Tag Archive for: Búrfellsgjá

Búrfellsrétt

FERLIR hefur nokkrum sinnum þrætt Búrfellsgjá sem og systur hennar, Selgjá. Jafnan hefur það verið á leiðum til annarra nálægra áfangastaða, s.s. Garðaflata, Valabóls, Helgafells o.fl.
Nú var ætlunin að ganga upp (austur) gjána, skoða Gjáarrétt, Gerðið, fyrirhleðslur við skúta, gamlar götur og halda síðan áfram á Búrfell. Gerðið (Réttargerðið)Fyrri lýsingar af svæðinu voru gerðar í tíð fornvefsíðu FERLIRs, en við „klónunina“ misfórust (týndust) sumar þeirra á rafleiðunum, m.a. ein sú yfirgripsmesta frá Gjáarréttarsvæðinu. Í henni var m.a. lýst hinum fornu götum um gjána. Þessar forlýsingar hafa þó varðveist í afritum.
Búrfellið er eldstöð frá nútíma. Fjallið, sem er ólíkt öðrum nöfnum þess á landinu vegna þess að það er gjall- og klepragígur, sem gaf af sér mikinn hraunmassa. Önnur Búrfell eru jafnan umfangsmeiri og úr móbergi eða bólstrabergi. Hraunið þekur um 18 km2 lands. Búrfellsgjá, sem reyndar er hrauntröð með nokkrum þvergjám (sprungum), er 3,5 km löng. Hún liggur niður úr suðvesturhlíð Búrfells og telst meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma. Það myndar nú stóran hluta þess gróna lands sem byggðirnar í Hafnarfirði og Garðabæ standa á. Svæðið er bæði aðgengilegt og einstaklega fallegt.
Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krísuvík. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Mannvirki í GerðinuBúrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst fyrrnefnt Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellshraunið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Í því eru t.a.m. Norðurgjárhellrar, Þorsteinshellir, Skátahellar, Maríuhellar (Urriðakotshellir og Vífilsstaðahellir) og Jónshellar. Allir, nema Skátahellar, voru notaðir fyrrum sem fjárskjól og má sjá þess merki enn þann dag í dag. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára.
Í Búrfellsgjá er Gjáaréttin, grjóthlaðin fjárrétt Álftaneshrepps. Gjáarétt er fjallskilarétt í vesturenda Búrfellsgjár og var lögrétt fram til 1920. Smalað var til hennar fram yfir 1940. Réttin er hlaðin úr hrauni. Gjáarétt er á fornminjaskrá. Skammt norðan  réttarinnar er Vatnsgjá, er var vatnsból réttarinnar og selja í grenndinni. Hún er alldjúp gjá eða sprunga í hraunbotni Búrfellsgjár. Gjáin er þröng og um 5-6 m. á dýpt.
Þegar lagt var af stað komu fram vangaveltur um örnefnið Búrfell. „Mörg fjöll á Íslandi bera sama nafn eins og Mælifell, Sandfell og Búrfell. Það er augljóst hvers vegna fjöll heita Sandfell og talið er að Mælifell heiti svo m.a. af því að þau helmingi ákveðna ferðamannaleið. En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell?

Forn gata upp úr sunnanverðri Búrfellsgjá

Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar. Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla. Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“ Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn. Talið er að það séu a.m.k. 47 fjöll hér á landi sem bera nafnið Búrfell.“ Framangreindar upplýsingar um örnefnið er fengnar af vef Örnefnastofnunar Íslands.
Búrfellið hértilgreint er líkt öðrum nöfnum þess að einu leyti; þegar horft er að því úr norðri er mikill systkinasvipur með þeim.
Mannvistarleifar í norðanverðri BúrfellsgjáBúrfell er í austur frá Hafnarfirði, en í umdæmi Garðabæjar. Hraunið rann frá því eftir mjórri rás til vesturs og heitir þessi rauntröð Búrfellsgjá.
Vestast er gjáin grunn og víð. Í þeim enda er Gjáarrétt. Í hana var fénu smalað á haustin af nærliggjandi afréttum til sundurdráttar. Þessi viðburður í lífi fólksins fyrrum var oftast með miklum hátíðarbrag. Unga fólkið safnaðist saman við réttina kvöldið fyrir, sumir gættu fjárins, sem komið hafði af fjöllunum daginn áður, en aðrir vöktu og skemmtu sér. Var stundum slegið upp dansleik og seldar veitingar á svonefndum Garðaflötum sem eru skammt frá réttinni. Kvað svo rammt af gjálífinu að presturinn á Görðum bannaði þar allar skemmtanir um tíma. Vandkvæði tengd skemmtanahaldi eru því ekki ný af nálinni á þessu svæði.
NGjáarveggurátthaginn er sunnan við réttina. Réttin er nú friðlýst af þjóðminjaverði, en Búrfell og gjáin eru á náttúruminjaskrá.
Gjáarétt er fjallskilarétt í vesturenda Búrfellsgjár og var lögrétt fram til 1920. Smalað var til hennar fram yfir 1940. Réttin er hlaðin úr hrauni og þrátt fyrir að hún hafi verið endurgerð bera veggirnir ummerki eftir afleiðingar jarðskálfta, sem jafnan eru tíðir á svæðinu, enda stendur réttin á þéttri hraunhellu. Skammt norðan réttarinnar er Vatnsgjá, sem fyrr er lýst. Var hún meginvatnsból réttarinnar og selja í grenndinni. Gjáin er alldjúp gjá eða sprunga í hraunbotni gjárinnar. Hún er þröng og um 5-6 m á dýpt. Löguð hafa verið steinþrep niður í hana þar sem vatnsbólið var.
Gjáarrétt var flutt niður í Gráhelluhraun og nefndist Hraunrétt. Hún var fjarlægð þegar kappreiðavöllur var byggður svo til utan í henni. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 kveður Árni Helgason gjárétt hafa verið hlaðna steinrétt er þjónaði sem fjallskilarétt Álftaneshrepps frá 1840. Mun hún hafa verið nýtt sem slík fram til fram undir 1930.
Fjárskjól efst í BúrfellsgjáHlaðin mannvirki eru í krika suður af Gjáarrétt. Þar er m.a. stórt gerði, væntanlega fyrir hesta því það er með tvöfaldri hleðslu, innra gerði, væntanlega fyrir varning, aktygi o.fl. og síðan hús fyrir fólkið. Í örnefnalýsingu fyrir Garðabæ segir að „hvilft þessi er skeifulaga og hömrum gort á þrjá vegu. Er það hlaðinn garður fyrir og hlið á. Fjársafnið var geymt í Gerðinu nóttina áður en réttað var (heimildamaður; Gísli Guðjónsson). Innst í réttargerðinu er gjárbarmurinn veggbrattur og slútir nokkuð fram yfir sig á kafla. Þar inn undir berginu er hlaðið byrgi, sem ýmsar skýringar eru til á til hvers hafi verið notað. Raunar er augljóst, að þarna er fyrst og fremst um fjárbyrgi að ræða. Víst er einnig, að menn notuðu þetta byrgi sér til skjóls og gistingar, meðan Gjáarrétt var fjallskilarétt. Okkur hefur þó komið til hugar, að byrgið gæti upphaflega verið eldra en Gjáarrétt eða frá sama tíma og seljarústirnar í Selgjá. Gróðurfarið í Gerðinu styður m.a. þessa tilgátu. Byrgið hefur nú látið allmikið á sjá (m.a. varð þar nokkurt hrun vorið 1982).“
Hrafnagjárhluti BúrfellsgjáarGjárréttin varð tilefni deilumáls um miðbik 8. áratugar 19. aldarinnar. Forsaga málsins var sú að þann 28. september 1874 seldi Ingjaldur Sigurðsson, hreppstjóri Seltjarnarneshrepps, þrjá ómerkinga í Gjárrétt. Hann taldi sig vera í fullum rétti til þess þar sem réttin væri í sameiginlegri varðveislu Álftaness- og Seltjarnarneshreppa. Þessari túlkun var hreppstjóri Álftaneshrepps ekki sammála. Hann leit þannig á málið að Álftaneshreppur ætti einn tilkall til þessara ómerkinga. Rök hans voru þau að presturinn í Görðum, sem væri réttarbóndi í Gjárrétt og hefði því yfirráð yfir ómerkingum sem kæmu þar fram, hefði afsalað þessum réttindum í hendur Álftaneshrepps. Eftir árangurslausa sáttatilraun fór málið fyrir dómstóla. Dómur var kveðinn upp í málinu þann 4. ágúst 1875. Samkvæmt honum var hinum stefnda gert að greiða sækjandanum skaðabætur fyrir fénaðinn sem hann seldi. Í dómnum kom einnig fram að Gjárrétt væri sameiginleg rétt Álftaness- og Seltjarnarneshreppa og að réttin væri á landi sem Garðaprestur hefði til ábúðar. Í dómnum segir: „Samkvæmt tilvitnuðum stað í Jónsbók [49. kafli landsleigubálks] á sá, sem rjett vardveitir, ómerkinga; er hann nú almennt nefndur rjettarbóndi, en sá er rjettar bóndi er býr á þeirri jörd í hverrar landi rjettin er byggd. Rjetturinn fær því ekki betur sjed en ad Gardaprestur sem rjettarbóndi hafi með fullum rjetti getad afsalad Álptaneshreppi tilkall sitt til ómerkinga í Gjáarrjett …“

