Tag Archive for: Hafnarfjörður

Krýsuvík - uppdráttur

Árið 1989 ritaði Ólafur E. Einarsson eftirfarandi grein í Dagblaðið-Vísir undir fyrirsögninni „Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess„. Tveimur árum áður (7.  mars, bls. 4-6) hafði hann ritað grein í Lesbók Morgunblaðsins um sama efni. 

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja fyrir 1810 sett inn í nútímamynd af aðstæðum.

„Svo segir í fornum ritum að Grindavík eða Grindavíkursókn takmarkist að vestanverðu af Valahnúk á Reykjanesi, sem aðskilur bæði land og reka Hafna og Grindavíkur, en að austanverðu af Selatöngum, stuttum tanga í sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Á Selatöngum er klettur nokkur, bergdrangur kallaður Dagon, sem er bæði landa- og rekamörk Grindavíkur og Krýsuvíkur að austanverðu. Þótt ofangreind landamerkjalýsing sé tekin úr riti síra Geirs Bachmanns frá 1840 veit ég ekki betur en að landamerki Grindavíkur að austanverðu séu þar sem jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík mætast, og þótt Hafnarfjarðarbær hafi á árunum um 1930 fest kaup á Krýsuvík tilheyrir hún landfræðilega Grindavík eftir sem áður.

Gestsstaðir

Gestsstaðir í Krýsuvík, sunnan Gestsstaðavatns – skáli.

Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirkja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík í Árnessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru: 1. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnssvæði. 2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjónhending norðanvert við Fjallið eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1940 – Sigríður Hansen Guðmundsdóttir.

3. Að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg, á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hamarfjarðar, örskammt frá veginum í Seljabótarnef, klett við sjó fram. 4. Að sunnan: nær landið allt að sjó.“

Ummál og takmörk
Þessu næst eru talin ítök þau sem kirkjan á og loks „ítök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar“. Í jarðabók sinni geta þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín þess að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og ísólfsskála en ekki skýra þeir neitt frá því um hvað sá ágreiningur sé.
Krys-227Báðar þessar jarðir eru þá (1703) í eigu dómkirkjunnar í Skálholti. Í máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga þeirra Páls og Árna, er svo sagt að hraundrangurinn eða kletturinn Dagon (Raufarklettur) sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þessara. En hitt mun lengi hafa orkað tvímælis hvor af tveim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðarmáli á Selatöngum, sé Dagon. Og enn eru eigi full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð. nokkurt og málaferii risu út af því hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þetta mál sýndist sitt hverjum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í bækur GuUbringusýslu.

Selatangar

Selatangar – kort danska herforingjaráðsins.

Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega en hér þarf að hafa í huga – eins og raunar víða annars staðar – hversu öruggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi verið. Bilið milli þeirra tveggja hraundranga eða fjöruræma, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengra en það að meðalstóran hval getur fest þar.
Ummál Krýsuvíkurlandareignar er milli 60 og 70 km en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkílómetrar. Segja má að takmörk þessa svæðis séu: Ögmundarhrauh að vestan, Sveifluháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melásar að norðaustan og svo Geitahlíð, Eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan en bjargið og hafið að sunnan.

Bergsendi

Eystri-Bergsendi – útsýni til vesturs.

Þessi óbrunna landspilda er nálega 6 km breið syðst, eða sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs frá Ytri-Bergsenda til hins eystri, en mjókkar svo jafnt og þétt allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, 1-2 kflómetrar.
En frá bjargbrún og inn að Kleifarvatni eru um 9 kílómetrar. Geta mætti þess til að valllendið og mýrarnar á þessu svæði mundi vera um 19 ferkílómetrar.

Kennileiti

Krys-225

Ýmis fell og hæðir rísa upp úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin bæði sem aðskilja Vesturengi og Austurengi. Bæjarfeflið norðan við Krýsuvíkurbæinn og Arnarfell suður af bænum eru bæði móbergsfjöll. Nokkru sunnar er hálsdrag eitt er liggur austur af Fitjatúninu, eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll og Trygghólar austastir. – Það er talinn hádegisstaður frá Krýsuvík, þar sem mætast rætur eystri Trygghólsins og jafnsléttan austur af honum.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Skriða.

Suður af Selöldu og fremst á brún Krýsuvíkurbjargs er hæð sú er Skriða heitir. Mun þar vera hinn eini staður í berginu sem nokkurs móbergs gætir. En vestanvert við hæð þessa er basaltlag, eitt eða fleiri, efst í bjai^bníninni, skagar það lengra fram en móbergjð (af skiljanlegum ástæðum), svo að loftsig er aUa leið niður í urðina þar neðan undir. Er þar einn hinna fáu, fremur smáu staða á allri strandlengju Krýsuvíkur sem vænta má að nokkuð reki á fjörurnar. Framan í Skriðunni er Ræningjastígur (hans er getið í þjóðsögum J.Á. og e.t.v. víðar). Stígur þessi er gangur einn sem myndast hefur í móberginu og liggur skáhallt ofan af bjargbrún og niður í flæðarmál.
Ræningjastígur Krys-224hefur verið fær til skamms tírna en nú er sagt að svo mikið sé hrunið úr honum á einum stað að hann muni lítt fær eða ekki. Krýsuvík með hjáleigum sínum öllum hefur um langan aldur verið sérstök kirkjusókn og mun kirkja jafnari hafa haldist þar frá ómunatíð þar til nú fyrir fáeinum árum, nokkru fyrr en Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvíkurtorfuna, að kirkjan var lögð niður. Líklegt má telja að það hafi gerst í kaþólskum sið að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1861-1970.

En eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður var ekkert því til fyrirstöðu að jarðirnar yrðu aðskildar eignir enda er nú svo komið. Herdísarvík hefur jafnan talist til Selvogshrepps og fólk þaðan átt kirkjusókn að Strandarkirkju. Sé Stóri-Nýibær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa fram undir síðastiiðin aldamót, og því ennfremur trúað að einhvern tíma hafi verið byggð á Kaldrana, verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þær sem menn vita nú um að byggðar hafi verið.

 

Heita þær svo: Stóir-Nýibær (austurbærinn), Stóri-Nýibær (vesturbærinn), Litli-Nýibær, Norðurkot, Suðurkot, Lækur, Snorrakot, Hnaus, Arnarfell, Fitjar, Gestsstaðir, Vigdísarstaðir, [B]Hali, Kaldrani.
Krys-223Óvíst er og jafnvel ekki óklegt að hjáleigur þessar hafi á nokkrum tíma yerið allar í byggð samtímis. Þeir Arni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítíð að það séu sömu hjáleigurnar og nú kallast Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt að Austurhús hafi verið þar sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér hvar Vesturhús hafi verið.
Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, eru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur eru suðaustan undir Núpshlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá Aðalhverfinu.

Krys-222

En þar um slóðir er Sveifluháls einatt kallaður Austurháls eða „Hálsinn“. í Jarðabók sinni telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum. Telja þeir að 41 sála sé í söfnuðinum. En þess má geta hér að um miðbik 19. aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim PáU og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinganna, hefur hún verið næsta lítilfjörleg á slíkri afbragðs hagagöngujörð.
krys-221Hrossafjöldi er og af mjög skornum skammti en mjólkurkýr telja þeir vera 22. Sem hlunnindi telja þeir fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláss til sölvatekju“. Þá geta þeir þess að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa, „en lending þar þó merkilega slæm“. En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu mun þó útræði á Selatöngum hafa haldist fram um 1870, a.m.k. alltaf öðru hverju. Til er gömul þula þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má,“ o.s.frv. Þulan endar svona: „ Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá“.

Gróður og nytjar

Krýsuvík

Krýsuvík 1936. Ljósm. Ásgeir L. Jónsson.

Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex sem hér eru fyrst taldar hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu og þó aðeins íþeim hluta þess sem kaUaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins, austan heimabergsins en vestan Strandarbergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki að taka fleiri egg en 150 pg ekki að veiða meir en 300 fugla (svartfugl, álku og lunda).

 

Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum.
Krys-199Á flestum þessara 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign munu engin ákvæði hafa verið né þótt þurfa. Þegar Nýjulöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni úr Kleifarvatni áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming en hver hjáleiga tólfta hluta. Á góðu grasári gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut af hvoru Nýjalandi um 50 hestburði af nautgæfu heyi. Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar. Er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja þaðan á Krýsuvíkurengjar. Langt mun nú síðan Gestsstaðir voru byggðir en vel má það vera að ábúandinn þar hafi átt útslægjur bæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum.

Krys-198

Árni Magnússson getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð. Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur smálækur einn túnin. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla þegar best lætur. Á Arnarfelli mun hafa verið búið fram um eða fram yfir 1870 en túnið þar var jafnan slegið frá höfuðbólinu fram undir 1890 og þá er túnið í rækt. Var talið að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti). Á Fitjum voru nokkuð stæðilegar bæjartóftir fram yfir síðustu aldamót, þar var og safngryfja sem óvíða sáust merki til annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitjum og útslægjur hefði mátt hafa þaðan á Efri-Fitjum, á Lundatorfu eða í Selbrekkum. Eigi var og heldur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina.

Austurengjar

Minjar á Austurengjum.

Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hina svonefndu Klofhinga í Krýsuvíkurhrauni, þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjólshraun sunnan í Geitahlíð austarlega, og hólmarnir tveir í Ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öUum þessum stöðum lynggróður og dálítið kjarr, sprottið upp úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær austan við Núpshlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum „Dalirnir“ og valllendisflatirnar fyrir Kleifarvatn ásamt grasbrekkum nokkrum sem ganga þar upp í hlíðarnar.
Krys-197Strandlengja landareignarinnar frá Dagon á Selatöngum og austur í sýslumörk á Seljabót er 15-16 kílómetrar. Frá Dagon og á austurjaðar Ögmundarhrauns eru 5-6 km, er það óslitin hraunbreiða allt í sæ fram, að undantekinni Húshólmafjöru sem vart er lengri en 300-400 metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur við þverhnípt bjargið (Krýsuvíkurberg) og er það talið þrítugt eða fertugt að faðmatali. Ekki er ólíklegt að þessi áætlun um hæð bjargsins sé nokkuð rífleg, því á korti herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðarmælingar á bjargbrúninni og er önnur 33 en hin 36 metrar. Ef til vill gæti það átt við hér, það sem Páll Ólafsson kvað forðum: „Þeir ljúga báðir – held ég megi segja.“ Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við Krýsuvíkurhraunið, allt austur á Seljabót, og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun. En þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal því staðar numið í þá átt.“

Krýsuvík

Lækur í krýsuvík.

Krýsuvík

Snorrakot í Krýsuvík.

Krýsuvík

Norðurkot í Krýsuvík.

Heimild:
-Dagblaðið-Vísir, 31. júlí 1989, Ólafur E. Einarsson, Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess, bls. 18.
-Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Grísanes

Gengið var um Dalinn norðan Hamraness. Í grónum krika í Hellishrauninu er gamalt fjárskjól, að öllum líkindum frá Ási. Hleðslur eru við opið, en hluti loftsins er fallið niður. Dalurinn er vel gróinn og líklega verið mikið nýttur á tímum sauðbúskaparins. Þarna gæti hafa verið skjól fyrir sauði, en fé var á þeim tímum jafnan látið ganga úti um vetur.

Hellishraunsfjárskjól

Hellishraunsfjárskjól.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Ás segir m.a.: „Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól.  Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú saman hruninn. Neðan frá hrauntungunni eru svo Ásflatir.  En fram á þær syðst rennur Grófarlækur ofan úr Grófunum.“ Ás hafði í seli við Hvaleyrarvatn um tíma og má sjá selstóftina á bakkanum austan við vatnið, skammt norðaustan við tóftir Hvaleyrarselsins. Þá eru minjar selstöðunnar uppi á og við Selhöfða, neðan hans og sunnan vatnsins.

Hellishraunsfjárskjól

Hellishraunsfjárskjólið í dag, 2023.

Til baka var gengið eftir Stórhöfðastígnum, yfir Ásfjallsöxlina, áleiðis að Ási. Tóftir eru í norðanverðri öxlinni. Gengið var vestur með norðanverðu Grísanesi og yfir á Hvaleyrarhöfða, en þar munu áður hafa verið mörk strandarinnar á þessu svæði, áður en Hellnahraunin runnu. Undir austurbrún Hellnarhrauns er hlaðinn rétt og a.m.k. tvær tóftir skammt austan hennar. Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir þetta svæði segir m.a.: „Það mun vera þetta svæði, flatir meðfram hrauninu, sem í skjali frá 1444 nefnist Hraunvellir, en nú nefnast þeir Grísanesflatir. Þá er hér klettatunga mikil, nefnist Grísanes, og norður [leiðrétt; suður] af því á holti er Grísanesfjárhús. Þar eru nú veggir einir uppistandandi. Hér vestur af undir hraunhól er hellisskúti, nefnist Grísanesskjól„.
Fjárskjólið í Dalnum hefur nú verið eyðilagt vegna mistaka starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar.
Sjá meira HÉR og HÉR.

