Tag Archive for: Grindavík

Prestastígur

Nafnið Prestastígur er nýlegt heiti á fornri og fyrrum fjölfarinni þjóðleið á Reykjanesi. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið.

Prestastígur

Upphaf Prestastígs ofan Hundadals.

Þegar þessi forna þjóðleið er farin frá Höfnum liggur leiðin frá Kalmanstjörn um Hafnarsand fyrir norðan Presthól og um Kinn, þar sem farið er ofan í sigdalinn upp af Stóru Sandvík, þaðan hjá Haug og yfir Haugsvörðugjá og síðan með rótum Sandfellshæðar. Þar fylgir gatan hraunjaðri Eldvarpahrauns. Á vegi okkar verður þá nýlegur vegaslóði sem er tilkominn vegna lagningar ljósleiðara. Þegar kemur á móts við Rauðhól er farið yfir hraunhaft að hólnum og síðan hjá Eldvörpum og yfir Hrafnagjá og þaðan að Húsatóftum í Staðarhverfi.
Öll þessi leið er vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Víða sést hvar umferðin hefur markað alldjúpar götur í hraunið og lausagrjót hefur verið tínt úr götunni og lagt til hliðar.

Prestastígur

Prestastígur – varða.

Þetta var aðalleið vermanna af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þarna um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda, þótt þeir hafi einnig farið sjóleiðina, en á 17. og 18. öld urðu þeir að sæta því í nokkra áratugi að sækja verslun þangað sökum þess að kaupmenn treystu sér ekki til að sigla til Grindavíkur vegna skipskaða sem urðu þar á fyrri hluta 17. aldar. Þá hefur Sigvaldi Sæmundsson póstur verið þarna á ferð á leið sinni milli Básenda og Grindavíkur en hann var fyrsti póstur sem ráðinn var með skriflegum samningi til póstferða árið 1785.
Hafnir voru fyrr á öldum blómlegur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskapur bæði til lands og sjávar. Vermenn fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kotvogi, en hann gerði út þrjú skip á árunum 1870 – 1880 og voru þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma. Hann byggði steinkirkju þá sem enn stendur á Hvalsnesi, en Ketill átti m.a. alla Hvalsnestorfuna og Járngerðarstaði í Grindavík.

Prestastígur

Prestastígur – Eldvörp.

Landkostum hefur á síðari árum hrakað mjög í Höfnum vegna sandágangs og margir bæir farið í eyði af þeim sökum, þar á meðal Haugsendar, sem fóru snemma í eyði. Haugsendar voru milli Kirkjuvogs og Merkisness, tún þar voru mikil, húsaskipan vegleg og myndarlega búið. Sagnir um mannlíf þar lifa í gömlum húsgangi:

Á Haugsendum er húsavist
sem höldar lofa.
Þar hefur margur glaður gist,
og gleymt að sofa.

Í seinni tíð er farið að nefna þessa fornu þjóðleið Prestastíg en hvergi finnast þess merki í gömlum heimildum. Geir Bachmann lýsir þeim þjóðleiðum sem frá Grindavík liggja í sóknarlýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðalvegi yfir hraunin en segir svo: „Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kallast, liggur upp frá Húsatóftum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá einni sem héðan farinn verður þangað“. Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefnir ekki með nafni.

Prestastígur

Prestastígur ofan Húsatófta.

Prestastígur liggur milli tveggja heimsálfa þar sem hann liggur yfir flekaskilin milli Evrópu- og Norðurameríkuflekanna, sem svo eru nefndir. Því má segja, að þegar Prestastígur er genginn, þá fari ferðalangar frá Ameríku og til Evrópu. Reykjanes er að vissu leyti einstakt í sinni röð þar sem þar er eini staðurinn á jarðríki þar sem sést greinilega hvernig úthafshryggur gengur á þurrt land. Best er að skoða sprungukerfið í Stóru-Sandvík eða sunnan við Valahnúk.
Þegar farið er frá Kalmanstjörn er gengið yfir nokkuð slétt, uppblásið helluhraun. Helluhraun þetta er hluti af stórri dyngju sem jarðfræðingar nefna Sandfellshæð. Í Sandfellshæð er stór gígskál, Sandfellsdalur, og þar á hraunið upptök sín. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir mikil eldsumbrot og öskufall á Reykjanesi á öðrum fjórðungi þrettándu aldar hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg. Í hrauninu ber mikið á hraunhólum sem eru sprungnir í kollinn.
Þar sem Prestastígur liggur hæst er komið fram á gjábrún. Þar heitir Haugsvörðugjá. Uppi á bakkanum vestan megin eru gjallgígahrúgöld og nefnist þar Haugur. Í kringum gígana er þunnt gjallkennt hraun og er það eldra en 8000 ára.

Ef veður er gott er þess virði að taka stuttan útúrdúr og ganga á Einiberjahól sem er ævagamall, stakur gígur skammt sunnan við Prestastíg, suðvestur af Sandfellshæð.
Sunnan undir Sandfellshæð er stakur gíghóll, Rauðhóll og frá honum hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára.

Prestastígur

Prestastígur – brú yfir Hrafnagjá.

Gengið er framhjá Rauðhól og austan við hann tekur við mosagróið apalhraun. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann árið 1226. Þá opnaðist liðlega 10 km löng gossprunga og nefnist hún Eldvörp. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Um tveimur kílómetrum norðar en þar sem Prestastígur fer yfir gígaröðina er allnokkur jarðhiti og þar hefur verið borað á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226. Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Þar sem Prestastígur fer yfir þetta sögulega hraun er það um 1,5 km á breidd. Þá er komið ofan í kima upp í hraunið og fyrst ber þar við stór og mikil gjá er nefnist Hrafnagjá og er hún í svonefndum Tóttarkrókum. Hraunið sem tekur við er blásið helluhraun og úr Sandfellshæð eins og vestar. Í Tóptarkrókum eru forn hlaðin byrgi sem menn vita nú ekki til hvers voru notuð. Austan við Eldvarpahraunið og niður að Húsatóftum ber mikið á stórum opnum gjám. Fyrst er nefnd Hrafnagjá. Ofan hennar er svonefnt Sauðabæli. Neðar er Miðgjá og næst Húsatóftum er Hjálmagjá. Komið er inn á vestanvert heimatúnið (golfvöllinn) í skarð á gjánni.

Heimild um jarðfræði:
-Kristján Sæmundsson. Jarðfræðikort af Svartsengi, Eldvörpum og Reykjanesi.

Ólafur Sigurgeirsson tók saman.

Á Prestastíg

Geldingadalur

Fjallað er um örnefnið „Meradali“ á Vísindavefnum:

Hraun

Hraun – Festarfjall (t.v.) og Lyngfell (t.h.).

„Í landi Hrauns austan við Grindavík, í fjalllendinu austan við hina heimsfrægu Geldingadali, er djúp dalkvos sem ber heitið Meradalir. Þegar þetta er ritað er hraun tekið að renna þangað eftir að nýjar gossprungur mynduðust norðaustan við Geldingadali. Hvorugir dalanna eru raunar miklir dalir eins og heitið gæti bent til en tekið fram í örnefnalýsingu Hrauns að hugtakið sé hér einnig notað um brekkur og kvosir.

Borgarhraun

Sel við Selskál.