Kleprastandur í Hrafnagjá

Það hefur verið sagt um Krýsuvíkur-Gvend að úr Krýsuvíkurhverfi hafi hann hafa farið inn í Garðahrepp, líklega að Setbergi, því öllum ber saman um það, að hann hafi haldist við í Gjáarrétt með fé sitt og sér enn merki þess. Einnig var hann um tíma með féð uppi í Bakhlíðum og sér þar votta fyrir byrgi sem við hann er kennt, Gvendarbyrgi. Og enn er þess að geta að Guðmundur var um stundarsakir í Straumsseli í Hraunum, þá líklega búlaus. Þaðan seldi hann sauði sína í Bessastaðaskóla. Guðmundur Bjarnason var talinn sérkennilegur í mörgu: einrænn og dulur í skapi, en kjarkmaður og einbeittur, skýr í hugsun og þrekmikill, og sumir töldu hann fjölkunnugan. Í norðaustanverðri Búrfellsgjá má sjá myndarlega fyrirhleðslu við aflangan skúta. Lítið er eftir af hleðslunni, enda hafa kvikmyndagerðarmenn og aðrir farið höndum um grjótið síðan mannsmynd var á fyrirhleðslunni. Syðst í henni má þó enn sjá hlaðinn innganginn.
Í Búrfellsgjá, við mannvirkin, má sjá a.m.k. þrjár fornar götur. Ein liggur upp úr gjánni að norðanverðu gegnt réttinni, önnur upp úr gjánni sunnanverðri skammt austan við Gerðið og sú þriðja til vesturs við mörk Selgjár. Sú síðastnefnda mun hafa heitið Gjáarréttargata (Gjáarrréttarstígur) og lá áleiðis niður að Urriðakoti annars vegar og Vífilsstöðum hins vegar. Hinar göturnar hafa verið leiðir annars vegar heim að Vatnsenda og Elliðavatni og hins vegar niður að Setbergi og í Hafnarfjörð. Fjóra gatan hefur legið upp Búrfellsgjá og síðan upp úr henni yfir á Selvogsgötu ofan Helgadalsmisgengisins því þær útréttir, sem Selvogsbændur urðu að fara í voru, auk Eldborgarréttar Grindvíkinga, Lögbergsréttar við Reykjavík og Ölfusréttar, Gjáarréttin í Búrfellsgjá..
Bláberjalyngið í haustlitunumOfar, að norðanverðu í gjánni, eru leifar að fyrirhleðslu undir framslútandi bergvegg. Þarna sést enn dyraopið þrátt fyrir að öðru hafi verið raskað við gerð kvikmyndar, sem þar var gerð. Líklega hefur þarna verið um fjárskjóla að ræða – skammt frá mannvirkinu í Gerðinu. Á því eru dyrnar manngengar og því að öllum líkindum upphaflega verið hlaðið með það fyrir augum að þar gætu menn hafst við. Áður en útveggurinn hrundi mátti sjá á honum gluggaop eða hugsanlegt eldstæði. Ekki er ólíklegt að þar hafi Krýsuvíkur-Gvendur dvalið þá stuttu tíð er hann hafðist við í Gjáarrétt.
Norðaustar eru Garðaflatir. Sagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.
Auk gamalla sagna um bústað og minjar á Garðaflötum er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá, auk Selgjár ásamt 10 öðrum bæjum á Nesinu. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”, sem fyrr er lýst. Svo virðist sem minjarnar á Garðavöllum hafi fallið í gleymskunnar dá – a.m.k. þar til fyrir nokkrum árum.
Í umsögnum um svæðið hefur gjarnan verið sagt að „engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur“. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi hafi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast.S

Búrfellsgígurinn

vonefndar Garðaflatir liggja við austurbrún Löngubrekka, norðvestan við Búrfell og Búrfellsháls. Hermt er að þar hafi Garðakirkja staðið fyrr á tímum. Í ritinu Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar (bls. 90) er vitnað til sagnaþátta Ólafs Þorvaldssonar, þar sem segi: „Þetta var á svonefndum Garðaflötum, sem liggja norðvestur frá Búrfelli. Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi, og tel ég líklegt, að umgetnar flatir hafi fengið nafn af jörðinni Görðum. Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum“. (Ólafur Þorvaldsson 1951:50-51). Kemur einnig fram í frásögn Ólafs, að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.
Undir norðaustanverðum brekkubrúnum Garðaflata má sjá tóftir, m.a. húss, gerðis og garðs. Enn ofar má sjá þar tóftir tveggja minni bygginga.

Búrfell

Búrfell – Kringlóttagjá framar.