Grísanesfjárhús

Grísanesfjárhús.

Ásfjall

Eftirfarandi skrif Ólafs Þorvaldssonar um „Verndun fornminja – Ásvarða“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1948 um Ásvörðu ofan Hafnarfjarðar segir:

Ásvarða

Ásvarða – Hafnarfjörður.

„Skammt suður frá Hafnarfirði er hæð nokkur eða fell, sem Ásfjall heitir. Fjall þetta má að vísu telja til hinna smærri fjalla, þó tekur það yfir nærliggjandi holt og hæðir þar í grend. Þótt fjall þetta láti lítið yfir sjer, hefur það þó nokkra þýðingu, og var oftar umtalað en allar aðrar hæðir um þessar slóðir.

Asfjall

Ásfjall.

Börn og fullorðnir töluðu um Ásfjall sem mesta berjaland í grennd Hafnarfjarðar, á sumrum, en sjómenn kringum sunnan verðan Faxaflóa, sem mið meira og minna allt árið. Á norður hæð f jallsins var ævaforn grjótvarða. Fram undir síðustu aldamót var hún ekki hærri en 4—5 álnir. Árið 1897 eða ’98 sjer heimafólk að Ási, sem stendur undir fjallinu, hvar maður er kominn að vörðunni, og hefst þar nokkuð að, með fyrirgangi miklum. Móðir mín, sem þá var orðin ekkja, en bjó enn að Ási, vildi vita hvað hinn aðkomni maður hygðist fyrir. Móðir mín, sem vissi hvaða þýðingu varðan hafði á þessum Stað, vildi koma í veg fyrir að hún yrði rifin niður, eða færð úr stað, ef það væri meining þessa aðkomumanns.
Saga Ásvörðu, eins og umrædd varða var allt af kölluð, er aldagömul saga, sennileg jafngömul sögu áraskipanna við Faxaflóa, eftir að skipin stækkuðu svo að mönnum óx svo fískur um hrygg, að þeir gátu gert skip sín svo úr vör, að viðlit var að fara á þeim til hinna djúpu fiskimiða. Þegar nú annað tveggja fisk þraut á grunnmiðum, eða hann kom ekki á þau þetta eða hitt árið og sjómenn fóru að leita út á djúpið, hafa þeir komist fljótt að því, að ekki var sama hvar eftir fiski var leitað. —
Þegar svo kom þar sem nægur fiskur var undir, var áríðandi að tína ekki þeim bletti aftur. Fóru menn þá að miða staðinn, og var það gert með því að horfa til lans taka einskonar lengdar- og breiddar-mæling, gert að eins með athugulum augum, því að annað sem til má nota var þá ekki fyrir hendi. Voru þá venjuleg fjöll og önnur kennileiti á landi notuð sem mið. Allt af urðu miðin að vera fjögur, tvö og tvö, sem báru saman í hvorri átt, samsvarandi lengdar og breiddar línunni.
Ásvarða
Venjulega voru há fjöll eða hlutar þeirra, sem hátt báru, höfð að yfirmiði, en aftur önnur, sem oft voru nær sjó og lægra, lágu, að undirmiði. Kölluðu svo menn þessa staði, sem þannig var búið að miða sig niður á, á sjónum, mið eða slóðir. Þannig varð Ásvörðuslóð til, mjög fisksælt mið á Suður-Sviði f Faxaflóa. Var Ásvarða undirmið en Valahnjúkur venjulega yfirmið. Á þetta fisksæla mið hafa margar kynslóðir sótt, og fært þaðan þjóðarbúinu mikla björg. Þessi góðu, gömlu fiskimið urðu því vinsæl, og umræður um þau oft fljettaðar inn í samtöl fólks þess er við sjóinn bjó. Nú mun tími gömlu fiskimiðanna að mestu liðinn, því ekki mun standa eins glöggt nú, hvar línu eða botnvörpu sje í sjóinn kastað frá borði, samanborið við það, þegar að eins um handfæri var að ræða á opnum skipum.

Ásvarða

Ásvarða.

Vík jeg nú aftur að manni þeim, sem kominn var að Ásvörðu 1897 eða ’98. Móður mín bað vinnumann fara og vita hvað hann \æri þar að aðhafast, og fór jeg með sem forvitinn krakki. Þegar að vörðunni kom, er þar fyrir stór og þrekinn maður, gengur hann móti okkur með miklu málæði og handapati, skildist okkur strax að hjer var kominn danskur maður.

Hafnarfjörður

Ásfjall – útsýni yfir Hafnarfjörð.

Mikið vildi maðurinn við okkur tala, en heldur gekk það samtal báglega, því hvorttveggja var, að við vorum ekki sterkir í dönskunni og jeg held hann þó enn linari í íslenskunni. Þó skildist manninum, sem með mjer var, að sá danski meinti að stækka þyrfti vörðuna, og helst vegna innsiglingar til Hafnarfjarðar. Meðan mennirnir voru að berjast við að gera sig skiljanlega hvor fyrir öðrum og bar þar stórum meira á orðaforða þess danska, fór jeg að forvitnast um húfu og jakka, eða flík þá sem var þeim danska í jakka stað. Þar eð heitt var í veðri hafði hann úr þeirri flík farið og lagt á stein allnærri, sá jeg þá að á húfunni stóð með gylltum bókstöfum „Heimdal“. Við hjeldum nú heim við svo búið og sá danski litlu seinna.

Ásfjall

Byrgi á Ásfjalli.

Nokkrum dögum síðar kemur stór hópur manna enn að vörðunni og voru þar komnir all-margir skipverja, bæði yfir- og undirmenn af danska eftirlitsskipinu Heimdalli, sem á þeim árum

var nokkuð hjer við land og var þá oft tíður gestur á Hafnarfírði. Menn þessir taka til og bera grjót að hinni gömlu vörðu og er hún á skömmum tíma orðin bæði há og gild. — Þessar tiltektir ljetu menn sjer vel líka, varðan sást bara betur utan af Sviði eftir en áður. Svo líða yfir fjörutíu ár, sem þessi varða stendur, öllum að meinlausu, en mörgum til gagns. — Varðan hefur máske lokið sínu dagsverki, sem ekki skipti dögum eða árum, heldur öldum. Þó er ekki lokið fyrir það skotið, að sjómenn leiti enn fisks á Ásvörðuslóð — en varðan gamla er horfin. Hún var afmáð sem kennileiti á fyrsta eða öðru hernámsári hjer, en þar sem hún var áður, er nú byrgisrúst, engum til gagns eða leiðbeiningar, en brún fjallsins til óprýði. —

Ásfjall

Á Ásfjalli.

Varðan var afmáð sem leiðarvísir, af útlendum höndum, sennilega í allt öðrum tilgangi, en þegar aðrar útlendar hendur stækkuðu hana — eða þá í algjöru tilgangsleysi. Heyrt hefi jeg það, að eldri sjómenn sakni vörðunnar, og telji sig einum fornvin fátækari við hvarf hennar, og þar hafi fallið, eða verið fellt gamalt minnismerki um oft harða cg frækilega baráttu þeirra manna, sem sóttu sjó á opnum áraskipum langt á haf út. Nú spyr jeg: Eru til lög, sem ætlað er að vernda þetta, eða önnur slík fornvirki og ef svo er, hverjum ber að sjá um framkvæmd þeirra laga?

Ásfjall

Svona leit varðan út árið 2007 eftir að hún hafði verið skemmd.

Kringum árið 1930 skrifaði þáverandi vitamálastjóri, Th. Krabbe, Guðmundi Jónssyni, bónda í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík og bað hann sjá um endurbyggingu á vörðu á Æsubúðum á Geitahlíð, gegn fullu gjaldi. Varða þessi var farin að falla af, bæði fyrir tímans tönn og jarðskjálftar flýtt þar fyrir. Þarna var ekki að ræða um innsiglingar- eða sundmerki — en við hana var oft miðað af sjó, sem gott fiskimið. Krabbe taldi að hún mætti þess vegna ekki falla í rúst. Á Ásvarða ekki sama rjett?

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 21. tbl. 13.06.1948, Verndun fornminja, Ásvarða, Ólafur Þorvaldsson, bls. 296-297.

Ásfjall

Ásfjall – uppdráttur.

Ef svo er, vona jeg að vitamálastjóri sjái sjer fært að fá mann eða menn til að reisa Ásvörðu úr“ rúst, og um leið afmá tóft þá eða rúst, sem nú umlykur sæti hennar; hið forna, enda mundi grjót það sem í rústinni er, að mestu ganga upp í vörðuna.

Ásfjall

Ásfjall.

Gömlu fiskimiðin kringum landið eru að týnast, verði ekki bráðlega undið að því að bjarga því sem enn er hægt að bjarga, og virðist mjer að endurbygging Ásvörðu væri liður í þeirri viðleitni, og sjálfsögðu skyldu að reyna að vernda frá glötun nöfn á þessum fornu kennileitum, og þau sjálf þar sem þau eru á þeim stað, sem hægt er að koma því við, og þar með lengt lífið í fornum fiskimiðum, svo sem hjer um ræðir: Ásvörðuslóð.

Ásvarða

Útsýni af Ásfjalli.

Einhverjum finnst ef til vill, að hjer  hafi of mörgum orðum verið farið um gamla grjótvörðu. Jeg mundi ekki hafa tekið þetta efni til meðferðar, ef jeg teldi ekki að hér stæði sjérstaklega á, t.d. vörðu sem einhver hefði hrófað upp einhvers staðar í algjöru meiningarleysi. En Ásvörðu eða öðrum fornum merkjum hvar sem eru, sem minna á atvinnuhætti horfinna kynslóða, sem við eigum flest að þakka, höfum við ekki efni á að glata.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – 21. tölublað (13.06.1948) – Verndun fornminja – ÁSVARÐA -eftir  Ólaf Þorvaldsson, bls. 297-298.

Ásfjall

Varðan á Ásfjalli.

Húsfellsbruni

Ritstjóri Fjarðarfrétta – blaði allra Hafnfirðinga, skrifaði leiðara blaðsins þann 1. febrúar 2024 undir fyrirsögninni „Eldsumbrot og spádómar„:

Fjarðarfréttir„Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa hrundið af stað margs konar áhyggjum fólks af því að hraun geti runnið að byggð á höfuðborgarsvæðinu. Er það skiljanlegt enda eru eldstöðvar allt í kringum okkur og við Hafnfirðingar höfum nokkrar innan okkar landamerkja.

Guðni Gíslason

Guðni Gíslason, ritstjóri.

En það kemur á óvart hvað sérfræðingarnir okkar eru yfirlýsingaglaðir, svo mjög að ætla mætti að þeir væru talsmenn verktaka í varnargarðagerð. En ekki ætla ég þeim annarlegar ástæður en finnst þó undarlegt hversu yfirlýsingarnar renna fram í samtölum við þá og jafnvel án þess að vísindaleg gögn styðji fullyrðingar eða að sérfræðingarnir færi góð rök fyrir máli sínu.

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni – upptökin við Stóra-Kóngsfell (Kóngsfell). Ruglingur nafngiftarinnar er vegna þess að Kóngsfell er til ekki víðs fjarri, sem og Litla-Kóngsfell. Þá er „Kóngsfell“ sýnt á kortum fyrrum, en átti að vera „Konungsfell“. Eftir stendur nefnt „Stóra-Kóngsfell“. Örnefnaruglingur þessi hefur verið tilefni til landamerkjadeilna í gegnum tíðina.

En allir hljóta að vera sammála að mikilvægt er að stjórnir sveitarfélaganna séu meðvitaðar um mögulegar sviðsmyndir og geti með stuttum fyrirvara hrundið af stað vinnu við að verja innviði okkar sé þess kostur og þeir séu í raunverulegri hættu.

En grunnurinn að slíkri vinnu hlýtur að þurfa að koma frá sérfræðingum okkar, ekki úr fullyrðingum hvers og eins, heldur eftir sameiginlega niðurstöðu sérfræðinganna.
Nú síðast vorum við hrædd með fullyrðingum um kvikusöfnun undir Húsfellsbruna og þar sem við Hafnfirðingar skiptum Húsfellinu með Garðbæingum og Kópavogsbúum er þetta okkur nærtækt.

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni.

Húsfellið er þó saklaust af þessum hraunum í Húsfellsbruna sem hafa átt uppruna sinn m.a. í Stóra-Kóngsfelli við Bláfjöll og vestan við Kóngsfellið en stærsti gígurinn er Eldborg rétt við veginn áður en komið er upp í skíðasvæðið. Ekkert þessara hrauna hefur runnið þar sem byggð er nú.

Vonandi halda sérfræðingarnir okkar ekki áfram að láta blaðamenn draga fram fram hjá þeim vanhugsaðar fullyrðingar til fyrirsagnaskrifa og huga meira að vísindunum og staðreyndum. Eldgosahættu þarf að taka alvarlega.“ – Guðni Gíslason ritstjóri

Heimild:
https://www.fjardarfrettir.is/fra-ritstjora/leidarinn-eldsumbrot-og-spadomar
-Fjarðarfréttir 1. febrúar 2024, leiðari; „Eldsumbrot og spádómar“. Guðni Gíslason,bls. 2.
Kóngsfellshraun

Helgadalur

Fornleifar í Skúlatúni og í Helgadal
heimildir og tillaga um rannsókn

Skúlatún

Skúlatún

Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907„; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal. ÓSÁ tók saman.

„Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún.

Helgadalur

Helgadalur

Kom mér í hug að það væri stytt úr Sculastatun; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þenna stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.

Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) alt inn á milli Kaldársels og Helgafells.

Helgadalur

Helgadalur.

Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlið og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar [Gvendarselshæð], og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar eð hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn.

Helgadalur

Helgadalur.

Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans, og hygg eg hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum á Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu. Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djup með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar.

Skílatún

Skúlatún norðanvert.

Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum. Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér hefir verið bær og tún. Og þá virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.“

Helgadalur

Tóftir í Helgadal. Vel sést móta fyrir skála v.m. á myndinni.

Þá fjallar Brynjúlfur um minjarnar í Helgadal:

„Í sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta var þess getið sæist þar til rústa. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur hóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni.

Helgadalur

Helgadalur – tóft – skissa ÓSÁ.

En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt síg vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhlið-vegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafl verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nu eru hrauni huldir. Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (sbr. Árb. fornl.-fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.“

Í dag, árið 2011, mótar ekki fyrir húsum í Skúlatúni. Þar með er ekki sagt að þar kunni ekki að leynast hús, einkum austast í túninu. Í Helgadal sér fyrir 9 m löngum skála sem og þremur öðrum byggingum.

Skúlatún

Ungar í hreiðri í Skúlatúni.

Líklegt má telja að í dalnum hafi verið tímabundin búseta kúabúskapar yfir sumartímann allt frá fyrstu tíð búsetu hér á landi, líkt og sá má við sambærilegar aðstæður við Urriðavatn. Við uppgröft þar mætti eflaust finna þar skálann, fjós og jafnvel fleiri byggingar. Líklegt má telja að minjar við Rauðshelli tengist Helgadalstóftunum.

Lagt er til að kannað verði hvort mannvistarleifar leynist í Skúlatúni og að könnunarrannsókn fari fram á tóftunum í Helgadal með það að markmiði að leggja að heildstæðum fornleifauppgrefti á staðnum.

Helgadalur

Helgadalur – stekkur.

Ef niðurstaðan verður skv. væntingum ætti að verða auðvelt að ganga þannig frá mannvistarleifunum í Helgadal að áhugasamt göngufólk um sögu og menningu svæðisins eigi auðveldan aðgang að því.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1908, Brynjúlfur Jónnsson; Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 eftir Brynjúlf Jónsson. Í Gullbringusýslu. II Skúlatún, bls. 9-11.
-Þorvaldur Thoroddsen. Ferðabók I (ferð 1883). Kaupmannahöfn 1913.
-Þorvaldur Thoroddsen. Lýsing Íslands II. Kaupmannahöfn 1911.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell að handan.

Flókaklöpp

Eftirfarandi skrif um „Flókaklöppina“ á Hvaleyri er eftir Sveinbjörn Rafnsson og birtist í „Árbók Hins íslenska fornleifafélags„, 71. árg., 1974, bls. 75-93 – „Bergristur á Hvaleyri„:

Um fyrri rannsóknir Hvaleyrarrista.

Flókasteinn

Flókasteinn á Hvaleyri

Margir hafa ritað um og rannsakað Hvaleyrarristurnar og mun þess nú getið að nokkru. Jónas Hallgrímsson skáld mun líklega fyrstur manna hafa rannsakað steinana fornfræðilega í júní 1841. Frásögn Jónasar einkennist af sannri gleði uppgötvarans og kveðst hann hafa fundið „paa en af disse Blokke, den regelmæssigste og smukkeste, flere gamle Runer“, í skýrslu sinni til Finns Magnússonar. Þegar Jónas frétti fyrst af ristum þessum fór tvennum sögum af þeim; sögðu sumir þarna vera rúnir en sumir farmannanöfn.

Hvaleyri

Hvaleyri – Flókaklöpp og nágrenni.

Taldi Jónas farmannanöfnin höggvin með latínustöfum ofan í rúnateiknin á steininum með flestar risturnar, Slær hann þeirri hugdettu fram, þó með nokkrum hálfkæringi, að Hrafna-Flóki og skipshöfn hans hafi rist nöfn sín rúnaletri á steininn. Jónas virðist einkum hafa gert sér grillur út af þremur atriðum, öllum vandmeðförnum og villandi, þegar hann slær þessu fram.
Jónas virðist álíta að unnt sé að lesa með vissu úr fangamörkum steinsins eiginleg nöfn eigenda þeirra. Jónas hefur á veglegri teikningu af Flókasteini sínum sleppt ýmsu, bæði ártölum og skrauti, eins og hann getur um með þessum orðum: „De mange nyere Navne, som blot tjente til að vansire og forvirre Tegningen, er med Flid udeladte.“Nú víkur sögunni suður til Kaupmannahafnar.
Ljóst að Finnur hefur haldið Flókasteinshugmynd Jónasar að fleiri vinum sínum í Höfn. Hefur Thorsen skrifað á minnismiða hjá sér eftirfarandi: „En Sten siges at være fundet paa Isl. 1841 om landnám.“ Árni Helgason í Görðum er hinn næsti sem getur Hvaleyrarrista Segist hann í lýsingu sinni á Garðaprestakalli 1842 hafa skoðað þær; „mörg nöfn gat ég þar lesið, sem voru alþekkt nöfn danskra og þýzkra, og eru þessi nöfn líklega skrifuð þar af sjómönnum framandi þjóða, helzt meðan kaupstaðurinn var þeim megin við fjörðinn ; sumstaðar er hvað skrifað ofan í annað. Mögulegt er að þeir sem betur eru læsir geti þar fundið rúnir.“ Hér er orðrómurinn um farmannaristur kominn enn á ný enda skammt milli lýsinga. Líklegt er að beint eða óbeint samband sé milli lýsinga þeirra Árna og Jónasar. Magnús Grímsson var nemandi í Bessastaðaskóla árið 1845. Var þá þegar farinn að vakna með honum áhugi á forn- og þjóðfræði og „dirfist“ hann í februar sama ár til að skrifa Finni Magnússyni og spyrjast fyrir um rúnir. Var það upphaf nokkurra bréfaskipta.

Flókaklöpp

Flókaklöpp.

Síðar á sama ári skrifar Magnús Finni aftur og segir þar m. a.: „Á Hvaleyri við Hafnarfjörð er steinn mikill sem Jónas sál. kvað hafa skoðað. Á honum eru bandrúnir margar, og hef ég tíðum reynt mig á að lesa úr þeim.“ Enn segir Magnús: „sýnist mér ei ólíkt að hér væru nöfn Herjólfs og Þórólfs smjörs, sem getið er í Landn. 3. kap.
Kristian Kálund getur Hvaleyrar í drögum að staðsögulýsingu Íslands. Segir hann að þar séu á nokkrum flötum klöppum „endel latinske forbogstaver og árstallene 1628 og 1777, samt nogle binderuner og lignende.“ Segir Kálund að almennt sé haldið að verslunarmenn, sjómenn og aðrir, sem leið hafi átt þar hjá, hafi gert risturnar. Er Kálund hinn fyrsti sem talar berum orðum um og tilfærir á prenti ártöl á Hvaleyrarsteinum.

Flókaklöpp

Flókaklöpp – áletrun.

Sigurður Skúlason minnist á tvo fyrri rannsakendur, þá Jónas Hallgrímsson og Árna Helgason. Telur Sigurður réttilega tilgátur Jónasar um aldur og uppruna markanna á hæsta steininum mjög fjarri sanni. Þó hafi Jónas haft rétt fyrir sér í því að rúnateiknin séu eldri en bókstafirnir og ártölin á steininum. Fremur er Sigurði í nöp við notkun Árna Helgasonar á orðinu „nöfn“ um fangamörk á steininum. Rétt er í því sambandi að minnast þess að fangamörk voru áður fyrr notuð í stað nafnsundirskriftar, ekki síst af lítt læsum eða pennavönum mönnum, svo að orðalag séra Árna þarf ekki að vera mjög undarlegt. Þá telur Sigurður það „vafalaust“ að útlendingar, sjómenn og kaupsýslumenn, hafi gert sumar risturnar, en ekkert sé því til fyrirstöðu að íslendingar hafi gert einhverjar þeirra. Er þó sönnu nær að ekkert er vafalaust í þessu efni. Loks álítur Sigurður rétt að tímasetja risturnar til 17. og 18. aldar og ef til vill til 16. aldar.

Flókaklöpp

Flókaklöppin 2021.

Anders Bæksted ritar um Hvaleyrarristur í verk sitt um íslenskar rúnaristur. Fremur lítið er á lýsingu hans að græða þótt ágæt ritaskrá fylgi. Telur hann risturnar vera frá 17. og 18. öld. Með Jónasi Hallgrímssyni hefjast rannsóknir Hvaleyrarrista árið 1841. Áhuginn er þá einkum bundinn við teikn lík rúnum, að öðrum ristum er lítt hugað. Blendingur sagna úr samtíðinni, heit þjóðernisrómantísk trú á fornritin ásamt frjóu ímyndunarafli móta einkum viðhorfin fram eftir 19. öldinni. Með Kálund á síðari hluta aldarinnar er ártölunum á steinunum loks veitt nokkur athygli og striki slegið yfir fyrri grillur um risturnar. Þegar Sigurður Skúlason ritar lýsingu sína á Hvaleyrarsteinum beinist öll athyglin að ártölum ristanna, að öðrum ristum er lítt hugað. Sigurður álítur risturnar einkum frá 17. og 18. öld.

Flókaklöpp

Flókaklöpp – áletrun.

Ártöl steinanna eru hin mikilvægustu til tímasetningar á ristunum, ef þau eru ófölsuð. Helstu líkur til þess að ártölin séu frá þeim tíma sem þau nefna eru þrenns konar. Í fyrsta lagi er staðsetning ristanna á hæsta steininum. Þar eru teiknin og ártölin svo óreglulega staðsett að ekki eru líkur til að þau hafi verið sett á sama tíma. Óregluleg dreifing í rúmi bendir til óreglulegrar dreifingar í tíma; slíkt kemur heim við hin mismunandi ártöl og mælir þannig gegn fölsun. Í öðru lagi hafa menn á dögum Jónasar Hallgrímssonar (1841) ekki verið sammála um uppruna ristanna; yngsta ártalið á steinunum er 1781 og eru þá sextíu ár milli þess og sagnanna sem Jónas hefur, en það er nógur tími til þess að velkja munnlega sögu svo að mörg verði afbrigði hennar. Þá eru ýmis auðkenni ristanna, einkum þó að ártölin umlykja fangamörk sem eru gerðþróunarlega mismunandi en gerðir þeirra sýna nokkra fylgni við ártölin.

Flókaklöpp

Flókaklöpp – áletrun.

Það er kunn fornfræði að mismunandi gerðir hluta og teikna benda til mismunandi tíma (typologi). Hér á eftir verður drepið á nokkur atriði varðandi þróun marka og fangamarka á Íslandi og stöðu Hvaleyrarrista í þeirri þróun. Þróun íslenskra marka og fangamarka er menningarsögulegt efni sem að vissu leyti er tengt innsiglafræði og fornbréfafræði. Einnig er það tengt réttarsögu með fornum lagagreinum um mörk og einkunnir. Breytingar á gerð og notkun marka og fangamarka eru háðar víðtækum samfélagslegum breytingum og um efnið verður því ekki fjallað nema mjög yfirborðskennt í grein sem þessari. Áður en lengra er haldið er rétt að minnast ögn á nokkur orð og merkingar þeirra. Orðið fangamark má skýra með orðum Jóns Sigurðssonar þótt merking þess sé ef til vill nokkru víðtækari en hann segir: „Þesskonar mark, sem vottar um eign einstaks manns á hlutnum eða einræði yfir honum er kallað fángamark.“

Flókaklöpp

Flókaklöpp – áletrun.

Samanburðarefni við Hvaleyrarheimildina er sennilega mikið að vöxtum þótt enn sé það lítið rannsakað. Heimildin um þróun íslenskra fangamarka á Hvaleyri mun eiga sér margar hliðstæður til samanburðar á Íslandi. Þá hefur verið drepið á söfnun og skrif um mörk, fangamörk og búmerki á Íslandi og annars staðar. „Búmerki“ hafa sennilega borist til Íslands með fyrstu mannabyggð. Fornar lagagreinar benda til mikilvægi marka á Íslandi. Stuðst hefur verið við ritgerð Jóns Sigurðssonar „Um mark, fángamark (búmerki) á Íslandi“ og komist að þeirri niðurstöðu að hið takmarkaða fangamarkasafn á Hvaleyri komi vel heim og saman við frásögn Jóns af gerð fangamarka í innsiglum. Þá hefur þeirri tilgátu verið varpað fram að þverrandi notkun búmerkja standi í einhverju sambandi við vaxandi lestrar- og skriftarkunnáttu almennings og lagakröfur um skriflega jarðaleigusamninga í byrjun 18. aldar.

