Færslur

Félagi FERLIRsfélaga, Ríkarður Ríkarðsson (www.rikkir123.is) lagðist í svolitla rannsóknarvinnu um bát þann sem ber við Bjarghús ofan Norðurkots í Sandgerðishreppi.
Hrafnkell-1Bátslagið vakti einkum athygli Ríkharðs, en hann hefur verið mikill áhugamaður um báta, auk þess sem hann er mikill fuglamyndasmiður. Á vefsíðu hans má sjá eftirfarandi um nefndan bát; Hrafnkel.
“Smíðaár ekki vitað og ekki vitað hver smíðaði hann [líklegt er þó, m.v. bátslagið, að hann hafi verið smiðaður að Hvalsnesi um og eftir 1910]. Upphaflega smíðaður sem fjóræringur. Einar Gestsson, fæddur í Bjarghúsum í Garði sagðist hafa keypt bátinn af Guðmundi á Rafnkelsstöðum um 1930-35.
Sigurður K. Eiríksson (Siggi í Norðurkoti) kvaðst hafa farið að velta fyrir sér hvers vegna báturinn héti Hrafnkell. Þá kom í ljós að Rafkelsstaðir hétu áður Hrafnkelsstaðir. Báturinn var allur endursmíðaður af Einari Gestssyni. Sigurður kvaðst hafa farið á sjó með Einari og þetta hefði verið hörkuskip. Sigurður vildi meina að bátnum hafi verið lagt um 1990.”

Hrafnkell-2Við þetta má bæta að Bjarghús eru hlaðið úr lóðréttum hraunhellum, sem verður að þykja svolítið sérstakt á Reykjanesskaganum.
Nefndur Sigurður Eiríksson er mikill hagleiksmaður, hvort sem er til smíða eða varðveislu örnefna.
Nefnt skip; Hrafnkell, er sérstaklega áhugavert viðfangsefni vegna spurningarinnar um aldur og uppruna fornleifa; á t.a.m. að miða við “fæðingu” eða “dánardægur” þeirra? Líklegt má telja að svörin verði margflókin… (meira síðar um aldur fornleifa).

Bjarghús

Bjarghús. Rafnkelsstaðabáturinn fremst.

 

 

Fuglavík

Farið var að Bjargarhúsum þar sem Sigurður Eiríksson frá Norðurkoti tók vinsamlega á móti FERLIRsfélögum.

Sigurður Eiríksson

Sigurður Krsitinn Eiríksson

Sigurður bauð þeim inn og upp á kaffi og meðlæti. Meðlætið kryddaði hann með fróðleik – og það miklum. Hann benti á Helluhúsið (Bjarghús) og Rafnklesstaðabátinn er hvorutveggja standa ofan við hlýlegan bústað hans austan við þjóðveginn milli Sandgerðis og Stafness, gegnt Norðurkoti. Helluhúsið er lítið, en einstakt hús, hlaðið af Einari Gestssyni úr jafnþykkum hellum er reistar hafa verið upp á rönd og steypt á milli. Húsið er ágætur vitnisburður um vilja byggjandans til að reyna lóðrétta notkun steinhellna í stað láréttar, eins og þá hafði tíðkast frá upphafi Íslandsbyggðar. Væntanlega hefur þurft kjark og krafta til slíkra hluta í þá daga þegar sérhver sá er gerði hlutina með óhefðbundunum hætti gæti auðveldlega átt það á hættu að verða álitin skrýtinn. Báturinn er eftirlíking af hinum merka Rafnskelsstaðabáti, sem Sigurði er einum lagið við að lýsa.

Bjarghús

Brunnlokið.

 Við Bjarghús má einnig sjá brunnlok úr hraunhellu. Á það er klappað gat og í því handmótaður steintappi, einnig eftir Einar Gestsson.
Frá Sigurði var haldið að Fuglavík þar sen Nína Bergmann og bræðurnir frá Nesjum, Magnús og Sigurbjörn Stefánssynir, tóku vinalega á móti hópnum. Tilefni ferðarinnar var m.a. að leita að ártalssteini, sem vera átti skv. gömlum sögnum í fornum yfirbyggðum brunni við Fuglavík, en átti að hafaverið færður til og settur í stéttina framan við gamla bæinn þar sem íbúðarhúsið stendur nú. Steinn þessi átti að bera ártalið 1538.

Fuglavík

Fuglavík og Norðurkot neðst t.h.

