Færslur

Hvatshellir

“Kershellir er rétt norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli sem er stutt frá hinni fornu þjóðleið Selvogsgötu, eða Selvogsvegi eins og leiðin var kölluð í upphafi 20. aldar [Selvogsbúar nefndu hana jafnan Suðurferðaveg].

Kershellir

Kershellir – loftmynd.

Hellirinn er í hrauntröð frá þeim tíma er gaus í Búrfells eldstöðinni fyrir um 7000 árum. Þak hrauntraðarinnar hefur hrunið á nokkrum stöðum og opnað leið inn í hellakerfi sem auðvelt er að skoða. Austast er Kershellir og norður af honum er Hvatshellir, en það er ekki auðvelt að komast að honum. Nokkrum tugum metrum neðar, þar sem hraunrausin er fallin saman að hluta, er skjólsæll slakki og niður af honum er Selhellir. Hann er opinn í báða enda og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir í Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín.

Setbergssel

Hleðsla í Selshelli/Ketshelli.

Hleðsla í miðjum hellinum náði áður fyrr upp í loft, en er núna fallin að stórum hluta. Neðstur og nyrstur er svonefndur Sauðahellir, sem var notaður um tíma fyrir sauðfé, en þótti ekki alveg nógu góður til slíkra nota. Skammt frá honum er vallgróinn stekkur og austan hans er nátthaginn í jarðfalli. Þessir hellar voru í eina tíð nefndir einu nafni Kershellar, en einnig sundurgreindir með mismunandi nöfnum eftir því hverskonar not voru höfð af þeim í gegnum tíðina.

Hellarnir voru hluti af búskaparsamfélaginu um aldir og m.a. nýttir sem fjárskjól og áningastaðir ferðalanga sem áttu leið um Selvogsgötuna.

Setbergssel

Selsvarðan á mörkum.

Selhellirinn, sem er á landamerkjum Setbergs og Garðakirkjulands, var eins og nafnið gefur til kynna hluti af seljum Setbergs og Hamarskots um aldir. Enginn veit nákvæmlega hvernig Kershellir var notaður en ekki er ólíklegt að hann hafi verið einhverskonar mannabústaður í skamman tíma þó líklegra sé að hann hafi nýst sem geymsluhellir. Í honum er hlaðinn garður sem myndar hálfboga en það er með öllu óljóst til hvers þessi grjótveggur var gerður á sínum tíma.

Hvatspiltar vekja athygli á hellunum

Kershellir

Kershellir á herforingjaráðskorti frá 1903.

Sumarið 1906 komu fjórir ungir piltar úr Reykjavík suður að Sléttuhlíðarhorni eftir þriggja tíma göngu og glöddust mjög þegar þeir fundu helli í jarðfalli, sem reyndist ágætlega stór. Þetta voru Sigurjón Þorkelsson, seinna kaupmaður í versluninni Vísi, Helgi Jónasson frá Brennu og Matthías Þorsteinsson, en þeir unnu allir saman í Edinborgarverslun. Fjórði pilturinn var Skafti Davíðsson trésmiður. Þeir höfðu stofnað fótgöngufélagið Hvat, en nafnið gaf til kynna að þeir einsettu sér að ganga hvatlega og skoða sitt nánasta umhverfi um helgar þegar þeir áttu frí frá vinnu.

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Þeir höfðu áður skunað á Þingvöll og skoðað þar hella í hrauninu og töldu sig hafa fundið nýjan og áður óþekktan helli við Selvogsveginn og létu þá fregn berast um bæinn. Þann 1. júlí 1906 birtist stutt grein í Æskunni þar sem sagt var frá því að Hvatsfélagar hefðu fundið stóran helli suður af Hafnarfirði einn sunnudag er þeir voru þar á göngu fyrr um sumarið. Hvatspiltar fóru aftur suður í Sléttuhlíð sunnudaginn 2. september með ljós og mælivað til að mæla og rannsaka hellinn gaumgæfilega. Komust þeir að því að út frá honum voru afhellar mismunandi stórir.

Þessi fundur hleypti mörgum kappi í kinn og héldu ýmsir áhugamenn um hella af stað til að rannsaka þetta fyrirbæri. Hvatsfélagareignuðu sér hellinn og máluðu meira að segja nafn hellisins með bronsmálningu á einn hraunvegginn í stóra afhellinum. Meðal þeirra sem slógust í för með Hvatspiltum var séra Friðrik Friðriksson, upphafsmaður Kristilegs félags ungra manna í Reykjavík. Ritaði hann tvær greinar um hellinn og birtist önnur þeirra í Fjallkonunni 7. september 1906. Þar lýsti Friðrik hellinum og byggði á frásögn piltanna:

Skrif séra Friðriks Friðrikssonar

Friðrik Friðriksson

Sr. Friðrik Friðriksson er þekktastur fyrir að stofna annars vegar knattspyrnufélagið Val og KFUM og K, þar sem honum er eðlilega gert hátt undir höfði. 
Sögu Friðriks þekkja margir en hann fæddist vorið 1868 í Svarfaðardalnum fyrir norðan, hann missti föður sinn ungur og lifði í fátækt framan af en náði að brjótast til mennta og gekk í Latínuskólann í Reykjavík. Eftir nám fór hann til Danmerkur þar sem hann kynntist starfi KFUM (Kristilegu félagi ungra manna) og í ársbyrjun 1899 stofnaði hann svo KFUM deild heima á Íslandi, fáeinum mánuðum síðar stofnaði hann einnig kvennadeild – KFUK, og gegndi forstöðu félagsins. Innan starfsins stofnaði hann svo knattspyrnufélögin Val í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði auk þess að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, skátafélagi, sumarbúðum í Vatnaskógi og fleira. 
Sr. Friðrik helgaði sig starfi KFUM og K alla tíð og var hann heiðraður með ýmsum hætti fyrir starf sitt meðan hann lifði og minningu hans og starfi hefur einnig verið haldið á lofti eftir að hann lést vorið 1961 rétta tæplega níutíu og þriggja ára gamall.

„Hann er 152 fet á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að giska 6-7 álnir á hæð, þar sem hæst er, allsstaðar má ganga uppréttur. Grjótgarður er hlaðinn 59 fet inn af munnanum, sá garður liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir munna á afhelli nokkru vinstra megin; er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet að lengd og 1 ½ alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unnt að sjá, að fé hefði verið geymt þar inni.

Hinir ungu menn könnuðu nú vandlega hellisveggina, og urðu þeir þá varir við smugu mjóa, er lá inn í vegginn hægramegin, nálægt hellismunnanum. Er þeir lýstu inn í hana, þótti þeim sem rúm mundi vera þar fyrir innan og skriðu því inn gegnum glufuna og komu þá inn í lítinn afhelli, vel mannhæðar háan, og var heldur stórgrýtt gólfið. Inn úr honum lá svo önnur glufa, er skríða þurfti í gegn á fjórum fótum. Fyrir innan hana varð fyrir þeim hellir, nær kringlóttur að lögun eða sporöskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkru meiri. Eftir gólfinu er hraunbálkur all mikill og lægðir báðu megin.

Hægra megin varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólfið, og fóru tveir þar inn og fundu þá, að þeir voru komnir í stóran helli og langan, en eigi gátu þeir vel glöggvað sig á honum, því ljósfæri þeirra brást. Leituðu þeir nú síðan til útgöngu og þótti þeim skemmtiferð sín góð orðin.“

Séra Friðrik rannsakaði hellinn sjálfur
Séra Friðrik fór ásamt Hvatspiltum suður að Sléttuhlíðarhorni til að kanna innsta hellinn nokkru seinna . Höfðu þeir meðferðis ljósker ásamt stuttum og digrum 8 aura kertum frá Zimsen. Þeir voru ennfremur með mælivað og 60 faðma snæri. Mældu þeir innsta hellinn sem reyndist vera 61 fet á lengd og allur nokkuð jafnbreiður 8-10 fet. Síðan kemur lýsing séra Friðriks:

„Hæðin var um 4 fet minnst og liðugt 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir honum öllum, skreytt dropasteins útflúri. Hellirinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju, gólfið er slétt og fast og lítð sem ekkert þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stórgrýtið í framhellunum gleymist þegar inn er komið. Lengd alls hellisins frá botni þess innsta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300 fet. Í innri hellunum eru engin merki þess að menn hafi þar fyrr inn komið.

Hvatshellir

Hvatshellir.

Við vorum hálfan annan tíma að skoða hellana og var sá tími helst of stuttur til þess að geta séð allt til hlítar. Hellinn kallaði ég Hvatshelli eftir félaginu, er fann hann, og þykir mér félagið eiga þá sæmd skilið fyrir göngudugnað sinn og eftirtekt.

Séra Friðrik nefndi innsta afhellinn Hvatshelli, þann sem honum fannst líkjast kjallarakirkju, enda segir munnmælasaga að hann hafi stundum haldið látlausa helgistund í hellinum næstu árin. Allavega fór það svo að ungu mennirnir sem töldu sig hafa fundið afhellana máluðu nafnið Hvatshellir í innstu hvelfingunni. Vel má vera að þeir hafi fyrstir manna komið inn í þessa afhella, en Kershellirinn sem er fremstur var fyrir löngu þekktur eins og hleðslurnar sem þeir fundu í honum gefa glögglega til kynna.

Hvatshellir

Hvatshellir.

Þessi fundur þótti allmerkilegur í ljósi þess að erlendir menn höfðu farið um landið og leitað að hellum sem þeir töldu sig síðan finna, þó svo að heimamenn á hverjum stað hefði greinilega vísað þeim á þá. Séra Friðrik hvatti ungt fólk til að gera sér ferð til að skoða hellana og lýsti leiðinni suður í Sléttuhlíðina með eftirfarandi hætti: Hvatshellir liggur nálægt Selvogsvegi, upp með Setbergshlíðinni skammt frá vörðu þeirri sem er mælingamenn Herforingjaráðsins hafa hlaðið og merkt er tölunni 27. Sú varða er á vinstri hönd, er upp eftir veginum dregur, og spölkorn þar fyrir ofan er til hægri handar fallegur grasgróinn hvammur. Í honum er hellismunninn.

Mjög falleg og greiðfær leið þangað er að ganga upp frá Kópavogi, og framhjá Vífilsstöðum, þar upp með hinni fögru hlíð, er meðfram hrauninu liggur, síðan yfir hraunið og Setbergsásinn, þar til er komið á Selvogsveg. Mundi það vera 3 tíma gangur frá Reykjavík.“

Aðrir fara af stað til að skoða fundinn

Setbergssel

Setbergssel – varða nr. 27 ofan við selið.

