Sel frá bæjum á Vatnsleysuströnd III

Gjásel

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III“ er fjallað um sel og selstöður bæja á Vatnsleysuströnd. Þar segir m.a.:

Gjásel

Gjásel

Gjásel – teikning.

„Í Gjáseli, en svo heita gamlar selstöður, má nú sjá átta til níu tóttarbrot. Lítið seltún mun hafa verið þar Minjar í Gjáseli framanvið. Ofan við selið er Gjáselsgjá, sem sagt var um að í væri óþrjótandi vatn, en erfiðleikum bundið að ná því,“ segir í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi. „Af Einiberjahólum sjáum við vel til Gjásels sem kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá. Óvíst er frá hvaða bæ var haft í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðalands. Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni [Árna Magnússonar og Páls Vídalín] 1703 og
virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu. Tóftir af átta húsum standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli eins og reyndar annarsstaðar. Skipulag húsa á þessu selstæði er gjörólíkt því sem er á öllum hinum stöðunum í heiðinni en þar eru tveggja húsa samstæður á víð og dreif á grasblettinum en í Gjáseli er eins konar raðhúsalengja. … Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu en jarðskjálftar á fyrri hluta 20. aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum,“ segir í Örnefni og gönguleiðir. Gjásel er um 6,4 km suðaustan við Efri-Brunnastaði 001 og 6,4 km suðaustan við Hlöðunes. Þar eru tvær tóftir og varða.

Gjásel

Gjásel – tilgáta (ÓSÁ).

Selið er undir gjárvegg og gjá sem er að miklu leyti gróin og full af grjóti austan við seljatóftirnar. Seltúnið er ekki ýkja stórt en er að mestu gróið.
Minjar í Gjáseli eru á svæði sem er 80×25 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Þær fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Seltóft A er um 30×8 m að stærð og skiptist í átta hólf. Þau liggja í röð sem snýr norðaustur-suðvestur og sveigir lítillega út til suðausturs í átt að gjánni. Op eru á öllum hólfunum og eru þau öll á norðvesturhlið tóftarinnar.

Gjásel

Gjásel.

Lýsingin hefst á hólfi I í norðausturenda. Það hólf er 2,5×2 m að innanmáli, snýr norðvestur-suðaustur.
Hólf II er 4×1 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Það er samansigið og mjókkar fyrir miðju.
Samansigið op er úr því til suðvesturs í hólf VIII og eru það einu hólfin í tóftinni sem virðist hafa tengst með þessum hætti. Hólf VIII er aflagað, er um 2×1 m að innanmáli og snýr NNV-SSA. Op er einnig á því til NNV. Veggir tóftarinnar eru lægstir í báðum endum þar sem þeir eru um 0,5 m á hæð en annarsstaðar eru veggir allt að 1 m á hæð. Tóftin er gróin en þó sést í grjót hér og hvar, t.d. í Stekkjartóft í Gjáseli, horft til suðausturs opum inn í hólf V-VII. Stekkjartóft B er um 20 m suðvestan við seltóft A. Hún er við suðvesturenda gjárinnar undir stórgrýtisurð. Tóftin er um 7,5×8 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hún er grjóthlaðin og þrískipt. Tóftin er mjög sigin og gróin.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Suðausturhluti tóftarinnar er óljós vegna grjóthruns en sá hluti er hlaðinn undir stórgrýtisurð og grjót úr henni nýtt í veggi.
Hólf I er í norðausturenda og er um 4×2 m að innanmáli. Það snýr norðvestur-suðaustur og er op á því í norðvesturenda. Út frá því gengur innrekstrargarður í sveig til suðvesturs. Ekki er hægt að sjá hvort gengt var úr hólfi I til suðvesturs í hólf II vegna hruns. Hólf II er 1×1 m að innanmáli. Suðvestan við það er hólf III. Það er um 2×1 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Ekki sjást op á þessum hólfum. Veggir tóftarinnar eru fremur mjóir eða 0,5-1 m á breidd. Hæstir eru þeir um 0,4 m og mest sjást 2 umför. Gömul og gróin varða C sem er að hverfa undir mosa er um 30 m austan við selið þar sem gjárbarmurinn er hæstur. Varðan er hrunin. Einn steinn stendur upp úr mosanum. Hún er um 1,2×1 m að stærð, snýr NNV-SSA. Hún er um 0,4 m á hæð. Tvær aðrar unglegar vörður eru uppi á gjárbrún um 15 m sunnan við seltóft A.“

