Færslur

Kastið

Jeppa- og ferðalagaskóli Artic Trucks stefndi að Fagradalsfjalli. Ferðin var framhald kynningar FERLIRs á flugvélaflökum á Reykjanesskaganum í skólanum s.l. vetur.
Kastið - slysið var þar sem fólkið er efst á myndinniLagt var af stað á sérútbúnum jeppum. Þátttakendur voru þeir sem tóku þátt í umræddri kynningu, auk þess sem áhugasömum FERLIRsþátttakendum (húfuhöfum) var að sjálfsögðu boðið að slást með í för. Farið var að Kastinu þar sem skoðaðar voru leifar af flugvél þeirri er Andrews yfirhershöfðingi Bandaríkjahers í Evrópu fórst með 4. maí 1943. Þá voru skoðaðar leifar flaks í Langhól frá því 24. apríl 1941 og loks flugvélaflak í Langahrygg frá 2. nóv. 1941. Í þessum flugslysum fórust 28 menn, en 11 komust lífs af.
Eins og oft vill vera með nýja vegi þá gleymast þarfir annarra en ökumanna, sem um veginn eiga að fara. Aldrei er gert ráð fyrir útskotum svo fólk gefi stöðvað og lagt bílum sínum, t.d. ef það langar til að skoða nálæga áhugaverða staði. Þá er sjaldan gert ráð fyrir að fólk þurfi að aka spölkorn út fyrir veginn, s.s. inn á gamla slóða. Þannig er málum háttað við nýja Suðurstrandarveginn austan Grindavíkur.

Fagradalsfjall

Ferðalangar á leið umhverfis Fagradalsfjall.

Ekið var eftir slóða yfir Borgarhraun með stefnu á Einbúa, beygt með Kastinu og stöðvað í Fremstadal, en úr honum var þægilegast að ganga upp að fyrsta flakinu.
Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar 4. maí árið 1943, kl. 16:20. Flugvélin var að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl ofan við Keflavík. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Bráðið ál á slysstað
Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Hlutar flugvélarinnar eru á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Flugvélin skall á hlíðinni ca. 1/5 neðan við efstu brún. Þar má sjá leifar, s.s. bráðið ál utan um grjótmola, en hlíðin öll er skriða með litlum steinhnullungum. Þarna neðan við og til hliðanna má sjá ýmsa vélarhluta.
Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Eftirminnilegar ljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.

Hernám


George Eisel skytta komst einn af þegar sprengjuflugvél Franks M. Andrews yfirhershöfðingja
Bandaríkjahers í Bretlandi með 15 manns innanborðs fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi í maí 1943.
Hér ræða íslenskir blaðamenn við hann á Helgafellsspítala, þeir eru frá vinstri Ívar Guðmundsson
frá Morgunblaðinu, Hersteinn Pálsson rithöfundur og þýðandi frá Vísi og Jón Þórarinsson tónskáld
frá Ríkisútvarpinu.

Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.
Flugvélin hafði verið að koma frá Bretlandi. Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Flugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs. Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.
Í KastinuÍ febrúar þetta ár hafði Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., “Hap” Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.
Árið 2001 var haldin minningarathöfn þarna á staðnum. Til stendur að setja þar upp minnismerki um atburðinn.
Í Fremstadal er nokkurt brak, sem vindur og vatn hafa hrakið ofan af Kastinu.
Þá var haldið áfram inn Miðdal, framhjá Sandhól-Innri, eftir Innstadal og yfir Nauthóla og inn Fagradal þar sem staðnæmst var um stund í Dalsseli áður en haldið var á brattann norðvestan og milli Fagradalsfjalls og Fagradals-Vatnsfells. Þar er slóðinn hvað óljósastur enda þvær vorvatnið þar klappirnar berar.
Leifar djúpsprengju við LanghólNæsti áfangastaður var norðaustan í Langhól. Leifar af flugvélinni eru af breskum Sunderland flugbát. Svolítið er enn á vettvangi slyssins um 1/5 neðan við efstu brún hlíðarinnar, sem hún skall á, en meira er í gili skammt austar og neðar. Þar eru leifar af djúpsprengum, auk ýmissa hluta úr vélinni.
Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. sagt frá slysinu, bls. 153:
“Aðfaranótt fimmtudagsins 24. apríl klukkan 05:45 rakst breski Short Sunderland Mk.I flugbáturinn N9023 “KG-G” úr 204 flugsveit RAF á austurhlið Fagradalsfjalls [í svonefndum Langhól] í Reykjanesfjallgarði í þoku og dimmviðri. Flugbáturinn hafði bækistöð á Skerjafirði og var að koma úr herflugi undir stjórn flugstjórans F/Lt Huges. Áður hafði áhöfn hans reynt að ná stefnumiðun á Reykjavík en ekki tekist. Flugmaður flugbátsins sá fjallshlíðina á síðustu stundur og náði að lyfta nefi hans þannig að hann rakst ekki beint inn í hlíðina. Þegar hann rakst á fjallið var hann í flugstefnu frá Reykjavík. Flugvélin brotnaði mikið og í henni kviknaði. Einn úr áhöfninni, P/O. J. Dewar aðstoðarflugmaður, kastaðist í gegnum þakið á flugstjórnarklefanum. Þrátt fyrir sprengingar í skotfærum og vitneskju um djúpsprengjur í flakinu fór hann félögum sínum til hjálpar en þrír þeirra voru mikið slasaðir. Einn þeirra var yfirmaður hans. Bjó hann um sár þeirra og gekk síðan 20 km yfir illfært hraun heim að Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann gat hringt til Reykjavíkur eftir aðstoð. Samkvæmt heimildum lést einn í slysinu og tveir úr brunasárum á sjúkrahúsi en aðrir tíu slösuðust meira og minna.”
Hreyfill við LangahryggHaldið var áfram eftir slóðanum framhjá Mógili og út með Kistufelli. Haldið var yfir háls milli þess og Litla Hrúts og af honum niður bratta hlíð með stefnu á Stóra Hrút. Þegar komið var suður fyrir Einihlíðar var stefnan tekin að þriðja flugvélaflakinu, í Langahrygg.
Brakið er í grýttri hlíð mót austri. Smæstu hlutirnir eru enn á vettvnagi, en þeir stærri hafa runnið niður hlíðina og staðnæmst þar í gili.
Friðþór Eydal segir að með flugvélinni, sem fór í Langahrygg, hafi verið 12 menn og allir látist. Einn þeirra var liðsforingi í landhernum sem var með sem farþegi. Flugvélin var tveggja hreyfla flugbátur Bandaríkjaflota af gerðinni PBM-1 Mariner (flugsveit: VP-74) og var að koma aftur til Skerjafjarðar eftir fylgd með skipalest SV af landinu. Vélin flaug á fjallið í dimmviðri þann 02.11.1941. Matthías Johannessen segir skemmtilega frá samtölum sínum við Magnús Hafliðason á Hrauni í bók sinni “M Samtöl I” (AB Reykjavík 1977) er þeir gengu á öll þrjú flökin í Fagradalsfjalli. Magnús kom með fyrstu mönnum á slysstaðinn í Langahrygg. Lík þeirra, sem fórust með flugvélinni, voru flutt heim til Bandaríkjanna.
Skóleifar við LangahryggTalsvert brak er úr vélinni utan í hryggnum og niður með hlíðinni, sem fyrr sagði. Hreyfill liggur við rætur hennar, í gilinu, sem þar er.
Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. sagt frá slysinu, bls. 146:
“Sunnudaginn 2. nóvember fórst stór tveggja hreyfla bandarískur flotaflugbátur á Langahrygg norðaustan Grindavíkur. Hann var Martin PBM-I Mariner og hafði auðkennið “74-P-8” hjá VP-74 flugsveitinni í Reykjavík. Hann var sendur ásamt tveimur örðum Mariner flugbátum frá Skerjafirði klukkan 03:30 um nóttina til að finna skipalestina ON.30 sem í voru 41 skip. Skipalestin hafði tafsit í slæmu veðri og lélegu skyggni á vesturleið. Þetta verndarflug var líka til að fylgja 7 flutningaskipum og 5 bandarískum tundurspillum frá Íslandi til móts við hin skipin. Flugbátarnir töfðust á leiðinni vegna veðurs og komu fyrst að minni skipalestinni (08:15). Komu áhafnirnar auga á stóru skipalestina löngu síðar (09:45) og vernduðu skipalestirnar að mætingarstað.
Slysstaðurinn í LangahryggÞar tóku bandarísku tundurspillarnir frá Íslandi við fylgd skipalestarinnar frá Bretum. Vegna versnandi veðurs urðu flugbátarnir að hætta verndarfluginu og snúa heim kl. 11:00. Á heimleiðinni versnaði veðrið enn til mikilla muna. Til aðstoðar flugbátunum á heimleið voru því hafnar útsendingar radíómerkja frá bandaríska herskipinu USS George E. Badger við Reykjavík… Fljótlega eftir að flugbátarnir yfirgáfu skipalestina flugu þeir allir blindflug vegna þoku og lágskýja hver í sínu lagi. Mariner flugbátarnir “74-P-3” og “74-P-9” lentu á Skerjafirði klukkan 14:35. Ekkert heyrðist til þess þriðja eftir kl. 14:10. Öllum sveitum á svæðum nálægt Reykjavík og á Suðurnesjum var tilkynnt um að flugbáts væri saknað en lágskýjað og leiðinlegt veður kom í veg fyrir leit úr lofti. Herflokkar leituðu í landi aðfaranótt 3. nóvember og um morguninn fann flugmaður bandarískrar Curtiss P-40C Warhawk orrustuvélar flak flugbátsins utan í fjallshrygg nálægt Grindavík. Allir 11 mennirnir, sem verið höfðu um borð, höfðu farist þegar flugbáturinn sprakk og brann við að rekast á fjallið.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – minjar á slysstað.

Bráðið álið hafði runnið niður brekkurnar og var eftir á að líta eins og snjó hefði fest í hlíðina að sögn manna sem komu á slysstaðinn. Flugstjóri flugbátsins var Ensign G.N. Thornquist og var Ensign G. Bialek flugmaður. Einni farþegi var um borð. Það var 2/Lt. William P. Robinson úr bandaríska landhernum. Þetta var mesta flugslys sem orðið hafði á Íslandi fram til þess tíma.”
Magnús Hafliðason frá Hrauni lýsti aðkomunni á slysstað í viðtali við MBL 1977. Hún var hryllileg, enda fátt stórra hluta heillegir.
Frábært veður. Ferðin tók 8 klst og 8 mín.

Langihryggur

Brak flugvélar í Langahrygg.

 

 

Kastið

Skoðuð hafa verið nokkur flugvélaflök á Reykjanesskaganum, s.s. við Stórkonugjá, í Breiðagerðisslakka, Kistufelli í Brennisteinsfjöllum, Langahrygg og Kastinu í Fagradalsfjalli, við Húsatóttir, í Stapatindum í Sveifluhálsi og í Kerlingargili í Lönguhlíðum. Í eftirfylgjandi yfirliti verður getið um helstu upplýsingar um einstök flugvélaflök jafnóðum og þær berast. Eftirfarandi upplýsingar eru teknar út úr einstökum fyrirliggjandi FERLIRslýsingum. Sá, sem hefur varið mestum tíma í vettvangsskoðanir, rannsóknir og skráningar á einstökum flugslysum er þó Eggert Norðahl.

