Tag Archive for: Árbæjarsafn

Árbæjarsafn

Í „Fornleifaskrá; Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024“ er m.a. getið um tvo fornsteina í Öskjuhlíð er nú prýða innganginn að kirkju Árbæjar í Árbæjarsafni:

Öskjuhlíð

Kortið sýnir staðsetningu á meintri „hoftóft“.

„Um 15 m austan við núverandi Bústaðaveg þar sem nú er göngu- og hjólastígur, um 90 m suðaustur af gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar, var tóft sem merkt er inn á kort Bolla Thoroddsen.
Árið 1939 skrifaði Ólafur Friðriksson grein í Fálkann um fornleifar í Öskjuhlíð og segir þar frá tóftinni. „Austan við þar, sem vegurinn liggur nú yfir Öskjuhlíðina gengur dálítil kvos inn í hana, og hefur hún ef til vill gefið hlíðinni nafn. En þarna í kvosinni eru fornminjar sem ekki hefur verið tekið eftir, þó að þær séu þarna rétt hjá langfjölfarnasta þjóðvegi landsins, Hafnarfjarðarbraut. […] Veitti jeg eftirtekt, að austan við veginn, ofan við áðurnefnda kvos, var steinn sem unninn var af manna höndum.“ Virtist Ólafi í fyrstu að þetta væri steinkross en við nánari athugun hafði steinninn lögun sem Þórshamar.

Lárus Sigurbjörnsson

Lárus Sigurbjörnsson (22. maí 1903 – 5. ágúst 1974) var íslenskur rithöfundur, leikskáld og minjavörður. 
Lárus þýddi fjölda leikrita, m.a. Hrekkir Scapins (Les fourberies de Scapin) eftir Molière (meðþýðandi), Jóhann úlfstjarna (Johan Ulfstjerna) eftir Tor Hedberg og Jeppi á fjalli (Jeppe paa Bierget) og fleiri gamanleikrit eftir Ludvig Holberg. Auk þess skrifaði hann greinar og bækur um leiklist og leiklistarsögu Íslands.
Á árunum 1954 til 1968 var hann forstöðumaður Minjasafns Reykjavíkur og varð sá fyrsti til að gegna því embætti. Hann beitti sér fyrir stofnun Árbæjarsafns. Árbæjarsafn var fyrsta útisafnið á Íslandi og var opnað árið 1957.
Myndin er af Lárusi Sigurbjörnssyni og Sveini Þórðarsyni við gamla kistu fulla af munum. Enginn myndatexti en fyrirsögn greinar er „Árbæjarsafnið opnað í dag“. Þar segir m.a. „Mynd þessi var tekin þá er Sveinn Þórðarson bankagjaldkeri framkvstj. Reykvíkingafélagsins, til hægri og Lárus Sigurbjörnsson skoða ýmsa gripi, úr stórum kistli sem geymdur var í eldtraustum skáp.“

Þegar hann leit í kringum sig sá hann annan stein sem hann taldi líka tilhöggvinn, í laginu eins og stóll. Ólafur velti fyrir sér hverjir hefðu höggvið þessa steina og í hvaða tilgangi og taldi að þetta myndi vera fornt hof.“

Árið 1963 fjallaði Lárus Sigurbjörnsson um þessa sömu tóft í grein í Vísi. Þar segir hann frá því að Matthías Þórðarson þjóðminjavörður hafi talið líklegra að þetta væru rústir af gömlu seli frekar en hoftóft. „Í henni fundust tveir merkilegir steinar, annar greinilega tilhöggvinn sem sæti en hinn í lögun sem Þórshamar. Báðir þessir steinar eru nú komnir í Árbæjarsafn. Af rúst þessari sér ekki urmul lengur. Hún er gersamlega horfin, og var farið yfir það síðasta af henni með ýtu.“
Steinarnir tveir standa nú fyrir framan safnkirkjuna á Árbæjarsafni, þeir eru skráðir undir jörðina Árbæ og eru ekki taldir manngerðir.

Á ljósmynd sem fylgdi grein Ólafs af öðrum steininum er hægt að áætla að um sömu rúst sé að ræða og er merkt inn á kort frá 1933. Á myndinni er langt útihús sem stóð á Norðurmýrarbletti 33 (Litlu-Hlíð), sama húsið sést á ljósmynd HAP RVK. Á annarri ljósmynd; ÁBS, sem er tekin úr vestri í austur, má sjá að rafmagns- og símastaurar eru að norðan við veginn. Samkvæmt grein Ólafs fór vinur hans upp í einn staurinn til að sjá betur yfir og rissaði upp rústina. Var stærð hennar um 11 stikur á hvorn veg og telur Ólafur að um hof Ingólfs sé að ræða.

Árbæjarkirkja

Örnefnið Háfaleiti á milli Öskjuhlíðar og Minni-Öskjuhlíðar á korti frá 1933.

Á korti Björns Gunnlaugssonar frá 1850 sem sýnir mýrar í Reykjavík er merki á svipuðum stað eða norður af Leynimýri, býlið „Háfaleiti“ sem er líklega nafnið á þessum rústum.
Fyrir margt er þetta sérstakur staður, líklega hafa þetta verið í grunninn gömul útihús frá Reykjavík sem hugsanlega hefur verið búið í um 1850, Háfaleiti kemur ekki fram í manntölum. Háfaleiti svipar mikið til örnefnisins Háaleiti sem er þarna ekki langt frá.“

Þegar steinarnir í Árbæjarsafni eru skoðaðir er augljóst, þrátt fyrir allar fyrrum spekulagsjónir hinna fyrrum „sérfræðinga“, að þarna er um aðflutta náttúrumyndun að ræða.

Heimildir:
-Fornleifaskrá; Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024.
-Páll Líndal, Reykjavík: Sögustaðir við Sund, bindi 2 og 3.
-Ljósmyndasafn Reykjavíkur. KAN 001 145 4-1. Ljósmyndari Karl Christian Nielsen.
-Borgarsögusafn. Korta- og uppdráttasafn. Bolli Thoroddsen, [Rauðará – Öskjuhlíð – Vatnsmýri 1932–1933].

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn – steinarnir tveir…

Árbær

Í Lesbók Morgunblaðsins 1948 má lesa; „Árbær fer í eyði„:

Árbær

Árbær 1948.

„Seinasti ábúandinn á Árbæ í Mosfellssveit, Kristjana Eyleifsdóttir fluttist þaðan í vor og nú er jörðin í eyði.
Sennilega verður hún ekki bygð aftur.
Húsin munu verða rifin og þar með hverfur úr sögunni seinasti bærinn bygður í íslenskum stíl, hjer í nágrenni Reykjavíkur. — Eigi er kunnugt hvenær Árbær bygðist fyrst, en hann var ein af jörðum Viðeyjarklausturs og komst undir konung við siðaskiftin og talin meðal konungsjarða í fógetareikningum 1547—1552. Ditlev Thomsen eldri keypti jörðina af konungi (ásamt veiðrjetti í Elliðaánum), seldi hana aftur Mr. Payne, en af honum keypti Reykjavíkurbær jörðina 1906.

Árbær 2020.

Bæjarhúsin að Árbæ eru einu hús safnsins sem eru á sínum upprunalega stað. Hluti bæjarhúsanna er hlaðinn úr torfi og grjóti en yngri hluti þeirra er úr timbri. Búseta að Árbæ lagðist af árið 1948, þegar síðasti ábúandinn flutti í burtu. Nýlegar fornleifarannsóknir gefa vísbendingu um að búseta, annað hvort föst eða tímabundin, hafi verið á þessum stað síðan á 10. öld. Síðustu ábúendur Árbæjar voru hjónin Eyleifur Einarsson og Margrét Pétursdóttir en þau fluttu þangað árið 1881, ásamt þremur dætrum Kristjönu, Elínu og Guðrúnu. Elín lést af slysförum 19 ára gömul en Kristjana flutti frá Árbæ 1948. Árbæjarsafn var að formi til stofnað 1957.