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – teikning.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstöðu hefur jörðin við fjallgarð, eru þar hagar litlir, en vatnsskortur að miklu meini, þegar þerrar gánga.“ Í ritgerð um örnefni í Brunnastaðahverfi segir: „Brunnastaðasel heita gamlar selstöður frá Brunnastöðum. Þar má sjá allmörg tóttarbrot.“ Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir: „Frá Gamla-Vogaseli höldum við austur af Vogaholtinu og að Brunnastaðaseli undir Brunnastaðaselsgjá … Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan og sunnan selsins. Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr. Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst byggðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir en aðeins norðar og neðar í grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni sjáum við litla kví óskemmda með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltatíma.“

Brunnastaðasel

Í Brunnastaðaseli.

Brunnastaðasel er um 1 km suðaustan við Gjásel og 7,4 km suðaustan við Efri-Brunnastaði. Í selinu eru að líkindum tvö selstæði. Selið er norðan undir gróinni brekku í litlu selstæði. Jarðvegsrof umhverfis selstæðið ógnar minjunum. Minjarnar eru á svæði sem er um 170×55 m að stærð og snýr norður-suður. Þær fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu hér á eftir. Svæðið skiptist í tvö selstæði. Selstæði I sem er mfangsminna og virðist vera yngra er nyrst á svæðinu en þar eru tóftir E og F.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstæði II er á suðurhluta svæðisins, þar eru tóftir A-D og G. Það hefur tilheyrt Efri-Brunnastöðum. Selstæði I er um 110×110 m að stærð. Á því eru sem fyrr segir tvær tóftir á svæði sem er 20×10 m að stærð og snýr. Tóft E er á miðju selstæði I, um 130 m norðan við tóft A á selstæði II og 15 m VSV við tóft F. Hún er 11×6 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Tóftin er sigin en hún vaxin miklu grænu grasi og útlínur hennar er enn greinilegar þó að innanmál hólfa sé orðið ógreinilegt. Hún skiptist í þrjú greinileg hólf og mögulega er fjórða hólfið í norðvesturendanum en þar sést óljóst móta fyrir innanmáli hólfs sem er 2×1 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Tóftin er torf- og grjóthlaðin en ekki sést fjöldi umfara í hleðslum. Hólf I er í suðausturenda. Það er um 2,5×1,5 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Norðaustan við það er hólf II sem er um 2×1 m að innanmáli og snýr eins og hólf I. Op eru á þessum báðum hólfum til suðvesturs. Hólf III er eingöngu grjóthlaðið og eru veggir þess mjög signir. Það er norðaustan við hólf I og er um 4×1 m að innanmáli. Það snýr norðvestur-suðaustur. Ekki sést op á því. Ógreinileg tóft F er um 15 m ANA við tóft E. Hún er einföld og er um 5×2,5 m að stærð, snýr norðaustur suðvestur. Hún er hlaðin norðvestan í gróinn hól og er að mestu úr stórgrýti. Óljóst op er á henni í norðurhorni. Mesta hæð veggja er um 0,3 m.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel.

Selstæði II er um 120×130 m og snýr austur-vestur. Á því eru fimm tóftir á svæði sem er um 70×50 að stærð og snýr norður-suður. Tóft A er stór og stæðileg á grænum hól sunnarlega á selstæðinu. Mikill gróður er í tóftinni og í kringum hana og utanmál tóftar og innanmál hólfa er nokkuð skýrt sem gefur til kynna að hún sé ekki mjög forn. Tóftin er 13×9 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Hún er L laga og skiptist í þrjú hólf. Tóftin er torfog grjóthlaðin og sést grjót lítillega í innanverðum veggjum en fjöldi umfara sést ekki vegna gróðurs. Mesta hæð veggja er um 1 m. Hólf I er í suðurhorni tóftar. Það er um 2×1,5 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Op er á því til norðvesturs. Hólf II er í austurhorni tóftar, norðaustan við hólf I. Það er um 3×1,5 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er á því til suðvesturs. Hólf III er norðvestan við hólf II. Það er um 1×1,5 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur eins og hólf II. Op er einnig á því til suðvesturs. Ekki eru sýnileg op á milli hólfa í tóftinni.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel.