Útlendur maður, Pípin að nafni, hafði klappað ártalið í steininn, en þá var steinninn í brunni bæjarins, sem fyrr sagði, en var síðan færður í stéttina skv. sömu heimild. Getið er um steininn í Árbók Hins ísl. Fornleifafélags frá árinu 1903 eftir að Brynjúlfur Jónsson hafði farið um svæðið og fengið spurnir af steininum. Hann ritaði um hann og fleira markvert á Suðurnesjum í nefnt ársrit.
Fuglavíkurfólkið sýndi hópnum gömul lóð frá konungsversluninni, sem fundist höfðu eftir að Sigurður í Norðurkoti hafði farið að minna á FERLIRsheimsóknina fyrir skemmstu þegar hin fyrri tilraun var gerð til að hafa uppi á ártalssteininum, en án árangurs. Á lóðunum eru greinileg merki Kristjáns V. sem og þyngdareining í LBs-um. Sennilega er þarna um merkan fund að ræða.

Fuglavík

Fuglavíkursteinninn í stéttinni – 1581.

Til að gera langa sögu stutta hafði ártalssteinninn fundist á hlaðinu. Nína hafði af tilviljun verið að ganga um hlaðið og þá rekið tærnarí steininn, af einskærri tilviljun eftir að farið var að tala um hann. Ártalið 1580 er á honum, en þó er aftasti tölustafurinn orðinn nokkuð óskýr. Steinninn er á þeim stað þar sem ekið er heim að nýja húsinu og hafði verið færður í kaf með ofaníburði. Um er að ræða elsta ártalsstein á Reykjanesi, sem heimildir eru um og enn hefur fundist.
Eftir að hafa skoðað og myndað steininn fylgdi Sigurður FERLIRshópnum síðan um Fuglavíkurveg og inn um gat á Varnargirðingunni. Ætlunin var að leita hugsanlegra tófta undir hinu forvitnilega nafni Selhólar.

Fuglavík

Fuglavíkurleiðin gengin.

Gengið var framhjá Selhólavörðunni, sem er gömul hlaðin varða á fiskimið. Þegar haldið var þaðan til austurs var gengið fram á tóftir undir nefndum Selhólum. Um er að ræða gamalt sel undir holti, en enn austar fannst gömul fjárborg, stór og vel gróin. Utan í henni eru tóftir. Var hún formlega nefnd Fuglavíkurborgin því hún er í landi Fuglavíkur. Hvorki Sigurður né Fuglavíkurfólkið, sem einnig var með í för, hafði áður séð þessa fjárborg og hafði það þó farið þarna um áður en varnargirðingin kom til. Hnit hennar eru færð inn á fjárborgaryfirlitið. Dimm þoka grúfði yfir svæðinu er varði hún leiðangursfólkið fyrir ásýnd Varnarliðsins.

Fuglavíkurleið

Gengin Fuglavíkurleið.

Þá var haldið til baka og í kaffiveitingar í Fuglavík þar sem veitt var af kostgæfni. Fuglavíkurfólkið var síðan hvatt með fyrirheit um að koma nú fljótt aftur í heimsókn því enn væru eftir óskoðaðar minjar, m.a. í Másbúðar

hólma (sjá FERLIR-203) þar sem fyrir er letur og ártöl á klöppum frá árinu 1696, en ekki er að sjá að áður hafi verið ritað um það eða þetta skráð. Út í Másbúðarhólmann hefur verið hlaðin brú svo hægt hafi verið að ganga út í hann þurrum fótum á flóði. Enn má sjá móta fyrir henni.

Bjarghús

Bjarghús. Rafnkelsstaðabáturinn fremst.

Í bakaleiðinni var gamli vegurinn, sem liggja átti yfir heiðina sunnan Melabergs, skoðaður, en hætt var við hann af einhverjum ástæðum. Vegurinn átti að vera það breiður að tveir hestvagnar gætu mæst á honum, en það þótti nýlunda í þá daga. Enn má sjá móta fyrir veginum norðan nýja vegarins að Hvalsnes. Þá var genginn Melabergsvegur til austurs og beygt af honum til suðurs að Melabergsborg. Borgin er greinileg og stendur á klapparhól. Allnokkuð er fokið yfir borgina, enda mikil gróðureyðing allt um kring.
Veður var með ágætum – hlýtt og stillt. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Bjarghús

Bjarghús.