Meradölum hefur verið lýst sem „gróðurlitlum leirflötum“ og sennilegt að þar hafi jarðvegsrof verið umtalsvert. Svæðið var notað til beitar, einkum að sumarlagi en sel frá mörgum jörðum í Grindavík voru austan við dalina, á svonefndum Selsvöllum auk þess sem örnefnið Selskál skammt vestan við gosstöðvarnar bendir til selstöðu. Þótt ótrúlegt megi virðast var einnig eldiviðartekja í nágrenninu sem er í upphafi 18. aldar sögð reitingur af lyngi, hrísi og slíku lítilvægu.

Geldingadalur

Geldingadalur fyrir gosið 2021.

Meradalir er djúp dalkvos í landi Hrauns. Bæði merar og geldingar, þá líkast til sauðir, hafa gengið á þessu svæði frá örófi alda.  Örnefnið Meradalir eitt og sér er auðskilið og kemur kannski engum á óvart að bæði merar og geldingar, þá líkast til sauðir, hafi gengið á þessu svæði frá örófi alda. Fleiri búsmalanöfn af þessu tagi fyrirfinnast raunar í landi Hrauns, til dæmis Tryppalágar, Hrútadalur, Nauthóll og Kúalágar. Á hinn bóginn ber að hafa í huga að hér hafa sennilega ekki verið mjög stórir fjárhópar á fyrri öldum (þótt fjölgað hafi á 19.-20. öld) og tæplega nein stóð í Meradölum.

Hraunssel

Hraunssel Sandfell og Höfði fjær.

Almennt séð eru landgæði rýr á þessum slóðum, enda hefur sjávarútvegur lengst af verið aðalatvinnuvegur í Gullbringusýslu en ekki landbúnaður og byggðin grundvallast á honum – ekki síst í Grindavík. Búfjárfjöldi er lítill svo langt sem tölur ná og til að mynda taldi bústofn Hrauns ekki nema tvo hesta og eina meri þegar jarðabók var rituð í upphafi 18. aldar – en auk þess þrjá sauði, fjórar kýr, ellefu ær, nokkrar gimbrar og lömb. Allt sauðfé gekk úti um 1840 og þá voru hvorki til fjárhús, beitarhús né fjárborgir í sókninni. Hesthús hafa áreiðanlega verið sjaldgæf líka og líklega hafa merar sem og önnur hross gengið úti árið um kring.

Nauthóll

Nauthóll í Fagradal.

Meradölum hefur verið lýst sem „gróðurlitlum leirflötum“. Þeir sjást hér vel á loftmynd sem tekin var 5. apríl 2021 þegar hraun tók að renna niður í dalina. Meradalirnir breiða úr sér þar sem hrauntungan endar vinstra megin fyrir miðri mynd. Hægra megin á myndinni sést hraunið í Geldingdölum.

Selsvellir

Selstóftir á Selsvöllum.

Til marks um beitargæði eða öllu heldur skort á þeim er tekið fram í sóknarlýsingu að á Suðurlandi finnist eigi jafngraslítil og gróðurlaus sveit. Sömuleiðis er fullyrt að á Hrauni sé ekki höfð nokkur skepna heima á sumrum vegna beitarskorts heldur allir hestar daglega fluttir langt í burtu, „…á bak við Fiskidalsfell, þó brúka eigi strax að morgni“, en fellið er heldur vestar en dalirnir sem hér eru til umræðu. Kannski geyma Meradalir vísbendingu um slíkar nytjar, og eru þá kannski helst vitnisburður um skort á landgæðum og að augu manna hafi beinst að hverjum einasta bletti sem gat fóðrað skepnu eða tvær.“

Rétt er að geta þess að örnefnið „Merardalir“ eru jafnan notað í fleirtölu vegna þess að dalirnir eru tveir; Meradalur og Syðri-Meradalur (Fremri-Meradalur). Slíkt og hið sama gilti og um Geldingadalina.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81496

Fgaradalsfjall

Fagradalsfjall og nágrenni – örnefni skv. herforngjaráðskorti 1906.

Hrútagjárdyngja

Í Hrútagjárdyngjuhrauni er gígur í gígaröð og falleg hrauntröð út frá honum. Heimildir herma að í hrauntröðinni sé lítill hellir eða stór skúti. Í honum er hlaðið undir bæli. Mosagróin hrossabein eru við opið. Ætlunin var m.a. að finna staðinn – og kíkja á gíginn.
Gígurinn og hrauntröðinHrútadyngjuhraun varð til í Hrútagjá fyrir u.þ.b. 5000 árum síðan. Lítið fell suðaustan við Sandfell nefnist Hrútafell. Það gæti hafa dregið nafn sitt af gjánni – eða öfugt.
Annars er Hrútagjár(miðkjarna)svæðið stórbrotið jarðfræðifyrirbæri. Glóandi kvikan hefur þrýst yfirborðinu upp þannig að fyrrum slétt helluhraunið myndar nú líkt og næstum lóðrétta veggi umhverfis hana, einkum að norðaustan- og suðvestanverðu. Gígurinn er nú hringlaga tjörn þar sem kvikan hefur storknað líkt og tappalaga lægð. Í jöðrunum eru djúpar gasuppstreymisrásir. Þegar hraunkvikan leitaði frá uppsprettunni lá leið hennar um traðir, sem nú eru mest greinilegar næst gígnum. Gífurlegur hraunmassi kom upp í gosinu og myndaði hann allt undirlendið, allt að Óttarstöðum í útnorðri (norðvestri) og að jöðrum Þráinsskjaldar (sem einnig er dyngja) í vestri. Nú er Hrútagjárhraunið þakið birki og víði, lyngi, fjalldrapa, grasi og öðrum þeim plöntutegundum er prýtt geta gamalt hraun hér á landi.
Í HrútagjáTil að auka enn á áhrif dyngusvæðisins seig landið vestan við hana og myndaði sigdal á milli misgengja. Um er að ræða sama virknisreinina og sjá má á Þingvallasvæðinu. Svæðið hefur væntanlega sigið einna mest á síðari öldum því nýrri hraun bæði fylla sigdalinn og efri brúnir hans beggja vegna. Um hefur verið að ræða þunnfljótandi helluhraun, nálægt 1/2 meters þykkt, sem nú er nær eingöngu þakið þykkum hraungambra. Þetta hraun kom upp á sprungurein Trölladyngjusvæðisins líkt og önnur hraun á svæðinu eftir að dyngjugosinu sleppti. Vestar er gígaröð utan í Trölladyngju, við Mávahlíðar, en það hraun rann m.a. niður Einihlíðar, og síðan gígaraðir austan við Fíflavallafjall og loks þessi, sem hér var ætlunin að skoða nánar. Að öllum líkindum er hér um að ræða hluta af gígaröðinni er myndaði Ögmundarhraun að sunnanverðu og Kapelluhraun að norðanverðu árið 1150. Hraunið við þennan hluta er ekki óáþekkt þessum hraunum og gróningarstaðan svipuð. Gígaröðin er um 25 km löng og nær frá Núpshlíðarhorni í suðri að Helgafelli í norðri.
Misgengisveggurinn að vestanverðu - Fjallið eina fjærSkammt austan gígaraðarinnar er gjá, sem þunnfljótandi hraunið hefur náð að fylla að hluta. Útsýni til norðurs er stórbrotið; hamraveggir og kollurinn á Fjallinu eina í fjarska. Til norðvesturs má sjá Mávahlíðahnúk og Mávahlíðar sunnan hans. Norðlingahálsinn skagar útnorður úr Sveifluhálsi. Vestan hans er falleg klettamyndun. Skammt raunsunnar eru Köldunámur.
Í leiðinni var komið við í hluta Hrútagjárinnar og gjáin fetuð með háa bergveggina til beggja handa. Gjáin gefur Almannagjá og Hrafnagjá lítið eftir hvað mikilfengleik varðar.
Eftir að áð hafði verið í stærsta gígnum var röðinni fylgt til norðurs. Víða mátti sjá göt í gjám, en í jarðfalli einu miðlungsstóru var lítið op. Þar undir niðri virðtist vera stór hellir. Ekki varð komist þangað niður nema með aðstoð reipis. Ætlunin er að fara þangað fljótlega og skoða fyrirbærið. Stærðin gefur von um merkilegheit.
Flóraður stígurKlettamyndanir utan í vestari hamraveggnum eru stórbrotnar. Þrátt fyrir nákvæma leit utan í honum fannst hvorki skúti né lítill hellir. Þegar stefnan var tekin upp á austari brún misgengisins tók við úfnara mosahraun, en þó ekki ógreiðfært. Ljóst er að víðast hvar á svæðinu geta verið rásir og skútar, sem nýta hefði mátt sem afdrep eða skjól um tíma, a.m.k. bentu ummerki austan hraunbrúnarinnar til þess. Þar var hlaðið gerði og flóraður stígur að því – sennilega eftir einhvern nútímamanninn.
Hrútagjárdyngjan sem og hraunasvæðin milli Hálsanna eru stórbrotin útivistarsvæði og koma sífellt á óvart hvað fegurð og mikilfengleik varðar. Að þessu sinni var umhverfismyndin einstök á að líta því hitinn frá sólinni náði að endurheimta regnvatnið frá deginum áður. Við það varð fagurgrænn mosinn smám saman grár, auk þess sem gufan steig svo til beint upp af honum í logninu.
Ætlunin er að fara fljótlega aftur á vettvang og þá skoða hellinn, sem fengið hefur nafnið Ellefuhundruðogfimmtíu, betur með aðstoð hellamanna.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Hrútagjá

