Tag Archive for: Grindavík

Kapella

Jochum Magnús Eggertsson (9. september 1896 – 23. febrúar 1966) var íslenskur rithöfundur og skáld, alþýðufræðimaður og skógræktarmaður, sem skrifaði jafnan undir höfundarnafninu „Skuggi“.
Skuggi-1Jochum las og rannsakaði allar galdraskræður og fornan fróðleik sem hann kom höndum yfir, og skrifaði meðal annars bókina Galdraskræðu, þar sem hann tók saman ýmsan fróðleik um galdra og galdrastafi. Hann sagðist líka hafa fundið galdrabókina Gullskinnu eða Gullbringu, sem getið er í þjóðsögum, en hún væri í rauninni ekki galdrabók, heldur frumgerð Landnámu og þar væri sögð saga fyrstu alda Íslandsbyggðar eins og hún væri raunverulega. Aldrei vildi Jochum þó sýna neinum Gullskinnu.
Margir telja að Landnáma hafi komið á undan Íslendingabók. Höfundur hennar voru Ari fróði og Kolskeggur hinn vitri.
Samkvæmt kenningum Jochums var Suðurland albyggt þegar landnámsmenn komu og var þar fyrir írskur þjóðflokkur sem naut andlegrar handleiðslu Krýsa (Chrysostomosa eða gullmunna) Skuggi-2og hafi það verið hluti launhelga sem voru til víða um Evrópu og allt suður til Krítar og Egyptalands. Höfuðstöðvar Krýsa voru samkvæmt kenningum Skugga í Krýsuvík. Hann hélt því fram að Krýsar og landnámsmenn hefðu í fyrstu búið saman í friði. Höfuðprestur Krýsa á elleftu öld var Kolskeggur vitri og hafði hann lærisveina sína og ritara á tveimur stöðum, í Krýsuvík, þar sem hann bjó sjálfur, og á Vífilsstöðum undir stjórn Jóns Kjarvalarsonar hins gamla, og voru alls 13 á hvorum stað að meðtöldum lærisveinum. Þeir voru jafnan hvítklæddir.
Þessir fræðimenn sköpuðu menningararf Íslendinga, segir Skuggi. Kolskeggur vitri kenndi Íslendingum að skrifa með latínuletri; hann orti sjálfur Hávamál og skrifaði margar Íslendingasagna, þar á meðal Njálu, Laxdælu, Hrafnkels sögu, Gunnlaugs sögu ormstungu og Bandamanna sögu. En höfðingjum þóttu Krýsar orðnir of voldugir og haustið 1054 söfnuðu þeir miklum her, brenndu Jón Kjarvalarson og menn hans inni á Vífilsstöðum og settust svo um Krýsuvík, sem þeim tókst loksins að vinna þrátt fyrir frækilega vörn. Kolskeggur komst undan á Brimfaxa, arabískum gæðingi, en náðist í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, þar sem hesturinn fótbrotnaði og Kolskeggur var felldur. Eftir þetta var Krýsum útrýmt.
Skuggi-3Mönnum stóð brátt ógn af þeim stað þar sem Kolskeggur hafði fallið og var þar reist kapella og hraunið síðan kallað Kapelluhraun. Hann var sagður galdramaður og djöfull og með tímanum umbreyttist nafn hans í Kölski. Kapellan var reist við fornu reiðgötuna í auðninni þar sem Kolskeggur var veginn; var á miðöldum kölluð „Kölskakapella“ eða „Kölska-kyrkja“. Nýtt hraun hefur runnið á hana og kaffært hana að nokkru leyti, en vegsummerki hennar sjást þó enn greinilega á hraunhryggnum og storkunni, austurgaflinn nokkurnveginn heillegur að innan og innganginn og fyllt hana þeim megin. Hraunið dregur síðan nafn af Kapellunni. Það fylgir fornu sögninni, að bein Kölska hafi verið geymd eða dysjuð þar í Kapellunni.
Fornar fræðibækur Krýsa voru bannaðar og kallaðar galdraskræður. Ari fróði var svo fenginn til að umskrifa söguna og afmá hlut Krýsa, en eftir hvarf þeirra varð nær algjör stöðnun í menningararfi og ritstörfum meðal Íslendinga. Síðustu leifar þessa stórbýlis [Krýsuvíkur] hafa varðveizt á undraverðan hátt, umkringdar og greiptar í hraunstorkuna og bíða þar grasi grónar eins og þær hafa gert síðastliðin 600 ár. Yngsta gólfskánin hefur því tíðindi að segja frá þeim tíma.
Þá má þess geta að í þjóðsögunum segir að Eiríkur galdraprestur í Selvogi hafi áskotnast Gullskinna þessi, en hann ákveðið að urða hana í Kálfsgili í Urðarfelli, enda um að ræða „mestu galdrabók allra tíma“.

Skuggi-4

Jochum var ættaður frá Skógum í Þorskafirði og var bróðursonur Matthíasar Jochumssonar skálds. Hann sendi frá sér allnokkurn fjölda bóka og ritlinga, bæði stuttar skáldsögur og smásögur, ljóð, þjóðlegan fróðleik og ritgerðir, og þykja mörg ritverk hans nokkuð sérstæð. Hann var einnig góður teiknari og skrautritari og hafði lært það af eldri bróður sínum, Samúel Eggertssyni kortagerðarmanni og skrautskrifara, sem ól hann upp að einhverju leyti. Jochum myndskreytti sumar bækur sínar og handskrifaði aðrar. Á meðal bóka hans má nefna Brísingamen Freyju, Syndir guðanna – þessar pólitísku, Viðskipta- og ástalífið í síldinni og Skammir.
Jochum keypti Skóga í Þorskafirði árið 1951, dvaldist þar meira og minna öll sumur eftir það og stundaði þar allnokkra skógrækt og gerði tilraunir með ræktun ýmissa trjátegunda. Hann var ókvæntur og barnlaus en arfleiddi Baháí-samfélagið á Íslandi að jörðinni eftir sinn dag.

Sjá meira HÉR.
Sjá einnig Brísingamen Freyju.

Heimildir
– (Jochum M. Eggertsson) Skuggi: Brísingamen Freyju: nokkrar greinar. Reykjavík, 1948.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Skreið

Það var við hæfi að fara í sérstaka „Hjallaferð“ á föstudaginn langa. Föstur í kaþólskum sið voru helstu forsendurnar fyrir skreiðavinnslu og fiskútflutningi Íslendinga í gegnum aldirnar.

Skreið

Skreið í trönum.

Um langan tíma var hertur fiskur svo til eina útflutningsvaran. Á þeim tíma var fiskur þurrkaður á grjóti, hlöðnum grjótgörðum og byrgjum, auk þess sem sérstök verkhús voru á sumum stöðum. Verin gengdu þýðingarmiklu hlutverki við veiðar og verkun skreiðar. Í sumum þeirra, einkum á Snæfellsnesi, voru sérstakir hjallar (rekaviður milli hlaðinna stólpa). Á Reykjanesi eru nú einungis eftir fiskhjallar (trönur) á fáum stöðum, s.s. við Hafnarfjörð, Grindavík og Garð.

Haldið var í hjallana við Hafnarfjörð, gengið þar um og sagan rifjuð upp í tilefni dagsins. Í hjöllunum hanga nú þorskur, ufsi, ýsa, lýsa og langa, en áður fyrr var þar nær einvörðungu þorskur og hausar. Hausarnir nú virtust af öllum hugsanlegum fiskskepnum. Sumir hafa líklega hangið þarna lengi, aðrir voru nýkomnir.
Þurrkbyrgi á SelatöngumSkreið er framleiðsluheiti yfir þurrkaðan, afhausaðan fisk. Þurrkunin er gömul aðferð til að auka geymsluþol fisks. Íslendingar hafa þurrkað fisk í aldaraðir en í nútímanum má segja að hér á landi sé aðeins borðuð ein tegund skreiðar þ.e. harðfiskur, öll önnur skreið er framleidd til útflutnings. Helstu markaðir fyrir skreið eru Ítalía og Nigería, auk nokkurra ríkja á vesturströnd Afríku.
Skreið hefur lengst af verið útiþurrkuð þar sem tveir fiskar eru spyrtir saman og hengdir upp í þar til gerðum fiskhjöllum og sól og vindur látin um þurrkunina. Nú getur þurrkun fisksins verið hvort heldur sem er, inniþurrkun – og er þá jarðhiti gjarnan nýttur til verkunarinnar.

Skreið

Skreið í hjalla.

Þessi hausaverkun getur verið mismunandi og helst hún gjarnan í hendur með því í hverskonar verkun bolur fiskins fer; haus m/klumbu, haus án klumbu og haus með hrygg.
Á miðöldum steig skreið mjög í verði á erlendum markaði. Þá reið mjög á því fyrir landsmenn að geta framleitt góða og vel verkaða skreið til sölu erlendis. Annmarkar voru á því, sérstaklega vegna rakans í sjávarloftinu. Eyjamenn tóku t.d. þá upp á að herða fisk á syllum í móbergshömrum, t.d. fiskhellum svokölluðum. En meira rými þurfti til. Eyjabúar fundu þá upp gerð fiskigarða. Hver jarðarvöllur (tvær jarðir) eignaðist afmarkað svæði, sem girt var hlöðnum grjótgarði til varnar sauðfé t.d., sem þá gekk í hundraðatali um alla Heimaey. Inni í gerðinu voru síðan hlaðnir reitir úr hraungrýti með bili á milli, svo að ekki þurfti að ganga á reitunum sjálfum (þurrkreitunum) meðan fiskurinn var breiddur til herzlu. En fleira var innan gerðisins en herzlureitirnir. Þarna var byggð kró úr hraungrýti, – hringmynduð kró, sem mjókkaði upp í toppinn svo að loka mátti henni með dálítilli steinhellu. Að baki krónni var reitur, kallaður kassareitur.
Annars staðar á landinu voru hlaðnir langir grjótgarðar og hlaðin grjótbyrgi, s.s. nálægt Grindavík og á Snæfellsnesi.
Oftast var fiskurinn hertur flattur, tekinn úr honum hryggurinn.
Þegar fiskurinn var fluttur í gerðið, ýmist borinn á baki eða reiddur á hesti. var hann settur í kös á kasarreitinn. Þar var hann látinn liggja, þar til byrjaði að slá í hann. Þá var hann breiddur á herzlureitina. Lágnaður fyrir herzlu þótti fiskurinn bragðbetri og mýkri. Eiga Norðmenn að hafa fundið upp þessa verkunarferð á miðöldum.

Skreið

Skreiðarhjallur.

Hálfharður var fiskurinn síðan settur inn í króna. Þar blés hann og fullharðnaði án þess að regn kæmist að honum. Loftstraumur lék um króna, þar sem hún var hlaðin upp úr hraungrýti með einföldum veggjum. Fyrir krónni var rimlahurð. Dyrnar voru lágar, svo að ganga varð hálfboginn um þær eða skríða nánast. Yfir dyragættinni var hvalbein, t.d. rifbein úr hval. Í krónni geymdist skreiðin vel. Þaðan var hún flutt á verzlunarskipið, þegar hún var seld til útflutnings, og þangað sóttu menn skreið til heimilisnota. Á Reyjanesi voru notuð steinhlaðin byrgi í sama tilgangi.
Líkan af vestmannaeyskum fiskigörðum gjörði Kristinn Ástgeirsson frá Litlabæ. Það er gjört eftir frásögn Jóns Jónssonar frá Brautarholti, síðast sjúkrahússráðsmaður þar í bæ. Hann var fæddur 1869 og mundi gerð síðasta fiskigarðsins, sem var rifinn um 1880, eða um svipað leyti og verstöðin á Selatöngum lagðist af.
Fiskbyrgi í Strýthólahrauni við GrindavíkHarðfiskur hefur fylgt landsmönnum allt frá upphafi byggðar og lengi framan af skipaði hann stóran sess í fæðunni, einkum til sveita þar sem ekki var mikið framboð af fersku sjávarmeti. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson sagnfræðing er fróðlegur kafli um skreið og harðfisk. Þar segir að víða sé minnst á skreið í Íslendingasögum og má þar nefna skreiðarhlaðann á Fróðá í Eyrbyggju. Í Íslandslýsingu Odds biskups Einarssonar frá lokum 16. aldar segir að næst á eftir mjólkurvörum og kjöti sé venjulegur fiskur stór hluti af fæðu Íslendinga. „Er hann þá fyrst hertur…

Skreið

Skreiðarhjallur á 19. öld – Gaimard.

Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngum verið drjúgir við að vinna saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.

Strýthólahraun

Fiskbyrgi í Strýthólahrauni – Uppdráttur ÓSÁ.

Sýningin er forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. Hún er liður í að draga upp og efla sjálfsmynd bæjarins og fólksins sem þar býr.

Sloki

Fiskgarðar í Slokahrauni.

Í kringum Grindavík eru víða gamlir þurrkgarðar og byrgi, s.s. við Húsatóftir, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, í Slokahrauni, við Ísólfsskála og á Selatöngum. Í Herdísarvík má einnig enn sjá garða og leifar byrgja, en vegagerð hefur þegar skemmt hluta þeirra.
Um miðja átjándu öld voru fáeinir tugir báta gerðir út frá Reykjavík, mest tveggja manna för, og voru veiðarfærin nær eingöngu handfæri. Fiskurinn var að mestu leyti verkaður í skreið. Eftir 1800 stækkuðu fleyturnar og fjögurra og sex manna för urðu uppistaða bátaflotans.

Reykjavík

Reykjavík – tómthús 1890.

Í holtunum í kringum miðbæ Reykjavíkur og út frá honum meðfram sjónum mynduðust þyrpingar torfbæja þar sem tómthúsmennirnir bjuggu. Þeir höfðu lífsframfæri sitt af því að róa til fiskjar og af daglaunavinnu sem til féll. Upphaflega voru þeir sem bjuggu við sjávarsíðuna og höfðu ekki skepnur kallaðir tómthúsmenn, húsin þeirra voru talin tóm. Víða á Suðurnesjum var þetta fólk nefnt þurrabúðafólk. Fékk það að reisa hús (skjól) á jörðum formanna eða annarra góðviljaðra, sem síðan þróuðust í smábýli eða bæi. Dæmi um slík hús eru t.d. í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík – reyndar endurnýjuð síðan þá var.
Um 1820 var saltfiskur orðinn aðalútflutningsvaran frá Reykjavík og hafði það örvandi áhrif á þéttbýlismyndunina þar sem saltfiskverkun var frek á vinnuafl gagnstætt skreiðarverkun. (Sjá meira undir Skreið I).

Sjá einnig MYNDIR.
Sólstafir yfir Grindavík

Bláa lónið

Genginn var svonefndur „Bláalónshringur“, þ.e. 6-8 km hringleið frá Bláa lóninu um Eldvarpahraun að Skipsstíg, hinni fornu þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur, og götunni síðan fylgt til suðurs að Lágafelli.

Bláa lónið

Bláalónshringur – forsíða.

Gangan var farin í framhaldi af útgáfu gönguleiðarbæklings undir yfirskriftinni „Bláalónshringur“. SJF og ÓSÁ unnu að bæklingnum með stuðningi Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Í bæklingnum er leiðinni umhverfis Bláa lónið lýst af allnokkrurri nákvæmni.

Í göngunni var komið við í Dýrfinnuhelli þar sem samnefnd kona úr Grindavík átti að hafa dulist með börn sín eftir að „Tyrkir“ réðust á Grindvíkinga að morgni 10. júní árið 1627 og rænt þaðan 15 manns.
Rifjuð var upp tilurð og aldur nálægra hrauna; Illahrauns, Bræðrahrauns og Blettahrauns áður en göngunni var framhaldið til austurs með norðanverður Þorbjarnarfelli, um Skjónabrekkur inn á Baðsvelli. Þar voru skoðaðar leifar af selstöðum Járngerðarstaðabænda fyrr á öldum og skógrækt Grindavíkurkvenfélags-kvenna frá 1950.
Loks var haldið yfir Illahraun, framhjá Svartsengisvirkjuninni að Bláa lóninu. Frábært veður.
Sjá má innihald annars ófáanlegs bæklingsins Bláalónshringur-bæklingur.

Bláa lónið

Bláa lónið – þátttakendur.

 

 

Trölladyngja

Gengið var frá Trölladyngju upp í Sogadal, þaðan upp að Spákonuvatni og síðan niður Þórustaðastíginn þar sem hann liggur skásniðinn niður Selsvallafjall á Selsvelli, suður með vestanverðum Núpshlíðarhálsi, um Þrengsli og Hraunsel, áfram niður með austurjarði Leggjabrjótahrauns og síðan gamla Krýsuvíkurveginum (Hlínarveginum) fylgt austur yfir Núpshlíðarhálsinn á Djúpavatnsveg sunnan Stóra Hamradals.

Trölladyngja

Trölladyngja og nágrenni.

Trölladyngjusvæðið er nátttúrminjasvæði, auk Keilis og Höskuldarvalla. Mörk svæðisins eru um Keili að vestan, Markhelluhól að norðan, fylgja síðan vesturmörkum Reykjanesfólkvangs á móts við Hverinn eina, þaðan um Driffell í Keili. Þá er gígasvæðið vestan í Vesturhálsi er liggur frá Höskuldarvöllum suður á milli Oddafells og Trölladyngju til Selsvalla hluti af náttúrverndarsvæðinu, en úr gígaröðinni þar hefur Afstapahraun runnið. Gígasvæðið er að hluta innan Reykjanesfólkvangs. Sjálf er Trölladyngjan móbergsfjall, líkt og Grænadyngja, systir hennar, og Keilir.

Spákonuvatn

Spákonuvatn.

Gengið var yfir Sogalækinn og áfram upp á gígbrún Spákonuvatns. Þaðan er tilkomumikið útsýni yfir litskrúðugt Oddafellið og formfagran Keili. Spákonuvatnið er í einum gíg af mörgum á Núpshlíðarhálsinum. Önnur vötn má t.d. nefna Djúpavatn og Grænavatn.

Gengið var um Grænavatnsengjar áleiðis niður að Selsvallafjalli. Af fjallinu var horft yfir Grænavatn í suðaustri. Skásneiðingur Þórustaðastígsins var síðan tekinn niður á Selsvellina vestur undir fjallinu. Selsvallafjall er 338 m hátt. Fjallið greinist frá Grænavatnseggjum af smá dalverpi eða gili en um það liggur Þórustaðastígurinn skáhalt niður fjallið. Reykjavegurinn liggur um Selsvellina.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Þrír lækir, Selsvallalækir, renna um Selsvelli en hverfa svo niður í hraunjaðarinn sem afmarkar vellina til vesturs. Sá nyrsti kemur úr gili fast sunnan Kúalága, en sá syðsti rennur fram sunnan og nokkuð nálægt Selsvallaselja.
Moshóll er stór, reglulegur og skeifumyndaður gígur við norðurenda Selsvalla. Mosakápan á austurhlíð Moshóls er mjög illa farin eftir hjólför ökumanna sem hafa fundið hjá sér þörf að aka sem lengt upp í hlíðar hans. Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir að gosið úr Moshól hafi líklega verið það síðasta í hrinunni sem myndaði Afstapahraun.
Upp í fjallshlíðinni, utan í Selsvallafjalli, að sunnanverðu við vellina, norðan við syðsta lækinn, eru eldri selstóttir, bæði ofan og neðan slóðans, sem liggur eftir endilöngum völlunum. Enn neðar á völlunum má sjá móta fyrir kví og stekk.
Hluti selstóttanna kúra í vesturhorni vallanna fast við hraunkantinn og þar eru a.m.k. þrjár kofaþyrpingar og tveir nokkuð stórir stekkir nálægt þeim. Úti í hrauninu, fast við tóttirnar, er einn kofi og lítið gerði á grasbletti. Skúti er undir kletti á bak við miðtóttirnar.

Grænavatn

Grænavatn á Núpshlíðarhálsi.

Í bréfi frá séra Geir Backmann Staðarpresti til biskups árið 1844, kemur fram að sumarið áður hafi sjö búendur úr Grindavíkurhreppi í seli á völlunum og að þar hafi þá verið um 500 fjár og 30 nautgripir. Út frá selsstæðinu liggur selsstígurinn til Grindavíkur í átt að Hraunsels-Vatnsfelli. Á Selsvöllum var selsstaða frá bæjum Grindavíkur og í sóknarlýsingu þaðan frá árinu 1840 er sagt að allir bæir í sókninni nema Hraun hafi haft þar í seli.
Í sóknarlýsingu sr. Geirs Backmanns, sem var prestur að Stað í Grindavík 1835-1850 kemur greinilega í ljós, hvers virði selsturnar hafa verið Grindvíkingum. Þar segir: “Eftir jarðabókinni 1760 á Staður selstöðu á Selsvöllum, þó það nú sýnist orðið almennings selstaða úr allri Grindavík”.

Keilir

Keilir.

Það fer ekki á milli mála, að selstaðan hefur verið Grindvíkingum dýrmæt á 19. öld. Þeir einu, sem ekki nytjuðu selstöðuna á Selsvöllum, Hraunsmenn, notuðu sitt eigið sel árlega.

Ef marka má lýsingu sr. Geirs var ekki um marga kosti að ræða: “Eigi verður höfð nokkur skepna heima á sumrum, og eru allir hestar daglega langt í burtu á bak við Fiskidalsfjall, þó brúka eigi strax að morgni”. Telur hann, að sumarið áður hafi að minnsta kosti 500 fjár, ungt og gamalt, og 30 nautgripir auk inntökupenings gengið á völlunum og geti menn getið sér þess nærri, að þvílíkur urmull af kúm og kindum geri “ærið usla og jarðnag í beitilandi í Þrengslum”. Vegna hagleysis verði að reka allan fénað, sem tíðum sé kominn í selhagana löngu fyrir fráfærur í 7. viku sumars, heim á miðjum selvinnutímanum, eintatt í 17. viku sumars
Vera kann, að ein ástæðan fyrir þessari miklu ássókn í selstöðuna á Selsvöllum um daga sr. Geirs sé sú, að Grindvíkingar hafi ekki lengur haft innhlaup í selstöðurnar í Krýsuvíkurlandi eins og var á 18. öldinni.

Hraunssel

Hraunssel.

Gengið var niður Þrengslin og tóftir Hraunssels skoðaðar. Hraun hafði í seli í Hraunssseli, en það sel lagðist síðast af á Reykjanesi (1914).
Haldið var áfram niður syðri Þrengslin, með austurjaðri Leggjabrjótshrauns og niður í Línkrók. Þar skammt frá á Sængurkonuhellir að vera í hrauninu undir hlíðinni. Þegar komið var niður á gömlu götuna (Hlínarveginn), sem rudd var fyrir hestvagna um 1932, var beygt til vinstri og götunni fylgt í sneiðingi upp Núpshlíðarhálsinn, um móbergsskarð og niður hálsinn að vestanverðu. Gangan endaði á Djúpavatnsvegi þar sem FERLIR-095 hafði byrjað.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Dyngjur-2

Dyngjur.

Selsvellir

Í Faxa árið 1960 skrifar Hilmar Jónsson „Ferðaþátt“ um för Ferðafélags Keflavíkur á Selsvelli og nágrenni:
„Eins og lesendum Faxa er kunnugt, var starfsemi Ferðafélags Keflavíkur fremur lítil í fyrra, aðeins ein ferð var farin á vegum félagsins. Nú hefur brugðið mjög til hins betra um hag félagsins. — Þegar þetta er skrifað hafa 5 ferðir verið farnar, en það er einni ferð fleira en gert var ráð fyrir í áætlun F. K.
— Eflaust er þessi ágæti árangur mikið veðrinu að þakka, en fram Selsvellirhjá hinu verður ekki gengið, að í ár hafa félaginu bætzt starfskraftar, sem ríða baggamuninn. — Á ég þar við smiðina Magnús og Bjarna Jónssyni, að ógleymdum konum þeirra. En á síðasta aðalfundi var Magnús kosinn varaformaður, en Ásta Arnadóttir, kona Bjarna, gjaldkeri. Þetta fólk hefur myndað kjarnann í flestum ferðum félagsins í sumar. Og í fyrstu ferðinni, sem var gönguferð á Trölladyngju og nærliggjandi staði, var Magnús Jónsson leiðsögumaður.
Lagt var af stað í þá ferð kl. 8 að morgni hins 6. júní. Þátttakendur voru 17. Þykir það mjög gott, jafnvel í höfuðstaðnum, þegar um gönguferð er að ræða. Á Höskuldarvelli vorum við komin um kl. 10, þar var setzt að snæðingi. Þá var hæg gola og leit út fyrir bezta veður. En að hálftíma liðnum var byrjað að rigna og það veðulag hélzt til kvölds. Fyrst var haldið á Selsvelli. —
Þrátt fyrir veðrið voru allir í góðu skapi, sérstaklega lá vel á Guðmundi Magnússyni, sem fór með óprenthæfan kveðskap kvenfólkinu til andlegrar uppbyggingar.

