Færslur

P-40

Þorkell Guðnason hafði samband og benti FERLIR á a.m.k. tvö flugvélaflök í Reykjafelli í Mosfellssveit.
Tvær amerískar flugvélar (hann vissi ekki hvers tegundar þær voru) hefðu flogið hvor Braká aðra yfir Reykjafellinu snemma árs 1944 og báðar hrapað þar til jarðar. Önnur flugvélin hefði lent suður í fellinu og hin í mýri skammt norðaustan við klett, svonefndan Einbúa. Hann og fleiri krakkar í Mosfellsdal hefðu farið þangað upp eftir og m.a. hirt byssur úr fyrrnefnda brakinu og borið til byggða. Hluta af því mætti sjá á steinsteyptum stöpli við Suður-Reyki. Síðarnefnda brakið ætti að vera sokkið í mýrina og því sæist ekkert af því núna.
Þegar komið var að Suður-Reykjum mátti sjá nefndan flugvélahluta framan við bæinn. Guðað var á glugga og knúið dyra. Málfríður Bjarnadóttir, eiginkona Jóns Magnúsar Guðmundssonar, bónda á Suður-Reykjum (nýlátinn), kom til dyra. Hún tók vinsamlega á móti gestunum. Eftir að hafa borið upp erindið, þ.e. hvort hún kannaðist við nefnd flugslys og gæti lýst staðsetningu vettvangsins í hvoru tilviki fyrir sig, svaraði hún því til að þetta hefði nú Jón hennar vitað. Sagðist Málfríður hafa heyrt af slysinu. Það hefði þá verið á vitorði heimafólks í sveitinni, en ekki hefði mátt segja frá því að öðru leyti. Þetta hefði verið “hernaðarleyndarmál”. Annar flugmaðurinn, sá sem hrapaði sunnan í Reykjafelli, sem reyndar héti Reykjafjall, hefði látist, en hinn er hrapaði undir Einbúa hefði náð að kasta sér út í fallhlíf og bjargaðist heim í Helgadal.
Sagðist Málfríður vita til þess að Guðmundur, sonur hennar og núverandi bóndi á Suður-Reykjum, gæti vísað á slysavettvangana. Hann væri nú að bjástra við hrossin í gerðinu þarna norðantil.
SlysavettvangurMálfríður var kvödd með þeim orðum að heimsóknin yrði endurtekin eftir gönguna um ReykjaFJALLIÐ.
Þegar komið var að hestagerðinu var nefndur Guðmundur í önnum við hnakksetningu. Hann gaf sér þó tíma til að svara spurningum FERLIRs. Sagðist hann kannast við atvikið og slysstaðina. Sá, sem væri sunnan í ReykjaFJALLI, vel enn vel greinilegur. Þar væri brak að finna á hallandi mel. Best væri að fara upp með autsanverðu gilinu ofan við austasta sumarbústaðinn norðan við Varmá. Þegar komið væri upp að efstu mörkum gilsins væri best að halda til austurs uns komið væri að brakinu er lægi þar á mel. Í hinu tilvikinu væri nú ekkert brak að sjá. Flakið hefði verið í mýri norðaustan í fjallinu og þar hefði það sokkið í hana smám saman.
MýrinHaldið var eftir vegarslóða inn að efsta sumarbústaðnum norðan Varmár. Þaðan var haldið inn að gilinu fyrrnefnda. Gengið var upp með austanverðu giliu, upp að þeim stað er það rann saman við ofanverða fjallshlíðina. Þaðan var gengið til austurs; að flakinu. Neðar kúrði Húsadalur.
Slysavettvangurinn var fremur lítill. Á honum mátti lesa að flugvélin hafði brunnið að hluta. Brakið var þó dreift um nokkurt svæði, en augsýnilega hafði verið hirt úr því allflestir “tengslahlutir” með textum og tölum. Þó mátti sjá áletrun á einum hlutnum (7-22-7125 1) eða eitthvað slíkt. Á vettvangi var tilfinningin sú að þarna hefði orðið mannskaði.
Þegar komið var upp að Einbúa dró flögubergið þar að sér alla athyglina. Á afmörkuðu svæði mátti Flögubergiðbæði sjá gular skófir (húsaglæðu) og smækkaða mynd af stuðlum í berginu. Mýrin norðaustan við Einbúa var einnig forvitnileg því þar mátti m.a. sjá jakobsfífil í samlífi við grávíði og birki, fjalldrapa og smjörlauf. Engin ummerki voru þar um flugslysið, en vegna þess hversu Helgadalsbærinn endurspeglaðist í kvöldsólinni frá Einbúa með útsýni yfir mýrina mátti telja líklegt að þarna hefði táknfræðingurinn sjálfur verið að senda tvífætlunum ákveðin skilaboð. Rjúpa skrapp undan fæti og flugu undan smávaxnir noðrar.
Á leiðinni niður af Reykjafelli var gengið fram á hól alsettan geyméreium. Ófáir staðir á landinu hýsa slíkan fjölda af þessu bláblómi en þarna má finna.
Þegar tekið var hús á Málfríði seinna sinnið kvaðst hún hafa kíkt í Sögu Mosfellsbæjar. Í henni, bls. 332, væri getið um slysið í ReykjaFJALLI. Þar segir: ”
SóleySnemma árs 1944 varð alvarlegt flugslys í Mosfellssveit þegar tvær herflugvélar fórust yfir Reykjafelli. Önnur vélin steyptist niður skammt ofan við Reyki og flugstjórinn lést. Hin vélin hrapaði við klettanípuna Einbúa í austanverðu Reykjafelli, flugmaðurinn komst í fallhlíf og lenti skammt frá bænum Helgadal í Mosfellsdal. Guðjón Sigurður Jónsson bóndi þar “bar flugmannin til bæjar, því hann var heldur illa á sig kominn. Guðjón lánaði honum stígvjel og húsfreyja hitaði te.” Lengi vel mátti finna leifar flugvélanna sem fórust í þessu sviplega slysi í Reykjafelli.”
Haft var samband við Þorkel Guðnason í framhaldi af ferðinni og spurt nánari upplýsinga. Svarið kom um hæl: “
Heimildarmaður minn var Jóel Kr Jóelsson, garðyrkjumaður, Reykjahlíð, Mosfellssveit.  f. 22.01.1921, látinn 16.06.2007. Hann var eiginmaður Salome, systur móður minnar. Ef ég man rétt, horfði hann á þetta gerast.  Hann sagði mér vélarnar hafi rekist saman og að flugmaður annarrar vélarinnar hafi komist út úr henni, en stungist á höfuðið í harðfennisskafl, því fallhlífin opnaðist ekki – var líklega í of lítilli hæð.
Innan hvíta hringsins [á myndinni] var aragrúi af vélbyssukúlum – hlutar úr byssubeltum og eitthvað af patrónum. Þarna við hólinn lá allstórt flugvélardekk með amerískum merkingum. Þetta er staður sem málmsafnarar áttu nokkuð greiða leið að og ég veit um allmarga sem stunduðu þá iðju.”
Samkvæmt Slysaskrá flugslysa á stríðsárunum varð atvikið þann 16. febrúar 1944. Um var að ræða tvær amerískar P40 herflugvélar. Nicolas Stam bjargaðist í fallhlíf, en William I. Heidenreich fórst er vél hans lenti í Reykjafellinu.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Bjarnadóttir.
-Guðmundur Jónsson.
-Saga Mosfellsbæjar 2005, bls. 332.
-Sævar Jóhannesson.

Reykjafell

Reykjafell – flugvélaflak.

Vogshóll

Leifar flugvéla frá stríðsárunum má sjá á rúmlega 30 stöðum á Reykjanesskaganum. Bæði rákust flugvélarnar á fjöll og brotlentu eða voru skotnar niður. Síðastnefnda hópnum tilheyra leifar tveggja þýskra flugvéla sem hingað hafði verið flogið. Aðrar vélar tilheyrðu bandamönnum.
Hreyfill úr Bresku Gránu í MosfellssveitÁ öllum stöðunum má enn sjá ummerki, mismikil, rúmlega 60 árum eftir að atburðirnir gerðust. Af ljósmyndum, sem teknar voru á slysavettvangi, má yfirleitt sjá mikið brak, sem bæði vindur og vatn hefur síðan fært úr stað. Heillegir hlutir voru margir fjarlægðir skömmu eftir óhöppin, en mest hefur þó verið fjarlægt af ferðalöngum sem skoðað hafa staðina. Ferðalangarnir hafa gjarnan tekið með sér hluti til minningar um komu þeirra á vettvang. Þeir hlutir hafa síðar farið forgörðum enda til lítils yndis og engum til gagns í heimahúsum þar sem þeir hafa ekki verið í neinum tengslum eða samhengi við atvikið.
Leifar flugvélanna á vettvangi eru einu vísu staðfestingarnar hvar atburðurnir áttu sér stað. Þegar sérhver einn af hverjum 10 ferðalöngum taka með sér einn hlut er ljóst að ummerkin verða fljót að hverfa, eins og raunin hefur verið á. Horfnar leifar verða þeim sem á eftir koma hvorki til vitundar um staðsetninguna né staðfesting á því sem þar gerðist. Dæmi eru um að óheill hafi fylgt þeim, sem fjarlægt hafa hluti af vettvangi slysa.
Vettvangurinn – og allt sem á honum á að vera – er í rauninni minningarummerki, bæði um atburðinn og þá sem þar annað hvort létu lífið eða björguðust. Það er því mikilvægt að fólk er þangað kemur láti allt óhreyft.
Tvö stórtækari dæmi má nefna hér um hluti, sem fjarlægðir hafa verið af vettvangi flugslysa. Annað er hreyfill úr Bresku Gránu sem nauðlenti í Bláfjöllum 1945 og hitt er hreyfill úr Hudson-vél sem fórst í Kistufelli sama ár. Báða þessa hreyfla sótti Arngrímur Jónsson, flugstjóri, og félagar hans á slysavettvang og færðu að flugskýli á Tungubökkum í Mosfellssveit. Þar hafa hreyflarnir legið utan dyra undanfarin ár.

Hreyfill úr Kistufelli í Mosfellssveit

Í Kistufelli suðvestanverðu er mikið brak úr flugvél, sem brotlenti í hlíðinni. Annar mótorinn liggur neðan við hlíðina, en talsvert af hlutum á víð og dreif hingað og þangað. Um var að ræða Hudson l/251, tveggja hreyfla kafbátaleitarvél frá breska flughernum. Slysið varð í 27. mars árið 1945. Með vélinni fórust fimm menn. Arngrímur og félagar sóttu hinn hreyfilinn, sem ofar var. Notuð var þyrla til að þoka honum úr farinu og síðan til að færa hann niður á þjóðveg.
Í slysaskráningaskýrslu hernámsliðsins hér á landi kemur m.a. fram að þann 6. febrúar 1945 hafi Avro Anson flugvél frá Konunglega breska flughernum hrapað eða nauðlent á svæðinu á milli Vífilsfells og Bolla. Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Þrír voru í áhöfninni. Einn slasaðist alvarlega, en tveir minna. Þeir komust fótgangandi niður hlíðarnar, yfir þykkmosavaxið og úfið Rjúpnadalahraunið og alla leið að Rjúpnahæð, þar sem þeir gátu tilkynnt óhappið.
Stjörnuhreyfill sést vel á vettvangi sem og aðrar leifar, s.s. hluti hjólastells, gluggarammi, vélarhlutar o.fl. Nokkuð af þunnum spýtum voru á vettvangi og sást vel hvernig tréverkið hafði verið fest við járnhluta, en eins og kunnugt er var grind vélarinnar úr tré og klæðning að hluta úr striga. Ekki var að sjá vélarhluta með merkjum eða númerum. Arngrímur og félagar tóku hinn stjörnuhreyfilinn og færðu á fyrrnefndan stað.
Dæmi um ófarnað ferðalangs sem fjarlægði hlut af vettvangi má nefna sögu manns er heimsótti Kastið utan í Fagradalsfjalli þar sem skoðuð var flugvél sú er Andrews yfirhershöfðingi Evrópuherafla Bandaríkjamanna í Seinni heimstyrjöldinni. Um var að ræða mesta flugslys hér á landi á þeim tíma.
Ferðalangurinn vildi ólmur taka með sér bráðinn álbút til minningar um þennan sögufræga atburð. Reynt var telja hann frá því. Skömmu síðar gerði hann sér ferð á vettvang með það fyrir augum að taka með sér hlut úr flugvélinni. Á leiðinni til baka týndi hann gleraugunum sínum, farsímanum og krítarkortinu, hlutum sem hvað mikilvægastir eru nútímamanninum. Hann fór til baka og skilaði hlutnum, en gripirnir eru enn ófundnir. Ef hann ætlar að endurheimta þá þarf hann að fara á Vörðufell í Selvogi og hlaða þar vörðu. Skv. þjóðsögunni á hann þá að endurheimta gripina – en það er nú önnur saga.
Þessi dæmi vekja upp þá hugsun hvort ekki ríki friðhelgi á vettvangi flugslysa hér á landi. Svo mun ekki vera hvað hina lagalegu hlið varðar, en sú hlið, sem snýr að þessum málum er fremur siðferðilegs eðlis.

Sjá má myndir á FERLIRsvefnum – https://ferlir.is/portfolio-item/flugvelaflok/

Vogshóll

Brak við Vogshól.

