Færslur

Jón Jónsson

Vélritað og síðan ljósritað rit Jóns Jónssonar frá árinu 1978, útgefið af Orskustofnun, “Jarðfræðikort af Reykjanesskaga“, er tvískipt. Annars vegar eru skýringar við jarðfræðikort, 303 bls., og hins vegar sjálf jarðfræðikortin.

Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur.

Hér verður gerður úrdráttur og samantekt skýringanna. Í formála segir: “Í skýrslu þessari er dreginn saman árangur af rannsóknum sem spanna yfir 18 ára skeið. Frá því dragast að vísu tvö ár þegar höfundur dvaldist í El Salvador og Nicaragua. Eins og vikið er að í skýrslunni var lengi um alger íhlaupaverk að ræða.

Kortlagningin er að mínu mati þýðingarmesti hluti þess verks og hef ég við hana notið aðstoðar einkum tveggja manna, sem hafa hreinteiknað kortin. Eru það þeir Sigmundur Einarsson og Jón Eiríksson.

Á sá fyrrnefndi þar langdrýgstan þátt og hefur auk þess aðstoðað við endurskoðun margra athugana í landslaginu, gert jarðlagasnið og teiknað sérkortin öll og fl. o.fl.

Engum getur það verið ljósara en mér að ýmislegt vantar í þessa skýrslu, sem æskilegt hefði verið að taka þar með en ég lít hana fyrst og fremst sem grundvöll fyrir nákvæmari rannsóknir í framtíðinni og sem slík ætti hún, og umfram allt kortið, að hafa sitt gildi. – Reykjavík í maí 1978, Jón Jónsson.”

Reykjanesskagi – nafnið

Jón Jónsson

Jón Jónsson – kortayfirlit af Reykjanesskaga.

“Það svæði, sem hér er nefnt Reykjanesskagi, er í stórum dráttum vestan við línu, sem hugast dregin því sem næst úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar. Nokkuð hefur verið á reiki um nafn þessa svæðis, en nafnið kemur fyrst fyrir, það ég veit, í Svarfaðardalsannál frá 1695. Oft er skaginn í heild nefndur Reykjanes og svo telur Sveinn Pálsson (1945, bls. 659) að hann heiti réttu nafni.

Hins vegar telja aðrir, að það nafn gildi aðeins fyrir vestasta tanga nessins og þá nánast um svæðið milli Stóru-Sandvíkur að norðvestan og Sandvíkur austan við Háleyjabungu sunnan á nesinu.

Jón Jónsson

Jón Jónsson – Reykjanes.

Allra vestasti tanginn er þá til áréttingar nefndur Reykjanestá. Þannig er þetta á korti herforingjaráðsins í mælikvarða 1: 50000 frá árin 1908, og flestum ygri kortum. Þorvaldur Thoroddsen (1958) notaði nafnið Reykjanesskagi um svipað svæði og hér er gert, en tiltekur ekki austurmörk svæðisins. nafnið Reykjanes kemur hins vegar snemma fyrir og þá oft í mjög afskræmdri mynd eins og t.d. á korti L. Benedicts frá 1568, þar sem það er nefnt Robenes (Thoroddsen 1902).

Um upprunna nafnsins er óþarft að fjölyrða. Það er án efa dregið af hverasvæðinu vestast á nesinu og er ekki ólíklegt að sjómenn hafi verið fyrstir til að nota það. Þingavallaskaga er getið í fornri heimild og gæti með því verið átt við Reykjanesskaga, en ekki er það ljóst.

Ekki er mér kunnugt um, að nema tveir höfundar hafi notað nafnið Suðurkjálkinn um þetta svæði, en það er Bjarni Sæmundsson (1936) og Guðmundur Kjartansson (1943). Bjarni telur það nafn oftast notað “manna á milli þar syðra” og mun þá átt við Grindavík og Hafnir.

Kortlagning

Íslandskort

Íslandskort Guðbrandar Þorlákssonar 1590. Um eða eftir 1580 komst Ortelíus í samband við danskan mann, Anders Sörensen Vedel, sem fengizt hafði við kortagerð og sitthvað fleira. Vedel hafði fengið frá Guðbrandi biskupi Þorlákssyni kort af íslandi, og gerði nú eftirmynd af því fyrir Ortelíus. Ekki er kunnugt um nánari atvik þessara skipta, — nema hvað ýmislegt bendir til, að Otelíus hafði ekki fengið frumteikningu biskups og lík-lega ekki vitað, hvaðan Vedel fékk upplýsingar og fyrirmynd sína. Hefði hinn hollenzki meist ari án efa getið biskups, ef hann hefði þekkt alla málavöxtu. í þess stað fékk Vedel heiður af kortinu og var það tileinkað Friðriki konungi II.

Reykjanesskagi í heild komst að því er virðist fyrst á kort, sem gefið er út af A. Ortelíus í hans Additamentum IV Teatri orbis Terrarum 1590 (Nörlund 1944) og er þar mjög afbakaður. Á því virðist hins vegar ekki leika vafi, að kort það sé í raun réttri frá hendi Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum (1542-1627), en ekki sýnist ljóst hvenær það var gert. Á yngri kortum fær svo Reykjanesskagi að vera með, meira eða minna afbakaður allt þar til Björn Gunnlaugsson mælir Skagann á tímabilinu 30. júní til 30. ágúst 1831. Mælingar hans voru grundvallaðar á strandmælingum þeim, er gerðar voru á árunum 1801-1819. Með mælingum Björns fæst fyrst að mestu rétt mynd af Reykjanesskaga í heild. Fyrta vísi að sérkorti yfir umrætt svæði verður líklega ða telja kort Magnúsar Arasonar frá 1721-22, (Nörlund 1944), en erfitt er að þekkja skagann á því korti. Á kortlagningu skagans verða svo ekki umbætur fyrr en Björn Gunnlaugsson kemur til skjalanna eins og áður er getið.

Björn Gunnlaugsson

Björn Gunnlaugsson – Reykjanesskagi 1932.

Björn mun hafa gengið á flest fjöll á Reykjanesskaga, og er hann vafalaust fyrsti maður, sem fær gott yfirlit yfir landafræði skagans. Því miður virðist Björn ekki hafa skrifað neina dagbók aðra en mælingadagbók á ferðum sínu og er því ekki vitað hverjar aðrar athuganir en mælingarnar hann kann að hafa gert.

Aðrar rannsóknir á Reykjanesskaga

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen – Íslandskort 1906.

Telja verður rannsóknir þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á árunum 1752-1757 fyrstu skipulögðu rannsóknir á náttúru Íslands í heild og ferðabók þeirra (1766, 1943) fyrsta nokkurn veginn alhliða heildaryfirlit yfir land og þjóð. Hvað jarðfræðinni víkur við eru athuganir og upplýsingar þeirra félaga þó harla sundurleitar sem von er til þar eð jarðfræðin var á þeim tíma á stigi frumbernsku. Hvað varðar Reykjanesskaga eru athuganir þeirra af skornum skammti og varða, það sem að jarðfræði lýtur, einkum eldgos, sem orðið hafa, eða sem talið er að hafi orðið frá landnámstíð og fram til þeirra daga. Er þar vitnað til skráðra heimilda í sögum eða annálum og til sagna, sem lifðu meðal fólks.

Jón Jónsson

Jón Jónsson – Lambafell; Kristnitökuhraun.

Sem fyrsta gos á sögulegum tíma nefna þeir gosið, sem getið er um í Kristnisögu (1946) að orðið hafi árið 1000 og talið að hafi verið á því svæði, sem nú gengur undir nafninu Hellisheiði og hefur lengi verið haft fyrir satt að svo væri. Síðar verður sýnt fram á að hér er málum blandað. Einnig geta þei um gos í Trölladyngjum, sem talið er að orðið hafi 1340 og er í annálum sagt að hraun frá því gosi hafi runnið ofan í Selvog. Thoroddsen (1958, 1925) hefur bent á þetta fái ekki staðist eins og raunar allir, sem kunnugir eru staðháttum hljóta að sjá. Af orðalagi Ferðabókarinnar er raunar ljóst að Trölladyngju-nafnið hefur ekki verið bundið við það fjall eitt, sem nú bera það nafn. Í Ferðabókinni segir svo: “Trölladyngjur – kaldes et af sammenstaaende Bjærge, norden til paa kaldes Undirhlíðar”. Ekki er auðgert að heimfæra þetta upp á það fjall, sem nú teitir Trölladyngja, enda bæta þeir við neðar á sömu blaðsíðu: “Det synes ogsaa, at man har udstrakt detta Navn til flere Bjærge her í Nærverelsen”. Með þessu móti verður frásögn annálsins skiljanleg. Verður nánar vikið að þessu síðar.

Trölladyngja

Trölladyngja, Sogaselsgígur nær.

Trölladyngja á Reykjanesi er ekki eldfjall í venjulegum skilningi heldur móbergsfjall, en gosið hefur oftar en einu sinni við það eins og síðar verður sgat frá. Annað það, er varðar jarðfræði Reykjaneskaga, rúmast í frásögn þeirra félaga á tæpum 2 blaðsíðum. Sveinn Pálsson (1762-1840) virðist ekki hafa gert verulegar athuganir á þessu landsvæði og frá hans hendi er til aðeins stutt og ekki alls kostar fögur lýsing á Gullbringusýslu og greinarkorn um 4 bls., nefnt Reykjanesför 1796 í ferðabók hans.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll.

Sá Íslendingur, sem næst kemur við sögu rannsókna á Reykjanesskaga, er Jónas Hallgrímsson (1807-1845). rannsóknir hans ná einkum til nágrennis Reykjavíkur og Krýsuvíkursvæðisins, en á síðarnefnda svæðinu dvaldi hann ásamt Japetus Streemstrup í átta daga vorið 1840 og munu rannsóknir þeirra þar aðallega verið í sambandi viðbrennisteinsnám og því beinst mjög að hverasvæðunum. Einnig skoðuðu þeir félagar Brennisteinsfjöll og Lönguhlíð, og það sama ár kemur nafnið Brennisteinsfjöll fyrst fyrir í skráðum heimildum.

Olavíus

Olavíus – Krýsvíkurnámur.

Þess má geta hér að um miðja 19. öld gerði Jón Hjaltalín (1807-1882) landlæknir ýmsar athuganir á Reykjanesskaga einkum hvað varða brennisteinsnámur og hveri og er frá því greint í ritgerð, er hann reit í Ný Félagsrit (XI 1851) og einnig eru ýmar upplýsingar að þessu lútandi að finna í bréfum frá honum til Jóns Sigurðssonar, og eru þau prentuð í sama riti (XII 1852).

Þorvaldur Thoroddsen (1858-1921) ferðaðist um Reykjanesskaga um þriggja mánaða skeið sumarið 1883 og hefur lýst jarðmyndunum þar nokkuð ítarlega í reitgerð í Geologiska foreningens förhandlinger (GFF í Stockholm 1884, Geografisk Tidskrift í Kaupmannahöfn 1903, í Lýsingu Íslands 1911, í “Island, Grundriss der Geografhie und Geologie” 1905-1906 og í Ferðabík 1913-1915, og loks einnig í “Geschichte der Isländischen Vulkane” 1926, sem kom út að honum látnum.

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen – Íslandskort 1901.

Auk þess er jarðfræði Reykjanesskagans gerð skil á jarðfræðikorti hans yfir Ísland (1901) í mælikvarða 1:60000 og á öðru jarðfræðikorti, sem fylgir riti hans “Ísland, Grundriss der Geographie und Geologie”.

