Tag Archive for: Grindavík

Krýsuvík

Krýsuvík, oft einnig ritað Krísuvík en Krýsuvík virðist vera eldra, er fornt höfuðból sunnan við Kleifarvatn sem lagðist í eyði á síðustu öld og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
Krysuvik-381Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands. Þar er stórbrotið landslag sem mótað er af umbrotum og jarðeldum, og er það vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Áhugavert er að skoða sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn. Og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg sem er fuglabjarg niðri við ströndina, þar verpa um 57.000 sjófuglapör aðallega rita og svartfugl. Þar verpir einnig nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Í Krýsuvík er mikið um gamlar gönguleiðir sem áhugavert er að skoða. 

Jarðhitasvæði Krýsuvíkur
Helstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverhlíð, Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi. Þar má sjá gufustróka sem stíga til himins og sjóðandi leirhveri má sjá í Seltúni og Hverahvammar sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu.
Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell og eru hverasvæðin mjög ólík.

Grænavatn

Grænavatn.

Hveravirknin er samfelldust í Hveradölum og við Seltún með gufuhverum og leirhverum. Á þessum stað er mikið um brennisteinshveri og er hæsti hiti í borholum um 230°c en ekki hefur verið borað dýpra en 1200m.
Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær norður í Kleifarvatns. Á þessari hitarák eru sprengigígjar sem gosið hafa gjalli. Stærsti gígurinn er um 100 m í þvermál og er staðsettur norðaustur af Stóra-Lambafelli. Við Kleifarvatn er ein 600 m djúp borhola og þar er hæsti hitinn um 160°c.

Trölladyngja

Trölladyngja – háhitasvæði.

Hveravirknin í Trölladyngju er frekar dauf. Þar eru tveir hverir, gufur með brennisteini, hverasprengigígur og hitaskellur í Oddafelli. Á gossprungunum eru miklir gall- og sprengigígjar. Mesta jarðvegsbreytingin er í Sogum þar sem mikið af svæðinu eru ummyndað í klessuleir, þar eru líka miklir sprengigígjar allt frá fornöld og er ennþá í dag vatn í sumum. Tvær borholur eru í Trölladyngju, báðar um 260°c heitar ofarlega en önnur kólnar eftir því sem neðar er farið. Dýpri holan endar í 320°c á rúmlega tveggja km dýpi.

Uppruni nafnsins
krysuvik-282Sagt er frá í þjóðsögu að Krýsuvík sé nefnd eftir Krýs sem bjó í Krýsuvík. Hún átti í deilum um landmerki við nágrannakonu sína, Herdísi í Herdísarvík. Þær töldu sig báðar vera beittar órétti og ákváðu að skera úr í deilimáli sínu í eitt skipti fyrir öll. Þær komu saman um að leggja af stað frá bæjum sínum við sólarupprás og ákveða mörk landa sinna þar sem þær mættust. Þegar þær mættust síðan á Deildarhálsi taldi Krýs að Herdís hefði lagt fyrr af stað en samið var um. Þær tóku að biðja hvor annarri óbæna ásamt jörðum þeirra. Herdís lagði á Krýsuvík að allur silingur í Kleifarvatni skyldi verða að loðsilungi en Krýs mælti svo fyrir að ein eða fleiri skipshafnir skyldu drukkna í Herdísarvíkurtjörn. Þessi saga um landaþrætu kerlinganna hefur lifað meðal Krýsvíkinga í hinum ýmsu myndum.

Heimild:
-wikipedia.org

Krýsuvík

Krýsuvík – tóftir Hnausa.

 

https://ferlir.is/krysuvik-magnus-olafsson/h

ttps://ferlir.is/skokugil-krysuvikurv-gamli-hlinarvegur-meltunnuklif-ogmundarstigur/

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg er bjarg sem rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni á sunnanverðum Reykjanesskaga.
Bjargið er Krysuvikurbjarg-301langstærsta fuglabjarg skagans. Þar verpa um 60.000 fuglapör, mest rita en líka langvía, álka, stuttnefja og fýll, og eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Áður fyrr var algengt að menn sigu í bjargið eftir eggjum og 1724 fórust þar þrír menn sem urðu fyrir grjóthruni. Efst á bjarginu er viti sem var reistur árið 1965. Við bjargið hafa orðið nokkrir skipsskaðar, eins og þegar Steindór GK strandaði þar 1991 og Þorsteinn GK 1998. Í báðum þessum tilvikum varð mannbjörg.
„Það er eftirtektarvert, að þúsundir manna skuli á hverju sumri aka eftir Krýsuvíkurveginum, án þess að vita það, að hálftíma gang frá þessum vegi er eitt af mestu náttúruundrum landsins.
Fyrir neðan Eldborg, austan við Krýsuvík er fjárrétt, en þaðan liggur vegslóði í suðaustur, í átt til Krysuvikurbjarg-405strandarinnar nokkuð niður eftir. — Frá þjóðveginum og niður á Krýsuvíkurbjarg er aðeins hálftíma hægur gangur. Þarna koma menn að austurenda bergsins, þar sem komast má niður að sjó og sjá bergið opnast. Um varptímann er þarna ótrúlegt ævintýraland, hundruð þúsunda af lunda, álku og langvíu verpa þarna á sillum og skútum í berginu. Fuglinn er spakur á þessum slóðum, svo víða má komast næstum því að efstu hreiðrunum, enda má heita að bjargið hafi verið í friðun allt að því hálfa öld. Bjargið er hátt og tilbreytingamikið. Höfðar og snasir skaga fram, en milli þeirra beygja hamravíkur sig inn.
Beint niður af hinni fornu Krýsuvík er lítil eyja framan við bergið, er nefnist Fuglasteinn, og það er næsta ótrúlegt hvílík mergð fugla getur þar rúmast. — Um fjöru koma flasir og klappir sumstaðar upp. Þar má sjá skarfa í stórhópum baða vængum, til að þurrka þá. Frá hinni fornu Krýsuvík, þar sem kirkjuhrófið stendur eitt eftir, má líka ganga niður í bjarg, og liggur skemmsta leiðin milli tveggja hóla, sem sjá má niðri á sléttunni, sú ferð er klukkustundargangur. Við vesturenda bjargsins eru Selatangar, forn veiðistöð, en þangað er stundargangur frá austustu byggð í Grindavík. Verstöðin í Selatöngum lagðist niður af mögnuðum draugagangi. — Fróðir menn telja að þar hafi verið sjódraugar á ferð.
Krysuvik-980Ferðafélag Íslands þarf þegar á næsta vori að hefjast handa og hlutast til um að nefndur vegslóði, frá Eldborg og niður að bjargi, verði gerður greiðfærari og skilti sett við veginn til þess að vísa ókunnugum á rétta leið.
Svo mátti heita, að Krýsuvík væri í eyði um langan tíma. Síðasti bóndinn bjó þar rausnarbúi frá 1907—1914. En jörðin var fólksfrek til fullrar nýtingar. Sérstakur bjargmaður var sóttur austur í Mýrdal á hverju vori. Gerði hann ekkert annað en stunda bjargið, safna eggjum framan af sumri, en síðan veiða fugl. Vann hann þar einn á daginn, en var á kvöldin sóttur niður á bjarg, eggjakassar og -fuglakippur dregnar upp á vaði og reiddar heim. — Á hverjum stað er síga varð í bjargið, hringaði sigmaðurinn enda vaðsins á bjargbrúnina og kastaði nokkrum steinvölum yfir, rakti síðan vaðinn fram af brúninni og las sig niður. Þessar steinahrúgur liggja þarna enn og eru þær ótrúlega léttar. — Eggjatekjan fór allt upp í tíu þúsund á vori. Voru þau þvegin og aðgætt og reidd á klökkum til Hafnarfjarðar og seld á 10 aura stykkið.
Efri leiðin frá Krýsuvík, eftir Ketilsstíg sunnan við hverina, yfir Sveifluháls til Hafnarfjarðar, var þá um það bil 8 tíma lestargangur. Mikill straumur erlendra ferðamanna lagði á þessum árum leið sína til Krýsuvíkur og niður á bjarg, og ekki dró það úr, að Krýsuvíkurheimilið var annálað fyrir gestrisni og höfðingsskap.“
Sv. Þ.

Heimild:
-wikipedia.org
-Vísir, Undir Krýsuvíkurbjargi, 24. janúar 1962, bls. 9 og 10.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurbjarg (h.m.) og -berg (v.m.) við fossinn af Eystri-Læk.

 

Allar leiðir liggja til Grindavíkur„, sagði leiðsögumaðurinn, sem hvað gjörla þekkti landið sitt; Ísland.
Framangreint var gjarnan mælt í upphafi vetrarvertíðar fyrrum.
i landÍ Lesbók Mbl. þann 1. okt. árið 1955 lýsti séra Gísli Brynjólfsson Hópinu í Grindavík: „En sú kom tíðin, að Hópið í Grindavík varð Grindvíkingum til annarra og meiri nytja heldur en hrognkelsaveiða
. Nú má segja að Hópið sé lífæð plássins, undirstaða tilverunnar á þessum uppgangsstað. Nú er Hópið ein sú bezta höfn á landinu þar sem stærstu fiskiskip geta farið hindrunarlaust út og inn. Í staðinn fyrir opna og erfiða brimlendingu smárra báta – er nú öruggt lægi stórra skipa, sem leggjast upp að bryggjum og bólverkum, þar sem er öll hin fullkomnasta aðstaða til útgerðar.
Þessi bylting í útgerðaraðstöðunni hefur valdið miklum breytingum í „byggðaþróun“ Grindavíkur.“
Vetrarvertíðin fyrrum stóð frá kyndilmessu, 2. febrúar, til 11. maí. Þá var mikil hofn„umferð“ árabáta um verstöðvarnar hvarvetna. Á vetrarvertíð í dag, árið 2010, er hún reyndar engu minni. Meðfylgjandi myndir eru teknar í Hópinu á sunnudagsfebrúar-mánuði þegar línubátarnir voru að koma að, hver á fætur öðrum. Segja má að bátar þessir haldi uppi merki fornvertíðanna, enda mikilvægið síst minna en áður var, hvort sem horft er á afkomu íbúanna eða þjóðarbúsins alls.
Ef tíminn hefði staðið í stað myndi afla þessara báta hafa verið seilað í land úr vörunum; Fornuvör, Suðurvör, Norðurvör, Skökk og Staðarvör, skipt og verkaður á staðnum. En þar sem tíminn hafði færst fram til nútíma var aflanum nú skipað í land í körum með krönum frá bryggju, lyftarar notaðir til að forfærslu og hann ísaður og færður í hús. Bryggjugjöld þarf að greiða skv. gjaldskrá. Svo góð er tæknin og svo góðar hafa gæftir verið, að í stað ótakmarkaðrar handfæraveiðinnar fyrrum, koma aflatakmarkanir nú – löngu fyrir hin gömlu vertíðarlok.
Grindavík

Húsatóftir

Í Fornleifaskráningum í Grindavík, 1., 2. og 3. áfangi, á vegum Fornleifastofnunar Íslands 2002 sem og í svæðisskráningu um Menningarminjar í Grindavíkurkaupstað 2001, er m.a. fjallað um einstakar vörður. Hér verður fjallað um þær vörður, bæði þær er enn standa og einnig þær horfnu, sem ekki eru við þjóðleiðir, s.s. sundvörður, leiðarvörður, vörður af miðum o.s.frv. Þá verður einnig fjallað um samskonar vörður, sem ekki hefur verið getið í fornleifaskráningum í byggðalaginu. Hafa ber í huga að land Grindavíkur er umfangsmikið; nær frá Seljabót í austri að Valahnúkamöl í vestri.

Vörður á Þórkötlustaða- og Hópsnesi (Látravarða (Gjáarvarða) og Sigga)

Gjáarvarða

Gjáarvarða ofan Gjárinnar á Nesinu.

„Rétt hjá Siggu ofan við Kambinn er Vatnsgjá. Í henni gætti flóðs og fjöru. Þar upp frá skammt frá vitanum er Látravarða, og norður af þeim hólum heita Katlar.“, segir í örnefnaskrá AG.
Látravarða var í sjónlínu frá Siggu, um 300 m sunnan við þar sem stórt skipsflak er í fjöru. Langur klettahryggur liggur til norðurs frá vegarslóðanum um Hópsnesið (nálægt landamerkjum við Þótköltustaði). Varðan stóð á þessum hrygg, nyrst. Nú er grjóthrúga þar sem varðan var. Grasi- og mosagróið hraunlendi. Enn sést móta fyrir vörðunni en grjóthrúga er á hraunhryggnum þar sem hún stóð.“
Meint „Látravarða“ er í raun „Gjáarvarða“, sem stendur enn, gróin og álút, ofan við Vatnsgjána í Hópsnesi.

Heiðarvarða ofan Hóps

Heiðarvarða

Heiðarvarða.

„Svæðið fyrir ofan veginn er nefnt einu nafni Hópsheiði. Það hækkar smátt og smátt. Rétt ofan við veginn er hraunklapparhóll, sem heitir Strandarhóll. Þar austur af er hæðarbrekka, sem heitir Hestabrekkur…Þar ofan við veg (Bræðratungu) utan í Hestabrekkum er komið tún nú. Uppi á þeim er varða, sem heitir Heiðarvarða. Varða þessi er innsiglingarmerki.“, segir í örnefnaskrá AG. Heiðarvarðan er 1100-1200 m norðnorðvestan við bæ og um 900-1000 m austan við þjóðveginn frá Grindavík. Hún er nálega beint austan við mastur sem stendur austan við þjóðveginn. Varðan er 850 m norðan við elliheimilið í Grindavík. Mosa- og grasivaxið hraunlendi. Varðan er á gróinni hraunhæð og sést víða að. Hún er sjálf 2,0-2,5 m á hæð en 3-4 m í þvermál. Nokkuð hefur hrunið úr vörðunni, sérstaklega úr suðurhlið hennar.“ (FERLIRsfélagar löguðu vörðuna ásamt nokkrum Grindvíkingum árið  2010.)

Varða –  sjómerki

Grindavík

Efri-Sundvarðan á Leiti – ofan Þórkötlustaða. Vitinn á Þórkötlustaðanesi fjær.

„Sjómerki „3 m austan við girðingu í apalhrauni. Sjómerki. Úr grjóti, 2×2 m (A-V) og 2,2 m hátt. Vel hlaðið. Sjómerkið vísaði leiðina fyrir Járngerðarstaðahverfi inn á Járngerðarstaðasund.“ segir í skýrslu um fornleifar við Suðurstrandarveg. Varðan er um 200 m norðnorðvestan við og 70-80 m neðan sunnan við girðingu sem girðir af neðri hluta heiðarinnar. Varðan er í grónu hraunlendi. Hún er rúmir 2 m á hæð (2,2) og 2 m í þvermál.“
Um er að ræða efri sundvörðuna á Leiti. Þarna er hún ranglega skráð sem „sjómerki fyrir Járngerðarstaðahverfi inn í Járngerðarsund„.

