Tag Archive for: Grindavík

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns, eru að öllum líkindum elstu bæjarleifar á svæðinu tan þeirra er sjá má glögglega í og við Húshólma ofan hinnar fornu Krýsuvíkur. Ari Gíslason segir í örnefnalýsingu sinni um Krýsuvík að „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunnan undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði örnefni í Krýsuvík. Þar er getið um Gestsstaði sbr.: „Framan undir Hverafjalli eru Gestsstaðir, sjást þar húsarústir. Gestsstaða er getið í jarðamatsbók Árna Magnússonar sem eyðibýlis og veit þá enginn hvenær í byggð hefir verið. Þess er og getið í jarðamatsbókinni, að bærinn hafi staðið undir Móhálsum. Þetta örnefni er nú ekki til í daglegu tali; óefað hefir nafnið Móhálsar náð yfir nokkuð stórt land, sem nú hefir fleiri nöfn. Skammt frá Gestsstöðum er Gestsstaðavatn.“

Krýsuvík

Gestsstaðir – eystri bæjarhúsin (útihús).

Gísli Sigurðsson lýsir Gestsstöðum í örnefnalýsingu hans um Krýsuvík: „Á flötum fremst í dölunum hafa nú risið Krýsuvíkurhúsin. Þar eru vermigróðurhús og íbúðarhús. Þar framundan er Gestsstaðavatn. Kringum það eru svo Gestsstaðamelar. Þess er vert að geta, að Gestsstaðavatn, Grænavatn, Augun og Stampar eru allt sprengigígar, eftir því sem jarðfræðingar telja. Hveradalalækurinn eystri rennur sem fyrr er frá sagt niður í Vaðlana og nefnist þar eftir þeim. Annar Hveradalalækur vestri kemur úr Hveradölum og rennur fram milli melanna. Lækur þessi er aðaluppistaðan í Krýsulæk vestri. Fram undan melnum vestan lækjarins munu hinir fornu Gestsstaðir hafa staðið, sér þar móta fyrir rústum tveggja bygginga. Vestan þessa mela er lítill lækur og mætti nefna hann Gestsstaðalæk. Gestsstaðamói liggur fram undan rústunum, fram á mýrina.“

Kringlumýri

Gestsstaðir „vestan hálsa“. Sennilega er um að ræða eina elstu selstöðu á Reykjanesskaganum – frá fyrrum Krýsuvíkurbæjunum ofan Hólmasunds.

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði“ frá árinu 1998 segir m.a. um Gestsstaði:
„Gestsstaðir skal hafa verið jörð heitið nálægt Krýsuvík undir Móhálsum austanverðum, þar allnærri sem nú liggur almenningsvegur. Sjer þar enn nú bæði fyrir túngarði og tóftum. En völlur er allur uppblásinn og kominn í mýri, msa og hrjóstur, so ómögulegt er jörðina aftur að byggja. Þar með liggur hún aldeilis í Krýsuvíkurlandi og kann ekki fyrir utan skaða Krýsuvíkur landsnytjar að hafa. Hefur og so lánga tíma í eyði legið, en engi veit til nær hún hafi bygð verið.“ „Gestsstaðir eru eða voru norðvestan við Krýsuvík sunna undir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar fyrir miklum tóftum. Mun þetta hafa verið stórbýli, enda eru þau ummæli til, að þessi bær hafi fyrrum heitið Krýsuvík. …Fram undan Hverafjalli eru rústir Gestsstaða, sem sagt er, að séu undir Móhálsinum, og er það nafn nú glatað.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – minjar.

Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Bæjartóftin er 10 ft löng frá austri til vesturs, hefur engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhlið hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum nér norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 5 fðm löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir verið umgirt, er það víða komið í sand af frárennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum sannleikann í þeim. Jörðin Gestsstaðir hefir verið í eign Krýsuvíkurkirkju. Hefur bærinn og kirkjan því verið flutt í Gestsstaðaland eftir eldinn. En við það hafa Gestsstaðir verið að nýta hjáleigur í nytum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Gestsstaðir

Gestsstaðir – eystri tóftin og garður.

Í „Fornleifaskráningu fyrir Krýsuvík – Trölladyngju“ árið 2008 er getið um Gestsstaði: „Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.
Matthías Þórðarson Þjóðminjavörður friðlýsti eyðibýlið Geststaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Geststaðir og staðið vestur við hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“
Í örnefnaskrá segir að á Gestsstöðum sjái fyrir miklum tóftum og að þar muni hafa verið stórbýli sem munnmæli séu um að hafi fyrrum heitið Krýsuvík.!

Gestsstaðir

Gestsstaðir – vestari tóftin (skáli).

Í Jarðabók Árna og Páls (1703) segir frá jörðinni Gestsstöðum nálægt Krýsuvík. Þá voru greinilegar bæði tóftir og túngarður þó mikið væri uppblásið. Bærinn hafði þá verið svo lengi í eyði að enginn vissi hvenær hann var byggður síðast.
Matthías Þórðarson, Þjóðminjavörður, friðlýsti eyðibýlið Gestsstaði við Krýsuvík árið 1930 á grundvelli lýsingar Brynjúlfs Jónssonar er birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903, bls. 50, undir yfirskriftinni „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902„: „Gestsstaðir heitir eyðibær, norðvestur frá Krýsuvík, þar sem hún er nú. Hann hefir staðið sunnanundir dálítilli hæð, sem gengur austur úr Sveifluhálsi. Sér þar enn fyrir tóftum, og hefir þar verið stórbýli á sínum tíma. Bæjartóftin er 10 fðm. löng frá austri til vesturs, hefir engan miðgafl, og mun hafa verið þiljuð sundur. Dyr sjást ógjörla, en á suðurhliðinni hafa þær verið, því hvorki eru þær á endanum né norðurhliðinni. Skamt austar er fjóstóft, 6 fðm. löng, og heygarður eigi lítill. Túnið hefir og verið mikið og umgirt, en nú er það víða komið í sand af árennsli. – Þau ummæli heyrði eg í Grindavík fyrir 40 árum, að Krýsuvík hefði í fyrstu heitið Ges[s]tstaðir og staðið vestur við hálsinn. Nú þykist eg skilja sannleikann í þeim. Jörðin Geststaðir hefir verið eign Krýsuvíkurkirkju. Hefir bærinn og kirkjan því verið flutt í Geststaðaland eftir eldinn. En við það hafa Geststaðir verið sviftir nytjum, og meir og meir þrengt að þeim, unz þeir lögðust í eyði.“

Gestsstaðir

Tóft vestan við Gestsstaði.

Rústirnar eru undir blásnum hól, ca. 150 m suðvestur af Krýsuvíkurskóla, á um það bil 30×50 metra stóru svæði. Í fornleifaskráningu Bjarna F Einarssonar eru skráðar þarna 3 tóftir, bæjarrúst, garður/gerði og ógreinileg rúst. Heimildir fundust einnig um aðra rúst uppi á hálsinum ekki langt frá, hún stendur stök og greinilegt grjót í hleðslum.

Gestsstaðir eru líklega eitt af elstu býlunum í landi Krýsuvíkur. Heimildir gefa vísbendingar um að þeir séu jafnvel eldri en Krýsuvíkurbærinn sjálfur. Hér þyrfti að gera frekari rannsóknir til að hægt sé að meta verndargildi minjanna.“

Heimildir
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði 1998.
-JÁM III, 7; Ö-Krýsuvík, 8 15; Árbók 1903, 50.
-Krýsuvík — Trölladyngja; Fornleifaskráning, Rammaáætlun 2008.
-Brynjúlfur Jónsson: “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902”, 50.
-Örnefnaskrá Krýsuvíkur. Ari Gíslason skráði, 6.
-Bjarni F. Einarsson: Krýsuvík, nr. 233.
-http://www.ferlir.is/?id=4043
-Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík – Þorsteinn Bjarnason frá Háholti safnaði og skráði.
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur. Gísli Sigurðsson skráði.

Gestssaðir

Gestsstaðir – uppdráttur – ÓSÁ.