Leiðalýsing séra Friðriks kom Reykvíkingum sérkennilega fyrir sjónir eins og greint var frá í blaðinu Reykjavík. Göngumaður sem skrifaði undir leyninafninu Gangleri gerði sér ferð suðureftir til að skoða hellinn ásamt félögum sínum. Þeir villtust á leiðinni og fóru allmarga aukakróka áður en þeir komust á Selvogsveginn. Seint og um síðir komu þeir að hellunum norðan Sléttuhlíðarhorns og hittu þar þrjá sveitamenn, eins og Gangleri kallaði þá í grein sinni. Þeir spurðu sveitamennina um nýja hellinn og sögðu þremenningarnir að þarna væri ekki nýr hellir heldur þrír hellar þétt við gömlu götuna og hver framundan öðrum.

Kershellir

Kershellir.

Þeir hefðu, áður en þessir landkönnunarmenn úr Reykjavík komu til sögunnar, verið kallaðir einu nafni Kershellar. Þeir hétu svo af því að það var engu líka en að ker eða skálar væru niður í jarðveginn, sem hellismunnarnir lægju úr og það væri einna gleggst á þessum nýskírða helli. Því til sönnunar að þessir hellar væru fullkunnir áður, væri það að þeir væru taldir ráða landamerkjum milli Setbergslands og Garðakirkju.

Nafngiftin gagnrýnd, enda hellirinn löngu þekktur

Kershellir

Í Kershelli.

Margir fundu sig knúna til að leggja orð í belg eftir að séra Friðrik gaf innhellinum nafnið Hvatshellir, en svo virðist sem fæstir þeirra sem gerðu sér ferð að hellunum hafi fundið afhellana. Nokkur brögð voru að því að fólk skoðaði einvörðungu Selhellinn og fannst lítið til hans koma enda hafði hann verið notaður sem fjárhellir eftir að hætt var að hafa þar í seli seint á 19. öld og fullur af sauðataði. Botn hellisins er núna þakinn leirkenndri mold sem verður leðjukennd þegar hún blotnar. Jón Þorkelsson var einn þeirra sem ritaði greinarkorn í Fjallkonuna um hellafundinn og taldi hann augljóslega að um Selhellinn væri að ræða.

Kershellir

Í Kershelli.

„Hellir sá í Garðahrauni [hellirinn er í efsta hluta Gráhelluhrauns], er félagar úr göngumannafélagsins „Hvats“ komu í hér í sumar, hefur orðið að blaðamáli. Kölluðust félagar þessir hafa fundið hér nýjan helli og skírðu hann „Hvatshelli“. Síðan hefur „Reykjavíkin“ skýrt frá því eftir kunngum manni, að hellir þessi hafi verið kunnur nú í manna minni, hafi verið haldinn landamerki milli Garða og Setbergs og verið kallaður Kershellir. Þar við bætir og ritstjóri „Reykjavíkur“ því að hann hafi þekkt þennan helli fram undir mannsaldur. En hér mun vera óhætt að bæta því við að hellir þessi hefur verið þekktur um frá ómuna tíð og hefur að vísu um 350 árin síðustu verið haldinn landamerki milli Setbergs og Garða.

Setbergssel

Setbergssel – landamerkjavarðan.

Er til enn vitnisburður um landamerki þessi frá 2. janúar 1625, úgefinn af Þorvaldi Jónssyni og samþykktur og staðfestur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini Ögmundssyni. Segir Þorvaldur þar svo frá: „að minn faðir Jón Jónsson bjó 15 ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði þá mínum föður jörðina Setberg þann sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hvar eð sat í Reykjavík og tilgreindi bóndinn Ormur þessi takmörk úr miðjum Flóðum, og upp miðjan Flóðhálsinn; sjóndeiling úr miðjum fyrirsögðum hálsi og í hvíta steininn, sá er stendur í Tjarnholtunum og þaðan sjóndeiling í miðjan Ketshellir.

Setbergssel

Op Ketshellis.

Úr Ketshellir og í mitt hraunið og þaðan úr miðju hrauni og ofan í Gráhellu og ofan í Lækjarbotna. Innan þessara takmarka bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum föður allt að yrkja og sér í nyt að færa og aldrei hefi ég þar nokkra efan á heyrt. Og var ég á fyrrsagðir jörðu minni ómagavist hjá mínum föður í 15 ár hann þar bjó; en ég hefi nú áttatíu vetur og einn, er þessi vitnisburður var útgefinn ‚, eftir hverjum ég má sverja með góðri samvisku.

Af þessu mætti það verða augljóst, að þessi nýfundni „Hvatshellir“ hefur verið mönnum kunnur í mörg hundruð ár, og heitir réttu nafni Ketshellir.

Lýsing Ólafs Þorvaldssonar

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

Við þetta má síðan bæta því að Ólafur Þorvaldsson, sem fæddist á Ási við Hafnarfjörð og var bóndi í Herdísarvík um tíma þar til Einar Benediktsson tók við jörðinni, ritaði ágætar leiðalýsingar um þjóðleiðir í námunda Hafnarfjarðar, sem birtust í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1943-48, sem kom út 1949. Í leiðarlýsingu hans á Grindarskarðavegi (Selvogsleið) ritar hann: „Ofarlega í hraunbelti því sem áður getur og yfir er farið áður en upp á móts við Klifsholt kemur er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð. Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt, og vildi gólfið blotna þegar fé kom brynjað inn. Laust eftir síðustu aldamót [1900] fundu menn úr félagi, sem nefndi sig „Hvat“ og í voru nokkrir ungir fjallgöngu- og landkönnunarmenn í Reykjavík, helli skammt ofar og norðar [hann er austar, en einnig máf inna lítinn hellir norðan við fjárhellinn]en Kershelli.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Op þessa hellis er mjög lítið en drjúgur spölur, þröngur og krókóttur, þar til í aðalhellinn kemur og er ekki farandi ljóslaust. Aðalhellirinn er hvelfing, bogmynduð, nokkru meira en manngengt í miðju, en gólfið slétt hellugólf. Þeir, sem námu helli þennan, svo að sögur fari af, nefndu hann eftir félagi þeirra og kölluðu Hvatshelli. Nafnið máluðu þeir svo með gullnum stöfum á innanverða hvelfingu eða gólf (ég man ekki hvort heldur).“

Hellaskoðun

Hamarkotshellir

Hamarskotshellir – op.

Kershellir er augljóslega sá hinn sami og er nú merktur með myndarlegri vörðu sem stendur skammt vestan við jarðfall við gömlu Selvogsgötuna. Kerið er allmyndarlegt og virðist eingöngu um litla skúta að ræða til sitthvorrar handar. Annar skútin, sem er frekar lítill er í austurbarmi kersins, en í vesturbarminum er op sem er öllu áhugaverðara. Þegar komið er innfyrir hellismunnann opnast stór hellir og í honum er hleðslan sem fyrr er getið. Vinstra megin við hana er einskonar bás eða útskot.

Kershellir

Kershellir – varðan ofan við opið.

Hellirinn er nokkuð langur og flestir láta sér nægja að skoða þennan hluta og halda síðan út í birtuna. Um leið og komið er inn í hellinn er hægt að greina þrönga rás hægra megin niður við gólf hellisins og þarf að skríða á maganum inneftir henni til aðkomast í fyrsta afhellinn. Hann er frekar lítill og gólfið er frekar grýtt. Úr þessum helli liggur önnur rás þar sem skríða þarf á fjórum fótum eða jafnvel á maganum. Opnast þá nokkuð stór hellishvelfing. Þar með er ekki allt upp talið því enn má finna þrönga rás og innan við hana er stærsti hellirinn, sá hinn sami og fékk nafnið Hvatshellir fyrir rúmlega 100 árum síðan.

Þeir sem hyggjast skoða Kershelli og afhellana þurfa að hafa mjög gott ljós meðferðis. ” – Jónatan Garðarsson

Sjá meira um Kers- og Hvatshelli HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

 

Setbergssel

Kershellir er við Selvogsveg (Suðurferðavegs) norðan við Sléttuhlíðarhorn í jarðfalli á fremur stuttri hraunrás. Hraunið er úr Búrfelli fyrir um 7400 árum. Á svæðinu eru einnig nokkrir styttri hellar.

Hamarskotshellir

Hamarskotshellir.

Kershellir er nyrstur og austastur þeirra. Inn af honum er svonefndur Hvatshellir. Suðvestar er Selhellir. Hann er opinn í báða enda og nefnist syðri hlutinn Selhellir en nyrðri hlutinn var nefndur Kethellir í Jarðarbók Árna Magnússonar og Bjarna Vídalín. Hleðsla í miðjum hellinum náði áður fyrr upp í loft, en er núna fallin að stórum hluta. Neðstur og nyrstur er svonefndur Sauðahellir, sem var notaður um tíma fyrir sauðfé, en þótti ekki alveg nógu góður til slíkra nota. Skammt frá honum er vallgróinn stekkur og austan hans er nátthaginn í jarðfalli. Þessir hellar voru í eina tíð nefndir einu nafni Kershellar, en einnig sundurgreindir með mismunandi nöfnum eftir því hverskonar not voru höfð af þeim í gegnum tíðina.

Ketshellir-222Hellarnir voru hluti af búskaparsamfélaginu um aldir og m.a. nýttir sem fjárskjól og áningastaðir ferðalanga sem áttu leið um Selvogsgötuna. Selhellirinn, sem er á landamerkjum Setbergs og Garðakirkjulands, var eins og nafnið gefur til kynna hluti af seljum Setbergs og Hamarskots um aldir. Enginn veit nákvæmlega hvernig Kershellir var notaður en ekki er ólíklegt að hann hafi verið einhverskonar mannabústaður í skamman tíma þó líklegra sé að hann hafi nýst sem geymsluhellir. Í honum er hlaðinn garður sem myndar hálfboga en það er með öllu óljóst til hvers þessi grjótveggur var gerður á sínum tíma.

Kershellir-223

Sumarið 1906 komu fjórir ungir piltar úr Reykjavík suður að Sléttuhlíðarhorni eftir þriggja tíma göngu og glöddust mjög þegar þeir fundu helli í jarðfalli, sem reyndist ágætlega stór. Þetta voru Sigurjón Þorkelsson, seinna kaupmaður í versluninni Vísi, Helgi Jónasson frá Brennu og Matthías Þorsteinsson, en þeir unnu allir saman í Edinborgarverslun. Fjórði pilturinn var Skafti Davíðsson trésmiður. Þeir höfðu stofnað fótgöngufélagið Hvat, en nafnið gaf til kynna að þeir einsettu sér að ganga hvatlega og skoða sitt nánasta umhverfi um helgar þegar þeir áttu frí frá vinnu. Þeir höfðu áður skunað á Þingvöll og skoðað þar hella í hrauninu og töldu sig hafa fundið nýjan og áður óþekktan helli við Selvogsveginn og létu þá fregn berast um bæinn. Þann 1. júlí 1906 birtist stutt grein í Æskunni þar sem sagt var frá því að Hvatsfélagar hefðu fundið stóran helli suður af Hafnarfirði einn sunnudag er þeir voru þar á göngu fyrr um sumarið. Hvatspiltar fóru aftur suður í Sléttuhlíð sunnudaginn 2. september með ljós og mælivað til að mæla og rannsaka hellinn gaumgæfilega. Komust þeir að því að út frá honum voru afhellar mismunandi stórir.