Hellan

Eldsmiðjan er nafn á helli undir Hellunni norðan Kleifarvatns. Vatnið hefur grafið sig þarna inn í laust brotamikill þarna í sunnanverðum og gengur brimlöðrið langt upp í kletta.“ Eru skrif hans í heild annars staðar á vefsíðunni.
Í ferð Óskars HelluhellirSævarsson í Saltfisksetrinu með Bögga á Akri um þjóðveginn fyrir skömmu sagði hann Óskari frá því þegar hann var þarna með föður sínum sem gutti c.a. 10 ára. Þá var kallinn að vinna við að leggja veginn og þeir notuðu hellinn sem eldsmiðju. Var hellirinn því alltaf kallaður Eldsmiðjan. Í seinni tíð hefur hann jafnan verið nefndur Helluhellir því hann er undir Hellunni svonefndu. Þeir voru með hlóðir og fylltu að kvöldi með rekavið, létu loga yfir nótt, og að morgni voru glóðir sem entust til að laga og gera við t.d. brotin fjaðrablöð og fleirra sem aflaga fór.bergið áður en þjóðvegurinn kom til sögunnar árið 1944. Þá skrifaði Árni Óla m.a.: „Vegurinn á fyrst að liggja undir klettunum suður í vikið fyrir norðan Stapann innri. Þarf hann að vera hár yfir vatnsborð það, sem nú er, ef duga skal. Bæði er að vatnið getur hækkað mikið frá því sem nú er, og svo er öldugangur þarna mikill“. 

Óskar man eftir því að hafa komið þarna þegar hann ásamtÍ Helluhelli öðrum voru að smala úr Breiðdal og með Stöpunum niður að Lambafelli, sem oft var gert daginn fyrir fyrstu göngur. Þá var matast þarna í aftakaveðri og Láki heitinn í Vík kallaði hellinn
,,Eldsmiðjuna“. Var hann sjálfur að öllum líkindum þarna við vinnu á sínum tíma.
Hellir þessi hefur að öllum líkindum fyrst verið nýttur þegar vegagerðarmenn komu að honum, en áður náði vatnið oftast að honum.
Hellinn notaði m.a., að sögn Láka, Guðmann (Haraldur) á Hamri, sem var eldsmiður og var t.d. með smiðju í skúr bak við Hamar, þegar unnið var að vegagerðinni og í honum áðu síðar meir veghefilsstjórar er voru við vinnu sína á veginum.
Nemendur í Vinnuskólanum í Krýsuvík á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar kölluðu hellinn jafnan Hellinn, en í seinni tíð hefur hann verið nefndur Helluhellir.

Helluhellir

Helluhellir.

Austurengjahver

Austurengjahver í Krýsuvík er stærsti gufuhver landsins. Hverinn varð til í jarðskjálfta 1924.
austurengjahver-992„Oft má sjá bronslitaða slikju eða skán með málmgljáa ofan á leir í leirhverum og samskonar skán ofan á leirugu vatni. Þetta efni er brennisteinskís. Í Austurengjahver á Krýsuvíkursvæði og leirpyttum norður af honum er slík skán áberandi. Hún breytist stundum í froðu sem flýtur ofan á vatninu. Brennisteinskís hefur eðlisþyngd nálægt 5 og þess vegna ekki við því að búast að hann fljóti á vatni eins og raunin er. Orsakarinnar er líklegast að leita í örsmáum loftbólum vetnis sem loða við brennisteinskísinn. Þetta vetni myndast þegar brennisteinsvetni í gufunni og járn í vatninu bindast og mynda brennisteinskís. Í hveraleir frá Krýsuvík hafa fundist tvær koparsteindir, langít, sem er koparsúlfat, og kóvellít, sem er koparsúlfíð (Stefán Arnórsson 1969). Kóvellít hefur einnig fundist í Námafjalli. Þegar langít fannst fyrst í Krísuvík fyrir miðja síðustu öld var það nefnt krýsuvigít. Seinni athuganir sýndu að hér var um að ræða koparsteindina langít.

brennisteinskis

Kóvellít er auðþekkt á svarbláum lit. Það finnst innan um hreinan brennistein. Þar sem kóvellít er að finna í brennisteini slær stundum á hann grænleitum blæ úr fjarlægð séð. Langít er einnig auðþekkt. Það finnst í gifshraukum. Á yfirborði er það að sjá sem svargrænar klessur en verður ljósgrænt í fersku brotsári. Hveraleir hefur verið notaður nokkuð hér á landi til leirmunagerðar. Hann er þó ekki hentugt hráefni vegna þess hve misleitur hann er og i litlu magni á hverjum stað. Ef brennisteinn er í leirnum myndast brennisteinstvíoxíð (S02) við brennslu hans. Það er skaðleg lofttegund og mjög tærandi, þannig að brennisteinn í leir gerir hann nánast ónothæfan til brennslu. Auk þess spillir vinnsla hveraleirs útliti jarðhitasvæða og náttúrulegum jarðhita.“
austurengjahver-993Eftirfarandi frásögn Brynjólfs Magnússonar um Krýsuvík er sagt frá aðdraganda að myndun Austurengjahvers. Frásögnin birtist í Íslendingi 1924.
„Ítarleg frásögn séra Brynjólfs Magnússonar um jarðskjálftana og leirhverinn nýja.
Á sunnudaginn var, 7. þ. m., fór eg til Krýsuvíkur til þess að halda þar guðsþjónustu, svo sem eg er við og við vanur á sumrum. Þegar upp í »hálsana« kom, miðja leið til Krýsuvíkur, mælti eg húsbóndanum þaðan. Heilsuðumst við fyrst og spurðumst almæltra tíðinda. Loksins segir hann eftir nokkra þögn: Ja, mikið hefir nú gengið á hjá okkur uppfrá í vikunni. 

