Færslur

Í ritinu „Árnesingur VII“ árið 2006 er grein um Fornagarð í Selvogi eftir Bjarna F. Einarsson, „Garður er grannna sættir“. Tilvísun þessi er Fornigardur-559sótt í Jónsbók.
Greinin er tilefni rannsóknar, sem Bjarni gerði á garðinum árið 8. – 18. júlí 2003. Þrátt fyrir að véfengja megi niðurstöðu rannsóknarinnar í nokkrum megindráttum kemur í greininni fram ýmiss fróðleikur um þennan merka garð.
Ljóst var að nýr Suðurstrandarvegur myndi rjúfa „Forngarð“? skammt frá nýrri heimreið að Vogsósum. Hann var því rannsakaður þar sem vegurinn átti að fara í gegnum garðinn.
Bjarni segir „Fornagarð“ liggja á milli Vogsósa og Strandar í Selvogi.

Sjá meira HÉR.

Selvogur-556
Í ritinu „Árnesingur VII“ árið 2006 er grein um Fornigardur-559Fornagarð í Selvogi eftir Bjarna F. Einarsson, „Garður er grannna sættir“. Tilvísun þessi er sótt í Jónsbók.
Greinin er tilefni rannsóknar, sem Bjarni gerði á garðinum árið 8. – 18. júlí 2003. Þrátt fyrir að véfengja megi niðurstöðu rannsóknarinnar í nokkrum megindráttum kemur í greininni fram ýmiss fróðleikur um þennan merka garð.
Ljóst var að nýr Suðurstrandarvegur myndi rjúfa „Forngarð“? skammt frá nýrri heimreið að Vogsósum. Hann var því rannsakaður þar sem vegurinn átti að fara í gegnum garðinn.
Bjarni segir „Fornagarð“ liggja á milli Vogsósa og Strandar í Selvogi. Nákvæmar er að segja að umræddur vörslugarður liggi milli Hlíðarvatns í landi Vogsósa austur fyrir Nes (að Snjóthúsi/Snjóhúsi) í Selvogi líkt og segir í lýsingu Brynjúlfs Jónssonar frá 1902. Snjóthús var þar sem nú er Nesviti (Selvogsviti). Að vísu eru hlutar vörslugarðsins misgamlir og garðinum hefur augsýnilega verið breytt í gegnum tíðina, m.a. til að verjast sandfoki, en megingarðurinn hefur Vogsos-37varla náð í upphafi á milli síðarnefndu staðanna, enda ber hann þess öll ummerki. Hinn eldri garður er nú hrofinn að hluta, enda var talsvert grjót tekið úr honum á milli Strandar og Torfabæjar og Þorkelsgerðis og Guðnabæjar þegar vegagerð fór fram á þjóðveginum á Strandarhæð um miðja síðustu öld (Þórarinn Snorrason og Þórður Bjarnason). Bjarni getur reyndar í umfjöllun sinni um breytt hlutverk garðsins á mismunandi tímum, bæði vegna umhverfisins sem og tengingu við fleiri en eitt lögbýli í sveitinni.
„Fornagarðs er trúlega fysrt getið í miðaldaheimildum og því býsna merkilegur, Árið 1927 voru allar „Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar“ friðlýstar í landi Vogsósa og Vindáss (Fornleifaskrá 1990).
Vogsos-37Markmiðið með rannsókninni var að reyna að grafast fyrir um aldur garðsins og kanna byggingu hans..
Garðar hafa verið hlaðnir um allt land frá upphafi byggðar í landinu. Gerð þeirra og hlutverk hefur verið með ýmsum hætti en eitt eiga þeir allir sameiginlegt og það er að allir eru þeir gerðir úr jarðefnum, þ.e.a.s. grjóti, torfi, mold og öðrum jarðvegi…“.
Í Grágás og Jónsbók eru ákvæði um breidd og hæð löggarða og hvenær vinna við þá skyldi fara fram. Fornigardur-552Skyldu þeir vera fimm fet á þykkt niður við rót en þrjú fet efst. Hæðin átti að ná meðalmanni í öxl. Garða skyldi hlaða í fyrsta lagi á vorönn þegar mánuður var af sumri.
Árið 1776 kom tilskipun er fól m.a. í sér að girða skyldi tún með torf- eða grjótgarði verði því við komið.
„Almennt er talið að Fornagarðs sé fyrst getið í rekaskrá Strandarkirkju áruð 1275. Þar segir m.a.: „Sex vætter æ huert land fyrer garde enn fiorar utan gardz og skal reida með slijku sem rekur“ (Íslenskt fornbréfasafn 1893, bls. 124).
