Tag Archive for: Árborg

Eyrarbakki

Minnisvarði um drukknaða frá Eyrarbakka

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um drukknaða sjómenn.

Til minningar um sjómenn sem farist hafa frá Eyrarbakka.
Á stallinum stendur: Björgunarsv. Björg.

Verkið er eftir Vigfús Jónsson og stendur þar sem verslunarhús og pakkhús stóðu áður nálægt gatnamótum Hafnarbrúar og Nesbrúar.

B. Hafrún ÁR 28
Hafrún ÁR 28
Til minningar um skipverja á vb. Hafrúnu ÁR 28 sem fórst 2. mars 1976.

Ágúst Ólafsson
f. 12. nóv. 1949

Guðmundur E. Sigursteinsson
f. 18. nóv. 1957

Haraldur Jónsson
f. 3. apríl 1955

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um b. Hafrúnu, ÁR 28.

Ingibjörg Guðlaugsdóttir
f. 6. júlí 1937

Jakob Zóphóníasson
f. 24. febr. 1931

Júlíus Rafn Stefánsson
f. 25. febr. 1955

Karl Valdimar Eiðsson
f. 5. júní 1943

Þórður Þórisson
f. 11. des. 1943

Hugrún ÁR Eyrarbakki
Lát akker falla ég er í höfn.
Ég er hjá frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi dimma Dröfn.
Vor Drottinn bregst ekki sínum.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um b. Hafrúnu, ÁR 28.

Á meðan akker í Ægi falla
ég alla vinina heyri kalla
sem fyrri urðu hingað heim.

H.A. Tandberg. Þýð. Vald. V. Snævar

Minnisvarðinn stendur í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

Rafstöð á Eyrarbakka
Til minningar um rafstöðina á Eyrarbakka 1919-1947.
Kasthjól af síðasta rafal rafstöðvarinnar.

Verkið stendur við aðalgötuna í gegnum þorpið.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – minnismerki um rafstöðina á Eyrarbakka 1919-1947.

Stokkseyri

Páll Ísólfsson tónskáld (1893-1974)

Stokkseyri

Stokkseyri – Páll Ísólfsson; minnismerki.

Páll Ísólfsson (12. október 1893 – 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.

Páll fæddist á Stokkseyri. Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni. Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet. Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur. Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.
Trúlega er -Brennið þið vitar- þekktasta lag Páls Ísólfssonar. Það lag er í Alþingishátíðarkantögu Páls frá árinu 1930.

Stokkseyri

Stokkseyri – minnismerki um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri.

Minnismerkið er á auðri lóð á milli húsa nr. 5 og 7 við Hásteinsveg á Stokkseyri. Við fótstall þess er steinn: „Páll Ísólfsson – tónskáld – 1893-1974“.

Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri

Minnisvarðann teiknaði Elfar Þórðarson. Hann afhjúpaði Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir á Sjómannadaginn, 5. júní 1998. Á hann er letrað: „Minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri“.

Minnisvarðinn stendur á Kirkjutorgi við Stokkseyrarkirkju.

Ragnar Jónsson (1904-1984)

Minnisvarðinn „Kría“ er um Ragnar Jónsson í Smára eftir Sigurjón Ólafsson.

Minnisvarðinn stendur í trjálundi við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar.

Stokkseyri

Stokkseyri – minnismerki um Ragnar í Smára.

Eyrarbakki

Nálægt gatnamótum Hafnarbrúar og Nesbrúar á Eyrarbakka er skilti: „Hús dönsku verslunarinnar„. Á því er eftirfarandi texti:

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti.

„Verslunarhús dönsku verslunarinnar stóðu á þessu svæði frá því seint á 17. öld þar til þau voru rifin vorið 1950. Þetta var þyrping átta húsa umhverfis húsagarð, byggð og endurbyggð á löngum tíma frá því 1755-1896. Talið að elstu uppistandandi húsin hafi verið byggð á fyrri hluta 19. aldar. Byggingar voru fleiri og meiri á Eyrarbakka en á öðrum verslunarstöðum landsins. Bryggja var fram undan húsunum og var hún tekin upp á vetrum.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti.

Umdæmi Eyrarbakkaverslunarinnar var víðáttumest og fjölmennast af öllum verslunarumdæmum landsins. Það spannaði þrjár sýslur; Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skafatfellssýslu. ar bjuggu 20% þjóðarinnar árið 1703. Auk þess var Eyrarbakki verslunarhöfn Skálholtsstaðar sem var um aldir höfuðstaður Suðurlands.

Eyrarbakki

Eyrarbakki – skilti um „Síðasta flaggmanninn“.

Á lokaskeiði verslunarrekstrar í húsunum gengu þau undir heitinu Vesturbúðin. Það var til aðgreiningar frá annarri verslun í þorpinu, Austurbúðinni. Hóllinn sem húsin stóðu á gengur undir heitinu Vesturbúðarhóllinn. Skarðið sem brotthvarf húsanna myndaði í byggðamunstur þorpsins hefur verið líkt við sár. Niðurrif húsanna var eitt stærsta menningarslys á landinu á 20. öld.“

Skammt frá skiltinu um „Hús dönsku verslunarinnar“ er skilti um „Síðasta flaggmanninn“ á Eyrarbakka. Á því stendur:

„Kristinn Gunnarsson, síðasti flaggmaðurinn, er hér að störfum. Brimflögg voru í notkun á Eyrarbakka fram yfir 1960. Þau voru notuð til að vara sjófarendur við ef sundin versnuðu snögglega eða urðu ófær og var þá flaggað frá.

Brimflöggin voru þrjú. Flaggað var hvítu ef allt var í lagi, rauð flaggi ef það var varasamt en svörtu flaggi ef sundin urðu ófær.“

Eyrarbakki

Eyrarbakki – Hús dönsku verslunarinnar; skilti.