Færslur

Kópavogur

Ofan við gamla bæjarstæði Fífuhvamms/Hvamms/Hvammkots í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er:

Fífuhvammur

Fífuhvammur 1932.

“Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn er kóngl. Majestat.” Svo hefst umfjöllun Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 23. október 1703 um konungsjörðina Hvammkot í Seltjarnarneshreppi. Fram að siðaskiptum um miðja 16. öld hafði jörðin verið í eigu Viðeyjarklausturs en elsta heimildin um jörðina er einmitt skrá um leigumála á jörðum klaustursins frá 1312. Þar heitir hún Hvammur. Nafnið Hvammkot kemur fyrst fram í fógetareikningum Eggerts Hannessonar á Bessastöðum 24. júní 1552. Þann 1. janúar 1891 breytti Þorlákur Guðmundsson þingmaður Árnesinga (búsettur á jörðinni 1875-1902) nafni jarðarinnar og hét hún þá Fífuhvammur.
Árið 1703 var í Hvammkoti tvíbýli. Á helmingi jarðarinnar var ábúandinn Marteinn Jónsson, 46 ára, kona hans Þuríður Bjarnadóttir, 43 ára, og börn þeirra. Bústofn Marteins var sex kýr, þrír hestar og sautján sauðkindur. Á hinum helmingi jarðarinnar var Teitur Jónsson ábúandi, kona hans Guðrún Loftsdóttir og dætur þeirra. Teitur átti fjórar kýr, einn hest og ellefu sauðkindur. Kvaðir á jörðinni voru m.a. mannslán um vertíð, hestlán til alþingis, húsastörf á Bessastöðum þegar kallað var og að bera fálka frá Bessastöðum til Keflavíkur og Básenda.
Síðustu ábúendur Fífuhvamms voru hjónin Ísak Bjarnason og Þórunn Kristjánsdóttir sem þangað fluttu 1919 ásamt börnum sínum sex. Þau stækkuðu bæjarhús, ræktuðu tún og girtu og höfðu gott bú. Dóttir þeirra Bergþóra Rannveig og hennar maður Þorkell Guðmundsson reistu íbúðarhúsið Tungu í landi Fífuhvamms 1935 og þar var búið til 1990. Ísak lést 1930 en Þórunn hélt áfram búskap og var Guðmundur Kristinn sonur hennar ráðsmaður þar til hún flutti til Reykjavíkur 1954. Þá lagðist jörðin í eyði. Bæjarhúsið var rifið 1983, þá var Kópavogsbær búinn að kaupa jörðina.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Í grein um Fífuhvamm sem Adolf J.E. Petersen skrifaði 1984 segir: “Á Hvammakotslandinu munu í framtíðinni rísa veglegar byggingar, háborg komandi tíma, hallir menningar, viðskipta og iðnaðar, ásamt íbúðarhúsum með blómabeðum og trjágróðri í kring og iðandi borgarlífi.
Fífuhvammsjörð var að mörgu leyti góð bújörð. Hvammkot hafði til afnota stærstan hluta Kópavogsdals og góðar slægjur norðan og austan við Hnoðraholt, Smalaholt og Rjúpnahlíð. Bæði Digranesbærinn og Hvammakotsbærinn voru vel staðsettir og með útsýni í suður- og vesturátt.
Mikil tæknileg uppsveifla kom með breska og ekki síst bandaríska hernum á stríðsárunum. Eigendur Fífuhvamms leigðu hernum svæði og seldu efni, einkum til flugvallagerðarinnar. Leirdalssvæðið var leigt sem sprengjugeymsla herslins.
Fífuhvammur stóð innst eða austast í Kópavogsdalnum, undir vesturtagli Selhryggs, norður af þar sem nú er Núpalind og leikskólinn Núpur hjá Lindaskóla. Hluti af túni bæjarins er þar enn opið svæði.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Hvammsvík

