Tag Archive for: Grindavík

Gullbringuhellir

Gengið var upp með Gullbringu yfir að Hvannahrauni og spölkorn norður eftir gömlu þjóðleiðinni að Vatnshlíð. U.þ.b. í miðju hrauninu var haldið til austurs upp hraunið og komið staðnæmst við op á löngum helli, sem þar er. Í honum er m.a. halið bæli er bendir til þess að hann hafi verið notaður sem athvarf, t.s. fólks sem átti leið um þessa gömlu þjóðleið.

Gullbringuhellir

Bæli í Gullbringuhelli.

Hellirinn var ekki skoðaður að þessu sinni heldur haldið á hlíðina, austur með norðanverðu Vörðufelli og áfram upp að Eldborg. Staldrað var við á hrikalegri gígbrúninni með útsýni um svo til allt vestanvert Reykjanesið. Sást vel yfir að Hvirfli, Grindarskarðshnjúkum og Syðstubollum í norðri, Æsubúðum í suðri og yfir Sveifluhálsinn, Núpshlíðarhálsinn, Keilir, Fagradalsfjall, Þórðafell og Súlur í vestri. Haldið var niður með Eldborginni og í Brennisteinsfjöll austan við Kistufell. Á leiðinni blasti hinn formfagri Kistudalur við á vinstri hönd. Þegar komið var niður í hlíðina suðaustan undir Kistufelli sást flugvélabrak dreift um urðina, stór hreyfill, vænghluti og skrokkhluti skammt frá. Í hraunrás sáust skrúfublöðin í mosanum. Sagt er frá flugslysi þessu í Flugsögu Íslands.

Brennisteinsfjöll

Kistufellsgígur.

Skýjabakki stefndi inn yfir landið úr austri. Ákveðið var að halda suður með Brennisteinsfjöllum – með hlíðina á hægri hönd og hrikalegt hraunið á vinstri hönd. Morgunsólin varpaði þarna sérstakri birtu á umhverfið svo það var í rauninu engu líkt. Í einu orði sagt var frábært að standa þarna við þessar aðstæður. Áður en komið var á móts við Vörðufellið var haldið þaðan til vesturs og komið niður að Gullbringu í þá mund er regnið byrjaði að láta vita af sér.
Gangan tók rúmlega 4 klst. Frábært veður.

Gullbringuhellir

Í Gullbringuhelli.

Járngerðarstaðir

Á og við Járngerðarstaðatorfuna má finna ótal örnefni, sem ýmist tengjast atburðum er eiga að hafa átt sér þar stað fyrrum, ábúendum, átrúnaði eða öðru. Hér á eftir eru taldin upp nokkur örnefni. Þau hafa verið færð skilmerkilega inn örnefnauppdrátturá drög af uppdrætti af svæðinu, öðru áhugasömu fólki til glöggvunar. Nú hafa einnig verið gerðir slíkir uppdrættir af vestasta hluta Járngerðarstaðahverfis, þ.e. svæðinu ofan við Stórubót og Gerðavöllum að Stekkhól, mörkum Húsatópta, Hópssvæðinu, Þórkötlustaðanesi og Stað. Framundan er að gera uppdrátt af Þórkötlustaðahverfinu og Hrauni.
Járngerðarstaðahverfi er næst utan við Hóp. Upplýsingar um eftirfarandi örnefni eru frá Þorsteini Bjarnasyni frá Háholti, Ingibjörgu Jónsdóttur kennara, systur hans, Sæmundi Tómassyni frá Járngerðarstöðum, Spítalastíg 3 í Reykjavík, Guðsteini Einarssyni hreppstjóra í Grindavík o.fl. Það var Ari Gíslason sem skráði. Farið var með Guðjóni Þorlákssyni í Vík um svæðið með það fyrir augum að skoða þegar skráð örnefni og til að benda á önnur, óskráð.
TóftFyrst er það ströndin og fjaran að vestan til austurs. „Næst austan við Stórubót eru klettar sem ganga fram í sjó og heita Vestri-Hestaklettur og Eystri-Hestaklettur. Örnefni þau sem hér hafa verið talin eru öll í fjörunni en upp frá því er landið bakkar og sléttarhraunklappir. Ofan við Eystri-Hestaklett er svonefnd Engelskalág sem er nú að fyllast upp. Þar var eitt sinn barist við Englendinga. Austur af Eystri klettinum er Hvítisandur og þar næst austur er Stakibakki sem nær fram í kambinn. Hér er kamburinn að vinna á en bakkinn að minnka af sjávargangi. Fram af þessu plássi eru svonefndar Flúðir milli Eystri-Hestakletts og Stakabakka.
Næst við Stakabakka er vik sem heitir Litlabót og nær hún að Lönguklettum. Út úr Litlubót er rás sem heitir Litlubótarrás og liggur í Önnulón í sjó. Austan við rásina er Litlubótarpyttur. Við hann er Pyttsker. Vestarlega í Lönguklettum er Fúlalón. Framar í fjörunni er Sölvalón. (S.T. þekkir ekki Ormalón sem sagt er í Garðhúsafjöru.) Næst Lönguklettum heita Vestri-Þanghóll og Eystri-Þanghóll. Í stórstraumsflóðum fellur að þeim en þeir fara ekki í kaf.
Fram af Þanghólum og milli þeirra eru berar klappir er heita Sjálfkvíar eða Sjálfkvíarklöpp og Sjálfkvíarlón er þar fram af. Milli Sjálfkvíarklappar og Litlubótarrásar er Rafnshúsafjara. Þar höfðu Rafnshús leyfi til að skera þang. Áfram austur eftir er malarkampur. Austan við Eystri-Þanghól er Fornavör.
Draugalón er í kvos milli Eystri-Þanghóls og Í JárngerðarstaðahverfiSjálfkvíarklappar. Það er fúll pyttur, 3-4 metrar á dýpt sem þang safnaðist í og fúlnaði. Langitangi er austan við Fornuvör niðri í fjöru og kemur ekki upp nema í stórfjöru. Þar var farið í beitifjöru í gamla daga. Upp af Langatanga er Garðhúsafjara en austan við hann er Helgubás. Sumir nefna Langatanga Kvíhúsatanga. (S.T. hefur ekki heyrt um Akurhúsavör.)
Upp af Fornuvör eru leifar eftir Kvíhús niðri á sjávarbakkanum og þar eru Gömlu-Rafnshús um 150 m austar. Akurhús sópaðist af grunni í sjávarflóði 1925 en þá urðu nokkrir bæir að hólma. Kamburinn framan við Kvíhús og Akurhús er kenndur við bæina, Kvíhúsakambur og Akurhúsakambur. Tangi gengur þarna fram sem heitir Akurhúsanef. Vestan við nefið eru fjörurnar nefndar Vallarhúsafjara og Akurhúsafjara. Austan við Akurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var kallaður Gamlisjór. Næst nefinu var Stokkavör, þá Suðurvör og síðan Norðurvör sem hét öðru nafni Skökk. Næst austur Járngerðarstaðiraf er Staðarvör. Þar var uppsátur Skálholtsskipa og síðar útgerðin. Þegar S.T. fékk lóð þarna og gróf niður í kálgarði sínum voru þar fyrir vaðsteinar og brýniskubbar o.fl. í axlardýpt.“ Kálgarðurinn var við Varir, sem er gegnt Flaggstangarhúsinu.
Þá er komið inn (austur) fyrir hina nýju varnargarða. Þar hefur orðið talsvert rask síðan bryggjan í Járngerðarstaðahverfi var byggð og grafið var inn í Hópið, auk varnargarðanna.
„Næstur er Svartiklettur austan við Staðarvör, upp úr sjó í fjörunni. Þar upp af heitir Svíri, klettahryggur sem aðskilur Hópið frá sjónum. Út af honum kemur vestri garður hafnarinnar. Vegur liggur eftir Svíra fram á bryggjurnar sem eru innan á hafnargarðinum. Á Svíra var hlaðin varða, Svíravarða, en áður bar Svartiklettur þetta nafn. Fram af Svíra gengur Vestri-Rifshaus að mynninu á Hópinu. Hópsós er aðalósinn á Hópinu, líka nefndur Ystiós en einnig voru þar smáósar, Miðós og Barnaós vestastur. Miðós var dýpkaður og gerð innsigling eftir honum inn í Hópið en hinir eru horfnir við uppfyllingu. Þegar ekki var lendandi í vörunum áður fyrr var farið inn í Hóp og lent í Kvíaviki en það hefur nú verið fyllt upp og byggðir tankar á því.

Í Járngerðarstaðahverfi

Kvíavikið var suðvestan við Álfsfit, innan við Svíra. Úr vikinu til vest-suðvesturs vottaði fyrir troðningum um síðustu aldamót sem kallaðir voru Eyrargata. Sagnir voru um að það væri kirkjugata frá Þorkötlustöðum að Stað en þá átti Hóp að hafa verið grasi gróið valllendi. Sagnir voru einnig um að Staður hafi verið í miðri sókn áður fyrr.“ Samnefnd gata lá einnig milli Hrauns og Þórkötlustaða, yfir Slokahraun og með (þá) sendinni ströndinni yfir Þórkötlustaðanesið.
Og þá er horfið aftur að upphafsstað og nú farið ofan strandar. „Nú er að bregða sér aftur á þurrt og koma að Markhól sem fyrr var getið. Fyrir ofan og austan hann er Stórhóll, sem áður er getið. Þar austur með er Hrafnagjá upp af Sandvikinu, en hún liggur til austurs. Stekkjarhólar eru rétt niður við kampinn.
Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana en þeir reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum) eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli og hét þar Skipsstígur. Hellurnar eru kallaðar upp af Engelskulág.  Grasslakki er milli kambsins og Hella. Hellur eru ávalar og lágar hraunhellur og var þar þurrkað þang á haustin. Upp af Hellum fjær sjó eru Hraunsstekkjarbrunnar sem eru tjarnir. Ganti er klettarani með grasi utan við túnhliðið og Traðirnar voru þar frá bæ vestur úr. Grasbrekka eða bolli er í Ganta sem er hraunhóll sléttur að ofan og er af honum mikið útsýni.“ Suðvestan í Ganta er tóftarbrot, sennilega hlaðið gerði í tengslum við Hraunsstekkinn og Hraunsstekkjarbrunna. Við þá er stekkurinn og sést hann enn.
„Hliðið á túngirðingunni að vestan hét Tíðahlið en þá var grjóGömul gatatgarður kringum túnið allt. Um hliðið var farið þegar farið var til tíða að Stað. Aðeins utan við túngirðinguna sunnar er Píkuskarðsklettur. Á móti honum innan túngirðingar er Sölvhóll (S.T. þekkir ekki nafnið Sölvaklett.) Hólsbyrgi er grösug hæð utan túns. Þar var hádegi frá Járngerðarstöðum. Það er austan við Litlubót.“ Hólsgarður er heillegur austan í Sölvhól.
„Norður af bæ á Járngerðarstöðum er Vatnsstæði. Suður af bænum er Dalur. Í honum er tjörn sem gætir flóðs og fjöru í. Sunnan við Salinn er Sölvhóllinn. Hann mátti ekki slá því þá sólbrann hann. Upp af Vatnsstæðinu er Einisdalur. Þar vestan við túnið er Einisdalshraun en suður af því eru Hraunsstekkirnir. Niður af Vatnsstæðinu, vestan við gamla heimabæinn, er Bóndastekkatún. Austan við Járngerðarstaði var kot sem hét Langi eins og áður er getið. Túnið milli Járngerðarstaða og Garðhúsa var Langatún. Fyrir framan Garðhús hét Helgavöllur. Næsta spilda niður að dalnum og Vallarhúsum heitir Helmingavöllur. Vestan við Járngerðarstaði, sjávarmegin við Traðir, er Halavöllur. Norðan við Traðirnar meðfram garðinum var Skjölduskák en fjær var Fjósaskák. Drumbar voru norðar að Garðhúsatúni, norðan við Fjósaskák.
Þá skulum við aftur koma að Hópinu þar sem frá var horfið við Svíra. Áfram austur með því er Álfsfit og Krosshúsvikradalur næst bryggjunum. Þá er Rafnshúsafit austan við Krosshúsvikradal og Eystri-Vikradalur er þar fyrir austan. RafnshúsEr þá komið á merki móti Hópi.
Verður nú tekið það sem eftir var af landi jarðarinnar og haldið til heiðarinnar. Skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra. Er sagt að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum. Gjá þessi er upp af Vatnsstæðinu.“ Ofan (norðvestan) við Silfru er Nautatún. „Fast við það [Vatnsstæðið] er varða við veginn til Keflavíkur og heitir hún Títublaðavarða. Fleiri gjár eru og hér. Stamphólsgjá er ofan við byggð í Járngerðarstaðahverfi. Hún er einnig í Hópslandi að hluta. Svo er Gjáhúsagjá í túninu. Upp af Silfru voru Eldvörpin en þau eru nú horfin því herinn sléttaði þau út. Vestur af þeim er Eldborg. Þar upp af er graslendi sem nefnt er Lágafellsheiði. Um hana lá vegurinn til Keflavíkur.“
Kjöthóll sést vel við Dalinn sunnan Járngerðarstaðatorfunnar. Þá sést og vel móta fyrir hinum gamla túngarði Járngerðarstaða er náði frá Nautagjá um Drumba og Langatún yfir að hæð þeirri er Krosshús og fleiri standa á nú. Þar beygði garðurinn til suðausturs og sést móta fyrir honum þar. Gömul gata lá sunnan við Sæból og sést enn í túninu.
„Gæðingadys“ er myndarlegur hóll í Garðhúsatúni, norðan Garðhúsa. Þar dysjaði Einar Jónsson í Garðhúsum gæðinga sína með fullum reiðtygjum „með höfðinglegum hætti“.
Og ekki má gleyma dys Járngerðar, sem mun vera undir Verbrautinni gegnt Gömlu-Vík. Sjá má í eitt hornið hennar, skv. upplýsingum Tómasar Þorvaldssonar frá Járngerðarstöðum.