Ofar í Búrfellsgjá, þar sem hún mjókkar og hækkar, heitir Hrafnagjá. Neðst í henni sunnanverðri eru tvö skjól; annars vegar fjárskjól og hins vegar skúti með tveimur inngöngum; til norðurs annars vegar og upp og til vesturs hins vegar.
Fjalla-Eyvindur er frægastur útilegumanna á Íslandi. Hann er í rauninni ágætt (vont) dæmi um það hvernig yfirvöld þess tíma gerðu fátækan mann, sem hafði alla burði til að geta bjargað sér með heiðvirðum hætti, að varanlegum sakamanni. Athafnir þess, sem var “grunur um þjónað”, varð til þess að Eyvindur Jónsson frá Hlíð í Hrunamannhreppi, elstur systkina (tvíburi) varð að dvelja á fjöllum í 40 ár til að viðhalda “frelsi” sínu. Sú reynsla gerði hann að þeim mikla “Þekkingarbrunni” öræfanna er vegna skammsýni nýttist aldrei öðrum eftirlifandi. Minnir málatilbúnaður yfirvaldins á 18. öld margt á það sem hefur verið að gerast hér á landi þremur öldum síðar.

Búrfellsgjá - hrauntröðin

Eyvindur fæddist árið 1713 eða ’14. Um aldamótin þau var Ísland ofurselt danskri einveldisstjórn og harðsvírðuðu verzlunarfyrirkomulagi. Aldrei hefur Ísland verið nær því að gefast upp við að halda lífi í þjóð sinni og aldrei hefur sorfið meir að norrænum kynstofni, utan þess er dó á Grænlandi á fimmtándu og sextándu öld. Síðasta hallærisárið af sjö í röð um aldamótin var árið 1701. Þá var fiskileysi um landi mest allt, að kalla mátti dauðan sjó. Um miðjan maí voru 50 menn fallnir úr hor í Þingeyjarsýslu einni og víða urðu menn fallnir úr hor af næringarskorti. Fólk við sjávarsíðuna lifði helzt á sölum og fjallagrösum. Um þetta leiti er talið að dáið hafi  milli níu og tíu þúsund manns hér á landi, en þeir, sem eftir lifðu voru margir hörmulega útleiknir og biðu þess aldrei bætur, sem lagt hafði verið á þá andlega og líkamlega. Í dag er þetta allflestum geymt og tröllum gefið.
Þá segir sagan að “maður að nafni Geirmundur Bjarnason frá Sviðholti á Álftanesi lá úti upp frá seljum Álftnesinga í þrjár vikur í júní 1704 og lifði eingöngu á súrum og grasi. Sama ár dó skáldið á Stapa á Snæfellsnesi. Guðmundur Bergþórsson hefur varla dáið af of miklum mat eins og nú er eitt algengasta dauðamein hér.” Enn má sjá ummerki eftir Geirmund í Búrfellsgjá – ef vel er að gáð.
Veggir Búrfellsgjár ofanverðrar eru fimm til tíu metra háir. Greinilega má sjá hvernig hraunið hefur runnið. Láréttir taumar á gjárveggjum vitna um það. Tvennt hefur gerst nær samtímis og mjög skyndilega. Annars vegar fann hraunið sér aðra útrás úr gígnum eða jafnvel að gosið hafi stöðvaðist algjörlega, hraunrennsli hætt. Hvert heldur sem gerðist þá tæmdist hins vegar hrauntröðin mjög hratt, veggirnir beggja vegna kólnuðu og varanleg tilvist þeirra var nokkurn vegin tryggð, þó svo að veggirnir kunni að hafa hrunið víða en sums staðar eru þeir ansi háir og myndarlegir.
Efst uppi við sjálfan gíginn eru stórkostlegar hraunmyndanir, hraunið er víða lagskipt, sjá má hvernig litlir hrauntaumar hafa lekið niður vegginn og oft má finna lítil op inn í veggina og þar inni eru fallegir litir. Gígurinn er afmarkaður og litskrúðugastur að norðvestanverðu. Þegar horft er frá gígbrúninni má m.a. líta augum Húsafellið og Bollana að handan í austri, Kringlóttugjá, Valahnúka og Helgafell í suðri, Smyrlabúð í vestri og Hjallana í norðri.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-http://www.ust.is/media/skyrslur2003/Burfell.pdf
-http://2www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/burfellshraun
-http://www.gardabaer.is/upload/files/Gardab_kortab_bak.pdf
-http://www.ornefni.is/
-Saga Fjalla-Eyvindar, Guðmundur Guðni Guðmundsson – 1970.
-Örmefni í landi Garðabæjar.
-Gísli Sigurðsson.

Búrfellsgjá

Búrfellsgjá.

Búrfellsgjá

Þegar gengið er að Búrfellsgjá frá sunnanverðri Vífilsstaðahlíð má lesa eftirfarandi texta á tveimur skilti, annars vegar skammt frá akveginum (bílastæðinu) og hins vegar skömmu áður en komið er að Vatnsgjá og Gjáarrétt.

Gjaarrett

Á hinu fyrrnefnda stendur: „Búfellsgjá er syðst í svonefndu Hjallamisgengi sem nær frá Vílfilsstaðahlíð að elliðavatni.  Austan gjárinnar eru Hjallarnir, fallegar og gróskulegar kjarrbrekkur með vöxtulegum birkihríslum og blómlegum undirgróðri. Skammt frá er Hjalladalur, en þar á flötunum er nú áningarstaður og tjaldstæði. Hálftíma gangur er um Búrfellsgjá að Búrfelli. Gjáin er ein sérstæðasta hrauntröð landsins. Búfell er eldstöð frá nútíma og þaðan rann 18 km2 hraun fyrir um 7200 árum. Gjárétt var hlaðin úr hraungrjóti árið 1839. Hún var fjallskilarétt til ársins 1920 en er nú á fornminjaskrá.“
Á skiltinu við Gjáarrétt og Vatnsgjá stendur: „Búrfellsgjá er 3.5 km hrauntröð sem liggur vestur úr VatnsgjaBúrfelli. Hrauntröðin er farvegur glóandi kvikunnar sem kom upp í gosinu og fyllti kvikan tröðina upp á barma. Í lok eldvirkninnar tæmdist hrauntröðin. Talið er að hraun þetta hafi runnið fyrir um 7000 árum.
Gjárrétt stendur á flötum hraunbotni Búrfellsgjár ekki langt frá misgengisbrúninni á mótum Selgjár og Búrfellsgjár. Réttin er hlaðin um 1840 úr hraungrýti úr nágrenninu. Innst í réttargerðinu er gjáarbarmurinn veggbrattur af náttúrunnar hendi og slútir fram yfir. Þar innundir berginu er hlaðið byrgi sem var notað sem fjárbyrgi og afdrep mann til gistingar.
Alldjúp gjá eða sprunga, Vatnsgjá er í botni Búrfellsgjár skammt norðan réttarinnar. Í gjánni eru um sex metrar niður að vatnsborði, vatnið er ferskt og endurnýjast sífellt. Vatnsgjá hefur verið forsenda fyrir selstöðu sem var á þessum slGjaarrett-2óðum.
Leitir til Gjáarréttar voru þrjár. Í Suðurleit var leitað suður fyrir Kleifarvatn og um fjalllendið þar umhverfis. Í miðleit var leitarsvæðið í Kristjánsdölum og í hlíðunum þar uppaf, í Grindarskörðum og þar sem land liggur til norðurs að Húsafelli. Norðurleit var frá Húsafelli norður um Tungur.“
Þá er getið um tilheyrendur einstakra dilka í réttinni, s.s. 1. Grindavík, 2. Vatnsleysuströnd, 3. Suður Hafnarfjörður, 4. Setberg, 5. Hraunabæir, 6. Garðahverfi, 7. Vestur-Hafnarfjörður, 8. Urriðakot og Hofsstaðir, 9. Vílfilsstaðir, 10. Ómerkingar, 11, Vatnsendi o.fl. bæir í Seltjarnarneshreppi, 12. Selvogur og 13. Almenningur.“
Ekki er getið um vestasta dilkinn og þann ógreinilegasta (hefur ekki verið endurhlaðinn) en hann hefur líklega verið safndilkur til undirbúnings áður en fjárhópar einstakra bæja voru reknir frá réttinni um þær þrjár rekstrargötur er enn sjást upp úr Gjánni, þ.e. til Vatnsenda (Elliðavatns), í Hafnarfjörð og Garðahrepp og loks til Selvogs og Grindavíkur.
Tækifærið var notað í blíðviðrinu til að skoða Gerðið skammt frá réttinni, hrauntröðina, Búrfellsgíginn og nærliggjandi hella og skjól.
Víða á vefsíðunni er fjallað um Búrfellsgjá og nágrenni. Hægt er að finna fróðleikinn með því að skrá nafnið/heiti inn í leitarstrenginn efst á síðunni.