Stekkjarvarða

Grindavík

Varðan Sigga, austan Síkis.

„Þar fyrir utan [Hópsvör] er Stekkjarvarða og síðan Hellir …“ segir í Sögu Grindavíkur I. Um 50 m norðan við gatnamót á vegarslóðanum sem liggur út í Hópsnes austast er hleðsla á hól. Hóllinn sem varðan stóð á er fast sunnan við vegarslóðann. Hún er alveg hrunin og en vel sést hvar varðan hefur staðið. Grjóthrúgan er á klettahrygg, í grónu hraunlendi. Hrúgan er um 1,5 m í þvermál en 0,2 m á hæð. Hún hefur væntanlega verið kennd við sama stekk og Stekkjarfjara.“
Hér er um ranga skráningu að ræða því þetta er sama varðan og „Sigga“. Stekkjarfjaran er mun vestar, nálægt Síkinu. Sunnan þess var Hópsvörin, enda má enn sjá minjar verbúðarinnar ofan við varnargarðinn, sem þar er nú. Norðan (austan) Síkisins eru stekkurinn, fiskhús og fiskþurrkgarðar áður en byrjað var að salta fisk í Grindavík.

Varða neðan Hóps – innsiglingavarða

Grindavík

Grindavík – neðri Hópsvarðan (innsiglingarvarða).

Innsiglingavarða er neðst í túni að Hópi, um 20m suðvestan við bæjartóftirnar og fast norðan við Bakkalág. Sunnan við neðri innsiglingavörðuna er malbikuð gata og fjara en norðar sléttuð tún. Varðan er nýlega hlaðin og steypt, Hún er 4-5 m í þvermál en 4 m á hæð.

Varða neðan Hóps (Neðri-Hópsvarða)
„Vegur liggur frá Bakkalág til norðurs austan við Hópstún, 5-10 m vestan við slóðann er efri innsiglingarvarðan í túninu. Hún er um 50 m sunnan við Austurveg. Hún stendur á grónum hraunhrygg. Varðan er nýleg, hlaðin og steypt. Hún er 5 m í þvermál en 3-4 m á hæð.“
Neðri-Hópsvarða var hlaðin sem innsiglingarvarða eftir að Hópið hafði verið grafið út árið 1939. Hún var síðan endurgerð árið 1955 og á hana sett ljósmerki. Varðan stenst á við Efri-Hópsvörðuna.

Varða ofan Hóps  (Efri-Hópsvarða)

Hóp

Hóp – efri innsiglingarvarðan.

„Upp við girðingu umhverfis tún. Efst á hraunhól. Í hrauni. Sjómerki. Úr grjóti, 3,2x 4m (A – V) og 2,5m hátt. Vel hlaðið. Ofan á sjómerkinu er fúinn tréstaur. Sjómerkið vísaði leiðina fyrir Þórkötlustaðahverfi inn á Þórkötlustaðasund.“ segir í skýrslu um fornleifar við Suðurstrandarveg. Varðan er 10 m ofan við sléttuð tún, norðaustan við hesthúsahverfi. Ofan við tún er 10 m breitt hraunsvæði, þar ofan (norðan) við er girðing og er varðan fast ofan við hana. Varðan er um 1 km frá bæ. Varðan er í grónu hrauni. Varðan er 2,5m á hæð og er fúinn staur upp úr henni miðri. Hún er 3-4 m í þvermál.“

Svíravarða neðan Járngerðarstaða

Svartiklettur

Svartiklettur – sundmerki (Svíravarða).

„Næstur er Svartiklettur austan við Staðarvör, upp úr sjó á fjörunni. Þar upp af heitir Svíri…Á Svíra var hlaðin varða, Svíravarða, en áður bar Svartiklettur þetta nafn.“, segir í örnefnaskrá AG. Svíravarða var áður við suðausturhorn fiskvinnsluhúss, þar sem sjógarður gengur til austurs. Hún var um 750 m austan við Járngerðarstaði. Þar sem varðan stóð eru nú tankar og fiskvinnsluhús.“
Vissulega er „Svíravarða“ horfin, líkt og sundvarðan neðst í Staðarsundi, en Svartiklettur stendur enn, þótt hann megi muna fífil sinn fegurri.

Vörður í Þórkötlustaðanesi

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – sundvörður.

„Við bryggjuna í Nesvör í Þórkötlustaðanesi eru tvær sundvörður. Vörðurnar eru í grónu en ósléttu og grýttu túni norðan við rústir Þórshamars sem er syðsta húsarústin í Nesinu. Eystri varðan er fast vestan við lendinguna í Vörinni 024 norðaustur af Þórshamri, fast við sjávarkampinn. Sú vestari er um 50 m vestsuðvestar. Hleðsluhæð varðanna er um 2 m og eru þær mest um 1,5 m í þvermál. Umför grjóts eru um 15.“
Nesvörðurnar eru heillegar og standa ofan við gömlu vörina, steypta bryggjuna.

Vörðunes/Vörðunestangi neðan Húsatófta

Húsatóptir

Húsatóptir – neðri sundvarðan ofan Vatnslóns.

Í örnefnaskrá segir: „Fyrir vestan Markhól er Hvalvík… Vestan Hvalvíkurkletta er Jónsbás, u.þ.b. 80 m breiður… Vestan Jónsbáss er hár malarkampur, sem kallaður er Stekkjartúnskampur…Vestan Stekkjartúnskamps eru klettabásar, nefndir Sölvabásar… Vestan Sölvabása skagar tangi fram í sjó. Heitir hann Vörðunes, en er í daglegu tali nefndur Vörðunestangi. Beint upp af honum, u.þ.b. 1 kílómetra, er stór hlaðin varða.“, segir í örnefnaskrá. „Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 metrum austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður.“ Varðan er um 800 m austur af bæjarhól, fast norðan þjóðvegar í norðaustur frá húsum fiskeldisins. Varðan er í uppgrónu hrauni.
Í örnefnaskrá segir: „Þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi…Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóftarvör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað um að vera komin á Snúning.“ Varðan er hlaðin úr hraungrýti og er um 2 m á hæð. Hún er mest um 1,5 m í þvermál og umför grjóts eru um tíu. Hleðslur standa. Vörðurnar voru áður tvær en aðeins önnur þeirra er enn til staðar. Sú sem er horfin var suðvestar, þar sem hús fiskeldisins standa nú.“
Framangrein er ekki alveg rétt því báðar vörðurnar standa enn – báðar heillegar. Önnur er ofan vegar og hin á hraunhól vestan Vatnslóns.

Nónvörður vestan Húsatófta

Húsatóftir

Nónvarða ofan Húsatófta.

„Vestur af Húsatóftum er landið nokkru hærra og heita þar Hæðir suðvestur af bænum. Á þeim eru Nónvörður, eyktamark frá Húsatóftum.“, segir í örnefnaskrá. Vörðurnar eru tvær og standa á hárri ógróinni hraunbungu norðan við þjóðveginn, fast vestan við golfvöllinn og um 250 m vestur af bæjarhól. Fremri varðan sést greinilega af þjóðvegi. Í sendnu, uppblásnu hrauni.“
„Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo fyrir um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini. Hefur það orðið að árhrínsorðum, enda standa Nónvörður að nokkru enn.“, segir í örnefnaskrá.
Vörðurnar, sem enn standa, eru tvær og er sú fremri syðst á hraunbungunni en hin um 50 m norðar. Báðar eru hlaðnar úr hraungrýti og eru um 1,2 m á hæð. Þær eru heillegar.

Hvyrflavörður  milli Húsatófta og Staðar.

Hvyrflar

Hvyrflar – sundvarðan (landamerki).

Í örnefnaskrá segir: „Í eystri öxl [Þórðarfells] á vörðu að bera, sem er uppi í háhrauni, þannig að hálf varðan sé inn undir fellinu. Í þessari sömu stefnu eru tvær vörður á undirlendi. Þessu miði skal halda, þangað til tvær vörður, sem eru milli Staðar og Húsatófta, bera saman. Þeim skal svo halda inn undir land, og skal þá beygja við, suður á við, í vörina.“ Vörðurnar voru á Hvyrflum sem er hæðardrag á mörkum Staðar og Húsatópta. Syðsta sundvarðan er á sjávarbrúninni fast vestan við bryggjuna og um 500 m norðaustur af bæjarstæði. Á stórgrýttum sjávarkampi.
„Þá koma Hvyrflar; þar eru merki fyrir grunnleiðina inn á víkina. Þau sundmerki eru og landamerkjavörður milli Staðar og Húsatófta …“ GE.
Frá Valahnúk. „Neðri varðan er ofan við efsta flóðfar, hin um 150 metrum ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá, en hún er á mörkum Húsatófta og Hafnar“, segir í örnefnaskrá Húsatópta.
Í sóknarlýsingu 1840 segir: „…skal stýra beint inn á Þórð og vörðuna, þar til tvær vörður, Hvyrflar eða Hvyrflavörður, auðséðar rétt við sjóinn á bakborða, bera saman, skal þá sleppa sundmerkjunum og halda beint á vörðurnar, þar til opnar liggja lendingarnar á Stað og Húsatóttum, sem liggja til beggja handa.“ SSGK, 131. Varðan stendur á steyptum grunni og er um 1,5 m há. Umför eru um tólf. Steypt hefur verið í hleðsluna en varðan er nýlega endurgerð. Eldri varða stóð á nákvæmlega sama stað en sjórinn tók hana.“
Síðastnefnda varðan var endurhlaðin fyrir allnokkru ofan og vestan við bryggjuna. Hún var einnig landamerkjavarða milli Húsatófta og staðar. Brimið tók svo þá vörðu eftir áramótin 2022. Leifar gömlu Hvyrflavörðunnar, þeirrar neðri er í grasbrúninni neðst á Hvyrflum. Varða er einnig á hraunbrúninni ofan Hvyrfla, en varða, sem stóð á hól ofan fiskverkunarhúss er horfin.

Eiríksvarða á Arnarfelli í Krýsuvík.

Arnarfell

Eiríksvarða á Arnarfelli.

„Vestan við Krýsuvíkurhraun niðri undir sjó er fornhraun, sem nefnt er Litlahraun, en í Krýsuvíkurhrauni er Skyggnisþúfa, vestur af Seljabótarnefi. Vestur frá Litlahrauni tekur við allmikil mýri, sem heitir Bleiksmýri. … Vestarlega í mýrinni er stakt fell nokkuð hátt, sem heitri Arnarfell. Vestur af því gengur svo Arnarfellstagl, og framan í því er túnið … Á fellinu er varða, sem heitir Eiríksvarða“, segir í örnefnaskrá.
Arnarfell er stakt fell um 600 m austur af Krýsuvík, eina fellið þar austan við þjóðveginn. Umhverfis fellið er þýfður mói eða mýri. Fellið er gróið upp í miðjar hlíðar en klettótt efst. Varða er vestarlega á fellinu, ofan við bæjartóftir Arnarfells. Hún er að mestu hrunin.“
Eiríksvarða er eignuð Eiríki galdrapresti á Vogsósum, en sagan segir að hann hafi látið hlaða vörðuna eftir að hafa stefnt Tyrkjum, sem komu upp Ræningjastíg við Heiðnaberg, hvern gegn öðrum með þeim orðum að á meðan varðan stæði myndi Krýsvíkingum óhætt fyrir ágangi heiðingjanna. Sagan er svo sama og skráð hefur verið um Gíslavörðu í Staðarhverfi.

Núpshlíðarhorn

Núpshlíðarhorn – varða.

Núpshlíðarhorn – landamerki Ísólfsskála og Krýsuvíkur
„Síðan ber landeigendum ekki saman um landamerki. Eigendur Hrauns segja þau vörðu í Núphlíð og síðan norður í Sogaselsdal. Eigandi Ísólfsskála segir þau úr öxl Borgarfjalls og í Selsvallafjall og þaðan í Sogaselsdal.“, segir í örnefnaskrá LJ. Varða er á Núpshlíðinni norðan við gamla veginn yfir hana. Best að ganga vestur frá Djúpavatnsvegi (Vigdísarvallavegi) þar sem hann sveigir til norðurs austan við sunnanverða Núpshlíð. Varðan er vestan undir háhorninu í hlíðinni og sést í sjónauka frá þjóðveginum. Núpshlíðin er þarna hálf- eða ógróin og grýtt. Varðan stendur, um 1 m á hæð. Umför um tíu, en vörðunni hefur verið haldið við. Hún er um 0,5 m á breidd.“
Varðan á Núpshlíðarhorni var notuð sem mið, en hún er einnig landamerkjavarða Ísólfsskála og Krýsuvíkur.

Gíslavarða

Gíslavarða

Gíslavarða.

Vestur af Húsatóptum er landið nokkuð hærra og heita Hæðir suðvestur af bænum. Á þeim eru Nónvörður, eyktarmark frá Húsatóptum. Vörðurnar eru tvær og standa á hárri ógróinni hraunbungu norðan við þjóðveginn. Fremri varðan sést greinilega frá veginum. Sagan segir að “þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo fyrir um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini.”
Á sautjándu öld kom ræningjaskip til Grindavíkur. Þá bjó prestur á Stað er Gísli hét og var hann talin fjölkunnugur. Bæjarbúar fengu hann til að hrekja ræningjana á burt. Hlóð hann svo vörðu til minja um atburðinn og lét svo um mælt að á meðan nokkur steinn væri óhrunin í vörðunni skyldu ræningjar ekki granda Grindavík.“ (Rauðskinna hin nýrri. 3 bindi. Rits. Jón Thorarensen. (Reykjavík: Þjóðsaga, 1971), I, 44. Skrásetjari Jón Thorarensen).
Hefur framangreint orðið að áhrínisorðum, enda standa Nónvörður enn, auk vörðunnar á hraunhól (Gíslavarða) skammt vestar, í Staðarlandi.

Vörður, sem ekki er getið um í fornleifskráningum:
-Gróin varða í hrauninu ofan Austurvegar. Varðan var efra sundmerkið frá Buðlungavör. Neðri varðan, sem stóð ofan kampsins vestan og neðan bæjarins er horfin vegna ágangs sjávar. „Túnið á Buðlunga liggur að vörinni og sundvarðan var þar neðst í túni.“, segir í örnefnaskrá AG. „Sundvarða við Buðlungu átti að bera í Fjós og Lambhús á túninu hjá Einlandi og þaðan eru þessi nöfn dregin [þ.e.a.s. nöfn boðanna].