Vogshóll

Ferlir hafði staðsett 31 flugslysastaði á Reykjanesskaganum. Nú var komið að því að leita uppi og skrá þann 32. í röðinni.
vogshol-2Í bók Friðþórs Eydals, Frá heimstyrjöld til herverndar, er ljósmynd af flugslysi á Njarðvíkurheiði 27. desember árið 1942 og meðfylgjandi texti: “Flak Katalína-flugbáts Bandaríkjaflota við Vogshól í Njarðvíkurheiði 27. desember 1942. Flugvélin sundraðist og brann er eldsneyti og djúpsprengjur sprungu (NARA 80-G-27553).
FERLIR hafði samband við Friðþór með það fyrir augum að leita nánari staðsetningar flaksins. Hann brást vel við – að venju: “Já, ég geri það svona nokkurn veginn samkvæmt lýsingum félaga míns sem hefur farið á staðinn. Viltu að ég útvegi lýsinguna?” Eftir jákvæða umleitan barst eftirfarandi svar: “Kunningi minn leitaði slysstaðinn uppi fyrir nokkrum árum og sagðist hafa fundið smá brak á víð og dreif. Staðsetningin er er þessi: .,-.”
Auðvelt var að finna brakið eftir lýsingunni. Það var undir lágum klapparhrygg. Meginbrakið, þ.e. sjálfur slysstaðurinn, var allgreinilegur. Umhverfis var brak á víð og dreif; vélarhlutir, skot og skrokkhlutar.
Í framhaldinu var leitað bæði til Sævars Jóhannesonar og Karls Hjartarssonar. Báðir búa þeir yfir miklum fróðleik um flugslysasögu stríðsáranna. Báðir buggju yfir áhugaverðum upplýsingum.
Um flugslys Bandaríkjamanna á þessum tíma er til dagbók stríðsins (VP-84 War Diary). Meðfylgjandi henni vogsholl-3eru svo skýrslur um sérhvert slysanna. Auk þess má sjá atvikum lýst í bréfum frá herstjórninni til höfuðstöðvanna í Bandaríkjunum (Letter from Comm. VP-84 to Comm. Air Force, U.S. Atlantic Fleet). Bréf þessa efnis var dagsett 28. ágúst 1943.
Svo er að sjá sem átta manna áhöfn hafi farist í flugslysinu; fjórir foringjar og fjórir óbreyttir.
Í nefndri slysaskýrslu (Accident Record sheet) segir m.a. um atvikið: “Dagur: 27. 12. 1942. Tími: 07:44. Deild: VP-84, USN, Tegund: PBY-5A. Nr.: 04402. Kódi: (enginn). Flugmaður: Lt. H.H. Luce, USNR. Stöð: FAB Reykjavík. Staðsetning: Keflavíkursvæði. Tjón: Alger eyðilegging.
Lýsing: 1) Kl. 07:26 tók flugvél nr. 04402, eftirlitsvél undir stjórn Lt. H.H. Luce, á loft í þeim tilgangi að veita kafbátum mótspyrnu. Kl. 07:44 hrapaði vélin nálægt Keflavík. Öll áhöfnin lést.
2. Þann 27. desember 1942, tók Lt. H.H. Luce, A-V (N), USNR, á loft með tveimur flugmönnum og áhöfn fimm manna. Það var tunglskinsnótt, en 5/10 takmarkað skyggni með mikilli snjóvindhviðum á svæðinu. Lt. Luce kom inn í eina slíka vindhviðu án þess að átta sig á skaðsemi hennar og hrapaði á Keflavíkursvæðinu. Tvær aðrar flugvélar, sem hófu flug á sama tíma vöktu athygli á sérstaklega mikilli ókyrrð þessarrar vindhviðu eftir að þær lentu í henni.

vogsholl-6

Ein þeirra steyptist og hún nánast hrapaði áður en náðist að rétta hana af. Það er ómögulegt að greina snjóvindhviður að næturlagi og að forðast þær er jafn erfitt. Öll áhöfn flugvélarinnar létust í hrapinu. Flugvélin brann í snertingu við jörðina. Þeir sem létust voru: Lt. H.H. Luce, A-V(N), USNR, Lt (jg) D.A. Helms, A-V(N), USNR, skráður G.S. Nelson, a-V(N), USNR, Bryan, J.L., AMM3c, USN, Eichelberger, C.A., ARM1c, USN, Coode, B.W., ARM3c, USN, Hammond, W.C., AMM3cV6, USNR, Kantz, W.P., AMM1c, USN.
Athugasemdir: Í framhaldi af viðræðum við deildarmeðlimi kom fram hjá fyrirliða C.O., Tt.Cdr. Jesse J. Underhill, USN, að hann taldi veðrið væri viðunandi til flugs og fór til Capt. Daniel V. Gallery, C.O. á flotastöðinni með þá kröfu að flugi þennan morgun yrði aflýst. Þessari kröfu var hafnað af Capt. Gallery, og fimm flugvélar tóku á loft á A/S “sópum” frá kl. 07:07 til kl. 08:58. Frá kl 09:47 til kl. 10:15 móttöku allar flugvélarnar skilaboð um að snúa til baka til stöðvarinnar. Umræddar flugvélar voru: 7276 Lt (jg) J.T. Hocan 0707-1253, 2457 Lt (jg) E.W. Merkt 0802-1155, 7261 Lt (jg) L.L. Davis 0722-1210, 2459 Lt P.F. Bankhard 0858-1025 og 0442 Lt H.H. Luce 0726-0744 (hrapaði).” Tölurnar aftan við nöfnin eru tímasetningar flugtaks og lendinga.
vogsholl-9Á vettvangi flugslyssins á Njarðvíkurheiði var augljóst að þangað hafði enginn komið um langa tíð.
Á nútíma landakortum sem og á herforingjakortunum er Vogshóll merktur austan við Skipsstíg, sunnan Sjónarhóls. Í ljósi framangreindra upplýsinga virðist þurfa að skoða það eitthvað nánar.
Í framhaldi af framangreindri umfjöllun hafi Ólafur
Marteinsson samband með eftirfarandi upplýsingar:
“Ágætu Ferlir. Ég var að lesa frásögn á heimasíðu ykkar um flugslys við „Vogshól“ á Njarðvíkurheiði. Frásögnin um Catalina flugbátinn er að miklu leiti rétt enda byggð á samtíma skýrslum hersins.
Ég hef athugasemd við seinni tíma frásagnir af slysinu við „Vogshól“. Þessum frásögnum fylgja myndir sem ekki eru af Catalina slysstaðnum. Samtímamynd Friðþórs Eydal er eina myndin sem tilheyrir Catalina slysinu. Ég fór í leiðangur á „Vogshól“ sl. sumar og fann slysstaðinn fljótt eftir mynd Friðþórs.

vogsholl-4

Strax þegar ég kom á staðinn sá ég að staðurinn þar sem mest var af flugvélahlutum var ekki slysstaður Catalína flugbátsins. Á staðnum var talsvert af hlutum t.d. sveifarás með 18 stimpilstöngum, af þessu mátti sjá að hreyfillinn var 18 strokka en ekki 14 strokka eins og hreyflar Catalína eru. Einnig var mjög áberandi ca. 5 m löng tvískipt pústgrein sem ekki var úr Catalina flugbát.
Hófst nú nákvæmari rannsókn á því hvaða flugvél lá þarna utan í „Vogshól“ og hvar var Catalina flugbáturinn?
Ég skoðaði hluti og skráði part númer og raðnúmer.  Teiknaði upp nokkra skoðunarstimpla sem voru sæmilega glöggir. Þessar upplýsingar gáfu til kynna að hlutirnir voru frá Republic Aviation flugvéllaframleiðandanum.
Flugvélin sem þarna fórst 8. júli 1944 var Republic P47 Thunderbolt orrustuflugvél s/n 42-26100 frá USAAF 33  Fighter Squadron / 342 Composit Group, staðsett á Meeks Field, Keflavík. Orsök slyssins var hreyfilbilun. Flugmaðurinn Latham, Thomas J bjargaðist í fallhlíf.  Latham, Thomas J bjargaðist í fallhlíf í svipuðu flugslysi við Húsatóftir 13. Júní 1944.

Vogshóll

Brak við Vogshól.

Ég fór aftur á staðinn stuttu seinna, stækkaði leitarsvæðið og eftir dágóða yfirferð fann ég dreifða hluti, sem báru ártöl, part númer og skoðunarstimpla frá Consolidated Aircraft flugvélaframleiðandanum. Meðal annars var á staðnum grind úr hæðarstýrisfleti og á grindinni voru leifar að dúkklæðningu. Þessi hlutur var úr Catalína en ekki Thunderbolt.
Flugvélin sem þarna fórst 27. desember 1942 var Consolidated Catalina PBY-5A flugbátur, BUNO 0442 frá US Navy. VP-84 Squadron.
Hlutir úr Catalinu flugvélinni eru dreifðir yfir stórt svæði og skarast það svæði við svæði þar sem finna má hluti úr Thunderbolt flugvélinni.
Við „Vogshól“ hafa orðið tvö flugslys og einhverra hluta vegna hafa sögur af Catalina slysinu fengið meiri umfjöllun.
33. flugslysastaðurinn á Reykjanesskaganum er kominn fram!
Með kveðju – Ólafur Marteinsson.”

Heimildir:
-Frá heimsstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950, Friðþór Eydal 2007, bls. 220.
-Friðþór Eydal.
-Karl Hjartarsson.
-Sævar Jóhannesson.
-Ólafur Marteinsson – áhugamaður um Aviation Archeology.

Vogshóll

Brak við Vogshól.

Kastið

Gengið var á Fagradalsfjall um Görnina með stefnu upp á Kastið. Í sunnanverðri Görninni er flugvélabrak, m.a. leyfar af hreyfli.
Gornin-1Í hlíðinni efst í vestanverðu Kastinu, handan við háhrygginn, er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943. Efst eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Neðar í fjallshlíðinni eru t.d. hluti hjólastells o.fl. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðing Evrópuherafla Bandaríkjanna, Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Um var að ræða mesta flugslys hér á landi á þeim tíma. Hreyfillinn í Görninn hafði greinilega kastast yfir brúnina þegar flugvélin lenti þarna efst í brattri hlíðinni. Tóm 42′ skothylki lágu á víð og dreif. 

Frank M. Andrews hershöfðingi, gekk undir gælunafninu Andy. Hann fæddist í Nashville, Tennessee, í Bandaríkjunum, 3. febrúar árið 1884 og lést á Fagradalsfjalli, Íslandi, þann 3. maí 1943.
Andrews-2Andrews var einn af stofnendum Flughers Bandaríkjanna (United States Air Force). Í forystustörfum innan hersins Air Corps náði hann góðum árangri þar sem öðrum hafði mistekist. Andrews var fyrsti yfirmaður í miðlæga ameríska flughernum (Central Air force) og fyrsti loftliðsforinginn  til að gegna störfum hjá landhernum (Army). Í byrjun 1943 tók hann sæti Dwight D. Eisenhower sem yfirmaður allra US hermanna í Evrópu í innrásaráætlun bandamanna.
Hann beið bana í flugslysi á Íslandi árið 1943, sem fyrr sagði. Hann var þá sá hæstráðandi í her Bandaríkjanna er látið hafði lífið í stríðinu á þeim tíma. Andrews herflugvöllurinn í Maryland er nefndur eftir honum, líkt og Andrewsherskólinn í Berlín, Þýskalandi), alþjóðlegur Andrews-flugvöllurinn í Santo Domingo (nú rifinn) og Andrews Avenue í Pasay City, Philipseyjum.

Andrews-3Andrews var barnabarn á riddaraliðshermanns sem barðist við hlið Nathan Bedford Forrest og barna-barnabarn tveggja Tennessee landshöfðingja, John C. Brown og Neill S. Brown. Hann útskrifaðist úr borginni Montgomery Bell Academy árið 1901 og gekk í Military Academy í West Point í júlí 1902. Hann gekk til liðs við United States Army við útskriftina árið 1906.  Starfaði hann m.a. sem liðsforingi á Filippseyjum og Hawaii. Eftir að hann giftist dóttur hershöfðingjans Henry Tureman Allen árið 1914, var Andrews meðtekinn í félagslega hringinn í Washington og innan hersins.

Allen hershöfðingi gerði sér ákveðnar vonir um framtíð tengdarsonar síns, t.d. með því að lýsa yfir að dóttir hans vildi ekki giftast flugmanni. Þess vegna fékk hann stöðu hjá Army Signal Corps í febrúar 1914, en ekki hjá Air force.

Andrews-1

Innan mánaðar eftir að Bandaríkin blönduðust inn í Fyrri heimsstyrjöldina var Andrew fluttur í apríl 1917, þrátt fyrir andmæli yfirmanna hans, yfir í Aviation Section, US Signal Corps.
Eftir skamma stund í Washington, DC, fór Andrews til Rockwell Field, California, í apríl 1918. Þar lauk hann Aviatorþálfun, þá 34 ára.  Andrews fór aldrei erlendis í stríðinu sem félagi af the Air Service. Í staðinn, hann bauð ýmsum flugvöllum um Bandaríkin og í Army General Staff í Washington, DC eftir stríðið. Þá var hann fluttur til starfa í Þýskalandi þar sem tengdafaðir hans, Allen hershöfðingja, hafði verið boðin staða.

