Færslur

Rauðshellir

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags, “Rannsóknir fornleifa sumarið 1907” eftir Brynjúlf Jónsson, segir um minjarnar í Helgadal ofan Hafnarfjarðar:

Helgadalur

Helgadalur – vatnsbólið, þurrt í júlí 2021.

“Í sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún um leið, að skammt þaðan héti Helgadalur og skoðaði ég því þann stað, og reyndist þetta var þess getið sæist þar til rústa.
Helgadalur er skammt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur melhól] norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefur runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt sig vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn.

Helgadalur

Helgadalur – tóftasvæði.

Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhliðvegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér aðeins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Ég dró upp mynd af rústinni. [Myndin sú var ekki birt með frásögninni].
Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafi verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nú eru hrauni huldir. Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (Sbr. Árb. fornl.fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskammt þaðan til Hafnarfjarðar.”

Helgadalur

Helgadalur – selsminjarnar.

Brynjúlfur virðist hvorki hafa áttað sig á staðsetningu minjanna með hliðsjón af öðrum selsminjum á Reykjanesskaganum, þ.e. þær eru í góðu skjóli fyrir austanáttinni, og auk þess eru þær við vatnsból fjarri byggðinni við ströndina. Aðstæður er dæmigerðar fyrir selstöðu; grasi gróinn selshúsahóll, gróinn stekkur og grasgróningar umhverfis. Engin ummerki eru eftir garða er gjarnan fylgja bæjarstæðum. Skammt norðar í Helgadal er hlaðinn stekkur ofan við fjárskjól. Fyrirhleðslur eru framan við skjólin, sem einnig eru dæmigerðar fyrir selstöður á þessu svæði.
Selið, sem hefur verið frá Görðum á Álftanesi (það er í fyrrum Garðalandi), hefur verið vel mjög staðsett í upphafi á sínum tíma. Tvennt hefur væntanlega komið til eyðingar þess í framhaldinu. Í fyrsta lagi var það við gömlu Selvogsgötuna (Suðurferðarveginn) milli Hafnarfjarðar og Selvogs um Grindarskörð. Leiðin sú hefur orðið fjölfarnari eftir því sem bæjunum Hafnarfirði og Reykjavík óx fiskur um hrygg. Ekki hefur þótt vænlegt að halda úti selstöðu við svo fjölfarna sumarleið. Vatnsbólið hefur verið mjög eftirsóknarvert, enda fáum öðrum slíkum að dreifa á milli Strandardals og Helgadals, og dalurinn hefur auk þess þótt skjólgóður áningarstaður. Í öðru lagi má telja líklegt að vatn hafi þorrið í dalnum um miðsumar í heitum veðrum, mögulega ítrekað á tilteknu tímabili, líkt og gerst hefur nú í sumar (júlí 2021). Ítrekaðir þurrkað hafa hnúið bóndann á Görðum til að færa selstöðuna af framangreindum ástæðum, þ.e. fjær alfaraleiðinni og að öruggari vatnsöflun við Kaldá neðan Kaldárbotna. Sú selstaða hefur dugað vel um tíma, en fékk hins vegar lítinn frið, líkt og sú fyrri, fyrir ágangi ferðamanna í lok 19. aldar. Sjá má allnokkra umfjöllun um Kaldársel á vefsíðunni.

Helgadalur

Helgadalur – selsminjar.

Leifar selstöðunnar í Helgadal eru greinilega mjög fornar, enda mótar vart fyrir mannvirkjum þar, nema sjá má móta fyrir óvenjustórum stekk, tvískiptum, austan tvískiptra óljósra húsaleifanna, sem væntanlega fela í sér eldhús, búr og baðstofu – ef gaumgæft væri.
Minjarnar eru í landi Garðabæjar þótt skondið sé. Ástæðan er sú að landamerki Hafnarfjarðar og Garðabæjar voru miðuð við gömlu Selvogsgötuna. Hún liggur niður í Helgadal norðan vatnsbólsins, í sveig að vatnsbólinu og síðan upp með hlíðinni austanverðri sunnan tóftanna. Þær eru þó naumlega innan vatnsverndarsvæðis Kaldárbotna, en það ætti þó ekki að takmarka möguleika fornleifafræðinga að skoða þær nánar með t.t. aldurs og nýtingar fyrrum.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 eftir Brynjúlf Jónsson – Helgadalur, bls. 10-11.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Litluborgir

Í nágrenni Helgafells, sem í dag er orðið aðdráttarafl fyrir göngufólk í auknum mæli, er fjölmargt að skoða, s.s. Kaldárbotna, Helgadal, Valaból, Valahnúka, Húsfell, Litluborgir og Gvendarselshæðargígaröðina, svo eitthvað sé nefnt. Flest göngufólkið virðist þó hafa það að markmiði að ganga á fellið, njóta útsýnisins og þramma síðan umhugsunarlaust til baka. Þó eru þeir/þau til er vilja gefa sér tíma og njóta njóta allra dásemdanna, sem fellið hefur upp á bjóða, allt umleikis…

-Kaldárbotnar

Kaldárbotnar

Kaldárbotnar – vatnslindin.

Vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Þaðan liggur aðfærsluæð til bæjarins meðfram Kaldárselvegi um 6 km að lengd, síðan eftir stofnæðum og dreifilögnum sem flestar liggja í götum bæjarins.

Kaldá sprettur fram undar Kaldárhöfða og streymir um 1100 m leið ofanjarðar áður en hún hverfur ofan í gljúpt hraunið. Talið er að hún renni í sjó fram við Straumsvík og hraunin sunnan Hafnarfjarðar.

Fyrstu tildrög að vatnsveitu í bænum munu vera að Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað 1904. Í fyrstu sóttu bæjarbúar vatn í vatnskrana, sem settir voru upp víðs vegar um bæinn. Síðar var farið að leiða vatn í hús.

KaldárbotnarNeysluvatn er leitt til bæjarins frá Kaldárbotnum. Núverandi aðveituæð er frá árinu 1950 og fullnægir hún enn vatnsþörf bæjarins.

Rétt vestan við Búrfellsgíginn, í hrauntröðunum, sem frá honum liggja, er misgengi er nemur um 2 m og snýr eins og hin tvö þ. e. að vesturbarmur sprungunnar er lægri.
Búrfell sjálft er brotið um þvert af misgengissprungu, sem liggur um Helgadal, Kaldárbotna, Gvendarselshæð og Undirhlíðar.

Misgengi þetta er víða (1—8 m og sums staðar 10 m eða þar yfir. Austurhlíð sprungunnar er hér aítur lægri. Það er þessi sprunga, sem Kaldá raunverulega kemur úr. Þetta misgengi er augljóslega yngra en Búrfell og Búrfellshraunið eins og aðalmisgengið um Hjalla.
Það er athyglisvert að um 1,5—2 km sunnan við Kaldárbotna, en þar er vatnsból Hafnarfjarðar, heldur þessi sama sprunga gosið hrauni. Það hraun er hið yngsta þar í grennd.

Sjá meira um Kaldárbotna HÉR  og HÉR.

-Vatnsveitan

Vatnsveitan

Vatnsveitan yfir Lambagjá.

