Vélritað og síðan ljósritað rit Jóns Jónssonar frá árinu 1978, útgefið af Orskustofnun, “Jarðfræðikort af Reykjanesskaga“, er tvískipt. Annars vegar eru skýringar við jarðfræðikort, 303 bls., og hins vegar sjálf jarðfræðikortin.
Hér verður gerður úrdráttur og samantekt skýringanna. Í formála segir: “Í skýrslu þessari er dreginn saman árangur af rannsóknum sem spanna yfir 18 ára skeið. Frá því dragast að vísu tvö ár þegar höfundur dvaldist í El Salvador og Nicaragua. Eins og vikið er að í skýrslunni var lengi um alger íhlaupaverk að ræða.
Kortlagningin er að mínu mati þýðingarmesti hluti þess verks og hef ég við hana notið aðstoðar einkum tveggja manna, sem hafa hreinteiknað kortin. Eru það þeir Sigmundur Einarsson og Jón Eiríksson.
Á sá fyrrnefndi þar langdrýgstan þátt og hefur auk þess aðstoðað við endurskoðun margra athugana í landslaginu, gert jarðlagasnið og teiknað sérkortin öll og fl. o.fl.
Engum getur það verið ljósara en mér að ýmislegt vantar í þessa skýrslu, sem æskilegt hefði verið að taka þar með en ég lít hana fyrst og fremst sem grundvöll fyrir nákvæmari rannsóknir í framtíðinni og sem slík ætti hún, og umfram allt kortið, að hafa sitt gildi. – Reykjavík í maí 1978, Jón Jónsson.”
Reykjanesskagi – nafnið
“Það svæði, sem hér er nefnt Reykjanesskagi, er í stórum dráttum vestan við línu, sem hugast dregin því sem næst úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar. Nokkuð hefur verið á reiki um nafn þessa svæðis, en nafnið kemur fyrst fyrir, það ég veit, í Svarfaðardalsannál frá 1695. Oft er skaginn í heild nefndur Reykjanes og svo telur Sveinn Pálsson (1945, bls. 659) að hann heiti réttu nafni.
Hins vegar telja aðrir, að það nafn gildi aðeins fyrir vestasta tanga nessins og þá nánast um svæðið milli Stóru-Sandvíkur að norðvestan og Sandvíkur austan við Háleyjabungu sunnan á nesinu.
Allra vestasti tanginn er þá til áréttingar nefndur Reykjanestá. Þannig er þetta á korti herforingjaráðsins í mælikvarða 1: 50000 frá árin 1908, og flestum ygri kortum. Þorvaldur Thoroddsen (1958) notaði nafnið Reykjanesskagi um svipað svæði og hér er gert, en tiltekur ekki austurmörk svæðisins. nafnið Reykjanes kemur hins vegar snemma fyrir og þá oft í mjög afskræmdri mynd eins og t.d. á korti L. Benedicts frá 1568, þar sem það er nefnt Robenes (Thoroddsen 1902).
Um upprunna nafnsins er óþarft að fjölyrða. Það er án efa dregið af hverasvæðinu vestast á nesinu og er ekki ólíklegt að sjómenn hafi verið fyrstir til að nota það. Þingavallaskaga er getið í fornri heimild og gæti með því verið átt við Reykjanesskaga, en ekki er það ljóst.
Ekki er mér kunnugt um, að nema tveir höfundar hafi notað nafnið Suðurkjálkinn um þetta svæði, en það er Bjarni Sæmundsson (1936) og Guðmundur Kjartansson (1943). Bjarni telur það nafn oftast notað “manna á milli þar syðra” og mun þá átt við Grindavík og Hafnir.
Kortlagning
Reykjanesskagi í heild komst að því er virðist fyrst á kort, sem gefið er út af A. Ortelíus í hans Additamentum IV Teatri orbis Terrarum 1590 (Nörlund 1944) og er þar mjög afbakaður. Á því virðist hins vegar ekki leika vafi, að kort það sé í raun réttri frá hendi Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum (1542-1627), en ekki sýnist ljóst hvenær það var gert. Á yngri kortum fær svo Reykjanesskagi að vera með, meira eða minna afbakaður allt þar til Björn Gunnlaugsson mælir Skagann á tímabilinu 30. júní til 30. ágúst 1831. Mælingar hans voru grundvallaðar á strandmælingum þeim, er gerðar voru á árunum 1801-1819. Með mælingum Björns fæst fyrst að mestu rétt mynd af Reykjanesskaga í heild. Fyrta vísi að sérkorti yfir umrætt svæði verður líklega ða telja kort Magnúsar Arasonar frá 1721-22, (Nörlund 1944), en erfitt er að þekkja skagann á því korti. Á kortlagningu skagans verða svo ekki umbætur fyrr en Björn Gunnlaugsson kemur til skjalanna eins og áður er getið.
