Færslur

Garðar

“Í Görðum hefur verið kirkja frá fornu fari. Í kaþólskum sið var þar Péturskirkja, helguð Pétri postula. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. (ísl. fornbréfasafn 12, 1923-32:9). Á fyrri öldum var Garðakirkja allvel efnuð að jarðeignum og lausum aurum. Garðaprestar höfðu umráð yfir eignum kirkjunnar og fengu af þeim allar tekjur. Í staðinn áttu þeir að halda við kirkjunni og byggja hana upp þegar þurfa þótti.
Gardakirkja-teikningSagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og
Garðastaður. Gráskinna hin meiri 1, 1983:257.
Í Garða- og Bessastaðamáldaga frá 1397 er tilgreint að Garðakirkja eigi heimaland allt, Hausastaði, Selskarð, Hlið, Bakka, Dysjar, Hraunsholt, Hjallaland og afrétt í Múlatúni. (ísl. fornbréfasafn 4, 1897:107-8). Árið 1558 eignaðist Garðakirkja Vífilsstaði er áður höfðu talist til reita Viðeyjarklausturs, í skiptum fyrir jörðina Hlið sem lögð var til Bessastaða. (ísl. fornbréfasafn 1.3, 1933-39:317-18). Jafnframt átti Garðakirkja rekaítök á fjörum austan Grindavíkur, frá Rangagjögri og í Leitukvennabás að fjörum Kálfatjarnarmanna (sbr. ísl. fornbréfasafn 2, 1883:361-62 og 4, 1897:8).
Árið 1914 var Garðakirkja aflögð og Garðasókn sameinuð Hafnarfjarðarsókn. Nokkru síðar, árið 1928, var prestsetrið flutt til Hafnarfjarðar. Síðasta guðsþjónustan í Garðakirkju var haldin 15. nóvember 1914 og skömmu síðar fékk hin nýreista Hafnarfjarðarkirkja kirkjugripi Garðakirkju til varðveislu og eignar (Ásgeir Guðmundsson 2, 1983: 386-87).
Garðasókn var upptekin að nýju 1960 en Garðagrestakall fáum árum síðar — eða árið1966. Í dag eiga Garðbæingar sókn til Garðakirkju, en undir Garðaprestakall heyra, auk Garðakirkju, kirkjurnar á Bessastöðum og Kálfatjörn, en Kálfatjarnarsókn var upphaflega lögð til Garða 1907.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 21. des. 1992, bls. 39-40.
Garðakirkja

Helgadalur

Gengið var frá Kaldárseli að hellunum austan Kaldársels, s.s. 90 metra helli, Vatnshelli, Gjáhelli, Rauðshelli, 100 m helli, Fosshelli o.fl. Á leiðinni var gamla vatssleiðsluhleðslan skoðuð. Frá hellunum var gengið yfir að Rjúpnadalahrauni og refagildran undir norðurhorni Húsfells skoðuð. Þá var leitað að gömlu fjárskjóli í Húsfelli, sem sagnir eru til um. Það fannst eftir nokkra leit. Framan við það eru gamlar hleðslur. Frá fjárskjólinu var gengið um gjárnar norðvestan Húsfells, um Mygludali og í Valaból.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Þegar komið var niður í Helgadal var ætlað bæjarstæði fornbýlis, sem þar á að vera, skoðað í dalnum. Ekki er ólíklegt er að þarna sé komið bæjarstæði það sem lengi hefur verið leitað að og heimildir kveða á um. Á landnámsmaður að hafa byggt sér bæ í Helgadal, en þrátt fyrir leitir hafa leifar hans ekki fundist. Hér gæti einnig verið um hina fornu Skúlastaði að ræða, en þeir eiga skv. sögunni að vera næstelsta bæjarstæði norrænna manna hér á landi. Við þetta ætlaða bæjarstæði liggur gömul þjóðleið. Fróðlegt væri að fá við tækifæri áhugasaman fræðing til að kíkja á aðstæður þarna.

Kaldá

Kaldá.

Framangreint eru nú einungis vangaveltur um hugsanlega möguleika því ekki er vitað til þess að svæðið eða þessi staður í Helgadal hafi verið skoðaður sérstaklega m.t.t. þessa.
Gengið var á Kaldárhnjúka og Kaldárbotnar skoðaðir áður en ferðin endaði við Kaldá.
Ferðin tók nákvæmlega 2 klst í ágætu veðri.

Helgadalur

Í Rauðshelli.

Garðarholt

Sigríður B. Guðmundsdóttir á Görðum var heimsótt. Hún er fædd og uppalin á Görðum. Við hornið á íbúðarhúsinu lá steinn með áklöppuðum keltneskum krossi. Sigríður sagði son hennar, Guðmund, hafa fundið steininn fyrir stuttu þarna skammt frá húsinu. Kirkjugarðurinn er vestan við það. Í gömlum heimildum er getið um Garðalind, aðalvatnsból Garðhverfinga, aðallega Garðastaðar og bæjanna austast í hverfinu. Austan kirkjugarðsins lá Lindargata að Garðalandi. Skv. þeim átti lindin að vera undir stórum þríhyrndum steini, sem hvíldi á þremur öðrum. Áður hafa verið gerðar tilraunir til að hafa uppi á lindinni með hliðsjón af lýsingunni, en það ekki tekist.

Garðalind

Garðalind.

Sigríður fylgdi FERLIR austur fyrir kirkjugarðinn á Görðum þar sem enn má sjá hinar gömlu hleðslur umhverfis hann. Gengið var niður fyrir garðinn og síðan skammt til norðurs. Þar vestan við kirkjugarðinn er stór þríhyrndur steinn. Vestan við hann er hlaðin rás og yfir hana steinbrú, sennilega á hinni gömlu Lindargötu.

Garðalind

Garðalind.