Eftir að hafa farið til Bandaríkjanna árið 1923, réð Andrews fyrir stjórn Kelly Field, Texas, og hann varð fyrstur stjórnandi háþróaðs flugskóla þar. Árið 1927 flutti hann til að Air Corps taktísk School í Langley Field, Virginíu, og árið eftir fór hann sem stjórnandi  General Staff School í Fort Leavenworth, Kansas. Andrews gegndi æðstu her Air Corpsþjálfun og -rekstrarsviðs á árunum 1930-1931. Hann fór síðan 1. Pursuit Group á Selfridge Field, Michigan. Eftir útskrift úr hernum War College árið 1933, fór Andrews aftur til General Staff árið 1934. Í mars 1935 var Andrews skipaður í herráð Douglas MacArthur í nýstofnaða Almennar Headquarters (GHQ) Air Force, sem hafði það m.a. að markmiði að styrkja Army Air Corps eininga undir einn foringja. Undir stjórn hans, hóf GHQ Air Force þróun aðferða til að ná ydirburðum í loftinu sem síðar varð ríkur þáttur US Army Air Force.

Kastid-2

Andrew var talsmaður fjögurra hreyfla þungra sprengjuvéla, s.s. B-17 (Fljúgandi virkið).  MacArthur átti hins vegar undir högg að sækja þars em fyrir var hershöfðinginn Malin Craig, en hann andvígur hvers kyns verkefnum fyrir Air Corps nema að styðja herafla á jörðu niðri. Craig var ósammála Andrews um yfirburði B-17 á allar aðrar tegundir. Í stað þess að styðja fyrirhuguð kaup á B-17 var ákveðið að kaupa minni en ódýrari léttar og meðalstór sprengjuflugvélar, eins og Douglas B-18. Honum tókst þó að sannfæra menn um að kaupa nóg af B-17 til að halda áætluninni á lífi. Stríðið í Evrópu varð til að undirsstrika það að Andrews hafði rétt fyrir sér.

Kastid-3Andrews var skipaður framkvæmdastjóri Air Corps í kjölfar dauða hershöfðingja Oscar Westover í september 1938, fyrst og fremst vegna stuðnings síns fyrir loftárásaráætluninni. Hann varð loftráðgjafi George C. Marshall, nýlega ráðinn sem aðstoðarforstjóri “Æðstu starfsmanna hersins” árið 1938.

Í janúar 1939, í ræðu á National Aeronautic Association, lýsti Andrews Bandaríkin sem “sjötta mesta loftherveldið”. Í lok fjögurra ára ferils síns sem framkvæmdastjóri GHQAF fór hann aftur í fasta stöðu sem ofursti úr tímabundinni stöðu sinni fyrir áttunda Corpssvæði í San Antonio. Hann var kallaður til Washington einungis fjórum mánuðum síðar.

Kastid-4Árið 1940, Andrews ráð fyrir stjórna af the Air Corps Panama Canal Air Force , og árið 1941 varð hann yfirmaður the Caribbean Defense Command, sem hafði mikilvæga skyldu í Seinni heimsstyrjöldinni að verja Suðursvæði Bandaríkjanna, þar á meðal hinn mikilvæga Panamaskurð. Árið 1942 fór Andrews til Norður-Afríku þar sem hann var þriggja mánaða í stjórn allra United States herafla í Mið-Austurlöndum frá bækistöðvum í Kaíró.

Hershöfðingja Andrews var síðan skipaður yfirmaður allra United States herafla í Evrópu. Í ævisögu sinni, hershöfðingja Henry H. Arnold, yfirmaður í hernum Air Forces í World War II, gefið þeirri trú að Andrews hefði verið gefin skipun bandamanna innrás í Evrópu – stöðu sem á endanum gekk til hershöfðingja Eisenhower. Marshall myndi segja seint í lífinu, því að Andrews var eina almenna hann fengið tækifæri til að brúðgumanum hugsanleg Supreme Allied Command síðar í stríðinu.

Kastid-5

Hershöfðingja Andrews beið bana í flugslysi í B-24D-1-CO, Frelsari , 41-23728, á 8. Air Force úr RAF Bovingdon, England, á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga eftir að hafa þurft frá að hverfa við lendingu á Kaldaðanesflugvelli.  Fagradalsfjall á Reykjanesi eftir aflýst reyna að lenda á Royal Air Force Station í Kaldadarnes, Íslandi. Andrews og þrettán aðra létust í flugslysinu; aðeins slétskyttan, S/Sgt. George A. Eisel, lifði slysið af. Aðrir KWF, þar með talinn flugmaðurinn kapteinn Robert H. Shannon, 330 BS, 93 BG; og sex starfsmenn Andrews, þ.mt Maj. Ted Trotman, B/Gen. Charlie Barth, Col. Marlow Krum, and aðstoðarmaður hershöfðingjans, Maj. Fred A. Chapman; and Capt. JH Gott, navigator. Charlie Barth, Col. Marlow Krum og aide almenn’s Maj. Fred A. Chapman, og kapteinn JH Gott. Andrews er grafinn í Arlington National Cemetery.

“Slysið var um það bil kl. 15:30 að Greenwichtíma, þann maí 3, 1943, B-24D (41-23.728) í staðsetningu 22°19’30” vestur – 63°54′ norður á Íslandi og eyðilagðist vélin.”.

Kastid-6

B-24 var úthlutað til 8. Air Force á Bovington, Englandi. Sendinefndin var áætlað yfir landið flugi frá Bretlandi til Meeks Field, Iceland, til að fara yfir Prestwick í Skotlandi. Flugvélin nálgaðist Íslandi frá suðaustur og hafa samband við var gerður við landið sjö kílómetra austan Alviðruhamrars-vitann um 01:49 GMT. Flugvélin miðaði áfram vestur fjörur í hæð um 200 fet, sem eftir eru undir skýjum. Um 02:38 GMT flugvélarinnar hringur the Royal Air Force airdrome á Kaldaðarnes fimm sinnum á um 500 fet. Fjarskiptasamband náðist ekki við flugvélina. B-24 flaug lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til lendingar. Þess í stað flaug hann áfram vestur fjörur í 60 feta hæð.

Andrews-4

Á Reykjanesi var flugvélinni snúið til norðurs og síðan á ströndina í um 10 mílur svo til beint vestur af Meeks Field. Tíminn var nú 2:53 klst GMT. Vandræði var með fjarskiptasam-band. Flugvélin sneri austur og flugmaðurinn reyndi sjónflug að Meeks Field, en lágmark skyggni og rigning kom í veg fyrir að það tækist. Flugmaðurinn ákvað að fara til baka til Kaldaðarnesflugvelli. Kapteinn Shannon reyndi að fylgja strandlengjunni með því að snúa bratt í austurátt.

Skyggni var svo til ekkert vegna skýj, rigningar og minnkandi útsýnis. Flugvélin var ekki búin að loftsamskipta, en flugmaðurinn reyndi að halda sjónrænum tengslum við landið með því að fljúga undir skýjum. Á 22°19’30 “vestur – 63°54′ norður, flaug hann í 1100 feta hæð, 150 fet að ofan, en á norðaustur sjálfsögðu á hraða minnsta kosti 160 mph. Annar vængur B-24 vélarinnar lenti í brattri hlíðinni, í 45° halla.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.com

Kastið

B-24 – minnismerki um flugslysið í Kastinu.

 

Kastið

Minningarskilti var afhjúpað við Grindavíkurveginn þann 03. maí 2013 um þá er fórust er sprengjuflugvélin “Hot Stuff” rakst á Kastið í Fagradalsfjalli þann 3. maí 1943. Staðsetningin er reyndar svolítið skrýtin og nánast í engum tengslum við vettvang atburðarins. Í slysinu fórust 14 manns. Þegar textinn (án þess að stafavillur séu teknar með) á skiltinu er skoðaður má sjá eftirfarandi:
kastid-221B-24 Liberator-sprengjuflugvélin Hot Stuff – Sigursaga og örlagarík endalok.
Bandaríska B-24 sprengjuflugvélin Hot Stuff og áhöfn hennar var fyrsta flugvél 8. flughersins sem lauk 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Áhöfnin fékk fyrirmæli um að snúa flugvélinni heim til Bandaríkjanna vorið 1943 þar sem fara skyldi sýningarför um landið í fjáröflunarskyni fyrir Bandarríkjaher.
Yfirhershöfðingi Bandarríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, sem boðaður var til skrafs og ráðagerða í Washington, óksðai eftir vþi við vin sin Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprengjuflugdeildar, að fá far með Robert “Shine” Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff en Andrews var einnig kunnugur Shannon.

kastid-223

Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni. Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar; nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Meþódistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprengjuflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar. Hot Stuff lagði upp frá Bovingtonflugvelli í Englandi að morgni 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwik í Skotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf.
Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar kom upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og sundraðist.
Við slysið fórust aAndrews-221llir um borð nema vélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en lá fastklemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið.
Frank M. Andrews hershöfðingi fæddist 3. febrúar 1884 í Nashville í Tennessee. Hann hóf nám í háskóla Bandaríkjahers. West Point árið 1902 og brautskráðist árið 1906. Hann starfaði í flugdeild Bandaríkjahers í fyrri heimstyrjöldinni og árið 1935 skipaði Douglas MacArthur yfirhershöfðingi hann til þess að gegna starfi yfirmanns nýrrar aðgerðardeildar flughersins.
Andrews var ötull talsmaður þess að bandaríksi flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsheild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Andrews var ákafur hvatamaður aðs míði sprengjuflugvéla og eggjaði stjórnvöld til að kaupa á fjölda nýrra sprengjuflugvéla af gerðinni B-17 “Fljúgandi virki” en hlaut ekki stuðning yfirstjórnar hersins. Framsýni hans sannaðist þegar Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og stjórnvöld létu smíða B-17 og B-24 Liberator sprengjuflugvélar í stórum stíl. Andrews hlaut tignarhækkun árið 1941 og var falin yfirstjórn bandarískra herja við Karíbahaf sem önnuðust varnir aðkomuríkja Bandaríkjanna í suðri, þ.á. m. um Panamaskurð. Eftir innrás bandamanna í Norður-Afríku haustið 1942 var honum falin stjórn herafla Bandaríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf sem átti þátt í að vinna sigur á Afríkuher þýska hershöfðingjans Rommels.
kastid-224Í febrúar 1943 var Andrews skipaður yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu með aðsetur í Bretlandi og 3 maí sama ár valdi bandaríska yfirherráðið hann til þess að stjórna sameinuðum herafla bandamanna sem undirbúa skyldi innrás á meginlandið. Andrews fékk þó aldrei boðin um þess merku tignarhækkun því hann fórst sama dag þegar Liberator-flugvél hans, sem gegndi nafninu “Hot Stuff” og flytja átti hann til Bandaríkjanna, fórst á Fagradalsfjalli Á Reykjanesi. Flugvélin hafði horfið frá lendingu í Reykjavík vegna veðurs og var á leið til flugbækistöðvar breska flughersins í Kaldaðarnesi. Við lát Anrews hershöfðingja, tók Dwight D. Eisenhower, síðar Bandaríkja-forseti, við stjórn Evrópuherstjórnar-innar en hann hafði áður gegnt starfinu. Andrews hershöfðingi og þrettán samferðarmenn hans voru grafnir með mikilli viðhöfn í Fossvogskirkjugarði 8. mái 1943. Líkamsleifar þeirra voru síðan fluttar heim til Bandaríkjanna árið 1947 og var Andrews lagður til hinstu grafar í þjóðarreit Bandaríkjanna, Arlingtonkirkjugarði í útjaðri Washingtonborgar.” 

Hlekk inn á frétt RÚV HÉR.

Hot Stuff

Hot Stuff.

Douglas

Enn átti eftir að staðsetja tvö flugvélaflök sem vitað var um, þ.e. Douglasvél, sem fór niður á “hraunssléttu SA Helgafells” 1944 og aðra, sem fórst í Lönguhlíðarfjöllum, Hudson eða sama ár. Líklega er þó hér um eina og sömu flugvélina að ræða. Í skýrslu ameríska hersins frá 11. júní 1944 segir: “An Icelandic sheepherder reported a crashed in a lava bed about 8 miles southeast of Hafnarfj0rdur. The plane was idendified as the RAF C-47, missing since 7 March, 1944.”