— Ólafur Lárusson prófessor hefur dregið líkur að því, að jörðin hafi upphaflega heitið Á, eða Á hin efri og Ártún þá Á hin neðri. En um nafnbreytinguna segir hann: „Neðri jörðin hefur farið í eyði um tíma. Þar hefur um hríð ekki verið nein bygð, en túnið var eftir, og það kann að hafa verið nytjað, ef til vill frá efri jörðinni. Á efra býlinu var áfram bygð. Fólk hætti þá að tala um Á efri og Á neðri. Það talaði um BÆINN á Á, og Árbæ, efra býlið þar sem bærinn stóð og búið var. Það talaði um TÚNIÐ á Á, Ártún, neðri jörðina, þar sem ekki var lengur bær, en túnið eitt var eftir. Árbæjarnafnið festist við efra býlið, og þegar neðra býlið bygðist aftur, þá helt það tún-nafninu og var kallað Ártún.“ —
Um skeið var Árbær gistingarstaður austanmanna þegar þeir voru í kaupstaðarferðum, og var þar þá seldur greiði. Um þær mundir var það alvanalegt að Reykvíkingar færi þangað skemtiferðir á sunnudögum. Og einu sinni hélt Verslunarmannafjel. Reykjavíkur þar hátíð sína 2. ágúst. En eftir að bílarnir komu var Árbær alt of nærri Reykjavík til þess að vera gististaður og nú um mörg ár hafa menn þeyst þar framhjá án þess að koma við. En margir eldri menn, bæði í Reykjavík og austanfjalls, eiga góðar minningar þaðan. Nú er þar aðeins einn maður, sem lítur eftir húsum og túninu.“
Bærinn Árbær var síðar gerður að minjasafni Reykjavíkur.

Aðalstræti

Sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrstur manna til að setjast að í Reykjavík. Augljóst er að Reykjavík var gjöfult land en það var ekki sjálfgefið að hér yrði höfuðstaður landsins. Hér eru hins vegar góð fiskimið og góðar náttúrulegar hafnir. Skúli fógeti Magnússon fékk svo land frá konungi undir Innréttingarnar til að, meðal annars, vinna klæði úr ull. Upp frá því jókst byggð smátt og smátt og þegar Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi, 18. ágúst 1786, eftir lok einokunarverslunarinnar, var í raun ekki aftur snúið. Með þessum réttindum fékk bærinn byggingalóðir og leyfi til að opna verslanir og verkstæði. Stjórnarstofnanir fóru einnig að safnast til Reykjavíkur, biskupsstóll og Latínuskólinn voru einnig fluttir til Reykjavíkur. Það var svo ekki fyrr en 1962 sem Reykjavík varð opinberlega að borg, þó að borgarstjóratitillinn hafi verið notaður frá 1907.

Árbæjarsafn

FERLIR er vanur víðáttunni, en að þessu sinni var ákveðið að fræðast um Árbæjarsafn á svonefndum Safnadegi. Margt forvitnilegt bar fyrir augu og mikið af upplýsingum lágu á lausu á safnasvæðinu, ýmist utan við húsin, sem þar eru eða inni í þeim. Þó vantar merkingar við sumt, sbr. letursteininn vestast á svæðinu. Á hann er m.a. markaður stafurinn M, sem gæti merkt landamerki eða mörk lands. Um uppruna hans er hvergi getið að sjá má.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn.

Árbæjarsafn er í senn útisafn og byggðasafn og tilheyrir Minjasafni Reykjavíkur. Safninu er ætlað það hlutverk, að gefa almenningi innsýn í lifnaðarhætti, störf og tómstundir Reykvíkinga fyrr á tímum. Safnið er einnig varðveizlu- og skrásetningarstofnun safngripa, húsa og fornleifa. Árið 1957 var ákveðið, að á túni Árbæjar skyldi gerður almenningsgarður og komið upp safni gamalla húsa með menningarsögulegt gildi fyrir höfuðborgina.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn í árdaga.

Safnið var opnað strax sama sumar. Flest húsanna, sem safnið skartar eru úr Miðbænum. Húsin eru u.þ.b. 20 talsins og alltaf bætist við. Þau eru forvitnileg bæði innan- og utandyra. Safnsvæðinu má skipta í fimm hluta: Við Torgið eru stærstu húsin, reisuleg, tvílyft eða portbyggð timburhús frá s.hl. 19. aldar og byrjun hinnar 20. Í Þorpinu eru smærri íbúðarhús iðnaðar- og tómthúsmanna frá 19. öld og upphafi 20. aldar.
Á Hafnarsvæðinu eru tvö stór verzlunarhús frá Vopnafirði og leikfangasýning og aðstaða fyrir skólahópa í öðru þeirra. Fjölgað verður bátum og öðru, sem tilheyrir siglingum og útgerð á svæðinu. Í Sveitinni er gamli Árbærinn og fleira, sem tengist búskap og dreifbýli.

Árbæjarsafn

Bríet.

Í Vélasalnum er m.a. fyrsta eimreið landsins, gufuvaltarinn Bríet, slökkvibílar o.fl. Árbæjarsafn er aðallega opið yfir sumartímann en tekur á móti skólabekkjum og hópum allan ársins hring. Árbæjarsafn hefur árlega gengizt fyrir gönguferðum með leiðsögu um Elliðaárdalinn.
Árbæjarsafn var stofnað 1957 sem útisafn til að gefa almenningi hugmynd um byggingarlist og lifnaðarhætti fyrri tíma. Tíu árum seinna var það sameinað Minjasafni Reykjavíkur.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn – Árbær.

Safnið er staðsett í landi Árbæjar, rótgróinnar bújarðar, sem er fyrst nefnd í rituðum heimildum árið 1464. Árbær var meðalstórt býli og bjuggu þar lengi tvær fjölskyldur. Síðasti ábúandinn flutti burtu árið 1948.
Flest húsin á Árbæjarsafni hafa verið flutt úr miðbæ Reykjavíkur. Elsta húsið er Smiðshús, byggt um 1820. Af öðrum 19. aldar húsum má nefna Suðurgötu 7, Nýlendu, Þingholtsstræti, Efstabæ og Líkn.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Í Árbæjarsafni eru ýmsar sýningar og viðburðir sem draga að sér fjölda gesta. Má þar nefna ýmsa handverksdaga, fornbílasýningu og jólasýningu. Að þessu sinni var áhugaverð sýning á gömlu bifhjólum.
Árbæjarsafn er minjasafn Reykjavíkur og er hlutverk þess á sviði minjavörslu, rannsókna og miðlunar í formi safnfræðslu, sýninga og útgáfu.
Borgarminjavörður er forstöðumaður Árbæjarsafns.
Að þessu sinni var m.a. sýning er nefndist Dagur í lífi Reykvíkinga – sjötti áratugurinn.
Á sýningunni er fylgst með sex Reykvíkingum á ólíkum aldri í amstri hversdagsins á árunum 1950-1960. Dvalist er við iðju þeirra einn tiltekinn dag og þeim fylgt eftir frá morgni til kvölds. Jafnframt er litið inn á heimili sex manna fjölskyldu í bænum 2. september 1958 og reynt að endurskapa andrúmsloft á dæmigerðu Reykjavíkurheimili þess tíma.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Veturinn 2003-2004 er hægt er að panta leiðsögn á þessa sýningu sem er í Kornhúsinu.
Þá voru gestir boðnir velkomnir á sýninguna Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar í Árbæjarsafni – Minjasafni Reykjavíkur þar sem þróun byggðar og mannlífs í Reykjavík allt frá landnámi til ársins 2000 er í kastljósinu. Sýningin byggir að stórum hluta til á áralangri rannsóknarvinnu á safninu á fornleifum í Viðey og víðar, sögu Innréttinganna, munum 19. og 20. aldar og byggingarsögu borgarinnar.
Sögusýningin er liður í dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Á þessari sýningu var m.a. farið yfir eftirfarandi úr sögu Reykjavíkur:

Ingólfur og niðjar hans

Árbæjarsafn

Letursteinn í Árbæjarsafni.

Ísland byrjaði að byggjast frá Noregi á 9. öld. Samkvæmt hefðbundinni söguskoðun og þeim skriflegu heimildum, sem til eru, nam Ingólfur Arnarson fyrstur manna land á Íslandi. Hann setti bæ sinn niður í Reykjavík um 870 og staðfesta fornleifarannsóknir við Aðalstræti og Suðurgötu þá tímasetningu.
Lítið er vitað um fjölskyldu Ingólfs og hagi hennar annað en að kona hans hét Hallveig Fróðadóttir, sonur þeirra Þorsteinn og þrælar Vífill og Karli. Þau reistu sér skála við núverandi Aðalstræti en landið, sem Ingólfur helgaði sér, var afar víðáttumikið, náði frá Brynjudalsá í Hvalfirði að Ölfusá í Árnessýslu.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Afkomendur Ingólfs og Hallveigar í karllegg báru virðingarheitið allsherjargoðar vegna stöðu sinnar sem afkomendur fyrsta landnámsmannsins. Þeir beittu sér fyrir stofnun Kjalarnesþings og áttu verulegan þátt í stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 930. Þorkell máni, sonarsonur þeirra, var lögsögumaður og sonur hans, Þormóður, var allsherjargoði er Íslendingar tóku kristni árið 1000.
Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.