Selsvellir

Í Árbók F. Í. 1936 skrifar Bjarni Sæmundsson um Suðurnes. Hann segir: „Einn fallegasti staðurinn á suðurkjálkanum, og einn sá, er verðast er að sjá þar, eru Selsvellir, vestan undir algrænni hlíðinni á Selsvallafjalli, sem er miðhlutinn af vestur hálsinum. Þeir byrja, má segja, þegar komið er inn úr þrengslunum og ná „milli hrauns og hlíðar“ 2 1/2 km. inn með hálsinum, rennsléttir og grösugir. Tærir lækir úr hlíðinni renna yfir vellina og hverfa svo í hraunið.“
Fjallasýn er þarna mjög fögur, á aðra hönd er Keilir, en á hina Grænadyngja (393 m.) og Trölladyngja. Í fjarska eru Fagradalsfjöll. Frá Selsvöllum til Grindavíkur er allgreiðfær leið. Í fyrra gengum við Hafsteinn Magnússon frá Festarfjalli í Grindavik og á Keili. Gallinn var bara sá, að við fórum of nálægt Keflavík og lentum þar af leiðandi utan í aðalfjallgarðinum. Á Selsvöllum eru nokkrar tættur eftir sel frá Grindavík. Í bókinni Útilegumenn og auðar tóttir er frásaga um þjófa þrjá, sem höfðust við á Selsvöllum við Hverinn eina. Þeir voru hengdir samkvæmt Vallaannál 13. júlí 1703.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Frá Selsvöllum fórum við síðan yfir Selsvallaháls og komum á Vigdísarvelli. Þar eru miklar rústir bæði eftir útihús og mannabústaði. Þaðan er nokkur gangur að Djúpavatni. Með í förinni voru þrír ungir piltar, synir Bjarna og Magnúsar, og Jón Eggertsson. Þegar hér er komið sögu höfðu þeir gengið okkur eldra fólkið af sér. Urðum við að hafa hraðann á til að ná þeim, því að þoka var á og villugjarnt fyrir unga menn og ókunnuga. —
Frá Djúpavatni var gengið yfir hálsinn frá Grænudyngju, og það verð ég að segja, að sjaldan hefur maður verið fegnari mat sínum en þegar við komum aftur á Höskuldarvelli.
Var nú farið að rigna allmikið og ekki til setunnar boðið. Tóku menn það ráð, að ganga niður á veg, þar eð bíllinn, sem skyldi flytja okkur heim, var ekki væntanlegur fyrr en kl. 6.

Lýkur hér með frásögn af þessari ágætu göngu. – Hilmar Jónsson.“

Heimild:
-Faxi – Ferðaþáttur – Hilmar Jónsson, 7. tbl., 1. sept. 1960, bls. 111-112.

Selsvellir - uppdráttur

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Tyrkjarán

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 2019 rekja Karl Smári Hreinsson og Adam Nivhols „Tyrkjaránið í Grindavík 1627 og afdrif Járngerðarstaðafólksins„:

Tyrkjaránið

„Margir þekkja til Tyrkjaránsins á Íslandi í júlí 1627 þegar hartnær 400 manns var rænt í Vestmannaeyjum og á Austfjörðum og fólkið flutt á þrælamarkað í Algeirsborg á norðurströnd Afríku. Hér verður fjallað um annan þátt Tyrkjaránsins 1627 þegar sjóræningjar semvoru frá borginni Sale á strönd Marokko rændu verðmætum og fólki í Grindavík. Þessir sjóræningjar, sem Íslendingar nefna oftast Tyrki, sigldu um 3.500 kílómetra vegalengd yfir úfið Atlandshafið og komu fólki í Grindavík algjörlega í opna skjöldu.

Járngerðarstaðir
Á fyrri hluta 17. aldar var Grindavík, eins og bæði fyrr og síðar verslunar- og útgerðarstaður. Í margar aldir skiptist Grindavík í þrjú hverfi eða bæjarþyrpingar. Það eru Staðarhverfi vestast, þar var kirkjustaður, síðan Járngerðarstaðahverfi þar sem þorpið og síðar Grindavíkurbær byggðist upp og austast er Þórkötlustaðahverfi.
TyrkjarániðÖll þessi hverfi voru kennd við aðalbýlin á þessum stöðum og í raun eru það landfræðilegar aðstæður, hraunflákar, sem skipta byggðinni í þrennt. Sjósókn og sjávarnytjar voru alla tíð aðalatvinnuvegurinn. Járngerðarstaðir voru höfuðbýli og besta jörð sveitarinnar. Þar hófst byggð þegar á landnámsöld. Þar var þingstaður sveitarinnar. Járngerðarstaðir komust í eigu Skálholtsstóls löngu fyrir siðaskipti og voru Járngerðarsstaðir mjög mikilvægur útgerðarstaður Skálholtsstóls. Á fyrri hluta 16. aldar þegar enskir kaupmenn höfðu mikil umsvif í útgerð og verslun á Íslandi höfðu þeir aðalbækistöð sína í landi Járngerðarstaða.

Járngerðarstaðir á dögum Tyrkjaránsins

Grindavík

Árið 1627 bjuggu á Járngerðarstöðum hjónin Jón Guðlaugsson, sagður smiður og Guðrún Jónsdóttir frá Stað. Foreldrar Guðrúnar voru Séra Jón Jónsson og Guðrún Hjálmsdóttir. Sr. Jón hafði verið prófastur á Stað á árunum 1582-1602.

Grindavík

Dæmigert sjávarbýli 1627.

Ekki eru heimildir um foreldra Jóns Guðlaugssonar. Guðrún átti fjóra bræður, Filippus, Hjálm, Halldór og Jón. Guðrún og Jón Guðlaugsson áttu þrjá syni sem voru ungir menn og einn þeirra enn á barnsaldri. Líkur eru á að móðir Guðrúnar hafi verið á lífi árið 1627 þar sem Jón sonur Guðrúnar, biður í bréfi sem hann skrifaði úr Barbaríinu (eins og múslimski hluti Norður-Afríku var kallaður) að heilsa ömmu sinni, sé hún enn á lífi, en Jón minnist ekki á afa sinn og því má telja að hann hafi verið látinn árið 1627. Heimildir telja að Jón Guðlaugsson hafi verið nokkuð við aldur en Guðrún hefur verið um fertugt í Tyrkjaráninu. Halldór Jónsson, bróðir Guðrúnar var fæddur um 1590 og því 37 ára þegar þessir atburðir gerðust. Hann var kvæntur Guðbjörgu Oddsdóttur Oddssonar prests á Stað frá 1602-1618, þannig að Oddur tók við Stað af sr. Jóni Jónssyni, föður Guðrúnar.

Grindavík

Grindavík – Tyrkjaskipin.

Þetta dæmi sýnir náin tengls fjölskyldunnar innbyrðis og stöðu hennar í samfélaginu. Halldór og Guðbjörg áttu tvö ung börn, Jón sem var fæddur 1623 og Guðbjörgu sem var fædd 1625. Um aðra bræður Guðrúnar, Filippus, Hjálmar og Jón eru fáar heimildir. Af þessari upptalningu má sjá að Járngerðarstaðafólkið var vel sett og áhrifamikið í samfélaginu sem allar líkur voru að héldi áfram til næstu kynslóða. Jón, sonur Guðrúnar sem var nýútskrifaður úr Skáholtsskóla var líklegur til að taka við Járngerðarstöðum, gerast prestur eða taka við öðru góðu embætti. Járngerðarstöðum tilheyrðu 10-12 hjáleigur þannig að alls bjuggu margir tugir manna á Járngerðarstöðum og hjáleigunum. (Þess má geta að í manntalinu 1703 bjuggu um 70 manns á Járngerðarstöðum og hjáleigunum).

Miðvikudagurinn, 20. júní 1627

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Sjóræningjar frá Norðurströnd Afríku gerðu oftast árásir á mörgum skipum samtímis líkt og úlfahjörð. Þeir voru þekktir fyrir að ráðast á fólk og fénað með öskrum og látum. En svo var ekki um sjóræningjaskipið sem kom til Grindavíkur frá hafnarborginni Salé í Marokkó. Foringi þeirra var gætnari en svo. Sjóræningjarir voru einskipa og hafa því hugsanlega verðið varkárari fyrir vikið. Þegar komið var fram á sumar voru skipaferðir tíðar umhverfis landið.

Grindavík

Grindavíkurhöfn fyrrum.

Bæði verslunarskip og fiskiduggur voru algeng sjón og því var fólk í Grindavík ekki sérstaklega á verði þegar sjóræningjaskipið kom að landi. Sjóræningjarnir beittu brögðum. Danskt kaupskip lá við akkeri fyrir utan ströndina.
Sjóræningjarnir sendu menn um borð í danska skipið til að kanna aðstæður. Þeir þóttust vera danskir hvalfangarar sem villst höfðu af leið. Þegar hér var komið sögu sendi danski kaupmaðurinn bát með átta mönnum innanborðs til að kanna hverjir væru á þessu nýkomna skipi. Þegar þeir klifruðu um borð í sjóræningjaskipið voru þeir yfirbugaðir. Allar líkur eru á að þeirra hafi beðið barsmíðar og ill meðferð. Það voru fastir liðir hjá sjóræningjum þessa tíma. Eftir að hafa gengið í skrokk á þessum átta mönnum er ljóst að sjóræningjarnir hafa fengið allar þær upplýsingar um staðhætti sem þeir vildu fá. Í Tyrkjaránssögu Björns Jónssonar á Skarðsá, sem er ein aðalheimildin um þennan atburð er þess getið að sjóræningjarnir hafi þegar þeir lögðu frá Grindavík gefið tveim íslenskum mönnum af þessum átta frelsi. Ekki er ólíklegt að það hafi verið sem um það samið að þeir fengju frelsi í stað upplýsinga um aðstæður í landi. Hvað sem öllu líður þá urðu sjóræningjarnir mun öruggari með sig eftir að hafa kyrrsett þessa átta menn. Þrjátíu sjóræningjar, vopnaðir byssum, sveðjum og sverðum reru yfir í danska verslunarskipið og yfirbuguðu áhöfnina auðveldlega þar sem aðeins skipstjóri skipsins og tveir úr áhöfninni voru enn um borð.

Jan Janszoon van Haarlem

Tyrkjir

Tyrkir koma.

Sjóræningjarnir réðust nú skjótt til atlögu í landi. Foringi þeirra var hollenskur trúskiptingur (kristinn maður sem snúið hafði til múhameðstrúar), að nafni Jan Janszoon van Harlem, betur þekktur sem Murat Reis (Kafteinn Murat) Hann hóf sinn feril tuttugu árum áður sem sjóvíkingur og siglgdi þá undir hollensku flaggi. Þá rændi hann spænsk skip. Árið 1618 var hann hertekinn á Lanzarote einni af Kanaríeyjum og færður til Algeirsborgar. Þar snérist hann til Múhameðstrúar og varð skipstjóri á sjóræningjaskipi, fyrst frá Algeirsborg og síðan borginni Salé.
Í Salé var hann aðmíráll flotans. Morat Reis var reynslumikill foringi. Hann hafði eytt mörgum árum í sjóræningjaferðum bæði á Miðjarðarhafi og á Atlantshafsströnd Spánar og Portúgals og við strendur Suður-Englands. Hann vissi nákvæmlega hvernig standa átti að árás á strandbæi líkt og Grindavík. Á skipi hans var á milli 60 og 70 manna áhöfn. Líklegt er því að yfir 50 þeirra hafi gert áhlaup á byggðina í Grindavík. Óvopnað fólk í Grindavík var því auðveld bráð.

Tyrkir ráðast til atlögu

Tyrkir

Tyrkjaskip.