Reykjavík

Skemmtileg frásögn í Þjóðólfi um “Húsasölu og húsabyggíngar í Reykjavíkur haupstað árið 1855;
“Húsið nr. 20 á Arnarhólsholti fyrir 700 rddl.; kaupm. og bæjarfulltrúi þorst. Jónsson seldi, en Egill hreppst. Hallgrímsson í Minnivogum keypti. Húsið nr. 5 á Austurvelli fyrir 3000 rdl.; kaupm. E. Siemsen seldi, kBjarghus-231onferenzráfe og riddari B. Thorsteinson keypti. — Húsið nr. 10 í Grjótagötu fyrir 1200 rdl.; sameigendur: dánarbú frú Helgu Egilsson og stúdent Jón Arnason seldu, en ekkjufrú Elín Thorstensen keypti. — Húsið nr. 4 í Lækjargötu, (á horninu á Lækjartorgi fyrir 3,500 rdd.; kaupm. M. Smith, — sem keypti húsið næstl. vetur af stórkaupm. P. C. Knudtzon fyrir sama verð, — seldi, en prófastur og dómkirkjuprestur séra Ólafur Pálsson keypti. — Uppboðsölunnar á hinum nýja og gamla gildaskála, nr. 4, A og B í Aðalstræti, er fyr getið.
Tvö hús eru hér nýbyggð í sumar; reisti Tofte beykir annað, í miðju Austurstræti, það er byggt með bindíngi af múr, tvíloptað með helluþaki, en hitt kaupm. R. P. Tærgesen á horni Aðalstrætis og Læknisgötu, nr. 12, anspænis Hafnarstræti, og reif hann áður hina slábyggðu gömlu búð (Sunkenbergsbúð) er þar stóð til þessa, var sú búð hin eina enn uppistandandi af búðum þeim er fluttar voru á land úr hinum forna Hólmskaupstað, (Örfærsey). Hús það sem herra Tærgesen nú reisir þar er byggt með bindíngi og múr og tvíloptað og helluþakið, þar til bæði breiðara og lengra en búðin var sem þar stóð fyr, og verður hin mesta staðarprýði að húsi þessu, þegar það er fullgjört. Hið 3. hús reisti söðlasm. Torfi Steinsson, nýja verksmiðju áfast við íbúðarhús sitt að vestanverðu, með bindíngi og múr og með helluþaki.
Það leiddi af þessari byggíngu herra T. Steinssonar Bjarghus-232uppgötvan eina, sem ekki má vita nema geti leitt hér til mikils sparnaðar og gagns; í stað tígulsteins sem hér hefir verið vanalega hafður í múr í bindíngshúsum, flutti hann að sér hraunhellur sunnan úr Kapelluhrauni; þær eru sléttar og ekki kræklóttar, og flestar á þykkt við vanalega breidd á tígulsteini, svo að hafa má þær á rönd í múrinn, en margar þeirra eru stórar og klæða því vel af, en fyrir það sparast múrhúð (kalk) meir en til helmínga; hella þessi kostaði og híngað flutt á fiskibátum, helmíngi minna en tígulsteinn til jafnstórs húss mundi hafa kostað; en múrverkið sjálft er nokkuð seinunnara með hellu þessari, af því að höggva þarf og jafna með verkfærum brúnir hellnanna hér og hvar. En þar að auki þykir auðsætt, að húsamúr úr þessari hellu muni hafa tvo verulega og mikilvæga kosti framyfir tígulsteinsmúrinn, en það er, að hella þessi meyrnar alls ekki, eins og tígulsteinninn, þó vindur og hret leiki á henni, og að hún bæði fyrir þær sakir, og eina fyrir það hvað hún er jafn hrufótt og þétteygð, vafalaust hlýtur að halda varanlega á sér múrlíms-húðinni að utanverðu, en það vill aldrei heppnast hér á tígulsteinsmúr sem veit í móti rigníngarátt (hér allri austanátt); þess vegna hafa menn og jafnan neyðzt til að klæða þá múra með borðum og bika þau eða maka með við smjörslit árlega, og gefur að skilja, hve mikið og verulegt mundi sparast við byggíngar og viðurhald bindíngs-múrhúsa, ef þetta yrði óþarft með framtíð.
Bjarghus-233Samkynja hraunhella þeirri, sem er í Kapelluhrauni, er einnig, eins og mörgum mun kunnugt, bæði á Hellisheiði, einkum um Hellisskarðsveginn, og í hrauninu umhverfis Gjáarrétt, Kaldárbotna og Rauðahellir, fyrir ofan Hafnarfjörð, og mikil nægð af á báðum þeim svæðum. En hægast og kostnaðarminnst verður að flytja að sér helluna úr Kapelluhrauni um öll nesin hér syðra, því það má gjöra sjóveg; og er þetta einkum hægt fyrir þá, sem búsettir eru nær hrauninu, og ef menn byggði öfluga byrðínga er bæri mikið í senn, til að flytja á hraunhellu þessa til ýmsra staða, og mundi þetta geta orðið nýr atvinnuvegur, einkum ef sjávarbændur færi líka smámsaman að byggja sér, — í stað moldarkofanna sem aldrei standa, allt af er verið að káka við og þó er engin eign í, — íbúðar- og geymslu-hús úr bindíngi og múr með þessari hellu, sem útheimtir svo sárlítið múrlím, en hægt að flytja það að sér sjóveg hér um nesin úr kaupstöðunum.”

Heimild:
Þjóðólfur, 8. desember 1855, bls. 4-5.

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir á Álftanesi – hlaðið steinhús.