austurengjahver-994

Jörðin hefir skolfið, björgin hrunið, landið rifnað og fram oltið reykjarmekkir og ólyfjan með dunum og dynkjum, svo helst leit út fyrir, að alt ætlaði að keyra um koll. Eg held eg geti ekki haldist við þarna lengur, ef þessu á fram að fara og vildi helst, að eg væri kominn í burtu með alt mitt. Eg gerði hæfilegan frádrátt í huga mínum, en sá þó á svip mannsins og alvörubragði að eitthvað merkilegt hafði komið fyrir og hann orðið fyrir merkum og óvenjulegum viðburðum. Við kvöddumst og eg hélt áfram leiðar minnar.
Þegar upp að Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ kom, heyrði eg sömu tíðindin af fólkinu, og sá, að því hafði öllu orðið meir og minna um, Jarðskjálftarnir austurengjahver-995höfðu staðið yfir meira og minna alla vikuna. En stærsti kippurinn hafði komið á fimtudaginn þ. 4. sept. Var fólk frá Stóra-Nýjabæ þá statt á engjum við heyvinnu suður af Kleifarvatni. Virtust því kippirnir koma frá suðvestri og ganga til norðausturs. Gekk jörðin sem í bylgjum, svo naumast varð staðið. Stóð maður við slátt og ætlaði að styðja sig við orfið, ei hann riðaði og féll aftur fyrir sig. Annar sat á engjum við kaffidrykkju, en alt í einu þeyttist alt kaffið upp úr bollanum, svo að hann hafði ekkert. Steinar hröpuðu úr fjöllunum umhverfis, sem kváðu við af dunum og dynkjum, svo kvikfénaður ærðist og hljóp um skelfdur í hnapp eða flúði í burtu af svæðinu, sem hann var á.

austurengjahver-996

Heima fyrir á bæjunum flúði fólkið út, sem þar var, með því að það hugði að þeir mundu hrynja. Ekki varð þó af því, en alt lauslegt féll niður af þiljum og hillum, og það sá eg, að grjót hafði kastast úr hlöðunum, grasgrónum veggjum og varpi sprungið fram á einum stað við kálgarðinn í Stóra-Nýjabæ. Eftir þennan stærsta jarðskjálftakipp tók fólkið eftir því, að reykurinn í gömlum hver, sem kallaður hefir verið Austurengjahver og er í norðaustur frá Stóra-Nýjabæ, svo sem 15—20 mínútna gang, hafði stórkostlega aukist.

austurengjahver-997

Hafði þarna áður verið smá uppgangur fytir jarðgufu og lítið tokið úr, en nú hefir myndast þar afarstór leirhver. Fór eg þangað að gamni mínu, áður en eg hóf hið eiginlega sunnudags starf mitt að tala til fólksins og fékk hinn bezta texta og ræðuefni til að minna á mikilleik náttúrunnar, en vanmátt mannanna og þörf fyrir örugt trúartraust á alvörustundum, er hún hamast með sínum blindu og tilfinningarlausu öflum.
Hverinn er eins og áður segir í norðaustur frá Nýjabæ, en þvert austur frá hverahúsinu gamla, svo sem 10 mínútna leið frá Krýsuvíkurveginum, er liggur úr Hafnarfirði. Er hann austanvert í stóru melholti í Krýsuvíkurdalnum, suður af Kleifarvatni og gufumökkurinn langa leið frá. — Hefir jörðin þar rofnað og myndast skál nokkuð aflöng, frá suðvestri til norðausturs, á að giska 4 X 8 faðma. Er skálin full að börmum af þykkri stálgrárri hveraleðju, sem líkist þykkum sjóðandi graut. Sér ekki ofan í skálina, nema endrum og sinnum fyrir gufunni, sem í sífellu brýst upp gegnum leðjuna með miklum hávaða og þeytir henni hátt upp í loftið, 2 — 3 mannhæðir, að því er mér virtist. Byrjar gufugosið með því, að leirleðjan bungar upp á stóru svæði í austurhluta hversins, svo af verður stór hálfkúla, líkt og hrokkinn, grár þursahaus gægist upp. Alt í einu springur hausinn með heljar andkafi og reykurinn þeytur upp í allar áttir hausbrotunum.
Svo taldist mér til að umbrot þessi austurengjahver-998eða gos endurtækjust 15 sinnum á mínútu. Ekki gýs annarstaðar í melholtinu svo teljandi sé, en víða eru op og augu kringum þennan aðal þursahver, sem rýkur upp úr. En þó ekki sé annað merkilegt en að hann hefir myndast við þennan síðasta jarðskjálfta, er hann vel þess verður, að gera sér ferð að skoða hann, fyrir þá, sem gaman hafa óvanalegum náttúrufyrirbrigðum og stórkostlegum. Og betri er hann en nokkurt »Bíó», og það sem mér heyrðist karlinn segja er hann rak upp hausinn í dagsljósið og flutti prédikun sína, fanst mér ólíkt áhrifameira, en mörg hver prédikun, er eg áður hefi heyrt hjá ofanjarðarklerkum, og það þó allandheitir hafi verið. Þar hafði sá orðið, sem skil kunni á hlutunum í neðri byggðum.“ – Reykjavík, 9. sept. 1924. Brynjólfur Magnússon.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 50. árg., 3.-4. tbl., bls. 176.
-Náttúrufræðingurinn, 66. árg. 1996-1997, 3.-4. tbl.bls. 189-190.
-Íslendingur, 10. árg. 1924, 40. tbl., bls. 2-3.
-Heimskringla, 61. árg. 1946-1947, 15. tbl. bls. 5.

Austurengjahver

Við Austurengjahver.