Heimild:
-Tímarit    Árbók Hins íslenzka fornleifafélags    71. árg., 1974, bls. 75-93 – Bergristur á Hvaleyri, höfundur Sveinbjörn Rafnsson (1944).
Hvaleyri

Eldgos

Sunna Ósk Logadóttir skrifaði þann 20. janúar 2024 í Heimildina (heimildin.is) um „Krýsuvík er komin í gang“:

Reykjaneseldar„Í ljósi sögunnar má ætla að eldgosin verði stærri og fleiri eldstöðvakerfi vakna þegar líða tekur á það gostímabil sem nú er hafið á Reykjanesskaga. Hraunrennsli og sprunguhreyfingar munu þá ógna íbúabyggð og innviðum á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er náttúrlega háalvarlegt,“ segir eldfjallafræðingur.

„Við erum ekki í miðjum atburði, við erum í upphafi atburðar,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um Reykjaneseldana sem nú eru hafnir „alveg á fullu“. Þetta gostímabil gæti staðið í áratugi – jafnvel árhundruð. Í ljósi sögunnar má gera ráð fyrir að fleiri eldstöðvakerfi á Reykjanesinu láti til sín taka. Þau eru sex talsins og í tveimur þeirra hefur þegar gosið og tvö til viðbótar hafa rumskað og tekið þátt í atburðarásinni án þess að gjósa.

Ármann Höskuldsson

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.

Þá er einnig líklegt, „svona ef maður horfir til fortíðar,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, „að gos muni frekar aukast eftir því sem líður á þessa atburðarás“. Það sýni til dæmis reynslan frá Kröflueldum. Gosin hafi verið lítil til að byrja með en skjálftarnir hins vegar miklir. „En síðan snerist þetta við,“ segir hann. „Eftir því sem á leið þá urðu skjálftarnir alltaf minni og minni en gosin stærri og stærri. Þannig að ef þetta dregst á langinn þá er mjög líklegt að það fari yfir í það.“

Á síðasta gostímabili gaus í öllum eldstöðvakerfum Reykjanesskagans, nema í því sem kennt er við Fagradalsfjall. „Það gaus á Reykjanesi. Það gaus í Svartsengi. Það gaus í Krýsuvík og það gaus í Brennisteinsfjöllum,“ segir Páll.

Í dvala í átta aldir

Eldgos

Geldingadalur; eldgos 2021.

Þegar eldgos hófst í Fagradalsfjalli í mars 2021 höfðu slíkir atburðir ekki átt sér stað á Reykjanesskaga í um 780 ár eða frá því á Sturlungaöld. Um 6.000 ár höfðu þá líklega liðið frá síðasta gosi í Fagradalsfjallskerfinu. Næstu tvö gos, í Meradölum 2022 og við Litla-Hrút 2023, urðu einnig í því kerfi en það fjórða sem varð norðan Sundhnúk í desember síðastliðnum varð í Svartsengiskerfinu, sem stundum er einnig kennt við Eldvörp. Sömu sögu má segja um það sem varð nú í janúar. Ekki hafði gosið í Sundhnúkagígaröðinni í líklega 2.400 ár.

Eldborg

Eldborg í Svínahrauni.

Síðasta goshrina á skaganum varð í vestari kerfunum og varði í þrjátíu ár. Hún var kölluð Reykjaneseldar og var jafnframt lokahrinan í löngu eldsumbrotatímabili sem stóð yfir í tæpar þrjár aldir, allt frá því um 950 og til 1240.

Almennt er talið að síðasta gostímabil á Reykjanesskaga hafi hafist á Hengilssvæðinu sem stundum er þó undanskilið kerfum skagans. Þar næst gaus í kerfi sem kennt er við Brennisteinsfjöll, þá í Krýsuvík og loks í Reykjanes- og Svartsengiskerfunum.

Páll Einarsson

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur.

„Ég held að við séum enn að súpa seyðið af því að virknin á landinu var óvenjulítil um miðja síðustu öld þegar þetta nútímaþjóðfélag var að byggjast upp á Íslandi,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur.
Þótt ýmislegt sé vitað um hegðun eldstöðvakerfanna er fjölmargt enn á huldu. Ármann bendir til dæmis á að stærri hraun hylji þau minni og því höfum við ekki „kórrétta atburðarás“ af „syrpunni“, eins og hann orðar það, sem varð á þrettándu öld. „Þannig að við erum bara með grófa mynd.“

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg í Krýsuvík.

Upplýsingar þær sem við höfum séu meðal annars byggðar á lýsingum í annálum og þeirra sem aflað hefur verið með kortlagningu. Miðað við þau fræði gaus í Krýsuvík fyrir rúmum 1.100 árum, aftur fyrir um 900 árum og loks um árið 1150, eða fyrir um 830 árum.

Víti

Víti í Kálfadölum ofan Geitahlíðar í Krýsuvík.

„Það gerist örugglega einhvern tímann,“ segir Ármann spurður um líkur á því að það fari að gjósa í Krýsuvíkurkerfinu sem er fyrir miðju kerfanna sex. „Það er ekkert sem segir að það geti ekki gerst þó að við séum með þessa krísu út á Reykjanesi í kringum Grindavík.“

Spennulosun í Krýsuvík hafin

Krýsuvík

Krýsuvík – sprengigígar.

Aðdragandi gosa í því kerfi yrði að sögn Ármanns eflaust á svipuðum nótum og við höfum séð við Fagradalsfjall og Svartsengi: Fyrst yrðu jarðskjálftar, þá sprungumyndanir og loks færi hraun að flæða. „Því þetta byrjar með spennulosun,“ útskýrir hann. „Til að koma kvikunni upp verður að byrja á því að brjóta skorpuna. Þannig að það fer ekkert framhjá okkur þegar þetta fer í gang. Og Krýsuvík er komin í gang. Við erum búin að vera að mæla þar landris og sig á víxl í nokkur ár og búin að fá ansi hressilega skjálfta. Þannig að spennulosunin er byrjuð þarna.“

Og það gæti náttúrlega endað í eldgosi?

Sogagígur

Sogagígur sunnan Trölladyngju.

„Alveg klárlega,“ svarar Ármann. „En við gerum okkur vonir um að við sjáum þessi merki stífar áður en við náum því. Það er alveg klárt að það er farin að safnast fyrir kvika í Krýsuvíkurkerfinu.“

Páll tekur undir þetta og minnir á að Krýsuvík hafi verið „óróleg“ undanfarið – ekki síst seinni hluta ársins 2020. Land reis þá í nokkrar vikur. Og risinu fylgdu talsverðir jarðskjálftar, stærstu skjálftar þessara umbrota allra, segir Páll sem telur „frekar líklegt“ að gjósa muni í þessu kerfi í þeirri goshrinu sem nú er hafin.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun og nágrenni.

„Ef að þetta er eitthvað svipað og hefur gerst í jarðsögunni þá er líklegt að gosvirkni verði frekar mikil næstu 200–300 árin eða svo. Þá er nú frekar líklegt að Krýsuvíkurkerfið taki meiri þátt í þessu heldur en hingað til.“

Hann segir það hins vegar ólíklegt að gosin í kerfum Fagradalsfjalls og Svartsengis hafi með einhverjum hætti létt á Krýsuvíkurkerfinu.

Sprungusveimurinn mikli
Hættan af hræringum í því kerfi séu aðallega tvenns konar: Af völdum sprunguhreyfinga og hraunflæðis. Sprungusveimur þess liggi yfir stórt svæði; í gegnum Kaldársel, Búrfell, Heiðmörk, við Rauðavatn og upp í Hólmsheiði – jafnvel alla leið upp í Úlfarsfell. „Þannig að ef við fengjum gangainnskot alla þá leið, sem er vissulega möguleiki, þá er það kannski erfiðasti atburðurinn að fást við,“ segir Páll sem rannsakað hefur sveiminn og skrifað um hann greinar. Ef hreyfing kæmist á sprungurnar yrðu miklir innviðir í hættu. „Aðalmálið væri kannski vatnsbólin og það allt saman. Það er sviðsmynd sem er kannski ein af þeim verri.“

Búrfell

Búrfell ofan Garðabæjar.

Á þessu mikla sprungusvæði er auk þess íbúabyggð. Þótt hraunrennsli ógni henni ekki, meðal annars Norðlingaholtinu og Árbæjarhverfi, gætu sprunguhreyfingar gert það. Páll rifjar upp að í kringum 1980 hafi mikið verið deilt um hvort byggilegt væri í nágrenni Rauðavatns. Málið hafi orðið mjög pólitískt. Sumir sögðu að þetta væri stórhættulegt jarðskjálftasvæði en aðrir að sprungurnar væru gamlar og myndu ekki hreyfast meir.

Kerin

Kerin í Undirhlíðum – Helgafell fjær.

„Þeim tókst að deila um þetta og hafa allir rangt fyrir sér,“ segir Páll. Því að á sprungusvæðum sé hægt að byggja, en það er ekki sama hvernig það er gert. „Þarna eru vissulega sprungur en þetta eru ekki jarðskjálftasprungur heldur kvikuhlaupssprungur,“ heldur hann áfram. „Þær hreyfast mikið þegar þær hreyfast en það hreyfist hins vegar eiginlega ekkert á milli þeirra. Þannig að ef þú ert að byggja hús þarna, þá bara passar þú að byggja ekki yfir sprunguna. Þá ertu bara í góðum málum. Þetta er alveg byggilegt en það verður að byggja rétt.“

Norðlingaholt

Norðlingaholt.

Og heldur þú að okkur hafi borið gæfa til þess að byggja á milli sprungnanna?

„Ég er ekki alveg viss um það,“ svarar Páll. „En það var reynt og ef þú spyrð þá sem skipulögðu Norðlingaholtið þá munu þeir segja að þeir hafi tekið tillit til sprungnanna.“ Þegar farið var að grafa fyrir húsum í hverfinu hafi fundist gjár þar undir. Á þeim hafi ekki verið byggt enda megi sjá þrjú skörð í byggðinni. „Húsin sem eru á milli ættu að vera í góðu lagi,“ segir Páll. „Spurningin er bara: Gáðu þeir nógu vandlega?“

Klaufalegt að skipuleggja byggð á Völlunum
Þegar síðast gaus í Krýsuvíkurkerfinu í kringum 1150 runnu meðal annars Kapelluhraun til norðurs og Ögmundarhraun til suðurs. Og þá er komið að hinni vánni sem Páll vill vekja athygli á: Hraunrennsli. Hraun sem koma upp í norðurhluta Krýsuvíkurbeltisins gætu runnið niður í það dalverpi sem Vallahverfið í Hafnarfirði stendur í.

Gvendarselsgígar

Gvendarselsgígar vestan Helgafells.

Að mati Páls má segja að vissrar óvarkárni hafi gætt í skipulagsmálum hvað þetta varðar. Óþarfi hafi verið að taka þá áhættu að byggja á Völlunum því annað byggingarland hafi fundist innan Hafnarfjarðar. „Þetta er ágætis byggingarland í sjálfu sér,“ segir hann um Vellina og næsta nágrenni, „en ef hraun kemur upp, á þessum stað, þá rennur það þessa leið, það er óhjákvæmilegt. Það er ekki hægt að beina því neitt. Og það er þá klaufalegt að vera með mikla byggð þar.“

Ógnin komin heim í garðinn

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar ofan Hafnarfjarðar.

Hafnfirðingar þurfa að mati Ármanns að endurskoða sín skipulagsmál, þeir geti ekki byggt „endalaust upp til fjalla“. Gos gæti hafist í Krýsuvík eftir einhver ár, áratugi eða öld. „Þetta er allt farið í gang,“ segir hann. „Reykjanesið sjálft er farið í gang. Og það þýðir þá að menn verða að hugsa um það og breyta skipulagsáætlunum í stíl við það.“

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.

Hvað Vellina varðar telur hann líkt og Páll að ef Krýsuvík færi að gjósa myndi steðja ógn að hverfinu. „Ég myndi halda að við ættum að hanna þá,“ svarar hann spurður um hvort hefja ætti undirbúning varnargarða við byggðina. „Við þurfum kannski ekki endilega að fara að rusla þeim upp strax en bara um leið og það fara að verða alvarleg merki þá setjum við vinnuna í gang. Þetta er komið heim í garðinn og þá gerir þú allt klárt. Þú ferð kannski ekki strax í framkvæmdirnar en byrjar að teikna og reikna.“

Bollar

Bollar.

Ef til annarra kerfa er litið, kerfa sem enn sofa þótt laust sé, minnir Ármann á Hengilinn sem markar endimörk eldstöðvakerfis Reykjanesskagans í austri. Ef hann færi að ræskja sig alvarlega gætu hamfarir fyrir byggð orðið miklar. „Ef hann fer að dæla hrauni yfir Nesjavelli og Hellisheiðarvirkjun þá yrði lítið heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega háalvarlegt.“

Stóri-Bolli

Stóra-Bollagígur otan í Konungsfelli (Kóngsfelli).

