Lýst var hér fyrir nokkrum dögum gamalli refagildru, sem hvergi hefur áður verið sagt frá; gildru er nefna mætti “sprungugildru”, sbr. “Theodór Gunnlaugsson lýsir þó í bók sinni “Á refaslóðum”, fallgryfjum sem gerðar hafi verið í snjó fyrrum, en ekki getur hann þess, hve veiðnar þær hafi verið, enda hefur hann aðeins heyrt um þessa veiðiaðferð.
lonakot-refagildra-221Heimild er þó um, að í Hornafirði hafi gryfjur verið hlaðnar úr grjóti með lóðréttum veggjum eða jafnvel svolítið inn yfir sig. Dýpt þeirra var nokkur, eða svo mikil að öruggt væri að dýrin gætu ekki stokkið eða klifrað upp úr gryfjunum. Á gryfjubotninum var agninu dreift…”.
Hvergi annars staðar virðist hafa verið sagt frá refagildrum þessum, en þær virðast skv. þessu ekki hafa verið óalgengar á vestanverðum Reykjanesskaganum fyrrum… A.m.k. er tvær slíkar að finna í hrauninu ofan við Lónakot í Hraunum.

Grænhóll

Grænhóll – “sprungugildra” skammt frá.