BrakÍ viðtali, sem Sævar Jóhannsson tók fyrir nokkrum árum (óbirt) segir viðmælandinn, Ingólfur Guðmundsson, m.a. frá slysstaðnum í Huldum í Sveifluhálsi (í des. 1944).
Um atvikið í Kistufelli segir: “Við fórum oft í “kröss” hjá hernum. Í eitt skipti, það hefur verið 1944, fórum við í veðurathugunar Hudson, sem “krassaði” í Lönguhlíðarfjöllunum. Hún var að koma inn yfir land utan af sjó. Það var slæmt skyggni, flugmaðurinn hefur séð hæð framundan og rifið snöggt í þannig að vélin fór ekki upp heldur “massaði” inni í hæðina. Við fundum vélina og það var ömurleg aðkoma. Daginn eftir fór Björn Jónsson og fleiri dugmiklir kappar með hermönnum að sækja líkin og ýmislegt úr vélinni. Þeir villtust og voru villtir í 2 eða 3 daga. Það var þannig, að Björn átti að vera leiðsögumaður, enda öllum staðháttum kunnur, en officerinn, sem fór fyrir leiðangrinum og Björn átti að lóðsa, þóttist vita betur en Björn og því fór sem fór. Björn vissi upp á hár, hvar vélin var. því hann fann hana daginn áður. Hermennirnir sem voru aðal “burðardýrin” voru með ferkantaða vatnsdunka með sér, því þeir máttu ekki drekka vatn úr lækjum sem urðu á vegi þeirra. Það gerði frost svo vatnið fraus í dunkunum og svo gerði vitlausa austanátt. Þeir komu ekki niður fyrr en tveimur eða þremur dögum seinna og að mig minnir á Vatnsendahæð. Björn skilaði sér til byggða á eðlilegum tíma enda öllum leiðum vel kunnugur”. (Slys þetta er skráð 31. mars 1945. Fjórir fórust)
Áður hefur verið lýst að “fjárhirðir” hafi fundið flak um 8 mílur suðaustur af Hafnarfirði sbr. skrá hersins (Record of Events): “11. júní 1944: Íslenskur fjárhirðir tilkynnti um hrap flugvélar í hraunið u.þ.b. 8 mílur suðaustur af Hafnarfirði. Um var að ræða breska flugvél, C-47, er saknað var síðan 7. mars sama sama ár.” Sennilega er þetta sama vélin og sögð er hafa farist efst í Kerlingargili eða “Lönguhlíðarfjöllum” sbr. framangreint. Sú vél átti einnig að hafa verið Douglasvél, en leifar hennar má m.a. sjá í Óbrinnishólabruna norðvestan Lönguhlíða.
BrakUm skoðun á því brakinu kom fram eftirfarandi hugleiðing: “Ljóst er að að skoða þarf nánar svæðið “undir Lönguhlíðum inn við Grindarskörð” með hliðsjón af því hvort þar kunni að leynast álpjötlur, skinnur, rær og/eða leiðslur úr flugvélinni. Hafa ber þó í huga að flugvél, sem var að flytja varahluti, fórst þarna á svæðinu á 5. áratug síðustu aldar. Brak úr henni sást lengi vel.
Sagnir um að flugvélahlutar eftir flugslys hafi síðar verið dregnir til Hafnarfjarðar eru nokkrar, t.d. flak Canso-vélar (Canadian-Vickers Canso A), sem fórst efst í Sveifluhálsi utan við Huldur. Brak úr henni fannst mörgum árum síðar í Hrútagjárdyngju. Það gæti hafa hent flugvélina undir Lönguhlíðum því brak er að finna í hrauninu norðvestan við meintan nauðlendingarstað. Á því braki má lesa stafina .032 ANRA. Skv. upplýsingum þess manns, sem best þekkir til flugslysasögunnar fyrrum, Eggerts Norðahls, mun “.032” vera þykktin á álinu, en ANRA gæfi til kynna að þarna gætu verið leifar breskrar Douglas flugvélar, sem fórst á hraununum suð-austan við Helgafell (átta mílur suð-suð-austur af Hafnarfirði 7. mars 1944. Flakið fannst fyrst 11. júní 1944). Á hlutum, sem þar fundust áður var einmitt áletrunin .032 AN eða .032 ANRA stimplað á plöturnar að innanverðu. “Hugsanlegt er að ANRA standi fyrir Army Navy Rolled Aluminium eða eitthvað álíka. Á öðrum hlutanum er merki Breska flughersins svo enginn vafi er á hvers þjóðar hún var“.
BrakÞá var ekki um annað að ræða en fara á vettvang og leita uppi slysstaðinn. Eftir að hafa gengið brúnir Lönguhlíðar sunnan við Kerlingargil kom í ljós að flugvélinni hafði verið flogið í hlíðina eins og fram kemur í framangreindri lýsingu. Undir hlíðinni er brak úr vélinni, s.s. pústgrein frá mótor og ýmislegt annað. Ofan þess eru smásteinóttar skriður, sem hafa verið að hylja brakið smám saman síðustu 65 árin (skrifað 2009). Ekki er útilokað að hluti braksins kunni að vera ofar á brúninni. (Sjá meira undir Lönguhlíð – flugvélaflak II.)
Nú má segja að tekist hefur að staðsetja öll þekkt flugvélaflög á Reykjanesskaganum frá stríðsárunum. Enn á þó eftir að skoða svæðið sunnan við Leiti austan Bláfjalla, en þar sagt vera heillegt brak úr herflugvél. Auk þess á eftir að skoða betur í Lakadal, en þar var gengið fram á brak úr flugvél árið 2005.

Frábært veður. 

Heimild m.a.:
-Sævar Jóhannsson.
-Dagbókafærslur ameríska hersins (MACR) hér á landi 1944 og 1945.

Lönguhlíð

Brak við Kerlingagil.

Vatnsendahæð

Í dagbók lögreglunnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu (lögreglunnar í Hafnarfirði) er þann 16. júlí 1944 skráð eftirfarandi: “Kl. 01:20 var tilkynnt um að mikill eldur sæist nálægt Vífilsstaðavegi, er liggur frá Reykjanesbraut. Lögregluþj. nr. 90 fór, ásamt U.S.A. lögreglu á staðinn. Hafði herflugvél hrapað þarna, og kviknað í henni. Hún brann alveg upp.”
SlysstaðurinnÍ skýrslu ameríska hersins (Record of Events) frá þessum degi árið 1944 má sjá eftirfarandi bókun: “At 0202 hours an RAF “Hudson” aircraft crashed and burned about fine miles Southeast of Reykjavik airport. The crew of five were all killded.”
Þegar leitað var eftir fólki, sem kynni að muna eftir atvikinu fyrir 65 árum (skrifað 2009) var úr vöndu að ráða því það fólk væri nú a.m.k. á níræðisaldri. Reynt var að staðsetja vettvanginn m.v. framangreind viðmið. Af loftmyndum að dæma virtist staðsetningin vera á eða við Vatnsendahæð.
Á vettvangiLeitað var til fólks frá Vatnsendabænum, en allt kom fyrir ekki – þangað til FERLIR hitti fyrir fyrrum vinnumann á bænum. Aðspurður um hvort hann þekkti vel til staðhátta á svæðinu sagðist hann gjöra það öðrum fremur því hann hefði smalað svæðið meira og minna frá árinu 1973. Vildi hann jafnframt geta þess að svonefnd Vatnsendahæð væri ekki sú þar sem fjarskiptamöstrin hefðu verið heldur héti það Vatnsendahvarf þrátt fyrir það sem stæði jafnan á landakortum. Vatnsendahæðin væri í suður frá bænum, en Vatnsendahvarf í vestri. Þá hefði suðurhluti Elliðavatns ekki heitið það framan af heldur Vatnsendavatn – og hana nú.
SkotfæriHér var greinilega kominn maðurinn, sem leitað var að. Aðspurður um hvort hann hefði séð brak úr flugvél á svæðinu sagðist hann vissulega hafa gert það. Á fyrstu árum sínum að Vatnsenda hefði hann stundum farið út í Vatnsendahæð til að leita að braki og skotfærum úr flugvélinni. Eftir rigningar hefði glampað á brakið svo auðveldara var að leita á svæðinu. Brakið hefði verið mjög dreift um afmarkaðan stað í hlíðinni. Þar hefðu fyrrum verið berir melar, en nú væru þar gróningar með lúpínu á milllum. Sjálfur hefði hann hirt nokkur skothylki af tveimur stærðum. Eitt hefði verið ósprungið með öllu, 29 árum eftir óhappið, en önnur báru þess greinileg merki að hafa brunnið. Þau voru án kúlu.
Viðkomandi bauðst til að fylga FERLIR á vettvang. Þegar þangað var komið gekk hann öruggum skrefum upp á mela í hlíð Vatnsendahæðar, staðnæmdist, benti og sagði: “Hér var þetta, gæti verið spölkorn ofar, en brakið var dreift hér um svæðið”.
Þegar svæðið var leitað sáust engin ummerki eftir slysið, enda 36 ár liðin frá því að viðkomandi var á svæðinu, auk þess sem bæði mold var í undirlagi og sáð hafði verið á yfirborðið, bæði lúpínu og öðrum yfiborðsþekjandi gróðri.
Hnit voru tekin á staðinn með það fyrir augum að leita svæðið betur síðar. Hlutaðeigandi fylgdi FERLIR heim á leið, náði í fyrrgreind skothylki og bauðst til að lána þau til frekari skoðunar. Á minna hylkinu, 8,5 cm langt, mátti á botni sjá bókstafina “L” og “C” og tölustafina “42”. Skothylkið var óskemmt. Á stærra skothylkinu, 13,0 cm langt, mátti á botni sjá bóktafina “L” og “C” og tölustafinn “4”.
SkotfærinÞar með virtist hafa tekist að staðsetja enn eitt flugvélaflakið (slysstaðinn) á Reykjanesskaga frá stríðsárunum. Enn er þó eftir að staðsetja tvö, þ.e. Douglasvél, sem fór niður á “hraunssléttu SA Helgafells” 1944 og aðra, sem fórst í Lönguhlíðarfjöllum, Hudson eða Douglas sama ár. Líklega er þó um eitt og sama atvikið að ræða. Sævar sagðist muna eftir vélbyssum um þessu slysi. Þær væru í höndum tiltekins aðila, sem auðvelt væri að nálgast. Það gat hins vegar stangast á við flugvélartegundina.
Þegar FERLIR leitaði til Eggerts Norðahls og bar þetta undir hann stóð ekki á svari: “Vélin sem fór niður á austanverði Vatnsendahæð var bandarísk orrustuvél, Curtis P-40C Warhawk 30. júní 1943 (fann staðinn sjálfur löngu áður en byggt var á svæðinu og þar var enn smá brak þá) en ekki Hudson 16. júlí 1944. Hann fór niður þar sem er Maríulaut, nú er þar Klaustrið í Garðabæ.”
P-40Skv. upplýsingum Eggerts Norðdahls mun P-40C flugvélin í Vatnsendahæð að öllum líkindum hafa komið niður talsvert sunnar og vestar, í kartöflugarð, sem þar var. Hann hafi talað við eiganda kartöflugarðsins og skoðað vettvang árið 1977, en ekkert fleira hefði komið í ljós við það.
Þegar skothylkin voru borin undir hann var svarið: “Ef þessi skothylki eru .303 og .50 Cal þá var P-40C Warhawk með 2 x 2 byssur af þessum stærðum. Hudson var einungis með 4 x .303 (7,62 mm) byssur, hafði því ekki .50 cal eins og mér sýnist stærri gerðin vera.”
Hér var sem sagt um ameríska orrustuvél að ræða afgerðinni Warhawk 40C. Í skýrslu ameríska hersins (Record of Events) segir um atvikið 30. júní 1943: “A P-40, flown by Major Theodore J. Lemke, 33d Fighter Sq. crashed athet north end of Vatnsendi Ridge at 1122 hours. The plane, out of control in a flat spin, crashed from approximately 6000 feet and was competely destryed. Major Lemke was killed instantly”.
WarhawkÞá var ætlunin að skyggnast eftir flugvél, sem hrapað hafði átt í hraunið suðaustur af Hafnarfirði, sbr. “11. júní 1944: Íslenskur fjárhirðir tilkynnti um hrap flugvélar í hraunið u.þ.b. 8 mílur suðvestur af Hafnarfirði. Um var að ræða breska flugvél, C-47, er saknað var síðan 7. mars sama sama ár.” Sennilega er þetta sama vélin og sögð er hafa farist efst í Kerlingargili. Sú vél átti að hafa verið Douglasvél, en leifar hennar má m.a. sjá í Óbrinnishólabruna norðvestan Lönguhlíða.
Frábært veður. 

Heimild m.a.:
-Eggert Norðahl.
-Sævar Jóhannsson.
-HH.
-Lögregluskýrslur lögreglunnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
-Dagbókafærslur ameríska hersins hér á landi 1944 og 1945.

Vatnsendi

Svæðið.

Grindarskörð

Sögn er um að þýsk flugvél hafi nauðlent undir Lönguhlíðum 1941 eftir að skotið hafði verið á hana í Öskjuhlíð. Áhöfnin, fjórir menn, eiga að hafa komist af. Þeir sprengdu flakið í loft upp og leifar þess eiga síðan að hafa verið fjarlægðar.
SvæðiðÞrátt fyrir að sagan öll sé með ólíkindum eru ummerki í Gráhrauni, nyrst í Rjúpnadyngjuhrauni, rétt utan við Reykjanesfólkvang. Þar neðan við er Skógarhlíð, efsti hluti Heiðmerkulands á Elliðavatnsheiði. Þrír krikar ganga inn á milli hrauntungna; Grenikriki vestast, þá Miðkriki og Skógarkriki austast. Ofan þeirra er svæðið, sem ætlunin var að skoða með hliðsjón af framangreindu.
Þá var og ætlunin við tækifæri að skoða svæðið á hraunsléttunni ofan við Kerlingargil ofan Lönguhlíða. Einnig var ætlunin að skoða undir og ofan við svonefndar Lönguhlíðar norðan við Þrengslin. Þar, innst í Hellum undir Sandfellum, voru lengi vel leifar af flugvél, m.a. hjólabúnaður. Neðar liggur gömul þjóðleið, Lakastígur um Lágaskrað og síðan Selsstígur niður að Kerlingarbergi ofan við Hraun í Ölfusi.
TóftFrásögnin sem slík er lyginni líkust og virðist vera hreinn uppspuni. En þótt ekki hafi beinlínis verið færðar sönnur á sannleiksgildi hennar, og beinum tilvitnunum í heimildir er ábótavant er samt sem áður ástæðulaust að fullyrða algerlega að hún sé að öllu leyti beinlínis röng – a.m.k. ekki fyrr en aðstæður allar og sennilegir möguleikar á öllum hugsanlegum stöðum hafa verið skoðaðir nánar. Sagnfræðingar vilja gjarnan festast í þeirri kenningu að ekkert sé til nema það hafi áður verið skráð og þá af fleiri en einum. Ef fara ætti þeirri formúlu væru t.d. fæstar minjarnar á Reykjanesskaganum til. Auk þess ber að hafa í huga að ekki er alltaf allt satt sem sagt hefur verið (eða skráð).
Engin ástæða er þó til að véfengja algerlega haldlitlar upplýsingar, jafnvel orðróm
. Sagnfræðin heimilar einungs staðfestu þess, sem þegar hefur verið skráð, en þegar heimildir urðu til var það án viðurkenningar fræðigreinarinnar. Hér er fjallað um efnið vegna þess að það er áhugavert og atburðir gerðust m.a. á Reykjanesskaganum.