Rauðhóll

Rauðhólarnir á Reykjanesskaganum eru nokkrir. Má þar t.d. nefna fallegan strýtumyndaðan hól, sem var (og leifarnar sjást enn af) sunnan undir Hvaleyrarholti.
Þetta var lítill hóll, úr Rauðhóll neðst til vinstri - hrauntröðin til norðursrauðu hraungjalli og með grunna gígskál. Um er að ræða gervigíg. Varðandi aldur þessa Rauðhóls er ekki hægt að segja nákvæmlega en hann hlýtur að vera eldri en hraunið sem hefur runnið upp að honum sem er Hellnahraun yngra og talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Efni úr hólnum var tekið til vegagerðar og gryfjan síðan notuð sem sorphaugur. Nú stendur gígurinn þarna sem gapandi sár við eina fjölförnustu þjóðleið landsins. Ferðamenn á leið til og frá Hafnarfirði er leið eiga um Reykjanesbrautina sjá nú þessa óhrjálegu gryfju í stað hins formfagra Rauðhóls.
Undir Rauðhól í landi Stóru-Vatnsleysu við suðurjaðar Afstapahrauns var haft í seli, sem heitir Rauðhólssel. Hóllinn, mosavaxin að mestu, hefur fengið að ver að vera í friði, en bræður hans honum að norðanverðu hefur verið raskað verulega því efni úr þeim var ekið undir veg.
Rauðhóll er einnig áberandi gjallgígur suðvestan Bláa Lónsins. Hann er stærstur þriggja gíga í Illahrauni, sem mun hafa runnið um 1226.
Nafni hans skammt vestan við sunnanverð Eldvörp er aðalgígurinn (og raunar sá eini, sem enn sést) er rúmlega 2000 ára. Hraunið úr honum myndaði svonefnt Klofningshraun.
Þá má nefna Rauðhóla við Suðurlandsveg skammt norðaustan Elliðavatns. Þeir eru leifar gervigígaþyrpingar (u.þ.b. 4600 ára) í Elliðaárhrauni. Hólaþyrpingin eru nú verulega afmynduð vegna efnistöku. Hún hefur nú verið friðuð.
Allir Rauðhólarnir eru (voru) náttúruverðmæti, en nú hafa verið unnar skemmdir á þremur þeirra, svo miklar að ekki verður úr bætt. Hér er ætlunin að beina athyglinni fyrst og fremst að sjötta Rauðhólnum, vestan við Vatnskarðið í Sveifluhálsi, skammt frá gatnamótum Djúpavatnsvegar. Hann er dæmigerður fyrir ómetanlegt jarðfræðifyrirbæri, sem fyrir skammsýni mannanna hefur verið raskað varanlega. Gígopinu sjálfu var ekki einu sinni þyrmt þótt ásóknin hafi fyrst og fremst verið í gjallið í jöðrum hólsins og niður með þeim, en síður í harðan gostappann. Þegar eldgos eru skoðuð þarf að byrja neðst af eðlilegum ástæðum; það sem fyrst kemur upp, þ.e. askan og gjallið, lenda fyrst á jörðinni umhverfis. Síðan rennur hraun yfir og kleprar setjast á gígbrúnir. Rauðhóll er í raun hluti af 25 km langri gígaröð er gaus 1151, þ.e. á sögulegum tíma. Úr honum rann meginhraun Nýjahrauns, einnig nefnt Bruninn og Kapelluhraun, utan í og yfir sléttan Óbrinnishólabrunnann í norðri og síðan til norðvesturs ofan á því og misgömlum Hellnahraunum Rauðhóll - ein og hann lítur út í dag(Tvíbollahraunum) til sjávar. Þegar glóandi kvikan hefur byrjað að streyma frá gígnum bræddi hún leið undir og út úr gígnum þar sem hraunið streymdi áfram undan hallanum í mikilli hrauntröð áleiðis til sjávar. Hrauntröðin er að mestu heil ofan Bláfjallavegar og norðan Krýsuvíkurvegar, en sunnan vegarins skammt frá upptökunum hefur henni verið raskað verulega. Á sama tíma og þetta gerðist runnu miklir hrauntaumar úr gígaröðinni til norðvesturs utan í Dyngjurana og myndaði Afstapahraun og til suðurs úr gígaröð utan í austanverðum Núpshlíðarhálsi og myndaði Ögmundarhraun.
Slétt Hellnahraunið norðan Kapelluhrauns að vestan er ekki eitt hraun heldur a.m.k. tvö; Hellnahraun eldra (Skúlatúnshraun) er slétt helluhraun og er talið hafa runnið fyrir 2000 árum. Það kom úr Brennisteinsfjallakerfinu, líklega frá Stórabolla í Grindaskörðum og stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Hellnahraun yngra kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum og er sléttara og þynnra. Haukahúsið stendur á þessu hrauni. Þetta hraun hefur valdið því að Ástjörnin varð til.
Námuraskið við RauðhólÓbrinnishólahraunið rann hins vegar um 190 árum f.Kr. – um vorið. Það er blandhraun, en Kapelluhraunið er að mestu úfið apalhraun, nú þakið hraungambra.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá svipuðum tíma og Hellnahraunið yngra og úr sömu hrinu. Hraunið sem álverið við Straumsvík stendur á Kapelluhrauni, eða Nýjahraun, og er yngsta hraunið á svæðinu í kringum Hafnarfjörð. Kapellunafngiftin kom til vegna bænahúss, sem reist var í hrauninu við gömlu Alfaraleiðina yfir Brunann, sennilega á 15. eða 16. öld. Staðurinn kom við sögu eftirmála af aftöku Jóns Arasonar, Hólabiskups, í Skálholti árið 1551 er sótt var að gerningsmönnunum í Kirkjubóli á Rosmhvalanesi og þeir handsamaðir og síðan stjaksettir við kapelluna – öðrum til viðvörunar. Þannig má segja að Rauðhóll hafi með sæmilegu sanni fætt af sér tilefni þeirra afleiðinga, sem síðar urðu – sögulega séð.
Árið 1950 rannsakaði Kristján Eldjárn kapellu á nálægum slóðum og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Hún var góð til áheita gegn hvers konar eldsgangi. Einnig var hún verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðs- manna, námumanna, verkfræðinga og jarðfræðinga. Vuið rannsóknina kom í ljós hlaðið ferkantað hús, sem hafði verið reft, með dyr mót vestri. Hann hafði grafið upp samskonar bænahús á Hraunssandi rétt við Ísólfsskálaveg austan við Grindavík. Það hús var verpt sandi að lokinni rannsókn, en tóftin í Vinna við álverið fyrir 1970Kapelluhrauni, var skilin eftir óvarin, enda inni í miðju hrauni við gamla aflagða þjóðleið. Þegar Keflavíkurvegurinn var endurlagður og ofanvarinn steypu á sjöunda áratug 20. aldar og álverið byggt á þremur árum og vígt í maí 1970 hafði öllu hinu sjónumræðna hraunssvæði ofan við verksmiðjuna verið raskað óþekkjanlega til lengri framtíðar litið. Eftir var skilin hraunleif, sem geymdi forna grunnmynd kapellunnar. Þjáðir af samviskubiti tóku nokkrir sig taki og ákváðu að endurhlaða bænahúsið á þeim stað, sem það hafði staðið. Svo óhöndullega vildi til að úr varð líkan fjárborgar – öllu óskylt við upprunann. Einhverra hluta vegna er þessi rúst á fornminjaskrá. Það eina, sem telja má bæði upprunanlegt og eðlilegt er gólfið og u.þ.b. 10 metra kafli af gömlu Alfaraleiðinni sunnan við mannvirkið.
Kapelluhraun er ákaflega fallegt, en úfið og mosagróið. Hörmung er þó að sjá hvernig karganum hefur verið rutt af yfirborði þess á stórum svæðum. Á og utan í lágum hraunhólum inni í hrauninu er mannvistarleifar á nokkrum stöðum, s.s. hlaðið byrgi á hraunhól, hlaðið skjól í hraunklofa og annað utan í hraunvegg. Minjar þessar eru skammt ofan við gömlu Alfaraleiðina milli Hafnarfjarðar og Útnesja. Þá má, ef vel er að gáð, enn sjá leifarkafla fyrsta akvegarins yfir Brunann nokkru austan Alfaraleiðarinnar.
Svo virðist sem kjörnir forsvarsmenn er ákvarða námuleyfi séu með öllu ómeðvitaðir um gildi þeirra til annarra nota. Mikil skammsýni virðist ráða afstöðu þeirra. Hvernig væri t.a.m. ásýnd landsins nú ef Rauðhóll undir Vatnsskarði eða Óröskuð eldborg á Reykjanesskaga - staðsetningunni er haldið leyndri til að koma í veg fyrir röskunEldborg undir Trölladyngju hefðu í dag verið ósnert? Í hvað munu ferðamenn framtíðarinnar leita eftir eina öld – þegar önnur lönd heimsins verða meira og minna þéttsetin, afrúnuð og rúin náttúrulegu landslagi? Svarið er augljóst; þeir munu þá sem fyrr leita að vísan til ósnortinnar náttúru, umhverfis sem mun geta útskýrt uppruna sköpunarverksins og vakið aðdáun neytandans. Myndbreytingar alls þess eftirsóknarverða, til lengri framtíðar litið, er enn til á Reykjanesskaganum – þrátt fyrir að sumar þeirra hafi þegar verið eyðilagðar.
Aftur að upphafinu. Rauðhóll er nú líkt og Eldborg undir Trölladyngju – minnismerki um gjalltökusvæði, sem af skammsýni ættu að verða öðrum áminning um hvar hin raunverulegu verðmæti liggja – til lengri framtíðar litið.
Rauðhóll er í umdæmi Hafnarfjarðar. Eins og umhverfið er nú væri tilvalið að staðsetja þarna malartypp, bæði með það fyrir augum að lagfæra ásýnd landsins og til að fylla upp í skurði og minnka þannig slysahættu, sem er veruleg. Handan Krýsuvíkurvegar blasir við enn ein afleiðing eyðileggingar á náttúruverðmætum – malarnáma á mest áberandi stað milli Vatnsskarðs og Markrakagils. (Á öðrum stað á vefsíðunni er fjallað um ákjósanlegri námusvæði – án röskunnar á varanlegum náttúruverðmætum.