Áberandi mannvirki liggur þvert á Lambagjá vestarlega og er allnokkuð hátt. Þetta eru leifar af undirhleðslu fyrsta vatnsstokksins úr Kaldárbotnum um 1919. Vatninu var fleytt yfir Lambagjána og áfram yfir í Gjáahraunið og Misgengið í Helgadal – Búrfell fjærGráhelluhraun þar sem það rann með undir hrauninu uns það kom upp í Lækjarbotnum. Þótt leiðslan sé löngu aflögð og að mestu horfin má enn sjá undirhleðsluna frá Lækjarbotnum yfir að ofanverðri Sléttuhlíð.
„Fyrr á tímum þegar engin vatnsveita var í Hafnarfirði sótti fólk vatn í Hamarkotslæk. Þessu fylgdi mikil óhollusta vegna óþrifnaðar og sýkingarhættu. Eftir að Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1904 var grafinn brunnur vestan í Jófríðarstaðaholtinu, þar sem svonefnt Kaldadý var. Frá honum voru lagðar pípur um bæinn. Þessi vatnsveita var ein af fyrstu vatnsveitum á landinu. Árið 1908 geisaði taugaveiki upp í Hafnarfirði og töldu menn að rekja mætti orsök hennar til vatnsveitunnar. Þá var hún orðin ófullnægjandi og ákveðið var að leggja vatnsveitu frá Lækjarbotnum þar sem hluti af vatni því sem myndar Hamarkotslæk er. Þar koma lindir framundan hrauninu. Stuttu eftir það komust menn að því að uppsprettan í Lækjarbotnum var ekki næg. Þá fóru menn að huga að því að leggja vatnsæð frá Kaldá til bæjarins. Svo var ákveðið að veita vatni úr Kaldá yfir á aðalrennslissvæði Lækjarbotna til að tryggja Op Níutíumetrahellisinsvatnsveitunni og rafstöð bæjarins nægilegt vatn.

Vatnsveitan

Vatnsveitan yfir Lambagjá.

Vatnið úr Kaldá var leitt mestan hluta leiðarinnar í opinni trérennu. Trérennan var lögð yfir Hjallamisgengið og hraunið en vatninu var síðan sleppt við suðurenda Setbergshlíðar [Setbergshlíð endar við Þverhlíð, hér á því að standa „Sléttuhlíðar“] þar sem hraunið byrjar að falla að Lækjarbotnum í þeirri von um að jarðlög undir hrauninu skiluðu vatninu í Lækjarbotna sem það og gerði eftir nokkra daga. Þegar þetta var ekki fullnægjandi var lögð breiðari pípa. Við þá aukningu höfðu flestar götur bæjarins nægilegt vatn. Það dugði samt ekki lengi því að eftir nokkur ár fór svo aftur að bera á vatnsskorti. Ástæðan fyrir því var m.a. sú að rennan úr Kaldá gekk smá saman úr sér og úreltist og þá minnkaði stöðugt vatnsmagnið sem hún gat flutt. Einnig var þetta vegna þess að þrýstingurinn í vatnsleiðslunum í bænum var ófullnægjandi og náði vatnið þá ekki upp í þau hús sem hæst stóðu.
Þá var ákveðið að leggja vatnsæð úr Kaldárbotnum. Nokkrar endurbætur voru svo gerðar á henni þegar húsum í bænum fór að fjölga. Þegar grunnvatnsyfirborðið fór að lækka ört vegna minnkunar á úrkomu, voru nokkrar holur boraðar við Kaldárbotna og þær tengdar við vantsveituna. Orsakir hinnar miklu vatnsnotkunar í Hafnarfirði voru taldar vera vegna mikils fjölda fiskvinnslustöðva, göllum í gatnakerfi bæjarins, óhóflegrar vatnsnotkunar og vegna skemmda og bilana á heimilislögnum. Árið 1967 rættist svo úr þessu. Vatnsmagnið í vatnsbólinu í Kaldárbotnum jókst vegna aukinnar úrkomu og ýmsar endurbætur voru gerðar á vatnsveitunni.“

Sjá meira um Vatnsveituna úr Kaldárbotnum HÉR og HÉR.

-Helgadalur

Rauðshellir

Helgadalur – Í Rauðshelli.

Helgadalur ofan við Kaldársel var lengi vinsæll staður fyrir skátamót. Strax árið 1938 héldu Hraunbúar Vormót sitt þar en fyrsta Vormótið var haldið í Kaldárseli árið áður.

Kaldársel var einnig vinsæll útilegustaðir og komu skátar t.d. úr Reykjavík oft þangað, ekki síst skátar sr. Friðriks Friðrikssonar í Væringjum.

Síðasta Vormót Hraunbúa var haldið í Helgadal árið 1963. Var svæðið þá skilgreint sem vatnsverndarsvæði og síðar lokað af. Bæjaryfirvöld virðast, í seinni tíð, vera meira annt um að loka af svæðinu en að bæta aðgengi að því.

Göngufólk gengur gjarnan um Helgadal á leið í Valaból – eftir gömlu Selvogsgötunni. Þegar komið er niður í dalinn, þar sem vatnsverndargirðingunni sleppir, má sjá inn í dalinn til hægri; fallega tjörn umlukta runnagróðri og misgengisvegg með mosavaxna Kaldárhnúka í bakgrunni.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Þegar komið er í Helgadal sést vel í ætlað bæjarstæði fornbýlis, sem þar á að vera, í ofanverðri hlíðinni. Ekki er ólíklegt er að þarna sé komið bæjarstæði það sem lengi hefur verið leitað að og heimildir kveða á um. Á landnámsmaður að hafa byggt sér bæ í Helgadal, en þrátt fyrir leitir hafa leifar hans ekki fundist. Hér gæti einnig verið um hina fornu Skúlastaði að ræða, en þeir eiga skv. sögunni að vera næstelsta bæjarstæði norrænna manna hér á landi. Við þetta ætlaða bæjarstæði liggur gömul þjóðleið. Fróðlegt væri að fá við tækifæri áhugasaman fræðing til að kíkja á aðstæður þarna.
Framangreint eru nú einungis vangaveltur um hugsanlega möguleika því ekki er vitað til þess að svæðið eða þessi staður í Helgadal hafi verið skoðaður sérstaklega m.t.t. þessa.
Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um „Rannsóknir fornleifa sumarið 1907“; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal.
„Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Sculastatun; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þenna stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið.
Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þennan stað, og fór eg þangað í sumar…

Sjá meira um Helgadal og Helgardalshella HÉR, HÉR og HÉR.

-Valaból

Valaból

Valaból.

Þegar við erum vel hálfnuð með gönguna komum við að trjálundi nokkrum, þokkalega stórum. Er það Valaból. Hefur það stundum verið nefnt fyrsta farfuglaheimili okkar Íslendingar. Farfuglar hófu þarna uppbyggingu fyrir miðja síðustu öld. Fyrst var reyndar staðurinn kallaður Músarhellir. Þar var hellisskúti sem Farfuglar mokuðu út úr. Þeir girtu svo af svæðið og hófu þar ræktun með þessum líka góða árangri. Í dag er bólið orðið af fallegum gróðurreit í annars gróðursnauðu umhverfi.

Sjá meira um Valaból HÉR.