Ingólfur hefur með hinu stóra landnámi sínu hugsað sér að ráða því hverjir settust að undir veldisstól hans á Suðvesturlandi.

Árbæjarsafn

Árbær.

Eftir hans daga saxaðist smám saman á landnám hans. Í nágrenninu risu stórbýli sem skyggðu jafnvel á sjálfa Reykjavík, hugsanlega vegna erfða meðal afkomenda Ingólfs. Þar má nefna Laugarnes og Nes við Seltjörn. Eftir árið 1000 er Reykjavíkur sjaldan getið í heimildum og ætt Ingólfs hverfur af sögusviðinu. Vaðmál varð helsta útflutningsvara Íslendinga og veiðijörðin Reykjavík því ekki eins eftirsótt og hún var á landnámsöld.

Víkin og Viðey – búskapur og klausturhald

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Á tímabilinu 1200-1750 voru misjafnlega stöndug býli dreifð um landsvæðið þar sem nú er Reykjavíkurborg. Bændur á höfuðbólinu Vík (Reykjavík) stunduðu hefðbundinn búskap og reru til fiskjar. Framan af tímabilinu er fátt skrifað um Víkurbændur en í heimildum frá síðmiðöldum kemur fram að þar hafi jafnan búið heldri bændur, hreppstjórar og lögréttumenn, þó að ekki teldist býlið til helstu höfðingjasetra. Víkurkirkja stóð, gegnt bæjarhúsum, þar sem nú er Bæjarfógetagarður við Aðalstræti. Kirkja mun hafa staðið í Vík a.m.k. frá því um 1200, sennilega miklu fyrr.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Að síðasta sjálfseignarbóndanum í Vík látnum, snemma á 17. öld, var jörðin keypt undir konung en þungamiðja valds og verslunar hafði þá smám saman færst að sunnanverðum Faxaflóa. Kirkja og konungsvald höfðu eignast þar margar jarðir en Bessastaðir urðu aðsetur hirðstjóra konungs árið 1346.
Klaustur af Ágústínusarreglu var stofnað í Viðey árið 1226 og átti það eftir að vaxa og dafna að veraldlegum auði næstu aldir og verða eitt ríkasta klaustur landsins. Klausturkirkjan var helguð Maríu mey og sungu Viðeyjarmunkar þar tíðir sínar dag hvern. Í klaustrinu var ágætur bókakostur og voru þar iðkuð klausturleg fræði og skrifaðar bækur.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Á síðmiðöldum, a.m.k., er líklegt að straumur pílagríma hafi legið til Viðeyjarklausturs á helstu hátíðisdögum kirkjuársins. Margir merkir menn hafa notið príors- eða ábótatignar í Viðeyjar-klaustri, þeirra á meðal Styrmir Kárason fróði, Steinmóður Bárðarson, officialis Skálholtskirkju, og Ögmundur Pálsson, síðar Skálholtsbiskup.

Eftir að siðbreyting gekk í garð í Danmörku tók Diðrik af Minden, umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, Viðeyjarklaustur á hvítasunnudag 1539. Menn hans létu greipar sópa og misþyrmdu munkunum. Eftir að siðbreytingin gekk endanlega í garð á Íslandi 1550 var klausturlíf í Viðey lagt af og jarðeignir klaustursins komust í eigu konungs. Eftir það var rekið bú frá Bessastöðum og síðar holdsveikrahæli í Viðey.
Fornleifauppgröftur fór fram í Viðey á árunum 1987-1995 á vegum Árbæjarsafns – Minjasafns Reykjavíkur og fundust við hann margar merkar minjar, ekki síst frá klausturtímanum, þeirra á meðal fágætar vaxtöflur.

Þorp myndast – Innréttingarnar

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Með kaupauðgistefnunni á 17. og 18. öld vaknaði áhugi um Evrópu á að auka sem mest framfarir í hverju landi með því að koma upp innlendum iðnaði og efla aðra atvinnuvegi. Danska konungsvaldið stuðlaði að því að sú stefna næði einnig fram að ganga á Íslandi með því að styrkja stofnun hlutafélags um íslenskt iðnaðarfyrirtæki, svokallaðar Innréttingar. Konungsjarðirnar Reykjavík og Örfirisey voru m.a. lagðar til fyrirtækisins. Ullariðnaði var komið á laggirnar í Reykjavík. Alls voru reist um 16 hús á vegum Innréttinganna á sjötta áratug 18. aldar og urðu þau fyrsti vísirinn að þorpi í Reykjavík. Ummerki um öll þessi hús, nema tvö, eru nú horfin. Húsið Aðalstræti 10 er eina húsið, sem enn stendur heillegt, en Aðalstræti 16 er einnig að grunni til Innréttingahús.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Fyrsta húsið, sem reis í Reykjavík, fyrir utan verksmiðjuhúsin og nokkur íbúðarhús, var stórt steinhús sem byggt var í landi Arnarhóls fyrir austan læk á árunum 1761 til 1771. Það var tugthús fyrir Ísland (nú Stjórnarráð Íslands) sem átti að rúma 54 fanga. Hugmyndin var sú að fangarnir ynnu við ullariðnað og yrðu þannig betri verkmenn.
Skúli Magnússon landfógeti var meðal helstu talsmanna Innréttinganna og barðist ötullega fyrir tilvist þeirra allan embættistíma sinn. Hann kom sér upp virðulegum bústað í Viðey, sem enn stendur, og bjó þar frá 1754 til dauðadags 1794. Eftir 1767 dró mjög úr starfsemi Innréttinganna. Í Reykjavík var lengst unnið við ullariðnað og hélst það fram yfir aldamótin 1800.

Verslun og handverk

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Elsta heimild um verslunarstað í Hólminum (Grandahólma) við Reykjavík er frá 1521 en um 1700 voru verslunarhúsin flutt þaðan í Örfirisey. Kaupmaðurinn fluttist inn til Reykjavíkur 1759 en verslunarhúsin voru ekki flutt þangað fyrr en 1780.
Konungleg auglýsing um afnám einokunarverslunar var gefin út 18. ágúst 1786 og 17. nóvember sama ár var gefin út tilskipun um einkaleyfi sex kaupstaða til verslunar á Íslandi en Reykjavík ein hélt því óslitið til frambúðar. Verslun var þó eingöngu heimil þegnum Danakonungs og danskir kaupmenn voru eftir sem áður allsráðandi um verslunina.
Í febrúar 1787 var kaupstaðarlóð Reykjavíkur mæld út en þá var aðeins einn kaupmaður í Reykjavík, Sunchenberg, sem áður hafði stýrt einokunarversluninni. Verslunarhús hans stóð þar sem nú er Aðalstræti 2. Ári síðar lét fyrsti nýi kaupmaðurinn, Hans Kristjan Fisker frá Björgvin í Noregi, útmæla sér lóð þar sem síðar var Aðalstræti 3. Þar með var hafin samkeppni í verslun í Reykjavík.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Tíu til tólf danskir og norskir kaupmenn settu næstu ár niður verslunarhús sín á fjörukambinn (í Hafnarstræti) en bjuggu yfirleitt sjálfir í Danmörku eða Noregi og höfðu verslunarstjóra (faktora) til að stýra daglegum rekstri í Reykjavík. Auk kaupmanna, faktora og verslunarþjóna gátu iðnaðarmenn einnig fengið borgarabréf og töldust meðal borgara bæjarins. Bráðlega myndaðist þar stétt margs konar handverksmanna.
Sölubúðir kaupmanna í Reykjavík voru yfirleitt í lágreistum, biksvörtum timburhúsum í dönskum stíl. Búðirnar voru kaldar og dimmar og þar ægði saman hvers kyns vörum. Peningaverslun var nær óþekkt fram undir aldamótin 1900 en allt fór fram með vöruskiptum.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn.

Ný tímamót í verslunarsögu Íslands urðu árið 1855 er verslunin var gefin frjáls öllum þjóðum. Upp úr 1880 breyttust verslunarhættir verulega í Reykjavík með nýjum verslunarsamböndum, auknu vöruúrvali og bættri þjónustu. Þáttur íslenskra kaupmanna jókst þá hratt og ný verslunarsambönd urðu til, einkum við Noreg, sem þá tilheyrði ekki lengur Danaveldi, og Bretlandseyjar.