Björn mun hafa gengið á flest fjöll á Reykjanesskaga, og er hann vafalaust fyrsti maður, sem fær gott yfirlit yfir landafræði skagans. Því miður virðist Björn ekki hafa skrifað neina dagbók aðra en mælingadagbók á ferðum sínu og er því ekki vitað hverjar aðrar athuganir en mælingarnar hann kann að hafa gert.
Aðrar rannsóknir á Reykjanesskaga
Telja verður rannsóknir þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á árunum 1752-1757 fyrstu skipulögðu rannsóknir á náttúru Íslands í heild og ferðabók þeirra (1766, 1943) fyrsta nokkurn veginn alhliða heildaryfirlit yfir land og þjóð. Hvað jarðfræðinni víkur við eru athuganir og upplýsingar þeirra félaga þó harla sundurleitar sem von er til þar eð jarðfræðin var á þeim tíma á stigi frumbernsku. Hvað varðar Reykjanesskaga eru athuganir þeirra af skornum skammti og varða, það sem að jarðfræði lýtur, einkum eldgos, sem orðið hafa, eða sem talið er að hafi orðið frá landnámstíð og fram til þeirra daga. Er þar vitnað til skráðra heimilda í sögum eða annálum og til sagna, sem lifðu meðal fólks.
Sem fyrsta gos á sögulegum tíma nefna þeir gosið, sem getið er um í Kristnisögu (1946) að orðið hafi árið 1000 og talið að hafi verið á því svæði, sem nú gengur undir nafninu Hellisheiði og hefur lengi verið haft fyrir satt að svo væri. Síðar verður sýnt fram á að hér er málum blandað. Einnig geta þei um gos í Trölladyngjum, sem talið er að orðið hafi 1340 og er í annálum sagt að hraun frá því gosi hafi runnið ofan í Selvog. Thoroddsen (1958, 1925) hefur bent á þetta fái ekki staðist eins og raunar allir, sem kunnugir eru staðháttum hljóta að sjá. Af orðalagi Ferðabókarinnar er raunar ljóst að Trölladyngju-nafnið hefur ekki verið bundið við það fjall eitt, sem nú bera það nafn. Í Ferðabókinni segir svo: “Trölladyngjur – kaldes et af sammenstaaende Bjærge, norden til paa kaldes Undirhlíðar”. Ekki er auðgert að heimfæra þetta upp á það fjall, sem nú teitir Trölladyngja, enda bæta þeir við neðar á sömu blaðsíðu: “Det synes ogsaa, at man har udstrakt detta Navn til flere Bjærge her í Nærverelsen”. Með þessu móti verður frásögn annálsins skiljanleg. Verður nánar vikið að þessu síðar.
Trölladyngja á Reykjanesi er ekki eldfjall í venjulegum skilningi heldur móbergsfjall, en gosið hefur oftar en einu sinni við það eins og síðar verður sgat frá. Annað það, er varðar jarðfræði Reykjaneskaga, rúmast í frásögn þeirra félaga á tæpum 2 blaðsíðum. Sveinn Pálsson (1762-1840) virðist ekki hafa gert verulegar athuganir á þessu landsvæði og frá hans hendi er til aðeins stutt og ekki alls kostar fögur lýsing á Gullbringusýslu og greinarkorn um 4 bls., nefnt Reykjanesför 1796 í ferðabók hans.
Sá Íslendingur, sem næst kemur við sögu rannsókna á Reykjanesskaga, er Jónas Hallgrímsson (1807-1845). rannsóknir hans ná einkum til nágrennis Reykjavíkur og Krýsuvíkursvæðisins, en á síðarnefnda svæðinu dvaldi hann ásamt Japetus Streemstrup í átta daga vorið 1840 og munu rannsóknir þeirra þar aðallega verið í sambandi viðbrennisteinsnám og því beinst mjög að hverasvæðunum. Einnig skoðuðu þeir félagar Brennisteinsfjöll og Lönguhlíð, og það sama ár kemur nafnið Brennisteinsfjöll fyrst fyrir í skráðum heimildum.
Þess má geta hér að um miðja 19. öld gerði Jón Hjaltalín (1807-1882) landlæknir ýmsar athuganir á Reykjanesskaga einkum hvað varða brennisteinsnámur og hveri og er frá því greint í ritgerð, er hann reit í Ný Félagsrit (XI 1851) og einnig eru ýmar upplýsingar að þessu lútandi að finna í bréfum frá honum til Jóns Sigurðssonar, og eru þau prentuð í sama riti (XII 1852).