Hvamms er getið í Landnámu, en þar segir: “Hvamm-Þórir nam land á millim Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref inn gamla um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalr er við kenndr; sú kvíga hafði horfit Þóri fyrir longu, en sú kvíga fannst í Brynjudal, þar er Refr átti land, ok fjórir tigir nauta með henni, þeirra er oll voru frá henni komin ok höfðu gengit sjálfala úti; því kenndi hvor tveggi sér nautin. En Þórir fell fyrir Ref með átta manna, þá er þeir borðust hjá hólum þeim, er síðan eru kallaðir Þórishólar”.
Hvammsvik-22Í Harðar sögu ok Hólmverja segir frá blóðugum viðskiptum Orms Hvamm-Þórissonar úr Hvammi og fóstbræðranna Geirs Grímssonar og Víga-Harðar Grímkelssonar goða í Geirshólmi, sem stálu af honum tólakistu hans. Segir að þeir hafi skilað henni í naustið að Hvammi og sett undir húfinn á skipi Orms. Ormur er þar talinn meðal héraðshöfðingja og má einnig ráða af sögunni að höfundur hennar hefur talið að Hvammsland hafi þá verið mun stærra en seinna varð, því að Ormur er látinn gefa Bolla þræli sínum land á Bollastöðum, sem er á milli Háls og Valdastaða sunnan undir Reynivallahálsi.
Hvammsvik-23Í Sturlungu er getið Jörundar hins mikla úr Hvammi en hann var með Þorleifi í Görðum í Bæjarbardaga 1237 og má ráða af samhengi að hann hafi verið fyrirliði manna úr Kjós og Hvalfirði. Eftir bardagann var rænt í Saurbæ og Hvammi og má af því ráða að búið í Hvammi hafi verið með hinum stærri í héraðinu.
Hvammur kemur og fyrir í öðrum rituðum heimildum, svo sem í jarðabókum og í bréfum og máldögum í Íslensku fornbréfasafni.
Elsta heimild um kirkju í Hvammi er í Hítardalsbók frá árinu 1367.  Þar er þó aðeins ágrip af máldaga kirkjunnar, en allur máldaginn er í Vilchinsbók frá 1397. Kirkjan var helguð heilögum Lúkasi og átti Hvammsey auk sex kúgilda. Þá Hvammsvik-24átti hún smelltan kross, glitað altarisklæði, fornan dúk og litlar klukkur.
Kirkjan í Hvammi var hálfkirkja, en það þýðir að aðeins var messað þar annað hvern helgan dag. Prestur var ekki í Hvammi heldur kom annar af tveimur prestur á Reynivöllum þangað til að syngja messur og tíðir með reglulegu millibili.
Næst má finna Hvammskirkju nefnda í máldaga frá 1497.
Í vígslumáldaga Stefáns biskups Jónssonar í Skálholti hinn 1. september 1502 um kirkjuna í Hvammi er getið skógartungu í Skorradal, sem kirkjan hefur þá eignast. Var leyfi til gefið að í Hvammskirkju yrðu saman vígð hjón og börn skírð.
Í Gíslamáldaga frá um 1570 segir að kirkjan sé hálfkirkja og eigi m.a. fimm kýr og eitt ásauðar kúgildi, einn gamlan altarisbúning, vænar klukkur, Hvammsvik-25glóðarker, gamlar bækur og einn kaleik.
Þegar Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku saman Jarðabók sína fyrir Kjósarhrepp árið 1705 var hálfkirkja enn að Hvammi en sóknarkirkjan á Reynivöllum. Þjónaði sóknarpresturinn einnig til altaris í Hvammi, en kirkjuvegur er sagður vera örðugur og langur. Dýrleiki allrar jarðarinnar er þá sagður vera 60 hundruð, en af þeim sé hjáleigan Hvammsvík 12 hundruð. Í Jarðatali Johnsens frá árinu 1847 er dýrleika jarðarinnar hins vegar skipt, Hvammur talinn 48 hundruð og Hvammsvík 12 hundruð. Í skýrslu sýslumanns, sem var ein af heimildum Johnsens, er þó Hvammur aðeins talinn vera 40 hundruð og Hvammsvík metin meir sem mismuninum nemur. Þá er sagt frá landkostum eins og þeir voru árið 1802, þegar jarðabók þessi var tekin saman, svo sem æðarvarpi og selveiði að ógleymdum nytjaskóginum í Skorradal í Borgarfirði.
Naglastadir-1Í Jarðabók Árna og Páls, sem tekin var saman réttri öld áður, er sagt um landkosti að torfrista og stunga sé lítt nýtanleg en nóg til af mó og þangi til eldiviðar, selveiði gagnvænleg fyrir heimalandi, rekavon nokkur, nægur skelfiskur en sölvafjara eydd af ísalögum, heimræði jafnan þegar fiskur gengur í Hvalfjörð og lending góð og skipsuppsátur. Túnið sé allt meinþýft og útigangur besti kostur jarðarinnar, en skriður spilli úthögum og engjum, stórviðri valdi skaða nær árlega og sauðfé sé hætt fyrir sjávarflæði. Segir og að í Hvammsey, sem kirkjunni er eignuð, hafi til forna verið gott æðar- og andarvarp, en það sé eyðilagt af lunda.
Tveir bæir eru hér nefndir í landi Hvamms, sem ekki eru til heimildir um aðrar. Þetta eru Naglastaðir, sem þá voru tóftir langt innan landamerkja, og tómthúsið Ásmundarstaðir, sem verið hafði í eyði í meira en tuttugu ár.