Guðmundur G. Bárðarson (1880-1933) tekur fyrstur manna til við nákvæma jarðfræðilega kortlagningu Reykjanesskaga í heild, en fékk því miður ekki lokið því verki. Sen undirlag notaði hann kort herforingjaráðsins frá 1908. Sonur Guðmundar, Dr. Finnur, hefur sýnt mér þá velvild að leyfa mér að athuga drög þau að jarðfræðikorti, sem til er frá hendi Guðmundar og geymt er í Náttúrufræðistofnun Íslands, og jafnframt lánað mér til yfirlestrar dagbækur þær, sem hann til eru um ferðir og rannsóknir hans á þessu svæði.

Guðmundur Kjartansson

Guðmundur Kjartansson (1909-1972).

Þorkell Þorkelsson (1867-1961) verður að teljast “Grand Old Man” íslenskra jarðhitarannsókna, því hann er fyrstur manna hér á landi til að taka jarðhita fyrir sem sérstakt rannsóknarefni, og raunar er hann í fararbroddi hvað snertir þó leitað sé út fyrir Ísland.

Jarðfræðikort Guðmundar Kjartanssonar yfir Suðvesturland kom út 1960 og er það hið nákvæmasta jarðfræðikort yfir svæðið í heild, það sem ennþá er til.

Tómas Tryggvason (1917-1965) er fyrsti Íslendingurinn með sérmenntun í bergfræði. Það er því eðlilegt að hann yrði fyrstu til að rannsaka og rita um gabbró hnyðlinga, sem fundist höfðu við Grænavatn í Krýsuvík.

Erlendir vísindamenn og rannsóknir þeirra á Reykjanesskaga

Gaimard

Gaimard – Hafnarfjörður 1834.

Á fyrri hluta 19. aldar taka ýmsir erlendi vísindamenn að leggja leiðir sínar til Íslands með rannsóknir á náttúru landsins fyrir augum. Meðal þeirra er allmargir, sem einkum hafa helgað sig jarðfræðirannsóknum eða rannsóknum í tengslum við jarðfræði. Talsvert er ritað um Ísland á þessu tímabili og margt af því er á sinn hátt merkilegt, en mikið er aðeins landlýsingar skrifaðar í ferðasöguformi.

Árið 1835 komu hingað til lands tveir franskir vísindamenn, þeir Paul Gaimard og Eugene Robert. Það varð til þess að þeir komu hingað aftur næsta ár og þá sem þátttakendur í leiðangri miklum, sem var undir stjórn Paul Gaimard.

MacKensie

MacKenszie – kort 1810.

Þremur árum síðar sendi ríkisstjórn Danmerkur (og Íslands) hingað til lands tvo danska jarðfræðinga, þá Japetus Streenstrup og J.C. Schythe, og dvöldu þeir hér 1839-1840. Með Streenstrup starfaði um tíma Jónas Hallgrímsson eins og áður er sagt.

Árið 1945 komu hingað þýskir vísindamenn, Sartoríus von Walterhausen og R.W. Bunsen. G.S. Mackenzie (1810) ferðaðist hér um og safnaði talsverðu efni varðandi jarðfræði landsins. Hann reit bók um ferð sína og hefur hún náð verulegri útbreiðslu og orðið til þess að vekja áhuga manna erlendis fyrir landi og þjóð.

Theodor Kjerulf

Theodor Kjerulf (1825-1888).

Norski jarðfræðingurinn og skáldið Theodor Kjerulf (1853) dvaldi hér á landi 1850 og skrifaði a.m.k. þrjár greinar um jarðfræði landsins og eru þær fyrir ýmsa hluti merkilegar. Geta má þess að þjóðberjar tveir, W. Preyer og R. Zirkel, ferðuðust jér á landi 1860, en ekki verður séð að þeir hafi gert nema fáeinar jarðfræðilegar athuganir á Reykjanesskaga og aðallega skoðað brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Sama ár dvaldi hér á landi nokkurn tíma skoskur efnafræðingur, W.L. Lindsay, og gerði ýmsar efnafræðilegar rannsóknir á hveravatni og útfellingum við hveri, m.a. við Þvottalaugarnar í Reykjavík og við hverina í Krýsuvík.

C.W. Paijkull (1866), sænskur jarðfræðingur, ferðaðist hér á landi 1865 og gerði af því öllu jarðfræðikort, sem að sjálfsögðu er afar ófullkomið, en er að því er ég best veit hið fyrsta í sinni röð. J.K. Johnstrup prófessor í bergfræði við háskólann í Kaupmannahöfn var sendur af stjórninni til Íslands (1871) til að athuga hér brennisteinsnámur, sem bretar höfðu sýnt áhuga á.

C.W. Paijkull

C.W. Paijkull – jarðfræðikort 1865.

Hann skoðaði m.a. Krýsuvíkurnámur, en mér er ekki kunnugt um að nokkuð hafi hann ritað um athuganir sínar. Með honum var sá maður, er síðar varð mikilvirkastur allra fyrr og síðar hvað varðar rannsóknir í landafræði og jarðfræði Íslands, Þorvaldur Thoroddsen, sem þá var stúdent í Kaupmannahöfn.

Mauric von Komorowicz (1912) rannsakaði sérstaklega Rauðhóla við Elliðavatn 1997 og gerði af þeim nákvæmt kort. Rit hans, sem kom út 1912, er frábærlega vel myndskreytt og frágengið. Uppdrátt gerði hann af Búrfellsgjá og Búrfelli, sem hann að hætti Þorvaldar Thoroddsen nefnir Garðahraunsstíg. Hans Reck (1910) hefur ferðast talsvert um Reykjanesskaga og gert ýmsar athuganir þar. Hann hefur skoðað gígaraðirnar Stampa yst á Reykjanesi og lýst hluta gígaraðarinnar allvel. Karl Sapper (1866-1945) er einn af öndvegismönnum eldfjallafræðinnar fyrr og síðar, og ótrúlega mikilvirku á því sviði. Hér á landi ferðaðist hann 1906.

Rauðhólar

Komorowicz – Rauðhólar 1912.

Rannsóknir Sappers snérust aðallega um Eldgjá og Eldborgaraðirnar á Síðuafrétti. Þýskur jarðfræðingur, Konrad Keilhack (1925), gerði jarðfræðikort af Reykjavík og nágrenni 1924 og reit jarðfræðilega lýsingu á því svæði. Mun kort hans vera fyrsta nokkurn veginn nákvæma jarðfræðikortið, sem til er af einum landshluta hér á landi og miklu nákvæmara en eldri kort.

Sama ár og Keilhack var hér einnig enskur leiðangur við jarðfræðirannsóknir. Voru það þeir G.W. Tyrell og Martin A. Peacock. Gerði sá síðarnefndu nákvæmt jarðfræðikort af Viðey.

Jón Jónsson

Jón Jónsson – Brennisteinsfjöll.

Á árunum 1934 og 1937 rannsakaði norskur jarðfræðingur, Tom R.W. Barth, síðar prófessor í Osló og víðar, íslensk jarðhitasvæði og safnaði upplýsingum um þau af öllu landinu. Sumurin 1935 og 1936 dvaldi svissneskur jarðfræðingur, R.A. Sonder (1941), hér á landi við rannsóknir, einkum á jarðhita og brotalínusvæðum landsins.

Árið 1943 kom út í Bratislava ritgerð eftir M.F. Kuthan nefnd “Die Oszillation, der Vulkanismus und die Tektonik von Reykjavik”. Ritgerð þessi er 74 bls. með 22 myndum og stóru jarðfræðikorti.

Tveir frakkar koma hér og lítillega við sögu, þeir P. Bout (1953) og P. Biays (1956), en mest af því, sem í bókum þeirra er, hefur verið til annara sótt, einkum Guðmundar Kjartanssonar og Guðmundar G. Bárðarsonar. Í heild er lítið á ritum þessum að græða ern góðar myndir eru í báðum.

Rannsóknir höfundar

Jón Jónsson

Jón Jónsson – Krýsuvík.

Snemma sumar 1960 var hafist handa um nákvæma jarðfræðilega kortlagningu í Krýsuvík og nágrenni. Frumkvæði að þessu átti Dr. Gunnar Böðvarsson þáverandi forstöðumaður jarðhitadeildar, en djúpboranir í Krýsuvík voru þá í undirbúningi. Korlagt var fysrt svæðið suður af Kleifarvatni og suðurhluti Sveifluháls. Starfið sóttist seint, m.a. vegan þess að ekkert farartæki var að staðaldri til um umráða, en notast var við þær ferðir, sem féllust. Kom fyrir að fara varð fótgangdi af vinnustað til hafnarfjarðar ap loknu dagsverki. Af séstökum ástæðum voru teknar fyrir rannsóknir á jarðhitasvæðinu vestast á reykjanesi og umhverfi þess sumarið 1963.
Árangurinn af þeim rannsóknum kom einkum fram í jarðfræðikorti, sem náði yfir vestasta hluta Reykjanesskaga og gefið var út af Vermi s/f. Það nær vestan frá sjó, austur að Stað í Grindavík og lúitið eitt norður fyrir Kalmanstjörn. Vitað er nú um allmargar skekkjur á þessu korti en talsvert hefur verið notað í sabandi við ýmsar jarðvísndalegar rannsóknir á svæðinu.
Mest var unnið að rannsóknunum sumurin 1968 og 1969. Smásvæði var þó eftir að kortleggja og hefur verið unnið að því að fylla í þau síðan fram á þennan dag (ársbyrjun 1977).

Jón Jónsson

Jón Jónsson – Þráinsskjöldur.

Í framhaldinu lýsir Jón eldri jarðmyndunum, s.s. Rosmhvalanesi og Vogastapa, Stapafelli, Súlum og Þórðarfelli, Sandfelli, Sýrfelli, Bæjarfelli og Valahnúkum, Þorbjarnarfelli, Litla-Skógfelli, Húsfelli, Fiskidalsfjalli, Festarfjalli, Lyngfelli, Fagradalsfjalli, Skála-Mælifelli, Hraunsels-Vatnsfelli, Keili, Móhálsum, Trölladyngju, Traðarfjöllum, Latsfjalli, Mávahlíðum, Krýsuvíkur-Mælifelli, Sveifluhálsi, Undirhlíðum, Valahnúkum, Húsfelli, Vífilsfelli, Helgafelli, Borgarhólum, Krýsuvíkurheiði, Selöldu, Skriðu, Bæjarfelli, Arnarfelli, Litla- og Stóra-Lambafelli, Geitahlíð, Lönguhlíðum, Vörðufelli, Herdísarvíkurfjalli, Vesturásum, Sandfelli, Krossfjöllum, Meitlum, Bláfjöllum, Stóra-Kóngsfelli, Þríhnúkum, Grindaskarðahnúkum, Rauðuhnúkum, Selfjalli og Skálafelli.

Þá tekur Jón fyrir jökulberg og aðrar jökulminjar, nútímahraun og eldstöðvar (dyngjurnar Skálafell, Háleyjabungu, Sandfellshæð, Langhól, Berghól, Lágafell, Vatnsheiði, Fagradal (D-11), Þráinsskjöld, Hraunsels-Vatnsfell, Hrútagjá, Brennisteinsfjöll, Leiti, Heiðina há, Selvosgheiði, Strompa, Búrfell í Ölfusi, Dimmadal og Ása).

Jón Jónsson

Jón Jónsson – misgengi og sprungur.