Núpshlíðaháls
Brak úr Hudson-vélinni vestanvið NúpshlíðarhálsÞegar gengið var um Núpshlíðarháls, var gengið fram á brak úr flugvél í hálsinum ofan við Hraunssel. Í fyrstu var ekki vitað úr hvaða vél brakið er eða hvenær hún fórst á þessum stað. Nú hefur komið í ljós að um var að ræða Hudson-vél, sömu tegundar og fórst í Brennisteinsfjöllum (Kistufelli). Hún tilheyrði 269. flugsveit Breta. Slysið er, skv. slysaskýrslunni dags. 10.06.1943, staðsett í Driffelli. Flugstjóri var J. Coles, en auk hans voru í vélinni J.J. Hill, L. Franklin, J.E. Robbins og F.G. Crofts. Þeir fórust allir. Vélin var í eftirlitsflugi er hún fórst. Sjá má brak úr vélinni á Núpshlíðarhálsi skammt ofan við Hraunssel á víð og dreif í mosahrauninu milli hlíðarinnar og Stórahrúts.

Fagradalsfjall – Langihryggur
Slysavettvangur í LangahryggFriðþór Eydal sagði að með flugvélinni, sem fór í Langahrygg, hafi verið 12 menn og allir látist. Einn þeirra var liðsforingi í landhernum sem var með sem farþegi. Flugvélin var tveggja hreyfla flugbátur Bandaríkjaflota af gerðinni PBM-1 Mariner (flugsveit: VP-74) og var að koma aftur til Skerjafjarðar eftir fylgd með skipalest SV af landinu. Vélin flaug á fjallið í dimmviðri þann 02.11.1941. Matthías Johannessen segir skemmtilega frá samtölum sínum við Magnús Hafliðason á Hrauni í bók sinni “M Samtöl I” (AB Reykjavík 1977) er þeir gengu á öll þrjú flökin í Fagradalsfjalli. Magnús kom með fyrstu mönnum á slysstaðinn í Langahrygg. Lík þeirra, sem fórust með flugvélinni, voru flutt heim til Bandaríkjanna eins og venjan var haustið 1941 áður en Bandaríkin voru komin opinberlega í styrjöldina. Ekki var farið að jarðsetja Ameríkana í Fossvogskirkjugarði fyrr en í janúar 1942.

Langihryggur

Brak í Langahrygg.

Talsvert brak er úr vélinni utan í hryggnum og niður með hlíðinni. Hreyfill liggur við rætur hennar, í gili, sem þar er.
Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. sagt frá slysinu, bls. 146:
“Sunnudaginn 2. nóvember fórst stór tveggja hreyfla bandarískur flotaflugbátur á Langahrygg norðaustan Grindavíkur. Hann var Martin PBM-I Mariner og hafði auðkennið “74-P-8” hjá VP-74 flugsveitinni í Reykjavík. Hann var sendur ásamt tveimur öðrum Mariner flugbátum frá Skerjafirði klukkan 03:30 um nóttina til að finna skipalestina ON.30 sem í voru 41 skip. Skipalestin hafði tafsit í slæmu veðri og lélegu skyggni á vesturleið. Þetta verndarflug var líka til að fylgja 7 flutningaskipum og 5 bandarískum tundurspillum frá Íslandi til móts við hin skipin. Flugbátarnir töfðust á leiðinni vegna veðurs og komu fyrst að minni skipalestinni (08:15). Komu áhafnirnar auga á stóru skipalestina löngu síðar (09:45) og vernduðu skipalestirnar að mætingarstað.

Langihryggur

Langihryggur – slysavettvangur.

Þar tóku bandarísku tundurspillarnir frá Íslandi við fylgd skipalestarinnar frá Bretum. Vegna versnandi veðurs urðu flugbátarnir að hætta verndarfluginu og snúa heim kl. 11:00. Á heimleiðinni versnaði veðrið enn til mikilla muna. Til aðstoðar flugbátunum á heimleið voru því hafnar útsendingar radíómerkja frá bandaríska herskipinu USS George E. Badger við Reykjavík… Fljótlega eftir að flugbátarnir yfirgáfu skipalestina flugu þeir allir blindflug vegna þoku og lágskýja hver í sínu lagi. Mariner flugbátarnir “74-P-3” og “74-P-9” lentu á Skerjafirði klukkan 14:35. Ekkert heyrðist til þess þriðja eftir kl. 14:10.

Langihryggur

Langihryggur – slysavettvangur.

Öllum sveitum á svæðum nálægt Reykjavík og á Suðurnesjum var tilkynnt um að flugbáts væri saknað en lágskýjað og leiðinlegt veður kom í vegf yrir leit úr lofti. Herflokkar leituðu í landi aðfaranótt 3. nóvember og um morguninn fann flugmaður bandarískrar Curtiss P-40C Warhawk orrustuvélar flak flugbátsins utan í fjallshrygg nálægt Grindavík. Allir 11 mennirnir, sem verið höfðu um borð, höfðu farist þegar flugbáturinn sprakk og brann við að rekast á fjallið. Bráðið álið hafði runnið niður brekkurnar og var eftir á að líta eins og snjó hefði fest í hlíðina að sögn manna sem komu á slysstaðinn. Flugstjóri flugbátsins var Ensign G.N. Thornquist og var Ensign G. Bialek flugmaður. Einni farþegi var um borð. Það var 2/Lt. William P. Robinson úr bandaríska landhernum. Þetta var mesta flugslys sem orðið hafði á Íslandi fram til þess tíma.”
Magnús Hafliðason frá Hrauni lýsti aðkomunni á slysstað í viðtali við MBL 1977.

Fagradalsfjall – Langhóll
Slysstaður í LanghólFlugvélin, sem norðaustan við Langhól í Fagradalsfjalli er af breskum Sunderland flugbát. Áhöfnin komst lífs frá slysinu.
Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. sagt frá slysinu, bls. 153:

“Aðfararnótt fimmtudagsins 24. apríl klukkan 05:45 rakst breski Short Sunderland Mk.I flugbáturinn N9023 “KG-G” úr 204 flugsveit RAF á austurhlið Fagradalsfjalls [í svonefndum Langhól] í Reykjanesfjallgarði í þoku og dimmviðri. Flugbáturinn hafði bækistöð á Skerjafirði og var að koma úr herflugi undir stjórn flugstjórans F/Lt Huges. Áður hafði áhöfn hans reynt að ná stefnumiðun á Reykjavík en ekki tekist. Flugmaður flugbátsins sá fjallshlíðina á síðustu stundur og náði að lyfta nefi hans þannig að hann rakst ekki beint inn í hlíðina. Þegar hann rakst á fjallið var hann í flugstefnu frá Reykjavík.

Langhóll

Brak í Langhól.

Flugvélin brotnaði mikið og í henni kviknaði. Einn úr áhöfninni, P/O. J. Dewar aðstoðarflugmaður, kastaðist í gegnum þakið á flugstjórnarklefanum. Þrátt fyrir sprengingar í skotfærum og vitneskju um djúpsprengjur í flakinu fór hann félögum sínum til hjálpar en þrír þeirra voru mikið slasaðir. Einn þeirra var yfirmaður hans. Bjó hann um sár þeirra og gekk síðan 20 km yfir illfært hraun heim að Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann gat hringt til Reykjavíkur eftir aðstoð. Samkvæmt heimildum lést einn í slysinu og tveir úr brunasárum á sjúkrahúsi en aðrir tíu slösuðust meira og minna.”
Flakið af flugvélinni var lengi vel í hlíðinni, m.a. skyttuturninn. Jón Guðmundsson á Skála og Hafliði á Hrauni lýsa aðkomu þeirra á vettvang annars staðar á vefsíðunni.

Fagradalsfjall – Kastið
Frá slysstað í KastinuÍ hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943. Gengið var vestur fyrir Kastið og síðan haldið á fjallið. Innst á því, upp undir hlíðum Fagradalsfjalls, eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Einhver athöfn virðist hafa farið fram við hjólastellið því skrælnaðar rósir trjónuðu upp úr því. Traðk var í kring. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni.

Hernám

George Eisel skytta komst einn af þegar sprengjuflugvél Franks M. Andrews yfirhershöfðingja
Bandaríkjahers í Bretlandi með 15 manns innanborðs fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi í maí 1943.
Hér ræða íslenskir blaðamenn við hann á Helgafellsspítala, þeir eru frá vinstri Ívar Guðmundsson
frá Morgunblaðinu, Hersteinn Pálsson rithöfundur og þýðandi frá Vísi og Jón Þórarinsson tónskáld
frá Ríkisútvarpinu.

Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews, sem bíó o.fl. hefur verið nefnt eftir á Keflavíkurflugvelli. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Eftirminnileg ljósmynd var tekin á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.

Brennisteinsfjöll – Kistufell
Hreyfill í KistufelliÞá var gengið til suðurs með Brennisteinsfjöllum og áleiðis upp í suðvesturhlíðar Kistufells. Þar var að sjá mikið brak úr flugvél, sem brotlenti í hlíðinni. Mótorinn var neðar, en talsvert af hlutum á víð og dreif hingað og þangað. Um var að ræða Hudson l/251, tveggja hreyfla kafbátaleitarvél frá breska flughernum. Slysið varð í 27. mars árið 1945. Með vélinni fórust fimm menn. Af einhverri ástæðu varð ein FERLIRshúfan eftir þegar svæðið var yfirgefið. Hún kom hins vegar í leitirnar síðar þegar annar leiðangur heimsótti svæðið.

Sveifluháls – Hulstur

Huldur

Brak úr flugvélinni.

Um var að ræða Canso, kanadískan flugbát (Canadian-Vickers Canso A). Brak úr vélinni sést enn efst við gróðurröndina, að mestu komið undir mosa.
Kanadískur flugbátur, svonefndur “Canso” (systur Catalinaflugbátsins), fórst í Stapatindum á Sveifluhálsi þann 19. desember 1944 á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Átta manna áhöfn flugvélarinnar beið bana þarna á hálsinum þennan örlagaríka dag.
Flugvélin var úr 162. flugsveit Hins konungslega kanadíska flughers, RCAF. Einkennisnúmer hennar var 11061 “L” Vélin var að koma úr eftirlitsflugi og áhöfnin var að búa sig undir lendingu á Reykjavíkurflugvelli þegar slysið varð. Talið var að flugvélin hafi lent í niðurstreymi við Fjallgarðinn.

Hulstur

Flakið fannst dreift yfir snarbratta fjallshlíðina. Hafði vélin rekist utan í fjallið um það bil 80 metra frá fjallsbrúninni. Höggið var svo mikið að djúpsprengjurnar og eldsneytið hafði sprungið og brunnið og áhöfnin látist samstundis. Leitarflokkur fann lík áhafnarinnar, sem voru jarðsett með hernaðarlegri viðhöfn í Fossvogskirkju-garði.
FERLIR gerði leit að leifum vélarinnar í tindunum ofan við svonefnt Hulstur skammt sunnan við Huldur. Upp úr því liggur bjúglaga dalur (vinstra megin) svo til upp á toppa. Ofarlega (nær efst í gróðurþekjunni) í dalnum fundust leifar af vélinni. Meginbrakið er þó efst í hálsinum skammt sunnar, ofarlega í skriðu, sem þar er.

Grindavík – Húsatóttir

Brak við Húsatóftir

Ákveðið að reyna nú að finna þýsku orustuvélina, sem hrapaði í byrjun seinni heimstyrjaldar yfir Húsatóttum og Helgi Gamalíelsson hafði sagt FERLIR frá fyrir u.þ.b. ári síðan.
Að sögn Helga átti þarna að vera byssa úr vélinni, auk braks. Flugmaðurinn hefði stokkið út í fallhlíf, en faðir hans, Gamalías, hefði læðst að flugmanninum þar sem hann sat á hraunhól og reykti eftir niðurkomuna og náði að handsama hann. Flugmaðurinn hefði verið vopnaður skammbyssu með beinskefti og hefði hún verið til á Stað lengi eftir það. Fólkið í Staðarhverfi sá aumur á Þjóðverjanum og kom honum fyrir í úthýsi við Móa. Þegar spurðist út um veru hans þar hefði breski herinn komið og sótt hann. Helgi hafi síðar sjálfur dregið flugvélaskrokkinn heim á hlað.