Heimild m.a.
http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/RAUDHOLL.HTM

Hraunhólar

Hraunhólar undir Vatnsskarði.

Fagridalur

Gengið var um undirlendi Lönguhlíðar að Fagradalsmúla og hann „sniðgenginn“. Ofan hans var haldið eftir utanverði brún hlíðarinnar að Mýgandagróf og síðan niður Kerlingargilið innanvert við Lönguhlíðarhornið. Frá vörðu á efstu brún Lönguhlíðar er æði víðsýnt um vestan- og norðanverðan Reykjanesskagann. Ekki er ólíkt um að litast þaðan og að horfa yfir loftmynd af svæðinu – nema hvað þarna er allt í þrívídd.

Kerlingarskarð

Þegar gengið var um undirlendið fyrrnefnda baðaði Langahlíðin sig ríkumlega í kvöldsólinni. Í þeirri mynd komu allir gilskorningar greinilega í ljós, en ekki síður hinar miklu hvanngrænu gróðurtorfur undir henni. Vel má sjá hvernig gróðureyðingin ofan Leirdalshöfða hefur smám saman sótt að torfunum. Einungis þær hörðustu, sem notið hafa hvað mestan áburð sauðfjárins fyrrum, hafa náð að þrauka áganginn. Grasið ræður þar ríkjum, en mosinn hefur sótt á í hlíðunum. Víða bera þó melarnir að handan vott um sigur eyðingaraflanna, sem stöðugt sækja á. Og ekki hefur mannskepnan látið sitt eftir liggja til liðsinnis eyðingaröflunum. Hún hefur ekið sem slík á jeppum og torfærutækjum um viðkvæmt svæðið svo víða má bæði sjá melarákir í mosa og vatnsrásir í annars sléttum grasflötum. Ber hvorutveggja merki um ótrúlegt virðingarleysi fyrir umhverfinu og náttúrunni, en er jafnframt bæði vottur og minnisvarði um algert hugsunarleysi viðkomandi. Vatn og vindar, frost og þurrkar hafa lagst á eitt við að útvíkka áganginn. Svæðið er því vont dæmi fyrir mannfólkið um það hvernig ekki á að haga sér.
Neðar er Tvíbolllahraunið, úfið apalhraun, klætt þykkum gamburmosa. Hraunið er ~950 ára. Yngra Hellnahraunið er undir því, en það kom úr sömu uppsprettum skömmu áður. Eins og nafnið gefur til kynna er þar um helluhraun að ræða.

Eldra Hellnahraunið, sem einnig kom úr gígum Grindarskarða er u.þ.b. 1000 árum eldra. Stundum er erfitt að sjá greinileg skil á hraununum, en með þolinmæði má þó gera það. Hellnahraunin ná alveg niður að sjó milli Hvaleyrar og Straums, en eldra hraunið mun hafa lokað af kvosir þær er nú mynda Hvaleyrarvatn og Ástjörn. Yngra hraunið bætti um betur.
Í kvöldsólinni, eftir rigningardag, sást vel hvernig grænn mosinn í Tvíbollahrauni og annars rembandi gróðurlandnemar í Hellnahraununum hafa reynt og náð að klæða hraunin, hver með sínu lagi. Fáir nýgræðingar eru enn sem komið er í Tvíbollahrauni, en margir í eldra Hellnahrauninu. Af því má sjá hvernig hraunin ná að gróa upp með tímanum. Í Almenningi má t.a.m. sjá hraun er runnu úr Hrútargjárdyngju fyrir u.þ.b. 5000 árum. Að var og er nú að nýju að mestu kjarri vaxið. Hins vegar er Nýjahraun (Kapelluhraun), sem rann árið 1151, enn nær eingöngu þakið mosa, líkt og Tvíbollahraunið.

Fagradalsmúli

Fjárgötur liggja með hlíðum Lönguhlíðar. Tvær slíkar liggja áfram upp Fagradalsmúlann að norðvestanverðu. Þær eru tiltölulega auðveldar uppgöngu. Leitað var eftir hugsanlegri leið Stakkavíkurbræðra á leið þeirra um Múlann til og frá Hafnarfirði, en erfitt var að ákvarða hann af nákvæmni. Þó má ætla að þeir hafi farið greiðfærustu leiðina upp og niður hlíðina, þ.e. utan við gilskorning, sem þar er.
Þegar upp á Fagradalsmúla er komið er ljóst að leiðin hefur verið greið ofan hans, allt að eldborgum vestan Kistu. Um slétt helluhraun er að ræða alla leiðina, mosalaust. Sunnan eldborganna tekur við mosahraun, en í því er stígur um tvo óbrennishólma. Enn neðar liggur stígur um slétt hraun að Nátthagaskarði eða með brúnum Stakkavíkurfjalls að Selstígnum neðan Stakkavíkursels. Mun þessi leið hafa verið um tveimur kukkustundum styttri en sú hefðbundna um Selvogsgötu eða Hlíðarveg. Þeir, sem gengið hafa þessa leið, geta staðfest það, enda hvergi um torfæru að fara, nema til endanna þar sem hæðirnar hafa tafið fyrir. Þessi leið var einkum farin að vetrarlagi og þá af kunnugum.

Þegar komið var upp á austurbrún Fagradalsmúla var haldið til austurs með ofanverðri brúninni. Í fjarska sást til vörðu. Frá henni var hið stórbrotnasta útsýni er fyrr var lýst. Sjá mátti þaðan hálsana, Sveifluháls (Austurháls) og Núpshlíðarháls (Vesturháls) frá upphafi til enda, Keili, Trölladyngju, Grindavíkurfjöllin sem og Rosmhvalanesið allt. Þaðan var hið ágætasta útsýni er gaf ásjáandanum „heilsusamlega“ heildarmynd af svæðinu, án þess að þurfa að horfa upp á eyðilegginguna neðanverða í smáatriðum. Þess vegna var fegurðin allsráðandi. Meira að segja skemmdarverk Hitaveitu eða Orkuveitu náðu ekki athyglinni við slíka yfirsýn.
Gengið var áfram til austurs uns komið var að Mýgandagróf. Um er að ræða sigdæld eða jökulsorfna geil í innanverða hlíðina. Ekki verður langs að bíða (nokkrar aldir kannski) uns dældin mun líta út líkt og aðrar geilir eða skörð í „núverandi“ Lönguhlíð. Einungis vantar herslumuninn til að framanvert haftið, milli þess og brúnarinnar, rofni og myndi myndarlegt gil til frambúðar. Geilin er bara það djúp að nægilegt magn vatns hefur enn ekki náð að safnast þar saman með tilheyrandi rofi. Mikil litadýrð er þarna í bökkum og börmum; svo margir óteljandi grænir litir að jafnvel Framsóknarflokkurinn sálumleitandi gæti fyllst stolti við slíka sjón – og er þá mikið sagt er umhverfi og náttúra eru annarsvegar.
Telja má víst að Gísli Sigurðsson, fyrrum lögregluvarðstjóri, göngugarpur, örnefnaskrásetjari og fróðleiksfíkill um Reykjanesskagann hafi gefið þessum stað nafn það sem á hann hefur fests. Lýsingarhöfundi er minnisstæð mynd af Gísla, sem tekinn var efst í Grindarskörðum, einmitt á þessari leið, þar sem hann sat á hraunhól kæddur hlírabol, stígvélum og alklæðnaði þar á millum. Þar virtist „landshöfðinginn“ vera í essinu sínu, enda vænlegheit bæði framundan og að baki.