Gossprungum og öðrum eldstöðvum eru gerð góð skil, s.s. Vatnsfelli á Reykjanesi, Yngri- og Eldri-Stömpum, Rauðhólum við Skálafellsdyngju, Sýrfellsgígum, Klofningum, Eldvörpum, Þórðarfelli, Sundhnúkum, Baðsvöllum, Arnarsetri, Kálffelli, Hrafnshlíð, Borgarfelli, Höfða, Eldborg undir Trölladyngju, Sogum, Sveifluhálsi, Núpshlíðarhálsi, Lækjarvöllum, Kóngsfelli, Mávahlíðum, Móhálsum, Melrakka, Rauðamel, Rauðhól, Sandfellsklofa, Hraunhól, Óbrennishólum, Kötlum, Gvendarselshæð, Búrfelli, Bæjarfelli í Krýsuvík, Kaldrana, Stóru- og Litlu-Eldborg undir Geitahlíð, Kálfadölum, Vörðufelli, Eldborg í Brennisteinsfjöllum, Breiðdal, Kistu, Kistufelli, Tvíbollum, Stóra-Bolla, Svartahrygg, Þríhnúkum, Stríp, Eldborg við Drottningu, Rauðahnúkum, Vífilsfelli, Eldborgum við Lambafell, Litlahrauni, Sandfelli og Eldborgum undir Meitlum.

Allur er framangreindur hin áhugaverðasti. Jarðfræðikortin af Reykjanesskaganum í hluta II eru ekki síður áhugaverð.

Sjá Jarðfræðikort I í heild HÉR.

Sjá Jarðfræðikor II í heild HÉR.

Heimild:
-Jarðfræðikort af Reykjanesskaga, Jón Jónsson, Orkustofnun; jarðhitadeild, apríl 1978.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga; samsett – Jón Jónsson.

Selhraun

Í Náttúrufræðingnum 1965 má lesa um “Forn eldvörp í Selhrauni” eftir Jón Jónsson, jarðfræðing.

Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur.

“Ekki alllangt sunnan við Straum í Garðahreppi og skammt vestan við Kapelluhraun eru forn eldvörp. Þar hefur Vegagerð ríkisins tekið rauðamöl til ofaníburðar í vegi, og það er mest þeirri starfsemi að þakka, að hægt er nú að fullyrða að hér er um eldvörp að ræða.
Ekki er mér kunnugt um, hvernig þarna leit út áður en byrjað var að taka þar efni, en svo lítið ber á þeim hluta gíganna, sem enn er eftir óhreyfður, að líklegt má teljast, að þeim hefði alls ekki verið veitt eftirtekt, hefði þarna ekki verið grafið með stórvirkum tækjum. Nú er þarna umrót mikið og ýmislegt fróðlegt að sjá.
Gígir þeir, sem hér er um að ræða, eru á línu með stefnu NA—SV, eins og gígaraðir á Reykjanesi yfirleitt eru.
Yngri hraun hylja nú þetta svæði nær alveg, og hafa þau fært hina fornu gígaröð að mestu í kaf. Þau hraun eru komin sunnan að af svæðinu milli Sveifluháls og Vesturháls. Af því að yngri hraun hafa runnið yfir umhverfi gíganna, verður ekki með vissu sagt, hversu mikið hraun hefur frá þeim komið. Það er þó ljóst að eitthvað hraun hefur runnið í þessu gosi, og er það auðþekkt frá hraununum í kring. Það er peltspat-ólivín-porfyritiskt basalthraun með ólivínkristöllum, sem eru 1,5—2 mm í þvermál, og með einstaka allt að 3 cm stórum og allmiklu af 0,5—1 mm stórum feltspatkristöllum. Bæði stærri og minni feltspatkristallarnir virðast vera eins eða a. m. k. mjög líkir að samsetningu. Ljósbrot þeirra reyndist vera nWl 1.574, en samkvæmt Tröger (1959) er það An 70, en það eru mörkin milli labradorit og bytonit. Taldar voru steintegundir í tveim þunnsneiðum, samtals 2970 punktar. Útfrá því reyndist samansetning hraunsinsvera:
Plagioklas 45,4 %
Pyroxen 36,5 %
Ólivín 7,3 %
Ógegnsætt (opaque) 10,8 %

Selhraun
Hið síðastnefnda er að nokkru svart, ógegnsætt gler, en að mestu málmur, seguljárn og títanjárn.
Mikill fjöldi hnyðlinga er í þessu hrauni og sumir þeirra nokkuð stórir, eða um 5—7 cm í þvermál. Þeir virðast líkir þeim, sem áður hefur verið getið í þessu riti (Jónsson 1963). Slíkir hnyðlingar hafa nú fundizt víða um land, m. a. í Skaftáreldahrauni frá 1783, Fonti á Tungnáröræfum (heimild Elsa Vilmundardóttir), í Þórsmörk, við Grindavík og nú alveg nýlega fann Jens Tómasson, jarðfræðingur, hnyðlinga í Surtsey.
SelhraunÍ gígnum í Selhrauni fannst ennfremur stór feltspatkristall, sem reyndist vera ólígóklas (An 30). Hann var mjög illa farinn, sennilega mest vegna hita, og liggja jafnvel hárfínar basaltæðar í gegnum hann. Oligóklas á ekki heima í basalthrauni eins og þessu og verður því að telja líklegast, að um sé að ræða kristall, sem brotnað hefur úr eldra bergi nokkuð ólíku þessu að samsetningu og borizt með hrauninu á leið þess upp á yfirborð. Þess má geta að Jens Tómasson fann líka einn ólígóklaskristall í Surtsey.

Hraunið, sem runnið hefur umhverfis gígina og að nokkru leyti yfir þá, hefur ekki runnið fyrr en nokkru eftir, kannske löngu eftir að þeir gusu, því sums staðar má sjá að gjallið í þeim liefur verið farið að veðrast dálítið. Telja má víst, að þeir hafi verið orðnir mosagrónir, og á einstaka stað vottar fyrir jarðvegsmyndun. Víða í hólunum má greinilega sjá að hraunið hefur orðið fyrir snöggri kælingu, t.d. finnur maður á nokkrum stöðum þunnar basaltæðar í gjallinu og eru þær með svartri glerhúð. Einnig vottar fyrir hólstramyndun á stöku stað. Þetta vekur grun um, að hér hafi gosið í vatni, og við nánari athugun kemur í ljós að svo hefur verið.

Selhraun

Bergstandur í Selhrauni,

Á a. m. k. tveim stöðum í stálinu má sjá að hraunið hefur brotist upp í gegnum leirlög, sem nú eru sem vænta má mjög umturnuð og brennd hið næsta hrauninu, er brotizt hefur í gegnum þau. Aragrúi af skeljum hefur verið í leirnum og tekur það af allan efa um að hér hefur gosið í sjó. Sjálfar eru skeljarnar farnar veg allrar veraldar, en mótin eftir þær eru afar greinileg. Það er augljóst, að um allmargar mismunandi tegundir hefur verið að ræða, en mjög erfitt er nú að greina þær með vissu, því allt er þarna í einum hrærigraut og svo laust í sér að það fellur sundur ef við er komið.

Þorbjarnastaðarauðimelur

Í Þorbjarnastaða-Rauðamel.

Örugglega má þó þarna greina leifar af hrúðurkörlum (Balanus). Smyrslingur (Mya truncata) er þarna líka og líklega rataskel (Saxicava arctica), og nokkrar fleiri tegundir. Diatomeur (kísilþörunga) má og finna í leirnum, en sama máli gegnir um þá, að skeljarnar eru mjög illa farnar og örðugt að ákvarða þær með vissu. Aðeins sárafáar heilar skeljar hefur tekizt að finna. Langmest ber á brotum úr Coscinodiscus og nokkrum öðrum sjávartegundum. Örugglega má ákvarða Biddulphia aurita og Navicula peregrina, en báðar lifa í söltu vatni. Af ferskvatnstegundum reyndist mögulegt að ákvarða Eunotia sp., Pinnularia sp. og Tabellaria feneslrata.
Það virðist því líklegt, að þarna hafi gosið í sjó, en líklega hefur það verið nálaegt strönd og hafa ferskvatnstegundirnar borizt út í sjó með lækjum.
Skammt vestan við Straum er Rauðimelur, en þar hefur rauðamöl verið tekin í mörg ár, og er nú búið að grafa þar niður fyrir grunnvatnsborð. Vafalaust er Rauðimelur leifar af eldvarpi, sem líka hefur myndazt í sjó á sama hátt og e.t.v. á svipuðum tíma og eldvörpin í Selhrauni.”

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 1. tbl. 01.05.1965, Forn eldvörp í Selhrauni, Jón Jónsson, bls. 1-4.

Selhraun

Selhraun – berggangur.

Eldgos

Í Morgunblaðinu árið 1967 var “rabbað við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem vinnur að því á sumrin að gera jarðfræðikort af skaganum. Fyrirsögnin var: “Er Eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga?”

Jón JónssonJón Jónsson, jarðfræðingur, er einn þeirra íslenzku vísindamanna sem á sumrin ferðast vítt og breitt um landið til ýmiskonar starfa. Dagurinn er oft langur og erfiður, hann leggur af stað með malpokann eldsnemma á morgnana og það er ekki óalgengt að hann komi ekki heim fyrr en undir miðnætti. En hann kvartar ekki því að eins og hann segir: „Þegar tómstundaiðjan og starfið eru eitt og hið sama, þá er þetta allt í lagi”.
Jón er maður hraustlegur og útitekinn, með snör augu og er létt um bros.
„Ég starfa hjá jarðhitadeild Orkustofnunarinnar og aðalstarf mitt er jarðfræðirannsóknir í sambandi við jarðhita. Það hefur svo komið af sjálfu sér að ýmis önnur verkefni hafa hlaðist á mig, t.d. hef ég unnið að því að finna kalt vatn og held að mér sé óhætt að segja að ég hafi staðsett svo til allar kaldavatnsboranir í seinni tíð”.

Hvernig er það með kalda vatnið, það gýs víst ekki upp eins og það heita?”
„Nei, það þarf alltaf að nota dælur til að ná því upp, en það er ekki svo erfitt. Það er tiltölulega auðvelt að koma dælunum fyrir”.
„En nú er það ekki svo vel að þið getið fundið einhver merki um vatnsból ofanjarðar, eins og þegar leitað er að heitu vatni. Hvaða tæki notar þú til að finna kalt vatn?”
Jón brosir kankvíslega: ,Engin önnur en þau sem guð gaf okkur, við verðum bara að sjá það með berum augum, og það er ekki eins erfitt og það kann að virðast.

Hvað hefur þér oft skjátlast?”

Stapafell

Stapafell.

„Það hefur mjög sjaldan komið fyrir að mér hafi skjátlast algerlega, en stundum hefur ekki komið nærri nóg vatn upp úr holunum. Verstu „feilskotin” voru á Akureyri í fyrra sumar og svo aftur núna, en ég vona að við séum nú búnir að finna lausn á því vandamáli.
Það er erfitt að nota tæki til kaldavatnsleitar, en viðnámsmælingar hafa þó gefist vel á einum stað a.m.k. Vatnið er á sífelldri hreyfingu undir yfirborði jarðar, og straumar liggja víða til sjávar. Þau eru skilin víða mjög skörp. Ég get nefnt þér sem dæmi, að þegar við vorum að bora við Stapafell fyrir tveimur árum vorum við með snúningsbor og þurftum því að bora aukaholu til að fá skolvatn. Við þurftum svo að steypa í tilraunaholuna og helltum í hana mörgum pokum af sementi, en hin holan gruggaðist ekki, þótt hún væri aðeins tuttugu metra í burtu”.