Fast vestan við steininn er hlaðin þrep niður að lindinni, sem er undir þessum stóra steini. Hún er í nokkurs konar skál undir honum. Frá lindinni til norðurs er gamall flóraður stígur. Ofan og fast við steininn hefur verið gert múrsteinshlaðið byrgi. Sigríður sagði að þar ofan í hafi verið sett dæla fyrir löngu síðan og vatninu úr lindinni dælt heim að bæ. Hlaðna rásin vestan við lindina er enn nokkuð heilleg. Sunnan við Garðalind er gömul hlaðin tótt.
Þá sýndi Sigríður FERLIR Völvuleiði á hæðinni austan Garðaholts. Þar er völva sögð hafa verið dysjuð. Sigríður kunni ekki frekari sögu af henni. Beggja vegna hæðarinnar eru grafnar skotgrafir.
Sigríður sagðist ekki vita hvar Garðahúsabrunnur og Miðengisbrunnur væru, en benti á Guðjón frá Pálshúsum, sem er næsti bær sunnan við Garða. Vestan við Pálshús, niður við sjávarkambinn, var bærinn Bakki, sem enn sést móta fyrir þar á kambinum. Norðan við hann er “Jobbasteinninn”, sem fannst fyrir ári síðan.

Völvuleiði

Á Völvuleiði.

Garðaflatir

Gengið var um Búrfellsgjá, sem er í rauninni ekki gjá heldur hrauntröð. Mesta breidd hennar er um 300 metrar, en mjóst er hún 20-30 metrar. Lengd gjárinnar er um 3 og ½ km.

Gjáarrétt

Gjáarrétt og Gerðið.

Góður stígur liggur í gjána. Nyrst í henni er Gjáarrétt, nokkuð heilleg og fallega hlaðin. Þessi fjallaskilarétt var byggð 1839. Hún var lögrétt Garðhreppinga, Bessastaðahreppsbúa og Hafnfirðinga fram til 1920 er hún var flutt niður í Gráhelluhraun (Hraunrétt) og síðan Kaldársel. Hraunréttin er nú horfin, en hún var þar sem nú er skeiðvöllur Sörla. Við Gjárrétt hittist fólk í réttum og gerði sér síðan glaðan dag á Garðavöllum. Gleðskapurinn var slíkur að frá honum er sprottið hugtakið “gjálífi”. Presturinn á Görðum hafði það orð um hegðan fólksins þarna á þessum tíma. Ekki ósvipað útihátíðunum í dag. Austan í gjánni, gegnt réttinni má sjá fallegan gamlan veg upp úr gjánni. Sú leið var nefnd Vatnsendavegur eða Elliðavatnsvegur. Urriðakotsvegur lá að Urriðakoti. Varð það annað heiti á Gjáarréttarvegi, sem lá niður að Vífilsstöðum.

Búrfellsgjáarrétt

Búrfellsgjáarrétt.

Vestan við réttina er Réttargerðið, skeifulaga hvilft, hömrum girt. Hlaðinn garður er fyrir anddyri hennar og hlið þar á. Fjársafnið var geymt í gerðinu um nóttina áður en réttað var. Innst í gerðinu, þar sem hamraveggurinn er hæstur, er hlaðið byrgi. Að hluta til er það fjárbyrgi, en að hluta til notuðu réttarmenn byrgið sem skjól og til gistingar. Það er enn nokkuð heillegt, en farið að láta á sjá.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Frá réttinni var gengið til suðausturs upp á Garðaflatir. Þar hafði FERLIR nýlega fundið tóft og var ætlunin að skoða svæðið betur. Flatirnar tilheyrðu hinu forna landi Garðakirkju á Álftanesi. Ýmsar sagnir eru til um þær. Ein er sú að þar hafi verið hinu fornu Garðar, en þeir verið færðir er “hraunið” rann. Átti fólkið að hafa flúið með logandi lukt undan hrauninu með áheiti um að nýr bær skyldi reistur þar sem ljósið slokknaði. Þar munu vera núverandi Garðar. Önnur sögn er um að Garðar hafi haft þar vetrarbeit. Þá eru til sagnir af seljum í Búrfellsgjá og minjar staðfesta selstöðusagnir Garðabæja á ellefu stöðum í Selgjá. Ekkert er minnst á þessar tilteknu tóttir á Garðaflötum í Örnefnaskrá Garðabæjar.

Fyrst var gengið að tóttinni, sem fannst nýlega. Hún er greinileg undir hæð austan við flatirnar. Austan hennar virðist vera nokkurn vegin kringlótt gerði og norðvestur frá því forn garður. Austar í kvos undir sömu hæðum virðist vera tótt og önnur skammt norðar. Norðan við þessar tóttir virðist og vera ferningslaga tótt. Ofan hennar á holti eru hleðslur. Allt bendir til þess að þarna geti verið fornar tóttir að ræða, sem ástæða er til að skoða nánar.
Veður var ágætt – sól og logn á hreyfingu.

Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Níutíumetrahellir

Gengið var frá Kaldá að Níutíumetrahellinum. Nokkrir duglegir krakkar voru með í för. Þótt opið gefi ekki til kynna að þarna sé langur hellir er hann nú samt sem áður jafn langur og nafnið gefur til kynna.

Helgadalshellar

Í Fosshelli.

Fyrst er komið niður í nokkurs konar lágan forsal, sem þrengist síðan smám saman uns fara þarf niður á fjóra fætur. Sem betur fer var moldin á botninum frosin svoauðveldara var að feta sig áfram inn eftir hellinum. Eftir spölkorn vítkar hann á ný, en þó aldrei verulega. Svo virðist sem hellirinn beygi í áttina að Lambagjá, sem er þarna norðvestan við opið. Sennilega er þessi rás ein af nokkrum, sem runnið hafa í gjána á sínum tíma og myndað þá miklu hraunelfur, sem runnið hefur niður hana til norðvesturs og síðan til vesturs í átt að Kaldárseli.
Þá var haldið niður í Helgadal við horn vatnsverndargirðingarinnar. Þar í brekkunni er Vatnshellir, op niður í misgengi, hægra megin við stíginn. Annað op á helli, ofan í sama misgengið. Gæta þarf sín vel þegar farið er ofan í Vatnshelli. Opið er tiltölulega lítið, en þegar komið er niður virðist leiðin greið til vesturs. Svo er þó ekki því kristaltært vatnið er þarna alldjúp. Það sést hins vegar ekki fyrr en stigið er í það. Ef komast á áfram þarf bát. Það fer þó eftir vatnshæðinni, en vatnið í Kaldárbotnum stöðvast þarna við misgengið á leið sinni til sjávar. Það er ástæðan fyrir tilvist vatnsbóls Hafnfirðinga þarna skammt vestar, undir Kaldárhnúkum.