Tóft B er fast sunnan við tóft A. Hún er sigin en innanmál og op eru enn vel greinileg. Tóftin virðist vera þrískipt og er torf- og grjóthlaðin. Hún er um 9×6 m að stærð og snýr ANA-VSV. Grjót sést í innanverðum veggjum en ekki sést fjöldi umfara. Mesta hæð veggja er um 0,5 m. Hólf I er í ANA enda tóftarinnar. Það er um 1,5×1 m að innanmáli og snýr ANA-VSV. Vestan við það er hólf II. Það er um 1×1 m að innanmáli. Op er á þessum báðum hólfum til NNV. Óljóst hólf III er VSV við hólf II og er það um3,5×1,5 m að Selstæði II.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – stekkur.

Lítil tóft C er hlaðin utan í aflíðandi brekku 10 m VSV við tóft B. Hún er einföld og virðist hún vera torfhlaðin. Tóftin er 3×4 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Mesta hleðsluhæð er um 0,4 m. Ekki sést skýrt op á henni en veggir eru mjög signir í suðurhluta tóftarinnar þar sem kann að hafa verið op. Tóft G er grjóthlaðin kví í gjánni ofan við selið, um 40 m suðaustan við tóft A. Hún er einföld og er gróin að utan. Op er á henni til suðvesturs. Hún er um 4×2,5 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,6 m og mest sjást 3 umför í hleðslum. Tóft D er á lágum hól um 30 m NNV við tóft A. Hún er einföld og er 5×7 m að stærð, snýr norðvestur-suðaustur. Op er á henni í norðvesturenda. Tóftin er torf- og grjóthlaðin og grasi gróin. Hún er hæst í suðausturenda þar sem hún er um 0,6 m á hæð en lækkar til suðausturs. Óljóst má greina eldra mannvirki undir tóftinni og virðist vera hólf sem tilheyrir því suðvestan við tóftina sem er 2×2 m að innanmáli og er op á því til norðvesturs.“

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

„Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvassahraunssel; hagar eru þar sæmilegir, en vatnsból brestur til stórmeina.“ „Upp af Brennhólum er Hálfnaðarhæð. Þar er hálfnuð leið frá bænum í Selið. Þá tekur við sunnan nokkur Selskrínshæð og þar sunnar er Viðunarhóll, skógi eða hrísi vaxinn. Þá er komið í Selið eða Hvassahraunssel, sem er vestan undir Selásnum. Veggir standa enn nokkurn veginn uppi, og gróður er þar í kring. Vatnsbólið er undir skúta, eiginlega beint austur af selinu og er erfitt að finna það,“ segir í örnefnaskrá.“
Á heimasíðu FERLIRs segir: „Í austurátt frá Haugrúst og langan veg suðaustur af Bennhólum sjáum við Selásinn eða Selhæðirnar og þar norðvestan undir er Hvassahraunssel. Selstæðið er nokkuð stórt og þar eru tveir rústahólar en kvíin er vestarlega í seltúninu,“ segir í bókinni Örnefni og gönguleiðir. Hvassahraunssel er um 3,1 km suðaustan við bæ og 215 m VNV við vörðu á Selásnum. Selið er vestan og norðan við Selás sem er afgerandi í landslaginu og veitir skjól. Selstæðið er fremur flatlent næst ásnum en svo taka lágar hraunhæðir við og lautir á milli enn fjær er mosagróið hraun. Gras vex enn á selstæðinu en mikill mosi er í því.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – seltóftir.