Eldvörp

Ætlunin var að fara með stiga og luktir upp í sunnanverð Eldvörp norðvestan Grindavíkur.
Vörpin Sunnanverð Eldvörperu innan umdæmisins líkt og u.þ.b. 90% af öðrum gígum og fjöllum/fellum á Reykjanesskaganum. Þar eru tvö u.þ.b. 8 og 12 metra djúp göt – ekki svo langskilin, ókönnuð mönnuð hingað til. Þótt vegarlengdin frá byggð sé ekki mikil, eða nálægt 5 km, hefur maðurinn aldrei (svo vitað sé) stigið fæti niður í þessa staði. Hér var því ætlunin að fara um tvö af ókönnuðum svæðum jarðarinnar. Síðast þegar farið var á vettvang reyndist stiginn vera einstigi og því ónothæfur nema aðra leiðina. Nú átti að skoða hið undirleynda og kanna hvort tenging geti verið með opunum og einnig hvort mögulegt gæti verið að nýta þau sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn á þessum slóðum því nyðra opið verður að teljast einstakt á heimsvísu. Að vísu gæti Þríhnúkagígurinn jafnast að nokkur á við hann, en ekki að öllu leyti.
Gengið var frá Sandfellshæðardyngjunni suðaustanverði inn í Eldvarpahraunið vestanvert. Stefnan var tekin á Rauðhól – en þá birtist hið óvænta. FERLIR hefur um skeið leitað fornrar leiðar frá Prestastíg um norðanverða Sandfellshæð til Hafna. Þarna birtist hún óvænt. Fallin varða, greinilega forn, er á hraunhól utan í hæðinni, en frá henni til suðausturs liðast mosavaxin gata niður hæðina áleiðis að hraunbrúninni. Þegar henni var fylgt áleiðis að austanverðum Rauðhól varð hún greinilegri og síðan augljós. Hún liggur með hraunbrúninni og síðan upp á hana þar sem helluhraunslétta ber á millum, þá yfir hraunhaft og á Prestastíg. Þessi leið hefur verið sú stysta fyrir kunnuga er vildu fara millum Grindavíkur og Kirkjuvogs. Líklega hefur presturinn á Stað margsinnis farið þessa leið milli kirkna sinna því líkast til munar einum 5 km á henni og hinum hefðbunda Prestastíg, eins og hann liggur nú.
Nú var stutt yfir í götin fyrrnefndu í Eldvörpum.
Eldstöðvar á Reykjanesskaganm eru ýmist dyngjur eða gjall- og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Þegar horft var til baka bar Sandfellshæðardyngjan hæst. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Elstu og minnstu dyngjurnar eru upprunnar á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar ná yfir allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins.
Framundan voru Eldvörpin – gígaröð. Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Erling undirbýr niðurgönguKerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina. Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér. Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar. Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma. Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það.
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið Botn syðri gígsinsgráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við Nyrðri gígurinnsíendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið.
Stærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500- 13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð.
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni. Eldborg undir GKlepramyndanireitahlíð fyrir austan Krísuvík er dæmigerð eldborg. Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.
KlepramyndanirErlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla.
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru Klepramyndanirsjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir.
Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga. Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa.
Komið var syðra gatinu, utan í vestanverðum Eldvörpunum. Stiginn var lagaður að niðurferð. FERLIRsfélaginn Erling varð fyrstur til að feta leiðina niður. Þar sem ekki er vitað um annan er þangað hefur komið verður ekki hjá því komist að nefna gíginn ERLING. Þegar niður var komið kom í ljós grænn Byrgimosavaxinn botn og fallegar rauðlitaðar klepramyndanir á veggjum. Niðri hallar undir, en einungis á einum stað er grönn stutt rás. Engin bein, hvorki dýra né manna voru sjáanleg í gólfinu. Einstakt var að horfa upp um rásopið til bláleits einfaldleika himinsins. Rásin virðist hafa verið leið fyrir glóandi hraunkviku til hliðar við megingíginn, sem er skammt austar. Hann er aflangur og auðveldur umgangs.
Hitt gatið er hins vegar miklu mun tilkomumeira og gefur vonir um opinberun fyrir miklu mun fleiri – þegar tímar líða. Um er að ræða stakan gíg á sprungureininni utan í gjallhól. Gígurinn hefur tæmst eftir að goshrinunni lauk og eftir stendur einstök formfögur jarðmyndun; fagurrauð, glerjuð að hluta, u.þ.b. 10-12 metra djúp. En þar sem stiginn var ekki nema tæplega 8 metra langur gaf auga leið að niður í gíginn yrði ekki komist á honum. Sennilegast væri auðveldast að nota línu til að komast niður á botninn. Stallar eru með börmunum, en þverhníft þess á millum. Neðst hallar undir er gefur von um op út. Þessi gígur, er verður að teljast einn hinn fegursti og tilkomumesti á Reykjanesskaganum, bíður þess að verða kannaður. Ef af vonum lætur mun það verða fljótlega (því FERLIR hefur þegar haft samband við þjálfað sigfólk til verksins). Aðgengi með stigaverki í þennan gíg yrði gígaódýrari en fyrirhuguð málmmannvirki í Þríhnúkahelli – og margfalt áhrifaríkari.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Ómarsdóttir – apríl 2007.

Mannvistraleifar

Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn.
Í toppi þess er Thjofagjahamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar.
Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Einstigið um Þjófagjá (misgengið) er auðratað, sé rétt að farið…

Þjófagjá

Þjófagjá.