Garðsins er ekki getið aftur fyrr en í bréfi séra Jóns Vestmanns (1769-1859) til hinnar konunglegu dönsku nefndar til varðveislu fornminja í Danmörku. Er bréfið ritað þann 25. júní 1818. Í lýsingu Jóns segir svo um garðinn: „Máské mætti telia Meniar-Fornaldar; Sýnishorn af þeim stóra Vórdslu Gardi, úr Hlídar-Vatni, alt framm ad Strónd og einlægum Túngardi þadan, austur ad Snióthúsa Vórdu, fyrir óllum Túnum sveitarinnar/ sem óll skyldu þá hafa misfóst verid/ með læstu Hlídi að Lógbýli hvóriu;; – Eignad er verk þetta Erlendi Þorvardssyni sem Hér var Lógmadur sunnan og austan, frá 1520, til 1554; bió léngi sin efri ár ad Strónd í selvogi og Deidi þar 1576…
Fornigardur-552Þessum naudsynlegu Túna og Vórdslu Górdum verdur hér ei vidgaldid, vegna sandfoks, sem þegar hefur eydilagt, þetta, í Fyrndinni góda og prídilega Pláts, er þá nefndist Sæluvogur, að sógn Manna“ (Frásögum um fornaldaleifar 1817-1823 (1983) bls. 228).
Næst er garðsins getið í Sýslu- og sóknarlýsingum árið 1840 og enn er það séra Jón Vestmann sem heldur á pennanum. Hljóðar lýsing hans svo: „Engar fornleifar er hér af neinu merkilegu, nema garðlag eftir stóran varnargarð frá tíð Erlends lögmanns Þorvarðssonar, sem liggur úr Hlíðarvatni og austur að Snjóthúsavörðu, fyrir ofan alla byggðina. Var þá hagalandið milli garðs og fjalla, en tún og engjar milli garðs og sjóar, allt sjálfvarið. Mælt er, að læst hlið hafi verið fyrir hverju lögbýli, og átti hvör heimabóndi að passa sitt hlið, að ei stæði opið, og þess vegna læst, að enginn gæti opnað hliðið óforvarandis. Þar um þessi vísa:
Fegurðin um fram annað
einna var þó mest,
vart mun verða sannað,
víða hafi sést
öll vera tún í einum reit,
garði varin miklum mjög
um meiri part af sveit
“ (Sýslu og sóknarlýsingar, Árnessýsla, bls. 226-227).
Vogsos-29Í Örnefnaskrá Vogsósa, sem var tekin saman á sjöunda áratug síðustu aldar,  virðist nafnið Fornigarður fyrst koma fram svo að vitað sé (Örnefnaskrá fyrir Vogsósa, ártal vantar).
Brynjúlfur Jónsson nefnir garðinn ekki þessu nafni í grein sinni um athuganir sínar í Gullbrungusýslu. Hann kallar hann einungis aðalgarðinn (Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1903, bls. 51-52). Kannski festist nafnið við garðinn þegar menn uppgötvuðu að hugsanlega hafi verið átt við þennan garð í rekaskrá Strandarkirkju árið 1275. áður virðast menn hafa kennt hann við Erlend Þorvarðsson lögmann á 16. öld eins fram kemur hér að ofan. Margt mun vera kennt við þann mann og sumt með þjóðsagnablæ.
Vogsos-30Sagt er í Örnefnaskrá að á garðinum sé hlið sem Gamlahlið heitir. Hafi þar verið eitt af hliðum Fornagarðs að lögbýlunum sbr. lýsingu séra Jóns Vestmanns hér að ofan…
Landið sem Fornigarður liggur um er að mestu leyti örfoka, sandorpið og lítt gróið. Víða sér í bera hraunhelluna. Sandurinn sem þarna liggur kemur trúlega aðallega frá ósum Ölfusár, enda má rekja þetta sandorpna og blásna land alla leið þangað. Þessi sandblástur hefur sennilega snemma orðið að vandamáli fyrir bændur í Vogsósum og byggðina þar hjá.
Einkennandi fyrir landslagið á svæðinu eru misháir hólar, lægðir og lautir með einstaka grónum þúfum þar sem kyrkingslegur gróður leynist á stöku stað. Landið er afar þurrt og djúpt virðist vera á grunnvatn. Eina ferskvatnið sem Vogsos-51finnst í nágrenninu er Hlíðarvatn og ósinn sem úr því rennur til sjávar.
Rannsóknin á Fornagarði fólst í að grafa tveggja metra breiðan skurð þvert á garðinn. Fyrir rannsókn stóð aðeins einföld, u.þ.b. 0.45 metra há og u.þ.b. 0.40 metra breið grjóthleðsla upp úr sandinum þars em vegurinn átti að fara yfir. Þessi hleðsla var áberandi illa hlaðin og engar líkur á því að hún væri hluti af fornum hleðslum sem gætu verið allt að 700 ára.
Einungis nánasta umhverfi garðsins var kannað. Engin mannvistarlög fundust, en nokkur gjóskulög sáust undir garðinum sem ástæða þótti til að kanna frekar. Var jarðfræðingur fenginn til að kanna gjóskuna sérstaklega og reyna að fá á hreint hvort grunur um að undir garðinum Vogsos-32mætti sjá H1 gjóskulagið (Hekla 1104) væri réttur.