Húsatóftir

Húsatóftir – brak.

Við leit í hraunkantinum, sem Helgi hafði bent á á sínum tíma, fannst staðurinn þar sem flugvélin hafði komið niður. Hún hafði greinilega lent efst í kantinum og brunnið þar. Talsvert brak er enn úr vélinni á staðnum og í nágrenni hans. Óvirk byssukúla lá þar hjá, auk hluta úr hjólastelli og skrokk. Byssan var þó hvergi sjáanleg. Hið undarlega var þó að í stað millimetramáls virtust tommumál vera á róm og öðru skrúfkyns, er benti til þess að brakið væri úr amerískri vél. Þarf að skoða betur.
Síðar var haldið í hraunið skammt vestan við Húsatóttir. Grafið var í haug, sem þarna er, auk þess sem skoðað var í sprunguna ofan við hauginn, uppi á hraunbrúninni. Þar voru bæði kúlur og skothylki. Við athugun á staðnum kom í ljós að skrúfur og rær voru með tommumáli. Þar með gat vélin ekki hafa verið þýsk.

Húsatóftir

Slysstaðurinn.

Við nánari eftirgrennslan er þarna að öllum líkindum um flak amerískrar P-47 flugvélar er hrapaði til jarðar, skv. dagbók hersins, um eina mílu vestur af Grindavík þann 13. júní 1944 kl. 08:55. Flugmaðurinn, annar liðþjálfi Thomas J. Latham, komst út í fallhlíf og komst lifandi frá óhappinu. Hluti af flakinu hefur verið hulið með jarðvegi, en annað er vel sýnilegt.
Sigurður Viðarson frá Grindavík (býr nú í Hafnarfirði) hafði samband vegna flugvélarinnar.
“Ég rak augun í lýsingu á vefsíðunni sem þið funduð flugvélaflakið af þýsku vélinni. Faðir minn Viðar Valdimarsson rafvirki í Grindavík fór fyrir um 35 árum síðan með Helga Hjartarsyni fyrrum rafveitustjóra að þessu flaki og tók mynd af byssunum sem stungist höfðu í bergið þegar hún fórst.

Húsatóftir

Brak úr vélinni slidesmynd.

Ég mundi alltaf svo vel eftir þessari mynd hjá pabba og fann hana í slidesmyndasafninu hans fyrir 3 árum síðan og ákvað í framhaldi af því að reyna að finna flakið, en pabbi mundi nú ekki nákvæmlega hvar þetta var enda langt um liðið og hann var þá tiltölulega nýkominn til Grindavíkur þegar þetta var og áttaði sig ekki almennilega á hvar þetta var. Ég ræddi við Didda rafvirkja og vissi hann hvar það var og benti mér á, fann ég flakið en engar byssur sá ég. Ég ræddi betur við Didda og hann sagði mér að þær væru alveg við flakið þannig að ég fór aftur og fínkembdi svæðið en fann þær því miður ekki. Annað hvort hafa þær verið fjarlægðar af einhverjum eða lent undir grjótruðningi, en hruflað hefur töluvert við svæðinu rétt við flakið vegna fiskeldisins. Diddi man vel eftir þeim og sagði að þær hefðu verið svo kyrfilega fastar í berginu að þær yrðu ekki fjarlægðar nema með heilmikilli aðgerð. En faðir minn á allavegna mynd af byssunum.”

Breiðagerðisslakki
Áhafnameðlimur sem komst af í BreiðagerðisslakkaÞýska flugvélin í Breiðagerðisslakka sást nálgast Keflavík um 13:52 þann 24.04.1943. Tvær bandarískar vélar voru sendar á móti henni, en flugmaðurinn reyndi að dyljast í skýjum. Það kom þó ekki í veg fyrir að vélin væri skotin niður. Þrír áhafnameðlimir létust, en einn komst lífs af, fjarskiptamaðurinn, Sgt. Anton Mynarek. Hann komst úr vélinni í fallhlíf áður en hún brotlenti í Gjáhrauni, en var tekinn til fanga af liðsmönnum landhersins. Þeir voru tveir á ferð til Hafnarfjarðar í jeppa þegar hann bræðurnir Hafsteinn og Þórir frá Ásláksstöðum, sem gengu fram á hann neðan við Arnarbæli, komu með hann niður á veginn þar sem mætast elsti Keflavíkurvegurinn, lagður 1912, og gamli
Keflavíkurvegurinn, lagður 1930, sem beygir þar niður með ströndinni fyrir ofan sumarhúsabyggðina í Knarrarnesi, þar sem heita Auðnar. Báðir hinir bandarísku flugmenn voru sæmdir Silfurstjörnunni þann 30. apríl 1943 fyrir vikið.

Eldvarpahraun

Eldvörp

Eldvörp – á slysstað.

Í sléttu Eldvarpahrauni skammt norðan Sundhnúkahraun austan Eldvarpa, í sléttu mosahrauninu, er stórt sporöskjulaga svæði rúið mosa svo skín í bera klöppina. Út frá svæðinu til suðurs liggur slóði, inn á skriðdrekastíginn við Árnastíg og áleiðis niður að Húsatóftum. Ef grannt er skoðað má sjá talsvert af braki flugvélar á svæðinu, m.a. svonefndan “chock”, hjólakubb úr tré, sem notaður var til að setja við hjól flugvéla á jörðu niðri. Númer má sjá á einum hlutnum, hringlaga með gleri í. Talsvert af álleiðslum og álbitum eru þarna einnig.
Heyrst hafði af því að flugvél, svonefnt “Fljúgandi virkið”, hafi nauðlent ofan við Húsatóftir á fimmta áratugnum. Vélin hafi skemmst lítið og áhöfnin sloppið heil á húfi.

Eldvörp

Brak á slysstað.

Að sögn Friðþór Eydals er líklegt að þarna hafi verið um B-17 vél að ræða, fjögurra hreyfla, sem nauðlenti ofan við Tóftir í apríl 1943 á leið til Keflavíkurflugvallar, en hann hafði þá nýlega verið opnaður fyrir flugumferð. Vélin var nokkuð heil eftir óhappið, en var síðan bútuð niður og flutt á brott, en enn má sjá þarna hluti úr henni, sem fyrr sagði. Brak úr P-47 flugvél er hrapaði vestan Húsatófta, sést einnig enn ef grannt er skoðað.
Skv. upplýsingum frá Friðþóri Eydal “er brakið væntanlega brot úr þessari B-17 sprengjuflugvél sem lenti í villum á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands með fyrirhugaðri viðdvöl á

Eldvörp

B-17 vélin í Eldvarpahrauni.

Keflavíkurflugvelli og nauðlenti þarna er eldsneytið þraut eftir 14 klst. flug þann 17. apríl 1943.
Kringlótta brotið á myndinni er úr hliðinnni á kúlulaga byssuturni í botni vélarinnar rétt aftan við vænginn er skyttan, sem sat milli tveggja 50 cal. Browning vélbyssa sem hann miðaði með því að snúa kúlunni. Kúluna mátti draga upp svo botninn næmi við botn vélarinnar þegar þurfti ekki að sitja í honum eða í flugtaki og lendingu. Slíkur byssuturn var yfirleitt ekki í öðrum vélum sem leið áttu hér um.”
Myndin af vettvangi í apríl 1943 staðfestir að hér er um sömu vél að ræða – við svipaðar aðstæður og þegar brakið af henni fannst í mars 2006.

Orrustuhólshraun
Brak í Orrustuhólshrauni

C-64 herflugvél fórst þann 22. okt. 1944 um kl. 15:00 á Skálafellssvæðinu. Með herflugvélinni fórust fimm manns; fjórir farþegar og flugmaðurinn, John. J. Custy, fyrsti liðþjálfi 33. bardagasveitar ameríska hersins hér á landi. aðrir voru Robert R. Richt, Anthony P. Colombo, Leonard T. Damerval og Floyd C. Van Orden, allt hermenn. Þegar vélin brotlenti kviknaði í brakinu skv. upplýsingum úr slysaskráningarskýrslu um atvikið.
Vísbending kom frá Karli Hjartarsyni um að flakið af flugvélinni væri í gjótu í Orrustuhólshrauni. Samkvæmt henni átti að leggja norðvestast í gamalli malarnámu milli Skíðaskálans og annarrar skammt austar, en úr henni er hægt að aka upp á Ölkelduháls. Þar þangað væri komið átti að ganga með stefnu að bústöðunum undir hlíðum Skarðsmýrarfjalls, þó heldur meira til vesturs við þá.

Hellisheiði

Brak á slysstað í Orrustuhrauni.

Eftir u.þ.b. 300 metra gang birtist flakið í gjótunni. Svo virðist sem vélin hafi stungist þarna niður og brak úr henni lítið dreifst. Greinilegt var að eldur hafði kviknað í brakinu. Sjá mátti m.a. annað hjólastellið og annan hjólbarðann. Merki á hvorutveggja gáfu til kynna að um ameríska vél hefði verið að ræða. Á hvorutveggja voru áletranir. Hjólbarðinn bar “logo” líku gamla Flugfélagsmerkinu og inni í hjólskálinni var eftirfarandi áletrun: “HAYS Industries inc. – Jackson Mich U.S.A.”.
Orrustuhóll er í u.þ.b. 500 metra fjarlægð í austri. Sagnir eru um af flugvél hafi farist við Orrustuhól. Þá áttu hermenn á Núpafjalli að hafa séð blossa þegar flugvélin skall í jörðina. Þarna mun um sömu flugvél vera að ræða.

Skálafell

Skálafell

Skálafell – slysstaðurinn.

Í Mbl. 9. mars 1948 er sagt frá hvarfi Anson-flugvélar í eigu Loftleiða er var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þann 7. s.m. Tveimur dögum síðar fannst flakið með dularfullum hætti. Með henni fórust fjórir menn, þ.a. þrír frá Vestmannaeyjum (sjá umfjöllun um fréttina undir Lýsingar í Skrár (Núpafjall – Hverahlíð – Anson)).

Flugvélin mun hafa borið einkennisstafina TF-RVL og var með sjólendingarbúnað.
Samkvæmt lýsingum Björns Indriðasonar á flakið af Ansonvélinni að vera neðst í suðaustanverðu Skálafelli. Þar hefði verið brak fyrir allnokkrum árum.

Skálafell

Slysstaðurinn í Skálafelli.

Sá maður, sem tók þátt í leitinni að flugvélinni á sínum tíma var Smári Karlsson, flugstjóri. Hann sá hvar hún hafði brotlent í Skálafelli. Að sögn Smára kom vélin niður í öxlina er hallar út úr fellinu til austurs – að Hveragerði. Upp af öxlinni tekur toppur Skálafells við og undir henni er rót fellsins. Brakið hafði dreifst víða um hlíðina. Sjálfur hefði hann ekki komið á slysstaðinn, en hann taldi ólíklegt að nokkuð brak úr vélinni væri enn sýnilegt á vettvangi. Loftleiðamenn hefðu eflaust tekið mest af því til rannsókna, auk þess sem mjög veðrasamt er þarna á öxlinni.
Við skoðun á vettvangi, öxl Skálafells að austanverðu, var ekki að sjá nein ummerki eftir slysið (2006).

Sjá MYNDIR.

Heimild:
-Eggert Norðdahl, Flugsaga Íslands – í stríði og friði – I, Örn og Örlygur 1991, bls. 153 og 246.
-Friðþór Eydal

Við Grindavík

Flugslys norðan við Grindavík.

