíkur, hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið að lýsa Rauðhóla og nágrenni þeirra fólkvang, samkvæmt 26.gr. laga nr. 47/1971.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Takmörk þess svæðis, sem náttúruverndarnefnd Reykjavíkur ákvarðar til fólkvangsfriðunar á, eru sem hér segir, sbr. meðfylgjandi uppdrátt:
Brotin lína frá punkti 1 í miðri Hólmsá, þar sem brúin á gamla veginum var, ákvarðast hún af punktunum 1-2-3-4 og 5, frá punkti 5 ræður miður farvegur lækjar þess, sem rennur úr Hrauntúnstjörn í Helluvatn að punkti 6, þaðan brotna línan sem ákvarðast af punktunum 6-7 og 8, þaðan bogin lína, sem ákvarðast af punktunum 9-10-11-12-13-14 og 15, þaðan bogin lína, sem liggur fyrst um 5 m frá norðurbrún vegar að vesturenda Sundhóls og og þaðan áfram vestan sumarbústaða (Litla-Hvamms) suðvestan í Sundhól, sem uppdráttur sýnir, að punkti 16, þaðan brotin lína, sem ákvarðast af punktunum 16-17-18 og 19, þaðan miður farvegur Hólmsár að punkti 1.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Reglur þessar gildi um fólkvanginn
1. Fótgangandi fólki er heimil för um allr svæðið og óheimilt er að reisa þar girðingar eða annars konar tálmanir, á þann veg að umferð fólks torveldist.
2. Óheimilt er að gera á svæðinu mannvirki né gera jarðrask, nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til.
Eftirlit með fólkvanginum er í höndum náttúruverndarnefndar Reykjavíkur.“

Rauðhólar

Kort af Rauðhólum sbemma á 20. öld (von Komorowicz 1912).