Naglastadir-2“Naglastaði“ ætla sumir verið hafa bygt ból í Hvammslandi, og hafa það til marks, að þar hafa fundist kol og eirbrot í jörðu, og líka sjást þar tóftarleifar. Ekkert vita menn til þess annað”. Ekki er vitað hvar á landareigninni þessi hjáleiga var, en þó er þess getið að langt sé “þaðan til  landamerkja mót öðrum jörðum” og að land þetta sé “átölulaus Hvamms eign” um aldur og ævi. Er þess og getið að “tvö ár ein hefur þar selstaða verið brúkuð frá Hvammi”.”
Hvammsvik-26Kirkjan í Hvammi var tekin af með konungsbréfi 17. maí árið 1765.
Búskapur var stundaður á jörðunum fram á áttunda áratug síðustu aldar, en skiki og skiki hafði verið seldur eða leigður undir sumarbústaði.
“Hvammur og Hvammsvík, sem er syðri bærinn, standa við sjó á suðurströnd Hvalfjarðar, á tanga norður í fjörðinn, en suður af þeim gnæfir Reynivallaháls. Milli bæja eru um 200 m. Núverandi bæjarhús, sem reist voru síðast í byrjun fjórða áratugarins, standa sunnan undir hólum sem heita einu nafni Hvammshólar.”
Samkvæmt túnakorti, sem teiknað var árið 1917, voru þá þegar mest öll tún beggja jarða sléttuð. Aðeins hafi verið eftir litlir og þýfðir blettir hér og þar.  Í stríðinu urðu túnin fyrir miklum skemmdum vegna hernaðarumsvifa, en síðan hafa þau verið sléttuð á nýjan leik og stækkuð til suðurs með því að ræsa fram mýrar.
Hvammsvik-35“Hér hefst lýsing Einars Jónssonar á örnefnum í landareign Hvamms og Hvammsvíkur; byrjað er innst, frá mörkum milli Hvamms og Hvítaness. Það er djúpt gil að innanverðu við Skeiðhól, það heitir Markagil og var oft illt yfirferðar á vetrum þegar snjóar voru miklir og að vestanverðu á gilbarminum er stór hóll sem heitir Skeiðhóll, Hann er að mörgu leyti einkennilegur, en sérstaklega fyrir það að sunnan í honum stendur klettur, sem er að mestu leyti sívalur. Hann er  eitthvað á 3 m. á hæð og að mun mjórri að neðan, eða það mætti líkja honum við flösku sem stæði á stútnum. Þessi klettur heitir Steðji.
Að vestan og sunnan við Skeiðhólinn eru að mestu leyti sléttar flatir og þær heita einu nafni Skeiðhólsflatir, en klettarnir fyrir ofan Skeiðhólsklettar, en þegar kemur út á næsta skriðuhrygg, heitir sá hryggur Hæstigeiri og klettarnir Hvammsvik-28þar fyrir ofan Geldingahryggur. Svo kemur nokkurt svæði sem er nokkurn veginn jafnlent að öðru leyti en hallanum. Það svæði heitir Lágafell, en klettarnir þar fyrir ofan Flár. Næsti skriðuhryggur fyrir utan heitir Lambahryggur, en gil upp af þessum hrygg heitir Bjarnagi. Svo fyrir utan Lambahrygginn kemur Gjásandur og þar fyrir ofan Gjábekkur og þær ná út að Sauðhól, sem er hár og nokkuð einkennilegur. Við hann var fjárrétt, þar sem réttin stóð var eins og hvilft inn í bergið, og þurfti ekki að hlaða réttina nema á tvo vegu og svo svo var hóllinn svo gott aðhald þegar rekið var inn.
Þá er farið með sjónum. Fyrst næst fyrir norðan Sauðhól er Hvammsvíkurholt og að norðanverðu við það mýrarsund, sem nær heim að Hvammsvíkurtúni, en austast af Hvammsvíkurtúninu heitir Sjávartún, en fyrir vestan bæinn í Hvammsvík, neðst í túninu, er hóll sem Hvammsvik-29heitir Gvendarhóll. Fyrir ofan bæinn, uppi í túninu, er hóll, sem heitir Magurhóll og túnið þar fyrir austan heitir Leynir. Svo er nokkuð hár grjóthóll austast í Hvammshólunum, sem heitir Hjallhóll, en hólarnir sem bæirnir standa sunnan undir heita einu nafni Hvammshólar. Svo fyrir norðan þá hóla rís nokkuð hár, einstakur hóll, sem heitir Arnarhóll. Þar sat örnin löngum, því þaðan sá hún glöggt hvernig bezt væri að haga fengsælum  veiðiferðum. En rétt fyrir norðan þennan hól kemur vellisblettur, sem heitir Bátsmýri og þar fyrir norðan er ávalahóll með standbergi sjávarmegin. Sá hóll heitir Bátsmýrarhöfði. Hann hefur þau einkenni, að norðast í berginu eru tveir nokkuð stórir básar, sem ganga svona 2-3 faðma inn í bergið, og þar var hægt að reka að þó nokkrar kindur,ef manni lá á.
Hvammsvik-30Þá er komið norður undir granda sem liggur út í Hvammshöfða. Þar flæðir sjórinn yfir, þegar er hálffallinn sjór, og um há flóð er breitt sund á milli lands og höfða. Í mínu ungdæmi var talsvert varp í þessum höfða. Þar verptu þó nokkrar fuglstegundir, svo sem æður, tjaldur, teista, kría og fleiri fuglar, en suður af höfðanum er eyja, sem heitir Hvammseyja. Þar verpti margt af fugli og þar lá selurinn uppi í tugatali þegar leið á vetur, þegar sól var og góðviðri. Þar fæddi hann oft unga sína og undi lífinu hið bezta, en oft bar hann sig illa þegar ungarnir voru fastir í netum. Þá gerðu mæðurnar margháttaðar tilraunir til að bjarga börnum sínum, en þær tilraunir enduðu stundum með því að mæðurnar urðu fastar sjálfar. Það kom nú ekki oft fyrir, því þær höfðu nokkuð góðan skilning á að forðast hættuna.