Heinkel 111Eftirfarandi umfjöllun birtist í Lesbók Mbl 28. mars 2009 (hafa ber í huga að eldri lýsingar eru til af sama atviki, s.s. eftir Björn Tryggvason, en allar óstaðfestar m.t.t. fyrirliggjandi heimilda): Ævintýralegur flótti frá Íslandi – Ævintýraleg flóttasaga var opinberuð af Árna B. Stefánssyni lækni, sem rifjaði upp sögu þýsks flugstjóra í Lesbók 1994. Greinarhöfundur hefur rannsakað baksvið sögu flugstjórans enn frekar og segir hér frá því sem hann hefur komist að um einstæða flóttasögu þýskra hermanna frá Íslandi.
LögreglustjóriEkki gat Árna B. Stefánsson grunað að grein hans Stríðsleyndarmál afhjúpað er birtist í Lesbókinni 1994 var að mati þeirra þýskra í Freiburg brot á þarlendum læknaeiði um samband sjúklings og læknis. Í greininni rifjaði hann upp minnisblöð sín af viðtali sem hann átti við þýskan flugstjóra á hersjúkrahúsi. Saga flugstjórans var skilgreind sem þýskt ríkisleyndarmál. Ég lét snara þessari grein yfir á þýsku og sendi út til allra sem tengdust rannsóknarvinnu minni í að finna nafn flugstjórans, flugvélartegundina og flugsveitina sem hann þjónaði, en þetta vantaði í sögu Árna. Hér heima fékk ég sérstakt rannsóknarleyfi frá utanríkisráðu-neytinu og dómsmálaráðuneytinu til að grúska í gömlum pappírum en það stóð á rannsóknarleyfinu frá forsætisráðuneytinu. Það barst mér á þann sérstaka hátt að mér var vísað út af Þjóðskjalasafni Íslands í boði forsætisráðherra Íslands og ráðuneytisstjóra hans. Þá grunaði mig strax að eitthvað væri til í sögu þýska flugstjórans um ævintýri hans á Íslandi. Þetta var haustið 1994. Nú, 19. mars 2009, voru liðin 68 ár síðan þýski flugstjórinn nauðlenti flugvél sinni undir Lönguhlíð á Reykjanesi rétt við gömlu göngubrautina yfir Grindarskörð. Það var lögreglustjórinn í Reykjavík 1941 sem lét fjarlægja vélina, allt er horfið.”
Hafa ber í huga að Langahlíð nær ekki að Grindarskörðum. Margir telja þó Kerlingarskarð milli Grindarskarða og Lönguhlíðarhorns vera Grindarskröð. Lengi vel var hins vegar brak úr flugvél í Lönguhlíðum við Kerlingargil, sem er skammt vestan við Lönguhlíðarhorn. 

Frásögn Árna
He 111Frásögn Árna í Mbl 11. júní 1994 bar fyrirsögnina Stríðsleyndarmál afhjúpað. “Það var á Þorláksmessu fyrir réttum 15 árum að fundi okkar bar saman. Hann lá ekki á minni deild, hann lá á krabbameinsdeildinni, var í geislameðferð. Það hafði verið mikið að gera, ég nýbyrjaður á augndeildinni, þýskan hjá mér ekkert sérlega góð, eiginlega hafði ég ekki áhuga á að ræða við hann, eða að vera með einhverja Íslandskynningu. En nú voru að koma jól og auk þess hafði hann enn á ný látið liggja fyrir mér skilaboð um að hann vildi ræða við mig. Ég gekk fram í anddyrið, hann stóð það í reykjarsvælunni með sígarettu í munnvikinu, vel til hafður, góðlegur eldri maður, eins og afi í myndabók. Hann sagði “þú ert Íslendingur, er það ekki”, jú sagði ég, “ég verð að tala við þig”. Ekki jók það nú áhuga minn, en áhersla hans á “verð” fannst mér þó dálítið óvenjuleg. Hvað vildi hann vita um Ísland svona rétt fyrir jólin? Skrýtið þetta “verð”, rétt svona flaug í gegnum hugann. Hann lagði höndina vingjarnlega á öxl mér og sagði “við skulum fara inn fyrir”. Honum var mikið niðri fyrir og hann sagði mér sögu:

Það eru liðin tæp 40 ár og þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál,” sagði hann og ég hugsaði, hann er eitthvað ruglaður. Augnabliki síðar varð ég ekkert nema eyru og skammaðist mín. Frásögn hans hefur oft leitað á mig, einnig var það ósk hans að ég segði frá þessum atburðum. Í raun var þetta hans hinsta ósk, við sáumst ekki meir, hann fór heim á aðfangadag og lést skömmu eftir áramót.

“Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert Íslendingur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af sögu Íslands. Ég kom til Íslands fyrir tæpum fjörutíu árum,” sagði hann. “Stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa að þetta sé allt í lagi.” Síðan dró hann djúpt andann og hélt áfram. “Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri í þýskri vél í könnunarflugi yfir Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflugvelli. Bretarnir voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til varnar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnabyssum í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauðlentum á hraunsléttu á hálendinu um 20 km austur eða suðaustur frá Reykjavík.”

JunkerHann lýsti þessu nákvæmlega og virðist þetta hafa verið á grágrýtissléttunni vestur eða suðvestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Ég verð að játa að langt er um liðið, síðan hann sagði mér þetta og ekki get ég lengur munað hvort hann minntist á flugvélartegundina, Henkel minnir mig, Junkers voru hér þó aðallega. Þá er ég ekki viss um ártalið, 1940 eða 1941, Reykjavíkurflugvöllur virtist að mestu kominn. Þetta var ansi ótrúlegt, en svo hélt hann áfram. “Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsambandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vestmannaeyjahöfn. Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengdum hana síðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nóttinni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusárbrú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega saman og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komumst á mót við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands.

He 111Ég var orðlaus. “Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu Íslands,” sagði hann. Honum hafði greinilega létt mikið. Síðari hluta stríðsins dvaldi hann svo í Norður-Noregi við Tromsö og þjónaði í flugdeildinni, sem varði Tirpitz, systurskip Bismarck, sagði hann mér.

“Heyrðu,” sagði hann að lokum, “svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað.” Sem hann og gerði: Juan Fernandez/Schiff 28.

DönitzÉg var uppveðraður af þessu og skrifaði strax heim, þeim manni, sem ég vissi fróðastan um þessi mál. Svarið var stutt og laggott, “þetta stenst ekki”. Reyndar tók hann dýpra í árinni en það. Mér mislíkaði svar þetta mjög og sárnaði fyrir hönd sögumanns míns.

Fáránlegt er að ætla að dauðvona maður láti sér detta í hug að segja einhverjum svona lygasögu. Það var og er óhugsandi í mínum huga. Eftir þessar undirtektir gat ég ekki fylgt þessu nánar eftir. Sögumaður minn var látinn og lítið að gera. Því miður láðist mér að taka niður nafn hans. Miðann með skipsnafninu setti ég inn í bók og hugðist fylgja þessu eftir þegar heim kæmi.

Fjórum árum síðar, stuttu eftir heimkomu úr námi, leitaði frásögnin á mig. Þrátt fyrir mikla leit var mér lífsins ómögulegt að finna miðann. Vegna þeirra undirtekta, sem ég áður hafði fengið, treysti ég mér ekki að birta frásögn sögumanns míns opinberlega án frekari sannanna.

Síðastliðið vor rakst ég svo loksins á nafnið, ég hafði skrifað það á öftustu síðu bókar einnar og hent miðanum, það var þannig engin furða að mér tókst aldrei að finna hann þrátt fyrir mikla leit.

GastergepoNú loksins get ég efnt loforðið, sem ég gaf gamla manninum á Þorláksmessu 1978. Loksins get ég komið þessu frá mér og get sjálfur andað léttar. Ég hef reynt að sannreyna þessa sögu, en ekki haft árangur sem erfiði. Hafnaskjöl Vestmannaeyja- hafnar 1940-­1941 eru annaðhvort týnd eða ekki aðgengileg. Hafnsögumaður í Vestmannaeyja- höfn frá þessum árum segir engin spænsk skip hafa legið þar í höfninni á þessum tíma. Hugsanlegt er að eitthvað komi út úr athugun, sem ég hef komið í gang á þýskum stríðsskjölum, ekki geri ég mér þó miklar vonir. Það er eins og þetta hafi gerst í gær. Fas gamla mannsins, einlæg og skilmerkileg frásögn hans, hve mjög honum létti við að deila þessu með einhverjum. Er þetta með eftirminnilegustu jólagöfum, sem ég hef fengið. Í raun er mér sama hver trúir og hver ekki, frásögnin er í mínum huga sönn.

Þetta er hetjusaga úr seinni heimsstyrjöld; málsstaður Þjóðverja, andstæðinga okkar, er aukaatriði. Flugstjóri þessi gerði það ómögulega, hann nauðlenti hér og kom áhöfn sinni úr landi, án Brakþess að nokkur yrði þess var, eða áttaði sig á því síðar. Sagan er svo lygileg að það tekur varla tali. Tvo til þrjá km suðvestur af Bláfjallaskálanum, rétt vestan við kantinn á Strompahrauni eru leifar flugvélar. Ekki veit ég hvort saga hennar er þekkt. Staðsetning þessi, eða önnur lík, fellur vel að frásögn gamla mannsins. Er það von mín að þið lesendur hafið af þessum línum mínum nokkra ánægju, nú þegar liðin er rétt rúmlega hálf öld frá því að atburðirnir áttu sér stað. Í mínum huga er þetta frásögn gamals manns af sérkennilegri heimsókn til Íslands á erfiðum tímum. Saga af hetjudáð.

Geti einhver ykkar lesenda staðfest sögu þessa þætti mér vænt um að sá hinn sami setti sig í samband við mig.”

Hafa ber í huga að brakið, sem Árni minnist á í jaðri Strompahrauns, er af “Bresku Gránu”.

Leyniförin
Guðbrandur heldur áfram. “Alexander Holle flugstjóri leggur af stað í Íslandsleiðangurinn um hádegið Brakhinn 19. mars 1941 á He 111 flugvél sem var sérútbúin í langflug með flugþol upp á 12 klst. Þeir fara frá Sola-flugvelli í Stavangri í Noregi sem Þjóðverjar höfðu þá lagað mikið síðan frá innrásinni. Það var búið að lengja flugbrautir og bæta alla aðstöðu. Flugvélin hefur verið yfirhlaðin í flugtaki með fjóra menn um borð og troðfull af bensíni. Það var ekkert smá peð sem Hitler hafði sent eða rekið út í þennan ævintýraleiðangur samkvæmt beiðni frá Karl Dönitz flotaforingja og yfirmanni kafbátadeildar, en yfirmaður hans, Raider flotaforingi, þvoði hendur sínar af aðgerðinni og afskiptum af herskipinu Bismarck. Sérfræðingur Adolfs Hitlers í þessum leiðangri var samkvæmt bestu heimild Íslandsvinurinn Wilhelm Canaris, flotaforingi og yfirmaður þýsku Abwehr-leyniþjónustunnar, sem var sá eini í leiðangrinum sem hafði komið áður til Íslands. Vinur hans var skrifstofustjóri hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, þegar þetta gerðist. Aðrir um borð voru loftskeytamaður og siglingafræðingur, en annar þeirra slasaðist í nauðlendingunni og varð ógöngufær. Þeir nauðlenda flugvélinni rétt eftir kl 4.15 í miklu roki sem þá brast á. Neyðarkallið sem þeir senda út um kvöldið náði ekki mikið lengra en að Hellu á Rangárvöllum eða rétt rúmlega það, þaðan berst það símleiðis yfir á sérstakan fulltrúa Þjóðverja á Íslandi sem var konsúll Svíþjóðar og frá honum til lögreglustjórans í Reykjavík. Það er síðan 23. mars sem eigendur skipafélagsins Ísafoldar hf., eigendur skipsins m/s Eddu, fá fyrirmæli um að fara úr Reykjavíkurhöfn með fulllestað skip, til Hafnarfjarðarhafnar og sækja þangað tvo Þjóðverja, fara út á ytrihöfn Reykjavíkur og bíða. Hinir tveir voru sóttir á bíl við Þrengslaafleggjarann og selfluttir til skrifstofustjórans á Hellu og voru þar gestir fram til 30. mars, er þeir voru fluttir yfir til Vestmannaeyja. Annar þeirra var Wilhelm Canaris. Þeir eru í Eyjum til 5. apríl er S/S Spica kemur og flytur þá til Reykjavíkur og þannig sameinaðist áhöfnin um borð í m/s Eddu. Eddan fer frá Reykjavík til Spánar 6. apríl og er þýska áhöfnin komin um borð í kafbátinn U-98 hinn 11. apríl. Alexander Holle flugstjóri lét skrá þetta ævintýri sitt sem nauðlendingu á sjó við Noreg, bjargað úr gúmmíbát um borð í þýskan kafbát, eftir skotárás frá þeim ensku hinn 19. apríl 1941. Einn slasaður.

