Tag Archive for: Elliðaárdalur

Elliðaárdalur
Dalurinn, eða öllu heldur dalirnir, frá Kópavoginum og upp að Elliðavatni er hið ákjósan-legasta göngusvæði.
Bæði er hægt að halda sig á sléttum göngustígum og ekki síður víkja af þeim og skoða það sem svæðið hefur upp á bjóða, hvort sem um er að ræða minjar, gróður eða dýralíf.

Letursteinn

Letursteinn í Elliðaárdal.

Um er að ræða 5-6 km langa göngu við bestu aðstæður. Þótt svæðið sé í miðri byggð ríkir þar ró að jafnaði og hin mikla skógrækt eykur á litbrigði og umbreytingar ástíðanna, vor, sumar, haust og vetur.
Hópur silfurtoppa er nú orðinn fastagestur í trjám dalanna, skógarfuglarnir sækja í gjafir íbúanna á vetrum og andartegundir eru óvíða fleiri á höfuðborgarsvæðinu.

Kópavogsdalur

Kópavogur

Kópavogsdalur.

Útivistarsvæðið í Kópavogsdal nær frá Kópavogsleiru við Hafnarfjarðarveg, upp með Kópavogslæk að bæjarmörkum í suður-Mjódd og er um 2 km að lengd og um 60 ha að flatarmáli.
Á nokkrum stöðum teygir svæðið sig upp í Digraneshálsinn. Nokkrir gamlir trjáreitir frá tímum sumarbústaðanna eru í Kópavogsdal og er reiturinn við Dvöl og nágrenni þeirra merkastur. Þar eru ein elstu merki trjáræktar í Kópavogi og við Barmahlíð eru merkilegar hleðslur frá 4. áratugnum, þær einu sem eftir eru í bænum sinnar tegundar.
Miklar framkvæmdir hafa verið í Kópavogsdal undanfarinn áratug, en tekist hefur að halda allstórum hlutum dalsins lítt röskuðum. Þar er fjöldi villtra plantna sem ásamt trjálundunum laðar að sér fjölbreytt fuglalíf.

Kópavogslækur
er enn að mestu í upprunalegum farvegi sínum en er nú mun vatnsminni en áður fyrr. Í miklum rigningum geta þó komið í hann flóð, þar sem regnvatni er veitt í lækinn. Enn kemur það öðru hverju fyrir að skólp berist í Kópavogslæk vegna rangtenginga frárennslislagna. Heilbrigðiseftirlitið hefur í hyggju að vakta lækinn með þeim hætti að taka þar reglulega gerlasýni.

Kópavogur

Kópavogslækur.

Vestast í dalnum hefur verið gerð tjörn í Kópavogslæk sem er vinsæl meðal fólks og fugla. Stöku silungur slæðist inn í tjörnina en í læknum eru bæði álar og hornsíli. Í deiliskipulagi fyrir dalinn er gert ráð fyrir að fleiri tjarnir komi í Kópavogslæk.
Í Kópavogslæk, sunnan Fífuhvamms, er móbergsklöpp sem er hluti af elsta móbergi á höfuðborgarsvæðinu 4-500.000 ára, mun eldra en s.k. Reykjavíkurgrágrýti.
Mikið hefur verið gróðursett í Kópavogsdal undanfarin ár og nú er nær fulllokið við að koma upp góðu stígakerfi um dalinn þveran og endilangann. Vestast í Kópavogsdal er félagssvæði Breiðabliks og Tennishöll og skammt þar frá er aðsetur Vinnuskólans og garðyrkjudeildar bæjarins. Austar eru fjöldi leiksvæða og áningastaða ásamt skólagörðum.

Fossvogsdalur

Dalurinn er um 2,5 km langur og nær frá Fossvogsleiru í vestri að Blesugróf í austri.
Útivistarsvæðið í Fossvogsdal er að hluta til í lögsögu Reykjavíkur (um 25%), en um 60 ha eru Kópavogsmegin.

Fossvogsdalur

Fossvogsdalur.

Dalurinn var áður að mestu landbúnaðarsvæði og flatlend tún og framræsluskurðir settu svip sinn á hann. Fossvogslækur rennur í framræsluskurði að mestu leyti nema vestast, en þar er lækurinn og umhverfi hans undir bæjarvernd. Á þeim slóðum er “skógræktin”, fyrrum aðsetur Skógræktarfélags Reykjavíkur, og laðar skógurinn að sér mikinn fjölda fugla af ýmsum tegundum.
Um miðbik dalsins er HK með félagssvæði sitt og þar er einnig lóð Snælandsskóla gæsluvöllur og skólagarðar. Í austurhlutanum er sleðabrekka og stígarnir eru mikið notaðir til skokks og skíðagöngu. Austast í dalnum er einnig mikill trjágróður og þar er kominn vísir að trjá- og runnasafni (arboretum). Þar eru einnig garðlönd sem leigð eru bæjarbúum. Á svæðinu austan
Kjarrhólma eru söguminjar um grjóthögg, líkt og við Einbúa.
Lundur – Birkihlíðarreitur (nýbýli og merkilegir trjáreitir).
Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við Fossvogslæk um miðbik dalsins þar sem lækurinn verður færður úr framræsluskurði og myndaðar tjarnir. Samhliða því er fyrirhugað að loka hluta framræsluskurða með gerð grjótræsa. Einnig verður aukin trjárækt í dalnum.
Aðgengi að Fossvogsdal er gott sem og tengingar yfir dalinn, enda eru göngustígarnir vel nýttir.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Daglega njóta hundruð Reykvíkinga útivistar í dalnum og ekki þarf lengi að fara þar um til þess að sjá fólk á ferli um dalinn þveran og endilangan enda er vel búið að útivistarfólki, stígar og brautir fyrir gangandi og hjólandi umferð.
Elliðaárnar hafa oft verið nefndar perla Reykjavíkur, enda einstakt að laxveiðiá renni í gegnum höfuðborg. Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906, ekki til laxveiða heldur beislunar vatnsafls og rafstöðin var reist um 1920. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum en árið 1951 hóf Rafmagnsveita Reykjavíkur skógræktar- og uppgræðslustarf í árhólmanum, sem er eitt mesta aðdráttarafl dalsins.
Fuglalíf er fjölskrúðugt í Elliðaárdal og þar hafa einnig fundist fornminjar, m.a. frá tíð Innréttinganna.

Heimild m.a.:
-Kópavogur – stöðumat 2000.

Eliðaárdalur

Elliðaárdalur.

Elliðaárdalur

Í skýrslu um „Sjálfbæran Elliðaárdal – stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016„, er m.a. fjallað um sögu og minjar í dalnum.

Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar 26. mars 2015 var skipaður starfshópur um sjálfbæran Elliðaárdal. Starfshópurinn fékk það hlutverk að gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi og fjármögnun á umhirðu og rekstri dalsins. Við gerð skýrslunnar var rætt við fulltrúa hagsmunaaðila, hverfisráð og hollvinasamtök sem einnig skiluðu athugasemdum við skýrsluna.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Helstu niðurstöður starfshópsins eru að dalurinn verði áfram eitt af aðalútivistarsvæðum borgarinnar, að fjölbreytilegt lífríki dalsins njóti verndar og að þess verði gætt að Elliðaárnar verði áfram frjósöm laxveiðiá.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – Kermóafoss.

Starfshópurinn telur að jafnvægi þurfi að ríkja á milli útivistarsvæða í dalnum og íbúabyggðar. Þá séu tækifæri til að styrkja vistvænar samgöngur í dalnum.
Starfshópurinn telur að kanna þurfi  vægi og fjölda vegfarenda um svæðið til að sjá hvar áherslum þurfi að breyta eða hvar bæta þurfi aðstöðu fyrir hjólreiðamenn, gangandi vegfarendur eða hestamenn.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

Elliðaárdalurinn gegnir veigamiklu hlutverki í markmiðum borgarinnar í loftslagsmálum því dalurinn er með stærri grænum svæðum í borginni. Hlúa þarf að því lífríki sem er finna í dalnum og vakta það.  Fylgjast þarf með fjölda minka og kanína og viðhalda fjölbreyttu fuglalífi.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Fjöldi tækifæra eru í Elliðaárdalurinn fyrir umhverfismennt, rannsóknir á vistkerfinu og fræðslu og skoða þarf ólíkar leiðir til þess en staðsetning dalsins í miðri borg eykur notkunarmöguleika hans til muna.
Starfshópurinn telur að vernda þurfi mannvirki sem tengjast raforkuframleiðslu og sögu hennar í dalnum en henni hefur verið hætt. Stærsta mannvirkið sem tengist raforkuframleiðslunni er Toppstöðin og leggur starfshópurinn til að annars vegar verði framkvæmd húsakönnun á byggingunni og hins vegar að unnin verði drög að fyrirkomulagi hugmyndasamkeppni um mögulega starfsemi í húsinu. Undanfarin ár hefur verið frumkvöðlasetur í húsinu en ljóst er að ráðast þarf í umfangsmiklar endurbætur á húsinu.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Það er niðurstaða hópsins að ekki sé þörf á aukinni skógrækt í dalnum og grisjunarþörf sé umtalsverð til að bæta útivistarsvæðið.
Þegar starfshópurinn horfir á aukningu meðal ferðamanna er það mat hans að þó að margir þeirra leggi ferð sína í dalinn sé hlutverk hans fyrst og fremst að vera athvarf og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Aðgerðir sem farið verður í til að bæta innviði dalsins miði að þörfum allra sem dalinn sækja heim.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Borgarbúum er flestum annt um Elliðaárdalinn og því telur starfshópurinn þörf fyrir  lifandi vettvang fyrir samræður og samstarf. Hópurinn leggur því til að borgin haldi utan um reglulega/árlega samráðsfundi um dalinn þar sem allir sem áhuga hafa geta hist og rætt brýn mál.
Elliðaárdalurinn er ein af útivistarperlum Reykjavíkur. Hann nýtur borgarverndar vegna sérstaks náttúrufars og möguleika til útivistar. Þar eru merkilegir sögustaðir og friðlýstar minjar. Lengd hans á milli Elliðavatns og ósa Elliðaánna er u.þ.b. 6 km og breiddin milli hálfur til einn kílómetri.
ElliðaárdalurReykvíkingar fóru gjarnan í lautarferðir þangað á 19. öld, en eftir að bílar komu til sögunnar fór fólk að sækja lengra. Nú er fólk farið að gefa dalnum gaum á ný og nýtur umhverfisins þar sem aldrei fyrr. Jarðfræði dalsins er hægt að lesa í Háubökkum við Elliðavog, þar sem er að finna skýringar á skilti. Meðalrennsli Elliðaánna er 5,5 m³/sek. Áætlað er, að flóðið mikla árið 1968 hafi náð 220 m³/sek. Orkuveita Reykjavíkir (Vatnsveita) sækir vatn sitt að mestu leyti af vatnasviði Elliðaánna, u.þ.b. 0,6 m³/sek. og verður því vatnsmagn Elliðaánna að sama skapi minna.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Gróður í dalnum er víða mikill, bæði náttúrulegur og ræktaður, a.m.k. 160 tegundir blómplantna. Skógrækt hófst líklega í dalnum upp úr 1920 með gróðursetningu reynitrjáa. Þegar hús og sumarbústaðir fóru að rísa í dalnum, kom til garðrækt. Orkuveita Reykjavíkur (Rafmagnsveita) hóf skógrækt í Árhólmanum upp úr 1950. Helztu varpfuglar í dalnum eru álftir, grágæsir, stokkendur, rauðhöfðaendur, urtendur, straumendur, duggendur, æðarfugl, toppönd, grafönd, hrossagaukar, skógarþrestir, starrar, auðnutittlingar, þúfutittlingar, steindeplar, maríuerlur, hrafnar, himbrimar, o.fl. Alls má telja 59 fuglategundir, en 31 þeirra eru fastir varpfuglar og 18 tegundir eru árvissir gestir.
ElliðaárstöðinElliðaárnar hafa löngum verið meðal beztu laxveiðiáa landsins en þar eru einnig urriði, bleikja, hornsíli og áll. Rústir þófaramyllu og litunarhúsi Innréttinganna má finna á takmörkuðu svæði í Árhólmanum undan bæjarhólnum að Ártúni. Elliðaárvirkjun var tekin í notkun árið 1921.
Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf söfnun muna, sem tengjast sögu hennar, árið 1971. Skráning munanna hófst 1988 og þar með skipuleg söfnun.
Rafveitusafnið var formlega stofnað árið 1990 og það er skemmtilegt að heimsækja það í dalnum. Orkuveita Reykjavíkur (Hitaveita) á átta borholur í dalnum.
Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar voru fjórir kampar í landi Ártúns, Camp Alabaster (Camp Pershing), Camp Battle, Camp Hickham, Camp Fenton Street og Camp Ártún á Ártúnshöfða. Víðivellir, athafnasvæði hestamanna, er aðallega á tveimur aðskildum svæðum ofarlega í dalnum og þriðja og elzta svæðið er við enda Bústaðavegar. Árbæjarsafnið, sem var opnað árið 1957, er hluti af Elliðaárdalnum.

