Silungapollur – Hólmsá – Suðurá – gamlar götur I

Silungapollur

„Það er gaman að fylgjast með einstöku starfi ykkar og áhuga á fornum vegum og öðru sem lítur að gamalli byggð.
holmsa-21Foreldrar mínir áttu sumarbústað skammt neðan Silungapolls sem við systkin erfðum við lát þeirra á síðasta ári, nánar tiltekið við ármótin þar sem Hólmsáin rennur í Suðurána. Þar hefur maður margar stundirnar rölt. Þar má finna gamlar reiðgötur bæði í gegn um hraunið og einnig götur klappaðar í berg. Sömuleiðis eru þarna leifar af hlöðnu byrgi sem gæti verið annað tvegga, gamalt, eða hugsanlega frá stríðinu en þarna í kring voru töluverð umsvif breta (Geitháls) og var m.a. grafin “skotgröf” við Hólmsána sem nú er að mestu gróin en ég man eftir hvar var.
Holmsa-22Einnig má sjá að aðeins eitt vað er á suðuránni Suðuryfir ána allt frá Silungapolli að ármótum, rétt við ármótin og hefur greinilega verið notað. Ég sé að á korti frá ykkur á vefnum að reiðgata er merkt nánast eftir þjóðveginum en sjá má reiðgötur, mjög skýrar, við sumarbústaðinn, einnig götur yfir hraunið við austurenda Siglungapolls og sömuleiðir götu norðurfyrir hraunið, sunnan Gunnarshólma. Síður vildi ég að þessar götur gleymdust alveg og því sný ég mér til þin hvort ég mætti sýna þér eða hópnum þessi djásn næsta sumar.
Veiðisvæði Veiðifélags Elliðavatns nær yfir Elliðavatn, Helluvatn og árnar þar ofar. Lang mest veiði er í Elliðavatni austanverðu og Helluvatni. Þar renna í vötnin ár og lækir og þar eru líka víða uppsprettur undir vatnsborði sem draga að sér fisk. Fyrir framann Bæinn Elliðavatn er Állinn, en það er gamli árfarvegurinn. Árið 1924 var gerð stífla við Elliðavatn, við það hækkaði yfirborðið um 1 meter og flatarmál þess tvöfaldaðist. Mest allar Elliðavatnsengjarnar fóru undir vatn. Elliðavatn er Ellidavatn-21mjög frjósamt vatn og framleiðslugeta þess mikil. Það er algengt að í slíkum vötnum verði fiskur ekki mjög gamall enda þarf hver hrygna ekki að hrygna oft til þess að viðhalda stofninum. Samkvæmt athugnum sem gerðar hafa verið þá er fiskur vel haldinn og ekki ber á ofsettningu í vatninu, þó er umhugsunarefni að hlutfall urriða í rannsóknum sem gerðar hafa verið hefur stór aukist. Fyrir um 15 árum var urriði um 20-25 % í afla en er kominn í um 80 % í dag. Hér er átt við afla í net við rannsóknir og veiðar sem Veiðifélag Elliðavatns hefur staðið fyrir. Það má velta fram þeirri spurningu hvort minkandi laxagengd hafi þau áhrif að urriði nái að leggja undir sig hrygningarstöðvar hans í Hólmsá og Suðurá og þess vegna fjölgi honum svona og þá í framhaldi af því, hvernig skildi laxinum ganga að komast yfir þessar hrygningarstöðvar aftur ef honum fer fjölgandi.“ –
Gunnar Ólafsson.

Silungapollur-21

Silungapollur.