Þorvaldur Thoroddsen (1858-1921) ferðaðist um Reykjanesskaga um þriggja mánaða skeið sumarið 1883 og hefur lýst jarðmyndunum þar nokkuð ítarlega í reitgerð í Geologiska foreningens förhandlinger (GFF í Stockholm 1884, Geografisk Tidskrift í Kaupmannahöfn 1903, í Lýsingu Íslands 1911, í “Island, Grundriss der Geografhie und Geologie” 1905-1906 og í Ferðabík 1913-1915, og loks einnig í “Geschichte der Isländischen Vulkane” 1926, sem kom út að honum látnum.
Auk þess er jarðfræði Reykjanesskagans gerð skil á jarðfræðikorti hans yfir Ísland (1901) í mælikvarða 1:60000 og á öðru jarðfræðikorti, sem fylgir riti hans “Ísland, Grundriss der Geographie und Geologie”.
Guðmundur G. Bárðarson (1880-1933) tekur fyrstur manna til við nákvæma jarðfræðilega kortlagningu Reykjanesskaga í heild, en fékk því miður ekki lokið því verki. Sen undirlag notaði hann kort herforingjaráðsins frá 1908. Sonur Guðmundar, Dr. Finnur, hefur sýnt mér þá velvild að leyfa mér að athuga drög þau að jarðfræðikorti, sem til er frá hendi Guðmundar og geymt er í Náttúrufræðistofnun Íslands, og jafnframt lánað mér til yfirlestrar dagbækur þær, sem hann til eru um ferðir og rannsóknir hans á þessu svæði.
Þorkell Þorkelsson (1867-1961) verður að teljast “Grand Old Man” íslenskra jarðhitarannsókna, því hann er fyrstur manna hér á landi til að taka jarðhita fyrir sem sérstakt rannsóknarefni, og raunar er hann í fararbroddi hvað snertir þó leitað sé út fyrir Ísland.
Jarðfræðikort Guðmundar Kjartanssonar yfir Suðvesturland kom út 1960 og er það hið nákvæmasta jarðfræðikort yfir svæðið í heild, það sem ennþá er til.
Tómas Tryggvason (1917-1965) er fyrsti Íslendingurinn með sérmenntun í bergfræði. Það er því eðlilegt að hann yrði fyrstu til að rannsaka og rita um gabbró hnyðlinga, sem fundist höfðu við Grænavatn í Krýsuvík.
Erlendir vísindamenn og rannsóknir þeirra á Reykjanesskaga
Á fyrri hluta 19. aldar taka ýmsir erlendi vísindamenn að leggja leiðir sínar til Íslands með rannsóknir á náttúru landsins fyrir augum. Meðal þeirra er allmargir, sem einkum hafa helgað sig jarðfræðirannsóknum eða rannsóknum í tengslum við jarðfræði. Talsvert er ritað um Ísland á þessu tímabili og margt af því er á sinn hátt merkilegt, en mikið er aðeins landlýsingar skrifaðar í ferðasöguformi.
Árið 1835 komu hingað til lands tveir franskir vísindamenn, þeir Paul Gaimard og Eugene Robert. Það varð til þess að þeir komu hingað aftur næsta ár og þá sem þátttakendur í leiðangri miklum, sem var undir stjórn Paul Gaimard.
Þremur árum síðar sendi ríkisstjórn Danmerkur (og Íslands) hingað til lands tvo danska jarðfræðinga, þá Japetus Streenstrup og J.C. Schythe, og dvöldu þeir hér 1839-1840. Með Streenstrup starfaði um tíma Jónas Hallgrímsson eins og áður er sagt.
Árið 1945 komu hingað þýskir vísindamenn, Sartoríus von Walterhausen og R.W. Bunsen. G.S. Mackenzie (1810) ferðaðist hér um og safnaði talsverðu efni varðandi jarðfræði landsins. Hann reit bók um ferð sína og hefur hún náð verulegri útbreiðslu og orðið til þess að vekja áhuga manna erlendis fyrir landi og þjóð.