Búrfellsgjá

Búrfellsgjá – skilti.

Búrfellsgjá

Gengið var um Búrfellsgjá, litið á Gjáarrétt og síðan gengið upp á Garðaflatir austan gjárinnar, norðan Búrfells.

Búrfellsrétt

Búrfellsrétt. Gerðið fjær.

Búrfell er eldstöð frá nútíma og þaðan hefur runnið mikið hraun sem þekur um 18 km2 lands. Búrfellsgjáin sjálf er mikil hrauntröð úr gígnum að vestanverðu, um 3,5 km löng. Hún er meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma.
Afurðir Búrfells, Búrfellshraun, tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Búrfell er hringlaga nálægt gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst Búrfellshraunið. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl.
Búrfellshraun er bæði innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli hleðsla í gerði Gjáarréttarer Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára.
Í hrauninu út með Vífilsstaðahlíð grynnkar hrauntröðin og hverfur. Sá endi Búrfellsgjár nefnist Selgjá. Hún er grynnri, en breiðari. Segir það nokkuð um hraunmagnið, sem um hana rann. Hæðarmismunurinn á gjánum stafar af misgenginu, sem fyrr er lýst. Á köflum eru gjárveggirnir hrauntraðarinnar í heild þverhníptir og mynda sums staðar grunna hellisskúta sem eru með snarhöllu þaki. Barmar, veggir og botn hrauntraðarinnar er allt úr Búrfellshrauni. Niðri í Búrfellsgjánni stendur fjárrétt sem nú er friðlýst. Í Selgjánni eru minjar 11 selja frá Görðum. Norðvestan endimörk hennar eru allnokkrir hellar, m.a. fallega hlaðin fjárskjól.
Búrfell og Búrfellsgjá eru með stórkostlegustu náttúruminjum höfuðborgarsvæðisins er gígurinn Búrfell og hrauntröð hans, farvegur hraunsins úr gígnum, Búrfellsgjá. Gjáin er mögnuð gönguleið um land sem vart á sér líka. Steindepillishjónin, sem áttu sér hreiður í gjánni, voru áreiðanlega sama sinni. Söngur þeirra gaf annan tón í annars magnaða fuglahljómhviðuna.
Gjárétt er ævagömul. Hún er hlaðin úr hraungrjóti og er mjög stílhrein. Hún var lögð af sem skilarétt Hafnarfjarðar, Garðahrepps og Bessastaðahrepps um 1920 og er nú friðlýst af þjóðminjaverði.
SteindepillSkammt vestan við réttina er sex metra djúp misgengissprunga sem nefnist Vatnsgjá, og niðri í henni er uppspretta. Vatn er eðlilega mjög torfundið á þessum slóðum, allt hripar það niður í hraunið og hverfur augum vegfarenda. Skýrist þar valið á réttarstæðinu og líklega hefur fé verið haldið þar um tíma áður fyrr, sbr. söguna af Krýsuvíkur-Gvendi.
Veggir Búrfellsgjár eru fimm til tíu metra háir og víða eru hellisskútar í þeim. Greinilega má sjá hvernig hraunið hefur runnið. Taumar gjárveggjanna vitna um það.
Mjög fróðlegt er að skoða gjánna þar sem hún er þrengst, nær því efst uppi við sjálfan gíginn. Þar eru stórkostlegar hraunmyndanir, hraunið er víða lagskipt, sjá má hvernig litlir hrauntaumar hafa lekið niður vegginn og oft má finna lítil op inn í veggina og þar inni eru fallegir litir.
Tóft við GarðaflatirGjáarétt er fjallskilarétt í vesturenda Búrfellsgjár og var lögrétt fram til 1920. Smalað var til hennar fram yfir 1940. Réttin er hlaðin úr hrauni og þrátt fyrir að hún hafi verið endurgerð bera veggirnir ummerki eftir afleiðingar jarðskálfta, sem jafnan eru tíðir á svæðinu, enda stendur réttin á þéttri hraunhellu. Gjáarétt er á fornminjaskrá. Skammt norðan réttarinnar er Vatnsgjá, sem fyrr er lýst. Var hún meginvatnsból réttarinnar og selja í grenndinni. Gjáin er alldjúp gjá eða sprunga í hraunbotni gjárinnar. Hún er þröng og um 5-6 m á dýpt. Löguð hafa verið steinþrep niður í hana þar sem vatnsbólið var.
Gjárétt (eða Gjáarétt) mun hafa verið fjallskilarétt (lögrétt) til 1920 en þá var hún flutt niður í Gráhelluhraun og nefndist Hraunrétt. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 kveður Árni Helgason gjárétt hafa verið hlaðna steinrétt er þjónaði sem fjallskilarétt Álftaneshrepps frá 1840.
Tóft við GarðaflatirÞað hefur verið sagt um Krýsuvíkur-Gvend að úr Krýsuvíkurhverfi hafi hann hafa farið inn í Garðahrepp, líklega að Setbergi, því öllum ber saman um það, að hann hafi haldist við í Gjáarrétt með fé sitt og sér enn merki þess. Einnig var hann um tíma með féð uppi í Bakhlíðum og sér þar votta fyrir byrgi sem við hann er kennt, Gvendarbyrgi. Og enn er þess að geta að Guðmundur var um stundarsakir í Straumsseli í Hraunum, þá líklega búlaus. Þaðan seldi hann sauði sína í Bessastaðaskóla. Guðmundur Bjarnason var talinn sérkennilegur í mörgu: einrænn og dulur í skapi, en kjarkmaður og einbeittur, skýr í hugsun og þrekmikill, og sumir töldu hann fjölkunnugan. Í norðaustanverðri Búrfellsgjá má sjá myndarlega fyrirhleðslu við aflangan skúta. Lítið er eftir af hleðslunni, enda hafa kvikmyndagerðarmenn og aðrir farið höndum um grjótið síðan mannsmynd var á fyrirhleðslunni. Syðst í henni má þó enn sjá hlaðinn innganginn.
Tóft við GarðaflatirSagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.
Auk gamalla sagna um bústað og minjar á Garðaflötum er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”. Svo virðist sem minjarnar á Garðavöllum hafi fallið í gleymskunnar dá – a.m.k. þar til fyrir nokkrum árum.
Í umsögnum um svæðið hefur gjarnan verið sagt að „engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi hafi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast.“
Lóuhreiðir við GarðaflatirSvonefndar Garðaflatir liggja við austurbrún Löngubrekka, norðvestan við Búrfell og Búrfellsháls. Hermt er að þar hafi Garðakirkja staðið fyrr á tímum. Í ritinu Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar (bls. 90) er vitnað til sagnaþátta Ólafs Þorvaldssonar, þar sem segi: „Þetta var á svonefndum Garðaflötum, sem liggja norðvestur frá Búrfelli. Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi, og tel ég líklegt, að umgetnar flatir hafi fengið nafn af jörðinni Görðum. Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum“. (Ólafur Þorvaldsson 1951:50-51). Kemur einnig fram í frásögn Ólafs, að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.
Undir norðaustanverðum brekkubrúnum Garðaflata má sjá tóftir, m.a. húss, gerðis og garðs. Enn ofar má sjá þar tóftir tveggja minni bygginga, líklega fornra topphlaðinna fjárborga. Lóuhreiður var utan í garðinum – með fjórum eggjum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.ust.is/media/skyrslur2003/Burfell.pdf
-http://2www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/burfellshraun
-http://www.gardabaer.is/upload/files/Gardab_kortab_bak.pdf