Sjóræningjar voru þekktir fyrir takmarkalausa grimmd en markmið árásar sem þessarar í Grindavík var ekki að drepa fólk og eyðileggja verðmæti heldur að ræna fólki og verðmætum og koma í verð. Þegar sjóræningjarnir gerðu atlögu að íbúum Grindavíkur hafa þeir farið um með ópum og látum en fyrst og fremst til að ógna fólki en þeir hafa forðast að særa fólk líkamlega nema það veitti mótstöðu.
Sært fólk eða illa haldið var ekki álitleg söluvara á þrælamörkuðum Norður-Afríku. Þegar sjóræningjarnir komu inn í byggðina réðust þeir á dönsku verslunarhúsin. Danski kaupmaðurinn hafði flúið en hafði falið eins mikið af verðmætum eins og hann gat áður þannig að sjóræningjarnir gripu í tómt. Næst urðu Járngerðarstaðir fyrir sjóræningjunum.
Fyrsta manneskjan sem féll í hendur þeirra var húsfreyjan Guðrún Jónsdóttir.
Bróðir hennar, Filippus reyndi að koma henni til aðstoðar en ræningjarnir slógu hann og skildu hann eftir hálfdauðan.
Annar bróðir Guðrúnar, Hjálmar sem var á hestbaki reyndi einnig að koma Guðrúnu til bjargar. Hann drógu ræningjarnir af hestinum. Hjálmar var óvopnaður fyrir utan písk sem hann hafði í hendi.
Með písknum sló hann til ræningjanna en það dugði skammt. Ræningjarnir slógu hann og meiddu á margan hátt og skildu hann eftir liggjandi í sárum sínum. Þeir settu nú Guðrúnu á hest Hjálmars og færðu hana til skips. Í lok dagsins höfðu þeir ekki aðeins hertekið Guðrúnu og Jón bróður hennar heldur einnig Halldór bróður hennar og þrjá syni, þá Jón, Helga og Héðinn. Samkvæmt Tyrkjaráns-sögu voru Halldór og „aðrir“ auðveldir viðfangs fyrir sjóræningjana þar sem ekki hvarflaði að þeim að þeim yrði rænt þannig að þeir reyndu ekki að flýja. Íslendingar höfðu áður fengið að kenna á sjóræningjum en þeir voru af annari sort, þeir rændu ekki fólki, aðeins verðmætum og fénaði. Maður Guðrúnar, Jón Guðlaugsson var einnig tekinn höndum en Tyrkirnir höfðu lítinn áhuga á honum þar sem hann var nokkuð við aldur og því skildu þeir hann eftir í sárum eftir barsmíðar.

Hollensk heimild um Grindavíkurránið

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – handrit.

Heimildir um ránið segja ekki hvort bræður Guðrúnar, Halldór og Filippus náðu sér af sárum sem þeir hlutu af Tyrkjum. Í bréfi sem Oddur Einarsson Skálholtsbiskup skrifaði haustið 1627 kemur fram að Tyrkir rændu dönsku kaupskipi í Grindavík og 12 Íslendingum, þar á meðal „konu og stúlku“ og að einn íslenskur maður hafi fengið mörg sár og verið rúmliggjandi upp frá því. Hér er greinilega átt við Guðrúnu og bróður hennar. Hvort annar bróðir hennar hafði verið drepinn kemur ekki fram í bréfi Odds biskups. Svo vill til að til er bók sem fjallar um ýmsa atburði á fyrri hluta 17. aldar í Evrópu, Norður-Afríku, Asíu og Ameríku. Höfundurinn var Nicolaes van Wassenaer, læknir í Amsterdam, Hollandi. Bókin, Historisch verhael… ( hefur afar langan titil) var tuttugu og eitt bindi, gefin út á árunum 1622-1630. Í umfjöllun um árið 1627 rekur Nicolaes van Wassenaer ránið í Grindavík og segir að sjóræningjarnir frá Salé hafi hertekið 12 manneskjur, og: „þar á meðal konu ásamt þrem sonum sínum og tveim bræðrum og tveir aðrir bræður hennar voru drepnir.“ Hér er augljóslega verið að vísa til Guðrúnar, bræðra hennar og sona. Það er því nokkuð víst að bæði Filippus og Hjálmar dóu af sárum sínum.

Murat Reis heldur frá Grindavík

Skansinn

Skansinn við Bessastaði.

Þegar Murat Reis hélt með ránsfeng sinn frá Grindavík sigldi hann næstu daga með ströndinni í átt til Bessastaða. Nú hafði hann mannað danska kaupskipið og því voru skipin nú orðin tvö sem hann réði fyrir. Það var ekki tilviljun að Murat Reis hélt til Bessastaða þar sem þar var einna helst von til að finna verðmæti í hirslum dönsku yfirvaldanna þar. Járngerðastaðafólkið var hlekkjað í lest stærra skipsins. En ekki vildi betur en svo til að þegar hann sigldi skipum sínum inn á Seyluna, sem eru grynningar rétt utan við Bessastaði strandaði stærra skipið. Hirðstjórinn á Íslandi, Holgeir Rosinkrans bjóst til varnar en hikaði þó að láta til skarar skríða gegn ræningjaskipunum. Murat Reis tók það til bragðs að hann flutti farm, þar á meðal Járngerðastaðafólkið úr stærra skipinu yfir í það minna og náði stærra skipinu þannig á flot. Síðan sigldu ræningjaskipin í brott og héldu nú undir Snæfellsnes. Allmargar enskar fiskiskútur voru að veiðum út af Vestfjörðum en þeirra var vel gætt af enskum herskipum. Þegar Murat Reis og hans menn fréttu að herskip væru á þessum slóðum ákvað hann að snúa við og tók nú stefnuna á heimahöfn sína. Í lok júlí eftir rúmlega mánaðar siglingu komu bæði skipin til Salé.

Salé á strönd Marokkó
Tyrkjaránið
Fólkið sem rænt var í Grindavík var flutt til borgarinnar Salé sem er á Atlantshafsströnd Marokkó í tæplega 300 kílómetra fjarlægð frá Gíbraltar, nokkru norðar en borgin Casablanka. Í dag er oftast talað um borgirnar Salé-Rabat, sem er höfuðborg Marokkó sem eina heild. Borgirnar eiga sér ólíkan uppruna þrátt fyrir að aðeins áin Regret skilji þær að.
Salé (sem stundum er nefnd Gamla Salé) er á norðurbakka árinnar var stofnuð á 11. öld. Hafnaraðstaða er góð og þar var rekin verslun og landbúnaður. Á fyrsta fjórðungi 17. aldar varð Salé sjálfstætt ríki og víðkunn bækistöð sjóræningja. Jan Janszzon, foringi sjóræningjanna í Grindavík átti þátt í stofnun þess.
Tyrkjaránið
Ástæðan fyrir uppgangi sjóræningja í Salé er sú að þegar múslímar voru reknir frá Spáni í lok 15. aldar fengu margir þeirra að verða eftir á Spáni gegn því að taka kristna trú og siði. En þar sem þeir aðlöguðust ekki vel og Spánverjar sem voru kaþólskir treystu þeim ekki til þess að verða góðir og gegnir Spánverjar. Því voru þessir múslímar reknir frá Spáni í byrjun 17. aldar og fluttir til Norður-Afríku. Þessir múslímar voru nefndir Márar en þeir voru reyndar ekki alls staðar velkomnir í Norður-Afríku. Því settust sumir þeirra að í Salé (Gömlu-Salé) þar sem þeir tóku upp sjórán og gerðust herskáir sjóræningjar.
Tyrkjaránið
Borgin skiptist í Gömlu-Salé og Nýju-Salé. Á þessum tíma var Nýja-Salé mikilvæg miðstöð sjóræningja með mikil tengls við sjóræningjaborgir á Norðurströnd Afríku, sérstaklega Algeirsborg. Nýja-Salé var heimahöfn 30 til 40 sjóræningjaskipa og íbúafjöldi borgarinnar líklega um 15.000, þar af stór hluti þrælar. Murat Reis var foringi þessa sjóræningjaflota sem gerði þaðan út.
Þessi velheppnaða ránsferð Murat Reis til Íslands var tilefni til mikils fagnaðar, hleypt var af fallbyssum, lúðrar hljómuðu og sekkjapípur flautuðu. Þessi ránsferð hafði verið óvenju löng og hættuleg, en þrátt fyrir það vel heppnuð. Ránsfengurinn var danskt kaupskip, allur ránsfengur sem ræningjarnir höfðu komist yfir í landi og ekki síst 50 til 100 manns, Íslendingar, Danir og Englendingar. Þó er erfitt að finna út einhverja nákvæma tölu. Fangaða fólkið var sett á land og rekið upp á „kastala borgarinnar Kyle, að frá tekinni Guðrúnu Jónsdóttur, hennar yngsta syni og lítilli stúlku er Guðrún Rafnsdóttir hét“ segir í Tyrkjaránssögu. Síðan segir í sömu heimild: „Margt landsfólk kom þangað í húsið til fanganna, kristnir menn til að gleðja þá og hugga en Tyrkjar til að skoða þá og spotta. Þar eftir voru þeir leiddir út á kauptorg staðarins, og til settir menn að bjóða þá fram til sölu sem önnur ferfætt kvikindi.“

Tyrkjaránið

Alsírborg og höfnin fyrrum.

Afdrif systkinanna Guðrúnar og Halldórs
Guðrún Jónsdóttir var ekki seld á þrælamarkaðinum eins og aðrir. Hún var leidd ásamt Guðrúnu Rafnsdóttur í hús til Tyrkja nokkurs. Ástæðan fyrir þessu gæti verið að einhver ræningjanna, eða fjárhagslegur bakhjarl leiðangursins hafi sjálfur viljað gera samning um útlausn hennar. En það var ekki síður gróðavegur fyrir sjóræningja og samverkamenn þeirra að heimta lausnargjald fyrir fangana. Halldór Jónsson var seldur Tyrkja nokkrum en síðar eignaðst Beram Reis Halldór. Beram Reis var einn þeirra sem tók þátt í Grindavíkurráninu og var gerður að kapteini á danska kaupfarinu sem rænt var. Halldór átti illa vist í Salé. Hann var skorinn í andlit og á höndum og bar örkuml þessi alla ævi. Oftast er þess getið í frásögnum um Tyrkjaránið að Guðrún og Halldór bróðir hennar hafi verið leyst út af hollenskum manni og þau komið til Íslands innan árs eftir að þeim var rænt. En hvernig má það vera að þau eru leyst úr ánauð svo skömmu eftir að þau koma til Salé? Þessi stutti tími útilokar að Íslendingar hafi samið um lausnargjald fyrir þau. Bréf bárust seint og illa á milli landa. Bréf voru oft jafnvel nokkur ár á leiðinni frá Norður-Afríku til Íslands ef þau á annað borð komust til skila.

Hollenskt kaupfar

Hollenskt kaupfar.

Hér verður því að gera ráð fyrir því að Guðrún sjálf hafi samið um lausnina á einn eða annan hátt fyrir þau systkinin. Það er ekki tilviljun að það var hollenskur kaupmaður sem keypti þau laus eða haft milligöngu um að kaupa þau laus. Hollendingar voru verslunarþjóð og siglingaveldi á þessum tíma og þeir áttu viðskipti víða. Í bók Nicolasar van Wassenaer sem áður er minnst á var danska kaupfarið sem rænt var á legunni í Grindavík í raun hollenskt kaupfar sem hét, Oliifboom, eða Ólífutréð upp á íslensku. Mjög mörg kaupför sem komu til Íslands á þessum tíma voru hollensk. Þess má geta að séra Ólafur Egilsson, prestur í Vestmannaeyjum sem rænt var í Tyrkjaráninu kom með hollensku kaupfari til Íslands sumarið 1628. Það er því hugsanlegt að þessi hollenski kaupmaður sem greiddi lausnargjaldið fyrir Guðrúnu og Halldór hafi þekkt til þeirra. Járngerðarstaðir voru mikilvæg verstöð og verslunarstaður. Guðrún hefur án efa borið það með sér að hún var ekki dæmigerð alþýðukona, heldur húsfreyja sem átti talsvert undir sér og kom frá efnuðu heimili. Því má alveg gera ráð fyrir að hún hafi samið um lausnargjaldið þeirra systkina sjálf.
Hollenski kaupmaðurinn hefur í gegnum sín sambönd greitt götu þeirra og líklega hagnast sjálfur vel á viðskiptunum. Þetta eru ekki tómar getgátur heldur má færa sterk rök fyrir þessu í bréfi sem Jón sonur Guðrúnar skrifaði til Íslands frá Algeirsborg til foreldra sinna árið 1630. Þar segir: „Þakkir séu lifandi guði, að móðir okkar sæl frelsaðist héðan, og ég segi fyrir mig, að þó ég ætti hér í staðinn vera, veit ég vel að ykkar peningur hefir þar til gengið – má vera.“ Með öðrum orðum segir Jón hér að það séu ekki til meiri peningar á Járngerðarstöðum til að leysa hann út og þá bræður. Jón Guðlaugsson maður Guðrúnar lést um svipað leyti og hún snéri aftur til Íslands. Guðrún giftist síðan Gísla Bjarnasyni prófasti í Grindavík en hann var ekkjumaður. Halldór snéri aftur til konu sinnar og barna. Hann var jafnan nefndur Halldór hertekni eftir herleiðinguna. Á meðal afkomenda hans er margt merkisfólk og fólk af hinni þekktu Járngerðarstaðaætt á Suðurnesjum getur rakið ætt sína til hans. Halldór skrifði rit um Tyrkjaránið sem nú er glatað.