Hvammsvik-31Hvammshöfði er einkennileg eyja. Þegar maður kemur norður grandann, blasir við láglendi, beint í norður, en að vestan eru háir hólar. Þaðan er mjög fallegt útsýni. Svo er austur höfðinn líka með háum hólum og þarna er bæði lyng og vellisgróður og yndislega fallegt.
Þá fer ég vestur með sjónum. Upp á meginlandi, fyrir vestan grandann, vestur með sjónum, kemur nokkurt svæði, sem heitir Smáholt, og þar fyrir ofan er mýri, sem heitir Kringlumýri. Þar var mótekja góð á meðan entist. Þá er nes vestur af hólunum, sem heitir Draganes. Þar var lendingarstaður og skiparétt. Þar voru líka fiskbyrgi. Að sunnanverðu við Draganesið skerst langur ós inn í landið. Hann er vel skipgengur heim að túni um flóð, en þegar kemur heim undir túnið, kemur mjódd, sem ekki er breiðari en smá árfarvegur. Sú mjódd heitir Mjóiós. Þar fyrir innan kemur annar ós, Hvammsvik-32nokkuð stór, sem heitir Grafarós, en hann er að nokkru leyti tvískiptur, því það gengur vellismói út í hann frá suðaustri. Sá mói heitir Stórimói.
Nú ætla ég að fara út með sjónum, fyrir utan ósinn. Þá kemur vellisflöt sem heitir Orustuflöt. Þar börðust þeir Hvamms-Þórir og Bárður á Þrándarstöðum út af nautgripum, sem Þórir fann, en Bárður taldi sig eiga. Það var kýr, sem Brynja hét og hafði gengið úti og falizt í skóginum. Þegar hún fannst, var hún með hóp af ungviði með sér.
Þar fyrir utan eru hólar sem heita Óshólar, en að sunnanverðu, þar sem ósinn byrjar, er klettur, sem er laus við landið, og flæðir á milli klettsins og lands. Þessi klettur heitir Kirkjuklettur. Fyrir utan Óshólana er mýri, sem heitir Spóamýri.
Nú ætla ég að fara til baka inn undir Sauðhól og lýsa landinu út með fjallinu. Næst fyrir utan Sauðhól Hvammsvik-33er mýri, sem heitir Dýjamýri, og klettarnir þar fyrir ofan Dýjamýrarklettar. Mýrin næst fyrir utan veginn að neðanverðu heitir Aur.
Þá kemur áframhaldandi mýrarfláki sem heitir einu nafni Flói. Með fjallinu, að utanverðu við það sem ég hef þegar lýst, kemur klettahóll, sem heitir Stóra-Setberg. Þar fyrir ofan er hár klettastandur sem heitir Miðmundastandur. Nokkuð utar er annar klettahóll sem heitir Litla-Setberg. Fyrir neðan Setbergin er Setbergsmýri. Niður undan Litla-Setbergi, heldur utar, er holt sem heitir Langholt og mýri þar fyrir ofan Háamýri. Fyrir ofan og utan Háumýri eru klettar sem heita Svörtuklettar og Svörtuklettamýri í kringum þá að ofan. Hlíðin þar fyrir ofan heitir Breiðhillur en að utanverðu við Langholt kemur mýri sem heitir Selveita. Utan við hana, við sjóinn, eru Borgarlaugar og upp af þeim er hóll sem heitir Bullhóll. Þar áttu að Hvammsvik-34hafa heyrst strokkhljóð til forna inni í hólnum.
Fyrir utan Bullhólslæk, niður við sjóinn, kemur mýri, sem nær út að Hálsmörkum. Hún heitir Lágamýri. Svo kemur smá klettabelti,en fyrir ofan það kemur Breiðamýri, sem nær líka út að mörkum. Fyrir ofan Breiðumýri er klettahóll sem heitir Asklok. Þar átti að hafa heyrzt aski skellt til forna. Þar rétt fyrir utan kemur smá gillæmi sem eru mörk milli Hvamms og Háls.”
Þegar Selveitan var skoðuð kom Naglastaðaselið í ljós. Um er að ræða hringlaga tóftarhól, en í honum mótar ekki fyrir veggjum. Utan í hólnum virðast vera rými.
Þórishólar eru án minja, utan Bessastekks, skeifulaga mannvirkis, undir syðsta hólnum, næsta Spóamýri.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning, Hvammur og Hvammsvík, Fornleifavernd ríksins 1995.
-Örnefnalýsing fyrir Hvamm og Hvammsvík, Einar Jónsson skráði.
-Íslenzk fornrit I, Reykjavík 1993, bls. 56-59.
-Íslenzk fornrit XIII, Reykjavík 1993, bls. 65, 68-70, 79.
-Sturlungasaga I, Reykjavík 1946, bls. 405, 407.
-DI: Íslenzkt fornbréfasafn III, Kaupmannahöfn/Reykjavík 1857-1972, bls. 218.
-DI: Íslenzkt fornbréfasafn IV, Kaupmannahöfn/Reykjavík 1857-1972, bls. 118.
-DI: Íslenzkt fornbréfasafn VII, Kaupmannahöfn/Reykjavík 1857-1972, bls. 375.
-DI: Íslenzkt fornbréfasafn VII, Kaupmannahöfn/Reykjavík 1857-1972, bls. 609-610.
-DI: Íslenzkt fornbréfasafn XV, Kaupmannahöfn/Reykjavík 1857-1972, bls. 632.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns XIII, Kaupmannahöfn 1923-1924, bls. 85.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Kaupmannahöfn 1923-1924, bls. 430-434.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, Kaupmannahöfn 1847, bls. 101.
-Sveinn Nielsson: Prestatal og Prófasta. Hið íslenska bókmenntatal, Reykjavík 1950.
-Íslenzk fornrit I-,Reykjavík 1993-, bls 56-59.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Kaupmannahöfn 1923-1924, bls. 431.
-Túnakort af Hvammi og Hvammsvík í Kjós frá 1917, Þjóðskjalasafn Íslands, óprentuð heimild.