Páll telur það eiga sér vissar skýringar að ákveðið var að byggja á svæðum þar sem vá vegna sprungusveima og hraunflæðis vofir yfir. „Ég held að við séum enn að súpa seyðið af því að virknin á landinu var óvenjulítil um miðja síðustu öld þegar þetta nútímaþjóðfélag var að byggjast upp á Íslandi,“ útskýrir hann. „Þá var þessi virkni óvenjulega lítil. Ef við horfum til baka, til fyrri alda, þá er 20. öldin framan af steindauð. Hún sker sig úr öllum öðrum öldum. Menn fengu skakka hugmynd um hvers eðlis virknin var. Og við sitjum uppi með þetta svona.“

Selvogsgata

Selvogsgata. Bláfeldur í Brennisteinsfjöllum fjær.

Upp úr 1960 hafi hins vegar hver atburðurinn tekið að reka annan; Surtseyjargos, Heklugos, Heimaeyjargos og hvað eina. Allt hafi svo „keyrt um þverbak“ er hrina hófst í Kröflu um miðjan áttunda áratuginn.

Og ekki er að fara að draga úr virkninni í fyrirséðri framtíð?

Bláfjöll

Stóra-Kóngsfell, gígur vestan fellsins.

„Ég held að þetta sé komið í venjulegt og eðlilegt horf,“ svarar Páll. „Svo það er eins gott að við lærum af því. Og breytum því sem þarf að breyta.“

Hvað getum við lært af því og hverju þurfum við að breyta?

„Við þurfum að reikna með að það geti orðið hraunstraumar hér og þar sem þarf að beina annað eða skipuleggja sig í kringum,“ svarar Páll. „Skjálftamálin eru í tiltölulega góðu standi. Jarðskjálftaverkfræðingar hafa staðið sig mjög vel. Þannig að hús á Íslandi virðast standast jarðskjálfta mjög vel. Við fengum reynslu af því árið 2000. Það hrundu engin hús sem skiptir máli því það er það sem veldur manntjóni. Þannig að það er í sæmilegu lagi. En þetta með sprunguhreyfingar og hraungos, þetta mætti alveg laga svolítið.“

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja ofan Hafnarfjarðar.

Nú þýðir ekkert að stinga höfðinu í neinn sand?

„Nei, það þýðir ekki. Það verður að læra að lifa með þessu.“

Heimild:
-„Krýsuvík er komin í gang“, Heimildin (heimildin.is) 20. janúar 2024, Sunna Ósk Logadóttir.

Kistufellsgígur

Kistufellsgígur í Brennisteinsfjöllum.

Helgafell

Gestur Guðfinnsson skrifaði grein í Morgunblaðið árið 1967 um „Helgafell og nágrenni„:
„Það er með fjöllin eins og mannfólkið, manni geðjast vel að sumum, en miður að öðrum, og kemur sjálfsagt margt til. Svo kann jafnvel að fara, að mann langi til að hafa þau heim með sér í stofuna eða á ganginn, til að geta haft þau daglega fyrir augunum. Þannig var það með Helgafell þeirra Hafnfirðinga. Helgafell-991
Meiningin er að ræða svolítið um Helgafell og umhverfi þess í þessu greinarkorni. Þó er varla hægt að segja, að þetta sé neitt öndvegisfjall að útliti, og guð má vita, hvernig ég færi að útskýra ástæðurnar fyrir dálæti mínu á því, ef um það væri beðið. Ég hef aldrei hugsað út í það. Það er ekki einu sinni grasi gróið fyrr en niðri undir jafnsléttu, utan strá á stangli, sem enginn tekur eftir, nema kannski grasafræðingar og plöntusafnarar, en þeir fylgjast bezt með gróðurfarinu og beitilandinu ásamt blessaðri sauðkindinni. Annars veit ég ekki, hvort sauðkindin sést nokkurn tíma uppi á Helgafelli, það væri þá helzt, að hún færi þangað upp til að leggjast undir vörðuna og jórtra. Þar tökum við, flakkararnir, ævinlega upp nestisbitann, franskbrauð með áleggi eða annað þvíumlíkt, og drekkum hitabrúsakaffi framan í Þríhnúkunum og Kóngsfellinu og fílósóferum um landslagið og tilveruna.
helgafell-992Fjallaloftið örvar matarlystina og andríkið. Það er hvorki erfitt né tímafrekt að leggja leið sína á Helgafell.
Fært er á hvaða bíl sem er upp í Kaldársel og er venjulega ekið þangað, en þaðan er ekki mikið meira en kortersgangur að fellinu. Gönguferðin á fellið sjálft er heldur ekki mikið fyrirtæki, svo að nægur tími er að jafnaði afgangs til að skoða umhverfið í leiðinni.
Eins og ég sagði, er venjulega lagt upp frá Kaldárseli. Þar var áður sel, eins og nafnið bendir til, kennt við Kaldá, sem rennur meðfraim túnskikanum, en nú hefur K.F.U.M. og K. þar bækistöð fyrir sumarstarfsemi sína. Kaldá er ein af sérkennilegustu ám landsins að því leyti, að hún rennur ekki nema um kílómetra vegalengd ofanjarðar, sprettur upp í Kaldárbotnum rétt ofan við selið og rennur síðan spölkorn vestur eftir, en hverfur svo í hraunið og sést ekki meir.

Kaldá

Kaldá.

Sú var löngum trú manna, að Kaldá hefði fyrrum verið eitthvert mesta vatnsfall á Íslandi og átt upptök sín í Þingvallavatni, en runnið í sjó fram á Reykjanesskaga. Er þess m. a. getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. „Hún skal hafa runnið fyrir norðan og vestan Hengil og ofan þar sem nú er Fóelluvötn og svo suður með hlíðum og í sjó á Reykjanesi. Er sagt að hún komi upp í Reykjanesröst.“ Um hvarf Kaldár fer þrennum sögum. Sú fyrsta er á þá leið, „að karl nokkur sem var kraftaskáld missti í hana tvo sonu sína og kvað hana niður.“ Önnur að hún hafi horfið í eldgangi á Reykjanesskaga, þegar „einn eldur var ofan úr Hengli út í sjó á Reykjanesi.“ Loks var þriðja skýringin, að Ingólfur kallinn landnámsmaður „hafi grafið Soginu farveg gegnum Grafningsháls eða rana úr honum og hafi þá Þingvallavatn fengið þar útfall, en Kaldá þverrað.“ Af því skyldi svo Grafningsheitið dregið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Við meiri rök kynni að styðjast sú tilgáta, að Kleifarvatn hafi afrennsli að einhverju eða öllu leyti norður í Kaldá, en um það verður þó ekkert fullyrt að svo stöddu. Umhverfið meðfram Kaldá er geðþekkt, grasbakkar og hraunlendi, og snoturt er í Kaldárseli. Í Kaldá sækja Hafnfirðingar neyzluvatn sitt og þykir gott vatnsból.
Skammt norður af Kaldárseli er grasi gróið dalverpi með dálitlu vatni eða tjörn og heitir Helgadalur.

Helgadalur

Helgadalur – Vormót skáta 1954.

Þar halda hafnfirzkir skátar mót sín og margir Hafnfirðingar fara þangað um helgar og tjalda.
Eins og ég gat um, þá er Helgafell aðeins spölkorn frá Kaldárseli og blasir við, þegar þangað er komið. Það er móbergsstapi, sennilega orðinn til á ísöld við eldgos undir jökli. Móbergið er víða lagskipt og sérkennilega sorfið af veðrum og vindum í þúsundir ára og hefur sjálfsagt tekið miklum stakkaskiptum frá þvi sem það var í sinni upphaflegu mynd.

Það breytist margt á skemmri tíma en árþúsundum. Núna er það um 340 m yfir sjávarmál og ekki mikið um sig, svo það getur hvorki státað af stærðinni eða hæðinni.

Helgafell

Helgafell – úsýni til Hafnarfjarðar.

Samt er töluvert útsýni af kollinum á því, vegna þess hvað rúmt er um það og engin fjöll í næsta nágrenni, sem skyggja á.

Helgafell

Riddarinn á Helgafelli. Kóngsfell (Konungsfell) og Tví-Bollar fjær (Grindarskörð v.m. og Kerlingarskarð h.m.).

Ég sé þó ekki ástæðu til að fara að tíunda hvert fjall, sem sést af Helgafelli, enda yrði lítið á því að græða. En mörgum þykir umhverfið og útsýnið vel brúklegt, það held ég sé óhætt að bóka.
skulatun-990Suður frá Helgafelli heitir Skúlatúnshraun. Í því hattar á einum stað fyrir grænum bletti að sumarlagi, óbrennishólma, sem nefnist Skúlatún. Í Skúlatúnshrauni er líka Gullkistugjá, löng og djúp, og varasöm í myrkri, hún liggur í suðvestur frá Helgafelli. Annars er Helgafell meira og minna umkringt eldstöðvum hvert sem litið er, það rís eins og bergkastali upp úr mosagróinni hraunbreiðunni, sem runnið hefur í mörgum gosum og á ýmsum tímum, þar þar skráður merkilegur kafli í jarðeldasögu suðurkjálkans og einn sá nýlegasti.

Tröllin á Valahnúkum

Tröllin á Valahnúkum.

Rétt norðan við Helgafell eru lágir móbergsihnúkar, tvö hundruð metra yfir sjávarmál og einum betur, svokallaðir Valahnúkar. Í þeim norðanverðum er dálítill hraunskúti, sem Farfuglar hafa um alllangt skeið helgað sér og kalla Valaból. Áður hét skútinn Músarhellir og var gangnamannaból. Farfuglar hafa afgirt þarna dálítið svæði og prýtt á ýmsa lund, m.a. með trjám og blómum, en auk þess vaxa innan girðingarinnar hátt upp í 100 tegundir íslenzkra villijurta. Skútann sjálfan notuðu Farfuglar lengi sem gististað, settu í hann fjalagólf og glugga og hurð fyrir dyrnar, einnig áhöld og hitunartæki, en erfitt hefur reynzt að halda þessu í horfi, og í seinni tíð er gestabókin það markverðasta í skútanum í Valabóli, enda eiga fáir þar næturstað núorðið.
musahellir-990Einhverjar draugasögur hef ég heyrt úr Valabóli eða Músarhelli, en ég er víst búinn að gleyma þeim öllum. Hins vegar veit ég, að ýmsir höfðu mætur á gistingu í þessari fátæklegu vistarveru, og í Farfuglinum ségir af einum slíkum, sem lagði leið sína þangað á aðfangadagskvöld jóla einn síns liðs og átti þar dýrlega nótt ásamt tveim mýslum, sem líklega hafa átt þar heima. Bendir það ekki til drauma eða reimleika á staðnum, hvað sem fyrr kann að hafa gerzt í Valabóli.
Valaból er vinalegt og vel hirt og ætti enginn að fara þar hjá garði án þess að heilsa upp á staðinn, og það eins þótt húsráðendur séu ekki heima. En að sjálfsögðu ber að ganga þar vel um eins og annars staðar.
Fast norðan við Valahnúk um Mygludali lá Grindaskarðavegur inn gamli milli Hafnarfjarðar og Selvogs, sem er alllögn leið og yfir fjöll að fara. Sú leið mun þó talsvert hafa verið farin fyrr á tímum bæði gangandi og á hestum. Sjást þar enn „í hellum hófaförin“ í götunni yfir hraunið.

Valahnúkar

Gengið um Valahnúka.

Á síðustu árum hefur verið klöngrazt á jeppum frá Valabóli upp í Grindaskörð eftir gömlu troðningunum, en tæpast er hægt að mæla með þeirri leið sem akvegi, enda miklu greiðfærari leið meðfram Lönguhlíð og þó ekki nema fyrir jeppa og aðra fjallabíla.
Norðaustur af Valhnúkum er kollótt móbergsfell, Húsfell (278 m), en í norður Búrfell (179 m). Búrfell er í raun og veru gíglhóll, sem mikil hraun hafa úr runnið, m.a. Garðahraun og Hafnarfjarðarhraun, og liggja heljarmiklar eldtraðir frá gígnum, þar sem hraunið hefur runnið og er það hin fræga Búrefllsgjá. Þarna í nágrenninu eru líka nokkrir skoðunarverðir hellar, eflaust gamlir eldfarvegir.

Búrfell

Búrfell.

Norður af Búrfelli taka svo við Búrfellsdalir, en síðan Löngubrekkur, Tungur og Hjallar í Heiðmörk, sem naumast þarf að kynna, a.m.k. ekki fyrir Reykvíkingum. Eitt er vert að minnast á áður en sleginn er botninn í þetta spjall, en það er nafnið á fellinu.

Breiðdalur

Breiðdalur – Helgafell fjær.

Helgafell eru nokkuð mörg á landinu. Ekki eru allir á einu máli um hvernig nafnið sé til orðið. Sumir telja það dregið af fornum átrúnaði og ráða það m. a. af frásögn Eyrbyggju um Helgafell í Þórsnesi, sem segir, að Þórsnesingar höfðu mikla helgi á fjallinu og trúðu að þeir mundu deyja í fjallið. Engin slík saga mun þó til um Helgafell það, er hér um ræðir. Fleiri skýringar á uppruna nafnsins hafa skotið upp kollinum, þótt ekki verði hér raktar.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 4. maí 1967, bls. 10.