Fagradalsfjall

Gengið var vestur Drykkjarsteinsdal norðan Slögu, upp Brattháls undir Lyngbrekkum og beygt áleiðis til norðurs austan hans. Þaðan var gangið upp á Langahrygg og skoðað flugvélaflak, sem þar er efst í öxlinni. Gengið var áfram til norðurs að Stóra-Hrút, haldið til vesturs sunnan hans, í átt að Geldingadal. Horft var niður í dalinn og síðan haldið áleiðis til norðurs upp á Langhól, hæstu bungu Fagradalsfjalls (385 m.y.s.). Efst undir Langhól eru leifar flugvélaflaks.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall og umhverfi.

Gengið var niður af Langhól til norðausturs, skammt austan við fallegan þverskorinn gíg nyrst í fjallinu og gengið niður að Dalsseli. Frá því var haldið um Nauthólaflatir og Fagradal til suðurs, gengið milli fjallsins og Sandhóls-innri, um Kastið, skoðað flugvélaflak þar og síðan niður af því að sunnanverðu, haldið framhjá Sandhól og síðan um Borgarhraun framhjá Borgarfjalli til baka. Á leiðinni var komið við í Borgarhraunsréttinni og Borgarhraunsfjárborgin skoðuð áður en komið var að upphafsstað.
Fagradalsfjall er vestasta fjall Reykjanesfjallgarðsins. Er það raunverulega fjölbreytileg lítil háslétta, með nokkrum hnjúkum, einkum að vestanverðu, móbergsstapi.

Fagradalsfjall

Horft til Keilis af Fagradalsfjalli.

Gengið var um Hrútadali og austur Drykkjarsteinsdal norðan Slögu. Fylgt var slóðinni frá Ísólfsskála, framhjá grettistaki og inn á Hlínarveginn.
Staðnæmst var við Drykkjarsteininn. Símon Dalaskáld orti um hann vísu og þjóðsaga er tengd steininum. Vísan var eftirfarandi:

Drykkjarsteinn með þorstans þraut
þráfalt gleður rekka.
Sá hefur mörgum geiragaut
gefið vatn að drekka.

Sagnir hafa og verið um að steinninn hafi verið vígður af Guðmundi góða Hólabiskupi með þeim orðum að vatnið í steininum ætti að vera allra meina bót. Vatn var nú í báðum skálum hans, en sú sögn hefur fylgt steininum að vatnið í þeim ætti aldrei að þverra. Þá mætti ekki saurga vatnið, enda fékk sá sem það gerir, bágt fyrir.

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinninn í Drykkjarsteinsdal.

Fagradalsfjall

Gígur í norðanverður Fagradalsfjall.

Gengið var framhjá Stóra-Leirdal og Lyngbrekkum, inn á Hlínarveginn, sem Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála (f:1921)ásamt fjórum öðrum, þ.á.m. Indriða föðurbróðir hans, lögðu gegn kaupi fyrir Hlín Johnson íHerdísarvík árið 1932. Var lagður vagnfær vegur frá Skála ofan Slögu alla leið í Krýsuvík, aðallega fyrir fyrirhugaða heyflutninga þaðan til Grindavíkur. Hlínarvegurinn er beinn og mjög greinilegur á sléttum melnum. Sumsstaðar er jeppaslóðinn kominn yfir veginn. Jón man að sérhver vegavinnumanna fékk kr. 100 greitt fyrir verkið úr hendi Hlínar. Vegurinn sést vel til hliðar við nýrri veg upp með Lyngbrekkum og síðan áfram áleiðis að Méltunnuklifi.
Haldið var áfram upp með austanverðum Bratthálsi og Lyngbrekkum og stefnan tekin upp með Langahrygg. Gengið var upp gil, sem þar er. Ofan þess er flak af bandarískri flugvél er þar fórst með 12 manna áhöfn. Allir létust. Í gilinu er einnig talsvert brak, m.a. hreyfill. Einn áhafnameðlima var liðsforingi í landhernum sem var með sem farþegi. Flugvélin var tveggja hreyfla flugbátur af gerðinni PBM-1 Mariner (flugsveit: VP-74) og var að koma aftur til Skerjafjarðar eftir fylgd með skipalest SV af landinu. Vélin flaug á fjallið í dimmviðri þann 2. nóvember 1941. Ennþá má glögglega sjá hvernig flugvélin hefur lent efst í brúninni, tæst í sundur, brunnið að hluta og vindur og vatn síðan séð um að hrekja það sem eftir varð smám saman niður á við.
Gengið var inn með efstu hlíðum hryggsins að Stórahrút. Stórihrútur er fallega formað fjall otan í austanverðu Fagradalsfjalli. Vestar er sendinn slétta, en norðar sér niður í Merardali. Handan þeirra er Kistufell, einnig fallega formað. Landslagið þarna er stórbrotið og ekki var verra að veðrið gat ekki verið betra. Undir Stórahrút eru hraunbombur, sem hafa orðið til er hraunkúlur runnið seigfljótandi niður hlíðar fjallsins í frumbernsku.

Fagradalsfjall

Í Fagradalsfjalli. Stóri-Hrútur hægra megin (fjær).

Fagradalsfjall

Leifar flugvélar í Langahrygg.

Gengið var í “dyraop” Geldingadals þarna skammt vestar. Dalurinn er gróinn í botninn að hluta, en moldarleirur mynda fallegt mynstur í litaskrúði hans norðanverðan. Hraunhóll er í nær miðjum dalnum. Gróið er í kringum hann. Sagan segir að Ísólfur gamli á Skála hafi mælt svo fyrir um að þarna skyldi hann dysjaður eftir sinn dag “því þar vildi hann vera er sauðir hans undu hag sínum svo vel”. Segir það nokkuð um gildi sauðanna og virðinguna fyrir þeim fyrrum.
Þá var haldið á fótinn, upp Fagradalsfjall og áleiðis upp á Langhól, hæsta hluta fjallsins. Slóð eftir tæki hersins, sem fóru á slysstað á sínum tíma, sjást enn í fjallinu. Hæsta bungan er í 385 m.h.y.s. Efst á henni er landmælingastöpull. Þaðan er fallegt útsýni yfir Þráinsskjöldinn, Keili, Strandarheiði og Vogaheiði.
Gengið var niður af fjallinu að norðanverðu. Þar er einn af fallegri gígum landsins. Hann er þverskorinn, þ.e. hægt er að horfa inn í hann, þar sem hann liggur utan í fjallshlíðinni. Gígurinn er um 70 metra hár og tignarlegur eftir því. Vel er hægt að sjá þarna hvernig eldgígar hafa orðið til. Þessi hefur opnast til norðurs og hraunið þá runnið út úr honum þar, en skilið gígrásina eftir ófyllta.

Fagradalsfjall

Í Dalsseli.

Fagradalsfjall er myndað við gos undir jökli og flokkast undir s.k. stapa því gosið hefur á endanum náð upp úr íshellunni og náð að mynda hraun. Megingígurinn er nyrst á fjallinu. Þaðan hefur svo hraunið runnið til suðurs og er fjallið um 100 metrum lægra þar.
Lækjarfarvegi var fylgt niður með norðanverðu fjallinu til vesturs þangað til komið var að Dalsseli. Tóftirnar eru á vestanverðum bakkanum, en lækurinn hefur smám saman verið að narta bakkann undan selinu. Neðar eru Nauthólaflatir.
Eftir göngu til suðurs með vestanverðu Fagradalsfjalli var komið að Kastinu. Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar þann 3. maí árið 1943. Um borð í vél þessari var m.a. hershöfðinginn Frank M. Andrews, sem bíó o.fl. hefur verið nefnt eftir á Keflavíkurflugvelli. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Eftirminnileg ljósmynd var tekin á vettvangi skömmu eftir slysið.
Frank. M. Andrews var æðstur í herafla Bandaríkjanna í Evrópu er hann fórst á Fagradalsfjalli eftir að flugmaðurinn hafði villst af leið í aðflugi til Reykjavíkur. “He was born on February 3, 1884 in Nashville, Tennessee and was killed in an aircraft accident in Iceland on May 3,1943. He was buried in Section 3 of Arlington National Cemetery. Andrews Air Force Base in Maryland is named in his honor. His death in a B-24 Liberator on May 3, 1943 was an enormous loss.”
AndrewsGengið var greiða leið niður af Kastinu að sunnanverðu. Skammt sunnar og austar með fjallinu er Selskálin. Hún er nú að mestu fokin burt. Sunnan hennar er Einbúi, stór hóll. Sunnan hans sést móta fyrir gamalli götu, sem kastað hefur hefur verið upp úr. Við hana er hlaðið gerði. Þaðan var haldið að Borgarhraunsrétt undir hraunbrúninni sunnan Borgarfells og síðan áfram að Borgarhraunsborginni. Gamla gatan frá Siglubergshálsi liggur að Drykkjarsteinsdal. Borgin er norðan hennar og er allstór. Gróið er í henni og í kringum hana. Hún er utan í hól og hallar til suðausturs. Í henni hefur verið hlaðin kví eða kró. Í borginni austanverðri má sjá hversu þykkir veggir hennar hafa verið, eða faðmur. Þarna hefur verið mikið mannvirki á meðan var. Talið er að borg þessi hafi verið frá Viðeyjarklaustri, sem hafði fé á þessum slóðum líkt og t.d. í Borgarkoti á Vatnsleysuströnd og víðar. Frá Borgarhraunsborg var örstutt eftir inn á slóðann frá Drykkjarsteinsdal niður að Ísólfsskála.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 55 mín.

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt.