Hvammsvík

Hvammsvík – örnefni – ÓSÁ.

Bieringstangi
Gengið var með Magnúsi Ágústssyni í Halakoti (f: 1922) og Hauki Aðalsteinssyni um Bieringstanga á Vatnsleysuströnd. Ætlunin var m.a. að skrá helstu minjar sem þar eru enn sýnilegar á Tanganum. Reyndar er nafnið Bieringstangi ekki gamalt því hann er kenndur við Moritz W. Bjering, verslunarstjóra í Flensborgarversluninni í Keflavík er tók yfir og réði um tíma verslun og verkun í Tangabúð á Brunnastaðatanga (um 1850). Löngu áður hét tanginn Harðangurstangi og þannig er hans m.a. getið í Húsvitjunarbók fyrri tíma.

Töðugerði

Magnús þekkir öll örnefni á Tanganum og þekkti auk þess fólkið, sem þar bjó síðast, en segja má að byggðin hafi verið að leggjast af um 1925, skömmu eftir að hann fæddist. Haukur hefur auk þess kynnt sér mjög vel heimildir og sögu Tangans og hefur t.d. skrifað sögu þilskipaútgerðar í Vogunum.
Nokkrir bæir eða kot voru á Tanganum, auk Tangabúðarinnar, þ.e. Töðugerði, Grímsbær, Grund, Vorhús, Klapparholt, Hausthús, Hvammur og Vatnskersbúðir. Minjar allra þessara bæja sjást enn á Tanganum, auk fjölmargar aðrar, s.s. grunnar salthúsa, verbúða og byrgja. Tækifærið var notað og svæðið rissað upp, þ.e. svæðið frá Töðurgerði í austri og að Vatnskersbúðum í vestri, að mörkum Grænuborgar.
Magnús benti m.a. á grunna undan timbursalthúsum, sem stóðu neðan við Grundarbæinn. Þeir eru nú að hluta til komnir út fyrir strandarmörkin, í fjöruna, en sjórinn er smám saman að taka minjarnar til sín. Af grunnunum að dæma hafa þetta verið nokkuð stór hús.
HausagerðiÍ skýrslu “yfir þau hús í Vatnsleysustrandarhreppi, sem ekki voru notuð við ábúð jarða og sem því bar að greiða húsaskatt af samkv. lögum af 14. des. 1877”, frá því í nóvember 1878 lýsir Guðmundur Guðmundsson og J.J. Breiðfjörð mannvirkjum úr timbri, annars vegar í Tangabúð og hins vegar í Hólmabúð, auk Klapparholts. Tangabúð var þá “anlæg” standandi á Brunnastaðalóð; “tvö salthús áföst hvort við annað, hið nyrðra 12 álna [7.3 m] langt, 9 1/2 ál. [5.8 m] á breidd, syðra húsið er 15 1/2 ál. [9.5 m] á lengd, 7 1/2 ál. [4.6 m] á breidd, með lopti eptir endilöngu og afþiljuðu herbergi uppi á loptinu yfir um þvert húsið, hæð húsanna er 3.5 ál. [2.1 m] undir bita, bæði húsin eru með tvöfaldri timbursúð og eru þau virt á 1200 krónur. Er sjóbúð úr timbri 20 álna [12.2 m] löng, 6 1/2 ál. [4 m] á breidd, 4 áln. [2.4 m] á hæð undir lopt, með lopti eftir endilöngu og rúmum uppi og niðri til beggja hliða, á húsinu er tvöföld timbursúð, virt á 300 krónur. Ofanrituð hús, sem öll til samans eru virt á 2000 krónur eru eign verzlunar þeirrar, sem Consul E. Siemsen á í Reykjavík og hefur stjórnað.”
Um Klapparholt segir: “standandi “anlæg” á Brunnastaðalóð; salthús 21 áln. [12.8 m] á lengd 6 álna [3.7 m] breitt, 3 1/2 áln. [2.1 m] á hæð, allt með timburgólfi og klætt innan á byndinginn með borðum allt í kring, með timbursúð og þakspæni utanyfir, virt á 600 krónur. Timburhjallur gamall, 6 1/2 al. [10.6 m] langur, 4 2/4 al. [2.9 m] breiður, 3 1/4 aln. [2.1 m] á hæð undir lopt með einfaldri rennisúð og lopti yfir endilöngu, virtur á 50 krónur (Flyt: + 650 krón.).
SalthúsÍbúðarhús (baðstofa) með veggjum úr torfi og grjóti, en tvöföldu timburþaki, 12 álna [7.3 m] löng, 6 álna [3.7 m] breið, hálfstafahús, með rúmum til beggja hliða og áföstu eldhúsi, göngum og bæjardyrum, virt á 150 krónur.”
