Færslur

Búahellir

Í Kjalnesingasögu segir frá Búa, sem hélt til í helli í Laugargnípu. Í viðræðum við Harald Jónsson í Varmadal fékkst staðfest að hellirinn væri til, nefndur Búahellir.

Kjalarnes

Kjalarnes – kort.

Hellirinn er ofarlega í Búa (Laugargnípu) og erfitt að komast upp í hann. Sjálfur hafi hann einu sinni reynt að klifra þangað upp en í upphafi skal endirinn skoða því erfitt getur reynst að komast niður aftur. Best væri að síga ofan frá, í hellinn og síðan fara áfram á bandinu niður fyrir.
Gengið er að skriðu fjallsins frá Grundará, sem kemur úr gili (Gljúfrinu) skammt norðar. Op hellisins horfir mót vestri.

Í Kjalnesingasögu segir t.d.. að Helgi bjóla hafi numið Kjalarnes og búið á Hofi. Hann átti Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Synir þeirra hétu Þorgrímur og Arngrímur.

Esjuberg

Búahellir?

Örlygur hinn írski leitaði á náðir Helga bjólu að ráði frænda síns, Patreks biskups á Írlandi. Fékk Helgi honum bústað. Þar reisti Örlygur kirkju. Andríður, Kolli og Esja koma síðar. Helgi tekur við þeim.

Kolli sest að í Kollafirði. Örlygur var þá háaldraður og gaf upp land og bú fyrir Esju en upp frá því heitir þar að Esjubergi. Andríður var á hinn bóginn hjá Helga á Hofi hinn fyrsta vetur og sórust hann og synir Helga í fóstbræðralag. Helgi gefur honum síðan land undir bú, Brautarholt, og bað einnig til handa honum konu, Þuríðar, systur Þormóðs í Þormóðsdal.

Skeggjastaðir

Skeggjastaðir og Hrafnhólar.

Þorgrímur, sonur Helga, fékk Arndísar á Skeggjastöðum og var því tvöfalt brúðkaup á Hofi.
Þegar Helgi andast tekur Þorgrímur við búinu á Hofi og mannaforráðum (goðorði) en Arngrímur reisir sér bæ sem hann kallar Saurbæ. Synir hans eru þeir Helgi og Vakur en sonur Þorgríms heitir Þorsteinn. Þorgrímur er blótmaður mikill og reisir sér stórt hof. Sonur hans, Þorsteinn, er sagður „uppivöslumaður mikill“. Sonur Andríðs og Arndísar, Búi, er aðalpersóna sögunnar. Hann er sagður einrænn. Kolfinnur er kynntur til sögu. Hann býr í skjóli móður sinnar, Þorgerðar á Vatni, og er ekki eins og fólk er flest. Hann er kolbítur, beit steiktan börk af viði og gætti katla móður sinnar.

Lauganýpa

Lauganýpa.

Búi er í fóstri hjá Esju. Hann vill aldrei blóta og er loks dæmdur sekur skógarmaður á Kjalarnesþingi fyrir „rangan átrúnað“. Hann er með öðrum orðum brottrækur úr mannlegu samfélagi og réttdræpur. Ákæruefnið bendir til þess að hann sé kristinn eins og raunar kemur skýrt fram í sögulok.

Búi fer allra sinna ferða eins og ekkert hafi í skorist. Hann hefur hnýtt um sig slöngu sem er eina vopn hans. Fram kemur að kærleikar eru með honum og móður hans. Þeir Þorsteinn hyggjast taka hann af lífi og veita honum eitt sinn eftirför. En Esja kemur honum til bjargar. Yfir þá lýstur svo miklu myrkri að þeir sáu ekki handa sinna skil. Síðar drepur Búi Þorstein og ber eld í hofið sem brennur til kaldra kola. Esja fær honum bústað, herbergi með baði í helli nokkrum undir Laugargnípu í fjallinu ofan við Esjuberg, þ.e. Esju.”

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Kjalarnesið er sagnaríkt. Margar minjar er þar að finna ef vel er að gáð sem og skírskotun til gamallar sögu og sagna fyrri tíðar.
Haraldur segir umhverfið þarna hafa breyst mikið á skömmum tíma. Um 1920 hafi t.d. áin breytt um farveg. Áður hafi hún runnið mun vestar. Þegar staðið væri uppi á Búa og horft yfir Esjuberg og nágrenni hefði fyrir 50 árum mátt sjá móta fyrir gömlum tóftum á túninu og þannig nokkurn veginn mátt átta sig á hvernig gamla bæjarstæðið hafi litið út. Nú væri þetta meira og minna horfið. Ef taka ætti mið af breytingunni á þessum rúmlega fimmtíu árum, sem hann hafi verið þarna, þá gæti svæðið og þar með fjallið hafa litið allt öðruvísi út fyrir einhverjum öldum síðan, hvað þá árþúsundi. En hellirinn væri þarna upp í klettunum.

Heimild fengin af:
-http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/handr/Kjalnesingas.htm

Esjuberg

Esjuberg um 1900.

Saurbær

Kjalarnesið er sagnaríkt. Margar minjar er þar að finna ef vel er að gáð sem og skírskotun til gamallar sögu og sagna fyrri tíðar.

Kjalarnes

Kjalarnes – kort.

Í Kjalnesingasögu segir t.d.. að Helgi bjóla hafi numið Kjalarnes og búið á Hofi. Hann átti Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Synir þeirra hétu Þorgrímur og Arngrímur.

Örlygur hinn írski leitaði á náðir Helga bjólu að ráði frænda síns, Patreks biskups á Írlandi. Fékk Helgi honum bústað. Þar reisti Örlygur kirkju.
KjalarnesAndríður, Kolli og Esja koma síðar. Helgi tekur við þeim. Kolli sest að í Kollafirði. Örlygur var þá háaldraður og gaf upp land og bú fyrir Esju en upp frá því heitir þar að Esjubergi. Andríður var á hinn bóginn hjá Helga á Hofi hinn fyrsta vetur og sórust hann og synir Helga í fóstbræðralag. Helgi gefur honum síðan land undir bú, Brautarholt, og bað einnig til handa honum konu, Þuríðar, systur Þormóðs í Þormóðsdal. Þorgrímur, sonur Helga, fékk Arndísar á Skeggjastöðum og var því tvöfalt brúðkaup á Hofi.

Kjalarnes

Kjalarnes – norðurhluti (AMS-kort).

Þegar Helgi andast tekur Þorgrímur við búinu á Hofi og mannaforráðum (goðorði) en Arngrímur reisir sér bæ sem hann kallar Saurbæ. Synir hans eru þeir Helgi og Vakur en sonur Þorgríms heitir Þorsteinn. Þorgrímur er blótmaður mikill og reisir sér stórt hof. Sonur hans, Þorsteinn, er sagður „uppivöslumaður mikill“. Sonur Andríðs og Arndísar, Búi, er aðalpersóna sögunnar. Hann er sagður einrænn. Kolfinnur er kynntur til sögu. Hann býr í skjóli móður sinnar, Þorgerðar á Vatni, og er ekki eins og fólk er flest. Hann er kolbítur, beit steiktan börk af viði og gætti katla móður sinnar.

Kjalarnes

Kjalarnes – norðurhluti (AMS-kort).

Búi er í fóstri hjá Esju. Hann vill aldrei blóta og er loks dæmdur sekur skógarmaður á Kjalarnesþingi fyrir „rangan átrúnað“. Hann er með öðrum orðum brottrækur úr mannlegu samfélagi og réttdræpur. Ákæruefnið bendir til þess að hann sé kristinn eins og raunar kemur skýrt fram í sögulok.
Búi fer allra sinna ferða eins og ekkert hafi í skorist. Hann hefur hnýtt um sig slöngu sem er eina vopn hans. Fram kemur að kærleikar eru með honum og móður hans. Þeir Þorsteinn hyggjast taka hann af lífi og veita honum eitt sinn eftirför. En Esja kemur honum til bjargar.

Lauganýpa

Í Lauganýpu.

Yfir þá lýstur svo miklu myrkri að þeir sáu ekki handa sinna skil. Síðar drepur Búi Þorstein og ber eld í hofið sem brennur til kaldra kola. Esja fær honum bústað, herbergi með baði í helli nokkrum undir Laugargnípu í fjallinu ofan við Esjuberg, þ.e. Esju.

Framundan er verkefni, þ.e. að fara og skoða framangreindan helli með skírskotun til sögunnar.

Heimild fengin af http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/handr/Kjalnesingas.htm

Esja

Esja.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar (Móskarðahnúkar) eru hnúkaröð fjögurra tinda og tengir saman Esju og Skálafell. Þeir eru að mestu úr líparíti. Austasti tindurinn er hæstur 807 metrar.

Tómas Einarsson

Tómas Einarsson (1929-2006).

Tómas Einarsson lýsti gönguleiðinni á “Móbergshnúka” í Morgunblaðinu árið 1982:
“Móskarðshnúkar nefnist sá hluti Esjunnar, sem austast liggur, en milli þeirra og Skálafellsins er Svínaskarð. Hnúkarnir sjálfir eru auðþekktir vegna lits og lögunar. Hinn ljósbleiki litur vekur athygli vegfaranda

ns en blekkir oft á tíðum því það er eins og sólin skíni alltaf á Móskarðshnúka, þótt veðurstofan segi annað.
Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra eru grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan.
Fyrrum lá þjóðleiðin milli Kjósar og Mosfellssveitar um Svínaskarð og um skarðið fór fjöldi ferðalanga úr fjarlægum landshlutum, en það breyttist þegar akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna skömmu eftir 1930.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Ganga á Móskarðshnúka er auðveld og er venjulegast gengið á þá að sunnan. Þá er ekið að Leirvogsá, hjá Hrafnhólum, og gengið þaðan eftir gömlu götunum áleiðis að Svínaskarði. Skammt fyrir norðan bæinn liggur leiðin yfir Skarðsána. Hún er ekki mikil að jafnaði svo auðvelt er að stikla yfir hana á steinum. Mörgum hættir til að taka stefnuna beint á hnúkana eftir að komið er yfir ána. Sú leið er vel fær, en þó er léttara að ganga áfram eftir götunni uns komið er að gili, sem liggur niður frá hnúkunum. Farið er yfir það, en síðan upp með því að austanverðu og stefnt beint í skarðið milli tveggja austustu hnúkanna.

Svínaskarð

FERLIRsfélagar við dys í Svínaskarði.

Úr skarðinu er létt að ganga á austasta hnúkinn, en hann er hæstur (807 m) og af honum er besta útsýnið. Ekki er mikið víðsýni af Móskarðshnúkum, nema helst til austurs og suðurs, því fjöll kreppa að til annarra átta, svo minna er þar að sjá en vænta mætti.
Um fleiri en eina leið má velja, þegar halda skal til baka. Sennilega liggur leið flestra af austasta hnúknum niður skriðurnar og ofan í Svínaskarð (það er í 481 m hæð) og ganga gömlu götuna til baka. Þetta er mjög þægileg leið og falleg. En ef tíminn er nægur er sjálfsagt að lengja leiðina nokkuð og ganga þá vestur hnúkana áleiðis að Esjunni.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Þá eru efstu brúnir hnúkanna þræddar og eykur það ekki síst á tilbreytinguna. Síðan er gengið yfir klettahrygginn milli Þverárdals og Eyjadals og vestur á Esjuna. Krækt fyrir botn Þverárdals, gengið á Hátind (909 m) og haldið síðan niður Þverárkotsháls að Hrafnhólum. Þessi leið er bæði fjölbreytt og falleg, og veitir víðari sjóndeildarhring en Móskarðshnúkar einir. Þó er rétt að hafa það í huga, að þessi gönguleið tekur meginhluta dagsins, ef farið er rólega og án alls óðagots.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

En hvernig mynduðust Mókarðshnúkar og hvers vegna eru þeir frábrugðnir öðrum nærliggjandi fjóllum bæði að lit og lögun? Jarðvísindamenn segja að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2 1/2-3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmannsfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun, sem það hefur í dag. Með skarpskyggni sinni og nútímatækni hefur vísindamönnum okkar tekist að ráða þessar rúnir. En um leið hafa þeir veitt okkur óbreyttum leikmönnum tækifæri til að gefa hugarfluginu lausan tauminn meðan við fetum okkur áfram áleiðis að áfangastað.”

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar – gönguleið.

Tómas Einarsson fæddist 10. nóvember 1929. Hann lést 12. febrúar 2006. Eftir barnaskólapróf fór Tómas í Héraðsskólann í Reykholti, síðan í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1950. Íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni lauk hann 1952 og prófi frá Lögregluskóla Reykjavíkur 1954. Námsdvöl á vegum The Cleveland International Program í USA 1964 og Cambridge í Englandi 1974-75.
Hann var kennari við barna- og unglingaskóla 1950-53. Hóf störf í lögreglu Reykjavíkur 1953 og í rannsóknarlögreglunni (afbrot unglinga) 1955-1966. Kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík frá 1966 og kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis til starfsloka.

Heimild:
-Morgunblaðið, 159. tbl. 23.07.1982, Móskarðshnúkar – Tómas Einarsson, bls. 39.

Móskarðshnúkar

Móskarðahnúkar – herforingjaráðskort 1908.

Kalkofninn

Kalknám var stundað í Sandhól við Djúpagil og við Mógilsá ofan Mógilsárfoss frá árinu 1873 í nokkur misseri og síðan aftur á árunum 1916-17. Kalkbrennsluofnar voru byggðir við Rauðará í Reykjavík (1873) og síðan neðan við Arnarhól (1876). Kalofnsvegur var nefndur eftir þessum gjörningi.

Í Víkverja 1873 er umfjöllun um “Kalk í Esjunni“:

Mógilsá

Mógilsá – kalknáma.

“Það er flestum kunnugt, að kalk fanst fyrir nokkrum árum í Esjunni. Það var í felli einu fyrir ofan Mógilsá, að menn þóttust sjá kalkberg koma fram í möl þeirri, er á er öllu fellinu. Landlæknirinn, dr. Jón Hjaltalín, lét höggva nokkur brot af berginu, og senda þau fræðimönnum erlendis til rannsóknar, og kom þá fram, að 90 hundruðustu partar af steininum voru hreint kalk; svo reyndist og í fyrra, þá er nokkrir steinar voru fengnir hinum útlensku vinnumönnum, er unnu að þinghúsgjörðinni fyrir austan Reykjavík, að ágætt kalk fékst af þessum steinum, þá er þeir voru brendir.

Egill Egilsson

Egill Egilsson.

Nú hefur herra kaupmaður Egill Egilsson (Sveinbjarnarson) hér í Reykjavík gjört gangskör að því, að kanna þessa kalknámu nákvæmar og nota hana. Kalkbergið er, svo sem vér áðr sögðum, í sérstöku litlu felli sunnan til í Esjunni. Hingað til hefir eigi komið mikið fram af því, en líkur eru til, að bergið nái langt inn í fellið, og merki hafa jafnvel sést til þess, að það nái í gegn um það. Sé það svo, munu margar miljónir tunna af kalki vera fólgnar í fellinu.
Herra Egill Egilsson hefir fyrir hálfum mánuði látið brjóta einar 50 tunnur af kalki úr berginu, og flutt þær ofan að sjó, en svo þungt var grjótið, að það voru klyfjar á 200 hesta. Þar voru 30 tunnur af grjótinu látnar í skip, er herra E. á, og eru þær nú fluttar fram að Rauðará; þar ætlar herra E. að láta gjöra kalkofn og brenna grjótið. Reynist það þá eins gott, og sagt er, mun verða stofnað hlutafélag til þess að vinna námuna enn betur.
Vér óskum herra Egli kaupmanni allrar hamingju til verks þess, er hann hefir gerst forgöngumaðr fyrir, og vér efum eigi, að hið mesta gagn geti hlotist að því, ef kalkbergið að eins að nokkru leyti svarar þeim vonum, er kunnugir menn hafa gert sér um það. Næst vegaleysinu getum vér talið vonda húsagjörð einn hinn mesta hnekki á öllum framförum vorum, en fari svo, að vér getum fengið kalk í hús vor á nokkurn veginn vægan hátt, er tvent áunnið; vér þyrftum þá eigi að skemma hagagöngur vorar með torfristum, og fengjum þá langtum hlýari og stæðilegri, og fyrir því og með tímanum, ódýrari hús, en vér höfum hér til haft.”

Í Þjóðólfi 1877 var eftirfarandi grein:

Vesturgata 52

En sá, sem fyrstur byggði hér íveruhús úr höggnu íslenzku grjóti, ætlum vér sé bóndinn Pétur Gíslason á Ánanaustum; sá þriðji sem á samskonar hús í smíðum er Jóhannes Zöega. Hús úr steini eru hér öllu ódýrari en timburhús, ef með hagsýni er byggt, og ætti það atriði eitt að vera nægilegt til þess að fá menn til að hætta við annað veggjasmíði en úr voru eigin ágæta, þjóðlega grjóti, sem helzt til lengi hefir legið eins og ónýtur «steinn í götu». Ýmsir fleiri eru farnir að byggja meira og minna úr þessu ótæmanlega og óslítanlega efni, enda skortir nú ekki hið bezta kalk, og það á staðnum.  Kalk > Steindir og bergtegundir með kalsínkarbónati (CaCO3). Brennt kalk > kalsíumoxíð (CaO), fæst við hitun kalks, notað m.a. í áburð. Slökkt kalk > kalsíumhýdroxíð (Ca(OH)2), vætt brennt kalk, notað sem steinlím Leskjað kalk > brennt kalk hrært í vatn, notað sem steinlím, til áburðar, til að sýrustilla jarðveg og til iðnaðar.

“Byggingarframfarir í Reykjavík eru sýnilegar ár frá ári, og mundu svo fremur, væri árferði betra… Síðan herra E. Egilsson réðst í kalknámið í Esjunni og þeir konsúll Smith komu upp kalkbrennslunni, hafa menn þegar tekið að skilja hve ómetanlegur hagur – auk fegurðarinnar – er að byggja steinhús, og stöku menn teknir að gjöra það. Sá fyrsti hér í miðjum bænum, sem komið hefir upp steinhúsi, er Eyþór Felixson verzlunarmaður (fyrrum póstur). Hús það er 13 álna langt og 14 álna breitt með 12 álna háum veggjum, og er nú eitt hið laglegasta, en langsterkasta hús bæjarins.

Bergstaðastræti 24

Snemma árs 1884 fékk Jóhannes Pálsson, tómthússmaður, leyfi til þess að byggja sér steinbæ með timburstöfnum á Þingholtslóð.
Húsið er hlaðið úr steini, sléttað utan með kalki, að grunnfleti 12X9 álnir.

En sá, sem fyrstur byggði hér íveruhús úr höggnu íslenzku grjóti, ætlum vér sé bóndinn Pétur Gíslason á Ánanaustum; sá þriðji sem á samskonar hús í smíðum er Jóhannes Zöega. Hús úr steini eru hér öllu ódýrari en timburhús, ef með hagsýni er byggt, og ætti það atriði eitt að vera nægilegt til þess að fá menn til að hætta við annað veggjasmíði en úr voru eigin ágæta, þjóðlega grjóti, sem helzt til lengi hefir legið eins og ónýtur «steinn í götu». Ýmsir fleiri eru farnir að byggja meira og minna úr þessu ótæmanlega og óslítanlega efni, enda skortir nú ekki hið bezta kalk, og það á staðnum. Engir hinna ríkari bæjarbúa hafa þó enn látið til sín taka í þessu, heldur er það eptirtektavert, að þeir sem byrjað hafa, eru allir fremur félitlir menn, en þeir eru skynsamir, og vita vel hvað þeir gjöra.
Kalkbrennslan fór fram í tveimur ofnum. Fyrst var reistur tilraunaofn hjá Rauðará 1873 en 1876 var reistur varanlegri ofn hjá Arnarhólslæk (vatn þarf við kalkvinnslu). Þessi ofn var ámóta að stærð og gamli söluturninn á Lækjartorgi.”

Í Eimreiðinni árið 1900 segir m.a.:

Kalkofn

Kalkofninn að baki húsanna við Lækjargötu, neðan Arnahóls.