Heildarhæð garðsins eftir uppgröft var 1.66 metrar. Þar af var 1.1. metrar vel hlaðinn eða hugsanlega úr upprunalega garðinum. Vantaði trúlega eitthvað á hæðina eins og hún hefur verið þegar garðurinn var og hét. Mesta breidd hans neðst var 0.96 metrar. Garðurinn mjókakði upp og var hann tæplega helmingi breiðari niðri en uppi við efri brún eldri hlutans.
Vogsos-33Gulhvítt gjóskulag, sem lá „in situ“ (á upprunalegum stað) undir garðinum reyndist að öllum líkindum vera gjóska úr Heklu frá árinu 1104 (Bryndís G. Róbertsdóttir, Skýrsla um fornleifarannsóknir sumarið 2003; Bjarni F. Einarsson).
Jarðvegssiðin undir garðinum bentu einnig til þess að uppblástur á staðnum hafi hafist einhvern tímann um 1120, eða fyrir gosið mikla í sjónum úti fyrir Reykjanesi 1226.
Vogsos-34Munnmæli og sagnir herma að upphaflega hafi Vogsósar staðið þar sem nú heitir Baðstofuhella austan við Ósinn. Nú stendur bærin hins vegar við útfall Óssins hjá Hlíðarvatni. Í upphafi hét bærinn Vogur eða Vágr (Landnámabók) og svo virðist hann heita árið 1275 þar sem Fornagarðs er fyrst getið [??]. Í máldaga Strandarkirkju árið 1367 er nafnið hins vegar Vogshús og aftur í máldaga sömu kirkju upp úr 1570 (Íslenskt fornbréfasafn III, bls. 212). Nú á dögum heitir bærinn Vogsósar. Hugsanlega eru Vogsos-35þessar nafnabreytingar eitthvað tengdar flutningi bæjarins þótt telja megi að breytingin hafi ekki orðið fyrr en eftir að bærinn var fluttur. Breytingin hefur þá væntanlega orðið eitthvern tímann á árabilinu 1275-1367.
Fornigarður gæti hafa verið byggður utan um hinn upprunalega túngarð Vogsósa (Vágs) og þann nýja eftir flutninginn og þannig umlukið bæði gömlu túnin og þau nýju. Túnin lifðu gamla bæinn Vogsos-36og geta hafa verið nýtt löngu eftir að hann hafði verið fluttur. Garðurinn er býsna langt frá bæjarstæðunum og afar umfangsmikill miðað við þá túngarða sem við þekkjum í dag. Meginhlutverk hans hefur vafalaust verið að vernda tún Vogsósa fyrir ágangi sandsins.
Einhvern tímann talsvert síðar hefur hugsanlega verið prjónað við hann á kafla og hann tengdur túngörðum annarra býla í Selvogi. Þannig hefur hlutverk hans vaxið úr því að verja gömlu túnin við Baðstofuhelluna og nýju túnin við útfall Óssonss fyrir ágangi sandsins í að verja öll tún svæðisins.
Það var þó ekki sandurinn sem herjaði verst á svæðið við Baðstofuhelluna, það var sjórinn. Þar er nú aðeins ber klöppin eftir og engin ummerki um að þar hafi staðið fornbýli. Landbrotið er gríðarlegt á þessum stað og erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það hefur litið út við upphaf byggðar í landinu. Vitað er að allmargar eyjar hafi fyrrum verið í Ósnum, en nú eru flestar horfnar; geta þó kunnugir bent á hvar þær hafa verið. Nöfn eyjanna voru Sandey, Grjótey, Húsey, Hrútey og Fagurey (Örnefnaskrá fyrir Vogsósa). Brýtur þar land enn.
Sagnir um að Fornigarður hafi legið utan um alla byggðina í selvogi eru mögulegar ungar og til komnar löngu eftir að upprunalegi garðurinnn var gleymdur og Vogsóasr fluttir á núverndi stað. Bogadreginn garðurinn [yfir að Strönd] er líkur þeim túngörðum sem þekktir eru frá fyrstu öldum byggðar í landinu og bendir helst til þess að hafa legið utan um eitt býli. Þannig voru t.d. túngarðarnir utan um landnámsbýlin, ef þeir voru til staðar yfirleitt. Síðar breyttust þeir í lögun og færðust gjarnan nær eða fjær býlunum. Þegar viðbæturnar við Fornagarð voru komnar á það stig að þær tengdust öðrum túngörðum annarra býla við Selvoginn má tala um að um alla byggðina hafi verið einn garður.