Búskapur og landbúnaður

Árbær

Árbær.

Elliðaárdalur hefur verið landbúnaðarsvæði um langt skeið en getið er búskapar á bænum Ártúni á 14. öld og Árbæ á 15. öld. Á Árbæ var búskapur í minnst 500 ár. Ummerki um þennan landbúnað eru mjög áberandi enn í dag því tún eru kringum bæjarstæðin sem reyndar gáfu ekki mikið af sér og þótti harðbýlt á báðum bæjum.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur 1880 – Ben. Gröndal.

Dalurinn var lengi vel notaður sem úthagi þar til hann var friðaður fyrir sauðfjár- og hrossabeit á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Í Ártúni var gisti- og veitingaþjónusta fyrir ferðafólk um langt skeið, allt fram á 19. öld. Áður en byggðin reis í Árbæjar- og Breiðholtshverfum var mikið um að leigð væru erfðafestulönd í dalnum, einkum norðan Elliðaáa undir Ártúnsholti austur að Selás. Þar reisti fólk sér sumarbústaði og önnur smáhús og eigendur stunduðu garð- og trjáyrkju.
Sumarbústaðabyggðin lagðist niður að mestu á tímabilinu frá 1960-1990 en enn standa nokkur stærri hús sem eru heilsárshús, flest á Ártúnsblettum við Rafstöðvarveg en einnig nokkur í Árbæjar- og Seláshverfum. Eru það elstu húsin á þessum slóðum. Smáhýsi eru einnig í Löngugróf sunnan Árbæjarstíflu nálægt Stekkjarbakka (Árni Hjartarson o.fl., 1998).

Aðrar söguminjar

Elliðaárbrú

Elliðaárbrú 1927.

Elliðaárdalur var í lykilhlutverki í ullarvefnaðariðnaði í Reykjavík 18. öld sem var hluti af starfsemi Innréttinga Skúla Magnússonar landfógeta. Í árhólmanum má sjá ummerki um mannvirkin er þessu tengdust en þar stóðu þófaramylla, litunarhús og sútunarverkstæði. Var vatnskraftur Elliðaánna nýttur við að þæfa og lita ullina.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur 1946.

Þjóðleiðin frá Reykjavík lá einnig yfir Elliðaárnar neðarlega í dalnum og má finna ummerki um gömul vegstæði og vöð og var Ártúnsvað fjölfarnasta vaðið (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Fyrstu brýr yfir Elliðaárnar voru byggðar 1883 en hafa þær verið endurnýjaðar alloft síðan þá, stækkaðar og styrktar. Í dag eru tvær brýr fyrir bílaumferð, Höfðabakkabrú frá 1981 og Breiðholtsbrautarbrú frá 1993 auk brúar fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi til móts við Árbæjarlaug.
Stríðsminjar finnast einnig í dalnum en fimm herkampar voru á túni Ártúns á heimsstyrjaldarárunum síðari og má sjá ummerki um þá í túninu við bæinn. Einn stór kampur, Camp Baldurshagi, var á Víðidalssvæðinu en lítil ummerki eru þar eftir í dag.
Ekkert er minnst á veru Arnesar útilegumanns, veru hans í dalnum og fylgsni hans í Árhólmum.

Raforkuframleiðsla

Elliðaárdalur

Elliðaárrafstöðin.

Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun sumarið 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti. Var raforkan fyrst og fremst notuð fyrir lýsingu í Reykjavík.

Elliðaárdalur

Árbæjarstífla.

Helstu mannvirki er tengjast raforkuframleiðslunni eru stíflurnar tvær, Árbæjarstífla sem var fullgerð árið 1929 og Elliðavatnsstífla sem var reist á árunum 1924-8 og endurgerð 1978, rafstöðvarhúsið sjálft ásamt fallstokknum sem liggur frá Árbæjarstíflu niður í rafstöðina auk nálægra húsa er tengjast starfseminni. Stærsta byggingin er þó Toppstöðin sem var
vara- og álagsstöð fyrir meginrafstöðina og tók til starfa 1948. Hlutverki hennar lauk á áttunda áratugnum og hýsir húsið nú frumkvöðlasetur. Eftir að pípan í fallstokknum rofnaði árið 2013 hefur
ekki verið virk raforkuframleiðsla í Elliðaárvirkjun (www.or.is)

Skógrækt

Elliðaárdalur

Í Elliðaárdal.

Skógrækt hefur sett mikinn svip á Elliðaárdalssvæðið. Á 30 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 var hafin skógrækt í Elliðaárhólma og var gróðursett þar árlega til um 1970. Í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsholti eru enn eldri grenitré eða frá 1937 sem í dag eru talin hæstu grenitré á Íslandi eða um 20 metra há. Skógræktarfélag Reykjavíkur stundaði einnig skógrækt í Elliðaárdalnum um alllangt skeið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur, t.d. í Breiðholtshvarfi (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Mikill vöxtur hefur verið á plöntuðum trjágróðri þar síðustu misseri og víða finnst þéttur skógur og há tré.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar sinna nú grisjun í skóginum.

Ísaldaminjar

Elliðaárdalur

Blesaþúfa framundan. Meðfylgjandi texti á á skiltinu vinstra megin á myndinni.

Í Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilssvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín.

Elliðaárdalur

Elliðaá og Blesaþúfa framundan.

Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökullinn hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, mynduðust malarhjallar og setfyllur.

Í Elliðaárdal má finna minjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum, sem myndanir tengdar henni og frárennsli bránandi jökuls. Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og sandeyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi.
Þessar myndanir sem nefndar eru strandhjallar og óseyrar, benda til að sjávarmál hafi verið um 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót, en ekki kyrrlátar kindár eins og nú er.
Blesaþúfa er dæmigerðar leifar af fornri óseyri.

Heimildir:
-https://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_ellidaardalur.htm
-Sjálfbær Elliðaárdalur – stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016.

Elliðaárdalur

Skötutjörn.

Breiðholtshvarf

Í bókinni „Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur“ er m.a. fjallað um stríðsminjar í Elliðaárdal:

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – loftmynd.

„Elliðaárdalur er stærsta græna svæðið innan Reykjavíkur, hluti af umhverfi og menningarsögu borgarinnar og eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar.
Í nýrri bók um Elliðaárdalinn, Elliðaárdalur – Perla Reykjavíkur, er fjallað um gróðurfar, fuglalíf og fjölbreytilega jarðfræði dalsins og einnig sögustaði og friðlýstar minjar. Í eftirfarandi kafla úr bókinni er í máli og myndum gerð grein fyrir ýmsum minjum frá stríðsárunum síðari.

Stríðsminjar í Elliðaárdal
Í síðari heimsstyrjöldinni, 1940-1945, var kömpum, þ.e. braggaþyrpingum setuliðsins, komið upp nánast alls staðar í borgarlandinu þar sem því varð við komið. Þar á meðal voru nokkrir í Elliðaárdal.

Kampar og stríðsminjar í landi Ártúns

Camp Ártún

Camp Ártún 1942.

Fimm herkampar voru í landi Ártúns, þar af þrír á því landi sem nú er undir borgarvernd og einn í jaðri þess. Tveir kampar voru sitt hvorum megin við bæjarhólinn.
Camp Alabaster (Camp Pershing) var skammt frá Elliðaárstöð. Þar voru aðalstöðvar breska setuliðsins eftir að þær voru fluttar úr Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu. Alabaster var nafn á hernaðaráætlun Breta við töku Íslands. Þann 13. maí 1942 flutti bandaríska setuliðið hluta af aðalstöðvum sínum eða „Iceland Base Command HQ“ í þennan kamp. Breyttu þeir nafni hans í Camp Pershing.
Camp Battle var norðan við Camp Alabaster/Pershing, hinum megin við bæjarhól Ártúns.
Camp Hickham var í Ártúnsbrekku, þar sem jarðhýsin eru nú, reistur af bandaríska setuliðinu.
Camp Fenton Street var á þeim slóðum sem bílaumboðið BL er nú.

Fossvogur

Fossvogur; RCAF-Camp.

Þann 22. apríl 1942 tóku Bandaríkjamenn við yfirstjórn hers bandamanna á Íslandi úr höndum Breta. Af því tilefni fór herforingi Breta af landi brott en við yfirstjórn breska hersins hér tók fylkisforingi og voru aðalstöðvar hans í Camp Fenton Street.
Auk þessa var einn kampur á Ártúnshöfða (Camp Ártún) og tveir kampar voru vestan við Elliðaár, á móts við Ártún (Camp Pony og Camp New Mercur).
Eins og nærri má geta höfðu kamparnir mikil áhrif á líf fólksins á svæðinu. Til að mynda var öryggisgæsla svo ströng að jafnvel börnin þurftu vegabréf til að komast heim til sín.

Fossvogur

Fossvogur – braggi.

Eftirminnilegt þótti að Elliðaárstöðin var máluð í felulitunum á stríðsárunum, ekki hvít eins og alltaf. En svo var raunar um ýmis önnur mannvirki einnig.
Þegar setuliðið hvarf af landi brott í stríðslok fluttust íslenskar fjölskyldur inn í Camp Fenton Street og fékk hann þá nafnið Elliðaárhverfi. En nú hafa nær öll hernaðarmannvirki verið fjarlægð úr landi Ártúns. Einu ummerkin eru í Ártúnsbrekkunni. Annars vegar er það dæld eftir sandpokavígi sem nú er að mestu fallið saman. Hin ummerkin eru undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, sem búið er að hylja munnann á með jarðvegi.

Camp Baldurshagi

Fossvogur

Braggahverfi í Fossvogi.

Hann var þar sem nú er skeiðvöllur hestamannafélagsins Fáks á Víðivöllum. Þetta var stór kampur með um 100 bröggum sem breska setuliðið reisti. Fyrst voru þarna breskir hermenn úr Duke of Wellington hersveitinni. Síðar, þegar landgönguliðar bandaríska sjóhersins komu til landsins, 7. júlí 1941, fengu þeir þar inni. Bretarnir fluttust þá að Geithálsi þar sem þeir reistu nýjan kamp.
Ummerkin sem nú sjást eftir Camp Baldurshaga eru leifar af braggagólfum og sökklum. Ennfremur var eitt húsið úr kampinum flutt í Seláshverfi og gert að íbúðarhúsi. Nafnið á kampinum er raunar villandi því að hinn upphaflegi Baldurshagi er við Suðurlandsveg. Meðal íbúa í Camp Baldurshagaárið 1941 var Ralph Hannam, sem eftir stríðið settist að í Elliðaárdal.

Skotbyrgi
Í Breiðholtshvarfi, ofan við Árbæjarlón, er steypt skotbyrgi af þeirri gerð sem algeng var á stríðsárunum og finnast enn m.a. í Öskjuhlíð. Þetta er steinkassi, um 3 m á hvern veg, og hefur verið skotrauf framan á honum. Þakplata byrgisins er steypt og hefur lítið látið á sjá. Veggir eru hins vegar hlaðnir úr holsteini og eru þeir farnir að molna nokkuð.“

Heimild:
-Morgunblaðið – 294. tölublað, fimmtudagur 15. desember 2016, bls. 62.

Letursteinn

Letursteinn í Elliðaárdal.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Hann er jafnframt eitt vinsælasta svæðið til útivistar, leikja og íþróttaiðkunar af ýmsu tagi.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur

Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við.