Burfell

Urriðakotsfárhellir

Gengið var eftir göngustíg í gegnum Búrfellshraun frá Maríuhellum að Selgjá.
Í leiðinni var m.a. komið Stekkjarréttvið í Þorsteinshelli (Saupahellinum syðri), fornu vel duldu fjárskjóli með miklum hleðslum í. Litið var á fornt fjárhús og gróna fjárborg, sem ekki er getið í örnefnalýsingum, nema ef vera skyldi Fjárhústóftin nyrðri. Í Selgjá höfðu 11 bæir frá Görðum selstöðu fyrrum. Gengið var um gjána og minjarnar skoðaðar. Þá var haldið í Búrfellsgjá (Réttargjá) þar sem Búrfellsréttin (Gjáarrétt) og Gerðið voru skoðuð. Rifjaður var upp aldur og tilurð umhverfisins áður en haldið var aftur að upphafsstað. Ætlunin var að skoða umhverfið út frá minjunum og örnefunum á leiðinni.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Urriðakot segir m.a. um göngusvæðið og nágrenni: „Héðan liggur svo landamerkjalínan í Máríuhella, en Urriðakotshellir heyrði til Urriðakoti. Síðan lá línan suður eftir hraunbrúninni og var þar ekki örnefni utan Sauðahellirinn nyrðri í brúninni móti Kolanefi. Þegar haldið var suður með hraunbrúninni var fyrst fyrir Dyngjuhóll eða Hraunhóll með Dyngjuhólsvörðum. Suðvestan undan hólnum var Dyngjuhólsflöt. Sunnan við tók við Bruninn.
SaudahusÞar út í var Smyrilsklettur og Grásteinn en framhjá honum lá Grásteinsstígur þvert yfir hraunið frá Hraunhorni sem var nokkru sunnar með hraunbrúninni, en sunnar við það var svo Hraunhornsflöt. Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið, hvammur í hrauninu. Þarna var líka Stekkatúnsrétt eða Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar. En Einbúinn var hraunhóll á hrauninu austur frá Stekknum. Hér framar er komið í Kúadali og liggur Kúadalastígur upp og út í hraunið. Vestur frá Kúadölum er Skotbyrgi gamalt. Þar vestar er hraunhóll mikill og við hann er Fjárhúsréttin nyrðri en austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem Sauðahús. Hér nokkru innar er í hrauninu svokallað Tjarnholtsgreni móts við Mið-Tjarnholt. 

Fjarhustoftin sydri

Spölkorn hér fyrir innan, eða sunnan, liggur Gjárréttarstígurinn upp á hraunið og skáhallt yfir það. Þar er komið að Sauðahellinum syðra. En Sauðahellisvarða er þar rétt hjá. Hér í norðvestur er mikil lægð í hraunið sem nefnist Flatahraun og nær norður á móts við Kolanef. Þar á hrauninu er stór hóll, nefnist Einstakihóll, og liggur Heiðmerkurvegurinn rétt hjá honum og suður eftir. Þegar komið er framhjá Sauðahellisvörðu hallar niður í Selgjána og nefnist þá stígurinn Selgjárstígur. Vestast í Selgjánni er Selgjárhellir. Fjarhustoftin nyrðriSelgjárbyrgin og Selgjárselin eru 33 að tölu í 11 sambyggingum því hér höfðu Álftnesingar í seli lengi eða allt fram á 18. öld.
Saudahellirinn sydriVið Selgjárbarminn nyrðri er svokallaður B-steinn, steinn með bókstafnum B. Á suðurhlið er svo Selgjárbarmurinn syðri. Við syðsta selið liggur stígurinn upp á barminn og er það Selgjárvarðan. Þegar kemur hér spölkorn suður er komið að úfnu hrauni fram undan Svarthömrum, nefnist Kargi. Selstæðið þarna var einnig nefnt Norðurhellar, Norðurhellnasel og barmarnir því kallaðir Norðurhellnaselsbarmur nyrðri og Norðurhellna[sels]barmur syðri. Frá Markavörðu á syðri barmi Norðurhellnagjár lá landamerkjalínan suðvestur í Markastein syðst á Tjarnholtinu syðsta og er þar hornmark. Héðan liggur svo línan frá Markasteinaþúfu um Þverhlíðarþúfu á Þverhlíð og um Flóðahjallatá, en þar var Flóðahjallatávarða, og síðan í Álftartanga sem áður er nefndur. Þrjú eru Tjarnholtin, syðsta er þegar nefnt. Þá er Mið-Tjarnholt og þá Nyrsta-Tjarnholt eða Litla-Tjarnholt. En milli Tjarnholta og Þverhlíðar er Dalurinn syðri eða eins og hann er stundum kallaður, Urriðakotsdalur syðri, og líka var hann nefndur Efri-Flatir. Hér um lá troðningur og niður um holtið nefndist Syðridalatroðningur, hann lá framhjá svonefndum Grjóthól um Grjóthólsflöt niður undan honum, en hér var kallað holtið Milli dala og þá lá troðningurinn niður á Neðri-Flatir, Dalinn neðra eða Dalinn og Urriðakotsdalinn neðri, en svæði þetta sem nú hefur verið lýst nefndist einu nafni Urriðakotsdalir og lá stígurinn hér um miðjan dal í Gjárréttarstíginn og síðan yfir á Hálsinn, Flóðahjallaháls eða Urriðakotsháls sem fyrr er talinn og síðan niður til bæjar. Urriðakot hefur verið í eyði nú um árabil. Þá var tekið upp á því að kalla jörðina Urriðavatn. Hraunið allt austan og ofan Urriðakotsholts nefndist Urriðakotshraun“.