Heimildir:
-Örnefnaskrá fyrir Járngerðarstaði – Örnefnastofnun Íslands.

Í Járngerðarstaðahverfi

Járngerðarstaðahverfi.

Bollar

Gengið var um Bollana í Grindarskörðum. Útsýnið var stórbrotið.
Bollar-22Þegar Grindarskörðin eru skoðuð virðist a.m.k. tvennt augljóst; annars vegar eru þekkt örnefni ekki rétt staðsett og hins vegar eru þau ekki öll skráð. Þrátt fyrir mikla umferð um Skörðin fyrrum virðast örnefnin sum hver ekki hafa varðveist á bókfell. Ástæðan gæti annað hvort hafa verið sú að örnefnins hafi einfaldlega gleymst eftir að alfaraleiðin um Selvogsgötu (Suðurfararveg) lagðist af eða að ekki hafi náðst að skrá þau á bókfell áður en kunnugir hurfu á vit frumefnanna.
Augljóst má telja að Stóri-Bolli er gígur norðan í ónefndum hnúk mun eldri. En gígurinn sá, u.þ.b. 30 m djúpur, hverfur inn í hnúkinn þegar horft er í áttina að honum mót suðri. Um gíginn hafa fáir þurft að fara forðum – og jafnvel enn þann dag í dag.
Þrátt fyrir það er hann einn hinn tilkomumesti á meðal gígbræðra hans á Íslandinu öllu. Hnúkurinn ofan Stórabolla gæti þess vega Kerlingarhnukur-201heitið Stórabollahnúkur (eða Kóngsfell eins og skráð hefur verið) og hnúkurinn við Miðbolla gæti heitið Miðbolla- eða Tvíbollahnúkur. Syðstubollar ofan Kerlingarhnúks hafa af sumum verið nefndir Þríbollar, en ef betur er að gáð eru bollarnir 6 að tölu og því hlýtur að vera um rangnefni að ræða.
Þegar horft er til Bollanna er Stórubollahnúkur þeirra tilkomumestur. Hnúkurinn gæti því hafa verið nefndur Kóngsfell fyrrum. Efst á honum er varða, en engin slík er á hinum hnúkunum.
Vestan við Tvíbolla er röð lítilla gjallgíga er nær að Syðstubollum. Svo virðist sem um gos á sprungurein hafi verið að ræða og þá gosið á sama tíma.
Eftirfarandi umfjöllun um þá og nálæg hraun birtust í Náttúrufræðingnum 1977, 1983 og 1997. Höfundar eru Jón Jónsson, Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson. Um úrdrætti er hér að ræða:

Sydstubollar

„Við Grindarskörð er röð af hnúkum, sem bera við himin norðan frá séð og flestir munu nefna Bolla, Stóra-Bolla, Mið-Bolla eða Tví-Bolla og loks Þrí-Bolla [Syðstu-Bolla]. Að minnsta kosti tvö þessara nafna eru notuð um móbergshnúka, sem harla litla bollalögun hafa, og er raunar með ólíkindum að nöfn þessi hafi þeim nokkru sinni verið gefin eða ætluð. Gildir þetta um Stóra-Bolla og Þrí-bolla en öðru máli gegnir um Mið-Bolla eða Tví-Bolla, sem hér verða nú gerðir að umtalsefni. Ekki dettur mér [J.J.] í hug að efast um að Bolla-nöfnin eigi við gígi þá og gígskálar, sem þarna eru, en í einhverju undarlegu hugsunarleysi hafa þau verið færð yfir á þann hluta landslagsins, sem er mest áberandi, séð úr byggð.
Stóri-Bolli er einna besta dæmið um þetta. Hann er geysistór gígskál norðan í móbergshnúk, sem vel mætti heita Bollatindur en engan veginn Bolli. Raunar er svo Tví-bollar-201að sjá sem allmikill nafnaruglingur hafi hér átt sér stað. Í dagbók Guðmundar G. Bárðarsonar stendur eftirfarandi ritað 18. ágúst 1931: „Bolli mikill er framan í Kongsfelli og hefur frá honum fallið mikið hraun, sem hefur myndað ávala bungu neðan við gíginn ð Kongsfell er úr móbergi.“ Af þessum ummælum Guðmundar sýnist mér fullljóst að hnúkurinn, sem Stóri-Bolli er norðan í, sé hið raunverulega (litla) Kóngsfell en ekki sá lítt áberandi gígur við Stórkonugjá og Selvogsgötu, sem nú er látinn bera það nafn. Stóri-Bolli hefur hellt úr sér miklu hrauni, sem nær allt norður að Undirhlíðum en látið sér nægja að spýta hraungusum upp á móbergshnúkinn sem stolið hefur nafni hans.

Tví-Bollar
Í stað Mið-Bolla nota ég nafnið Tví-Bollar, því bæði er að það er til (Sigurðsson, 1976), og svo er Tvibollar-2það í fyllsta máta réttnefni. Gígirnir eru nefnilega tveir saman og mætti sannarlega kalla þá Litla og Stóra, því litli gígurinn nær hinum varla í „mitti“ og er honum á hægri hlið sé horft í norður. Báðir eru gígirnir brattir, hlaðnir úr gjalli og gjallkleprum og mjög unglegir. Stærri gígurinn er um 35—40 m hár yfir umhverfið og í um 480 m hæð yfir sjó. Hann er opinn móti norðvestri og þá leið hefur hraunið runnið, fyrst í bröttum fossi en síðan að mestu í neðanjarðarrásum og hellum, sem hafa kvíslast á ýmsa vegu þegar neðar dró. Hinir svo nefndu Dauðadalahellar, sem margir kannast við, eru í þessu hrauni. Það hefur runnið yfir hraunið úr Stóra-Bolla. Mjó kvísl hefur runnið meðfram Lönguhlíð og kvíslast þar á ýmsa vegu en meginhraunið hefur fallið í breiðum fossi allt norður að Helgafelli. Loks hefur það sent mjóan straum vestur með Helgafelli að suðvestan.

Tvibollar

Má þar víða sjá að það hefur fallið ofan í sprungur í eldra hrauni, því sem Gullkistugjá er í og ég tel að komið sé úr Stóra-Bolla. Það hefur þar, niðri á sléttlendinu, belgst upp í háar bungur og ávala garða. Út frá þeim hafa svo hér og þar komið undanhlaup, sem eru svo þunn að talsverða aðgæslu þarf til að fylgja brúnum hraunsins.

Tvíbollahraun
Tvibollar-3Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins og hef ég áður fjallað um þá (Jón Jónsson 1977a). Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 40-60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígarnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn göng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu.
Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið Storibolli-201niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C14 ár, (Jón Jónsson 1977a) en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.

Aldur hraunsins
StoribolliNokkur ár eru nú liðin frá því að ég fyrst frétti um að jarðvegslag væri sýnilegt undir hrauni við Helgafell. Gísli Sigurðsson varðstjóri í Hafnarfirði, sem er mikill náttúruskoðari og náttúruunnandi, hafði fundið þennan stað. Hann bauð mér fylgd sína þangað og fórum við upp að Helgafelli og fundum staðinn. Hraun hefur þarna runnið yfir gróið land, en síðar hefur leysingavatn skorið sér farveg meðfram hraunröndinni og grafið sig inn undir hana og má þar sjá þverskurð af jarðvegslaginu undir hrauninu. Athyglisvert er að ljóst öskulag er í sniðinu nær miðju en svart öskulag nokkru ofar og annað svart öskulag neðar.
Storibolli-2

Hraunið er þarna aðeins 0,5—0,75 m þykkt. Í jarðvegstorfu ofan á hrauninu er eitt svart öskulag allþykkt. Ekki var mér ljóst fyrr en alllöngu síðar að þarna var um tvö hraun að ræða og það var undir yngra hrauninu, sem jarðvegslagið var. Við nákvæma athugun kemur í ljós að örþunn hraunlæna úr Tvíbollahrauni hefur runnið upp að Helgafelli, vestur með því að sunnan og beygt norður á við við norðvesturhorn fellsins þar sem áðurnefndur farvegur hefur grafist inn undir hraunið. Örlitlu norðar hefur það mætt Gvendarselshrauni, sem komið er upp austan í Gvendarselshæð og fyllir svæðið milli hennar og Helgafells. Mót þessara tveggja hrauna eru afar ógreinileg en líklegt að Tvíbollahraun sé yngra.

Storibolli-3

Skal nú vikið að jarðvegssniðinu og því, sem það hefur að segja. Ekki er mér kunnugt um nema 2 ljós öskulög á þessu svæði og hefur Einar Gunnlaugsson (1973) fundið þau á nokkrum stöðum, m. a. við Vatnsskarð og Djúpavatn. Eldra lagið er frá Heklu, H3 , og samkvæmt niðurstöðum Sigurðar Þórarinssonar (1971) er það um 2900 ára gamalt. Hitt lagið er hið svokallaða landnámslag og talið vera frá því um 900 (Þórarinsson, 1968). Það er ljóst að neðan en dökkt að ofan og því auðþekkt þar sem það ekki er mjög þunnt. Ljósa lagið í áðurnefndu sniði nær miðju er 2—3 cm þykkt og mjög fínkornótt. Tók ég þarna sýni árið 1973 og sendi til Uppsala í Svíþjóð þar sem Ingrid U. Olsson núverandi prófessor annaðist aldursákvörðun á þeim. 

Tvibollar-4

Niðurstöður voru á þessa leið: (U 2524) Helmingunartími 5570 ár, aldur 1075 + 60 Ci* ár. Helmingunartími 5730 ár, aldur 1105 + 60 C^ ár. Séu þessar tölur teknar eins og þær koma fyrir og helmingunartíminn 5570 notaður kemur í Ijós að hraunið hafi runnið árið 875 eða árið eftir að Ingólfur Arnarson nam hér land.
Einhverjum kann að finnast nóg um þessa tilgátu, en hún hefur nú hlotið nánari staðfestingu. Nýlega héldum við Sigmundur Einarsson til nánari rannsókna á Tvíbollahrauni. Sunnan undir Helgafelli nokkru austan við áðurnefndan stað er jarðvegstorfa lítil við hraunkantinn og Tvibollar-5þar er hraunið svo þunnt að auðvelt er að brjóta það upp með handverkfærum.
Þarna tókum við gryfju og er ekki að orðlengja það að þarna fundum við landnámslagið með sínum þekktu einkennum og var auðvelt að rekja það inn undir hraunið þar sem efri hluti þess hverfur í kolaða lagið næst hrauninu. Smásjárathuganir á öskunni sýna að ljósbrot glersins og plagioklassins passa vel við það, sem Jens Tómasson (1967) gefur upp, og er því ekki ástæða til að efast um að þarna sé landnámslagið komið. Af ofangreindum staðreyndum má því ráða, að hvað sem nákvæmni C14 aldursákvarðananna viðvíkur þá hefur þetta gos orðið á þeim tíma þegar landnám norrænna manna á Íslandi var að hefjast eða nýhafið. Því kann að vera að gosið í Tví-Bollum við Grindarskörð hafi verið fyrstu eldsumbrot, sem forfeður vorir litu augum hér á landi. Af þessum niðurstöðum leiðir ennfremur að fleiri hafa eldgos orðið á Reykjanesskaga á sögulegum tíma heldur en fram til þessa hefur verið vitað.

Nálæg hraun
Storibolli-4„Þegar fjallað er um hraunstrauma þá sem á síðustu árþúsundum hafa runnið í átt til sjávar í Straumsvík og næsta nágrenni er óhjákvæmilegt að sú umfjöllun teygi sig til upptakanna, eldgíganna sjálfra. Af þeim sökum nær umfjöllunin yfir um 200 ferkílómetra svæði, þ.e. ströndina frá Hvaleyrarholti til vesturs að Vatnsleysuvik (Kúagerði) og frá ströndinni suður í Reykjanesfjallgarð milli Grindarskarða og Trölladyngju. Á þessu svæði er fjöldi hrauna og sum sjást ekki á yfirborði, því yngri hraun þekja þau alveg. Þeirra verður aftur á móti vart í borholum, m.a. á athafnasvæði álversins í Straumsvík. 