Höfuðstaður í nánd við nýja tíma

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Þjóðhátíðin 1874 hafði mikla þýðingu fyrir Reykjavík. Bærinn var þá allur prýddur, götur breikkaðar og lagaðar, reglulegt torg var gert á Austurvelli með styttu eftir Thorvaldsen á því miðju og í framhaldi af því voru götur í fyrsta sinn lýstar í Reykjavík. Árið 1881 var Alþingishúsið reist við völlinn. Þjóðleg öfl voru í sókn í höfuðstaðnum. Það lýsti sér í auknu félags- og menningarstarfi og blaðaútgáfu. Aukið sjálfstraust íslenskra borgara í Reykjavík sást meðal annars í nýjum og veglegum timburhúsabyggingum í klassískum stíl. Tómthúsmennirnir tóku nú einnig að reisa sér steinhlaðna bæi og hús í stað torfbæja.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Reykvíkingar fögnuðu nýrri öld er árið 1901 gekk í garð. Miklar tækniframfarir við lok 19. aldar og upphaf þeirrar tuttugustu efldu hagvöxt í Evrópu og breyttu hugarfari manna. Þessi framfaratrú og vísindahyggja náði einnig til Íslands eins og sést best á kvæðum sem ort voru í tilefni aldamótanna. Fyrstu vélarnar (steinolíumótorar) höfðu komið til Reykjavíkur árið 1897 og nú voru vélbátar og gufuknúnir togarar í augsýn.
Árið 1904 var Íslendingum veitt takmarkað sjálfstæði með heimastjórn. Þeir fengu eigin ráðherra sem var ábyrgur gagnvart Alþingi og Stjórnarráð Íslands var stofnað í Reykjavík. Þar með tók Reykjavík raunverulega við hlutverki Kaupmannahafnar sem höfuðborg Íslands. Þessi þróun var svo innsigluð með fullveldi Íslands árið 1918. Gamla íslenska bændasamfélagið var að ummyndast í nýtískulegt borgar- og iðnaðarsamfélag þar sem Reykjavík bar höfuð og herðar yfir aðra staði. Fólk streymdi þangað og mikil fólksfjölgun hélst nær óslitin alla 20. öld.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Með örri fjölgun bæjarbúa og iðnvæðingu á nýrri öld varð bæjarstjórn Reykjavíkur loks að taka á sig rögg og hefja miklar verklegar framkvæmdir í bænum. Embætti borgarstjóra var stofnað 1908. Fyrsta stórframkvæmdin var vatnsveitan 1909. Samhliða henni voru lögð holræsi í götur og hreinlæti jókst stórlega. Árið 1910 var Gasstöð Reykjavíkur tekin í notkun og var hún fyrsta orkuverið í Reykjavík. Næst kom vatnsaflsvirkjun í Elliðaám 1921. Austurstræti var malbikað 1912 og um svipað leyti var farið að leggja gangstéttir.
Stærsta framkvæmd bæjarstjórnar var Reykjavíkurhöfn sem gerð var á árunum 1913 til 1917. Höfnin varð til þess að Reykjavík fékk yfirburðastöðu sem togarabær og miðstöð heildverslunar fyrir allt landið.

Vélvæðing og sérhæfing

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Mestallur togarafloti Íslendinga var gerður út frá Reykjavík á árunum milli stríða. Aflinn var einkum verkaður í salt og fiskreitir til þurrkunar saltfisks settu sem fyrr svip sinn á umhverfi bæjarins. Þegar stríðið skall á 1939 var togaraflotinn orðinn gamall og úr sér genginn en ekki var hægt að endurnýja hann fyrr en eftir stríð. Heimsstyrjaldarárin urðu þó mikil veltiár í togaraútgerð en fiskur var þá nær eingöngu veiddur í ís og fluttur þannig til Bretlands.
Iðnaður tók mikinn fjörkipp í Reykjavík með tilkomu rafmagnsins. Fyrsti áfangi Elliðaárvirkjunar, fyrstu stórvirkjunar á Íslandi, var tekinn í notkun 1921. Um svipað leyti var farið að ræða um virkjun Sogsins í þágu Reykvíkinga og næsta virkjun, Ljósafossvirkjun, tók til starfa 1937.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Á þriðja áratugnum beindust sjónir manna fyrir alvöru að nýtingu jarðvarma í Reykjavík. Um 70 hús fengu heitt vatn úr Þvottalaugunum í Laugardal árið 1930 en á stríðsárunum var hitaveita lögð í meginhluta bæjarins og kom vatnið frá Reykjum í Mosfellssveit. Við það hvarf kolareykurinn í bænum að mestu.
Bílainnflutningur til Íslands hófst að einhverju marki árið 1913. Á millistríðsárunum voru bílar einkum notaðir sem atvinnutæki; til leigubílaaksturs og vöruflutninga. Strætisvagnar Reykjavíkur tóku til starfa 1931 og voru fyrst í stað einkafyrirtæki.
Þróun verslunar í Reykjavík á millistríðsárunum var frá stórum vöruhúsum til margra sérverslana. Litlar matvöruverslanir voru á hverju horni en duglegustu kaupmennirnir færðu út kvíarnar og ráku margar slíkar búðir. Þar má nefna Liverpool, Silla & Valda og Kiddabúð. Mikill fjöldi mjólkurbúða og kjötverslana setti líka svip á umhverfið.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Fiskkaupmenn seldu úr opnum vögnum og hjólbörum á götum og torgum. Vandaðar verslanir með sérvöru, svo sem fatnað, skó, búsáhöld og rafmagnsvörur, voru flestar í miðbænum og við Laugaveginn. Fínasta verslunargatan var Austurstræti.
Vorið 1940 hernámu Bretar Ísland og fjölmennt setulið settist að í bænum, svo fjölmennt að Bretarnir urðu næstum því jafnmargir og Reykvíkingar. Árið 1941 tóku Bandaríkjamenn við herverndinni. Mikil umsvif og ný tækni fylgdu hernum og atvinnuleysi kreppuáranna hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Reykjavík nútímans

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Á fyrstu árunum eftir stríð var Reykjavík að mörgu leyti eins og ofvaxið sveitaþorp. Stöðugt streymdi þangað fólk á besta aldri og börn settu mikinn svip á borgina. Ísland var enn tiltölulega einangrað land og fáir útlendingar lögðu leið sína þangað. Íslendingar voru þó farnir að reyna sig við útlendinga í íþróttum og náðu meðal annars langt í frjálsum íþróttum á eftirstríðsárunum.
Eftir stríð hóf módernisminn loks innreið sína í listir á Íslandi. Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950 og sama ár var Sinfóníuhljómsveit Íslands stofnuð en listmálarar sýndu einkum verk sín í Listamannaskálanum við hliðina á Alþingishúsinu.

Árbæjarsafn

Í Skagafirði má finna tvö gömul guðshús, annars vegar Grafarkirkju á Höfðaströnd og svo Víðimýrarkirkju. Kirkjusmiður Víðimýrarkirkjurvar Jón Samsonarson, en hann var jafnframt kirkjusmiður gömlu kirkjunnar á Silfrastöðum. Gamla kirkjan á Silfrastöðum var reist 1842 og fylgdi þeirri hefð að hafa tvenn skilrúm milli kórs og kirkjuskips. Í endurgerðinni á Árbæjarsafni hefur öðru kórþilinu verið sleppt. Í kór áttu sæti heldri bændur, kirkjubóndinn, meðhjálpari og hreppstjórinn auk nefndarbænda. Milli kórs og kirkjuskips var stúkan en þar sátu eiginkonur þeirra bænda sem áttu sæti í kórnum. Aðrir meðlimir safnaðarins sátu í kirkjuskipinu og samkvæmt gamalli venju sátu karlmenn sunnan megin í kirkjunni en kvenfólk norðan megin.
Kirkjan, sem var bændakirkja, var tekinn ofan 1895 en þá var hún farin að láta á sjá. Ný kirkja var reist og er önnur tveggja guðshúsa á Íslandi sem er átthyrnd, en hin er á Auðkúlu í Húnaþingi. Sami kirkjusmiður er að báðum kirkjum, Þorsteinn Sigurðsson. Kirkjuviðirnir úr gömlu kirkjunni voru nýttir í nýja baðstofu sem reist var á Silfrastöðum. Var baðstofan þó einu stafgólfi (þ.e. lengd milli tveggja stoða) styttri. Predikunarstóllinn fékk einnig nýtt hlutverk og varð búrskápur. Búið var í baðstofunni til 1954 þegar heimamenn fluttu sig yfir í nýtt íbúðarhús. Baðstofan stóð þó áfram og árið 1959 voru viðirnir gefnir Árbæjarsafni. Skúli Helgason tók baðstofuna niður og endurreisti sem kirkju á safninu og var hún vígð af biskupnum yfir Íslandi árið 1961.
Viðir gömlu baðstofunnar voru margir fúnir og lítt nothæfir en þó var grindin eða laupurinn að mestu heil. Skúli bætti við stafgólfi svo kirkjan yrði jafn löng og áður. Auk þess skar hann út vindskeiðar til að prýða kirkjuna og hafði sem fyrirmynd vindskeið sem Þjóðminjasafnið varðveitir. Jafnframt smíðaði Skúli nýja bekki en ein brík (þ.e. gaflhlið) hafði varðveist og var höfð sem fyrirmynd. Predikunarstóllinn var gerður upp og þjónar nú aftur sínu gamla hlutverki.
Meðal gripa í kirkjunni er ljóshjálmur sem var áður í Dómkirkjunni í Reykjavík og altaristafla sem fengin er að láni frá Þjóðminjasafninu og er máluð 1720.

