Skipsstígur er gömul þjóðleið milli Grindavíkur (Járngerðarstaða) og Njarðvíkur.
Í dag má sjá götuna Vegavinnuskjolmilli Sjónahóls ofan við Njarðvík að Nesvegi ofan Járngerðarstaða. Gatan er vörðuð alla leiðina og er Títublaðavarðan sú syðsta. Sagan segir að nafnið sé til komið annað hvort vegna þess að áhafnir hafi borið skip sín (árabáta) á milli byggðalaganna eftir því sem viðraðist eða að fiskimenn hafi gengið þessa götu milli staðanna til og frá skipi (veri).
Þegar nýi Grindavíkurinn (akvegurinn) hafði verið lagður 1918 lagðist umferð um Skipsstíg niður. Á a.m.k. tveimur stöðum má sjá kafla þar reynt hefur verið að laga gömu götuna og gera hana vagnfæra.
Báðir staðirnir heita lágar, þ.e. Lágafallslágar sunnan Heimastaklifs og Gísllágar sunnnan Vörðugjár. Þar hefur gatan verið unnin; hlaðið í kantana og fyllt á milli með möl og grús. Kaflinn í Lágafellslágum er heldur lengri. Báðir staðirnir hafa það sammerkt að við þá eru skjól, sem vegavinnumenn hafa hafst í.
GislhellirÍ Gíslhelli er mikil vegghleðsla í hraunrás og í syðra er aflangt hraunhveli, opið í báða enda. Svo virðist sem vegkaflarnir hafi verið valdir með hliðsjón af skjólum þessum. Þarna hafa vegavinnumen getað leitað afdreps í vondum veðrum, rigningu og sudda.
Talið er líklegt að vegaframkvæmdir þessar hafi verið þáttur í tímabundinni atvinnubótavinnu í kringum aldamótin 1900. Annað hvort hefur einungis lítilli fjárhæð verið varið til verksins af hálfu hreppsins eða það lagst af vegna þess að þátttakendur hafa fengið atvinnu við annað. Auk þess gerði tilkoma bílsins um þessar mundir það að verkum að gerð vagnvega varð óþörf því sjálfrennireiðin gerði kröfu til annars konar vegagerðar.

Gíslhellir

Við Gíslhelli við Skipsstíg.