Kershellir-224

Þessi fundur hleypti mörgum kappi í kinn og héldu ýmsir áhugamenn um hella af stað til að rannsaka þetta fyrirbæri. Hvatsfélagareignuðu sér hellinn og  máluðu meira að segja nafn hellisins með bronsmálningu á einn hraunvegginn í stóra afhellinum. Meðal þeirra sem slógust í för með Hvatspiltum var séra Friðrik Friðriksson, upphafsmaður Kristilegs félags ungra manna í Reykjavík. Ritaði hann tvær greinar um hellinn og birtist önnur þeirra í Fjallkonunni  7. september 1906. Þar lýsti Friðrik hellinum og byggði á frásögn piltanna:
„Hann er 152 fe
t á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að giska 6-7 álnir á hæð, þar sem hæst er, allsstaðar má ganga uppréttur. Grjótgarður er hlaðinn 59 fet inn af munnanum, sá garður liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir munna á afhelli nokkru vinstra megin; er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet að lengd og 1 ½ alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unnt að sjá, að fé hefði verið geymt þar inni.

Hvatshellir-222

Hinir ungu menn könnuðu nú vandlega hellisveggina, og urðu þeir þá varir við smugu mjóa, er lá inn í vegginn hægramegin, nálægt hellismunnanum. Er þeir lýstu inn í hana, þótti þeim sem rúm mundi vera þar fyrir innan og skriðu því inn gegnum glufuna og komu þá inn í lítinn afhelli, vel mannhæðar háan, og var heldur stórgrýtt gólfið. Inn úr honum lá svo önnur glufa, er skríða þurfti í gegn á fjórum fótum. Fyrir innan hana varð fyrir þeim hellir, nær kringlóttur að lögun eða sporöskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkru meiri. Eftir gólfinu er hraunbálkur all mikill og lægðir báðu megin.

Hvatshellir-223Hægra megin varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólfið, og fóru tveir þar inn og fundu þá, að þeir voru komnir í stóran helli og langan, en eigi gátu þeir vel glöggvað sig á honum, því ljósfæri þeirra brást. Leituðu þeir nú síðan til útgöngu og þótti þeim skemmtiferð sín góð orðin.“
Séra Friðrik fór ásamt Hvatspiltum suður að Sléttuhlíðarhorni til að kanna innsta hellinn nokkru seinna . Höfðu þeir meðferðis ljósker ásamt stuttum og digrum 8 aura kertum frá Zimsen. Þeir voru ennfremur með mælivað og 60 faðma snæri. Mældu þeir innsta hellinn sem reyndist vera 61 fet á lengd  og allur nokkuð jafnbreiður 8-10 fet. Síðan kemur lýsing séra Friðriks:

Hvatshellir

Í Hvatshelli – sagan rifjuð upp.

„Hæðin var um 4 fet minnst og liðugt 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir honum öllum, skreytt dropasteins útflúri. Hellirinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju, gólfið er slétt og fast og lítð sem ekkert þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stórgrýtið í framhellunum gleymist þegar inn er komið. Lengd alls hellisins frá botni þess innsta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300 fet. Í innri hellunum eru engin merki þess að menn hafi þar fyrr inn komið.
Við vorum hálfan annan tíma að skoða hellana og var sá tími helst of stuttur til þess að geta séð allt til hlítar. Hellinn kallaði ég Hvatshelli eftir félaginu,  er fann hann, og þykir mér félagið eiga þá sæmd skilið fyrir göngudugnað sinn og eftirtekt.
Hvatshellir-224Séra Friðrik nefndi innsta afhellinn Hvatshelli, þann sem honum fannst líkjast kjallarakirkju, enda segir munnmælasaga að hann hafi stundum haldið látlausa helgistund í hellinum næstu árin. Allavega fór það svo að ungu mennirnir sem töldu sig hafa fundið afhellana máluðu nafnið Hvatshellir í innstu hvelfingunni. Vel má vera að þeir hafi fyrstir manna komið inn í þessa afhella, en Kershellirinn sem er fremstur var fyrir löngu þekktur eins og hleðslurnar sem þeir fundu í honum gefa glögglega til kynna.
Þessi fundur þótti allmerkilegur í ljósi þess að erlendir menn höfðu farið um landið og leitað að hellum sem þeir töldu sig síðan finna, þó svo að heimamenn á hverjum stað hefði greinilega vísað þeim á þá. Séra Friðrik hvatti ungt fólk til að gera sér ferð til að skoða hellana og lýsti leiðinni suður í Sléttuhlíðina með eftirfarandi hætti: Hvatshellir liggur nálægt Selvogsvegi, upp með Setbergshlíðinni skammt frá vörðu þeirri sem er mælingamenn Herforingjaráðsins hafa hlaðið og merkt er tölunni 27. Sú varða er á vinstri hönd, er upp eftir veginum dregur, og spölkorn þar fyrir ofan er til hægri handar fallegur grasgróinn hvammur. Í honum er hellismunninn.”

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Leiðalýsing séra Friðriks kom Reykvíkingum sérkennilega fyrir sjónir eins og greint var frá í blaðinu Reykjavík. Göngumaður sem skrifaði undir leyninafninu Gangleri gerði sér ferð suðureftir til að skoða hellinn ásamt félögum sínum. Þeir villtust á leiðinni og fóru allmarga aukakróka áður en þeir  komust á Selvogsveginn. Seint og um síðir komu þeir að hellunum norðan Sléttuhlíðarhorns og hittu þar þrjá sveitamenn, eins og Gangleri kallaði þá í grein sinni. Þeir spurðu sveitamennina um nýja hellinn og sögðu þremenningarnir að þarna væri ekki nýr hellir heldur þrír hellar þétt við gömlu götuna og hver framundan öðrum. Þeir hefðu, áður en þessir landkönnunarmenn úr Reykjavík komu til sögunnar, verið kallaðir einu nafni Kershellar. Þeir hétu svo af því að það var engu líka en að ker eða skálar væru niður í jarðveginn, sem hellismunnarnir  lægju úr og það væri einna gleggst á þessum nýskírða helli. Því til sönnunar að þessir hellar væru fullkunnir áður, væri það að þeir væru taldir ráða landamerkjum milli Setbergslands og Garðakirkju.

Hvatshellir-225

Margir fundu sig knúna til að leggja orð í belg eftir að séra Friðrik gaf innhellinum nafnið Hvatshellir, en svo virðist sem fæstir þeirra sem gerðu sér ferð að hellunum hafi fundið afhellana. Nokkur brögð voru að því að fólk skoðaði einvörðungu Selhellinn og fannst lítið til hans koma enda hafði hann verið notaður sem fjárhellir eftir að hætt var að hafa þar í seli seint á 19. öld og fullur af sauðataði. Botn hellisins er núna þakinn leirkenndri mold sem verður leðjukennd þegar hún blotnar. Jón Þorkelsson var einn þeirra sem ritaði greinarkorn í Fjallkonuna um hellafundinn og taldi hann augljóslega að um Selhellinn væri að ræða.

Setbergssel

Setbergssel. Helgafell fjær.

„Hellir sá í Garðahrauni [hellirinn er í efsta hluta Gráhelluhrauns], er félagar úr göngumannafélagsins „Hvats“ komu í hér í sumar, hefur orðið að blaðamáli.
Kölluðust félagar þessir hafa fundið hér nýjan helli og skírðu hann „Hvatshelli“. Síðan hefur „Reykjavíkin“ skýrt frá því eftir kunngum manni, að hellir þessi hafi verið kunnur nú í manna minni, hafi verið haldinn landamerki milli Garða og Setbergs og verið kallaður Kershellir. Þar við bætir og ritstjóri „Reykjavíkur“ því að hann hafi þekkt þennan helli fram undir mannsaldur. En hér mun vera óhætt að bæta því við að hellir þessi hefur verið þekktur um frá ómuna tíð og hefur að vísu um 350 árin síðustu verið haldinn landamerki milli Setbergs og Garða.

Setberg

Setberg 1772 – Joseph Banks.

Er til enn vitnisburður um landamerki þessi frá 2. janúar 1625, úgefinn af Þorvaldi Jónssyni og samþykktur og staðfestur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini Ögmundssyni. Segir Þorvaldur þar svo frá: „að minn faðir Jón Jónsson bjó 15 ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði þá mínum föður jörðina Setberg þann sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hvar eð sat í Reykjavík og tilgreindi bóndinn Ormur þessi takmörk úr miðjum Flóðum, og upp miðjan Flóðhálsinn; sjóndeiling úr miðjum fyrirsögðum hálsi og í hvíta steininn, sá er stendur í Tjarnholtunum og þaðan sjóndeiling í miðjan Ketshellir. Úr Ketshellir og í mitt hraunið og þaðan úr miðju hrauni og ofan í Gráhellu og ofan í Lækjarbotna. Innan þessara takmarka bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum föður allt að yrkja og sér í nyt að færa og aldrei hefi ég þar nokkra efan á heyrt. Og var ég á fyrrsagðir jörðu minni ómagavist hjá mínum föður í fáu 15 ár hann þar bjó; en ég hefi nú áttatíu vetur og einn, er þessi vitnisburður var útgefinn ‚, eftir hverjum ég má sverja með góðri samvisku.

Ketshellir

Tröllið í “Síðasta bænum í dalnum” við Ketshelli.

Við þetta má síðan bæta því að Ólafur Þorvaldsson, sem fæddist á Ási við Hafnarfjörð og var bóndi í Herdísarvík um tíma þar til Einar Benediktsson tók við jörðinni, ritaði ágætar leiðalýsingar um þjóðleiðir í námunda Hafnarfjarðar, sem birtust í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1943-48, sem kom út 1949. Í leiðarlýsingu hans á Grindarskarðavegi (Selvogsleið) ritar hann: „Ofarlega í hraunbelti því sem áður getur og yfir er farið áður en upp á móts við Klifsholt kemur er hellir allstór, Kershellir, og var hann notaður sem fjárból frá Setbergi meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stunduð.
Langur gangur er til aðalhellisins og nokkuð niðurgegnt, og vildi gólfið blotna þegar fé kom brynjað inn. Laust eftir síðustu aldamót [1900] fundu menn úr félagi, sem nefndi sig „Hvat“ og í voru nokkrir ungir fjallgöngu- og landkönnunarmenn í Reykjavík, helli skammt ofar og norðar [hann er austar, en einnig máf inna lítinn hellir norðan við fjárhellinn]en Kershelli. Op þessa hellis er mjög lítið en drjúgur splölur, þröngur og krókóttur, þar til í aðalhellinn kemur og er ekki farandi ljóslaust. Aðalhellirinn er hvelfing, bogmynduð, nokkru meira en manngengt í miðju, en gólfið slétt hellugólf. Þeir, sem námu helli þennan, svo að sögur fari af, nefndu hann eftir félagi þeirra og kölluðu Hvatshelli. Nafnið máluðu þeir svomeð gullnum stöfum á innanverða hvelfingu eða gólf (ég man ekki hvort heldur).“
Þess má geta að íslen
ska kvikmyndin “Síðasti bærinn í dalnum” var að hluta til tekinn í Ketshelli.