Mikill uppgangur varð í Reykjavík eftir 1960 og borgin þandist út sem aldrei fyrr. Einkabílaeign varð almenn og margvísleg rafmagnstæki léttu heimilisverkin. Hópferðir til sólarstranda tóku að tíðkast og með aukinni velmegun varð til sérstök unglingamenning í Reykjavík.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Um þetta leyti myndaði flugfélagið Loftleiðir ódýra loftbrú yfir Atlantshaf með viðkomu á Íslandi. Einangrun Íslands var að nokkru rofin og æ algengara varð að útlendingar, þar á meðal þekktir listamenn, legðu leið sína til Íslands. Stór og nýtískuleg hótel voru reist í borginni.
Listahátíðir, sem haldnar voru í Reykjavík annað hvert ár frá 1970, áttu ekki lítinn þátt í blómlegu listalífi. Ekki þótti lengur tiltökumál að heimsfrægir menn legðu leið sína til Reykjavíkur. Ferðir Íslendinga sjálfra til útlanda og stóraukin menntun áttu líka þátt í að rjúfa einangrunina. Ný matarmenning setti svip á veitingahúsin í borginni.
Á níunda áratugnum var losað um banka- og gjaldeyrisviðskipti og tölvubyltingin bauð upp á nýja möguleika. mislegt af því sem gert hafði Reykjavík sérstaka og svolítið sveitalega hvarf. Bjór var leyfður á ný eftir að hafa verið bannaður áratugum saman. Miðbærinn varð smám saman að fjörugu kráa- og skemmtihúsahverfi en í stað hans fluttist miðja verslunar á Laugaveg og í Kringluna. Einnig var hundahald leyft á ný eftir áratuga bann.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Staða Reykjavíkur í alþjóðlegu tilliti var rækilega undirstrikuð er leiðtogafundur stórveldanna var haldinn haustið 1986 í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar.
Á síðasta áratug aldarinnar vakti Reykjavík æ meiri athygli á alþjóðavettvangi. Reykvíkingurinn Björk átti ekki síst þátt í að beina athygli umheimsins að Íslandi. Eins og til að leggja áherslu á hversu mikilvæg Reykjavík var orðin í alþjóðlegu samhengi var hún valin ein af níu menningarborgum Evrópu aldamótaárið 2000.

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Með nægilegri innsýn í söguna og hæfilegri forvitni á sjálfbjarga safngestur tiltölulega auðvelt með að tileinka sér fjölmargt af því sem boðið er upp á í safninu. Áhugasamt starfsfólk er reiðubúið að gefa upplýsingar ef eftir er leitað og fróðlegt er að fylgjast með handbragði gamla fólksins, sem þarna nýtur sín vel. Reyndar er Árbæjarsafn ekki síður ágætt tækifæri fyrir þá er lítið sem ekkert vita um tímann fyrir tvítugt, en vilja bæta um betur. Dagsstund í safninu er fyllilega þess virði.

Frábært veður – sól og hiti. Röltið um sýninguna tók 2 klst og 49 mín.

Framangreindar upplýsingar eru m.a. fengnar af:
http://www.arbaejarsafn.is/

Árbæjarsafn

Í Árbæjarsafni.

Örfirisey

Í Fornleifaskráningu fyrir Örfirisey og Grandinn er m.a. getið um tvo letursteina, sem fluttir voru frá Örfirisey í Árbæjarsafn; Apótekarasteinninn og Álnasteinninn. Auk þess má enn sjá áletranir á klöppum á svonefndu Reykjanesi nyrst á Grandanum.
Orfirisey-222„Örfirisey var ein af sex eyjum Kollafjarðar, grösug og frjósöm. Hinar eru Akurey, Engey,
Viðey, Þerney og Lundey. Búið var í þeim öllum nema Akurey og Lundey. Það sem gerir Örfirisey sérstæða er grandinn út í hana, en gæta þurfti sjávarfalla til að komast út í hana. Við byggingu Grandagarðs árið 1913 varð breyting á og aðgengi út í eyju varð betra. Örfirisey og Grandinn afmarka vestur hluta Reykjavíkur en Lauganestanginn austurhluta hennar. Talið er að Örfirisey hafi verið stærri áður, en minkaði vegna ágangs sjávar. Áður en Grandagarður var gerður, lá malarif eða grandi út undan Brunnstíg til norðnorðausturs, þar til komið var mitt á milli lands og eyjar. Þar sveigði hann til austurs og lá í norðaustur út í suðurenda Örfiriseyjar. Þessi grandi hét Örfiriseyjargrandi.
Orfirisey-223Reykjanes er nyrst á eyjunni. Árni Magnússon hefur þær sögusagnir eftir Seltirningum að súlur Ingólfs hafi rekið þar á land, en Ingólfi hafi aftur á móti ekki litist á staðinn, brennt súlunnar og numið land á þeim stað þangað sem reykinn lagði eða í Reykjavík. Trúlegra er að nafnið á Reykjanesi sé tilkomið vegna heitrar gufu sem steig upp um glufu í klettunum á stórstraumsfjöru.
Nyrst á Örfirisey er Reykjanes, einn af fáum stöðum sem enn eru óraskaðir. Þar er að sjá
lítið rústarbrot sem ekki er vitað hvað var. Talið var að álfar ættu sér þar bústað í klöppunum. Á klöppunum fyrir neðan rústina er að finna mikið af áletrunum, þær elstu frá síðari hluta 18. aldar. Þar er helst að nefna mjög merkilegar áletranir eftir Henrik Hansen kaupmann og syni hans. Henrik Hansen var verslunarmaður í Hólmi meðan verslunarhús voru í Örfirisey. 

Orfirisey-225

Á Reykjarnesi má sjá eiginhandaáritun hans slegna í klöpp. Hann var kaupmaður á Básendum, er verslunarstaðinn tók af þar í flóðinu mikla 9. janúar 1799. Synir hans voru kallaðir Básendabræður. Þeir voru Hans Símon Hansen og Símon Hansen sem átti Hansenhús/Smiðshús sem nú er á Árbæjarsafni. Bræðurnir settu fangamörk sín á klappirnar á Reykjanesi ekki langt frá áletrun föður síns árið 1828. Aðra áletranir eru flestar yngri. Þar má nefna fjölmargar frá árunum 1945 – 1948, tengdar veru bandaríska hersins auk fangamarka nokkurra Íslendinga frá árunum 1958 – 62.
Tveir áletraðir steinar voru fluttir á sínum tíma frá Örfirisey á Árbæjarsafn þegar ljóst þótti að þeir myndu lenda undir uppfyllingum. Annar steinninn er kallaður Apótekarasteinn. Á hann er rist einföld mynd af keri 60 x 63 cm að ummáli, og á því miðju er fangamarkið HCB og ártalið 1747. Ekki er vitað af hverju steinninn dregur nafn sitt. Hinn steinninn er kallaður Álnarsteinn. Á hann er rist lína, um 53 cm að lengd. Sýnir hún lengdareiningu þess tíma, sem var alin. Fyrir neðan álnarlínuna er latneskt máltæki rist í steininn: „memento mori“, sem útleggst á íslensku „Minnstu dauðans“. Talið er að báðar þessar áletranir hafi komið til á tíma verslunarstaðarins í Örfirisey.
Apotekarasteinn-22Nokkru eftir að verslunin var flutt úr eynni urðu þarna miklar hamfarir þegar ofsaveður gekk yfir eyna árið 1799 í svokölluðu Básendaveðri. Eyddist þar öll byggð um sinn en búseta hófst þar aftur nokkru síðar. Sú byggð var þó aðeins svipur hjá sjón og lagðist síðan niður með öllu 1861. Síðustu ábúendur í Örfirisey munu hafa heitið Jón og Kristín, en þau fluttust þaðan 1861.“
Þrátt fyrir að byggð hafi lagst af í Örfirisey er þar nú fjölbreytt athafnalíf, auk þess sem Grandinn hefur verið gerður landfastur með miklum uppfyllingum. Einungs nyrsti hluti hans, Reykjanesið, er að mestu ósnert, sem fyrr sagði.
Í Alþýðublaðinu 1963 segir m.a. um Apótekarasteininn: „
Fyrrnefndur apótekarasteinn er úr Örfirisey. Á honum stendur ártalið 1747 og áletrunin HBC. 