Í bókinni Örnefni og gönguleiðir segir ennfremur: „Jón Helgason frá Litlabæ segir í sendibréfi árið 1984: „Ég tel að alllangt fram á 19. öldina hafi verið haft í seli frá Hvassahrauni, því móðir Þórunnar, sem þar bjó lengi, Ingibjörg, var þar selráðskona þegar hún var ung að árum en hún lifði líklega fram á annan tug þessarar aldar.“ … Trúlega hafa öll sel lagst af í kjölfar fjárkláðans sem hófst árið 1856 en þá var allt fé skorið niður hér um slóðir … .“
Fjórar tóftir eru sýnilegar á selstæðinu sem er um 100×50 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Þar eru tvær seltóftir, ein kvíatóft og einn stekkur. Tóftirnar fá bókstafi til aðgreiningar í lýsingu. Tóft A er í norðausturenda svæðisins. Hún er þrískipt og er um 8×8 m að stærð. Tóftin er torf- og grjóthlaðin. Hólf I er norðaustast í tóftinni. Það er um 3×1 m að innanmáli og snýr norðvestur-suðaustur. Op er á því til suðvesturs inn á mjóan gang. Úr honum er op til norðvesturs inn í hólf II sem er suðvestan við hólf I. Það er um 2×1,5 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – tilgáta.

Hólf III er suðaustan við hólf III. Það er 5×2,5 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Op er á miðri norðvesturhlið. Innanmál hólfa er enn skýrt nema í hólfi III og sést grjót í innanverðum veggjum í hólfum I og II en ekki fjöldi umfara. Mikill grasvöxtur er í og við tóftina. Mesta hæð veggja í tóftinni er um 1 m. Tóftin er suðaustarlega á afgerandi en ekki mjög háum hól sem er um 22×16 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Út frá utanverðu hólfi I gengur óljós veggur til norðausturs. Hann er um 4 m á lengd. Ætla má að eldri minjar séu undir sverði og að húsin í selinu hafi verið endurbyggð á notkunartímabilinu.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Tóft B er um 30 m suðvestan við tóft A. Hún er þrískipt og er torf- og grjóthlaðin. Innanmál hólfa er skýrt og grjóthleðslur sjást í innanverðum veggjum en ekki fjöldi umfara. Lítill aldursmunur er greinanlegur á tóftunum tveimur en þó kann tóft B að vera lítillega yngri en tóft A. Tóftin er 8×8,5 m að stærð og snýr norðaustur suðvestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,6 m. Öll hólfin snúa norðvestur-suðaustur. Hólf I er norðaustast í tóftinni. Það er 2×1 m að innanmáli og op er á því til norðausturs, út úr tóftinni. Hólf II er suðvestan við hólf I. Það er 4×1 m að innanmáli og óljóst op er á því til norðausturs og annað óljóst op er úr því til suðvesturs inn í hólf III. Það er 3×1 m að innanmáli. op er á því til norðvesturs, út úr tóftinni. Ekki er víst að grjóthleðslur hafi verið í hólfi III.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Tóft C er kvíatóft í aflíðandi halla norðvestan undir Selásnum. Hún er um 20 m SSA við tóft B. Tóftin er um 10×6,5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hún virðist vera einföld. Tóftin er að miklu leyti niðurgrafin og er um 5×0,5-1 m að innanmáli. Úr norðvesturenda tóftarinnar er op inn í nokkurs konar trekt (mögulega annað hólf) sem leiðir inn í tóftina. Op er svo úr trektinni til norðurs. Þar, við opið, sést móta fyrir veggjahleðslum. Hvergi sést í grjót í tóftinni og er hún að öllum líkindum að mestu torfhlaðin. Þar sem veggir sjást eru þeir 0,2 m á hæð.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Tóft D er grjóthlaðinn stekkur eða rétt sem er um 50 m vestan við tóft B. Hún er hlaðin norðan undir hraunhæð sem notuð er fyrir suðurvegg. Tóftin er einföld og snýr austurvestur. Hún er um 7,5×9 m að stærð. Innanmál hennar er 8×2,5 m og mjókkar hún lítillega til vestur. Op er austan við miðjan norðurvegg. Í dyraopinu er stór hraunhella sem kann að hafa verið yfir opinu. Aðrekstrargarður liggur frá vestanverðu opinu til norðurs og er 3 m á lengd. Hleðslur eru víða signar en hæstar í aðrekstrargarði þar sem þær eru 0,6 m á hæð og mest sjást þar 3 umför hleðslu. Víðast eru veggir 0,5 m á breidd.
Þrátt fyrir mikla leit fannst vatnsstæðið í selinu ekki.“

Sjá meira undir „Sel á Vatnsleysuströnd I„.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2016.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.