En svo að við snúum okkur að sumarstarfinu þau á þessu ári, hvað hefur þú verið að fást við?”

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort.

„Í sumar hef ég snúið mér algerlega að rannsóknum á Reykjanesi, ég er að gera nákvæmt jarðfræðikort af öllum Reykjanesskaganum, og hefunnið að því eftir því sem ég hef getað í nokkur ár. Því miður hef ég ekki alltaf haft mikinn tíma aflögu til þessa, svo að það má segja að ég vinni þetta í hjáverkum. Ég byrja með því að merkja sprungukerfi, því að jarðhitinn eins og hann kemur fyrir á yfirborðinu, er ákaflega tengdur sprungunum. Við erum bara tveir við þetta, ég og Karl Grönvold, ungur maður sem er að læra jarðfræði”.

Og dagurinn er strangur?”

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort – Þríhnúkar.

„Já, það er hann oft. Við föum yfirleitt upp um klukkan átta á morgnana og erum sjaldan komnir heim fyrr en 9—10 á kvöldin, oft seinna, en þegar tómstundaiðjan og starfið fara saman er ekki yfir neinu að
kvarta”.

Er það ekki áratuga verk að labba um allan skagann til að gera kort af honum?”

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort – Brennisteinsfjöll.

„Nei, svo slæmt er það nú ekki, en það er satt að þetta er yfirgripsmikið starf. Við notum mikið loftmyndir og þær koma okkur að ómetanlegu gagni. Við leggjum gegnsæjan pappír yfir loftmyndirnar og merkjum inn á hann gíga, sig, sprungur og þessháttar. Við verðum auðvitað að ganga mikið, en það er nú ekkert annað en það sem maður er vanur.

Seltún

Krýsuvík – Seltún.

Eg byrjaði árið 1960 og þá á Krýsuvíkursvæðinu. Ég var bara að þrjár vikur það sumarið og hef svo haft það í ígripum eins og ég sagði áðan. Mér tekst sjálfsagt ekki að ljúka við þetta í sumar, en fer þó yfir mestan hluta þess svæðis sem eftir er. Í dag fórum við á jeppanum upp með Bláfjöllum að vestan. Við fórum ekki upp á háfjall þó að hægt sé að komast yfir í Selvog. Það er gott að hafa jeppann, mikill munu frá því að ég byrjaði fyrst, þá átti ég ekki bíl og varð að fara allra minna ferða gangandi eða reyna að ferðast á þumalfingrinum”.

Hefur eitthvað komið þér á óvart við þessar rannsóknir?”

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort – Hrútargjárdyngja.

„Nei, ég get varla sagt það.
Við Lönguhlíð austanverða og suðvestur með Þríhnúkum er þó mikið um ketilmynduð sig sem ekki eru algeng hér á landi. Askja er eitt líkt sig, en þessi komast að sjálfsögðu ekki í hálfkvist við hana. Það má eiginlega segja að það hafi komið mér á óvart þvílík firn af eldstöðvum er á þessum slóðum, margar þeirra eru ekki merktar á neitt kort, og liggja mjög þétt víða”.
„En hefur þú orðið var við einhverjar breytingar á jarðveginum á þessum slóðum?”
„Á hluta á svæðinu held ég að umbrot eða hræringar séu að aukast og hiti að hækka.

Bollar

Gígur í Bollum ofan Lönguhlíða.

Það er meiri kraftur í hverunum en því miður höfum við ekki eldri hitamælingar yfir svæðið svo að það er erfitt að segja nákvæmlega til um. Ég er þó ekki einn um þessa skoðun, því að einn af mönnunum sem fæst við innrauðu „hitaljósmyndunina” nefndi þetta sama við mig af fyrra bragði.
Við vitum ekkert um ástæðuna ennþá, en ég myndi ætla að svona yrði undanfari eldgoss.

Það hafa ekki orðið eldsumbrot þarna síðan um 1340, þegar Ögmundarhraun rann. Þá rann hraun yfir bæ suð-vestur af Krýsuvík, og ég held að það gæti orðið gaman fyrir fornleifafræðinga að líta nánar á þann stað. Það eru til Húshólmi og Óbrennishólmi í hrauninu, og bæjarrústirnar standa að nokkru leyti út undan hrauninu og má telja víst, að undir því sé einhverja muni að finna frá þessum tíma.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Hraunlagið er ofur þunnt á þessum stað, innan við metra held ég og það væri ekki mikið verk að rífa það ofan af bænum. Ég býst ekki við að neitt fólk hafi farist, en það ætti t.d. að vera hægt að finna þarna viðarkol sem hægt væri að aldursákvarða, og jafnvel eitthvað af húsunum. Mér myndi þykja mjög gaman að taka þátt í rannsókn á staðnum. Jarðvegurinn undir hrauninu er valllendi, þurrlendismói”.

Fyrst við erum farnir að tala um fornminjar og slíkt Jón, þá minnist ég þess að nálægt bæ í Kjósinni, þar sem ég var í sveit, fundust margir gamlir trjálurkar í mýri sem verið var að ræsa fram, ætli þeir hafi verið frá landnámstíð, þegar landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru?”
Jón Jónsson
„Það held ég ekki. Mér finnst líklegra að þeir hafi verið af skógi sem fenginn var undir löngu fyrir landnámstíð.
Það er vitað að miklar loftlagsbreytingar hafa orðið á Skandinavíu og það má sjá þess merki á hinum Norðurlöndunum að skógar hafa gengið um 200 metra hærra upp í fjallshlíðar. Það hefur líka verið á hlýindatímabilinu eftir ísöld”.

Hver eru nú þín uppáhalds verkefni, Jón?”
Jón Jónsson
„Þau eru svo mörg að ég veit ekki hvar ég á að byrja.
Ég hefi til dæmis mjög mikið gam«n að öllum rannsóknum, og eins að kortleggja, kanna sprungur, fellingamyndanir, misgengi og þessháttar. Ein af mínum uppáhaldsiðjum er líka að skoða berg í smásjá.

Þríhnúkar

Í Þríhnúkagíg.

Þá límum við steinflís á glerplötu og sögum af henni eins nálægt glerinu og hægt er.
Síðan er flísin slípuð þar til hún er ekki nema 1/300 úr millimetra og svo skoðum við hana í smásjánni. Þá er hún orðin gegnsæ þannig að við sjáum gegnum alla krystalla og efni nema málma. Svona rannsóknir — sem og aðrar rannsóknir — krefjast mikils og góðs samstarfs, og það er nokkuð sem tilfinnanlega vantar. Ekki þar fyrir að samkomulag er mjög gott milli okkar allra og við erum allir reiðubúnir að rétta kollega hjálparhönd, en aðstaða til raunhæfs samstarfs er ekki fyrir hendi til þess skortir aðstöðu, vonandi verður bætt úr því sem fyrst. – ótj

Jón Jónsson skrifaði grein í Vikuna árið 1964 undir fyrirsögninni: “Það má búast við gosi á Reykjanesi“.

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort.

“Það er óhætt að slá því föstu að alls engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu hætt á Reykjanesskaga. Það verður þvert á móti að teljast í fyllsta máta líklegt, að gos muni enn verða þar…
Reykjanesskagi er meir eldbrunninn en nokkur annar hluti þessa lands. Ég ætla að engin viti hversu margar eru þær eldstöðvar og því síður hversu mörg þau hraun eru, sem þar hafa brunnið frá því að jökla leysti af landinu hraunflákana á þessu svæði fær maður nokkra hugmynd ef það er athugað að hægðarleikur er að ganga alla leið frá Þingvallavatni út á Reykjanestá án þess að stíga nokkurn tíma af hrauni.

Jón Jónsson

Jón Jónsson; jarðfræðikort – Kristnitökuhraun og nágrenni.

Fyrsta gos, sem sögur fara af á þessu svæði er það, sem átti sér stað árið 1000 og sem getið er um í Kristnisögu. Það gos var á Hellisheiði norð-austur og austur af Hveradölum og eru eldstöðamar vel sýnilegar hverjum þeim, sem um Hellisheiði fer. Ekki fara sögur af fleiri gosum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefur þar gosið síðar a.m.k. tvisvar sinnum, í Eldborg nyrðri og syðri, milli Lambafells og Bláhnjúks, því hraun frá þeim gosum hafa runnið út á hraunið frá 1000. Í námunda við þær eldstöðvar, hefur áður gosið oftar en einu sinni eftir ísöld, og þaðan er komið það hraun, sem næst hefur komizt höfuðborginni, en það er hraunið sem runnið hefur út í Elliðaárvog. Samkvæmt rannsóknum Þorleifs Einarssonar er þetta hraun komið úr stórum gíg er nefnist Leitin sunnan við Ólafsskarð austan undir Bláfjöllum. Yngri hraun þekja þetta að mestu vestur að Draugshlíðum, en þaðan er auðvelt að rekja það alla leið til sjávar. Þetta hraun hefur verið mjög þunnfljótandi og væntanlega runnið hratt. Það er helluhraun og myndar hvergi kraga það ég veit, en í því eru gervigígir á nokkrum stöðum og þekktastir þeirra eru Rauðhólar við Elliðavatn. Skammt ofan við brúna yfir Elliðaár á Suðurlandsvegi er mór undir hrauninu. Hann hefur verið aldursákvarðaður með C1 4 aðferð og reynzt vera 5300 -4- eða -j- 340 ára. Vestan við Bláfjöll eru allmargir gígir og sumir þeirra stórir. Meðal þeirra er sá sem gerður hefur verið hinn mesti ógnvaldur í VIKUNNI á undanförnum vikum.

Eldborg

Eldborg í Kristnitökuhrauni.

Frá eldstöðvum á þessum slóðum hafa hraun runnið norður á Sandskeið, milli Sandfells og Selfjalls og vestan við Selfjall, milli þess og Heiðmerkur. Á síðastnefnda svæðinu ber hraun þetta nafnið Hólmshraun.

Hólmshraun

Hólmshraun – uppdráttur Jón Jónsson.

Þarna er þó um a.m.k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða, og verða þeir nefndir Hólmshraun I—V hér. Hólmshraun I er þá þeirra elzt og V yngst. Ekki hafa þessi hraun ennþá verið rakin til einstakra eldstöðva, og er raunar óvisst hvort það er mögulegt, a.m.k. með öll þeirra. Af þessum slóðum hafa þau samt komið. Engar sagnir eru til um gos á þessum slóðum. Hólmshraun I hefur runnið út á Leitahraunið rétt austan við Gvendarbrunna og langleiðina yfir það þar skammt fyrir austan. Hólmshraun II hefur einnig runnið út á það austan við Lækjarbotna og myndar hina áberandi, háu hraunsbrún ofan við gamla Lögbergsbæinn aðeins norðan við Suðurlandsveginn. Af þessu er ljóst að Hólmshraunin öll eru yngri en Leitahraunið, en um aldur þess var áður getið.

Stóra-Kóngsfell

Gígur vestan við Stóra-Kóngsfell.

Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt hafa orðið a.m.k. 9 eldgos á austanverðum Reykjanesskaga á síðastliðnum 5300 árum. Auk þess er Nesjahraun í Grafningi, en það er samkvæmt rannsóknum Kristjáns Sæmundssonar 1880 + eða — 65 ára, C11 aldursákvörðun. Þar með eru gosin orðin 10. Milli Selfjalls og Helgafells virðist ennfremur vera nokkuð á annan tug mismunandi hrauna, sem öll eru runnin eftir ísöld, eru þá ekki talin með áðurnefnd fimm Hólmshraun né heldur hraun það sem komið er úr Búrfellsgígnum, og sem nefnt er ýmsum nöfnum, svo sem Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun o.s.frv., en sem ég mun nefna Búrfellshraun. Á þessu hrauni stendur meginhluti Hafnarfjarðarbæjar.