Helgadalshellar

Í Rauðshelli.

Áður en haldið var inn í Hundraðmetrahellinn, sem opnast innan úr sprungu, var gengið að Rauðshelli, sem er þar skammt norðvestar. Einhvern tímann hefur hluti hellisins verið notaður sem fjárskjól, a.m.k. gróið jarðfallið við annað op hans. Gömul sögn er til af Rauðshelli, en hellirinn fékk síðar nafnið Pólverjahellir eftir að skipshöfn leitaði þar skjóls. Sjá má bælið við stærra opið. Hellirinn sjálfur er rúmgóður og lítið sem ekkert hrun í honum. Hægt er að ganga svo til uppréttur inn eftir honum, en í heildina er hellirinn hátt í hundrað metra langur. Hann beygir til hægri þegar inn er komið og síðan til vinstri. Fremst í hellinum eru fallegar hraunsyllur. Skammt norðar er forn stekkur. Hann er ekki á fornminjaskrá.

Vatnshellir

Í Vatnshelli.

Þegar komið er niður í sprunguna þar sem Hundraðmetrahellirinn er sést op til norðvesturs. Sá hluti nær einungis nokkra metra. Fallegir steinbekkir eftir storknaðan flór er með veggjum rásinnar er liggur til suðausturs. Hún þrengist smám saman og lækkar uns skríða þarf áfram. Loks lokast hellirinn svo til alveg. Hrunið hefur úr loftinu. Áður fyrr var hægt að skríða áfram og koma upp á milli steina í jarðfalli nokkru austar, en nú þarf grannan mann til ef það á að vera hægt. Mjög erfitt er að finna leiðina í hellinn þeim megin.

Helgadalur

Op Hundraðmetrahellisins.

Þá var haldið inn í stóra rás við eystri op Hundraðmetrahellis, sem er í rauninni hluti af þeirri fyrri, og inn í Fosshellinn. Í geyminum áður en komið er að fossinum er komið að miklu hruni. Ekki er óhugsandi að rás kunni að leynast efst og norðvestast í hruninu ef nokkrir steinar væru færðir til. Fossinn kemur úr rás í u.þ.b. þriggja metra hæð. Hefur hann storknað þar í þessari fallegu hraunmyndun. Farið var upp í rásina. Fallegur flór sést þar í henni. Gengið var upp eftir honum og áfram út úr rásinni skammt austan fjárgirðingar, sem þar er. Annað op er skammt vestar, en ekki var farið inn í það að þessu sinni. Fosshellirinn gæti verið um 40 metra langur.

Músarhellir

Í Músarhelli.

Frá Fosshelli var gengið upp í Valaból og komið við í Músarhelli. Hann er í rauninni rúmgóður skúti, sem hlaðið hefur verið framan við og gert rammað hurðargat á. Bekkur er þar inni og gestabók. Farfuglar gerðu afdrep þetta á sínum tíma, en síðan hafa skátar og fleiri nýtt sér það af og til. Í Valabóli er fallegur og skjólsæll trjálundur með sléttum grasblettum. Valahnúkar gnæfa yfir með fallegum bergmyndunum.
Veður var ágætt – lygnt, en fremur skuggsýnt. Það kom þó ekki að sök því góð leiðarljós lýstu veginn.
Gangan tók um 2 klst. Frábært veður.

Valaból

Valaból.

Búrfellsrétt

FERLIR hefur nokkrum sinnum þrætt Búrfellsgjá sem og systur hennar, Selgjá. Jafnan hefur það verið á leiðum til annarra nálægra áfangastaða, s.s. Garðaflata, Valabóls, Helgafells o.fl.
Nú var ætlunin að ganga upp (austur) gjána, skoða Gjáarrétt, Gerðið, fyrirhleðslur við skúta, gamlar götur og halda síðan áfram á Búrfell. Gerðið (Réttargerðið)Fyrri lýsingar af svæðinu voru gerðar í tíð fornvefsíðu FERLIRs, en við “klónunina” misfórust (týndust) sumar þeirra á rafleiðunum, m.a. ein sú yfirgripsmesta frá Gjáarréttarsvæðinu. Í henni var m.a. lýst hinum fornu götum um gjána. Þessar forlýsingar hafa þó varðveist í afritum.
Búrfellið er eldstöð frá nútíma. Fjallið, sem er ólíkt öðrum nöfnum þess á landinu vegna þess að það er gjall- og klepragígur, sem gaf af sér mikinn hraunmassa. Önnur Búrfell eru jafnan umfangsmeiri og úr móbergi eða bólstrabergi. Hraunið þekur um 18 km2 lands. Búrfellsgjá, sem reyndar er hrauntröð með nokkrum þvergjám (sprungum), er 3,5 km löng. Hún liggur niður úr suðvesturhlíð Búrfells og telst meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma. Það myndar nú stóran hluta þess gróna lands sem byggðirnar í Hafnarfirði og Garðabæ standa á. Svæðið er bæði aðgengilegt og einstaklega fallegt.
Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krísuvík. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Mannvirki í GerðinuBúrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst fyrrnefnt Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellshraunið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Í því eru t.a.m. Norðurgjárhellrar, Þorsteinshellir, Skátahellar, Maríuhellar (Urriðakotshellir og Vífilsstaðahellir) og Jónshellar. Allir, nema Skátahellar, voru notaðir fyrrum sem fjárskjól og má sjá þess merki enn þann dag í dag. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára.
Í Búrfellsgjá er Gjáaréttin, grjóthlaðin fjárrétt Álftaneshrepps. Gjáarétt er fjallskilarétt í vesturenda Búrfellsgjár og var lögrétt fram til 1920. Smalað var til hennar fram yfir 1940. Réttin er hlaðin úr hrauni. Gjáarétt er á fornminjaskrá. Skammt norðan  réttarinnar er Vatnsgjá, er var vatnsból réttarinnar og selja í grenndinni. Hún er alldjúp gjá eða sprunga í hraunbotni Búrfellsgjár. Gjáin er þröng og um 5-6 m. á dýpt.
Þegar lagt var af stað komu fram vangaveltur um örnefnið Búrfell. “Mörg fjöll á Íslandi bera sama nafn eins og Mælifell, Sandfell og Búrfell. Það er augljóst hvers vegna fjöll heita Sandfell og talið er að Mælifell heiti svo m.a. af því að þau helmingi ákveðna ferðamannaleið. En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell?