-Valahnúkar

Valahnúkar eru taldir hafa myndast í gosi fyrir um 120 þúsund árum. Nafngiftin gæti verið komin af nafni Fálka sem eru stundum kallaðir valir. Undanfarin ár hafa hrafnar haft laupi í hnúkunum.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

Sagan segir að „einu sinni hafa nátttröllafjölskylda búið í Kerlingarhnúk sunnan við Kerlingarskarð, en Tröllapabbi norðan við Kerlingargil og er þá Lönguhlíðahorn á millum. Stórkonusteinar eru norður undir Lönguhlíðarhorni. Sögn er af tilvist þeirra, en hún verður ekki rakin hér. Eitt sinn að vetri þegar dagurinn var stystur ákvað fjölskyldan í Kerlingarhnúk að leggja land undir fót og sækja sér hval til Hafnarfjarðar en sá hafði rekið á Hvaleyri. Þetta var löngu áður en mennskir höfðu sest að hér. Lögðu tröllin; móðir, faðir, dóttir og stálpaður sonur þegar af stað er sólin hafði skriðið undir ysta hafflöt Faxaflóans. Hundur þeirra fylgdi fast á eftir. Þau töfðust á leiðinni eftir að hafa færst um of í fang. Þegar fjölskyldan kom upp á Valahnúka kom sólin upp í Kerlingarskarði og þau urðu umsvifalaust að steini – þar sem þau eru enn þann dag í dag.“

Sjá meira um tröllin á Valahnúkum HÉR

-Litluborgir

Litluborgir

Litluborgir.

Borgirnar eru í Þríhnúkahrauni í jaðri Tvíbollahrauns. Austar er Húsfellsbruninn. Allt hafa þetta verið mikil hraun. Húsfellsbruni er að mestu apalhraun, en Þríhnúkahraun og Tvíbollahraun eru helluhraun. Síðastnefnda hraunið mun hafa runnið um 950. Sjá má gígana austan við Kerlingarskarðið þarna fyrir ofan. Megi ngígurinn er einstaklega fallegur og utan í honum eru tveir minni. Mikil hrauntröð liggur niður frá gígunum og víða eru smáhellar. Vatn hefur verð þarna í dalverpi ofan við Helgafell (Helgafell er frá því fyrir meira en 12.000 árum síðan). Þegar hraunið rann þunnfljótandi niður í vatnið mynduðust borgirnar. Líkt og annars staðar þegar þunnfljótandi hraunið rennur yfir vatn mynduðust gervigígarnir.

Litluborgir

Litluborgir – Gervigígur.

Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig: Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sökum hitamismunar þess og yfirborðsvatns gufar allt yfirborðsvatn upp. Eingöngu verður eftir það vatn sem geymt er í jarðveginum því það kemst ekki í beina snertingu við hraunið.

Sjá meira um Litluborgir HÉR.

-Helgafell

Helgafell

Helgafell.

Helgafell ofanvið Hafnarfjörð er 340 m hátt. Ein sjö samnefnd fell eru til í landinu; þetta suðaustur af Hafnarfirði, ofan Kaldárbotna, klettótt og bratt á flesta vegu, í Mosfellssveit, fjall og bær sem sama nafni, á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan (einnig samnefndur kirkjustaður), hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar, fell í Strandasýslu vestan Hrútafjarðar, í Þistilfjarðarfjallgarði norðaustan Öxarfjarðarheiðar og í Vestmannaeyjum.
Ýmsar leiðir liggja um Helgafell. Auðveldasta uppgangan er að norðvestanverðu. Efst á vestanverðu fellinu er móbergskletturinn “Riddari” og neðan hans til suðvesturs er klettaborg; “Kastali”.
Hugsanlega er nafnið “Riddarinn” tengt lögun þessara fjalla, en þau eru að minnsta kosti sum hver regluleg eða heilleg að útliti. Af einhverjum ástæðum var talin helgi á Helgafelli á Snæfellsnesi. Nú er og helgiblær á Helgafellinu ofan við Hafnarfjörð eftir að fólk frá KFUMogK í Kaldárseli reisti trékross á Kaldárhnúkum vestari.

Helgafell

Helgafell – krossinn.

„Orðið helgur er samandregin mynd úr heilagur, sem er skylt orðinu heill. Örnefni með Helga- að fyrra lið geta einnig verið dregin af mannsnafninu Helgi. Nafnið Helgafell gæti vísað til helgi á fjallinu til forna. Þar uppi er varða. Vísir menn á borð við Þórarinn Þórarinsson arkitekt hafa tengt saman vörður á fjöllum í nágrenni Reykjavíkur á kort, t.d. á Helgafelli, Ásfelli og Sandfelli, og fundið líkindi til þessa að þær hafi markað tímatal eftir gangi sólar. Gæti því verið að fjall eins og Helgafell hafi notið sérstaks álits í heiðnum sið? Enn aðrir segja að á Helgafelli kunni að vera grafinn Hinn heilagi bikar.

Sjá meira um Helgafell HÉR.

-Gvendaselshæðargígar

Gvendarselshæðargígar

Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

Undirhlíðarnar eru framhald af Sveifluhálsinum til norðurs, ef svo má segja. Nyrsti hluti þeirra að austanverðu nefnast Gvendarselshæðir og Gvendarselshæðargígar norðan þeirra. Þeir eru stórbrotnir þar sem þeir liggja á sprungurein austan með hæðinni og út frá henni til norðausturs. Gvendarsel er í ofanverðum Bakhlíðum.
Gvendaselsgígar kallast hraungígar á stuttri gossprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendarselshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annarsvegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hinsvegar í hraunfossi norður yfir Undirhlíðar þar sem þær liggja lægst.
Gatið svonefnda í suðvestanverðu Helgafelli er til komið vegna ágangs vatns og vinda í kjölfar yfirgangs ísaldarjökulsins. Þar er niðurgönguleið, ef varlega er farið.

Sjá meira um Gvendarselshæðargíga HÉR.

-Kaldársel

Kaldársel

Kaldársel.

Elstu heimild um Kaldársel er líklega að finna í Jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703. Þar segir í sambandi við lýsingu Garða á Álftanesi: “Selstöð á staðurinn þar sem heitir við Kaldá, þar eru bæði hagar og vatnsból gott”. Þetta telur Jarðabókin ein af hlunnindum Garðastaðar og er augljóst að staðurinn hafi átt landið, eða allt þar til Hafnarfjarðarbær kaupir það árið 1912. Garðar höfðu einnig um tíma selstöðu í Selgjá og jafnvel neðst í Búrfellsgjá. Ummerki þess má sjá enn í dag.
Þótt Kaldársel hafi um aldir verið eign Garðakirkju, ásamt miklu landflæmi til suðurs, austurs og norðurs frá Kaldárseli, er fátt heimilda um selfarir Garðapresta við Kaldá. Seltættur má finna í nágrenninu, s.s. í Helgadal. Hitt er vitað, að þar var haft í seli frá Hvaleyri á síðasta fjórðungi síðustu aldar (skrifað 1968), en leiguselstöð hlýtur það að hafa verið, þar eð elstu landamerki, sem vitað er um, liggja í a.m.k. eins km vegalengd vestur frá Kaldárseli. Meðan selfarir voru mikið tíðkaðar, urðu landlitlir bændur oft að fá leigt land eða skipta á hlunnindum undir sel sín hjá landríkari bændum, svo að einsdæmi hefði það ekki verið, þótt Hvaleyrarbóndinn leigði selstöð í Garðakirkjulandi.

Sjá meira um Kaldársel HÉR.

-Kaldárhraun

Helgafellshraun

Hraunin ofan Helgafells – Jón Jónsson.