Alnasteinn-2

Utan um þetta er mótuð apótekarakrukka, sem gefur steininum nafn sitt. Hann er einn af merkilegustu steinunum í Örfirisey og er frá dögum verzlunarinnar þar. Danskir verzlunarstjórar hjuggu oft nöfn í steinana á eyjunni. Apótekarasteinninn lá við sjávarmálið og á góðri leið með að eyðileggjast er hann var fluttur til safnsins.“
Í Alþýðublaðinu 1963 var rætt við Lárus Sigurbjörnsson, forstöðumann Skjala- og minjasafns Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu segir hann m.a.: „Hann sagði annan stein hvað merkilegastan. Í steininn er klöppuð sjálenzk alin, en þetta mál finnst nú hvergi nema í kirkju einni á Sjálandi. Hún hefur verið höggvin í steininn 1660. Neðar á stendur orðið „memento“, sem útleggst „mundu“. Undir þessu hafa svo upphaflega staðið tveir stafir O.P., en síðar hefur einhver bætt M fyrir framan þá, gert P að R og höggvið í aftast. Kemur þá út orðið „mori“, sem þýðir dauði. Hefur einhver gert þetta af skömmum sínum. „Memento mori“ þýðir þá „Mundu að þú átt að deyja“.
Apótekarasteinn stendur við húsið Þingholtsstræti 9 á Árbæjarsafni, en Álnasteinninn við Kornhúsið.

Heimild:
-Anna Lísa Guðmundsdóttir – Fornleifaskráning fyrir Örfirisey og Grandinn, Reykjavík 2009.
-Alþýðublaðið 3. sept. 1963, forsíða.
-Alþýðublaðið 30. júní 1963, bls. 16.

Apótekarasteinn

Apótekarasteinninn – áletrun.

Árbæjarsafn

Eftirfarandi ábending barst FERLIR um tiltekna „steinhellu“ við kirkjuna í Árbæjarsafni:

Árbæjarsafn - steinhella

Árbæjarsafn – steinhella.

„Við kirkjuna í Árbæjarsafni er leturhella. Hún fannst á Túngötu 4 og var þar yfir þró. Gæti mögulega hafa verið við landnámsbæinn fyrrum. Síðan var hún flutt í Árbæjarsafn og hefur legið þar óbætt hjá garði.
Getið þið frætt mig meira um helluna þá arna, t.d. hvað stendur á henni og hvaðan hún er upprunnin?“

Fyrirspurn var send Árbæjarsafninu.  Anna Lísa Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur svaraði bæði fljótt og vel:
„Þetta er ekki leturhella svo ég viti. Hún fannst upphaflega við Tjarngötu 4. Í Sapur.is er m.a. getið um steinhelluna“; „Steinhella við kirkjugarðsvegginn, sunnan við kirkjuna á Árbæjarsafni. Þegar grafinn var grunnur fyrir húsinu Tjarnagötu 4, Steindórsprent árið 1944, var við uppgröftinn komið niður á fornleifar, þar á meðal þessa stóru hellu. Hellan lá yfir þró eða ræsi, hellan var fjarlægð og flutt að húsi Steindórs, Suðurgötu 8 B. Síðan árið 1966 á Árbæjarsafn. Þorkell Grímsson, fornleifafræðingur, rannsakað helluna, og taldi að líkindum væri um stéttarhellu eða gólfhellu að ræða úr fornaldarhúsi því, sem leifar fundust af, þegar grafið var fyrir grunni Steindórsprents vorið 1944. Bjarni F. Einarsson telur helluna ekki vera gangahellu.“

Steinhellan
Í Tímanum 1963 er fyrirsögn yfir frétt um „Helluna, sem kom af tilviljun í leitirnar eftir 19 ár„:
„Nýlega komst upp um tilvist fornaldarhellu, sem legið hefur að húsabaki að Suðurgötu 86 í ein nítján ár. Bílstjóri nokkur, sem keyrt hafði helluna að Suðurgötunni fyrir nítján árum, minntist á hana nýlegia af tilviljun við Helga Hjörvar, og varð það til þess að farið var að rannska, hvernig á henni stæði.

Tjarnargata

Málverk Jóns Helgasonar sem sýnir Reykjavík um aldamótin 1800. Örin bendir á torfbæi sem voru þar sem nú er Tjarnargata 4-6. Þarna stóðu á þessum tíma bæirnir Brúnsbær, Teitsbær auk þess stóð Zuggersbær á sömu slóðum, rétt austan við Brúnsbæ. Óljóst er hvenær fyrst var búið á þeim stað sem Brúnsbær stóð en getið er um bæinn sem hluta af Reykjavíkurbæjunum 1759, en bærinn var rifinn 1834. Teitsbær var reistur árið 1797 og stóð til 1850. Zuggerbær var upphaflega smiðja Innréttinganna, en var síðar búið í. Var þar sem nú er Kirkjustræti 4. Um 1845 stóð til að byggja upp bæinn en yfirvöld bönnuðu það, vildu ekki torfbæi í hjarta bæjarins. Eftir það var bygging torfbæja í miðbænum bönnuð en torfbæir risu áfram umhverfis bæinn. Timburhús reis á sama stað og Zuggerbær var árið 1847 og stóð til 1897 þegar nýtt hús var byggt þar í stað.

Þorkell Grímsson, fornleifafræðingur, sem rannsakað hefur helluna, sagði blaðinu í dag, að hér væri að líkindum um stéttarhellu eða gólfhellu að ræða úr fornaldarhúsi því, sem leifar fundust af, þegar grafið var fyrir grunni Steindórsprents vorið 1944. Þá fengu náttúrufræðingar að fylgjast með greftrinum og kanna þær fornminjar, sem upp komu. Matthías Þórðarson, sem þá var þjóðminjavörður, skrifaði um þann fund, og taldi hann sterkar líkur á, að þetta væru leifar frá því í fornöld. Ýmsir hafa jafnvel haldið því fram, að þarna væri um bæ Ingólfs Arnarsonar að ræða Nú fyrir nokkrum dögum vildi svo til, að Ólafur Einarsson, bílstjóri, sagði Helga Hjörvar frá því, að hann hefði keyrt stóra hellu úr grunninum að húsi Steindórs við Suðurgötu þetta sama ár.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að hellan hafði fundizt innan um aðrar fornar byggingarleifar mjög djúpt sunnarlega í grunninum, skammt frá eldstó, sem þar var. Ólafur hafði ekið henni heim á Lóð Steindórs fyrir hann og kom ið henni fyrir á bak við hús, þar sem húh hefur legið síðan, án þess að vitað væri um hana Hellan er mjög stór, 1,77 m á lengd og talsvert breið, vel flöt, með grastó á röndinni. Sagðist Þorkell búast við, að hellan mundi hafna í Þjóðminjasafninu, og hún yrði rannsökuð nánar. en ekki bjóst hann við, að rannsóknin mundi leiða frekara í ljós en þegar hefur komið fram.“

Í Morgunblaðiðinu  11. febr. 1964 er grein með fyrirsögninni „Hlóðahella eða gangnahella“ eftir Helgi Hjörvar:

Er fundin dyrahellan úr fyrsta vetrarskála Ingólfs í Reykjavík?

Tjarnargata 4
„Helgi Hjörvar flutti erindi í útvarpið s.l. sunnudag um það sem hann kallar „Hlóðahella Hallveigar“, í erindinu faerði hann eftirtektarverð rök að þvi, að þessi stóra hella, sem menn héldu að væri týnd, en kom í leitirnar s.l. sumar, mundi vera gangahella, innan þröskulds, úr ævafornum skála, sem allt bendi til að hafi verið fyrsti vetrarskáli Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík.

Tjarnargata

Hluti af korti Lottins frá 1836, því sama og á myndinni fyrir ofan. Þarna má sjá Teitsbæ og Suðurbæ. Athygli vekur að önnur hús á myndinni eru númeruð, ekki hefur þótt þörf á að skrá torfbæina þar sem alþýðan bjó.