Við Kistufell

Frá Mýgandagróf var haldið heldur innlendis uns komið var að vörðu ofan Kerlingargils. Neðan hennar og ofan gilsins er kvos, lituð hvanngrænum mosatóum. Þarna, efst í gilinu, mun hafa farist flugvél á seinni hluta 20. aldar. Hún var hlaðin bílavarahlutum og munu áhugasamir lengi vel lagt leið sína upp í gilið til að leita að hentugum varahlutum. Í dag má sjá þar enn einstaka álhlut og smábrak úr vélinni, einkum við neðanvert gilið.
Ofan frá séð er gilið tilkomumikið og fallegt útsýni er þaðan óneitanlega yfir fyrrnefnd hraun, Skúlatún, Helgafell, Kaldársel og höfuðborgarsvæðið allt. Niðurgangan er mun auðveldari en uppgangan, en FERLIR hefur nokkrum sinnum áður gengið um Kerlingargil á leið sinni upp í Kistufell í Brennisteinsfjöllum.
Þegar komið var neðar í gilið ber „gamlan“ hraunhól við sjónarrönd austan þess. Hóll þessi stendur bæði út og upp úr hlíðinni. Þótt fáfróðir hafi jafnan borið því við aðspurðir að litlir hólar eða hæðir gætu varla heitið mikið verðskuldar þessi hóll nafn með rentum. Hann fær hér með nafnið „Uppleggur“, enda ekki hjá því komist að fara upp með honum á leið um gilið.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Langahlíð

Langahlíð.

Hraunsnes

Gengið var um fisbyrgin og minjarnar á Selatanga, skoðaðar sjóbúðirnar, Brunnurinn, Smiðjan, Skjólin, Dágon o.fl. Minnt var á Tanga-Tómas og rifjuð upp sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda. Síðan var gengið að refagildrunum ofan við Nótahelli, um Ketilinn í Katlahrauni og yfir í fjárbyrgi Vígdísarvallamanna (Ísólfsskálamanna).

Selatangar

Verkhús á Selatöngum.

Frá því var gengið í fjórðungssveig yfir að Vestari lestargötunni (Rekagötunni) frá Selatöngum yfir að Ísólfsskála. Erling Einarsson (Skálaafkomandi, sem var með í för) sagðist hafa heyrt að gatan hefði verið nefnd Selatangagata frá Ísólfsskála, en Ísólfsskálagata frá Selatöngum. Gatan er vörðuð þegar komið er upp úr Katlinum. Framundan er greinileg klofin varða. Síðan sést móta fyrir götunni uns komið er að Mölvík. Þá hverfur hún að mestu í sandi, en ef sýnilegum litlum vörðum er fylgt neðan við hraunkantinn kemur gatan fljótlega aftur í ljós. Hún heldur síðan áfram inn á hraunið og áfram áleiðis að Skála. En við hraunkantinn var beygt til vinstri að þessu sinni, niður í Hraunsnes. Þar eru fallegar bergmyndanir, klettadrangar og vatnsstorknir hraunveggir. Gengið var eftir ruddri götu til vesturs. Áður en komið var að enda hennar í vestanverðum hraunkantinum var enn beygt til vinstri, að hinum miklu þurrkgörðum og – byrgjum ofan við Gvendarklappir. Þar var fiskur verkaður vel fram á 20. öldina.
Kaffi og meðlæti var þegið á Ísólfsskála að lokinni göngu.
Því miður gekk skipulagið ekki alveg upp að þessu sinni. Áætlað hafði verið, auk landgöngunnar, hvalaganga og afturganga, en sú fyrrnefnda fór framhjá í kafi, þrátt fyrir þrotlausar æfingar, og sú síðarnefnda sofnaði í einu byrgjanna í góða veðrinu þannig að þátttakendur urðu ekki varir við hana að þessu sinni.
Veður var með ágætum – þægileg gjóla og sól.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Fagridalur

Orðrómurinn átti við rök að styðjast – það eru tóftir í Fagradal eftir allt saman.

Fagridalur

Tóft í Fagradal.

Haldið var á skyrtunni inn Fagradal, yfir ás vestan hans og síðan niður í dalinn þar sem var vel gróinn botninn var grandskoðaður. Gamla þjóðleiðin til Krýsuvíkur liggur þvert yfir ofanverðan botninn, skammt neðan við neðstu hraunbrúnina er fyllir ofan- og vestanverðan dalinn og síðan upp með henni austanverðri og upp úr dalnum austan við Vatnshlíðarhornið.
Dalurinn er það gróinn að ótrúlegt væri ef hann hefði ekki verið nýttur fyrr á öldum. Misgamlar og umfangsmiklar skriður hafa hlaupið niður brattar hlíðarnar, en gróðurtorfurnar standa að mestu óraskaðar þrátt fyrir mikla landeyðingu framan við dalinn og í dölunum í kring, s.s. í Breiðdal, Slysadal og Leirdal. Stórt vatn er framan við Fagradalsmúla, en það þornar í þurrkatíð á sumrum. Annað stórt vatn er sunnan við Leirdalshnúk, en norðan við það, sunnan undir hnúknum, vottar fyrir fornri tótt, sennilega garði. Ekkert vatn var í Breiðdalnum svo vel mátti sjá gróðurtorfurnar í honum innan um leirflögin. Í norðanverðum Breiðdalnum eru hleðslur sem virðast hafa verið hlaðnir garðar, en eru nú að mestu jarðlægir. Hvorugir staðirnir hafa verið skráðir sem slíkir og tóftirnar því enn á fárra vitorði.

Fagridalur

Hrútur í Fagradal.

Gömlu þjóðleiðinni var fylgt yfir Fagradalinn. Í stað þess að fylgja jeppaslóða um dalinn var gömlu leiðinni fylgt norður með honum austanverðum. Löngu liðinn hrútur liggur utan leiðar, sbr. meðfylgjandi mynd. Framundan virtist vera tóft á hól. Þegar betur var að gáð kom í ljós að tóftirnar gætu verið tvær. Í raun er þetta eðlilegasti staðurinn til að byggja t.d. sel ef dalurinn hefur verið nýttur til slíkra nota. Meðfærilegt grjót hafði greinilega verið fært úr nálægri skriðu. Mótar fyrir húsi, eða húsum á hólnum. Þrátt fyrir leit var ekki önnur mannvirki að sjá þarna lálægt. Vatnið er þó í seilingarfjarlægð. Ofan við það er vel gróið. Stígnum var fylgt áfram austur með hlíðinni ofan vatnsins uns sást niður í Tvíbollahraun. Þaðan er gott útsýni yfir í Breiðdal, Leirdal og allt að Helgafelli. Þrátt fyrir landeyðinguna, sem nú er orðin, var þarna fagurt yfir að líta.
Gengið var niður að vatninu og síðan áfram niður í Breiðdal, vestur með Breiðdalshöfða og að upphafsstað.
Gangan tók u.þ.b. 1 og ½ klst. Veður var frábært – bjart, hiti og lygna.

Fagridalur

Tóftir í Fagradal.