Kaldárhraun og Gjárnar í Hafnarfirði voru friðlýst sem náttúruvætti árið 2009. Markmið með friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjánna er að vernda helluhraunsmyndun og fagrar klettamyndanir í vestari hrauntröðinni frá hinni kunnu eldstöð Búrfelli.
Kaldárhraun er heillegt og óraskað helluhraun á vinsælu útivistarsvæði við Helgafell, en upptök hraunsins eru í gígum austan við norðurenda Gvendarselshæðar. Kaldárhraun er eitt síðasta dæmið um heillegt og óraskað helluhraun í landi Hafnarfjarðar og er fræðslu- og útivistargildi svæðisins metið hátt. Á svæðinu eru fornminjar sem tengjast selbúskap, m.a. gömul gata, Kaldárstígur. Stærð hins friðlýsta svæðis er 207,1 ha.

Sjá meira um hraunin í kringum Helgafell HÉR.

Heimildir m.a.:
-https://vatnsidnadur.net/2019/09/13/kaldarbotnar-vatnsbol-hafnarfjardar/
-https://www.hafnarfjordur.is/media/uppland/GreinargerdKaldarselKaldarbotnarGjarnar.pdf
-https://timarit.is/page/4262872?iabr=on#page/n33/mode/2up/search/kald%C3%A1rbotnar
-https://www.fjardarfrettir.is/ljosmyndir/thegar-skatamot-voru-haldin-helgadal
-https://ratleikur.fjardarfrettir.is/13-valahnukar-troll/

Litluborgir

Hraunmyndanir í Litluborgum.

Selvogsgata

Í “Svæðisskráningu fyrir Hafnarfjörð 1989” er m.a. fjallað um Kerlingarskarðsveg, Grindaskarðsveg, tóftina í Helgadal og hellana í Setbergs- og Hamarskotsseli:

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur

Kerlingarskarðsvegur.

“Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafninu Grindarskarða- eða Kerlingarskarðsvegur. …Frá Hafnarfirði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krýsuvíkur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft, norðvesturtagl Gráhelluhrans. Að því slepptu er komið á moldargötur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst allstórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur, Þegar Setbergshlíðar þrýtur, er farið yfir þar, sem hraunið hefur hellst fram, norðan Klifaholta, og heitir þá Smyrlahraun þar efra. Hraun þessi munu mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt of vildi gólfið blotna, þegar fé kom brynjað inn. Skal nú haldið áfram ferðinni. Þegar upp á hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlarbúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið kringum, á hægri hönd. Fyrst er Sléttuhlíð, þá Smalaskáli ofar og austar. Þegar brunann þrýtur, til vinstri, er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð. …Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreiðfært klaparhraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppssprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár. [Þar er Helgadalsrúst.] …Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Valahnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norðan af Helgafelli. …Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali, Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfells, sem fyrr er getið. …Þegar haldið er upp frá Myngludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Eftir um þriggja stundarfjórðunga lestargang, er farið er yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr braunanum, og eru þar Kaplatór.

Selvogsgata

Grindarskarðsgata á Hellum.

…Frá efri Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í helluna af aldarumferð. …Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, uns upp er komið á Kerlingarskarð. Allbratt er upp að fara, einkum neðst og efst.

Kerlingarskarð

Tóft brennisteinsvinnslumanna undir Kerlingarskarði,

Þegar komið er undir efstu brekkuna er dalverpi lítið í fjallið norðan götu. Þar sést enn kofarúst, leifar af skýli, sem byggt var í tíð brennisteinsvinnslunnar í Brennisteinsfjöllum, og var “sæluhús” þeirra, sem fluttu brennisteininn á hestum til Hafnarfjarðar. Vegur sá, sem nú um langt árabil hefur verið farinn þarna yfir fjallið, liggur um Kerlingarskarð. Annar slóði er nokkru norðar og var nefndur Grindaskarðsvegur.

Mygludalir

Mygludalir.

Fyrir löngu mun vera hætt að fara þann veg nema helst lausgangandi menn að vetri til, ef harðfenni var mikið í brún Kerlingaskarðs, því að þar eru hærri og skarpari brúnir en á nyrðri slóðinni. …Hæsti hryggur fjallsins er mjór, og fer rétt strax að halla austur af, en ekki er það unfanhald langt, svo sem hálfrar stundar gangur, þar til landið liggur jafnhátt, og nær það að Hvalhnjúk og Ásum. Á háfjallinu norðan vegar er Stórkonugjá. Er það harungjá mikil, sem hraun hefur runnið efir frá gömlum eldgíg þar uppi. Austur af Stórkonugjá, skammt fyrir norðan veginn, er [Kóngsfell]. Þar komu saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu. Þegar komið er austur að fjallshryggnum er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna, og skiptast þar leiðir, liggur austasta leiðin til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, en sú þriða, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð. …”

Grindaskarðsvegur

Grindarskörð

Grindarskarðsvegur.

“Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafni Grindarskarðs- eða Kerlingarskarðsvegur. Frá Hafnarfirfði, upp á móts við Lækjarbotna, er aðalleið Krýsuvíkur farin. Þegar í Lækjarbotna kemur, er farið yfir mjótt hraunhaft, norðvesturtagl Gráhelluhrauns. Að því slepptu er komið á mordargötur, með Gráhelluhrauni að norðan, en til vinstri handar fyrst allstórt melholt, sem Svínholt heitir. Milli þess og Setbergshlíðar liggur dalur til norðurs og heitir Oddsmýrardalur. Þegar Setbergshlíðar þrýtur, er farið yfir þar, sem hraunið hefur hellst fram, norðan Klifholta, og heitir þá Smyrlahraun þar efra. Hraun þessi munu mest úr Búrfelli runnin. Ofarlega í hraunbelti því, sem +áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárbólk frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt og vildi gólfið blotna, þegar féð kom brynjað niður. Skal nú haldið áfram ferðinni. þegar upp á hraunbeltið kemur, sem umgetnir hellar eru í, er aftur komið á moldargötur, og er þá Smyrlarbúðarhraun til vinstri, en Klifsholtin, nokkrir smáásar, sem hraunið hefur runnið í kringum, á hægri hönd. Fyrst er [Sléttahlíð], þá Smalaskáli ofar og austar. Þegar brunann þrýtur, til vinstri er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri; að austan eru brattar skriður, en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð.

Setbergsselshellir

Í Setbergshelli.

…Við suðurenda Smyrlabúðar þrýtur Klifsholt og tekur við allgreiðfært klappahraun, þar til í Helgadal kemur, en það er smádalur með uppsprettuvatni, enda skammt frá upptökum Kaldár. …Þegar upp úr Helgadal kemur, taka við sléttar melgötur að Valahnjúkum, sem eru tindóttir móbergshnjúkar norður af Helgafelli. …Þegar Valahnjúkum sleppir, er skammt í Mygludali. Liggja þeir undir suðvesturbrún Húsfellsbruna. Þaðan er skammt til Búrfells, sem fyrr er getið. …Þegar haldið er upp úr Mygludölum, er lagt á hraun, sem nær óslitið upp að fjalli. Rftir um þriggja stundarfjórðunga lestargang, er farið yfir norðurtögl á tveimur melöldum, sem standa upp úr brunanum, og eru það Kaplatór. …Frá Efri-Kaplató upp að fjalli liggur vegurinn mestmegnis um sléttar hraunhellur, og er sá kafli hraunsins nefndur Hellur. Má þar víða sjá djúpar götur sorfnar ofan í helluna af aldarumferð. …Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, uns upp er komið [norðan Konungsfells. Þaðan er vegurinn varðaður niður að Litla-Kóngsfelli og áfram niður í Strandardal]…

Helgadalur – tóft

Helgadalur

Helgadalstóftin – uppdráttur ÓSÁ.