Jökulgil

“Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940 en þeir vildu koma í veg fyrir að Þjóðverjar hernæmu landið og kæmu hér upp bækistöð. Þjóðverjar fóru að fljúga könnunarflugvélum til Íslands árið 1941 en þeir voru í fyrsta lagi að leita að veðurupplýsingum. Flug í Evrópu réðst af Íslandslægðinni svokölluðu sem segja má að stjórni veðrinu á norðaustanverðu Atlantshafi og í Vestur-Evrópu.
wulf 100Þýskar könnunar-flugsveitir fóru síðan að leggja leið sína til Íslands með reglubundnum hætti eftir að farið var að nota Hvalfjörð sem skipalægi fyrir bresk og bandarísk herskip og íshafs-skipalestirnar á leið til Norður-Rússlands. Þá vildu Þjóðverjar einnig fylgjast með uppbyggingu herbækistöðva og umsvifa breska og bandaríska hersins á Íslandi og notuðu við það flugvélar með ljósmyndabúnaði.
„Loftorrustur sem slíkar voru þess eðlis að þetta var í flestum tilvikum ein þýsk flugvél sem var gerð tilraun til að granda en oftast mistókst það af ýmsum ástæðum,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem hefur skrifað nokkrar bækur um stríðsárin.
„Það verður að hafa í huga að flestar orrustuflugvélar þess tíma flugu bara sjónflug en gátu ekki flogið mikið í skýjaveðri og náttúrlega illa í slæmum veðrum. Þýsku vélarnar voru hins vegar vel búnar til langflugs á þessum slóðum. Flugmenn þeirra voru vel þjálfaðir, yfirleitt með mikla reynslu og flugu auðveldlega blindflug. Þeir nýttu sér að þeir gátu falið sig í skýjum og ef skyggni þraut gátu þeir snúið við og flogið til bækistöðva sinna í Noregi. Bresku og bandarísku orrustuflugvélarnar voru miklu verr útbúnar hvað þetta varðar en þær nutu hins vegar þess að ratsjárstöðvar gátu leiðbeint þeim en það nægði samt sem áður ekki til þess að þeir næðu í skottið á nema örfáum þýsku flugvélanna.“
Bandamenn skutu niður fimm þýskar flugvélar á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni. Sú fyrsta var skotin niður yfir Faxaflóa 14. ágúst árið 1942. Vélin var fjögurra hreyfla, af gerðinni Focke Wulf Fw 200 C-4 Condor sem upphaflega var hönnuð til farþegaflugs. Vart varð við ferðir hennar austur af Vík í Mýrdal með stefnu í vesturátt. Flugvélin gerði árás á skipalest 30 sjómílur suður af Grindavík um morguninn og hélt síðan með Reykjanesi og Garðskaga inn á Faxaflóa. Þar mættu henni bandarískar orrustuflugvélar og hófu skothríð að henni með þeim afleiðingum að þýska flugvélin sprakk og hrapaði í sjóinn. Þetta var fyrsta óvinaflugvélin sem Bandaríkjamenn skutu niður í Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni.
Svinaskard-991Þýski lautinantinn Harald Osthus flaug vél 120. könnunarsveitar af gerðinni Junkers Ju-88D yfir Borgarnes 18. október sama ár; 1942. Flugvélar 33. orrustuflugsveitar Bandaríkjahers voru sendar á loft frá Reykjavík. Osthaus reyndi að felast í skýjum yfir Þingvöllum eftir að skotið hafði verið á flugvélina en ein bandarísku flugvélanna rak í hana hreyfilinn með þeim afleiðingum að stél þýsku vélarinnar eyðilagðist. Bandaríska flugmanninum tókst naumlega að lenda á Reykjavíkurflugvelli en vél Þjóðverjans hrapaði í Svínaskarði og fórst Osthus ásamt tveimur félögum sínum þennan októberdag.
Það var svo í apríl árið eftir, 1943, að áhöfn úr 50. orrustuflugsveit Bandaríkjahers skaut niður aðra Junkers 88 flugvél yfir Faxaflóa. Vélin lenti í hrauninu á Strandarheiði ofan við Vatnsleysuströnd. Karl Bruck lautinant flaug vélinni og fórst hann ásamt tveimur öðrum en loftskeytamanninum, Anton Mynarek, tókst að bjarga sér í fallhlíf en hann var fyrsti þýski flugmaðurinn sem bandarískir hermenn tóku til fanga í styrjöldinni í Evrópu.
„Það var auðvitað mikilvægt að Þjóðverjar kæmust ekki upp með að geta flogið að vild og kannað hvað hér væri á ferðinni sem varð að fara leynt, hvort sem það voru skipaferðir eða uppbygging heraflans og bækistöðva,“ segir Friðþór. „Ótti manna tengdist því að ef í ljós kæmi að varnirnar á landinu töldust vera litlar eða lélegar, þá kynnu Þjóðverjar að gera hér meiriháttar loftárás á hernaðarskotmörk eða jafnvel á Reykjavíkurhöfn eða flugvöllinn.“

Heimild:
-Ský, 3. tbl. 1912, bls. 34-36.

Breiðagerðisslakki

Þýskur flugmaður handtekinn eftir að hafa hrapað í Breiðagerðisslakka ofan Vatnsleysustrandar.

Vogshóll

Ferlir hafði staðsett 31 flugslysastaði á Reykjanesskaganum. Nú var komið að því að leita uppi og skrá þann 32. í röðinni.
vogshol-2Í bók Friðþórs Eydals, Frá heimstyrjöld til herverndar, er ljósmynd af flugslysi á Njarðvíkurheiði 27. desember árið 1942 og meðfylgjandi texti: “Flak Katalína-flugbáts Bandaríkjaflota við Vogshól í Njarðvíkurheiði 27. desember 1942. Flugvélin sundraðist og brann er eldsneyti og djúpsprengjur sprungu (NARA 80-G-27553).
FERLIR hafði samband við Friðþór með það fyrir augum að leita nánari staðsetningar flaksins. Hann brást vel við – að venju: “Já, ég geri það svona nokkurn veginn samkvæmt lýsingum félaga míns sem hefur farið á staðinn. Viltu að ég útvegi lýsinguna?” Eftir jákvæða umleitan barst eftirfarandi svar: “Kunningi minn leitaði slysstaðinn uppi fyrir nokkrum árum og sagðist hafa fundið smá brak á víð og dreif. Staðsetningin er er þessi: .,-.”
Auðvelt var að finna brakið eftir lýsingunni. Það var undir lágum klapparhrygg. Meginbrakið, þ.e. sjálfur slysstaðurinn, var allgreinilegur. Umhverfis var brak á víð og dreif; vélarhlutir, skot og skrokkhlutar.
Í framhaldinu var leitað bæði til Sævars Jóhannesonar og Karls Hjartarssonar. Báðir búa þeir yfir miklum fróðleik um flugslysasögu stríðsáranna. Báðir buggju yfir áhugaverðum upplýsingum.
Um flugslys Bandaríkjamanna á þessum tíma er til dagbók stríðsins (VP-84 War Diary). Meðfylgjandi henni vogsholl-3eru svo skýrslur um sérhvert slysanna. Auk þess má sjá atvikum lýst í bréfum frá herstjórninni til höfuðstöðvanna í Bandaríkjunum (Letter from Comm. VP-84 to Comm. Air Force, U.S. Atlantic Fleet). Bréf þessa efnis var dagsett 28. ágúst 1943.
Svo er að sjá sem átta manna áhöfn hafi farist í flugslysinu; fjórir foringjar og fjórir óbreyttir.
Í nefndri slysaskýrslu (Accident Record sheet) segir m.a. um atvikið: “Dagur: 27. 12. 1942. Tími: 07:44. Deild: VP-84, USN, Tegund: PBY-5A. Nr.: 04402. Kódi: (enginn). Flugmaður: Lt. H.H. Luce, USNR. Stöð: FAB Reykjavík. Staðsetning: Keflavíkursvæði. Tjón: Alger eyðilegging.
Lýsing: 1) Kl. 07:26 tók flugvél nr. 04402, eftirlitsvél undir stjórn Lt. H.H. Luce, á loft í þeim tilgangi að veita kafbátum mótspyrnu. Kl. 07:44 hrapaði vélin nálægt Keflavík. Öll áhöfnin lést.
2. Þann 27. desember 1942, tók Lt. H.H. Luce, A-V (N), USNR, á loft með tveimur flugmönnum og áhöfn fimm manna. Það var tunglskinsnótt, en 5/10 takmarkað skyggni með mikilli snjóvindhviðum á svæðinu. Lt. Luce kom inn í eina slíka vindhviðu án þess að átta sig á skaðsemi hennar og hrapaði á Keflavíkursvæðinu. Tvær aðrar flugvélar, sem hófu flug á sama tíma vöktu athygli á sérstaklega mikilli ókyrrð þessarrar vindhviðu eftir að þær lentu í henni.

vogsholl-6

Ein þeirra steyptist og hún nánast hrapaði áður en náðist að rétta hana af. Það er ómögulegt að greina snjóvindhviður að næturlagi og að forðast þær er jafn erfitt. Öll áhöfn flugvélarinnar létust í hrapinu. Flugvélin brann í snertingu við jörðina. Þeir sem létust voru: Lt. H.H. Luce, A-V(N), USNR, Lt (jg) D.A. Helms, A-V(N), USNR, skráður G.S. Nelson, a-V(N), USNR, Bryan, J.L., AMM3c, USN, Eichelberger, C.A., ARM1c, USN, Coode, B.W., ARM3c, USN, Hammond, W.C., AMM3cV6, USNR, Kantz, W.P., AMM1c, USN.
Athugasemdir: Í framhaldi af viðræðum við deildarmeðlimi kom fram hjá fyrirliða C.O., Tt.Cdr. Jesse J. Underhill, USN, að hann taldi veðrið væri viðunandi til flugs og fór til Capt. Daniel V. Gallery, C.O. á flotastöðinni með þá kröfu að flugi þennan morgun yrði aflýst. Þessari kröfu var hafnað af Capt. Gallery, og fimm flugvélar tóku á loft á A/S “sópum” frá kl. 07:07 til kl. 08:58. Frá kl 09:47 til kl. 10:15 móttöku allar flugvélarnar skilaboð um að snúa til baka til stöðvarinnar. Umræddar flugvélar voru: 7276 Lt (jg) J.T. Hocan 0707-1253, 2457 Lt (jg) E.W. Merkt 0802-1155, 7261 Lt (jg) L.L. Davis 0722-1210, 2459 Lt P.F. Bankhard 0858-1025 og 0442 Lt H.H. Luce 0726-0744 (hrapaði).” Tölurnar aftan við nöfnin eru tímasetningar flugtaks og lendinga.
vogsholl-9Á vettvangi flugslyssins á Njarðvíkurheiði var augljóst að þangað hafði enginn komið um langa tíð.
Á nútíma landakortum sem og á herforingjakortunum er Vogshóll merktur austan við Skipsstíg, sunnan Sjónarhóls. Í ljósi framangreindra upplýsinga virðist þurfa að skoða það eitthvað nánar.
Í framhaldi af framangreindri umfjöllun hafi Ólafur
Marteinsson samband með eftirfarandi upplýsingar:
“Ágætu Ferlir. Ég var að lesa frásögn á heimasíðu ykkar um flugslys við „Vogshól“ á Njarðvíkurheiði. Frásögnin um Catalina flugbátinn er að miklu leiti rétt enda byggð á samtíma skýrslum hersins.
Ég hef athugasemd við seinni tíma frásagnir af slysinu við „Vogshól“. Þessum frásögnum fylgja myndir sem ekki eru af Catalina slysstaðnum. Samtímamynd Friðþórs Eydal er eina myndin sem tilheyrir Catalina slysinu. Ég fór í leiðangur á „Vogshól“ sl. sumar og fann slysstaðinn fljótt eftir mynd Friðþórs.

vogsholl-4

Strax þegar ég kom á staðinn sá ég að staðurinn þar sem mest var af flugvélahlutum var ekki slysstaður Catalína flugbátsins. Á staðnum var talsvert af hlutum t.d. sveifarás með 18 stimpilstöngum, af þessu mátti sjá að hreyfillinn var 18 strokka en ekki 14 strokka eins og hreyflar Catalína eru. Einnig var mjög áberandi ca. 5 m löng tvískipt pústgrein sem ekki var úr Catalina flugbát.
Hófst nú nákvæmari rannsókn á því hvaða flugvél lá þarna utan í „Vogshól“ og hvar var Catalina flugbáturinn?
Ég skoðaði hluti og skráði part númer og raðnúmer.  Teiknaði upp nokkra skoðunarstimpla sem voru sæmilega glöggir. Þessar upplýsingar gáfu til kynna að hlutirnir voru frá Republic Aviation flugvéllaframleiðandanum.
Flugvélin sem þarna fórst 8. júli 1944 var Republic P47 Thunderbolt orrustuflugvél s/n 42-26100 frá USAAF 33  Fighter Squadron / 342 Composit Group, staðsett á Meeks Field, Keflavík. Orsök slyssins var hreyfilbilun. Flugmaðurinn Latham, Thomas J bjargaðist í fallhlíf.  Latham, Thomas J bjargaðist í fallhlíf í svipuðu flugslysi við Húsatóftir 13. Júní 1944.

Vogshóll

Brak við Vogshól.