Afdrif Járngerðarstaðabræðra
TyrkjarániðJón Jónsson stúdent er þekktastur þeirra bræðra frá Járngerðarstöðum, sona Guðrúnar og Jóns Guðlaugssonar. Vitað er að hann skrifaði nokkur bréf til Íslands og eitt þeirra hefur varðveist í afskriftum.
Það er bréf sem hann skrifaði til foreldra sinna frá Algeirsborg og dagsett er 24. janúar 1630. Helgi bróðir hans skrifar einnig undir það bréf. [Bréfið er varðveitt í Landsbókarsafninu]. Ævi Jóns var í engu frábrugðin annarra þræla í Barbaríinu eins og Íslendingar kölluðu íslamska hluta Norður-Afríku einu nafni. Hann var fljótlega eftir komuna til Salé seldur áfram til Algeirsborgar ásamt Helga bróður sínum. Þegar árið 1630 hafði hann verið seldur fimm sinnum. Ein ástæða fyrir því að hann var ekki keyptur úr ánauð var sú að hann var of dýr eins og hann minnist sjálfur á í bréfi sínu sem varðveist hefur. Um afdrif hans er ekki vitað annað en hann var enn á lífi ári 1635 en gera má ráð fyrir að hann hafi dáið sem þræll í Algeirsborg en þangað var hann kominn ekki löngu eftir að hann var settur á land í Salé.

Héðinn Jónsson
Héðinn varð frjáls maður aðeins sex árum eftir að hann kom til Salé og fékkst við smíðar. Það bendir til þess að hann hafi turnast, kastað kristni og gerst Múhameðstrúar. Það var í raun eina leiðin til að verða frjáls. Um afdrif hans er ekki vitað frekar. Helgi átti litríkan feril í Barbaríinu. Hann var hraustur og hugrakkur og var um tíma á galeiðu undir stjórn sjóliðsforingjans Jairi Mustafa. Þó er ólíklegt að hann hafi verið galeiðuþræll þar sem vitað er að hann kom eitt sinn í land í borginni Salé en hlekkjaðir galeiðuþrælar gátu aldrei yfirgefið skipin. Gera má ráð fyrir að Helgi hafi verið innan við 7 ára gamall þegar hann kom til Salé. Það má ráða af því að hann fylgir fyrst móður sinni eftir komuna til Salé en hefur síðan alist upp sem múslími eins og venja var með unga drengi sem rænt var. Það skýrir einnig hvers vegna hann varð frjáls maður og varð smiður. Það hefði hann ekki getað gert sem kristinn maður.

Helgi Jónsson
TyrkjarániðÞegar loks farið var að kaupa Íslendingum í Barbaríinu frelsi var Helgi einn þeirra. Hann var keyptur úr ánauð í maí 1635, síðastur þeirra 37 Íslendinga sem keyptir voru. Lausnargjaldið fyrir hann var 200 ríkisdalir. Helgi kom til Íslands sumarið 1637 ásamt öðrum Íslendingum sem leystir höfðu verið. Helgi kvæntist Guðbjörgu Gísladóttur og tóku þau við búi á Járngerðarstöðum eftir lát Guðrúnar Jónsdóttur. Helgi lést 1664 eða 1665. Við Járngerðarstöðum tók um tíma Guðbjörg ekkja Helga en Jón Helgason sonur þeirra tók við Járngerðarstöðum 1668.
Þess má geta að í Sögu Grindavíkur, fyrra bindi frá árinu 1994 eftir Jón Þ. Þór er því haldið fram að Guðrún Jónsdóttir frá Stað hafi átt þrjá bræður og þau hafi verið hertekin og öll komið aftur til Íslands. (sjá bls. 114) Þetta er ekki rétt.
Eins og fram hefur komið hér átti Guðrún fjóra bræður, Jón og Halldór sem voru herteknir, og Halldór síðan leystur út með Guðrúnu en Filippus og Hjálmur (Hjálmar) sem dóu líklega af sárum sínum í ráninu í Grindavík.)“

Um höfundana
Karl Smári Hreinsson er ásamt Adam Nichols annar þýðandi Reisubókar sr. Ólafs Egilssonar á ensku. Hann var í mörg ár kennari í nútíma íslensku við Maryland háskóla. Hann er höfundur margra greina um söguleg efni og aðalhandritshöfundur tveggja heimildamynda. Hann á og rekur málaskólann Sögu Akademíu í Keflavík.
Adam Nichols hefur skrifað margar greinar um Tyrkjaránið og skyld efni og er nú að vinna að bók um einn þekktasta sjóræningja 17. aldar, Jan Janszzon. Adam hefur einnig skrifað nokkrar skáldsögur og er liðtækur vatnslitamálari. Hann er prófessor við Maryland háskóla og kenndi á Íslandi af og til í 10 ár. Hann heldur úti bloggsíðu um sjórán og siglingar 17. aldar: corsairandcaptivesblog.com.
Þessi grein birtist upphaflega í Heima er bezt, 10 tbl. 68.árg. 2018.

Helstu heimildir framangreinds:
-Tyrkjaráns-saga eftir Björn Jónsson á Skarðsá. Samin 1643. Reykjavík. 1866.
-Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Sögufélagið gaf út. Reykjavík 1906-1909.
-Jón Þ. Þór. Saga Grindavíkur. Frá Landnámi til 1800. Grindavíkurbær 1994.

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 2019 – Tyrkjaránið í Grindavík 1627 og afdrif Járngerðarstaðafólksins – Karl Smári Hreinsson og Adam Nivhols, bls. 8-17.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir – örnefna og minjakort – ÓSÁ.

Grindavík

Í skýrslu um „Húsakönnun, Gamli bærinn í Grindavík“ frá árinu 1914 má m.a. lesa eftirfarandi samantekt um byggðasögu Grindavíkur:

Staðhættir

Sloki

Fiskgarðar í Slokahrauni.

Land Grindavíkur er að mestu þakið hrauni sem runnið hefur eftir lok síðustu ísaldar. Hraunflákar skipta Byggðinni í þrennt og milli hraunanna eru gróin svæði þar sem byggðin hefur risið. Sjóndeildarhringur Grindvíkinga til norðurs einkennist af frekar lágum en svipmiklum fjöllum sem flest eru í landi sveitarfélagsins. Til suðurs er ströndin fyrir opnu úthafinu og er víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga inn í hana og eru Staðarvík, Járngerðarstaðarvík og Hraunsvík þeirra stærstar.

Landnám og byggðaþróun

Hóp

Hóp í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Í landnámabók er greint frá því að Molda-Gnúpur Hrólfsson hafi numið land í Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson í Selvogi og Krýsuvík um árið 934. En Grindavíkurhreppur náði yfir tvær kirkjusóknir, Staðarsókn og Krýsuvíkursókn allt til ársins 1946.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.
Líklega hefur Molda-Gnúpur búið á þessum slóðum.

Synir Moldar-Gnúps settust að á þremur höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast. Þessi hverfi eru meðal þess sem einkenndi gerð og þróun byggðar í Grindavík fram á þessa öld. Lítið sem ekkert er vitað um byggð í Grindavík næstu þrjár aldir eftir landnám en gert er ráð fyrir því að hverfin þrjú hafi byrjað að myndast strax á 10. eða 11. öld. Líklegt verður að teljast að staðsetning hverfanna ráðist af samspili graslendis á þessum stöðum og því að aðstaða til sjósóknar hefur verið góð. Hverfin þrjú voru aldrei formlegar einingar heldur aðeins þrír hreppshlutar og á milli þeirra voru engin formleg mörk, heldur réðust þau af landamerkjum jarða. Um það bil þremur öldum eftir landnám (á 13. öld) hófst eldgosahrina sem almennt gengur undir nafninu Reykjaneseldar. Þessi umbrot ollu miklum landspjöllum í Grindavík. Rituð heimild frá því um aldamótin 1700 gefur til kynna að þau hafi jafnvel eytt vestasta hluta byggðarinnar sem þá var. Má reikna með að öskulagið hafi þakið alla sveitina, kæft gróður og valdið bændum miklum búsifjum.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Byggðin í hverfunum í Grindavík virðist hafa verið í svipuðu formi frá 13. öld og allt til upphafs 20. aldar. Byggð í hverfunum virðist hafa svipað mjög hver til annarrar og ekkert hverfi virðist hafa verið á nokkurn hátt fyrir hinum. Hugtakið hverfi var notað yfir þéttbýli sem risu hvort sem er til sjávar eða sveita hér á landi og virðist hafa verið notað eins í Noregi. Orðið þorp var ekki notað hér yfir þéttbýli fyrr en mikið seinna.
Þó hefur Staður haft nokkra sérstöðu. Þar var kirkjustaður og grafreitur Grindvíkinga og þar hafði verslun einnig þróast og því munu Grindvíkingar hafa átt tíðari erindi þangað en á aðra bæi í sveitinni.
Eftir Svarta dauða 1402 mun þungamiðja byggðar hafa færst nær sjónum og sjávarútvegur efldist. Grindavíkurhverfin munu þá hafa vaxið og byggðin aukist. Risu þar fjöldi verbúða.
Ekki er ljóst hvenær Grindavík varð verslunarstaður, en heimildir eru um aukna verslun þar á 15. öld og líklegt virðist að Skálholtsstóll hafi átt þar vörugeymslu- eða verslunarhús í lok aldarinnar.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, var tekin saman árið 1703, voru allar jarðir í Grindavík, aðrar en Húsatóftir, í eigu Skálholtsstóls og voru það framundir aldamótin 1800, er biskupsstóll var lagður niður í Skálholti og stólsjarðirnar seldar. Húsatóftir voru konungseign, en höfðu verið eign Viðeyjarklausturs fyrir siðaskipti.

Junkaragerði

Garður í Junkeragerði á Gerðavöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Á 15. öld og fyrri hluta þeirrar 16. stunduðu Englendingar og Hansakaupmenn verslun í Grindavík. Ekki voru samskipti þeirra þó friðsamleg og kom til átaka milli þeirra með mannavígum.
Þegar einokunarverslun Dana var komið á 1602 var Grindavík meðal þeirra 20 hafna sem gert var ráð fyrir að siglt yrði til árlega. Leyfi sem Hansakaupmenn höfðu til verslunar var úr gildi fallið. Íslandsversluninni var skipt milli þriggja borga, Kaupmannahafnar, Málmeyjar og Helsingjaeyrar. Í hlut Kaupmannahafnar komu Grindavík, Keflavík, Hafnarfjörður, Dýrafjörður, Ísafjörður og Hofsós. Þrátt fyrir þetta héldu Þjóðverjar áfram að versla á Íslandi á fyrstu áratugum 17. aldar og oft komu skip þeirra til Grindavíkur á þessu tímabili.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir – örnefna og minjakort – ÓSÁ.

Ákvæði um árlega skipakomu á verslunarstaði voru oft hunsuð og einokunarverslunin var stopul framan af.
Á einokunartímanum risu ýmiss konar verslunarhús í Grindavík eins og öðrum verslunarstöðum, bæði úr timbri og torfi. Verslunarfélögin fluttu tilsniðin hús til landsins af nokkrum gerðum. Mörg voru gerð úr láréttum stokkum, önnur voru grindarhús, klædd lóðréttum borðum og um 1765 risu svokölluð bolhús á mörgum verslunarstaðanna. Fáein hús eru enn uppi standandi frá þessum tíma annars staðar á landinu. Flest eru þau í Neðstakaupstað á Ísafirði, en þar getur að líta hús af þeim þremur gerðum sé hér hafa verið nefndar.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Um miðja 18. öld var Grindavíkurhöfn talin ófær venjulegum hafskipum og beinar siglingar þangað höfðu fallið niður. Vörur sem ætlaðar voru Grindavíkurverslun voru fluttar að Básendum og þaðan voru þær fluttar á hestum og bátum til Grindavíkur. Grindavík varð eins konar úthöfn Básendaverslunar.