Þórkötlustaðir

Sundvarða ofan Þórkötlustaða.

-Varða ofan hesthúsanna á Leiti. Þar eru tvær sundvörður, en einungis annarrar þeirra er gefið í fornleifaskráningum.
-Varða ofan Hrauns. Hún er skráð sem dys, en var efri innsiglingavarðan í Hraunsvörina. Neðri varðan var ofan við kampinn ofan vararinnar, en er nú hörfin vegna sjóvarna. Þriðja varðan er á túninu ofan Hrauns, skammt ofan og vestan við þann stað, sem gamli bærinn og kirkjan stóðu.
Gíslavarða (sjá umfjöllun úr örnefnaskrá).
Neðri sundvarðan austan Húsatófta (sjá umfjöllun úr örnefnaskrá).
Fiskivörður á Staðarbergi. Ekki er um eiginlegar vörður að ræða heldur hraunstrýtur á berginu þar sem það ber hæst.

Brandur

Vörðurnar Brandur og Bergur.

Sundavarða austan Barnaóss í Hópi. Varðan er horfin undir framkvæmdir.
Stamphólsvarða. Varðan stóð á Stamphól austan Hóps, en hóllinn er nú horfinn undir veg.
Títublaðavarða. Varðan er við Skipsstíg ofan Járngerðastaða. Hún var fyrrum efri sundvarðan inn í Fornuvör. Tómas Þorvaldsson sagði frá því að sú sögn hafi fylgt fólkinu á Járngerðarstöðum að Títublaðavörðunni ætti ávallt að viðhalda.
Brandur og Bergur við Ísólfsskála. Brandur, bóndi á Skála, og vinnumaður hans, Bergur (faðir Guðbergs Bergssonar) hlóðu þessar vörður sér til dægrastyttingar er þeir voru við fjárgæslu við bragga Skálabónda undir Núsphlíðarhorni. (Brandur hrundi í jarðskjálftunum 2020.)
Varða á Krýsuvíkurbjargi. Varðan var hlaðin skammt vestan Vestari Bergsenda sem mið frá veiðistað undir bjarginu. Þessi hluti bjargsins nefnist Krýsuvíkurbjarg, en vestan Eystri-Lækjar, sem rennur fram af því, nefnist það Krýsuvíkurberg.

Selalda

Selalda – varða.

Varða á Selöldu. Varðan var mið neðan við bergið (Heiðnabergs).
Þrjár vörður á Strýthól. Um var að ræða vörður sem mið; þegar þær féllu saman í eina. Strýthólarnir eru tveir vestarlega í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, en miðað var við þann eystri.

Ögmundarhraun

Varða neðst í Ögmundarhrauni – nú hrunin.

Varða neðst í Ögmundarhrauni. Varðan var há og vel hlaðinn uppi á hraunkanti, en er nú fallin. Hún var notuð sem mið.
Varða ofan Selatanga. Varðan var leiðarvarða í innsiglinguna neðan við Selatanga með stefnu í vörðuna á Núpshlíðarhorni.

Brúnavörður

Brúnavörður.

Brúnavörður. Vörðurnar eru tvær, áberandi, á afrúnuðum hraunhól neðalega í Ögmundarhrauni, millum Óbrennishólma og Húshólma. Þær voru notaðar sem mið.
Sundvarða í Sundvörðuhrauni. Sundvarðan í austanverðu Sundvörðuhrauni (sem er eitt Eldvarpahraunanna, sem myndaðist í Reykjaneseldum á árabilinu 1210 til 1240) er áberandi kennileiti; klettastandur. Hann var mikið notaður sem mið.

Örnefnalýsingar:
Utan (vestan) við Búðasand eru Hvyrflar, hæðardrag á mörkum Húsatófta og Staðar. Þar er vindasamt og einnig taka Hvyrflar af útsýni á milli Húsatófta og Staðar.

Hvyrflar

Hvyrflar.

Á Hvyrflum eru tvær vörður, Hvyrflavörður. Neðri varðan er ofan við efsta flóðfar, hin um 150 m ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá, en hún er á mörkum milli Húsatófta og Hafna.

Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 metrum austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður. Þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi (þ. e. ytra hluta Staðarsunds). Var því miði haldið, þar til Hvyrflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóftavör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera kominn á Snúning. Hraunstandurinn, sem áður var nefndur, var alltaf kallaður Sundvarða og hraunið umhverfis hann Sundvörðuhraun.

Staðarsund

Þórðarfell

Þórðarfell.

„Næsta fell, fjallmyndað, fyrir vestan Þorbjörn kallast Þórðarfell. Í eystri öxl þess á vörðu að bera, sem er uppi í háhrauni, þannig að hálf varðan sé inn undir fellinu. Í þessari sömu stefnu eru tvær vörður á undirlendi. Þessu miði skal halda, þangað til tvær vörður, sem eru milli Staðar og Húsatófta, bera saman. Þeim skal svo halda inn undir land, og skal þá beygja við, suður á við, í vörina.“ – Safnað af Andrési Markússyni 1926.

Í bókinni “Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I” frá árinu 1890 eftir séra Odd. V. Gíslason er m.a. sagt frá kyndilmessubæn, sjómannabæn, drukknun og leiðum og lendingum á helstu hafnir á sunnanverðu landinu, s.s. við Grindavík; (Þorkötlustaðasund, Járngerðarstaðasund og Staðarsund). Lýsing séra Odds er í raun endurskrif á sóknarlýsingu séra Geirs Backmanns frá því á fyrri hluta 19. aldrar og verður því ekki reynt að eyða tíma lesenda með þeirri endurtekningu.

Þórkötlustaðir (varða í túninu)

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – varða.

Í „Sóknarlýsingu Geirs Backmanns fyrir Grindavík 1835-1855“ má lesa eftirfarandi um vörðu í túninu neðan við Þórkötlustaðarbæinn gamla: „Hins vegar skal auðsén stór varða í túninu á Þorkötlustöðum, niður við sjóinn, bera í austustu bæjardyrnar á sama bæ. Halda skal stöðugt, meðan sundið er farið inn, á vörðuna í þilið, það er rétt í norður, þar til tvær vörður á bakborða í nesinu, báðar lína auðsénar, bera hver í aðra, og á að halda að þeim til lands, sem harðlega skal saman haldið alltaf. „

Í „Sögu Grindavíkur, frá landnámi til 1880“ fjallar Jón Þ. Þór m.a. um „Fiskimið Grindvíkinga„:

Jón Þ. Þór

Jón Þ. Þór.

„Orðið fiskimið hefur tvenns konar merkingu í íslensku máli. Annars vegar merkir það fiskislóðina, sátrið, þar sem menn setja yfir fiski, en hins vegar þau mið á landi eða sjó, sem menn notuðu til að finna þá staði, sem þeir hugðust fiska á.
Sjómenn veittu því snemma athygli, að ekki var sama, hvar færi væri rennt. Á sumum stöðum gaf fiskur sig betur en á öðrum, og meiri líkur voru á ákveðnum fiskitegundum á einni slóð en annarri. Þessa staði þekktu menn með því að taka mið af kennileitum í landi, fjöllum, holtum, hólum, hömrum, hæðum, bæjum o.frv. Lína hugsaðist dregin gegnum tvö kennileiti, sem bera átti saman. Með þessum hætti gátu sjómenn staðsett sig í hafinu, og þar sem línur tveggja miða á landi skárust á sjó, voru fiskimið. Aðferðin var ævagömul, og elstu ritaða lýsingu á henni er að finna í Guðmundar sögu byskups (skáletrað) sem Arngrímur ábóti á Þingeyrum ritaði um 1350.“
Miklu yngri er lýsing Skúla Magnússonar landfógeta, en hann lýsti fiskimiðum þannig í verðlaunaritgerð sinni, Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu, árið 1785:

Grindavík

Grindavíkurfjöll; Hagafell lengst til vinstri og Geitahlíð lengst til hægri.

„Sjómenn sækja jafan út á þau svæði, sem þeir vita af reynslunni, að fiskur hefst við á; kallast þau fiskileiti. Þessum svæðum á sjónum er skipt nánara í sundur, og eru þau nefnd mið, vegna þess að þegar tvö nes eða fjöll uppi á landinu eru í sömu stefnu frá austri til vesturs, og tvö önnur ber einnig saman í stefnu frá norðri til suðurs, eru þeir á réttu miði eða þeim stað, sem þeir leituðu að. gefa þeir miðunum nöfn.“

Hraun

Hraun – landslag.

Þekking á miðum var þannig reynsluvísindi, og liggur í augum uppi, að fiskimið voru önnur á djúpslóð en á grunnslóð. Á grunnslóðinni miðuðu menn gjarnan við kennileiti í byggð, eða nærri ströndinni, en á djúpmiðum há fjöll og fjallatinda, sem gátu verið langt inni í landi og urðu ekki sýnileg, fyrr en menn voru komnir djúpt. Er þá auðsætt, að dimmviðri gat gert mönnum erfitt fyrir, og varð þá oft að taka mið af öðrum þáttum, enda veittu sjómenn einnig nána athygli sjólagi og botnlagi.

Magnús Hafliðason

Magnús Hafliðason.

Þannig varð smám saman til mikill fjöldi miða umhverfis allt land, og má geta þess, að í fiskimiðasafni dr. Lúðvíks kristjánssonar er telin 2.197 árabátamið víðsvegar um landið, þar af 440 á Suðurnesjum og í Faxaflóa. Tæpur fjórðungur þessara miða, um eitt hundrað, er í Grindavík, og skrái Lúðvík þau eftir Sæmundi Tómassyni frá Járngerðarstöðum.
Í bókinni Frá Suðurnesjum eru prentaðar fiskimiðaskrár, sem Friðrik K. Magnússon skráði eftir frásögn bræðranna Gísla og Magnúsar Hafliðasona á Hrauni og Jóns Jónssonar formanns í Sjólist. Allir voru þeir gjörkunnugir miðum Grindvíkinga á árabátaöld. Í skránni, sem höfð var eftir Hraunsbræðrum, voru talin alls 43 mið, 18 djúpmið og 25 grunnmið, og í frásögn Jóns í Sjólist var ekið 19 miða, og virðast þau öll vera grunnmið.
Alegnt var, að menn gerðu sér kennileiti til að miða, og voru þau einkum vörður, sem hlaðnar voru í þessu skyni. Margar slíkar vörður voru í Grindavík, og mun Sigguvarða hafa verið einn þekktust. Var miðað við hana af öllum grunnmiðum, eða af samtals 26 stöðum. Á hraunbrúninni var Stamphólsvarða og framan á henni tréspjald eða þil, svo hún sæist betur af sjó. Látravörðu var getið, svo og Svíravörðu og Fiskivarða á Staðarbergi.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell.

Loks er þess að geta, að algengt var að kennileiti bæru annað nafn á sjó en á landi. Þannig var Þorbjarnarfell stundum kallað Setufell á sjó, og Svínfell á Reykjanesi var ávallt nefnt Sýrfell (skáletrað) á sjó. Þá hét Sílfell á Reykjanesi Djúpafjall á sjó. Ekki er ljóst, hvernig stóð á nafnbreytingunni á Þorbjarnarfelli, sem Sýrfell var svo nefnt, vegna þess að samkvæmt þjóðtrúnni mátti ekki nefna svín á sjó; þá gat svínhvalur komið og gert mönnum lífið leitt.

Hraun

Hraunsvör.

Nútíma tækni og breytingar, sem orðið hafa á landslagi á síðustu árum og áratugum, valda því, að nú eru mörg hinna gömlu fiskimiða Grindvíkinga horfin og gleymd. Nöfn þeirra, sem varðsveist hafa, bera hins vegar vitni ævargamalli merkmenningu, reynsluvísindum, sem nýttust mönnum vel í aldanna rás.“
Framangreindar vörður bera framangreindu glögg vitni.

Í „Sýslu- og sóknarlýsingum Bókmenntafélagsins 1839-1855“ eru m.a skrif séra Geirs Backmanns um Grindavík. Í lýsingu Geirs á merkjum og miðum Grindvíkinga á fyrri hluta 19. aldar má lesa eftirfarandi:

Geir Backmann

Geir Backmann.

„Um Staðarsund segir: Merkin, þá sundið liggur, eru; Eldeyjar fastar við Staðarmalir og stór varða, Sundvarða nefnd, í hátt norður að sjá við loft; hún á að liggja í eystri rótum Þórðarfells. Þegar þessi merki liggja, skal stýra beint inn á Þórð og vörðuna, þar til tvær vörður, Hvyrflar eða Hvyrflavörður, auðséðar rétt við sjóinn á bakborða, bera saman; skal þá sleppa sundmerkjunum og halda beint á vörðurnar, þar til að opnar liggja lendingar á Stað og Húsatóttum, sem liggja til beggja handa. Eigi skyldi maður kærulaus um sundmerkin þau fyrri, því á stjórnborða eru tveir boðar, hver út af öðrum, sem hafa verður auga á, ef nokkurt brim er. Heitir hinn grynnri Arfadalur, en hinn dýpri Sundboði. Standa þeir aldrei upp úr, því þeir eru þaragrynningar. þegar Sundboðinn fellur, þá segja menn albrima og leiðina ófæra.

Sundvarða í Sundvörðuhrauni

Sundvarðan í Sundvörðuhrauni.

Staðarsund er haldið þrautagott í útsynningi og allri vestanátt, eins og líka Járngerðarstaðasund í landnyrðingi og öllum austanáttum. Haldi maður framhjá Staðarsundi og vilji taka land að Járngerðarstöðum eða Hópi, þá ætti ekki að stýra svo nærri landi, að hætta væri af búin, því ekki er það neins staðar boðar né grynningar, fyrri en að sundinu er komið, og það þá aðeins, ef mikið brim er. Sundið liggur inn með Þorkötlustaðanesi að vestanverðu og byrjar, þegar tvær vörður, eður réttara varða og hóll framarlega á nesinu og sjást við loft, bera saman; eiga þá undir eins tvær vörður á landi í landnorðri að vera í beinni stefnu; er önnur þeirra upp í hrauni langt frá sjó, Heiðarvarða nefnd, hin við sjó fyrir innan og austan sundið, Sundvarða.

Grindavík

Grindavík – uppdráttur 1772.

