Færslur

Brim

Þann 24. mars 1916 varð mörgum Grindvíkingum eftirminnilegur. Þann dag réru öll skip, 24 að tölu, til fiskjar, flest með 11 mönnum á.

Kútter Esther

Guðbjartur Ólafsson, skipstjóri.

Grindvíkingar kölluðu fleytur sínar skip. Flest skipin voru tírónir áttæringar, þ.e. þar var búið að bæta við þóftu á skipið og gátu þá tíu menn setið undir árum og formaurinn sat aftur á skut og stýrði skipinu. Þarna væru líka sexæringar og tólfæringar.
Þegar skammt var liðið morguns brast á ofasveður af norðri líkt og hendi væri veifað. Með veðrið beint í fangið tóku menn að berjast til lands en flest voru skipin 4-6 sjómílur undan landi. Fæstum tókst að lenda á réttum stað, en björguðust þó upp í Víkurnar vestan við byggðina og víðar. Flest skipin lentu heil eftir nokkra hragninga en nokkur brotnuðu við landtöku án þess að menn sakaði.

Fjögur skip sem dýpst voru náðu ekki landi um sama leyti og önnur. Var því óttast um afdrif þeirra. En hjálpin var nær en menn grunaði því innan skamms höfðu áhafnirnar fjórar, 38 manns, bjargast um borð í kútterinn Esther frá Reykjavík. Esther hafði leitað vars í Grindavíkursjó á leið sinni fyrir Reykjanes. Þegar sjóhraktir Grindvíkingar voru komnir um borð í Esther voru samtals 65 sjómenn um borð og því þröng á þingi. Esther var þrauthlaðið af fiski svo þar var að estu á kafi í sjó á hléborða og lá undir stöðugum áföllum í ólgusjó. Um borð í kútternum voru Grindvíkingarnir í 3 sólarhringa í góðu yfirlæti þótt þröngt væri, en þá komst Esther loks inn til Grindavíkur. Voru þá heimtir úr helju þeir síðustu af hragningarmönnunum 220 af 20 bátum sem lentu í erfiðleikum þennan dag.

Kútter Esther

Kútter Esther

Kútter Esther RE 81.

Kútter Esther RE 81 er 84 brúttó rúmlestir, smíðaður 1888 af Collison, James, Grimsby; lengd 23,2 m, breidd 6.2 m og dýpt 3.4 m, keyptur til Íslands 1902. Eigandi Estherar var útgerðar- og sæmdarmaðurinn Pétur J. Þorsteinsson og skipstjórinn var hinn 27 ára gamli Guðbjartur Ólafsson. Guðbjartur var fliknur skipstjóri og gæfumaður allan sinn sómannsferil. Eftir að hann hætti til sjós var hann forseti Slysavarnarfélags Íslands frá 1940 til 1960.

Um borð í Esther er hásetaklefi með rúm fyrir 20 menn og í káetunni eru rúm fyrir 7 sjómenn.
Í dag er kútter Esther í eigu National Historic Ships UK og liggur á sjávarbotni við bryggju í Alexandra Dock, Grimsby í Bretlandi.

Sjá meira um björgunina HÉR og HÉR á vefsíðunni.

Höfundur texta: Gunnar Tómasson.
Heimild:
-Frásögn Sæmundar Tómassonar frá Járngerðarstöðum í Grindavík í Lesbók Morgunblaðsins 24. mars 1957.

Grindavík

Grindavíkurbrim.