Heimildir:
-Jónatan Garðason.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48, Ólafur Þorvaldsson, Grindarskarðavegur (Selvogsleið), bls. 96-107
-Reykjavík, 7. árg. 1906, bls. 162
-Fjallkonan  7. september 1906, bls. 161
-Þjóðólfur, 56. árg 1906, bls. 164
-Æskan, 9. árg. 1905-1906, bls. 93
-Frjáls verslun, 4. árg. 1942, bls. 4
-Þjóðhvellur, 1. árg. 1906-1908, bls. 1

Munnleg heimild:
-Þórður Reykdal.
-Friðþjófur Einarsson, Setbergi.

Kershellir-221

Hvaleyrarsel

Gönguleiðin um og í kringum Hvaleyrarvatn er tiltölulega greiðfær. Lagt er af stað frá bifreiðastæðinu syðst á Vatnshlíðinni, ofan brekkunnar norðan við Hvaleyrarvatn, gengið veginn niður að vatninu og inn á göngustíg til vinstri er liggur austan og sunnan þess. Þá er athafnasvæði Skógræktar Hafnarfjarðar og Húshöfði á vinstri hönd. Framundan er skáli Gildis-skáta, en sunnanvert við vatnið, hægra megin við stíginn, eru tóttir af seli, Hvaleyrarseli.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar (ÓSÁ).

Um Hvaleyrarsel segir eftirfarandi í samantekt Gísla Sigurðssonar um Líf og þjóðhætti í Hafnarfirði: “Selstöð átti Hvaleyri við Hvaleyrarvatn og þar höfðu bændurnir haft í seli frá fornu fari. Sér enn tættur seljanna við sunnanvert vatnið. Þau hjón Jón [Magnússon] og Þórunn [Sigurðardóttir (bjó á Hvaleyri 1866-1868 og í Gestshúsum1869-1973] héldu uppteknum hætti Hvaleyrarbænda og höfðu í seli á sumrum við Hvaleyrarvatn. Höfðu þau þar jafnan selsstúlku og smala.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Annaðist selstúlkan mjaltir á málum og matargerð úr mjólkinni auk matargerðar fyrir þau og þjónustubrögð. En smalinn hélt fé í haga og annaðist heimflutning selsafurða. Nú bar svo til kvöld nokkurt, að er smalinn kemur á stöðul, lætur selstúlkan ekki sjá sig. Smalinn kvíar því ánum einn. Gengur síðan heim í sel að skyggnast eftir stúlkunni og finnur hana hvergi. Gengur því heiman frá seli og niður að vatni og vestur með því. Ekki hafði hann lengi gengið, er hann finnur stúlkuna rétt við vatnsbakkann heldur illa útlítandi. Var hún rifin á hol, eins og eftir óargadýr og traðk mikið þar í kring eftir hringmyndaða hófa stóra. Þóttist smalinn vita hvað valdið hafði dauða selstúlkunnar, því sögur hafði hann heyrt um að nykur væri í Hvaleyrarvatni og væri annað árið þar og hitt í Urriðakotsvatni. Smalinn varð flemtri sleginn og tók á rás heim til bæjar á Hvaleyri. Var brugðið við skjótt og lík selstúlkunnar sótt og það jarðsett að Görðum. Uppfrá þessu lögðust niður selfarir við Hvaleyrarvatn. En oft mátti sjá grábleikan hest á beit í Seljahrauninu eftir þetta. þau urðu endalok nykursins, að hann fraus í hel frostaveturinn mikla 1918”.

Hvaleyrarvatn

Stekkur á Selshöfða.

Auðvelt er að finna gömul sel á hraunsvæðum með því að svipast um eftir kennileitum. Þau voru oft við brunna, ár eða læki – og í nágrenninu er yfirleitt að finna kví, stekk, nátthaga og/eða náttskjól, auk graslendis umhverfis.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn um 1960 – Skátalundur nýbbyggður. Mynd ÓKG.

Við stærri sel smá sjá grjótgarða og jafnvel fjárhella. Selshúsin voru yfirleitt tvískipt, annars vegar vistarvera og geymsla og hins vegar eldhús. Allnokkur sel eru í nágrenni Hafnarfjarðar, s.s. Fornasel, Gjásel, Straumssel, Óttarstaðarsel, Lónakotssel og vestar Hvassahraunssel, Knarrarnessel og Brunnastaðasel, auk seljanna í Sogagýg og á Selsvöllum, en þar voru sel frá bæjum í Grindavík. Í Þrengslunum sunnan Selsvalla er Hraunssel frá Hrauni við Grindavík. Í nágrenninu eru auk þess nokkrar fallegar fjárborgir, s.s. Hólmsborg, Þorbjarnarstaðarfjárborg, Óttarstaðarfjárborg og Staðarborg í Vogum.

Hvaleyrarvatn

Stekkur í Seldal.

Þegar komið er við vesturenda Hvaleyrarvatns er beygt suður götuslóða, sem þar er, í átt að Seldal. Á hægri hönd er Selhraun. Þegar horft er til norðvesturs má sjá hraunhól í lægðarsvæði, en í hólnum er op til vesturs. Þar var tófugreni s.l. sumar.

Hvaleyrarvatn

Tjaldað við vesturenda Hvaleyrarvatns fyrrum. Mynd; EJ.

Götuslóðanum er fylgt upp vesturöxlina á Selhöfða (á vinstri hönd) og Seldalurinn á milli hans og Stórhöfða blasir við. Vel má sjá hversu landið hefur blásið burt, en Skógrækt Hafnarfjarðar hefur plantað talsverðu af trjám með vegslóðanum inn dalinn. Úr Stórhöfða kom Stórhöfðahraun vestan og sunnan við höfðann. Þegar komið er upp á Langholtsásinn er Miðhöfði í austur og Fremstihöfði í suðaustur. Gengið er beint áfram, út af veginum, niður ásinn að sunnanverðu og áfram með hraunkantinum framundan að Kaldárseli. Á leiðinni er fallegur hraunskúti undir klettavegg á vinstri hönd. Áður en komið er að Kaldárseli er gengið að farvegi Kaldár þar sem hún sést hverfa niður í hraunið, en áin er u.þ.b. 1100 metra löng í venjulegu árferði frá upptökum sínum í Kaldárbotnum, vatnsbóli Hafnfirðinga. Í þurrkatíð styttist hún til muna.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Talið er að áin renni neðanjarðar þaðan sem hún hverfur niður í hraunið og komi undan Hvaleyrarhrauni í Hraunsvík austan Straumsvíkur. Hæðarmismunur á yfirborði Kaldárbotna og grunnvatnsins vestan við Kaldárhnúk er sem næst 20 m. Orsök þessa mismunar er misgengi er liggur eftir undirhlíðum og noðrur um Búrfell. Það hefur hindrað grunnvatnsstreymið, lokað leið þess vestur og þvingað vatnið upp á yfirborðið. Þegar langvarandi úrkoma hefur verið kemur vatnið líka upp á yfirborðið í Helgadal austan undir misgenginu, en eftir langvarandi þurrkatímabil hverfur Kaldá sjálf stundum alveg. Í Helgadal er talið að byggð hafi verið fyrrum.

Lambagjá

Vatnsleiðsluundirhleðsla yfir Lambagjá.

Þegar komið er að veginum er rétt að fylgja honum framhjá fjárréttinni og beygja þá til vinstri eftir gamla veginum að brekkunni. Áður en komið er að henni er beygt út af veginum til hægri, eftir Lambagjá. Gjáin er friðlýst. Í gjánni er komið að mikilli fyrirhleðslu þvert yfir hana. Þetta er hleðsla undir vatnsleiðslu, sem þarna lá áður fyrr. Fara þarf upp með hleðslunni, niður aftur hinum megin og fylgja gjánni. Á leiðinni er farið undir haft og upp hinum megin. Þegar komið er í enda þess hluta gjárinnar þarf að ganga upp úr henni, en enn ein sigdældin er handan hennar. Síðar verður fjallað um hella austar í hrauninu, en niðri í einum þeirra má auðveldlega sjá kristaltært bergvatnið við jaðar misgengisins, sem getið var um.

Hvaleyrarvatn

Sumarhús í Vatnshlíð um 1960.

Í austri má sjá Búrfell, Húsfell í suðaustri og Helgafell (338 m. yfir sjó) í suðri. Á milli fellanna eru Valahnjúkar.
Þegar þarna er komið er beygt til norðurs og gengið austur fyrir Klifsholtið með Smyrlabúðarhrauni. Þá er komið inn á gömlu Selvogsgötuna er var þjóðleiðin á milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Hún er u.þ.b. 10 klst ganga frá upphafi til enda. Erfiðasti hluti leiðarinnar, en jafnframt sá fallegasti, er um Grindarskörðin (Kerlingaskarð). Um hana verður fjallað síðar.
Selvogsgötunni er fylgt til norðurs, með hraunkantinum, framhjá Smyrlabúð og niður að Hvatshelli og Ketshelli (Kershelli). Hlíðin framundan á hægri hönd heitir Setbergshlíð.

Hvatshellir

Hvatshellir – uppdráttur ÓSÁ.

Op Hvatshellis er í jarðfalli þegar halla fer undan og útsýni er yfir að hesthúsabyggðinni austan við Húshöfða. Fallega hlaðin varða stendur á barminum. Neðar má sjá graslendi er bendir til fjárhalds og þar í hraunhól er hellir (Ketshellir). Hann var notaður sem fjárból frá Setbergi meðan fjárbúskapur var rekinn þar og útbeit mest stundið. Ganga má í gegnum hellinn. Hleðslur er beggja vegna en auðveldlega er hægt að ganga þar í gegn ljóslaus. Hvatshellir er mun stærri. Á vetrum hanga bæði grýlukerti úr lofti og standa á gólfi hans. Í ljósadýrt getur verið mjög fallegt þar að líta.

(Sagnir eru um að Hvatshellir sé ofar, austar og norðar í hrauninu, og hafi tapast, en hann var áður samkomustaðar félagsskaparins Hvatar, en félagsmeðlimir eru sagðir hafa málað nafn hans gylltum stöfum á hvelfingu eða gólf hellisins, sbr. grein Ólafs Þorvaldssonar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48).

Lokaáfanginn er skáhallt yfir hraunið til norðvesturs að Kaldárselsvegi. Sú leið er einnig tiltölulega greiðfær ef fylgt er grónum lægðum, sem þar liggja. Loks er hægt að ganga veginn að bifreiðastæðinu á Vatnshlíðinni.
Góða ferð.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Hvatshellir

Gengið var frá Sléttuhlíð upp að Selvogssgötu undir Smyrlabúðahrauni.