Litla-kongsfell

Leitast er við að draga upp einfalda mynd af því hvaða leið hraunin hafa runnið og hvernig þau hafa, eitt af öðru, lagt sitt af mörkum til að færa ströndina til núverandi horfs. Örnefni á þessu svæði eru fjölmörg og þau eru ekki bundin við einstaka hraunstrauma heldur ákveðin svæði. Þannig getur sama hraunið heitið mörgum nöfnum og nöfn geta einnig náð yfir hluta úr mörgum hraunum. Þau nöfn sem hér eru notuð á einstökum hraunum ber ekki að taka sem örnefni heldur sem sérheiti á jarðmyndunum.

Jóns þáttur
KongsfellÁrið 1978 lauk Jón Jónsson jarðfræðingur við heildarkortlagningu hrauna á Reykjanesskaga. Á korti Jóns (1978) eru sýnd einstök hraun eða goseiningar ásamt afstöðu hraunanna. Með útgáfu kortsins hafði Jón rutt brautina fyrir nákvæmari ákvörðun á aldri einstakra hrauna, en til viðbótar við innbyrðis afstöðu þeirra er unnt að aldursgreina þau með tvennum hætti. Annars vegar má finna aldurinn með könnun öskulaga í jarðvegi undir og ofan á einstökum hraunum og hins vegar með geislakolsgreiningu jurtaleifa sem kolast hafa undir viðkomandi hrauni er það rann yfir gróðurlendi. Á síðustu árum hefur þekking á sögu nútímahrauna á Reykjanesskaga aukist verulega og í ljós hefur komið að þar hefur gosið mun oftar eftir að land byggðist en áður var talið (Helgi Torfason o.fl. 1993).

Hraun á fyrri hluta Nútíma
Storibolli-5Það tímaskeið jarðsögunnar sem tók við er ísöld lauk, fyrir 10.000 árum, nefnist nútími og varir hann enn. Á þeim tíma runnu hraunstraumar þeir sem almennt kallast hraun í dag. Elst þeirra hrauna sem sjást á yfirborði á þessu svæði er Búrfellshraun en það rann fyrir um 7.300 árum (Guðmundur Kjartansson 1973). Hraunið rann frá stórum gíg ofan við Hafnarfjörð sem Búrfell heitir og er hann nyrsti gígurinn í Krýsuvíkurrein. Frá Búrfelli rann hraunið til norðvesturs í tveimur meginkvíslum og fór önnur niður í Hafnarfjörð (Hafnarfjarðarhraun) en hin í Arnarnesvog (Gálgahraun). Að líkindum hefur á sama tíma runnið hraun til norðurs frá öðrum gíg, Hraunhól, sem er skammt norðan við Vatnsskarð. Hraunhóll er nú rústir einar eftir efnisnám. Hraunið frá honum kemur fram í Selhrauni, um einn og hálfan kílómetra suður af Straumsvík, og hefur sannanlega runnið þar í sjó fram.
Burfell-25Neðst í Almenningum og Selhrauni koma fram þrjú hraun sem eru yngri en Búrfellshraun. Upptök þeirra eru ekki þekkt og hafa gígarnir líklega horfið undir yngri hraun. Eitt þessara hrauna er sýnu mest og hefur það runnið fram í a.m.k. fjögurra kílómetra breiðri tungu og fært þáverandi strönd allnokkuð út.
Skáhallt norðaustur yfir Almenninga neðarlega hefur runnið þunnt hraun sem hverfur inn undir Kapelluhraun skammt suður af Straumsvík. Upptök þessa hrauns eru líklega norðan við Grænudyngju. Aldur hraunsins er óþekktur nema af afstöðunni til annarra hrauna, og er það yngra en Hrútagjárdyngja og eldra en Kapelluhraun.

Hrútagjárdyngja
Hrutagja-24Langmesta hraunið á þessum slóðum er Hrútagjárdyngja. Upptök þess eru nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem Hrútagjá heitir og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og myndar það ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Stærsti hluti hraunsins gengur í daglegu tali undir nafninu Almenningar. Að vestan hefur hraunið runnið upp að eða út á hraundyngju frá ísaldarlokum, Þráinsskjaldarhraun. Þegar Hrútagjárdyngja rann var sjávarstaða nokkru lægri en nú er og hefur hraunið fært ströndina mikið fram. Bungulögun Hrútagjárdyngju og Þráinsskjaldar veldur því að slakki er á milli dyngnanna og eins er slakki austan Hrútagjárdyngju, milli hennar og Undirhlíða. Yngri hraun hafa haft tilhneigingu til að renna í átt til sjávar eftir þessum slökkum. Ekki hefur enn tekist að aldurssetja Hrútagjárdyngju, en öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5.000 árum.

Skúlatúnshraun – Hellnahraunið eldra
Helgafell-21Fyrir um 2.000 árum varð mikil goshrina á Reykjanesskaga og gaus þá m.a. í Brennisteins-fjallareininni. Frá einum gígnum, Stórabolla í Grindarskörðum, rann mikið hraun niður í átt að Straumsvík. Það breiddist út yfir stórt svæði ofan við Helgafell og Húsfell. Ein kvísl hraunsins rann sunnan og vestan við Helgafell og þaðan niður á milli Helgafells og Gvendarselshæðar og síðan vestur fyrir Stórhöfða, allt tíl sjávar og myndaði núverandi strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Þetta hraun stíflaði uppi Hvaleyrarvatn. Suður af Helgafelli heitir hraunið Skúlatúnshraun en við Hvaleyrarholt myndar það meginhluta Hellnahrauns.

Óbrinnishólabruni
HellnahraunFyrir um 1800 árum varð gos í Krýsuvíkurrein og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum við Bláfjallaveg (Jón Jónsson 1974). Hraunið frá þeim, sem að hluta heitir Óbrinnishólabruni, rann í mjóum taumi langleiðina niður undir Straumsvík. Gígarnir í Óbrinnishólum eru nú aðeins svipur hjá sjón því þeir hafa verið grafnir út.

Hellnahraunið yngra
obrinnisholarFyrir um eitt þúsund árum hófst goshrina á Reykjanesskaga (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991). Hrinan hófst með gosum í Brennisteinsfjallarein á tíundu öld. Þá runnu m.a. Svínahraunsbruni frá Eldborgum við Lambafell (Kristnitökuhraun), stórir hraunflákar í Húsfellsbruna komu frá Kóngsfellsgígum og Eldborg í Bláfjöllum og mikil hraun runnu frá gígaröðum í Brennisteinsfjöllum; runnu þau m.a til sjávar í Herdísarvík. Þá gaus í Tvíbollum í Grindarskörðum og rann einn hrauntaumurinn nánast sömu leið og Skúlatúnshraun í átt til Straumsvíkur. Hrauntaumurinn endaði skammt frá Sædýrasafninu sáluga og átti þá ófarna um 300 m til sjávar.

Kapelluhraun
KapellaYngsta hraunið á svæðinu er oftast nefnt einu nafni Kapelluhraun, þó svo að það heiti eigi í raun aðeins við nyrsta hluta þess. Syðri hluti hraunsins hefur gengið undir heitinu Nýibruni. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu í Krýsuvíkurrein árið 1151 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1989). Þá opnaðist gossprunga sem er alls um 25 km löng en þó slitin í miðjunni. Sunnan á skaganum rann Ögmundarhraun í sjó fram og tók það af gamla Krísuvíkurbæinn. Norðan á skaganum rann Kapelluhraun, aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Hraunið rann til sjávar í Straumsvík. Í sama gosi rann hraun frá röð minni gíga sem liggur meðfram Undirhlíðum og norður um Gvendarselshæð. Rann það m.a. niður í Kaldárbotna.
Kapelluhraun er úfið apalhraun og hefur verið hinn versti farartálmi nýrunnið. Því hafa menn tekið það ráð að ryðja braut í gegnum það. Brautin hefur nú verið eyðilögð með öllu, að undanskildum um tuttugu metra kafla við svonefnda Kapellu sem er lítil rúst í hrauninu. Kristján Eldjárn rannsakaði kapellu þessa 1950 (Kristján Eldjárn 1956) og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Heilög Barbara var góð til áheita gegn eldsgangi hvers konar. Hún var einnig verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðsmannna og námumanna og raunar einnig verkfræðinga og jarðfræðinga. Kapellutóftin er á fornminjaskrá.
Kapelluhraunið var ákaflega fallegt, úfið og mosagróið, en nú hefur karganum verið flett af yfirborði þess á stórum svæðum svo hörmung er á að líta. Álverið í Straumsvík stendur á hrauninu.

Gervigígar
Storibolli-6Á svæðinu eru nokkrir gervigígar sem stinga kollinum upp úr yngri hraunum. Gervigígarnir hafa myndast við það að hraun runnu í sjó og sýna þeir því legu strandarinnar á myndunartímanum. Gervigígunum í nágrenni Straumsvíkur má skipta í þrjá hópa eftir útbreiðslu.
Austast var Rauðhóll við Hvaleyrarholt, sem stóð upp úr Hellnahrauninu eldra, en langt er síðan hóllinn hvarf vegna efnisnáms og þar er nú geil í hraunið. Nokkru sunnar og vestar standa tveir gervigíar upp úr sama hrauni.
Í Selhrauni, skammt suður af kvartmílubrautinni, hefur verið numið töluvert magn af gjalli úr gervigígum sem standa þar upp úr einu af elstu hraununum á svæðinu (Selhraun 4, Helgi Torfason o.fl. 1993).
kapelluhraunSkammt suður og vestur af Straumsvík er mikil rauðamalargryfja í Hrútagjárdyngju. Þar var upphaflega rauðamalarbunga upp úr hrauninu, Rauðimelur sem svo 
var nefndur. Nokkru vestar má sjá í kollinn á allmiklum gjallhól og enn  vestar hefur hinn þriðji verið numinn brott.
Í flestum þessara gervigíga hafa fundist skeljar sem þeyst hafa upp úr þeim er hraun rann út yfir setlög við þáverandi strönd. Ekkert er vitað um aldur gíganna annað en að þeir eru örugglega myndaðir eftir ísöld og eru eldri en hraunin sem upp að þeim hafa runnið.

Niðurlag
GvendarselshaedNúverandi strönd við Straumsvík er mynduð af þremur hraunum. Elst og vestast eru hraun Hrútagjárdyngju, sem runnu frá stórum dyngjugíg nyrst í Móhálsadal fyrir um 5.000 árum. Vestast er Hellnahraunið eldra, sem er langt að komið, upprunnið í Grindarskörðum í Brennisteinsfjallareininni fyrir um 2.000 árum. Bæði þessi hraun eru helluhraun og fremur auðveld yfirferðar. Yngsta hraunið er Kapelluhraun, úfið apalhraun, sem rann árið 1151 frá gígum suður undir Vatnsskarði. Það rann til sjávar um lægð sem myndast hafði á mótum Hrútagjárdyngju og Hellnahraunsins eldra. Á síðustu 10.000 árum hafa hraunstraumar smám saman fært ströndina fram sem nemur allt að 2 km.
Eldgos á Reykjanesskaganum virðast koma í hrinum og á milli er minni virkni. Hrinurnar verða á um þúsund ára fresti og hver hrina stendur yfir í nokkur hundruð ár. Síðasta hrinan hófst upp úr miðri tíundu öld og endaði um 1240. Í hverri hrinu verða umbrot í öllum eldstöðvareinunum á skaganum og í síðustu hrinu færðist virknin frá austri til vesturs.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Náttúrfræðingurinn 47. árg. 1977-1978, bls. 103-109.
-Náttúrfræðingurinn 52. árg. 1983, bls. 131-132.
-Náttúrfræðingurinn 67. árg. 1997-1998, bls 171-177.

Grindaskord

 

Þórkötlustaðir

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903 skrifar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi m.a. um skálatóft við Austurbæinn á Þórkötlustöðum í Grindavík.
Thorkotlustadir-220„Á Þorkötlustöðum í Grindavík var í vor (1902) bygð heyhlaða í bæjarhúsaröðinni, og grafið fyrir henni nál. 3 al. djúpt í jörð. Þar komu menn niður á merkilegar byggingarleifar. Kom fram grjótveggur langsetis eftir gröfinni, þeim megin sem inn vissi í húsagarðinn. Neðst stóð framundan þeim vegg svo sem ‘/2 al. breitt þrep, tæplega hnéhátt, alveg slétt ofan, og svo vandað og óhaggað, að byggingarmenn létu það standa og höfðu það fyrir undirstöðu undir bakvegg hlöðunnar. Ofan á þessu þrepi var stæðilegur grjótveggur, rúml. 1 al. á hæð, eða að þrepinu meðtöldu um 2 al. á hæð. Langs með þessu þrepi, svo sem 2 al. frá því, lá grjótbálkur eftir endilöngu, viðlíka hár og þrepið, eða vart það. Hann var nál. 2 al. breiður og allur lagður flötum hraunhellum ofan. Á þeim öllum var eldslitur.