Það er kunnugt af fyrri skrifum Helga um þetta mál, að afstaða hellunnar og dýpt hennar í jörðu er áður kunn, því að rétt við helluna fundust fornar hlóðir eða „seyðir“, en mælingamaður ákvarðaði legu hlóðanna; botn þeirra 2,30 metra undir Tjarnargötu á þéttri og hreinni sjávarmöl. Stóra hellan mun hafa verið svo sem þverhönd hærra.
Helgi Hjörvar hefur kannað vandlega þær heimildir, sem um þetta er að hafa, þar með einkum merkilegan vitnisburð verkstjórans við kjallaragröftinn fyrir Steindórsprenti, Jóns Jónssonar á Meistaravöllum.
Helgi hafði skrifað um það í Morgunblaðinu 1961 með mikilli hneykslan, að slíkum fornmenjum sem hellan er og einkum hlóðin hefði verið tortímt í óðagoti. Nú bar svo til í júní s.l. vor, að Ólafur Einarsson, gamalkunnur Reykvíkingur og bílstjóri, veik sér að Helga á Hverfisgötunni og sagði við hann, að það hefði dregizt fyrir sér að tala við hann um „helluna hans Ingólfs“. „Hún var ekki brotin“, sagði hann, „og það var ég sem ók henni burt er grunnurinn var grafinn fyrir Steindór. Ég ók henni fyrir Steindór upp úr grunninum og upp á lóðina bak við húsið hans í Suðurgötu 8A. Ég held að hún sé þar enn.“
Og svo reyndist.

Tjarnargata

Málverk Jóns Helgasonar af Suðurgötu árið 1839, málað 60 árum síðar. Sjá má torfbæina Teitsbæ og Suðurbæ. Óvíst er hvenær Suðurbær, eða Suðurbæir, voru reistir en getið er um bæinn í manntali árið 1845 og þá tvíbýlt. Þóttu örgustu óþrifabæli og voru rifnir 1868. Ólafur Jónsson sem fyrstur var settur í gapastokk í Reykjavík 1804 bjó þar, einnig Guðmundur bæjarböðull og fleira skrautlegt fólk.

„Stóra hellan var þar og er þar enn, óbrotin,“ sagði Helgi er blaðið ræddi við hann í gær.
„Það hefur verið mikið tekið eftir erindi minu í gær, það leynir sér ekki. En ég var búinn að skrifa um þetta og segja meira en að hálfu leyti frá þessu í útvarpi, en það er eins og enginn hafi lesið þetta eða heyrt það, allra sízt viljað skilja það fyrr en nú. Vera má, að einhverjir vakni nú, sem vildu mega sofa.
Kjarni þessa máls er nú svo einfaldur sem verða má. Alþingi er enn háð í túni Þorsteins Ingólfssonar, sem stofnaði þetta þing og grundvallaði þjóðfélag á Íslandi fyrir meira en 1030 árum; þinghúsið sjálft stendur rúma húslengd frá bæjartóftum Ingólfs og Þorsteins. En nú hefur verið sagt harla berum orðum á Alþingi sjálfu, að tveir þingmenn (fleiri gáfu sig ekki fram) muni mælast til þess við elskulega þingbræður sína, að þeir vildu nú hagræða þessu fornfálega Alþingi upp á kviktré og lyfta hræi þess út í forarmýri, burt af þessu gróna og gamla túni. Efni málsins er það eitt, hversu margir af útvöldum fulltrúum íslenzkrar þjóðar vilji nú lostugir lána eiðsvarnar hendur sínar undir svo skörnuga og blóðuga börukjálka.“

Í Þjóðviljanum 2. júlí 1966 er grein um „Hlóðastein og hestastein úr Lækjargötu„:

Tjarnargata 4
„Árbæjarsafnið hefur nú verið opnað almenningi og veitingar hafnar í Dillonshúsi og er þetta tíunda sumarið sem safnið er opið. Safnið var opnað 21. júní og nú um helgina verður fyrsta glímusýningin en ætlunin er að sýna um helgar glímu og þjóðdansa á palli utanhúss þegar veður leyfir, eins og verið hefur undanfarin sumur.“

Í Vikunni 1944, segir um „Fundnar fornleifar í Reykjavík“ í frásögn Matthíasar Þórðasonar:

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn.

„Það varð sögulegra en flesta Reykvíkinga mun hafa grunað, þegar Steindór Gunnarsson prentsmiðjueigandi lét fara að grafa í grunninn undir og hjá gamla husinu Tjarnargötu nr. 4 í Reykjavík fyrir nýju stórhýsi, sem hann ætlar að fara að reisa þar fyrir prentsmiju sína. Staðurinn var að sönnu merkisstaður, og húsið, sem nú var rifið, var orðið um 110 ára gamalt. Þar hafði Stefán Gunnlögsson búið 1834—37, þegar hann var sýslumaður, þar dó Einar snikkari Helgason fyrir réttum 100 árum, og hafði þá átt húsið og búið í því í 3 ár; þar ólzt Helgi, sonur hans, upp, sem varð hér síðar barnaskólastjóri og þjóðkunnur maður, og bjó móðir hans, madama Margrét, í húsinu til dauðadags, 1856. Þá var það kallað Helgesenshús.

Tjarnargata

Kort Lottins frá 1836 lagt ofan á núverandi borgarkort. Torfbæirnir Teitsbæ og Suðurbær stóðu þar sem í dag er Tjarnargata 6 og 8 sem er í dag bílastæði. Þarna er nýlega búið að rífa torfbæinn Brúnsbæ og byggja timburhús á sama stað sem stóð næstu 110 árin. Húsið er merkt sýslumannshús en Stefán Gunnlaugsson sýslumaður bjó þar frá 1834—1837.

Er þetta eftir frásögn Jóns byskups Helgasonar í riti hans um Reykjavík 14 vetra. Enn síðar bjuggu í þessu húsi ýmsir aðrir merkir menn og konur, skamman tíma hver. Þótti húsið lengi snotur bústaður, enda var þá vel um það gengið jafnan. Hér eru nú ekki við höndina húsvitjanabækur prestanna, nema frá tímabilinu 1868—89, um 20 ár. Á árunum 1869—76 bjó þar frú Anna Tærgesen, ekkja P. R. Tærgesens kaupmanns, með börnum þeirra, og 1877—78 frk. Christiane Thomsen, er lengi hafði verið hjá þeim. Árin 1879—80 bjó þar Edv. Siemsen, fyrrv. kaupmaður, og næsta ár ekkja hans, frú Sigríður Siemsen, cn 1882 tengdasonur hennar, Sveinn kaupmaður Guðmundsson frá Búðum, með fjölskyldu sinni. Árið 1884 bió frú Ragnheiður Christjánsson, – ekkja Kristjáns amtmanns, í þessu húsi, og 1886 séra Stcfán Thorarensen, en 1887 —88 frú Kristíana Jónassen, ekkja Jónasar E. Jónassens verzlunarstióra. Og árið 1889 bjó þar ekkjan Solveig Guðlaugsdóttir, og voru hjá henni móðir hennar, háöldruð, og fósturdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir, þá 13 ára.
En staðurinn átti sér langa sögu áður en þetta litla timburhús var reist, því að á þessum sama stað hafði þegar skömmu eftir miðja 18. öld verið reist eitt af húsum iðnaðarstofnananna, sem Skúli landfógeti Magnússon gekkst fyrir, að komið yrði á fót hér, og jörðin Reykjavík hafði verið gefin í ársbyrjun 1752. Það hús var reist handa beyki stofnananna, var hlaðið úr torfi, og grjóti, svo sem flest hús þeirra, dálítill torfbær, og var þar bústaður og vinnustofa beykisins. Þegar hús stofnananna voru seld, keypti dönsk kona, madama Christine Bruun, ekkja Sigvardts Bruuns fangavarðar, bæinn, árið 1791. Nokkru eftir aldamótin varð hann aftur aðsetursstaður beykis; bjó þar, þá sænskur beykir, er hét Peter Malmquist, og kona hans sem var hér ljósmóðir. Þegar Jörgen Jörgensen kom hingað í fyrra skiptið, í ársbyrjun 1809, sem túlkur James Savignacs verzlunarstjóra, fengu þeir inni hjá Malmquist, og átti Jörgen Jörgensen þar heima, unz hann fór utan aftur í marz sama ár. Kom Malmquist mikið við stjórnarbylting Jörgensens, er hann stóð fyrir, þegar hann kom hingað aftur um sumarið, svo sem kunnugt er af sögu hans. Malmquist fór utan 1812 og kom ekki aftur, en Brúnsbær mun hafa staðið um 20 ár eftir það, og þó varla án mikilla endurbóta, eða jafnvel endurbygginga að einhverju leyti.