“Fram með Arnarhólstúni sjávarmegin liggur stígur, og er þar trébrú yfir lækinn; þessi stígur liggur að allmiklu timburhúsi, þar sem Björn múrari Guðmundsson verzlar með timbur; fyrir nokkrum árum var hér kalkofn, og átti að brenna þar kalkstein, sem fanst í Esjunni; var þetta gert nokkra stund, en fórst fyrir, bæði vegna þess, að flutningur frá námunni varð of dýr og erfiður, og svo vegna þess, að vatn úr læknum var haft í kalkið, en það vatn er óhreint, bæði úr tjörninni og svo blandað sjávarseltu, og óhæfilegt til kalkgerðar; varð kalkið þannig ónýtt eða miklu verra en þurft hefði. En þetta vildu forsprakkarnir ekki heyra, þótt sagt væri við þá.”

Í Ægi 1914 var fjallað um flutning kalksins frá Esjunni til Reykjavíkur:

Hótel Ísland

Hótel Ísland.

“Egill heitinn föðurbróðir minn átti franska loggortu, sem fyrst hjet »Ladon«, en síðar »Esja«. Hannes Hafliðason var þar skipstjóri 1876, en eftir hann tók við hr. Joh. Halberg, sem kom hingað til lands 1877. Var hann skipstjóri á því 1877 og ’78, var það haft til fiskiveiða og kalkflutnings úr Esjunni hingað til Reykjavíkur, því að þá var hjer kalkofn og brent hjer kalk. Hr. J.G. Halberg varð síðan eigandi »Hotel Íslands« og hjelt því í mörg ár.”

Í Tímariti iðnaðarmanna 1941 segir frá Birni Guðmundssyni, múrara, sem byggði kalkofninn við Kalkofnsveg:

Björn Kristjánsson

Björn Kristjánsson.

“Fyrsti útlærði múrarinn hér, sem ég man eftir, af ísl. bergi brotinn, var Björn Guðmundsson, sem þá líka var lengst af alþektur undir nafninu „Björn múrari”, einnig löngu eftir að hann var hættur að halda á múrskeiðinni og orðinn kola- og timbursali. Þótti Björn bráðduglegur og vandvirkur iðnaðarmaður. Hann setti hér upp kalkofn þann, sem Kalkofnsvegur er heitinn eftir og stóð rétt fyrir norðan Varðarhúsið á sjávarbakkanum.
Áður hafði Sverrir [Runólfsson] byrjað að reisa samskonar ofn inni undir Bauðará, þar sem seinna reis klæðaverksmiðjan „Iðunn”, en náði aldrei að fullgera ofninn, svo að ekki varð neitt úr neinu). Kalkið, sem brenna skyldi, var sótt upp í Esju, en forgöngumenn rekstursins voru þeir Marteinn Smith kaupmaður og Egill Egilsson borgari (í Glasgow). Þótti hið brenda kalk Björns fyrirtak að gæðum, en kostnaðurinn við kalkvinsluna úr námunni í Esjunni og flutningur kalksteinsins þaðan á bátum hingað, reyndist of mikill til þess, að fyrirtækið gæti borgað sig; því að vagnar voru hér engir til nema tvílijóla mókerrur og akvegir því síður.”

Í Heilbrigðistíðindum 1973 fjallaði Jón Hjaltalín, landlæknir, um “Kalkbrennsluna“:

Jón Hjaltalín

Jón Hjaltalín, landlæknir.

“Fyrir 20 árum gat jeg þess í “Nýjum Félagsritum”, hversu nauðsynlegt það væri, að vjer yfir höfuð hefðum annað lag á húsagjörðum vorum, en hingað til hefur tíðkazt, og jeg tók það fram um leið, að eins og það lægi hverjum manni í augum uppi, að hjer væri gnægð af góðu byggingargrjóti, þannig mundi hjer og finnast nóg kalk í fjöllunum og landinu, ef vel væri að gáð, og áræðið og kunnáttuna að nota það vantaði eigi. Hjer um bil 8 árum eptir að jeg hafði ritað þá grein, er hjer um ræðir, í tjeðum fjelagsritum, fann jeg kalksteinslag hjer í Esjufjalli örskammt frá sjónum; jeg reyndi kalksteininn þá þegar eptir efnafræðisreglum, með því að leysa hann í saltsýru, og fann, að hann hafði í sjer yfir 90 hundruðustu parta af hreinu kalki, en slíkt eru hinir beztu kalksteinar. Seinna var hann prófaður í Kaupmannahöfn, og kom mönnum saman um, að svo væri, sem jeg hafði til tekið.

Sverrir Runólfsson

Sverrir Runólfsson.

Stiptamtið ljet um sama leytið herra B. Gunnlögsen og mig nákvæmar skoða námuna, og mæla hana og veginn niður að sjónum, og líka var hún grandskoðuð af enskum jarðfræðingi. Svona hefur þetta nú staðið þangað til í sumar; en nú hefur herra verzlunarstjóri E. Egilsson tekið sjer fyrir að brjóta kalkið, flytja það hingað, og er nú að láta byggja kalkofn til að brenna það í. Af þessu fyrirtæki má að minni hyggju mikið gott leiða, ef menn að eins vilja gefa því nægan gaum, og fara að ráðast í, að byggja steinhús, en þessa er nú því heldur væntandi, sem fleiri menn, er í fyrrasumar störfuðu hjer að hegningarhúsinu, námu af húsasmiðnum herra Bald þá aðferð, er menn nú almennt við hafa, að fleyga steina í tígulmyndað veggjagrjót. Jeg fæ og eigi betur sjeð, en steinhúsbyggingar fari að verða hin bráðasta nauðsyn, þar sem timbureklan er allt af að vaxa ár frá ári, enda ættu allir skynsarair menn fyrir löngu að vera orðnir sárleiðir á vorum ónýtu, óhollu og auðvirðilegu moldarkofum, sem nú í mörg hundruð ár hafa verið heilsu og lífi ilandsmanna til hins rnesta tjóns og auðsjáanlegasta niðurdreps í alla staði. Þær hafa verið og verða, svo lengi sem þær við vara, Íslands sannkallað krabbamein, sem gjörsamlega þarf að burt nema svo fljótt og rösklega sem unnt er.”

Árni Óla skrifaði ítarlega grein í Lesbók Morgunblaðsins 1949 um “Kalknám í Esjunni og Kalkbrenslu í Reykjavík”:

Esja

Mógilsá í Esju.

“Það mun hafa verið um 1863 að Jón Hjaltalín landlæknir fann kalkstein í Esjunni og taldi að þar mundi vera svo mikið af honum að það borgaði sig að hefja námagröft þar og brenna kalk.
Ástandið í byggingarmálefnum Reykjavíkur var þá þannig, að enn voru flestar vistarverur fólksins torfbæir. Innflutningur á timbri frá Noregi hafði farið minkandi árum saman og það timbur, sem fekst, varð æ ljelegra byggingarefni. Ýmsir menn skoruðu á kaupmenn að flytja inn kalk, svo hægt væri að reisa hjer steinbæi og steinhús, því að nóg var hjer af grjóti til að byggja úr og bygging hegningarhússins hafði sýnt þeim að hægt var að nota það. En það var eins og að klappa harðan steininn. Kaupmenn vildu ekki flytja inn kalk, nema þá af mjög skornum skamti, og svo var það svo dýrt, að enginn treystist til að ráðast í að byggja hús úr steini.

Mógilsá

Kort frá árinu 1909 sem sýnir staðsetningu bæja við Kollafjörð og austur með Esjunni. Á Mógilsá eru merkt inn þrjú hús innan túns og þjóðleiðin fyrir botn fjarðarins.

Kalkfundurinn í Esjunni kveikti því hjá mönnum von um það, að bráðlega mundi fást íslenskt kalk til húsbygginga. En enginn þóttist þó svo efnum búinn að hann gæti ráðist í það fyrirtæki að brjóta kalkstein og brenna kalk.
Þá var hjer hinn kunni dugnaðar og áhugamaður, Sverrir Runólfsson. Hann var steinsmiður og honum hefir sjálfsagt verið það allra manna Ijósast hver áhrif það gæti haft til batnáðar í byggingamálum höfuðstaðarins, ef hjer væri hægt að framleiða kalk. Hann fýstist því mjög til þess að ríða á vaðið og gera tilraun um það hvernig kalksteinninn í Esjunni mundi reynast. En þar sem hann átti ekki fje til að leggja í þann kostnað, sótti hann um 650 ríkisdala styrk hjá stjórninni í þessu augnamiði.

Mógilsá

Mógilsá – loftmynd 1963.

Umsókn hans kom fyrir dómsmálaráðuneytið danska, en það fól þeim Jóni Hjaltalín landlækni og Birni Gunnlaugssyni yfirkennara að skoða kalknámuna í Esjunni og láta í ljós álit sitt um það hvort nokkurt gagn væri í henni. Þeir sendu aftur nákvæma lýsingu og teikningu af námasvæðinu sumarið 1864. Þetta sendi svo dómsmálaráðuneytið til „Den polytekniske Anstalt” í Kaupmannahöfn og bað um umsögn þess. Tveir danskir jarðfræðingar voru fengnir til að láta álit sitt í ljós og þeirra úrskurður var sá, að þetta væri ekki annað en vitleysa, því að á Íslandi fyndist ekkert námakyns. Og að þessum úrskurði þeirra fengnum neitaði stjórnin að veita Sverri hinn umbeðna styrk.

Mógilsá

Gamli bærinn á Mógilsá í júlí 1910. Bærinn stendur undir brekkunni, fyrir framan hann er kálgarðurinn og grjóturðin sem braust fram úr gilinu árið 1866. Á myndinni er hægt að greina sex hús, hlaðan austast sem var timburhús þá, vestar eru tvö torfhús með timburgöflum sem hafa verið íveruhús og líklega fjós vestan við þau, enn vestar eru tvö hús hlaðin úr torfi og grjóti með torfþökum, fyrir framan vestasta húsið er stór haugur og hefur það hús líklega verið hesthús. Þýskir ferðamenn í heimsókn.

Lá svo þetta mál í þagnargildi um nær 10 ára skeið. En það var ekki gleymt. Og sumarið 1873 rjeðist, Egill Egilson kaupmaður í það að leigja námarjettindin í Mógilsárlandi fyrir 40 kr. gjald á ári. Og hinn 10. ágúst fór hann við annan mann upp að Mógilsá til að skoða námuna og búa undir kalkvinslu þar. Viku seinna hafði svo verið brotinn svo mikill kalksteinn þarna að Egill sendi bát uppeftir og hafði 10 hesta heilan dag til þess að flytja á þeim kalkstein úr námunni niður að bátnum. Jafnframt byrjaði hann á því að reisa kalkbrensluofn hjá Rauðará. Þessi ofn var alls ekki fullkominn, því að hann var aðeins gerður í tilraunaskyni. En 109 dagsverk fóru þó í það að hlaða hann, draga að grjót, sand og deigulmó og ennfremur fóru 14 dagsverk í brenslu.

Mógilsá

Mógilsá árið 1945. Austast eru íbúðarhúsin tvö, þá kemur tengibygging vestan við sem líklega var fjós á tímabili, síðan hlaða sem er með gaflinn í suður og svo bygging með skúrþaki vestan við hlöðuna sem hefur verið nýja fjósið. Vestar má sjá hesthúsið úr torfi og grjóti og enn vestar sér í timburskúr líklega frá Kalknámufélaginu.

Var þar brent mó, spýtum, hrísi og kolum og segir Egill sjálfur svo frá að tilraunin hafi tekist vel. Geta má þess, að við vinsluna var brent 113 hestum af mó (hver hestur kostaði þá 50 aura) og 1 1/2 tunnu af kolum. En ekki hefi jeg getað fundið hve mikið kalk hafðist upp úr þessu. Kostnaður við námugröftinn þetta ár nam samtals 682.00 krónum og var þar með talin 40 kr. leiga. Áreiðanlega hefir kalknámið ekki borgað sig, enda var hjer aðeins um byrjunartilraun að ræða. Þó hafði Egill trú á fyrirtækinu, en treystist ekki til að leggja í það meira fje og fyrirhöfn að sinni. Og næsta ár, 1874, var ekkert unnið í námunni, og ekkert kalk brent í ofninum hjá Rauðará.

Mógilsá

Mógilsá árið 1965, útihúsin orðin hrörleg og bíða þess að verða rifin, þakið hefur fokið af fjósinu og hlöðunni. Næst eru hús Kalknámufélagsins og fjær sér í íbúðarhús, starfsmannahús og tilraunastöð skógræktarinnar sem voru reist 1964.

Árið 1875 kom Alþing saman og þar bar Jón Hjaltalín landlæknir fram frumvarp um bann gegn útflutningi á kalksteinum o.fl. í sambandi við það komst hann þannig að orði: “Menn vita lítið um aðra fjallkalksteina hjer á landi en kalklagið í Helgustaðafjalli, því að þótt kalklag hafi fundist í Esjunni, þá er það svo þunt, að það nemur að breidd varla 1/5 hluta af því, sem Helgastaðanáman er, enda vita menn eigi hve langt Esjukalksteinninn gengur inn í fjallið. Það ber öllum saman um, að kalkið og silfurbergið í Helgustaðafjalli sje hið hreinasta kalk, er fundist geti nokkurs staðar”. Hann segir og að kalk það, sem komi frá Danmörku sje leirblandað og magurt og mikið af því mjölkalk sem innihaldi meir en helming þunga síns af vatni. Mundi því kalk úr Helgustaðanámu verða helmingi betra. Danska kalkið kosti 8 til 16 kr. tunnan og sje ókljúfandi fyrir almenning að byggja úr svo dýru steinlími.
Þá fer hann mörgum orðum um óheilnæmi og endingarleysi torfbæja. Í Austfjörðum standi þeir ekki nema svo sem 10 ár, vegna úrkomu, og væri munur fyrir fólk þar og annars staðar að geta bygt úr steini, auk þess sem þá fengist heilsusamlegar íbúðir.

Sandhóll

Sandhóll við Djúpagil.

Eins og sjá má á þessu ber hann ekkert oflof á kalknámuna í Esjunni. En að hann hafi haft trú ú því að landinu væri hagur að því, að náman væri unnin, sjest á því, að á þessu sama þingi bar hann fram þá breytingartillógu við fjárlögin, að Agli væri veittur 1000 kr. styrkur til kalkbrenslu, á 10 gr. fjárlaganna undir ýmislegum útgjöldum.
Landshöfðingi lagðist á móti þessu. Ekki væri það af því að hann vildi ekki styðja fyrirtækið, eins og sæist á því, að í fyrra hefði hann heitið Agli 400 kr. styrk, með því skilyrði að fyrirtækið hefði einhvern framgang, en svo væri ekki enn. Auk þess ætti slíkur styrkur að veitast af því fje, sem veitt væri í 15. gr. til vísindalegra og verklegra fyrirtækja. Það fór því svo að tillaga J. H. var feld.
Egill mun hafa sjeð það, að ekki var heppilegt að hafa kalkbrensluofninn inn hjá Rauðará og að betra mundi að hafa hann niður við höfnina, hjá læknum. Fór hann því til landshöfðingja og bað um ofurlitla lóð úr Arnarhólslandi við lækjarósinn undir kalkbrensluofn og stíg frá honum niður að sjónum, svo gott væri að koma kalksteininum þangað.

Mógilsá

Námusvæðið við Mógilsá.

Landshöfðingi gaf honum kost á þessu með þeim skilyrðum, að þessi blettur væri girtur með 2 álna hárri trjegirðingu, að jafnstór blettur væri sljettaður í túni sínu (Arnarhólstúni) og að Egill greiddi 8 kr. leigu á ári til landsjóðs fyrir afnot kalkofnsblettsins. Þetta fundust Agli harðir kostir, þegar þess var gætt að þessi blettur, sem hann bað um, var ekki tún, heldur alfaraleið allra þeirra, sem fóru yfir lækinn neðst, allur troðinn og auk þess skemdur af sjávargangi. Þó taldi hann sjer nauðugan einn kost að ganga að þessum skilyrðum því að hvergi í Reykjavík miindi tiltækilegt að hafa ofninn nema þarna hjá læknum, vegna þess að mikið vatn verður að nota við kalkvinslu. Mun hann og ef til vill hafa litið svo á, að hann fengi ríflegri styrk hjá landshöfðingja fyrir vikið. Að minsta kosti sótti hann svo um að fá 1000 króna styrk úr landsjóði. Landshöfðingi svaraði því, að hann hefði ekki umráð nema yfir helming þess fjár, sem ætlað væri til styrktar atvinnuvegum (á 15. gr. fjárlaganna). Stjórnin í Kaupmannahöfn hefði umráð hins helmingsins. Gaf hann þó enn vilyrði fyrir 400 kr., en sækja þyrfti um til dönsku stjórnarinnar að fá viðbót úr hinum hluta sjóðsins.

Mógilsá

Norðurhlið bæjarins á Mógilsá 1910, austast er timbur hlaðan með opi fyrir hey í norður, fyrir vestan koma tvö íveruhús, og síðan fjósið. Mikið grjót er fyrir aftan bæinn og má greina eina tóft þar.

Alt þetta ár gekk í þetta og var lítið sint um námagröftinn. Þó telur Egill útgjöld sín vegna námuvinslu hafa numið kr. 396.66 (ásamt leigu), en ekkert sjest um það hvernig brenslan hefur gengið. — Sjálfsagt hefur Egill ekki verið ánægður með hana, og allra síst með ofninn, því að nú fær hann Björn Guðmundsson múrara til þess að fara utan og kynna sjer hvernig nýtísku kalkbrensluofnar væri, og læra að brenna kalk.
Næsta vor (21. apríl) fer Egill enn fram á það við landshöfðingja að fá styrk, og fekk nú þessar 400 krónur. En hann þóttist þó, sem von var, engu nær, því að alt þetta fje fór til þess að girða blettinn hjá læknum, og sljetta jafnstóran blett í túni landshöfðingja.

Mógilsá

Mógilsá árið 1945, búið að byggja við íbúðarhúsið í austur og steypa hlöðu og fjós, vestast er torfhús sem líklega var hesthús og var byggt fyrir árið 1910 og enn vestar eru skúrbyggingar líklega hús Kalkfélagsins.

Landshöfðingi skrifaði þá Íslandsráðgjafanum í Kaupmannahöfn og lagði til að hann veitti fyrirtækinu álíka mikinn styrk af þeim hluta fjárveitingarinnar á 15. gr., sem hann hafði yfir að ráða. Ráðgjafinn neitaði að verða við því, eins og sjest á brjefi frá landshöfðingja til Egils, dags. 19. júní 1876.
Þar segir svo: „Ráðgjafinn hefur tjáð mjer, að hann verði að vera þeirrar skoðunar, að ef yfir höfuð ástæða skyldi vera til fyrir stjórnina að styðja fyrirtæki einstakra manna, önnur eins og þetta, eigi þó að minsta kosti ekki að veita styrkinn að gjöf handa hlutaðeiganda, sem ræðst í fyrirtækið, með því að engin trygging er fyrir því, að eigi fari svo, að alt fyrirtækið, sem styrkurinn á að efla, hætti innan skamms. Ráðgjafinn hefur því eigi þóst geta veitt neinn styrk í þessu skyni af sínum hluta í 15. gr. fjárlaganna, en af því að það, að minni hyggju, sje mjög æskilegt, að farið yrði að vinna áminsta kalksteinsnámu, segist ráðherrann aftur á móti ekki vera því mótfallinn, að jeg láti yður fá 400 kr. lán úr viðlagasjóði, gegn tryggilegu veði.”

Oddgeir Stephensen

Oddgeir Stephensen – 1812-1885.

Ekki er að sjá að Egill hafi þegið þetta lán. Mun hann hafa verið gramur út af þessum undirtektum, og aðallega vænt Oddgeir Stephensen um að hafa spilt fyrir sjer hjá ráðherranum. Þá um sumarið (1876) er samt hafist handa um smíði hins nýa kalkofns. Var dreginn að leir innan frá Elliðaám og sandur innan frá Eiði. Jafnframt er farið að vinna að því af kappi að brjóta kalkstein í Esjunni. Var keypt mikið af púðri á Eyrarbakka til þess að sprengja þar. En þá kom í ljós að kalksteinninn var ekki eins mikill og menn höíðu haldið og þraut brátt fyrsta og annan ganginn. Sá Egill sjer því vænst að tryggja sjer einnig námarjettindi í Kollafjarðarlandi og leigði þau fyrir 20 krónur á ári. Margir menn voru hafðir þarna í vinnu um sumarið. Kaupið var lágt, aðeins 2 krónur á dag, en þó hafði einn maður (Egill í Arabæ) 256 kr. upp úr sumrinu.
Eftir þetta sumar taldi Egill að hann hefði lagt fram kr. 4010.95 í kostnað við námagröftinn, en getur þess ekki að hann hafi haft neinar tekjur af honum. Og þetta sumar hefur ekkert kalk verið brent, heldur kalksteinninn brotinn, fluttur sjóveg til Reykjavíkur og átt að geymast þar þangað til nýi ofninn væri fullger, en hann varð það ekki fyr en á árinu 1877.