Thorkotlustadir-221

Var mér sýnt brot úr einni þeirra og var eldsliturinn auðsær. Hinumegin bálksins, viðlíka langt frá honum, sáust leifar af framvegg. En auðséð var, að hann hafði einhverntíma áður verið rifinn og mest alt grjótið úr honum tekið burtu. Báðum megin við bálkinn var gólfskán, um 2. þml. á þykt. En ofan á henni var þykt lag af svörtum sandi, sem líktist eldfjallaösku. Tveir byrkidrumbar láu í tóftinni, annar var brunninn utan, en ófúinn innan, nál. 6 þml. í þvermál; hinn viðlíka digur, óbrunninn og með berki, en fúinn. Eigi var grafið fyrir enda þrepsins eða bálksins; var gröfin þó vel 12 al. löng. Tóku bæjarhúsin við að norðanverðu. En í suðurenda grafarinnar tók við fjósflór; og var að sjá, sem fjósið hefði verið framhald sömu byggingarinnar. Þetta virðast hafa verið leifar af fornum eldaskála. Þrepið ætlað til að sitja á, en bálkurinn arinn, til að kinda langeld á, og er merkilegt, að hann var upphleyptur.

Thorkotlustadir-222

Eldfjallaaskan ofan á gólfskáninni bendir til þess, að bærinn hafi lagzt í eyði um hríð og tóftirnar staðið opnar fyrir öskufalli. Má og vera, að hraunið, sem myndar Þorkötlustaðanes og runnið hefir á báða vegu við túnið, sé yngra en bygging landsins, og verður þetta þá auðskilið.“
Hið síðastnefnda getur reyndar ekki staðist því hraunin, sem nú mynda Þórkötlustaðanes að vestan og Slokahraun að austan er um 2400 ára og eru hlutar Sundhnúkahrauns.
Hlaðan fyrrnefnda var vestan Austurbæjar. Austan hans var hins vegar Miðbær og Austari Austurbær, auk eldiviðarskúrs. Sjávargangstígur lá niður að vörinni milli húsanna og sést hann enn. Mótar og enn fyrir undirstöðum þessara húsa. Milli núverandi Austurbæjar og Vesturbæjar má sjá hluta skálatóftarinnar, auk sjávargötunnar vagnfæru er lá niður að vörinni fyrrnefndu.
Þegar skálasvæðið var skoðað mátti augsýnilega greina hlaðinn langvegg utan hlöðunnar, sem rifin var á fimmta áratug síðustu aldar.

Heimild
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903, Brynjúlfur Jónsson, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, bls. 47.Thorkotlustadir-223

Hraun

Eftirfarandi „Aldarminning“ um Hafliði Magnússon bónda á Hrauni í Grindavík birtist í Þjóðviljanum 14. ágúst 1947. Greinin er eftir Elías Guðmundsson.
Haflidi Magnusson„Þegar við sem runnið höfum langleið æviskeiðsins og komnir erum á efri ár, stöldrum við á hinum ýmsu sjónarhólum og lítum um öxl, þá mun það oftast vera atvikaspursmál eða tilviljun hvar auga hugans nemur staðar. Það er sagt og mun rétt vera að þangað leitar augað sem eitthvað er að sjá, eitthvað sem ber af því hversdagslega eða gnæfir yfir það algenga.
Af sjónarhólnum mínum í dag er það hið gamla og mörgum kæra höfuðból Hraun í Grindavík í Gullbringusýslu sem augað staðnæmist á. En orsök þess er sú að þennan mánaðardag fyrir eitthundrað árum er hann fæddur maðurinn sem lengst dvaldi þar þeirra karlmanna sem ég hef þekkt.
Hraun er merkilegur staður, stórbýli á sinnar sýslu mælikvarða, dálítið afskekkt, sést naumast frá öðrum bæjum þó skammt sé á milli, stendur lágt, aðeins fá fet yfir sjávarmál, þar er gróðursnautt land þegar útfyrir túnið kemur eins og víðast á Suðurnesjum. Þó er þetta fegursti staður Gullbringusýslu, en sú fegurð liggur fyrst og fremst í þeirri stórfenglegu umgerð sem náttúran hefur lagt svo rausnarlega til efnið í og smíðað svo dásamlega úr gömlu goshrauni, himingnæfandi háfjöllum og dimmbláu hafi, oftast skreyttu hvítfölduðum holskeflum sem aldrei þreytast í áflogunum við nesin og tangana.

75 ára gamalt ástarævintýri
Það segir sig sjálft að staður sem Hraun í Grindavík á mikla sögu, sögu sem fyllt gæti margar bækur ef hún væri skráð, þó ekki væri á langdregnu skáldamáli. Á stað eins og Hrauni, þar sem dvöldu 30—sigridur jonsdottir40 manns að minnsta kosti á vetrarvertíðum, fólk á öllum aldri, karlar og konur, gerizt vitanlega mikill fjöldi ævintýra sem vert væri að bjarga frá gleymsku. En ég hugsa nú ekki hærra en það að minnast í fáum orðum og mjög lauslega á eitt ástarævintýri sem gerðist á Hrauni fyrir nálægt 75 árum.
Þá býr þar gamall búhöldur og bændahöfðingi, Jón Jónsson hreppstjóri og dannebrogsmaður, sem þar hafði þá búið um langan aldur við hina mestu rausn og talinn maður ríkur. Jóni er þannig lýst að nokkuð væri hann einrænn í háttum, kallaður sérvitur, en að ýmsu leyti afburða gáfum gæddur og svo fundvís á föngin í skauti Ægis að um hann mynduðust hinar furðulegustu kynjasögur. En hvað sem sannleiksgildi þeirra sagna líður, þær verða ekki raktar hér, þá er svo mikið víst að Jón á Hrauni bar af samtímamönnum sínum í Grindavík um sjósókn og aflasæld. Jón var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni átti hann engin börn, en með þeirri síðari, Guðbjörgu Gísladóttur ættaðri undan Eyjafjöllum, sem hann sextugur giftist þrítugri. Átti hann 2 dætur er til fullorðinsára komust, Sigríði og Guðbjörgu, en aðeins önnur þeirra, Sigríður kemur hér við sögu.
Um þær mundir er Jón dannebrogsmaður á Hrauni kvæntist síðari konu sinni Guðbjörgu, fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík piltur er hlaut nafnið Hafliði, foreldrar hans vóru hjónin Margrét og Magnús er þá bjuggu þar. Hafliði ólst upp hjá foreldrum sínum á Járngerðarstöðum. Strax í bernsku hneigðist hugur Kafiiða að sjónum, og þótti hann þegar á ungum aldri liðtækur háseti í erfiðu skiprúmi.
Kristin haflidadottirRúmlega tvítugur að aldri réðist Hafliði vinnumaður til Jóns bónda á Hrauni, en þá er heima sætan Sigríður gjafvaxta og tvímælalaust einn álitlegasti kvenkostur á Suðurnesjum: Hugir þeirra Sigríðar og Hafliða hneigðust brátt saman, en það fannst vandamönnum dannebrogsmanns-dótturinnar allmikil fjarstæða að hún færi að eiga blásnauðan vinnupiltinn og lögðu ýmsar hindranir á leið þeirra. En Sigríður var á allt annarri skoðun, hún þverbraut allar hefðbundnar erfðavenjur í þessum efnum og gekk í hjónaband með Hafliða sínum hvað sem hver sagði. Þegar athugað er hve lítill var réttur og takmarkað frelsi kvenna hér á landi fyrir þremur aldarfjórðungum, verður það ljóst að þetta átak Sigríðar var meira en venjuleg kona var fær um að gera.
Blóðnætur eru hverjum bráðastar, var eitt sinn mælt og svo reyndist hér um tengdafólk Hafliða. Furðulega fljótt náði hann fullum sáttum við það allt og vann fyllsta traust þess, og reyndist dugnaður hans og manndómur með mörgum ágætum hæfileikum þar áhrifaríkt læknislyf.
Þegar hér er komið sögu var Jón bóndi svo ellimóður orðinn að hinn ungi tengdasonur varð að taka við bústjórn og formennsku og þótti það í mikið ráðizt af svo ungum manni að setjast í sæti slíks mikilmennis sem Jón var, en aldrei hefi ég heyrt annars getið en að Hafliði hafi skipað þennan sess með sóma og er það full sönnun þess að hann var enginn miðlungsmaður.
Hafliði á Hrauni, eins og hann var venjulega nefndur, var í meðallagi að vexti, fríður sínum, ennið hátt, kinnarnar rjóðar, augun dökkblágrá, vel sett, lýstu góðlátlegu glaðlyndi og spilandi fjöri, enda var honum svo létt um allar hreyfingar að lengst ævinnar færði hann sig naumast úr einum stað í annan öðruvísi en hlaupandi. Þrátt fyrir glaðlyndið og léttleikann var hann þó þéttur fyrir og hélt hlut sínum er hann átti áleitni éða andstöðu að mæta.
Þá skemmtun eina veitti Hafliði sér, aðra en lestur bóka og blaða að hann greip stundum í spil með piltum sínum á vetrum í landlegum og var þá sem ávalt hrókur alls fagnaðar, en ástríða varð honum spilamennskan eins og dæmi voru til um sómamenn. Tóbaks neytti Hafliði ekki, en vín mun hann aðeins hafa bragðað í hópi beztu vina en aldrei svo mikið að á honum sæi.

Fast þeir sóttu sjóinn
Það hef ég engan heyrt efast um að Hafliði á Hrauni hafi borið manna hæst merki aflamanna og sægarpa í Grindavík á síðari tugum síðustu aldar og það allt fram yfir síðustu aldamót. Hafði Hraun i grindavikGrindavík þó mannvali góðu á að skipa á þeim árum til sjósóknar og hefur það eflaust ennþá, mér er það ekki eins kunnugt í seinni tíð. I þeim sannmælum góðskáldsins um Suðurnesjamenn: „fast þeir sóttu sjóinn“ hafa Grindvikingar ávalt átt sinn ríflega bróður part. Það eitt heyrði ég fundið að formennsku Hafliða á Hrauni að sumum hásetum fannst hann stundum um of þaulsætinn á sjónum, en trausts og virðingar naut hann alla sína löngu formennskuævi og aldrei skjátlaðist honum stjórnin þó fast væri sótt og öldur Grindavíkur oft háreistar.
Full 45 ár var Hafliði formaður á Hrauni en á miðri fertugustu og sjöttu vetrarvertíðinni kenndi hann nokkurrar vanheilsu, lét hann þá af formennsku en við henni tók Gísli sonur hans.
Óþarft er að taka það fram að skólamenntunar naut Hafliði vitanlega ekki, fremur en almennt gerðist á þessum árum, en hann var fús á að afla sér fróðleiks, bókhneigður, las mikið og naut þess vel því hann var gæddur óvenjulega traustu minni.
Í minningum mínum um það fólk er ég hef kynnzt verða þau Hraunshjón, Sigríður og Hafliði ávalt meðal hinna merkustu manna, en samlíf þeirra hjóna verður þó ávalt skemmtilegasti og fegursti þátturinn úr þeirra löngu og gæfuríku ævi.
Sigríður réri með bónda sínum
hraunhafAldrei munu konur hafa stundið sjóróðra í Grindavík svo teljandi sé nema Sigríður á Hrauni, sem reri með manni sínum á sumrin nokkuð fram eftir ævnni, en sjóinn sótti Hafliði hvern dag árið um kring þegar veður leyfði. Fiskiróðrar Sigríðar var mér sagt að hefðu endað á þann hátt að einn dag er verið var á sjónum með handfæri, þá kom stór hvalur upp á yfirborð sjávarins rétt við síðu bátsins, en þá var þannig ástatt um Sigríði að hún var komin langt á leið meðgöngutíma eins barns síns. Þetta varð hennar síðasti róður. Ekki mun Sigríður hafa verið margorð um þennan atburð, hún var ekki æðrugjörn.
Ungur að árum naut ég þeirrar ánægju að hafa náin kynni af þessum ágætu hjónum, Sigríði og Hafliða. Sá kærleikur, virðing og traust er þau báru hvort til annars, öll sín mörgu sambúðarár og sem aldrei féll á nokkur skuggi, eru eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar sem ég hef kynnzt hjá hjónum.
Aldrei gerði Sigríður á Hrauni eldhúsverkin að aðalstarfi sínu. Ekki var hún heldur mjög fast bundin við umönnun barna sinna á meðan þau voru ung, um þau annaðist að miklu leyti Guðbjörg móðir hennar ásamt annarri góðri konu, Halldóru að nafni, er eins og fleiri vinnuhjú dvaldi lengi á Hrauni og lézt þar í elli. En synd væri að segja það að verkaskiptingin á Hraunsheimilinu væri á þennan veg af því að Sigríði hafi skort ástúð eða umhyggju börnum sínum til handa.
Sigríður var kona í stærra lagði á líkamsvöxt, þrekmikil, góðl. og staðfesta voru hennar sterkustu einkenni. Svo virðist sem henni léti betur útivinna en innisetur, og af því að hún var mikill dýravinur leiddi það eins og af sjálfu sér að skepnuhirðing varð hennar aðalstarf megin hluta ársins. Enda hefur það lengi verið venja á Suðurlandi, að þar sem bæði var sóttur sjór og stundaður landbúnaður þá önnuðust konur fénaðarhirðingu á meðan karlar unnu sjávarverk in. En segin saga var það að þegar Hafliði hafi lokið sjávarverkum, og þegar landlegur voru, gekk hann að hirðingaverkunum með Sigríði, en að þeim loknumog þegar í bæinn var komið, tók Sigríður rokkinn sinn eða prjóna eða aðra handa vinnu, en Hafliði bókina og las upphátt fyrir bæði og aðra þá er vildu hlýða. Af framansögðu er það ljóst að þegar Hafliði var ekki á sjónum voru þess varla dæmi að þau hjónin sæust öðruvísi en bæði á einum og sama staðnum.