 

Maístjarnan
Ætlunin var að ganga inn á hellasvæðið norðvestan í Hrútagjárdyngju og skoða Steinbogahelli (Hellinn eina), Húshelli og Maístjörnuna. Skv. upplýsingum Björns Hróarssonar, hellafræðings, eru a.m.k. þrjú op á síðastnefnda hellinum. Innviðir þess hluta, sem ekki hefur verið skoðaður fyrr, ku gefa hinum lítt eftir – og er þá mikið sagt.
Í HúshelliÍ stórvirkinu „Íslenskir hellar“ fjallar Björn Hróarsson m.a. um Maístjörnuna sem og aðra hella á Hrútagjárdyngjusvæðinu: „Hrútagjárdyngja (215 m.y.s.) er mikil dyngja með hvirfil sunnan Sandfells, sunnan við Fjallið eina. Umhverfis hið eiginlega gígsvæði er mikil gjá sem nefnist Hrútagjá og eftir henni var dyngjan nefnd Hrútagjárdyngja. Hraunið er um 80 ferkílómetrar og umfangið er 2-3 rúmkílómetrar. Hraun frá dyngjunni hafa runnið að Hvaleyrarholti, vestur að Vatnsleysuvík, austur að Undirhlíðum og niður í Sandfellsklofa (Jón Jónsson, 1978). Til suðurs hafa einnig runnið hraun frá dyngjunni, nú að mestu þakin yngri hraunum.
Eldvarpið er sérstakt og hafa margir velt vöngum yfir myndunarsögunni.“
Nokkrir hellar eru við norðanverða dyngjuna. Má þar t.d. nefna Hellirinn eina (Steinbogahelli), Litla-Rauð, Ranann, Húshelli, Maístjörnuna, Neyðarútgöngudyrahelli og Híðið. Í Híðunu er að finna stjórfenglegustu dropsteina landsins. Auk þessa er þarna á hellasvæðinu t.d. ónefndur u.þ.b. 500 metra langur „stórskemmtilegur“ hraunhellir.
Augað í MaístjörnunniUm Hellinn eina segir Björn m.a.: „Hellirinn gengur inn frá stóru niðurfalli eða hrauntröð og er  steinbogi yfir niðurfalið. Hellirinn sem er um 170 metra langur er manngengur lengst af en verulega lækkar til lofts innst. Sérkennilegir spenar eru við hellsimunnann og þar skammt innan við eru dropsteinar og hraunstrá. Í hellinum eru þó hvergi margir né stórir dropsteinar en töluvert um hraunstrá. Nokkrar miklar sprungur skerast þvert á hellinn og þær stærstu um 30 cm á breidd og mynda jafnvel litla afhella. Aðeins hefur hrunið við sprungurnar sem annars hafa skemmt hellinn furðu lítið. ekki er vitað um annan hraunrásarhelli hér á landi sem er skorinn af jafn mörgum og stórum sprungum. Hraunspýja hefur flætt inn í hellinn eftir myndun hans og storknun hins upprunalega gólfs. Nálægt miðjum hellinum endar þessi pýja í hraunkanti eða tungu. Slík fyrirbæri eru sjáldgæf í hraunhellum. Innarlega í Hellinum eina eru falleg bogadreginn göng. Þau eru skrýdd mikilli litadýrð.“
Dropsteinar í MaístjörnunniUm Maístjörnuna segir Björn: „Maístjörnuna fundur þeir Júlíus Guðmundsson og Einar Júlíusson 1. maí 1991. Hellirinn sem er um 480 metra langur er mjög margskiptur og teygir arma sína víða. Nokkuð er um dropsteina og hraunstrá. Skraut þetta er ekki stórvaxið ern er á víð og dreif um hellinn. Illa er innangengt í efri hluta hellisins en þangað liggja þröng göng inn úr hrauntröð. Þar er nokkuð um skraut en hellirinn margskiptur og þar kvíslast fjölmargar minni rásir sem ævintýranlegt er að fara um. Erfitt er að lýsa Maístjörnunni með orðum… Um er að ræða einn af skemmtilegri hellum á Íslandi.“
Þegar gengið var um Hrútagjárdyngjuna og hrauntröðinni miklu fylgt inn á hellasvæðið mátti lesa úr landslaginu þá ógnarkrafta er þarna hafa ráðið ríkjum fyrir u.þ.b. 4500 árum, þ.e. alllöngu fyrir okkar daga. Gígopið er nokkru sunnar. Svo er að sjá sem upphleypt dyngjuskálin hafi geymt kvikufóðrið um skeið, en síðan hafi það náð að bræða sér leið úr úr henni til norðurs. Gífurlegt kvikumagn hefur runnið úr skálinni og þá m.a. myndað hraunrásir er geyma fyrrnefnda hella – neðanjarðarár hraunkvikunnar. Hluti þunnfljótandi kvikunnar hefur síðan runnið til baka að gígopinu þegar gosinu létti og fyllt það að mestu. Þó má vel sjá móta fyrir því ef vel er að gáð.
Byrjað var á því að skoða Steinbogahelli. Inngangurinn er tilkomumikill og myndrænn. Þar sem steinboginn liggur yfir rásina eru gróningar undir. Auðvelt var að fylgja rásinni niður og síða inn undir yfirborðið. Við tók klöngur yfir hrun og fimurfærin fótabrögð. Innferðin var þó vel þess virði því alltaf bar eitthvað áhugavert fyrir augu.

Maístjarnan

Í Húshelli var gengið að „húsinu“ og það ljósmyndað á bak og fyrir. Hraunbólan og tengdar rásir höfðu svo oft verið skoðaðar og metnar að ekki var á bætandi. Fyrir nýinnkomna er „bólan“ þó alltaf jafn áhugaverð, ekki síst „forsöguleg“ beinin, sem hún hefur að geyma.
Áður en haldið var niður í meginop Maístjörnunnar var skoðað niður í tvö önnur nálæg op, suðaustan og norðaustan við það. Fyrrnefnda opið er í jarðfalli. Þegar komið var niður gafst einungis lítið svigrúm til athafna. Síðarnefnda opið er í gróinni hraunrás. Þar inni bíður góðgæti þeim er vilja og nenna að leita. Eftir að hafa fetað rásina inn var komið að þverrás. Þar fyrir innan lá rás til beggja handa. Hún greinist svo í aðrar fleiri. Rásirnar eru þröngar og erfitt að ljósmynda þar nema við kjöraðstæður (þurrt og afslappað).
Þá var haldið inn í meginhluta Maístjörnunnar. Þegar komið var niður í torfundið jarðfallið og Augað barið augum var um tvær leiðir að velja (reyndar þrjár því hægt var að fara til baka).
Þegar inn í rásina innan við Augað var komið var stefnan tekin til vinstri, í gegnum dropsteinabreiðu. Feta þurfti rásina varlega því þarna var allt að mestu óskemmt. Um var að ræða eina myndrænustu dropsteinabreiðu er um getur (ef frá eru taldar slíkar í Híðinu þarna skammt frá og í Árnahelli í Ölfusi).

Náttúruhraunmyndun í Maístjörnu

Þegar inn í þverrás var komið tók við silfurleit ásýnd á veggjum. Um er að ræða útfellingar liðinna árþúsunda, sem ástæðulaust var að fara höndum um. Á gólfi var rauðleit hraunspýja. Þessi hluti hellisins greinist í nokkrar stuttar fallegar rásir. Fyrir ókunnuga mætti ætla að þarna væri völundarhús, en kunnugir feta þær af ákveðni. Ef skoðað er í gólf og veggi má víða sjá fallegar gosnýmyndanir með miklu litskrúði.
Haldið var til baka um dropsteinabreiðuna og framhjá Auganu. Þá greindist rásin í tvennt. Sú vinstri virtist áhugaverðari, en hún þrengdist fljótlega og varð ófær. Sú hægri leiddi leitendur áfram niður í rauðleitan hraunsal. Miðja vegu var farið yfir lægri þverrás. Þegar komið var til baka var þverrásin fetuð til vinstri. Rásin lækkaði smám saman og loks kom að því að leggjast varð á fjóra fætur og skríða þurfti áfram á hvössum harðsteinsnibbum.
Erfiðið og áþjánin skilaði þóÂ tilætluðum árangri því loks var komist að upphafsreit – í jarðfallinu utan við Augað.
Frábært veður. Ferðin tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar I – 2006.

Maístjarnan

Saltfisksetrið

Saltfisksetur Íslands er staðsett í Grindavík, í einungis 32 mín.akstri frá höfuðborgarsvæðinu (21 mín frá alþjóðaflugvellinum í Sandgerði) – rétt bakhandan Bláa lónsins.

SaltfisksetriðÞegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, varð saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við að saltfiskinn og sýningum sögu verkunar og sölu á salfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegn um tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina.