Kalkofninn

Kalkofninn neðan við Arnarhól.

Vegna þessara útgjalda, sem voru mikil á þeim dögum, bæði vegna þess að krónan var þá dýrari en nú, menn yfirleitt fátækari og hvergi lán að fá, sá Egill sitt óvænna að halda þannig áfram. En ekki var honum um það að gefast upp. Tókst honum þá að fá M. Smith konsúl í fjelag við sig þannig að Smith ætti fjórða hlutann í fyrirtækinu, en Egill þrjá fjórðu. Björn Guðmundsson vann að smíði kalkofnsins og varð það allmikið hús, turnlaga. Var ofninn vandaður að öllum frágangi og sem líkastur þeim ofnum, er notaðir voru erlendis. Sennilega hefur verið byrjað að brenna kalk í honum snemma á árinu 1877. Fer nú fyrirtækið fyrst að komast á rekspöl.

Reykjavík

Reykjavík 1887.

Kalksteinn var brotinn af kappi í Esjunni og eru þar allmargir menn við vinnu. — Kalksteinninn var sprengdur með púðri, því að dynamit þektist þá ekki. Var fyrst tekin fyrir kalkæð fyrir vestan ána og túnið á Mógilsá, en ganginn þraut brátt, eins og áður er sagt. Þá var kalkið sprengt í svonefndum Sandhól, upp af Djúpagili, en þar fór á sömu leið. Þá var farið að sprengja kalkstein fyrir ofan fossinn í Mógilsá. Var þetta miklu hærra í fjallinu og flutningar allir erfiðari fyrir vikið, Allur var kalksteinninn fluttur á hestum frá námunni niður að sjó. Var þaðbæði kvotlsamt og erfitt og reyndist dýrt. Og svo voru flutningar með bátum þaðan til Reykjavíkur. Voru hafðir tveir eða þrír bátar við flutningana, þar á meðal fröns loggorta, sem Egill átti.

Lækjargata 10

Eitt elsta íbúðarhús úr hlöðnu grágrýti í Reykjavík. Grjótið var fengð úr Skólavörðuholti, en kalkið til bindingar úr Esjunni. Húsið var síðar lengt til suðurs og kvistir gerðir árið 1904.

Til er yfirlit um reksturinn á þessu ári og hefur hann kostað kr. 5323-54 alls. En upp í það kemur selt kalk fyrir kr. 3778.89 og kalksteinn fyrir kr. 1200.00, eða samtals kr. 4978.89, svo að tap kr. 349.65 hefur orðið á rekstrinum. Kalkið var selt í smásölu til hinna og annara og kostaði hver tunna af því 6 krónur. Af því má sjá, að á þessu ári hafa fengist um 630 tunnur af kalki.

Bergstaðastræti 12

Á árunum 1880 til 1905 voru byggð allmörg steinhús og steinbæir í Reykjavík með tækni sem íslenskir steinsmiðir lærðu af byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg og Alþingishússins. Sérstaða steinbæjanna lá í því að þeir voru að miklu leyti eftirlíking torfbæjanna sem þeir leystu af hólmi. Veggir voru úr hlöðnu grjóti án glugga, gaflar oftst úr timri með gluggum og þakið bárujárnsklætt. Er því oft haldið fram að steinbæirnir séu eina sér-reykvíska húsagerðin. Talið er að um 170 steinbæir hafi verið byggðir á þessum árum en að aðeins 20 þeirra standi enn.

Til er nafnlaus grein um kalknámið,- skrifuð á dönsku þetta ár. Mun hún hafa átt að birtast (og hefur máske birst) í einhverju dönsku blaði. Er þar veist að stjórninni og yfirvöldum fyrir það hvað þau hafi sýnt lítinn skilning á þessu nauðsynjamáli, og jafnframt sýnt því beran fjandskap. Þykir mjer líklegt að greinin sje runnin undan rifjum Egils. Er því þar og lýst hvaða vonir hann hefur bundið við þetta fyrirtæki um bættan húsakost í Reykjavík. Segir þar m.a. svo: — Í Reykjavík hafa verið bygð nokkur steinhús í sumar. Þar á meðal íbúðarhús fyrir almúgafólk, og má það furðulegt heita í því árferði sem nú er, því að hjer er mjög þröngt í búi vegna þess að fiskveiðarnar brugðust algjörlega. — Enginn efi er á því, að framvegis munu menn byggja hús sín hjer úr steini og kalki. En það er ekki gott að segja hve fljótt steinhúsin munu útrýma torfbæunum. En hvort sem þess verður langt eða skamt að bíða, þá mun sú breyting hafa hin heillavænlegustu áhrif á kjör allra, því að bætt húsakynni er eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að hjer geti orðið menningarlegar framfarir. —

Benedikt Gröndal

Benedikt Gröndal.

Þrátt fyrir dugnað og áhuga Egils stóð fyrirtæki þetta ekki nema í nokkur ár. Björn Kristjánsson, síðar bankastjóri, var einn af þeim, sem vann við kalknámið í Esju, og segir hann að það hafi lagst niður vegna þess að það borgaði sig ekki, og kennir þar um óheppilegum vinnubrögðum og of miklum flutningskostnaði. Hann segir að kalksteinninn hafi sprengst illa með púðrinu, og í stað þess að reiða hann á hestum ofan úr námunni, hefði verið betra og kostnaðarminna að hafa þráðbraut niður brekkuna og renna honum niður.

Benedikt Gröndal, bróðir Egils, sem átt hefur að vera þessum málum kunnugur, segir svo um kalkvinsluna: „Fyrir nokkrum árum var hjer kalkofn og átti að brenna þar kalkstein, sem fanst í Esjunni. Var þetta gert nokkra stund, en fórst fyrir bæði vegna þess, að flutningur frá námunni varð of dýr og erfiður, og svo vegna þess, að vatn úr læknum var haft í kalkið, en það vatn er óhreint, bæði úr tjörninni og svo blandað sjávarseltu og óhæfilegt til kalkgerðar. Varð kalkið þannig ónýtt, eða miklu verra en þurft hefði. En þetta vildu forsprakkarnir ekki heyra, þótt sagt væri við þá.”
Eitthvað hefur Gröndal sjálfsagt til síns máls um að vatnið úr læknum hafi skemt kalkið. En ekki hefur það verið altaf, því að sagt var að kalkið hefði verið betra og sterkara heldur en útlent kalk. Steinstjettin gamla í Bankastræti var límd saman með kalki úr Esjunni.

Trausti Ólafsson

Trausti Ólafsson í portinu við Hverfisgötu 44 Reykjavík, en þar bjó hann 1927 – 1934. Í bakhúsinu þar var Efnarannsóknastofa ríkisins til húsa til 1937 þar til að starfsemin var flutt í Atvinnudeild Háskólans. Trausti tók við forstöðumannastarfi á Rannsóknarstofunni er hann kom heim frá námi 1921. Efnarannsóknastofa ríkisins var stofnuð 1906 og var fyrsti forstöðumaður hennar Ásgeir Torfason Bjarnasonar skólastjóra í Ólafsdal. Ásgeir var fyrsti efnafræðingur landsins.

Þegar Bankastræti var breytt, var hún rifin upp, og brotnuðu þá steinarnir fyr en að samskeytin gæfu rig. Það sýnir að ekki hefur alt kalkið verið ljelegt. Og enn stendur steinhús Þorsteins Tómassonar í Lækjargötu 10. Það er límt saman með kalki úr Esjunni og hefur það ekki látið á sjá enn.
Löngu síðar, árin 1916—17, var gerð önnur tilraun með kalknám í Esjunni. Átti þá að brenna kalkið þar efra. „5 eða 6 menn unnu í 2 mánuði við að losa kalkstein úr ákveðnum gangi þar; var komið nokkuð djúpt niður í hann og var veggurinn því orðinn hár að ofanverðu. Verkamennirnir fundu nú upp á því að skjóta 30 dynamitpatrónum í einu í ganginn. Afleiðingin varð, að efri veggurinn hrundi ofan í ganginn og fylti hann. Fjelagið gafst svo upp við fyrirtækið.”

Nokkuð er af gulli í kalksteininum og kvarzgöngum, sem eru í sambandi við hann. Rannsakaði Trausti Ólafsson efnafræðingur sýnishorn úr námunni fyrir Björn Kristjánsson og reyndist gullmagnið í kalkganginum 10—19 grömm í tonni, en í kvarzinum nokkru meira eða alt að 26 gr. í tonni. En í gullnámum Suður-Afríku var þá meðaltal gullmagns 12 1/2 gramm í tonni.
Björn segir því: „Ef nú Egill Egilson hefði látið rannsaka kalksteininn fyrir gull þá hefði ágætlega borgað sig að vinna steininn þar á staðnum sem gullstein. Eins hefði sennilega vel borgað sig að brenna og leskja kalksteininn þar á staðnum og leysa gullið úr afganginum af steininum, sem ekki leskjaðist, með cyankalium.” – Á.Ó.

Heimildir:
-Víkverji 28.08.1873, Kalk í Esjunni, bls. 82.
-Þjóðólfur 17.5.1877.
-Eimreiðin 01.01.1900, bls. 83.
-Ægir 01.06.1914, bls. 68.
-Tímarit iðnaðarmanna 01.04.1941, bls. 26-27.
-Heilbrigðistíðindi 01.07.1973, Kalkbrennsla, bls. 60-61.
-Lesbók Morgunblaðsins 23.10.1949, “Kalknám í Esjunni og Kalkbrensla í Reykjavík”, Árni Óla, bls. 461-464.
-Hndr. Lbs. 314 fol. Hndr. J. S. 133 fol., Reykjavík um aldamótin, Iðnsaga Íslands II, Alþtíð. 1875, Stjórnartíð, 1876.
-Fornleifaskráning vegna deiliskipulags við bæjarstæði Mógilsár, Borgarsögusafn Reykjavíkur 2019.

Esja

Esja.

Meðalfellsvatn - skilti

Á norðurbakka Meðalfellsvatns er upplýsingaskilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

“Í Kjós er hægt að lesa merkilega sögu um hop og framskrið jökla ísaldar. Kjósin er dalur sem jöklar ísaldar hafa forðum grafið út úr Esjuhálendinu. meginjökull hefur skriðið út Hvalfjörð, en minni jöklar úr Kjós, sem hafa skilið Meðalfell eftir. Smærri skrijöklar hafa grafið út dalina norðan í Esjunni.

1. Meðalfell

Meðalfell

Meðalfell.

Í Landnámu segir að Valþjófur, sonur Örlygs hins gamla Hrappssonar landnámsmanns á Esjubergi, hafi byggt bæ sinn að Meðalfelli. Er hann því landnámsmaður Kjósrainnar, hann “nam Kjós alla” segir orðrétt.

2. Eyjarétt

Eyjarétt

Eyjarétt.

Rétt neðan við Kaffi Kjós eru leifar Eyjaréttar sem var lögrétt frá 1890 til 1955. Hægt er að sjá merki um réttina ef gengið er upp í hlíðar Meðalfells upp af Kaffi Kjós og horft yfir svæðið þaðan.

3. Írafell

Írafell

Írafell (MWL).

Einn frægasti draugur landsins er Írafellsmóri. Sagt er að hann hafi verið vakinn upp úr dreng sem varð úti á milli bæja. Draugurinn var sendur að Möðruvöllum til að ásækja Kort nokkurn Þorvarðarson og var sagt að hann myndi fylgja ætt hans í níu ættliði. Draugurinn fylgdi syni Korts að Írafelli og dregur síðan nafn sitt af bænum.

4. Grjóteyri

Grjóteyri

Grjóteyri.

Um miðja 20. öld voru gerðir nokkrir skógarreitir af félagasamtökum, m.a. í landi Grjóteyrar.

5. Flekkudalur

Flekkudalur

Flekkudalur

Í Flekkudal eru hraunlög og móberg. Þessi hraun runnu líklega þegar eldstöðin á Kjalarnesi var að deyja út, en eldstöðin í Stardal ekki vöknuð. Meðalfell er myndað úr sömu jarðlögum. Í gili Flekkudalsár er einnig að finna margvíslegar stuðlamyndanir í móbergi, bólstra og móbergstúff með gerggöngum og stórum gúlum af stuðluðu blágrýti.

Meðalfellsvatn - skilti

Meðalfellsvatn – skilti.

Kjalarnes

FERLIR skoðaði Esjuberg og nágrenni m.t.t. mögulegra sögulegra minja, s.s. fyrrum fyrstu kirkju á Íslandi árið 910 og þingstað Kjalnesinga:

Esjuberg – sagan

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Bærinn á Esjubergi stendur á skriðuvæng upp undir rótum Esju. Mörk jarðarinnar eru á móti Skrauthólum að vestan og Mógilsá að austan. Á Esjubergi voru áður fyrr samþykktir og kveðnir upp dómar. Í Íslensku fornbréfasafni má finna dóm sem var kveðin upp 1480 og þar var þingstaður 1541 og 1746 þegar Jón Oddsson Hjaltalín gerði Lýsingu Kjósarsýslu. Örnefnin Leiðhamar og Leiðvöllur, sem er á mörkum Mógilsár og Esjubergs, benda til að þar hafi verið haldin leiðmót, leiðarþing eða héraðsþing sem haldið var að afloknu Alþingi þar sem greint var frá störfum þess og birtar tilkynningar. Þá var fyrsta símstöðin í Kjalarneshreppi á Esjubergi, sennilega 1912.

Esjuberg

Esjuberg.

Esjuberg var landnámsjörð Örlygs gamla Hrappssonar Bjarnasonar bunu. Landnámabóksegir frá því að Helgi bjóla Ketilsson hafi gefið frænda sínum, bræðrungi, Örlygi Hrappssyni hluta af landnámi sínu, frá Mógilsá að Ósvífslæk. Landnáma getur þess einnig að Örlygur hafi búið á Esjubergi og látið gera þar kirkju sem fóstri hans Patrekur biskup í Suðureyjum hafði sagt fyrir um, og að Patrekur hafi sent hann með kirkjuviði, járnklukku, plenáinum og vígða mold til að setja undir hornstafina. Kirkjan gæti hafa verið tileinkuð Kolumba en Örlygur og frændur hans trúðu á hann. Kirkja Örlygs er talin vera sú fyrsta á Íslandi. Kirkjunnar er einungis getið í kirkjuskrá Páls biskups frá því um 1200.

Esjuberg

Margt er á huldu á og við Esjuberg.

Reyndar segir frá kirkjunni í Kjalnesingasögu sem er talin rituð 1300-1320. Þar segir frá því að Helga Þorgrímsdóttir, eiginkona aðalsöguhetjunnar Búa, hafi látið grafa hann undir syðri kirkjuveggnum og „[þ]á stóð enn kirkja sú at Esjubergi, er Örlygr hafði látit gera“. Eftir þessu að dæma hefur kirkjan ekki verið uppistandandi á ritunartíma sögunnar um 1300 og gæti hafa verið niðurlögð á fyrri hluta 13. aldar. Hvers vegna er ekki vitað og margt getur komið til greina. Kirkjur voru stöðutákn svo höfðingi gæti hafa dáið eða misst stöðu sína til annars. Kirkjan gæti líka hafa verið niðurlögð vegna skriðufalla?
Jarðarinnar er getið nokkrum sinnum í skjölum sem varða hvalreka Viðeyjarklausturs á milli Esjubergs og Valagnúpa, fyrst í skrá varðandi hvalskipti á Rosmhvalanesi um 1270, aftur um 1270 í bréfi Runólfs ábóta í Viðey um hvalrekann, og aftur 1285 um skipti á hvalreka á milli Valagnúpa og Esjubergs. Esjuberg er í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1395.
Nafnið kemur fram í skýrslu Hannesar Pálssonar umboðsmanns og kapelláns Danakonungs, um allskonar óskunda og yfirgang, rán, vígaferli og löglausa verslun Englendinga á Íslandi á árunum 1420-1425.
Árið 1480 var úrskurðað í Esjubergsdómi í eignarmálum Soffíu Loftsdóttur og Gunnlaugs Teitssonar. Árið 1497 gaf Böðvar prestur Jónsson vitnisburð um reka Viðeyjarklausturs á milli Klaufar og Esjubergs.

Esjubergssel

Esjubergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Á Esjubergsþingi þann 30. september 1541 var felldur dómur um lögmæti bréfs Alexíusar ábóta í Viðey um jarðirnar Skrauthóla og Bakka í Brautarholtssókn. Þá kemur jörðin fram í fógetareikningum 1547-1552. Á Esjubergi voru kveðnir upp dómar um beit og fjárrekstur 1565-1566.
Jarðarinnar er getið á minnisblöðum Vigfúsar Jónssonar sýslumanns Kjalarnesþings árið 1569 og þjófnaðardómur var kveðinn upp þar 14. janúar 1657.
Jörðin var ein af jörðum Viðeyjarklausturs 1686-1695 og þá metin á 40 hundruð.
Þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704 var Esjuberg í eigu konungs en jarðardýrleiki óviss. Kvaðir voru meðal annarra um mannslán á vertíð suður á Stafnes. Þá var hægt að fórðra sjö kýr, tólf lömb og þrjá hesta. Jörðin hafði þá haft til langs tíma fría afrétt fyrir hesta og geldnaut á Mosfellsheiði. Torfrista og stunga var góð en mótak til eldiviðar slæmt. Silungsveiði hafði jörðin í Leirvogsá lengst af. Rekavon var nokkur og skelfiskfjara var á Leiðvallargranda. Selstöðu átti jörðin undir Svínaskarði að sunnan og þar var berjalestur nokkur. Helstu ókostir voru að úthey voru lítil og skriður ógnuðu bæði mönnum, húsum og skepnum. Stórviðrasamt var á Esjubergi og stóð mönnum og skepnum ógn af skriðum sem ollu þar tjóni. Tvær hjáleigur voru þá á Esjubergi. Litla-Esjuberg sagt afbýli heima við bæ og Árvöllur önnur hjáleiga og reiknast jarðardýrleiki beggja í heimajörðinni.
Þegar Jón Oddson Hjaltalín gerir lýsingu Kjósarsýslu 1746 þingstaður á Esjubergi 1746. Kaupverð Esjubergs með Grund (Austurbæ) og Árvöllum var 2100 ríkisdalir þegar jörðin var seld úr eigu konungs 1816. Þegar Jarðartal Johnsens var tekið saman 1847 var Esjuberg í bændaeigu, metið á 40 hundruð og með einum ábúanda. Í neðanmálsgrein er sagt að jarðabækurnar geti ekki um hjáleigurnar nema árið 1802, en þá er getið Austurbæjar sem er líklega sama hjáleiga og sýslumaður og prestur kalla Grund. Sú hjáleiga var nefnd Litla-Esjuberg 1704. Jörðin var metin á 40 forn hundruð í Jarðarmati á Íslandi 1849-50. Hjáleigurnar lögðust báðar af eftir mikið ofanflóðaveður 2. september 1886.

Esjuberg

Esja – skriða ofan Leiðhamra.

Umhverfi við Esjuberg ber með sér merki um skriðuföll sem valdið hafa nokkrum búsifjum. Fitjaannáll 1662 segir frá því að í kjölfar mikils regns hafi miklar skriður hlaupið fram víða, bæði á tún, engjar og úthaga. Þrjár jarðir fóru sérstaklega illa út úr þessu vatnsveðri: Esjuberg, þar sem mikið tók af túninu og Vellir og Mógilsá, þar sem tók af þriðjung túna. Haustið 1668 greinir Fitjaannáll frá því að haustið hafi verið venju fremur rigningarsamt. Þá féllu víða skriður á tún og haga, sérstaklega á Esjubergi, svo bóndinn Sigurður Núpsson flutti sig þaðan í burtu. Jarðabók Árna og Páls segir frá skriðum 1704 sem „fordjarfa, engjar og úthaga merkilega, so að hætt er bæði mönnum, húsum og fjenaði.“

Esja

Esja ofan Leiðvalla.