Aldrei bjuggu þau Sigríður og Hafliði nema á hálfu Hraun; „Þar var alltaf tvíbýli frá því ég man fyrst eftir og er það ennþá. Lengst af var heimili þeirra stórt, um og yfir 20 manns að minnstakosti á vetrarvertíðum: Það var skemmtilegt heim að sækja Hrauns-hjónin og eiga samræður með þeim; konan var eigi síður en bóndinn góðum vitsmunum gædd, minnug og fróð. Í þeim efnum sem öðrum studdu þau hvort annað, enda áttu þau ávalt gnægðir umræðuefna, skemmtunar, fróðleiks og uppbyggingar.
Elias gudmundssonBezta lýsingu og sannasta mynd af Hafliða finnst mér vera að finna í tveimur formannavísum sem ortar voru um hann skömmu fyrir síðustu aldamót af hagyrðing einum er í Grindavík dvaldi á þeim árum. Að vísu orti sá maður um alla þáverandi formenn Grindavíkur, en vísurnar um Hafliða eru þessar: „Sínum knör af kappsemi, korða börinn heppnasti Hrauns úr vör hann Hafliði halda gjörir með liði. Aflamaður mesti þar, menntir hraður ástundar.
Innist glaður alstaðar að sér laðar þjóðirnar.“ Sigríður og Hafliði eignuðust 7 börn sem náðu fullorðinsaldri; 3 syni og fjórar dætur, eitt barn misstu þau ungt. Börnin sem upp komust voru þessi, talin eftir aldursröð ofan frá, synirnir sér og svo dæturnar. Synir: Jón, Gísli og Magnús. Dætur; Þóra, Engilbert, Margrét og Kristín. Af þessum 7 systkinum eru nú aðeins 4 á lífi: Gísli og Magnús, bændur á ættaróðali sínu, Hrauni. Margrét húsfreyja á Stærribæ, Grímsnesi Árness. og Kristín, gift kona, býr á Barónsstíg 24 í Reykjavík.
Það má með sanni segja um Sigríði og Hafliða að þau höfðu barnalán í bezta lagi. Ráðvandara sómafólki hef ég ekki kynnzt.
Nú þegar við minnumst aldarafmælis Hafliða á Hrauri, veit ég að við öll sem höfðum kynni af honum í lifanda lífi sendum honum og Sigríði hugheilar þakklætiskveðjur í gegnum tjaldið ógagnsæja og hlökkum til samfundanna við þau í ókunna landinu. Mætti landi voru auðnast að fóstra mörg hjón þeim lík.“

Heimild:
-Þjóðviljinn 14. ágúst 1947, bls. 3.

Hraun

Signingasteinn (skírnarsteinn) við Hraun.

Hraun

Magnús Hafliðason, útvegsbóndi frá Hrauni í Grindavík, lézt 17. desember 1983, 92 ára að aldri.
Magnús var fæddur á Hrauni 21. nóvember 1891. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Magnus HaflidasonHafliða Magnússonar og ólst upp í stórum systkinahópi, aðallega við sjósókn. Fyrri kona hans var Katrín Gísladóttir frá Urriðafossi í Flóa og eignuðust þau fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Soninn misstu þau er hann var um tvítugt, en dætur þeirra eru enn á lífi. Árið 1948 giftist hann öðru sinni, Önnu Þórdísi Guðmundsdóttir frá Kálfárvöllum í Staðarsveit á Snæfellsnesi, eftir að hafa misst fyrri konu sína. Magnúsi og Önnu varð ekki barna auðið. Magnús var þekktur, bæði í heimsveit sinni og víðar, fyrir sjómennsku, björgunarstörf og fleira. Sjóinn sótti hann allt fram á efri ár, er heilsa hans brast og hann og Anna Þórdís fluttust á Elli- og vistheimilið Grund í Reykjavík.

Í Morgunblaðinu 6. júní 1982 birtist eftirfarandi viðtal við Magnús.
„Mikið þótti mér alltaf gaman að róa á áraskipunum“, – segir Magnús Hafliðason sem reri frá Grindavík í byrjun aldarinnar. Þeir eru ekki margir í dag sem þekkja af eigin raun sjósóknina á opnu „skipunum“ um aldamótin. Einn þeirra, Magnús Hafliðason, hittum við að máli á Minni-Grund við Blómvallagötuna. Þar býr hann nú ásamt síðari konu sinni, Önnu Guðmundsdóttur, kominn á tíræðisaldur. Þegar blaðamann ber að, býður Magnús til sætis og leggur frá sér bókina Menn og minningar eftir Gylfa Gröndal.
„Já, ég uni mér nú helst við lestur, því fæturnir eru hálf ónýtir að verða. Ég komst lítið á þeim um tíma en er nú farinn að hugsa mér til hreyfings aftur. Annars er best að tala varlega. Þið magnus haflidason-2blaðamennirnir hafið nefnilega orð á ykkur fyrir að ýkja, svona eitthvað smávegis að minnsta kosti,“ segir Magnús og glettnin skín úr augum hans.
Magnús Hafliðason fæddist á Hrauni í Grindavík árið 1891 og bjó þar óslitið fram til ársins 1977 þegar hann, 85 ára gamall, fluttist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
„Hérna er allt gert fyrir okkur og okkur líður alveg prýðilega. Við erum heppin að fá að vera hér. Þetta er besti staðurinn sem við gátum lent á fyrst við þurftum að hrökklast frá Hrauni. Mig langaði ekkert að fara frá Hrauni. Ég hefði viljað vera þar lengur, en hún Anna mín veiktist og þá var ekki um annað að ræða.“

magnus haflidason-3

Við báðum Magnús að segja okkur frá því umhverfi og þeim aðstæðum sem hann óx upp við. „Pabbi var útgerðarbóndi sem gerði út frá Hrauni. Heiman frá okkur var um hálftíma gangur í lendinguna. Það var oft napurt að ganga um hraunið í nóttinni með línuna á bakinu. Þetta var óttaleg vegleysa. Ég var yngstur sjö systkina, en eitt hafði dáið á fjórða ári. Þó að við fólkið á Hrauni værum vel bjargálna, þættum við líklegast fátæk í dag. Við höfðum bæði kindur og kýr en lifðum aðallega á sjónum, því það er engin hagbeit þarna í kring. Ég ólst upp við það að allir færu á sjó og það þótti sjálfsagt að menn gerðu það. Á þessum tíma voru öngvir skólar, aðeins einn kennari sem kenndi öllum hópnum á staðnum sex mánuði á ári.“
—  Getur þú rifjað upp fyrstu sjóferðina?
„Það get ég já, þó heldur væri það nú lítil sjóferð. Ég var sjö ára og pabbi reri með okkur rétt út fyrir vörina, þar sem ég dró þrjá þyrsklinga. Upp frá þessu fór ég að smáróa með færi og þetta ágerðist alltaf. Í þá daga voru allt áraskip, mestallt áttæringar, tírónir með ellefu manna áhöfn. Það var jafnan lagt upp mjög snemma og lent að kveldi. Lending þarna var vond og oft mjög brimasöm, þannig að í dag þættu þetta varla viðunandi aðstæður. Það var ekkert skjól því skipin voru alfarið opin og öngva hlýju að hafa nema af árinni. Og ekki var nú heldur langt róið, enda fiskurinn nærri. Við byrjuðum ævinlega að leggja línu strax á morgnana og sátum venjulega yfir í klukkustund eða svo, og sat þá hvur við sína ár.“
—  Hvernig var skipseign og aflaskiptingu háttað?
magnus haflidason-5„Sumir áttu skipin einir og aðrir í félagi. Pabbi gerði alltaf út sjálfur með sitt eigið skip, en síðan tókum við Gísli bróðir við af honum. Með okkur reru sveitamenn og aðrir aðkomumenn, en það var mjög algengt að á hvurju skipi væru aðeins tveir eða þrír heimamenn og síðan aðkomumenn. Fyrst reru þeir bara upp á hlut sem þeir verkuðu sjálfir, en síðan komu til sögunnar svokallaðir útgerðarmenn, sem í þá daga var notað um menn sem reru á vertíð upp á ákveðna peningaupphæð sem var alfarið óháð því hvurnig aflaðist. Ógæfu okkar í dag má rekja til þeirrar tilhögunar sem þarna hófst. Nú fara menn bara ekki til fiskjar nema þeir fái ákveðið verð fyrir, óháð öllum aðstæðum, og stofna sífellt til verkfalla. Ég held nú að okkur sé hollara að selja á því verði sem markaðurinn gefur fyrir fiskinn, þó oft sé bölvaður tröppugangur á honum blessuðum.
Þegar ég var að byrja til sjós sem ungur maður, var siður að lesa sjóferðabæn fyrir róður þegar komið var á flot. Þessu var hætt þegar vélarnar komu í skipin. Þá þurfti víst ekki að biðja fyrir sér Hraun 1924-2lengur því vélarnar þóttu svo traustar. Áður var ekki siður að róa á sunnudögum, en sá siður lagðist líka niður með tilkomu vélarinnar.
Þessi breyting varð um svipað leyti og ég kvæntist fyrri konu minni, Katrínu Gísladóttur, en hún lést árið 1945 eftir 25 ára hjónaband. Þetta var á árunum í kringum 1920 og ég mun hafa verið tæplega þrítugur að aldri. Við fengum frekar seint vél í okkar bát, eða ekki fyrr en 1928. Það voru allir svo hræddir við þetta vegna skrúfunnar og hjá okkur var vélin varhugaverðari sökum lendingarinnar sem var óvenju brimasöm. Vélarnar komu fyrr þar sem lendingin var góð.
Ég hef ekkert nema af góðum félagsskap að segja í sjómennskunni á þessum árum. En menn höfðu metnað til að koma skip um sínum sem fyrst á flot, það vantaði ekki. Okkur þótti nú karlmannlegra að vera með fyrri skipum, en svo komu einhver lög sem sögðu fyrir um hvunær mætti róa og hvunær ekki. Það var nú sosum prýðilegt að fá þau lög.“
— Margur á þínu reki hefur komist í’ann krappan um dagana.
Hraun-21„Uss, við lentum aldrei í neinu — aldrei ég. Ég hef ekki enn komist í’ann krappan. Það varð oft strekkingur og stormur. Ég minnist þess að í mars 1916 fóru 4 skip og 38 menn björguðust. Hann rauk bara upp úr hvítalogni á norðan. Þann dag þurftum við að lenda annarstaðar en vant var og sumstaðar drukknuðu menn víst. En ég hef haft mjög gaman af sjónum um dagana og mikið þótti mér alltaf gaman að róa á áraskipunum með samheldnum og góðum mannskap. Sjórinn var alltaf við túngarðinn og gekk oft upp í tún hjá okkur í brimaveðri, en hann var alltaf fallegur, sjórinn.“
— Hvernig líst þér á sjómennskuna í dag?

Hraun-loftmynd

„Þetta er ekkert líkt því sem var, væni minn, en samt verða slysin ekkert síður. Þau eru voðaleg, þessi slys. Ég reri einar fimmtíu vertíðir án þess að nokkuð sérstakt kæmi upp, svona sem blaðamatur, sjáðu. Það þurfti líka alltaf aðgæslu og það tíökaðist ekki að fjasa útaf smáslettum. Ég er ekki frá því að það sé einhver óstjórn á hlutunum í dag. Þeir skemmdu alveg vertíðina í vetur með einhverju banni og svo gefa þeir þá skýringu að sjórinn sé kaldur. Nú, hann hefur varla kólnað svo mjög frá því sem hann var á minni tíð. Og svo fjölga þeir bara skipunum þó þau séu alltof mörg og ráðherrann ræður ekki við neitt, enda hafa ráðherrarnir fæstir á sjó komið og vita ekki hvurnig þessu hagar til. Ég held þeir ættu frekar að reyna að nota eitthvað þessa fiskifræðinga okkar.“
— Gerir þú þér einhvern dagamun á sjómannadaginn?
„Nei, ég fer ekkert. Ég er bíllaus og kemst ekkert gangandi. Ég dúsa bara heima, enda er ég ekki lengur neinn sjómaður. Það lifir enginn upp aftur það sem hann er búinn að lifa. Mér þótti gaman á sjónum og langar alltaf aftur í huganum, en svona valtur á fótunum er ég engum til gagns. Annars er ekkert að mér nema þessi fótafúi.“

Heimild:
-Morgunblaðið 6. júní 1982, bls. 36-37.
-Morgunblaðið 24. desember 1983, bls. 3.

Hans Hedtoft

Magnús Hafliðason á Hrauni með björgunarhring Hans Hedtoft.