Stekkur við Hamarskotsfjárhelli

Stekkur við Hamrakotshelli.

Þaðan var gamla gatan gengin niður að helli, sem í seinni tíð hefur verið nefndur Kershellir, en Hvatshellir er afhellir innan af honum. Stór varða er á suðvesturbrún hans. Farið var niður í hellinn og hann skoðaður hátt og lágt. Hann liggur til vesturs úr jarðfallinu, um 40 metra langur. Segja má að hellirinn hafi verið óvenju fallegur því hæfilega löng grýlukert lágu niður úr svo til öllu lofti hans. Á leiðinni út var farið til vinstri, framhjá jarðfallinu, til austurs og þar inn þrönga hraunrás, sem séra Friðrik Friðriksson kom á spjöld sögunnar í frásögn hans af Sölva. Hellirinn er nefndur eftir göngufélaginu “Hvatur”, sem mun hafa farið þangað af og til og m.a. haldið samkomur sínar í honum. Hellirinn er nokkuð þröngur til að byrja með, en víkkar á ný í hvelfingu. Þá þrengist hann aftur, en opnast síðan inn í enn aðra hvelfingu. Alls er hellirinn um 100 m langur. Til leiðbeiningar skal þess getið að til skamms tíma voru þrjár litlar vörður á Kersbrún norðaustan við op hans (Ólafur Þorvaldsson 1949). Þessar vörður voru sameinaðar í eina um eða eftir 1960.
Ketshellir er sunnan við Kershelli/Hvatshelli. Hann er í gróinni hraunrás í um 30 metra fjarlægð og liggur í sömu stefnu og Kershellir (vesturs). Hellirinn er rúmgóður og um 30 metra langur. Hann er í fornum ritum nefndur Selshellir.

Hamarskotsselsfjárskjól

Hamarskotsselsfjárhellir.

Samkvæmt Jarðarbókinni sem Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu að árið 1703 í Gullbringusýslu kemur fram: að jörðin á selstöðu þar sem heitir Kietsheller. Sami hellir var einnig nefndur í tengslum við Hamarskot, sem var hjáleiga Garðakirkju. Var greint frá því að selstöðu ætti Hamarskot í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettahlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarskotssel. (Árni Magnússon og Páll Vídalín 1923-1942). Hellirinn var á mörkum jarðanna og opinn í báða enda og þar af leiðandi notaður af ábúendum beggja jarða til helminga og þá jafnan nefndur einu nafni Selhellir.

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

Vestan við hellana sér niður á grassvæði. Selvogsgatan liggur niður að því og áfram í gegnum það uns hún sveigir að Setbergsshlíð. Á norðanverðu svæðinu er stekkur í kvos. Hleðslur eru til að hindra uppgöngu úr kvosinni. Op er til vesturs. Vestan opsins er hraunkantur. Handan og fast við kantinn er enn eitt op á helli. Hann er þó mun styttri en hinir. Frá opinu liggur hann til austurs, á móti hinum.

Sunnan við opið sést móta fyrir kví í skjóli fyrir austanáttinni. Sunnar, syðst á grassvæðinu eru tóttir Setbergssels. Bæði hefur jarðsig verið notað svo og tóttir, sem þarna eru. Fyrir framan hól eru bogadregnar hleðslur fyrir helli. Þar er Setbergsselsfjárhellir. Þegar komið er inn í hann miðjan er hlaðinn garður þvert fyrir hellinn. Hinn hlutinn er Hamarskotsselsfjárhellir. Hægt er að ganga í gegnum hellinn og er þá komið út þar sem verið hefur tótt Hamarskotssels. Geitur voru hafðar í helli þessum á fyrri hluta 20. aldar. Sunnan við Hamarskotshelminginn er hlaðinn stekkur.
Svæði þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í síðdegisgöngu, en jaf
nframt skoða mikið á stuttum tíma. Gerður var uppdráttur af svæðinu.Sjá meira HÉR.
Veður var með ágætum – bjart og stillt.

Kétshellir

Kétshellir / Setbergsselsfjárhellir.

 

Hvatshellir

Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna.

Setberg

Setberg – fjárhústóft í Fjárhúsholti.

Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan við bæinn á Setbergi. Ofan við Kershelli er Hvatshellir í stóru jarðfalli. Hann opnaðist í jarðskjálfta á 19. öld. Nafnið Kershellir hefur í seinni tíð færst yfir á Hvatshelli.
Kershellir, sem er á landamerkjum, er tvískiptur; nyrðri helmingur hans tilheyrði Setbergi og sá syðri Hamarskoti.

Kershellir

Kershellir.

Hvatshellir gengur innan af og austur úr niðurfalli sunnan Suðurhlíðar milli Setbergshlíðar og Slétturhlíðar og er stór varða á vesturbrún þess. Um töluverða hvelfingur er að ræða, um 50 metra langa, 10 metra breiða og um tveggja metra háa. Eftir að komið er niður í hellinn sjást göng upp með niðurfallinu. Þar er afhellir álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri. Heildarlengd hellisins er um 100 metrar. Hellirinn fannst sumarið 1906 og varð forsíðufrétt í blaðinu Þjóðhvelli (1906), en þar segir:

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

“Fjórir piltar, ungir og röskir: Helgi Jónasson, Matthías Ólafsson, Sigurbjörn Þorkelsson (allir þrír starfsmenn Edinborgarverslunar hér í bænum) og Skafti Davíðsson trésmiður, höfðu myndað með sér félag í vor, er heitir Hvatur, í því augnamiði, að temja sér göngulag og styrkja með því líkamann. Hafa þeir því á sunnudögum gengið upp í landið til að njóta fríska loftsins og fegurðar náttúrunnar. Í einum slíkum leiðangri fyrir skömmu, fundu þeir hellir einn uppi í Hafnarfjarðarhrauni, stóran og fallegan – miklu stærri en helli þann í Þingvallahrauni, er kenndur er við enska manninn, Hall Caine, af því að hann fann hann ekki.-

Hleðsla í Setbergsselsfjárhelli / Kershelli

Setbergsfjæárhellir / Hamarkotsfjárhellir.

Þennan nýfundna hellir hafa piltarnir skírt Hvatshelli, eftir félagi sínu, og var vel til fundið. – Lengd hellis þessa, frá enda í enda, kvað vera 300 fet; afhellar eru margir út úr aðalhellinum, hver inn af öðrum, og kvað innsti hellirinn vera þeirra lang-fallegastur. Hvelfing hans er t.d. snilldarvel löguð. Merki þess þykjast menn sjá, að menn hafi komið í hellir þennan áður fyrir löngu.
Árangur af þessari ferð piltanna hefur orðið merkilegur mjög, og hlýtur að vera þeim og öðrum til gleði, – eiga þeir þökk skilið fyrir fundinn. – Að minnsta kosti hefði slíkur fundur sem þessi þótt matur hér í Víkinni, hefði finnandinn verið einhver nafnkenndur útlendingur eða Lord eða eitthvað því um líkt og verið innundir hjá ritstjóranum.”
Ketshellir

Í Setbergsfjárhelli /Hamarkotsfjárhelli.

Heimild m.a.:
-Friðþjófur Einarsson, bóndi á Setbergi.

Setbergssel

Vestan við Kershelli sér niður á grassvæði. Þarna var selstaða Setbergs í Garðahreppi hinum forna (nú að mestu í Hafnarfirði).

Setbergssel

Í Setbergsseli.

Selvogsgatan (Suðurferðavegur) gamla liggur niður um selstöðuna og áfram í gegnum hana uns hún sveigir að Þverhlíð. Á norðanverðu svæðinu er stekkur í kvos. Hleðslur eru til að hindra uppgöngu úr kvosinni. Op er til vesturs. Vestan opsins er hraunkantur. Handan og fast við kantinn er enn eitt op á helli. Hann er þó mun styttri en hinir. Frá opinu liggur hann til austurs, á móti hinum.
Sunnan við opið sést móta fyrir kví í skjóli fyrir austanáttinni. Sunnar, syðst á grassvæðinu eru tóttir Setbergssels. Bæði hefur jarðsig verið notað svo og tóttir, sem þarna eru. Fyrir framan hól eru bogadregnar hleðslur fyrir helli. Þar er Setbergsselsfjárhellir, öðru nafni fyrrnefndur Ketshellir. Þegar komið er inn í hann miðjan er hlaðinn garður þvert fyrir hellinn. Hinn hlutinn er Hamarskotsselsfjárhellir, öðru nafni Selshellir. Hægt er að ganga í gegnum hellinn og er þá komið út þar sem verið hefur tótt Hamarskotssels. Skammt sunnar má sjá hlaðinn stekk selstöðunnar. Geitur voru hafðar í helli þessum á fyrri hluta 20. aldar.

Kétshellir

Ketshellir / Setbergsselsfjárhellir. Hamarkotsselsfjárhellir hægra megin.

Samkvæmt Jarðarbókinni sem Árni Magnússon og Páll Vídalín unnu að árið 1703 í Gullbringusýslu kemur fram: að jörðin á selstöðu þar sem heitir Kietsheller. Sami hellir var einnig nefndur í tengslum við Hamarskot, sem var hjáleiga Garðakirkju. Var greint frá því að selstöðu ætti Hamarskot í Garðakirkjulandi þar nærri sem heitir Sljettahlíð hjá hellir nokkrum og skuli þar kallast enn í dag Hamarskotssel. (Árni Magnússon og Páll Vídalín 1923-1942). Hellirinn var á mörkum jarðanna og opinn í báða enda og þar af leiðandi notaður af ábúendum beggja jarða til helminga og þá jafnan nefndur einu nafni Selhellir.

Kershellir

Í Kershelli.

Um það bil 50 metrum austar og nær Smyrlabúðarhrauni, steinsnar frá Selvogsgötunni er hinn eiginlegi Kershellir í jarðfalli. Honum lýsti Ólafur Þorvaldsson á leið sinni um Selvogsgötuna.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Hann gat réttilega um að menn úr félaginu Hvati hafi helgað sér hellinn laust eftir aldamótin 1900, sem varð til þess að margt manna lagði þangað leið sína til að skoða hann. Kölluðu þeir hann Hvatshelli, sem varð til þess að Kershellisnafnið féll í skuggann um árabil.

Kershellir

Kershellir. Setbergssel og Hamarkotssel fjær t.v.

Ólafur gefur eftirfarandi lýsingu: Til leiðbeiningar skal þess getið að til skamms tíma voru þrjár litlar vörður á Kersbrún norðaustan við op hans (Ólafur Þorvaldsson 1949). Þessar vörður voru sameinaðar í eina um eða eftir 1960.

Svæði þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja fara í síðdegisgöngu, en jafnframt skoða mikið á skömmum tíma.