Forn gata upp úr sunnanverðri Búrfellsgjá

Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar. Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla. Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“ Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn. Talið er að það séu a.m.k. 47 fjöll hér á landi sem bera nafnið Búrfell.” Framangreindar upplýsingar um örnefnið er fengnar af vef Örnefnastofnunar Íslands.
Búrfellið hértilgreint er líkt öðrum nöfnum þess að einu leyti; þegar horft er að því úr norðri er mikill systkinasvipur með þeim.
Mannvistarleifar í norðanverðri BúrfellsgjáBúrfell er í austur frá Hafnarfirði, en í umdæmi Garðabæjar. Hraunið rann frá því eftir mjórri rás til vesturs og heitir þessi rauntröð Búrfellsgjá.
Vestast er gjáin grunn og víð. Í þeim enda er Gjáarrétt. Í hana var fénu smalað á haustin af nærliggjandi afréttum til sundurdráttar. Þessi viðburður í lífi fólksins fyrrum var oftast með miklum hátíðarbrag. Unga fólkið safnaðist saman við réttina kvöldið fyrir, sumir gættu fjárins, sem komið hafði af fjöllunum daginn áður, en aðrir vöktu og skemmtu sér. Var stundum slegið upp dansleik og seldar veitingar á svonefndum Garðaflötum sem eru skammt frá réttinni. Kvað svo rammt af gjálífinu að presturinn á Görðum bannaði þar allar skemmtanir um tíma. Vandkvæði tengd skemmtanahaldi eru því ekki ný af nálinni á þessu svæði.
NGjáarveggurátthaginn er sunnan við réttina. Réttin er nú friðlýst af þjóðminjaverði, en Búrfell og gjáin eru á náttúruminjaskrá.
Gjáarétt er fjallskilarétt í vesturenda Búrfellsgjár og var lögrétt fram til 1920. Smalað var til hennar fram yfir 1940. Réttin er hlaðin úr hrauni og þrátt fyrir að hún hafi verið endurgerð bera veggirnir ummerki eftir afleiðingar jarðskálfta, sem jafnan eru tíðir á svæðinu, enda stendur réttin á þéttri hraunhellu. Skammt norðan réttarinnar er Vatnsgjá, sem fyrr er lýst. Var hún meginvatnsból réttarinnar og selja í grenndinni. Gjáin er alldjúp gjá eða sprunga í hraunbotni gjárinnar. Hún er þröng og um 5-6 m á dýpt. Löguð hafa verið steinþrep niður í hana þar sem vatnsbólið var.
Gjáarrétt var flutt niður í Gráhelluhraun og nefndist Hraunrétt. Hún var fjarlægð þegar kappreiðavöllur var byggður svo til utan í henni. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 kveður Árni Helgason gjárétt hafa verið hlaðna steinrétt er þjónaði sem fjallskilarétt Álftaneshrepps frá 1840. Mun hún hafa verið nýtt sem slík fram til fram undir 1930.
Fjárskjól efst í BúrfellsgjáHlaðin mannvirki eru í krika suður af Gjáarrétt. Þar er m.a. stórt gerði, væntanlega fyrir hesta því það er með tvöfaldri hleðslu, innra gerði, væntanlega fyrir varning, aktygi o.fl. og síðan hús fyrir fólkið. Í örnefnalýsingu fyrir Garðabæ segir að “hvilft þessi er skeifulaga og hömrum gort á þrjá vegu. Er það hlaðinn garður fyrir og hlið á. Fjársafnið var geymt í Gerðinu nóttina áður en réttað var (heimildamaður; Gísli Guðjónsson). Innst í réttargerðinu er gjárbarmurinn veggbrattur og slútir nokkuð fram yfir sig á kafla. Þar inn undir berginu er hlaðið byrgi, sem ýmsar skýringar eru til á til hvers hafi verið notað. Raunar er augljóst, að þarna er fyrst og fremst um fjárbyrgi að ræða. Víst er einnig, að menn notuðu þetta byrgi sér til skjóls og gistingar, meðan Gjáarrétt var fjallskilarétt. Okkur hefur þó komið til hugar, að byrgið gæti upphaflega verið eldra en Gjáarrétt eða frá sama tíma og seljarústirnar í Selgjá. Gróðurfarið í Gerðinu styður m.a. þessa tilgátu. Byrgið hefur nú látið allmikið á sjá (m.a. varð þar nokkurt hrun vorið 1982).”
Hrafnagjárhluti BúrfellsgjáarGjárréttin varð tilefni deilumáls um miðbik 8. áratugar 19. aldarinnar. Forsaga málsins var sú að þann 28. september 1874 seldi Ingjaldur Sigurðsson, hreppstjóri Seltjarnarneshrepps, þrjá ómerkinga í Gjárrétt. Hann taldi sig vera í fullum rétti til þess þar sem réttin væri í sameiginlegri varðveislu Álftaness- og Seltjarnarneshreppa. Þessari túlkun var hreppstjóri Álftaneshrepps ekki sammála. Hann leit þannig á málið að Álftaneshreppur ætti einn tilkall til þessara ómerkinga. Rök hans voru þau að presturinn í Görðum, sem væri réttarbóndi í Gjárrétt og hefði því yfirráð yfir ómerkingum sem kæmu þar fram, hefði afsalað þessum réttindum í hendur Álftaneshrepps. Eftir árangurslausa sáttatilraun fór málið fyrir dómstóla. Dómur var kveðinn upp í málinu þann 4. ágúst 1875. Samkvæmt honum var hinum stefnda gert að greiða sækjandanum skaðabætur fyrir fénaðinn sem hann seldi. Í dómnum kom einnig fram að Gjárrétt væri sameiginleg rétt Álftaness- og Seltjarnarneshreppa og að réttin væri á landi sem Garðaprestur hefði til ábúðar. Í dómnum segir: “Samkvæmt tilvitnuðum stað í Jónsbók [49. kafli landsleigubálks] á sá, sem rjett vardveitir, ómerkinga; er hann nú almennt nefndur rjettarbóndi, en sá er rjettar bóndi er býr á þeirri jörd í hverrar landi rjettin er byggd. Rjetturinn fær því ekki betur sjed en ad Gardaprestur sem rjettarbóndi hafi með fullum rjetti getad afsalad Álptaneshreppi tilkall sitt til ómerkinga í Gjáarrjett …”