Nordurhellrasel

Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir svæðið segir m.a.: „Hraunbreiðan milli Urriðakotsholts og Vífilsstaðahlíðar nefnist einu nafni Svínahraun, en nyrðri hluti hraunsins, sem er í Vífilsstaðalandi, er nefndur Vífilsstaðahraun, en syðri hlutinn, sem er í Urriðakotslandi er kallaður Urriðakotshraun. Vífilsstaðahlíð, sem er í Vífilsstaðalandi, mun áður hafa verið nefnd Svínahlíð. Í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar eru Maríuhellar. Þeir eru tveir og eru á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar. Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru oftast kallaðir Vífilsstaðahellar. Suður af hellunum rétt sunnan við Heiðmerkurveginn er stór hraunhóll sem áður var með einni vörðu, en nú með mörgum. Hann kallaði Urrið[a]kotsfólkið Dyngjuhól, en Vífilsstaðafólkið Hádegishól, og var hann eyktamark þaðan. Suðvestur af honum er lítil flöt við hraunjaðarinn, Dyngjuhólsflöt. Suðaustur af Dyngjuhól er hraunið mjög úfið og kallast Bruni.
GjaarrettStórum hluta Brunans hefur verið spillt með efnistöku. Í Brunanum skammt suðvestan við Heiðmerkurveginn er stór, stakur hóll, Einstakihóll.
Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smáhorn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. Sunnan við Hraunhornið var flöt, sem nefnd var Hraunhornsflöt. Henni var spillt með byggingaframkvæmdum á stríðsárunum. Norðaustur af Hraunhorni er hár klettur inni í hrauninu, Smyrilsklettur. Þar verpti smyrill. Nokkurn spöl suðaustur af Hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum, gráum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu. Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er gömul rétt, sem kölluð var Stekkjartúnsrétt, eða aðeins Stekkjartún.

Gerdid

Við hraunið nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus, sem byggð var í minni heimildarmanns. Norður af henni er áberandi hóll í hrauninu, sem heitir Einbúi. Suðaustur af einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns. Austur og suðaustur af beitarhúsrústunum er hraunið tiltölulega slétt og lægra en umhverfið og nefnist Flatahraun. Flatahraun nær norður á móts við Kolanef í Vífilsstaðahlíð. Í Flatahrauni hefur verið gróðursett töluvert [af] furu og greni. Í norðaustur frá rústum beitarhússins í norðausturbrún hraunsins gegnt Kolanefi í Vífilsstaðahlíð við Kolanefsflöt, sjá örnefnaskrá Vífilsstaða, er lítill hellir, sem nefnist Sauðahellir. Veit op hans að hlíðinni, og eru hlaðnir kampar báðum megin við innganginn. Við hann var sauðum frá Urriðakoti gefið á gadd (á jörðina) allt frá því, að heimildarmaður man fyrst eftir sér til 1933. Heyið var borið heiman frá Urriðakoti í poka á bakinu.
Gerdid-2Úfna hraunið á móts við Svarthamra í Vífilsstaðahlíð kallast Kargi. Suður af Karganum er mikil hrauntröð, Selgjá. Hún er framhald Búrfellsgjár, sem nær upp í Búrfell. Í Selgjá eru rústir af mörgum gömlum byrgjum, og eru sum þeirra í Urriðakotslandi, en flest í Garðakirkjulandi. Við norðausturbarm Selgjár, niðri í gjánni, er svokallaður B-steinn, en svo er nefnd hraunhella, sem rís þar upp á rönd líkt og legsteinn og bókstafurinn B hefur verið höggvinn í. Í neðri (norðvestur) enda Selgjár er Selgjárhellir. Í landamerkjabréfi er Selgjá nefnd Norðurhellagjá. Er það nafn þá dregið af Selgjárhelli og fleiri hellum í norðurenda hrauntraðarinnar, sem hafa þá heitið Norðurhellar. Heimildarmaður kannast ekki við þessi nöfn úr mæltu máli. Örskammt norðvestur af Selgjárhelli er Sauðahellir.
VifilsstadahlidSauðahellirinn er norðan við vörðu við Gjáarréttargötu, en Gjáarréttargatan er vörðuð í gegnum hraunið alla leið austur með Sneiðingum í Vífilsstaðalandi. Þessi hellir mun hafa verið notaður á svipaðan hátt og fyrr nefndur Sauðahellir, en fyrir minni heimildarmanns.
Suðsuðvestur af neðri enda Selgjár er holt vestan við Urriðakotshraun. Nefnist það Syðsta-Tjarnholt. Syðst á holtinu er stór klettur með grasþúfu uppi á. Hann nefnist Markasteinn og er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Urriðakot.
-Örnefnalýsing Svans Pálssonar fyrir Urriðakot.

Búrfellsgjá

Gjáarrétt og Gerðið í Búrfellsgjá.

Búrfell

Gengið var um hluta Búrfellshrauns með viðkomu í Maríuhellum (í Heiðmörk). Hraunið rann fyrir u.þ.b. 8000 árum síðan.

Árni Hjartarson

Árni Hjartarson.