Hrútargjárdyngja

Í Náttúrufræðingnum 1997-1998 er m.a. fjallað um „Hraun í nágrenni Straumsvíkur“:
hrutagjardyngja-222„Það tímaskeið jarðsögunnar sem tók við er ísöld lauk, fyrir 10.000 árum, nefnist nútími og varir hann enn. Á þeim tíma runnu hraunstraumar þeir sem almennt kallast hraun í dag. Elst þeirra hrauna sem sjást á yfirborði á þessu svæði er Búrfellshraun en það rann fyrir um 7.300 árum (Guðmundur Kjartansson 1973). Hraunið rann frá stórum gíg ofan við Hafnarfjörð sem Búrfell heitir og er hann nyrsti gígurinn í Krýsuvíkurrein. Frá Búrfelli rann hraunið til norðvesturs í tveimur meginkvíslum og fór önnur niður í Hafnarfjörð (Hafnarfjarðarhraun) en hin í Arnarnesvog (Gálgahraun). Að líkindum hefur á sama tíma runnið hraun til norðurs frá öðrum gíg, Hraunhól, sem er skammt norðan við Vatnsskarð. Hraunhóll er nú rústir einar eftir efnisnám. Hraunið frá honum kemur fram í Selhrauni, um einn og hálfan kílómetra suður af Straumsvík, og hefur sannanlega runnið þar í sjó fram. Neðst í Almenningum og Selhrauni koma fram þrjú hraun sem eru yngri en Búrfellshraun. Upptök þeirra eru ekki þekkt og hafa gígarnir líklega horfið undir yngri hraun. Eitt þessara hrauna er sýnu mest og hefur það runnið fram í a.m.k. fjögurra kílómetra breiðri tungu og fært þáverandi strönd allnokkuð út.
Skáhallt norðaustur yfir Almenninga neðarlega hefur runnið þunnt hraun sem hverfur inn undir Kapelluhraun skammt suður af Straumsvík. Upptök þessa hrauns eru lfklega norðan við Grænudyngju. Aldur hraunsins er óþekktur nema af afstöðunni til annarra hrauna, og er það yngra en Hrútagjárdyngja og eldra en Kapelluhraun.

Hrútagjárdyngja
Hrutagja-223Langmesta hraunið á þessum slóðum er Hrútagjárdyngja. Upptök þess eru nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem Hrútagjá heitir og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og myndar það ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Stærsti hluti hraunsins gengur í daglegu tali undir nafninu Almenningar. Að vestan hefur hraunið runnið upp að eða út á hraundyngju frá ísaldarlokum, Þráinsskjaldarhraun. Þegar Hrútagjárdyngja rann var sjávarstaða nokkru lægri en nú er og hefur hraunið fært ströndina mikið fram. Bungulögun Hrútagjárdyngju og Þráinsskjaldar veldur því að slakki er á milli dyngnanna og eins er slakki austan Hrútagjárdyngju, milli hennar og Undirhlíða. Yngri hraun hafa haft tilhneigingu til að renna í átt til sjávar eftir þessum slökkum. Ekki hefur enn tekist að aldurssetja Hrútagjárdyngju, en öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5.000 árum.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 1997-1998, 3.-4. tbl., bls. 174.

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja.

Brimketill

„Einu sinni bjó skessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll.
Þau áttu son Brimketillsem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd.

Eina nóttina leggur Oddný af stað og yfir þverar Víkur og Bása um Staðarberg og austur á syllu þar yrst á berginu er Ræningjasker heitir, og fann þar hvalkálf rekinn á land, bindur hann í bagga og færist undir fetla og gengur síðan af stað heimleiðis.
Er nú ekki getið ferða hennar fyrr en hún er komin inn eftir Staðarbergi fyrir innan Klaufar. Þar sest hún niður um stund til hvíldar og horfði til hafs. Þar sem enn var nokkur stund af annars kyrrlátri nóttu ákvað hún að baða sig í berglaug einni er þar var undir bergbrúninni; hvíldi sig þar um stund, lét líða úr sér og gleymdi þá bæði tíma og stað. Loks ákvað Oddný að halda ferð sinni áfram, en í sömu mund og hún steig upp fyrir bergbrúnina kom sólin upp við Mönguketil í Staðarhrauni – og varð hún þarna samstundis að steini. Lengi vel var hár bergdrangur á brúninni fyrir ofan laugina, fremst á berginu, en sjórinn hefur nú brotið hann smám saman niður svo varla markar fyrir lengur. Eftir stendur hins vegar enn staðföst laugin, nú nefnd Brimketill.
Nöfn básanna, milli laugarinnar og fyrrum heimilis þeirra í Háleyjabungu, bera arfleifð þeirra vitni; Oddnýjarlaug, Sölvabás og Hróarbás.“

Oddnýjarlaug

Oddnýjarlaug / Brimketill.

 

Hraunssel

Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um selstöðu frá Hrauni við Grindavík: “Selstaða langt í frá og þó sæmilega góð.“ Ekki er tekið sérstaklega fram að hún hafi verið í Ísólfsskálalandi. Þá er ekki minnst á selstöðu frá Ísólfsskála.
Haldið var að Hraunsseli milli Þrengsla vestan í Núpshlíðarhálsi (Vesturhálsi), millum Neðri-Þrengsla og Efri-Þrengsla. Skolahraunið hefur lagst að útskagandi hlíðinni á þessum köflum. Sunnar heitir hraunið Leggjarbrjótshraun. Syðst heitir það og einstakir hraunkaflar ýmsum nöfum.
Hraunssel á miðri mynd - loftmyndGengið var upp að gömlu þjóðleiðinni um Méltunnuklif og henni síðan fylgt austur yfir Leggjarbrjótshraun (Leggbrjótshraun) að Núpshlíðarhálsi. Leiðin var vörðuð, en nýr slóði hefur verið ruddur beint yfir hraunið. Gamla leiðin liggur bæði undir honum og norðan við hann á köflum. Vörðurnar segja til um legu hans.
Þegar komið var upp í Línkrók varð fyrir öxl út úr hálsinum. Vestan hans er hraunbrún í hrauninu, Kinnin. Handan hennar er stór og myndarlegur eldgígur utan í Höfðanum. Þarna er ágætt útsýni suðvestur að Skála-Mælifelli, Höfðanum, Langahrygg, Stóra-Hrút og Sandfelli. Þegar ofar var komið blasti Trölladyngja við norðaustast og Keilir lyftist smám saman upp fyrir hraunkantinn.
Ljóst er að í Hraunsseli er a.m.k. tvær „nýlegar“ selstöðvar og ein mun eldri. Auk þess eru þrjár stakar tóftir norðan nýrri selstöðvanna. Í öllum tóftaþyrpingunum eru þrjú rými í hverri. Syðri nýrri tóftin er af nýjustu gerð selja, með samfelldri húsaskipan; baðstofu, búri og utanáliggjandi eldhúsi. Nyrðri tóftin er með samliggjandi baðstofu og búri, en hliðstæðu eldhúsi. Þessar tóftir eru vel greinilegar þar sem veggir standa grónir. Elsta tóftin, skammt vestar, er nú næstum jarðlægð orðin. Hlaðinn stekkur er á hraunbrún vestan selstöðunnar. Þar sem nýrri mannvirkin virðast vera frá svipuðum tíma er ekki óraunhæft að álykta að þarna hafi bæði verið selstaða frá Hrauni og Ísólfsskála um tíma.
Skammt norðar undir Núpshlíðarhálsi eru fleiri seltóftir; inn á Selsvellum. Um var að ræða sel frá Járngerðarstaða-bæjunum og síðar einnig Staðarbæjunum í Grindavík. Þarna eru líka bæði yngri og eldri sel.
Fé af fjalliUm selsbúskap (úr bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson). “Alsiða var það fyrrum, einkum þar sem þröngt var um haga heim um sig, og þurfti ekki til, að hafa búsmala í seli á sumrum frá fráfærum og til tvímánaða eða til þess er nálega 16 vikur voru af sumri. Selin voru byggð til dala eða svo langt frá bæjum, að náðist til betri og kjarnmeiri haga en heima fyrir var að fá. Þangað var farið með allan ásauð og stundum flestar kýrnar. Í selinu var jafnan einn kvenmaður, selmatseljan (selráðskona), og ef fé var mjög margt, hafði hún með sér eina eða tvær unglingsstúlkur. Svo var smali, sem fylgdi fénu úr kvíunum og var yfir því nótt og dag. Ekki var mulið undir smalann í seljunum stundum. Var ekki dæmalaust, að honum væri ætlað að skala strokkinn, á meðan mjaltarkonur mjöltuðu ærnar. Þótti þá vel úr rætast, ef nokkurn veginn félli saman, að strokkurinn væri skilinn og lokið væri mjöltunum. Af því er talshátturinn; “Það stenst á endum strokkur og mjaltir”. Sagt var og, að ráðskonur hefðu haft það til, að binda strokkinn upp á bakið á smalanum við smalamennsku og láta hann hlaupa með hann, og hafi skilist þannig smjörið. En ósennilegt er, að þetta hafi verið gert, síst almennt.
Fé af fjalli fer yfir vegSelin voru venjulega þrjú hús; mjólkurhús og selbaðstofa og eldhús til hliðar eða frálaust. Oft voru og selið í beitarhúsum, ef þau voru langt frá bænum. Kvíar voru og til að mjalta í ærnar og kofi handa kúm, ef þær voru hafðar í selinu. Selmatseljan hafði nóg að starfa; að mjalta ærnar, setja mjólkina og hirða hana, búa í stokkinn og strokka hann, búa út smjörið, flóa mjólkina og gera úr henni skyr. Mjólkin var hleypt í skyr í kössum með loki. Voru þeir háir og mjóri, líkir venjulegu kofforti, og mátuleg klyf, er þeir voru fullir; þeir voru kallaðir selskrínur. Bóndinn heima eða einhver annar á bænum hafði það starf á hendi, að flytja heim úr selinu annan eða þriðja hvern dag, eftir því sem á stóð. Var skyrinu steypt í keröld heima og safnað til vetrar (söfnuðurinn).
Smalamaður fylgdi ánum nótt og dag, eða þá að hann fylgdi þeim á daginn, en lét þær leika lausar á nóttunni. Stundum eða sumsstaðar var þeim og sleppt í bæði mál og þá smalað kvöld og morgna. Mikið var undir því komið, að smalinn væri góður. Alltaf átti smalinn að vera kominn með ærnar í sama mund í kvíabólið kvöld og morgna, og vandist hann furðanlega á það, þó að ekki hefði hann úr í vasanum.

Oftast voru unglingar hafðir við smalamennsku, og var þeim oft ætlað miklu meora en þeim var treystamdi til, því að þeim er var ekki hlíft, þó að þeir væru bæði ungir og Féð fer heimpasturlitlir. Illt áttu þeir oft í meira lagi, er þeir áttu að fylgja fénu nótt og dag og tíð var stirð, rigningar og slagviðri. Þá byggðu þeir sér hús; byrgi eða smalabyrgi, á þeim stöðum, er fénu var mest haldið til haga, og voru þeir þar inni, þegar illt var eða þeir máttu sofna. Ærið voru þessi byrgi smá og lítilfjörleg, en þó skárri en úti.
Þegar komið var fram yfir fardaga, var farið að stía. Til þess var notaður stekkur, einhverskonar rétt, hæfilega stór fyrir ærnar. Í stekknum var kró, lambakró. Lömbin voru tínd úr stekknum og látin inn í króna. Það var gert seint á kvöldin, svo sem stundu fyrir lágnætti, og látið sitja svo um nóttina, þangað til um miðjan morgun daginn eftir. Þá var aftur farið í stekkinn og lömbunum hleypt saman við ærnar.
Eftir Jónsmessuna komu svo fráfærurnar. Þá voru ærnar reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar fyrst í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim.
Heldur hefir vistin verið einmannaleg fyrir selmatseljuna, þótt mikið hefði hún að gera, enda komst hjátrúin þar að, sem eðlilegt var á þeim tímum. Mörg selmatseljan komst í tæri við huldumenn og urðu þungaðar við þeim; ólu þær svo börnin í seljunum, og veitti maðurinn þeim þar alla aðstoð, svo að einskis varð vart; tók hann svo barnið með sér og ól það upp í álfheimum. En hann gat ekki gleymt ástmeynni úr selinu, og kom oftast einhvern tíma löngu síðar, þegar sonur þeirra var orðinn fullorðinn og selmatseljan gift kona fyrir löngu, og birtist henni til þess að endurnýja fornar ástir. En þeir samfundir verða báðum jafnan að bana. Eru margar þær harmasögur til. Stundum ólu þær börn í seljunum og báru út, og er því víða óhreint hjá gömlum seljum. Aftur er þess sjaldan getið, að útilegumenn hafi komist í tæri við selráðskonur.