Í skýrslu, „Sjálfbær Elliðaárdalur – Stefna Reykjavíkur – Lokaskýrsla starfshóps 31. ágúst 2016„, segir m.a. um Elliðaárdalinn:

Landafræði

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

Elliðaárdalur er með stærri útivistarsvæðum í borginni. Dalurinn dregur nafn sitt af Elliðaánum sem falla um 6 km leið frá upptökum í Elliðavatni að ósum í Elliðaárvogi og eru helsta kennileyti svæðisins. Elliðaárdalur markast nokkurn veginn við undirlendið kringum farveg Elliðaánna og neðstu hluta hallans í holtunum í kringum, Ártúnsholt og Breiðholt. Dalurinn er sjaldan meira en 1,5 km að breidd. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi frá 1994 markast svæðið af landamörkum Reykjavíkur og Kópavogs við Elliðastíflu en að öðru leyti að miklu leyti af stórum umferðaræðum og aðliggjandi byggð.
Í greinargerð með deiliskipulaginu frá 1994 er Elliðaársvæðinu skipt í sex landslagsheildir – þar af eru fjögur svæði sem klárlega falla innan Elliðaárdals. Það eru Ártúnssvæðið fyrir neðan Höfðabakkabrúna (sem skiptist frekar í fjögur skipulagssvæði – Rafstöðvarsvæðið, Árbæjarsafn, Löngugrófarsvæðið norðan Stekkjarbakka og Árhólmasvæðið), Árbæjarsvæðið milli Höfðabakkabrúar og Vatnsveitubrúar, Víðivellir og Víðidalur austan Elliðaánna syðst í dalnum og Grænagróf vestan Elliðaánna til móts við Víðidalinn (Elliðaárdalur: Skipulag og greinargerð, 1994). Töluverð hæðaraukning verður þegar ferðast er um dalinn milli enda eða um 105 m hækkun frá Elliðavogi til Breiðholtshvarfs. Mótar það mjög landslagið en einnig veðurfar og lífríki.

Jarðfræði
ElliðaárdalurJarðfræði Elliðaárdals er margbreytileg. Í dalnum og næsta nágrenni má finna jarðlög sem spanna seinni hluta ísaldar og hlýskeið nútíma. Um tveggja milljón ára gamalt berg finnst í Ártúnshöfða en hið yngra Reykjavíkurgrágrýti er áberandi eins og annars staðar í borgarlandinu og má finna jökulrákaðar klappir, einkum í nágrenni Árbæjar. Menjar hárrar sjávarstöðu við ísaldarlok má finna í dalnum, einkum í stórum malarhjöllum í vesturhluta dalsins þar sem eru leirsteinslög með skeljum, einnig malarlög sem gefa til kynna árframburð. Stórmerkileg sjávarsetlög finnast við Háubakka í Elliðavog í næsta nágrenni dalsins og þar hafa fundist sjávarsteingervingar (Árni Hjartarson o.fl., 1998).
ElliðaárdalurYngri jarðmyndanir setja mikinn svip á dalinn, sér í lagi hið 5200 ára gamla Leita- eða Elliðavogshraun sem þekur dalbotninn og nær það eftir dalnum endilöngum. Hraunið rann úr gígnum Leiti austan Bláfjalla og mynduðust Rauðhólar í þeim eldsumbrotum. Ýmsar fallegar hraunmyndanir einkenna Leitahraunið og eru hvað mest áberandi í og við árfarveg Elliðaánna t.d. við Kerlingarflúðir neðan Árbæjarstíflu. Mólög hafa fundist undir Leitahrauninu í Árhólmanum. Jarðhiti er í Elliðaárdal, einkum í Löngugróf norðan Neðra-Breiðholts. Þar hefur heitt vatn verið dælt upp úr borholum (Árni Hjartarson o.fl., 1998).
Í Elliðaánum eru nokkrir fallegir fossar t.d. Selfoss neðan Höfðabakkabrúarinnar, Skáfossar og Ullarfoss í eystri kvíslinni og Kermóafoss, Arnarfoss og Skötufoss í þeirri vestari . Við síðastnefnda fossinn má finna skemmtilega skessukatla (Elliðaárdalur: Skipulag og greinargerð, 1994).

Gróðurfar og dýralíf
Gróðurfar í Elliðaárdal er mjög fjölbreytt en ber sterk merki umsvifa mannsins, einkum landbúnaðar og skógræktar en einnig áhrifa stíflunnar og nálægðar við íbúabyggð. Tegundafjölbreytni er mikil og áberandi að þar finnast bæði innlendar tegundir og aðfluttar, bæði gróðursettar plöntur og sjálfssánir slæðingar.

Elliðaárdalur

Helstu gróðurlendi í dalnum eru mýrar, mólendi, vallendi, blómlendi og skóglendi. Mýrar eru ekki víðfeðmar, einkum í Hvarfsmýri og í blettum meðfram Elliðaám. Mólendi með lyngi og víði er áberandi einkum ofarlega í dalnum en hefur þó dregist saman vegna aukins trjávaxtar. Ræktaðir trjálundir eru mjög áberandi og tré víða orðin stór og skógur þéttur. Mest hefur verið plantað af birki, reyni, öspum og barrtrjám, einkum greni. Elstu gróðursettu trén eru neðan stíflu í Árhólmanum og í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsbrekku, en það eru stór sitkagreni sem eru rúmlega 80 ára gömul (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Blandaður skógur er einnig orðinn umfangsmikill í Breiðholtshvarfi og Grænugróf. Sjálfsáið birki og víðitegundir eru áberandi víða í dalnum t.d. ofan stíflu Árbæjarmegin.

Elliðaárdalur

Vel hefur verið fylgst með fjölbreytni og tegundasamsetningu flórunnar í Elliðaárdal. Í flórulista frá 2004 fundust 320 plöntutegundir villtar í dalnum og var um helmingur þeirra slæðingar úr nálægum görðum eða gróðursettar plöntur (Jóhann Pálsson, 2004).
Dýralíf í dalnum er umtalsvert en hefur mótast gegnum tíðina af þeim breytingum sem átt hafa sér stað í dalnum t.d. með skógrækt, stíflun Elliðaánna, uppfyllingum í Elliðavogi, aukinni byggð o.s.frv. Bæði árnar og skógurinn laða að sér fugla en fuglalíf er mikið í Elliðaárdalnum. Um 30 tegundir fugla eru reglulegir varpfuglar á svæðinu. Þar má nefna álft, grágæs og ýmsar andategundir, vaðfugla eins og hrossagauk, jaðrakan, lóuþræl og stelk. Mikilvægustu varpsvæðin fyrir vatna- og votlendisfugla við lónið ofan Árbæjarstíflu, í Blásteinshólma og almennt meðfram ánum í dalnum.
ElliðaárdalurVaðfuglar eins og heiðlóa og spói hafa verpt í mólendi en þeim hefur fækkað (Kristbjörn Egilsson o.fl. 1999). Spörfuglum í skóg- og kjarrlendi fer nokkuð fjölgandi með auknum þéttleika gróðurs og nýjar varptegundir bæst við á undanförnum árum eins og svartþröstur, glókollur og krossnefur. Minkur finnst reglulega í dalnum og veldur fuglalífi skráveifu, einkum vatnafuglum. Þá er mikið um hálfvilltar kanínur í dalnum neðan stíflu, sérstaklega á sumrin.
Mikilvægasta vistkerfið í Elliðaárdalnum eru tvímælalaust Elliðaárnar en vatnasvið þeirra eru með stærri og mikilvægari ferskvatnssvæðum á höfuðborgarsvæðinu og þar er auðugt lífríki. Í Elliðaánum sjálfum er lax ríkjandi meðal fiska og er gnógt af honum enda eru árnar framleiðsluríkar vegna reks lífrænna efna úr Elliðavatni. Uppeldisstöðva laxaseiða eru í ánum og ganga þau til sjávar eftir 2-3 ár. Unglaxinn heldur sig í sjónum í 1-3 ár og snýr svo aftur upp í árnar þegar hann er orðinn kynþroska. Fyrstu göngurnar koma í maí og svo út sumarið (Árni Hjartarson, 1998).
ElliðaárdalurTeljari í ánum fylgist vel með fjölda göngulaxa sem og gönguseiða og rannsóknir á stofnstærð og ástandi laxa eru í stöðugum gangi. Smádýrafána Elliðaánna er uppistaða fæðu fyrir laxinn, og hefur hún verið rannsökuð vandlega. Þar eru rykmýs- og bitmýslirfur mikilvægastar og eru ríkjandi meðal botndýralífs í ánum (Finnur Ingimarsson o.fl., 2015). Elliðaár eru viðkvæmar fyrir mengun og hefur því sérstaklega verið gripið til ráðstafana við að koma í veg fyrir að mengað vatn berist í árnar með ofanvatni m.a. með því að útbúa settjarnir en þrjár slíkar eru í dalnum ofanverðum. Einnig fylgist Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vandlega með mögulegri skólpmengun og brugðist er við ef upp koma tilfelli t.d. á röngum tengingum.

Saga og minjar – Búskapur og landbúnaður
ElliðaárdalurElliðaárdalur hefur verið landbúnaðarsvæði um langt skeið en getið er búskapar á bænum Ártúni á 14. öld og Árbæ á 15. öld. Á Árbæ var búskapur í minnst 500 ár. Ummerki um þennan landbúnað eru mjög áberandi enn í dag því tún eru kringum bæjarstæðin sem reyndar gáfu ekki mikið af sér og þótti harðbýlt á báðum bæjum. Dalurinn var lengi vel notaður sem úthagi þar til hann var friðaður fyrir sauðfjár- og hrossabeit á sjöunda áratug tuttugustu aldar.

Artún

Ártún.

Í Ártúni var gisti- og veitingaþjónusta fyrir ferðafólk um langt skeið, allt fram á 19. öld. Áður en byggðin reis í Árbæjar- og Breiðholtshverfum var mikið um að leigð væru erfðafestulönd í dalnum, einkum norðan Elliðaáa undir Ártúnsholti austur að Selás. Þar reisti fólk sér sumarbústaði og önnur smáhús og eigendur stunduðu garð- og trjáyrkju. Sumarbústaðabyggðin lagðist niður að mestu á tímabilinu frá 1960-1990 en enn standa nokkur stærri hús sem eru heilsárshús, flest á Ártúnsblettum við Rafstöðvarveg en einnig nokkur í Árbæjar- og Seláshverfum. Eru það elstu húsin á þessum slóðum. Smáhýsi eru einnig í Löngugróf sunnan Árbæjarstíflu nálægt Stekkjarbakka (Árni Hjartarson o.fl., 1998).

Aðrar söguminjar

Letursteinn

Letursteinn í Elliðaárdal.

Stríðsminjar finnast einnig í dalnum en fimm herkampar voru á túni Ártúns á heimsstyrjaldarárunum síðari og má sjá ummerki um þá í túninu við bæinn. Einn stór kampur, Camp Baldurshagi, var á Víðidalssvæðinu en lítil ummerki eru þar eftir í dag.

Raforkuframleiðsla

Rafstöðin við Elliðaár var tekin í notkun sumarið 1921 og var raforkan framleidd með tveimur vélum og flutt eftir háspennuraflínu að aðveitustöð á Skólavörðuholti.

Ljósafosslína

Rafstöðin við Elliðaár var reist 1921. Hún var undanfari Ljósafossvirkjunar.

Var raforkan fyrst og fremst notuð fyrir lýsingu í Reykjavík. Helstu mannvirki er tengjast raforkuframleiðslunni eru stíflurnar tvær, Árbæjarstífla sem var fullgerð árið 1929 og Elliðavatnsstífla sem var reist á árunum 1924-8 og endurgerð 1978, rafstöðvarhúsið sjálft ásamt fallstokknum sem liggur frá Árbæjarstíflu niður í rafstöðina auk nálægra húsa er tengjast starfseminni. Stærsta byggingin er þó Toppstöðin sem var vara- og álagsstöð fyrir meginrafstöðina og tók til starfa 1948. Hlutverki hennar lauk á áttunda áratugnum og hýsir húsið nú frumkvöðlasetur. Eftir að pípan í fallstokknum rofnaði árið 2013 hefur ekki verið virk raforkuframleiðsla í Elliðaárvirkjun (www.or.is)

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – kort.

Skógrækt
Skógrækt hefur sett mikinn svip á Elliðaárdalssvæðið. Á 30 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 var hafin skógrækt í Elliðaárhólma og var gróðursett þar árlega til um 1970. Í Sveinbjarnarlundi í Ártúnsholti eru enn eldri grenitré eða frá 1937 sem í dag eru talin hæstu grenitré á Íslandi eða um 20 metra há. Skógræktarfélag Reykjavíkur stundaði einnig skógrækt í Elliðaárdalnum um alllangt skeið í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur, t.d. í Breiðholtshvarfi (Árni Hjartarson o.fl., 1998). Mikill vöxtur hefur verið á plöntuðum trjágróðri þar síðustu misseri og víða finnst þéttur skógur og há tré. Starfsmenn Reykjavíkurborgar sinna nú grisjun í skóginum.