Allar eru vörður þessar auðsénar, því þeim er dyggilega við haldið. Á þær síðstnefndu vörður skal nú halda og stýra inn sundið, þar til enn þá aðrar tvær vörður að vestanverðu eða á bakborða liggja saman; skal þá sleppa Heiðarvörðunni og Sundvörðunni og halda á þessar, ef lenda skal á Járngerðarstöðum, en ella róa miðslóð áfram, þar til sést í vörðuna á Hópi til hægri handar. Vörðurnar, sem seinast vóru nefndar, heita, sú nær sjó Svíravarða, hin, sem lengra er uppi á landi, Stamphólsvarða. – Aðgætandi er enn, þegar þessar vörður skilja, að á bakborða, rétt fyrir utan lendinguna á Járngerðarstöðum, eru miklir þarar og grynningar, Rif kölluð; hafa mörg skip af þeim beðið meira eða minna tjón og margur maður við þau lífið látið. Skal stýra sem næst þeim að mögulega verður, svo löðrið af boðanum, sem af þeim fellur, reri á árarblöðin; segja menn þá, að rétt sé haldið með þeim í brimi, þó ekki megi nær fara.

Heiðarvarða

Heiðarvarða.

Þess vegna skal Járngerðarsund svo framarlega taka, að boði liggur á stjórnborða skammt frá nesinu, Hellirsboði, af hverjum hætta er vís, ef innar er lagt á sundið en þá allar r fyrstnefndu vörður liggja, nefnilega þær tvær í nesinu og Sundvörðurnar. Hætta er líka innst í sundinu, þá Svíra- og Stamphólsvörður bera saman, þar hér eru þrengsli mikil; þá eru á stjórnborða með nesinu grynningar af manntapaflúð og á bakborða boði, Sundboði eður aðrar grynningar, sem er afleiðing af svonefndum Vallarhúsaboða, er þó liggur langt vestar með landi og ei nærri þessari leið; ríður því á góðri stjórn og ötulum róðri, þar boðinn ber af sér á flúðina, en aldrei skyldi þó sleppa Sundvörðunum, þeim í heiðinni og austan til við sundið, fyrri en hinar tvær á bakborða liggja. Enginn haldi nú skipi svo nærri landi fyrir framan Þorkötlustaðanes, að þar fái skaða. Þó eru þau merki, er stýra skal fyrir það í brimi, að Selalda (þ.e. hóll upp á Krýsuvíkurbergi) skal bera yfir djúpa klauf í bergið, milli þess og Selatanga, eða, sem glöggara er, Sílfell á Reykjanes laust við Hafsteina, sem eru fyrir vestan Járngerðarstaði, þar til Þorkötlustaðasund liggur, sem er inn með Þorkötlustaðanesi að austanverðu. Þegar á það skal leggja, eru merkin; Lyngfell (það er hátt strýtufell fyrir austan Festarfjall) skal bera í eður milli tveggja hóla á Borgarfelli (undir þessu felli liggur Sandakravegurinn og er þá nýbyrjaður); er þetta merki þá að sjá í landnorður.

Hraun

Hraun – Festarfjall (t.v.) og Lyngfell (t.h.), Borgarfell fjær, Langihryggur í Fagradalsfjalli, Slaga og Skála-Mælifell.

Hins vegar skal auðsén stór varða í túninu á Þorkötlustöðum, niður við sjóinn, bera í austustu bæjardyrnar á sama bæ. Halda skal stöðugt, meðan sundið er farið inn, á vörðuna í þilið, það er rétt í norður, þar til tvær vörður á bakborða í nesinu, báðar lína auðsénar, bera hver í aðra, og á að halda að þeim til lands, sem harðlega skal saman haldið alltaf. Fyrir framan lendinguna í nesinu er sker, Vararsker, með því skal halda að norðanverðu, en varast má að því frásláttinn og róa karlmannlega. Á snúningnum eru tveir boðar að vestanverðu eða bakborða, Lambhúsi og Fjósi. Skal löðrið af þeim renna á árarblöðin, og segja menn þá rétt haldið leiðinni í nesið, hvar annars er engi góð landtaka, en verður þó ei annars staðar lent hættulaust, ef nokkuð er í sjó, að austanverðu við oft nefnt Þorkötlustaðanes.
Hér mun eg hafa verið óþarflega margorður, enda má bæði þetta og annað gjarnast styrra.“

Skúli Magnússon skrifaði grein í Morgunblaðið árið 2016 um „Aldur sundmerkja við Staðarsund í Grindavík“:

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

„Í gosunum miklu á Reykjanesskaga á 13. öld, er eldur kom upp rétt við bæjardyr Grindvíkinga, er ekki ofsögum sagt að byggð væri þá í Grindavík hættast komin frá landnámi og tvísýnt um tíma hvort hún lifði þær hörmungar af. Þá rann m.a. hraun það úr Eldvörpum, sem hleðslurnar eru í sem fundust 1872 og Þorvaldur Thoroddsen greinir frá. Apalhraunið greindist í tvær kvíslar, Eldborgarhraun og Sundvörðuhraun. Sundvarða er hraunsandur austan í Sundvörðuhrauni. Hraunstandur þessi kom upp í gosunum á 13. öld. Hann ber í austasta taglið á Þórðarfelli, er nefnist Höskuldur. Höskuldur, Sundvarða og tvær vörður aðrar er hlaðnar voru á sjávarbakkanum austan við svokallað Vatnslón í landi Húsatófta, bar saman og voru leiðarmerki á djúpsundinu þegar bátar lögðu inn Staðarsund. Þessi merki sjást á korti af legunni á Staðarvík frá 1751. Tvær síðarnefndu vörðurnar voru hugsanlega hlaðnar upp eftir 1650 vegna kaupskipa sem þá fóru að sigla á Staðarvík frá Danmörku. Enda sést af hafnarkortinu 1751 að þessi neðstu merki vestan við Vatnslón hafa verið endurbætt eftir að siglingar hófust á víkina frá 1650. Gos urðu líka í sjó undan Reykjanesi á 13. öld og 1210 fann Sörli Kollsson sjófarandi Eldey hina nýju. Sóknarlýsing staðarsóknar frá 1840 greinir frá þessum sundmerkjum inn Staðarsund er lagt var á sundið og bátar lentu ýmist í Staðarvör eða Tóftavör.

Húsatóftir

Sundvarða austan Húsatófta, Þórðarfell t.h. og Sundhnúkavarðan t.v.

Er bátur kom í mynni Staðarsunds og hugðist leggja þar inn áttu Staðarmalir að liggja á stjórnborða og bera í Eldey er var hæsta og ysta kennileiti í sjónlínunni úr bátnum í sundinu til vesturs. Er komið var inn úr sundmynninu var stýrt á Höskuld í norður og Sundvörðu og neðstu vörðurnar tvær í heimalandi Tófta. Bar Sundvörðu merkilega vel við loft utan af sundinu og var bungan í raun annað lykilmerki við leiðina inn Staðarsund ásamt Eldey. Ljóst er að bæði þessi kennileiti, Eldey og bungan Sundvarða, verða til í gosunum á 13. öld, líklega 1210-1230. Eldey var þá greinilega nýtt merki sem tekið var að miða við eftir uppkomu hennar 1210. Sama virðist um upptök Sundvörðu sem leiðarmerkis. Merkin á Staðarsundi virðast því varla eldri en frá fyrrihluta 13. aldar eins og þeim er lýst í sóknarlýsingunni frá 1840. Þau voru síðan notuð allt til loka byggðar í Staðarhverfi um 1946 þegar róðrar þaðan lögðust niður.

Staðarhverfi

Staðarhverfi.

En hófust róðrar um Staðarsund fyrst með gosunum miklu á 13. öld eða voru þar notuð önnur og eldri leiðarmerki inn sundið fyrir uppkomu Eldeyjar og Sundvörðu? Voru þessi eldri merki lögð niður í kjölfar hamfaranna á 13. öld. Vart verður fullyrt um það nú en heldur þykir manni ólíklegt að ekki hafi verið róið úr sundinu fyrir þann tíma allt frá landnámi í Grindavík. Eiginlegt prestssetur var ekki á Stað í kaþólskum sið frá því um 1000 til 1540 því prestar voru menn búlausir og bjuggu heima á bæjum hjá bændum og höfðu þar uppihald og bjó Staðarprestur líklega á Járngerðarstöðum fremur en á Húsatóftum. Aðeins kirkjan stóð ein á graftrasvæði sem var kirkjugarður og átti hún allar eignir sjálf. Prestur var þjónn hennar í kaþólskum sið og prestsheimili með vinnufólki og fjölskyldu þekktust ekki á Stað fyrr en eftir siðaskipti 1550. Þá var byggt prestssetur á Stað. Því var færra fólk sem dvaldi þarna við víkina fyrir siðaskipti og minni þörf að róa þaðan eftir að bústaður reis þar fyrir prest. Aðalbýlið við víkina var því að Húsatóftum sem átti líka uppsátur við Staðarvíkina. Viðeyjarklaustur, stofnað 1227, átti Húsatóftir en Skálholtsstóll aðrar jarðir í Grindavík.

Staðarvör

Staðarvör – flóruð.

Hvort byggð hófst á Húsatóftum er jörðin komst í eigu Viðeyinga einhvern tíma eftir 1227 er óljóst en hins vegar hófust þá um leið stöðugir róðrar úr Tóftavör við Staðarvík enda þurfti klaustrið jafnan á miklum fiski að halda. Stóðu róðrar þaðan samfellt fram á 20. öld. Því er ljóst að aldur sundmerkjanna við Staðarsund ber greinilega saman við eignarhald Viðeyinga á Húsatóftum. Líklegt er að upptaka sundmerkjanna sem áður var lýst virðist fremur tengjast útvegi klaustursins á Húsatóftum en róðrum frá kirkjunni á Stað, enda óljóst hvort eiginleg Staðarvör var þá til orðin.
Heimræði er því eldra úr Tóftavör en Staðarvör. Hugsanlegt er að örnefnið Höskuldur, nafnið á austasta tagli Þórðarfells sé ekki eldra en frá gostíma 13. aldar og sé dregið af nafni einhvers formanns á þessum tíma, t.a.m. frá Húsatóftum sem lagði leið sína um sundið en nafnið hefur orðið hluti af leiðarmerkjum upp frá því.“

Um þessar mundir hafa nokkrar af áberandi innsiglingvörðum hrunuð að hluta, s.s. Efri- og Neðri-Hópsvörðuna sem og efri sundvörðuna á Leyti. Ekki er langt um liðið að FERLIRsfélagar og nokkrir áhugasamir Grindvíkingar lagfærðu Heiðarvörðuna eftir hrun.  Mikilvægt er að viðhalda þessum menningarverðmætum, áþreifanlegum táknum horfinna atvinnuhátta.

Fleiri fróðir hafa skrifað um mið og örnefni í Grindavík í gegnum tíðina. Eftir standa menningarminjarnar, sem vart er hægt að hunsa. Þær ber að varðveita til framtíðar, komandi kynslóðum til fróðleiks um fortíðina; grundvöll nútíðarinnar…

ÓSÁ tók saman 2022

Heimildir:
-Fornleifaskráning í Grindavík – 1., 2. og 3.  áfangi, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2002.
-Menningarminjar í Grindavíkurkaupstað – Svæðisskráning, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2001.
-Örnefnalýsingar.
-Oddur V. Gíslason, Leiðir og lendingar í fiskverum Íslands I – Frá Jökulsá á Sólheimasandi til Reykjaness – Reykjavík 1890.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1587015/ – Aldur sundmerkja við Staðarsund í grindavík – Skúli Magnússon.
-Saga Grindavíkur, frá landnámi til 1880 – Jón Þ. Þór, Grindavíkurbær 1994,Fiskimið Grindvíkinga, bls. 186-189.
-Gullbringu- og Kjósarsýsla – sýslu- og sóknarlýsingar Bókmenntafélags 1839-1855, sögufélagið 2007, Grindavík 1840-1841 – séra Geir Backman, bls. 41-43.

Sundhnúkur

Sundhnúkur.

Hóp

Ofan við Hóp í Grindavík er heilleg og falleg hlaðin refagildra, sú 59. í röðinni, sem FERLIR hefur skoðað á Reykjanesskaganum (sjá meira um refagildrur HÉR).
RefagildranSvo er að sjá, að notkun slíkra veiðitækja, hafi verið mun algengari hér áður fyrr en áætlað hefur verið. Mjög lítið hefur verið skrifað um gildrurnar, sennilega aðallega af tveimur ástæðum; notkun og staðsetning þeirra var á fárra vitorði og því lítið um þær talað. Veiðiaðferðin hefur líklega ekki heldur þótt í frásögu færandi því refurinn, sem létt ginnast, svalt venjulega í hel þar sem hann var fastur í þröngri rásinni eftir að fallhellan hafði lokað hann inni.
Lítið sem ekkert er getið um hlaðnar refagildrur í örnefnalýsingum, en nokkur örnefni þeim tengdum er þó þar að finna, s.s. Gildruholt.

Refagildran

Þegar svæðið ofan við Hóp var skoðað mátti glögglega sjá að þar væri að finna  „minjasafn“ mannvistarleifa eftir refaveiðar; hlaðin byrgi og hlaðin skjól fyrir refaskyttur, merkingar á grenjum og svo áðurnefnd refagildra, sem líklega er elsta mannvirkið á svæðinu. Talið er að fyrirmynda að gerð gildranna megi leita til landnáms-manna. Minjarnar eru á tiltölulega afmörkuðu svæði og ætti að reyna að varðveita það sem líkt.
Refagildran, sem um ræðir, er með op til suðurs og norðurs. Fallhellur eru við bæði opin. Í þessari gildru má enn sjá uppbyggingu slíkra mannvirkja, auk þess sem staðsetningin gefur vel til kynna að lágfóta fór ekki með brúnum heldur „lægðirnar smjó“, eins og segir í kvæðinu.
„Svæðið fyrir ofan veginn ofan við Hóp er nefnt einu nafni Hópsheiði. Það hækkar smátt og smátt. Rétt ofan við veginn er hraunklapparhóll, sem heitir Strandarhóll. Þar austur af er hæðarbrekka, sem heitir Hestabrekkur. Hún er ofan við utasta húsið.
ByrgiÞar ofan við veg (Bræðratungu) utan í Hestabrekkum er komið tún nú. Uppi á þeim er varða, sem heitir Heiðarvarða. Varða þessi er innsiglingarmerki. Þar ofar uppi á brekkunum er holt, sem heitir Bláberjaholt. Skammt þar ofar er gamall eldgígur, sem heitir Melhóll. Þangað er sóttur ofaníburður. Vestur af Melhól er lægð, sem Grindavíkurvegurinn liggur yfir.“
Þegar svæðið var skoðað nánar kom í ljós enn ein refagildran, að öllum líkindum mun eldri en sú fyrrnefnda. Þessi stendur upp á lágum hól. Í hana er ágætt útsýni frá Þórkötlustaðabæjunum. Enn má sjá grunninn í hleðslunni, en að öðru leyti hefur gildrunni verið spillt. Gróið er að mestu yfir hana, en vel má sjá hleðslurnar, sem fyrr segir.
Sjá ennmeira um refagildur HÉR.
Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Hóp

Hóp

Refagildra ofan við Hóp.