“Tóft eru í dal sem heitir Helgadalur og er skammt frá Skúlatúni, sjá garð, og liggur Grindarskarðsvegur um dalinn hjá rústinni. Ekki [er] ljóst í landi hvaða jarðar þessi dalur er en þetta er ekki langt frá Hafnarfirði. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. En hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhlið suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni [má] sjá ógjörla dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér aðeins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverju frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið.”

Hamarkotssel – Setbergssel – Ketshellir/Kershellir/Kjötshellir

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

“Selstöðu eigna nokkrir jörðinni í Garðakirkjulandi ar nærri sem heitir Sléttahlíð hjá helli nokkrum og skulu þar kallast enn í dag Hamarskotssel.” “Í Sléttuhlíð var Hamarskotssel hjá helli skammt upp í hrauni, nefnt á hellum.”
“Selstöðu á jörðin [Setberg] þar sem heitir Kietsheller, eru þar hagar góðir, en vatnsból ekkert nema í gjá, sem sólhiti bræðir.” “Úr Gráhellur liggur línan í Setbergssel. …Landamerkjalínan liggur í Markavörðu á Selhellinum, því undir vörðunni er þessi hellir, og honum mun hafa verið skipt milli Setbergs og Hamarskots. Ketshellirinn liggur örlítið hærra, og er [þar] líka að finna seljarústir og selgerði, og meira er hér um rústir. Ketshellirinn er jarðfall, 20 metra að ummáli, nær hringlaga. Hann er stór og rúmgóður, hátt undir loft. Austur og upp úr honum er afhellir, nefnist hann síðan um 1910 Hvatshellir.” “Ofarlega í hraunbelti því, sem áður getur og yfir er farið, áður en upp á móts við Klifsholt kemur, er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárskjól frá Setbergi, meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeist mest stunduð…” “Upp í grasivöxnu holti við jaðar Gráhelluhrauns.” …þar til kemur að Hánefi, innst í hlíðinni og héðan liggur gatan í selið. Þessi staður er reyndar einnig kallaður Ketshellir, Kershellir og Kjötshellir.” “Um 20 m langur og 3-4m breiður hellir með bogadregnu þaki. Lofthæð í miðjum helli/göngunum 1.6-2.2m. Í miðjum hellinum hefur verið hlaðið skilrúm. Op er í báðum endum og hefur verið hlaðið upp í þau til að þrengja þau.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Op vesturenda er um 2m breitt að neðan en mjókkar upp í 1.1m að ofan. Hæð er um 2.1-2.2m. Aðdragandinn að inngani er nokkuð brattur. Og austurenda er um 1.3 að neðan en 80cm að ofan. Hæð er 195. Aðdragandi að inngangi er nokkuð brattur. Mikil sauðaskán er á gólfi þó mun meira austan skilrúmsins þar sem hæðarmismunur er um 30cm. Heðsla í A enda er S laga og myndar e.k. göng eða skjólgarð utan við sjálft opið. Hleðslan er um 7m löng. Þar sem nú er hæst er hún 180cm en lækkar í 70cm. Ofan á þessa hleðslu hafa verið lagðar nokkrar stórar hellur sem mynda þak milli hleðslu og hellis. Hleðsla í V enda myndaði um 90° horn, þ.e. að hluta til göng eins í hellinn og að hluta til að loka hellismunnanum. Hæð nú 120[cm] en hæð hellismunnans er 180[cm]. Breidd 290-300cm, lengd (í inngangi) 240 cm. Skilrúm er 370[cm] breitt. Hæð eins og hún er nú austan megin 120cm og niður í 73cm. Grunnur hellisins er örlítið bogadreginn til suðurs. Elísabet Reykdal segir að þessi hellir hafi alltaf verið kallaður Kjetshellir, en Gísli Sigurðsson kallar han Selhelli, en segir Kjetshelli vera helli skammt frá sem Elísabet kveður heita Hvatshelli. Hellinum var skipt milli Setbergs og Hamarskots.”

Sjá meira um hellana HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 274-276.
-Árbók 1993-48, 96-99.
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 276-277.
-Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1989, bls. 278.
-Árbók 1908, 10-11.
-JÁM III, 174-175; Ö-Garðakirkjuland, 5.
-Þjóðminjaskráning í Hafnarfirði, 72.
-Árbók 1943-48, 96.

Grindaskarðsvegur

Grindarskarðs- og Kerlingaskarðsvegir.

Helgadalur

Búrfell upp af Hafnarfirði er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Gígurinn er aðeins einn og rís 180 m y.s., hlaðinn úr gjalli og hraunkleprum. Hraunið frá honum nefnist einu nafni Búrfellshraun en einstakir hlutar þess hafa sérnöfn;

Helgadalur

Helgadalshellar – uppdráttur ÓSÁ.

•Smyrlabúðarhraun
•Gráhelluhraun
•Lækjarbotnahraun
•Urriðakotshraun
•Hafnarfjarðarhraun
•Garðahraun
•Gálgahraun

Þrjár stórar hrauntungur hafa runnið frá Búrfelli til sjávar.
1. Sú stærsta fór niður með Vífilsstaðahlíð og náði í sjó bæði í Hafnarfirði og við Arnarnesvog.
2. Önnur tunga rann í átt að Kaldárbotnum og síðan niður hjá Ásfjalli og í sjó við Hamarinn í Hafnarfirði.
3. Þriðja hrauntungan rann suður fyrir Kaldárbotna og til sjávar í Straumsvík. Hún er nú að mestu hulin yngri hraunum.

Helgadalur

Í Helgadalshellum.

Þegar hraunið rann stóð sjór um 10 m lægra við landið en hann gerir nú. Mörg hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ standa á Búrfellshrauni.

Sprungur og misgengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið sem nær allt frá Elliðavatni að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu NA-SV sem teygir sig frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell.

Hraunið er talið um 24 km2 að flatarmáli en um þriðjungur þess er hulinn yngri hraunum. Rúmmálið er um 0,5 km3. Það er um 8000 ára og með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu.

Hrauntjarnir og -traðir mynduðust í hrauninu meðan á gosi stóð. Þær stærstu nefnast Búrfellsgjá og Selgjá. Þessar gjár eru af allt öðrum toga en gjárnar sem þverskera hraunið í grennd við Hjallamisgengið. Hrauntjarnir mynduðust t.d. í Kringlótturgjá og í Gjánum við Kaldársel, en hraunið, Helgadalshraun / Kaldárhraun, rann úr þeim, bæði neðanjarðar er mynduðu hraunrásir er síðan urðu að hellum líkt og sjá má í Helgadal. Stærstu hrauntraðirnar, auk Búrfellsgjár og Selgjár, eru Lambagjá og Vesturgjá.

Margir hraunhellar, auk hellanna í Helgadal, eru í Búrfellshrauni. Lengstur er Selgjárhellir (Skátahellir) yfir 200 m langur, en þekktastir eru Maríuhellar við veginn upp í Heiðmörk.

Hér má sjá MYNDIR úr Helgadalshellunum.

Helgadalur

Helgadalshellar – uppdráttur ÓSÁ.

