Stjörnugerði í Heiðmörk – skilti

Stjörnugerði

Í Heiðmörk hefur verið komið fyrir hringalaga „Stjörnugerði“ gert úr „afskurði“ trjáræktar í skógrækt svæðisins.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið – skilti.

Stjörnugerðið var opnað í Heiðmörk 21. okt. 2025. Stjörnugerðið á að vera griðarstaður myrkurs og þar á að vera gott að staldra við og glápa á stjörnurnar. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom að opnun gerðisins.

„Þetta er sett upp eins og skeifa og þetta er skjólveggur vegna þess að hér getur oft verið hvöss og nöpur norðanátt,“ segir Sævar og að þá verði auðveldara og betra að horfa til himins.

Hann segir að í gerðinu sé fólk komið frá mestu ljósmengun höfuðborgarsvæðisins og því sé þarna hægt að sjá vetrarbrautina, dauf stjörnuhröp og norðurljós.

Stjörnugerði

Stjörnugerðið.

„Þetta er eins gott og það verður fyrir stað sem er tiltölulega nálægt höfuðborginni,“ segir hann og að gerðið sé frábær staður til að sjá náttúruna sem birtist bara á næturnar.

„Þarna er skjólgott fyrir norðanáttinni sem stundum er nöpur og útsýni gott til suðurs þar sem reikistjörnur, tungl og ýmis önnur fyrirbæri eru jafnan hæst á lofti. Á svæðinu eru upplýsingaskilti um næturhiminninn, norðurljósin, tunglið og sólkerfið okkar. Svo er gerðið líka fínasti áningastaður eftir rölt upp á Búrfell.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Á sama tíma staðfesti Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, að bærinn myndi gefa öllum leik- og grunnskólum bæjarins sólmyrkvagleraugu fyrir almyrkvann 12. ágúst 2026. Þau koma að sjálfsögðu frá solmyrkvagleraugu punktur is. Þar leggur Garðabær sín lóð á vogarskálarnar til fræðslu til almennings um almyrkvann enda er ágóði gleraugnasölunnar nýttur til þess.
Almar segir stjörnubjartar nætur fram undan og mælir með því að fólk fari í gerðið til að njóta þess. Nauðsynlegt sé að klæða sig vel.

Stjörnugerðið er við Heiðmerkuveginn að bílastæðinu í aðdraganda Búrfellsgjár í Garðabæ. Það er staðsett við bílastæði við Heiðmerkurveg sem tengist útivistarstíg að Búrfelli og Búrfellsgjá. Framan við gerðið er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

„Velkomin á griðarstað myrkurs við Búrfell í Garðabæ. Hér utan ljósmengunar þéttbýlisins eru góðar aðstæður til að skoða stjörnuhimininn og norðurljósin.
Frá Jörðinni er útsýnið út í alheiminn stórkostlegt. Á heiðskíru, tunglskinslausu kvöldi, fjarri rafslýsingu, sérðu tæplega 3000 stjörnur með berum augum. Allar tilheyra þær Vetrarbrautinni okkar sem liggur eins og ljósleit slæða þvert yfir himininn. Vetrarbrautin sést best á kvöldhimninum á haustin.

Hvað eru stjörnur og reikistjörnur?

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Stjörnurnar eru sólir í órafjarlægð. Þær eru svo langt í burtu að ljós er mörg ár að ferðast frá þeim til okkar. Skærasta stjarna himinsins, Sirius í Stórahundi, er 8,4 ljósár í burtu en Pálstajarnan í Litlabirni, sem er mun daufari, er 448 ljósár fjá jörðinni. Fjarlægustu stjörnurnar sem sjást með berum augum eru í ríflega 1000 ljósára fjarlægð. Með sjónauka séru miklu fjarlægari fyrirbæri.
Fyrr á tímum var samband okkar við stjörnurnar mun persónulegra en nú. Nótt eftir nótt horfðum við til himins og áttuðum okkur smám saman á gangi himintunglanna. Við spunnum sögur úr mynstrum sem við ímynduðum okkur og kölluðum stjörnumerki. Við sáum að sumar stjörnur birtust þegar náttúran var að breytast eftir árstíðum. Himininn var sem klukka, dagatal og kort.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Við tókum líka eftir fimm hnöttum sem reikuðu um himininn. Þeir höfðu meiri þýðingu en aðrir svo við gáfum þeim nöfn guðanna okkar. Þessir hnettir eru reikistjörnurnar sem flakka um himininn og eru því aldrei á sama stað nema með löngu millibili. Þess vegan eru þær ekki sýndar á kortunum hér.

Njóttu myrkursins
Vonandi nýtur þú þess að horfa til heimins hér í myrkrinu. Gefðu þér tíma. Þú gætir nefnilega líka komið auga á loftsteinahrap, dansandi norðurljós og stöku gervitung á fleygiferð umhvergis plánetuna okkar. Á næturhimninum er ótalmargt að sjá. – Horfðu til himins.

