Í Faxa árið 1958 fjallaði Jóhanna Kristinsdóttir um “Skátaskólann” að Húsatófum við Grindavík.
“Eins og flestir Keflvíkingar vita, réðist Skátafélagið Heiðarbúar í Keflavík í það stórræði í sumar, að starfrækja skátaskóla að Húsatóftum í Staðahverfi í Grindavík. Jörðin Húsatóftir, sem löngu var komin í eyði, er ríkisjörð. Húsið er myndarlegt, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, en eftir að skátarnir höfðu fengið umráðarétt yfir því, endurbættu þeir það mikið og gerðu hið vistlegasta. Forstoðukona var frú Jóhanna Kristinsdóttir, sam góðfúslega varð við þeim tilmælum blaðsins, að segja í stuttu máli frá starfseminni í sumar.
Fer frásögn hennar hér á eftir:
“Skátaskólinn að Húsatóftum, tók til starfa 28. júní í sumar, og komu þá 4 telpur og 13 drengir, sem voru fyrstu vikuna, strax næstu viku á eftir varð fullskipað, eða 12 telpur og 18 drengir.
Sunnudaginn 5. júlí var svo vígsla skátaskólans, og var það sambandi við afmæli kvenskátasveitarinnar, en hún átti 15 ára afmæli 2. júlí, í því tilefni komu 50 skátastúlkur í útilegu svo og nokkrar af þeim elztu og nokkrir gestir. Séra Björn Jónsson messaði, úti, skátar og gestir sungu, síðan var staðurinn sýndur og loks almenn kókódrykkja, var þetta hinn ánægjulegasti dagur.
Starfsfólk við skátaskólann auk mín voru, frú Hera Olafsson, matráðskona, Rakel Olsen, sveitarforingi, Rut Lárusdóttir, Ragnhildur Árnadottir, Sveinbjörn Jónsson, Svan Skúlason, flokksforingjar og síðustu 3 vikurnar Gunnar Guðjónsson, því hinir hættu.
Börnunum var skipt niður í flokka og var þeim stjórnað af flokksforingjum, t. d. eldhúsflokk, hann þvoði upp, lagði á borðið og þvoði borðsalinn. Í þessum flokki var starfað í einn dag. Skálaflokkur, hreinsaði til innan húss, þvoði gólf og fl. Sorp- og AraBínuflokkur, brenndi rusli, dældi vatni og þvoði AraBínu, en svo nendist kamarinn.
„Út á AraBínu, okkar skari fer,
að hitta annað þeirra, erindið oftast er
Bína syngur hátt, og brosir blítt,
en Ari raular og hlær á víxl
og okkur líður vel.”
Útivinnuflokkar voru tveir, þeir hreinsuðu til í kringum húsið, brutu spýtur í eldinn, og sóttu kol, og löguðu girðinguna umhverfis.
Þessi vinna var yfirleitt unnin fram að hádegi, annars var dagskráin á þessa leið:
Kl. 8.00 Vakið, morgunleikfimi þegar veður var gott.
Kl. 8.45 Skálaskoðun, foringjar skoðuðu í töskur og kojur.
Kl. 9.00 Hafragrautur, brauð og mjólk.
Kl. 10.00 Fáni dreginn upp.
Kl. 10—12. Flokkar við störf.
Kl. 12.00 Hádegismatur.
Kl. 1.00 Hvílt. Þá máttu börnin leggja sig.
Kl. 2.00 Flokksfundir.
Kl. 3.00 Kókó, brauð, kringlur, kex.
Kl. 3.30 Gönguferðir, leikir o.fl.
Kl. 5.00 Þvottur.
Kl. 6.00 Kvöldverður.
Kl. 7.00 Fylkst.
Kl. 8.00 Fáni dreginn niður.
Kl. 8.15 Varðeldur eða kvöldvaka.
Kl. 9.00 Kvöldbænir.
Kl. 9.15 Kyrrð, og voru þá flestir sofnaðir.
Varðeldur var yfirleitt tvö kvöld í viku, eða kvöldvaka, e£ veður var vont, svo var lesin framhaldsaga í hverju herbergi hin kvöldin.
Gönguferðir voru farnar um nágrennið, t. d. tvisvar gengið á „Þorbjörn” einu sinni farið út í Þórköllustaðarhverfi, oftast var þó farið út í hraun og út að Stað. Fjaran var líka könnuð og mikið týnt af skeljum og kuðungum.
Börnin fengu ekki að fara út fyrir girðingu nema í fylgd með foringja.
Þá höfðum við þann sið að gefa kross, ef einhver braut reglurnar, t. d. fór út fyrir girðinguna, lék sér í vatnsdælunni, blótaði og fl. fl. Krossarnir voru svo lesnir upp á varðeldum á föstudögum, og þótti það mikil hneisa að hafa fengið kross, sum fengu nokkuð marga krossa en önnur engan, t. d. var einn drengur hjá okkur í þrjár vikur og fékk níu krossa, hann kom svo aftur seinna og var í viku og fékk þá engann, og það gladdi okkur mikið því þá fundum við einhvern árangur af starfinu.
Á flokksfundum voru kennd atriði úr skátahreyfingunni, t. d. hnútar, leynimerki, armbendingar, teikna ísl. fánann og þekkja meðferð hans, skátasöngvar og leikir og fl. Einnig voru búin út hnútaspjöld sem börnin fóru svo með heim.
Einn drengur tók nýliðapróf og vann skátaheitið, var það Margeir Margeirsson, og var hann einnig skipaður flokksforingi yfir drengjunum. Hann sat við borðsendann og hélt reglu við borðið, flautaði ef einhver hávaði var. Þessi vísa var búin til um hann:
„Hann Maggi Magg er flokksforingi
og stjórnar litlu strákaþingi.
Þegar hann flautar borðið við
þagna strax ólætin.”
Einnig tóku 7 drengir ylfingapróf og unnu yfingaheitið, eru þetta fyrstu ylfingar í félaginu. Þá tóku ljósálfar mörg sérpróf.
Það bjargaði okkur alveg hvað veðrið var dásamlegt í allt sumar, en það hefði orðið nokkuð þröngt hjá okkur ef mikið hefði ringt, því ennþá á eftir að gera við útihúsin, setja þar upp rólur og fleira sem hægt er að una við í leiðinda veðri.
Að síðustu vil ég láta í ljós þá von að skátaskólinn á Húsatóftum fái að starfa af krafti næstu ár, því þetta er mikill menningarauki fyrir bæjarfélagið í heild.
Þetta var allt á byrjunarstigi hjá okkur í sumar, og mjög dýrt að setja húsið í stand og koma þessu í gang, en ef allir standa saman um að hlú að þessu starfi, megum við líta björtum augum á framtíðina.” – Jóhanna Kristinsdóttir.