Litli-Hamradalur

Upplýsingar höfðu borist um að efst á Núpshlíðarhálsi væri steinn. Í hann hafi verið grópuð hola. Aðrir lausir steinar eru þar hjá. Líklegt mætti telja að þarna hafi verið stöng á landamerkum enda bendi heimildir til þess??
GatiðÁgreiningur hefur verið um merkin þarna, millum Ísólfsskála og Hrauns. Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir m.a.: „Úr fjöru við Festargnípu vestan við svonefndan Skálasand til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, svo til austurs í miðja suðuröxl á Borgarfjalli. Síðan sama sjónhending austur Selvallafjall að merkjum Krýsuvíkur og þá suður að Dágon.“ Samhljóða texti er í landamerkjabréfi frá 1890, samþykkt af á Hrauni af fólki frá Hrauni. Austurmörkin eiga skv. þessu að vera um „Selsvallafjall“, sem er ofan Selsvalla, norðarlega í Núphlíðarhálsi.
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun segir um sömu merki: „…úr austanverðu Festarfjalli úr berggang, sem þar er, og nefndur er Festi. Er það alláberandi stuðlabergsgangur, hálsfesti tröllkonu nokkurar, þaðan beint norður yfir fjallið í Mókletta, sem vegurinn liggur nú í gegnum. Þaðan beint austur í Skarðvallaháls, norður í svonefndan Sogaselsdal…“ Hér er getið um „Skarðvallaháls“. Hann er sunnarlega í Núphlíðahálsi, eða skammt norðan við þar sem gamli vegurinn fór um skarð á hálsinum fyrrum.
HrafnÆtlunin var að skoða vettvang  þar sem gatsins er getið og kanna verksummerkin með hliðsjón af lýsingum beggja jarðanna.
Lagt var af stað upp úr Litla-Hamradal og gengið á Hálsinn. Uppgangan var auðveld með því að þverskera hlíðina jafnt og þétt upp á við. Hrafnaflokkur fylgdist með úr lofti. Þegar komið var upp fyrir Selsvelli (ofan Selsvallafjalls) var hálsinum fylgt til suðurs uns komið var að nefndum steini. Ekki þurfti mikla skoðun til að sjá að hér var um að ræða skessuketil í móbergsbjargi. Þeir myndast þannig að laust grjót (steinn) úr hraðara bergi nær að fá vindinn til að leika við sig, velta sér um og fram og til baka uns hann myndar smám saman skál eða holu í bergið. Síðan hjálpa vatn og frostverkun til við að stækka ketilinn. Þegar holan er orðin það djúp að vindurinn nær ekki niður í hana fyllist hún smám saman af sandi og gróðri. Engin mannanna verksummerki fundust þarna. Þá kom staðsetningin ekki heim og saman við fyrrnefndar lýsingar á mörkum Hrauns og Skála.
Á NúphlíðarhálsiSkv. upplýsingum
Guðmundar Guðmundssonar, bónda, Ísólfsskála, er umhverfinu af Núphlíðahálsi lýst þannig: „Á Selatöngum var sundmerkið þannig, að Dagon átti að bera í Litlabólið í Núpshlíð. Vestur af Lambastapa er berg og ekki undirlendi. Undir því bergi er nefnt Skálasandur. Vestar er stuðlabergsgangur, sem heitir Festi. Þaðan á Þórir haustmyrkur að hafa numið land austur í Selvog, og nú eru hér meki móti Hrauni.
Nú tökum við aðra umferð og byrjum enn austan frá. Upp af Selatöngum er hraunið nafna- og auðkennalítið, frekar jafnlent, þó ekki sé það slétt. Merkin eru hér línan úr Dagon í Trölladyngjurætur að vestanverðu, en Trölladyngja er útbrunnið eldfjall. Hraun á ekki svo langt til norðurs. Núpshlíðarháls, sem reyndar vafi er, hvort Hraun á í. Hlíðin sunnan í hálsinum heitir Núpshlíð. Þar uppi er hið forna Vigdísarvallaland. Á móti þar austast er fjallshlíðin nefnd Skalli, og er það í Vigdísarvallalandi. Vestur af því er smárauf nefnd Litlaból lítið fjárból, er blasir vel við frá Selatöngum, enda innsiglingamið þar á leguna.
Þar upp af er lægðin nefnd Dalur og upp, og ofan eða austanvert við há-Núpshlíð heitir Langagörn. [Annar staðar segir Ísólfur NátthagiGuðmundsson: Krossgil er vestanverðu í Stóra-Hamradal, er í Vesturhálsi.] Hún liggur meðfram dalnum alla leið að Vigdísarvöllum, breytir þar um útlit og nefnist innst Litli-Hamradalur. Vel má vera, að öll Langagörn sé í Krýsuvíkurlandi, en ég set hana hér, því annars glatast hún. Vestar og hærra en Litlabót er Stórabót. Það er móhella. Þar austur og upp af er Skálagörn, skora, er liggur til norðurs. Þar er vinkilbeygja á gamla veginum. [Loftur Jónsson segir um þetta í sinni lýsingu: „Skálagörn er jarðsig suð-suðvestan í Núphlíð og liggur frá jafnsléttu að gamla veginum norðan Núphlíðar. Móklettur eða hella í hlíðinni að vestan heitir Stóraból. Skalli er hnúkur sem gengur í suður úr Núphlíð og er hann á mörkum Vigdísarvalla og Ísólfsskála. Vestan Skalla er kvos þvert yfir Núphlíð sem heitir Langagörn (Vallagörn). Vestan undan Löngugörn fremst er klettur sem heitir Litlaból.

Brak

Vestan Skalla er kvos sem heitir Dalur (og þar fyrir norðan kemur Vallagörn eða Langagörn sem nær norður fyrir Litla-Hamradal… Núphlíðarháls nær frá gömlu götunni í Núphlíð og fremst í Krossgil. Krossgil er fremst í Stóra-Hamradal og þar fyrir austan er Lyngkrókur. Að kunnugra manna sögn þá er Leggjabrjótshraun vestan við Höfða en Grákvíguhraun á milli Höfða og Núphlíðarháls. Á korti er Leggjabrjótshraun sagt austan Höfða og er það sennilegra því þar er hraunið úfið og illt yfirferðar en vestan Höfða er það tiltölulega slétt.]
Vestan við Núpshlíð er hraunspilda, sem heitir Grákvíguhraun og nær vestur að allmikilli hæð, sem nefnd er Höfði. Við suðurenda hans er vegurinn allknappur og heitir þar Méltunnuklif. Er sagt, að þar hafi eitt sinn farið méltunna af hesti og niður fyrir.“
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun (Gísli Hafliðason) segir: „Bærinn stendur við sjó vestanvert við Hraunsvík, rétt utast við hana vestanverða. Merkjalína sú, sem Gísli gaf mér upp (og fyrr er getið um), var þannig: úr austanverðu Festarfjalli úr berggang, sem þar er, og nefndur er Festi. Er það alláberandi stuðlabergsgangur, hálsfesti tröllkonu nokkurar, þaðan beint norður yfir fjallið í Mókletta, sem vegurinn liggur nú í gegnum. Þaðan beint austur í Skarðvallaháls, norður í svonefndan Sogaselsdal… Ef tekin er önnur lýsing, þá ber henni saman að vestan og norðan og að austan, nema, að þar eru merkin frá Selsvallafjalli samhliða Krýsuvík, þar til ber saman miðsuðuröxlin á Borgarfjalli og Móklettar.

Varða

Verður þessi lýsing því örugglega af einhverjum hluta Skálalands líka, sbr. þinglesin merki, því ég held þau fyrri séu ekki þinglesin, þó ég sé engan veginn viss um það… í Þrengslum þessum eru rústir eftir Hraunssel. Þar var haft í seli endur fyrir löngu frá Hrauni. Sandfellið er stórt fell. Hér nokkru norðar slítur hraunhaft þrengslin í sundur, og heitir þar norðar Selsvallafjall, og Selsvellir er gróið landsvæði þar, fallegt um að sjá… Austur frá Hvernum eina eru Grænavatnseggjar. Eru þær framhald af Selsvallafjalli. Undir hömrum í þeim eru Kúalágar. Hér inn með hálsinum heitir Bergháls. Hann er framan við Trölladyngju. Þaðan sést á Höskuldarvelli, og er bratt niður á þá. Smákonu-  eða  Spákonuvötn eru tvö eða þrjú, innan við Grænavatn í Sogunum.“
SelsvellirLoftur Jónsson segir um merkin í sinni örnefnalýsingu: „Austast í Siglubergshálsi eru móbergshnúkar og heita Móklettar. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru úr Eystrinípu í Festi og í norðurhnúk Mókletta. Þar er merki klappað í móklöpp. Þaðan eru merkin í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Síðan ber landeigendum ekki saman um landamerki. Eigendur Hrauns segja þau í vörðu á Núphlíð og síðan norður í Sogaselsdal. Eigandi Ísólfsskála segir þau úr öxl Borgarfjalls og í Selsvallafjall og þaðan í Sogaselsdal.“ Finna þarf fyrrnefnda vörðu eða leifar hennar.
Komið var við í Hraunsseli í veðurblíðunni. Síðan var haldið upp á Hálsinn á ný. Í gróinni hlíðinni er hvammur, sennilega nátthagi frá selinu. Efst á Hálsinum, skammt norðan við selið, fannst brak úr Hudson-flugvél, sem fórst þar á stríðsárunum. Hún tilheyrði 269. flugsveit Breta. Slysið er, skv. slysaskýrslunni dags. 10.06.1943, staðsett í Driffelli. Flugstjóri var J. Coles, en auk hans voru í vélinni J.J. Hill, L. Franklin, J.E. Robbins og F.G. Crofts. Þeir fórust allir.