Þótt Hólmabúðir séu ekki á Bieringstanga er rétt að geta umsögn um þær því þeirra er einnig getið í skýrslunni. Um Hólmabúðir segir að þær séu standandi á Stóru Voga lóð. “Íbúðarhús úr timbri 15 álna [9.2 m] lángt, 12 álna [7.3 m] breitt, 3 1/2 áln. [2.1 m] á hæð undir lopt, með tvöföldu timburþaki og spæni þar utanyfir, timburgólf er í hálfu húsinu og lopt yfir því öllu, uppi á loptinu er afþiljað herbergi 6 álna [3.7 m] lángt yfir um þvet húsið, niðri eru tvö herbergi afþiljuð, ennfremur er í húsinu upphlaðinn skorsteinn, 3 gluggafög eru á húsinu að neðanverðu og tvö lítil uppi, virt á 1000 krónur. Salthús, 20 1/2 áln. [12.5 m] lángt, 12 álna [7.3] breitt, 5 álnir [3 m] á hæð undir lopt, með timburveggjum og plægðri timbursúð og lopt er í öllu húsinu, klætt með borðum, uppi á loptinu eru 20 legurúm í þremur röðum, 2 gluggafög eru á hvorum gafli uppi. Við húsið er áfastir timburskúrar 12 álnir [7.3 m] á annan veginn, 6 álnir [3.7 m] á hinn með timburþaki og þakspæni utanyfir, á hæð 5 álnir [3 m] annarsvegar, 3 álnir [1.8 m] hinsvegar. Húsið með skúrnum er virt á 1600 krónur. Þessi síðarnefndu tvö “anlæg” Klapparholts og Hólmabúðar, sem, með öllu tilheyrandi húsum eru virt á 3400 krónur, eru eign verzlunar hra. S.P. Knudtzons sons, sem í Reykjavík er stjórnað af verzlunarfulltrúa hra. Nj. Zimsen.”
GrundFramangreindur fróðleikur er settur fram svo sjá megi hvernig húsakostur þessi var þarna skömmu fyrir aldamótin 1900, eða fyrir rúmlega einni öld síðan. Til enn frekari fróðleiks má geta þess að nefndur Jón Breiðfjörð átti Brunnastaði um 1880. Þar var m.a. verslun og útgerð. Þegar erfiðleikar steðjuðu að rekstrinum um 1900 voru timburhúsin á Bieringstanga tekin upp í skuldir og flutt á brott ásamt fleiri mannvirkjum.
Austast á Bieringstanganum eru Töðurgerði (frekar en Töðugerði). Þar á sjávarbakkanum má sjá rústir tveggja húsa; íbúðarhúss og útihúss austar. Hlaðinn garður sést enn vestan og sunnan við tóftirnar. Magnús sagði kálfgarðinn hafa verið utan við hlaðna garðinn að vestanverðu. Enn sést vel móta fyrir hleðslum í húsatóftunum. Duggusandur er niðurundan bæjartóftunum. Öndvert við víkina, að vestanverðu, er Agnesarklöpp, en yst á tanganum standa tveir klettar; Tvíhausaðiklettur.
Vestan við vestari tóftina er bátshræ. Þar er um að ræða leifarnar af mb. Hauk, sem bróðir Magnúsar tók þar á land, en dagaði uppi. Enn vestar, handan vegarslóðans að Grund, er botnstandur úr Ágústi Guðmundssyni GK 95.
Sunnan og ofan við Töðurgerði sjást hleðslur fjögurra svonefndra hausbyrgja. Þau eru að mestu hlaðinn hringlaga, en inni í þeim eru hlaðnir reitir. Magnús sagði að þangað hafi fiskhausar verið færðir, þeir klofnir og lagðir á garðana til þerris. Þaðan hafi þeir síðan verið seldir kaupendum. Svartbakurinn hafði verpt í skjóli byrgjanna. Vesturhleðsluna vantaði í vestasta byrgið. Magnús sagðist hafa náð að stöðva grjóttöku úr því er sem mest var sótt af grjóti í garða á Vatnsleysuströnd undir bryggjuna í Vogum. Annars hefði það byrgi sem og hin verið hirt líkt og svo margar aðrar hleðslur á Ströndinni á þeim tíma. Ofar og vestar, undir grónum klapparhól, var Grímsbær. Á hólnum má sjá Töðugerðisvörðuna. Lítið er orðið eftir af bæjarstæðinu.