 

Grindavík

Gengið var á Þorbjörn (Þorbjarnarfell) ofan við Grindavík. Að vísu liggur vegur upp á fellið, sem er hæst 243 m.y.s., en að þessu sinni var ákveðið að ganga upp á það að norðanverðu, upp frá Baðsvöllum.

thjorbjorn-901

„Þar er Selskógur, eitt af útivistarsvæðum Grindvíkinga. Þar fara fram skemmtanir á vegum bæjarfélagsins auk þess sem skógurinn nýtist til gönguferða. Hann er hluti af stærra útivistarsvæði ofan þéttbýlis sem kallast Þorbjörn – Arnarsetur. Frá Selskógi er ekki langt í Bláa lónið en þangað geta íbúar Grindavíkur einnig sótt útivist.““Selskógur í Þorbirni hefur verið ræktaður upp þó skógrækt ríkisins hafi mælt eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðar á Suðurnesjum. Þrjú skógræktarsvæði hafa talist hæf til skógræktar og er Selskógur eitt þeirra. Skógræktarfélag Grindavíkur sér um Selskóg og hefur unnið að ræktun þess myndarlega skógar sem nú er fyrir hendi. Félagið gerðist aðili að Skógræktarfélagi Suðurnesja til þess að tryggja plöntur á vægu verði frá Skógrækt ríkisins. Nú eru hin myndarlegustu grenitré í nokkrum aðskyldum lundum og svo þéttur að þegar hefur myndast skógarbotn í þeim.“
Framangreint kemur fram í greinargerð með selskogur-221aðalskipulagi Grindavíkur fram til ársins 2020.Að sögn Kristán Bjarnasonar, skógræktarmanns, er Selskógur ekki ræktaður á flatlendi, nema þá að mjög litlu leyti, þannig að það virðist vera mótsögn í textanum. Þá er það að Skógrækt ríkisins mæli eindregið gegn skógrækt á flatlendi utan byggðir. Síðan að „aðeins þrjú svæði á Suðurnesjum henti til skógræktar“ hefur ekki verið fjallað um fyrr af hálfu Skógræktarinnar.Í Jarðabókinni 1703 segir að „selstöðu hefur jörðin og brúkar enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar ofurlitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein að vatnsleysi, þá þeirrar eru, og fyrir þessa lesti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarsstaðar. Þessa brúkar bóndinn aleinn.“ Sagt er að Baðsvellir dragi nafn sitt af því, að þar hafi ræningjar baðað sig. Alveg niður við hraun er hallandi graslendi. Þar er slétt laut, Kvíalág. Þar með hrauninu eru tvennar seltættur og hóll. „Þar austan við heitir Stekkjarhóll,“ segir í örnefnaskrá.

Stekkholl-221

Rústirnar eru undir Þorbirni norðanverðum, í hraunjaðri, vestan við skógarrjóður. Syðst er þyrping, 5 hólf og klettur í miðjunni, sem hólfin raðast utan um. Þar norðan af er önnur tóft, tvö hólf. Norðan við þessa tóft eru tvær tóftir til viðbótar. Trjám var plantað í eina megintóftina.Við Stekkjarhól eru greinilegar og mjög grónar tóftir. Þær eru norðaustan í skógarjaðrinum. Norðaustan við aðra tóftina er 2 m djúp hola. Hún er nær hringlaga. Sunnan við vegarslóða þar við er önnur hola, 1 m djúp, e.t.v. brunnur. Í skógarjarðrinum, sunnan brunnsins, er önnur tóft. Norðar eru mannvistarleifar í lágum hraunhól.Þegar FERLIR var þarna á ferð höfðu einhverjir verið við mælingar og m.a. skilið hluta af mælitækjunum eftir. Grafnir höfðu verið stuttir skurðir á fimm stöðum og leiðunum stungið þar niður áður en tyrft var yfir að nýju.
Líklega er verið að kanna leiðni jarðvegs auk annars, utan í selleifunum að thjofagja-221vestanverðu. Án efa fara þessar framkvæmdir fram með fullu samþykki Fornleifaverndar ríkisins og annarra yfirvalda, en svo þarf að vera því þær eru vel innan hinna 20 metra friðunarmarka fornleifanna. Eflaust væri þetta í góðu lagi ef um væri að ræða fornleifagröft eða aldursgreiningu seljanna, en svo virðist því miður ekki vera.Þegar gengið var upp á Þorbjarnarfell var gömlum slóða fylgt upp á norðurbrúnina. Hér munu vera för eftir beltatæki er fyrst var ekið upp á Þorbjörn á stríðsárunum til undirbúnings bækistöðva þar í gígskálinni og uppsetningu loftskeytabúnaðar. Síðan var vegurinn ruddur niður með austurhliðinni. Enn má sjá leifar bragganna tíu, sem þarna stóðu í einföldum boga meðfram gígbotninum. Einnig má sjá leifar eftir 2 bragga á sunnanverðu fellinu sem og fótstykki undan möstrum. Kampur þessi hét Camp Vail, eftir Raymond T. Vail. Möstrin efst á Þorbirni tilheyra Símanum annars vegar og Flugþjónustunni hins vegar. Stóra mastrið, ca, 40 m hátt, er frá Flugþjónustunni og hin frá Símanum. Nýjasta mastrið [2009] þjónar gsm-sambandi Símans. Auk þess er þarna endurvarp frá Útvarpinu.Þegar komið var upp á norðurbrúnina og efri hluti fellsins barinn augum mátti vel sjá hvernig fellið hafði fallið niður í miðjunni þannig að austur- og vesturveggirnir standa eftir og ofar. Um er að ræða sigdæld (misgengi) í gegnum fellið. Ástæðan er sú að Þorbjarnarfell varð til á tveimur gostímabilum. Hluti þess myndaðist á fyrra ísaldarskeiði.

Þorbjarnarfell

Camp Vail á Þorbjarnarfelli – ÓSÁ.

Þegar aftururðu jarðhræringar á síðasta ísaldarskeiði urðu þessar miklu umbreytingar í fellinu. Ekki kom afgerandi gosefni upp í seinna skiptið því bólstraberg frá fyrra gosinu eru ráðandi hvert sem litið er. Sést það sérstaklega vel í þverskorningum Þjófagjár.Gengið var vestur með suðvesturhlíðum fellsins. Háir klettadrangar marka brúnina á kafla. Frá þeim er hið ágætasta útsýni yfir hraunin (Illahraun og Eldvarpahraun (Bræðrahraun og Blettahraun)), yfir að Eldvörpum, Sandfelli og Þórðarfelli og allt að Eldey í vestri.Frá sunnanverðum Þorbirni er hið fegursta útsýni yfir óumdeilanlega fallegasta byggðalag suðurstrandar Reykjanesskagans, Grindavík – og þótt víðar væri leitað, t.a.m. á norðanverðum skaganum.Á vef Örnefnastofnunar Íslands segir um þetta efnisatriði: „Þó að þess séu dæmi, að nöfnin sem gætu verið mannanöfn séu til í samsetningum með orðunum fell eða fjall, t.d. Þorbjarnarfell, er ekki hægt að segja, að öll þessi nöfn séu þannig til komin, að þau séu styttingar, eins og Finnur Jónsson gerir ráð fyrir.

Þorbjörn

Þorbjörn.

Upprunalega nafnið gæti allt eins verið Þorbjörn og orðinu felli bætt við sem merkingarauka (epexegese) til nánari skýringar.Algengt hefur verið á Norðurlöndum að gefa fjöllum nöfn eftir persónutáknunum, þar sem mönnum hefur fundist vera líking með þeim. Þetta hefur líka tíðkast hér. Nægir þar að nefna fjallanöfn, þar sem orðin karl og kerling koma fyrir, t.d. Karl úti fyrir Reykjanesi og Kerling í Eyjafirði. Nöfn með maður, strákur og sveinn vísa til hins sama. Þegar fjalli er valið nafnið Surtur, er verið að vísa til jötuns, og er þá líklegt að fjallið sé svart, af því að allir þekkja þá merkingu orðsins. Þegar það er athugað, að nöfnin Karl og Sveinn geta verið hrein mannanöfn, og að ýmis fjallanöfn geta líka verið mannanöfn, en einnig haft aðra merkingu, er það e.t.v. orðinn álitlegur hópur fjalla, sem ber mannanöfn. Þegar þetta er orðinn útbreiddur nafnsiður, og ýmis fjöll bera einnig nöfn dýra, þá verður ekki fráleitt að nota hvers konar mannanöfn um fjöll, án þess að útlit þeirra þurfi að ráða þar nokkru um.

thjorbjorn-904

Þá verður það tilviljun hvaða nafn er gefið fjalli, eins og það getur verið tilviljun hvaða nafn maður hlýtur. Útlit ræður því ekki hvort maður heitir Njáll eða Þorfinnur. Útlit fjalls getur tæpast ráðið því, að það fái nafnið Gunnhildur, Hálfdan, Jörundur, Njáll eða Ölver. Að líkindum urðu þessi nöfn til hér sem fjallanöfn í upphafi byggðar, m.a. vegna þess að menn vildu heiðra landnámsmennina með því að kenna fjöll eða tinda við þá.“Til mun vera önnur skráð söguskýring á örnefninu „Þorbjörn“. Leit hefur verið gerð að henni, en hún hefur ekki borið árangur -enn sem komið er. Gamlir Grindvíkingar vísuðu jafnan á „Þorbjörn karlinn“ þegar ekið var eftir Grindavíkurveginum áleiðis til Grindavíkur um Gíghæð. Þá blasir við andlit bergrisans utan í vestanverðu fellinu, líkt og hann hefði lagt sig þar um stund og notað vesturöxl fellsins sem svæfil.

thorbjorn-905

Aðrir hafa viljað tengja nafnið við Hafur-Björn, son Molda-Gnúps hins fyrsta landnámsmanns í Grindavík (um 930), en sú tenging virðist langsótt. Fornafnið „Þor“ er Þórsskírskotun, þess allra heiðnasta. Nafnið virðist því vera frá fyrstu tíð landnáms hér á landi því kristni varð eigi lögtekin hér fyrr en árið eitt þúsund. Heitið „Björn“ gæti hins vegar, aldursins vegna, verið komið frá nefndum Birni er bæði Landnáma og þjóðsögur JÁ kveða á um. Hann hefur þá mögulega geta verið nefndur, á rauntíma, eftir herraguði ásanna (Þórs-Björn), sem með kristninni hefði getað breyst í „Þorbjörn“. Þjóðsagan hefur síðan lifað af hvorutveggja og hann þá nefndur „Hafur-Björn“ – slíkt er bæjarmerki Grindarvíkur nú grundvallast á.  Stefnan var tekin upp í Þjófagjá. Þjófagjá er „stór sprunga er klýfur topp Þorbjarnarfells. Þar herma munnmæli, að flokkur útileguþjófa hafi haldið sig og rænt og ruplað í Grindavík. Að lokum tóku byggðamenn sig til, fóru að þjófunum, gripu þá og hengdu í Gálgaklettum. Engar öruggar heimildir eru um það, að útileguþjófar hafi nokkru sinni hafst við í Þjófagjá og engar mannvistarleifar hafa fundist þar,“ segir í Sögu Grindavíkur. Klettasprungan er með grasi grónum botni. Hún er um 10 m breið, en allt að 80 m djúp. Skúti er í sprungunni vestarlega. Einstigi er upp Þjófagjá og leiðin greið, ef rétt er að farið. Fýll lá með ungum í gjárveggjunum.Í heild er þjóðsagan svona: „Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá.

badsvallasel-201

Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. 

thorbjorn-906

Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.“Ef vel er að gáð, í ljósi aðstæðna fyrri alda, er ekki algerlega með öllu útilokað að hópur manna er sameiginlegra hagsmuna hafa átt að gæta hefði safnast saman um stund á Þorbjarnarfelli. Hafa ver í huga að fellið væri fyrir þá slíka landfræðilega vel í „sveit sett“. Auk þess gæti nafngiftin hafa gefið þeim hinum sömu ákveðna „inspirisjón“ þess tíma hungurs, volæðis og vonleysis. Þegar upp úr gjánni var komið var stefnan tekin niður í braggabúðirnar fyrrnefndu, eða leifarnar af þeim. Þegar meðfylgjandi ljósmynd af braggabyggðinni var borin saman við minjarnar nú mátti vel sjá hvaða braggi var hvar. Jónsmessuhátið Grindvíkinga mun vera, í seinni tíð, haldin hátíðleg á Þorbirni – og er það vel við hæfi, enda mun siðurinn vera frá heiðni kominn (þótt hann hafi í seinni tíð verið eignaður Jóni (Jóhannesi) skírara upp kristinn sið (eins og svo margt annað)).Til baka var gengið niður gróningina að norðanverðu, niður á Baðsvelli.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-GRINDAVÍK greinargerð og umhverfisskýrsla drög 22. mars 2010
-Grindavíkurbær GRINDAVÍK aðalskipulag 2000 – 2020
-Kristján Bjarnason

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – örnefni og gönguleiðir (ÓSÁ).

Grindavík

Sjómerki, innsiglingarvörður, sundmerki og sundvörður þóttu ómissandi leiðarmerki sjófarenda fyrr á öldum, langt fram eftir 20. öldinni. Þau voru bæði nýtanlegar til leiðsagnar við landtöku, en ekki síður sem aflamið. Þótt flestir bátar séu nú útbúnir nútíma stafrænum tækjabúnaði má víða á ströndum Reykjanesskagans enn í dag sjá minjar leiðarmerkjanna, sem í fyrstu voru hlaðnar vörður, sumar með brennum á, og síðar með spjöldum og ljósmerkjum. Hér verða tekin nokkur dæmi.