Árni Hjartarson skrifaði grein um Búrfellshraun í Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2009. Greinin er ágætt yfirlit yfir efnið, en þó alls ekki tæmandi, enda hefur það kannski ekki verið markmiðið. Hér verður drepið niður í greinina á nokkrum stöðum þar sem m.a. er lýst stærð hraunsins, aldri, hrauntröðum og hraunhellum. Á köflum hafa misvísanir slæðst inn í umfjölluna, auk þess sem inn í hana vantar á köflum nánari lýsingar til uppfyllingar heildarmyndinni.
„Búrfell upp af Hafnarfirði er gígur af þeirri gerð sem kallast eldborg. Eldborgir einkennast af því að gos hefur orðið á stuttri sprungu eða pípulaga gosrás og myndar því stakan Búrfellaðalgíg og stundum smærri gíga þar hjá. Engir slíkur hliðargígar eru hjá Búrfelli. Hrauninu svipar til dyngjuhrauna. Hraunstraumurinn sem rann frá Búrfelli í sjó fram á nokkrum stöðum nefnist einu nafni Búrfellshraun en hefur fjölmörg sérnöfn eftir einstökum hlutum hraunsins, s.s. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. [Hér má bæta við nöfnum s.s. Stekkjarhraun, Balahraun, Svínahraun, Flatahraun og Klettahraun.]
Mikil msigengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu frá norðaustri til suðvesturs og teygir sig raunar allar götur frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell. Búrfell hlóðst upp í gosi við austurbrún sigdalsins.“

Búrfellshraun

Á meðfylgjandi korti af útbreiðslu hraunsins má sjá að nútímahraun, s.s. Bruninn (Nýjahraun/-Kapelluhraun) hafa runnið yfir það að hluta að vestanverðu, þ.e. í átt að Straumsvík. Þar má þó enn sjá Selhraunin vestan hans sem leifar Búrfellshraunsins. Í Búrfellsgosinu rann elsta hrauntungan til Straumsvíkur (nú að mestu hulin nútímahraunum). Næstelst er hrauntunga sem rann að Kaldá og síðan niður með Ásfjalli til Hafnarfjarðar. Þriðja hrauntungan rann niður með Vífilsstaðahlið og til sjávar í Hafnarfirði og Arnarnesvogi. Hraun frá lokahrinu gossins er síðan sunnan við Búrfellsgíg. Gígurinn er sýndur í rauðum lit. .
„Gígurinn og misgengin tilheyra eldstöðvakerfi Trölladyngju. Gossögunni má skipta í fjóra þætti eða lotur og í hverri hrinu runnu ólíkar hrauntungur frá gígnum.

I. Straumsvíkurlota.
MaríuhellarSelhraun[in] er áþreifanlegur hluti þessa. [Selhraunin eru þrjú á þessu svæði og eru þau sennilega öll hluti Búrfellshraunsins (jarðfræðikort ÍSOR).] Sjá meira um Selhraunin ofan Straumsvíkur (sjá HÉR).

II. Lambagjárlota.
Fyrsti hraunstraumurinn hafði hlaðið undir sig og komst yfir misgengisþröskuld við Kaldá. Þá gat það farið að renna niður með Ásfjalli og hefur hugsanlega náð til sjávar utan við Hamarinn í Hafnarfirði. Ystu tungur hraunsins þar eru nú huldar yngri hrauntungum sem runnu í þriðja kafla gossins. Á þessum tíma myndaðist Lambagjá. (Sjá meira um Lambagjá HÉR.)

III. Urriðavatnslota. Gosið fyllti sigdalinn neðan við Búrfell og komst yfir misgengisstalla við Smyrlabúð. Þá rann hraunið niður með Vífilsstaðahlíð og náði til sjávar bæði við Hafnarfjörð og í Arnarnesvogi. Þess laieð hefur hraunið runnið alllengi og þá hefur Búrfellsgjáin og hellarnir í tengslum við hana myndast og verið meginfarvegur hraunstraumsins frá gígnum.