Gamla þjóðleiðin yfir Leggjarbrjótshraun - ruddi slóðin fjær

Svo er að sjá, að selfarir hafi mjög verið farnar að leggjast niður, þegar kom fram á 18. öldina og eymd og ódugnaður landsmanna var kominn á hæsta stig. Gaf þá konungur út lagaboð 24. febr. 1754 að skipa öllum bændum að hafa í seli, að minnsta kosti átta vikna tíma, frá því er átta vikur væru af sumri til tvímánaðar. Lítið mun það lagaboð hafa á unnið, enda var þá landið í kaldakoli af harðindum, fé fallið og fólk að deyja úr harðrétti; og svo kom fjárkláðinn mikli rétt á eftir. Þó var mjög víða haft í seli langt fram á 19. öld, þar sem lítið var um sumarhaga heima, þangað til fólkseklan neyddi menn til að hætta við selfarir og jafnvel fráfærur á síðustu áratugunum.
Selfara er víða getið, bæði í fornsögum vorum og lögum; má af því ráða, að sá siður hefir flust hingað frá Noregi og orðið hér að fastri venju. Selvenjur hafa þá verið hina sömu og á síðari tímum, nema skyr stundum verið flutt heim í húðum, skyrkyllum eða kollum í krókum, sbr. Njálu.
Ísland hefir alla tíð verið gott sauðland, enda er þess víða getið í fornritum og sögnum, að menn hafi verið fjármargir mjög, enda gekk þá fé sjálfala í skógum, meðan þeir voru óhöggnir á landi hér. En auðvitað var hvorki hús né hey handa þessum fjárfjölda, enda hrundi það niður, þegar harðindin dundu yfir. Fram á 19. öld var það víða enn siður á Suðurlandi, að ekki voru hús yfir sauði, önnur en jötulausar fjárborgir”.
Í ritinu „Söguslóðir“, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, ritar Guðrún Ólafsdóttir um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi. Í því segir hún m.a.: Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum.
Í Selstígur yfir Skolahraun að Ísólfsskála?Krýsuvík voru 6 hjáleigur. Selsstöður voru tvær á jörðinni, önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar. Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum. Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fék aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. Hóp þurfti að kaupa sélstöðu.
Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. „.aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar“. [Reyndar er Fagridalur óumdeilanlega í landi Grindavíkur því mörk bæjarins og Voga eru mun norðar.] Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangar var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.

Hraunssel

Hraunssel.

Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum nema Baðsvöllum. Þar er hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Þessi lýsing minnir á lýsingar Jarðarbókarinnar á selstöðum annars staðar á Reykjanesskaga, t.a.m. í Vatnsleysstrandarhreppi. Selstöðunum þar er ýmist lýst sem haglitlum eða vatnslitlum nema hvort tveggja sé, enda er þær flestar úti í hraununum norðan fjallgarðsins, sem liggur um skagann sunnanverðan. Hins vegar eru selstöðurnar í Grindavíkurhreppi flestar á mörkum hraunanna og móbergshryggjanna sunnan til á skaganum og einkennast af grasigrónum hlíðum eins og við Hraunsel. Vatn skortir ekki af því að lækir koma úr hlíðunum, en hverfa síðan undir hraunin. Þó verður ekki á allt kosið. Því að víða er langt að fara og erfitt að sækja eins og kemur fram í lýsingunum, skemmst á Baðsvelli um 5 km, lengst frá Stað á Selsvelli, um 25 km eftir mjög góðri mælinu.
Hraunssel - nýrri tóftirnarÞ
að eru aðeins Krýsuvíkurbændur, sem njóta þess að eiga skamma og greiðfæra leið í ríkulega selhaga, enda eru aðstæður þar að flestu leyti ólíkar. Við Krýsuvík eru allmiklir flákar af lausum jarðlögum suðvestur af Kleifarvatni og þar fyrir sunnan er jökulnúið grágrýti frá hlýskeiði fyrir síðustu ísöld. Þar hefur náðst að myndast meiri jarðvegur og gróður en annars staðar á Reykjanesskaga sunnanverðum. Þar er að finna bæði móa og mýrar, og meira að segja er þar einhvern mó að finna. Skúli Magnússon landfógeti kallar jörðina fremur landjörð en sjávarjörð og lýsir henni m.a. á þess leið: „Landrými er mikið; eru þar hraun, fjöll og rauðleitar moldir; tún og engi er gott, og má auka það með tilkostnaði, svo að fleiri ábúendur getið setið þar“.
Ef til vill er það þessi góðu búskaparskilyrði, sem valda því, að ekki hefur tekist að hafa upp á neinum heimildum um selstöður frá Krýsuvík eftir daga Jarðarbókarinnar 1703. Um aðra hluta hreppsins gegnir öðru máli. Í verðlaunaritgerð Skúla Magnússonar, sem áður er getið, er ekkert minnst á selstöðu í Krýsuvíkursókn, en um Grindavíkursókn segir hins vegar: „En 2 mílur í norðaustur frá byggðalaginu, inni á milli fjallanna, eru góðir hagar. Hafa menn þar í selstöðu. En eigi eru þar skilyrði fyrir nýbýli.

Hraunssel

Hraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Í sóknarlýsingu sr. Geirs Backmanns, sem var prestur að Stað í Grindavík 1835-1850 kemur greinilega í ljós, hvers virði selstöðurnar hafa verið Grindvíkingum. Þar segir: „Eftir jarðabokinni 1760 á Staður selstöðu á Selsvöllum, þó það nú sýnist orðið almennings selstaða úr allri Grindavík“.
Sr. Geir lýsir einnig selsstöðunni á Selsvöllum, að þar sé allgrösugt og bítist fljótt upp, vegna þess að allir bæirnir í sókninni nema Hraun hafi þar í seli, þótt þeir greiði Staðarprestinum ekkert fyrir, og segir hann, að hann hafi heyrt, að flestir bæir hafi haft í seli einhvers staðar tilfjalla, en vatnsleysi hafi valdið því, að þau væru niðurlögð og allir hafi þyrpst á Selsvelli, því að þar sé dálítill rennandi lækur rétt við selið. Vanalegt sé að reka í selið 8. viku sumars en úr því í 16 eða 17. viku sumars, „nema óþerrir hafi hamlað fólki að ná töðum af túnum sínum“. Af því að ekkert sé afréttarlandið sé allt fé, ungt og gamalt, lömb og sauðir, rekið í selið og smalað á hverju máli og lömbin séu kefluð.
Þessum siða að kefla lömb er lýst hjá Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili í íslenskum þjóðháttum og Þorvaldi Thoroddsen.
Það fer ekki á milli mála, að selstaðan hefur verið Grindvíkingum dýrmæt. Þeir einu, sem ekki nytjuðu selstöðuna á Selsvöllum, Hraunsmenn, notuðu sitt eigið sel árlega, enda ekki margir kostir heima fyrir ef marka má lýsingu sr. Geirs: „Eigi verður höfð nokkur skepna heima á sumrum, og eru allir hestar daglega langt í burtu á bak við Fiskidalsfjall, þó brúka eigi strax að morgni“.
Til enn frekari áréttingar um mikilvægi þessara hlunninfa má tilfæra bréf frá árinu 1844 frá séra Geir til biskups, þar sem hann kvartar yfir því, að allir nágrannar sínir noti selstöðuna á Selsvöllum án þess að greiða honum leigu fyrir. Telur hann, að bændurnir hafi komist upp á að nota selstöðuna, þegar fyrirrennarar hans í prestsembættinu hafi verið svo fénaðarfáir, að þeim hafi ekki þótt svara kostnaði og fyrirhöfn, að viðhalda selhúsunum og hafa fólk yfir litlum fénaði og þess vegna leyft öðrum afnot af henni gegn leigu, sem síðan hafi fallið niður vegna hirðuleysis. Nú sé svo komið, að fyrir utan hann, sem hafi byrjað að nota selið 1837, þ.e. tveimur árum eftir að hann fékk brauðið, eigi sex búendur þar selhús og hafi allan sinn fénað og taki auk þess sumir fénað af öðrum til göngu og hirðingar. Telur hann, að sumarið áður hafi að minnsta kosti 500 fjár, ungt og gamalt, og 30 nautgripir auk inntökupenings gengið á völlunum og geti menn getið sér þess nærri, að þvílíkur urmull af kúm og kindum geri „ærið usla og jarðnag í beitilands þrengslum“. Vegna hagleysis verði að reka allan fénað, sem tíðum sé kominn í selhagana löngu fyrir fráfærur í 7. viku sumars, heim á miðjum selvinnutímanum, eintatt í 17. viku sumars horaðan og nytlausan „þegar peningur allstaðar annarstaðar gjörir hvar mest gagn, og er í bestum holdum, og er þetta til allmikils ama mörgum búanda hér í sveit sem á stundum ekki þá hafa náð inn töðum sínum af túnunum.“

Stekkur í Hraunsseli

Vera kann, að ein ástæðan fyrir þessari miklu ássókn í selstöðuna á Selsvöllum um daga sr. Geirs sé sú, að Grindvíkingar hafi ekki lengur haft innhlaup í selstöðurnar í Krýsuvíkurlandi eins og var á 18. öldinni. Þrjú nýbýli risu í Krýsuvíkurlandi á 19. öldinni, öll í fyrri seljalöndum. Árið 1830 reis nýbýli á Vigdísarvöllum, kennt við þá. Í Jarðartali J. Johnsen 1847 eru taldar sjö hjáleigur með Krýsuvík og eru Vigdísarvellir og Bali meðal þeirra. Hvorug þessara hjáleiga er nefnd í Jarðarbók Árna og Páls. Bali lá syðst [vestast] á Vigdísarvöllum. Í nýrri jarðarbók fyrir Ísland frá 1848 er getið um átta hjáleiga með Krýsuvík og hafa Fitjar bæst við. Fitjar voru vestast á Selöldu. Enn má finna rústir þessara kotbæja, enda eru þeir merktir inn á kort. Fitjar og Bali virðast hafa lagst í eyði eftir skamma hríð, en Vigdísarvellir héldust í byggð fram yfir aldamót, þrátt fyrir endurtekna skaða vegna jarðskjálfta. Ólíklegt er að Krýsuvíkurbændur hafi leigt úr selstöður eftir að þessi býli byggðust.“
Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík frá árinu 2001 segir að Vigdísarvellir hafi verið hjáleiga Krýsuvíkur en nýtt sem selsstaða frá Þórkötlustöðum. „Selstöðu brúkar jörðin [Þórkötlustaðir] og hefur lengi brúkað í Krýsuvíkurlandi, þar em heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sjé ljéð frá Krýsuvík, en Krýsuvík aftur ljeð skipstaða fyrir Þórkötlustaðalandi. Vigdísarvellir eru nýbýli frá 1830, en var áður selstaða. Var í eyði um 1880, en byggðist á ný fram yfir aldamótin 1900 [Saga Grindavíkur]. Baðstofan hrundi í jarðskjálfta 28. eða 29. janúar 1905 og stórskemmdust þá öll hús á Vigdísarvöllum og á Litla-Nýjabæ.
GöngusvæðiðHvenær lögðust selfarir niður í Grindarvíkurhreppi? Í bók sr. Gísla Brynjólfssonar, Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók, 1975, er sagt frá seljunum á Selsvöllum og frá sr. Geir Backmann. Sr. Gísli telur líklegt, að prestar á Stað hafi lítið eða ekki notað selið eftir daga sr. Geirs, þ.e. 1850, en færir engar sönnur á það eða rökstyður. „Síðar“, segir hann, þ.e. eftir daga sr. Geirs, „þegar selfarir lögðust með öllu niður, urðu Selvellir smám saman afréttur sveitanna á Suðurnesjum, sem þeir eru enn í dag“.
Þegar Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um Reykjanesskagann sumarið 1883 kom hann bæði að Hraunseli og seljunum á Selsvöllum í rústum. Hann kom á Baðsvelli, sem hann reyndar kallar Baðvelli, og minnist ekki á selstöður þar né heldur rústir eftir sel, og á Vigdísarvöllum fann hann samnefndan kotbæ.
Hér er komin gróf tímasetning. Einhvern tímann eftir 1850 og fyrir 1883. Samt er ekki öll sagan sögð. Í þjóðháttasöfnum stúdenta, sem fram frór sumarið 1976 og beindist að fráfærum, var spurt um sel og selfarir. Fyrir svörum í Grindavíkurhreppi var m.a. Magnús Hafliðason frá Hrauni, f. 1891. Magnús sagði frá því, að foreldrar hann hefðu haft í seli í Hraunseli, sem væri um tveggja tíma ganga frá Hrauni. Þar hefðu verið hafðar kýr og kindur og hefði mjólkin verið unnin í selinu og mjólkurvörunar sendar niður eftir. Smali og ein stúlka hefðu verið í selinu, og hélt hann að hætt hefði verið að hafa í selinu um 1890. Þetta stingur nokkuð í stúf við frásögn Þorvalds Thoroddsens, sem fann rústir einar af Hraunseli árið 1883. Vera má, að tímasetning Magnúsar skeiki um rúman áratug eða svo. Selstaðan gæti hafa verið tekin þar upp aftur eftir að Þorvaldur fór þar um.
MMéltunnuklif - Höfði fjæragnús kennir fólksfæðinni á bæjunum um að hætt var að hafa í seli. Menn fóru að búa sjálfir og reyndu að eignast kýr fremur en ær eftir að selfarir lögðust niður. Magnús gefur hér í skyn að bústofn hafi breyst við það, að menn hættu að hafa í seli… Þessar ályktanir virðast vera rökréttar. Selstöður hafa lagst niður þegar fátt var um bæði nautgripi og sauðfé um 1870. Hinn stóraukni fjöldi sauðfjár frá 1879 virðist benda til þess, að fé hafi verið haldið til annarra nytja en mjólkurnytja og um leið til þess að áhugi á afréttarlöndum hefði orðið áhuganum á selstöðum yfirsterkari. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að hjónin á Hrauni hafi tekið sig til eitthvert vorið og rekið búsmala sinn í selið, þótt allir aðrir væru hættir slíku tilstandi og selið hefði staðið autt og tómt og hálffallið um nokkurra ára skeið.
Sel og selstöður hafa skipt miklu máli í hreppnum í eina tíð svo að þar má finna orðum Þorvalds Thoroddsens í Lýsingu Íslands staðfestingu: „Hve afar mikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um allt Ísland. Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög víða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o.s.frv.“.
Ekki hefur tekist að timasetja með óyggjandi hætti hvenær síðasta selförin var farin. En ljóst er, að í þessum hraunbrunna úgerðarhreppi hafa grænir selhagar freistað búsmala og þriflegar selstúlkur strokkað smör í seljunum, sem enn sér móta fyrir á eggsléttum völlum á bak við gróðurlaus fjöll.
Svo skemmtilega vildi til að Grindvíkingar voru að reka fjársafn sitt heim í Þórkötlustaðarétt til úrdráttar. Hjá þeim eru nú um 640 á vetrarfóðrum (að sögn núverandi fjárvörslumanns, Dagbjarts Einarssonar), en 1973 var fjöldinn 1.700, eða litlu fleiri en nú var til samans rekið af fjalli (að sögn Gunnars Vilbergssonar, þáverandi fjárvörslumanns Grindavíkurbænda).
Í bakaleiðinni var Hraunsselsstígurinn rakinn yfir Leggjarbrjótshraunið að Höfða og síðan niður með honum austanverðum, yfir hina mikllu hrauntröð sem fyrr er lýst. Annar „selsstígur“ liggur yfir Skolahraunið nokkru sunnar. Má ætla að þar hafi Ísólfsskálaselsstígur legið, sbr. framangreint. Ætlunin er að skoða þetta stórbrotna hraunasvæði fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín. 