Hraunakort

Hraunakort ofan Hafnarfjarðar.

Ekki skal nú haldið lengra vestur skagann að sinni, en aðeins geta þess að fjöldi hrauna og eldstöðva eru þar, og hafa sumar þeirra verið virkar eftir að land byggðist.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – yfirlit.

Það er óhætt að slá því föstu, að engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu hætt á Reykjanesi. Það verður þvert á móti að teljast í fyllsta máta líklegt að gos muni enn verða þar. Sé jafnframt litið á, hversu oft hefur gosið þar og hvað langt er liðið frá síðasta gosi, en það hefur líklega verið um 1340 er Ögmundarhraun brann, þá vaknar sú spurning hvort ekki muni nú líða að því að gos verði einhvers staðar á þessu svæði. Vitanlega er þetta nokkuð sem enginn veit, ekki jarðfræðingar fremur öðrum. Það er þó ljóst að a.m.k. verulegur hluti þeirra mynda, sem — sumar í allsterkum litum — hafa verið dregnar upp í undangengnum blöðum VIKUNNUR gætu áður en varir verið komnar í hinn kaldhamraða ramma veruleikans. Við höfum ekki leyfi til að haga okkur eins og við vitum ekki, að við byggjum eitt mesta eldfjallaland jarðarinnar. Það er skoðun mín að það sé í fyllsta máta tímabært að hlutaðeigandi geri sér nokkra grein fyrir því, hvað komið getur fyrir og hvernig við því skal bregðast. Sumt af því er svo augljóst að ástæðulaust er um það að fjölyrða. Ég á þar við truflanir á samgöngum og beina skaða á mannvirkjum.

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar – flugmynd.

Því er ekki að neita að vatnsból Reykjavíkur og Hafnarfjarðar geta legið nokkuð illa til í þessu sambandi. Vatnsbóli Hafnarfjarðar í Kaldárbotnum hagar þannig til að vatnið kemur úr misgengissprungu, sem klýfur Kaldárhnjúk, Búrfell og myndar vesturhlið Helgadals.

Búrfellshraun

Búrfellshraun – kort. Hér má sjá hverning hraunið mótaði umhverfi Hafnarfjarðar fyrir 5000 árum.

Svo sem 1—1,5 km. sunnan við Kaldárbotna hefur sama sprunga gosið hrauni. Það er að vísu lítið hraun, en hætt er við að gos á þessum stað eða með svipaða afstöðu til vatnsbólsins gæti haft óheppileg áhrif á vatnið. Þess skal getið að ólíklegt virðist að gos mundi hafa veruleg eða jafnvel nokkur áhrif á vatnsrennslið. Um Gvendarbrunna er svipað að segja. Vatnið kemur þar líka úr sprungum, sem a.m.k. tvö og líklega þrjú Hólmshraunanna hafa runnið yfir. Vatnið í Gvendarbrunnum kemur því ekki aðeins undan hrauninu í venjulegum skilningi heldur dýpra úr jörðu og af miklu stærra svæði. Því er ekki líklegt að gos hefði áhrif á rennslið, en kæmi enn eitt Hólmshraun, gæti það hæglega runnið yfjr vatnsból Reykjavíkurborgar. Bullaugu eru hirfs” vegar ekki á sambærilegu hættusvæði. Vel gæti komið til mála að hægt væri að segja fyrir gos á því svæði, sem hér er um að ræða með því að fylgjast stöðugt með efnasamsetningu vatnsins. Þetta hafa Japanir gert, en á þessu sviði sem alltof mörgum öðrum fljótum við ennþá sofandi að feigðarósi.

Reykjaneskagi - jarðfræði

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Eldstöðvarnar á Reykjanesi eru aðallega tvennskonar: dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri a.m.k. á vestanverðu nesinu. Frá þeim eru stærstu hraunin komin, og ná sum þeirra yfir mjög stór svæði.

Krýsuvík

Grænavatn (t.h.) og Stampar. Gígar eftir sprengigos.

Sprungugosin virðast hins vegar flest hafa verið tiltölulega lítil og ekki hafa gert mikinn usla. Mörg þeirra hafa ekki verið öllu meiri en Öskjugosið síðasta og sum minni. Þau virðast einnig hafa verið samskonar, þ.e. hraungos með sáralitlu af ösku, og hafa yfirleitt ekki staðið lengi. Svo er að sjá sem þannig sé um Hólmshraunin. Nokkuð öðru máli gegnir um gosið í Búrfelli. Það hefur verið mikið gos, og er hraunið víða um og yfir 20 m þykkt. Ekki verður séð að Búrfell hafi gosið nema einu sinni. Um aldur þess hrauns er ekki vitað, en líklegt virðist mér að það sé með eldri hraunum hér í grennd. Ekki er því að leyna að allófýsilegt væri að búa í Hafnarfirði ef Búrfell tæki að gjósa á ný, sérstaklega á þetta við um þann hluta bæjarins, sem stendur á hrauninu eða við rönd þess. Sama er að segja um Grindavík, ef eldstöðvarnar, sem þar eru næst færu aftur að láta til sín taka. Aðeins eru um 5 km. frá Búrfelli til Hafnarfjarðar og mun skemmra til Grindavíkur frá gígunum, sem þar eru næstir. Í þessu sambandi má benda á að hraunið frá Öskjugosinu síðasta mun hafa runnið um 11 km. á 2—2 1/2 sólarhringum. Hveragerði gæti verið hætta búin af gosum á Hellisheiði.

Jón Jónsson

Rit Jóns Jónssonar.

Vera má að sumum lesenda finnist hér hafa verið málað svart, að ég sé hér að spá illu og jafnvel að hræða fólk að ástæðulausu. Því fer fjarri að það sé ætlun mín. Ég, sem allir aðrir vona að sjálfsögðu að þær byggðir sem um hefur verið rætt fái um alla framtíð að vaxa og dafna í friði. Hins vegar er í hæsta máta óheppilegt í þessu sem öðru að loka augunum fyrir staðreyndum.
Enginn veit hvar eða hvenær eldur kann næst að brjótast upp á Reykjanesskaga. Þeir sem nú byggja Þessar slóðir sjá kannski ekkert af honum, kannski ekki heldur þeir næstu, en persónulega efast ég ekki um að, ef ekki við, þá muni einhver eða öllu heldur einhverjar komandi kynslóða verða að taka afstöðu til þess, hvað gera skuli er glóandi hraunflóð stefna að byggðu bóli — og þá væri gott að vera ekki alveg óviðbúinn.” – Jón Jónsson.

Sjá má viðtal við Jón í Morgunblaðinu árið 1965 á FERLIRssíðu undir fyrirsögninni: “Gosið gæti hvenær sem er á Reykjanesskaga“, HÉR.

Þá má sjá rit Jóns og “Jarðfræðikort af Reykjanesskaga : 1. Skýringar við jarðfræðikort ; 2. JarðfræðikortHÉR.

Heimildir:
-Morgunblaðið, 207. tbl. 14.09.1967, Er Eldgos væntanlegt á Reykjanesskaga, Rabbað við Jón Jónsson, jarðfræðing, sem vinnu að því á sumrin að gera jarðfræðikort af skaganum, bls. 17-18.
-Vikan, 7. tbl. 13.02.1964, Það má búast við gosi á Reykjanesi, Jón Jónsson, jarðfræðingur, bls. 20-21 og 30.

Jarðfræði Íslands

Jarðfræðikort af Íslandi – ÍSOR.

Náttúrufræðingurinn

Í Náttúrufræðingnum 1993 fjalla feðgarnir Jón Jónsson og Dagur Jónsson um “Hraunborgir og gervigíga“.

Inngangur

Jón Jónsson

Jón Jónsson.

Hraunborgir er orð sem óvíst er hvort áður hefur verið notað í þeirri merkingu sem við gerum hér. Seinni lið orðsins kannast þó allir við úr örnefninu Dimmuborgir. Flestum Íslendingum mun aftur á móti ljóst við hvað er átt þegar talað er um gervigígi og að það eru ýmislega lagaðar myndanir á hraunum, stundum með en stundum án reglulegra gígmyndana, og sem ekki eru í beinu sambandi við eldstöðina sjálfa.
Vart verður það sagt að háspennulínur og slóðir sem þeim fylgja prýði landslagið og allra síst þar sem grámosinn má heita eini gróðurinn á hraunkarga. Slík mannvirki eru þó nauðsynleg og hafa þann kost að auðvelda leið að stöðum sem kunna að vera áhugaverðir fyrir náttúrufræðinga.

Gervigígar við Helgafell

Dagur Jónsson

Dagur Jónsson.

Í sambandi við val á línustæði fyrir Búrfellslínu III 1991 fann annar okkar (D.J.) gígasvæði austan við Helgafell við Hafnarfjörð. Okkar á milli höfum við gefið því nafnið Litluborgir án þess að ætlast til að það festist sem örnefni. Við höfum skoðað þennan stað nokkrum sinnum, saman eða hvor fyrir sig, og freistum þess nú að gera nokkra grein fyrir því sem þar er að sjá, því ekki er vitað um aðra þvílíka myndun hér í nágrenninu. Svæðið er lítið, mesta lengd þess norður-suður er um 300 m og mesta breidd 250 m. Það er umkringt yngri hraunum og ekki áberandi í landslagi. Ljóst er að þetta hefur orðið til í vatni og við töldum fyrst að þar hefði gosið, en síðar hefur komið í ljós að í heild mun um gervimyndun að ræða, hraun hefur þarna runnið út í stöðuvatn.

Nyrst á svæðinu eru dæmigerðir gervigígir, flöt gjall- eða kleprahraun, flygsuhrúgöld með meira eða minna óljósa gíglögun. Hæsti gígurinn á svæðinu er rösklega 3 m há gjall- og kleprastrýta með kísilgúrklessu við toppinn. Annar um 2,5 m hár gígur gæti útlitsins vegna allt eins verið hraungígur en dæmist út sökum umhverfisins. Hrært innan um gjallið er örfínt efni sem sýnir sig vera kísilgúr.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Auðvelt er að ákvarða í þessu mikinn fjölda skelja kísilþörunga. Um er að ræða hreina ferskvatnsmyndun. Meðal þörunganna eru Cymatopleura solea, sem er meðal einkennistegunda í Mývatni, en þar er líka Surirella caproni, sem einn mesti sérfræðingur á þessu sviði, F. Hustedt (1930), telur að einkum sé að finna í botnseti stórra stöðuvatna („im Grundschlamm grösserer Seen”).

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn.

Víst er þó að sú tegund lifir líka í Vífilsstaðavatni og önnur náskyld hefur fundist í lækjarsytru norðan við Leiðólfsfell á Síðu, við rönd Skaftáreldahrauns. Þörungaflóran þykir benda til þess að þarna hafi verið stöðuvatn og á botni þess ekki óverulegt lag af kísilgúr, vatnið ekki djúpt, fremur kalt, hreint og líklega sæmilega næringarríkt. Það hefur verið í dal sem takmarkast hefur annars vegar af Helgafelli en hins vegar af Kaplató og líklega náð suður og vestur að Undirhlíðum þar sem nú er hraunslétta. Það mikið er þarna af kísilgúr að ætla má að vatnið hafi verið þarna nokkuð lengi, e.t.v. nokkrar aldir. Þess má geta að gasblöðrur í hrauninu, sem sumar eru 2-4 cm í þvermál, eru sumar fylltar fannhvítum, hreinum kísilgúr sem hlýtur að hafa lokast þar inni um leið og hraunið rann.