Ég fór aftur á staðinn stuttu seinna, stækkaði leitarsvæðið og eftir dágóða yfirferð fann ég dreifða hluti, sem báru ártöl, part númer og skoðunarstimpla frá Consolidated Aircraft flugvélaframleiðandanum. Meðal annars var á staðnum grind úr hæðarstýrisfleti og á grindinni voru leifar að dúkklæðningu. Þessi hlutur var úr Catalína en ekki Thunderbolt.
Flugvélin sem þarna fórst 27. desember 1942 var Consolidated Catalina PBY-5A flugbátur, BUNO 0442 frá US Navy. VP-84 Squadron.
Hlutir úr Catalinu flugvélinni eru dreifðir yfir stórt svæði og skarast það svæði við svæði þar sem finna má hluti úr Thunderbolt flugvélinni.
Við „Vogshól“ hafa orðið tvö flugslys og einhverra hluta vegna hafa sögur af Catalina slysinu fengið meiri umfjöllun.
33. flugslysastaðurinn á Reykjanesskaganum er kominn fram!
Með kveðju – Ólafur Marteinsson.”

Heimildir:
-Frá heimsstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950, Friðþór Eydal 2007, bls. 220.
-Friðþór Eydal.
-Karl Hjartarsson.
-Sævar Jóhannesson.
-Ólafur Marteinsson – áhugamaður um Aviation Archeology.

Vogshóll

Brak við Vogshól.

Kastið

Minningarskilti var afhjúpað við Grindavíkurveginn þann 03. maí 2013 um þá er fórust er sprengjuflugvélin “Hot Stuff” rakst á Kastið í Fagradalsfjalli þann 3. maí 1943. Staðsetningin er reyndar svolítið skrýtin og nánast í engum tengslum við vettvang atburðarins. Í slysinu fórust 14 manns. Þegar textinn (án þess að stafavillur séu teknar með) á skiltinu er skoðaður má sjá eftirfarandi:
kastid-221B-24 Liberator-sprengjuflugvélin Hot Stuff – Sigursaga og örlagarík endalok.
Bandaríska B-24 sprengjuflugvélin Hot Stuff og áhöfn hennar var fyrsta flugvél 8. flughersins sem lauk 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari. Áhöfnin fékk fyrirmæli um að snúa flugvélinni heim til Bandaríkjanna vorið 1943 þar sem fara skyldi sýningarför um landið í fjáröflunarskyni fyrir Bandarríkjaher.
Yfirhershöfðingi Bandarríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, sem boðaður var til skrafs og ráðagerða í Washington, óksðai eftir vþi við vin sin Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprengjuflugdeildar, að fá far með Robert “Shine” Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff en Andrews var einnig kunnugur Shannon.

kastid-223

Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni. Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar; nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Meþódistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprengjuflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar. Hot Stuff lagði upp frá Bovingtonflugvelli í Englandi að morgni 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwik í Skotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf.
Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar kom upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og sundraðist.
Við slysið fórust aAndrews-221llir um borð nema vélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en lá fastklemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið.
Frank M. Andrews hershöfðingi fæddist 3. febrúar 1884 í Nashville í Tennessee. Hann hóf nám í háskóla Bandaríkjahers. West Point árið 1902 og brautskráðist árið 1906. Hann starfaði í flugdeild Bandaríkjahers í fyrri heimstyrjöldinni og árið 1935 skipaði Douglas MacArthur yfirhershöfðingi hann til þess að gegna starfi yfirmanns nýrrar aðgerðardeildar flughersins.
Andrews var ötull talsmaður þess að bandaríksi flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsheild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Andrews var ákafur hvatamaður aðs míði sprengjuflugvéla og eggjaði stjórnvöld til að kaupa á fjölda nýrra sprengjuflugvéla af gerðinni B-17 “Fljúgandi virki” en hlaut ekki stuðning yfirstjórnar hersins. Framsýni hans sannaðist þegar Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og stjórnvöld létu smíða B-17 og B-24 Liberator sprengjuflugvélar í stórum stíl. Andrews hlaut tignarhækkun árið 1941 og var falin yfirstjórn bandarískra herja við Karíbahaf sem önnuðust varnir aðkomuríkja Bandaríkjanna í suðri, þ.á. m. um Panamaskurð. Eftir innrás bandamanna í Norður-Afríku haustið 1942 var honum falin stjórn herafla Bandaríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf sem átti þátt í að vinna sigur á Afríkuher þýska hershöfðingjans Rommels.
kastid-224Í febrúar 1943 var Andrews skipaður yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu með aðsetur í Bretlandi og 3 maí sama ár valdi bandaríska yfirherráðið hann til þess að stjórna sameinuðum herafla bandamanna sem undirbúa skyldi innrás á meginlandið. Andrews fékk þó aldrei boðin um þess merku tignarhækkun því hann fórst sama dag þegar Liberator-flugvél hans, sem gegndi nafninu “Hot Stuff” og flytja átti hann til Bandaríkjanna, fórst á Fagradalsfjalli Á Reykjanesi. Flugvélin hafði horfið frá lendingu í Reykjavík vegna veðurs og var á leið til flugbækistöðvar breska flughersins í Kaldaðarnesi. Við lát Anrews hershöfðingja, tók Dwight D. Eisenhower, síðar Bandaríkja-forseti, við stjórn Evrópuherstjórnar-innar en hann hafði áður gegnt starfinu. Andrews hershöfðingi og þrettán samferðarmenn hans voru grafnir með mikilli viðhöfn í Fossvogskirkjugarði 8. mái 1943. Líkamsleifar þeirra voru síðan fluttar heim til Bandaríkjanna árið 1947 og var Andrews lagður til hinstu grafar í þjóðarreit Bandaríkjanna, Arlingtonkirkjugarði í útjaðri Washingtonborgar.” 

Hlekk inn á frétt RÚV HÉR.

Hot Stuff

Hot Stuff.

Sandskeið

Pétur Jónsson hafði samband við FERLIR.
Sandskeid - slys-2“Sælir, var að skoða vefinn hjá ykkur og þá sérstaklega um flugvélaflök. Sá ekkert þar um leifar af vél sem er á Sandskeiði. Greinilega var um vopnaða vél að ræða þar sem brunnin og sprungin skothylki eru á svæðinu.”
Pétur var spurður hvort hann vissi eitthvað meira um sögu vélarinnar, tildrög slyssins og hverjir voru þar í áhöfn? Og hvar brakið er staðsett?”
“Veit ekkert meira um þetta flak en sá það fyrst þegar ég fór til rjúpnaveiða, sennilega árið ’83. Fór svo aftur í fyrravor og sá það aftur, það var samt töluvert af hlutum. Get vísað á staðinn.”
Farið var með Pétri á vettvang. Hann gekk óhikað að slysstaðnum. Allnokkurt smábrak var þar í gróinni brekku. Greinilegt var að flugvélin hafði rekist beint í brekkuna, eldur komið upp og vélin brunnið. Sprungin skothylki voru á vettvangi með áletruninni F A 42.
Sandskeid - slys-3Leitað var til Eggerts Nordahls og Sævars Jóhannessonar um nánari upplýsingar um flugvélina og slysið.
Eggert sagði: “
Þarna fór niður í spinni Lockheed P-38F Lightning orrustuflugvél árið 1943. Ryðfríar klemmur eru “typcal” fyrir þá tegund.” Eggert á í fórum sínum ýmsan fróðleik, bæði um þetta óhapp sem og mörg önnur frá þessum árum.
Á vettvangi, nú 67 árum eftir atvikið, mátti, sem fyrr sagði, sjá ýmislegt smálegt þarna í hlíð hólsins. Ekki er vitað til þess að þessi litli og venjulegi hóll í landslaginu beri neitt sérstakt nafn og mætti því, í minningu atviksins, nefna hann Flugslysahól.
Hér var um að ræða 29. flugvélaflakið frá stríðsárunum er staðsett hefur verið á Reykjanesskaganum.
P48Svifflugfélag Íslands var á þessum árum staðsett á Sandskeiði. Félagið var stofnað 10 ágúst 1936. Aðalhvatamaður var Agnar Kofoed-Hansen eftir flugnám í Danmörku. Hafði honum verið boðið til Lundby, þar var flugvöllur þar sem æft var svif og renniflug.
Veturinn 1937, þann 31. jan. var svo fyrsta svifflugsæfingin í Vatnsmýrini.
Og um haustið er Sandskeiði við Vífilsfell komið í nokun og hefur félagið verið þar síðan. Árið 1938 var samkomulag við Þjóðverja um að hingað kæmi svifflugleiðangur og var kostnaði skipt þannig að Svifflugfélagið greiddi ferðir og uppihald en þjóðverjar sköffuðu dráttarflugvél og svifflugur. Sótti Sviflugfélagið til Seltjarnarhrepps að á fá leyfi til að gera flugsvæði og að byggja flugskýli á Sandskeiði í afrétti hreppsins. Á fundi hreppsnefndar 5. maí 1938 var samþykkt erindi Svifflugfélagsins. Á þessum tíma var Kópavogur ekki til sem sjálfstætt hreppsfélag, var hluti af Seltjarnarneshreppi.
Sandskeid - slys-5V
ið hernám Breta og síðar hersetu Bandríkjamanna var Sandskeið tekið undir skotæfingasvæði og var Sandskeiðið nánast allt sundur skotið. Og en þann dag í dag má sjá sprengjugíg[a] á Sandskeiði rétt utan við girðingu á norðurenda Norður/Suðurbrautar. Bretar höfðu órökstuddan grun um að félagar í Svifflugfélaginu væru hallir undir stjórnvöld í Þýskalandi. Voru þess vegna ekkert vinsamlegir gagnvart Svifflugfélaginu varðandi svifflug og var sagt að þeir hefðu grun um að Sandskeið væri hugsamlegur flugvöllur Þjóðverja.
Haldið áfram uppbyggingu á Sandskeiði og var 1944 keypt bogaskemma “Bragginn” sem stóð á Geithálsi ofan Reykjavíkur, var skemman tekin niður og sett upp á Sandskeiði og er í dag nýtt sem véla- og vagnageymsla.
Sævar sagði: “Atvikið varð 25. apríl 1943 kl. 15:45. Um var að ræða P38 orrustuflugvél er hrapaði og brann á “Sandkeidi range”. Flugmaðurinn, laut. F.E. Eichman, lést í slysinu”.

Heimildir:
-http://www.cec.archlight.info/?
-Eggert Nordahl.
-Pétur Jónsson.
-Sævar Jóhannesson.

Kópavogur

Herkampur við Sandskeið (Arnarþúfum).

Kastið

Gengið var á Fagradalsfjall um Görnina með stefnu upp á Kastið. Í sunnanverðri Görninni er flugvélabrak, m.a. leyfar af hreyfli.
Gornin-1Í hlíðinni efst í vestanverðu Kastinu, handan við háhrygginn, er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943. Efst eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Neðar í fjallshlíðinni eru t.d. hluti hjólastells o.fl. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðing Evrópuherafla Bandaríkjanna, Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Um var að ræða mesta flugslys hér á landi á þeim tíma. Hreyfillinn í Görninn hafði greinilega kastast yfir brúnina þegar flugvélin lenti þarna efst í brattri hlíðinni. Tóm 42′ skothylki lágu á víð og dreif. 

Frank M. Andrews hershöfðingi, gekk undir gælunafninu Andy. Hann fæddist í Nashville, Tennessee, í Bandaríkjunum, 3. febrúar árið 1884 og lést á Fagradalsfjalli, Íslandi, þann 3. maí 1943.
Andrews-2Andrews var einn af stofnendum Flughers Bandaríkjanna (United States Air Force). Í forystustörfum innan hersins Air Corps náði hann góðum árangri þar sem öðrum hafði mistekist. Andrews var fyrsti yfirmaður í miðlæga ameríska flughernum (Central Air force) og fyrsti loftliðsforinginn  til að gegna störfum hjá landhernum (Army). Í byrjun 1943 tók hann sæti Dwight D. Eisenhower sem yfirmaður allra US hermanna í Evrópu í innrásaráætlun bandamanna.
Hann beið bana í flugslysi á Íslandi árið 1943, sem fyrr sagði. Hann var þá sá hæstráðandi í her Bandaríkjanna er látið hafði lífið í stríðinu á þeim tíma. Andrews herflugvöllurinn í Maryland er nefndur eftir honum, líkt og Andrewsherskólinn í Berlín, Þýskalandi), alþjóðlegur Andrews-flugvöllurinn í Santo Domingo (nú rifinn) og Andrews Avenue í Pasay City, Philipseyjum.