Fornigarður er byggður einhvern tímann eftir Heklugosið 1104 og fyrir gosið mikla í sjónum úti fyrir Reykjanesi 1226, hugsanlega einhvern tímann á bilinu 1120-1226.
Vogsos-37Um 1104, eða nokkru fyrr, verður sandfok all áberandi á svæðinu og hlýtur það að hafa skapað ákveðin vandamál fyrir bændur þar. Til að verja tún fyrir þessum vágesti hefur mikill garður verið hlaðinn utan um gömlu og nýju tún Vogsósa hvort sem það hefur verið gert fyrir flutninginn á bænum eða á eftir.
Nafnið Fornigarður er ekki ýkja gamalt og alls óvíst hvort garðurinn hafi haft nokkurt nafn í byrjun. [Þórarinn á Vogsósum, f: 1931, nefnir garðinn jafnan Gamlagarð]. Smám saman missir garðurinn þýðingu sína, kannski vegna þess að menn gáfust upp á vonlausri baráttunni við sandinn. Þó hefur honum verið haldið við í seinni tíð með miklu minni tilkostnaði en áður. Grjóti hefur verið hrúgað upp eftir þörfum, en ekki vandað til verksins enda ekki þörf á því.
Vogsos-37Rannsóknin leiddi í ljós að garðurinn er að mestu heill þar sem hann var skoðaður undir sandinum, þótt eitthvað kunni að vanta upp á efsta hluta hans.
Trúlega voru garðhleðslur eitt af stærstu verkum sem samfélag manna tók sér fyrir hendur á þjóðveldistímanum og lengi síðan. Um þær giltu strangar reglur sem kváðu á um skyldur manna og viðurlög ef þeim var ekki hlýtt. engar framkvæmdir voru jafn  viðamiklar, nema ef vera skyldi stærri kirkjubyggingar. Líkja má garðhleðslum þjóðveldistímans við vegagerð nútímans. Umfangið var líklega svipað og kostnaðurinn sömuleiðis“.
Þegar framangreind rannsókn á „Fornagarði“ er skoðuð vaknar a.m.k ein spurning; beindist rannsóknin virkilega að hinum eiginlega Fornagarði eða var bara Selvogur-557um einhvern annan og yngri garð að ræða?
Þegar uppdrátturinn hér að framan er skoðaður má sjá að um nokkur garðlög er um að ræða á svæðinu millum Strandar og Vogsósa. Augljóst er að garðurinn liggur til norðurs austan Strandar þar sem austurgarðurinn frá Snjóthúsi/-um kemur að honum þvert ofan við gömlu byggðina í Selvogi (sjá meðfylgjandi uppdrátt ÓSÁ).
Í rannsókninni er gengið út frá því að Fornigarður liggi á milli Strandar og Vogsósa, en var það svo? Þegar garðlögin þarna á millum voru gengin daglangt komum í ljós miklar efasemdir um Vogsos-62að svo kunni að hafa verið í upphafi. Ofan við Stórhól sameinast tveir garðar (hnit:6350460-2141926); innri garður og ytri garður. Sá ytri er greinilega veigaminni (sá er kemur við sögu rannsóknarinnar). Sjá má þessa greinileg ummerki á klapparhæðum og holtum þar sem jafnan er einungis um eina steinaröð að ræða. Þessi garður liggur hins vegar alla leið yfir að Vogsósum og lá, þrátt fyrir strokleðrun (túnasléttun) ofan fjárhúsanna á Vogsósum II, alla leið niður að Imbukofahól og endar í Hlíðarvatni skammt neðar. Athyglisverðar minjar eru austan við þennan vörslugarð skammt ofan túnmörkin á Vogsósum; tvær fornar, nú grónar, fjárborgir með gerði umleikis. Annarri fjárborginni, þeirri syðri, hefur greinilega síðar verið umbreytt í stekk, en þó má enn sjá grjótleifar hinnar eldri fjárborgar umleikis.
Hinn grjótgarðurinn er augsýnilega veigameiri, bæði að breidd og hæð. Telja verður hann eldri en hinn efri af tveimur ástæðum; hann er nær hinni fyrstu byggð og meira er í hann lagt. Tilgangurinn fyrir tilurð hans virðist hafa verið annar en þess efri, þ.e. að halda búfé innan hans eða utan. Efri garðurinn virðist hins vegar einungis hafa verið varnargarður, bæði vegna breytinga á búsetu (bærinn Vágr er fluttur upp að ósum Hlíðarvatns móts við Nauthólma (Vaðhóll)) og breyttri þörf á að varsla svæðið fyrir búfé (kindum og kúm). Nýlegri álagshleðslan ofan á fornan garðinn hefur að öllum líkindum orðið til vegna varnaraðgerða sandfokinu á 13. öld og síðar.
Vogsos-39Þegar svæðið var skoðað af nákvæmni kom a.m.k. þrennt áður upplýst í ljós; 1. leifar af garði, sem hefur verið sértaklega mikill umleikis, eru til vestan við „upplýstan“ vörslufornagarð er framangreind rannsókn beindist af, 2) fornleifar, sem eru ofan við tún Vogsósa II, virðast hvergi skráðar (tvær grónar fjárborgir þar sem annarri (þeirri syðri) hefur á einhverjum tíma verið breytt í stekk), og 3) hvergi er getið leifa beitarhúsa (sauðahúsa) á ósamótum affalls Hlíðarvatns frá því um aldamótin 1900. Að sögn Þórarins Snorrasonar (f. 1931) bónda á Vogsósum hlóð afi hans þessi tilteknu hús skammt ofan þar sem nú heitir Baðstofuhella. Að sögn Þórarins er Baðstofuhellan hæsti beri klapparhóllinn undan strandlandinu austan ósa affallsins. Þar hafði hann Vogsosar-37oftlega setið í sprungu í hólnum daglangt og dundað sér við að skjóta fugl. Hins vegar væri augljóst, þegar hugmyndir eru uppi um að landnámsbýlið Vágr hafi verið þar, að það gæti vel verið sennilegt því á hans stuttu æfi einungis hafi sjórinn þá og þegar brotið mikið land af strandlengjunni frá því sem áður var.
Lágur hóll er skammt austan fyrrnefndra beitarhúsatófta, nánast niður á ströndinni. Í honum virðast vera mannvistarleifar.
Hvað sem allri umfjöllun um Fornagarð líður virðast (ekki síst að teknu tilliti til sambærilegra garða annars staðar, t.d. í Húshólma og Óbrinnishólma (þar sem einungis er í fornleifaskráningu getið um „fjárborg“, en hvorki topphlaðnar leifar húss né forna garða) vera miklar líkur til þess að vestari garðurinn sé eldri en sá Vogsos-40er grafið var í títtnefndri rannsókn. Rannsóknin, sem slík, stendur vissulega undir sér með tilheyrandi óþarfa kostnaði fyrir Vegagerðina og með samþykki Fornleifa-verndar ríkisins (þar sem enginn hjá stofnunni virðist nokkru sinni hafa litið nauðsynlega rannsókn gangnrýnum augum).
Niðurstaðan skiptir hins vegar mestu máli; framangreind rannsókn var nauðsynleg vegna gildandi laga og krafna þar af lútandi og var í rauninni mikilvæg að teknu tilliti til aðstæðna þar sem kanna þurfti þá fornleif er vegagerðinni var ætlað að spilla. Ef einhver þekking og dugur (fjármagn og vilji) væri fyrir hendi hjá Fornleifavernd ríkisins myndi stofnunin láta framkvæma fornleifarannsókn á hinum eiginlega Fornagarði, þ.e. garðinum er nær frá Snjóthúsi að Stórhól, vestan fyrrnefnds vörslugarðs og sunnan núverandi Suðurstrandarvegar. Ef af verður mun það verða tilefni til sérstakrar umfjöllunar.