Blaðið Norðanfari sagði frá skriðu sem hljóp úr Esju 4. júlí 1871 og tók af mestan part af túninu á Esjubergi og gerði usla á engi.
Þann 2. september 1886 gerði aftakarigningu sem olli miklum skriðuföllum. Þá urðu níu jarðir á Kjalarnesi fyrir stórskemmdum og ein jörð í Mosfellssveit. Á Esjubergi fór skriða yfir hluta túnsins og 60-70 hesta af heyi. Einnig fór sandur og leir yfir mestanpart og besta part engjanna og restin varð óslæg vegna leirs í rót. Þá féll skriða á bæjarhús hjáleigunnar Grundar sem fór í eyði eftir þetta.
Litla Esjuberg Var afbýli heima við bæinn þegar Jarðabók Árna og Páls var gerð 1704, er ekki getið í öðrum heimildum. Dýrleikin reiknaðist með heimajörðinni. Kvaðir voru um skipsáróður allt árið utan sláttar. Hægt var að fóðra eina kú og fimm lömb. Afbýlið hafði torfskurð og eldiviðartak í heimalandinu.

Esjuberg
Í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Esjuberg segir m.a.: “Jörð í Kjalarneshreppi, næst vestan við Mógilsá. Merkin móti Mógilsá eru frá Leiðvelli beint við vesturhorn á sléttri flöt upp í Markagil, (Stangargil eða Festargil. Vestan við Fálkaklett eftir miðju gilinu um Skarðsdali efri og Skarðsdali neðri, eins og lækurinn ræður, upp í Þverfell. Móti Móum er varða á landsuðurhorni Varmhóla, síðan vestur þá og í vörðu hæst á þeim, beina sjónhendingu í Brautarholtsborg eða beint í Villingavað á Móalæk. Þetta voru gömlu merkin. En nú ræður vegurinn milli Saltvíkur og Esjubergs. Melur er norður af Varmhólum, milli þeirra og Dyngjuholts, sem heitir Varmhólamelur.
Vesturmörkin, milli Esjubergs og Skrauthóla, eru um Gvendarbrunn í Flóðará og beint upp Esju. Milli Móa og Saltvíkur eru merkin Móalækur um Gvendarbrunn og upp í há-Esju um Laugarnípu, sem er há nípa upp af Árvelli. Leiðvöllur hefur verið nefndur fyrr. Það er malarkambur niður við sjóinn. Áður var þar tjörn fyrir innan, en nú er þar sandnám. Vestan hans taka við hamrar, sem nefndir eru Leiðhamrar. Þeir eru þrír talsins. Austasti hluti þeirra tilheyrir Esjubergi,en hitt Móum. Úr honum er línan í Varmhóla, þar sem þeir eru hæstir, en það er hólaþyrping hér upp af. Upp af Leiðhömrum er mýri, þar sem tekinn var upp mór frá Esjubergi. Upp af Leiðvelli er flöt, er nefnist Kirkjuflöt. Þar var sagt, að hefði verið bænhús eða kirkja. Viðurinn í hana átti að hafa verið fluttur um Leiðvöll.”

Í Wikipedia.org segir um Kjalarnesþing:

Esja

Mögulegur þingstaður fyrrum Kjalarnesþings.

“Kjalarnesþing var staðbundið þing sem starfaði fyrir stofnun Alþingis og var að einhverju leyti undanfari þess. Það hefur sennilega upphaflega verið á Kjalarnesi en var lengst af haldið á Þingnesi við Elliðavatn.

Þinghald tíðkaðist meðal germanskra þjóða löngu fyrir landnám Íslands, þar á meðal í Noregi, og landnámsmenn hafa því þekkt það úr heimalöndum sínum og fljótlega séð nauðsyn þess að hafa einhvers konar sameiginlegar reglur og dómstóla. Heimildir geta um tvö staðbundin þing fyrir stofnun Alþingis, Kjalarnesþing og Þórsnesþing, en þau kunna að hafa verið fleiri. Ari fróði segir í Íslendingabók að Þorsteinn, sonur Ingólfs Arnarsonar, hafi stofnað þingið: „áðr var þing á Kjalarnesi, þat er Þorsteinn Ingólfssonr landnámamanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar ok höfðingjar þeir, er at því hurfu.“

Ekki er ljóst hve stórt þingsvæði Kjalarnessþings var en það kann að hafa náð austur að Ölfusá. Sumir telja að Alþingi sé stofnað út frá Kjalarnesþingi. Þorsteinn Ingólfsson helgaði hið fyrsta Alþingi og var útnefndur allsherjargoði og þann titil báru afkomendur hans síðan.

Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur gróf í búðarústirnar á Þingnesi 1841 og aðrir rannsökuðu þær síðar en 1981 hófst þar uppgröftur á vegum Þjóðminjasafnsins og var þá grafinn upp fjöldi búðarústa, dómhringur (lögrétta) og fleira. Elstu rústirnar voru frá því um 900 en þær yngstu líklega frá því um 1200, enda hefur Kjalarnesþing áfram verið héraðsþing þrátt fyrir stofnun Alþingis.”

Í Vinnuskýrslu fornleifa 2004 lýsir Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, Kjalarnesþingi (Rannsóknarsaga 1841-2003):
Leiðvöllur
“Á Þingnesi við Elliðavatn er dálítil þyrping fornra rústa sem lætur ekki mikið yfir sér þegar gengið er um staðinn. Til skamms tíma var staðurinn einnig ómerktur og áttu margir jafnvel erfitt að átta sig á hvar minjarnar væru, þó að þeir gengju um svæðið. Margt bendir til þess að þessar minjar séu hins vegar með merkustu minjum landsins, og að þarna séu hugsanlega leifar Kjalarnessþingstaðar, sem var fyrsti þingstaður landsins og líklega settur á fót rétt fyrir eða um 900.
Þrátt fyrir mikilvægi Kjalarnessþings féll staðurinn algerlega í gleymsku, eins og flestir hinna fornu héraðsþingstaða og í dag er ekki vitað með vissu hvar þingið var haldið.
Með vaknandi þjóðerniskennd á 18. og 19. öld fóru ýmsir að svipast um eftir frægum stöðum sem nefndir voru í Fornsögum, þar á meðal Kjalarnesþingi. Nafnið “Kjalarnesþing” bendir óneitanlega til þess að það hafi staðið á Kjalarnesi, og þar hófu menn fyrst leit að staðnum.
Þingnes
Á 18. öld getur Árni Magnússon um örnefnið “Þingeyri” í Kollafirði. Um 1880 virðist Þingeyri týnd en í staðinn talar Sigurður Vigfússon um “Leiðvöll” á Kjalarnesi. Af lýsingunni að dæma virðist um sama stað að ræða. E.t.v. eru þessi örnefni (Þingeyri og Leiðvöllur) aðeins tilraunir viðkomandi fræðimanna á 18. og 19. öld til þess að finna Kjalarnesþingi líklegan stað og varasamt að byggja of mikið á þeim.
Spyrja má hvernig mönnum datt í hug að tengja Kjalarnesþing við stað eins og Þingnes sem er augljóslega ekki á Kjalarnesi. Meginástæðan fyrir því að farið var að leita að öðrum stöðum sem bent gætu til þinghalds á svæðinu kring um Faxaflóa er væntanlega sú að á Kjalarnesi hafa ekki fundist eða varðveist minjar sem bent gætu til þingstaðar.
Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur, vakti fyrstur athygli manna á búðarústum í Þingnesi við Elliðavatn, og getur sér til að þar sé fundinn hinn forni Kjalarnesþingstaður, sem svo lengi hafði verið týndur.

Þingnes
Í kjölfar þessa spunnust næstu áratugina miklar umræður um staðsetningu Kjalarnessþings meðal fræðimanna og stóð sú umræða meir og minna yfir fram yfir aldamótin 1900. Þá höfðu margir innlendir og erlendir fornfræðingar þess tíma heimsótt staðinn, mælt hann upp og lýst honum og sumir jafnvel grafið í rústirnar í rannsóknarskyni, eins og greint verður nánar frá hér á eftir. Rannsóknarsaga Þingness er því lengri og fjölbreyttari en en flestra annara minjastaða á Íslandi.
Allir sem könnuðu staðinn voru sammála um að þar væru um 15 – 20 rústir í þyrpingu, hringlaga mannvirki á miðju svæðinu, og að staðurinn væri líklega þingstaður. Árið 2003 hófust á nýjan leik rannsóknir á Þingnesi á vegum Þjóðminjasafns og Háskóla Íslands, sem liður í verklegri kennslu í fornleifafræði.

Í þessari ritgerð er safnað saman á einn stað helstu ritheimildum um Kjalarnesþing og Þingnes og hin merkilega rannsóknarsaga staðarins rakin frá upphafi. Til þess að gefa sem besta innsýn í umræðuna og leifa röksemdum sem notaðar voru í umræðunni að njóta sín, eru hér endurbirtar helstu greinar þeirra fræðimanna sem mest létu sig þetta mál varða. Gerð er grein fyrir hverju mannvirki fyrir sig sem rannsakað var á árunum 1981 – 2003. Rætt er um niðurstöður rannsókna í ljósi núverandi vitneskju, aldur og hugsanlegt hlutverk minjanna á Þingnesi.

Þingnes
Í þeirri umræðu sem átti sér stað á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar um Kjalarnessþing og Þingnes komu fram flest þau rök sem halda að mestu enn í dag. Umræðurnar eru bæði skemmtilegar og áhugaverðar og mikilvægt innlegg í rannsóknarsögu staðarins. Ástæðan fyrir því að þetta mál komst yfirleitt á dagskrá á sínum tíma er sú að Kjalarnessþings er getið í Íslenskum fornritum sem hins fyrsta þingstaðar á Íslandi.

Samkvæmt frásögn Landnámu og Íslendingabókar á Þorsteinn Ingólfsson, sonur Ingólfs Arnarsonar, að hafa stofnað til þings áður en Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Stofnun Kjalarnessþings er sennilega einn af merkustu atburðum landnámsaldar. Þá er mönnum greinilega orðið ljóst að ekki verði búið í landinu án þess að sett séu almenn lög og samskiptareglur og helstu höfðingjar virðast taka höndum saman um að koma á fót þessum fyrstu drögum að þinghaldi í landinu.

Um þennan atburð segir svo í þriðja kafla Íslendingabókar: ,,Alþingi var sett að ráði Úlfljóts og allra landsmanna þar sem nú er, en áður var þing á Kjalarnesi, það sem Þorsteinn Ingólfssonur landnámsmanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar og höfðingjar þeir er að því hurfu.”
Í neðanmálsgrein um þessa frásögn segir Jakob Benediktsson að ágreiningur hafi verið meðal fræðimanna hvort að Kjalarnesþing hafi verið héraðsþing eða vísir að allsherjarþingi. Hann tekur ekki afstöðu til þess, hvort sé rétt, en telur líklegt að á Kjalarnesþingi hafi farið fram undirbúningur að stofnun Alþingis.

Þingnes
Í Landnámabók er frásögnin með svipuðum hætti: “Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lopts ins gamla. Þeirra sonur var Þorstein, er lét setja þing á Kjalarnesi, áður Alþingi var sett”. Í Þórðarbók stendur ekki á Kjalarnesi, heldur “á Krossnesi”, sem talið er að Þórður hafi bætt inn í handritið. Í neðanmálsgrein greinir Jakob Benediktsson frá því að í viðbæti Þórðarbókar standi eftirfarandi klausa úr Melabók: ,,Þorsteinn Ingólfsson lét setja fyrstur manna þing á Kjalarnesi, áður alþingi var sett, við ráð Helga bjólu og Örlygs að Esjubergi og annarra viturra manna, og fylgir þar enn sökum (þess) því goðorði alþingishelgun”.

Kjalnesinga sögu, sem er reyndar ekki talin með áreiðanlegustu sögum, ber ekki saman við þessar frásagnir um stofnun Kjalarnesþings. Þar segir: “Þorgrímr (sonur Helga Bjólu landnámsmanns) lét setja várþing á Kjalarnesi suðr við sjóinn; enn sér stað búðanna; þar skyldi öll mál sækja og þau ein til alþingis leggja, er þar yrði eigi sótt eða stærst væri”.
Litlum sögum fer af þessu merka þingi. Aðeins eru tvær frásagnir varðveittar um mál sem borin voru upp á Kjalarnesþingi. Annars vegar er frásögn í Kjalnesinga sögu um að Þorsteinn Þorgrímsson á Hofi á Kjalarnesi, stefndi Búa Andríðssyni um rangan átrúnað til Kjalarnessþings og lét varða skóggang. Sótti hann málið og varð Búi sekur skógarmaður. Segir sagan, að hann hafi þá verið 12 vetra. Hins vegar er um að ræða vígamál sem spunnust út af deilum Ófeigs grettis og Þorbjarnar jarlakappa, sem lauk með því að Þorbjörn felldi Ófeig í Grettisgeil hjá Hæli.
Leitað var til Önundar tréfóts til þess að reifa málið. Hann fékk til liðs við sig Ólaf feilan, sonarson Auðar djúpúðgu. Í Grettissögu er frásögnin af málinu á þessa leið “og reið Ólafur suður með honum, og er Önundur hitti vini sína og mága, þá buðu þeir honum til sín. Var þá talað um málin og lögð til Kjalarnessþings, því að þá var enn eigi sett alþingi. Síðan voru málin lögð í gjörð, og komu miklar bætur fyrir vígin, en Þorbjörn jarlakappi var sekur gjörr”. Þessir atburðir munu líklega hafa átt sér stað um 906 – 908.

Þingnes

Þingnes – Uppdráttur G.Ó.

Þegar fornritum sleppir er elstu vísbendingu fyrir því að þingstaður hafi getað verið á Kjalarnesi, líklega að finna hjá Árna Magnússyni, handritasafnara. Í riti sínu Chorographica Islandica sem er tekið er saman á löngu árabili í upphafi 18. aldar birtir hann lauslega afstöðumynd af nokkrum örnefnum í Kollafirði. Þar er örnefnið Þingeyri merkt við nes á kortinu sem gengur út í miðjan Kollafjörð að norðanveru. Í athugasemd nefnir Árni m.a. að í landi Esjubergs sé enn sýndur fyrsti þingstaður á Sandeyri í Kollafirði.

Kort Árna Magnússonar af Kollafirði þar sem skráð eru örnefnin: Helguskier, ÞingEyre, Kollafiörður, og áttavísanirnar suður og austur. Engar minjar hafa fundist á þessu svæði sem bent gætu til þingstaðar.

Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur fékk áhuga á að finna Kjalarnesþing hið forna. Þegar hann hefur rannsóknir sínar virðist almennt hafa verið talið að þingstaðinn væri að finna á Kjalarnesi sjálfu, en að enginn vissi nákvæmlega hvar. Honum var sagt að vestan við bæinn Móa á Kjalarnesi væru leifar þingstaðar niður við sjó, en að þar væru engar sýnilegar minjar. Það eina sem þar minni á þingstað sé örnefnið Leiðvöllur. Hann fékk síðan upplýsingar um minjasvæðið við Elliðavatn og gerði út leiðangur til þess að rannsaka staðinn árið 1841 og fann þá 18 – 20 búðir og dómhring. Rannsókn hans er afar merkileg og með nokkrum sanni má segja að þessi rannsókn marki upphaf fræðilegra rannsókna á Íslandi, þó að frumstæð sé. Mér er ekki kunnugt um aðrar eldri rannsóknir á fornleifum sem gerðar hafa verið á Íslandi af fræðimönnum.

Esja

Meintur kirkjuhóll á “Kirkjuflöt” ofan Leiðvalla.

Niðurstöður Jónasar birtust í Rit eftir Jónas Hallgrímsson III. Dagbækur, yfirlitsgreinar og fleira. Annars vegar undir fyrirsögninni: ,,Tvær litlar rannsóknarferðir: 1. Þingnes í Elliðavatni”, og hins vegar ,,Uddrag af dagböger fra en rejse i Island Sommaren 1841, for saa vidt angaar Antikvariske iagttagelser”. Frásagnirnar eru mjög svipaðar en til þess að halda saman öllu sem Jónas skrifaði um rannsóknina eru þær báðar birtar hér eins og þær birtust á dönsku í dagbókum hans: “Da jeg i næstafvigte Vinter for Alvor begyndte at forespørge mig om Stedet, hvor det gamle Kjalarnesþing havde staaet, saa var der ingen, som kunde give mig nogen Oplysning derom. Vel sagde man, at etsteds paa Kjalarnæsset, vesten for Gaarden Moar, ved Stranden, nok var Levninger af et Tingsted, men at man ikke saa der nogen Budetomter. Stedet kaldes desuden, vel at mærke, Leiðvöllur. Dette førte mig naturligvis til den Tanke, at Kjalnæsingerne vel i sin Tid havde holdt det aarlige »leiðarþing« paa dette Sted, men at det derfor ikke var afgjort, at Herredstinget nogen Sinde havde været der. Omtrent til samme Tid fik jeg at vide, at ved Elliðavatn, – en fiskerig Indsø, der ligger oven for Seltjarnarneset, paa de gamle Grænser af Kjosar- og Guldbringe-Sysseler og midt i Herredet Kjalarnessþing —, skulde der findes mange og anselige Tomter i et Næs, der gaar ud i bemeldte Indsø, midt i mellem Gaardene Vatns-endi og Vatn. Efter en foreløbig Undersøgelse tog jeg fra Reikevig til dette Sted om Aftenen den 20. Juni, da jeg næste Dag agtede at foretage der en Del Eftergravninger, i Haab om paa denne Maade at komme til et Resultat med Hensyn til bemeldte Tomters tidligere Bestemmelse.

Esja

Esja – stekkur oafn Leiðvalla.

Niðurstöður Jónasar hleyptu af stað miklum vangaveltum og nokkrum deilum um staðsetningu Kjalarnessþings sem stóðu fram yfir aldamótin 1900, en lognuðust svo útaf vegna skorts á frekari sönnunargögnum. Það kann að þykja einkennilegt að ekki hafi fundist nein ný sönnunargögn sem skorið gætu úr þessari deilu þegar þess er gætt að enginn staður á Íslandi hefur verið rannsakaður jafn oft og rústirnar í Þingnesi. Þarna grófu nefnilega bæði íslenskir og erlendir fornfræðingar þess tíma hver á fætur öðrum án þess að takast að ráða gátu staðarins. Ástæða þess er sú að hann er óvenju erfitt viðfangsefni, eins og vikið verður að síðar. Af helstu fræðimönnum sem þarna grófu auk Jónasar má nefna Angus Smith, skoskan fornfræðing sem rannsakaði staðinn árið 1872; Sigurð Vigfússon árið 1889; Daniel Bruun og Björn M. Olsen árin 1896 – 1897.
Að auki könnuðu allir helstu fornfræðingar landsins staðinn og gerðu athuganir á honum. Þar á meðal Kristian Kaalund, Sigurður Guðmundsson, Sigurður Vigfússon og Brynjúlfur frá Minna Núpi.
Sú umræða um Kjalarnesþing sem spratt af rannsóknum Jónasar er mjög skemmtileg og er afar áhugavert að kynnast hugmyndum og sjónarmiðum þesarra fræðimanna sem um hann fjölluðu fyrir rúmum hundrað árum.
Þrátt fyrir að ályktanir og niðurstöður taki gjarnan mið af því að verið er að reyna að útskýra hvernig Kjalarnesþing sé upp við Þingnes en ekki á Kjalarnesi, er engin ástæða til að rengja glöggskyggni rannsóknarmanna í lýsingum sínum á sjálfum minjunum.”

Esja

Minjakort Minjasafns Reykjavíkur. Hér er Kirkjuflöt ranglega staðsett.