Vorhús

Komið var að tóftum bæjarins Grund á Bieringstanga, en grunnur hússins er aftan við sumarhús Magnúsar, er hann nefnir einnig Grund. Vestan við sumarhúsið er tóft hlöðu og hlaðinna garðveggja austar. Sunnan við bæjargrunninn er einnig hlaðinn garður utan um kálgarð. Norðaustan við grösuga hæðarbrún sést móta fyrir gamla brunninum við frá Grund. Norðan við sumarbústaðinn er stétt og mótar fyrir útlínum grunns, sennilega timburhúss.
Í fjörukambinum sér móta fyrir grunnum tveggja samhliða salthúsanna, sem minnst var á lýsingunni hér að framan. Þá mótar fyrir grunni þriðja salthússins skammt vestar. Neðan þess eru áletranir á klöpp (185? eða IGS?). Suðvestan grunnsins eru tóftir tveggja smáhúsa og síðan eldhústóft vestan þeirra. Þar segir sagan að “Ranka gamla ráðskona hafi haft 70 manns í fæði – og sofið meðal þeirra allra, án þess að það hafi komið að sök”.
Tvær varir voru við Tangabúð, báðar nefndar Tangavör. Sú austari var jafnan nefnd Norðurvör og hin vestari Suðurvör. Enn sjást þær vel, auk þess sem hleðsla í Suðurvör, svo til beint niður af Grund, hefur varðveist sæmilega.
Vorhús er vestan Grundar, eða Tangabúðar. Austast er hlaðinn garður er tengist tóftum fjárhúss að sunnanverðu. Milli Hvammurþess og íbúðarhúsatóftanna eru garðar. Búið var í Vorhúsum til 1924. Þar var tvíbýli. Eldra nafn á bænum eru Vogshús, sem sennilega hefur breyst í hið fyrrnefnda. Þá hafi í millitíðinni byggst upp hjáleigan Hausthús, milli þess og Hvamms. Heillegar garðhleðslur eru um Vorhús, auk þess sem bæjartóftirnar gefa góða vísbendingu um grunnbyggingu bæjarhúsanna. Moritz Biering bjó t.d. í Vorhúsum er hann dvali á Tanganum. Matjurtargarður er vestan við bæjartóftirnar. Brunnurinn, djúpur og fallega hlaðinn er skammt vestar. Magnús sagði eldri brunn hafa verið norðvestan við hann, en sjórinn hefði nú fyllt hann sjávarmöl og – sandi. Vorhúsavörin er skammt undan og sjást hleðslur með henni, líkt og bryggja. Í Vorhúsum var tvíbýlt; Austur- og Vesturbær. Bátshræ er á sjávarkambinum norðan við bæjarhúsin. Því fylgir nútímalegri saga er Steingrímur Njálsson kynni að segja síðar – í góðu tómi. Þegar Steingrímur var spurður um þetta sagðist hann hafa átt bátinn, Straumnes RE 108, fyrrum 14 tonna hrefnubátur frá Akranesi. Áður hét hann Kolbeinsey EA 108. Hann hafi verið orðinn leiður á mótlætinu í Keflavík og ætlað að sigla bátnum til Reykjavíkur. Þetta var 1985. Ýmsan tækjabúnað vantaði þá í hann. Utan við Bieringstanga koksaði vélinn á gruggi í olíugeyminum og bátinn rak að landi í norðanroki. Honum hafi sjálfum verið stungið inn þegar hann kom í land, en báturinn brotnaði þarna í fjörunni. Þannig hafi farið með sjóferð þá. Brakið af bátnum var, að því að hann best vissi, ennþá þarna í fjörunni.
Hausthús eru fast vestan við Vorhús, en Klapparholt er á millum. Þar sjést vel móta fyrir bæjartóftum, sem og grunni flóraðs plans norðan við það. Á milli þess og íbúðarhússtóftanna er steyptur gólfgrunnur sumarbústaðar, sem þar var, en er nú horfinn, þ.e. sá hluti hann sem var ofan sökkuls. Nokkuð er um steinhrúgur sunnan við Klapparholstbæinn, en þær eru túngerðarafrakstur.

Vorhús

Tóftir Haustshúss eru vestar. Leifar fiskbyrgis er norðan við bæjarhúsin, alveg á sjávarkambinum. Sjórinn er nú búinn að taka það til sín að mestu.
Þá var komið að minjum Hvamms. Hlaðinn garður skilur af bæina. Tóftir bæjarhússins eru greinilegar. Um hefur verið að ræða timburhús á hlöðnum sökkli. Það var loks flutt til Hafnarjarðar og er þar nú, kofan við Hellisgerði. Geymsla úr torfi og grjóti sem og fjós hafa staðið fast austan við íbúðarhúsið. Brunnur er suðaustan við tóftirnar, innan garðs. Hvammsvörin er niður undan bænum og sést enn móta fyrir hleðslum við hana.
Enn vestar, á vestasta tanga Bieringstanga, er tóft Vatnskersbúðar, á grónum hól er skagar lítillega út frá strandlínunni. Ekki liggja á lausu gagnmerkar upplýsingar um búðina, en líklegt má telja að hún hafi þjónað svipuðum tilgangi og Tangabúð sem og Hólmabúð, Stapabúð og Kerlingarbúð enn fyrr. Vel sést móta fyrir hlöðnum húsgrunni timburhúss sem og stéttum við það. Ofar eru fiskgarðar á hraunhólum og brunnur skammt norðan þeirra.
Til ennþá frekari og meiri fórðleiks má geta þess að þilskipaútgerð var að hefjast við Faxaflóann í lok 19. aldar. Árabátaútgerðin gerði takmarkaðar körfur til hafnaraðstöðu, gömlu varnirnar og naustin, sem brúkuð höfðu verið um aldir, voru látin nægja. En nú var svo komið að íslensku þilskipin urðubæði stærri og þyngri, sem og margvíslegrar gerðar. Í upphafi skútualdar voru mörg þeirra smíðuð hér á landi, en síðar færðist í vöxt, að skip væru keypt erlendis, ný eða notuð. Framan af voru skipin helst keypt í Danmörku eða Noregi, en undir lok skútualdar varð algengara, að útvegsmenn keyptu skip frá Bretlandseyjum. Átti það ekki síst við um útvegsmenn í Reykjavík og jafnvel annars staðar á norðurströnd Reykjanesskagans.