Kleprastandur í Hrafnagjá

Það hefur verið sagt um Krýsuvíkur-Gvend að úr Krýsuvíkurhverfi hafi hann hafa farið inn í Garðahrepp, líklega að Setbergi, því öllum ber saman um það, að hann hafi haldist við í Gjáarrétt með fé sitt og sér enn merki þess. Einnig var hann um tíma með féð uppi í Bakhlíðum og sér þar votta fyrir byrgi sem við hann er kennt, Gvendarbyrgi. Og enn er þess að geta að Guðmundur var um stundarsakir í Straumsseli í Hraunum, þá líklega búlaus. Þaðan seldi hann sauði sína í Bessastaðaskóla. Guðmundur Bjarnason var talinn sérkennilegur í mörgu: einrænn og dulur í skapi, en kjarkmaður og einbeittur, skýr í hugsun og þrekmikill, og sumir töldu hann fjölkunnugan. Í norðaustanverðri Búrfellsgjá má sjá myndarlega fyrirhleðslu við aflangan skúta. Lítið er eftir af hleðslunni, enda hafa kvikmyndagerðarmenn og aðrir farið höndum um grjótið síðan mannsmynd var á fyrirhleðslunni. Syðst í henni má þó enn sjá hlaðinn innganginn.
Í Búrfellsgjá, við mannvirkin, má sjá a.m.k. þrjár fornar götur. Ein liggur upp úr gjánni að norðanverðu gegnt réttinni, önnur upp úr gjánni sunnanverðri skammt austan við Gerðið og sú þriðja til vesturs við mörk Selgjár. Sú síðastnefnda mun hafa heitið Gjáarréttargata (Gjáarrréttarstígur) og lá áleiðis niður að Urriðakoti annars vegar og Vífilsstöðum hins vegar. Hinar göturnar hafa verið leiðir annars vegar heim að Vatnsenda og Elliðavatni og hins vegar niður að Setbergi og í Hafnarfjörð. Fjóra gatan hefur legið upp Búrfellsgjá og síðan upp úr henni yfir á Selvogsgötu ofan Helgadalsmisgengisins því þær útréttir, sem Selvogsbændur urðu að fara í voru, auk Eldborgarréttar Grindvíkinga, Lögbergsréttar við Reykjavík og Ölfusréttar, Gjáarréttin í Búrfellsgjá..
Bláberjalyngið í haustlitunumOfar, að norðanverðu í gjánni, eru leifar að fyrirhleðslu undir framslútandi bergvegg. Þarna sést enn dyraopið þrátt fyrir að öðru hafi verið raskað við gerð kvikmyndar, sem þar var gerð. Líklega hefur þarna verið um fjárskjóla að ræða – skammt frá mannvirkinu í Gerðinu. Á því eru dyrnar manngengar og því að öllum líkindum upphaflega verið hlaðið með það fyrir augum að þar gætu menn hafst við. Áður en útveggurinn hrundi mátti sjá á honum gluggaop eða hugsanlegt eldstæði. Ekki er ólíklegt að þar hafi Krýsuvíkur-Gvendur dvalið þá stuttu tíð er hann hafðist við í Gjáarrétt.
Norðaustar eru Garðaflatir. Sagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.
Auk gamalla sagna um bústað og minjar á Garðaflötum er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá, auk Selgjár ásamt 10 öðrum bæjum á Nesinu. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”, sem fyrr er lýst. Svo virðist sem minjarnar á Garðavöllum hafi fallið í gleymskunnar dá – a.m.k. þar til fyrir nokkrum árum.
Í umsögnum um svæðið hefur gjarnan verið sagt að “engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur”. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi hafi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast.S

Búrfellsgígurinn

vonefndar Garðaflatir liggja við austurbrún Löngubrekka, norðvestan við Búrfell og Búrfellsháls. Hermt er að þar hafi Garðakirkja staðið fyrr á tímum. Í ritinu Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar (bls. 90) er vitnað til sagnaþátta Ólafs Þorvaldssonar, þar sem segi: „Þetta var á svonefndum Garðaflötum, sem liggja norðvestur frá Búrfelli. Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi, og tel ég líklegt, að umgetnar flatir hafi fengið nafn af jörðinni Görðum. Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum“. (Ólafur Þorvaldsson 1951:50-51). Kemur einnig fram í frásögn Ólafs, að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.
Undir norðaustanverðum brekkubrúnum Garðaflata má sjá tóftir, m.a. húss, gerðis og garðs. Enn ofar má sjá þar tóftir tveggja minni bygginga.

Búrfell

Búrfell – Kringlóttagjá framar.