Birtingarmynd á leiðinni

Selvogsgata

Í úrskurði Óbyggðanefndar (mál nr. 6/2004) er m.a. fjallað um Herdísarvík í Ölfusi:

Herdísarvík

Guðrún Ásmundsdóttir afhjúpaði minja- og örnefnakort FERLIRs af Herdísarvík.

„Herdísarvíkur er getið í rekaskrá Strandarkirkju í Selvogi sem er talin vera frá árinu 1275. Í máldaga Krýsuvíkurkirkju sem einnig er talinn frá því um 1275 kemur fram að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Hinn 28. júní 1448 útnefndi Steinmóður Viðeyjarábóti og officialis Skálholtskirkju tólf presta dóm á prestastefnu í Skálholti. Jón Oddsson prestur á Þingvöllum hafði kært töku á sjöttungi hvals er rekið hafði í Herdísarvík. Þessi dómur fjallar eingöngu um rekarétt og skógarítak og er því ekki tekinn upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – herforingjaráðskort.

Hinn 27. september 1563 lagði Páll Stígsson hirðstjóri niður sóknarkirkju í Krýsuvík að undirlagi Gísla biskups Jónssonar. Við það færðust bæði Krýsuvík og Herdísarvík undir forræði Skálholts.
Krýsuvík er að finna í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar þó svo að kirkjan hafi verið lögð niður árið 1563. Þar segir sem fyrr að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Jarðabók Árna og Páls yfir Selvog var tekin saman árið 1706. Þar er að finna eftirfarandi umsögn um Herdísarvík: „Skóg á jörðin lítinn og þó er hann nýttur til kolgjörðar heimabónda, hvorki er hann til að ljá nje selja, en mjög til að bjarga kvikfje í heyskorti. Sami skógur brúkast og til eldiviðar.
Lýngrif brúkast og til eldiviðar. Berjalestur hefur stundum til nokkurs hagnaðar verið.“ …

Herdísarvík

Herdísarvík og Stakkavík – kort.

Herdísarvík var seld með Krýsuvík undan Skálholtsstóli 8. ágúst 1787.
Í lýsingu séra Jóns Vestmanns í Vogsósum á Selvogsþingum frá 1840 koma meðal annars eftirfarandi upplýsingar fram um Herdísarvík: „Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæir eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt. Á öllum nútöldum bæjum er heyskapur mikið lítill, … en útigangshagar samt so góðir, að trúa má þeim fyrir skepnunum, þegar jörð er auð“.
Herdísarvík, sem var áður stólsjörð, var eign Krísuvíkurkirkju samkvæmt Jarðatali Johnsens frá 1847.
Í jarðamatinu frá 1849 er að finna svohljóðandi lýsingu á jörðinni Herdísarvík: „Uthagar miklir og góðir til fjalls og fjöru og skógur til egin þarfa og nokkurrar miðlunar. Vetrarbeit góð. … smalamennska fremur hæg og dýrbítur mikill“.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ. Gamla og nýja landamerkjalínan sjást á uppdrættinum.

Skýrslan sýnir einnig jarðamatið, þar sem meðal annars stendur: „Dýrbítur er einúngis þessari jörð til galla og slægiuleysi; allt annað er henni vel gefið, og bætist slægiuleysið upp af vetrarbeitinni, sem aldrei bregðst“. …
Hinn 20. nóvember 1886 var skrifað undir landamerkjalýsingu Herdísarvíkur.
Lýsingin, sem var þinglesin 3. júní 1889, er svohljóðandi: „Maríu kirkja í Krísuvík á í Arnessýslu samkvæmt máldögum jörðina Herdísarvík“.

Breiðabás

Í Breiðabás

Landamerki Herdísarvíkur eru þau er nú skal greina: „Að austanverðu, milli tjeðrar jarðar og kirkjujarðarinnar Stakkavíkur: bein stefna úr Breiðabás (= Helli samkvæmt máldögunum) sem er fjöruvik nokkurt ekki allskamt fyrir austan Herdísarvík, með litlum hellisskúta í hrauninu fyrir ofan, í Kongsfell, sem er gömul, ekki há, grámosavaxin eldborg umhverfis aflangan djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveg úr Selvogi til Hafnarfjarðar góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum.
Að vestanverðu, milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur ræður mörkum stefnulína frá áður nefndu Kongsfelli í Seljabótarnef lágan hraunhnúk, vestast í Seljabót, við sjó fram“.
Kirkjan á þriðjung hvalreka og allann annann reka fyrir landi jarðarinnar frá Breiðabás að Seljabótarnefi og sömuleiðis allar landsnytjar innan hjer taldra ummerkja, með þeim takmörkunum, er síðar greinir (sbr. No 2). Ítök sem aðrir eiga í jörðinni Herdísarvík eru þessi:

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – náma.

1. Tveir þriðjungar hvalreka … eign Strandakirkju í Selvogi.
2. Allir brennisteinsnámar sem finnast í landi jarðarinnar með öllum þeim „málmjarðartegundum“ öðrum er námarnir kunna að geyma, hagagöngu fyrir hross í „vanalegum bithögum og áfangastöðum“ rjetti til vegagjörða og húsabygginga með „hæfilegum maturtagarði“ sem „nauðsynlegt“ er til þess að geta yrkt námana o. sv. fr. allt samkvæmt afsalsbrjefi 30. september og 4. Októb. 1858. Ítak þetta tilheyrir þrotabúi hins íslenzka brennisteins og koparfjelags. Undir lýsinguna skrifa Á. Gíslason og E. Sigfússon prestur í Vogsósum.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir um Herdísarvík: „Landamerki vafalaus. …
Beitilandið er víðlent, fjalllendi, hraun og heiði, mjög kjarngott, snjólétt, skjólgott, ágætt vetrarland fyrir sauðfé … Smalamenska erfið“.
Um Herdísarvík segir meðal annars í fasteignamatinu 1932:
„Beitiland jarðarinnar er talið nokkuð gott og í meðallagi víðlent. Einnig kemur fram að jörðin eigi rétt til uppreksturs í afrétt sveitarinnar. Jörðin verður fyrir ágangi afréttarfjár. Hvað varðar landamerki Herdísarvíkur þá greinir skýrsluhöfundur frá því að þar sem hann sé nýfluttur á jörðina þá hafi hann ekki ennþá fengið útskrift úr landamerkjaskrá sýslunnar. Hann veit hins vegar ekki til þess að neinn ágreiningur sé varðandi jörðina.

Herdísarvík

Gamla girðingin úr Seljabót í Lyngskjöld. Í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum.

Háskóli Íslands, eigandi Herdísarvíkur, fór fram á það árið 1979(?) að landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur yrðu ákvörðuð. Við vettvangsferð 6. júní 1979 kom í ljós að sjónhending úr Seljabótarnefi, sem er kennileiti í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum. Í greinargerð 25. júní 1979 lagði sýslumaður Gullbringusýslu til að mörk Krýsuvíkur yrðu ákveðin þannig: Bein lína úr Seljabótarnefi í Sýslustein, þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell.“

Selvogsgata

Litla-Kóngsfell.

Aðilar málsins, annars vegar sýslunefnd Árnessýslu vegna sýslufélagsins, hreppsnefnd Selvogshrepps vegna sveitarfélagsins og Háskóli Íslands, sem eigandi Herdísarvíkur, og hins vegar bæjarstjórn Grindavíkurkaupstaðar vegna bæjarfélagsins, sýslunefnd Gullbringusýslu, fyrir hönd sýslufélagsins sem eiganda Krýsuvíkurlands að mörkum Árnessýslu, og loks landbúnaðarráðuneytið fyrir hönd ríkisins, sem eiganda ýmissa réttinda í Krýsuvíkurlandi, komu sér saman um eftirfarandi:
1. Mörk milli Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar eru bein lína úr hápunkti Litla Kóngsfells sunnan við Grindaskörð í Sýslustein undir Geitahlíðum og önnur bein lína úr Sýslusteini til sjávar um hraunstrýtu á Seljabótarnefi. …
Staðsetning (hnit) samkvæmt mælikerfi Landmælinga Íslands er þessi:
Litla Kóngsfell: X-682760,0 Y-390000.0
Sýslusteinn: X-692533,8 Y-378925,4.
Seljabóta<r>nef: X-692603,2 Y-376523,0.
2. Hreppamörk Selvogshrepps falla saman við sýslumörkin.
3. Mörk jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur falla einnig saman við mörk Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar. …
Landamerkjabréfið var undirritað af málsaðilum 25. og 29. janúar og 16. febrúar 1980 og staðfest af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

[Framangreind ákvörðun er arfavitlaus].
Í kröfulýsingu vegna Herdísarvíkur, dags. 1. júní 2004, er vegna landamerkjalýsinga vestustu jarða í Selvogi vísað til lýsingar Almenningsskóga Álftanesshrepps frá 21. júní 1849, sem þinglesin var 22. sama mánaðar. Lýsingin er svohljóðandi:
„Með því mjer er á hendur falið í brjefi til mín af 19 Juni næstliðið ár frá viðkomandi herra sýslumanni [T. Guðmundsen, yfirstrikað] að boði Stiftamtsins umsjón þess almennings, sem er að finna í Alptaneshrepp, þá orsakast jeg til að lysa þess almennings takmörkum fyrir alþyðu á manntalsfundinum í Görðum innan sama hrepps, sem jeg veit glöggast fráskilið annara eignum og er því að álíta sjerskilið almennings sameignar land gamlra lögbílisjarða í Alptaneshrepp, hvers takmörk eru þessi. Fyrst milli Garðakirkju fjall<l>lands, ur steinhusi suður í Markagil á Marraka eður undirhlíðum þaðan á Hæðstaholt, á Dauðadölum á annan veg ur Dauðadölum norður í Húsfell af Húsfelli upp á Þríhnjuka þaðan á suðurenda Blafella, á milli afrjetta Alptanes og se<l>tjarnarneshreppa. A milli Gullbríngu og Arnessyslna af Bláfjöllum vestur á Kistufell. A milli Alptaneshrepps og almennings og Krísivíkur landa af Kistufelli niður á syðra Horn á Fagradals brún þaðan í Marrakagil, so í þúfu á fjallinu eina þaðan í Helguflöt norðaná Buðarhólum. A milli jarðanna Heimalands og afrjettar af Buðarhólum eptir Buðarhólagjá, þaðan aptur í Steinhús. Þetta ofantalið afrjettar og almennings land, sem er að finna fráskilið annara eignum lísi jeg til rjettarins fullkomnari úrskurðar gamallra lögbylisjarðajarða afrjettar að öðru nafni almenníngsland í Alptaneshrepp með öllum þeim herlegheitum sem þar er að finna. Eptir hverri rjettarins skipan hjer ofantaldri eg skyldast að fyrirbjóða og aðvara hvern þann mann sem ekki hefur fullkomið tilkall til almenningsítaks alla brukun hverju nafni sem heitir, innan ofantaldra takmarka að vitni þíngvitnanna og allra þeirra er orð mín heyra.“

Þrætugrenið var fyrrum á landamerkjum Árnessýslu og Gullbringusýslu. Um það liggur gamla girðingin upp úr Seljabót, sem nú er að mestu horfin.

Heimildir:
-Úrskurður Óbyggðanefndar – mál nr. 6/2004; Ölfus – Herdísarvík.
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-6_urskurdur.pdf

Lyngskjöldur

Lyngskjöldur – þrætugrenið.