Hraunborgir
Litluborgir

Myndin hér hjá sýnir hraunþak sem hvílir á súlum. Þær afmarka misvíðar rásir, hella, sem sums staðar eru á tveim hæðum. Þakið yfir rásunum er um 35-40 cm þykkt, fyrir kemur að það sé tvöfalt. Yfirborð hraunsins er slétt. Súlurnar eru misgildar, holar innan, hraðkældar en ekki glerjaðar. Veggir þeirra eru misþykkir en mest 15-20 cm. Innanmál þeirra er mest um 12-20 cm en fjarar út þegar upp að þakinu kemur. Við teljum súlurnar vera myndaðar kringum gasstraum, væntanlega einkum vatnsgufu, sem frá botni hraunsins hefur ruðst upp gegnum hraunkvikuna. Við það varð svo mikil kæling að rásin stóð eftir sem strompur. Margar súlnanna hafa aldrei náð alveg upp en standa eftir innan um niðurfallið þakið og eru að utan alsettar skriðrákum.

Litluborgir

Litluborgir.

Hraunið hefur runnið eftir vatnsbotninum, þar verður kröftug gufumyndun, gufan ryðst upp gegnum hraunkvikuna og þannig verða súlurnar eða stromparnir til eins og áður segir. Hrauntjörn sem fyrst varð til í vatni hefur tæmst að lokum af hrauni, en vatnið hefur væntanlega að mestu eða öllu verið gufað upp um það leyti.
Ljóst er að hraunkvikan hefur nánast frá upphafi streymt eftir misvíðum rásum undir yfirborði út frá einni hrauntjörn, sem virðist í fyrstu að miklu leyti hafa verið undir þaki. Þegar svo lækkaði í hrauntjörninni féll þakið niður en eftir stóðu stöplar efst með leifar af þakinu eins og barðastóran hatt. Yfir þröngum rásum hélst þakið.

Dropsteinar
Litluborgir

Eins og áður segir bera sumar súlurnar leifar af þakinu en neðan í þeim hanga dropsteinar og þykir það benda til þess að snögglega hafi lækkað í hrauntjörninni. Sums staðar hefur bráðin smitað út úr hrauninu og klætt veggi þrengstu rásanna, eða hangir niður úr þakinu sem mjög snotrir dropsteinar. Í þaki stærstu rásanna eru óverulegar dropsteinamyndanir, sem ná lítið eitt niður eftir veggjum. Gæti þar verið fremur um endurbræðslu að ræða þar eð þakið er mjög þunnt. Gasstraumur yfir rennandi hrauni í þröngum helli gæti nægt til þess.
Það er með hálfum huga að við nefnum þetta, en höldum í vonina að þeir einir heimsæki svæðið sem hafa tilfinningu fyrir og bera virðingu fyrir fínum smíðisgripum náttúrunnar og gera sér ljóst að þeir sóma sér betur á sínum stað en inni í stofum. Hraunið er þóleít, þétt feldspatdílótt, með allt að 12-J4 díla á cm2, 2-6 mm í þvermál. Samsetning reyndist: Plagíóklas 41,1%, pýroxen 40,0%, ólivín 1,5%, málmur 12,4%. Dílar alls 11,1%.

Katlahraun

Katlahraun

Kaltlahraun – Selatangar fjær.

Á ströndinni suður af Núpshlíð á Reykjanesskaga eru stórskomar hraunborgir sem við ætlum að séu myndaðar á sama hátt og okkar Litluborgir, aðeins í miklu stærri mælikvarða. Þar hefur hraun runnið ofan af landi, út í líklega fremur grunna vík. Talið var, með fyrirvara þó, að hraun þetta væri úr Höfðagígum komið (Jón Jónsson 1978) en fullt svo líklegt sýnist nú að það sé úr Moshólum. Svo mikil eldvirkni hefur í aldanna rás verið á svæðinu þarna ofanvið að ekki er auðvelt að greina milli einstakra hrauna. Verður það spursmál ekki nánar rakið hér. Þarna eru feiknastórar hraunborgir, niðurföll, hraunrásir og hellar. Þverskurður af einni borginni sýnir einkar vel innri gerð hennar. Til beggja hliða eru þétt lóðrétt hraunlög, með vott af láréttri stuðlamyndun, en milli þeirra rás fyllt af losaralega samanruddu grjóti, sem ekki ber merki snöggrar kælingar. Þarna virðist gufa neðanfrá hafa tætt sundur hraunið og hrifið með sér grjótið sem í lokin varð eftir í rásinni. Ofaná eru sundurtættar leifar af þakinu.

Dimmuborgir

Dimmuborgir

Dimmuborgir.

Hvorugur okkar hefur skoðað Dimmuborgir að ráði og leiti maður að lýsingum á þeim eða hugmyndum um myndun þeirra verður árangurinn mjög á eina leið. Norski jarðfræðingurinn Tom F.W. Barth (1942) er líklega einn sá fyrsti sem slær því föstu að þar hafi verið um „lava lake” að ræða.

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Sigurður Þórarinsson (1951) tekur upp kafla úr ritgerð Barths óbreyttan en bendir jafnframt á að hinir alþekktu Strípar við Kálfaströnd séu sams konar myndanir. Á milli þessara tveggja kemur svo Rittmann (1944) með harla frumlega en naumast raunsæja hugmynd um uppruna borganna. R.W. van Bemmelen og M.G. Rutten (1955) fjalla svo um málið og virðast vera þeir fyrstu sem fjalla sérstaklega um hvernig súlurnar hafi orðið til. Þeir telja þær vera „the result of eddies in turbulent flow of the molden lava” (hringiður í rennandi hrauni). Síðastur til að lýsa Dimmuborgum nokkuð er svo Kristján Sæmundsson (1991). Hann telur, eins og áðurnefndir höfundar, að þarna hafi hrauntjörn verið en tekur fram að „hemað hefur verið yfir hana”, en það er þýðingarmikil ábending í þessu sambandi. Ennfremur minnist hann á gas- og gufustrompa sem í tjörninni hafi verið og er þá komið nærri skýringu okkar á því hvers vegna súlurnar standa eftir þegar tjörnin tæmist. Ennfremur bendir Kristján á að Dimmuborgir séu „í ætt við gervigíga”.

Dimmuborgir

Dimmuborgir.

Á öðrum stað í sama riti kemur Árni Einarsson inn á kísilgúrleifar sem ættaðar eru úr hinu forna vatni. Með því virðist því fyrst slegið föstu að hraunið hafi runnið út í vatn. Það er nú komið nokkuð á fjórða áratug frá því að bent var á að kísilgúr innan um gjall eða í bombum gervigíga sannaði að hraunið hafi runnið í vatn (Jón Jónsson 1958) og að nokkuð mætti af þörungaflóru ráða hvers konar vatn. Síðar hefur svo verið sýnt hvernig þetta kann að gerast í gervigígum (Jón Jónsson 1990).

Sappar
Katlahraun

Í Árbók Ferðafélags íslands 1983, bls. 128, er nokkuð lýst myndunum sem gefið var þetta nafn (Jón Jónsson 1983). Það var gert til heiðurs Karli Sapper (1866-1945), en hann varð fyrstur til, svo vitað sé, að lýsa þessum sérstæðu myndunum og einmitt við austurgjá Eldborgaraða (Sapper 1908).

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Þetta má sem best nota sem fræðiheiti (term) fyrir þessar myndanir. Það tengist manninum sem fyrstur lýsti þeim og það fellur algerlega að íslensku beygingarmunstri. Sjáfur nefnir Sapper þessar myndanir „Lavapilze” (hraunsveppi), gefur lauslega upp stærð þeirra, hæð 4-5 m og þvermál 3-4 m, en lýsir þeim annars ekki ítarlega. Hann nefnir þó að þeir muni „sekundares Gehilde” og að þeir „urspriinglich hohl gewesen wáre”.
Hans Reck (1910), sem næstur er til að skoða þennan stað, er að mestu á sama máli og Sapper, kallar þetta „Lavapropfen” og „sekundares Gebilde”. Þetta tvennt, og áðurnefnd grein í Árbók Ferðafélagsins, er það eina sem kunnugt er að ritað hafi verið um þessar myndanir. Hvaðvarðar síðastnefnda grein, þá er sú lýsing sem þar er að nokkru leyti röng og að öðru óljós og líkleg til að valda misskilningi.
Það var fyrst sumarið 1991 að í ljós kom að vatn hefur verið þar undir sem sapparnir eru. Það sést af leirkenndu seti sem borist hefur upp á yfirborð með hrauninu og að því er virðist upp gegnum sappann. Í þessu seti eru kísilþörungaskeljar. Ekki verður sagt að um kísilgúr sé að ræða. Flóran er fátækleg að tegundum en fjöldi einstaklinga er umtalsverður og þykir benda til þess að vatnið hafi verið kalt, og setið gæti bent til áhrifa frá jökulvatni. Meira verður ekki um það sagt.
Katlahraun

Sapparnir koma fyrir í óreglulegum hópi um 1,5 km norðaustan við Laka. Hraunið hefur þar lagst upp að eldrigígum og myndað lítið eitt bungulaga hraunsléttu og upp úr henni standasapparnir, sem næst 100-150 m austan við gosstöðvarnar miklu frá 1783, en þá varð þriðja og síðasta stórgosið á þessari sömu línu.

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Eftir að komin var um 50-70 cm þykk skorpa á hraunið hefur kvika haldið áfram að streyma inn undir hraunþakið, en vatn lokaðist undir því. Þar safnaðist fyrir gas úr hrauninu og vatnsgufa, sem að lokum náði að sprengja göt á þakið. Um þau hefur svo seigfljótandi hraunkvika stigið upp, myndað lóðrétta veggi í hring í opinu en í miðju hefur gas og vatnsgufa streymt upp, sennilega með allmiklum krafti, og rifið með sér brot úr hálf- eða alstorknuðu hrauni, sem síðan fyllir strompinn að innanverðu. Sú skoðun Recks að gas hafi hér ekki átt hlut að máli stenst því ekki. Fullkomin sönnun fyrir þessu blasir við á öðrum stað á svæðinu, en þar hefur orðið sprenging sem brotið hefur gat á hraunskorpuna, en brot úr henni liggja í hring kringum opið. Má þar skoða og mæla þykkt hraunþaksins.

Katlahraun

Sappi í Katlahrauni.

Á öðrum stað má sjá gjall- og kleprahring kringum einn sappann og má af því ráða að venjulegur gervigígur hefur þar verið undanfari þess að sappinn varð til. Urðin sem er víðast hvar kringum sappana hefur verið túlkuð, m.a. af Sapper sjálfum, sem „Lavatrummer” (grjóturð) utan af sappanum. Svo er og vissulega að hluta, en engan veginn alls staðar.