Helgafell

Helgafell og nágrenni – örnefni.

Búrfell

Guðmundur Kjartansson skrifaði um „Hraunin kringum Hafnarfjörð“ í jólablað Þjóðviljans árið 1954:

Hafnarfjörður

Hraun ofan Hafnarfjarðar – uppdráttur GK.

„Ekki verður komist landveg til Hafnarfjarðar úr öðrum byggðarlögum án þess að fara yfir hraun, því að kvíslar úr hinu mikla hraunflæmi Reykjanesskagans ná út í sjó báðum megin fjarðarins. Auk þess stendur hálfur kaupstaðurinn (þ. e. fyrir norðan eða „vestan“ læk) í hrauni, en hinn hlutinn (fyrir sunnan læk) er hraunlaus. Hraunið í Vesturbænum er í meira lagi mishæðótt og setur einkennilegan og fáséðan svip á þennan bæjarhluta. Hraunhólar og drangar skaga jafnvel hærra upp en húsin; gömlu göturnar laga sig eftir landslaginu, brattar og krókóttar, en hinar nýrri, sem liggja beinna, eru ýmist hlaðnar Hátt upp yfir hraunbolla og gjár eða sprengdar djúpt niður í gegnum hraunkambana. Þarna í Vesturbænum, þar sem hraunið er hvað úfnast, er skrúðgarður Hafnfirðinga, Hellisgerði.

hellisgerði

Hellisgerði.

Að landslagi til, á sá skrúðgarður sér engan líka hér á landi. Þetta hraun, sem hluti Hafnarfjarðarbæjar stendur í, mun ég í þessu erindi kalla Hafnarfjarðarhraun til hægðarauka, því að það er ein heild, upp komið í einu gosi. En raunar heita ýmsir hlutar þess sérstökum nöfnum: Gálgahraun, Garðahraun, Vífilsstaðahraun, Svínahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Stekkjarhraun, Gráhelluhraun, Smyrlabúðarhraun o.fl.

Vífilsstaðahraun

Í Vífilsstaðahrauni.

Suðurbærinn í Hafnarfirði stendur í stórri eyju, sem hraun umkringja, og sunnan hennar (sunnan við Hvaleyri) tekur við mikil breiða af mörgum misgömlum hraunum, óslitin suður að Vogastapa. Hér verður aðeins getið þeirra tveggja af suðurhraununum, sem næst liggja Hafnarfirði. Þó að þetta greinarkorn eigi aðallega að fjalla um hraun, þá þykir mér hlýða að fara um það nokkrum orðum, hvernig umhorfs var hér í Firðinum, áður en hraunin urðu til. Ég ætla því að rekja í tímaröð helstu stórviðburði í sköpunarsögu Hafnarfjarðar frá ísöld.

Hvaleyrarhraun

Hvaleyrarhraun – loftmynd.

Röð viðburðanna má heita ljós, en því miður get ég ekki tímasett þá nema heldur ónákvæmt og skal ekki eyða mörgum orðum að því. Tímasetningin stendur þó til bóta við nánari rannsóknir.

Hamarinn

Markaðar klappir á Hamrinum.

Elsta bergmyndun Hafnarfjarðar, undirstaðan sem allt annað hvílir á, er grágrýti. Úr þeirri bergtegund er allt það, sem við myndum í daglegu tali kalla fasta klöpp, að undanskildum hraununum. Hamarinn, sem Flensborgarskóiinn stendur á, er úr grágrýti, ennfremur allar þær hæðir í grenndinni, sem hafa „holt“, „hlíð“, „brún, „hæð“ eða „alda“ að endingu í nafni sínu. Ásfjall er ein af rismestu grágrýtishæðunum. Víðast er grágrýtisklöppin hulin lausum jarðlögum, þ.e. ýmiss konar melum eða grónum jarðvegi, En hvar, sem til er grafið, kemur niður á klöppina fyrr eða síðar, og mjög víða liggur hún ber.

Ástjörn

Ástjörn og Ásfjall.

Hér verður ekki frá því sagt hvernig þetta öldótta grágrýtislandslag varð til, heldur hefjum við þar söguna, er það er að verða fullmyndað og hvert holt og hæð hefur fengið núverandi lögun sína í öllum stórum dráttum.

Búrfellshraun

Búrfellshraun – kort. Hraunið náði allt að Hraunum ofan Straumsvíkur (sjá Selhraun), en yngri hraun, s.s. Kapelluhraun, Óbrinnishólahraun, Skúlatúnshraun, Stóra-Bolla- og Tví-Bollahraun og Hraunhólshraun (Sandklofahraun) hafa þakið það að mestu leyti.

Einu hljótum við þó að veita athygli um uppruna þessa landslags: Sá, sem þar vann að síðastur hefur rist fangamark sitt skýrum stöfum í klappirnar. En það var jökulskjöldur sá, er lá yfir því nær öllu íslandi á síðasta jökulskeiði ísaldarinnar. Jöklar liggja ekki kyrrir, heldur mjakast undan hallanum og sópa með sér lausagrjóti og lausum jarðlögum; sem verða á vegi þeirra.

Hamarinn

Hamarinn – hvalbök.

Grjótið frýs fast í botnlagi jökulíssins og dragnast með. Með því grópar og rispar jökullinn klöppina líkt og skörðótt hefiltönn. Frostið sprengir nýtt lausagrjót upp úr botnsklöppinni, svo að það gengur meira til þurrðar. Flestar grágrýtisklappir í grennd við Hafnarfjörð eru skýrt rispaðar með þessu móti og rispurnar stefna allar h.u.b. frá SA til NV. Hreyfing jökulsins hefur verið undan hallanum, ofan af Reykjanesfjallgarði út í Faxaflóa. Einkar skýrar og fallegar jökulrispur eru uppi á Hamrinum fast norðan við Flensborgarskóla. Jökullinn hefur mætt fast á þessum grágrýtishnjót á botni sínum og fastast á þeim klöppum, sem hallar til suðausturs gegnt skriðstefnu hans; þar eru rispurnar dýpstar og allar brúnir ávalaðar og máðar.

Hamarinn

Hamarinn – upplýsingaskilti.

Um margar þúsundir ára svarf ísaldarjökull ofan af grágrýtisspildunni, sem þá mun hafa náð óslitin um allt það svæði, sem nú er sunnanverður Faxaflói og sveitir og heiðar upp frá honum allt til Þingvallavatns.
Í ísaldarlokin, sennilega fyrir fullum 10 þúsundum ára, bráðnaði þessi jökull fyrir batnandi loftslagi. En klappirnar bera æ síðan þær minjar hans, sem þegar er getið, og annars staðar eru þær þaktar jökulruðningi, þ.e. leir og grjóti, sem jökullinn ýtti með sér og lá eftir, er hann bráðnaði. Um þessar mundir leysti ísaldarjökla víða um heim, og við það hækkaði í öllum höfum. Fyrir þá hækkun var sennilega mikið af botni Faxaflóa ofan sjávar. Sjórinn hækkaði meir en upp að núverandi sjávarmáli. Mun hann hafa náð mestri hæð skömmu eftir að jökulinn leysti hér í grennd.

Hafnarfjörður

Ásfjall – útsýni yfir Hafnarfjörð.

Enn má glögglega sjá hér á holtunum við Hafnarfjörð og Reykjavík, hvar sjávarborðið hefur legið, er það var hæst. Þau merki köllum við efstu sjávarmörk. Þau liggja í 33 metra hæð yfir núverandi sjávarmál á Hvaleyrarholti sunnan við Hafnarfjörð, en um 10 m hærra á Öskjuhlíð í Reykjavík. Austur í Ölfusi er hæð efstu sjávarmarka um 60 m, uppi í Borgarfirði 80—100 m og Austur í Hreppum allt að 110 m.
Reykjaneseldar
Þessi mismunur stafar vitaskuld ekki af því, að sjávarfletinum hafi hallað, er hann lá sem hæst; heldur af því að þessir staðir hafa lyftst mismikið síðan. En ástæðan til þess, að sjórinn fjaraði aftur af undirlendinu, er sú, að landið tók að lyftast, er jökulfarginu létti af því. Áður hafði jökullinn sveigt það niður.

Fuglastapaþúfa

Fuglastapaþúfa.

En landið lyftist afar hægt, og því vann sjórinn á í bili og flæddi inn yfir láglendið, er hann hækkaði í ísaldarlokin, Markalínari efstu sjávarmörk kemur einna gleggst fram í því, að neðan hennar er stórgrýtið, sem jöklinum lá þar eftir, orðið að lábörðum hnullungum af að velkjast í brimi; en ofan línunnar verður þetta grjót snögglega með flötum hliðum og lítt slævðum brúnum, eins og jökullinn skildi við það. Þá hafa hnullungarnir einnig víða kastast upp í kamba, sem marka hæstu sjávarstöðuna einkar glöggt og eru í engu frábrugðnir nýmynduðum sjávarkömbum, nema hvað mold og þurrlendisgróður er nú kominn á milli steinanna.

Hrafna-Flóki

Minnisvarða um Hrafna-Flóka á Hvaleyrarholti.

Yzt á holtunum, “ þar sem brimasamast hefur verið, hafa sjóirnir sums staðar klappað bergstáli í þau. Efstu sjávarmörk eru einkar glögg hringinn í kringum Hvaleyrarholt, nema áð austan, þar sem mjótt eiði hefur tengt það við meginlandið. Frá Hvaleyrarholti má rekja þessa fornu fjöru í sömu hæð neðan við túnið á Jófríðarstöðum umhverfis hamarinn hjá Flensborg (sem aftur er fornt sjávarberg) og inn í Lækjarbotna. Þaðan heldur hún áfram, glögg malar- og hnullungafjara, en að vísu grasi gróin, laust neðan við Setbergsbæinn og um hlaðið á Þórsbergi. Loks hverfa þessi efstu sjávarmörk undir Hafnarfjarðarhraun, sem rann löngu eftir að sjórinn fjaraði frá þeim.

Rauðhóll

Rauðhóll – uppdráttur GK.

Fast sunnan undir Hvaleyrarholti stóð til skamms tíma lítill hóll að mestu úr rauðu hraungjalli og með grunna gígskál í kolli. Hann hét Rauðhóll. Nú er lítið eftir af Rauðhól. Í hans stað er komin stór malargryfja. Um 1940 var farið að taka þarna mikið af rauðamöl í vegi og fleira. Nú er hún upp urin að kalla, svo að undirlag hennar, sem er harðla fróðlegt, kemur í ljós. Eftir stendur þó stabbi í miðju, og sér enn fyrir botni gígskálarinnar uppi á honum. Þessi stabbi, sem er sjálfur hrauntappinn í gígnum, reyndist of fastur fyrir, er rauðamölinni var mokað á bíla, og því var honum leift.

Hraunhóll

Hraunhóll – námuvinnsla og sóðaskapur undir Vatnsskarði.

Rauðhóll er mjög lítið eldvarp. Þar hefur aðeins kornið upp eitt smágos, sem virðist ekki hafa afrekað annað en hrúga upp þessum gíghól. Ekki er að sjá, að neitt hraun hafi runnið frá honum. En því get ég Rauðhóls hér, að hann hefur að geyma furðu merkilegar og auðlesnar jarðsöguheimildir. Þær komu ekki í ljós fyrr en hann var allur grafinn sundur. Þessar heimildir eru vitaskuld jarðlög, og við lestur þeirra ber að byrja á neðstu línunni og lesa upp eftir. Þessi lög hafa eflaust myndast víðar, en máðst burt aftur, þar sem þau lágu ber en Rauðhóll hefur hreint og beint innsiglað þau og varðveitt með því að hrúgast ofan á þau og liggja þar eins og ormur á gulli.
Dýpst í malargryfjunni liggur einkennilegt leirlag allt að hálfum metra á þykkt. Þetta er svokölluð barnamold. Hún er mjúk og þjál og ljós-gulbrún að lit meðan hún er vot, en verður stökkari viðkomu og snjóhvít við þurrk. Ef barnamoldin er látin undir smásjá, kemur í ljós, að hún er því nær eingöngu úr örsmáum skeljum og skeljabrotum, af lífverum þeim, er nefnast kísilþörungar (eða eskilagnir eða díatómeur).

Rauðhóll

Rauðhóll 2020.

Þetta eru örsmáar svifverur, sem lifa víða í mikilli mergð í vatni, og teljast til jurtaríkisins, þó að margar þeirra syndi knálega um í vatninu. Þegar jurtirnar deyja, rotna þær upp, en skeljarnar falla til botns og mynda eðju eins og þá, sem hér var lýst. Danskur sérfræðingur hefur rannsakað fyrir mig lítið sýnishorn af barnamoldinni undan Rauðhól og fann í henni 117 tegundir kísilþörunga. Sú tegundagreining leiddi í ljós, að barnamoldin hefur sest til í ósöltu vatni, a.m.k. að mestu leyti. Af þessu er sýnt, að þarna hefur verið tjörn, oftast eða alltaf með ósöltu vatni, löngu áður en Rauðhóll varð til. Enn fremur sannar barnamoldin, að sjávarflóðið mikla í ísaldarlokin hefur þá verið að mestu fjarað, eða a. m. k. niður fyrir 10 m hæð yfir núv. sjávarmál, því að í þeirri hæð liggur hún.