Malarnám
Malarnám var stundað á nokkrum stöðum í dalnum og sjást þess vel merki enda olli það umtalsverðu jarðraski. Nokkuð stórar námur voru austan við Blesugróf og í Ártúnsholti. Einnig var numið grjót ofarlega í Víðidalnum þar sem Reiðhöllin stendur nú.

Heimild:
-https://reykjavik.is/frettir/sjalfbaer-ellidaardalur-utivistarsvaedi-i-hjarta-reykjavikur

Elliðaárdalur

Kermóafoss.

Skötufoss

Árið 1704 bjó að hálfum Árbæ maður er Sæmundur hér, Þórarinsson, 41 árs gamall, grímsneskur að ætt. Kona hans hét Steinunn Guðmundsdóttir, 43 ára, og var Sæmundur þriðji eiginmaður hennar. Hjá þeim voru þrjú börn hennar af fyrra hjónabandi.

Skötufoss

Skötufoss.

Á móts við þau bjuggu Sigurður Arason, 26 ára gamall, ókvæntur, og móðir hans. Kærleikar munu hafa verið með þeim Sigurði og Steinunni og eggjaði hún hann til að fyrirkoma bónda sínum með einhverju móti.

Sunnudagskvöld eitt í septembermánuði fóru þeir Sæmundur og Sigurður til veiða í Elliðaánum. Er þeir voru staddir við Skötufoss, sem er skammt fyrirneðan Ártún, gekk Sigurður aftur að Sæmundi, sló hann með trébarefli, sem hann hafði meðferðis og hratt honum fram í hylinn.
Daginn eftir lét Sigurður þau boð út ganga til sveitunga sinn að Sæmundar væri saknað. Söfnuðust menn saman til leitar og fannst lík Sæmundar fljótlega í ánni. En hann var ekki bólginn eins og þeir er drukkna og þótti sýnt að hann hefði dáið á þurru landi. Líkið var nú grafið og leið síðan nokkur stund.

Elliðaárdalur

Skötutjörn.

Smám saman kom upp orðrómur um að Sigurður væri annaðhvort valdur að dauða Sæmundar eða byggi yfir vitneskju um endalok hans. Var nú gengið á hann og er hótað var að grafa upp líkið gekkst hann við morðinu. Var nú einnig gengið á Steinunni og viðurkenndi hún þátttöku sína eftir nokkrar umtölur yfirvaldsins. Fengu þau bæði líflátsdóm og voru tekin af lífi í Kópavogi skömmu síðar. Sigurður var höggvinn en Steinunni drekkt. “Fengu þau bæði góða iðran og skildu vel við” segir í Vallaannál.

-Elliðaárdalur – ÁH, HMS og RV – 1998.

Elliðaárdalur

Skötufoss.

Elliðaárdalur

Eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins er Elliðaárdalurinn.

Leitarhraun

Leitarhraun í Elliðaárdal.

Elliðaárnar hafa oft verið nefndar perla Reykjavíkur, enda einstakt að laxveiðiá renni í gegnum höfuðborg. Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906, ekki til laxveiða heldur beislunar vatnsafls og rafstöðin var reist um 1920. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum en árið 1951 hóf Rafmagnsveita Reykjavíkur skógræktar- og uppgræðslustarf í árhólmanum, sem er eitt mesta aðdráttarafl dalsins.
Fuglalíf er fjölskrúðugt í Elliðaárdal og þar hafa einnig fundist fornminjar, m.a. frá tíð Innréttinganna.
Elliði sá sem Elliðaár eru nefndar eftir var skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur 1880 – Ben. Gröndal.

Í Landnámu segir: „Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar. Hann átti Helgu dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er landið var víða byggt með sjá [þ.e. sjó]. Hann hafði skip það er Elliði hét. Hann kom í Elliðaárós fyrir neðan heiði“.
Ingólfur Arnarson, landnámsmaður í Reykjavík, er talinn fyrsti eigandi Elliðaánna. Eflaust hafa laxveiðar verið stundaðar í Elliðaánum allt frá upphafi byggðar í Reykjavík, þótt áður hafi það verið með öðrum hætti en nú. Fram eftir öldum áttu bændur og kirkjan veiðirétt í Elliðaánum, en við siðaskiptin lagði Danakonungur eignir kirkjunnar undir sig og eignaðist um leið veiðina í Elliðaánum. Í upphafi lét hann stunda veiðarnar fyrir sig en síðan voru þær leigðar út, fyrst árið 1757, að því er talið er.

Elliðaárdalur

Elliðaár.

Upp úr 1800 fór konungur að selja jarðir sem að Elliðaánum liggja. Átti hann laxveiðirétt í Elliðaánum í um 300 ár. Áður fyrr var laxinn veiddur ýmist með ádrætti í voginum við árósana, eða með stíflun árkvíslanna, annarrar í einu og var þá vatninu veitt í hina. Þannig var laxinn tíndur upp því sem næst á þurru. Reykvískur kaupmaður sem átti árnar um tíma gekk mjög nærri laxastofninum með því að veiða laxinn í kistur og voru báðar kvíslarnar þvergirtar með þeim búnaði. Laxinn fór ekki að rétta úr kútnum fyrr en Englendingur nokkur, Pyne að nafni, keypti árnar árið 1890. Þá hófust þar stangaveiðar með líkum hætti og nú eru stundaðar. Reykjavíkurborg keypti síðan Elliðaárnar árið 1906, sem fyrr sagði.

Elliðavatn

Elliðavatn – Ben. Gröndal.

Elliðaárvirkjun var vígð árið 1921. Þremur árum síðar var hafizt handa við gerð miðlunarstíflu uppi við Elliðavatn. Henni var lokið 1926 og við þessar framkvæmdir fór Elliðavatnsengi ofan núverandi stíflu undir vatn. Fram að þeim tíma rann Bugða um engjarnar og sameinaðist Dimmu, sem var afrennsli Elliðavatns, sem var þá helmingi minna en það er nú. Neðan ármóta þessara þveggja áa fékk áin nafnið Elliðaár.
Líklegt er, að Ingólfur Arnarson hafi grafið fyrsta brunninn í Reykjavík. Um aldamótin 1900 voru 34 brunnar í Reykjavík og árið 1906 brauzt út taugaveikifaraldur vegna mengaðs vatns í mörgum þeirra. Árið 1909 var tekið neyzluvatn úr Elliðaánum til hausts en þá var vatnsveitan frá Gvendarbrunnum tilbúin.

Kristján X

Kristján X. sem var konungur Danmerkur frá 1912 til 1947 ásamt Alexandrínu af Mecklenburg-Schwerin drottningu.

Vesturfarinn Frímann B. Arngrímsson hvatti fyrstur manna til athugunar á möguleikum til virkjunar Elliðaánna til hitunar og lýsingar húsa í Reykjavík. Bæjarstjórn samþykkti þó ekki byggingu rafstöðvar þar fyrr en 26. september 1918. Steingrímur Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, var ráðinn rafmagnsstjóri í Reykjavík 1. júní. Kristján X og Alexandrína drottning hans vígðu stöðina 27. júní 1921.
Elliðaárnar falla úr Elliðavatni, þær kvíslast um miðbik dalsins og renna í tveimur kvíslum til sjávar. Er fleirtölumyndin Elliðaár dregin af kvíslum þessum..

Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg vegna jarðfræðilegrar sundurgerðar. Við Elliðaárósa eru merkileg setlög, kölluð Elliðavogslögin og má þar finna leifar ýmissa plantna sem uxu við Elliðavog fyrir nokkur hundruð þúsund árum og skeljar af grunnsævi. Það má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla.

Viðeyjareldstöð

Viðeyjareldstöðin.

Í Elliðaárdal hafa fundist minjar sem tengjast nýsköpun í atvinnuháttum Íslendinga, en það eru leifar af byggingum sem reistar voru vegna ullarvinnslu Innréttinganna um miðja 18. öldina. Innréttingarnar, sem svo voru nefndar, höfðu það að markmiði að stuðla að framförum í atvinnulífi. Skúli Magnússon landfógeti hafði forgöngu um stofnun fyrirtækisins. Sögufrægasta byggingin frá tíð Innréttinganna er húsið við Aðalstræti 10.

Reykjavík

Þófaramylla við Elliðaár.

Minjar Innréttinganna, sem enn sjást og færri vita um, eru rústir sem standa í árhólmanum nokkru neðan við rafstöðvarbygginguna, á móts við veiðistað sem nefnist Teljarastrengur. Þarna voru þófaramylla, litunarhús og sútunarverkstæði, en vefsmiðjan var í Aðalstræti. Ástæða þess að þófaramyllunni og litunarhúsinu var komið fyrir í Elliðaárdal var sú að starfsemin þarfnaðist rennandi vatns. Tilgangur þæfingarinnar var að þétta ullarvoðir og gaf straumur árinnar drifkraftinn. Sneri hann vatnshjóli sem tengt var drifhjóli sem aftur tengdist búnaði sem hamraði ullina. Þegar ullin hafði verið þæfð, sem var mismikið eftir því til hvers átti að nota hana, var hún gjarnan lituð. Talið er að litunarhúsið hafi staðið skammt frá þófaramyllunni, en óvíst nákvæmlega hvar. Þó er talið að húsið hafi staðið nokkru neðan við mylluna. Tvennar aðrar rústir eru á þessum slóðum. Er talið að önnur hvor geti verið leifar sútunarverkstæðis.

Elliðaárdalur

Camp Ártún.

Stríðsárin, 1939-1945, settu mark sitt á íslenskt þjóðlíf og ekki síst Elliðaárdalinn. Eftir hernám Íslands og tilkomu setuliðs, skiptu hermenn þúsundum hér á landi, fyrst Bretar, en síðan Bandaríkjamenn. Voru víða reistir braggar þar sem setuliðið dvaldist, svonefndir kampar, og voru nokkrir slíkir í Elliðaárdal. Sjást ummerki þeirra á nokkrum stöðum. Alls voru kamparnir fimm talsins. Sá efsti, nefndur Camp Baldurshagi, var ofarlega í Elliðaárdal, við nyrðri enda skeiðvallarins. Sjást þar rústir hans. Fjórar þyrpingar voru neðarlega við ána, Camp Phersing, skammt frá rafstöðinni, Camp Battle var aðeins neðar, Camp Hickham var í Ártúnsbrekkunni þar sem jarðhýsin eru nú og loks Camp Fenton Street, en hann var þar sem nú er athafnasvæði fyrirtækisins Ingvar Helgason.

Elliðaárdalur

Camp Baldurshagi.

Fleiri braggaþyrpingar voru í næsta nágrenni, bæði á Ártúnshöfða og vestan Elliðaáa. Einu ummerki um hernaðarmannvirki við Elliðaárnar neðanverðar eru í Ártúnsbrekku. Annars vegar eru það dæld eftir sandpokavígi sem fallin er saman að mestu og hins vegar ummerki undir yfirborði jarðar, neðanjarðarbyrgi, en munni þess er hulinn jarðvegi.

Elliðaárnar voru síðasti farartálminn á leiðinni til Reykjavíkur þegar komið var til bæjarins úr austri. Lá þjóðbrautin um Ártún og yfir árnar á vaði rétt neðan við rafstöðina núverandi, eftir Bústaðahálsi, Öskjuhlíð og niður í Kvos. Er ekki að undra að fljótlega hafi þótt nauðsynlegt að brúa árnar og voru fyrstu brýrnar byggðar árið 1883. Nú er svo komið að Elliðaárnar eru sú á landsins sem flestar brýr eru yfir. Hafa glöggir menn talið yfir 20 brýr á ánum.

Elliðaárdalur

Letursteinn í Elliðaárdal.

Á 30 ára afmælisári Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 hófu starfsmenn fyrirtækisins undir stjórn Steingríms Jónssonar, rafmagnsstjóra, skógræktar- og uppgræðslustarf í Ellidaárhólma og lögðu þar með grunn að þeirri skógrækt sem þar er. Fyrsta árið voru gróðursettar 3000 plöntur. Upp úr 1970 var dalurinn friðaður fyrir beit en nokkru áður var skógrækt hafin í afgirtu hólfi í árhólmanum. Við friðunina tók gróður við sér og hófst þá gróðurframvinda sem enn á sér stað.