Hvernig er best að skoða stjörnur og norðurljós?
Að skoða stjörnuhimininn er leikur einn!
Klæddu þig vel og gefðu þér tíma. Augun þurfa nefnilega að aðlagast myrkrinu. Þegar augun hafa vanist því sérðu himininn í allri sinni dýrð. Notaður rautt ljós ef þú getur því það truflar myrkrunaraðlögun augnanna minnst.
Prófaðu að beina handsjónauka eða stjörnusjónauka til himins. Hvað sérðu? Geimþokur, stjörnuþyrpingar og jafnvel fjarlægar vetrarbrautir blasa við.“

Inni í stjörnugerðinu eru fjögur skilti er lýsa m.a. sólkerfinu okkar, reikistjörnunum o.fl. Á skiltunum er t.d. eftirfarandi fróðleikur:

1. Tunglið

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Máninn eða Tunglið er næsti nágranni okkar í geimnum. Það er aðeins 384.000 km í burtu að meðaltali, stundum nær eða fjör. Tunglfarar ferðuðust þangað á þremur dögum en ef við gætum ekið þangað tæki ferðin næstum hálft ár.
Tunlið er tilkomumesti sýningagripur himins. Þar er ótalmargt að sjá með berum augum eða sjónaukum; gígar, fjöll, dalir og hraunbreiður. Í sjónauka lifnar yfirborð tunlsins við.

Vaxandi eða dvínandi

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Frá Jörðu breytist ásýnd tunglsins á hverjum degi. þá er sagt að tunglið sé ýmist vxndi eða minnkandi. En hvers vegan? Tunglið er hnöttótt eins og jörðin. Á öllum stundum lýsir sólin upp helming þess. Tunglið fer einn hring um Jörðina á tæpum mánuðu. Þar fer svo eftir því hvar tunglið er á sporbraut sinni hve stóran hluta af upplýstu hliðinni við sjáum.
Þegar tunglið er milli Jaðar og solar er sagt að það sé nýtt. Þá snýr næturhlið tunglsins að Jörðu. Smám saman fer tunglið vaxandi þegar að færist lengra frá sólinni á kvöldhimninum. Viku síðar er tunglið hálft. Þá sést helmingurinn af deginum á tunglinu og helmingurinn af nóttinni. Tveimur vikum eftir nýtt tungl er tunglið fullt. Þá er Jörðin milli tungls og solar. Öll daghlið tunglsins snýr að næturhlið Jarðar og lýsir nóttina okkar upp. Fullt tungl rís við sólsetur og sest við sólarupprás.

Stjörnugerði

Stjörnugerði.

Eftir að tunglið hefur verið fullt fer það minnkandi. Á tveimur vikum sjáum við hvernig tunglnóttin færist yfir þegar máninn nálgast sólina. Þá sjáum við tunglið á morgunhimninum.

Hvernig varð tunglið til?
Grjót sem tungfarar komu með til Jarðar bendir til þess að tunglið hafi orðið til eftir mestu hamfarir sem dunið hafa á Jörðinni til þess. Fyrir 4,5 milljörðum ára skall önnur reikistjarna á stærð við Mars á Jörðina. Við áreksturinn skvettist mikið efni út í geiminn sem hnoðaðist saman og myndaði á endanum tunglið. Sárið á Jörðinni er löngu horfið sökum flekahreyfinga og eldgosa nema Jörðin haltrar á göngu sinni um sólina. Möndulhallinn er afleiðing árekstursins og veldur því að við fáum vetur, sumar, vor og haust á Jörðinni.

2. Reikistjörurnar

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Þú átt heima á Jörðinni, reikistjhörnu sem egngur ásmat sjö öðrum og fylgitunglum þeirra umhverfis stjörnu. Sólkerfið er „hverfið okkar“ í vetrarbrautinni. Í sólkerfinu er líka aragrúi smátirna, halastjarna, loftsteina og sömuleiðis sólvindur og ryk.
Hægt er að sjá fimm reikistjörnur með berum augum; Merkúr, Venus, Mars, Jupiter og Satúrnus. Til að sjá ystu tvær, Uranus og Neptúnus, þarf stjörnusjónauka.

3. Stjörnuhimininn

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Vissir þú að himninum er skipt upp í 88 stjörnumerki? Af þeim sjást 56 að hluta ttil eða í heild frá Íslandi. Snúningur Jarðar um sólina og sjálfa sig hefur áhrif á ásýnd heiminsins. Á einni nóttu rísa stjörnumerki í austri og önnur setjast í vestry. Þegar þessii merki eru hæst á lofti í suðri er best að skoða fyrirbærin sem í þeim eru. Ferðalag Jarðar um sólu veldur því að hausthimininn á kvöldin er öðruvísi en himinn á vetrurna og vorin.

Norðurljósin

Stjörnugerði

Stjörnugerði – skilti.

Norðurljós eiga rætur að rekja til sólarinnar. Sólin sendir stöðugt frá sér straum rafhlaðinna agna sem kallast sólvindur. Sólvindurinn er fremur hvass en vindhraðinn er frá um 300 km á sekúndu upp í 3000 km á sekúndu í öflugustu stormunum. Sólvindurinn er því alla jafna tvo til þrjá daga að fjúka milli solar og jarðar.

4. Sólin og sólargangurinn
Sólin er stjarna eins og stjörurnar á himninum. Stjarna okkar er um 150 milljónir km frá Jörðinni, vegalengd sem ljós ferðast á aðeins um átta mínútum.

Tunglið

Tunglið – séð frá Stjörnugerðinu.