Ofar í Búrfellsgjá, þar sem hún mjókkar og hækkar, heitir Hrafnagjá. Neðst í henni sunnanverðri eru tvö skjól; annars vegar fjárskjól og hins vegar skúti með tveimur inngöngum; til norðurs annars vegar og upp og til vesturs hins vegar.
Fjalla-Eyvindur er frægastur útilegumanna á Íslandi. Hann er í rauninni ágætt (vont) dæmi um það hvernig yfirvöld þess tíma gerðu fátækan mann, sem hafði alla burði til að geta bjargað sér með heiðvirðum hætti, að varanlegum sakamanni. Athafnir þess, sem var “grunur um þjónað”, varð til þess að Eyvindur Jónsson frá Hlíð í Hrunamannhreppi, elstur systkina (tvíburi) varð að dvelja á fjöllum í 40 ár til að viðhalda “frelsi” sínu. Sú reynsla gerði hann að þeim mikla “Þekkingarbrunni” öræfanna er vegna skammsýni nýttist aldrei öðrum eftirlifandi. Minnir málatilbúnaður yfirvaldins á 18. öld margt á það sem hefur verið að gerast hér á landi þremur öldum síðar.

Búrfellsgjá - hrauntröðin

Eyvindur fæddist árið 1713 eða ’14. Um aldamótin þau var Ísland ofurselt danskri einveldisstjórn og harðsvírðuðu verzlunarfyrirkomulagi. Aldrei hefur Ísland verið nær því að gefast upp við að halda lífi í þjóð sinni og aldrei hefur sorfið meir að norrænum kynstofni, utan þess er dó á Grænlandi á fimmtándu og sextándu öld. Síðasta hallærisárið af sjö í röð um aldamótin var árið 1701. Þá var fiskileysi um landi mest allt, að kalla mátti dauðan sjó. Um miðjan maí voru 50 menn fallnir úr hor í Þingeyjarsýslu einni og víða urðu menn fallnir úr hor af næringarskorti. Fólk við sjávarsíðuna lifði helzt á sölum og fjallagrösum. Um þetta leiti er talið að dáið hafi  milli níu og tíu þúsund manns hér á landi, en þeir, sem eftir lifðu voru margir hörmulega útleiknir og biðu þess aldrei bætur, sem lagt hafði verið á þá andlega og líkamlega. Í dag er þetta allflestum geymt og tröllum gefið.
Þá segir sagan að “maður að nafni Geirmundur Bjarnason frá Sviðholti á Álftanesi lá úti upp frá seljum Álftnesinga í þrjár vikur í júní 1704 og lifði eingöngu á súrum og grasi. Sama ár dó skáldið á Stapa á Snæfellsnesi. Guðmundur Bergþórsson hefur varla dáið af of miklum mat eins og nú er eitt algengasta dauðamein hér.” Enn má sjá ummerki eftir Geirmund í Búrfellsgjá – ef vel er að gáð.
Veggir Búrfellsgjár ofanverðrar eru fimm til tíu metra háir. Greinilega má sjá hvernig hraunið hefur runnið. Láréttir taumar á gjárveggjum vitna um það. Tvennt hefur gerst nær samtímis og mjög skyndilega. Annars vegar fann hraunið sér aðra útrás úr gígnum eða jafnvel að gosið hafi stöðvaðist algjörlega, hraunrennsli hætt. Hvert heldur sem gerðist þá tæmdist hins vegar hrauntröðin mjög hratt, veggirnir beggja vegna kólnuðu og varanleg tilvist þeirra var nokkurn vegin tryggð, þó svo að veggirnir kunni að hafa hrunið víða en sums staðar eru þeir ansi háir og myndarlegir.
Efst uppi við sjálfan gíginn eru stórkostlegar hraunmyndanir, hraunið er víða lagskipt, sjá má hvernig litlir hrauntaumar hafa lekið niður vegginn og oft má finna lítil op inn í veggina og þar inni eru fallegir litir. Gígurinn er afmarkaður og litskrúðugastur að norðvestanverðu. Þegar horft er frá gígbrúninni má m.a. líta augum Húsafellið og Bollana að handan í austri, Kringlóttugjá, Valahnúka og Helgafell í suðri, Smyrlabúð í vestri og Hjallana í norðri.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Heimildir m.a.:
-http://www.ust.is/media/skyrslur2003/Burfell.pdf
-http://2www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/burfellshraun
-http://www.gardabaer.is/upload/files/Gardab_kortab_bak.pdf
-http://www.ornefni.is/
-Saga Fjalla-Eyvindar, Guðmundur Guðni Guðmundsson – 1970.
-Örmefni í landi Garðabæjar.
-Gísli Sigurðsson.

Búrfellsgjá

Búrfellsgjá.

Járnbraut

Gengið var inn á svonefnda Flatahraunsgötu, gamla leið, sem enn sést norðan við Fjarðarkaup. Þegar komið var yfir hraunið var beygt til austurs með jaðri þess, að svonefndum Hraunholtsstekk.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegur í Hafnarfjarðarhrauni, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

Sést móta fyrir tótt í laut í hraunjaðrinum. Austar var komið í laut og henni voru greinilegar hleðslur. Skúti var vestan í lautinni, innan við hleðslurnar, en handan þeirra í suðri var hellir; Hraunsholtshellir. Um er að ræða nokkuð rúmgóðan helli, en gamlar sagnir eru til um hellir þennan. M.a. er talið að Arnes útilegumaður, sá er stal peningum Hofsstaðabónda, hafi falið sig um tíma í helli á þessu svæði. Suðaustan við lautina er gömul rétt. Í norðurhorni hennar er hlaðið hús. Allt eru þetta mjög gamlar hleðslur. Í vesturjarði Löngulautar er hlaðinn stekkur.

Járnbrautarvegurinn

Fyrirhuguð lega Járnbrautarvegarins.