Rauðamöl

Rauðamöl í Rauðhól.

Yfir barnamoldinni í Rauðhólsgryfjunni liggur fínn ægissandur morandi af skeljum og skeljabrotum. Skeljarnar eru allar af sjódýrum. Ég hef getað greint tíu tegundir af þeim örugglega, og eru allar þær tegundir enn algengar lifandi á sams konar sandbotni hér í Faxaflóa. Þetta lag sýnir, að sjórinn hefur hækkað aftur í bili og flætt inn yfir landið, þar sem tjörnin var áður.

Hraunhóll

Hraunhóll undir Vatnsskarði.

Enn fremur sýna dýrategundirnar, sem eru frekar kulvísar, að þetta hið síðara sjávarflóð var ekki öllu kaldara en Faxaflói er nú, og hefur því ekki getað átt sér stað fyrr en alllöngu eftir ísaldarlokin, er sjórinn var fullhlýnaður. Yfir þessum ægissandi liggur ennfremur þunnt lag af fínni, brúnni sandhellu, sem er miklu fastari í sér og hefur engar skeljar að geyma. Þykir mér sennilegt, að það sé fokmyndun, til orðin á þurrlendi, eftir að síðara sjávarflóðið fjaraði. Ekki hef ég fundið neinar gróðurleifar í þessu lagi, en það sannar engan veginn, að landið hafi verið ógróið. Ofan á þessu móhellulagi stendur loks Rauðhóll sjálfur. Hann hefur hrúgast þarna upp í litlu eldgosi, eins og fyrr segir, ofan sjávar, en. ef til vill nærri sjávarströndu. Rauðhóll er elsta gosmyndun í grennd við Hafnarfjörð — að undanskildu grágrýtinu, sem að vísu er hraun að uppruna, en runnið löngu fyrir ísaldarlok,; enda ekki kallað hraun í daglegu tali.

Rauðhóll

Rauðhóll – uppdráttur GK.

Nokkur rauðamöl er enn eftir í Rauðhól, en ekki auðvelt að ná henni. Það ber til, að hraunflóð eitt mikið hefur runnið kringum hólinn og ekki aðeins upp að honum, heldur yfir hin ystu börð hans, sem einnig eru úr Rauðamöl. Aðeins háhóllinn, sem stóð upp úr hrauninu, er burt grafinn. Hraunið kringum Rauðhól nefnist nú Hvaleyrarhraun. Það hefur runnið út í sjó sunnan við Hvaleyrarholt og komið að suðaustan, en verður ekki rakið lengra í átt til upptaka en að Stórhöfða. Þar hverfur það undir miklu yngra hraun, Brunann, sem síðar verður getið. í börmum malargryfjunnar í Rauðhól liggur Hvaleyrarhraunið víðast milliliðalaust á rauðamölinni. Það þótti mér lengi benda til, að aldursmunur væri lítill, jafnvel enginn, á hólnum og hrauninu.

Rauðamöl

Rauðamöl.

En þegar gryfjan stækkaði, kom reyndar í ljós á litlum kafla í nýja stálinu örþunnt moldarlag og þar yfir svart öskulag, hvort tveggja á milli rauðamalarinnar og hraunsins. Í öskunni fundust kolaðir lyngstönglar. Þetta þunna millilag með jurtaleifum sínum sannar ótvírætt, að þarna hefur þó verið komin lyngtó með þunnum moldarjarðvegi neðarlega í austurbrekku Rauðhóls, áður en Hvaleyrarhraun rann þar yfir. Askan er sennilega úr sama gosi og hraunið, sem yfir henni liggur.

Hellnahraun

Eldra-Hellnahraun (svart), Yngra-Hellnahraun (grátt), Óbrinnihólabruni (ljósgrár) og Kapelluhraun (blátt). Fært inn á nútíma loftmynd.

Hvaleyrarhraun er einna fomlegast hrauna í grennd við Hafnarfjörð, og má vel vera, að það sé elst þeirra allra. En það er helst ellimarka á því, að sjórinn hefur klappað í það nokkurra mannhæða háan bergstall um núverandi sjávarmál, þar sem nú heita Gjögrin sunnan við Hvaleyrarsand.
Ég hef áður getið að nokkru Hafnarfjarðarhrauns, þ.e. hraunsins sem nær út í Hafnarfjörð norðanverðan og kaupstaðurinn stendur að nokkru leyti í. Þetta hraun er auðvelt að rekja til upptaka. Það hefur komið upp í Búrfelli eða Búrfellsgíg skammt norðaustur frá Kaldárseli. Þaðan hafa runnið hraun eitthvað til suðurs og suðvesturs, en þau hverfra skammt frá upptökum undir yngri hraun, og verður eigi vitað, hvert þau hafa komist.

Garðahraun

Í Garðahrauni.

En langveigamesti hraunstraumurinn er Hafnarfjarðarhraun, sem teygist til norðvesturs og nær niður í sjó báðum megin við Álftanes, annars vegar að Lambhúsatjörn, sem er vogur inn úr Skerjafirði, er vogur inn úr Skerjafirði, hins vegar í Hafnarfjörð. Þetta er 12 kílómetra vegur mælt eftir miðjum hraunstraumnum. Minni kvísl úr þessum hraunstraumi hefur runnið sunnan við Setbergshlíð og breiðst þar yfir, sem nú heitir Gráhelluhraun; þaðan hefur hún runnið í mjóum taumi áfram ofan lækjargil og komið saman við meginhraunið aftur niðri á Hörðuvöllum.

Búrfell

Gígur Búrfells.

Í Búrfelli er stór og djúpur gígur, en það er lítið einstakt eldfjall, aðeins 179 m yfir sjó og fáir tugir metra frá rótum. Sennilegast þykir mér, að þar hafi gosið aðeins einu sinni og öll hraunin, sem þaðan hafa runnið, séu því jafngömul, en ekki er þetta óyggjandi, þó að ég ætli nú að gera ráð fyrir því. Hitt er fullvíst, að það sem hér er kallað Hafnarfjarðarhraun, hefur runnið allt í einu lagi.
Reynum nú að gera okkur í hugarlund, hvernig það land leit út, sem Hafnarfjarðarhraun breiddist yfir. Vitaskuld renna hraunflóð æfinlega undan halla og ekki skáhallt, heldur í þá átt sem hallinn er mestur. Það má því t. d. gera ráð fyrir, að hraun, sem lent hefur í árfarvegi, yfirgefi hann ekki úr því, heldur fylgi honum svo langt sem magn þess endist til.

Maríuhellar

Í Maríuhellum.

Nú liggur meginstraumur Hafnarfjarðarhrauns — sá sem lengstan veg hefur runnið frá upptökum — norðvestur á milli Setbergshlíðar og Vífilstaðahlíðar. Þá er varla heldur að efa, að vatn, sem komið hefði upp á sama stað og hraunið, hefði einnig runnið sömu leið.

Kaldá

Kaldárbotnar.

Með þetta í huga er fróðlegt að athuga hinar miklu vatnsuppsprettur skammt frá Búrfelli, þar sem heita Kaldárbotnar. Þar eru upptök Kaldár, eins og nafnið bendir til, og þar er enn fremur hið nýja vatnsból Hafnfirðinga. Kaldá er ólík flestum ám í því, að hún er vatnsmest í upptökunum, en minnkar stöðugt á leið sinni. Hún kemst ekki nema röskan kílómetra frá upptökunum; þá er hún öll sigin í jörð Þessa skömmu leið rennur hún eftir hrauni, sem er ættað úr Búrfelli og virðist helst jafngamalt Hafnarfjarðarhrauni eða með öðrum orðum hluti af því. En einnig í miðri höfuðkvísl Hafnarfjarðarhrauns, hjá Gjáarrétt norðvestur frá Búrfelli, sér í vatn niðri í djúpum gjám, og í því vatni er mjög greinilegur straumur til suðvesturs.

Kaldá

Kaldá – farvegur árinnar fyrrum, áður en Búrfellshraunin runnu.

Áður en Hafnarfjarðarhraun rann, hlýtur allt þetta vatn, sem nú rennur um upptakasvæði þess — bæði ofanjarðar (í Kaldá) og neðanjarðar (í gjám) — að hafa runnið ofanjarðar — sem vatnafall — þá leið, sem hraunið rann síðan. Við getum kallað þetta vatnsfall „Fornu-Kaldá“.  Að líkindum hefur hún verið drjúgum meira vatn en sú Kaldá, sem við þekkjum nú, því að botn hinnar fornu Kaldár lak ekki frá vatninu. Hún rann eftir hraunlausum dal undir Vífilstaðahlíð norður að Vífilsstaðatúni. En hvar rann hún í sjóinn? Hraunið gefur okkur einnig ákveðna bendingu um það: Meginhluti þess féll út í Hafnarfjörð. Og þar sem hraunið er þykkast, þar liggur árfarvegurinn enn undir því.

Kaldá

Kaldá.

Forna-Kaldá hlýtur að hafa runnið í Hafnarfjörð. En þá var fjörðurinn lengri en nú, ekki af því að sjórinn stæði hærra — hann var lækkaður niður að núverandi sjávarmáli, áður en hraunið, rann — heldur styttist fjörðurinn við það, að hraunið fyllti upp í innstu voga hans. Ekki verður vitað með vissu, hvar fjörðurinn endaði. Ef til vill hefur hann náð langleiðina upp að Vífilsstöðum, ef til vill skemmra. Vitaskuld mætti kanna þetta með því að bora gegnum hraunið og finna hvar undirlag þess kemst upp fyrir sjávarmál. Að sjálfsögðu hefur innsti hluti fjarðarins verið grunnur. Hann hefur smám saman verið að fyllast af framburði Fornu-Kaldár. Trúlegt er, að þar hafi verið leirur og mikið útfiri, og ef til vill voru grösugir óshólmar milli árkvíslanna. En nú er þetta allt innsiglað af hrauninu, nema sá leirinn, sem lengst barst út eftir firðinum. Hann stendur út undan hraunbrúninni og þekur þar fjarðarbotninn í þykku lagi. Það leirlag hefur reynst heldur ótraust undirstaða undir hina nýju hafnargarða. Þeir hafa hvað eftir annað sigið og sprungið.

Búrfell

Búrfell.

Af því, sem ég hef nú sagt frá Búrfelli og Hafnarfjarðarhrauni, mætti ætla, að Hafnarfjarðarbæ stafaði nokkur hætta af eldgosum og hraunflóðum: Þá leið, sem hraun hefur áður runnið, gæti hraun runnið aftur! En þessi hætta er miklu minni en ég hef til þessa gefið í skyn: Búrfell, þar sem hraunið kom upp, og stór landspilda hið næsta því öllum megin hefur sigið, eftir að hraunið rann. Hin signa spilda hefur brotnað sundur í rima milli sprungna, sem stefna allar frá norðaustri til suðvesturs. Barmarnir hafa sigið mismikið, svo að stallur er um sumar sprungurnar, eystri barmurinn þá jafnan lægri en hinn vestri, rétt eins og á Almannagjá. Sums staðar eru sprungurnar gínandi gjár, en annars staðar saman klemmdar og koma aðeins fram sem bergveggur. Einn slíkur sigstallur brýtur Hafnarfjarðarhraun um þvert við suðurenda Vífilsstaðahlíðar. Sá er 5—10 m hár og myndi einn sér veita verulegt viðnám nýju hraunflóði. En raunar er sigið meira en nemur hæð þessa stalls.

Búrfell

Misgengi í Helgadal – uppdráttur GK.

Önnur misgengissprunga liggur vestan við Helgadal, sem er sigdalur, og sú klýfur sjálft Búrfell í miðju. Misgengið veldur því, að eystri gígbarmurinn er nú lægri en hinn vestri. En þetta var öfugt, meðan Hafnarfjarðarhraun var að flæða upp úr gígnum. Það rann vestur úr honum, og eru þar mjög fagrar og lærdómsríkar hrauntraðir eftir rennsli þess. Þær nefnast Búrfellsgjá (þótt þær séu raunar engin gjá í venjulegri merkingu) og eru óslitnar um nokkurra kílómmetra veg vestur og norður frá fjallinu. Hraun, sem nú flæddi upp úr Búrfellsgíg, tæki ekki þessa stefnu, heldur rynni austur eða suður af.

Kaldá

Farvegir Kaldár.

Hrakningasögu Kaldár lýkur ekki með uppkomu Hafnarfjarðarhrauns. Það lokaði leið hennar til Hafnarfjarðar, eins og þegar er getið. En það er engan veginn óhugsandi, að hún hafi samt um þúsundir ára eftir allar þær ófarir komist ofanjarðar alla leið til sjávar — og þá fyrir sunnan Hafnarfjörð, litlu innar á ströndinni en þar, sem Straumsbæirnir eru nú. En hvort sem hún hefur nú komist til sjávar eða ekki, þá er fullvíst, að hún hefur um langt skeið náð miklu lengra áleiðis en nú.