Sjá meira um Fornagarð/Gamlagarð/Langagarð HÉR.

Heimild:
-Bjarni F. Einarsson, „Garður er grannasættir“, Árnesingur VII 2006, bls.205-230

Gamall slóði. Gamli vegur eða Selsgata, var genginn frá Fjárskjólshrauni niður í Herdísarvíkursel suður undan Herdísarvíkurhrauni ofan við Seljabót. Leiðin er mjög falleg í gegnum hraunið og vel greinileg. Selið, sem kúrir undir hraunkantinum mót suðri, hefur verið stórt og eru margar tóttir því tengdu, sem og vatnsstæði vestan við þær. Skoðaðar voru gamlar hlaðnar refagildrur á klöppunum austan Seljabótar og einnig rúningsréttin í sjálfri bótinni.
Þá var hraunsleiðin gengin til baka og haldið að Fornagarði austan Vogsósa, en garðurinn, sem getið er um í heimildum frá árinu 1275, náði frá Hlíðarvatni að Nesi í Selvogi. Um hefur verið að ræða mikið mannvirki í þá daga. Hann var því 7 km langur. Að sjálfsögðu hét hann ekki Fornigarður í upphafi, heldur Strandargarður, en eftir því sem aldirnar færðust yfir hann gerði nafnið það líka.
Lognið var á smáhreyfingu, en hlýtt.

Farið var að Breiðabás austan við Herdísarvík og leitað hellisops, sem Einar skáld Benediktsson hafði fyrrum lýst á þeim slóðum. Sagði hann í lýsingu sinni af hellinum að hann hefði náð úr Breiðasbás upp í mitt Mosaskarð, en þangað er vel á annan kílómeter. Vitað er um menn, sem villst höfðu inni í hellinum, en hann mun vera margarma og erfitt að rata inni í honum. Um er að ræða afhelli innan af hinum eiginlega Breiðabáshelli, stórum fjárhelli, sem lengi var notaður frá Herdísarvík.
Í viðtali Jóhanns Davíðssonar við Eggert Kristmundsson frá Stakkavík árið 2004 kom eftirfarandi fram um Breiðabáshelli: „Í Breiðabás var mikill sölvareki. Svo komum við að þessum stóra helli. Mig langaði til að fara inn í þennan tigna hellir. Gísli var í opinu í stóra hellinum og ég fór inn hellirinn, langaði að sjá hve hann næði langt þegar ég var kominn inn. Ég var ekki með ljós. Þegar ég var kominn langt inn, komu þrengsli, ég fór yfir þau, þá kom hellir til vinstri og annar lítill til hægri. Þá sá ég að ég var orðinn snarvilltur, ætlaði að finna leiðina til baka, en fann ekki, sá gat og gat skriðið þar upp, mjög þröngt. Ef ég hefði haft vasaljós hefði ég getað haldið áfram að skoða þetta betur. En þarna var bara svarta myrkur. Þarna getur verið voðalegur hellir og stækkað er innar var komið. Þótt svona þrengsli væru þegar að var komið gæti verið víður hellir innar. Það veit enginn. Hægt væri að skoða þetta með góðum ljósum. Sárt að sjá að hellirinn er nú kominn í kampinn því þetta var góður hellir. Hann tók þrjú til fjögur hundruð fjár. Hann var meira en manngengur, en þegar inn var komið fór hann að þrengjast…, það komu svona göng…skosnur sitt á hvað.. þegar ég fór yfir þrengsin komu þar hellirar.. Það kom einhver smá skíma og þar fór ég upp, annars hefði ég orðið innlyksa.
Gísli var náttúrulega til frásagnar að ég fór inn í hann. Það hefði verið hægt að leita með ljósi því vasalljós voru komin þá – og kerti, en það var svo mikill dragsúgur í hessum hellirum.