Selsstígur

Vélin var í eftirlitsflugi er hún fórst.
Hálsinum var fylgt áfram til suðurs. Þar á háhæð eru ummerki eftir vörðu. Gat er í móbergsklöppinni, að því er virðist eftir mælistiku. Staðurinn kom þó ekki heldur heim og saman við fyrrnefndar merkjalýsingar, enda engin „sjónhending“ að Móklettum þaðan.
Ljóst er að merki Hrauns og Ísólfsskála eru sunnar á Hálsinum, sennilega á svonefndum „Skarðvallahálsi“. Sá háls er að öllum líkindum þar sem gamli vegurinn fór um skarð á hálsinum. Ofan þess hækkar hann verulega og kæmi ekki á óvart að þar kynnu að leynast ummerki eftir landamerki. Skoðun þess svæðis bíður nálægrar FERLIRsferðar, enda landssvæði sem ekki hefur verið gaumgæft sérstaklega, en full ástæða hefur verið til ef tekið er mið af fjölbreytileika landslags og litbrigða á svæðinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Ísólfsskála.
-Örnefnalýsing fyrir Hraun.

Hraunssel

Þorbjörn

Jón Tómasson segir í Faxa 1945 frá ferð sinni til Grindavíkur undir fyrirsögninni „Hvað er að gerast þar?“.
Grindavik-991„Hvað bíður manns bak við þetta gráa og úfna apalhraun? hugsar sjálfsagt margur, sem rennur fyrsta sinni inn í hið háa og hrikalega Grindavíkurhraun fyrir sunnan Seltjörn. Og ef það væri ekki þessi mjói mjúki vegur, sem brotinn var gegnum torfærurnar fyrir um 30 árum, og sem telja má allgóðan, þá væri vegfarandi ekki miklu betur settur heldur en þótt hann stæði í Ódáðahrauni. Þess má geta, að á meðan umferð var hófleg um þennan veg, var hann talinn með allra beztu vegum landsins.
Þegar komið er suður á Selháls, er meirihluti hraunsins að baki, Svartsengi og Hagafell ávöl og mild að frádregnum Gálgaklettum til vinstri — þar sem útilegumenn voru hegndir áður fyrr — og Þorbjörn með björtum og djörfum línum til hægri.
Þó að Þorbjörn sé hvorki stór né hrikalegur, er hann elskaður og virtur af Grindvíkingum. Hann er fagur og heillandi. Hann býr yfir grindavik-992einhverju duldu og hann hefur laðað til sín frá því að hann var fyrst augum litinn. Utsýni af honum er ágætt, enda hefur hann hjálpað mörgu Grindvísku ungmenni til að víkka sjóndeildarhring sinn, og sýnt þeim fyrsta sinni Eyjafjallajökul, Vestamannaeyjar, Eldey og allt Reykjanes, Esjuna og Reykjavík, Snæfellsjökul og svo allt þarna á milli. Og saga Þorbjörns er án efa einhver sú merkilegasta, sem nokkurt fjall á. En því miður kann ég ekki mikið af henni. Jarðfræðingarnir eiga sjálfsagt eftir að segja okkur eitthvað af henni. Öllum eru þó kunnug tröllin, sem til voru í gamla daga. Eitthvert þeirra hefur orðið ógurlega reitt við Þorbjörn litla og ætlað að sökkva honum í sjó eða kljúfa bann í herðar niður, og hann ber þess menjar ennþá.
Þjófagjá er glöggt merki þess, en hún gengur fró toppi og langt inn í iður fjallsins.
Þegar maður er grindavik-993þar niðri, finnst manni maður vera svo nærri  þessu óþekkta og furðulega, sem inni fyrir býr, að maður stendur á öndinni og væntir þess að heyra búktal jarðarinnar eða einhverjar annarlegar raddir, sem fræði menn um undur jarðarinnar. Og þó að maður standi þar á snjófönn, — en snjór er þar stundum langt fram eftir sumri, jafnvel allt árið, — þá finnst manni allt í einu sem hiti eða jafnvel sterkur straumur þjóti um mann, er maður hugsar til þess að sennilega hafi skorpa jarðarinnar opnast þarna endur fyrir löngu ag út hafi runnið glóandi grjót, sem eytt hefur gróðurlöndum Reykjanesskagans og orðið síðan að þessu erfiða hrauni. Útilegumenn og þjófar héldu til í Þjófagjá og gerðu bændum í nágrenninu búsifjar miklar. Þetta var, — en nú er Þorbjörn ekki lengur þjófabæli og í margar aldir hefur verið hljótt um tröllin, Ísöld og Gos, sem átt hafa sinn þátt í því, að Þornjörn er einmitt svona.