Andrews-3Andrews var barnabarn á riddaraliðshermanns sem barðist við hlið Nathan Bedford Forrest og barna-barnabarn tveggja Tennessee landshöfðingja, John C. Brown og Neill S. Brown. Hann útskrifaðist úr borginni Montgomery Bell Academy árið 1901 og gekk í Military Academy í West Point í júlí 1902. Hann gekk til liðs við United States Army við útskriftina árið 1906.  Starfaði hann m.a. sem liðsforingi á Filippseyjum og Hawaii. Eftir að hann giftist dóttur hershöfðingjans Henry Tureman Allen árið 1914, var Andrews meðtekinn í félagslega hringinn í Washington og innan hersins.

Allen hershöfðingi gerði sér ákveðnar vonir um framtíð tengdarsonar síns, t.d. með því að lýsa yfir að dóttir hans vildi ekki giftast flugmanni. Þess vegna fékk hann stöðu hjá Army Signal Corps í febrúar 1914, en ekki hjá Air force.

Andrews-1

Innan mánaðar eftir að Bandaríkin blönduðust inn í Fyrri heimsstyrjöldina var Andrew fluttur í apríl 1917, þrátt fyrir andmæli yfirmanna hans, yfir í Aviation Section, US Signal Corps.
Eftir skamma stund í Washington, DC, fór Andrews til Rockwell Field, California, í apríl 1918. Þar lauk hann Aviatorþálfun, þá 34 ára.  Andrews fór aldrei erlendis í stríðinu sem félagi af the Air Service. Í staðinn, hann bauð ýmsum flugvöllum um Bandaríkin og í Army General Staff í Washington, DC eftir stríðið. Þá var hann fluttur til starfa í Þýskalandi þar sem tengdafaðir hans, Allen hershöfðingja, hafði verið boðin staða.

Eftir að hafa farið til Bandaríkjanna árið 1923, réð Andrews fyrir stjórn Kelly Field, Texas, og hann varð fyrstur stjórnandi háþróaðs flugskóla þar. Árið 1927 flutti hann til að Air Corps taktísk School í Langley Field, Virginíu, og árið eftir fór hann sem stjórnandi  General Staff School í Fort Leavenworth, Kansas. Andrews gegndi æðstu her Air Corpsþjálfun og -rekstrarsviðs á árunum 1930-1931. Hann fór síðan 1. Pursuit Group á Selfridge Field, Michigan. Eftir útskrift úr hernum War College árið 1933, fór Andrews aftur til General Staff árið 1934. Í mars 1935 var Andrews skipaður í herráð Douglas MacArthur í nýstofnaða Almennar Headquarters (GHQ) Air Force, sem hafði það m.a. að markmiði að styrkja Army Air Corps eininga undir einn foringja. Undir stjórn hans, hóf GHQ Air Force þróun aðferða til að ná ydirburðum í loftinu sem síðar varð ríkur þáttur US Army Air Force.

Kastid-2

Andrew var talsmaður fjögurra hreyfla þungra sprengjuvéla, s.s. B-17 (Fljúgandi virkið).  MacArthur átti hins vegar undir högg að sækja þars em fyrir var hershöfðinginn Malin Craig, en hann andvígur hvers kyns verkefnum fyrir Air Corps nema að styðja herafla á jörðu niðri. Craig var ósammála Andrews um yfirburði B-17 á allar aðrar tegundir. Í stað þess að styðja fyrirhuguð kaup á B-17 var ákveðið að kaupa minni en ódýrari léttar og meðalstór sprengjuflugvélar, eins og Douglas B-18. Honum tókst þó að sannfæra menn um að kaupa nóg af B-17 til að halda áætluninni á lífi. Stríðið í Evrópu varð til að undirsstrika það að Andrews hafði rétt fyrir sér.

Kastid-3Andrews var skipaður framkvæmdastjóri Air Corps í kjölfar dauða hershöfðingja Oscar Westover í september 1938, fyrst og fremst vegna stuðnings síns fyrir loftárásaráætluninni. Hann varð loftráðgjafi George C. Marshall, nýlega ráðinn sem aðstoðarforstjóri “Æðstu starfsmanna hersins” árið 1938.

Í janúar 1939, í ræðu á National Aeronautic Association, lýsti Andrews Bandaríkin sem “sjötta mesta loftherveldið”. Í lok fjögurra ára ferils síns sem framkvæmdastjóri GHQAF fór hann aftur í fasta stöðu sem ofursti úr tímabundinni stöðu sinni fyrir áttunda Corpssvæði í San Antonio. Hann var kallaður til Washington einungis fjórum mánuðum síðar.

Kastid-4Árið 1940, Andrews ráð fyrir stjórna af the Air Corps Panama Canal Air Force , og árið 1941 varð hann yfirmaður the Caribbean Defense Command, sem hafði mikilvæga skyldu í Seinni heimsstyrjöldinni að verja Suðursvæði Bandaríkjanna, þar á meðal hinn mikilvæga Panamaskurð. Árið 1942 fór Andrews til Norður-Afríku þar sem hann var þriggja mánaða í stjórn allra United States herafla í Mið-Austurlöndum frá bækistöðvum í Kaíró.

Hershöfðingja Andrews var síðan skipaður yfirmaður allra United States herafla í Evrópu. Í ævisögu sinni, hershöfðingja Henry H. Arnold, yfirmaður í hernum Air Forces í World War II, gefið þeirri trú að Andrews hefði verið gefin skipun bandamanna innrás í Evrópu – stöðu sem á endanum gekk til hershöfðingja Eisenhower. Marshall myndi segja seint í lífinu, því að Andrews var eina almenna hann fengið tækifæri til að brúðgumanum hugsanleg Supreme Allied Command síðar í stríðinu.

Kastid-5

Hershöfðingja Andrews beið bana í flugslysi í B-24D-1-CO, Frelsari , 41-23728, á 8. Air Force úr RAF Bovingdon, England, á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga eftir að hafa þurft frá að hverfa við lendingu á Kaldaðanesflugvelli.  Fagradalsfjall á Reykjanesi eftir aflýst reyna að lenda á Royal Air Force Station í Kaldadarnes, Íslandi. Andrews og þrettán aðra létust í flugslysinu; aðeins slétskyttan, S/Sgt. George A. Eisel, lifði slysið af. Aðrir KWF, þar með talinn flugmaðurinn kapteinn Robert H. Shannon, 330 BS, 93 BG; og sex starfsmenn Andrews, þ.mt Maj. Ted Trotman, B/Gen. Charlie Barth, Col. Marlow Krum, and aðstoðarmaður hershöfðingjans, Maj. Fred A. Chapman; and Capt. JH Gott, navigator. Charlie Barth, Col. Marlow Krum og aide almenn’s Maj. Fred A. Chapman, og kapteinn JH Gott. Andrews er grafinn í Arlington National Cemetery.

“Slysið var um það bil kl. 15:30 að Greenwichtíma, þann maí 3, 1943, B-24D (41-23.728) í staðsetningu 22°19’30” vestur – 63°54′ norður á Íslandi og eyðilagðist vélin.”.

Kastid-6

B-24 var úthlutað til 8. Air Force á Bovington, Englandi. Sendinefndin var áætlað yfir landið flugi frá Bretlandi til Meeks Field, Iceland, til að fara yfir Prestwick í Skotlandi. Flugvélin nálgaðist Íslandi frá suðaustur og hafa samband við var gerður við landið sjö kílómetra austan Alviðruhamrars-vitann um 01:49 GMT. Flugvélin miðaði áfram vestur fjörur í hæð um 200 fet, sem eftir eru undir skýjum. Um 02:38 GMT flugvélarinnar hringur the Royal Air Force airdrome á Kaldaðarnes fimm sinnum á um 500 fet. Fjarskiptasamband náðist ekki við flugvélina. B-24 flaug lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til lendingar. Þess í stað flaug hann áfram vestur fjörur í 60 feta hæð.

Andrews-4

Á Reykjanesi var flugvélinni snúið til norðurs og síðan á ströndina í um 10 mílur svo til beint vestur af Meeks Field. Tíminn var nú 2:53 klst GMT. Vandræði var með fjarskiptasam-band. Flugvélin sneri austur og flugmaðurinn reyndi sjónflug að Meeks Field, en lágmark skyggni og rigning kom í veg fyrir að það tækist. Flugmaðurinn ákvað að fara til baka til Kaldaðarnesflugvelli. Kapteinn Shannon reyndi að fylgja strandlengjunni með því að snúa bratt í austurátt.

Skyggni var svo til ekkert vegna skýj, rigningar og minnkandi útsýnis. Flugvélin var ekki búin að loftsamskipta, en flugmaðurinn reyndi að halda sjónrænum tengslum við landið með því að fljúga undir skýjum. Á 22°19’30 “vestur – 63°54′ norður, flaug hann í 1100 feta hæð, 150 fet að ofan, en á norðaustur sjálfsögðu á hraða minnsta kosti 160 mph. Annar vængur B-24 vélarinnar lenti í brattri hlíðinni, í 45° halla.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.com

Kastið

B-24 – minnismerki um flugslysið í Kastinu.

 