Sjá einnig viðtal HÉR og ferð með bróður Eggert í Stakkavík, Þorkeli Kristmundssyni.
Ofan við opið á Breiðabáshelli, sem nú er komið undir háan sjávarkampinn, sést í fjárgötuna niður að opinu. FERLIRsfélögum í félagi við Hellarannsóknarfélagsmenn hafa komist undir hraunið þar sem yfirborðsrásir liggja þvers og kurs innundir, en ekki hefur enn tekist að finna leiðina að hinni löngu rás, ef frásögnin um hana er þá sönn. Vonir eru bundnar við það að eitthvert þungavinnutækið við lagningu Suðurstrandarvegar muni óvart dumpa niður í rásina þegar þar að kemur.
Þrátt fyrir nokkra leit að þessu sinni komust leiðangursmenn ekki lengra en inn undir hraunið á nokkrum stöðum – en hvergi niður í rásina.
Þá var haldið í kaffi til Þórarins Snorrasonar á Vogsósum. Þórarinn sýndi FERLIRsfélögum Fornagarð, sem var vörslugarður ofan við Selvog. Fornigarður (hét áður Strandargarður) lá frá Hlíðarvatni yfir að Nesi, um 5 km leið. Garðurinn var reistur fyrir árið 1200 og sést hann enn vel þrátt fyrir að sandurinn, sem hafði nær lagt byggðina í aun, hafi fokið vel að honum á köflum. Bæði sést móta fyrir garðinum á Vogsósatúninu sem og á heiðinni ofan þess. Ætlunin er að ganga síðar eftir garðinum frá Vogsósum að Nesi (sjá aðra FERLIRslýsingu).
Þórarinn vísaði á gömlu Vogsósagötuna frá Ósum að Háahrauni. Um er að ræða tvær Fornigarðurgötur, gömlu og nýju götuna, að sögn Þórarins. Báðar eru þær klappaðar í helluhraunið og sést gatan mjög vel svo til alla leiðina. Þarna hefur verið mikil umferð áður en gatan lokaðist af Háahrauni er það rann um árið 1320. Víða eru 10-15 cm djúp för langar leiðir í klöppina.Gatan, sem stundum hefur verið nefnd Hellisvörðugata (hún er vörðuð á sléttri hraunhellu er nefnd er Hellan) er tvískipt, sem fyrr segir, sú nýrri er nær sjónum, og kemur aftur fram vestan hraunsins uns hrauntunga fer yfir hana að nýju. Hún greinist varla þegar kemur að túnunum austan Herdísarvíkur, en gamli vegurinn í gegnum hraunið, á milli löngu fiskigarðanna, gæti hafa komið á hana. Skammt vestan Mölvíkurtjarnar greinist gatan, annars vegar að Mölvík (rekagata) og hins vegar áleiðis í spor núverandi þjóðvegar.
Þá lýsti Þórarinn Stakkavíkurhelli og er ætlunin að skoða hann síðar. Hann er vestan og uppi í Nátthagaskarði (sjá aðra FERLIRslýsingu).
Frábært veður – Ferðin tók 2 klst og 22 mín.