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Vera má að hraunþekjan kringum sappana hafi sigið jafnframt því sem þeir mynduðust og að það hafi þannig átt þátt í myndun þeirra.
Hér þarf nánari athugana við. Ekki verður annað séð en að lausagrjótið ofan á söppunum sé hluti af þakinu. Veggir sappanna eru 60-80 cm þykkir, þéttastir í miðju en hvergi glerjaðir, stundum með skriðrákum að utan. Sumir sappanna hallast mjög og nokkrir hafa næstum lagst á hliðina. Þetta þykir benda til þess að þeir séu meira sjálfstæð myndun og ekki svo mjög háðir hreyfingum þaksins. Af því sem hér hefur verið rakið má ljóst vera að hér er um gervimyndanir að ræða þótt ekki verði gígir kallaðir. Ennfremur að vatn hefur líka hér verið til staðar og gegnt öðru meginhlutverki.
Sapper tekur fram að sams konar myndanir hafi hann séð í hrauni við Eldgjársprunguna við Brytalæki (Sapper 1908, bls. 27) og vel má vera að þessar myndanir séu ekki jafn sjaldséðar og ætla mætti; a.m.k. fundum við einn gerðarlegan sappa sumarið 1991 í rönd Skaftáreldahrauns norðan við Galta.

Rabb og niðurstöður

Katlahraun

Katlahraun og möguleg upptök; Höfðagígar eða Moshóll.

Af þeirri upptalningu sem hér hefur verið gerð verður niðurstaðan sú að gervigígir, hraunborgir og sappar séu greinar á sama meiði. En hver er meginorsök svo mismunandi útlits þótt skilyrði sýnist hin sömu? Ekki verður hér reynt að svara því.

Rauðhólar

Rauðhólar.

Mesta gervígígasvæði landsins, Landbrotshólar, virðist myndað þar sem hraun rann yfir votlendi, væntanlega með árkvíslum og lónum (Jón Jónsson 1958, 1990). Í gjallinu í Rauðhólum við Reykjavík hafa fundist stykki af kísilgúr. Borun þar sýnir að vatnið sem Leitahraun þar rann út í var ekki djúpt. Mývatn virðist aldrei hafa verið djúpt. Austan við Herdísarvík hefur hraun runnið út í sjó og þannig endar Ögmundarhraun. Á hvorugum staðnum hafa gervigígir myndast heldur hefur hraunið runnið í lokuðum rásum eftir að í sjóinn kom. Hvernig svo rásirnar enda sést ekki. Í Litluborgum eru gjall-gervigígir og hraunborgir hlið við hlið. Næsta ljóst er að það sem veldur því að hraunborgir, súlurnar, stromparnir, eða hvað sem maður vill nefna það, standa eftir þegar hrauntjörn tæmist eða í henni lækkar er að hraunið hefur náð að kólna nægilega mikið kringum lóðréttar gufurásir gegnum hraunmassann til þess að þær stóðu eftir þegar tjörnin tæmdist.”

Hvernig myndast Gervigígar?

Litluborgir

Hraunsúlur í Litluborgum.

“Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig:
Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sökum hitamismunar þess og yfirborðsvatns gufar allt yfirborðsvatn upp. Eingöngu verður eftir það vatn sem geymt er í jarðveginum því það kemst ekki í beina snertingu við hraunið Þegar hraunið hefur hulið jarðveginn fer það að þykkna og þá eykst þrýstingur á undirlagið (þrýstingur = þykkt x eðlisþyngd x þyngdarhröðun).

Litluborgir

Litluborgir og gervigígarnir.

Aukinn þrýstingur pressar vatnið úr hinum vatnsósa jarðvegi sem er undir hrauninu. Við það kemst vatnið í snertingu við sjóðheitt hraunið og myndar gufu. Gufan kemst hins vegar ekki í burtu þar sem hún er föst undir hrauninu. Þegar gufuþrýstingur er orðinn hærri en sem nemur álagsþrýstingi hraunsins brýst gufan upp í gegnum hraunið með miklum sprengingum og gervigígagos hefst.
RauðhólarGervigígar eru ekki í neinu frábrugðnir öðrum gígum í útliti ef þeir ná að gjósa nokkrum sinnum. En verði bara nokkrar sprengingar í þeim mynda þeir gjarnan hóla án gígskála. Aðal munurinn á gervigígum og öðrum gígum liggur í því að þeir fyrrnefndu hafa engar rætur, það er að segja það eru engar aðfærsluæðar (gangar) að þeim eins og í öllum öðrum gígum. Því eru þeir oftast nefndir á ensku „rootless cones“.”

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn. 3.-4. tbl. 01.06.1993, Hraunborgir og gervigígar, Jón Jónsson og Dagur Jónsson, bls. 145-154.
-https://skrif.hi.is/hsh12014/17-2/

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Jarðfræðikort

Í Morgunblaðinu 1978 er viðtal við Jón Jónsson jarðfræðing um aldursákvarðanir á hraunum á Reykjanesskaga (niðurstöðurnar þarf að taka með fyrirvara því ýmiss þróun við áldursákvarðanir hefur orðið síðan viðtalið var birt) undir fyrirsögninni:”Litlar dyngjur virðast elstar eldstöðvanna á Reykjanesskaga“:

Jón Jónsson“Jón Jónsson jarðfræðingur fékk í júní s.l. 200 þúsund króna styrk úr Vísindasjóði vegna kostnaðar við aldursákvarðanir á hraunum á Reykjanesskaga. Til þess að forvítnast nánar um störf Jóns og rannsóknir átti Mbl. viðtal við hann á skrifstofu hans hjá Orkustofnun í vikunni.
Í byrjun kvaðst Jón hafa átt við rannsóknir sínar á Reykjanesskaga að meira eða minna leyti frá árinu 1960, en þó hafi þær fyrstu 5—6 árin verið hrein ígripavinna hjá sér. Ennfremur hefði hann í tvö ár af þessum tíma verið staddur í Mið-Ameríku á vegum Sameinuðu þjóðanna við jarðhitarannsóknir, fyrst í El Salvador og síðan í Nicaragúa. og í þann tíma ekki hafa getað sinnt þessu starfi.
Á vegg í skrifstofu hans er geysistórt kort af Reykjanesskaganum og aðspurður sagði Jón að hann hefði unnið það eftir loftmyndum, en hreinteikningu þess hefðu jarðfræöingarnir Jón Eiríksson og Sigmundur Einarsson unnið. Slíkt kort hefur ekki áður verið gert af Reykjanesskaga né öðru svæði á Íslandi. En núna næstu daga lýkur prentun á skýrslu Jóns um rannsóknir hans, en skýrslan er kostuð og gefin út af Orkustofnun og er í tveimur heftum.
Gígaröð
„Ég hef merkt inn á loftmyndir hvern einasta hraunstraum og hverja eldstöð vestan frá Reykjanestá og austur undir Hellisheiði og þá kortlagt bæði eldri hraunmyndanir og yngri, og hef þá sérstaklega lagt áherzlu á eldstöðvar og hraun sem orðið hafa til eftir að ísöld lauk, þ.e. á síðast liðnum 10—12 þúsund árum. Og það kemur í ljós að ef talið er utan af Reykjanestá og að Hellisheiði þá nálgast eldstöðvarnar töluna 200. Hugsanlega hefur mér einhversstaðar yfirsézt, en ég á orðið mörg sporin á Reykjanesskaganum og held að það geti ekki verið mikið ef eitthvað er. Á þessum tíma, sem ég nefndi áðan, hefur um 42 rúmkílómetrar af hrauni komið upp.”
— Nei, hrauntegundirnar eru ekki þær sömu á þessu svæði. Þeim er skipt í þrjá meginflokka, þ.e. litlar dyngjur, sem gosið hafa því sem við köllum pikrít-basalt og þær virðast vera elztar eldstöðvanna á skaganum eftir að ísöld lauk.

Háleyjabunga

Háleyjabunga.

Sem dæmi um litlar dyngjur get ég nefnt Háleygjabungu, vestast á Reykjanesinu, Lágafell, Vatnsheiði hjá Grindavík, Búrfell í Ölfusi og Dimmadalshæð rétt fyrir ofan Hlíðardal.
— Næst koma svo stórar dyngjur í aldursröð og stærst þeirra er Heiðin há suð-vestur undir Bláfjöllum og er hún nokkuð yfir 60 tengiskílómetra. Önnur stór dyngja er Þráinsskjöldur, sem er gamalt nafn sem ég hef vakið upp á ný og er úr Ferðabók Eggerts og Bjarna, en Þráinsskjaldarhraun þekur alla Vatnsleysuströndina.

Vatnsheiði

Vatnsheiði.

Stóru dyngjurnar á Reykjanesskaga hafa lagt til um 70% af hraununum og hafa gosið hrauni sem við köllum olivin þoleít.
— Þriðji og síðasti meginflokkurinn er sprungugosin og má þar nefna sem dæmi gígaraðirnar sitt hvoru megin við Vesturháls.
— Samanlagt er hraunflöturinn 1064 ferkílómetrar og rúmtakið 42 km. Ef þessari framleiðslu er jafnað niður á 10 þúsund ár, þá gerir það 4.2 rúmkílómetra á hverjum þúsund árum.
— Eftir að landnám hófst, þá virðast hafa komið upp hraun sem ná yfir 94 ferkílómetra svæði, að rúmmáli um 1.8 rúmkílómetra. — Í þessum tölum eru reiknuð hraun sem örugglega hafa runnið mjög stuttu fyrir landnám.

Allmörg hraun runnið eftir landnám

Tvíbollahraun

Tvíbollahraun.

— Það getum við ráðið af einu ljósu öskulagi, sem kallað hefur verið landnámslagið og hefur fallið um árið 900, en það fann Sigurður Þórarinsson fyrst austur í Þjórsárdal og reiknar hann aldur þess út frá rústunum sem þar finnast. Þetta lag er að finna víðsvegar á Reykjanesskaga en í því fann ég kolaðar viðarleifar og við aldursákvörðun þeirra fékkst árið 910 og þá eru skekkjumöguleikar ekki teknir með. Það sýnir að hraun, sem yfir lagið hefur runnið, hlýtur að vera yngra.
Tvíbollahraun— Í ljós hefur komið, að allmörg hraun hafa runnið eftir að landnám hófst og má þá telja Tvíbollahraun um 875, Rjúpnadyngnahraun um 900, Breiðdalshraun um 910, Nýjahraun eða Kapelluhraun um 1010, Ögmundarhraun um 1340 og Selvogshraun um 1340, en fasta aldursákvörðun hef ég ekki á því. Ögmundarhraun er því yngst og virðist ekki hafa gosið frá því að það kom upp.
Af eldri hraunum má telja Leitahraun sem upp hefur komið fyrir um 4600 árum, og er sú aldursákvörðun fengin með geislakolsrannsóknum eða C14 ákvörðun. Sandfellsklofahraun er um 3000 ára, en það er við vesturenda Sveifluháls, Sundhnjúkahraun við Grindavík um 2400 ára og Óbrynnishólar yngri sem eru um 2100 ára.
— Reykjafellshraun, sem ég leyfi mér að kalla svo en sumir kalla Kristnitökuhraun, reynist vera um 1800 ára, en í þessum tölum tek ég skekkjumöguleika ekki með.

Styrkurinn hrekkur ekki til

Strompahraun

Strompahraun.

— Ég veit um kolaðar gróðurleifar undir nokkrum hraunum og það er til aldursákvörðunar á þeim sem ég ætla styrkinn ur Vísindasjóði. Það er hraun úr Stóru-Eldborg undir Geitarhlíð austan við Krýsuvík og Litlu-Eldborg á sama stað. Þ.e. Ögmundarhraun og eldra hraun undir Ögmundarhrauni og svo hraun sem ég kalla Strompahraun, og það nafn hefur Örnefnanefnd samþykkt svo að það er löglegt að setja það á kort.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg.