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar eru nú nánast óþekkjanlegri frá fyrri tíð vegna gífulegrar efnistöku.

Þá kemur enn upp eldgos, hið síðasta, sem orðið hefur í nágrenni Hafnarfjarðar. Að þessu sinni gaus úr sprungu, sem nú markast af gígaröð með fram Undirhlíðum, langleiðina frá Vatnsskarði til Kaldárbotna. Í syðsta og stærsta gíghólnum skammt frá Krýsuvíkurveginum eru nú stórar malargryfjur. Frá þessari sprungu rann hraun það, sem nú er kallað Bruninn í heild, en efri hlutinn Óbrinnishólabruni og fremsta totan, sem komst alla leið niður í sjó, Kapelluhraun.

Kapelluhraun

Kapelluhraun og nágrenni – fornar leiðir og örnefni.

Þetta hraun nær alla leið norður að Kaldá og hefur bersýnilega ýtt henni eitthvað norður á bóginn. Hún fylgir nú jaðri þess ofan á Búrfells- (eða Hafnarfjarðar-) hrauninu, sem fyrr getur. Vatnið úr Kaldá virðist allt hverfa inn undir þennan hraunjaðar. Ekki er nú annað sennilegra en hinn forni farvegur Kaldár liggi undir Brunanum þar, sem hann er þykkastur, og áfram í átt til sjávar undir hinni tiltölulega mjóu álmu Brunans, sem endar í Kapelluhrauni.

Smyrlabúð

Smyrlabúð – misgengi; uppdráttur GK.

Bruninn (að meðtöldu Kapelluhrauni) er unglegastur að sjá og vafalaust einnig yngstur allra hrauna, sem runnið hafa út í Faxaflóa sunnanverðan. Hann breiddist yfir allan suður- og vesturhluta Hvaleyrarhraunsins, sem fyrr var getið, og féll út í sjó fram af lágu sjávarbergi vestan við Gjögrin og myndaði þar dálítinn tanga út í sjóinn. Ekki hefur sjórinn enn brotið þann tanga að neinu ráði. Í Kjalnesinga sögu er getið hrauns, sem þar er kallað Nýjahraun, og er þar varla öðru til að dreifa en Brunanum. Og í máldaga, sem talinn er vera frá miðri 15. öld, er nafnið Nýjahraun haft alveg ótvírætt um það, sem nú heitir þykir nafnið Nýjahraun (sem nú hefur fyrnst) benda eindregið til, að menn hafi verið sjónarvottar að myndun hraunsins, það hafi ekki runnið fyrr en á landnámsöld eða söguöld. Að vísu hefur engin frásögn um það eldgos varðveist til þessa dags.

Bollar

Tvíbollar.

En annálariturum hefur löngum þótt annað merkilegra til frásagnar en náttúruviðburðir, og þögn þeirra sannar ekkert. Enda er fullvíst, að fleiri eldgos hafa orðið á Reykjanesskaga, löngu eftir að land byggðist, án þess að þeirra sé nokkurs staðar getið í annálum. Hér hlýt ég að enda þetta gloppótta söguágrip, þar sem aðeins stórviðburða er getið, því að síðan Kapelluhraun rann í sjó fram á fyrstu öldum Íslands byggðar, hafa engin þau tíðindi orðið í nágrenni Hafnarfjarðar, er sambærileg séu að mikilfengleika þeim sem nú var sagt frá.“

Heimild:
-Guðmundur Kjartansson, Hraunin kringum Hafnarfjörð. Þjóðviljinn 24. 12. 1954, jólablað, bls. 10-12.
-Náttúrufræðingurinn 19. árg. 1. hefti 1949, Guðmundur Kjartansson, Rauðhóll, bls. 9.-19.

Mygludalir

Búrfell – Kringlóttagjá nær.

Hafnarfjarðarhöfn

Byggð í Hafnarfirði varð til í kringum sjósókn, verslun og siglingar, enda þótti skipalægi sérlega gott í firðinum alla tíð. Bærinn varð snemma á öldum einn helsti verslunar- og hafnarbær landsins og á tímabili var Hafnarfjörður aðal verslunarhöfn á landinu.

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn 2022.

Byggðin stóð við sjóinn og mestallt mannlíf í bænum byggðist á virkni í kringum höfnina. Svæðið við Flensborgarhöfn er staðsett í einum elsta hluta hafnar- og athafnasvæðis, í „hjarta“ bæjarins, og á sér því langa og mikilsverða sögu. Tengsl við sögu og arfleifð er þýðingarmikill þáttur í umhverfi fólks og er því mikilvægt að gera sögunni skil þegar hugað er að framtíðarskipulagi á þessum stað. Hér verður skyggnst í það helsta í sögu og þróun gömlu hafnarinnar og svæðisins við Flensborgarhöfn.

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn – hafskipabryggjan; stálþilið komið.

Hafnarfjörður hefur lengi verið talinn vera ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi, enda er heiti fjarðar og byggðar kennt við höfnina. Englendingar gerðu Hafnarfjörð að bækistöð sinni upp úr aldamótunum 1400, en þá byrjuðu þeir að stunda fiskveiðar og verslun við Ísland.

Flensborgarhöfn
Flensborgarhöfn er innan jarðarmarka Jófríðarstaða, sem upphaflega hétu Ófriðarstaðir.

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn fyrrum. Hvaleyrarlónið var lengi notað til geymslu á skipum, nú er lónið friðað, meðal annars vegna varpstöðva fugla og fuglalífs og er lítið notað. Talsverðar landfyllingar og uppbygging á Suðurhöfninni hafa breytt landslagi mikið við Hafnarfjarðarhöfn. Auk Suðurhafnar er Straumsvíkurhöfn starfrækt í dag og í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 er svæði vestan Straumsvíkur til skoðunar til framtíðarþróunar fyrir höfnina. Á suðursvæðinu er umfangsmikil löndunar- og flutningsþjónusta, þar eru vörugeymslur fyrir frosnar, þurrar og blautar vörur og einnig viðhaldsþjónusta bæði í flotkví og slipp. Á Suðurhöfninni stendur Fiskmarkaðurinn, sem hefur starfað þar í tæp 30 ár (Már Sveinbjörnsson, viðtal 1, 2014; Hafnarfjarðarbær, 2014a).

Með tímanum var Jófríðarstaðalandi skipt upp í nokkur smærri lönd (Katrín Gunnarsdóttir, skv. tölvupósti, 28.3. 2014).

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn 2022.

Fyrsti verslunarstaðurinn í firðinum reis á Háagranda, þar sem nú er norðurhorn smábátahafnarinnar við Óseyrarbryggju. Hann hét Fornubúðir og talið er að Englendingar hafi valið verslunarstaðnum þennan stað eftir að þeir fóru að koma til Hafnarfjarðar snemma á 15. öld, því við grandann var gott skipalægi (Ásgeir Guðmundsson, 1983).
Talið er að þýsku Hansakaupmennirnir hafi reist fyrstu lútersku kirkjuna á Íslandi á svipuðum slóðum. Þýska kirkjan er fyrst nefnd í heimildum 1537, þá sennilega nýbyggð. Kirkjan var tekin niður í kjölfar þess að danskri einokunarverslun var komið á. Álitið er að kirkjan hafi staðið við Óseyri (Sigurður Skúlason, 1933).

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1902.

Þýskir kaupmenn stofnuðu Flensborgarverslun undir lok 18. aldar og reistu verslunarhús við sunnanverðan botn Hafnarfjarðar. Kaupmennirnir voru frá Flensborg í Slésvík og nefndu verslunina eftir heimaborg sinni (Sigurður Skúlason, 1933). Verslunarbyggingin Flensborg stóð á svipuðum slóðum og Íshúsið stendur nú.
Farið var um Illubrekku eða sætt fjöru til að komast fyrir klettinn að Flensborg. Heimild: Byggðasafn Hafnarfjarðar Árið 1877 var gamla verslunarhúsinu breytt í skóla, sem nefndur var Flensborgarskóli. Önnur bygging reis við hliðina á gamla verslunarhúsinu árið 1906 og Flensborgartún var sunnan við húsin. Flensborgarskóli var upphaflega barnaskóli, síðar gagnfræðaskóli og kennaraskóli og einnig var þar heimavist. Gamla verslunarhúsið brann árið 1930, en skólahaldi var haldið áfram í nýrri byggingunni. Flensborgarskóla var fundin ný staðsetning á Hamrinum árið 1937 og lagðist þá skólahald af á þessum stað (Ásgeir Guðmundsson, 1983; Sigurður Skúlason, 1933).

Flensborgarverslun

Flensborgarhöfn

Fyrsta skipsmíðastöð landsins var í Hafnarfirði, athafnamaðurinn Bjarni Sivertsen kom henni upp árið 1805. Talið er að hún hafi verið staðsett á sömu slóðum og slippurinn við Flensborgarhöfn stendur nú. Árið 1918 tók Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar til starfa á sama stað, en flutti sig um set nokkrum árum síðar. Skipasmíðastöðin Dröfn var sett á stofn árið 1941 og hóf upp úr því að byggja skipasmíðastöð og slippinn sem enn stendur við Flensborgarhöfn. Þar fór fram bæði nýsmíði á bátum af ýmsum stærðum og gerðum og einnig bátaviðgerðir (Ásgeir Guðmundsson, 1983; Jón Pálmason, á.á.).

Fyrsti hluti Íshúss Hafnarfjarðar við Flensborgarhöfn reis árið 1918, og byggðist það síðan áfram upp í áföngum. Elsti hlutinn hefur verið rifinn, en núverandi byggingar eru frá því um eða rétt fyrir miðja 20. öld allt fram til 1992, er nýjasta viðbyggingin reis. Upphaflega var þar aðallega fryst beitusíld og geymsla á kjöti. Í gegnum árin hefur ýmis konar starfsemi verið í byggingunum, en lengst af fiskvinnsla (Ásgeir Guðmundsson, 1983; Haraldur Jónsson, viðtal 8, 2014).

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn – smábátahöfnin 2024.

Upphaf smábátahafnarinnar má rekja til ársins 1969 þegar flotbryggja var gerð við Óseyri. Óseyrarbryggja var síðan fullgerð árið 1976 og trillubátabryggja, rampi sem hallaði út í sjó, var byggð 1977. Árið 1989 varð mikil breyting á allri aðstöðu í smábátahöfninni þegar ráðist var í umbætur á henni, höfnin var dýpkuð og settar voru upp flotbryggjur fyrir allt að hundrað báta. Þá fékk smábátahöfnin nafnið Flensborgarhöfn og dró nafn sitt af Flensborgarskólanum, sem áður stóð skammt frá flotbryggjunum (Björn Pétursson & Steinunn Þorsteinsdóttir, 2012).

Hvaleyrarlón

Hvaleyrarlón – bygð smábátaeigenda.

Löng hefð er fyrir smábátaútgerð í Hafnarfirði og þykir aðstaða trillueigenda mjög góð í Flensborgarhöfn frá því henni var komið upp. Grásleppukarlar voru þarna og seldu afurðir sínar beint til viðskiptavina við höfnina. Þeir áttu margir netaskúra skammt frá flotbryggjum sem voru fjarlægðir (Björn Pétursson & Steinunn Þorsteinsdóttir, 2012), en í þeirra stað risu verbúðir um og upp úr miðjum níunda áratugnum. Verbúðirnar voru ætlaðar smábátaeigendum í útgerð, þar var aðstaða fyrir veiðarfæri, beitningu og fleira (Már Sveinbjörnsson, viðtal 1, 2014). Verbúðirnar eru staðsettar á Flensborgarhöfn og hýsa nú lítil fyrirtæki og starfsemi af ýmsum toga.

Þytur

Siglingaklúbburinn Þytur.

Siglingaklúbburinn Þytur fékk lóð sunnan Drafnarslippsins og byggði húsnæði þar, sem var tekið í notkun árið 1999. Þar er bátaskýli, verkstæði og félagsaðstaða klúbbsins (Siglingaklúbburinn Þytur, 2014). Umræða um framtíðaruppbyggingu á Flensborgarhöfn hefur staðið lengi. „Ef vel tekst til getur Flensborgarhöfn orðið perla Hafnarfjarðar“ segir í umfjöllun í Morgunblaðinu árið 1989 og um leið var því sjónarmiði lýst að „Flensborgarhöfn verði staður sem allir Hafnfirðingar og gestir þeirra hafi gaman af að heimsækja“ (Morgunblaðið, 1989). Þetta var um það leyti sem umbætur á smábátahöfninni voru gerðar og hún stækkuð. Síðan hefur umræða haldið áfram og fjöldi frumhugmynda verið unnar fyrir svæðið, ýmist að beiðni bæjaryfirvalda, lóðahafa eða hafnaryfirvalda (Bjarni Reynarsson, 2009;

Heimild:
-https://www.hafnarfjordur.is/media/flensborgarhofn/Soguagrip_Hafnarfj.+Flensborgarhof

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn – í sögulegu samhengi,