Í Elliðaánum lifa fjórar tegundir fiska sem kalla mætti nytjafiska, aðallega lax, urrið og bleikja, en einnig má þar finna ál í litlum mæli. Í ánum er auk þess fjölskrúðugt botndýralíf sem er mikilvægur þáttur í uppvexti seiðanna.

Elsta

Viðeyjareldstöðin.

Gos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann. Elsta bergið þarna er þó frá meginselstöð mun utar er gaf af sér hraunmyndun fyrir 3-4 milljón árum (sjá HÉR).

Heimildir m.a.:
http://www.rafheimar.is

Við Elliðaárnar

Við Elliðaárnar.

Viðeyjareldstöð

Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, leiddi FERLIR um Elliðaárdal og fræddi þátttakendur um jarðfræði dalsins.

Elliðaárdalur

Einar Gunnlaugsson.

Elliðaárdalurinn er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda býður hann upp á fjölþætta möguleika til útivistar. Árnar eru kenndar við skip Ketilbjarnar gamla á Mosfelli, en hann kom hingað á skipi sínu Elliða og „kom í Elliðaárós“ að því er segir í Landnámu.
Í Elliðaárdal eru stígar og brautir og fræðsluskilti um jarðfræði og gróður dalsins.
Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906 til beislunar vatnsafls en Elliðaárstöð hefur framleitt rafmagn frá árinu 1906. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum og uppgræðslu verið haldið áfram sleitulaust síðan.
Jarðfræði Elliðaárdals er einstök vegna margbreytileika síns. Við Elliðaárósa eru merkileg setlög, kölluð Elliðavogslögin og má þar finna leifar ýmissa plantna sem uxu við Elliðavog fyrir nokkur hundruð þúsund árum og skeljar af grunnsævi.  Það má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Þá má einnig finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma og sjávarhjalla. Í dalnum er jarðhitasvæði og eitt af vinnslusvæðum Orkuveitu Reykjavíkur.

Megineldstöð
MegineldstöðinEinar sagði m.a. frá myndun landsins í og utan Elliðaárdals. Elsta bergið væri um 3-4 milljón ára gamalt. Það fæddist í megineldstöð, sem reis úr sjó utan núverandi lands, þar sem nú eru Viðey og Engey. Eldstöðin var virk þar til fyrir um 2 milljón árum. Þá féll hún saman er kvikuþróin undir henni tæmdis og eftir stóð hluti af jöðrum hennar, þ.e. eru m.a. fyrrnefndar eyjar. Þar sem miðja eldstöðvarinnar var áður er nú um 50 metra dýpi. Þá var sjávarstaðan hærri og myndaðist t.d. vogur þar sem nú er Elliðaárdalur. Eftir að síðasta ísaldarskeiði lauk fyrir u.þ.b. 10.000 árum byrjaði landið að rísa hægt og bítandi. Dæmi um þáverandi sjávarstöðu má enn sjá í setlögum sunnan í dalnum.

Elliðavogslögin
FallBeggja vegna Elliðaárósa eru merkileg  setlög sem lengi hafa verið umtöluð meðal jarðfræðinga. Þetta eru Elliðavogslögin. Þau sjást undir grágrýtinu í Ártúnshöfða en þekktasti hluti þeirra er í Háubökkum við Elliðavog. Þar hafa Elliðaárnar með hjálp sjávarins sorfið fram allháa þverhnípta hamra við ströndina. Lögin voru rannsökuð í byrjun 20.aldar af jarðfræðingnum Helga Péturss. Neðst sá hann grófan harðan ruðning sem hann áleit vera jökulruðning, þar ofan á var sjávarset með skeljum, síðan annað jökulruðningslag eftir nýtt framgangsskeið jökla. Efst var Reykjavíkurgrágrýtið. Með þessari athugun komst Helgi að því að ísöldin hafi ekki verið einn samfelldur fimbulvetur heldur hefðu skipst á jökulskeið og hlýskeið.

Fornt

Þá má finna á stöku stað í Elliðavogslögunum skeljar sem eru af sömu tegundum og þær sem lifa við ströndina enn í dag. Í lögunum finnst einnig samanpressaður mór eða hálfgerður sultarbrandur. Talið er að skeljarnar séu um 300 þúsund ára gamlar en þá ríkti hlýskeið sem nefnt er Cromer. Yngra jökulbergslagið er hins vegar talið vera frá jökulskeiði sem nefnt er Holstein og ríkti fyrir um 250 þúsund árum. Sultarbrandurinn er yngsti hluti laganna og myndaður úr gróðri sem þarna óx á Elster-hlýskeiðinu fyrir nálægt 200 þúsund árum.

Elliðaárdalur

Einar Gunnlaugsson.

Myndunarsaga Elliðavogslaganna og Reykjarvíkurgrágrýtisins er í stuttu máli þannig: Meginjöklar gengu yfir Reykjarvíkursvæðið og mótuðu mishæðótt landslag á ár-kvarteran berggrunninn. Þegar jökullinn hopaði í lok þriðja síðasta jökulskeiðs fylgdi sjórinn honum eftir inn yfir láglendið. Sjávarset settist í allar lægðir í berggrunninum. Ofan á sjávarsetið lagðist síðan árset, landið var risið úr sjó. Þá tóku ár og lækir að grafa sér farvegi í setlögin, en jafnframt tóku plöntur að nema land en leifar þessa gróðurs er einmitt surtarbrandurinn í Háubökkum og undir grágrýtinu í Ártúnshöfða.

Elliðavogshraun

Leiti

Reykjavík er í næsta nágrenni við Reykjanesgosbeltið. Einungis eru um 7 km frá byggðamörkum að næsta eldgíg sem er í Búrfelli ofan Hafnarfjarðar.
Fyrir 5200 árum gaus í stórum dyngjugíg sem nefnist Leiti og er austan Bláfjalla. Miklir og breiðir hraunstraumar flæddu niður um sandskeið og niður í Lækjabotna. Þaðan rann eldáin að Elliðavatni, sem hefur verið mun stærra en það er í dag. Þegar glóandi hraunið flæddi út í vatnið og yfir það urðu miklar sprengingar og gufugos. Í þessum hamförum mynduðust Rauðhólar. Hólarnir eru svokallaðir gervigígar. Þegar hraunið hafði brotist yfir Elliðavatn féll það niður með Elliðaám allt til sjávar í Elliðavogi.
Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. í kringum Elliðaárhólmann.

Ísaldarminjar
LeitarhraunÍ Elliðaárdal er nokkuð mikið af setmyndunum jökla frá lokum ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 þúsund árum. Þá hófu jöklar að hörfa af Bláfjallahálendinu og Hengilsvæðinu þar sem skriðjökullinn, sem lá yfir Elliðaárdal, átti upptök sín. Á þessum tíma hafði þykkur jökulísinn myndað mikið farg á undirlag sitt sem olli því að land þrýstist niður um tugi metra. Þegar jökull loks hörfaði varð sjávarstaða til skamms tíma mun hærri en þekkt er í dag. Við árósa og annars staðar, þar sem mikill framburður lausra efna frá bráðnandi jöklinum hlóðst upp, Fróðleikurmynduðust malarhjallar og setfyllur. Í Elliðaárdal má finna minjar um hærri sjávarstöðu frá ísaldarlokum og setmyndanir tengdar henni og frárennsli bráðnandi jökuls. Víða má finna rispaðar grágrýtisklappir, jökulgrópir, hvalbök (ávalar jökulheflaðar klappir), grettistök (stórir steinar og björg sem jökull hefur rifið upp og flutt til) og jökulruðninga (blanda af sandi, urð og grjóti sem víða er í þykkum lögum ofan á berggrunninum). Á þessum tíma mynduðust sandfjörur og malareyrar sem teygðu sig út með Blesugróf og Árbæjarhverfi. Þessar myndanir, nefndar strandhjallar og óseyrar, benda til að sjávarmál hafi verið um 40 m hærra en nú er. Glöggt dæmi um fornar strandlínur má t.d. finna innan við Ártún. Á þessum tíma voru Elliðaár beljandi jökulfljót en ekki lindár eins og nú er. (Sjá má kortið af Elliðaárdalnum í stækkun HÉR.)

Leitarhraun
Gos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 (5300) árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann.
ElliðaáLeitarhraun á uppruna sinn í gígnum Leiti undir austanverðum Bláfjöllum. Frá honum streymdi mikill hraunmassi niður þar sem nú er Selvogur og Þorlákshöfn, auk fyrrnefnds hrauntaums er náði niður í Elliðavog. Hraunið liggur m.a. undir Kristnitökuhrauninu (Svínahrauni). Í því mynduðust Rauðhólar er glóandi hraunið rann yfir norðanvert Elliðavatn og áfram niður til sjávar í Elliðaárósum. Áin náði að renna ofan á heitu hrauninu, kæla og rífa sig inn í það á leið til sjávar.

Elliðaár
Elliðaárnar eru lindár en þær falla úr stöðuvatni og hafa tiltölulega jafnt og stöðugt rennsli, gróðurinn nær að vatnsborði, fiskigengd er mikil og fuglar una sér vel. Þær eru því sannkallaðir lífgjafar. Núverandi farvegir mótuðust eftir að Elliðavogshraunið rann. Talið er að áður fyrr hafi áin bara verið ein en eftir að hraunið fyllti hana þá hafi hún kvíslast í tvær.
Meðalrennsli Elliðaánna er um 5,5 m3 /sek.

Hamfaraflóð
SkessuketillAðfaranótt þriðjudagsins 15. desember 1998 brast aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal með þeim afleiðingum að 12 m3 vatns á sekúndu streymdu niður í dalinn í rúmlega hálfa klukkustund. Ummerki flóðsins sjást á nærri 700 m2 svæði.
Þar sem flóðið reif með sér jarðveg og gróður í brekkunni við Rafveituheimilið opnuðust jarðvegssnið þar sem getur að líta áfoks-, gjósku- og mólög frá Nútíma (síðustu 10 þúsund ár), en þar sem jarðvegur skolaðist burtu má sjá berggrunn svæðisins og undirliggjandi jökulurð sem vitna til eldri hlýskeiðs og kuldaskeiðs.
Á svæðinu má sjá jarðvegsnið með öskulögum úr rofsárinu. Jarðvegurinn hefur verið að myndast í um 10-11 þúsund ár enda er elsta þekkta öskulagið svokallað Saksunarvatns-öskulag sem féll fyrir um 10200 árum síðan. Um miðbik jarðvegssniðsins má sjá mikla litabreytingu á jarðveginum. Neðarlega er dökkbrúnn mór en ofar er ljósbrúnn fokjarðvegur.

Leitarhraun

Leitarhraun í Elliðaárdal.

Þegar Leitahraunið rann fyrir um 5000 árum síðan hefur hraunstraumurinn ýtt Elliðaánum tímabundið úr þáverandi farvegi sínum út til jaðra dalsins. Á sama tíma var mýrarfláki staðsettur þar sem rofsárið er nú. Ummerki benda til þess að áin hafi náð að renna yfir mýrarflákann og rofið burt sem nemur um 2-3000 ára uppsöfnun af mó. Nokkru eftir þennan atburð hefur jarðvegur byrjað að safnast fyrir á ný. Vegna breyttra aðstæðna í umhverfinu hefur mýri ekki myndast líkt og áður heldur jarðvegur með meiri einkenni fokjarðvegs. Neðarlega í ljósbrúna fokjarðveginum má sjá svokallað landnámsöskulag sem féll árið 871 eða rétt áður en landnám hófst á Íslandi. Ofar í jarðveginum má greina svokallað Miðaldalag sem féll árið 1226. Efsta öskulagið í jarðveginum er frá Kötlu og féll í kringum árið 1500.
Í máli Einars kom fram að tveimur árum eftir „hamfara-flóðið“ höfðu 98 plöntutegundir fest rætur á fyrrum „hamfara-svæðinu“. Nú væri gróðurinn að taka yfir það sem áður virtist vera áhugaverð jarðfræðiyfirlit.