P-40

Þorkell Guðnason hafði samband og benti FERLIR á a.m.k. tvö flugvélaflök í Reykjafelli í Mosfellssveit.
Tvær amerískar flugvélar (hann vissi ekki hvers tegundar þær voru) hefðu flogið hvor Braká aðra yfir Reykjafellinu snemma árs 1944 og báðar hrapað þar til jarðar. Önnur flugvélin hefði lent suður í fellinu og hin í mýri skammt norðaustan við klett, svonefndan Einbúa. Hann og fleiri krakkar í Mosfellsdal hefðu farið þangað upp eftir og m.a. hirt byssur úr fyrrnefnda brakinu og borið til byggða. Hluta af því mætti sjá á steinsteyptum stöpli við Suður-Reyki. Síðarnefnda brakið ætti að vera sokkið í mýrina og því sæist ekkert af því núna.
Þegar komið var að Suður-Reykjum mátti sjá nefndan flugvélahluta framan við bæinn. Guðað var á glugga og knúið dyra. Málfríður Bjarnadóttir, eiginkona Jóns Magnúsar Guðmundssonar, bónda á Suður-Reykjum (nýlátinn), kom til dyra. Hún tók vinsamlega á móti gestunum. Eftir að hafa borið upp erindið, þ.e. hvort hún kannaðist við nefnd flugslys og gæti lýst staðsetningu vettvangsins í hvoru tilviki fyrir sig, svaraði hún því til að þetta hefði nú Jón hennar vitað. Sagðist Málfríður hafa heyrt af slysinu. Það hefði þá verið á vitorði heimafólks í sveitinni, en ekki hefði mátt segja frá því að öðru leyti. Þetta hefði verið “hernaðarleyndarmál”. Annar flugmaðurinn, sá sem hrapaði sunnan í Reykjafelli, sem reyndar héti Reykjafjall, hefði látist, en hinn er hrapaði undir Einbúa hefði náð að kasta sér út í fallhlíf og bjargaðist heim í Helgadal.
Sagðist Málfríður vita til þess að Guðmundur, sonur hennar og núverandi bóndi á Suður-Reykjum, gæti vísað á slysavettvangana. Hann væri nú að bjástra við hrossin í gerðinu þarna norðantil.
SlysavettvangurMálfríður var kvödd með þeim orðum að heimsóknin yrði endurtekin eftir gönguna um ReykjaFJALLIÐ.
Þegar komið var að hestagerðinu var nefndur Guðmundur í önnum við hnakksetningu. Hann gaf sér þó tíma til að svara spurningum FERLIRs. Sagðist hann kannast við atvikið og slysstaðina. Sá, sem væri sunnan í ReykjaFJALLI, vel enn vel greinilegur. Þar væri brak að finna á hallandi mel. Best væri að fara upp með autsanverðu gilinu ofan við austasta sumarbústaðinn norðan við Varmá. Þegar komið væri upp að efstu mörkum gilsins væri best að halda til austurs uns komið væri að brakinu er lægi þar á mel. Í hinu tilvikinu væri nú ekkert brak að sjá. Flakið hefði verið í mýri norðaustan í fjallinu og þar hefði það sokkið í hana smám saman.
MýrinHaldið var eftir vegarslóða inn að efsta sumarbústaðnum norðan Varmár. Þaðan var haldið inn að gilinu fyrrnefnda. Gengið var upp með austanverðu giliu, upp að þeim stað er það rann saman við ofanverða fjallshlíðina. Þaðan var gengið til austurs; að flakinu. Neðar kúrði Húsadalur.
Slysavettvangurinn var fremur lítill. Á honum mátti lesa að flugvélin hafði brunnið að hluta. Brakið var þó dreift um nokkurt svæði, en augsýnilega hafði verið hirt úr því allflestir “tengslahlutir” með textum og tölum. Þó mátti sjá áletrun á einum hlutnum (7-22-7125 1) eða eitthvað slíkt. Á vettvangi var tilfinningin sú að þarna hefði orðið mannskaði.
Þegar komið var upp að Einbúa dró flögubergið þar að sér alla athyglina. Á afmörkuðu svæði mátti Flögubergiðbæði sjá gular skófir (húsaglæðu) og smækkaða mynd af stuðlum í berginu. Mýrin norðaustan við Einbúa var einnig forvitnileg því þar mátti m.a. sjá jakobsfífil í samlífi við grávíði og birki, fjalldrapa og smjörlauf. Engin ummerki voru þar um flugslysið, en vegna þess hversu Helgadalsbærinn endurspeglaðist í kvöldsólinni frá Einbúa með útsýni yfir mýrina mátti telja líklegt að þarna hefði táknfræðingurinn sjálfur verið að senda tvífætlunum ákveðin skilaboð. Rjúpa skrapp undan fæti og flugu undan smávaxnir noðrar.
Á leiðinni niður af Reykjafelli var gengið fram á hól alsettan geyméreium. Ófáir staðir á landinu hýsa slíkan fjölda af þessu bláblómi en þarna má finna.
Þegar tekið var hús á Málfríði seinna sinnið kvaðst hún hafa kíkt í Sögu Mosfellsbæjar. Í henni, bls. 332, væri getið um slysið í ReykjaFJALLI. Þar segir: ”
SóleySnemma árs 1944 varð alvarlegt flugslys í Mosfellssveit þegar tvær herflugvélar fórust yfir Reykjafelli. Önnur vélin steyptist niður skammt ofan við Reyki og flugstjórinn lést. Hin vélin hrapaði við klettanípuna Einbúa í austanverðu Reykjafelli, flugmaðurinn komst í fallhlíf og lenti skammt frá bænum Helgadal í Mosfellsdal. Guðjón Sigurður Jónsson bóndi þar “bar flugmannin til bæjar, því hann var heldur illa á sig kominn. Guðjón lánaði honum stígvjel og húsfreyja hitaði te.” Lengi vel mátti finna leifar flugvélanna sem fórust í þessu sviplega slysi í Reykjafelli.”
Haft var samband við Þorkel Guðnason í framhaldi af ferðinni og spurt nánari upplýsinga. Svarið kom um hæl: “
Heimildarmaður minn var Jóel Kr Jóelsson, garðyrkjumaður, Reykjahlíð, Mosfellssveit.  f. 22.01.1921, látinn 16.06.2007. Hann var eiginmaður Salome, systur móður minnar. Ef ég man rétt, horfði hann á þetta gerast.  Hann sagði mér vélarnar hafi rekist saman og að flugmaður annarrar vélarinnar hafi komist út úr henni, en stungist á höfuðið í harðfennisskafl, því fallhlífin opnaðist ekki – var líklega í of lítilli hæð.
Innan hvíta hringsins [á myndinni] var aragrúi af vélbyssukúlum – hlutar úr byssubeltum og eitthvað af patrónum. Þarna við hólinn lá allstórt flugvélardekk með amerískum merkingum. Þetta er staður sem málmsafnarar áttu nokkuð greiða leið að og ég veit um allmarga sem stunduðu þá iðju.”
Samkvæmt Slysaskrá flugslysa á stríðsárunum varð atvikið þann 16. febrúar 1944. Um var að ræða tvær amerískar P40 herflugvélar. Nicolas Stam bjargaðist í fallhlíf, en William I. Heidenreich fórst er vél hans lenti í Reykjafellinu.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Bjarnadóttir.
-Guðmundur Jónsson.
-Saga Mosfellsbæjar 2005, bls. 332.
-Sævar Jóhannesson.

Reykjafell

Reykjafell – flugvélaflak.

Douglas

Enn átti eftir að staðsetja tvö flugvélaflök sem vitað var um, þ.e. Douglasvél, sem fór niður á “hraunssléttu SA Helgafells” 1944 og aðra, sem fórst í Lönguhlíðarfjöllum, Hudson eða sama ár. Líklega er þó hér um eina og sömu flugvélina að ræða. Í skýrslu ameríska hersins frá 11. júní 1944 segir: “An Icelandic sheepherder reported a crashed in a lava bed about 8 miles southeast of Hafnarfj0rdur. The plane was idendified as the RAF C-47, missing since 7 March, 1944.”

BrakÍ viðtali, sem Sævar Jóhannsson tók fyrir nokkrum árum (óbirt) segir viðmælandinn, Ingólfur Guðmundsson, m.a. frá slysstaðnum í Huldum í Sveifluhálsi (í des. 1944).
Um atvikið í Kistufelli (sjá HÉR) segir: “Við fórum oft í “kröss” hjá hernum. Í eitt skipti, það hefur verið 1944, fórum við í veðurathugunar Hudson, sem “krassaði” í Lönguhlíðarfjöllunum. Hún var að koma inn yfir land utan af sjó. Það var slæmt skyggni, flugmaðurinn hefur séð hæð framundan og rifið snöggt í þannig að vélin fór ekki upp heldur “massaði” inni í hæðina. Við fundum vélina og það var ömurleg aðkoma. Daginn eftir fór Björn Jónsson og fleiri dugmiklir kappar með hermönnum að sækja líkin og ýmislegt úr vélinni. Þeir villtust og voru villtir í 2 eða 3 daga. Það var þannig, að Björn átti að vera leiðsögumaður, enda öllum staðháttum kunnur, en officerinn, sem fór fyrir leiðangrinum og Björn átti að lóðsa, þóttist vita betur en Björn og því fór sem fór. Björn vissi upp á hár, hvar vélin var. því hann fann hana daginn áður. Hermennirnir sem voru aðal “burðardýrin” voru með ferkantaða vatnsdunka með sér, því þeir máttu ekki drekka vatn úr lækjum sem urðu á vegi þeirra. Það gerði frost svo vatnið fraus í dunkunum og svo gerði vitlausa austanátt. Þeir komu ekki niður fyrr en tveimur eða þremur dögum seinna og að mig minnir á Vatnsendahæð. Björn skilaði sér til byggða á eðlilegum tíma enda öllum leiðum vel kunnugur”. (Slys þetta er skráð 31. mars 1945. Fjórir fórust)
Áður hefur verið lýst að “fjárhirðir” hafi fundið flak um 8 mílur suðaustur af Hafnarfirði sbr. skrá hersins (Record of Events): “11. júní 1944: Íslenskur fjárhirðir tilkynnti um hrap flugvélar í hraunið u.þ.b. 8 mílur suðaustur af Hafnarfirði. Um var að ræða breska flugvél, C-47, er saknað var síðan 7. mars sama sama ár.” Sennilega er þetta sama vélin og sögð er hafa farist efst í Kerlingargili eða “Lönguhlíðarfjöllum” sbr. framangreint. Sú vél átti einnig að hafa verið Douglasvél, en leifar hennar má m.a. sjá í Óbrinnishólabruna norðvestan Lönguhlíða.
BrakUm skoðun á því brakinu kom fram eftirfarandi hugleiðing: “Ljóst er að að skoða þarf nánar svæðið “undir Lönguhlíðum inn við Grindarskörð” með hliðsjón af því hvort þar kunni að leynast álpjötlur, skinnur, rær og/eða leiðslur úr flugvélinni. Hafa ber þó í huga að flugvél, sem var að flytja varahluti, fórst þarna á svæðinu á 5. áratug síðustu aldar. Brak úr henni sást lengi vel.
Sagnir um að flugvélahlutar eftir flugslys hafi síðar verið dregnir til Hafnarfjarðar eru nokkrar, t.d. flak Canso-vélar (Canadian-Vickers Canso A), sem fórst efst í Sveifluhálsi utan við Huldur (sjá HÉR). Brak úr henni fannst mörgum árum síðar í Hrútagjárdyngju. Það gæti hafa hent flugvélina undir Lönguhlíðum því brak er að finna í hrauninu norðvestan við meintan nauðlendingarstað. Á því braki má lesa stafina .032 ANRA. Skv. upplýsingum þess manns, sem best þekkir til flugslysasögunnar fyrrum, Eggerts Norðahls, mun “.032” vera þykktin á álinu, en ANRA gæfi til kynna að þarna gætu verið leifar breskrar Douglas flugvélar, sem fórst á hraununum suð-austan við Helgafell (átta mílur suð-suð-austur af Hafnarfirði 7. mars 1944. Flakið fannst fyrst 11. júní 1944). Á hlutum, sem þar fundust áður var einmitt áletrunin .032 AN eða .032 ANRA stimplað á plöturnar að innanverðu. “Hugsanlegt er að ANRA standi fyrir Army Navy Rolled Aluminium eða eitthvað álíka. Á öðrum hlutanum er merki Breska flughersins svo enginn vafi er á hvers þjóðar hún var“.
BrakÞá var ekki um annað að ræða en fara á vettvang og leita uppi slysstaðinn. Eftir að hafa gengið brúnir Lönguhlíðar sunnan við Kerlingargil kom í ljós að flugvélinni hafði verið flogið í hlíðina eins og fram kemur í framangreindri lýsingu. Undir hlíðinni er brak úr vélinni, s.s. pústgrein frá mótor og ýmislegt annað. Ofan þess eru smásteinóttar skriður, sem hafa verið að hylja brakið smám saman síðustu 65 árin (skrifað 2009). Ekki er útilokað að hluti braksins kunni að vera ofar á brúninni. (Sjá meira undir Lönguhlíð – flugvélaflak II.)
Nú má segja að tekist hefur að staðsetja öll þekkt flugvélaflög á Reykjanesskaganum frá stríðsárunum. Enn á þó eftir að skoða svæðið sunnan við Leiti austan Bláfjalla, en þar sagt vera heillegt brak úr herflugvél. Auk þess á eftir að skoða betur í Lakadal, en þar var gengið fram á brak úr flugvél árið 2005.

Frábært veður. Sjá meira um flugvélaflök á Reykjanesskaga
HÉR.

Heimild m.a.:
-Sævar Jóhannsson.
-Dagbókafærslur ameríska hersins (MACR) hér á landi 1944 og 1945.

Lönguhlíð

Brak við Kerlingagil.

Portfolio Items