Setbergssel

Setbergssel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Hvatshellir

Eins fram kemur varð nokkur þræta um Hvatshelli eftir að honum var lýst nýfundum í sept. 1906. Slíkar þrætur koma jafnan í kjölfar óvæntra uppgötvana. Þær eru þó ekki alltaf á rökum reistar. Hér er eitt ágætt dæmi um viðbrögð við fundi Hvatshellis er birtist í Þjóðólfi 28. sept. 1906 og bar yfirskriftina “Ketshellir”:
Hvatshellir“Hellir í Garðahrauni, er félagar úr göngumannafélaginu “Hvat” komu í hér í sumar, hefur orðið að blaðamáli. Kölluðust félagar þessir hafa fundið hér nýjan helli og skírðu hann “Hvatshelli”. Síðan hefur “Reykjavíkin” skýrt frá því eptir kunnugum manni, að hellir þessi hafi verið kunnur nú í manna minni, hafi verið haldinn landamerki milli Garða og Setbergs og verið kallaður Kershellir. Þar við bætir og ritstjóri “Reykjavíkur” því, að hann hafi þekkt þennan helli fram undir mannsaldur. En hér mun vera óhætt að bæta því við, að hellir þessi hefur að vísu um 350 árin síðustu verið haldinn landamerki milli Setbergs og Garða. Er til enn vitnisburður um landamerki frá 2. janúar 1625, útgefinn af Þorvaldi Jónssyni og samþykktur og staðfestur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini Ögmundarsyni. Segir Þorvaldur þar svo frá; “að minn faðir Jón Jónsson bjó 15 ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði þá mínum föður jörðina Setberg þann sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hver eð sat í Reykjavík og tilgreindi bóndinn Ormur þessi takmörk; úr miðjum Flóðum, upp miðjan Flóðhálsinn; sjóndeilding úr miðjum fyrsögðum hálsi og í hvíta steininn, sem stendur í Tjarnholtum og þaðan sjóndeilding í Ketshellir. Úr Ketshellir og í mitt hraunið og þaðan úr miðju hrauni og ofan í Gráhellu. Úr Gráhellu og ofan í Lækjarbotna. Innan þessara takmarka bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum föður og allt að yrkja og sér í nyt að færa og aldrei hefi eg þar nokkra efan heyrt. Og var eg á fyrrsagðri jörðu í minni ómagavist hjá föður mínum í þau 15 ár hann þar bjó; en eg hefi nú áttatíu vetur og einn, er þessi vitnisburður var útgefinn, eptir hverjum eg má sverja með góðri samvizku”.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Af þessu mætti það verða augljóst, að þessu nýfundi “Hvatshellir” hefur verið mönnum kunnur í mörg hundruð ár, og heitir nafni Ketshellir.
“Hvatsmenn” eru í sjálfu sér ekki syndugri menn en aðrir í Galelía, þó að þá hafi hent þessi hellaglöp. En af þessari hendingu væri jafngott, að menn dragi sér þá kenning að vera ekki of veiðibráðir að nema lönd í heimahögum annara, þar sem þeir eru ókunnugir, en spyrja sig heldur fyrir hjá smalapiltinum, áður en þeir fara að skíra landnámin. Að hlaupa í það umsvifalaust að búa til örnefni, þótt menn af ókunnuguleika viti ekki að það væri til áður, getur orðið til mikils ills og komið til leiðar skæðasta glundroða, buldri og þrefi, þar sem svo stendur á eins og hér, að það hittir á æfagömul landamerki.”

Í Ketshelli

Svo mörg voru þau orð. En skoðum þetta svolítið  nánar. Séra Friðrik var ekki að lýsa Ketshelli. Hann var að lýsa innkomunni í Kershelli og síðan nýfundnum afhelli hans; Hvatshelli, sem er ekki á landamerkjum heldur skammt ofar (norðaustar) í Smyrlabúðahrauni. Ketshellir er hins vegar á landamerkjum, einnig nefndur Selhellir og Setbergsselshellir/Hamarskotsfjárhellir. Landamerkjavarða stendur ofan á hellisþakinu þar sem fyrirhleðsla er undir í hellinum. Þar voru mörk Garðalands (Setbergs) og Hamarskots. Syðri endi hellisins hýsti hluta selstöðu frá Hamarskoti. Í fyrrnefndri lýsingu frá 1625 er getið um að landamerkin liggi um Ketshelli, sem er rétt. Hann kemur bara Kershelli og Hvatshelli ekkert við svo framangreind viðbrögð voru því algerlega óþörf.

Setbergssel

Markavarðan í Setbergsseli.

Kershellir var einnig þekktur og töldu ýmsir er þekktu til að Hvatsmenn hafi verið að lýsa honum þegar þeir töldu sig hafa fundið nýjan óþekktan helli er þeir skírðu Hvatshelli. Það voru þeir hins vegar ekki að gera þó svo að Hvatshellir sé í raun hluti sömu rásar og Kershellir. Þeir voru því ekki að umbreyta örnefni heldur búa til nýtt á áður óþekktu. Sumir gagnrýnenda voru í raun að afhjúpa ókunnugleik sinn á þessum stað því ekki er að sjá að þeir hafi sjálfir farið á vettvang, borið saman heimildir og metið aðstæður.
Hafa ber í huga að fáir hraunhellar voru þekktir á þessum tíma hér á landi, enda erfitt að skoða þá með þeim búnaði er þá var til staðar.

Heimild:
-Jón Þorkelsson – Þjóðólfur 28. sept. 1906.

Ketshellir

Landamerkjavarða á Ketshelli.

Kershellir

Í sjálfsævisögunni “Himnest að lifa”, fyrsta bindi, lýsir höfundurinn, Sigurbjörn Þorkelsson, ferð hans og þriggja félaga í göngufélaginu Hvatur úr Reykjavík í Hvatshelli í lok ágúst 1906. Þann 6. sept. fór hann með Friðriki Friðrikssyni í hellinn með það fyrir augum að rannsaka hann og mæla. Í ljós kom 100 m langur hellir með tveimur sölum, sá innri líkastur kapellu.
HvatshellirDeilur spruttu um fund hellisins og rugluðu gagnrýnendur honum saman við annan þekktan helli, Kershelli, sem var og er fremri hluti Hvatshellis. Margir fóru í hellinn fyrst eftir fundinn, en síðustu 100 árin hefur svo lítið verið farið í hann að telja má að tilvist hans væri að mestu leyti gleymd ef ekki hefði verið fyrir skrif séra Friðriks í Fjallkonuna 7. sept. 1906. Björn Hróarsson o.fl. skrifuðu svo um endurfund Hvatshelli í Surt 1992. Þá lýstu Ólafur Þorvaldsson og Gísli Sigurðsson staðsetningunni í leiðarlýsingum sínum um Selvogsgötuna/Grindaskarðaveg.
Þegar Hvatshelli ber á góma í dag verða jafnan skiptar skoðanir um hvar hann sé að finna. FERLIR hefur áður lýst staðsetningu hans, en líkt og svo margir aðrir, fengið skammir fyrir. Hér á eftir er lýsing þeirra er að öllum líkindum komu fyrstir í Hvatshelli og gáfu honum nafnið. Hún staðfestir seinni tíma lýsingar FERLIRs á hellinum.
Sigurbjörn Þorkelsson lýsir fundi hellisins og ferð hans með séra Friðriki svona: “Við byrjuðum fljótlega að vorinu, þegar gróður var kominn í jörð, að fá okkur gönguferðir kringum Reykjavík, og seinna fórum við að fara í lengri ferðir, að Vífilsstöðum og í hlíðina þar fyrir sunnan, Setbergshlíð, suður fyrir Hafnarfjörð, að Hvaleyrarvatni, Grísavatni og í hraunin þar í kring, og í Kaldársel, gengum á Helgafell og Búrfell.

Op Kershellis

Í einni af þessum ferðum okkar fundum við Hvatshelli, en sá fundur olli miklum blaðadeilum. Séra Friðrik, sem fór og rannsakaði hellana, skrifaði langa grein um fund þennan í Fjallkonuna og lýsti hellunum, eftir að hann hafði mælt þá nákvæmlega.
Komu þá mótmælagreinar bæði í Reykjavík og Þjóðólfi um, að við þættumst hafa fundið hella, er áður hefðu verið alkunnir Hafnfirðingum og fleirum, og hefðu um margar aldir verið notaðir sem fjárhellar.
Við undruðumst allan þennan gauragang út af þessum skrifum, því að við höfðum ekki ætlazt til, að við yrðum viðurkenndir fyrir landafundi hér í nágrenninu. En eitt er víst, að marga furðaði sig á því, að vil skyldum nota hverja frístund til þess að fara gangandi um landið. Þá var eins og enginn þyrði að hreyfa sig. Og margir voru þeir innfæddir Reykvíkingar, sem höfðu ekki einu sinni komið inn að Elliðaám…
Við heyrðum það oft á fólki, að það skildi ekkert í þessu brölti okkar og að við skyldum ekki nota tímann, eftir að við höfðum afgreitt í búðinni, til að hvíla okkur. Í stað þess að leggja af stað undir nóttina, eins og fólkið kallaði það…
Við félagarnir voru á einni af ferðum okkar upp með Setbergshlíð og sjáum þá op á helli, rétt við veginn [Selvogsgötuna gömlu]. Þetta var nokkuð stór hellir og hátt undir loft, og sáum við strax, að þarna hefði verið geymt fé fyrir mörgum árum. Jata var þarna úr steinum eða hlaðinn stallur, þar sem hárað hefur verið fyrir fé. Sönnun fyrir því, að þessi hellir hafi fyrir löngu verið lagður niður sem sauðfjárgeymsla, var það, að taðið hafði breytzt í jarðveg.
Við sáum ekki mikið merkilegt við þennan helli, en héldum áfram að snuðra út til hliðar hans, sérstaklega í urð, sem lá hægra megin við innganginn. Sú eftirgrennslan bar þann árangur, að við hittum á ofurlitla smugu, sem við rétt aðeins gátum smokrað okkur með lagni inn um.