Fossarnir
SkessukatlarSelfoss er myndarlegur foss skammt neðan Höfðabakka-brúarinnar. Nokkru neðar er Stórifoss, sem er beint framundan félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur. Skáfossar eru varla sjáanlegir nema þegar vatn er með meira móti í Elliðaánum. Þá rennur vatn eftir klöppunum á syðri bakkanum við Stórafoss og í ána rétt neðan við fossinn. Getur þá að líta smáfossa sem falla á ská, miðað við straumstefnu, út í ána og draga nafn sitt af því. Framundan rafstöðinni er Ullarfoss. Nafn sitt dregur fossinn væntanlega af því að þar hefur verið þvegin ull, en fossa með þessu nafni má finna allvíða í íslenskum ám. Neðsti fossinn í eystri kvísl Elliðaánna er Sjávarfoss. Hann hefur frá öndverðu verið gjöfull á lax og þar veiðast yfirleitt fyrstu laxar sumarsins. Myndir eru til af Sjávarfossi frá ýmsum tímum með mörgu stórmenni. Áður fyrr, þegar yfirvöld lands eða borgar vildu sýna erlendum gestum sínum sóma, var farið með gestinn inn að Elliðaám og hann látinn renna fyrir lax í Sjávarfossi.

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – Búrfoss.

Í vestari kvíslinni eru fjórir nafngreindir fossar. Skorarhylsfoss, sem einnig er nefndur Kermóafoss, er efstur. Á þessum slóðum í árhólmanum heitir svæðið Kermói. Næst fyrir neðan er Arnarfoss, en hann er gegnt Kúavaði í eystri kvíslinni, nokkru ofan við Ullarfoss. Þar talsvert fyrir neðan, eða skammt ofan við hitaveitustokkinn sem er neðan rafstöðvarinnar er Búrfoss, rétt við Reykjanesbrautina, og skammt þar neðan við er Skötufoss.Við Skötufoss er Drekkjarhylur. Í Drekkjarhyl var konum drekkt, en ekki er vitað hve margar konur létu þar líf sitt.
Við Skötufoss eru fallegir skessukatlar.

Jarðhiti
ElstaElliðaárdalurinn er einn af þremur jarðhitasvæðum á Reykjarvíkursvæðinu. Hin tvö eru í Laugardalnum og á Seltjarnarnesi. Jarðhitasvæðin í Reykjavík eru tengd gamalli megineldstöð sem kennd hefur verið við Viðey. Elliðaársvæðið er við suðurjaðar eldstöðvarinnar. Ummerki um jarðhita finnast á 8-10 km2 svæði, allt frá Breiðholtsmýri og norður fyrir Grafarvog. Sjálft vinnslusvæðið er um 300 m frá austri til vesturs og um 250 m frá norðri til suðurs. Frá 1967 hafa verið boraðar 16 djúpar holur (600-2300 m) á jarðhitasvæðinu og eru 8 þeirra nýttar. Holurnar skera móberg og hraunlög en streymi vatnsins stjórnast af sprungum og misgengjum. Hiti vatnsins er 80-100°C. Heita vatnið streymir úr norðaustri en tunga með kaldara vatni streymir á móti úr suðvestri.

Gróðurfar

Eliðaárdalur

Elliðaárdalur – Kermóafoss.

Gróðurfar í Elliðaárdal er fjölbreytt. Fjölbreytileikinn ræðst af mismunandi gróðurlendum og ræktun. Helstu gróðurlendi eru: Mýrar, kvistlendi, valllendi, blómlendi, og skóglendi. Aðalsérkenni gróðurfarsins í dalnum eru slæðingar. En það eru plöntur sem hafa borist með manninum beint eða óbeint.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur.
-http://nemendur.khi.is
-www.or.is

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur – Kermóafoss.

Leiti

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði grein í Náttúrufræðinginn árið 1971 um „Hraun í nágrenni Reykjavíkur – Leitarhraun„. Hér er greinin birt að hluta:

Jón Jónsson

Jón Jónsson.

Allmörg hraun eru í nágrenni Reykjavíkur, en aðeins eitt þeirra hefur þó náð inn fyrir núverandi borgartakmörk. Þetta hraun hefur runnið niður eftir farvegi Elliðaánna og út í Elliðavog, þar sem það endaði í flötum tanga. Á þessum slóðum gengur hraunið undir nafninu Elliðaárhraun, en hefur annars ýms nöfn á ýmsum stöðum, eins og títt er. Jarðfræðilega er heppilegt að kenna hraun við eldvarpið eða eldvörpin, sem það er komið úr, sé þess kostur. Að sjálfsögðu felur slíkt ekki í sér að gömul og þekkt örnefni í hrauninu skuli felld niður. Þetta er aðeins til hægðarauka að nota eitt og sama nafn um sama hraunið. Nafnið er þá aðeins notað sem jarðfræðilegt hugtak, ekki sem nýtt örnefni.

Fyrstu rannsóknir
Leitarhraun
Ekki er mér kunnugt um, að neinar rannsóknir hafi verið gerðar á því, hvaðan hraun þetta er komið, fyrr en sumarið 1954, að við Tómas Tryggvason unnum að gerð jarðfræðikorts þess af Reykjavík og nágrenni, sem út kom 1958 (Tryggvason og Jónsson 1958).
Það kom þá í minn hlut að kortleggja suðurhluta svæðisins, og þá rakti ég þetta hraun alla leið austur fyrir austurtakmörk kortsins. Áður hafði mér verið sagt, að það væri komið sunnan af svæðinu við Kóngsfell. Þorvaldur Thoroddsen hefur auðsjáanlega gert sér gxein fyrir að hraun hafi runnið ofan frá Bláfjöllum niður hjallana og niður að Rauðhólum, en hann telur líklegast að Elliðaárhraunið sé úr Rauðhólum komið (Ferðabók I, bls. 123—124, Rvík 1958).

Fossvallaklif

Fossvallaklif.

Einn hluti þessa hrauns hefur öðrum fremur vakið athygli vísindamanna fyrir löngu, en það eru Rauðhólar við Elliðavatn. Þeir hafa verið rækilega skoðaðir af ýmsum, þó ekki væru menn á eitt sáttir varðandi uppruna þeirra. Voru þeir ýmist taldir raunverulegir eldgígir eða gervigígir, án þess að gerð væri grein fyrir á hverju niðurstaðan væri byggð. Einn af þeim fyrstu, sem skoðaði Rauðhóla, var Frakkinn Eugéne Robert, sem var jarðfræðingur í leiðangri Paul Gaimards 1835—1836. Telur hann hólana gervigígi, en getur ekki um, hvaðan hraunið sé komið. Skýring hans virðist þó hafa fallið í gleymsku í meira en 100 ár. Síðan hafa margir um þetta mál fjallað, og skoðanir verið skiptar, hvað snertir uppruna hólanna.
Þegar Þorleifur Einarsson (1960) vann að jarðfræðirannsóknum á Hellisheiði og á svæðinu austan við Bláfjöll, athugaði hann forna eldstöð suðaustan undir Bláfjöllum, skammt sunnan við Ólafsskarð. Þessir gígir nefnast Leitin, og komst Þorleifur að þeirri niðurstöðu, að þar væru upptök hraunsins og nefndi það því Leitahraun.

Leið hraunsins rakin

Leitarhraun

Leitarhraun – uppdráttur.

Ekki verður Leitahraun hér rakið lengra en austur að Draugahlíðum, en þaðan má rekja það óslitið alla leið út í Elliðavog. Það hefur fallið í þröngum fossum niður af Bolaöldum og Vatnaöldum, sem hvort tveggja eru misgengishjallar, en breiðst nokkuð út þar á milli, og niður á Sandskeið. Ekki verður séð, hvað langt það nær þar til suðurs, því sandlög hylja það, en líklegt virðist, að það sé undir svifflugvellinum a.m.k. Sandlög þessi eru framburður úr gili, sem liggur suður með Bláfjöllum að vestan. Tvö önnur hraun hafa og komið þar sunnan að og er hið eldra þeirra nyrzt líka hulið sandlögum úr þessu sama gili.

Tröllabörn

Tröllabörn.

Mót þess hrauns og Leitahraunsins eru hulin og því ekki vitað, hvort er eldra. Norðurtakmörk Leitahrauns eru hins vegar nokkuð ljós á þessum slóðum. Það hefur fiætt um sléttuna alla norður með Vatnaási langleiðina norður að Stangarhól og Litla-Lyklafelli. Frá Sandskeiði hefur hraunið svo runnið áfram vestur eftir og myndar víðáttumikla og hallalitla hraunsléttu norðvestur af Fóelluvötnum. Er þessi hraunslétta á kortinu nefnd Mosar. Þegar hraunflóðið var búið að fylla þessa lægð hæðanna á milli, hefur það á ný fallið um þrönga farvegi, þar sem það er sums staðar aðeins fáir metrar á breidd og breiðist ekki út svo teljandi sé, fyrr en það kemur á sléttan flöt, Fossvelli, austan við Lækjarbotna. Þar breiðist það nokkuð út á ný, en suðurtakmörk þess eru hulin yngra hrauni, sem komið hefur sunnan að um skarðið milli Sandfells og Selfjalls. Það hraun endar í hárri brún rétt norðan við beygjuna á þjóðveginum, þar sem hann liggur upp úr Lækjarbotnum. Mun brekka sú heita Fossvallaklif.

Tröllabörn

Tröllabörn – gervigígar.

Hraunið, sem þarna endar og er svo áberandi, hef ég nefnt Hólmshraun II. Augljóst er af því, sem hér er sagt, að Hólmshraun II er yngra en Leitahraun. Fram af áður nefndri brún hefur Leitahraun fallið út á sléttar grágrýtisklappir rétt norðvestur af gamla gististaðnum Lögbegi. Þar er hraunið sums staðar aðeins 0,6—0,75 m þykkt (1. mynd). Má af því marka, hversu þunnfljótandi hraunið hefur verið. Í þessu sambandi má geta þess, að ég lít svo á, að hér hafi verið um dyngjugos að ræða, og að líta beri á Leitin sem dyngju. Á áðurnefndum stað klofnar hraunið í tvær kvíslar, fellur meginkvíslin vestur, en hin norður með Fossvallaklifi og þekur þá sléttu, sem nú nefnist Nátthagamýri, en við norðurrönd hennar er grunn tjörn, Nátthagavatn. Þarna hafa í hrauninu myndazt nokkrir gervigígir, lágir og lítt áberandi. Hafa þarna verið tjarnir, þegar hraunið rann, og bólstraberg hefur myndazt þar. Megin hraunstraumurinn hélt áfram vestur og breiddist út um sléttlendið vestan við Lækjarbotna hæða á milli. Norðurtakmörkin eru víðast hvar greinileg, en suðurtakmörkin víðast hulin yngri hraunum og er svo allt vestur að Gvendarbrunnum. Þessi hraun eru Hólmshraunin og eru þau fimm að tölu.

Hómsborg

Hólmsborg í Hólmshrauni II.

Skammt vestan við Lækjarbotna koma fyrir gervigígir í hrauninu, eru þar nokkrir mjög snotrir katlar úr hraunkleprum báðum megin við þjóðveginn. Þeir eru nefndir Tröllabörn. Hraunsléttan er svo nær mishæðalaus, þar til kemur nokkuð vestur fyrir Geitháls, en þar eru nokkrir gervigígir við norðurrönd hraunsins í röð, sem nær vestur undir Hólm. Lítið eitt vestar hefur hraun sunnan að runnið því sem næst þvert yfir Leitahraun. Liggur vesturrönd þess hrauns fast að Gvendarbrunnum. Hraun þetta er mjög þunnt. Það hef ég nefnt Hólmshraun I og er það elzt þeirra hrauna. Þau eru komin af svæðinu við Kóngsfell.
Rauðhólar
Nokkru vestar eru svo Rauðhólar eða réttara sagt, það sem eftir er af þeim. Hefur hraunið þar án efa runnið út í vatn og því hafa gervigígarnir myndazt. Fyrir vestan Rauðhóla er hraunið slétt og takmarkar Elliðavatn að norðan og austan, þ.e.a.s. eins og vatnið var áður en Elliðaárnar voru virkjaðar. Það hefur svo runnið um þröngt sund norðan við Skyggni. Myndast svo enn ein hraunsléttan í því og nær hún norður með Selási að vestan. Nyrzt á því svæði þrengist enn á ný um hraunið, og er það mjög mjótt, þar sem vatnsveitubrúin nú er. Svo beygir það vestur, fellur fram af allhárri brún vestan við Árbæjarstíflu, beygir loks til norðurs og endar í flötum tanga í Elliðavogi, nálægt því 300 m norðan við þjóðveginn. Hefur það þá runnið því sem næst 28 km leið frá eldvarpinu.

Rauðhólar

Rauðhólar

Rauðhólar.