Í Þjóðólfi árið 1889 er fjallað um „Leiðir og lendingar“:Auglýsing
„Hjer með skora jeg á bjargráðanefndir þær, sem nú eru í suður- og vesturamtinu, að senda mjer áreiðanlega og nákvæma lýsing á þeim leiðum og þeim þrautalendingum, sem almenningi þurfa að vera kunnar.
Öll undirmið þurfa að vera sundmerki; súlur eða vörður með trje í, því hæðir, bakkar, garðshorn, bæjarþil og strompar, hólar, hjallar og þvíumlíkt, er ónógt og óljóst flestum, nema heimamönnum.
Ef nokkuð er að athuga við sundalýsingar o.s.frv. í Árnessýslu þarf jeg að að fá athugasemdir um það.
Brjef þessu viðvíkjandi og öðrum bjargráðamálum, óska jeg send mjer á „Geysir“ í Reykjavík fyrir 5. janúar 1890. – P.t. Geysir, 25. nóv. 1889.
0.V. Gíslason.“

Í Ægi árið 1919 er fjallað um „Sjómerki„:

Bessastaðanes

Bessastaðanes – sjómerki.

„Eitt af mjög mörgu, er þarf athugunar við, eru sjómerkin hér.
Sjómerkin eru tvennskonar. Á landi: vörður, að einhverju leyti auðkendar, eða sundmerki, sem bera saman, notuð í þröngum siglingaleiðum. Á sjó: baujur með stöng á, með kústi einum eða fleirum. —
Í öðrum löndum eru settar reglur um hvernig sjómerki skuli vera, þannig, að sjófarandi veit um leið og hann sér merki, hvernig hann á að sigla eftir þeim. Ekki eru þessar reglur alþjóðlegar, heldur hefir hvert land oft reglur fyrir sig. Til frekari skýringar þessu, gætum við hugsað okkur reglur, sem væru settar við innsiglingar á hafnir. Bauja með uppbendandi kústi væri höfð stjórnborða. Bauja með tveimur uppstandandi kústum á bakborða. Vörður með rauðri rönd á stjórnborða, með tveimur á bakborða.
Sundmerkin væru lík og gömlu sundmerkin voru, vörður með stöng upp úr, sem á væri þríhyrningar rauðmálaðir og eitt hornið vísar upp, hin til hliðar, o.s.frv. Hér er öllu þessu grautað saman.“

Í Faxa árið 1951 er grein; „Saga slysavarnardeildarinnar „Þorbjörn“ í Grindavík„. Þar er m.a. fjallað um sundmerki:

Eiríkur Tómasson

Eiríkur Tómasson.

„Á síðasta missiri má segja, að Grindvíkingar hafi getað haldið tvíheilagt afmæli í Slysavarnasögu byggðarlagsins. Fyrst 2. nóvember s. 1., en þá átti Slysavarnardeildin „Þorbjörn“ tuttugu ára afmæli og svo 24. marz, er tuttugu ár voru liðin frá fyrstu björgun deildarinnar, sem var jafnframt fyrsta björgun með fluglínutækjum hér á landi.
Strax á framhaldsstofnfundinum, sem haldinn var 18. janúar, var hafin barátta fyrir raunhæfum aðgerðum. Úr fundargerð þess fundar er eftirfarandi tekið: „Eiríkur Tómasson talaði um hversu nauðsynlegt það væri að öll sundmerki væru höfð skír og glögg, áleit hann að sundmerkin, sérstaklega hér í hverfi (Járngerðarstaðarhverfi) og Þorkötlustöðum þyrftu töluverðar umbætur, einnig talaði hann um að brimmerkin hér þyrftu að vera gleggri. Einar G. Einarsson, kaupmaður, tók í sama streng og lofaði hann því að gefa kr. 50,00 fyrir efni, ef með þyrfti til að endurbæta með sundmerkin í hverju hverfi, gegn því að menn ynnu verkið endurgjaldslaust. Til að koma þessu verki í framkvæmd kaus fundurinn þessa: Formann Eirík Tómasson, Guðmund Erlendsson, Guðmann Jónsson, Benedikt Benónýsson og Guðstein Einarsson, Dalbæ. Einnig kom fram svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn krefst þess að öllum formönnum í Grindavík sé skylt að þekkja öll sundmerki „hér í sveitinni og allar varúðarreglur þar að lútandi“.
Þessar fyrstu ráðstafanir voru f.o.f. gerðar til að auka öryggi þeirra manna, sem daglega þurftu að fara eftir krókóttum leiðum brimsundanna. En í sumum þeirra höfðu tugir manna látið lífið á liðnum öldum. Svo vel hefur tekizt til, að enginn maður hefur farizt á grindvísku sundunum síðan að félagið var stofnað.“

Í Morgunblaðinu árið 1983 er m.a. fjallað um „Vörður„:

Heiðarvarða

Grindavík – Heiðarvarðan ofan Hóps.

„Þótt víðast væri látið nægja að miða af sjó við ýmsa staði í landslaginu, eins og áður er vikið að, urðu margir til að gera sér kennileiti í því skyni og þá einkum vörður. Verður hér getið nokkurra. Varða ein í Þorlákshöfn var beint upp af skerinu Kúlu, vestan við uppsátrin og í hana miðað.

Grindavík

Grindavík – Heiðarvarðan (Stamphólshraunsvarða).

Þegar sundið í Herdísarvík var tekið, átti Sundvörðu eystri, sem var ofangarðs í norður frá Gerðishúsinu, að bera í Sundhamar, sem er austast í Herdísarvíkurfjalli.
Í Grindavík hlóðu sjómenn margar vörður til að miða í. Nokkuð langt uppi í heiði var Sigguvarða. Hana var miðað af 26 stöðum, eða öllum grunnmiðunum. —

Grindavík

Grindavík – efri Hópsvarðan (innsiglingarvarða).

Stamphólavarða var uppi á hraunbrúninni og framan á henni eins konar tréþil, svo hún yrði gleggri sem mið. — Niðri á sjávarkampinum var Svíravarða og Fiskivörður á Staðarbergi. Einnig var miðið: Látravarða um Sílfell eða um Þorkötlustaðanes. Vörðurnar voru þrjár á háum hól — Strýtuhól.
Miðavarða var í heiðinni upp af Höfnum.
Kolbeinsstaðavarða var rétt fyrir ofan túngarðinn á samnefndum bæ á Miðnesi — og var gamalt sund- og fiskimið.
Í Faxaflóa var miðið Ásvörðuslóð, en þá átti Valahnúka að bera um Austari- og Vestari-Ásvörðu á Ásfjalli fyrir ofan Hafnarfjörð. Önnur varðan stendur enn.“

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1948 fjallar Ólafur Þorvaldsson um „Ásvörðu„:
Ásvarða
„Skammt suður frá Hafnarfirði er hæð nokkur eða fell, sem Ásfjall heitir. Fjall þetta má að vísu telja til hinna smærri fjalla, þó tekur það yfir nærliggjandi holt og hæðir þar í grend.
Þó fjall þetta láti litið yfir sjer, hefur það þó nokkra þýðingu, og var oftar umtalað en allar aðrar hæðir um þessar slóðir.
Börn og fullorðnir töluðu um Ásfjall sem mesta berjaland í grennd Hafnarfjarðar, á sumrum, en sjómenn kringum sunnan verðan Faxaflóa, sem mið meira og minna allt árið. Á norðurhæð fjallsins var ævaforn grjótvarða. Fram undir síðustu aldamót var hún ekki hærri en 4—5 álnir.

Ásvarða

Útsýni af Ásfjalli – Ásvarða 2020.

Saga Ásvörðu, eins og umrædd varða var allt af kölluð, er aldagömul saga, sennilega jafngömul sögu áraskipanna við Faxaflóa, eftir að skipin stækkuðu svo að mönnum óx svo fiskur um hrygg, að þeir gátu gert skip sín svo úr vör, að viðlit var að fara á þeim til hinna djúpu fiskimiða. Þegar nú annað tveggja fisk þraut á grunnmiðum, eða hann kom ekki á þau þetta eða hitt árið og sjómenn fóru að leita út á djúpið, hafa þeir komist fljótt að því, að ekki var sama hvar eftir fiski var leitað. —
Ólafur Þorvaldsson
Þegar svo kom þar sem nægur fiskur var undir, var áríðandi að tína ekki þeim bletti aftur. Fóru menn þá að miða staðinn, og var það gert með því að horfa til lands, taka einskonar lengdar- og breiddar-mæling, gert að eins með athugulum augum, því að annað sem til má nota var þá ekki fyrir hendi. Voru þá venjuleg fjöll og önnur kennileiti á landi notuð sem mið. Alltaf urðu miðin að vera fjögur, tvö og tvö, sem báru saman í hvorri átt, samsvarandi lengdar og breiddar línunni.
Venjulega voru há fjöll eða hlutar þeirra, sem hátt báru, höfð að yfirmiði, en aftur önnur, sem oft voru nær sjó og lægra, lágu, að undirmiði. Kölluðu svo menn þessa stáði, sem þannig var búið að miða sig niður á, á sjónum, mið eða slóðir. Þannig varð Ásvörðuslóð til, mjog fisksælt mið á Suður-Sviði í Faxaflóa. Var Ásvarða undirmið en Valahnjúkur venjulega yfirmið. Á þetta fisksæla mið hafa margar kynslóðir sótt, og fært þaðan þjóðarbúinu mikla björg.
Þessi góðu, gömlu fiskimið urðu því vinsæl, og umræður um þau oft fljettaðar inn í samtöl fólks þess er við sjóinn bjó. Nú mun tími gömlu fiskimiðanna að mestu liðinn, því ekki mun standa eins glöggt nú, hvar línu eða botnvörpu sje í sjóinn kastað frá borði, samanborið við það, þegar að eins um handfæri var að ræða á opnum skipum.“

Í Faxa árið 1950 er fjallað um innsiglingarmerkið „Kölku“ á Háleiti ofan við Njarðvík:

Kalka

Njarðvík – Kalka efst. Teikning Áka Grenz.

„Kalka er heiti á landamerkjavörðu, er stóð uppi á Háaleiti, þar sem nú er Keflavíkurflugvöllur og braggahverfi honum tilheyrandi.
Einnig er þess getið til, að hún hafi verið notuð sem innsiglingarmerki skipa á dögum Selstöðukaupmanna hér á Suðurnesjum. Varðan er sögð hafa verið hvít kölkuð, svo að hún sæist langt að, og hefir hún dregið nafn þar af. Var þessi ævagamla varða við líði, þar til nú á stríðsárunum, að setuliðið jafnaði hana við jörðu. – H.Th.B.“

Heimildir:
-Ægir, t. tbl. 01.07.1919, Sjómerki, bls. 84.
-Faxi, 3. tbl. 01.03.1951, Saga slysavarnardeildarinnar „Þorbjörn“ í Grindavík, bls. 25.
-Morgunblaðið, 291. tbl. 18.12.1983, Vörður, bls. 58.
-Lesbók Morgunblaðsins, 21. tbl. 13.06.1948, Ásvarða – Ólafur Þorvaldsson, bls. 296.
-Þjóðólfur, 56. tbl. 29.11.1889, Leiðir og lendingar, bls. 224.
-Faxi, 1. tbl. 01.01.1950, Kalka, bls. 8.

Grindavík

Grindavík – neðri Hópsvarðan 2021.

Ketilsstígur

Gengið var um Sveifluháls af Norðlingahálsi um Folaldadali að Arnarvatni og síðan um Ketilsstíg norðanverðan til baka.
MiddegishnukurÍ grein Ólafs Þorvaldssonar, Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar í Árbókinni (ÁHíf) 1943-48, segir m.a. um þetta svæði:
„Vestur- og norðvesturbrún Ketilsins er þunnur móbergshringur, en norður-, austur- og suðurhliðar eru hálsinn sjálfur upp á brún, og er hæð hans þar um 350 m. Ketilsstígur liggur því í fullan hálfhring um Ketilinn, hærra og hærra, þar til á brún kemur. Láta mun nærri, að verið sé 30—45 mín. upp stíginn með lest, enda sama þótt lausir hestar væru, því að flestir teymdu hesta sína upp stíginn. Ketilsstígur er tvímælalaust erfiðasti kaflinn á þessari hér um ræddu leið. Slæmt þótti, ef laga þurfti á hestum í stígnum, og búast mátti við, ef baggi hrökk af klakk, hvort heldur var á uppleið eða ofan, að hann þá, ef svo var lagaður, ylti langt niður, því að utan stígsins, sem heita má snarbrattur, eru mest sléttar skriður ofan í KetilbSveifluháls-7otn.
Ketilsstígur er mjög erfiður klyfjahestum og sízt betri niður að fara en upp. Þegar upp á brún kemur, sést, að hálsinn er klofinn nokkuð langt norður, allt norður að Miðdagshnjúk, og eru í þeirri klauf sanddalir, sem Folaldadalir heita. Af vestari brún hálsins liggur vegurinn spölkorn eftir sléttum mel til suðausturs, og blasir þar við hæsia nípa á austurbrún hálsins og heitir Arnarnípa. Litlu sunnar er komið að dálitlu stöðuvatni, sem Arnarvatn heitir. Eftir það fer að halla niður af hálsinum að sunnan, og er nú ekki eins bratt og að vestan, þar til komið er fram á síðari brekkuna, sem er brött, en stutt. Þegar brekkunni sleppir, er komið í grashvamm, sem Seltún heitir.
Allur er hálsinn uppi, norðan vegar, gróðurlaus, en sunnan vegar er sæmilegur gróður. Allhár og umfangsmikill hnjúkur er sunnan vegarins, þegar austur af er farið, og heitir sá Hattur.
Sveifluháls-8Víðsýnt er af vesturbrún Sveifluháls, þaðan sér yfir allan Faxaflóa, allt til Snæfellsness, en af austurbrún blasir Atlantshafið við, sunnan Reykjaness.“
Gísli Sigurðsson segir um þetta svæði í örnefnalýsingu sinni um Krýsuvík: „Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestan vert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur ÓSveifluháls-8lafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar hjá Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatni. Í vestur eru tveir hnúkar. Annar að sunnan heitir Hattur kúflaga en framan í honum eru Krýsuvíkurnámurnar og Seltún.

Sveifluháls-10

Beint framundan er Hetta. Hattsmýri liggur milli hnúka þessara, en klofnar um Hattsmýrargil. Vestan undir Hettu er Hettuskarð og Hettuskarðsvegur eða Hettuskarðsstígur. Nokkrir nafnlausir tindar eru hér fyrir vestan og vestan þeirra er komið á Drumbsdalastíg. Á sunnanverðum hálsinum er Stóri-Drumbur, en norðar er Litli-Drumbur og milli þeirra Drumbsdalir. Hér fram undan eru Borgarhólar og Borgin. Þess er vert að geta, að Sveifluháls ber nokkur nöfn, svo sem Austurháls og Móháls eystri.
L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Mar-krakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus. Niður undan Undirhlíðum liggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík. Undan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið.