Vogsos-28
Fornigarður í Selvogi er forn vörslugarður er náði milli Hlíðarvatns við Vogsósa og austur fyrir Nes, austasta bæinn í Selvogi, eða Sæluvogi, eins og hann áður var nefndur. Garðurinn mun ekki alltaf hafa heitið “Fornigarður”. Áður nefndist hann Strandargarður eða Langigarður, en nú á tímum er hann nefndur Fornigarður vegna þess að hann telst með elstu mannvirkjum hér á landi. Reyndar er um tvískiptan garð að ræða; annars vegar Langagarð og hins vegar Fornagarð.
Heimildir um Fornagarð eru t.d. eftirfarandi:
1821: “Máské mætti telia Meniar-Fornaldar: Sýnishorn af þeim stóra Vördslu gardi, úr Hlídar-Vatni, allt framm ad Strónd og einlægum Túngardi þadan, austur ad Snióthúsa vórdu, fyrir óllum Túnum sveitarinnar / sem óll skyldu þá hafa samfóst verid / med læstu Hlidi ad Lógbýli hvóriu; – Eignad er vrk þetta Erlendi Þorvardssyni sem Hér var Lógmadur sunnan og Austan, frá 1520, til 1554; bió léngi sin efri ár ad Strónd i Selvogi og Deidi þar 1576. … Þessum naudsynlegu Túna og Vórdslu Górdum verdur hér ei vidhaldid, vegna sandfoks, sem þegar hefur eydilagt, þetta, i Fyrndinni góda og Prídilega Pláts, er þá nefndist Sæluvogur, ad sógn Manna.”
1840: “Engar fornleifar eru hér af neinu merkilegu, nema garðlag eftir stóran varnargarð frá tíð Erlendar lögmanns Þorvarðssonar, sem liggur úr Hlíðarvatni og austur að Snjóthúsavörðu, fyrir ofan alla byggðina. Var þá hagalandið milli garðs og fjalls, en tún og engjar milli garðs og sjóar, allt sjálfvarið. Mælt er, að læst hlið hafi verið fyrir hverju lögbýli, og átti hvör heimabóndi að passa sitt hlið, að ei stæði opið, og þessvegna læst, að enginn gæti opnað hliðið óforvarandis.”
1902: “Aðalgarður lá fyrir ofan alla bæi í Selvogi, frá Hlíðarvatni fyrir ofan Vogsósa í landsuður að Stórhól, og aftur í austur frá Stórhól austur fyrir Nes. Sést hann enn glögt víðast hvar. Fyrir austan Nes sér þó ekki garð austar en nú er túngarðurinn … Án efa hefir aðalgarðurinn legið fyrir austan Snjólfshús. En hann hefir líklegast verið færður þangað sem hann er nú, eftir að þau voru komin í eyði, og þá bygður aftur úr sama grjótinu, en sandur hulið það, sem eftir kann að hafa orðið.”
„Ævagamall túngarður liggur fyrir ofan alla byggðina [í Selvogi]; hann nær alveg austur undir vita og vestur að Vogósum. Víða hefur fokið mjög að honum sandur, svo hann er nær á kafi, en þó sést hann sums staðar. Hlið voru á garðinum heim að hverjum bæ, gjarnan kennd við bæina. Sagt er að hliðin hefðu verið læst og grind í.“
Hægt er að ganga eftir garðinum frá Hlíðarvatni yfir að Nesi. Skammt ofan við túnið á Vogsósum eru tóftir og fjárborg (ekki vitað hvað er – ekki skráð). Ofan við Strönd kemur garðurinn saman við annan engu minni. Á loftmynd sést lögun hans vel. Austaqn Strandarkirkju beygir garðurinn til austurs, yfir veginn að kirkjunni og liðast síðan um Selvoginn austur fyrir nes, sem fyrr sagði.
Sjá lýsingu á hinum u.þ.b. 7 km langa garði í annarri FERLIRslýsingu er Þórarinn bóndi Snorrason á Vogsósum fylgdi þátttakendum úr hlaði við vesturenda garðsins.

Sjá meira um Fornagarð undir LÝSINGAR í Skrár (Fornigarður (Strandargarður – Langigarður)).

Heimildir:
FF, 228; SSÁ, 226-27; Brynjúlfur Jónsson 1903, 51-52; Ö-Þorkelsgerði, 1.

Selvogur-560561
Forn garður í Selvogi, rúmlega 7 km langur, er jafnan nefndur Fornigarður. Hann hefur hins vegar ekki alltaf verið forn. Áður var hann nefndur Strandargarður eða Langigarður.
Þórarinn Snorrason á Vogsósum leiddi FERLIRsfólk að enda Fornagarðs (Strandargarðs) Hlíðarvatnsmegin, en þaðan liggur hann yfir að Nesi í Selvogi, 7 km. leið. Um var að ræða vörslugarð er umlukti Selvogsbæina, en hann hefur líklega verið hlaðinn um árið 1000, en heimildir eru um garðinn allt frá árinu 1275. Garðurinn liggur frá Hlíðarvatni að Impuhól og þaðan að Gíslhól. Við hólinn var gömul rétt, sem fyrir löngu hefur verið aflögð. Frá Gíslhól og upp fyrir fjárhúsin á Vogsósum, þar sem gamla Vogsósaborgin stóð til 1954, hefur garðurinn verið sléttaður út. Hægt er að fylgja honum suðaustur túnið austan fjárhúsanna og þegar túninu sleppir sést hann greinilega alveg austur fyrir Strandarkirkju. Skammt ofan við Vogsósatúnið má sjá ummerki eftir fjárborg og hús. Hefur hvorutveggja verið utan garðs, en umleikis þau hefur verið hlaðinn ferkantaður garður. Ekki er vitað til þess að þessar fornminjar hafi verið skráðar.
Var gengið sem leið lá með garðinum framhjá Stórhól og að kirkjunni. Á leiðinni má sjá aðra gamla þvergarða og garða, sem liggja yfir og í sveig á Fornagarð. Vestan garðsins liggur Kirkjugatan á milli Strandar og Vogsósa, vel vörðuð. Þegar skammt er til Strandar sést móta fyrir hleðslum Sveinagerðis, velli þar sem Erlendur lögmaður lét sveina sína æfa listir sínar.
Austan Strandarkirkju rakst hópurinn á sérstæðan gataðan hestastein, auk þess leitað var að gamla skósteininum við kirkjuna. Hann á að vera skammt norðan við hæð norðan kirkjunnar. Sjá má gömlu þjóðleiðina yfir Vogsósa liggja frá kirkjunni áleiðis að þeim, vel varðaða.
Frá kirkjunni var gengið eftir garðinum á ská yfir veginn og áfram að gömlu Þorkelsgerðisréttinni (Út-Vogsrétt). Frá henni hefur elsti hluti garðsins varðveist mjög vel, allt að Þorkelsgerðishliði. Var garðinum fylgt suðaustur með tröðunum og síðan þvert til austurs að Bjarnastaðahliði og síðan áfram
norðan við Nes og að vitanum austan þess. Þar má sjá garðinn koma niður að sjó sunnan við vitann. Skoðað var gamla vitastæðið úti á glöppunum. Fjaran vestan Nesvita er auðgengileg og þar getur verið margt að sjá fyrir þá sem ganga með opin augun. Bæði er lífríki fjörunnar fjölbreytilegt sem og steinategundir í og ofan við fjörukambinn.
Frá Nesvita var gengið að Nesi og m.a. skoðað gamla brunnhúsið, fjárborgirnar tvær og sjóbúðin vestan þess. Borgirnar eru sagðar hafa horfið í flóðinu 1925, en þær eru nú þarna samt sem áður, að vísu hálfhrundar sjávarmegin. Skoðaður var gamli brunnurinn á Bjarnastöðum og einnig Guðnabæjarbrunnurinn áður en haldið var í Djúpudali þar sem skoðuð var fallega topphlaðna Djúpudalaborgin. Gerð var og leit að gömlu borginni við dalina, sem spurnir höfðu borist af frá eldri Hafnarbúa, sem kvaðst hafa séð hana fyrir allmörgum árum síðan. Vísaði hann FERLIR á svæði þar sem hana væri líklegast að finna, en þrátt fyrir leit fannst hún ekki að þessu sinni. Talsvert sandfok hefur verið þarna á síðari árum, auk þess sem gróðurlínan hefur færst talsvert ofar en áður var. Gerð verður ítrekuð leit að borginni síðar.
Í bakaleiðinni var komið við í Borgunum þremur austan Hlíðarvatns og þær skoðaðar í sólbirtunni.