Af framangreindu mætti ætla, í fljótu bragði, að kirkja Örlygs gamla hafi verið á Esjubergi. Ef betur er lesið er ljóst að hún var á flöt; Kirkjuflöt “ofan við Leiðvöll” í Kollafirði. Á örnefnamynd Minjasafns Reykjavíkur er Kirkjuflöt staðsett beint ofan við Leiðvöll, þar sem nú eru malargryfjur. Ljóst má þó vera að þar hafi aldrei verið flöt sú, sem fjallað er um. “Ofan við Leiðvöll” hefur miklu líklegra verið á reiðleiðinni þaðan áleiðis að Esjubergi. Þar ofan við er sléttur gróinn melur, skammt ofan Leiðhamra. Á flötum melnum er aflangur gróinn hóll, sem snýr frá austri til vesturs. Ekki mótar fyrir veggjum í hólnum. Skammt norðan við hann eru tóftir fjárhúss (heykuml, hús og gerði).
Telja má ólíklegt að Örlygur gamli hafi ráðið að reisa fyrstu kristnu kirkjuna heima við bæ sinn á Esjubergi þrátt fyrir almenna stundarsátt millum trúarbragða á þeim tíma. Slík framkvæmd gat boðið hættunni heim. Hafa ber í huga að Ísland var heiðið á þessum tíma og þótt kristið fólk hafi sest hér að, ekki síst á Kjalarnesi, verður að teljast hæpið að hann hafi viljað storka örlögunum með svo augljósum hætti, en afráðið þess í stað að láta reyna á þolgæði samlandanna og reist hið táknræna trúboð við alfaraleið á ystu mörkum landnámsins þar sem ólíkar hefðir blönduðust sameiginlegum hagsmunum, þ.e. mikilvægum siglingum millum anda. Örlygur hefur ólíklega afráðið að reisa kirkjuna á meintum stað Kjalarnesþings ofan Leiðvalla, sem stofnað hafði verið nokkrum árum fyrr. Minjastaður meintar kirkju er í skjóli fyrir erfiðum vindáttum ofan af Esjunni. Skammt sunnan við meintan minjastað er orpinn hóll, mögulega dys. Kjalnesingasaga segir að Búi hafi verið grafinn sunnan við kirkjuna, sem þá hafði verið aflögð.
Í Esjunni ofan við meint kirkjustæði er örnefnið “Kirkjunýpa”, sem hingað til hefur ekki ratað í nútíma örnefnalýsingar einhverra hluta vegna.
Esjuberg
Telja má sennilegt að kirkjan á Kirkjuflöt ofan Leiðvalla hafi síðar verið flutt að bænum Esjubergi, líkt og lesa má í síðari heimildum.  Þar fór fram fornleifauppgröftur fyrir nokkrum árum, en skilaði ekki tilhlíðanlegum árangri. Sú, eða þær kirkjur, sem nálægt bænum kunna að finnast, geta því varla talist til elstu kirkju landsins. Vitað er að hvorki timburkirkjur né torfkirkjur hafi varað til eillífðar, heldur þvert á móti; þær hefur þurft að endurbyggja með reglulegu millibili, mögulega á 20-50 ára fresti.
Skammt sunnar í hlíðinni, allnokkuð ofan Leiðvallar, er óglöggt minjasvæði. Sést þar móta fyrir veggjum.

Gamli Kjalarnesvegurnn – Minjasafn Reykjavíkur.

Heimildir:
-Bæir á Kjalarnesi – ritgerð.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Kjalarnes%C3%BEing
-Vinnuskýrsla fornleifa 2004 lýsir Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur, Kjalarnesþingi (Rannsóknarsaga 1841-2003).
-Gamli Kjalarnesvegur – Minjasafn Reykjavíkur.
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar um Esjuberg.

Esja

Esjan ofan Leiðvallar. Svæðinu neðanverðu hefur verið mikið raskað í gegnum tíðina.

Lesbók Morgunblaðsins

Í Lesbók Morgunblaðsins 1966 skrifar Björn Þorsteinsson; “Blaðað í örnefnaskrá”.

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson.

“Örnefni geyma mikinn fróðleik um land og þjóð, og dálítil örefnafræði er handhæg hjálpargrein við sögukennslu. Allir Íslendingar þekkja talsvert af örnefnum, ef vel er að gáð, og sú þekking getur komið nemendum að margs konar liði við nám sitt, ef kennaranum tekst að fá þá til þess að hagnýta sér hana; hæfileg örnefnafræði getur jafnvel leitt einstaklinga til sjálfstæðra athuguna, ef rétt er að farið. Engin aðgengileg rit eru til um örnefni á íslenzka tungu og fáar ritgerðir. Þeirri, sem hér fer á eftir, er ætlað að bæta örlítið úr skák. Hún geymir lítil vísindi, en er einkum ætluð til að vekja athygli kennara á viðfangsefni, sem er hugtækara en flesta grunar.

Hvalfjörður

Það eru töfrar og myndaugði örnefnanna, sem orka einkum á skáldið, því að staðina hefur það aldrei séð. Saga og ævintýr hafa skráð landið, sem við byggjum, markorðum í gervi örnefna, og kynslóðirnar hafa oft stytt sér stundir við það að svara þeim. Þau eru vörður við veg okkar um landið og birta okkur brot úr sögunni, ef við gefum þeim gaum. Þau greina frá uppruna landnámsmanna, trú og siðum, sem hér hafa tíðkazt, atvinnuháttum og verkmenningu. Þau eru brotasilfur úr atburðasögum og opinbera ýmist skáldsýnir nafngefenda eða gremju þeirra, háð eða gleði. Dynskógar, Fjallið eina, Heiðin há, Helgrindur, Ljósufjöll — eru meðal þeirra örnefna, sem hressa hugann, gefa umhverfinu aukið gildi.

Þyrill

Þyrill.

Innarlega við Hvalfjörð hefst Þyrill með háu, klofnu blágrýtisenni og þyrlar vindum við fjarðarbotn. Hann horfir sem egypzkur sfinx yfir Geirshólm og Geirstanga, Harðarhæð, Helguhól, Kötlugróf og Önundarhól, en er sjálfur markaður Helguskor (Helguskarð í Harðar sögu) og Indriðastíg. Þessi örnefni og mörg önnur í nágrenninu kröfðust sögu, og Harðar saga Grímkelssonar varð til, spunnin úr þráðum fornra nafngifta, farandsagna, hugmyndaflugs og virkilegra atburða. Hólmurinn mun draga nafn af lögun sinni, er geirlaga, og hefur söguhetjan sennilega hlotið nafn af hólminum.

Geirshólmi

Geirshólmi.

Árið 1238 berjast þeir Sturla Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson um yfirráð á Íslandi. Um hásumarskeið sendi Sturla nær flesta fylgdarmenn sína til Hvalfjarðar, og fóru þeir út í Geirshólma, drógu þar að föng og öfluðu heldur með harðindum til. Gissur treystist ekki að reka ræningjana úr vígi þeirra í firðinum. Síðar um sumarið bar fundum þeirra saman á Örlygsstöðum í Skagafirði. Þar felldi Gissur Sturlu og marga aðra Sturlunga. Tiltektir Sturlu í Geirshólma hafa eflaust orkað á höfund Harðar sögu, er hann lýsir framferði Hólmverja. Sagan sýnir glöggt, hvernig örnefni hafa stuðlað að því, að sagnir geymdust og sögur urðu til.

Þjóðerni og örnefni

Flekkudalur

Flekkudalur.

Landnáma hermir, að Ingólfur landnámsmaður hafi komið frá Dalsfirði í Noregi. Þótt við ættum enga Landnámabók, þá væri auðvelt að grafast fyrir um uppruna frumbyggja hins forna Kjalarnessþings. Í Dalsfirði í Noregi getur að finna bæi, sem bera nöfnin Kleppsvík, Eiðisvík og Flekkudalur. Þá eru einnig á þeim slóðum Vestur-Noregs staðir, sem bera nöfnin: Akurey, Engey, Esjuberg, Gullbringa, Hengill, Kaldá, Kjós, Kléberg, Kollafjörður, Skeggjastaðir, Tröllafoss, Viðey og Vífilsstaðir. Það er auðvitað ekki einber tilviljun, að öll þessi örnefni og fjöldi annarra eru vel þekkt bæði í landnámi Ingólfs og fjörðum í Noregi.
Sogn heita bæir í Kjós og Ölfusi, en þeir, sem reistu þá í árdaga, hafa eflaust verið frá Sogni í Noregi. Fólk frá Gaulum hefur reist Gaulverjabæ, frá Vors Vorsabæina, en þrír bæir eru með því nafni í Árnesþingi og einn í Rangárþingi. Í Noregi finnast flest íslenzk árheiti, m.a. eru tvær Rangár norður í Naumdælafylki, en þaðan á Ketill hængur að hafa komið og nam Rangárvellina. Nafnið mun merkja þverá, þ.e. vatnsfall, er fellur í annað fljót.

Kaldá

Kaldá.

Ekki komu allir landnámsmenn frá Noregi, eins og kunnugt er. Allmargir þeirra höfðu talsverð kynni af öðrum þjóðum, einkum brezkum, áður en þeir héldu til Íslands, og með þeim var allmargt af írsku og skozku þjónustufólki og þrælum. Norrænir menn setjast að á skozku eyjunum á 9. öld, einkum síðari hluta aldarinnar, og útrýma að talsverðu leyti því fólki, sem fyrir var. Þeir voru nafnglaðir mjög og skírðu hóla, læki, vötn og víkur og önnur kennileiti eftir fornum fyrirmyndum heima í Skandinavíu. Þannig er allur meginþorri örnefna á Hjaltlandi (um 99%) og Orkneyjum af norrænni rót, en hafa mörg gengizt mjög í munni: Kirkabister, Kirkjubólstaður; Stoura Clett, Stóri klettur; Kirkwall, Kirkjuvogur; Aithness, Eiðsnes o.s.frv. Norrænar nafngiftir ná um Suðureyjar og Katanes á Skotlandi (Caithness) og víkingabyggðir Englands, en gætir því minna sem sunnar dregur og norrænt landnám varð fámennara í hlutfalli við fólk það, sem fyrir var í landinu. Þá eru ýmsar skemmtilegar samsvaranir milli staðanafna á Íslandi og Suðureyjum.

Hekla

Hekla.

Hermann Pálsson, sem er Íslendinga kunnugastur um eyjarnar, segir þar þrjú fjöll með heitinu Hekla. Hvorki munu þau búin hökli úr ís né öðru, sem til klæða má líkja, og verður þar með vafasöm sú forna skýring, að nafnið Hekla sömu merkingar og kápa. Um Steinunni gömlu, frændkonu Ingólfs landnámsmanns, segir, að hún galt honum „heklu flekkótta, enska”, fyrir Rosmhvalanes allt utan Hvassahrauns, og munu það ódýrust jarðakaup á Íslandi. Það er ekki nýtt af nálinni, að Reykvíkingar afli sér stássklæða af Bretlandi, og enn fást þar heklur góðar. Fjallsnafnið Hekla mun sennilega dregið af útliti fjallsins, eins og algengt er um fjallanöfn (Skjaldbreiður, Hlöðufell, Tindafjöll o.s.frv.). Af sömu rót og orðið Hekla eru orð eins og hak og hækill, og hefur Hermann tjáð mér, að tindar eða hök hreyki sér á hinum suðureysku Heklum, og hefur slíkur tindur trjónað á Heklu að fornu, en fjaUið breytzt að útliti í hverju gosi. Og það kennir fleiri „íslenzkra” fjallagrasa á Suðureyjum. Í Ljóðhúsum (Lewis) eru m.a. Grænafjall og Esjufjall, og þaðan er skammt í Kjósina eins og í landnámi Ingólfs. Þá er þar Laxá og Vatnslausa, en ókunnugt er mér um Vatnsleysuströndina þar um slóðir. „Flestar víkur og vogar bera norræn heiti: Breiðvik, Mjóvík, Miðvík, Sandvík, Leirvogur, Þaravogur o.s.frv.” (Hermann). Þá heita hinar smærri eyjar norrænum nöfnum: Papey, Bjarnarey, Grímsey, Hvalsey, Vaðlaey, Örfirisey, og fleiri norræn og „íslenzk” örnefni telur Hermann Pálsson á Suðureyjum í bókinni Söngvar frá Suðureyjum, sem Norðri gaf út 1955. Samsvörun staðanafna í Ljóðhúsum og Kjósarsýslu mun þannig til komin, að landnámsmenn komu hingað þaðan að sunnan, eins og Landnáma greinir, og fluttu örnefnin með sér, en upphaflega eru þau ættuð frá Noregi. Helgi bjólan, sonur Ketils flatnefs Suðureyjajarls, nam land að Hofi á Kjalarnesi, en Örlygur gamli, fóstursonur Patreks helga, biskups í Suðureyjum, reisti fyrstur bú að Esjubergi. Þá nam Svartkell af Katanesi (Caithness) á Skotlandi Kjósina utanverða og bjó á Kiðafelli og síðar Eyri, en Katanes er handan fjarðar, og Kalman hinn suðureyski dvaldist um skeið við Hvalfjörð á leið sinni að Kalmanstungu. Hér eins og víðar styðja örnefnin frásagnir Landnámu af upphafi Íslandsbyggðar.

Esjan og œttir fjalla

Esja

Esja – örnefni.

Flestir Íslendingar þekkja Esjuna, öldung reykvísks fjallahrings. Hún er hlaðin meira en til hálfs úr blýgrýtishraunlögum frá fyrra hluta tertíera tímans eða a.m.k. 50 milljón ára gömlum. Efst í fjallinu eru svonefnd gráu lög úr ljósara blágrýti en önnur berglög í hlíðum þess, en undir þeim eru jökulurðir. Helgi Péturss taldi lög þessi til orðin á jökultíma, en verið getur, að þau séu nokkru eldri. Einhvern tíma á tertíaröld gerðust þau undur, að Ísland rifnaði um þvert frá norðri og norðaustri til suðurs, gríðarlegar sprungur grófust í blágrýtisberggrunn landsins, og miðbik þess seig um hundruð og þúsundir metra ofan í jörðina. Mikil sprunga les sig norður eftir botni Atlantshafs, en hér gekk hún á land og umturnaði meistaraverkum skaparans. Hin hrapandi fold reyndi að bæta sér upp niðurlæginguna með eldgosum og hamagangi og tókst það viða, sigdalurinn um miðbik landsins fylltist gosefnum, varð jafnvel meira en barmafullur, en hér syðra og norður í Bárðardal hafði eldgangurinn ekki við. Mosfellsheiðin gerði talsverða tilraun til þess að hækka landið, og frá henni mun nokkur hluti Reykjavíkurgrágrýtisins runninn, en hvorki hún né Mosfellið, sem einnig er fornt eldfjall, en miklu yngra, gátu hreykt sér svo að dygði. Esjan stóð eftir á sprungubarmi og vesturhlíðar Bárðardals norður í Þingeyjarsýslu.

Esja

Esjan.

Örnefnið Esja er allsérkennilegt og rauninni engrar merkingar í íslenzku máli. „Það er aðeins nafn”, eins og Englendingar segja, þegar þeir eru inntir eftir merkingu fornra örnefna í landi sínu. Slík torskilin örnefni hafa Íslendingar löngum talið ættuð sunnan af Írlandi. Þau hafa rumskað við ímyndunarafli manna, orðið markorð, sem kröfðust andsvars, jafnvel heillar sögu.
Í þjóðtrúnni hefur nafnið Esja orðið að heiti á auðugri ekkju, sem kemur sunnan af Írlandi og lendir skipi sínu í Leiruvogi ásamt þeim Andríði og Kolla. Landnáma greinir m.a. frá því, að Örlygur gamli nam land að Esjubergi. Sú saga hefur verið of kunn, til þess að fram hjá henni yrði gengið og unnt væri að gera Esju að landnámskonu. Þjóðsagan tók því það ráð að losa Örlyg við lítt kunna afkomendur sina og láta hann á gamalsaldri gefa Esju upp land og bú. Þannig komst hún að Esjubergi. Andríður ruddi braut gegnum skógana og bjó að Brautarholti, en Andríðsey liggur fyrir landi, og þar á Andríður að vera heygður. Sonur hans var Búi, sá er Esja fóstraði, en fjall fyrir ofan bæinn á Esjubergi heitir Búi. Kolli hóf búskap í Kollafirði, Þormóður í Þormóðsdal, Eilífur í Eilífsdal, Korpúlfur á Korpúlfsstöðum o.s.frv. Þarna var fenginn kveikurinn í Kjalnesinga sögu. Vinnukonur sínar sóttu Kjalnesingar fornu þó ekki út í Þerney, því að þeir vissu betur en mörg okkar um uppruna nafnsins. Það er dregið af fornu heiti á fugli þeim, sem við nefnum kríu, en hét áður þerna á íslenzku og ber nafnið „terne” á dönsku enn í dag. Kjalnesinga saga er ofin úr þráðum örnefna og farandsagna fólki til skemmtunar og á lítið skylt við sagnfræði. Sama er að segja um Harðar sögu og Hólmverja og Bárðar sögu Snæfellsáss.

Esja

Esja.

Nafnið Andríður er ókunnugt annars staðar en í örnefninu Andríðsey, þekkist hvorki í Noregi né á Íslandi, svo að mér sé kunnugt. Það merkir andstæðingur, sá sem er manni andsnúinn, fer gegn manni. Verið getur, að þræll eða leysingi hafi hlotið eyjuna sér til framdráttar.

Kollafjarðargrjót

Kollafjarðargrjót.

Nafn Kollafjarðar er erfiðara viðfangs. Fyrri liður virðist ef. et. eða fl. af mannsnafninu Kolli eða ef. ft. af Kolur. Nöfn þessi merkja sköllóttur og kollóttur og voru m.a. notuð um krúnurakaða munka á miðöldum. Þetta virðast hafa verið allalgeng mannanöfn bæði í Noregi og hér á landi á víkingaöld og getur oft í bæjanöfnum. Austan hafsins þekkjast: Kollaland, Kollaruð, Kollastaðir, Kollasetr o. s. frv., en hér heima koma nöfnin m.a. fram í bæjarheitunum: Kollabær, Kollabúðir, Kollagata og Kollsá. Það verður því að teljast líklegt, að firðir, sem svo heita, séu annað hvort kenndir við menn, sem hétu Kollur eða Kolli, eða nafnið sé aðflutt frá Noregi eða skozku eyjunum. Það getur varla verið dregið af nafnorðinu kolla, sem notað er um margskonar kvendýr, sbr. æðarkolla, söðulkolla, af því að þá ætti nafn fjarðanna að vera Kollnafjörður eða Kollufjörður, en kollu-örnefni eru mörg hér á landi: Kolludalur, Kollugil, Kolluhóll o.s.frv.
Korpúlfsstaðir, einnig nefndir Kortólfsstaðir, eiga að vera kenndir við einhvern Korpúlf. Korpur er hrafnsheiti, og kemur það nafn fram í heimildum á 13. öld. Korpúlfur merkir því hrafn-úlfur, en það nafn kemur vitanlega hvorki fram hér né í Noregi nema í bæjarnafninu í Mosfellssveitinni. Ýmsar gerðir af nafninu birtast í heimildum, en sjálfsagt mun sú upphaflegust, sem birtist í Kjalnesingasögu. Korpúlfsstaðir voru meðaljörð, 20 hundruð að fornu riti, og sennilega til hennar stofnað á 10. öld.

Esja

Andríðsey

Andríðsey.

Þegar leita skal hér skýringar á torræðum örnefnum, þá er ráðlegast að svipast um í nágrannalöndunum austan hafsins, fornum heimkynnum landnámsmannanna. Sá hefur löngum verið siður útflytjehda að hafa á braut með sér örnefnaskrár fornra átthaga og nefna kennileiti í nýbyggðum, eftir því sem þeir áttu að venjast áður. Þannig fóru Engilsaxar að, er þeir fluttust til Englands frá Norður-Þýzkalandi endur fyrir löngu, Englendingar, er þeir námu Norður-Ameríku og Ástralíu, norrænir víkingar, er þeir námu Ísland, Íslendingar, er þeir námu Grænland og Ísendingabyggðir Kanada eða fluttust úr sveitum í kaupstaði, svo að dæmi séu nefnd. Þótt við Íslendingar eigum allglöggar ritaðar heimildir um uppruna þjóðarinnar, þá er okkur ómaksins vert að leita víðar fanga til sögu okkar.
Nálæg Balestrand í Sogni, frægum ferðamannastað, er lítill fjörður er nefnist Esefjord. Þar upp af stendur fjallið Esefjell og Esebotten (Seterhytte, forn selstaða), en bærinn Ese stendur þar einnig við fjörðinn. Svo segir Árni G. Eylands, sem er Íslendinga kunnugastur í Noregi, að í daglegu tali nefnist sú jörð Ese-gardene, af því að fornar bújarðir í Noregi skiptist nú yfirleitt í mörg býli.

Búahellir

Búahellir?