Sýningin ætti að geta orðið forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr (eða bara frídagabíltúr) með fjölskylduna. Hún ætti einnig að geta orðið liður í að draga upp og efla sjálfsmynd bæjarins og fólksins sem þar býr.

Aðstæður hafa hagað því þannig að ekkert byggðasafn er staðsett í Grindavík. Saltfisksetrið kemur því stað safns og mun án efa verða miðpunktur margvíslegrar menningarstarfsemi heimamanna og að auki aðdráttarafl og upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim.

Í SaltfisketrinuGerður var verksamningur milli Ístaks h/f og Saltfisksetursins um byggingu sýningarskála. Sýningarskálinn er 650 m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveimur gólfum alls 510 m2. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í September 2002 og kostnaðarverð samkvæmt verksamningi er um 106,5 milljónir króna. Grindavíkurbær mun verða leiðandi aðili við framkvæmd verkefnisins í samstarfi við stofnendur Saltfisksetursins og aðra styrktaraðila. Hönnuðir sýningarskálans eru Yrki s/f arkitektar Ásdís H. Ágústdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir.

Í framhaldi að þessu var gerður samningur við Björn G. Björnsson sýningarhönnuð um hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Saga saltfisksins verður sögð með stórum myndum, hnitmiðuðum texta og fáum en lýsandi munum. Gínur koma í staðinn fyrir fólk í leikmyndinni. Tæknin kemur við sögu þar sem notast er við sjónvörp á gólfum, sýningartjald á vegg, 32” sjónvarp og DVD spilarar tengdir við. Mörkuð er ákveðin leið í gegnum sýninguna og sagan þannig rakin í tímaröð.

Í dag má segja að Saltfisksetur Íslands sé einn áhugaverðasti áfangastaður ferðamanna hér á landi, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda. Ljúflega er tekið á móti hverjum og einum, en auk þess að leiða hann um söguslóðir saltfiskjarins er sá hinn sami og fræddur um nálægar sögu- og minjaslóðir sem og aðra áhugaverða staði í nágrenni Grindavíkur – og þeir eru margir.

Heimild m.a.:
-http://www.saltfisksetur.is/

 Keflavík

Saltfiskvinnsla í Keflavík.

Staður

Eftirfarandi er skráð í tilefni af aldarafmæli gömlu Grindavíkurkirkjunnar í Járngerðarstöðum 26. september 2009.

StaðurÍ Chorographica Islandica tilgreinir Árni Magnússon (1663 – 1730) sjö bæi vestan Staðar, áður en nesið brann (1210-1240). Þeirra á meðal var kirkjustaðurinn á Skarfasetri, þar sem Árni segir kirkju Reyknesinga hafa staðið fyrir eldana, en þá hafi hún verið færð að Stað.

Elsta örugga heimildin, sem nefnir kirkju í Grindavík, er kirknaskrá Páls biskups (1195-1211) Jónssonar frá því um 1200. Þar er sagt  að prestskyld kirkja sé á Stað. Í máldaga Staðarkikrju, sem talinn er gerður árið 1397, segir m.a.: „Kirkja að Stað í Grindavík er vígð með Guði sælli Maríu og Jóni postula…“

AltaristaflaÞar sem kirkjan á Stað var helguð Blasíusi biskupu mætti halda að hann væri verndari fiskimanna og sæfara. en svo var þó ekki, heldur var á hann heitið af þeim, sem stunduðu landbúnað. Við biskup þennan er kenndur Blasíuboði í Reykjanesröst, „hættulegur jafnvel stærri skipum í þoku og brimi, þar á honumer yfrið grunnt um fjöru. Samt munu þar fáir hafa farist, segir í sóknarlýsingu Grindavíkur.

Í máldaga 1477 er allt Staðarland orðið kirkjueign. Biskup fékk allt forræði jarðarinnar og þeir, sem hana sátu, urðu landsetar Skálholtsdómkirkju, staðarhaldarar. Á miðöldum (í kaþólskri tíð) er lítt getið um kirkjuna, eða þangað til 1. maí 1519. Þá er Guðmundur Ingjaldsson, landseti, ásakaður um ólögmætan hvaldrátt er tilheyra átti Viðeyjarklaustri.
PredikunarstóllÁ dögum Stefáns biskups (1491-1518) var Staðarkirkju settur máldagi. Árið 1657 voru hjáleigur Staðar orðnar sjö; Krókur, Beinróa og Vestur-Hjáleiga, Krukka og þrjár aðrar kenndar við ábúendur.

Meðal merkisklerka á stað var síra Gísli Bjarnason (prestur á Stað 1618-1656). Hann var ósigldur, en þýddi m.a. Veðurfarsbók, sem er að stofni til Díarium eftir Jens Lauritzen, en aukin af sr. Gísla eftir „reynslu hans og þekkingu“. Þar kemur t.d. fram að þegar brimlaus sjór í logni gefur hljóð af sér, merkir það regn og storm í vændum. Ef bylgjur og brim vaxa í logni yfir eðli, boðar það storm og kulda. Ef sjór sýnist gruggugur og mórauður að lit með moski og ögnum í, boðar það storm. Óvenjulegt stórflóð í brimlausu fögru veðri boðar hafviðri. Sjái maður sjóinn óstilltan, gjálfmikinn og úfinn í góðu veðri og logni, er það víst erki til rosa og óstilltrar veðráttu. Ef þang frýs mjög í fjöru, eða frostgufa sést inni á fjörðum, boðar það mikinn kulda.

 

Staðarkirkja

Síra Rafn Ólafsson tók við af Gísla 1656. Kom fljótlega í ljós að hann virtist ekki með réttu ráði. Eftir stríð við söfnuð og fulltrúa kirkjunnar dröslaði hann prédrikunarstólnum norður í hraun og gróf kirkjuklukkurnar niður í kirkjugólfið fyrir framan altarið. Rafn var í framhaldinu sviptur öllum kennimannlegum réttindum og afhentur hinu veraldlega valdi og því treyst til þess að koma honum brott frá Grindavík. Í framhaldinu, vorið 1688, skipaði biskup hinn nafnkunna galdraklerk, sr. Eirík í Vogsóum, til að gera úttekt á Staðarkirkju.
Við brauðinu tók síra Stefán Hallkelsson. Í tíð hans hrakaði Stað og kirkjunni verulega.

Hraun

Ekki er vitað, hve margar kirkjur hafa verið á Stað í aldanna rás, en af vísitasíugerð frá árinu 1642 má sjá, að þá hafði síra Gísli Bjarnason nýlega látið reisa þar kirkju 1640. Hún er elsta Staðarkirkjan, sem eitthvað er vitað um að gagni, og var lýst í vísitasíugerðinni. Kirkjan hefur skv. lýsingu greinilega verið veglegt guðshús að þeirrar tíðar hætti. Hún hefur sýnilega verið torfkirkja líkt og fyrirrennarar hennar, en þiljuð innan, sem að öllum líkindum hefur verið hluti af reka staðarins. Í lýsingu kirkjunnar segir m.a.: „Hún á tvær klukkur og þriðju sem kom frá Hrauni“. Kirkjan á Hrauni var aflögð um aldamótin 1600 og hefur klukkan þá sýnilega verið flutt að Stað.

Enginn vafi leikur á því að kirkja var á Hrauni á miðöldum og allt fram yfir 1600, og virðist hún hafa gegnt mikilvægu hlutverki. Ekki er vitað með óyggjandi hætti hvenær kirkjan var reist, en líklegt má telja að hún hafi verið risin 1397 og vafalaust allnokkru fyrr. Engar heimildir eru um kirkjuna á Hrauni frá 15. og 16. öld. Árið 1602 skýtur henni skyndilega upp í annálum, en við það ár segir í Fitjaannál: „Þá drukknuðu á stóra farmaskipi Skálholtsstaðar 24 manneskjur með einni stúlku, fyrir framan Þorkötlustaði í Grindavík.. og voru þeir flestir jarðaðir í bænhúsinu í Grindavík á Hrauni.“