Helgadalur

Fornleifar í Skúlatúni og í Helgadal
heimildir og tillaga um rannsókn

Skúlatún

Skúlatún

Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um “Rannsóknir fornleifa sumarið 1907”; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal. ÓSÁ tók saman.

Helgadalur

Helgadalur

“Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Sculastatun; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þenna stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.

Helgadalur

Helgadalur.

Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) alt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlið og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar [Gvendarselshæð], og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar eð hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn.

Helgadalur

Helgadalur.

Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans, og hygg eg hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum á Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu. Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djup með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum. Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér hefir verið bær og tún. Og þá virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.”

Helgadalur

Tóftir í Helgadal. Vel sést móta fyrir skála v.m. á myndinni.

Þá fjallar Brynjúlfur um minjarnar í Helgadal:

“Í sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta var þess getið sæist þar til rústa. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur hóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni.

Helgadalur

Helgadalur – tóft – skissa.

En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt síg vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhlið-vegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafl verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nu eru hrauni huldir. Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (sbr. Árb. fornl.-fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.”

Í dag, árið 2011, mótar ekki fyrir húsum í Skúlatúni. Þar með er ekki sagt að þar kunni ekki að leynast hús, einkum austast í túninu. Í Helgadal sér fyrir 9 m löngum skála sem og þremur öðrum byggingum.

Skúlatún

Ungar í hreiðri í Skúlatúni.

Líklegt má telja að í dalnum hafi verið tímabundin búseta kúabúskapar yfir sumartímann allt frá fyrstu tíð búsetu hér á landi, líkt og sá má við sambærilegar aðstæður við Urriðavatn. Við uppgröft þar mætti eflaust finna þar skálann, fjós og jafnvel fleiri byggingar. Líklegt má telja að minjar við Rauðshelli tengist Helgadalstóftunum.

Lagt er til að kannað verði hvort mannvistarleifar leynist í Skúlatúni og að könnunarrannsókn fari fram á tóftunum í Helgadal með það að markmiði að leggja að heildstæðum fornleifauppgrefti á staðnum.
Ef niðurstaðan verður skv. væntingum ætti að verða auðvelt að ganga þannig frá mannvistarleifunum í Helgadal að áhugasamt göngufólk um sögu og menningu svæðisins eigi auðveldan aðgang að því.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1908, Brynjúlfur Jónnsson; Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 eftir Brynjúlf Jónsson. Í Gullbringusýslu. II Skúlatún, bls. 9-11.
-Þorvaldur Thoroddsen. Ferðabók I (ferð 1883). Kaupmannahöfn 1913.
-Þorvaldur Thoroddsen. Lýsing Íslands II. Kaupmannahöfn 1911.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell að handan.

Helgadalur

Hraunbúar héldu 20. vormót sitt í Helgadal árið 1959. Þess er getið í Alþýðublaði Hafnarfjarðar sama ár undir fyrirsögninni:
skatar i helgadal 1954“Um 700 skátar frá Hafnarfirði og nágranna bæjum komu til mótsins. Meðal gesta voru Forseti Íslands og biskup”.
“Skátar hafa haft það fyrir sið, að halda vormót á ári hverju. Í flestum tilfellum hafa mót þessi verið haldinn í Helgadal, enda hefur sá staður gefizt hafnfirzkum skátum bezt. Vormótin hafa jafnan verið eitt aðal tilhlökkunarefni skátanna í Hraunbúum, enda eina útilega margra þeirra. Mótið, sem nú var haldið, var það 20. í röðinni. Í tilefni þess var sérstaklega til þess vandað, og á bak við það lá mikil vinna, sem leyst var af hendi af áhuga og fórnfýsi. Forsetahjónin og biskup Íslands voru gestir mótsins.
Mótið hófst föstudaginn 29. maí og stóð yfir til kl. 6 á sunnudag. Mikið fjölmenni var saman komið í Helgadal og þar var glatt á hjalla. Samtals munu yfir 700 skátar hafa komið til mótsins. Fjöldi aðkomuskáta frá nágrannabæjum og þorpum heimsótti hafnfirzku félagana dg höfðu meðferðis ýmis skemmtiatriði.
skatar í helgadal 1959-321Það var ánægjulegt að horfa yfir Helgadalinn á laugardagskvöldið. Skipulega niðursett tjaldborgin huldi dalbotninn að mestu, en Upp í hlíðinni logaði varðeldurinn. Allt um kring sat hin fjölmenna skátaþyrping og þaðan bárust glaðværir skátasöngvarnir og „heija” hrópin út yfir hraunbreiðuna.
Kl. 2 á sunnudaginn heimsóttu forsetahjónin og biskup Íslands mótið. Flutti biskup messu þar í dalnum, en á eftir var gestunum boðið til tedrykkju í veitingatjaldi skátanna. Forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson, ávarpaði síðan skátana og árnaði þeim heilla í störfum. Var heimsókn þessi hin ánægjulegasta og skátunum til uppörfunar og gleði. Veður var sæmilegt meðan á mótinu stóð. Þó rigndi dálítið á sunnudaginn, en fjölmennið hélzt þó allt til mótsloka.
Mótinu lauk kl. 6 sd. og hafði í alla staði heppnast vel og verið skátunum til ánægju og sóma.”

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 18. árg. 1959, bls. 6

Helgadalur

Helgadalur.

Helgadalur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1908 skrifar Brynjúlfur Jónsson m.a. um Skúlatún og tóftir í Helgadal undir fyrirsögninni “Rannsóknir fornleifa sumarið 1907”:

Skúlatún
skulatun-221Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Skúlastaðatún; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.
Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) alt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djup með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðast hvar vex töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum. Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér heflr verið bær og tún. Og þá virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.

Helgadalur
helgadalur-221Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur melhóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhliðvegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Eústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.
Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafl verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nu eru hrauni huldir. Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (Sbr. Árb. fornl.- fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.”

Garðaflatir
gardaflatir-223Í Gráskinnu hinni meiri lýsir Friðrik Bjarnason Garðaflötum. Hann segir að svo sé sagt “að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi veri flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður”.
Einnig segir: “Maður

nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsaði hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varist svefni. Hann dreymir, að maður tígulegur kemur til hans og segir: “Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur”. Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýmis merki má sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma”.
Auk sagnanna er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”.
Engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast.”

Heimildir:
-Árbók Hins íslenka forleifafélags, 23. árg. 1908, bls. 9-11.
-Gráskinna hin meiri.

Helgadalur

Tóftir í Helgadal (lengst til hægri).

Helgafell

Í Árbókinni 1908 fjallar Brynjúlfur Jónsson um “Rannsóknir fornleifa sumarið 1907”; annars vegar í Gullbringusýslu og hins vegar í Skúlatúni. Þar fjallar hann bæði um tóftir í Skúlatúni og í Helgadal.
Helgadalur-23“Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Sculastatun; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þenna stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið.
Helgadalur-24Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.
Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleifarvatn (inn frá Krýsuvík) alt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlið og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar [Gvendarselshæð], og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar eð hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn. Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans, og hygg eg hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum á Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu.
Gvendarsel-21Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djup með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil.
Raudshellir-21Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum. Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér heflr verið bær og tún. Og þá virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.”

Helgadalur-26

Helgadalur – uppdráttur ÓSÁ.

Þá fjallar Brynjúlfur um minjarnar í Helgadal: “Í sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta var þess getið sæist þar til rústa. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur hóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt síg vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhliðvegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.
HelgadalurHraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafl verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nu eru hrauni huldir.