Gengið var suður yfir Flatahraun, allt að svonefndum Miðaftanshól. Á honum er landamerkjavarða. Sunnan við hólinn er járnbrautarvegurinn. Hann er u.þ.b. átta metra breiður og liggur svo til beint í gegnum hraunið. Hann endar við austurjaðar þess, en þar má sjá hvar grótið hefur verið tekið úr hraunhólunum og hlaðið í kesti. Á a.m.k. tveimur stöðum á veginum er farið yfir djúpar gjótur og er mjög fallega hlaðið í kantana. Vegur þessi var gerður árið 1918 og náði alveg niður á fiskireitina ofan við Hafnarfjörð (sjá meira HÉR). Til stóð að leggja járnbraut þaðan, en ekki náðist að ljúka þeirri framkvæmd. Nú er þetta eini kaflinn, sem eftir er af þessu mikla mannvirki á þess tíma mælikvarða.
Frá Miðaftanshól var gengið að Hádegishól, á milli hans og Fjarðarkaupa. Á þeim hól er einnig landamerkjavarða. Sunnan við hólinn var Hraunsholtssel. Nú er búið að byggja og raska svo til öllu svæðinu svo einungis sést móta fyrir selsstæðinu. Hraunsholtsselsstígur liggur í norður frá hólnum og í gegnum Flatahraunið að Hraunsholti. Vel sést enn móta fyrir stígnum í gegnum hraunið. Í suðaustur frá Hádegishól er Stórhóll.
Göngunni lauk við Fjarðarkaup. Frábært veður.

Arneshellir

Arneshellir við Hraunsholt.

Garðastekkur

Gengið var að Garðastekk eða Garðarétt undir vesturjaðri Garðahrauns. Hún er eitt elsta mannvirkið á Álftanesi. Þegar gengið var upp á hraunkantinn ofan við réttina kom nokkuð merkilegt í ljós – fjárborg, sú 90. sem FERLIR hafði til þessa skoðað á Reykjanesi. Hún er greinilega mjög gömul. Erfitt er að koma auga á hana, en í birtunni að þessu sinni þar sem sólin skein lágt úr suðri, sást hún mjög vel. Borgarinnar er ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Garðastekkur er í raun gróinn tóft vestan við Garðaréttina. Örnefnið hefur síðan færst yfir á réttina eftir að hún var hlaðin í hraunkantinum.

Garðahraun

Fjárborg í Garðahrauni.

Gengið var norður með vesturjarði hraunsins og inn á svonefndan Sakamannastíg (Gálgastíg) í Gálgahrauni. Skammt austar, norðan stígsins má sjá nokkrar mjög gamlar hleðslur. Ein þeirra er herðslugarður og sést móta fyrir húsi á einum stað. Stígnum var fylgt að Gálgaklettum. Klettarnir, sem eru þrír; Vesturgálgi, Miðgálgi og Austurgálgi, standa reisulegir rétta ofan við sjóinn. Sígurinn liggur beint að þeim. Utan í vestanverðum Gálgaklettum er skeifulaga garður, sennilega Gálgaflöt. Í henni voru sakamenn dysjaðir. Þar sem klettarnir klofna á móti norðri hafa þeir að öllum líkindum verið hengdir. Ef grannt er skoðað má sjá grópir efst í klettunum beggja vegna klofsins. Í heim hefur gálginn sennilega hvílt er sakammaninum var ýtt fram af á milli klettanna.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Haldið var suður í hraunið og var þá komið að Álftanesgötu, öðru nafni Fógetastíg. Gatan lá til Bessastaða. Skammt ofan við Garðastekk eru gatnamót og heitir tröðin að stekknum Álftanesstígur en frá hraunbrúninni að Görðum lá Garðstígur, sem enn mótar fyrir.

Garðastekkur

Garðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Garðastekkur

Skilti hefur verið afhjúpað sunnan Garðastekks utan Garðahrauns (Gálgahrauns) með gagnlegum upplýsingum um sögu og minjar svæðisins.
Gardahraun-1Það voru Hraunavinir í samvinnu við umhverfisnefnd Garðabæjar sem unnu og settu skiltið upp. Á því má m.a. lesa eftirfarandi:

Gálgahraun

Gardahraun-2

Gálgahraun tilheyrir víðáttumiklu hrauni sem rann frá Búrfellsgíg fyrir um 8.000 árum. Búrfellshraun ber nokkur mismunandi nöfn og heita nyrstu hlutarnir Flatahraun, Klettar og Gálgahraun en sameiginlegt nafn þeirra er Garðahraun. Gálgahraun var friðað ásamt fjörum og grunnsævi Skerjafjarðar 6. október 2009. Friðunin spannar 1;0815 km2 svæði sem samsvarar 108 hekturum.

Fógetagata (Álftanesgata)
Gardahraun-3Gatan var alfaraleið Álftnesinga áður en vagnfær vegur var lagður snemma á 20. öld. Þeir sem áttu erindi til Bessastaða kölluðu leiðina Fógetagötu á meðan fulltrúar konungs sátu staðinn. Leiðin var greiðfær í björtu en gat verið þungfarin í dimmviðri og hríðarbil. gatan sést greinilega þar sem hún hefur grópast ofan í hraunhelluna í aldanna rás. Að austan liggur hún um grunnt skarð við Hraunvík og kvíslast í Nyrðri Fógetagötu og Syðri Fógetagötu við Litla Skyggni. Hún sameinast á smákafla nærri Stóra Skyggni áður en hún skiptist aftur í Garðastíg (Garðagötu) sem tengist kirkjustaðnum Görðum og Álftanesgötu sem liggur út á Álftanesið.

Móslóði

Móslóði

Móslóði.

Á meðan mór var notaður til að viðhalda glóðinni í eldstæðum þeirra sem bjuggu í kotunum í Álptaneshreppi hionum forna var hann tekinn í Hraunsholtsmýri, Lágumýri og Arnarnesmýri. Leiguliðar Garðakirkju sem bjuggu í Hafnarfirði og Garðahverfi fóru ófáar ferðir um Móslóða til að sækja mó í mýrarnar. Ennþá er hægt að sjá hvar vegslóðinn lá milli mýranna og Vegamóta við Álftanesveg. Þar komu leiðirnar frá Garðahverfi, Hafnarfirði og Álftanesi saman.