Í Kershelli

Þegar við komum inn úr þessum þröngu göngum, virtist vera stórt rúm þar fyrir innan.
Við þorðum ekki að hætta okkur ljóslausir lengra inn í myrkrið og héldum áfram för okkar til fjalla, eins og venjulega.
Svo var það næsta sunnudag, að við lögðum snemma úr Reykjavík og fórum þessa sömu leið, fram hjá Vífilsstöðum og beint í hellinn í Setbergshlíð. Höfðum við í þetta sinn með okkur eithvað af kertum, og skyldi nú hellirinn kannaður rækilega. Skriðum við inn um þrönga ganginn, og þegar inn fyrir var komið, voru tendruð ljós. Ég man, að ég var að reyna að kanna þennan háa, stórgrýtta helli, þegar ljósið slokknaði hjá mér. Leitaði ég eftir eldfærum, en uppgötvaði þá mér til mikillar skelfingar, að ég hef engar eldsýtur.
ÞórarinnHelgi og Skapti voru horfnir eitthvað langt í burtu inn í hið ókunna, en Matthías var einhvers staðar í klungrinu ásamt nmér, og var hann ljóslaus. Ég kalla nú til hans og bið hann að fara varlega, og heyri í því, að hann rennur eitthvað til í urðinni, en svarar mér engu. Verð ég nú verulega hræddur og hef aldrei kjarkmikill verið. Verður mér á að hugsa, að hann muni nú vera að hrapa, það kunni að vera þarna vatn, og muni nú vera e.t.v. að drukkna, án þess að ég getu neitt komið honum til hjálpar.
Í þessu heyri ég til þeirra Helga og Skapta og sé ljóstýru. Eru þeir þá að koma úr sinni könnunarför. Segjast þeira hafa fundið helli, forkunnar fagran. En þeir hafi ekki haft ljósmeti nægilegt til þess að kanna hann nánar og þar að auki verið hræddir um okkur, þegar við komum ekki á eftir þeim.
Mér létti fljótt við komu þeirra og fór ég að geta séð smávegis í kringum mig. Við komum nú auga á Matthías, þar sem hann húkti á stóru bjargi, langt fyrir neðan okkur. Hafði hann runnið þangað í myrkrinu og beið þar eftir að hinir kæmu. Hafðu hann ekkert látið frá sér heyra. Matthías var aldrei margmáll.

Fyrirhleðsla í Kershelli

Við skriðum sem fyrst aftur út úr hellinum, könnuðum eitthvað landslagið í suðurátt og fórum frekar snemma heim.”
Þeir félagar tilkynntu séra Friðriki Friðrikssyni um fundinn og fóru þess á leit við hann, að hann rannsakaði fyrir þá hellinn.
“Eins og hans var von og vísa, tók hann þessari málaleitan okkar vel og sagðist skyldi fara strax að morgni, mánudag, suðureftir, ef einhver okkar gæti komið með sér. Féll það í minn hlut að reyna að fá frí, og var þeirri málaleitan tekið vel af verzlunarstjóranum, vini okkar Hjalta.
Var næst snúið sér að því að útvega málband og rafmagnsblys og mikið af kertum. Lögðum við af stað suður á tíunda tímanum á mánudagsmorguninn.
Séra Friðrik, sem var annálaður göngugarpur, kvartaði unadn því við mig, að ég gengi nokkuð hart. “Ég hélt,” sagði hann, “að ég væri enginn skussi að ganga, en nú finn ég, hverju góð æfing getur komið til leiðar, og mikið þykir mér vænt um, að þið hafið tekið ykkur út úr fjöldanum og hafið þessar hollu gönguferðir út í ríki náttúrunnar. Þið getið aldrei haft annað en gott af því.”

Ker

Margt annað ræddum við þennan dag, og sá ég ekki eftir því, að ég hafði valizt til þessar ferðar. Og nú fór brátt að renna af mér allur kvíði. Þegar við svo fórum að kanna hellinn með ágætum ljóstækjum, því að við stilltum fjölda kerta víðs vegar um hellana, sá ég í fyrsta sinn innsta hellinn, sem er svo undrafagur, eins og kapella í lögun, lægstur innst, allur gerður úr smágerðum dropasteinum. Þannig kom hann mér að minnsta kostir fyrir sjónir.
Annars lýsir sér Friðrik þessu öllu nákvæmlega í grein sinni í Fjallkonunni, eins og áður er getið. En styrinn, sem sú grein olli, var á fullkomnum misskilningi byggður. Það voru alls ekki fjárhellarnir, innri og ytri, heldur afhellarnir, sem ég staðhæfim að enginn hafi gengið um áður, en hér var um að ræða.
Seinna fórum við oft með stórum hópum af fólki þarna suður eftir til þess að sýna því hellana, t.d. fóru einn sunnudag milli 4-50 Edinborgarar þangað, og þótti þeim öllum mikið til hellanna koma. Guðmundur vinur okkar Þórðarson hafði keypt og haft með sér gullbrons, sem hann notaði til þess að skrifa með sinni fallegu rithönd nafnið “Hvatshellir” innst í botni Kapelluhellisins.

Op Hvatshellis

Nú eru liðin mörg ár síðan þetta gerðist og hef ég ekki komið í hellinn lengi. Veit ég ekki, hvernig þar er nú útlits.”
Grein séra Friðriks um Hvatshelli í Fjallkonunni 7. sept 1906 var svona:
Að betra og heilnæmara loft sé utanbæjar en innan, að hollara og skemmtilegra sé að ganga út í sumarblómann en að reika eftir rykugum götunum, er viðurkennt af öllum, en furðu lítið farið eftir því. Þeir, sem gjöra það, fara þá langflestir á hestum eða hjólum.
Fjórir ungir vinir mínir hugðu þó að vel mætti komast út úr bænum sér til skemmtunar með öðru móti. Stofnuðu þeir með sér fótgöngufélg, er þeir nefndu “Hvat”.
Þeir hafa á sunnudögum og frídögum farið marga góða og skemmtilega ferðina, séð margt, lært margt og aflað sér ánægju og heilsusamlegrar hressingar. Nú þekkja þeir fallegustu brekkurnar, sléttustu balana og friðsælustu dalverpin í grenndinni. Þeir eru fróðari orðnir um rennsli lækjanna, bugður og kvíslir hraunanna, fell og fögur útsýni. Þeir hafa farið fótgangandi til Þingvalla, séð Almannagjá og Lögberg, kannað Hallshelli og ýms náttúrundur uppi í fjöllunum.

Lagt í Hvatshelli

Og nú fyrir skömmu hafa þeir að erfiðslaunum haft óvænta gleði og skemmtun af því að finna helli, sem þeim ber saman um að sé merkilegri en Hallshellir.
Einn sunnudag, er þeir voru að ganga um og skoða hraunið er liggur sunnan Setbergshlíðar veittu þeir eftirtekt hellismunna allvíðum og fóru niður í hann. Þótti þeim hann allmikill og könnuðu eftir föngum.
Þá fýsti að vitja hans aftur og tóku með sér meiri tæki, ljós og mælivað. Þá könnunarferð fóru þeir í gær (sunnud. 2. sept. 1906). Mældu þeir nú hellinn.
Hann er 152 fet á lengd, 40 fet á breidd, þar sem hún er mest, og á að gizka 6-7 álnir á hæð, þar sem hæst er. Alls staðar má ganga uppréttur. Grjótgarður er hlaðinn 59 fet inn af hellismunnanum. Sá garður liggur þvert yfir hellinn og á parti í boga fyrir mynnið á afhelli nokkrum vinstra megn. Er hann eins og bás, höggvinn út í bergið, og er 27 fet á lengd og garðurinn er 20 fet á lengd og 1 1/2 alin á hæð, þar sem hann er hæstur. Ekki var unnt að sjá, að fé hafi verið geymt þar inni.
Og innHinir ungu menn könnuðu nú vandlega hellisveggina, og urðu þeir þá varir við smugu mjóa, er lá inn í vegginn hægra megin, nálægt hellismunnanum. Er þeir lýstu inn íhana, þótti þeim sem rúm mundi vera þar fyrir innan, og skriðu því inn gegnum glufuna og komu þá inn í lítinn afhelli, vel mannhæðarháan, og var heldur stórgrýtt gólfið. Inn úr honum lá svo önnur glufa, og skríða þurfti í gegn á fjórum fótum. Fyrir innan hana varð fyrir þeim hellir, nær kringlóttur að lögun eða sporöskjulagaður. Hann er 10 fet á hæð, þar sem mest er, og breiddin 20 fet, en lengdin nokkru meiri. Eftir gólfinu er hraunbálkur allmikill og lægðir báðu megin.
Hægra megin varð enn fyrir þeim lítil glufa niður við gólfið, og fóru tveir þar inn og fundu þá, að þeir voru komnir í stóran helli og langan, en eigi gátu þeir vel glöggvað sig á honum, því ljósfæri þeirra brást. Leituðu þeir nú síðan til útgöngu og þótti þeim skemmtiferðin sín góð orðin.

Staldrað við

Eftir tilmælum þessara vina minna fór ég ásamt einum þeirra í dag til þess nákvæmar að skoða hellana. Höfðum við með okkur stórt ljósker og ágætt, stutt og digur 8 aura kerti frá Zimsen, mælivað og 60 faðma snæri. Mældum við  nákvæmlega innsta hellinn. Hann er 61 fet á lengd, og nokkuð jafnbreiður allur, en breiddin 8-10 fet og hæðin 4 fet minnst og liðug 5 fet mest. Innst inni er hann íhvolfur og er hvelfing yfir honum öllum, skreytt smágervu dropsteina-útflúri. Hellirinn er ekki ósvipaður hvelfdum gangi í kjallarakirkju. Gólfið er slétt og fast og lítið sem ekkert er þar lausagrjót inni. Svo er hann fallegur, að erfiðleikarnir við inngönguna í gegnum 3 glufurnar og stórgrýtið í framhellinum gleymdist, þegar inn var komið. Lengd alls hellisins frá botni þess innsta og aftast í þann fremsta er rétt að segja 300 fet. Í innri hellunum eru engin merki þess, að menn hafi þar fyrr inn komið.
Við vorum hálfan annan tíma að skoða hellana og var sá tími helzt of stuttur til þess að geta séð allt til hlítar. Hellirinn kallaði ég Hvatshelli eftir félaginu, er fann hann, og þykir mér félagið eiga þá sæmd skilið fyrir göngudugnað sinn og eftirtekt. Þessi eru nöfn félagsmanna: Sigurbjrön Þorkelsson, Helgi Jónason, Skapti Davíðsson og Matthías Þorsteinsson. Þrír af þeim eru verzlunarmenn og einn (Sk.D.) trésmiður.Austasti hraunhellirinn
Unglingarnir hér í bænum ættu að læra af þeim að nota frístundir sumarsins með líku móti og þeir hafa gert í sumar.
Hvatshellir liggur nálægt Selvogsvegi upp með Setbergshlíðinni skammt frá vörðu þeirri, er mælingamenn herforingjaráðsins hafa hlaðið og merkt tölunni 27. Sú varða er á vinstri hönd, er upp eftir veginum dregur, og spölkorn þar fyrir ofan er til hægri handar fallegur grasigróinn hvammur, í honum er hellismunninn.
Mjög falleg og greiðfær leið þangað er að ganga upp frá Kópavogi, og framhjá Vífilsstöðum, þar upp með hinni fögru hlíð, er meðfram hrauninu liggur, síðan yfir hraunið og Setbergsásinn, þar til komið er á Selvogsveg. Mundi það vera 3 tíma gangur frá Reykjavík. Um Hafnarfjörð má líka fara.
Taki nú ungir menn til fótanna og skoði Hvatshelli. En ljósfæri verða þeir að hafa með sér.”