Flóttinn
Canaris„Hálfsögð er saga þá einn segir frá,“ segir í gömlu íslensku máltæki og á það við um flóttasögu Þjóðverjans sem er á þessa leið: ,,Það eru liðin tæp 40 ár, þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál. Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert Íslendingur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af stríðssögu Íslands. Ég kom til Íslands fyrir tæpum 40 árum, stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa að þetta sé allt í lagi. Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri á þýskri flugvél í könnunarflugi yfir Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflugvelli. Bretar voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til varnar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnarbyssu í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauðlentum á hraunsléttu á hálendinu 20 km austur eða suð-austur frá Reykjavík. Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsambandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vestmannaeyjahöfn.
Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengdum hana Stríðsminjarsíðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nóttunni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusárbrú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega saman og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komum til móts við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands. Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu Íslands. Heyrðu, svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað: Juan Fernandez/Schiff 28.“ Í frásögn Árna kom einnig fram að flugstjórinn hafi verið í flugsveitinni sem varði orrustuskipið Tirpitz í Noregi en því skipi var sökkt haustið 1944. Mér þótti þessi flóttasaga frekar ótrúleg, hún gekk einfaldlega ekki upp. Ég fékk mikla skemmtan og fróðleik við það að hringja í alla bændur á svæðinu til að forvitnast um árabáta sem gátu verið til taks á svæðinu þarna um vorið 1941.

Gamla

Þarna voru ferjubátar, bátar til selveiða og stórir útróðrarbátar í Bakkafjöru og er einn þeirra á safninu hans Þórðar við Skóga. Ætli ég sé ekki eini maðurinn á Íslandi sem hefur tekist að æsa upp þennan rólyndismann, Þórð safnvörð í Skógasafninu, hann gafst alveg upp á mér og vísaði mér á bræður sem bjuggu á bænum Bakka við samnefnda fjöru. Þaðan fékk ég ævintýrasögur af hafnsögubátnum Létti frá Vestmannaeyjum sem kom þarna upp í fjöruborðið þegar færi gafst, setti út lítinn árabát sem sótti fólk upp á sand og flutti út í Létti og út til Eyja. Það var sama hvar ég spurði frétta, enginn bóndi á svæðinu kannaðist við að bát hafi verið stolið öll stríðsárin en bræðurnir á Bakka töldu ekki útilokað að þeir hafi verið fluttir út í Eyjar með hafnsögubátnum Létti. Fógetinn á Hvolsvelli kafaði djúpt í gömul skjöl embættisins en fann enga kæru um stolinn bát öll stríðsárin. Það var fyrst við rannsóknir á flóttaskipinu sem í ljós kom að Þjóðverjarnir fjórir höfðu skipt liði, tveir voru við Hafnarfjörð og þar flugstjórinn en tveir fóru austur að Hellu.

Flóttaskipin
VestmannaeyjarÞýska flóttaskipið í Vestmannaeyjahöfn, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi í frásögn þýska flugstjórans, varð nú að ráðgátu ef einhver sannleikskjarni var í frásögninni. Söfnunareðli landans kom nú að góðu gagni. Á Þjóðskjalasafni fann ég dagbækur tollgæslunnar í Vestmannaeyjum og síðan komst ég yfir vinnslu- og framleiðsluskýrslur á fiski með upplýsingum um til hvaða landa fiskurinn fór. Á þessum skýrslum voru upplýsingar um skip sem komu inn og út úr Vestmannaeyjahöfn, hvert þau fóru og hvaðan þau komu. Þau sem fóru til Evrópu fóru öll á England, síðan fóru skip til Ameríku en ekki frá Vestmannaeyjum heldur Reykjavík. Það var sigling m/s Eddu til Spánar í apríl 1941, frá Reykjavík með saltfisk og gotu, sem vakti furðu mína og undrun eins og ástandið var í mars og apríl 1941, en stuttu áður höfðu þýskir kafbátar sökkt þremur íslenskum fiskiskipum og Þjóðverjar lýst yfir hafnbanni á Ísland sem var yfirlýsing um árásir á öll íslensk skip. Lánið lék við mig er ég fann skipsdagbók m/s Eddu undir nafninu m/s Fjallfoss og síðan lögskráningarbók um áhöfn skipsins fyrir árið 1941. Með dagbók hafnsögumanna Reykjavíkurhafnar, fyrir sama tímabil, tókst að leysa gátuna.
Þetta var Tripizhreint ótrúlegt, Schiff 28 reyndist vera S/S Spica, norskt flutningaskip, þriggja mastra skúta með hjálparvél, systurskip S/S Arctic sem Fiskimálanefnd ríkisstjórnar Íslands átti. S/S Spica kemur til Vestmannaeyja og losar 55 tonn af áburði. Tekur Þjóðverjana tvo og flytur inn á Reykjavíkurhöfn, leggst þar utan á Edduna undir kolakrananum þar sem vitni mitt sér Þjóðverjana tvo fara úr Spica yfir í Edduna. Þar eru fyrir hinir tveir Þjóðverjarnir, en þeir höfðu komið um borð í Edduna í Hafnarfjarðarhöfn hálfum mánuði áður. Þær tvær vikur um borð í skipinu eru síðan ein ævintýraleg saga sem ekki verður sögð hér. ,,Juan Fernadez“ verður kallmerki fyrir m/s Eddu á siglingaleiðinni til Spánar eða þangað til kafbáturinn U-98 stöðvar Edduna og tekur um borð Þjóðverjana fjóra og flytur þá til Frakklands eftir 23 daga flótta í íslenskri lögsögu. Þegar Eddan kemur til Íslands úr þessari ferð er hún seld til Eimskipafélagsins og fær nafnið Fjallfoss.

Leitin að þýska flugstjóranum
Sögusviðið 1941Fyrstu vísbendingar um þýska flugstjóra og heimsóknir þeirra til Íslands á stríðsárunum fann ég hjá Landmælingum Íslands, en þar hafði safnast fyrir fróðleikur um þessar heimsóknir, aðallega myndir og lýsing á búnaði sem Þjóðverjar notuðu við loftmyndatökur. En þar var líka að finna mörg nöfn áhafnameðlima í þessum Íslandsleiðöngrum. Tveir hermannanna svöruðu bréfum mínum veturinn 1994 til 1995. Þá var veraldarvefurinn ekki kominn til sögunnar og allt gekk hægt fyrir sig. Þessi tvö sambönd reyndust sögunni dýrmæt því hér voru á ferðinni gamlir menn sem þjónuðu þýska flughernum út frá Noregi. Þeir voru í samtökum uppgjafahermanna í Þýskalandi sem hittust alltaf reglulega til að skála í bjór og gráta fallna félaga frá þessum árum. Þessum mönnum sendi ég nú frásögn Árna. Greinina fékk ég birta í málgagni þýskra uppgjafahermanna, „Kameraden“. Í frásögn Árna kemur fram að flugstjórinn þjónaði í flugdeildinni sem varði skipið Tirpitz úti í Noregi, en það sökk haustið 1944. Hafi frásögn þýska flugstjórans frá Íslandi verið ráðgáta þá voru ævintýri hans úti í Noregi ekki síður dularfull. Ég er búinn að liggja yfir skipulagi þýska flughersins árum saman til að finna flugsveitina sem hugsanlega gat hafa sent flugvél til Íslands í þennan leiðangur í mars 1941. Öll sambönd notuð, togað í alla strengi í Þýskalandi, en allt kom fyrir ekki.
Það auðveldaði ekki rannsóknina óvissan um Holleflugvélartegundina því flakið var horfið. Ég fékk sendar tjónaskýrslur yfir allar flugvélar sem saknað var árið 1941 en þar í var fyrirvari um að dagsetningar gætu verið rangar eða bókhaldið falsað, að gögn vantaði frá mörgum flugsveitum eða þeim eytt samkvæmt skipun að ofan. Íslandsvinirnir sem lent höfðu í ævintýrum við Ísland höfðu ekki setið auðum höndum í ellinni og ekki allir svarað kalli Foringjans um að eyða öllum gögnum um aðgerðir við óvininn á árunum 1938 til 1945. Einn þessara manna var Roman Gastager flugstjóri, sem á sinn hátt segir sögu könnunarflug- sveitarinnar sem flaug út á Atlantshaf frá Frakklandi. Flugsveit þessi var 1.(F)123, en F stendur fyrir þýska orðið Fernaufklarungsgruppe. Aðeins ein áhöfn lifði fram yfir árið 1945, eða fjórir menn. Werner Fehse flugstjóri segir sögu flugsveitarinnar 1.(F)124, sem var með bækistöð í Noregi frá 1940 til 1945. Þetta er greinargóð lýsing á skipulagi og aðgerðum flugsveitarinnar og hvernig þeir týndu tölunni frá ári til árs, áhöfn fyrir áhöfn, eða þangað til þær eru sameinaðar flugsveitinni 1. (F)120, en það er einmitt sú flugsveit sem er í reglulegu flugi til Íslands, en þó fyrst frá júní 1941. Þýska veðurstofan var með flugvélar í leiðöngrum til Íslands frá haustinu 1940. Þeir voru hér eins og gráir kettir en töpuðu aldrei flugvél á Íslandi svo vitað sé. Rudi Schmidt flugstjóri gefur út sögu flugsveitarinnar KG 26, sem einnig var með bækistöð í Noregi. Þetta var ekki könnunarflugsveit heldur árásarflugsveit sem notaði sprengjur og tundurskeyti. Yfirmaður þessarar flugsveitar hafði tvær He 111-flugvélar sem voru sérútbúnar til langflugs og það verður önnur þeirra sem nauðlendir á Íslandi í leynileiðangri fyrir Adolf Hitler og Carl Dönitz, yfirmann kafbátadeildar þýska flotans. Alexander Holle var þá flugstjóri en líka æðsti yfirmaður KG 26, sem hafði það hlutverk að finna skipalestir á leið frá Íslandi til Murmansk í Rússlandi og granda þeim. Þegar Holle segist vera að verja herskipið Tirptiz
 síðar í stríðinu þá hafði hann heldur betur hækkað í tign og var þá orðinn Oberst Holle, einn æðsti yfirmaður þýska flughersins í Noregi. Hann var fæddur í Bielefeld í Þýskalandi 27.2. 1898 en lést í München 16.7. 1978, áttræður að aldri.

Eftirmáli
He 111Við rannsókn þessa ótrúlega máls kom margt undarlegt upp sem freistandi er að skoða nánar. Þannig fékk ég vísbendingu um að skrifstofustjórinn á Hellu hefði verið myrtur ásamt tveimur nafngreindum Íslendingum úti í Þýskalandi eftir 1956, í kjölfar þess að háttsettum þýskum foringjum Hitlers var sleppt úr fangabúðum. Þetta var einhvers konar hefndaraðgerð háttsettra nasista. Það verða síðan tollverðir í Vestmannaeyjum sem fletta ofan af Arctic-málinu. Skip Fiskimálanefndar læðist út úr höfninni í Vestmannaeyjum í skjóli myrkurs fyrstu vikuna í desember 1941, án þess að Bretar skoði farm og farmskjöl. Ég bar þetta undir loftskeytamanninn á S/S Arctic í þessari ferð sem þá sagði að „þeir hefðu verið sendir með matvæli til Vigo, stærstu bækistöðvar þýskra kafbáta á Spáni“.

Hellan

Mínar heimildir herma að það hafi ekki bara verið áhöfnin á S/S Arctic sem var handtekin við komuna til Íslands í febrúar 1942, heldur einnig símamálastjórinn, lögreglustjórinn, stjórn og forstjóri Fiskimálanefndar og það hafi verið Kunigund,[kann að vera ranglega stafsett] ameríski sendifulltrúinn, sem fletti ofan af liðinu í nafni OSS, leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna. Þetta var fyrsti og einn stærsti sigur á nasistum í Evrópu. Það verður síðan ameríska herverndarliðið á Íslandi sem hrekur Hermann Jónasson þáverandi forsætisráðherra frá völdum um vorið 1942 þegar málið upplýstist. Besta dulmálið í ævisögu er að finna í svari við spurningu söguritara Agnars K. Hansen, sem þá var flugmálastjóri Íslands en áður lögreglustjórinn í Reykjavík. Söguritarinn spyr Agnar ,,hvort hann ætli að segja sögu lögreglustjórans á stríðsárunum“. Agnar svarar: „Ef sú saga verður sögð verður hún á við bestu James Bond-söguna,“ en eins og allir vita var James Bond leyniþjónustumaður. Ég bíð nú eftir því að gögn um OSS, (Overseas secret service) leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna, verði opnuð á amerískum skjalasöfnum. Þá kemur í ljós hvort Agnar lögreglustjóri var einfaldur eða tvöfaldur leyniþjónustumaður (agent or double agent) sem slapp undan hefndaraðgerðum þýskra nasista eftir 1956.”