Sveifluháls-11

Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð. Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina. Við stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu. Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til.

Sveifluháls-12

Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna. Þá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver. Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus.
Þá er Arnarvatnkomið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg. Vestur með hálsi liggur leiðin áfram og blasir þá fyrst við Smjördalahnúkur og Smjördalir milli hans og hálsins. Héðan liggur svo slóðinn frá Hnúknum yfir dalinn að Vigdísarvöllum. Úr dölum þessum kemur lækur og rennur vestur norðan undir Hettu og tekur þar við læk úr Hettu og Hettumýri og nefnist þá Hettumýrarlækur. Enn bætist lítill lækur við, kemur í Kringlumýri og Kringlumýrartjörn með hnúkinn Slögu á hægri hlið þegar vestur er haldið. Síðan rennur lækur þessi um lægð er nefnist Bleikingsdalur. Þar er Bleikingsdalsvað þar sem Drumbsdalastígur liggur yfir lækinn.
Síðan fellur lækurinn norður af og um móbergshjalla, þar sKetilsstigur-2em hann hefur grafið sig niður í móbergið og myndað polla hylji, súlur og boga í margs konar myndum. Lækurinn fellur svo fram og rennur út á hraunið og eftir því og er að fylla gjótur þess og bolla. Þegar hingað er komið blasir við í vesturátt Mælifell Krýsuvíkur-Mælifell eða Innra-Mælifell. Austur úr Mælifelli gengur lágur Mælifellsháls. Austanundir Mælifelli eru Klettavellir. En frá hálsinum milli Mælifells og Borgarhóla liggur Mælifellsdalur. Sunnan í Mælifelli er Mælifellstorfa mið af sjó. Vestur úr Mælifelli gengur Mælifellsás, en framan í því að suðvestan liggur Alfaraleiðin, krækir fyrir hornið og liggur þar framhjá Ögmundardys.“
„Sumarið 1820 fóru tveir Danir um Sveifluháls, en þeir klifruðu heldur stígana yfir Kleifarvatni en að fara undir hlíðum, því að þá langaði til að sjá sem flest á Íslandi þetta sumar og ætluðu líka að safna jurtum og skoða hverina.
Sá rosknari þeirra var Frederik Christian Raben lénsgreifi frá Kristjánshólma á Lálandi, maður um fimmtugt, en hinn var Axel Mörch, 23 ára gaStorusteinaflatirmall lögfræðingur, sem hafði lagt stund á grasafræðinám að afloknu lögfræðinámi og hlotið gullpening háskólans fyrir ritgerð um lifrarmosa þá um vorið.
Þeir félagar fóru suður Sveifluháls á náttlausum góðviðrisdegi um mitt sumar, og virðast hafa farið sér í engu óðslega. Þegar kom þar á hálsinn, sem láglendi tekur að myndast sunnan við klettabeltið,
safnaði Mörch mosa, sem hann hafði aldrei fyrr augum litið og óx í skugga undir klettum eða á steinum allt frá klettunum við ströndina í um 150 metra hæð og upp undir fjallabrúnir.
Hálsinn er gróðurlítill, og jafnvel fátækur að mosum, en Mörch virðist hafa orðið svo hrifinn af þessari óþekktu jurt, að hann safnaði meiru af henni en öðrum mosum þennan eina sumardag á Sveifluhálsi.“
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.
Heimild:
-Árbók hins ísl. fornleifafélags 1943-1948, bls. 84, Ólafur Þorvaldsson – Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar.
-Náttúrufræðingurinn-1963-1964 – Liframosinn, bls. 113-114.
-Gísli Sigurðsson – Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Skógfellavegur

Í fyrri lýsingu um leit að LM-merki á steini við gömlu götuna (Skógfellastíg/Vogaveg) – (sjá HÉR) – er sagt frá leitinni að staðfestu staðsetningar á réttum landamerkjum Vatnsleysustrandar-hrepps og Grindavíkur. Í framhaldi af henni var ákveðið að fara með upplýsingaraðila á vettvang merkjanna.
IsleifurÞegar inn á svæðið var komið virtist ljóst að málið var alls ekki auðvelt viðureignar. Forsagan lét þó tilfinningar leitenda ekki alveg ósnortnar. Það lá í loftinu að umrætt merki væri þarna á tiltölulega afmörkuðu svæði við götuna, en hvar nákvæmlega?
Þegar kennileiti á línunni milli Kálffells og Arnarkletts eru skoðuð kemur margt forvitnilegt í ljós. Hvarvetna eru fallnar grónar vörður á hólum, hæðum og á gjám eða ummerki um slíkt, s.s. uppreistar hellur, hringhleðslur o.fl. Á einum stað virtist augljóst að vörðu hafði verið raskað, af óljósri ástæðu.
IsleifurÍ landamerkjalýsingu Þórkötlustaða frá 1890, undirrituð af fulltrúum allra jarðanna og staðfest af sýslumanni, segir m.a. um markalínuna: „…sjónhending í toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna, þaðan að Kálffelli… Einkennismark markalínunnar er L.M. er þýðir landmerki…“. Í lýsingunni er vitnað í landamerki frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620.
Helsti heimildarmaður fyrir framangreindu er Ísleifur Jónsson, margrómaður verkfræðingur frá Einlandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Kann hann margar skemmtilegar sögur af gegnum Grindvíkungum. Ísleifur er nú (2009) 82 ára (f:1927) og ern eftir aldri. Sagðist hann hafa farið að smala inn á Skógfellahraunið norðan við Litla-Skógfell fyrir u.þ.b. 65 árum.

Á leið

Þá hefðu smalarnir, hvort sem um var að ræða frá Vatnsleysuströnd eða Grindavík, safnast saman við „Steininn“, þ.e. landamerkjastein við gömlu götuna millum Grindavikur og Voga. Steinninn hafi verið nálægt mannhæða hár (m.v. hann þá) og á hann hafi verið klappað greinilegum stöfum LM. Grindvíkingar hefðu ekki mátt fara lengra en að Steininum því frá honum ráku þeir féð áleiðis til Grindavíkur en Strandarbúar niður á Vatnsleysuströnd. Stundum hefði verið bið eftir mönnum og var þá gott að skýlast við Steininn, sem reyndar hafi að nokkru verið smáhæð.
FerðinÁður en lagt var af stað staðfesti Elías Guðmundsson (nú íbúi í Reykjanesbæ, rúmlega fimmtugur) frá Efralandi í Grindavík frásögn Ísleifs. Sagðist hann fyrir mörgum árum verið sendur inn að Steininum til að smala, en lengra mátti hann ekki fara. Þar tækju Vogamenn við. Ofar hefði Stóravarða verið með stefnu í Kálffell. Steinninn hefði og verið áberandi á landamerkjunum við gömlu götuna. Hann hefði hins vegar heyrt á seinni árum að Kaninn, sem hafði æfingaraðstöðu í heiðinni, hefði notað Steininn sem skotmark. Hvort þeir hefðu hitt hann eður ei vissi hann ekki. Elías sagðist aðspurður vera orðinn lúinn til fótanna og gæti því ekki tekið þátt í þessari ferð – en kannski seinna.
Nú segir í stuttri lýsingu frá upphafi og endi ferðarinnar.
IsleifurSafnast var saman sunnan við Arnarklett (landamerki Grindavíkur og Voga). Kobbi (Jakob) frá fjórhjólaleigunni ATV 4×4 í Grindavík, sem hafði góðan stuðning af lögreglunni við endurheimtur þá og þegar til kastanna kom, hafði eitt hjólanna meðferðis. Óskar, frá Saltfisksetri Íslands, Sævarsson var einnig mættur, enda hafði hann undirbúið ferðina gaumgæflega Grindavíkurmegin. Allt stóð af efndum.
Á staðnum klæddist Ísleifur tilheyrandi skjól- og hlífðarfatnaði, settist á fjórhjólið aftan við ökumanninn og lagt var af stað eftir ruddum slóða í gegnum úfið Arnarseturshraunið (rann 1226). Á undan gengu sem sagt nefndur Óskar, sonur Ísleifs (Einar) og fulltrúi FERLIRs, sem bara fylgdi með svona til að skrá ferðina líkt og allir fjölmiðlar landsins hefðu að sjálfsögðu gert (ef þeim hefði bara verið boðið).
MörkinÞegar komið var inn að Litla-Skógfelli þurfti að finna tilheyrandi slóð fyrir fjórhjólið. Hleypt var lofti úr dekkjum og tilraun gerð hvort för sæjust eftir þau í mosanum, en það reyndist ekki vera. Gömlu götunni var því að mestu fylgt að áfangastað. Þegar þangað var komið kannaðist Ísleifur við sig frá fyrri tíð. Hann sagðist aðspurður ekki hafa fylgt gömlu götunni að Steininum heldur farið beint að augum – „þangað inneftir“. Dró hann upp landakort (danska herforingjakortið) upp úr tösku og sýni hvernig markalínan ætti að liggja skv. fyrrnefndri landamerkjalýsingu. Landamerki Þórkötlustaða voru dregin (skv. lýsingunni) um hæstu bungu Stóra-Skófell og hæstu bungu Litla-Skógfells til norðurs að „Steininum við gömlu götuna“. Skv. því virtist eiga að vera augljóst hvar Steininn væri að finna. Þó var svo ekki, enda fór drjúgur tími í leitir á tiltölulega litlu svæði.
SteinnMiðað við uppdrátt Ísleifs virtist ljóst hvar Steininn var að finna. Um það bil 160cm há klapparhrúga virtist líklegasti staðurinn. Ef áletrunin væri þar myndi hún eflaust vera sem sólstafir að síðdegi. Utan við við staðinn er gróin varða á hól. Í línu við hólinn, milli Kálffells og Arnarkletts eru fleiri standandi og fallnar vörður er gætu gefið hin fyrrum landamerki til kynna – enda eflaust ekki komnar af engu.
Steinninn er um 1.8 km norðan við Litla-Skógfell og alls ekki auðfundinn. Hins vegar má ætla, meðan smalamennskan var eðlilegur hluti búskaparins, hafi staðsetningin verið á allra hlutaðeigandi vitorði – svo stutt frá gömlu götunni, sem ekki var hægt að villast út frá. Teknir hafa verið steinar úr nærliggjandi hól og búið til skjól, væntanlega fyrir þá sem biðu hinna.
Grindavik-vogar-landamerki-2Og þá var að halda til baka. FERLIR var beðinn um að halda staðsetningunni leyndri, a.m.k. fyrst um sinn. Ef þetta reynist rétt mun umdæmi Grindavíkur stækka um 1.5 km til norðurs, um tugi hektara, á kostnað Vatnsleysustrandar-hrepps. Á móti myndi Vatnsleysustrandar-hreppur (Vogar) hins vegar fá sambærilega landspildu á móti úr Grindavíkurlandi.
Auk framangreinds má bæta við eftirfarandi skráðri heimild frá um 1500:

„SKRÁ um landamerki milli Voga og Grindavíkr. – Landsbókasafn 108. 4to bls. 543 með hendi séra Jóns Haldórssonar í Hítardal „Eptir atgömlum rotnum blöðum úr herra Gísla Jónssonar bréfabók“. Sbr. Dipl. IBI. II, bls. 76.
„Um Landamerke i millum Voga og Grindavijkur.
Úr máldaga sem skrifadur var i tijd Byskups Stephanar.
Grindavik-vogar-landamerki-3Voru þesse landamerke höfd og halldin i millum voga á strönd og grindavijkurmanna meir enn upp á 30 vetur ákallslaust. ad vogar ætte ecke leingra enn nedan fra ad Kálfsfelli og upp ad vatnskötlum fyrer innan fagradal og upp ad klettnum þeim sem stendur vid Skogfell hid nedra vid götuna enn Þorkötlustader og Jarngerdarstader ættu ofan ad þessum takmörkum.“
Skv. þessari heimild ættu landamerki að líta út eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Hún staðfestir í raun frásögn Ísleifs í einu og öllu. Auk þess má enn sjá Steininn við „gömlu götuna“. Á hann er klappað merkið „LM“.
Frábær ferð. Gangan (aksturinn) tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Ísleifur Jónsson, f: 1927.
-Elías Guðmundsson.
-Íslenskt fornbréfasafn, 7. b. (1170-1505), bls. 457-458.

Skógfellavegur

Merki við Skógfellaveg.

 