Aðalhellirinn

Björn Hróarsson skrifaði grein; “Hvatshellir fundinn” í Surt 1992. Þar segir hann m.a.: “Týndir hellar eða hellar sem eitt sinn var vitað um og fjölmennt í samkvæmt rituðum heimildum, en vitneskja um staðsetningu þeirra síðan horfið yfir móðuna miklu, hafa ávallt vakið mikla athygli.” Í bók sinni; “Hraunhellar á Íslandi”, hafði hann getið um Hvatshelli og sagt að hellirinn hafi ekki fundist þrátt fyrir leit, en um sama helli og Kershelli geti verið að ræða enda staðsetningin nær lagi. Studdist hann við lýsingu Ólafs Þorvaldssonar í ÁHIF fyrir árin 1943-1948, en þar segir orðrétt: “Op þessa hellis er mjög lítið, en drjúgur spölur, þröngur og krókóttur, þar til í aðalhellinn kemur, og er ekki farandi ljóslaust. Aðalhellirinn er hvelfing, bogmynduð, nokkru meira en manngeng í miðju, en gólfið er slétt hellugólf”. Í bók sinni getur Björn reyndar um opið á Hvatshelli er hann segir: “Eftir að komið er niður í hellinn [Kershelli] sjást göng upp með niðurfallinu, þar er afhellir álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri.”

Beinagrind í Lambahelli

Gísli Sigurðsson segir í lýsingu sinni um Selvogsgötu er birtist í fyrsta Ársriti Útivistar [1975]: “Ef við fylgjum götunum nokkru lengra upp brekkuna [ofan við Setbergssel og Setbergsstekk], komum við þar að öðrumhelli, er nefnist ýmsum nöfnum svo sem Ketshellir, Kjötshellir eða Kershellir. Það er ómaksins vert að koma við í helli þessum. Munni hans er eins og hringmyndað ker, en í suðvestur tekur við víður geimur nær 20 metra langur. Sé snúið til hægri handar strax og inn er komið, má með lagni komast fram hjá steinum, sem þar eru, og er þá komið í afhelli, er nefnist Hvatshellir”.
Í grein BÞ, HÞ og ÞB í Surti 1992 undir yfirskriftinni “Hvatshellir fundinn” segir m.a.: “Allt frá barnæsku hefur þessi hellir leitað á huga minn. Fyrst í frásögn afa míns, Sigurbjörns Þorkelssonar, en hann var einn fjögurra félaga í göngu- og útivistarfélaginu Hvati, sem fundu hellinn árið 1906. Síðar, vegna skáldsögu séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsleiðtoga, um piltinn Sölva, sem átti sér ævintýralegt athvarf í helli, sem kemur heim og saman við lýsingu Hvatshellis…
Nokkrar blaðadeilur urðu á sínum tíma um hellinn, en hann væri að minnsta kosti Hafnfirðingum gamalþekktur og héti Kershellir. Á síðari tímum hefur verið talað um að hellirinn væri týndur, eða þekktur undir öðru nafni. Þetta virtist því veðugt rannsóknarefni og næsta auðvelt, því samkvæmt lýsingu var hellirinn nærri alfaravegi, og sæmilegar upplýsingar aðgengilegar.” Síðan eru skrif Sigurbjörns um hellinn rakin.
Horfið“Með afrit af þessari lýsingu, umreiknaðri í metramál, og nauðsynlegasta hellabúnað, héldum við félagar og bræður eitt vorkvöld eftir að snjóa leysti suður undir Sléttuhlíð, og gengum skamman veg að Kershelli, sem við þekktum frá fyrri tíð… Við reyndum að bera saman staðhætti í hellinum við frásögnina, og er skemmst frá því að segja, að lýsingin gamla virtist í flestu standast, nema hvað glæsileikinn fannst okkur nokkuð oflofaður! Rannsóknarmenn hinir eldri höfðu ekki áður séð annan helli en Hallshelli (Skógarkotshelli) í Þingvallasveit, og þótt lítið til hans koma.
Eitt var það þó sem ekki fannst, en það var áletrunin gullbronsaða, “Hvatshellir”, sem átti að vera á hellisbotni. Líklegasta skýring þykir mér sú, að áletrunin hafi verið á lausum steini eða hraunskorpu, sem einhver “safnarinn” hefur brotið og haft með sér, eins og við könnumst því miður allt of vel við.
Við félagarnir erum enn nokkuð sannfærðir um að þessi hálfhrunda hraunrás með heillegum botni inn úr Kershelli ofanverðum sé hinn eini sanni Hvatshellir.”
Þórarinn Björnsson, guðfræðingur og hellaáhugamaður, hafði skoðað hellarásir á a.m.k. 10 stöðum á svæðinu. Hann fylgdi FERLIR um svæðið. m.a. um Hvatshelli, sem hann hafði áður gaumgæft vandlega.
Þegar farið var um Kershelli og síðan um Hvatshelli féll lýsing séra Friðriks eins og flís fyrir r!!!!. Hún gat varla verið nákvæmari; fyrirhleðslur og afhellir í Kershelli sem og þröngt op bak við stein á tilteknum stað og salir í Ketshelli. Innst í Kershelli er fallegt hraunker. sem hellirinn gæti hafa dregið nafn sitt af.
Hafa ber í huga að framangreind lýsing var rituð árið 1906 þegar örfáir hraunhellar höfðu verið uppgötvaðir og kannaðir hér á landi. Sérhver slíkur, öðrum tilkomumeiri, hlaut eðlilega að hafa kallað fram veruleg hughrif hjá áhugafólki um slíkt og um leið lýsingarorð við hæfi. Þau lýsingarorð sem séra Friðrik hafði um Hvatshelli virtust vissulega enn vera í fullu gildi. Hvorki þurfti að klöngrast yfir hrun né torfærur á leið um rásina. Sitthvað tók við af öðru.
Erfitt reyndist að taka góðar myndir í Hvatshelli vegna gufumyndunar er fylgdi leiðangursmönnunum svo taka þarf viljann fyrir verkið. Ekki er vitað til þess að ljósmyndir úr Hvatshelli hafi áður birst á veraldarvefnum. (Hugsanlega og vonandi mun þetta kalla fram gagnrýnisskrif líkt og fyrir 102 árum síðan.) Þrátt fyrir leit fannst framangreind “gullbronsuð áletrun” ekki, hvorki á lofti, veggjum né gólfi – enda liðin meira en öld frá gjörningnum. Hvaða málning frá þeim tíma myndi endast svo lengi – og það í rakamynduðum dimmum hraunhelli!!!
Skoðaðir voru og hellar bæði austan, sunnan og vestan við fyrrnefnda hella. Í einum þeirra eru bein, sennilega eftir lamb, í öðrum eru selstöðuleifar og þeim þriðja fallegar bjúgmyndanir undir veggjum.
Frábært veður. Ferðin tók 3 klst og 3 mín.

-Heimildir:
-Sigurbjörn Þorkelsson – Himneskt er að lifa I – 1966, 328-342.
-Björn Hróarsson – Hvatshellir fundinn, Surtur 1992, 29-30.
-Björn Þorvaldsson, Hrafnkell Þorvaldsson og Þorvaldur Björnsson – Hvatshellir fundinn, Surtur 1992, 27-28.
-Friðrik Friðriksson – Sölvi, 1947.
-Friðrik Friðriksson – Fjallkonan, Hvatshellir, 7. sept. 1906.
-Gísli Sigurðsson – Selvogsgata, 1976.
-Ólafur Þorvaldsson, Grindaskarðavegur (Selvogsleið), Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1843-’48, 96-107.
-Björn Hróarsson – Hraunhellar á Íslandi, 1990.
-Gangleri – Reykjavík, 19. sept. 1906.
-Jón Þorkelsson – Þjóðólfur 28. sept. 1906.

Gögn metin

Kershellir

 Að sögn Friðþófs Einarssonar, bónda á Setbergi, er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna. Að sögn móður hans, Elísabetar Reykdal, notaði afi Friðþjófs, Jóhannes Reykdal, hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði hús undir féð uppi á Húsatúni þar skammt frá.

Kershellir

Kershellir.

Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan við bæinn á Setbergi. Ofan við Kershelli er Hvatshellir í stóru jarðfalli. Hann opnaðist í jarðskjálfta á 19. öld. Nafnið Kershellir hefur í seinni tíð færst yfir á Hvatshelli.
Kershellir, sem er á landamerkjum, er tvískiptur; nyrðri helmingur hans tilheyrði Setbergi og sá syðri Hamarskoti.
Hvatshellir gengur suður úr niðurfalli sunnan Suðurhlíðar milli Setbergshlíðar og Slétturhlíðar og er stór varða á vesturbrún þess. Um töluverða hvelfingur er að ræða, um 40 metra langa, 10 metra breiða og um tveggja metra háa. Eftir að komið er niður í hellinn sjást göng upp með niðurfallinu. Þar er afhellir álíka langur og aðalhellirinn, en þrengri.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Heildarleng hellisins er um 100 metrar. Hellirinn fannst sumarið 1906 og varð forsíðufrétt í blaðinu Þjóðhvelli (1906), en þar segir:
“Fjórir piltar, ungir og röskir: Helgi Jónasson, Matthías Ólafsson, Sigurbjörn Þorkelsson (allir þrír starfsmenn Edinborgarverslunar hér í bænum) og Skafti Davíðsson trésmiður, höfðu myndað með sér félag í vor, er heitir Hvatur, í því augnamiði, að temja sér göngulag og styrkja með því líkamann. Hafa þeir því á sunnudögum gengið upp í landið til að njóta fríska loftsins og fegurðar náttúrunnar. Í einum slíkum leiðangri fyrir skömmu, fundu þeir hellir einn uppi í Hafnarfjarðarhrauni, stóran og fallegan – miklu stærri en helli þann í Þingvallahrauni, er kenndur er við enska manninn, Hall Caine, af því að hann fann hann ekki.-
Þennan nýfundna hellir hafa piltarnir skírt Hvatshelli, eftir félagi sínu, og var vel til fundið. – Lengd hellis þessa, frá enda í enda, kvað vera 300 fet; afhellar eru margir út úr aðalhellinum, hver inn af öðrum, og kvað innsti hellirinn vera þeirra lang-fallegastur. Hvelfing hans er t.d. snilldarvel löguð. Merki þess þykjast menn sjá, að menn hafi komið í hellir þennan áður fyrir löngu.
Árangur af þessari ferð piltanna hefur orðið merkilegur mjög, og hlýtur að vera þeim og öðrum til gleði, – eiga þeir þökk skilið fyrir fundinn. – Að minnsta kosti hefði slíkur fundur sem þessi þótt matur hér í Víkinni, hefði finnandinn verið einhver nafnkenndur útlendingur eða Lord eða eitthvað því um líkt og verið innundir hjá ritstjóranum.”

Fjárhús

Fjárhúsið í Húsatúni.