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni – ÓSÁ.

Við afnám einokunarverslunarinnar 1786 voru eignir hennar seldar og víðast bárust nokkur tilboð. Enginn sýndi þó verslunareignunum í Grindavík áhuga í fyrstu enda staðurinn ekki árennilegur til verslunarreksturs. Veturinn 1788 – 1789 keypti Árni Jónsson á Eyrarbakka þó verslunina í Grindavík, meðal annars fjögur hús í landi Húsaftófta. Verslunarrekstur hans gekk afar illa og lognaðist út af um 1796. Haustið 1802 var verslunarhúsið rifið og efni þess selt og árið 1806 höfðu öll verslunarhúsin verið seld og rifin. Verslun lá niðri í Grindavík fram undir lok aldarinnar. Um aldamótin 1900 sóttu Grindvíkingar verslun til Lefoliiverslunar á Eyrarbakka og Duusverslunar í Keflavík.

Saga Grindavíkur

Einar G. Einarsson var fyrsti staðbundni kaupmaðurinn en hann hóf verslun í Grindavík árið 1897. Verslun hans dafnaði vel og að sama skapi dró úr umsvifum Eyrarbakka- og Keflavíkurverslana. Árið 1902 var stofnsettur þar löggildur verslunarstaður á ný en í þetta sinn var hann við Járngerðarstaðarvík.

Flagghúsið

Flagghúsið 1910 og Einarsbúð.

Árið 1932 tók til starfa önnur verslun á staðnum undir nafninu Gimli og upp úr 1940 hóf Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis starfsemi í Grindavík en Kaupfélag Suðurnesja tók svo við rekstrinum og varð stærsta verslunarfyrirtækið á staðnum.

Grindavík

Grindavík – Norðurvör.

Frá fyrstu tíð hefur sjósókn verið stunduð í Grindavík ásamt landbúnaði og héldust þeir búskaparhættir fram á miðja 20. öld. Vægi landbúnaðar var mikið á fyrstu öldum byggðarinnar í svokölluðum landbýlahverfum. En þegar sjávarútvegur jókst á 14. öld byggðust svokölluð sæbýlahverfi í námunda við verstöðvar.

Hraun

Hraun – minja- og örnefnakort af Hrauni unnið í samráði við Sigurð Gíslason – ÓSÁ.

Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í sókninni og 13 hjáleigur. Aðalbýlin voru þessi, talin vestan frá, Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir, Hóp, Þórkötlustaðir, Hraun og Ísólfsskáli.
Byggð í Staðarhverfi var nokkuð stöðug á árunum 1801 – 1920 en lagðist svo alveg af fljótlega eftir 1920. Byggð í Þórkötlustaðahverfi og Járngerðarstaðahverfi var nokkuð jöfn fram til ársins 1910. Fólksfjöldi var svipaður en á fyrri hluta 20. aldarinnar dró þó nokkuð í sundur með hverfunum. Að lokum var svo komið að Þórkötlustaðahverfi var orðið nokkurs konar úthverfi við hlið meginbyggðarinnar.
Síðari heimsstyrjöld hafði mikil áhrif á byggðaþróun Grindavíkur. Fyrstu áhrif styrjaldarinnar voru að stórir markaðir lokuðust tímabundið árið 1939 en síðla sama árs tóku Bretar við nær allri vöru sem sett var á markað. Vinna tengd hersetuliðinu dró fólk frá fiskvinnslu svo tímabundin fækkun varð í Grindavík.

Fiskveiðar og útgerð

Grindavík

Grindavík – tíæringur.

Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa löngum verið aðaluppistaðan í atvinnu og lífsbjörg í Grindavík.
Frá því Grindavík byggðist og fram á miðja 19. öld var ein og sama veiðiaðferð notuð, handfæri. Oftast var stutt róið, öldum saman á sömu miðin, út á víkurnar eða stutt út fyrir þær.
Fyrstu grindvísku bátarnir hafa sjálfsagt verið mjög litlir. Jafnvel aðeins fyrir tvo til fjóra… Skipin hafa verið smátt og smátt að stækka og talið er að um miðbik 14. aldar hafi tólfæringar verið mjög algengir í Grindavík. Strax á 15. öld sóttust erlendir menn mjög eftir fiski í Grindavík og lögðu útvegsmenn mikið kapp á að auka útgerð sína. Bændur í öðrum landshlutum sendu vinnumenn sína á vertíð í verið á Suður- og Vesturlandi, og hafa þá verið settar upp einhverskonar verbúðir. Um miðja 19. öld var fyrst komið með lóð (línu) til Grindavíkur. Línan var stutt í byrjun og stutt á milli öngla, um 100 önglar á streng og 5-6 strengir með áttæringum, en þær smálengdust, ár frá ári en í upphafi var ávallt beitt á sjó. Þessi aðferð tíðkaðist fram um síðustu aldamót. Þá er byrjað að nota net og um svipað leyti er hætt að beita línur á sjó.
Árið 1924 hófst vélvæðing báta í Grindavík, nokkru seinna en annars staðar á landinu. Ástæða þess er líklega léleg hafnaraðstaða fyrir stærri báta miðað við önnur vogskornari landsvæði.

Grindavík

Vélbátur.

Árið 1928 voru allir bátar sem gerðir voru út frá Grindavík orðnir vélbátar en þá þurfti enn að setja bátana á land eftir hvern róður, það var ekki fyrr en á 20. öld sem menn byrjuðu að nota spil til þess að draga báta á land. Fyrsta bryggjan í Grindvík var byggð í Járngerðarstaðahverfi, önnur var svo byggð í Þórkötlustaðahverfi árið 1930 og 1933 var bryggja byggð í Staðarhverfi.
Árið 1939 var Ósinn grafinn og er með ólíkindum að það hafi tekist þar sem allt var grafið með handverkfærum. Dýpkun hafnarinnar árið 1949 markaði svo enn á ný tímamót í uppbyggingu staðarins. Í framhaldinu urðu miklar breytingar á atvinnuháttum þegar fyrirtæki um fiskvinnslu og útgerð voru stofnuð og voru hafnarframkvæmdir miklar á næstu árum og áratugum.

Landbúnaður

Grindavík

Grindavík 1930 – heyskapur við Gjáhús og Krosshús.

Eitt einkenni elsta hluta bæjarins er að húsin standa frekar strjált og eru túnskákir víða á milli en þetta helgast af því að svokallaður tómthúsbúskapur, sjósókn ásamt landbúnaði, tíðkaðist í Grindvík fram undir miðja 20. öld. Vægi landbúnaðar var mikið á fyrstu öldum byggðarinnar en hann hefur þó alla tíð verið erfiður í Grindavík, eldsumbrot með hraunrennsli og öskulagi hafa skert gróður og valdið búsifjum. Til að fóðra búpeninginn hafa bændur því þurft að grípa til fleiri ráða en heyskapar, einkum seljabúskapar á sumrin og fjörubeit og söfnun hríss og lyngs til að drýgja hey fyrir kýr. Sel eru þekkt víða í Grindavík og eru sum þeirra ævaforn.
Núlifandi Grindvíkingar (fæddir upp úr 1940) muna enn vel eftir því að á hverju heimili voru hænur og kindur og sums staðar einnig kýr, en þeir sem héldu kýr seldu oft nágrönnum sínum hluta af mjólkinni. Heimilisfeðurnir voru flestir sjómenn. Enn í dag er fjárbúskapur í Grindavík þó það sé í mjög litlu mæli og eingöngu stundaður af tómstundabændum.

Járngerðarstaðahverfi

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær.

Járngerðarstaðir voru vettvangur Grindavíkurstríðsins 1532 og Tyrkjaránsins 1627 og vex þar blóðþyrnir er heiðið og kristið blóð blandaðist.
Árið 1703 voru „öngvar engjar“ á Hópi. „Flæðihætt er fyrir sauð, og líka brýtur sjófargángur túnið, og er hætt við enn meira landbroti.“ Bærinn varð snemma eign Skálholtsstaðar, líkt og flestir útvegsbæir á suðurströnd Reykjanesskagans.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – loftmynd 1954.

Um Járngerðarstaði 1840 segir í Landnámi Ingólfs III6: „eigi fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað, þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi, og er þaðan hvergi víðsýnt. Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. Bæði í túninu og utanhúss eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka og rækt við höfð. Það hafa Járngerðarstaðir til landkosta fram yfir Stað og Húsatóptir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita. Mætti þó halda þar fáum skepnum heima á sumardag, hvað ekki má heita mögulegt á Stað og Húsatóptum.“

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir 1890.

Árið 1847 voru Járngerðarstaðir eign Skálholtsstaðar líkt og flestir betri útvegsbæir á suðurströnd Reykjanesskagans. „Selstöðu hefur jörðin og brúkar þar sem heitir Baðsvellir. Hjáleigur eru; Vallarhús, Lambús, Kvíhús, Hrafnshús, Akurhús, Gjáhús, Krosshús, Garðhús og Hlaðhús. Búðir til forna voru; Gullekra (tómthús), Krubba (tómthús) og Litlu-Gjáhús, skv. Jarðabók Árna Magnússonar 1703. Þá var „heimræði árið um kring og lending í betra lagi. Engvar öngvar. Jörðin nær frá sjó upp til fjalls eins og önnur býli hér.“
Elsta úttekt bæjarins er af Vesturbænum frá 1882. Þar voru þá baðstofa, göng, bæjardyr, skáli, eldahús, búr í norðurenda baðstofu, fjós með 3 básum, hesthús fyrir 3 hesta, heyhús, smiðja, sjómannabúð, fiskhjallur, húsagarður með bæjarrönd, túngarður 160 fðm, traðargarður 85 fðm og kálgarður. Fyrir sumu þessu mótar fyrir enn í dag.

Grindavík

Grindavík – Vorhús fyrir 1925. Gamli barnaskólinn ofar t.v.

Þróun byggðarinnar í Járngerðarstaðahverfi hefur einkennst mjög af atvinnuháttum og landfræðilegum aðstæðum. Árið 1925 gerði mikið sjávarfljóð í Grindavík er eyðilagði mörg hús og skemmdi stórkostlega uppsátrið í annarri vörinni og eyðilagði hina að mestu. Fram til þess tíma bjuggu margir í torfhúsum sem skemmdust í flóðinu.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – gamli bærinn.

Mikið af húsum í gamla bænum er byggður á næstu árunum eftir flóðin, 1925-1930. Í Landnámi Ingólfs segir um 1840 „á bæ þessum bagar vatnsleysi til neyslu.“ En vatn hefur væntanlega ávallt verið verðmæti í Grindavík enda hraunið gljúpt og regnvatn rennur fljótt niður og saltur sjór gengur undir skagann og brim yfir hann og ofanvatn því oft heldur salt. Enda var í Grindavík lengi steypt vatnsþró við hvert hús þar sem regnvatni var safnað. Eftir að vatnsveita kom í bæinn var þessum þróm iðulega breytt í salernisaðstöðu.
Breyttir atvinnuhættir, eftir 1950 þegar útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki eru stofnuð, hafa haft áhrif á heimilishald í Grindavík en smám saman lagðist búfjárhald af á heimilum og útihús grotnuðu því niður eða voru tekin til annarra nota.

Skipulagsmál í Grindavík

Grindavík

Grindavík – uppdráttur 1946.

Á fyrstu áratugum síðustu aldar var Grindavík á mörkum sveitar og þéttbýlis. Árið 1942 fór Guðsteinn Einarsson þáverandi oddviti Grindavíkurhrepps þess á leit að skipulagsuppdráttur yrði gerður af þorpinu á vegum félagsmálaráðuneytis. Erindið var sent til skipulagsnefndar ríkisins sem tók málið í sínar hendur og árið 1944 var fyrsti uppdrátturinn gerður af Grindavík. Vegna erindis nokkurra manna um að byggja sjóhús við höfnina í Hópinu, lagði hreppsnefndin það til við skipulagsstjóra að nýtt skipulag yrði undirbúið. Skipulagsstjóri sendi mann til Grindavíkur til mælinga og setti fram skipulagstillögu þann 12. nóvember 1945. Frekar var unnið að tillögu þessari og árið 1946 gerði Páll Zóphóníasson uppdrátt af Járngerðarstaðahverfi.