Signing

Í Chorographica Islandica, sem rituð var um 1700, segir Árni Magnússon: „Á Hrauni í Grindavík hefur verið kirkja. Sér enn nú til kirkjugarðs og stendur þar nú í staðinn skemma. Þessi kirkja er úr fallin fyrir 100 árum.“ Þannig virðist kirkja (bænhús) hafa verið á Hrauni í u.þ.b. þrjár aldir.
Um 300 árum eftir sjóslysið, eða skömmu eftir aldamótin 1900, var skóflu stungið niður að Hrauni. Vertíðarfiskur hafði verið saltaður í sjóhúsi suðaustan við bæinn. Um vorið fór pækillinn að renna úr stíunni út á túnið. Á Hrauni, eins og allsstaðar, var hvert strá dýrmætt í þá daga, og til þess að saltvatnið brenndi ekki grasið var tekið á það ráð að garfa holu utan við húsvegginn. átti að veita pæklinum í hana. En þegar búið var að stinga fyrstu skóflustunguna komu upp mannabein. Var þá fljótt hætt við gröftinn. Sýnt þótti, að hér var grafreitur hins forna kirkju eða bænhúss, þar sem útróðrarmenn Skálholtsstaðar höfðu hlotið leg eftir sjóslysið mikla á þorranum 1602.
Á Hrauni má enn sjá signingarfont frá kaþólskri tíð. Sigurður Gíslason fann gripinn er hann var að grafa við framangreinda „skemmu“. Kom fonturinn þá upp og gætti Sigurður þess að halda honum til haga. Skammt þar frá er tóft er talin er hafa verið fyrrnefnd kirkja.
Í vísitasíugjörðum frá 1646 og 1652 kemur fram, að síra Gísli Bjarnason hefur haldið áfram að bæta kirkjuna og búnað hennar. Árið 1652 er þess getið að höfuðsmaðurinn Henrik Bjelke hafi gefið kirkjunni „málað spjald með olíufarfa, sem er crucifix. Var sá gripur í kirkjunni um 1800.
Gamla GrindavíkurkirkjanKirkjan hans síra Gísla virðist hafa staðið í tæpar tvær aldir, eða allt til ársins 1836, er timburkirkja var reist á Stað. Er kirkjan var vísiteruð árið 1769, var hún mikið farin að láta á sjá, og var ástandi hennar lýst svo að hún hafi nánast verið komin að falli. Kirkjan virðist hafa verið endurgjörð því biskupar gerðu aldrei umtalsverðar athugasemdir við hana á þrem síðustu áratugum 18. aldar.
Við vísitasíu 2. júlí árið 1800 virðist kirkjan á Stað hafa verið farin að ganga úr sér, enda kirkjan orðin gömul. Þegar prestaskipti urðu árið 1822 vísiteraði Árni Helgason, prófastur, Stað og tók þá út kirkjuna. Í hana vantaði þá glugga og dyr.
KirkjanRáðagerðir urðu til um nýja kirkju á Stað. Sumarið 1836 munu sóknarmenn í Grindavík hafa gefið umtalsvert af borðvið til kirkjunnar og fengið smiðinn Jörund Illugason til að  byggja nýja kirkju. Nam kostnaðurinn 716 ríkisdölum.

Í timburkirkjunni á Stað, sem reist var 1836 var m.a. 200 ára gamall prédikunarstóll með fögrum myndum, kirkunni gefinn af konungshöndlaninni. Altaristaflan átti sér all-merkilega sögu. Hún kom frá Laugarneskirkju, sem aflögð var 1794. Tafla þessi hafi kirkjunni verið gefin af Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni sem þakklætisvott fyrir gistingu á rannsóknarferðum þeirra á árunum 1752-54. Gistu þeir þá jafnan á kirkjuloftinu.

Sálmaskjöldur

Fyrsta timburkirkjan á Stað varð ekki gömul. Þegar síra Geir Backmann lét af störfum í Staðarprestakalli árið 1850, var hin nýja kirkja þegar farin að láta á sjá. Hún stóð einungis í 22 ár því söfnuðurinn virtist ekki hafa áttað sig á að að nýja timurkirkjan þyrfti viðhald líkt og gömlu torfkirkjurnar.
Fyrir milligöngu síra Þorvalds Böðvarssonar var byggð ný kirkja sumarið 1858. Var hún svipuð þeirri fyrri, en nokkuð stærri, og „altimburhús“ skv. lýsingu 25. júlí 1859. Þótti sérlega vandlega gengið frá þessari kirkju, þrátt fyrir að vera bláfátæk því skuldir hennar voru 586 ríkisdalir og 75 skildingar. Kirkjan stóð allt til ársins 1910. Árið 1979 segir svo um hana: „Litur innan á kirkjunni er farinn að skemmast og þiljur að gisna. listar að ytra börðum eru á stöku stað farnir að fúna eða gisna. Í loptglug 
ga vatnar 2 rúður og niðri í kirkjunni er ein brotin“.
AltaristaflanÁ safnaðarfundi í júni 1888 var rætt um, hvernig stuðla mætti að betri kirkjusókn. Töldu menn nauðsynlegt, að kirkjan yrði flutt í miðja sveit, og var fimm manna nefnd kosin til að athuga málið. Vorið 1900 voru allir nefndarmenn sammála um að láta gera við gömlu kirkjuna á Stað. Á almennum safnarfundi þremur árum síðar var hins vegar samþykkt með öllum atkvæðum að fá kirkjuna flutta sem allra fyrst. Í formlegri atkvæðagreiðslu safnaðarins árið 1906 var samþykktur flutningur Staðarkirkju í Járngerðarstaðahverfi.
Með prestakallalögum 1907 er Krýsuvíkursókn lögð til Staðarprestakalls í Grindavík. Loks er með stjórnarráðsbréfi 21. ok
tóber 1929 Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin sameinuð Grindavík.

Kirkjan

Í júní 1909 samþykkti sóknarnefndin að láta rífa gömlu kirkjuna á Stað þá um haustið og selja timbrið úr henni. Árið áður hafði verið samþykt að ný kirkja yrði reist á flötunni fyrir norðan barnaskólann (Templarann).  Lagt var til að vegur yrði gerður frá sjónum að skólahúsinu til að hægara yrði að flyta efniðvið að kirkjustæðinu. Hönnuðurinn var Rögnvaldur Ólafsson. Tryggvi Árnason, trésmiður úr Reykjavík, bauðst til að reisa kirkjuna og útvega allt efni til hennar að frádregnum ofni, málningu og málverki. Kostnaður yrði 44475 krónur. Verkið hófst um vorið 1909 og um haustið var kirkjuhúsið við Kirkjustíg tilbúið. Var kirkjan vígð af þáverandi biskupi, Þórhalli Bjarnasyni, þann 26. september 1909. Sonur hans, Tryggvi Þórhallsson, lék á orgel og stjórnaði kirkjusöng, og mun það eitt með öðru hafa sett eftirminnilegan svip á kirkjuvígsluna. Kirkjan þótti „einkar snotur“ og bæði rismikil og björt. Var hún byggð úr timbri og klædd að utan með járni. Altaristafla úr Staðarkirkju, sem áætlað hafði verið að setja í nýju kirkjuna, var hins vegar flutt á „fornmenjasafnið“.  Einar Jónsson í Garðhúsum gaf t.a.m. 200 krónur til kaupa á nýrri altaristöflu. Fyrir valinu varð mynd eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Krist stilla vind og sjó. Einar  G. Einarsson, kaupmaður í Garðshúsum, hét því og að gefa kirkjunni orgel. Hann stóð við orð sín og eignaðist hún orgelið árið 1912.
Grindavíkurkirkja„Þann 17. júlí 1910 urðu prófastur, prestur og sóknarnefnd ásátt um, að hin nýja kirkja sóknarinnar, er kom frá Staðarkirkju hinnar fornu og byggð hefur verið austur í Járngerðarstaðahverfi (1909), skuli heita Grindavíkurkirkja og sóknin þá Grindavíkursókn.“
Þegar Grindavíkurkirkja var vísteruð af prófasti vorið 1950, höfðu miklar viðgerðir farið fram á húsinu, og þótti prófasti kirkjan „í alla staði hið fegursta og vandaðsta guðshús vel hirt og vel um gengið“. Um 1960 var skipt um járnklæðningu á kirkjunni og hún máluð að utan og innan, settir í hana nýir gluggar og mátarviðir endurnýjaðir. En kirkjan var þá þegar orðin of lítil fyrir söfnuðinn.
Nú hefur ný kirkja úr steinsteypu verið vígð  í Grindavík horni Austurvegar og Ránargötu, vígð þann 26. september 1982. Undirbúningur að smíði nýju kirkjunnar hófst 1966 og var Ragnar Emilsson, arkitekt, fenginn til þess að teikna kirkjuna.