Skúlatún

Skúlatún.

Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (sbr. Árb. fornl.-fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.”
Í dag, árið 2011, mótar ekki fyrir húsum í Skúlatúni. Þar með er ekki sagt að þar kunni ekki að leynast hús, einkum austast í túninu. Í Helgadal sér fyrir 9 m löngum skála sem og þremur öðrum byggingum. Líklegt má telja að í dalnum hafi verið tímabundin búseta kúabúskapar yfir sumartímann allt frá fyrstu tíð búsetu hér á landi, líkt og sá má við sambærilegar aðstæður við Urriðavatn. Við uppgröft þar mætti eflaust finna þar skálann, fjós og jafnvel fleiri byggingar. Líklegt má telja að minjar við Rauðshelli tengist Helgadalstóftunum. ”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1908, Brynjúlfur Jónsson; Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 eftir Brynjúlf Jónsson. Í Gullbringusýslu. II Skúlatún, bls. 9-11.

Helgadalur

Helgadalur.

Helgadalur

Löngum hafa menn talið að fornar rústir kynnu að leynast í Skúlatúni og í Helgadal ofan við Hafnarfjörð. Fáir vita hins vegar hvar rústirnar eru. Enn færri vita um rústir undir Leirdalshöfða, í Fagradal og við Garðaflatir, jarðlæga garða í Breiðdal eða stekkjarmynd við Rauðshelli. Allt myndar þetta samfellda búsetuheild er gæti verið frá því áður en Hellnahraunið-yngra rann um 950, eða allt frá fyrstu árum landnáms hér á landi.

Helgafell

Skúlatún og Helgafell.

Í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1908 ritar Brynjúlfur Jónsson um rústirnar í Skúlatúni og Helgadal undir heitinu “Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 – Gullbringusýsla”. Um Skúlatún skrifar hann eftirfarandi:
“Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33 – 34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, – þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, – sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Skúlastaðatún; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þennan stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti með ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell að handan.

Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) allt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Norð-vesturhliðin á ásahrygg þessum kallast Undirhlíðar, liggur inn með þeim forn vegur, er kemur saman við Hafnarfjarðarveginn gamla milli Elliðavatns og Lækjarbotns. Þar hét Tröllabotn og var áfangastaður áður en bær var gjör í Lækjarbotni.

Skúlatún

Skúlatún.

Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlíð og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar, og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar er hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn. Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans og hygg ég hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum í Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu.
Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djúp með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 faðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á hornum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, þvílíkt þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingaleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfrum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin.

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann huldinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi á þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var í þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að fær sig upp eftir hólnum.
Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir sig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér hefir verið bær og tún. Og þá virðist nafnið “Skúlatún”, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.”
Hér er Brynjúlfur að lýsa hugsanlegum mannvirkjum frá því fyrir árið 950. Ekki er ólíklegt að mögulegar minjar í Skúlatúni tengist minjum sunnan við Leirdalshöfða, jarðlægum vegghleðslum í vestanverðum Breiðdal og tóft í Fagradal. Allar gætu þessi mannvirki hafa verið í notkun fyrir þann tíma er að framan greinir og þá mun svæðið allt væntanlega hafa verið nýtt, enda vel gróið undir hlíðunum og nægt vatn, skógur nærtækur og fugl í hlíðunum.
Hellnahraun yngra umlykur Skúlatún. Það kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brenni­steins­fjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tví­bollum í Grinda­skörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjórn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum.
Þá er athyglisvert í texta Brynjúlfs að hann minnist á hinn “forna veg, er kemur saman við Hafnarfjarðarveginn gamla milli Elliðavatns og Lækjarbotns. Þar hét Tröllabotn og var áfangastaður áður en bær var gjör í Lækjarbotni.” Hér er hann að lýsa leið er lagðist af mjög snemma. Selstöður voru nokkrar við Lækjarbotna og átti m.a. Örfirisey selstöðu þar. Líklegt þykir að í eða nálægt Lækjarbotnum hafi verið gatnamót gömlu þjóðleiðanna, annars vegar frá Reykjavík og hins vegar til Hafnarfjarðar. Enn má greina hluta hennar frá Helgadal, yfir Búrfellsgjá, með Löngubrekkum vestan Hnífhóls og í gegnum Strípshraun. Þar greinist gatan, annars vegar norður að Þingnesi og hins vegar með norðanverðu Hólmshrauni í Lækjarbotna.
Brynjúlfur vissi ekki um aldur hraunanna, hefur jafnvel talið þau eldri en landnám og því ekki viljað fullyrða of mikið. Hann vissi heldur ekki af minjunum sunnan við hraunið, en hann hafði heyrt af rústum í Helgadal, nokkru norðar. Einnig vissi hann af rústum á Garðaflötum, enn norðar, en allar þessar minjar gefa vísbendingu um talsverða byggð undir hlíðunum fljótlega eftir landnám. Auk þess má greina mannvistarleifar við op Rauðshellis og hlaðinn stekk, gróinn, þar skammt frá.

Fagridalur

Tóft í Fagradal.

Brynjúlfur ritaði jafnframt um Helgadal. Í Árbókinni 1908 segir hann m.a.:
“Í sama skiptið sem mér var bent á Skúlatún, var þess getið um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og sæist þar til rústa. Skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta rétt. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur melhóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hlíðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt sig vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða.
Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveðna lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Hraunið sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafi verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nú eru hrauni huldir. Eigi verður sagt [hve]nær haun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftyir landnámstíð og eyðilegat meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o.fl. (sbr. Árb. fornl.fél 1903 bls. 43-44 og 47-50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar (Grindaskarðsvegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt til Hafnarfjarðar.”
FERLIR hefur skoðað rústirnar í Helgadal. Í rauninni liggur fátt annað fyrir en að hefja þar fornleifauppgröft með það fyrir augum að aldursgreina þær sem og setja þær í samhengi við aðrar sýnilegar minjar á svæðinu.

Heimildir m.a.:
-Brynjúlfur Jónsson, Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1908, bls. 9 – 12.
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/H_YNGRA.HTM
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir – Krýsuvíkureldar II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns, er birtust í Jökli nr. 41 1991.
-http://www.ust.is/media/fraedsluefni/Astjorn__textiGT.pd
-Daniel Bruun, Íslenskt þjóðlíf (1987), bls. 26.