IV. Goslok.
HraunstraumurVið goslok virðist hraunið hafa hætt að flæða um Búrfellsgjána og tekið að streyma um undirgöng til suðurs frá gígnum. Þar urðu til sérkennilegar hrauntjarnir sem tæmdust í goslok og mynduðu Kringlóttugjá. Líklegt er að gosið hafi staðið alllengi, jafnvel í eitt til tvö ár.
Land hefur sigið nokkuð á höfuðborgarsvæðinu síðan þett var og að auki stóð sjór nokkrum metrum lægra í heimshöfunum þá en hann gerir nú, svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina. Líklega hefur sjávarstaðan verið um 8-10 metrum lægri er hraunið rann.
Búrfellshraun er miðlungshraun að stæð á íslenskan mælikvarða. Flatarmál þess á yfirborði er rúmlega 16 km2.
Búrfellshraun er með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkusvæðinu. Skv. aldursgreiningu á fjörumó undir hrauninu er hann um 8100 ára. Hraunið sjálft er lítið eitt yngra, eða að líkindum rétt um 8000 ára og hefur runnið um 6000 f. Kr. Á þessum tíma er talið að hið almenna yfirborð heimshafanna hafi staðið um 10 m lægra en nú.
Miklar hrauntraðir mynduðust í Búrfellshrauni meðan á gosinu stóð. Elsta tröðin sem enn sést liggur niður hjá Kaldárseli og hefur myndast meðan aðalhraunið rann niður hjá Ásfjalli til Hafnarfjarðar. Hún nefnist Lambagjá. Búrfellsgjá og Selgjá eru yngri hrauntraðir, en þær eru í hraunstraumi sem rann niður með Vífilsstaðahlíð. Yngst er svonefnt Kringlóttagjá.
Búrfellsgjá á fáa sína líka á landinu. Næst gígnum, þar sem halli er mikill, er hún þröng Draugahellir(20-30 m) og með bröttum veggjum (hin eiginlega Búrfellsgjá) en er niðurá jafnsléttu kemur verður hrauntröðin lægri og víðari. Þar sem Hjallamisgengið liggur yfir hraunið eru gapandi sprungur og stallar. Þar er Hrafnagjá, en við hana skiptir hrauntröðin um nafn og heitir Selgjá þar utan við. Búrfellsgjá og Selgjá eru yfir 200 m breiðar þar sem þær eru breiðastar. Vegna síðari tíma höggunar og landsigs í grennd við Búrfell liggur Selgjá nú ofar í landi en Búrfellsgjá. Veggir traðanna eru oft 5-10 m háir og sum staðar þverhníptir og sítandi þannig að víða eru skjól og skútar sem þóttu fyrrum ágætt afdrep fyrir sauðfé í vondum veðrum. Við utanverða Selgjá eru veggirnir þó lægri, Undir þeim eru einnig fjöldi gamalla seljarústa og minja um forna búskaparhætti.
JónshellarNeðan við Selgjá hefur hrauná runnið áfram á yfirborði, en einnig í rásum undir storknuðu yfirborði hraunsins. Þar eru fjölmargir skútar og hraunhellar.“
Margir hraunhellar eru þekktir í Búrfellshrauni, s.s. Hundraðmetrahellir (Fosshellir)  (102 m), Níutíumetrahellir (93 m), Rauðshellir (65 m), Ketshellir (22 m), Kershellir (34 m), Hvatshellir (50 m), Sauðahellir syðri (Þorsteinshellir) (43 m), Sauðhellir nyrðri (32 m), Skátahellir syðri (237 m), Skátahellir nyrðri (127 m), Vífilsstaðahellir (19 m), Urriðakotshellir (24 m ), Draugahellir (78 m), Jónshellar (68 m), Hraunholtshellir (23 m), Vatnshellir (23 m), Sauðaskjólið (12 m), Selgjárhellir syðri (8 m), Selgjáhellir eystri (11 m) og fleiri mætti nefna.
Maríuhellar er samheiti á hellum í hrauninu á landamerkjum Urriðavatns og Vífilsstaða. Björn UrriðakotshelliHróarsson lýsir þessum hellum; Vífilsstaðahelli, Urriðakotshelli og Draugahelli; auk þess minnist hann á fjórða hellinn, Jósepshelli. Samheitin Vífilsstaðahellar, Fjárhellrar, Vífilsstaðafjárhellrar og Urriðakotsfjárhellrar hafa einnig sést á prenti um þessa hella.
Nafnið Maríuhellar virðist gamalt eins og fram kemur í landamerkjalýsingu Urriðakots sem dagsett er 20. sept. 1834 [1890?]. Þar kemur fram að ósamkomulag hafi ríkt um eignarhald á hellunum.
Maríuhellarnir þrír eru rétt við bílveginn og í sömu hraunrás, alls um 150-160 m langri. Meginniðurfallið virðist vera gamall viðmiðunarpunktur á landamerkjum Urriðakots og Vífilsstaða [landamerkjahóllinn er þar beint sunnan við].“
Þegar hér er komið í greininni verður veruleg misvísun m.t.t. örnefna. Þannig er Vífilsstaðahellir tilgreindur sem Urriðakotshellir Maríuhellarog Jósepshellir sagður stakur þar sem fyrir var Vífilsstaðahellir. Ekki verða eltar ólar við þá umfjöllun hér.
„Draugahellir er vestastur Maríuhella, 18 m norðvestur af munna Vífilsstaðahellir [Urriðakotshellis]. Inngangurinn í hann er um þrönga gjótu sem liggur niður með vegg hraunrásarinnar og stórgrýtis úr fönnu þakinu. Fyrst er farið 3.f m niður en síðan má smeygja sérmilli stórgrýtis og veggjar eftir hallandi göngum uns komið er í víðara rými innan við hraunið. Þar verður fyrir gild hraunsúla á vinstri hönd, 20 m að ummáli. Hellirinn er í heild 65-70 m langur inn í botn en mjög lágur innst.
Í hellabókinni nefnir Björn Jósepshellinn Vífilsstaðahelli [og er það rétt til getið].“
Í lokin fjallar höfundur um „örnefnaflækju“ tengja Maríuhellum, sem reyndar er óþarfi ef grannt er skoðað. „Flækjan“ virðist fyrst og fremst vera af eðlilegum misvísunum og því eru ekki eltar ólar við hana hér.
HraunmyndanirEftir stutta göngu var komið að Jónshellum. Þeir eru undir klettavegg er snýr að Vífilsstöðum. Mikið kjarr og hár trjágróður er allt um kring. Jónshellar eru þrír skútar. Einn er sýnum stærstur og einn hefur greinilega verið notaður sem fjárskjól. Hleðsla er fremst í þeim skútanum, en fyrir innan er slétt moldargólf. Spýtnabrak er í gólfi. Þessi skúti gæti auðveldlega hýst 40-50 rollur. Í kverkinni þar sem hellarnir eru, er gamall timburpallur. Sennilega hefur fólk af Vífilstaðahælinu gengið þangað á góðum dögum til að njóta veðurblíðunnar á þessum fallega stað. Örnefnið Jónsflöt eða Jónshellraflöt er þarna skammt norðvestar.
Nyrsti hellirinn er stærstur, um 50 m langur. Þegar komið er inn fyrir opið liggur leiðin spölkorn niður á við til norðvesturs. Þá hækkar til lofts og sjá má grjóthrauka á tveimur stöðum. Svo virðist sem tekið hafi verið til á gólfinu og grjótið sett á tvo staði. Innar er rúmgott, en óraskað. Hér, líkt og í örðum hraunhellum, er rakakennt í bleytutíð. Þessi hluti Jónshella svipar mjög til Hraunsholtshellis (Arnesarhellir) í vesturjaðri Flatahrauns.
Gengið var eftir Jónshellustíg austur yfir hraunið. Á köflum hefur stígurinn verið lagaður til og hlaðið í lægðir. (Sjá meira
HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Árni Hjartarson, Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 77 (-34), bls. 93-100, 2009.

Maríhellar

Í Maríuhellum.

Búrfellsgjá

Fjalla-Eyvindur er frægastur útilegumanna á Íslandi.

Hellir í Búrfellsgjá

Hellir í Búrfellsgjá.

Eyvindur er í rauninni ágætt (vont) dæmi um það hvernig yfirvöld þess tíma gerðu fátækan mann, sem hafði alla burði til að geta bjargað sér með heiðvirðum hætti, að varanlegum sakamanni. Athafnir þess, sem var “grunur um þjónað”, varð til þess að Eyvindur Jónsson frá Hlíð í Hrunamannhreppi, elstur systkina (tvíburi) varð að dvelja á fjöllum í 40 ár til að viðhalda “frelsi” sínu. Sú reynsla gerði hann að þeim mikla “Þekkingarbrunni” öræfanna er vegna skammsýni nýttist aldrei öðrum eftirlifandi.  Minnir málatilbúnaður yfirvaldins á 18. öld margt á það sem hefur verið að gerast hér á landi þremur öldum síðar.
Eyvindur fæddist árið 1713 eða ´14. Um aldamótin þau var Ísland ofurselt danskri einveldisstjórn og harðsvírðuðu verzlunarfyrirkomulagi. Aldrei hefur Ísland verið nær því að gefast upp við að halda lífi í þjóð sinni og aldrei hefur sorfið meir að norrænum kynstofni, utan þess er dó á Grænlandi á fimmtándu og sextándu öld. Síðasta hallærisárið af sjö í röð um aldamótin var árið 1701. Þá var fiskileysi um landi mest allt, að kalla mátti dauðan sjó. Um miðjan maí voru 50 menn fallnir úr hor í Þingeyjarsýslu einni og víða urðu menn fallnir úr hor af næringarskorti. Fólk við sjávarsíðuna lifði helzt á sölum og fjallagrösum. Um þetta leiti er talið að dáið hafi  milli níu og tíu þúsund manns hér á landi, en þeir, sem eftir lifðu voru margir hörmulega útleiknir og biðu þess aldrei bætur, sem lagt hafði verið á þá andlega og líkamlega.
“Maður að nafni Geirmundur Bjarnason frá Sviðholti á Álftanesi lá úti upp frá seljum Álftnesinga í þrjár vikur í júní 1704 og lifði eingöngu á súrum og grasi. Sama ár dó skáldið á Stapa á Snæfellsnesi, Guðmundur Bergþórsson, varla hefur hann dáið af of miklum mat eins og nú er eitt algengasta dauðamein hér.”
Enn má sjá ummerki eftir Geirmund í Búrfellsgjá – ef vel er að gáð.
Sjá meira um
Búrfellsgjá.

Heimild m.a.:
– Saga Fjalla-Eyvindar, Guðmundur Guðni Guðmundsson – 1970.

Búrfell

Búrfell.

Tag Archive for: Búrfellsgjá