Fleiri Esju-nöfn má finna í Noregi og á hinu forna norræna menningarsvæði. Þannig stendur bærinn Esjuberg á vesturströnd landsins, en esjuberg er norskt nafn á tálgusteini, ljósu klébergi. Þessi bergtegund var notuð að fornu til margra hluta, m.a. voru gerðar úr henni grýtur og ausur, og einnig notuð í afl í smiðjum. Á sænsku er til orðið assja, þ.e. smiðja, afl, — í málýzkum verður það eisa, á norsku esja, sem er sama orðið og eisa, er merkir kulnandi glóð á íslenzku. — Í Nedenesamti í Noregi stendur bærinn Hesnes neðra og efra, (Bygh 8, Fjærre Herred, bls. 1199). Talið er, að þar sé um Esjunes að ræða, sem um getur í Fornmannasögum 8, IX, 17 og 505, en í nágrenni bæjanna eru tálgusteinsnámur (klæbersten). Það mun því fullvíst, að nafnið Esja sé norskrar ættar eins og gríðarmörg önnur örnefni hér á landi. Þannig mun fjallið við Esjufjörðinn norska hafa upphaflega borið nafnið Esja, eins og bæjarnafnið ber með sér, en síðar hefur fjalli verið bætt aftan við örnefninu til lítiUar prýði. Þar með er ekki sagt, að formóður Esjunnar okkar sé að leita í Sogni í Noregi; hún getur allt eins staðið á skozku eyjunum, eins og áður segir.

Kléberg

Kléberg úr Esjunni.

Það er þó líklegt, að Esjunni kippi á einhvern hátt í kyn til forfeðra sinna austan hafsins, en ættfræði fjalla hefur aldrei verið stunduð hér á landi. Íslendingar hafa löngum hamazt við að rekja ættartölur manna, hrossa, nauta og sauða, en hundar og fjöll hafa setið á hakanum hjá íslenzkum ættfræðingum af lítt skiljanlegum ástæðum.
Fjöll eru auðvitað misjafnlega ættgöfug og ættmörg. Einna sterkust eða fjölfjölluðust fjallaætt hér á landi er Búrfell, Búrfellsættin, sem síðar verður vikið að. Það er eins konar Reykjahlíðavætt meðal fjalla vorra, en hún mun sunnlenzk að uppruna. Esjan er hins vegar einstaklingur, sem á sér enga frændur hérlenda mér vitanlega nema uppi á VatnajöklL Þar eru Esjufjöll, en aldur þeirrar nafngiftar er mér ókunnur. Esjutjarnar hjá Þrándarstöðum undir Jökli er getið í Víglundarsögu, sem telst frá 14. öld. Nú nefnist hún Æsutjörn, en Æsuberg er suður á Reykjanes. Ekki er mér kunnugt um kléberg eða tálgutein á þeim slóðum.
Esjan og Esjufjöllin munu sennlega draga nafn af ljósu litartrafi, sem minnt hefur nafngefendur á hið ljósa esjuberg handan Atlantshafsins.

Átrúnaður

Hof

.

Hof og helgistaðir: Um allt land er fjöldi örnefna, sem minnir á fornan og nýjan átrúnað. Við upphaf landsbyggðar kenndu menn staði við Krist og Þór, kirkjur og hof. Allir kannast við bæi, sem heita Hof, Hofstaðir, Hoffell, Hofgarðar, Hofteigur, en hér þekkjast 44 bæir með slíkum nöfnum. Talið er að þar hafi staðið heiðin musteri að fornu, en erfitt hefur reynzt að finna þeim fullyrðingum stað með fornleifagreftri. Engar óumdeilanlegar hofrústir hafa fundizt enn sem komið er á hinu norræna menningarsvæði nema helzt í Uppsölum í Svíþjóð. Þar greina fornar heimildir, að verið hafi mikill helgi- og blótstaður í heiðnum sið, og hafa menn þótzt finna þar minjar um fornt musteri. Mjög hefur þá greint á um það, hvernig hofið hefur litið út og hve stórt það hefur verið. Síðastliðið vor kom út doktorsritgerð í Danmörku:

Önnur grein
Hörg, Hof, Kirke — eftir Olaf Olsen fornleifafræðing. Engar örugga heimildir finnast fyrir því, að ásatrúarmenn hafi nokkurs staðar reist guðum sínum stórhýsi. Þeir blótuðu þá úti, færðu þeim fórnir í helgum lundum eða á öðrum blótstöðum, hörgum, og hafa eflaust stundum reist þar býli fyrir guðamyndir og áhöld, sem lutu að dýrkun goðanna. Örnefnið hörgur gefur til kynna, að þar hafi verið helgistaður í heiðni. Þannig munu örnefnin Hörghóll, Hörgsdalur, Hörgshlíð, Hörgaeyri, Hörgsland oð Hörgsholt — vitna um forna blótstaði, og er hugsanlegt, að þar hafi sums staðar verið skýli eða smáhýsi tengd heiðindómi, en minjar um slíkt hús töldu menn sig finna í Hörgsdal í Mývatnssveit. Hof-nöfnin gefa einnig til kynna, að þar hafi verið fornir helgistaðir, menn fært guðunum fórnir á ákveðnum árstímum og jafnframt slegið upp blótveizlum eftir helgi samkomur. Þannig munu ýmsir höfðingjar hafa reist sér allmikla veizluskála, og teljast rústir skálans á Hofstöðum við Mývatn öruggastar minjar slíkrar byggingar. Þessir skálar hafa ekki verið musteri í sjálfu sér, heldur bæjarhús, sem notuð voru m.a. til helgihalds. í einni gerð Landnámu segir, að „Hof í Vatnsdal og Hof á Kjalarnesi hafa hér á landi stærst verið, einkum stórt hundrað fóta á lengd; það syðra var 60 fóta breitt. Kór eða goðastúka var hjá hverju hofi; þar voru í goðin.”
Nú er vant að segja, hve forn þessi vísdómur er, en víst mun hann ekki hafa staðið í frumgerðum Landnámu, heldur vera síðar til kominn. Það mun allöruggt, að engin hús hafi verið reist 60 feta breið að fornu; svo miklar voru ekki einu sinni dómkirkjurnar á Hólum og í Skálholti. Allt um það hafa a.m.k. margir Hof-bæir veríð helgistaðír að fornu; þar hafa menn blótað goðin, en ekkert sjáanlegt samband virðist hafa verið milli goðadýrkunar og þingaskipanarinnar. Vorþingstaðir liggja yfirleitt víðsfjarri „hofgörðum”, og standa goðanna í samfélaginu breyttist lítið við kristnitökuna. Ari fróði segir þó, að Grímur geitskór hafi lagt til hof það fé, sem honum var greitt fyrir starf sitt að stofnun alþingis á Þingvelli; hann virðist m.ö.o. gera ráð fyrir, að þá hafi einhverri heildarskipan verið komið á goðadýrkunina, hofin hafa verið stofnanir a.m.k. á síðasta skeiði heiðninnar.
Hér er um meira vandamál að ræða en marga hefur gunað. Hjalli utan í Vörðufelli heitir Hofin. Þar á hof að hafa staðið að fornu. Í Efra-Langholti í Ytrihrepp nefnist partur í túni á Hofum, og stóðu þar fjárhús. Einungis rækilegur fornminjagröftur getur greitt úr vandamálinu. Hof virðist að fornu einkum hafa merkt búgarð, og er sú merking enn drottnandi í þýzku, sbr. Bauernhof. Á „Hofgörðum” voru víða helgistaðir. Af þeim sökum mun heitið hafa komizt inn í þýðingar rita sem heiti á heiðnu musteri, en þar með er ekki sagt, að ásatrúarmenn hafi reist guðum sínum slíkar byggingar.

Goð- og Grímsnöfn
Í einstökum goðum var Þór tignaður almennast hér á landi, enda eru allmargir staðir við hann kenndir. Margir hafa gist Þórsmörk á síðustu árum, Þórshöfn er norður á Langanesi og önnur á Miðnesi suður, Þórsnes er á Snæfellsnesi og tangi á Viðey við Reykjavík heitir svo, og margir aðrir staðir eru kenndir við þennan ástsæla guð. Njörður átti Njarðvíkur við Vogastapa og Borgarfjörð eystra, Baldri var helgaður Baldursheimur víð Mývatn og í Eyjafirði og Freysnes er á Héraði austur. Óðinsnafnið er óþekkt í íslenzkum örnefnum, en Óðinn naut mikillar virðingar í Danmörku og átti þar m. a. borgina Óðinsvé (Odense). Hér bar guðinn ýmis heiti, og er hugsanlegt, að einhver þeirra séu bundin í örnefnum.

Grímshóll

Á Grímshól.

Við Mosfellsdal er Grímarsfell eða Grímsféll, – en Grímshóll heitir hæsta bunga Vogastapa. Gríms-örnefni eru gríðarlega mörg hér á landi: Grímseyjar eru tvær, Grímsár margar, Grímsvötn Grímsnes, Grímstunga o.s.frv. Ýmsum þessum örnefnum eru tengdar sagnir um menn, sem báru nafnið Grímur, en önnur eiga sér enga slíka nafnfesti. Einar, Eiríkur og Sigurður voru engu fátíðari nöfn en Grímur, en þeirra verður þó lítt vart í örnefnum, nema nokkrir staðir eru kenndir við Eirík rauða, og Eiríksjökull mun ekki ýkja fornt örnefni á jökli þeim, sem Grettis saga nefnir Balljökul. Gríms-nöfnin vekja því nokkrar grunsemdir. Það er ótrúlegt, að menn að nafni Grímur hafi verið svo umfram þá, sem báru önnur algeng nöfn, að af þeim sökum skarti nafn þeirra margfalt oftar á landabréfum. Grímur var ekki einungis mannsnafn, heldur einnig Óðinsheiti” og að auki dverga, orma, hafra, og þess eru nokkur dæmi í fornsögum, að Grímur er dulnefni. Í norskri þjóðtrú er til vættur, sem nefnist grím (með löngu íi), oftast fossegrim, en er þó til sem fjalla-vættur (Harðangur). Í Danmörku var til vatnavættur, limgrim, og landvættur sem kallaðist kirkegrim. Þess verður einnig vart í íslenzkum þjóðsögum, að vættur heiti Grímur” (Bjarni Einarsson: Munnmælasögur 17. aldar, cxlviii). Svo sagði Þorsteinn galdraprestur á Setbergi við Hafnarfjörð á 17. öld, að tveir menn gengu eitt sinn til sauða sinna, en heyrðu þá sagt ógnarlegri röddu; „Þektu, Grímur, fjallásana í skyndi”. Eljagrímur er heiti á éljagangi, snjóhryssingsveðri og gefur sennilega til kynna, að Grímur hafi ekki verið nein hollvættur í þjónustu veðurguðanna.

Grímannsfell

Grímannsfell.

Það er lenzka í Mosfellssveit að nefna fellið Grímansfell eða jafnvel Grimmansfell. Í sóknarlýsingum 19. aldar er nafnið jafnan ritað Grímansfell, en þar er Úlfarsfell einnig nefnt Ulfmansfell. Hins vegar stendur skýrum stöfum í Jarðabók Arna Magnússonar frá 1704, að Mosfell eigi selstöðu „undir Grímarsfelli”. Það skiptir minna máli, að Seltirningar segja í sömu bók, að Nes við Seltjörn eigi selstöðu undir Grímafelli. Grímar er fágætt nafn að fornu.
Sá trúnaður, að menn dæju í fjöll eða hóla, hefir verið all almennur hér að fornu. Hyammverjar trúðu, að þeir dæju í Krosshóla hjá Hvammi, frændur Sel-Þóris í Þórisbjörg og víðar í rituðum heimildum eru sagnir um slíkan átrúnað. Hér á landi eru að minnsta kosti átta Helgafell. Kunnust eru Helgafellin á Snæfellsnesi, við Mosfellsdal, suðaustur af Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum. Sennilega eru þau öll tengd hinum forna átrúnaði sem um getur í Eyrbyggju. Það er því líklegt að Ingólfur og ætt hans hafi ætlað sér bústað í Helgafelli undan Lönguhlíðum eftir dauðann.
Örnefni benda eindregið til þess, að
menn hafi verið vel heiðnir að fornu um Innnesin, eins og vera ber. Þar eru tvö heilög fell, Þórsnes, Hof og Hofstaðir en auk þess Tröllafoss og undarlega margir staðir kenndir við menn, eins og Grímarsfell, Úlfarsfell, Vífilsfell og fjöldi bæja og annarra staða. Það verður að teljast líklegt, að þeir Úlfar og Vífill hafi haft svipaðan átrúnað og Sel-Þórisniðjar og Hvammverjar forðum. Fjöll og fell, sem að fornu hlutu mannsnöfn eða voru kennd við einstaka menn, munu flest hafa verið tengd einhverri helgi í heiðnum sið: Ásmundarnúpur, Geirólfsgnúpur, Jörundarfell, Spákonufell og Þorbjörn.
Helgi bjóla á Hofi á Kjalarnesi kom frá Suðureyjum, en Vilbaldur Dufþaksson af Írlandi nam Búland í Skaftafellssýslu, og hét einn sonur hans Bjólan, en það telst sama og írska nafnið Beólán. Sennilega er of langsótt að tengja bæjarnafnið írskri nafngift.

Þvottahellir

Þvottahellir í Botnsdal.

Víða eru Ullar-nöfn hér á landi, en sum þeirra munu eflaust dregin af ull. Það eru einkum staðir við ár, þar sem ull hefur verið þvegin og breidd til þerris eftir þvott. Þannig eru Ullarbrekkur hjá Varmá í Mosfellssveit og Ullarhóll hjá Neðra-Hálsi í Kjós.
Búi heitir fellið, sem gengur út úr Esjunni upp af Esjubergi. Búi er samstofna við orðið bóndi og búandi. Mér er ókunnugt um þetta orð sem örnefni annars staðar nema í samsetningu: Bústaðir er bær í Reykjavík og Vopnafirði og Einbúi er algengt nafn á einstökum hólum. — Í Noregi bera margir bæir nafnið Buen, en þar er það yfirleitt talið merkja búð, samanber verbúð og búðseta. Í miðaldaheimildum er nokkrum sinnum getið manna, sem bera á Norðurlöndum nafnið Búi, en aldrei hefur það verið algengt mannsnafn.
Það mun sæmilega öruggt, að Búi Andríðsson, sem um getur í Kjalnesingasögu, sé þjóðsagnapersóna eins og ástmær hans, Fríður Dofradóttir úr Dofrafjöllum í Noregi. Það er líklegt, að fjallið Búi sé kennt við vætti, — verndarvættur þeirra á Esjubergi hafi búið í fjallinu. Dísa- og landvættatrú Íslendinga að fornu þarfnast nánari rannsókna en unnar hafa verið hingað til. Slík rannsókn gæti leitt í ljós, hvort telja beri Búa til landvætta. — Þess ber að gæta, að orðið landbúi er einnig til að fornu í merkingunni búandi og leiguliði.”

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 39. tbl. 06.11.1966, Björn Þorsteinsson, Blaðað í örnefnaskrá, bls. 4 og 12-13.
-Lesbók Morgunblaðsins, 40. tbl. 13.11.1966, Björn Þorsteinsson, Blaðað í örnefnaskrá, bls. 4 og 13.

Esja

Esjan.

Steðji

Á Vísindavef Háskóla Íslands er m.a. fjallað um Kjós og nokkra staði þar innan marka í svörum við spurningum þess efnis. Taka ber þó svörunum með hæfilegum fyrirvara.

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:

Kjósarhreppur

Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú ‘kvos, dalur eða dæld’ (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).
Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos ‘þröngur dalur’ eða ‘laut’ (Norsk stadnamnleksikon, 183).
Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).

Heimildir:
-Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
-Íslandsatlas. Fimmta prentun endurskoðuð. Reykjavík 2015.
-Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. 3. prentun. Reykjavík 2005.
-Norsk stadnamnleksikon. Jørn Sandnes og Ola Stemshaug (útg.). Oslo 1976.

Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar).

Írafell

Írafell.

Í 18. aldar heimildum er getið um Írafell á Reykjanesi í Gullbringusýslu en það er ekki þekkt nú. Auk þess eru nefnd þrjú Írafell á Snæfellsnesi: eitt á Hellisvöllum (Hellnum) í Breiðuvíkurhreppi (nú slétt flöt, samkvæmt örnefnalýsingu), annað í Helgafellssveit og það þriðja suðvestur af Drápuhlíðarfjalli.
Í Skagafirði er bær sem oft er nefndur Írafell en samkvæmt Landnámabók og fleiri heimildum er upphaflega nafn hans Ýrarfell (Byggðasaga Skagafjarðar III (2004), bls. 410 og áfram).
Ekki er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953 (bls. 105-111) en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.

Írafellssel II

Írafellssel II – uppdráttur ÓSÁ.

Helgi Guðmundsson fjallar um örnefni kennd við Íra, Breta og Pétta1 í bók sinni, Um haf innan (1997, bls. 198-199). Þar nefnir hann meðal annars að á Katanesi í Skotlandi sé fjall með keltnesku nafni, Cnoc an Eireannaich, sem merki ‘Írafell’, en hann telur annars óvíst hvernig eigi að túlka örnefni þau á Íslandi sem kennd séu við erlendar þjóðir (199).
Péttar (e. Picts) voru þjóðflokkur, sem var ef til vill ekki keltneskur að uppruna en bjó á Bretlandseyjum og átti í sífelldum útistöðum við Rómverja. Á níundu öld eða svo runnu þeir saman við Skota.

Hvernig myndaðist Meðalfellsvatn í Kjós?
Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir sem ná niður fyrir grunnvatnsflöt eða myndast þar sem einhver þröskuldur girðir fyrir vatnsrennsli á yfirborði eða grunnvatnsrennsli. Jöklar hafa leikið stórt hlutverk við myndun stöðuvatna á Íslandi og má skipta jökulmynduðum vötnum í nokkra flokka. Nánar er fjallað um myndun stöðuvatna í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? og um jökulrof í svari við spurningunni Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?

Meðalfellsvatn

Við Meðalfellsvatn í Kjós.

Langflest íslensk stöðuvötn í jökulsorfnum dældum. Dældirnar hafa myndast þegar ísaldarjökullinn heflaði landið, misdjúpt eftir þykkt jökulsins á hverjum stað og styrk undirlagsins. Eftir stóð mishæðótt landslag með dældum sem fylltust af vatni.
Að öllum líkindum er Meðalfellsvatn í Kjós dæmi um stöðuvatn í jökulsorfinni dæld og þá myndast eins og hér hefur verið lýst.
Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 – 4 m). Vatnasvið Meðalfellsvatns er um 39 km2 . Í það sunnanvert renna smáárnar Flekkudalsá með upptök í Flekkudal í norðanverðri Esju og Sandsá með upptök í norðanverðum Móskarðshnjúkum. Úr Meðalfellsvatni norðvestanverðu fellur áin Bugða sem rennur í Laxá.
Í Meðalfellsvatni er töluvert af bleikju og einnig er þar að finna urriða. Auk þess veiðast í vatninu nokkrir laxar árleg.

Heimildir:
-Flokkun vatna á Kjósarsvæði – Meðalfellsvatn. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Háskólasetrið í Hveragerði. 2004.
-Meðalfellsvatn á NAT Norðurferðir. Sótt 6. 3. 2008.

Hvernig myndaðist Esjan?
Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esja
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli. Á sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.
Esja
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lengra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela. Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.
Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegineldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Stardalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum. Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
Eldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Esja
Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.
Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist Mosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.
Nánari upplýsingar er að finna í Árbók Ferðafélags Íslands 1985 í grein eftir Ingvar Birgi Friðleifsson. „Jarðsaga Esju og nágrennis“, bls. 141-172.

Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.

Esja

Esja – örnefni.

Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.

Hver er uppruni örnefnisins Skálafell og gæti verið að upphaflega hafi það heitið Skálarfell eða Skaflafjell?
Fyrirspyrjandi nefnir ekki hvaða fell hann á við en Skálafell eru tvö í nágrenni Reykjavíkur:
Austan Esju, inn af Mosfellsdal í Kjósarsýslu (774 m).
Upp af Hellisheiði, suðaustur af Hveradölum (574 m).

Skálafell

Skálafell – Stardalur fremst.

Landnámabók segir að Ingólfur Arnarson hafi látið gera skála á Skálafelli (Íslenzk fornrit I, 45) og mun þá átt við Skálafell sunnan Hellisheiðar. Hins vegar segir Kristian Kålund í sögustaðalýsingu sinni að sagnir séu um að Ingólfur hafi haft skála (fjárskála) á Skálafelli austan Esju (Kålund I, 43). Jónas Magnússon í Stardal segir í örnefnaskrá að fellið í Kjós „ætti betur við söguna af Ingólfi Arnarsyni en Skálafell upp af Kömbum, því að Þingvallavatn blasir við af þessu felli.“
Líklega er nafnið á fjallinu austan Esju upphaflega *Skálarfell, af áberandi skál í fjallinu. Þó er önnur skál minni í austurenda fjallsins og gæti því nafnið hafa verið Skálafell í upphafi, segir Egill J. Stardal, sonur Jónasar í Stardal í Árbók Ferðafélagsins 1985, 122-123.
Ekki er líklegt að upphaflega nafnið hafi verið Skaflafjell eða Skavlfjell. Þórhallur Vilmundarson segir að Skálafell sunnan Hellisheiðar minni á húsburst séð úr Ölfusi og gæti því verið líkingarnafn (Grímnir I, 128).