Brak

Agnar var lögreglustjóri í Reykjavík frá 1940 til 1947, síðan flugvallastjóri ríkisins 1947 til 1951. Hann var ráðinn flugmálastjóri 1951 og gegndi því embætti til dauðadags 23. desember 1982.
Þýsk flugvél, sambærileg Heinkel 111, fórst í Svínadal í Esju eftir skotárás árið 1942.
Við skoðun á Gráhrauninu kom í ljós að grámosinn (hraungambrinn) er horfinn þar á stóru hringlaga svæði, ca. 30 m í ummál. Líklega hefur mosinn brunnið fyrir ca. 30-40 árum. Ekki er ósennilegt að eldingu hafi lostið þarna niður og eldur kviknað í mosanum. Eftir stutta stund hafi síðan gengið rigning inn á svæðið og slökkt eldinn. Ef það hefði ekki orðið hefði mosahraunið að öllum líkindum allt brunnið á stóru svæði. Engin ummmerki voru eftir utanaðkomandi hluti, s.s. flugvélahluti.

SvæðiðAðspurður nánar um slysstaðinn svaraði höfundur greinarinnar eftirfarandi: Brak úr vélinni fannst undir Lönguhlíð inn við Grindarskörð en brakið sjálft var fjarlægt af málmsöfnurum, tveir bræður frá Hafnarfirði sumarið 1941, vængir, hjólastell, mótórar og stél. Ég tel mig hafa verið á, í, við ætlaðan nauðlendingarstað skv. lýsingu sjónarvotts af vegsummerkjum en mikið álbrak var á svæðinu haustið 1941. Svæðið er austast í Lönguhlíðinni þar sem skemmst er á milli vegarins og skriðu sem þar rennur fram úr hlíðinni. Ég er hér að tala um Bláfjallaafleggjaran frá Hafnarfirði og upp í Bláfjöll. Brakið sést að hluta á loftmynd frá 1942.”

Ljóst er að að skoða þarf nánar svæðið “undir Lönguhlíðum inn við Grindarskörð” með hliðsjón af því hvort þar kunni að leynast álpjötlur, skinnur, rær og/eða leiðslur úr flugvélinni. Hafa ber þó í huga að flugvél, sem var að flytja varahluti, fórst þarna á svæðinu á 5. áratug síðustu aldar. Brak úr henni sást lengi vel.

Huldur

Brak í Sveifluhálsi.

Sagnir um að flugvélahlutar eftir flugslys hafi síðar verið dregnir til Hafnarfjarðar eru nokkrar, t.d. flak Canson-vélar, sem fórst efst í Sveifluhálsi utan við Huldur. Brak úr henni fannst mörgum árum síðar í Hrútagjárdyngju. Það gæti hafa hent flugvélina undir Lönguhlíðum því brak er að finna í hrauninu norðvestan við meintan nauðlendingarstað. Á því braki má lesa stafina .032 ANRA. Skv. upplýsingum þess manns, sem best þekkir til flugslysasögunnar fyrrum, Eggerts Norðdahls, mun “.032” vera þykktin á álinu, en ANRA gæfi til kynna að þarna gætu verið leifar breskrar Douglas flugvélar, sem fórst á hraununum suð-austan við Helgafell (átta mílur suð-suð-austur af Hafnarfirði 7. mars 1944. Flakið fannst fyrst 11. júní 1944). Á hlutum, sem þar fundust áður var einmitt áletrunin .032 AN eða .032 ANRA stimplað á plöturnar að innanverðu. “Hugsanlegt er að ANRA standi fyrir Army Navy Rolled Aluminium eða eitthvað álíka. Á öðrum hlutanum er merki Breska flughersins svo enginn vafi er á hvers þjóðar hún var“.
Sjá einnig meira um Flugvélaflök á Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 3. klst og 3 mín.

Heimild:
-Lesbók mbl 28. mars 2009 – Guðbrandur Jónsson – gudbrandur@drangey.is
-Byggt á frásögn Árna B. Stefánssonar í mbl. 11. júní 1994.
-Eggert Norðdahl.

Lönguhlíð

Brak við Kerlingagil.

 

Efrafjall

Þann 22. október 1944, u.þ.b. kl. 15:00, flaug fyrsti lútenant John J. Custy, meðlimur 33ju orrustusveitar ameríska flughersins, C-64 flugvél sinni, í Efrafjall ofan við Ölfus. Hann, ásamt fjórum farþegum, liðþjálfanum Robert R. Richt, korperálnum Anthony P. Colombo, óbreyttum Leonard T. Damerval og óbreyttum Floyd C. Van Orden, lést er kviknaði í flugvélinni við brotlendinguna. Brak úr henni dreifðist um stórt svæði.
Þremur árum fyrr, eða sunnudaginn 7. desember 1941, fórst önnur herflugvél, af Hudson-gerð/G, þarna í fjallinu, ekki langt frá. Fjórir menn í áhöfninni létust allir. Flugstjórinn hét Eric Stewart, 22 ára Nýsjálendingur.
Ætlunin var að skoða brakið úr vélunum, sem er þarna enn um 65 árum síðar, en líta fyrst á á Hraunssel við Selstíginn undir Lönguhlíðum og athuga hvort tóftir kunni að leynast undir Selbrekkum í austanverðu Efrafjalli.
Gengið var til austurs yfir Eldborgarhraun ofan við Frambrúnir í Þrengslunum og yfir á Selstíginn undir Lönguhlíð. Þar kúrir Hraunsselið. Auðvelt er að fylgja gróinni kindaslóð í gegnum mosahraunið, svo til beint að selinu.
Eftir að hafa skoðað tóftirnar var gengið upp á Litlaberg ofan við Kerlingaberg og inn á Selbrekkur undir Efrafjalli. Ofar eru Vatnsbrekkur og enn ofar Suðurhálsar. Neðar er Neðrafjall ofan við Hjalla.
Altalað var í Ölfusi að búkonurnar á Hrauni hafi fengið nægan efnivið til sauma eftir slysið því fallhlífarnar, sem voru úr silki, fundust skammt frá slysstaðnum og voru notaðar í flest það sem þurfa þótti til sauma næstu daga á eftir, hvort sem um var að ræða klæðnað eða gluggatjöld.
Í bókinni “Styrjaldarárin á Suðurlandi”, II. útgáfa, bls. 16-217, eftir Guðmund Kristinsson segir m.a. frá síðarnefnda flugslysinu. Í frásögninni kemur fram að slysið hafi borið upp á sama dag og árás Japana á Pearl Harbour, þann 7. desember 1941. Þrátt fyrir að þetta væri á sunnudegi var búist við því að þessu myndi fylgja óvænt árás þýska hersins einhvers staðar í Evrópu. Að því tilefni var 8 Hudson flugvélar, sem staðsettar voru á Kaldaðarnesflugvelli, sendar á loft um hádegisbil og var hlutverk þeirra að skima eftir eftir óvinaflugvélum, kafbátum eða skipum nálægt suðurströndinni. Þegar líða tók á daginn fór veður versnandi. Flugstjórar vélanna ákváðu því að snúa til baka fyrr en ákveðið hafði verið. Síðastur á loft hafði verið Eric Stewart á Hudson/G, með einkennisstafina T-9416, ásamt þremur öðrum áhafnameðlimum. Samkvæmt áætlun átti vélin að lenda kl. 15:45. Á þeim tíma sást hún fljúga tvo hringi yfir vellinum fyrir lendingu, en mjög lágskýjað var orðið þegar það varð.

Hraunssel

Hraunssel Ölfusi.

Tómas Jónsson frá Þóroddsstöðum, þá 8 ára, var að sækja hesta út í mýri á þessum tíma, handan Ölfusár. Komið var myrkur. Kl. 16:45 sá hann ógurlegan eldblossa í fjöllunum fyrir ofan Hjall. Hann hafði skömmu áður séð vél koma fljúgandi með blikkandi ljós og stefna beint á fjallið. Bjarminn var eldrauður og u.þ.b. 15 mínútum síðar sá hann annan blossa, hvítan er lýsti sem dagur væri. Fyrr bjarminn gæti hafa stafað af því er kviknaði í flugvélinni er hún snerti jörðina, en síðari blossinn gæti hafa verið kafbátasprengjur að springa, sem höfðu verið um borð í vélinni. Bjarmar þessir sáust vel frá Hveragerði því næstum albjart varð þar þessa örskömmu stund.
Gerður var út 12 manna leitaflokkur frá Hjalla undir leiðsögn þeirra Sigurðar Steindórssonar og Engelberts Hannesson frá Bakka. Flakið af flugvélinni fannst á Efrafjalli ofan við Hjalla síðar um kvöldið. Aðkoman var hroðaleg. Ljóst var af ummerkjum að dæma að vængur hafði rekist í jörðina, vélin steypst í fjallið og síðan allt sprungið í tætlur. Fallhlífar fundust, sem fyrr sagði, skammt frá slyssstað og úr þeim voru saumaðar margar flíkur, allar úr skínandi silki. Og það þóttu nú ekki dónalegur fatnaður til sveita í þá daga.
Öðrum Hudson vélum á Kaldaðarnesflugvelli var síðan flogið til Reykjavíkur og þær gerðar út þaðan. Sem fyrr sagði fórust fjórir með vélinni.
Gengið var frá Raufarhólshelli í Þrengslunum og austur yfir gamburmosahraun, afurð Eldborgar norðaustur undir Litlameitli, með sínum grónu lyngbollum. Gangan tekur innan við 10 mínútur. Hægt er að ganga eftir gamalli götu er liggur upp úr Lyngbrekkum frá Breiðabólstað, um Rauðhól, síðan eftir gróinni kindaslóð yfir hraunið og áfram inn á Selstíginn skammt norðar. Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið þar sem það kúrir undir lágum hraunkantinum, greinilega miðlungs gamalt. Þetta eru fimm tóttir; baðstofa, búr og eldhús, auk tvískipts stekks. Á bak við tóttirnar er lítið fjárskjól í skúta. Selstígurinn (Skógstígurinn) liggur upp og niður milli hraunkantsins og hlíðarinnar. Bæði ofan og neðan við selið að norðanverðu eru grasi grónar Lönguhlíðarnar.
Eitt af sérkennum seljanna á Reykjanesskaganum er hversu fá þeirra uxu og urðu að kotum til tímabundinnar eða varanlegrar búsetu. Einungis Straumssel, af þeim 165 seljum, sem enn hafa verið skoðuð á svæðinu (landnámi Ingólfs) mun hafa vaxið til heilsársbúsetu, en þó einungis í skamman tíma. Þessu er t.a.m. öfugt farið á öndverðu landinu, Melrakkasléttu. Þar virðist einungis Bakkaselið hafa varðveist í upprunalegri selsmynd, en önnur sel orðið að kotum til heilsársbúsetu. Fróðlegt væri að bera þessi landssvæði saman, því á báðum má finna margar selsminjar og aðstæður eru ekki svo frábrugnar til sauðfjárbeitar og fjarnýtingar frá bæjunum með ströndinni. Sel á Norðurlandi og Vestfjörðum (og jafnvel víðar) virðast hafa verið annarskonar, þ.e. nokkurs konar afrit af bæjunum þangað sem búsmalinn flutti yfir sumartímann.
Gengið var yfir vestanvert Litlaberg og áfram inn á Efrafjall austarn Kerlingabergs. Gott útsýni er þarna yfir fjalllendið sem og niður á Neðrafjall, sem nú hefur víða orðið gróðureyðingunni að bráð. Bændur þar neðra hafa þó reynt að stemma stigu við eyðingunni með víðtækri trjáplöntugróður-setningu.
Þegar horft var yfir fjallshlíðina var erfitt að reyna að gera sér í hugarlund hvar brakið af Hudson/G vélinni gæti verið. Kaldalaðanesflugvallarstæðið sést í austri, handan Ölfusár. Flugvélin hefur væntanlega verið í aðflugsbeygju að vellinum. Stefnan var tekin á brekkuna þar sem hún rís hæst á móti suðvestri, líklegasta slysstaðinn. Eftir u.þ.b. klukkustundar göngu var lagst niður í móann og hann skimaður. Stöng stóð upp úr í norðri. Haldið var þangað. Þar reyndist verða slysstaðurinn með öllu því braki er slíku fylgir.
Heillegt dekk merkt Goodyear, tveir hreyflar, blágrænn litur á áli, leiðslur, hjólaspyrna og hluti mælaborðs, auk annars er fylgir sundurtættu flugvélaflaki var þarna. Ógróið svæði var þar sem flugvélin hafði komið niður og væntanlega brunnið skv. lýsingunni, en smábrak allt um kring. Vel mátti ímynda sér hvernig slysið hafði orðið. Ekki var þó að sjá leifar eftir eld eða sprengingar á vettvangi. Teknar voru myndir af númerum einstakra hluta og sendar sérfræðingi. Mun álit hans væntanlega berast innan skamms.
Ef finna ætti brakið af C-64 flugvélinni í heiðinni myndi það væntanlega verða meiriháttar tilviljun. Samkvæmt lýsingum á það að vera u.þ.b. 2 km sunnan Núpafjalls. Það gæti verið í suðausturhlíðum Skálafells. Ef einhver fróður eða upplýstur maður getur gefið upplýsingar hvar brakið er að finna væru þær upplýsingar vel þegnar.
Þá var gengið upp í Hjallasel og áfram norðaustur upp og yfir Efrafjall. Bóndinn á Hrauni hafði áður sagt að sjá mætti tóftir suðvestan við Hjallaselið, en þar eru víða grónir blettir. Við leit var ekki að sjá ummerki eftir mannvistarleifar, enda geta þær varla verið miklar því vatnsskortur hlýtur að hafa háð viðverandi dvöl manna og skepna í heiðinni.
Á göngunni til vesturs voru þveraðar a.m.k. þrjár veglegar götur, þ.á.m. Sólarlagstígurinn neðan frá Hjalla.
Frábært veður. Lygna og angan af vorgróanda. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimildir m.a.:
-Styrjaldarárin á Suðurlandi, II. útgáfa, bls. 16-217, eftir Guðmund Kristinsson.
-Sævar Jóhannesson.