Heimild:
-Húsakönnun, Gamli bærinn í Grindavík, janúar 2015.

Grindavík

Grindavík.

Ísólfsskáli

Gengið var um Ísólfsskála, frá Skálabót að Gvendarvör skammt austar og mannvirkjunum ofan hennar, að Tröntum og áfram um Hattvík og Kvennagöngubása. Haldið var eftir ruddum slóða út í Hraunsnes og hin merkilegu jarðfræðifyrirbæri skoðuð. Þá var haldið áfram ofan við Veiðibjöllunef, framhjá Mölvik og inn í borgirnar (Ketilinn) áður en komið var að Selatöngum.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Á Ísólfsskála var gengið að bæjarstæði gamla bæjarins, sem var þar sem nú er sumarhús niður við sjó, ofan við Skálabótina, vestast í túninu. Vestan og neðan við hann var sjóbúð, sem enn sést móta fyrir. Þar sem járnhlið er á girðingunni sjávarmegin var brunnurinn, sem nú er kominn undir sjávarkambinn. Sjóbúðun var framan og vestan við bæinn, fast við veginn að bústaðnum. Austan við veginn að bústaðnum eru einnig hleðslur gripahúsanna, en göng voru yfir í þau úr bænum.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.

Réttin var undir hamrinum ofan við núverandi íbúðarhus að Ísólfsskála, þ.a.e.s. það íbúðarhús, sem síðast var búið í. Nú er húsið notað sem „fjölskyldurefreshment“ skv. nútímamáli, sem endurspeglar að nokkru nálægð varnarliðsins um nokkurt skeið. Það hafi fjarskiptastöð undir Fiskidalsfjalli/Húsafjalli er lagðist af undir lok sjötta áratugar tuttugustu aldar.
Gengið var austur með Skálabótinni að Gvendarvör. Hún er innan í fallegu lóni utan við Nótarhól austan við túnin á Skála.

Nótarhóll

Nótarhóll.

Á hólnum og við hann eru mikil fiskibyrgi og þurrkgarðar frá þeim tíma er fiskur var verkaður og þurrkaður á staðnum. Fiskurinn var flattur eins og saltfiskur nú, hann síðan lagður inn í byrgin og þess gætt að roðið lægi saman. Þannig hafi fiskurinn verið um veturinn. Um vorið var hann tekinn og lagður á garðana uns honum var pakkað og skúturnar komu erlendis frá og sóttu hann. Þær voru á legu utan við víkina, stundum margar saman. Utan við Nótarhól er Gvendarvör, eins og fyrr sagði og heitir ysta mark lónis Gvendarsker. Frá því myndast Alnbogi til lands með því austanverðu og sker að vestanverðu.

Ísólfsskáli

Fiskbyrgi við Nótarhól.

Lending var í Börubót, sem var beint neðan við bæinn. Kampurinn hefur gengið mikið upp síðan því tún var niður að honum allt að móts við Lambastapann, sem er austasti klettur Festisfjalls, Skálamegin. Ofan hans er Hjálmarsbjalli, nefndur eftir bróður Guðmundar. Hann ruddi svæðið ofan við bjallann, hlóð veggi og gerði þar túnblett. Norðan við húsið er stakur steinn er nefnist Huldukonusteinn. Segir sagan að huldukona hafi eitt sinn birst heimasætunni er var að leik við steininn og beðið hana um að lána sér dúkku, sem hún hafði. Heimasætian lánaði huldukonunni dúkkuna, en svo óheppilega vildi til að hún missti hana svo hún brotnaði. Varð af grátur og gnýstan tanna, en huldukonan hvarf inn í steininn.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli -málverk eftir ljósmynd 1956.

Haldið var að “nýja” Skálahúsinu, sem byggt var 1931. Í stefnu austur frá húsinu, ríst klettaborg úti í hrauninu. Hún nefnist Kista. Fjárbólið var uppi í klettunum norðan við bæinn.

Gamla lestargatan, eða rekagatan (lestargatan) vestari, liggur frá Ísólfsskála, í gegnum hraunið til austurs og út að Selatöngum. Þangað er um 20 mín. gangur. Gatan er áberandi ígegnum hraunið, en þegar hún kemur út á sandflákana ofan við ströndina (ofanvið Veiðibjöllunef og Mölvík, hverfur hún að mestu. Þó má sjá þar vörðubrot á stangli.
Djúp gjá opnaðist nýlega við götuna skömmu áður en komið er að Smíðahellinum austan við Ketilinn (Borgirnar) í Katlahrauni. Gatan, sem hefur verið löguð til, liggur niður í Ketilinn, gegnum hann og út hann að austanverðu. Þaðan er ágætt útsýni yfir Selatangasvæðið.

Hraunssnes

Hraunsnes – bergsstandur.

Á Selatöngum var fyrrum mikil útróðrarstöð og verstöð. Þar eru verbúðarústir, fiskbyrgi og fiskgarðar auk hraunhella sem voru notaðir til ýmissa hluta. Standa mörg fiskbyrgin og fiskgarðarnir enn að miklu leyti. Svæði þetta var allt friðlýst 1966 af Kristjáni Eldjárn, þáverandi þjóðminjaverði.
Selatangar eru í Ögmundarhrauni á mörkum jarðanna Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Landamerkin liggja um klett (Dágon) í ofan við fjöruborðið. Ljóst er að hraunið hefur runnið eftir landnámsöld því undir því eru leifar mannvirkja sem greinilegar eru t.d. á svonefndum Húshólma.
Geislakolsaldursgreining á koluðum gróðurleifum dagsettu hraunið til miðrar 12. aldar og annálar nefna eldgos 1151. Óvíst er hvenær útgerð hefst frá Selatöngum en samkvæmt ofangreindu eru minjarnar ekki eldri en frá miðri 12. öld.

Hraunsnes

Í Hraunsnesi.

Víst er að útgerðin lagðist niður um tíma eftir Básendaflóðið 1799, og svo að fullu og öllu 1884 en það ár var síðast róið frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafzt þar við síðan.
Rústirnar eru margar og er hægt að telja þær upp undir 20, auk garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú að mestu horfnar. Á vestustu hraunnibbunni er verbúð og rústir auk garðhleðsla. Á næstu nibbu austan við eru rústir sömuleiðis en hraunnibban er aðgreind frá þeirri vestari af sandi.

Selatangar

Rekagatan.

Fleiri rústir eru svo á þriðju nibbunni sem myndar samfelldara og stærra svæði en hinar og þar eru líka flestar rústirnar. Austast á þessu svæði er önnur verbúðartóft og byrgi í líkingu við það sem er vestast. Utan í hraunflákanum að austan eru fyrirhleðslur við skúta sem virðast hafa verið notaðir af fé. Margar hleðslurnar hafa farið verulega illa í flóðum undanfarin ár.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar. Ágúst Ó. Georgsson tók saman. Reykjavík 1990.
-Ísólfsskáli. Örnefnalýsing. Guðmundur Guðmundsson bóndi Ísólfsskála. Ari Gíslason skráði. Örnefnastofnun Íslands.
-Lúðvík Kristjánsson: Íslenzkir sjávarhættir II. Rvk. 1982, bls. 410-11

Ísólfsskáli

Brimketill utan við Ísólfsskála.

Grindavík

Í Tímanum 1950 fjallar G.Þ. um Grindavík undir fyrirsögninni „Grindavík orðin umsvifamikill útgerðarbær að nýju„:

Grindavík orðin umsvifamikill útgerðarbær að nýju“

Grindavík

Grindavík – bræðslan á fullu.

Í haust getur að líta marga tugi síldarskipa við bryggju í Grindavíkurhópi.
Í Grindavík hefir á fáum árum orðið merkileg atvinnuþróun. Fyrir tíu árum var þar aðeins útgerð lítilla trillubáta, vegna slæmra hafnarskilyrða fyrir stærri báta. Nú eru þar á þessu hausti helztu hafnarbækistöðvar síldarflotans við Suðurland. Síld er söltuð á þremur plönum, myndarlegt frystihús vinnur vetraraflann, en ný hverfi af snotrum íbúðarhúsum teygja sig upp um hraunið. Töfrasproti atvinnubyltingarinnar og tækninnar hefir snert Grindavík.

Gömul verstöð

Grindavík

Grindavíkurhöfn 1954 – loftmynd.

Grindavík hefur verið fiskiverstöð svo lengi, sem sögur fara af fiskiveiðum á Íslandi. Þar var stutt að róa á fengsæl mið, og fiskur brást sjaldan, ef gæfitir voru. Fyrr á árum var því blómlegt athafnalíf í Grindavík á þeirrar tíðar mælikvarða. Fjöldi manna komu í verið og fóru heim til sín með vænar klyfjar af skreið í vertíðarlok.
Svo varð Grindavík eftir ein og yfirgefin, þegar tæknin kom til sögunnar, og bæirnir risu fyrst þar sem hafnarskilyrðin voru bezt fyrir stærri báta. Blómleg verstöð var ein og yfirgefin að kalla, á móts við það, sem áður var.

Sjósókn fyrir opnu hafi

Grindavík

Grindavík – innsiglingin.

Þó hafa Grindvíkingar allt af stundað sjóinn af harðfengi og dugnaði, enda oft þurft á karlmennskunni að halda í baráttunni við úfinn sjóinn, úti fyrir ströndinni, þar sem úthafsöldur Atlantshafsins skella á hörðum skerjum í allri sinni tign og veldi. Fáum varð því þörf á stærri og betri bátum til Sjósóknar en einmitt Grindvíkingum, er stunduðu sjóinn eingöngu fyrir opnu úthafinu, og áttu oft allt undir því, að lendingin heppnaðist vel.

Höfnin og hraðfrystihúsið

Grindavík

Grindavík 1957 – loftmynd.

Á árunum fyrir styrjöldina var all mikil útgerð opinna trillubáta frá Grindavík. Hafnarskilyrðin leyfðu ekki notkun stærri báta þaðan. En þegar hafnarbæturnar byrjuðu að koma eftir 1940, stækkuðu bátarnir.
Árið 1942 gerður Grindvíkingar myndarlegt átak til að koma á fót frystihúsi og tókst það. Hraðfrystihús Grindavíkur á áreiðanlega sinn mikla þátt í því, auk hafnarbótanna, að Grindavík er það sem hún er. Jafnhliða hafnarbótum varð að sjá fyrir möguleikum til að hagnýta aflann, sem bezt. Þetta mun frystihúsinu líka hafa tekizt undir hagkvæmri stjórn Guðsteins Einarssonar, hreppstjóra í Grindavík. Það annast saltfiskþurrkun, þegar sú verkunaraðferð kallar að, og hefir með höndum um fangsmikla síldarsöltun, þegar síldin veiðist í Grindavíkursjónum.

Sameiginlegt átak Grindvíkinga

Grindavík

Grindavík – hraðfrystihúsið.

Grindvíkingar eiga frystihúsið svo til allir í félagi. Hreppsbúar tóku höndum saman og komu upp þessu atvinnutæki til að skapa sér betri aðstöðu í lísbaráttunni og lögðu hvorki mefra né minna en 100 manns fé af mörkum til að koma því upp. En hafnarmálin hafa verið erfiðust viðureignar fyrir Grindvíkinga, þó að nú horfi orðið vel um þau. Í fyrstu var unnið að bryggjugerð í Járngerðar- og Þórkötlustaðahverfi. En síðan ákveðið var að legja áherzlu á að gera bátahöfn í Hópinu og gera innsiglinguna í það færa stærstu fiskibátum, hefir hin nýja Grindavík einkum risið upp í Járngerðarstaðahverfinu. En skammt er á milli og öll hverfin þrjú eru Grindavík.

„Skipaskurðurinn“ í Grindavík

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið.

Verulegur skriður komst ekki á hafnarframkvæmdir í Grindavík, fyrr en 1945. En síðan hefur þeim miðað ört áfram, og nú er verið að vinna þar að byggingu rúmgóðrar bátbryggju, sem byggð er innan við sjóvarnargarðinn sem er steinsteyptur og traustur. Bryggjan, sem búið var að byggja út frá varnargarðinum, er nú orðin allt of lítil fyrir þá útgerð, sem nú er þegar orðin af stærri bátum frá Grindavík.
En sérstæðasta verkefnið við hafnargerðina í Grindavík er „skipaskurðurinn“, sem gerður hefur verið inn í Hópið. Þessi skurður er að vísu ekki skurður nema um fjöru, því þegar flóð er, flæðir yfir bakkana og klappirnar í kring, en eigi að síður verða bátarnir að sigla þarna eftir skurðinum, þótt flóð sé. Hefur verið komið fyrir háum stöngum á bökkunum, svo að sjómenn geti áttað sig á leiðinni, þegar hátt er í sjó.