Grænadyngja

Gengið var á Grænudyngju.
Keilir (379 m.y.s.) er áberandi fjall á Reykjanesskaganum. Trölladyngja (375 m.y.s.) er hins vegar áhugaverðari margra hluta vegna. Áhugaverðust er þó Grænadyngja (393 m.y.s. (reyndist vera 402 metrar er upp var komið)), nágranni Hraunbomba í Grænudyngjuhennar. Í dyngjunni eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu. Hraun hafa runnið þaðan bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun. Útsýni af Grænudyngju er bæði mikið og stórbrotið; yfir Sog til suðurs og hraunárnar um Einihlíðar til norðurs.
Trölladyngja og Grænadyngja eru yst á Vesturhálsi. Að ganga á Grænudyngju er ein fallegasta gönguleiðin í Reykjanesfólkvangi sökum litadýrðar og fjölbreytni. Frá höfuðborgarsvæðinu er ekki gott að greina Grænudyngju því í fjarlægð verða skil á milli fjalla og staða ógreinileg og auk þess hefur hún ekki þá lögun sem búast má við að dyngjur hafi. En þetta er einn fallegasti staðurinn á öllu höfuðborgarsvæðinu að mati þeirra er komið hafa á fjallið.
Um tvær leiðir er að velja á Trölladyngju  og Grænudyngju. Hægt er að aka á Höskuldarvelli, sem eru austan við Keili og ganga þaðan á fjallið norðanmegin. Nú er góður vegur af Reykjanesbrautinni inn á vellina og allt að borholusvæðinu neðan við Sogaselsgíg. Þaðan er skammur vegur upp á dyngjurnar. Trölladyngja er vestan við Grænudyngju og skilur á milli lítið dalverpi. Sú fyrrnefnda er klettótt og hvöss en hin er stærri um sig og nær flöt að ofan. Aðeins um 40 mínútna rólegur gangur er upp á Trölladyngju og síðan má gera ráð fyrir svona svipuðum tíma af henni og á þá Grænu.
Að þessu sinni var gengið um dal norðan í dyngjunum, austan við Dyngjurana. Athyglin beinist að fjölbreytilegum litum á landslaginu á þessum slóðum. Hver hefur áður séð grágræna hóla?
Útsýnið stórbrotið þar sem horft var niður á Tröladyngju og Keili. Athyglisvert er að sjá hraunstraumana sem runnið hafa um nágrennið, Afstapahraun, Dyngnahraun og fleiri og fleiri hrauntauma sem ekki bera nafn. Útsýnið yfir Móhálsadal er sérstaklega gott. Víða má sjá gíga í dalnum, litla og stóra og formfagrar litlar eldborgir. Tóur eru á stöku stað sem hraunið hefur hlíft.
Milli Trölladyngju og Oddafells eru Höskuldarvellir, víðir og fagrir í skjóli fjalla og hrauns. Af Grænudyngju var farið á Á leið á Grænudyngju - Keilir neðarsvipuðum slóðum og upp var komið, en nú var vikið aðeins til vesturs. Þarna heita Sog og þar er Sogaselsgígur, einstaklega fallegur og vel gróinn gígur. Eftir að hafa staldrað við og horft yfir Sog var gengið til norðurs með austanverðri Grænudyngju. Þar í litlum skúta hafi tvo sauði frá Lónakoti fennt inni s.s. vetur. Komið var niður af dyngjunum um miðjan Dynjurana.
Hér á eftir er rifjaður upp svolítill fróðleikur úr góðum ritgerðum um dyngjur og tengd jarðfræðifyrirbæri á Reykjanesskaganum. Í nokkrum tilvikum er um endurtekningar að ræða, en í heild felur efnið í sér mikinn fróðleik um efnið.
„Á Reykjanes gosbeltinu eru gos þekkt frá nútíma. Segja má að Reykjanes skaginn sé þakinn gosmenjum því að nánast milli allra stapa og hryggja eru hraun frá nútíma. Það einkennir Reykjanesskagann hversu gróf þessi hraun eru og landslagið virðist því oft snautt af gróðri. Engar ár renna á yfirborði og því er lítið sem getur haldið lífi í gróðri.
Hraunár yfir Einihlíðar - Höfuðborgarsvæðið fjærÁ Reykjanesskaganum kemur Atlantshafshryggurinn á land og má ímynda sér að Reykjanestáin yst á skaganum sé þar sem hann er að teygja sig upp á landið.
Þrjú goskerfi eru á Reykjanesskaganum; Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið og Brennisteinsfjöll. Þrjár gerðir gosmyndana einkenna Reykjanesskagann en það eru litlar dyngjur sem hafa framleitt að mestu leyti framleitt Pikrít, önnur tegund er sprungugos sem hafa myndað hraun eins og Ögmundarhraun og Kapelluhraun. Sprungugos hafa einnig skilið eftir sig gjall- og klepragíga og gjósku- og sprengigíga. Berggerð þeirra er oftast þóleiít. Þriðja gerð gosmyndana eru stórar dyngjur en líklega eru um 26 dyngjur á skaganum frá nútíma. Þær eru því áberandi á Reykjanesskaganum stundum tekur maður þó ekki eftir þeim þar sem hallinn á þeim er svo lítill og stærð þeirra er slík að maður missir eiginlega af þeim þær framleiða að mestu ólivín þóleiít (78% gosefna). Talið er að stóru dyngjurnar séu allar eldri en 4500 ára (Ari Trausti 2001).

Nútíma dyngjur á Íslandi eru um 40 talsins. Þær finnast á Reykjanes gosbeltinu, Vestur gosbeltinu og Norður gosbeltinu en engin er á austur gosbeltinu. Þær eru mjög misjafnar að stærð allt frá litlum dyngjum á Reykjanesi og til Skjaldbreiðs og Trölladyngju.
Dyngjur á Íslandi hafa sennilega myndast á löngum tíma og líklega í röð goshrina, Íslensku dyngjurnar voru einkum virkar framan af nútímanum. Líklega hefur engin dyngja verið virk á Íslandi síðustu 2000 árin. Á upphafi nútíma voru dyngjurnar mikilvirkustu gerðir eldstöðva á Íslandi. Hraun runnu langar leiðir úr þeim og má nefna hraun sem rann norður Bárðardal og er talið vera úr Trölladyngju. Ef það er rétt hefur það hraun runnið yfir 100km og er aldur þess yfir 7000 ár. Dyngjurnar eru aðeins á rekbeltinu og eru langan tíma að myndast. Er því líklegt að þær myndist þar sem kvika kemur beint upp frá möttlinum.“
Berg utan í gígskálinniÞegar gengið var um Dyngjurnar mátti í raun sjá ýmsar berg- og gostegundir þegar vel var að gáð, frá ýmsum tímabilum jarðmyndunarinnar.
„Eldborgir eru eitt flæðigos og gos sem þróast í eina gosrás þegar líður á gosið. Þunnfljótandi kvikan safnast í tjörn sem svo flæðir úr með nokkru millibili. Gígveggir verða brattir ofan til. Eldborg undir Geitahlíð er gott dæmi.
Blandgígar eru úr kleprum eða gjalli. Líklega hafa þeir hlaðist upp í byrjun goss en þegar leið á það byrjaði hraun að flæða og þá myndast oft skarð í þá.“ Moshóll við Selsvelli er gott dæmi.
„Sprengigígar gefa af sér aðeins eitt gos upp í sprengigígum og gosefnið er að mestu leiti gjóska. Upphleðsla í kringum gíginn fer eftir krafti gossins, því minni sem gosið er kraftmeira. Hverfell við Mývatn er gríðarlega fallegur sprengigígur.
Ef hægt væri að kalla einhver gos einkennisgos Íslands (ekki síst Reykjanessvæðisins) væru það sprungugos. Þau geta verið nokkur hundruð metra upp í tugi kílómetra. Oft myndast gígar þegar líður á svona gos og þeir geta verið eins eða blandaðir. Blandgígar eru t.d. Lakagígar og Eldgjá. Gjallgígaraðir eins og Vatnaöldur myndast við mikla sprengivirkni sem getur verið tengd hárri grunnvatnsstöðu. Heimaeyjargosið og Kröflueldar eru einnig dæmi um sprungugos.

Feigðarfé í skúta austan í Grænudyngju

Þó að gervigígar séu ekki gosgígar er vert að minnast á þá sem afurð eldgosa. Þeim hefur ekki verið lýst frá öðrum stöðum í heiminum. Þeir verða til þegar hraun rennur yfir votlendi. Vatnið svo snöggsýður og gufusprengingar verða upp í gegnum hraunið og gígarnir myndast. Oft er hægt að þekkja þá á því að þeir eru reglulegir í lögun og uppröðun þeirra er oftast frekar tilviljanakennd.“
„Reykjanesskagi, ásamt Íslandi, liggur á Atlantshafshryggnum en hann er mörk plötuskila Evrasíuflekans og Norður Ameríkuflekans sem mjakast í sitthvora áttina. Þessi hreyfing veldur tíðum umbrotahrinum á hryggnum sem einkennast af jarðskjálftum og eldgosum. Hryggurinn brotnar upp í rekbelti sem tengjast um þverbrotabelti. Slíkt rekbelti er að finna við suðvesturhorn Íslands og nefnist Reykjanesrekbeltið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Reykjanesrekbeltið tengist Atlantshafsrekbeltinu beint og er um 30 km að breidd (Jón Jónsson, 1967). Framhald rekbeltisins er á landi og liggur eftir Reykjanesskaganum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) en hann er einn af tveimur stöðum í heimum þar sem hafshryggur rís úr sjó en það gerir hann að kjöraðstæðum til að rannsaka myndun og mótun hafshryggja á landi (Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007).

Skessuketill á Grænudyngju

Sem fyrr sagði liggur Reykjaneseldstöðvarkerfið í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega fyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
Trölladyngjueldstöðvarkerfið er um 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Úr kerfinu hafa komið um 40-50 rek- og goshringur og 3 dyngjur. Síðast gaus í því 1151-1180 sem í gosi sem kallaðist Krýsuvíkureldarnir en þar á undan fyrir um 2000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Reykjaneshryggurinn hækkar almennt til norðausturs vegna þess að gosefnaframleiðsla á Íslandi eykst eftir því sem nær dregur heita reitnum á miðju landsins. Um miðbik eldstöðvakerfanna eru háhitasvæðin að finna og hitagjafar þeirra eru grunnstæð innskot (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Það má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir Horft niður á Lambafellsamsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma. Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978).
Nútímahraunum og gosstöðvum má skipta í þrjá flokka þ.e. gossprungur og dyngjur en dyngjunum má svo skipta aftur skipta í tvo flokka eftir samsetningu hraunanna. Þessa flokka má svo nánar aðgreina út frá aldri og stærð. Jón Jónsson (1978) telur að hraun runnin á nútíma á Reykjanesskaga nái yfir 1064 km2 og rúmmal þeirra sé um 42 km 3. Af því nái hraun runnin eftir landnám yfir 94 km 2 og hafa um 1,8 km 3 rúmmál.
SoginEldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjall og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf  ísaldarjökulsins (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967). Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).

Sogin

Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið. .
Bergmyndanir austan í GrænudyngjuStærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500-3500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni. Eldborg undir Geitahlíð fyrir austan Krýsuvík er dæmigerð eldborg (Þorleifur Einarsson, 1968).
Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum.
Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo Keilir frá Grænudyngjuhraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.
Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík.

Trölladyngja frá Grænudyngju

Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru sjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir.
Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga. Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa (Þorleifur Einarsson, 1968).
Flest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám. Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Spákonuvatn frá GrænudyngjuÖgmundarhraun vestan Krýsuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krýsuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983). Í Krýsuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879.
Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvarkerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar. Yngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995).
Stampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Á efstu brún Grænudyngju (402 m.y.s.)Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin liggur til norðausturs og er mjög slitrótt vegna þess að hún kaffærist á stöku stað af Yngra Stampahrauninu. Skammt austan við Eldra Stampahraun er víðáttumesta hraun á
Reykjanesi sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun. Það er úr 1 km langri sprungu sem liggur í norðaustur í framhaldi af Stampagígaröðinni og er það aðeins yngra en Stampahraunið (Jón Jónsson, 1983). Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón Jónsson, 1983).
Trölladyngjueldstöðvarkerfið hefur tvö háhitasvæði þ.e. Krýsuvík og Trölladyngja. Dyngjur eru aðeins þrjár en tvær þeirra, sem eru jafnframt nafnlausar, hverfa í skuggann af Hrútagjárdyngjunni sem er stærst þeirra. Hún myndaðist fyrir um 5000 árum. Gjall- og klepragígar eru algengastu gígarnir innan kerfisins. Hjá suðvesturenda Sveifluhálsar eru sprengigígarnir Grænavatn og Gestsstaðarvatn ásamt Augum. Þar hefur verið snörp eldvirkni með mikilli gufu og gastegundum. Í mörgum hraunkúlum við Grænavatn eru hnyðlingar úr gabbrói sem bendir til slíks innskots í berggrunninum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) og gerir það svæðið afar merkilegt því gabbró hefur ekki fundist annars staðar á Suðvesturlandi.

Grænavatn

Grænavatn.

Grænavatn fékk nafnið sitt af græna litnum sem er tilkominn vegna brennisteinssambanda. Þetta vatn er meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð (Sigurður Þórarinsson, 1950). Frægasta eldstöðin úr Trölladyngju er sennilega Eldborg sem reyndar er nú sundurgrafin. Í Brennisteinseldstöðvarkerfinu er Eldborg undir Geitahlíð en hún er stærsti gígurinn á þessari stuttu gossprungu sem gaus rétt fyrir landnám. Hún er djúpur og reisulegur gígur ásamt nokkrum minni. Nokkru sunnan við miðju kerfisins er að finna Brennisteinsfjöll sem draga nafn sitt af brennisteinsnámum sem þar voru á háhitasvæði sem hefur varma sinn frá innskotum í jarðskorpunni. Það eru þrjár dyngjur í kerfinu þ.e. Heiðin há við suðurenda Bláfjalla og er langstærst með 3,6 km í þvermál og 516 metrar að hæð. Hún er sennilega um 7000-9000 ára. Hvirfill er dyngja frá síðasta frá síðasta jökulskeiði og Leitin er yngsta dyngjan og er um 4700 ára. Í Leitarhrauninu mynduðust Rauðhólar einnig. Fyrir um 2000 árum reið goshrina yfir Reykjanesskagann og myndaðist þá gígaröðin með Stórabolla og Eldborg við Drottningu sem er einkar glæsileg eldborg og stendur hún við Bláfjallaveginn (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).“

Keilir frá Grænudyngju

Verndargildi jarðminja hefur ekki verið metið á háhitasvæðum landsins. Jarðminjar sem teljast verðmætar eru algengar á slíkum svæðum, s.s. jarðhitaummerki, gígar, hraun, og brýn ástæða er til að meta þær áður en lengra er farið í virkjun svæðanna. Mat á jarðminjum er grunnur að mati á verndargildi háhitasvæða, enda eru þau jarðfræðilega einstök á heimsmælikvarða.
Eyðilögð Eldborgin undir TrölldyngjuHér á landi hafa verndunarsjónarmið átt á brattann að sækja vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að nýta orkulindir landsins til framleiðslu á ódýrri og vistvænni orku. Rammaáætlun er ætlað að vera vegvísir til þess að samþætta mismunandi nýtingarsjónarmið, raða svæðum upp þannig að orkugeta þeirra og verndargildi verði ljós og á þann hátt taka ákvarðanir um nýtingu þeirra í framtíðinni. Mat á verndargildi jarð- og lífminja er því mjög mikilvægt til að unnt sé að raða orkuríkum svæðum upp á þann hátt að þau verðmætustu komi í ljós og þá hvort vegi meira verðmæti þeirra til orkuvinnslu, til nýtingar sem útivistarsvæði eða verndun til framtíðar.
Sem fyrr sagði þá er Keilir eitt lögulegasta fjallið, séð frá höfuðborgarsvæðinu, en því að ganga upp á slíkt fjall þegar hægt er að ganga upp á nálægt fjall, litskrúðugra, og virða hitt fyrir sér þaðan. Enda er útsýnið miklu mun betra frá Grænudyngju yfir nálægðina til allra átta. Lagt er til að útsýnisskífu verði komið fyrir uppi á Grænudyngju fyrr en seinna.
Svona í lokin, til að forðast misskilning, þá er hvorki Trölladyngja né Grænadyngja eiginlegar dyngjur heldur mynduðust þær í gosi undir jökli – á sprungurein eins, og Núpshlíðarhálsinn (vesturhálsinn) ber með sér.

Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild:
-Jónas Guðnason – Eldvirkni á Íslandi, HÍ í apríl 2007.
-Helgi Torfason og Kristján Jónasson – Mat á verndargildi jarðminja á háhitasvæðum, 2006.
-Málfríður Ómarsdóttir – Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp, HÍ apríl 2007.

Sog