Norski jarðfræðingurinn og skáldið Theodor Kjerulf (1853) dvaldi hér á landi 1850 og skrifaði a.m.k. þrjár greinar um jarðfræði landsins og eru þær fyrir ýmsa hluti merkilegar. Geta má þess að þjóðberjar tveir, W. Preyer og R. Zirkel, ferðuðust jér á landi 1860, en ekki verður séð að þeir hafi gert nema fáeinar jarðfræðilegar athuganir á Reykjanesskaga og aðallega skoðað brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Sama ár dvaldi hér á landi nokkurn tíma skoskur efnafræðingur, W.L. Lindsay, og gerði ýmsar efnafræðilegar rannsóknir á hveravatni og útfellingum við hveri, m.a. við Þvottalaugarnar í Reykjavík og við hverina í Krýsuvík.
C.W. Paijkull (1866), sænskur jarðfræðingur, ferðaðist hér á landi 1865 og gerði af því öllu jarðfræðikort, sem að sjálfsögðu er afar ófullkomið, en er að því er ég best veit hið fyrsta í sinni röð. J.K. Johnstrup prófessor í bergfræði við háskólann í Kaupmannahöfn var sendur af stjórninni til Íslands (1871) til að athuga hér brennisteinsnámur, sem bretar höfðu sýnt áhuga á.
Hann skoðaði m.a. Krýsuvíkurnámur, en mér er ekki kunnugt um að nokkuð hafi hann ritað um athuganir sínar. Með honum var sá maður, er síðar varð mikilvirkastur allra fyrr og síðar hvað varðar rannsóknir í landafræði og jarðfræði Íslands, Þorvaldur Thoroddsen, sem þá var stúdent í Kaupmannahöfn.
Mauric von Komorowicz (1912) rannsakaði sérstaklega Rauðhóla við Elliðavatn 1997 og gerði af þeim nákvæmt kort. Rit hans, sem kom út 1912, er frábærlega vel myndskreytt og frágengið. Uppdrátt gerði hann af Búrfellsgjá og Búrfelli, sem hann að hætti Þorvaldar Thoroddsen nefnir Garðahraunsstíg. Hans Reck (1910) hefur ferðast talsvert um Reykjanesskaga og gert ýmsar athuganir þar. Hann hefur skoðað gígaraðirnar Stampa yst á Reykjanesi og lýst hluta gígaraðarinnar allvel. Karl Sapper (1866-1945) er einn af öndvegismönnum eldfjallafræðinnar fyrr og síðar, og ótrúlega mikilvirku á því sviði. Hér á landi ferðaðist hann 1906.
Rannsóknir Sappers snérust aðallega um Eldgjá og Eldborgaraðirnar á Síðuafrétti. Þýskur jarðfræðingur, Konrad Keilhack (1925), gerði jarðfræðikort af Reykjavík og nágrenni 1924 og reit jarðfræðilega lýsingu á því svæði. Mun kort hans vera fyrsta nokkurn veginn nákvæma jarðfræðikortið, sem til er af einum landshluta hér á landi og miklu nákvæmara en eldri kort.
Sama ár og Keilhack var hér einnig enskur leiðangur við jarðfræðirannsóknir. Voru það þeir G.W. Tyrell og Martin A. Peacock. Gerði sá síðarnefndu nákvæmt jarðfræðikort af Viðey.
Á árunum 1934 og 1937 rannsakaði norskur jarðfræðingur, Tom R.W. Barth, síðar prófessor í Osló og víðar, íslensk jarðhitasvæði og safnaði upplýsingum um þau af öllu landinu. Sumurin 1935 og 1936 dvaldi svissneskur jarðfræðingur, R.A. Sonder (1941), hér á landi við rannsóknir, einkum á jarðhita og brotalínusvæðum landsins.
Árið 1943 kom út í Bratislava ritgerð eftir M.F. Kuthan nefnd “Die Oszillation, der Vulkanismus und die Tektonik von Reykjavik”. Ritgerð þessi er 74 bls. með 22 myndum og stóru jarðfræðikorti.
Tveir frakkar koma hér og lítillega við sögu, þeir P. Bout (1953) og P. Biays (1956), en mest af því, sem í bókum þeirra er, hefur verið til annara sótt, einkum Guðmundar Kjartanssonar og Guðmundar G. Bárðarsonar. Í heild er lítið á ritum þessum að græða ern góðar myndir eru í báðum.
Rannsóknir höfundar
Snemma sumar 1960 var hafist handa um nákvæma jarðfræðilega kortlagningu í Krýsuvík og nágrenni. Frumkvæði að þessu átti Dr. Gunnar Böðvarsson þáverandi forstöðumaður jarðhitadeildar, en djúpboranir í Krýsuvík voru þá í undirbúningi. Korlagt var fysrt svæðið suður af Kleifarvatni og suðurhluti Sveifluháls. Starfið sóttist seint, m.a. vegan þess að ekkert farartæki var að staðaldri til um umráða, en notast var við þær ferðir, sem féllust. Kom fyrir að fara varð fótgangdi af vinnustað til hafnarfjarðar ap loknu dagsverki. Af séstökum ástæðum voru teknar fyrir rannsóknir á jarðhitasvæðinu vestast á reykjanesi og umhverfi þess sumarið 1963.