Heita má að hin forna fegurð og töfrablær Rauðhólanna sé nú horfinn, og ekki var með öllu ástæðulaust að lítil stúlka, sem fór þar um fyrir nokkrum árum, spurði, hvort þetta væru Rauðholur. Þar standa nú eftir gjall- og hraunstabbar, sem þó eru harla fróðlegir. Oft hef ég komið í þessa sundurrifnu Rauðhóla, en sjaldan farið þaðan án þess að hafa séð eitthvað nýtt.
Það eru tiltölulega fáir staðir til, þar sem skoða má innviðu gervigíga og er nokkurs virði að hafa slíkan stað nálægt höfuðborginni og hinum ört vaxandi háskóla. Ekki þarf að efa, að hraunið hefur þarna runnið út í vatn, og að það er megin orsök myndunar gervigíganna. Hitaveita Reykjavíkur lét bora rannsóknarholu í Rauðhólum 1962. Var þá borað í gegnum Leitahraun, sem á þessum stað reyndist um 7 m þykkt. Undir því var fyrst leirlag um 1 m þykkt, þar eftir jökulurð og loks grágrýti. Ekki náðist sýnishorn af þessum leir, en líklegt þykir mér, að um kísilgúr hafi verið að ræða og sé það botnset hins forna vatns. Þykk lög af því efni eru bæði í Elliðavatni og Vífilsstaðavatni og eru raunar í flestum ef ekki öllum stöðuvötnum hérlendis, þar sem hraun liggja að.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Víða má í gjallstáli Rauðhóla sjá gulnaðan, stundum rauðbrenndan leir, bæði innan í brotnum hraunkúlum og sem laus stykki í gjallinu. Þetta er kísilgúr, sem án efa á rætur að rekja til vatnsins, sem hraunið forðum rann út í og fyllti. Svona má og sjá í gervigígum víða um land, t.d. í Landbroti, við Mývatn og í Aðaldal. Þetta eru ferskvatnsmyndanir.
Fróðlegt er að sjá þarna göng eftir gas, vafalaust að mestu leyti vatnsgufu, og hversu þau eru frábrugðin gasgöngum í eldstöðvum. Í eldstöðinni eru gasgöngin brynjuð innan af hraunglerungi, semer endurbrætt hraun. Slíkt ætti að jafnaði síður að koma fyrir í gervigígum, enda þótt það sé sennilega til. Gæti þetta verið nokkur hjálp við að greina gervigíg frá eldstöð.

Útlit hraunsins og innri gerð

Elliðaárdalur

Elliðaárdalur.

Leitahraun er dæmigert helluhraun. Það hefur verið afar þunnfljótandi, runnið næstum eins og vatn, og vafalaust verið mjög heitt, þegar það rann. Dæmi, sem sanna þetta, má víða sjá í hrauninu. Áður er á það drepið, hvað þunnt það er, þar sem það hefur runnið út á grágrýtisklöppina við Lækjarbotna. Á nokkrum stöðum þar fyrir austan, þar sem vatn hefur grafið inn undir hraunröndina, má sjá hvernig það hefur runnið utan um grágrýtisbjörg og fyllt svo að segja hverja smugu. Loks má geta þess, að nokkuð er um hella í þessu hrauni, þó ekki séu þeir stórir í þeim hluta þess, sem hér um ræðir. Nokkrir eru austur á Vatnaöldum, rétt norðan við gamla þjóðveginn.

Aldur hraunsins

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar og Elliðavatn fjær.

Það eru nú bráðum 20 ár síðan fyrst var gerð aldursákvörðun á mó, sem Jóhannes Áskelsson (1953) fann undir Leitahrauni rétt ofan við brúna yfir Elliðaár. Samkvæmt C1 4 aldursákvörðun reyndist mórinn 5300 ± 340 ár.
Sumarið 1965 lagði Vatnsveita Reykjavíkur nýja vatnsæð til borgarinnar. Var þá sprengdur skurður í gegnum Leitahraun suður og vestur af Elliðaárstöðinni. Við norðurjaðar hraunsins nær beint suður a£ stöðvarhúsunum var hraunstorkan svo þunn, að hún brotnaði undan þungri jarðýtu. Kom þá í ljós, að undir hrauninu var mýri, sem vaxin hefur verið birkikjarri áður en hraunið rann. Mátti þarna tína búta af birkihríslum, sem nú voru orðnar að viðarkolum. Þótti mér rétt að nota þetta efni til nýrrar aldursákvörðunar, og var hún framkvæmd af dr. Ingrid U. Olsson á rannsóknarstofu háskólans í Uppsala í Svíþjóð (U-632). Sú aldursákvörðun sýndi, að gróðurleifarnar eru 4630 ± 90 ára, þ.e. töluvert yngri en samkvæmt fyrri aldursákvörðun. Hefur hraunið því runnið um 2680 árum fyrir okkar tímatal eða á þeim sömu árum og egypzkir verkamenn strituðu við byggingu hins mikla Cheops pýramída á Egyptalandi austur.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 01.11.1971, Hraun í nágrenni Reykjavíkur – Leitarhraun – Jón Jónsson, bls. 49-63.

Leitarhraun

Leitarhraun – kort.

Arnesarhellir

Í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenskra, er m.a. fjallað um Arnes Pálsson útilegumann. Er frásögnin „eptir handriti séra Jóns Yngvaldssonar á Húsavík (dáinn 1876) rituðu eftir sögn séra Arnórs Jónssonar í Vatnsfirði (dáinn 1853), en Arnes sagði honum sjálfur kringum 1790.
Arnesarhellir í AkrafjalliÍ handritinu er líst ástæðu fyrir útilegu Arnesar eftir að hann varð uppvís að þjófnaði, „ei fæ jeg sagt hvílíkum“, leitinni að honum á Akrafjalli og vist hans með Fjalla-Eyvindi. Í upphafi segir frá kænvísum viðbrögðum og góðum, en iðrunarfullum úrræðum Arnesar: „Vorið 1755 þegar Magnús amtmaður Gíslason sat á Leirá, en Arnór sýslumaður bjó í Bergsholti í Melasveit varð Arnes nokkur Pálsson á Akranesi eða í Garðasókn uppvís að þjófnaði, ei fæ jeg sagt hvílíkum. En áður hann yrði handsamaður og færður sýslumanni, sem þá var títt, hvarf Arnes úr byggðinni og fannst ekki, þó hans væri víða leitað og voru ýmsar getur um, hvað af honum hefði orðið. En er áleið sumar og nótt tók að dimma, fóru menn á Akranesi og í fleiri bæjum nálægt Akrafelli [í fyrri hluta lýsingarinnar er skrifað -fell] að verða varir hvarfa ýmsra muna úr útibúrum. Ei var heldur trútt um, að smalasveinar, er árla voru uppi, sæi mann bera fyrir sig uppi’ á Akrafelli, því hvarvetna umhverfis fjallið er byggð og bæir. Af þessu öllu saman kom upp kvittur sá og grunur, að Arnes mundi hafa byggistöð sína í Akrafelli og hugðu menn ekki gott til, er hausta og vetra tæki að eiga þar vogest slíkan yfir höfði sér. Hreppstjórar sveitanna báru nú þetta vandræði undir héraðshöfðingja sína, amtmann og sýslumann, er báðir voru hyggnir og hugkvæmir; stefndu þeir þá að sér hreppstjórum öllum og virtustu mönnum af Akranesi og úr Mela- og Leirársveitum og réðu ráðum sínum um, hve hægast mundi að handtaka Arnes; var það þá afráðið að hefja skyldi fangaleit um allt Akrafell einn ákveðinn dag um haustið,
ÁrtúnÍ hreinu og björtu veðri eða fyrsta bjartan dag þar næstan og skyldu hreppstjórar allir kveða upp menn í kringum sig af hverjum bæ og var ákveðinn viss tími, þá allir skyldu jafnsnemma hefja leitina allt í kring upp á fellið. En svo Arnes skyldi á engan veg á undan skotizt, þá var svo ráðkænlega um hnútana búið, að allir leitarmenn skyldu vera á hvítum hásokkum, er næðu upp á mið læri og allir bera alhvítar húfur, svo hvar sem nokkur sæi nokkurn mann á annan veg búinn, þá væri að honum auðgengið, af öllum, er sæju hann. En til enn meiri vissu að vara, að Arnes því síður ætti nokkurn kost að komast undan, voru margir menn hér og þar, á beztu hestum, settir til aðgæzlu skammt frá fjallsrótunum, til að henda Arnes á hlaupi, ef hann einhversstaðar leitaði ofan til undanflúnings og höfðu allir þessir reiðmenn langskeptar ólarsvipur í hendi, til að hringvefja um hlauparann, ef færi gæfist, en þar sem mýrlent var, svo ei varð vel hestum viðkomið, þar voru á víð og dreif valdir hinir knáustu og fráustu menn, skammt frá fjallsrótunum, til að elta og áhenda Arnes, ef ofan kynni að vilja hlaupa einhversstaðar, svo kalla mátti að honum væri hér á allan veg allar bjargir bannaðar til undankomu.
Leifar eftir setuliðið eru víðaNú er ei meir frá tíðindum að segja, fyr en kemur sá hinn ákveðni leitardagur og voru þá um 80 menn búnir til leitarinnar og höfðu alir þann viðbúning, sem hér var gert ráð fyrir gert. Þá var veður gott og bjart og hugðu menn gott til að fá handtakið Arnes, er ekkert vissi um allt þetta kænlega ráðabrugg.
Nú er að segja frá Arnesi, að þennan sama morgun fer hann árla á ferl og flakk úr fylgsnishreysi sínu, er var hæst á Akrafjalli [í hellisskúta undir Háahnúk], þar sem víðast mátti til sjá nálægt fjallinu; getur hann þá að líta, hvar sem auga rennir, að hvaðanæva drífa ríðandi menn að fjallinu. Einnig gætir hann þess, að allir mennirnir nema þeir, er fyrstir fóru, höfðu einkennisbúning til höfuðs og fóta; flýgur honum þá skjótt í hug, hvað nú  muni á seyði og þykir heldur óvænlega áhorfast fyrir sér.
Arnes sér nú leitarmennina drífa að á allar hliðar svo búna Tóft við Selfosssem áður segir.
Hvorki átti hann alhvíta sokka né alhvíta húfu og hvorugt varð gripið upp úr grjótinu. Ei hafði hann heldur krít né hvítan lit, en hér rak bráð nauðsyn eptir að vera bæði snar og snjallráður eða gefast upp og þess kvaðst Arnes lengst síðan iðrazt hafa, að þeð ei gert hefði, en hann varð þó ei með öllu úrræðalaus. Arnes átti skyrtutötur. Af hennir rífur hann ermina, ristir sundur og vefur um höfuð sér og bindur um utan. Hvíta sokka átti hann enga og þá var þar ei hægt að fá og hvað var þá til ráða. Sokka á hann enga nema sauðsvarta og eins lita brók og buxur. Arnes fer úr sokkunum eða flettir þeim í vindil fast ofan á ristar, síðan sprettir hann upp í nærskornar stuttbuxur og brýtur þær upp fyrir mitt læri. Þannig sýndist hann klæddur í uppháa, hvíta sokka. Þá var nú enn ein þraut óunnin, sem var sú, að fá laumazt og læðast saman við aðra leitarmenn, svo enginn yrði var við. Hverju bragði hann beitti til þess man jeg ógerla, en þó tólkst honum það að og þannig gekk hann og leitaði með þeim allra manna vandlegast, allan daginn, og áminnti alltaf þá, er næst honum gengu, að leita sem vandlegast.
En af því leitarmenn, sem voru úr 4 sveitum, voru margir svo ókunnugir innbyrðis, að eigi þekktu hvorir aðra, grunaði enginn Grágrýtisbjarg við hellisskútannArnes.
En er lokið var leitinni síð dags og menn fóru að flokkast saman neðan undir fjallinu, drógst Arnes lítið aptur úr, kvaðst hafa týnt vetlingi úr barmi sér, og vilja svipast að honum og bað þá, er næst honum voru að halda áfram; hann mundi skila sér og við það skildi með þeim, að engan grunaði neitt, þótt öllum þætti undarlegt, að Arness kyldi hvergi vart verða og þóttust ei vita, hverju gegndi. En það er af Arnesi að segja, að honum þótti happ að sleppa, þótt þetta væri upphaf rauna hans, því hvað var ein ráðningarrefsing, þótt nokkuð sár væri, hjá öllu hinu illa, er langvinn, ófrjáls útilega hafði í för með sér, og að hljóta ár frá ári að lifa á ránum og stuldi, ófriðhelgi, úti á öræfum, í vetrarhörkum, og aldrei verða ugglaus um fjör og frelsi.
Næstu nótt kúrði Arnes enn í fylgsni sínu í fjallinu, en þorir þó með engu móti að haldast þar við lengur og býr sig að morgni til burtfarar, en veit þó víst ekki, hvert halda skuli, þá án alls undir vetur sjálfan. Hann hafði þá heyrt getið Fjalla-Eyvindar útilegumanns og heldur vel af honum látið, og kemur helzt í hug, að leita hans upp á líf og dauða…“