Efrafjall

Brak á Efrafjalli.

Langhóll

Gengið var frá Móklettum vestan Lyngfells við Ísólfsskála. Ætlunin var að skoða leifar flugvéla er fórust í norðanverðu og austanverðu Fagradalsfjalli árið 1941. Í þessum slysum létust 14 menn, en 11 lifðu annað óhappið af. Fyrra slysið varð 24. apríl, en hið síðara 2. nóvember.

Langhóll

Brak við Langhól.

Stefnan var tekin norður yfir Efra-Borgarhraun með mörkum Beinavarðahrauns með neflínu á Einbúa. Selskálin er þar innar, í fyrrum gróinni kvos undir suðurhlíðum Fagradalsfjalls. Ofan við hana er Görnin. Hún var rakin áleiðis upp á fjallið. Görnin skiptist í þrennt er upp í hana er komið. Vestan í henni er Kastið þar sem enn eitt flugvélaflakið er, B-24 Liberator. Flugvélin fórst 4. maí 1943 og með henni 14 menn. Einn lifði slysið af. Um borð í þessari flugvél var m.a. Andrews, yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Evrópu.
Þegar upp í Görnina var komið var austanverð hlíð þrædd upp á hvirfil Fagradalsfjalls og honum síðan fylgt inn að Langhól. Af hólnum er hvað víðsýnast á Reykjanesskaganum.

Hluti hreyfils á Langhól

Flugvélaflakið utan í Langhól er norðaustan í honum, ofarlega. Það var aðfararnótt 24. apríl 1941 að Sunderland flugbáti var flogið í fjallshlíðina. Þrír menn af 14 manna áhöfn létust í kjölfar slyssins.
Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. sagt frá þessu flugslysi í Fagradalsfjalli.
“Aðfaranótt fimmtudagsins 24. apríl klukkan 05:45 rakst breski Short Sunderland Mk.I flugbáturinn N9023 “KG-G” úr 204 flugsveit RAF á austurhlið Fagradalsfjalls [í svonefndum Langhól] í Reykjanesfjallgarði í þoku og dimmviðri. Flugbáturinn hafði bækistöð á Skerjafirði og var að koma úr herflugi undir stjórn flugstjórans F/Lt Huges. Áður hafði áhöfn hans reynt að ná stefnumiðun á Reykjavík en ekki Vettvangurtekist. Flugmaður flugbátsins sá fjallshlíðina á síðustu stundu og náði að lyfta nefi hans þannig að hann rakst ekki beint inn í hlíðina. Þegar hann rakst á fjallið var hann í flugstefnu frá Reykjavík. Flugvélin brotnaði mikið og í henni kviknaði. Einn úr áhöfninni, P/O. J. Dewar aðstoðarflugmaður, kastaðist í gegnum þakið á flugstjórnarklefanum. Þrátt fyrir sprengingar í skotfærum og vitneskju um djúpsprengjur í flakinu fór hann félögum sínum til hjálpar en þrír þeirra voru mikið slasaðir. Einn þeirra var yfirmaður hans. Bjó hann um sár þeirra og gekk síðan 20 km yfir illfært hraun heim að Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann gat hringt til Reykjavíkur eftir aðstoð. Samkvæmt heimildum lést einn í slysinu og tveir úr brunasárum á sjúkrahúsi en aðrir tíu slösuðust meira og minna.”
Hlíðin í Langahrygg þar sem vélin fórstLjósmynd, sem tekin var af slysstaðnum á sínum tíma sýnir mikið brak. Í dag má sjá leifar af mótir, auk ýmissa smáhluta. Eitthvað mun hafa verið hirt skömmu eftir slysið, en síðan eru liðin rúmlega 60 ár. Á þeim tíma hefur veður og menn séð um að fjarlægja drjúgan skerf. Brak liggur niður með hlíðinni og lækur, sem rennur úr gili austan við slysstaðinn, hefur dreift léttustu hlutunum vestur með norðurhlíð fjallsins, allt niður að Dalsseli, sem er þar norðvestan í því.

Áhöfnin
Afdrif áhafnarmeðlima er ekki fullu kunn.
Það sem vitað er að 13 menn voru um borð, einn lést í slysinu, tveir létust síðar af sárum sínum. 10 komust lífs af mikið slasaðir.

Pilot/Sq. Leader E.J. Prescott
Pilot/Officer J. Dewer
Flight/Sergeant Anthony Cusworth, Radio operator
F/Lt Huges (unconfirmed)
Sgt. H.W. Taylor (unconfirmed) †

Flugvélin
Short Sunderland Mk I
Registration ID: KG G
Serial no: N9023
RAF No. 204 Squadron

Þá var gengið suður með hlíðinni og stefnan tekin á Stóra-Hrút með Geldingardal og Meradali til beggja handa.
Friðþór Eydal sagði að með flugvélinni, sem fór í Langahrygg, hafi verið 11 menn og allir látist. Einn þeirra var liðsforingi í landhernum sem var með sem farþegi. Flugvélin var tveggja hreyfla flugbátur Bandaríkjaflota af gerðinni PBM-1 Mariner (flugsveit: VP-74) og var að koma aftur til Skerjafjarðar eftir fylgd með skipalest SV af landinu. Vélin flaug á fjallið í dimmviðri þann 02. nóvember 1941.
Matthías Johannessen segir skemmtilega frá samtölum sínum við Magnús Hafliðason á Hrauni í bók sinni “Samtöl I” er þeir gengu saman á öll þrjú flökin í Fagradalsfjalli. Magnús kom með fyrstu mönnum á slysstaðinn í Hreyfill í LangahryggLangahrygg. Lík þeirra, sem fórust með flugvélinni, voru flutt heim til Bandaríkjanna eins og venjan var haustið 1941 áður en Bandaríkin voru komin opinberlega í styrjöldina. Ekki var farið að jarðsetja Ameríkana í Fossvogskirkjugarði fyrr en í janúar 1942.
Talsvert brak er úr vélinni utan í hryggnum og niður með hlíðinni. Hreyfill liggur við rætur hennar, í gili, sem þar er.
Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. sagt frá slysinu:
“Sunnudaginn 2. nóvember fórst stór tveggja hreyfla bandarískur flotaflugbátur á Langahrygg norðaustan Grindavíkur. Hann var Martin PBM-I Mariner og hafði auðkennið “74-P-8” hjá VP-74 flugsveitinni í Reykjavík. Hann var sendur ásamt tveimur öðrum Mariner flugbátum frá Skerjafirði klukkan 03:30 um nóttina til að finna skipalestina ON.30 sem í voru 41 skip. Skipalestin hafði tafðist í slæmu veðri og lélegu skyggni á Í Langahryggvesturleið. Þetta verndarflug var líka til að fylgja 7 flutningaskipum og 5 bandarískum tundurspillum frá Íslandi til móts við hin skipin. Flugbátarnir töfðust á leiðinni vegna veðurs og komu fyrst að minni skipalestinni (08:15). Komu áhafnirnar auga á stóru skipalestina löngu síðar (09:45) og vernduðu skipalestirnar að mætingarstað.
Þar tóku bandarísku tundurspillarnir frá Íslandi við fylgd skipalestarinnar frá Bretum. Vegna versnandi veðurs urðu flugbátarnir að hætta verndarfluginu og snúa heim kl. 11:00. Á heimleiðinni versnaði veðrið enn til mikilla muna. Til aðstoðar flugbátunum á heimleið voru því hafnar útsendingar radíómerkja frá bandaríska herskipinu USS George E. Badger við Reykjavík… Fljótlega eftir að flugbátarnir yfirgáfu skipalestina flugu þeir allir blindflug vegna þoku og lágskýja hver í sínu lagi. Mariner flugbátarnir “74-P-3” og “74-P-9” lentu á Skerjafirði klukkan 14:35. Ekkert heyrðist til þess þriðja eftir kl. 14:10. Öllum sveitum á svæðum nálægt Reykjavík og á Suðurnesjum var tilkynnt um að flugbáts væri saknað en Vettvangurlágskýjað og leiðinlegt veður kom í vegf yrir leit úr lofti. Herflokkar leituðu í landi aðfaranótt 3. nóvember og um morguninn fann flugmaður bandarískrar Curtiss P-40C Warhawk orrustuvélar flak flugbátsins utan í fjallshrygg nálægt Grindavík. Allir 11 mennirnir, sem verið höfðu um borð, höfðu farist þegar flugbáturinn sprakk og brann við að rekast á fjallið. Bráðið álið hafði runnið niður brekkurnar og var eftir á að líta eins og snjó hefði fest í hlíðina að sögn manna sem komu á slysstaðinn. Flugstjóri flugbátsins var Ensign G.N. Thornquist og var Ensign G. Bialek flugmaður. Einni farþegi var um borð. Það var 2/Lt. William P. Robinson úr bandaríska landhernum. Þetta var mesta flugslys sem orðið hafði á Íslandi fram til þess tíma.”
Talsvert smábrak er enn í hlíðinni og annar hreyfillinn þar niður af, sem fyrr sagði. Í læk, sem rennur þar um gil, liggur talsvert af braki, s.s. vélarhlutar.
Haldið var áfram suður með Langahrygg og vestanverðum Einihlíðum niður í Stóra-Leirdal og yfir í Drykkjarsteinsdal. Skömmu áður hafi svartstjörnóttur gemlingur, vel haldinn, mætt ferðalöngunum austan undir hálsinum er skilur af Stóra-Leirdal og Nátthaga. Hann var alls ekki á því að blanda sér í hópinn.
Gemlingur í febrúar í Geldingadal.Drykkjarsteinninn var skoðaður, sem og fjárborgin í Neðra-Borgarhrauni, en borgin sú er talinn hafa verið hlaðin af Viðeyjarmönnum og nýtt þaðan.
Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála sagðist hafa verið staddur ásamt Ísólfi við Veiðibjöllunef milli Skála og Selatanga þegar flugvélin lenti í Langahrygg. Þeir hafi þá þegar haldið þangað upp eftir og séð hvers kyns var – líkamshlutar dreifðir um allt. Þar sem enginn virtist á lífi héldu þeir til Grindavíkur þar sem Tómas Tómasson, sá eini er kunni eitthvað í tungumálum, tilkynnti um slysið. Hermenn komu á beltatækjum og þeir fóru með þeim í dósunum svo til beint að augum upp að Langahrygg. Hann myndi eftir því að einn hermannanna ætlaði að taka einn vindlingapakka af einu líkanna, en dauðbrá við það sama þegar hann sá að hann stóð einungis við hluta þess.
Jón sagðist einnig muna eftir flakinu í Langhól. Hann gekk þangað oft til rjúpna fyrrum. Flakið var hálfbrunnið. Skottið og skyttuturninn voru lengi vel í hlíðinni og skall og small jafnan í skyttustólnum þegar vindurinn næddi um flakið.

Frábært veður. Gengnir voru 17 km á 5 klst. og 5 mín.

Áhöfnin

Allir um borð létust í slysinu.
Ens. G.N. Thornquist capt. †
Ens. C. Bialek, pilot †
2/Lt. William P. Robinson, pass (US Army 10th Infantry) †
Aviation Machinist´s Mate 1st Class, Vern H. Anderson †
Aviation Machinist´s Mate 1st Class, Walter V. Garrison †
Radioman 1st Class, Oran G. Knehr †
Seaman 2nd Class, M. Ground †
Seaman 2nd Class, E.L. Cooper †
Aviation Machinist´s Mate 1st Class (Naval Pilot), Coy M. Weems †
Radioman 2nd Class, Joseph S. Wanek †
Aviation Machinist´s Mate 3rd Class, Andrew R. Brazille †
Aviation Ordnanceman 3rd Class, W. Gordon Payne †

Flugvélin
Glenn L. Martin Company, PBM-3D Mariner
Registration ID: 74-P-8
Bu.No: 1248,
US Navy, Squadron VP-74
Flugsveitin notaði PBM-3D Mariner vélar á Íslandi frá 9. ágúst 1941 til 19. janúar 1942.

Sjá einnig flugslysið í Kastinu í Fagradalsfjalli HÉR.

Heimild:
-Flugsaga Íslands – í stríði og friði – Eggert Norðdahl, bls. 153.
-Flugsaga Íslands – í stríði og friði – Eggert Norðdahl, bls. 146.
-Matthías Johannessen – Samtöl I – 1977.
-Magnús Hafliðason – Hrauni.
-Friðþór Eydal.

Langihryggur