Dýpkun innsiglingarinnar

Grindavík

Grindavík – Dýpkunarskipið Grettir annaðist m.a. dýpkun hafnarinnar.

Þessi miklvægu mannvirki er hvergi nærri lokið ennþá.
Í sumar hefir verið unnið að því að dýpka innsiglinguna, svo að hún er nú orðin það djúp, að stærstu bátar geta farið þar út og inn, hvernig sem stendur á sjó.
Næsti áfangi í framfaramálum Grindvíkinga er að auka hafnarbæturnar, svo að millilandaskipin geti komið þar að bryggju til að sækja afurðir til útflutnings og flytja nauðsynjavörur til atvinnurekstursins. Eins og nú er fara flutningarnir fram á landi til næstu útflutningshafnar, Keflavíkur.

Byrjuðu á áraskipum — en enda kannske á togara

Grindavík

Árabátar.

Gömlu mennirnir í Grindavík muna tímana þrenna í atvinnumálum kauptúnsins. Þeir sóttu sjó á áraskipunum gömlu um aldamótin, á opnum trillubátum fram að síðasta stríði og loks nú á stórum vélbátum.

Þróun bátaútvegsins í Grindavík fylgdi framþróun og endurbótum hafnarinnar
Segja má, að bátarnir hafi stækkað eftir því sem innsiglingin í Hópið dýpkaði. Þegar trillubátunum fækkaði komu í staðinn 4—8 smálesta vélbátar, því næst bátar 10—16 lesta og loks bátar 20—80 lesta. Var þannig skipt um bátastærðir þrisvar sinnum í Grindavík á fáum árum, meðan höfnin var að skapast, því að stóru bátarnir gerðu Grindvíkingum það kleyft að stunda sjóinn úti fyrir hinni brimóttu strönd betur en hægt var áður á litlu bátunum. Vel getur svo farið, að áður en mörg ár eru liðin, verði fyrsti Grindavíkurtogarinn kominn þar að bryggju, ef hafnarframkvæmdir verða jafn örar í Grindavík á næstu árum og þær hafa verið upp á síðkastið.

Gamla og nýja Grindavík á sama blettinum

Grindavík

Grindavíkurhöfn 1968 – loftmynd.

Grindavík hefur skipt um svip, Nú þessa dagana má oft sjá þar inn á höfninni 40—60 stóra og sterkbyggða síldarbáta. Þegar maður kemur þjóðveginn ofan úr hrauninu til Grindavíkur, heilsa manni hverfi fallegra íbúðarhúsa og reisulegur nýr barnaskóli. En niður við sjóinn er gamla og nýja Grindavík á svo til sama blettinum. Himinháum tunnustöflum er ekið eftir þröngum stígum milli gamalla, rauðmálaðra húsa.
Á sjávarbakkanum eru grasigrónar rústir gamalla búða, en gamall bátur brotinn og fúinn liggur undir búðarvegg. Hann er fulltrúi sama tímabilsins, og á bezt heima þarna undir búðarveggnum, og heldur sér við vegginn af gamalli tryggð, þó nú séu þar hænsni í kofa.

Sildarstúlkur og síldarstrákar — kokkurinn hleypur til skips

Grindavík

Grindavíkurbátar 1955.

Niðri á Hópinu liggja við bryggjur 40 — 60 stórir og sterklegir síldarbátar, meðan losaður er aflinn, sem fenginn er úr Grindavíkursjó. Síldartunnubreiðunum fjölgar upp við hraunið, og hraðfrystihúsið gnæfir hátt við rústir gamalla verbúða ofan við myndarleg hafnarmannvirki, sem enn eru í smíðum.
Á bryggjum og götum kauptúnsins er líf og fjör, síldarstúlkur og síldarmenn. Strákarnir af síldarbátunum þykir illt að komast ekki að til löndunar, en þeir kunna líka að meta þann frið, sem þeir fá til þess að ganga upp um götur og hraun. Áður en varir kemur kokkurinn kannske hlaupandi fyrir blint horn með ótal pakka í fanginu. Líklega er báturinn hans að leggja frá, og guð má vita nema hann týni einhverjum pakkanum á leiðinni.“ – GÞ.

Heimild:
-Tíminn, 211. tbl. 26.09.1950, Grindavík orðin umsvifamikill útgerðarbær að nýju – G.Þ., bls. 7 og 8.

Grindavík

Grindavík 2021.

Kaldársel

Ætlunin var að ganga á Undirhlíðum til suðvesturs, framhjá Stóra-Skógarhvammi, um Móskarðshnúka, framhjá Markrakagili (Melrakkagili), upp á Háuhnúka (262 m.y.s.) og að Vatnsskarði þar sem gengið verður til baka um Breiðdal og Slysadali að upphafsstað.

Markrakagil

Þegar gengið er frá Bláfjallavegi (sunnan við námuna) er fyrst farið um lága melhæð og lágum hæðum síðan fylgt á ásnum. Gil eru í hlíðinni og verður Stóra-Skógarhvammsgil fyrst áberandi. Í Skógarhvammi er skógrækt Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Nú eru liðin u.þ.b. hálf öld síðan byrjað var að gróðursetja tré þarna í hlíðunum og hefur af hlotist hinn myndarlegasti skógur, líkt og í Ingvarslundi nokkru norðar með þeim. Utan í gíg neðan og skammt sunnan við Bláfjallaveginn vottar fyrir fornum hleðslum.
Þá var komið að svonefndum Móskarðshúkum. Hauhnukar-2Örnefnið hefur valdið ágreiningi í gegnum tíðina, en hvað sem því líður er þarna um að ræða bæði fallegar og tignarlegar móbergskletta-myndanir, sem verð er að gefa góðan gaum. Myndræn skál er í „Hnúkunum“ og ef gengið er umleikis þá má bæði sjá fallegar myndanir og góð skjól.
Áður en komið var upp á Háuhnúka; efstu hæðir Hlíðarinnar, má sjá steina á stökum móbergsstandi. Þar mun vera um að ræða landamerki Hafnarfjarðar (?) og Krýsuvíkur. Loks var komið á efsta Háahnúkinn. Þar er varða. Staðsetninguna má ráða af hinu fallegasta útsýni í allar áttir; einkum til suðurs og suðvesturs.

Markrakagil

Markrakagil.

Markrakagil er síðan á hægri hönd. Aðrar lýsingar segja Markrakagil og Vatnsskarð vera eitt og hið sama. Landamerki Hafnarfjarðar liggja um gilið og í beina línu í Markraka ofan við Dauðadali suðaustan við Helgafell. Mörkin eru reyndar óviss vegna þessa álitamáls, en samhengi er í nöfnunum á þessum tveimur stöðum. Markraki er eitt af mörgum nafngiftum refsins, melrakkans.
Þá var komið í Vatnsskarð. Ofan við það er varða; líklega hin fornu landamerki, en þarna munu landamerkin hafa legið fyrir aldarmótin 1900 (sjá herforingjakort frá 1919).
VatnsskardOfan í Melkrakagili (Vatnsskarðsgili?) er fallegur berggangur, einn sá fallegasti og aðgengilegasti á Reykjanesskaganum. Hann var barinn augum. Loks var Dalaleiðinni fylgt um Breiðdal og Slysadölum að upphafsstað. 

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1945 lýsir Ólafur Þorvaldsson svonefndri Dalaleið, þ.e. um fyrrnefnda dali að norðanverðu Kleifarvatni: „Áður en við yfirgefum þessar slóðir að fullu, skulum við nú, þegar við hverfum frá Krýsuvík að þessu sinni, fara leið, sem við höfum ekki áður farið. Þessi leið er hin svonefnda Vatns- eða Dalaleið. Nú vill svo til, að nokkur kafli hins nýja vegar frá Hafnarfirði til Krýsuvíkur liggur með Kleifarvatni að vestan, svo að nú gefst fleiri mönnum kostur á að fara þessa leið en áður var.
Þessi leið mun ekki hafa talizt til höfuðleiða milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar, enda sjaldan farin, og þá helzt á vetrum. Þó tel ég hana ekki með öllu ómerkilega, og ber fleira til en eitt. Það er þá fyrst, að þessi leið er stytzta og beinasta lestaleiðin milli Krísuvíkur og Hafnarfjarðar. Hún er greiðasta og hægasta leiðin. Hún liggur í sérkennilegu og fögru umhverfi. Hún var nokkrum annmörkum háð, — og hún gat verið hættuleg.“

Breiðdalur

Breiðdalur – Helgafell fjær.

Þegar komið var að endamörkum var rifjuð upp fyrr ferð um svæðið, líkt og sjá má á eftirfarandi texta: Gengið var frá Krýsuvíkurvegi ofan við Vatnsskarð um Breiðdal, Leirdal og Slysadali, haldið yfir á Skúlatún í Skúlatúnshrauni og síðan niður í Kaldársel framhjá Gvendarselshæðargíga og Kaldárhnúka.
Gengið var niður í sunnanverðan Breiðdalinn og áfram til norðausturs vestan Breiðdalshnúks. Norðan hans var beygt upp á holtin og haldið áfram á þeim til norðausturs, yfir í Leirdal. Þar er Leirdalsvatnsstæðið, annað af tveimur. Beygt var frá því og gengið að Leirdalshöfða og með honum niður í Slysadali. Dalirnir eru vel grónir. Í þeim norðanverðum er nokkuð er líkist tóftum, en Breiddalur-2gæti verið hvað sem er. Dalirnir virðast vera einn, en Bláfjallavegurinn sker nú dalina. Landið þarna er að mestu innan hinna fornu Almenningsskóga Álptaneshrepps, en Slysadalir eru innan lögsögu Hafnarfjarðar. Útlendur ferðamaður var að koma frá Krýsuv
ík á 19. öldinni, hafði farið um Hvammahraun og Fagradal að vetrarlagi. Hin leiðin var um Helluna þarna vestan af, í austanverðum hlíðum Sveifluhálsins ofan við Kleifarvatn, en það mun hafa verið óvegur og ekki fyrir hesta. Vilpur voru í dalnum og voru þær ísi lagðar. Fór svo að maðurinn missti tvo hesta sinna niður um ísinn, en mannskaði varð enginn.

Skílatún

Skúlatún norðanvert.

Áður en komið var upp á þjóðveginn var beygt til austurs, yfir nokkrar klettasprungur. Í þeim óx fallegur burkni. Nokkur jarðföll eru þarna á svæðinu og í nokkrum þeirra litlir og lágir skútar.
Skúlatúnið blasti við í austri. Í Landnámu er tveggja jarða getið innan þess svæðis sem Garðabær nær til. Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarssonar, er sagður hafa búið á Skúlastöðum, en nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Eru munnmæli um að Skúalstaðir hafi verið þar sem Skúlastaðahraun er, sem er norðan við Lönguhlíðarhorn, innan Almenningsskóga Álftaneshrepps.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Gengið var í átt að Skúlatúni. Að sumra áliti gæti þar hafa verið landnámsbær, en þó er það talið ólíklegt. Skúlatún er þúfótt graseyja í Tvíbollahrauni (Skúlatúnshrauni). Ekki skyldi þó efast fullkomlega eða útiloka með öllu að þar undir kynnu að leynast einhverjar minjar. Skúlatúnshraun (stundum einnig nefnt Hellnahraun eldra) er slétt helluhraun og er talið hafa runnið fyrir 2000 árum.
Tvíbollahraun eða Hellnahraun yngra eru frá því um 950. Það kom úr Brennisteinsfjallakerfinu, líklega frá Stórabolla í Grindaskörðum og stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts.

Gullkistugjá

Gullkistugjá.

Gengið var norður hraunið, yfir Gullkistugjá og í beina stefnu að nyrsta hluta Gvendarselshæðargíga. Gígarnir eru tilkomumiklir og er hægt á gönguleiðinni norður með þeim austanverðum að lesa jarðfræði gíganna sem og svæðisins, auk tilkomu hraunsins, nokkuð vel, allt nema kannski aldurinn.
Gengið var niður með Kaldárhnúkum og niður að Kaldá, þar sem gangan endaði.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 3 mín.
breiddalur