Innan við syðra opið

Að lokum segir: „Sagt er að Arnes hafi borið Eyvindi bezta orð fyrir góðmennsku og guðrækni, en vart kvaðst hann [hafa verið] óhræddur um líf sitt fyrir Höllu og Abraham syni hennar (?) meðan hann lifði.
Tvö seinustu árin, sem Arnes lá úti, hafðist hann optast við í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni, unz ellibilun knúði hann að gefa sig alveg á vald byggðamanna kringum 1790 og var þá að nafninu settur í tugthúsið, en af því þá var verið að frumbyggja dómkirkju í Reykjavík, en Arnes var þjóðhagi, var hann hafður þar við smíðar og dó fjörgamall í Engey 7. september 1805 eins og segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar II, bls. 247.“ Arnes varð einnig um tíma eins konar dyravörður í fangelsinu í Reykjavík, en sú bygging hýsir nú Stjórnarráð Íslands. Til er kansellíbréf til Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns um að láta Arnes Pálsson lausan úr fangahúsinu í Reykjvík, hinn 4. febrúar 1792. Hann lést sem niðursetningur í Engey við Reykjavík árið 1805, sem fyrr sagði, 86 ára gamall.
Og þá var bara að leita að þessu fyrrum fylgsni Arnesar við Elliðaárnar, í landi Ártúns. Framangreind lýsing gefur staðsetninguna til kynna; „…í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni“. Nyrðri hluta ánna hefur verið raskað varanlega, allt frá rafstöðvarhúsunum upp fyrir stíflu (sjá HÉR). Þá hafa árnar hlaupið fram og aftur um ársvæðin, brotið bakka og fært til.
Gos með hraunrennsli um Elliðaárdalinn hefur aðeins einu sinni orðið frá því að ísa leysti fyrir um 10 þúsund árum. Það er Leitarhraun sem er nefnt eftir gíg sem það kom úr austan Bláfjalla. Hraunið rann fyrir um 5000 árum og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla.

Innan við nyrðra opið

Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann (sjá HÉR).
Þegar gengið var upp með og innan við árbakkana beggja vegna neðan frá var hvorki hella né skúta að sjá. Einu minjarnar voru eftir setuliðið, nokkur skeifulaga hlaðin skjól. Ólíklega hefur fylgsni Arnesar við vestan Ártúns því þar er bæði flatlent; flæðihætta, og þar var aðalþjóðleiðin austur um sveitir. Enn vottar fyrir grunni þóaramylluhússins, skammt frá aðalleiðinni yfir vaðið, en það kom einmitt við sögu þegar Arnes lenti í vandræðum og gafst næstum því yfirvöldum á vald.
Hólmahraunin hækka eftir því sem ofar dregur. Spurnir höfðu fengist af hraunsprungu í efsta hólmanum (Blásteinshólma) og innundir honum svolítið rými, varla þó nógu stórt til að hýsa manneskju. Dæmi var um í dagbókarfærslu lögreglunnar að þar hefðu þjófar falið þýfi fyrrum, lítilræði þó. Ferðin yfir í hólmann var ekki árennileg því ekki verður komist í hólmann nema í vöðlum.
Ljóst er að Arnes hefur ekki gert miklar kröfur til vistavera sinna ef marka má önnur nálæg skjól, sem við hann eru kennd, s.s. í Akrafjalli (-felli), við Hraunsholt í Garðabæ og Arnersarhelli við Hvalvatn (sjá HÉR). Hann hefur þó gjarnan búið svo um að munnarnir væru ekki við fjölfarnar sljóðir og ekki auðfundnir. Í Hvalvatni þarf t.d. að vaða spölkorn út í vatnið til að komast inn í skútann. Líklega hefur hann ekki með viðvarandi dvöl á hverjum stað.
Eftir að FERLIR hafði gengið fram og aftur um Elliðaáasvæðið kom einungis einn álitlegur staður til greina. Að vísu gæti áin hafa fært fyrrum hellisskútan í kaf og fyllt hann eða hann fallið saman. Hvorugt virtist þó sennilegt því líklegt mátti telja að Arnes hafi valið sér skjól á nokkuð öruggum stað, þar sem vel sást til mannaferða, en trauðla til hans. Auk þess hefur hann, eftir svo mörg ár á flótta, lært af refsins klækjum; fundið stað með fleiri en einum útgangi, ef á þyrfti að halda – að fenginni reynslu. Fangavist yfirvaldsins á Ströndum hafði ekki verið nein sæla þótt alþýðufólkið hafi sýnt honum nærgætni. Viðbrögðin voru því, er hér var komið, að forðast yfirvaldið og þess menn með sem bestum ráðum.

Nyrðra hellisopið

Ljóst má vera að Arnes hefur gengið beina hjá Ártúnsfólkinu, en svo hafði bærinn heitið allt frá 1584 (áður hét hann Árland neðra). En vegna gestaferða um fjölfarinn túngarðinn hefur Arnes þurft öryggt afdrep. Eflaust hefur hann notað það sem skjól því sagan segir að komið hafi verið að honum sofandi í þóaramyllunni fyrrnefndu og munaði litlu að þá tækist að koma honum undir manna hendur. Flúði hann í hraunin við Álftanes, en þar má enn sjá skjól það er hann hafðist þá í um tíma.
Staðurinn, sem líklegastur er til að geyma „Arnesarhelli“ í Elliðaárdal sendur hátt, við Hólmstá, reyndar á besta stað. Tvö op er á hellisskútanum, sem er um 10 metra langur. Stærra opið, það nyrðra, horfir heim að Árbæ, en bærinn er þó ekki í sjónfæri. Utan við syðra opið er lausagrjót. Nokkra slíka steina má sjá innan við opið. Hellirinn er ekki auðfundinn, enda lágur. Ofar heitir Selfoss. Milli hans og hellisins eru leifar af tvískiptri tóft, hugsanlega tímabundinni selstöðu eða aðhaldi. Sunnar er Kermóafoss (Skorarhylsfoss/Indíánafoss). Við hann eru tveir grunnir skútar, en undir hraunveggnum þar er hið ágætasta skjól. Utan við hellismunnann er stórt grágrýtisbjarg, sem ísaldarjökullinn hefur skilið eftir. Við það má auðveldlega dyljast á alla vegu fyrir mannaferðum handan árbakkanna.
Hafa ber í huga að þarna gæti Arnes, hinn þrautreyndi útilegumaður á öræfum Íslands um mörg ár, hafa hafst við þau tvö ár er hann dvaldi við Ártún.
Frábært veður.

Heimild:
-Huld – safn alþýðlegra fræða íslenskra, 1890-1898, I, bls. 31-37.
-Örnefnastofnun Íslands.

Nyrði hluti hellisins

Arnesarhellir

Í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenskra, er m.a. fjallað um Arnes Pálsson útilegumann. Þar er frásögnin „eptir handriti séra Jóns Yngvaldssonar á Húsavík (± 1876) rituðu eftir sögn séra Arnórs Jónssonar í Vatnsfirði (± 1853), en Arnes sagði honum sjálfur kringum 1790. Í handritinu er líst ástæðu fyrir útilegu Arnesar eftir að hann varð uppvís að þjófnaði, Uppdrátturinn frá 1880(„ei fæ jeg sagt hvílíkum“ var haft eftir sýslumanni), leitinni að honum á Akrafjalli og vist hans með Fjalla-Eyvindi. Að lokum segir: „Tvö seinustu árin, sem Arnes lá úti, hafðist hann optast við í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni, unz ellibilun knúði hann að gefa sig alveg á vald byggðamanna kringum 1790 og var þá að nafninu settur í tugthúsið, en af því þá var verið að frumbyggja dómkirkju í Reykjavík, en Arnes var þjóðhagi, var hann hafður þar við smíðar og dó fjörgamall í Engey 7. september 1805 eins og segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar II, bls. 247.“
Uppdráttur er til af Elliðaánum, teiknaður af Sigurði Guðmundssyni málara 1880 eftir mælingum H. Guðmundssonar. Þessi uppdráttur er upphaflega frá árinu 1869 og gerður út af deilu, sem reis vegna veiðiréttinda í ánum og laxakistum. Á þennan uppdrátt eru m.a. teiknaðar gamlar götur, sem lágu nánast í beinu framhaldi af því, sem nú er Bústaðavegurinn, fyrst yfir vestari álinn á Ártúnsvaði. Þaðan fyrir sunnan Ártún og í Reiðskarð, en það er fyrir austan Ártún og liggur þar nú stígur upp.
Ekki er vitað hvenær farið var að búa í Ártúni, en þess er getið í máldögum árið 1379 og er þá talið í eigu Neskirkju.
Í Arnesarhelli við HraunsholtÁrið 1906 keypti Reykjavíkurbær bæina Árbæ, Breiðholt, Selás og Ártún í sambandi við áætlanir um að taka neysluvatn úr
Elliðaánum fyrir þéttbýli í Reykjavík. Bauð bærinn Þorbirni og Jónu að setjast að í Ártúni. Þar voru fyrir mjög hrörleg hús og hófust þau strax handa við byggingu núverandi húsa. Íbúðarhúsið að Ártúni svipar mjög til húsa sem byggð voru austur um sveitir eftir jarðskjálftann mikla árið 1896. Þau eru nú flest horfin af sjónarsviðinu. Allt þar til Elliðaárnar voru brúaðar árið 1883 lá þjóðleiðin til og frá Reykjavík um tún Ártúns. Í Ártúni var ferðamönnum seldur viðurgerningur og var það vinsæll áningastaður.
Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós, eins og nafnið sé eintala, (ekki *Elliðaáaós), en á síðari tímum er alltaf talað um Elliðaár, t.d. í Skarðsárannál frá um 1640 (við árið 1582) (Annálar I:168), Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II. b.) (eða Hellisár í sumum heimildum, t.d. sóknarlýsingu, Gullbringu- og Kjósarsýsla, 148).

Ártún í dag

Elliðaárnar renna að nokkru í tveimur kvíslum, og á fyrsta korti sem gert var af þeim frá 1880, er hvor kvísl um sig neðantil merkt Elliðaá þar sem þjóðvegurinn úr Reykjavík lá yfir þær. (Elliða-ár frá upptökum og að árósum 1880. Birt í Elliðaárdalur. Land og saga, bls. 66-67). Bærinn Árland neðra er nefndur í heimildum í lok 14. aldar, hefur líklega upphaflega aðeins heitið Á hin neðri, síðar Ártún, og Árbær Á hin efri (Árland efra) (Ólafur Lárusson, Byggð og saga, 192-197). Í Landnámu er nafnið talið dregið af skipinu Elliða sem Ketilbjörn gamli Ketilsson á Mosfelli átti (Ísl. fornrit I:384). Mannsnafnið Elliði er nefnt í nafnatali frá 17. öld. Alltaf er talað um Elliðavatn, ekki *Elliðaárvatn, svo að bærinn Elliðavatn hefur e.t.v. heitið Elliði upphaflega og þá verið kenndur við eitthvað í náttúrunni sem líktist skipi.
Orkuveita Reykjavíkur (Hitaveita) á átta borholur í dalnum. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar voru fjórir kampar í landi Ártúns, Camp Alabaster (Camp Pershing;), Camp Battle, Camp Hickham, Camp Fenton Street og Camp Ártún á Ártúnshöfða.
Samkvæmt framanskráðu má ætla að svæðið næst Ártúni hafi verið raskað verulega á síðustu aldafjórðungum, en í handritinu framangreinda segir: „…í hellisskúta hjá Elliðaám, skammt frá Ártúni“. Þar sem því svæði hefur lítið verið raskað, nema næst Elliðaáavirkjuninni, er til vinnandi að reyna að finna þennan tilgreinda „Arnesarhelli“.
Annar hellir, kenndur við Arnes, er við Hraunsholt í Garðabæ.

Heimild:
-Huld – safn alþýðlegra fræða íslenskra, 1890-1898, I, bls. 37.
-Örnefnastofnun Íslands.

Arnesarhellir

Arnesarhellir.