grindavik-994

Sennilega á Þorbjörn vinsældir sínar að einhverju leyti því að þakka, að hann skýlir Grindvíkingum fyrir norðangjóstinum og dregur til sín hitageisla sólarinnar, og veldur því að Grindavíkin er hlýjasta og vinalegasta byggðarlag Suðurnesja.
En ferðamaðurinn, sem kominn var á Selháls sá framundan sér Atlantshafið í allri sinni dýrð og vogskorna ströndina í aðeins 5 til 6 km. fjarlægð.
Ströndin og hafið leika sér saman — og leikur sá er lengsti leikur, sem átt hefur sér stað. Hann er líka sá stórfenglegasti leikur, sem fram hefur farið á jörðinni.
Þarna í Grindavík hefur hann verið svo blíður, einlægur og hjartnæmur að undrum sætir. Því verður ekki með orðum lýst hve atlot þeirra eru innileg og þýð. Hafið bylgjast og blakar við blógrýtið og mölina, sem malar af ánægju og þangbrúskar breiða úr sér á klöppunum, en þönglarnir, sem eru útverðir strandarinnar beygja sig og hneygja eins og vera ber, þegar bylgja eða boði ganga í garð.
Þegar „vindur vargur“ kemur í heimsókn slæst upp í vinskapinn og aldan angrar klöppina og klettaskútar kasta frá sér með illindum bárubroti. Þannig eykst þetta „orð af orði“, þar grindavik-996til fullur fjandskapur er orðinn milli láðs og lagar.
Fylkingar af himin háum haföldum streyma að landi og gera fyrirvaralaust heiftúðlegar landgöngur. Hávaðinn, súgurinn og hvæsið, — brimgnýrinn er óskaplegur — heillandi hljómkviða haisins. Margra tonna blágrýtisbjörg eru leiksoppur, mannvirkin tortímast — og menn láta lífið. En ströndin tekur kröftuglega á móti innrás holskeflanna og rekur þær af höndum sér, þó telja gamlir menn, að ströndin hafi farið hallloka og orðið að láta af hendi rakna nokkurt land, og ég man eftir grænum bölum og bændabýlum, sem honfið hafa vegna ágangs sjávarins.
Í aldaraðir hafa þó Grindvíkingar, eins og flestir aðrir landsmenn, átt afkomu sína undir brigðlyndu hafinu. Þeir hafa barizt með þrautseygju gegn örðugleikunum. Þeir hafa unnið marga sigra, en sigurlaun þeirra hafa oft ekki verið annað en meiri erfið]eikar. Í seinni tíð hafa verið gerðar margar tilraunir til að létta starf grindvíska sjó mannsins. Þeir hafa fengið vélar, stærri og betri báta, bættar bryggjur o.s.frv. Í sumar var t. d. bryggja og varnargarður við þrautalendinguna í Þorkötlustaðarnesi bættur að miklum mun.
Grindavik-99720—30 menn undir stjórn Halldórs Þórðarsonar unnu að þessu verki í margar vikur og mun kostnaður verksins vera fast að 150 þús. kr. En langsamlega merkilegasta úrbótin tel ég að liggi í hafnargerðinni í Hópinu. Það eru allar líkur til, að sá áfangi verði svo glæsilegur, að þar komi betri höfn en til er á Reykjanesi og þó að víðar væri leitað. Áleitni Atlantshafsins hefur verið stöðugur háski fyrir bátana og einnig staðið í vegi fyrir því, að þeir væru stækkaðir svo sem bátar annarra verstöðva.
En í Hópinu ættu þeir að hafa örugga höfn, hvernig svo sem hafið hamast. Á þennan hátt er áhyggjum létt af skipverjum og þeir njóta friðar og öryggis, þegar báturinn er í höfn. Báturinn getur verið stærri og traustari, þar með er öryggi sjómanna og aðbúnaður bættur, og það eiga þeir sannarlega skilið. En við þetta vex líka aflavonin til hagsbóta fyrir alla. Það kæmi mér ekki á óvart þó innan fárra ára yrði Grindavík eftirsóknarverðasta verstöðin við Reykjnesskagann. Þegar farkostirnir eru orðnir sambærilegir við það, sem annarsstaðar tíðkast, þá eru kostir staðarins margir.
grindavik-995Auk fyr getinnar hafnar má telja: 1. Stutt á miðin, sem skapar tíma og olíusparnað. 2. Góð fiskimið, sem bátar úr næstu verðslöðvum verða oft að leita á, einkum er á vertíð líður. 3. Vídd fiskisviðsins, í tregum afla, er ýmist betra á miðum Vestmannaeyinga eða Sandgerðinga, en á báðar þessar slóðir geta góðir bátar úr Grindavík sótt. Menn vilja kannske malda í móinn með því að benda t. d. á brimið eða að Hópshöfnin geti aldrei orðið hafskipahöfn og því erfitt að losna við afurðirnar. Því er til að svara, að ég tel að allmiklu af þeirri hættu sé bægt frá með góðum og stórum dekkbátum, einnig vil ég benda á, að allstór skip munu geta komizt inn í Hópið. Svo er það ekki nema tímaspursmál þar til flughöfnin á Reykjanesi verður orðin stærsta útflutningshöfn landsins, og verði vegur lagður yfir hraunið frá Grindavík, skemstu leið á flugvöllinn, þá eru það ekki nema um 10 km. Það ætti því ekki að vaxa svo mjög í augum, ekki hvað sízt, ef farið verður að þurrvinda þorskinn, eins og líkur eru til og léttist hann þá um 9/10 hluta.“

Heimild:
-Faxi,5. árg. 1945, 8. tbl. bls. 1-3.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur nefnist gamall götuslóði sem liggur frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd og upp heiðina. Stígurinn heldur þessu nafni allt upp fyrir Vestriháls og að eyðibýlinu Vigdísarvöllum og Bala austan undir Núpshlíðarhálsi.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur. Her er hann sagður 12 km, en er allst 21 km.

Götuslóðinn byrjar um 200 m norðan afleggjarans að bænum og sér þess nú næsta lítil merki að þar hafi verið gata.
Gatan liggur um móa og moldarflag suðvestan við allmikinn klapparhól ofan við Gamla-Keflavíkurveginn. Þegar komið er upp fyrir hól þennan er stefna stígsins til austurs sjónhending skammt norðan við Trölladyngju. Nokkru ofar (um 1 km) liggur gatan um Þórustaðaborg en þar eru rústir stekks eða fjárborgar í vel grónum móa vestan undir allháum hól.
Frá Þórustaðaborg er stefnan áfram sú sama og fyrr er getið og að Lynghól, löngum hól, söðulbökuðum (þ.a. lægstum um miðjuna). Hóllinn er rétt ofan við miðja vegu milli Strandarvegar og Reykjanesbrautar. Stígurinn liggur um hólinn miðjan og er mjög greinilegur þarna upp hólinn vestanverðan. Frá Lynghól er stefnan síðan suðaustlæg að stórum klapparhól sem nefnist Kolgrafarholt skammt ofan Reykjanesbrautar, en það dregur nafn sitt af tveimur djúpum, grasigrónum bollum sunnanvert í holtinu.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur.

Undir Kolgrafarholti austanverðu eru tóftir af sauðabyrgi frá Þórustöðum, þar var áningarstaður á leið í fjallið á haustin um Þórustaðastíg. Liggur gatan meðfram Kolgrafarholti norðaustanmegin. Frá Kolgrafarholti er stefna götunnar austan Sýrholts sem er allmikil hæð í heiðinni og liggur slóðinn þar sem lægst er á milli holtsins og Flekkuvíkursels en það stendur nokkuð fyrir neðan Grindarvíkurgjá. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví. Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásnum norðan tóftanna. Þeir Kálfatjarnarbræður Gunnar og Ólafur Erlendssynir nefna Flekkuvíkursel í örnefnaskrá árið 1976 og segja: „Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, f. 1858 kom í selið sem barn og voru þar þá bæði smali og selráðskona. Í selinu voru þá eingöngu hafðar kindur.”

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur um Núpshlíðarháls.

Einiberjahóll heitir stór hóll skammt neðan Grindavíkurgjár og liggur stígurinn spölkorn vestan hans. Einiberjahóll er hornmark jarðanna Kálfatjarnar, Flekkuvíkur og Vatnsleysu. Yfir gjána liggur stígurinn svo milli tveggja þúfna sem standa á vesturbarmi hennar en hærri bergveggurinn snýr til fjalla.
Þegar komið er upp fyrir Grindavíkurgjá er farið sem leið liggur í stefnu norðan til við Keili. Ofarlega í heiðinni liggur gatan vestan við stóran hól sem heitir Kolhóll. Stór skál er ofan í miðjan hólinn og eftir nafninu að dæma mætti halda að þar hafi verið kolavinnsla. Áfram liggur svo leiðin að norðurhorni Hrafnafells (Móbergsstapa rétt við Keili að norðanverðu) og síðan fram með því og að Keili. Frá þessu svæði liggur síðan Höskuldarvallarstígur yfir hraunið að Oddafelli.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur við Selsvelli.

Þórustaðastígurinn liggur áfram frá Hrafnafelli og er stefnan í suðaustur að Melhól en hann er spöl ofan Keilis við hraunjaðarinn að Driffelli. Fyrsti spölurinn er um brunakarga, stuttan veg, en svo eru sléttar klappir að fellinu. Stígurinn liggur síðan í sveig með Driffellinu að austanverðu og svo suður með því drjúgan spöl.
Þegar komið er á móts við stóra gíginn við norðurenda Selsvalla liggur leiðin yfir hraunhaft í stefnu fast sunnan við gíghólinn. Upp frá völlunum liggur gatan síðan upp gilið andspænis gígnum og þegar komið er upp á fjallið sveigir slóðin til suðurs.
Niður á túnið á Vigdísarvöllum er svo farið um skarðið vestan við Bæjarhálsinn og við gömlu reitina.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.

Tag Archive for: Grindavík