Heimildir:
-Ferðafélag Íslands. Árbók 1985. Rvk. 1985.
-Grímnir I. Rvk. 1980.
-Kristian Kålund. Íslenzkir sögustaðir I. Sunnlendingafjórðungur. Íslenzk þýðing: Haraldur Matthíasson. Rvk. 1984.
-Landnámabók. Íslenzk fornrit. I. Rvk. 1968.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/search/?q=Kj%C3%B3s

Skálafell

Tóft í Skálafelli.

Sjáið tindinn, þarna fór ég!

Eftirfarandi viðtal um Esjuna og nágrenni tók Anna G. Ólafsdóttir við Ingvar Birgi Friðleifsson, jarðfræðing, fyrir Morgunblaðið sunnudaginn 20. september 1998:

Fátt þykir Reykvíkingum betra en að hafa óskert útsýni yfír Esjuna. Anna G. Ólafsdóttir grófst fyrir um hin ólíku svipbrigði fjallsins í spjalli við Ingvar Birgi Friðleifsson, jarðfræðing og skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Ingvar Birgir þekkir Esjuna manna best því hann skrifaði doktorsritgerð um jarðfræði fjallsins fyrir aldarfjórðungi.

Æ fleiri Reykvíkingar geta tekið sér orð borgarskáldsins Tómasar Guðmundssonar „Sjáið tindinn, þarna fór ég!” í munn og litið stoltir í átt til Esjunnar í norðri. Reykvíkingur er varla nema hálfur Reykvíkingur án þess að hafa klifið Esjuna minnst einu sinni. Esjan er í tísku og sprækustu íþróttamenn hafa lagt af sprikl í yfirfullum íþróttasölum til að geta sveigt kroppinn og andað að sér fersku lofti í Esjuhlíðum.
Langalgengast er að lagt sé upp frá Skógrækt ríkisins við Mógilsá og fetað eftir gönguslóða upp hlíðina með stefnu á Þverfellshorn í norðri. Gönguleiðin er falleg og hefur þann ótvíræða kost að vera flestum fær. Engu að síður er ekki nema eðlilegt að eftir nokkrar ferðir upp og niður svipaða leið vakni áhugi á nánari kynnum við Esjuna enda sé fortíð fjallsins margbrotnari en í fyrstu virðist.
Einna nánust kynni við Esjuna hefur haft Ingvar Birgir Friðleifsson, skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, en hann skrifaði doktorsritgerð um jarðfræði Esjunnar árin 1970 til 1973. Ingvar Birgir segist hafa dvalist nánast öllum stundum þegar veður leyfði í Esjunni í þrjú sumur. Hann leynir ekki aðdáun sinni á fjallinu og viðurkennir með fjarrænt blik í augum að tilfinningin fyrir því að koma aftur á fallegan reit í Esjunni eftir 25 ára fjarveru sé að mörgu leyti eins og að hitta aftur gamla kærustu.
Esja

Blaðamaður getur ekki orða bundist og spyr hvort að hann geti greint breytingar í fjallinu á þessu tímabili. Ekki stendur á svarinu hjá Ingvari Birgi. „Esjan breytist miklu hægar en kærusturnar en samt finnast alltaf á henni nýjar hliðar.”

Eins og maðurinn er landið nefnilega lifandi og tekur breytingum í tímans rás. Esjan er þar engin undantekning og veitir með fjölbreytileika sínum ágæta innsýn í stórbrotna jarðfræði Íslands. Ef grafist er fyrir um fortíð Esjunnar er eðlilegt að byrja á því að rifja upp hvernig eins konar flekar mynda jarðskorpuna. Ein af höfuðflekamótunum á Atlantshafshryggnum kljúfa ísland frá suðvestri til norðausturs. Flekana rekur til vesturs og austurs frá flekamótunum og er rekhraðinn að jafnaði talinn vera um einn sm á ári í hvora átt. Þó þarf ekki að óttast að landið klofni í tvo eða fleiri hluta því að við gos á gosbeltinu á flekamótunum fylla gosefni í skarðið. Á norðanverðu landinu fara flekamótin í gegnum Þingeyjarsýslu og valda því að sýslan tútnar smám saman út. Á sunnanverðu landinu horfir svolítið öðruvísi við því að flekaskilin klofna í tvær kvíslar: að vestanverðu í Gulibringusýslu og Árnessýslu og austanverðu í Rangárvallasýslu og Austur-Skaftafellssýslu.

Uppruninn á Þingvöllum

Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbelti því sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og hefur mjakast í takt við rekhraðann í átt til vesturs. Elsti hluti Esjunnar að vestanverðu er 2,8 milljóna ára gamall og hefur því ferðast tæplega 30 km frá Þingvöllum. Einn yngsti hluti fjallsins er Móskarðshnúkar, um 1,8 milljóna ára gamlir, en þá hefur rekið um 18 km frá gosbeltinu í Þingvallavatni.

Á sama tíma og landið rak til vesturs hélt gosvirknin áfram inni í sjálfu gosbeltinu á flekamótunum. Vestan við gosbeltið er röð af megineldstöðvum sem hafa myndast í því. Fyrst er að telja eldstöðvar í Hafnarfjalli og Skarðsheiði en þær voru virkar fyrir um 4,5 milljónum ára. Hvalfjarðareldstöðin aðeins austar tók svo við fyrir um 3 milljónum ára. Smám saman dó virknin þar út og Kjalarneseldstöðin tók við og átti stóran þátt í myndun Esjunnar. Kjalarneseldstöðin var virk í um hálfa milljón ár þar til landrekið olli því að virknin dofnaði. Stardalseldstöðin tók því næst við og Hengillinn með háhitasyæði allt um kring er megineldstöð í gosbeltinu í dag.
Esjan myndaðist í rauninni við stöðuga eldvirkni í um milljón ár fyrir 2 til 3 milljónum ára. Mótunin var hins vegar langt frá því að vera lokið fyrir um tveimur milljónum ára. Jökulskeið koma á um 100.000 ára fresti og áttu eftir að marka landslagið með ýmsum hætti. Allra stærstu jöklarnir skófu út Hvalfjörðinn, sundin og fjalllendið á höfuðborgarsvæðinu. Minni jöklar skófu ofan af sjálfu fjallinu og minnstu jöklarnir skófu út dali í fjallið eins og verið væri að taka með óskipulögðum hætti tertusneiðar af stórri lagköku.
Ingvar Birgir segir að til að einfalda jarðsöguna líki hann mótun Esjunnar stundum við æviskeið konu um sjötugt. „Barnvöxtinn tekur hún út á Kjalarnesi, um fermingu gengur yfir merkilegt vaxtarskeið með kvikuhlaupum og háhitavirkni í Skrauthólum og Þverfelli. Hátindi líkamlegs þroska nær hún liðlega tvítug með myndun Móskarðshnúka en þá er hún bústin og heit. Æskublóminn fer því næst að dvína, holdin tálgast utan af henni hér og þar, þó háhitavirknin í Stardalsöskjunni endist nokkuð lengi. Hún eldist illa og varta sprettur út úr henni á Mosfelli um sextugt. Önnur sprettur svo upp í Sandfelli í Kjós nokkrum árum síðar.”

Spennandi gönguleiðir
Eins og áður segir hefjast Esjugöngur gjarnan við Mógilsá. Ingvar Birgir segir ágætt að meginstraumurinn fari þar um. „Þarna hefur verið komið til móts við almenning með ágætis bílastæði og stigum yfir girðingar landeiganda á leiðinni upp á Þverfellshorn. Göngugarpar taka gjarnan eftir hvítu bergi í sprungum í gilinu og upp með Mógilsánni. Hvíta bergið er kalk og þarna var kalk tekið í fyrstu sementsgerðina á Íslandi. Kalkið var flutt á bátum yfir til borgarinnar og heitir Kalkofnsvegur, þar sem Seðlabankinn og bílageymslan undir honum eru nú, eftir kalkgerðinni. Eins hafa niðurstöður rannsókna gefið til kynna að þarna sé að finna vott af gulli og er í björtu veðri hægt að sjá glampa á steina í fjallinu. Þar glittir hins vegar því miður aðallega í glópagull. Gangan tekur dálítið á en er nánast öllum fær langleiðina upp á Þverfellshorn eða þangað til komið er að klettabelti síðustu 20 til 30 m. Lofthræddum gæti orðið um og ó og vafalaust væri til bóta að setja þarna upp reipi til stuðnings eða einfaldlega fyrir lofthrædda að vita af.”
Hins vegar segist Ingvar Birgir undrast að sumir skuli hafa áhuga á því að fara sömu gönguleiðina oft og jafnvel mörgum sinnum í hverjum mánuði. „Af Þverfellshorni er frábært útsýni yfir Sundin og yfir Reykjanesið. Aftur á móti þarf að ganga töluvert langa leið uppi á sjálfu fjallinu til að njóta útsýnisins til norðurs. Að fara hjá Skrauthólum upp á Kerhólakamb eða fjalllendið þar fyrir vestan gefur mun víðari sjóndeildarhring. Eins er hægt að fara upp á Móskarðshnúka til að sjá yfir höfuðborgarsvæðið, suðurfyrir og austur í gosbeltið á Þingvöllum, Kjósina og norður um allt. Löngu er orðið tímabært að varða þarna fleiri
gönguleiðir fyrir göngufúsa.”
Aðrir eiga eflaust eftir að halda áfram að skeiða sömu leið upp á Pverfellshorn. „Kunningi minn er einn af þeim,” segir Ingvar Birgir og gefur til kynna að kunninginn hafi reynt að útskýra fyrir honum hvað lægi að baki atferlinu. „Hann sagðist hafa farið í World Class og hamast þar í svitaskýi frá sér og öðrum áður fyrr. Á meðan hann nyti líkamsræktarinnar einn í Esjunni þyrfti hann hins vegar aðeins að þola svitalyktina af sjálfum sér. Hann andaði að sér fersku útilofti og nyti fegurðarinnar í umhverfinu. Síðast en ekki síst þyrfti hann ekki að velta því fyrir sér hvaða stefnu bæri að taka heldur skeiða einfaldlega ósjálfrátt upp sömu leið eins og af gömlum vana.”

Flestar gerðir gosbergs

Esjan

Kolbeinn leiðir gönguna. Stefán Eiríksson og aðrir virðast eftirbátar…

Ekki er að undra að Esjan sé talsvert notuð í kennslu því þar er að finna flestar gerðir íslensks gosbergs. „Ísland er að 90 hundraðshlutum basalt og því er efniviðurinn nánast allur sá sami. Lögun og ásýnd fer einfaldlega eftir því við hvaða aðstæður gosin hafa orðið. Ef gos verður á þurru landi myndast gígaröð og hraunið rennur í nokkra metra þunnu lagi yfir stórt svæði eins og til dæmis í Heiðmörk eða kringum Reykjavík. Ef gosið verður á hinn bóginn í sjó, stöðuvatni eða undir jökli verða mun meiri átök. Glóandi kvikan, hátt í 1.200 gráðu heit, snarkólnar og veldur gufusprengingu. Basaltblandan þeytist í háaloft, rignir aftur niður á jörðina og myndar hrúgur. Gott dæmi um hvort tveggja er þegar Surtsey myndaðist. Eftir að Surtsey var orðin svo há að sjórinn náði ekki lengur inn í gíginn hvarf feikimikill gufustrókur og basaltkvika með nákvæmlega sömu samsetningu fór allt í einu að mynda þunnt hraunlag,” útskýrir Ingvar Birgir.
Hann rifjar upp að á milljón ára myndunarskeiði Esjunnar hafi gengið yfir um 10 jökulskeið. „Gosin urðu því gjarnan undir jökli og mynduðu stóra móbergshrauka eins og við sáum beinlínis í sjónvarpinu þegar gaus í Vatnajökli fyrir tveimur árum. Á hlýskeiðum hörfuðu jöklarnir og eftir stóðu fallega mynduð móbergsfjöll. Ef gos urðu á hlýskeiðum tóku við hraunlög og eftir því sem hlýskeiðin voru lengri og gosvirknin meiri grófst meira og meira af móberginu undir hraunlög. Með þversniði af Esjunni væri því auðveldlega hægt að greina heilu móbergsfjöllin inni í sjálfu fjallinu. Móbergið gefur Esjunni sérstakan blæ og ekki síst vestast. Þar hefur bergið orðið fyrir áhrifum frá feikilega stórum kvikuþróm frá tímum Kjalarneseldstöðvarinnar. Kvikuþrærnar teygðu sig upp og hituðu bergið í efstu lögum jarðskorpunnar. Bergið er mestmegnis úr gleri og svo viðkvæmt að við 100 til 200 gráðu hita fara sum efnanna að leysast upp og bergið fær á sig ljósan blæ.

Þegar Þórbergur kvað „Esjan er yndisfögur utan úr Reykjavík. Hún ljómar sem litfríð stúlka í ljósgrænni sumarflík,” er hann að lýsa ljósu skriðunum þarna.”
Ingvar Birgir segir fróðlegt að líta upp í hlíðarnar í vestanverðri Esjunni. “Athyglisvert er að sjá hvernig dökk hraunlögin liggja neðan og ofan við móbergið. Ef vel er að gáð sést sumstaðar hvernig jarðhitasprungur ná upp í gegnum móbergið og hraunlögin þar fyrir ofan. Hraunlögin eru þéttari fyrir og hafa því ekki ummyndast eins og móbergið. Fjallið er ekki heldur frítt við líparít. Líparítið kom upp í gosi í hringlaga sprungu utan við Stardalsöskjuna fyrir um 2 milljónum ára. Hringsprungan sker Þverárkotsháls, fer um suðurhlíðar Móskarðshnúka, klórar utan í Skálafell og aðeins í hæðina Múla fyrir austan Stapa. Oftar en einu sinni hefur gosið í hringsprungunni og ágætt er að sjá hvað kom út úr gosunum í Móskarðshnúkum. Ekki verður heldur undan skilið að stórir líparítgangar fara í gegnum Þverárdal, yfir Grafardal og ná langleiðina upp á hátind Esjunnar”, segir hann og tekur fram að hægt sé að sjá líparítið langar leiðir. „Oft finnst fólki að sólskin sé austast í Esjunni af því að Móskarðshnúkarnir eru svo ljósir.”

Ágæt dæmi um innskotsberg eru að sögn Ingvars Birgis í Þverfelli í Esjunni og á Músarnesi á Kjalarnesi. Á Músarnesi séu skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi. „Ekið er að Brautarholti á Kjalarnesi og falast eftir leyfi landeiganda að fara niður í fjöruna þar. Mjög skemmtileg fjara er norðanmegin Músarnessins og gaman að ganga um klettaborgirnar. Eins er hægt að skoða Presthúsatanga á austanverðu Kjalarnesinu.
Skemmtileg ganga er frá Skrauthólum og upp á Kerhólakamb í vestanverðu fjallinu. Önnur skemmtileg ganga er frá Skeggjastöðum inn í hjarta Stardalseldstöðvarinnar í farvegi Leirvog inn að Tröllafossi. Auðvelt er að greina móberg sem myndaðist í öskjuvatni Stardalsöskjunnar og sjá hvernig hraunlögin undir móberginu halla inn að öskjumiðjunni. Svo hefur kvika troðið sér inn í móbergið og myndað grófkornótt innskot.

Fyrir þá sem ekki eru mjög uppteknir af jarðfræðinni getur verið gaman að sjá þarna hrafhslaup með ungum og tilheyrandi á sumrin,” segir Ingvar Birgir og bætir því við að til að sjá enn meiri fjölbreytileika í landslagi sé gaman að halda áfram fram hjá Hrafnahólum. „Inn eftir Þverárdal er hægt að keyra hvaða bíl sem er að Skarðsá og þaðan er hægt að ganga upp í stórt innskot sem heitir Gráhnúkur og virða fyrir
sér falleet stuðlaberg. Afram er svo hægt að ganga upp á gígtappann Bláhnúk og alla leið upp á Móskarðshnúka.” „Önnur auðveld leið er með gamla þjóðveginum upp í Svínaskarð. Efst úr Svínaskarði er svo auðvelt að ganga á austasta Móskarðshnúkinn. Þaðan er frábært útsýni til suðurs, austurs og norðurs. Stardalshnúkur er svo í sérstöku uppáhaldi hjá klifrurum. Þarna er einna fallegast innskot á vestanverðu landinu. Bergið er fallega stuðlað og svo grófkristallað að þarna eru góðar festur fyrir þá sem stunda fjallaklifur með reipum.”

Spurningum ósvarað

Eins og áður segir er Ingvar Birgir skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og fram kemur að doktorsverkefnið hafi á sínum tíma tengst jarðhita. „Ein aðalástæðan fyrir því hversu nákvæmlega ég rannsakaði fjallið var að ég hafði áhuga á að vita meira um í gegnum hvaða jarðlög verið væri að bora eftir heitu vatni i þéttbýlinu hér sunnanlands. Eini munurinn á jarðlögunum í Esjunni og í borholum eftir heitu vatni fyrir Reykvíkinga, Seltirninga og íbúa í Mosfellssveit er að hægt er að sjá jarðlögin í fjallinu með berum augum í giljum og klettaveggjum en jarðlögin í holunum koma aðeins upp í svarfi. Að mörgu leyti er því hægt að skilja betur eðli jarðhitans á höfuðborgarsvæðinu með því að skoða Esjuna.”
Ingvar Birgir segir að þó hann haldi að með rannsóknum sínum hafi hann getað dregið fram helstu einkenni í myndunarsögu fjallsins sé enn mörgum spurningum ósvarað. „Eftir að styrkari stoðum hefur verið rennt undir framhaldsnám í jarðfræði við Háskóla íslands er ekki ólíklegt að fleiri fari að rannsaka jarðlög í megineldstöðvum eins og í Esjunni. Ný greiningartækni er spennandi kostur og gefur ítarlegri upplýsingar en hægt var að nálgast á áttunda áratugnum.”

Heimild:
-Morgunblaðið, sunnudagur 20. september 1998, bls. 22-23.

Viðey

Í Viðey er eitt elsta berg höfuðborgarsvæðisins. Viðey er liggur á hluta megineldstöðvar sem var virk fyrir um tveimur til þremur milljónum ára og er hún ýmist kennd við Kjalarnes eða Viðey. Þessi eldstöð var virk í um eina milljón ára og var umfangsmikil á sínum líftíma. Kjarni hennar var að mestu rofinn af ísaldarjöklum og er nú komin undir sjó og yngri jarðlög. Á nokkrum stöðum er þó hægt að greina leifar eldstöðvarinnar á yfirborði, svo sem í Gufunesi, við Vatnagarða og yst á Kjalarnesi. Mestu ummerkin eru hinsvegar í sunnanverðri Viðey.

Esjuberg

Þegar Kjalnesingasaga er lesin má m.a. berja augum eftirfarandi:
“Andríður reisti bæ í brautinni og Buahellir-22kallaði Brautarholt því að skógurinn var svo þykkur að honum þótti allt annað starfameira. Andríður setti þar reisulegt bú saman.
Þann vetur er Andríður bjó fyrstan í Brautarholti andaðist Helgi bjóla í Hofi. Það þótti mönnum hinn mesti skaði því að hann var hinn vinsælasti maður.
Um vorið skiptu þeir bræður föðurarfi sínum. Hafði Þorgrímur föðurleifð þeirra og mannaforráð því að hann var eldri, en Arngrímur útjarðir. Hann reisti bæ við fjörðinn er hann kallaði Saurbæ. Hann fékk borgfirskrar konu er Ólöf hét. Þau gátu tvo sonu saman er hétu Helgi og Vakur. Þeir urðu fræknir menn en ekki miklir á vöxt.
Þorgrímur reisti bú um vorið að Hofi. Var það brátt stórkostlegt enda stóðu margar stoðir undir, vinir og frændur. Gerðist hann héraðsríkur.
Andríður og Þuríður (frá Þormóðsdal) höfðu búið nokkura vetur í Brautarholti gátu þau son saman. Sá var vatni ausinn og kallaður Búi. Hann var brátt mikið afbragð annarra manna ungra, meiri og sterkari en aðrir menn og fríðari að sjá.