Skipin, sem smíðuð voru hér heima eða keypt frá Danmörku eða Noregi, voru í fyrstu flest lítil, og mörg hver töldust einungis jaktir, slúppur, skonnortur eða galíasar. Nokkur voru kölluð þiljubátar, og var þá stundum um að ræða gömul áraskip, sem þiljur höfðu verið settar í. Vélar komu og til sögunnar. Og þá varð ekki aftur snúið.
Útgerð Vogabænda var á þessum tíma hreinræktuð bændaútgerð. Skipin gengu yfirleitt til veiða frá því í maí og fram í ágúst og stunduðu einkum handfæraveiðar á Faxaflóa og fyrir Vesturlandi. Aflinn var yfirleitt saltaður um borð og landað í heimahöfn til frekari verkunnar. Gerð var krafa um stórbætta hafnaraðstöðu. Það var þá sem grjótið úr görðum og öðrum mannvirkjum sauðfjárbúskaparins fór skyndilega að “handfjatlast” og hverfa undir “varanlega” hafnargerð í einstökum byggðakjörnum, sem þá voru farnir að vaxa úr grasi. Þorpin fóru að myndast, enda vistbandalögin þá farin að þynnast og gildishverfa.
Gaman er að geta þess að Snorrastaða er getið í Jarðabókinni 1703, sem syðstu jarðarinnar í Vatnsleysustrandarhreppi, “en þá voru hundrað ár síðan jörðin fór í eyði”. Hvar Snorrastaðir voru nákvæmlega veit enginn, en ekki er ólíklegt að áætla að þeir hafi verið undir Vogastapa þar sem fyrrgreind Hólmabúð varð síðan. Hafa ber í huga að veruleg umhverfis- og landslagsbreyting hefur orðið þar á umliðnum öldum, jafnvel svo um munar. Sem dæmi um það má nefna Svörtusker austan Töðurgerðis. Út í þau var fyrrum beitt, enda gróin, en nú hyrfu þau að mestu í háflæði.
Sama mætti segja um Hjallatanga þar austur af. Fiskhjalli hafi verið þar á tanganum, en nú færi hann að mestu í kaf. Rétt er að geta þess, sem áður hefur komið fram í viðtölum, að jafnaði hverfa u.þ.b. 50 metrar af strönd Reykjanesskagans á einni mannsævi í sjóinn (sjá m.a. Ó.G. og S.E). Þá lækkar land Reykjanesskagans að jafnaði, á jarðfræðilegan mælikvarða, um 1-1 1/2 mm á ári, sem munu vera um 10 – 15 cm á einni öld (um meter til einn og hálfan á síðustu þúsund árum). Þar munar um minna.
Á Bieringstanga er dýrmætt heilstætt búsetulandslag, að mestu ósnert af vélum og ágangi nútímamanna. Mikilvægt er því að skrá minjarnar sem fyrst og marka ákveðna og markvissa stefnu um nýtingu svæðisins til framtíðar, því fá slík ósnortin svæði eru enn til svo nálægt höfuðborgarsvæðinu.
Sem fyrr er lýst þá birtist hér heilstæður uppdráttur af helstu minjum á Bieringstanga (Brunnastaðatanga/Harðangurstanga), skv. lýsingu Magnúsar Ágústssonar, og undir vökulum augum Hauks Aðalsteinssonar. Reyndar er uppdrátturinn, sem hér birtist, einungis “hjárit” af meginuppdrættinum – þar sem allar einstakar minjar og staðir eru merktir sérstaklega. Uppdrátturinn sjálfur er gerður í A3.
Þórbergur Þórðarson skrifar svolítið um sjó- og vermennsku á Vatsnleysuströnd í bókinni “Frásagnir” Þar lýsir hann m.a. Reykjavíkurlífi o.fl. um og eftir aldamótin 1900. „Um miðjan marz var farið til sjóróðra suður í Voga og Njarðvíkur, Garð og Leiru. Framan af síðara helmingi aldarinnar var sjósókn mest suður í Njarðvíkur og Voga, en síðar beindist hún meira út í Garð og Leiru. Sjór var og mikið sóttur frá Bieringstanga á Vatnsleysuströnd og Hólmsbúð undir Vogastapa. Á Bieringstanga, Réttartanga í Vogum og í Hólminum undir Vogastapa voru í þann tíð svo nefnd anleggshús. Það voru einlyft timburhús, sem kaupmenn höfðu látið reisa til saltgeymslu og íbúðar fyrir vermenn. Saltið var geymt niðri í húsinu, en vermenn höfðust við uppi á loftinu.
Í Hólmsbúð voru fjögra manna rúm eftri endilöngu gólfi miðju, en með fram báðum hliðum endilangt voru tveggja manna rúm. Auk þessa húss var á þessum stöðum íbúðarhús, sem umsjónarmaður kaupmanns bjó í. Þar sváfu og venjulegar áhafnir af tveimur til þremur bátum. Skipin voru flest sex manna för með sex til sjö manna áhöfn. Venjulega var róið með birtu, þegar veður leyfði, og komið að eftir atvikum, oft eftir 5-6 klukkustundir. Oft var róið tvisvar á dag í mikilli fiskigengd. Úr vestöðvum var misjafnlega langróið. Lengstur róður úr Hóminum var þrjá til fjóra tíma, en stytztur hálftíma, þegar lagt var undan Vogastapa.
Þegar komið var í land, var gert að aflanum, og vann öll skipshöfnin að því í félagi. Síðan var hann saltaður í þaklausar grjóttættur og þakinn með gömlum segldúkum. Hver fullgildur sjómaður fékk einn hlut, en skipseigandi fékk tvo hluti fyrir skipið . .. .

Í hinum svo nefndu anleggshúsum voru aðeins eldfæri til þess að hita kaffi. Sjómenn gátu því ekki soðið sér nýjan fisk til matar …..

Bieringstangi

Áletrun á klöpp við Bieringstanga.

“Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór – Sjósókn og sjávarfang – saga sjávarútvegs á Íslandi 2002.
-Magnús Ágústsson – f: 1922 – Halakoti.
-Haukur Aðalsteinsson – Þilskipaútgerð úr Vogum á fyrri hluta 19. aldar – Árbók Suðurnesja – 1994.
-Haukur Aðalsteinsson – Þilskipaútgerð á Suðurnesjum – Árbók Suðurnesja – 1997.
-Frásagnir eftir Þórberg Þórðarson. Útg. Rvík 1983.
Frásagnir úr Reykjavíkurlífi o.fl. um og eftir aldamótin 1900, bls. 80-81.