Gálgaklettaleið
Gardahraun-4Gálgaklettaleið sveigir út af Fógetagötu í miðju Gálgahrauni skammt frá Stóra Skyggni. Auðvelt er að rata með því að taka stefnuna til norðurs og miða við Bessastaði. Nokkrar djúpar gjótur eru sunnan Gálgakletta og hægt að fara austan eða vestan þeirra áður en komið er að Gálgaflöt.

Sakamannastígur
Sakamannastígur er í hraunjarðrinum sunnan Lambhústjarnar. Leiðin var einnig nefnd Gálgastígur eða Aftökustígur og gefa nöfnin til kynna hvað þarna fór fram. Stígurinn virðist hafa verið fjölfarin en hann liggur framhjá Litla Gálga áður en komið er að Gálgaklettum. Þokkaleg lending er við Gálgaflöt, líklega voru sakamenn stundum ferjaðir yfir Lambhústjörn frá Bessastöðum. Þeir sem hefja göngu við Hraunvík geta nálgast Gálgakletta með því að fylgja strandlengjunni. Leiðin liggur framhjá Eskinesi og smátjörnum Vatnagarða áður en komið er að Gálgaklettum.

Gálgaklettar

Gardahraun-5

Gálgaklettar sem heita allt eins Gálgar eru þrír talsins: Vestur Gálgi, Mið Gálgi og Austur Gálgi. Þeir virðast vera dekkri yfirlitum en klettarnir umhverfis þá og nafnið hefur nægt til að skjóta fólki skelk í bringu í aldanna rás. Staðkunnugir kölluðu klettana einu nafni Gálgaklofning þar sem þetta var upphaflega einn klettur sem klofnaði í þrjá hluta. Samkvæmt munnmælum voru sakamenn hengdir í Gálgaklettum, en ekki eru til ritaðar heimildir sem staðfesta þetta. Samt sem áður hafa mannabein fundist nærri Gálgaklettum. Þau styðja þessar sagnir.

Eskines

Gardahraun-6

Eskines er sá hluti Búrfellshrauns sem lengst nær frá eldstöðinni Búrfelli. Ysti hluti Eskiness er í 12 km fjarlægð frá miðhluta Búrfellsgígs. Nærri hraunjaðrinum er kofarúst frá seinni hluta 19. aldar þegar Þórarinn Böðvarsson prestur frá Görðum ætlaði að koma þar upp æðarvarpi. Hann lét byggja kofann og fékk vinnuhjú til að búa þar með hænsni yfir sumartímann, en æðarvarpið misheppnaðist. Eskines er nánast flæðisker sem hefur sigið í aldanna rás og drukknuðu þar 40-50 kindur í eina tíð. Huga þarf að sjávarföllum ef farið er út á nesið, einkum á stórstraumi. Ofan Eskineseyra eru Eskinesklettar.

Garðastekkur
Gardahraun-7Garðar var einn ríkasti kirkjustaður landsins um aldir og umhverfis prestsetrið var fjöldi hjáleiga sem nefndust einu nafni Garðahverfi. Garðakirkja átti miklar lendur. Á veturna var búsmalanum haldið til beitar í Garðahrauni og Garðastekkur gegndi mikilvægu hlutverki. Vestur af honum eru húsatóftir og á hraunrana er hrunin fjárborg. Þessar minjar vitna um horfna búskaparhætti.

Kjarvalsklettar

Garðahraun

Garðahraun – Kjarvalsklettar.

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var heillaður af hraunlandslagi og fór á sömu staðina á mismunandi árstímum til að mála. Ákveðnir drangar í Klettahrauni urðu honum hugleiknir en hann málaði einnig aðra kletta sem finna má í grenndinni. Kjarvalsklettar í Garðahrauni koma fyrir í nokkrum tugum málverka meistarans. Kjarval nefndi þessi málverk ýmist Hraun, Úr Gálgahrauni, Úr Bessastaðahrauni eða frá Álftanesi.

Galgahraun-kort

Auk þess má bæta við að fjölmargt annað áhugavert má berja augum í nágrenninu. Má þar t.d. nefna Garðagötuna fyrrnefndu. Hún sést enn mjög vel ofan núverandi Álftanesvegar þar sem hún liðast upp norðanvert Garðaholt. Við götuna er Mægðnadys, hlaðið hringlaga leiði, og skotgrafir frá stríðsárunum hafa verið grafnar þvert á götuna efst á holtinu auk tveggja skotbyrgja. Sambærilegar skotgrafir má sjá nánast við hvern klapparhól á Garðaholti. Austar liggur Kirkjustígurinn frá Hraunsholti að Görðum. Við hann er Völvuleiðið, hringlaga hlaðin dys. Á milli þessara tveggja dysja má auk þess sjá enn eina hringlaga hlaðna dys í holtinu.
Hafa ber í huga að kortið á skiltinu lýsir fyrst og fremst áhugaverðum gönguleiðum um svæðið, en ekki fornum þjóðleiðum. Þá myndi það líta öðruvísi út sbr. meðfylgjandi loftmynd.

Garðahraun

Í Garðahrauni.

Garðaflatir

“Skemmtilegar sagnir um Garða hafa spunnist um örnefnið Garðaflatir í hinu forna afréttarlandi Álftaneshrepps og birtust hjá Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni í Gráskinnu árið 1928:

Gardaflatir - yfirlit

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

“Sagt er að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður. […] Maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsar hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varizt svefni. Hann dreymir að maður tígulegur kemur til hans og segir:

gardaflatir - minjar

Garðaflatir; eldhús?

“Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, þá hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur.”
Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýms merki þess má sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sézt til skamms tíma.”
Í sagnaþáttum sínum árið 1951 telur Ólafur Þorvaldsson einnig að umgetnar flatir hafi fengið nafn af Görðum en skýring hans er þó
jarðbundnari: “Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi […] Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum”. Ólafur segir auk þess frá því að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.”

Heimild:
Ragnheiður Traustadóttir og Rúna Knútsdóttir, 2004. Garðahverfi – Fornleifaskráning 2003. Bls. 29-30.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.