Buahellir-23

Esja bjó að Esjubergi sem fyrr var sagt. Hún bauð til fósturs Búa syni Andríðs og fæddist hann upp að Esjubergi. Búi var kallaður einrænn í uppfæðslu. Hann vildi aldrei blóta og kveðst það þykja lítilmannlegt að hokra þar að. Hann vildi og aldrei með vopn fara heldur fór hann með slöngu eina og knýtti henni um sig jafnan.
Það vor er Búi var tólf vetra en Þorsteinn son Þorgríms var átján vetra stefndi Þorsteinn Búa um rangan átrúnað til Kjalarnessþings og lét varða skóggang. Þessa sök sótti Þorsteinn og varð Búi sekur skógarmaður. Eigi lét Búi sem hann vissi og öllum ferðum sínum háttaði hann sem áður. Hann fór jafnan í Brautarholt að finna föður sinn og móður og svo gerði hann enn. Af þessu öllu saman urðu fáleikar miklir millum húsa.
Buahellir-24Búi dvaldist nokkurar nætur í Brautarholti og er hann bjóst heim kom Þuríður móðir hans að honum og mælti: “Það vildi eg son minn að þú færir eigi svo óvarlega. Mér er sagt að Þorsteinn hafi hörð orð til þín. Vildi eg að þú létir fara með þér hið fæsta tvo vaska menn og bærir vopn en færir eigi slyppur sem konur.”
Búi segir: “Skyldur er eg að gera eftir þínum vilja en þungt er fóstru minni að annast slíka fleiri sem eg er. En vant er að sjá þótt fund okkarn Þorsteins beri saman hverjir frá kunna að segja þótt eg eigi við liðsmun nokkurn. Mun eg fara að sinni sem eg hefi ætlað.”
Eftir það fer Búi leið sína austur með sjá og þegar fékk Þorsteinn njósn af. Þeir tóku þá vopn sín og urðu saman tólf. Búi var þá kominn á hæð þá er heitir Kléberg er hann sá eftirförina. Nam hann þá staðar og tók að sér steina nokkura. Þeir Þorsteinn fóru mikið og er þeir komu yfir læk þann er þar var þá heyra þeir að þaut í slöngu Búa og fló steinn.
Sá kom fyrir brjóstið á einum manni Þorsteins og fékk sá þegar bana. Þá sendi Búi steina nokkura og hafði mann Buahellir-25fyrir hverjum. Voru þeir Þorsteinn þá mjög komnir að Búa. Sneri Búi þá af hæðinni annan veg. Var þá leitið eitt í millum þeirra. Í því laust yfir myrkri því að hvergi sá af tám sér.
Nú líður á til vetrar. Þá fer Búi einn aftan seint út í Brautarholt og var þar um nóttina. Um morguninn fyrir dag var hann á fótum. Sneri hann þá austur á holtið þar er hann sá gjörla til bæjarins að Hofi. Veður var heiðríkt og bjart. Hann sá að maður kom út snemma að Hofi í línklæðum. Sá sneri ofan af hliðinu og gekk stræti það er lá til hofsins. Kenna þóttist Búi að þar var Þorsteinn. Búi sneri þá til hofsins og er hann kom þar sá hann að garðurinn var ólæstur og svo hofið. Búi gekk þá inn í hofið. Hann sá að Þorsteinn lá á grúfu fyrir Þór. Búi fór þá hljóðlega þar til er hann kom að Þorsteini. Hann greip þá til Þorsteins með því móti að hann tók annarri hendi undir knésbætur honum en annarri undir herðar honum. Með þeim hætti brá hann Þorsteini á loft og keyrði höfuð hans niður við stein svo fast að heilinn hraut um gólfið. Var hann þegar dauður. Búi bar hann þá út úr hofinu og kastaði honum undir garðinn. Síðan sneri hann inn aftur í hofið. Hann tók þá eldinn þann hinn vígða og tendraði. Síðan bar hann login um hofið og brá í tjöldin. Las þar brátt hvað af öðru. Logaði nú hofið innan á lítilli stundu. Búi sneri þá út og læsti bæði hofinu og garðinum og fleygði lyklunum í logann. Eftir það gekk Búi leið sína.
Buahellir-26Sneru Esja og Búi þá fyrir ofan garð með fjallinu og þar yfir ána og síðan gengu þau einstigi upp í fjallið og til gnípu þeirrar er heitir Laugargnípa. Þar varð fyrir þeim hellir fagur. Var það gott herbergi. Þar var undir niðri fögur jarðlaug. Í hellinum voru vistir og drykkur og klæði.
Þá mælti Esja: “Hér muntu nú fyrst verða að byggja.”
Helga Þorgrímsdóttir, kona Búa, bjó að Esjubergi með börnum þeirra Búa. Þá stóð enn kirkja sú að Esjubergi er Örlygur hafði látið gera. Gaf þá engi maður gaum að henni. En með því að Búi var skírður maður en blótaði aldrei þá lét Helga húsfreyja grafa hann undir kirkjuveggnum hinum syðra og leggja ekki fémætt hjá honum nema vopn hans.”

Buahellir-27

En hver voru viðbrögð sagnfræðinga við framangreindri sögn? Hér er eitt dæmi: “Þessi saga er nú svo að segja tómur skáldskapur og ekkert í henni bygt á fornum arfsögnum. Hún er saman sett á öndverðri 14. öld; það er því ómögulegt, að skoða hana sem sjálfstætt heimildarrit. Höfundurinn hefir notað eitthvert Landnámuhandrit og tekið úr því nafn Helga bjólu til að byrja með og segir frá Örlygi og Pátreki byskupi eftir þeirri bók, en breytir til eftir eigin geðþótta og býr til nýja menn og tengdir, sem aldrei hafa átt sér stað: lætur t. d. Helga vera giftan dóttur Ingólfs landnámsrnanns og eiga við henni tvo sonu; alt þetta er tilbúningur. Hann hefir þekt fleiri rit eða heyrt úr þeim; hann nefnir Konofogor konung á Írlandi; svo nefnist smákonungur einn í Óláfs sögu helga, er Eyvindr úrarnorn barðist við. Þaðan er nafnið komið inn í Kjalnesingasögu. Hér þarf ekki vitnanna við. Þegar svo á stendur, er það hæpið, að ég ekki segi ómögulegt, að hofslýsingin í þessari sögu sé forn sagnararfur, sem hafi gengið ætt frá ætt og loks hafnað í sögunni. Þegar lýsingín svo er krufin til mergjar, sannast það til hlítar, at svo er ekki máli farið. Lýsingin er blátt áfram »lærður« samtíningur úr öðrurn og eldri ritum, aukinn af höfundi sögunnar eftir hans eigin ímyndun og hugarburði.”
Buahellir-28Og hér er lýsing fornfæðings á aðstæðum að Esjubergi: “Þaðan fór eg út að Esjubergi. Þar fyrir austan bæinn sést móta fyrir ferhyrndri girðingu gamalli, sem er kölluð kirkjugarðr, og þar á kirkjan að hafa staðið til forna; enn lítið eða ekkert sést þar fyrir kirkjunni inni í garðinum. Að Esjubergi var reist einhver hin fyrsta kirkja á Íslandi. Síðan fór eg út að Hofi til að leita eftir leifum þeim, sem þar kynni að finnast af Kjalarnesshofi hinu mikla, sem þar stóð: Kjalnesingasaga segir um hof þetta, bl. 402 : „Hann (Þorgrímr) var blótmaðr mikill; lét hann reisa hof mikit í túni sínu, þat var c fóta langt, en sextugt á breidd”. Melabók segir, I.n. 1843, 3352 6 : „Hof í Vatnsdal ok Hof á Kjalarnesi hafa hér á landi stærst verit, einkum(?) stórt hundrað fóta á lengd, þat syðra var ok L X fóta breitt”.
Litlar eða engar leifar sjást nú af hofi þessu; austan til við bæinn í túninu hefir verið gamall heygarðr, sem nú hefir að mestu leyti verið gjörðr úr kálgarðr, þar suðr af gengr langr hóll og nokkuð mjór fram í mýrina, sem nú er kallaðr Goðhóll; á hofið að hafa staðið þar eftir munnmælum; framan til í hólnum er bergklöpp, og þvers fyrir framan hann er kelda eða fen, sem kölluð er blótkelda, enn niðr á hólnum sjálfum sjást engin merki til tóttar. Niðr frá kálgarðinum sést fyrir dálítilli girðingu, sem auðsjáanlega er ekkert úr hofinu, heldr eitthvað nýjara; þar fyrir neðan, ofan til á Goðhólnum, er eins og lægð og þar umhverfis lægðina, er eins og votti fyrir einhverri upphækkun. Eg kannaði það alt með stálstaf mínum, og fann þar grjót á þrjár hliðar djúpt niðr, enn að ofan er eins og hin girðingin liggi fram undir lautina. Breiddin milli þess, er eg fann grjótið niðri í, er hér um bil 40 fet.
Eg get alls eigi sagt, hvort þetta eru nokkur Buahellir-29mannaverk eða ekki, enn sé það, þá eru þau gömul. Eg skal og geta þess, að að Hofi eru allar byggingar bygðar nær því úr tómu torfi, þvíað þar er nær engan stein að fá. í nánd. Þetta eru allar þær leifar, sem eg gat séð á þessum stað, ef það annars getr heitið því nafni. Það er eigi óhugsanda, að þetta kynni að vera endin á hofinu, enn hinn hluti hofsins sé undir girðingunni og heygarðinum, sem áðr er um talað. Enn eitt er hér, sem sýnist nokkuð óeðlilegt, sem er, að hofið hefir þá staðið í nokkrum halla, nl. endi þess undan brekkunni, ef þetta skyldi vera leifar af hofsendanum; annars þykir mér jafnvel eðlilegra, að hofið hafi staðið lengra upp frá Goðhólnum, þar sem gamli heygarðrinn var, því að þar fyrir gæti vel heitið Goðhóll þar niðr undan, sem gengr fram í mýrina fram að Blótkeldunni. Það væri helzt tiltök að rannsaka, þar sem eg þóttist finna grjótið niðri í; kæmi þá í Ijós, hvort þar eru nokkur mannaverk eða ekki. Eg skal geta þess, að fram á Goðhólnum hefir hofið ekki getað staðið, nema það hafi verið gjört af timbri, eða tóttin þá síðar sléttuð út.”

Buahellir-30“Búi heitir fellið, sem gengur út úr Esjunni upp af Esjubergi. Búi er samstofna við orðið bóndi og búandi. Mér er ókunnugt um þetta orð sem örnefni annars staðar nema í samsetningum: Búastaðir er bær í Vopnafirði og Einbúi er algengt nafn á einstökum hólum. — Í Noregi bera margir bæir nafnið Buen, en þar er það ” yfirleitt talið merkja búð, samanber verbúð og búseta. Í miðaldaheimildum er nokkrum sinnum getið manna, segir t.d. um nafnið Búi, en aldrei | hefur það verið algengt manhsnafn. Það mun sæmilega öruggt, að Búi Andríðsson, sem um getur í Kjalnesingasögu, sé þjóðsagnapersóna eins og ástmær hans. Fríður Dofradóttir úr Dofrafjöllum í Noregi. Það er líklegt, að fjallið Búi sé kennt við vætti — verndarvætti þeirra á Esjubergi hafi búið í fjallinu. Á Vestfjörðum eru allmörg örnefni kennd við dísir: Landdísabrekka, Landdísahóll, Landdísalækur og Landdísasteinn, en þar hefur einnig verið landbúi eíns og Landbúasteinn í landi Gilsbrekku í Súgandafirði gefur til kynna. Buahellir-31Dísa- og landvættatrú íslendinga að fornu þarfnast nánari rannsókna en hingað til hafa verið unnar. Slík rannsókn gæti leítt í ljós, hvort telja beri Búa til landvætta. — Þess ber að gæta, að orðið landbúi er einnig til að forna í merkingunni búandi og leiguliði.”
Sjá meira um Búa og Búahelli HÉR og HÉR
Sjá einnig kafla Kjalnesingasöguhttp://www.snerpa.is/net/isl/kjalnes.htm
Þegar Kjalnesingasaga er lesin þarf að huga að því hvort eggið gæti hafa komið á undan hænunni og hvort Íslendingasögurnar gæti hafa orðið einhverjum innblástur í þjóðsögur um Íslendinga. Íslendingasögurnar voru ritaðar á 12. öld, en Kjalnesingasaga á 14. öld. Sögulegar skáldsögur hafa tíðkast í seinni tíð og hafa án efna tíðkast fyrrum, sbr. álfa-, huldufólks-, trölla-, útilegumanna- og kynjasögurnar fyrrum gefa svo vel til kynna. Sögurnar eiga oftast uppruna sinn í nærumhverfinu þar sem þekktra örnefna er getið til að nánari staðsetningar. Í sögunum er bæði reynt að útskýra örnefnin eða gefa þeim sennilegar skýringar. Kjalnesingasaga er afbrigði slíkra sagna.
Buahellir-32Ljóst er að bæjarnöfnin, s.s. Hof, Brautarholt, Saurbær, Esjuberg, Kollafjörður, Vatn og Korpúlfsstaðir voru til í kjölfar landnáms hér á landi. Réttra landnámsmanna er víðast hvar getið með stuðningi Landnámu- og Íslendingabókar, en þegar kemur að umhverfislýsingum fæðist fyrsta eggið. Fjallið Esja er sagt nefnt eftir hinni fjölkyngnu Esju á Esjubergi, en líklegra er þá að bærinn hafi verið nefndur eftir fjallinu. Engar vísbendingar er að finna um að nefnd Esja hafi fest þar búsetu eftir Örlyg Hrappson. Örlygur var kristinn líkt og Kolli, skipsfélagi hans er byggði Kollafjörð og nágranni hans, Helgi Bjóla, í Hofi.
Og eggin eru fleiri er koma á undan hænunum í Kjalnesingasögu; Búi sprettur úr einu egginu, Ólöf væna úr öðru, Kolfinnur á Vatni úr því þriðja og svo mætti lengi telja. Allir spinnast þræðir afkvæma og forfeðra saman í útskýranlega frásögn af því hvernig kristið samfélag í nýjum heimi þurfti að víkja fyrir heiðnu nútímafjölmennningar- samfélagi þar sem krafa er gerð um að hinir fáu verði eins og allir hinir. Þetta er stutt tímabil í Íslandssögunni, en afdrifarríkt. Sagan er í rauninni kennslubók í einelti og afleiðingum þess.
Buahellir-33Búi fæddist að Brautarholti, en er alinn upp af fóstru sinni, Esju, að Esjubergi. Rudd skógargata er millum bæjanna. Á miðri leið er Hof. Þar búa örlagavaldarnir, einkum eftir trúarskiptin á þeim bænum. Búi, líkt og margir nærþenkjandi Íslendingar, lætur sér umbúnaðinn og valdboðin litlu máli skipta. Hann fer sínar leiðir og leiðir hjá sér dægurþrætur þeirra er öllu og öllum vilja stýra og stjórna. Þó kemur að því að hann telur sig knúinn að verjast eineltinu – og það gerir hann það með afdrifarríkum afleiðingum; drepur húsráðanda á Hofi og brennir hofið (reyndar eftir sá hinn sami hafði áður árangurslaust reynt að drepa búa með ofurefli liðs). Á leiðinni að Esjubergi kemur hann við á “Hólum” og lýsir þar víginu á hendur sér. Líklegar er þar um “Skrauthóla” frekar en “Sjávarhóla” að ræða, enda um mun eldra jarðarmark að ræða.
Buahellir-34Esja felur Búa í helli í Esjunni sbr. 4. kafla Kjalnesingasögu: “Sneru þau þá fyrir ofan garð með fjallinu og þar yfir ána og síðan gengu þau einstigi upp í fjallið og til gnípu þeirrar er heitir Laugargnípa. Þar varð fyrir þeim hellir fagur. Var það gott herbergi. Þar var undir niðri fögur jarðlaug. Í hellinum voru vistir og drykkur og klæði.”
Í örnefnalýsingu fyrir Esjuberg er getið um “Laugalæk” austan og neðan við bæinn. Á mörkum Móa heitir lækurinn Móalækur.” Í örnefnalýsingu fyrir Móa er sagt að lækurinn sé á mörkunum og ofan við beygju á honum sé “Gvendarbrunnur”. Í dag er land þarna allt umturnað frá því sem var, komin slétt tún og reglulegir skurðir á milli sléttanna. Erfitt er því nú að staðsetja bæði “Laugalæk” og “Gvendarbrunn” af nákvæmni. Engrar volgrur eða líklega laug er nú að finna undir Laugargnípu. Að sögn nálægra íbúa sjást þar aldrei votta fyrir gufum á vetrum. Bóndinn á Völlum lét t.a.m. bora fyrir heitu vatni fyrir nokkrum árum, en án árangurs.
Buahellir-35Í dag eru Búi, Búahellir og nú síðast Búahamar á landakortum vestan Gljúfurdals, vestan Grundarár. Tóftir bæjarins eru austan árinnar, en útihúsin vestan hennar. Mjög líklegt verður að telja að Grundará hafi áður heitið Laugará og þá runnið, líkt og árfarvegurinn bendir til, niður með vestanverðum Árvelli og austan Esjubergs. Síðan hafi áin breytt um farveg, líkt og ár eiga tilhneigingu til, og þá runnið vestar, niður með Grund og klofið útihúsin frá bænum, líkt og nú má sjá. Í Árbókinni 1703 segir að skriður hafi hlaupið á Esjuberg 1602 og síðan aftur 1608. Skriðurnar ofan Esjubergs benda augljóslega til þess að áin, hvaða nafni, sem hún hefur verið nefnd á hverjum tíma, hefur hlaupið útundan sér ofar en einu sinni og oftar en tvisvar. Af þeim ástæðum hefur fyrsti landnámsbær Örlygs Hrappsonar verið færður niður á sléttlendið og þá líklegast að Hofi. Víst er að að “hin fyrsta kirkja á Íslandi” hefur mjög ólíklega verið reist í skriðunum neðan Gljúfurdals, að fenginni reynslu. Ef svo ólíklega hefur verið gæti kirkjustæðið og kirkjugarðurinn hafa verið suðaustan við núverandi bæ bæ (6413111-02146192), en ekki vestan hans eins og sýnt er á kortum.
Buahellir-36Af framangreindri lýsingu í Kjalnesingasögu um “Búahelli” má leiða líkum að nefnt einstigi hafi átt að vera beint ofan við núverandi Esjubergsbæ – í og undir Lauganípu. Þar má sjá árfarveg koma nánast þvert á bergið og sameinast núverandi Grundará. Vatn hefur hins vegar þá áráttu að leita stystu leiða niður á jafnsléttu undan halla. Skv. þeirri kenningu hefur vatnið úr “einstiginu” runnið áleiðis niður að Esjubergi. Til að komast yfir gilfarveginn hefur það þurft að renna upp á við á kafla, en það verður að teljast ólíklegur kostur.
Niðurstaðan um “Búahelli”, skv. Kjalnesingasögu, er sú að um þjóðsagna- og draumkennda lýsingu sé að ræða með hliðsjón af hugmyndum og tilgangi skráarritara. “Staðsetningin” á hellinum, skv. sögunni, á að vera í Laugagnípu, en einhverra hluta vegna hefur áhugasamt fólk fært staðsetninguna yfir Grundarána og þá hafi það orðið til þar í hömrunum örnefnið “Búi”, “Búahamar” og “Búahellir”. Líklega er það vegna þess að eina sýnilega litla “svartholið” í nágrenninu er þar í hömrunum, en ef grannt er skoðað hefur hvorki nokkrum manni geta tekist að klifra þangað upp án klifursbúnaðar né geta dvalið þar í grunnri holunni vegna gólfhallans.
Sjá meira um Esjuberg HÉR og HÉR.

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað, Björn Þorsteinsson, Nokkrir örnefnaþættir, 12. júlí 1964, bls. 629-630.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski eftir Finn Jónsson, 13. árg, 1898, bls. 32-33.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Rannsókn á blóthúsinu að Þyrli og fleira i Hvalfirði og um Kjalarnes, eftir Sigurð Vigfússon, 1880, 1. árg. 1880-1881-, bls. 66-69.

Esja

Gengið á Esjuna.

Portfolio Items