Helgadalur

Gengið var um Helgadal og upp í Katlagil í norðvestanverðu Grímannsfelli. Ætlunin var að skoða minjar sem eiga að vera þar upp í gilinu.
Katlagil er suðaustan í Dalnum. Katlagilslækur rennur niður gilið. Hann lét lítið yfir sér að þessu sinni, en af ummerkjum ofar í gilinu að dæma má telja líklegt að hann geti vaxið verulega í leysingum. Gilið neðanvert er ófært gangandi fólki, en auðvelt er að fylgja brúnunum beggja vegna til að komast upp eftir því. Ofar eru sléttur og leiðin greið. Flatafell er norðan við gilið og Kolhóll að sunnan. Austan er Stórhóll á Grimmansfelli.
Tilefnið að þessu sinni var þó einungis að skoða gilið neðanvert því þar á norðanverðum bakkanum áttu að vera rétt og lambabyrgi.
Réttin er enn á sínum stað, trektlaga og fallega hlaðinn utan í brekku. Sunnan við hana er hlaðið lítið gerði. Í fyrstu mætti ætla að þarna hafi verið stekkur, en líklegt má telja að réttin hafi einnig verið notuð sem slík, eins algengt var fyrrum. Réttin hefur jafnan verið nefnd Helgadalsrétt.
Skammt ofar (suðaustar) og hærra á norðurbakkanum er grói byrgi, sem nefnt hefur verið lambabyrgi. Erfitt er að greina útlínur þess, en líklega hefur það verið ferkantað.
Þjóðminjasafnið hefur skráð fornleifar í Mosfellsbæ. Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar má sjá að um 604 fornleifar séu þekktar eða heimildir eru um.
Helstu fornleifar hafa verið merktar inn á þemakort aðalskipulagsins en allar fornleifarnar eru skráðar inn í skráningarkerfið „Sarp” hjá Þjóðminjasafni Íslands. “Þær fornleifar sem unnt hefur verið að staðsetja hafa einnig verið merktar inn á hnitsetta loftmynd af Mosfellsbæ sem varðveitt er hjá tæknideild Mosfellsbæjar. Við skipulagningu svæða og undirbúning framkvæmda skal tekið mið af fornleifaskráningu samkvæmt þessum gögnum. Athuga ber að ekki er víst að fornleifar séu horfnar þótt þær sjáist ekki á yfirborði.”
Í aðalskipulaginu er þess jafnframt getið að “um skógræktarsvæði gildir að öðru leyti eftirfarandi: a. Skógræktaráætlanir skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir og taka mið af þeim verndarákvæðum sem þar eru sett fram, s.s. vegna hverfisverndar, svæða á náttúruminjaskrá, friðlýstra svæða skv. náttúruverndarlögum og friðlýstra fornminja skv. þjóðminjalögum. b. Taka skal tillit til þekktra fornminja. Skógrækt skal ekki fara nær friðlýstum fornminjum og öðrum merkum minjum en 20 m.”
Skólasel Laugarnesskóla, Katlagil, er í Helgudal í Mosfellsbæ. Á vef skólans má sjá að þangað fari nemendur skólans og kennarar í dagsferðir að hausti og á vorin. Árlega gróðursetja nemendur um 500 – 1000 trjáplöntur þar. Auk þess tengjast allar ferðir í Katlagil kennslu í umhverfismennt í skólanum.
Sögu “selsins” er getið á vefnum. “Jón Sigurðsson, þáverandi skólastjóri, mun strax á öðru ári skólans 1936 – 37 hafa hreyft við þeirri hugmynd að koma upp skólaseli í nágrenni bæjarins fyrir börn og kennara við Laugarnesskóla.
Ekki verður séð að nokkuð hafi gerst í málinu fyrr en 1943. Þá var efnt til merkjasölu í skólanum og komu inn um 7000 krónur. Með þeirri upphæð var stofnaður Selsjóður Laugarnesskóla.
Skólahverfi Laugarnesskóla var afar víðlent á þessum árum. Það náði frá Höfðatúni að vestan og allt að Korúlfsstöðum og Lögbergi að austan. Af þessum sökum þurfti mikinn akstur skólabarna og sérstakan skólabíl. Sú hugmynd kom upp í Kennarafélagi Laugarnesskóla að það tæki að sér skólaaksturinn og hagnaður af þessu framtaki færi til þess að kaupa land og byggja skólasel.
Á fundi sem haldinn var í Kennarafélaginu 2. des 1944 var rætt um kaup á 24 sæta bíl fyrir félagið. Kosin var þriggja manna nefnd til að annast kaup á bíl sem menn höfðu augastað á, útvegun lánsfjár er Kennarafélagið ábyrgðist og sjá um rekstur bílsins á næsta ári. Ráðinn var vagnstjóri og honum veitt leyfi til að gerast meðeigandi bílsins gegn ákveðnu gjaldi, 5000 krónum.
Nefndin gekk frá kaupum á bílnum og var hann tekinn í notkun stuttu síðar sem skólabíll. Nokkrir kennarar við skólann lánuðu fé til viðbótar við það sem til var í Selsjóði. Rekstur bílsins gekk ágætlega svo að í árslok 1946 var hann að fullu greiddur.
Á fundi í Kennarafélaginu 13. maí 1946 var kosin 7 manna nefnd til að svipast um og velja stað fyrir væntanlegt sel. Leið svo fram til árins 1949, þ.s. leitin bar ekki árangur. Þá fékk stjórn Kennarafélagsins tilboð frá Hauki Jónssyni frá Helgadal í Mosfellssveit um kaup á hluta úr þeirri jörð. Stjórn félagsins brá strax við, skoðaði landdið og sýndist það mjög ákjósanlegt. Það var um 10 dagsláttu tún, allt rennislétt og mikið ræktanlegt land að auki. Lélegur sumarbústaður fylgdi.
Stjórn félagsins bauð öllum félagsmönnum, sem hún náði í, til ferðar upp að Helgadal til að skoða landið. Eftir þá ferð var svo haldinn fundur í félaginu 3. júlí 1949. Þar bar stjórnin fram eftirfarandi tillögu: “Fundur í Kennarafélagi Laugarnesskóla samþykkir að ganga að ganga að tilboði Hauks Jónssonar um kaup á hlut úr jörðinni í Helgadal í Mosfellssveit. Fundurinn felur stjórn félagsins að ganga frá kaupunum.” Tillagan var samþykkt einróma. Næstu daga var gengið frá kaupunum og 8. ágúst sama ár fór lokagreiðsla fram. Kaupverð landsins var 45 þúsund krónur og að viðbættum öðrum kostnaði varð það alls 45.629 krónur.
Sumarið 1955 hófust byggingaframkvæmdir við skólaselið. Bjarni Jónsson kennari teiknaði húsið. Framkvæmdir gengu hægar en vonast var til. Tvennt tafði einkum verkið. Fyrst að gröftur fyrir söklum var mikill því jarðvegur var lausari en ráð var fyrir gert og hitt að tíðarfar var mjög úrfellasamt.
Verkamenn bjuggu í tjöldum og tveimur sumarbústöðum er voru þarna í túnjaðrinum. En þó að vistin væri stundum nokkuð hráslagaleg vegna rigninganna undu menn glaðir við starfið og létu oft fjúka í kviðlingum.
Næsta sumar var húsið múrað að innan og fleira smávegis gert. Sumarið 1957 var Magnús Einarsson kennari ráðinn til vinnu við húsið. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í rishæðinni um sumarið og voru það fyrstu íbúar Selsins. Lokafrágangur hússins fór svo fram 1958 og 20. september var húsið vígt.”
Nú er þarna mikill og víðfeðmur skógur umleikis, sem nær allt að Katlagilslæk. Umhverfið hefur greinilega verið gert með natni möguleika námsferða í huga. Glóbrystingur söng sitt fagra stef og rjúpan taldi sig örugga í jaðri skógarins.
Tekið hefur verið að nokkru tillit til framangreindra ákvæða um 20 metra “nálgunarbann” á skóg í nágrenni fornleifa því trén eru ekki alveg ofan í réttinni, en þau eru hins vegar komin fast að lambabyrginu.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2002-2024.
-http://nepal.vefurinn.is/Nepal_Skrar/Skra_0000558.PDF
-http://www.skolatorg.is/kerfi/laugarnesskoli

Katlagil

Portfolio Items