— Við grunngröftinn nú kom fram mikið að hleðslusteinum, sem sennilega eru úr honum, grjóti ofan úr holtum og neðan úr fjöru, en ekki sýndu neinar veggjaleifar eða annað, að verið hefði á síðari tímum neitt hús nákvæmlega á þessum sama stað, sem Brúnsbær mun hafa staðið á, en í vesturhorninu í grunninum komu fram allmiklar grjóthleðslur 1—2 m. í jörðu.
Hleðslugrjótið, sem ætla má, að verið hafi úr Brúnsbæ, var að sönnu einnig um 1—l l/2 m. í jörðu nú, en það kom í ljós við gröftinn, að þykkt lag af mold, ösku o. fl. hafði hlaðizt ofan á óhreifða jörð á öllu svæðinu, ofaná lag það af fremur smágerðri sjávarmöl, er grafið var niður á og nokkuð niður í. Mun það malarleg vera um allan miðbæinn, milli hafnarinnar og Tjarnarinnar.

Árbæjarsafn

Árbæjarsafn – hestasteinn fremst.

Nokkrir fremur gamlir gripir fundust við uppgröftinn ofarlega í jörðu, sennilega frá síðustu öld, brot af eldtöng, fiskhnífur, sjálfskeiðungur og brot af 2 glerstaupum. Miklu neðar, um l-l/2—2 m. í jörðu, fundust eldri munir úr steini, vaðsteinn, draglóð af skellihurð, að því er virðist, kola, telgd til úr smágerðu móbergi eða sandsteini og lítil hein með gröfnu hnappmóti á öðrum enda, en ekki eydd af brýnslu.
Nokkru neðar fannst bollsteinn norðarlega í grunninum; hafði bollinn verið gerður fyrir ljósmeti, en að öðru leyti var steinninn alveg óunninn af mannahöndum. Annar bollasteinn fannst á nær sama stað, en allmiklu neðar í jörðu; hann er lábarin, þykk hella, um 30 cm. að þverm., með víðri og grunnri skál annars vegar, og munu báðir þessir bollasteinar hafa verið lýsisteinar, eins konar ljósáhöld (lampar).

Tjarnargata

Kort Ohlsen og Anaumus frá 1801 lagt ofan á núverandi borgarkort. Torfbæirnir Brúnsbær og Teitsbær sem stóðu þar sem í dag er Tjarnargata 4 og 6.

Enn dýpra, alveg niður við malarlagið, og suðaustarlega í grunninum miðjum, fannst lítill, flatkúlumyndaður lýsisteinn með gróp kringum bollann og járnblað af páli eða grefi með fornri gerð, sams konar og 2 önnur, sem fundizt hafa áður hér á landi, annað við rannsóknina á Bólstað, bæjarrústum Arnkels goða. Ámóta neðarlega fannst vaðsteinn, hnöttóttur og nokkuð ílangur. Nálægt suðurhorninu í grunninum var allmikið af hleðslugrjóti djúpt í jörðu, og virðist þar hafa verið hlaðinn veggur, nær því niðri við malarlagið. Þar fundust, mismunandi djúpt í jörðu, nokkrir munir úr steini, 3 vaðsteinar, brýni, fornlegur lýsisteinn, sem er mjög lítill og flatkúlumyndaður, og snældusnúður úr steini, allstór, um 9 cm. að þverm., og neðst kom í ljós eldstó, grafin ofan í malarlagið. Hefir hún sennilega verið gerð af því að þar hefir þá verið hús, sem eldstæði hefir verið í, líklega seyðir með fornri gerð. Hafa samskonar eldstór og þessi fundizt í fornum bæjarrústum hér áður, bæði í Þjórsárdal og víðar. Munu þær hafa verið, gerðar og notaðar til að fela í þeim eld, einkum að næturlagi.  Bæjarverkfræðingurinn, Bolli Thoroddsen, lét mæla, hve djúpt í jörðu þessi eldstó var, og reyndist hún, botn hennar, að vera 111 cm. neðar en t. a. m. Austurstræti milli gangstétta, en það er í sömu hæð og yfirborðsjávar í höfninni um stórstraumsflóð. Bendir þetta á, að mikið landsig hafi orðið hér síðan þessi eldstó var gerð, en hún virðist munu vera frá landnámstíð eða söguöld vorri. Enda er fleira hér á Seltjarnarnesi og umhverfis það, sem einnig bendir á allmikið landsig hér um slóðir, svo sem sýnt hefir verið fram á áður.
Norðan við stóna varð vart við gólfskán og nokkrar flatar hellur, er að líkindum hafa verið gólfhellur.
1 vesturbarminum varð fyrir mjög stór hella neðst. Er hún var tekin upp, kom í ljós undir henni allmikil þró eða gryfja, sem gerð hafði verið þar ofan í malarlagið. Varð vart við skolpræsi í mölinni að þrónni, og virtist það hafa verið út frá húsinu, sem eldstóin hefir verið í.
Í norðurhorninu var malarlagið djúpt í jörðu, um 2% m. frá yfirborði, svæðinu, sem þar var milli húsa. Hafði jarðvegur hækkað þar mest af sorpi og ösku. Um 4m. ofan við malarlagið var þar á allmiklu svæði um 1/4 m. þykkt, mjög dökkleitt, fornt sorplag. Var mikið í því af matbeinum og slíku; fundust þar kjálkar af gelti með miklum vígtönnum og yfirleitt eldra svip en er á þeirri tegund svína, sem er nú hér og í nálægum löndum. Hafa slíkar vígtennur úr göltum fundizt hér áður, m. a. undir Hánni á Heimaey í Vestmannaeyjum. Nokkur bein úr geirfugli fundust einnig í þessu sorplagi, enda hefir geirfugl vafalaust verið veiddur mjög til matar fyrr á tímum, er hann var hér að líkindum víða, en hann varð, að því er menn vita bezt og alkunnugt er, aldauður fyrir 100 árum. — Sorplag þetta er svo djúpt í jörðu, niðri við óhreifða jörð, að því er virðist; að ætla má, að það stafi frá fornöld. Hinn gamli Reykjavíkurbær stóð 30—40 m. norðar, vestan við Aðalstræti. Er ekki ólíklegt, að um nokkurn tíma hafi sorpi frá bænum verið fleygt á þessar slóðir.“

Í Þjóðviljanum 1966 segir og; Hlóðasteinninn úr Tjarnargötu í Árbæ:

Árbæjarsafn - steinhella

Árbæjarsafn – steinhellan.

„Hlóðarsteinninn mikli, sem fannst 1944 í bæjarstæðinu við Tjarnargötu, kominn til safnsins.
Úr því minnzt er á hlóðarsteininn má vel vekja athygli á öðrum merkilegum steinum, sem safnið hefur eignazt: hestasteininum frá smiðju Þorsteins Tómassonar í Lækjargötu, landamerkjasteininum úr Skildinganeshólum áklappaður 1839, mylnusteinn úr myllunni í Bakarabrekku og apótekarasteinn frá 1747 úr Örfirisey.“

Ein spurningin er, þrátt fyrir allt framangreint; hefur verið hugað að mögulegu letri á hellunni þeirri arna?“
Önnur spurningin er, hvers vegna er slíkur forngripur í Árbæjarsafni látinn liggja jarðlægur, án nokkurra vísbendinga gestkomendum til handa?

Heimildir:
-https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1755833
-Tíminn 19.07.1963 – Tjarnargata 4, bls. 15.
-Morgunblaðið 11. febr. 1964, Hlóðahella eða gangnahella, Helgi Hjörvar, bls. 9.
-Þjóðviljinn 2. júlí 1966, Hlóðasteinn og hestasteinn úr Lækjargötu, bls. 7.
-Þjóðviljinn, 144. tbl. 02.07.1966, Hlóðasteinninn úr Tjarnargötu í Árbæ, bls. 6.
-Vikan nr. 23-24, 1944, Fundnar fornleifar í Reykjavík, Matthías Þórðason, bls. 22 og 28.

Árbæjarsafn

Á Árbæjarsafni.

Apótekarasteinn

Sunnan við húsið Þingholtsstræti 9 á safnlóð Árbæjarsafns er grágrýtissteinn ættaður úr Örfirisey, kallaður „Apótekarasteinn„.
ApótekarasteinnSteinninn lá við sjávarmálið og var á góðri leið með að eyðileggjast þegar hann var fluttur á safnið árið 1963. Steinninn dregur nafn sitt af apótekarakeri sem er dregið utan um ártal, en vafalaust tengist hann verslunarstaðnum í Örfirisey á 18. öld. Þekkt var að danskir verslunarstjórar hjuggu nöfn í steinana á eyjunni.
Lýsing: Steinninn er 1,6 x 1,5 m að stærð og á hann er rist einföld mynd af keri, 60 x 63 cm og á því miðju er fangamarkið HCB og ártalið 1747. Letrið er orðið mjög óljóst.
Sem fyrr segir eru fjölmörg fangamörk og ártöl klöppuð í klappirnar í Örfirisey, á bak við olíugeymana, sem þar eru.

Apótekarsteinn

Apótekarasteinninn í Árbæjarsafni.