Sjá meira um Fornagarð undir Fróðleikur í Skrár(Fornigarður).

Selvogur
Gengið var frá Nesi í fylgd fjölfróðs uppalings í Selvogi. Stóð á endum þegar ekið var af Strandarheiði að Selvogi að birti til og ekki laust við að birtugeislanir vildu nota tækifærið við komu FERLIRsfara og leika við nýkomna farfuglana því þarna mátti snemma vors bæði sjá og heyra í tjaldi, steindepli og einstaka lóu.

Selvogur

Nesborg.

Skoðaður var gamli kirkjugarðurinn í Nesi, brunnhýsið, tóttir fjárhúsanna á sjávarabakkanum og “hinar týndu fjárborgir” á milli Ness og Bjarnastaða. Sagt var að borgirnar, sem sjá má teikningu af í bók Daniels Bruun, hefðu horfið í harótinu mikla árið 1925, en svo er nú ekki. Að vísu eru borginar hrundar sjávarmegin, en landmegin eru þær nokkuð heillegar. Vestan við borgirnar er tótt í varnargarðinu. Skoðað var í Bjarnastaðabrunn, sem er hlaðinn og nokkuð djúpur. Gengið var með gömlu Bjarnastaðahúsunum, yfir kambinn og niður að Stokkasundi. Þar mátti vel sjá hversu sundið var náttúrulega hentugt til löndunar. Í klapparskoru mátti sjá einn festasteinanna, sem bátarnir voru bundnir við. Á hann hefur verið klappað gat og band þrætt þar í.
Ofar og vestan við sundið eru leifar af enn einni “týndu borginni”; Þorkelsgerðisborg. Gengið var upp að Torfabæjarbrunni og síðan skoðað í kjallara Torfabæjar þar sem skóli Selvogsbúa var um skeið. Uppalingurinn dró hópinn með sér í átt að Þorkelsgerði þar sem íbúarnir opnuðu og buðu FERLIRsförum innfyrir. Var þar boðið upp á kaffi og meðlæti. Kom fram að ferðir FERLIRs hefðu spurst út um bæi og grundir og væru þátttakendur hvarvetna auðfúsugestir.

Selvogur

Kirkjugatan að Vogsósum.

Eftir að spurt hafði verið almæltra tíðinda og spáð í veðrið var haldið áfram til vesturs fram hjá Miðvogsréttinni og að Strandarkirkju. Þar var stefnan tekin á gömlu vörðuðu þjóðleiðina að ósum Hlíðarvatns. Eftir stutta göngu var vent til norðurs og þá komið í Sveinagerði þar sem sveinar sýslumanns voru við leika á öldum áður. Sveinagerði fór í eyði 1696, en þarna má sjá gamla garða og gerðið sjálft. Skammt austan við það liggur Kirkjustígurinn á milli Strandarkirkju og Vogsósa. Þaðan mátti sjá í hæðina norðan Strandarkirkju þar sem Þórarinn á Vogsósum sagði að fólk á leið í kirkju hafi venjulega skipt um skó. Heitir þar skósteinn. Stígnum var fylgt í átt að Vogsósum. Farið var yfir þvergarða á nokkrum stöðum og sjá mátti í Strandargarð (Fornagarð) ofar í heiðinni.
Á Vogsósum var hús tekið á Þórarni og Snorra, sem voru við rúninga. Var Snorra sagt frá hvar nafni hans uppi í Hvannahrauni hefði að geyma og að þar væru þá stundina fulltrúar HERFÍs og FERLIRs við undirheimarannsóknir.
Eins og fyrr segir var veðrið sérstaklega hentugt til gönguferðar. Ofar var bleyta og þoka með fjöllunum, en Selvogurinn skartaði því besta sem gerist á þessum árstíma.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.