Árangurinn af þeim rannsóknum kom einkum fram í jarðfræðikorti, sem náði yfir vestasta hluta Reykjanesskaga og gefið var út af Vermi s/f. Það nær vestan frá sjó, austur að Stað í Grindavík og lúitið eitt norður fyrir Kalmanstjörn. Vitað er nú um allmargar skekkjur á þessu korti en talsvert hefur verið notað í sabandi við ýmsar jarðvísndalegar rannsóknir á svæðinu.
Mest var unnið að rannsóknunum sumurin 1968 og 1969. Smásvæði var þó eftir að kortleggja og hefur verið unnið að því að fylla í þau síðan fram á þennan dag (ársbyrjun 1977).
Í framhaldinu lýsir Jón eldri jarðmyndunum, s.s. Rosmhvalanesi og Vogastapa, Stapafelli, Súlum og Þórðarfelli, Sandfelli, Sýrfelli, Bæjarfelli og Valahnúkum, Þorbjarnarfelli, Litla-Skógfelli, Húsfelli, Fiskidalsfjalli, Festarfjalli, Lyngfelli, Fagradalsfjalli, Skála-Mælifelli, Hraunsels-Vatnsfelli, Keili, Móhálsum, Trölladyngju, Traðarfjöllum, Latsfjalli, Mávahlíðum, Krýsuvíkur-Mælifelli, Sveifluhálsi, Undirhlíðum, Valahnúkum, Húsfelli, Vífilsfelli, Helgafelli, Borgarhólum, Krýsuvíkurheiði, Selöldu, Skriðu, Bæjarfelli, Arnarfelli, Litla- og Stóra-Lambafelli, Geitahlíð, Lönguhlíðum, Vörðufelli, Herdísarvíkurfjalli, Vesturásum, Sandfelli, Krossfjöllum, Meitlum, Bláfjöllum, Stóra-Kóngsfelli, Þríhnúkum, Grindaskarðahnúkum, Rauðuhnúkum, Selfjalli og Skálafelli.
Þá tekur Jón fyrir jökulberg og aðrar jökulminjar, nútímahraun og eldstöðvar (dyngjurnar Skálafell, Háleyjabungu, Sandfellshæð, Langhól, Berghól, Lágafell, Vatnsheiði, Fagradal (D-11), Þráinsskjöld, Hraunsels-Vatnsfell, Hrútagjá, Brennisteinsfjöll, Leiti, Heiðina há, Selvosgheiði, Strompa, Búrfell í Ölfusi, Dimmadal og Ása).
Gossprungum og öðrum eldstöðvum eru gerð góð skil, s.s. Vatnsfelli á Reykjanesi, Yngri- og Eldri-Stömpum, Rauðhólum við Skálafellsdyngju, Sýrfellsgígum, Klofningum, Eldvörpum, Þórðarfelli, Sundhnúkum, Baðsvöllum, Arnarsetri, Kálffelli, Hrafnshlíð, Borgarfelli, Höfða, Eldborg undir Trölladyngju, Sogum, Sveifluhálsi, Núpshlíðarhálsi, Lækjarvöllum, Kóngsfelli, Mávahlíðum, Móhálsum, Melrakka, Rauðamel, Rauðhól, Sandfellsklofa, Hraunhól, Óbrennishólum, Kötlum, Gvendarselshæð, Búrfelli, Bæjarfelli í Krýsuvík, Kaldrana, Stóru- og Litlu-Eldborg undir Geitahlíð, Kálfadölum, Vörðufelli, Eldborg í Brennisteinsfjöllum, Breiðdal, Kistu, Kistufelli, Tvíbollum, Stóra-Bolla, Svartahrygg, Þríhnúkum, Stríp, Eldborg við Drottningu, Rauðahnúkum, Vífilsfelli, Eldborgum við Lambafell, Litlahrauni, Sandfelli og Eldborgum undir Meitlum.
Allur er framangreindur hin áhugaverðasti. Jarðfræðikortin af Reykjanesskaganum í hluta II eru ekki síður áhugaverð.
Sjá Jarðfræðikort I í heild HÉR.
Sjá Jarðfræðikor II í heild HÉR.
Heimild:
-Jarðfræðikort af Reykjanesskaga, Jón Jónsson, Orkustofnun; jarðhitadeild, apríl 1978.