Grindavíkurkirkja

Fyrsta skóflustungan var tekin 1972. Byggingameistari var Guðmundur Ívarsson. Kirkjan er að grunnfleti 538 fermetrar og að auki er 49 fermetra kjallari. Kirkjuskipið sjálft er 255 fermetrar. Í kirkjuskipi eru þrjátíu bekkir úr oregonfuru og rúmast þar 240 manns. Í norðausturhorni kirkjunnar er skrúðhús. Safnaðarheimilið, 112 fermetrar að grunnfleti, kemur hornrétt á kirkjuna út úr suðurhlið hennar, þar geta kirkjugestir setið við fjölmennar athafnir.
Gamla kirkjan í Járngerðarstaðahverfi fékk um skeið hlutverk leikskóla og má sjá handbragð barnanna á inngarðsveggnum umhverfis hana. Nú, árið 2009, eru haldnir AA og FFO fundir í kirkjunni. Um þessar mundir stendur yfir viðhald á henni í tilefni að væntanlegu aldarafmælinu 26. september n.k.; hún verður m.a. máluð að utan og umhverfið fegrað.

Heimildir m.a.:
-Árni Magnússon: Chorographica Islandica. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta. Annar flokkur, I.2. Reykjavík 1955.
-Geir Backmann; Lýsing Grindavíkursóknar 1840-41.
-Þ.Í. Kirknas. D 2 Gb. sóknarnefndar 1808-1926.
-Stjt. 1929 B. 305.
-Lesbók Mbl 11.02.1968, bls. 10-14 – Staðarkirkja og Staðarklerkar, sr. Gísli Brynjólfsson
-Jón Þ. Þór – Saga Grindavíkur, 1994.
-Staðhverfingabók, Mannfólk mikilla sæva, 1975.

Kirkjugatan

Skipsstígur

Gengið var suður Skipsstíg frá hitaveituveginum út að Eldvörpum, litið á flóraða uppgerða kaflann norðan Lágafells (sennilega atvinnubótavinna og undanfari Grindarvíkuvegarins um Gíghæð, sem lagður var á árunum 1914-1918) og komið við í Dýrfinnuhelli. Segir sagan að þangað hafi samnefnd kona flúið með börn sín eftir komu Tyrkjans 1627 og hafst þar við um tíma (TÞ).

Skipsstígur

Vagnvegshluti Skipsstígs.

Þaðan var beygt inn á Baðsvelli og skoðuð Baðsvallaselin í hraunkantinum og norðan skógræktarinnar á miðjum völlunum, sem og í skóginum. Því miður hafði verið plantað í sumar tóftirnar og eru þær nú að hverfa í skógarbotninn.
Síðan var lagt á brattan og gengið upp um norðanvert Þorbjarnarfell. Þar uppi eru stríðsminjar í syðri dyngjunni. Gengið var áfram upp með henni, í Þjófagjá og síðan haldið niður einstigið, sem þar er. Þegar komið var í Þjófahelli í gjánni fannst bæði hákarl og gamalt Brennivín á kút. Eftir að því hafði verið gerð góð skil var haldið niður með Lágafelli. Útsýni af Þorbjarnarfelli frá gjánni er stórkostlegt í slíku veðri, sem þarna var. Baðsvallaselstígunum var fylgt að Skipsstíg.

Títublaðavarða

Títublaðavarða.

Frá þeim hluta Skipsstígs var gengið áfram yfir að þeim hluta sem liggur fram hjá Títublaðavörðu að Járngerðarstöðum. Þau álög hvíla á vörðunni að henni verði að halda við, annars muni Grindavík illa farnast….

Stígnum var síðan fylgt áleiðis að Járngerðarstöðum, en staðnæmst var við Silfru. Frá Silfru var síðan gengið að næsta húsi í Grindavík og þar þegnar veitingar; páskaöl, brauð og annað meðlæti.
Veður var frábært – lygna og sól.
Gangan tók u.þ.b. 2 og ½ klst.

Baðsvellir

Minjar á Baðsvöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlustaðarétt

 Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923).

Sigurður Gíslason

Sigurður Gíslason við hrossabyrgi við Húsfell.

Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímanna tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni í Þórkötlustaðahverfi, sem lítið hefur verið vitað um – fram að þessu. (Rétt er að geta þess að Þórkötlustaðahverfið í Grindavík er eitt hið fegursta með því nafni á gjörvöllu landinu).

“Þórkötlustaðaréttin, sú sem nú er, var komin, óbreytt að stærð og lögun, þegar ég man fyrst eftir mér. Faðir minn sagði að hún hefði verið hlaðin af Grindavíkurbændum um aldamótin 1900.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin 1. ágúst 2022.

Grjótið var að að einhverju leyti úr Vatnsheiðinni, auk þess sem kom upp úr túnsléttun í hverfinu og áreiðanlega hefur hraunhella verið þarna umhverfis réttina. Hún var síðan endurbætt fyrir nokkrum árum. Réttin hefur ávallt þótt góð til síns brúks.

Fyrrum var fé Grindvíkinga vel á fjórða þúsund á vetrarfóðrum. Féð af fjalli fyllti safnhólfið sem og alla dilka. Urðu bændur að rýma af og til úr dilkunum svo þeir gætu dregið allt sitt fé. Þegar gerðið kom til ofan við réttina greiddist heldur úr þrengslunum. Fjárbóndinn Dagbjartur Einarsson hefur upplýst um heildarfjáreign Grindarvíkurbænda á vetrarfóðrum, en hún mun nú vera 524 um þessar mundir (2007) og er þá allt meðtalið.

Þórkötlustaðarrétt

Gamla Þórkötlustaðarréttin við Efra-Land.

Áður var lögréttin í Krýsuvík, suðvestur undan Arnarfelli (Arnarfellsréttin). Hætt var að nota hana um 1950. Þangað til varð að reka úrdrátt frá Þórkötlustöðum upp í Krýsuvík og var afgangsféð selt þar.

Réttin suðaustan við Bæjarfellið var vorrétt. Þá voru rúningsréttir t.d. á Vigdísarvöllum og í Stóra-Hamradal, sem enn sjást leifar af.

Áður en Þórkötlustaðaréttin kom til réttuðu Þórkötlustaðabændur þar sem nú er grjótgarður vestast innan girðingar Efra-Lands, þ.e. þar í norðvesturhorninu, sem nú er. Þar var Gamla réttin. Í henni var enginn dilkur, einungis gerði. Sjá má leifar hennar ef vel er að gáð. Réttin var mun stærri en ætla mætti, en grjót var tekið úr henni og notað í garðana, sem sjá má ofan við Efra-Land.“

Rétt

Hafur-Björn Molda-Gnúpsson er sagður, ef marka má þjóðsöguna, hafa átt gnægð fjár, enda „efnaðist hann mjög af fé“ eftir draumfarirnar með landvættinum og tilkomu geithafursins í hjörð hans (þess vegna er allt fé Grindvíkinga öðruvísi en annað fé landsmanna), og bræður hans fiskuðu aldrei sem fyrr. Auðguðust þeir bræður bæði af gæðum lands og sjávar.

Þórkötlustaðaréttin

Þórkötlustaðarétt.

Ekki þarf að leita að fjárrétt Hafur-Björns og bræðra því annað hvort hafa þeir ekki þurft að rétta eða sú rétt gæti löngu verið komin undir hraun því ekki eru ófá hraunin við Grindavík, sem runnið hafa eftir að ætt Molda-Gnúps bjó þar eftir árið 934. Fyrstu heimildir um byggð í Þórkötlustaðahverfi er um miðja 13. öld, en þá höfðu hraunin ofan núverandi byggðar runnið og kólnað að mestu.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – skálasvæðið er á milli húsanna.

Við norðvesturhúshornið á núverandi Þórkötlustöðum (Miðbæjar) eru tóftir fornaldarskála að mati Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi (skrifað 1903). Hann skyldi þó aldrei vera eldri, og það jafnvel mun eldri, en gosið ofan við Grindavík árið 1226. Minjarnar, ef vel er að gáð og ef tilgáta Brynjúlfs er rétt, gætu þess vegna verið frá upphafi landnáms í Grindavík.

Neðripartur þessar umfjöllunar tengist ekki umfjöllunni um Þórkötlustaðarétt, nema fyrir það að einungis örkotslengd er á milli hennar og hans.

Fé

Við Þórkötlustaðarétt.