— Nei, það er sýnilegt að styrkurinn hrekkur ekki til þessara rannsókna og því til stuðnings get ég talið til að hver aldursákvörðun kostar um 800 sænskar krónur, sem er þó nokkur fjárhæð. Við sendum sýnin út til aldursákvörðunar, en til þess þarf í raun heila rannsóknarstofu.
Tækjakosturinn minn? Ég nota aðeins smásjá, en til ákvörðunar á bergtegundum geri ég þunnsneiðar af berginu og í smásjánni má greina flest alla kristallana í því, nema málma sem eru um 10% af því.

Leiti

Leiti.

— Ég hef hlerað það að þeir í Háskólanum hafi áhuga á að koma upp rannsóknastofu þar sem m.a. mætti aldursgreina bergmyndanir og nota til rannsókna varðandi fornfræði og fleira, en slíkt fyrirtæki er mjög kostnaðarsamt og landið okkar er lítið.

Jarðskjálftar

Jarðskjálftar á Reykjanesi í júlí 2004.

— Nei, það er rétt að ekkert annað svæði á Íslandi hefur verið tekið fyrir á þennan hátt. Það sem er áhugavert við Reykjanesskagann er að hann er hluti af Reykjaneshryggnum eða Mið-Atlantshafshryggnum sem nær eftir Atlantshafinu endilöngu. — Og á þessum hrygg eiga nær allir jarðskjálftar upptök sín, en þessi hryggur liggur um Ísland þvert og það er raunar þetta sem við köllum gosbeltið. Á því eru allar eldstöðvar sem virkar hafa verið eftir að ísöld lauk og öll hájarðhitasvæðin. Atlantshafshryggurinn hefur vakið athygli jarðvísindamanna á síðustu áratugum og Reykjanesskaginn er eitt af þeim fáu svæðum sem er ofan sjávar og sá eini sem hefur í heild verið kortlagður eins nákvæmlega og nú hefur verið gert.

Reykjanes

Reykjanes – jarðfræðikort. Dyngjurnar eru gullitaðar.

— Ég tel að með þessari vinnu minni sé lagður grundvöllur fyrir jarðfræðinga, efnafræðinga og jarðeðlisfræðinga til frekari rannsókna og fjölþættari en ég hef þegar gert. Ég vonast sem sagt til þess að þetta verði sæmilega traustur grundvöllur fyrir aðra að byggja á og ef sú verður raunin þá er ég ánægður.” – ÁJR

Hafa ber í huga að framangreint viðtal við Jón var tekið árið 1978.

Heimild:
-Morgunblaðið, 184. tbl. 26.08.1978, “Litlar dyngjur virðast elstar eldstöðvanna á Reykjanesskaga” – Rœtt við Jón Jónsson jarðfrœðing um aldursákvarðanir á hraunum á Reykjanesskaga, bls. 8-9.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur, lést árið 2005. Jón var afkastamikill vísindamaður og ritaði um fræði sín í skýrslur, blöð, bækur og tímarit, bæði íslensk og erlend. Á 85 ára afmæli hans var gefið út bókin Eyjar í eldhafi honum til heiðurs með safni greina um náttúrufræði. Þar má finna æviágrip hans og ritalista.

Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur.

Jón Jónsson var fæddist 3. október 1910 að Kársstöðum í Landbroti. Hann starfaði aðallega á sviði jarðhita og neysluvatnsrannsókna og vann brautryðjandastarf við sundurgreiningu og kortlagningu hrauna á Reykjanesskaga.

Jón innritaðist í jarðfræðideild Uppsalaháskóla 1954. Það haust varð Jón 44 ára. Vorið 1958 lauk hann námi með tvöfaldri útskrift með kandidats- (fil.kand.) og licenciatpróf (fil. lic.). Lokaritgerðin fjallaði um afstöðubreytingar láðs og lagar við Ísland og um kísilþörunga í sjávarseti.

Jón hóf störf á Raforkumálaskrifstofunni (síðar Orkustofnun) 1958. Hann fékkst mikið við jarðfræðikortlagningu á starfsferli sínum og vann frábært brautryðjandastarf við sundurgreiningu og kortlagningu hrauna á Reykjanesskaga. Sú vinna skilaði sér á kortum og í mikilli skýrslu um hraun og jarðmyndanir á skaganum sem Orkustofnun gaf út.

Jón Jónsson

Rit Jóns Jónssonar – Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Árni Hjartarson skrifaði minningargrein um Jón í Náttúrufræðinginn árið 2005. Þar segir m.a.: “Jón Jónsson jarðfræðingur lést þann 29. október sl. [2005] 95 ára að aldri. Þar með er fallinn frá síðasti fulltrúi frumherjanna í íslenskri jarðfræðingastétt.
Námsferill hans var óvenjulegur um margt. Barnalærdóm og vísi að unglingafræðslu hlaut hann í Þykkvabæ, fór síðan 1928 að Eiðum og sat þar tvo vetur í Alþýðuskólanum. Haustið 1933 hélt hann til Svíþjóðar og vann þar næstu árin við ýmis störf jafnframt því sem hann sótti sér fræðslu á námskeiðum og í bréfaskólum. Námið var þó æði óskipulagt og sundurleitt. Tíminn leið og Jón kom víða við, bæði í Svíþjóð, Þýskalandi og á Íslandi. Árið 1945 settist hann að í Uppsölum og kynntist Tómasi Tryggvasyni, sem þá hafði nýlega lokið jarðfræðinámi við háskólann þar. Fyrir tilstilli Tómasar kynntist Jón fleiri jarðfræðingum og jarðfræðiprófessorum og tók að kynna sér fag þeirra. Síðan fékk hann vinnu sem aðstoðarmaður við jarðfræðistörf og sumarið 1949 tók hann þátt í leiðangri til Grænlands undir stjórn dr. Lauge Koch og stundaði steingervingaleit. Hann starfaði síðan sem rannsóknarmaður á steingervingasafninu í Uppsölum. Hann tók einnig þátt í sænskum leiðöngrum og jarðfræðirannsóknum á Hoffellssandi 1951-1952.

Grindavík

Grindavík – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.

Sumarið 1954 fór Jón til Íslands og fékk þá þann starfa að gera jarðfræðikort af Reykjavík og nágrenni með Tómasi Tryggvasyni. Samsumars giftist hann Guðrúnu Guðmundsdóttur, eftirlifandi eiginkonu sinni. Þegar hér var komið sögu má segja að Jón hafi verið orðinn jarðfræðingur að atvinnu, en hann hafði engin prófréttindi og nú var gengið ákveðið til verks að kippa því í liðinn. Jón safnaði saman sundurleitum námsvottorðum sínum og kúrsum, fékk þau með harðfylgi dæmd sem jafngildi stúdentsprófs haustið 1954 og innritaðist þá strax í jarðfræðideild Uppsalaháskóla. Það haust varð Jón 44 ára.
Nú var skipt um gír, námið var þaulskipulagt og gekk hratt. Vorið 1958 var því lokið með tvöfaldri útskrift þegar hann tók kandídats- (fil.kand.) og licentiat-próf (fil.lic.) sama daginn. Lokaritgerðin fjallaði um afstöðubreytingar láðs og lagar við Ísland og um kísilþörunga í sjávarseti.

Sprungur

Sprungur í nágrenni Reykjavíkur. Uppdráttur Jóns Jónssonar, jarðfræðings.

Jón hóf störf á Raforkumálaskrifstofunni (síðar Orkustofnun) sama ár og hann lauk prófum. Framan af voru verkefni hans einkum á sviði neysluvatns- og heitavatnsöflunar. Boranir eftir heitu vatni voru þá komnar á skrið og heppnuðust víða vel undir hans tilsögn. Hann vann einnig sem jarðhitaráðgjafi í ýmsum löndum Mið-Ameríku og Afríku á vegum Sameinuðu þjóðanna og fleiri stofnana.
Jón fékkst mikið við jarðfræðikortlagningu á starfsferli sínum og vann frábært brautryðjandastarf við sundurgreiningu og kortlagningu hrauna á Reykjanesskaga.

Árið 1980 lét Jón af störfum fyrir jarðhitadeild Orkustofnunar en hélt þó áfram eigin rannsóknum og ráðgjöf í neysluvatns- og jarðhitamálum.

Jón Jónsson

Jarðfræðikort Jóns Jónssonar – eldgosasvæði, sprungur og gígar ofan höfuðborgarsvæðisins.

Á þessi skeiði beindust augu hans mjög að Eyjafjöllum og af þeim gerði hann jarðfræðikort sem út kom ásamt ítarlegri lýsingu 1989. Á síðustu árunum beindist áhugi hans í auknum mæli að átthögunum í Vestur-Skaftafellssýslu og hinum miklu hraunaflæmum frá Eldgjá, Lakagígum og Hálsagígum. Síðustu rannsóknarleiðangrana fór Jón á það svæði árið 2002, þá á 92. aldursári. Þótt Jón hæfi ekki jarðfræðistörf fyrr en á fimmtugsaldri spannar starfsferill hans á því sviði vel á sjötta tug ára og er lengri en flestir jarðfræðingar geta státað af.

Helgafellshraun

Hraunin ofan Helgafells – Jón Jónsson.

Jón Jónsson var öflugur vísindamaður sem sést m.a. á þeim fjölda greina sem hann skrifaði um fræði sín í skýrslur, blöð, bækur og tímarit, bæði íslensk og erlend. Hann var heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi og einn afkastamesti greinahöfundur Náttúrufræðingsins frá upphafi. Í efnisyfirliti tímaritsins er hann skráður fyrir 77 titlum um fjölmörg efni tengd jarðfræðum. Fyrsta greinin kom 1951, það voru minningarorð um sænskan jarðvísindamann og Íslandsvin, en fyrsta jarðfræðigreinin birtist 1952 og var ávöxtur rannsóknanna á Hoffellssandi. Hún nefnist „Forn þursabergslög í Hornafirði”.

Jón Jónsson

Jón Jónsson – jarðfræðikort af Hrútagjárdyngju og nágrenni.

Flest ár þaðan í frá birtist eitthvað eftir hann í ritinu og stundum margar greinar. Í 55. árgangi (1985) urðu þær t.d. sjö. Síðasta greinin kom 2002, „Poas og Katla”, en þar ber hann saman þessi tvö miklu eldfjöll.

Raunvísindamönnum er oft skipt í tvo hópa, þá sem stunda frumrannsóknir, draga saman þekkingu, skrifa lýsingar og setja fram rannsóknargögn, og hina sem nota þessar rannsóknir og grundvallargögn til að smíða úr þeim kenningar eða fræðilegar skýjaborgir og verða gjarnan frægir af. Kenrúngar falla og frægðin dofnar, en vandaðar frumrannsóknir standast tímans tönn og bera gerendum sínum góðan orðstír um aldir. Því mun Jóns Jónssonar lengi minnst í heimi jarðfræðanna.
Náttúrufræðingurinn kveður hinn gengna vísindamann og greinahöfund með þökk og virðingu. – Árni Hjartarson

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org
-https://timarit.is/files/71237940
-Náttúrufræðingurinn, 3.-4. tbl. 2005, Jón Jónsson, jarðfræðingur, 1910-2005, Árni Hjartarson, bls. 74.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga. Jón Jónsson lagði grunninn að kortinu ásamt Kristjáni Sæmundssyni o.fl.

Hóp

“Í tveimur íslenskum fornsögum, – Eyrbyggju og Kjalnesingasögu, – eru all-ítarlegar lýsingar á hofum hér á landi í fornöld, og viljum vér taka þær hér upp, þótt þær ef til vill séu ekki sem áreiðanlegastar í alla staði, því ólíklegt er, að eigi sé eitthvað á þeim að græða.
Eyrbyggja lýsir hofi Þórólfs Mostrarskeggs á þessa leið: “Þar lét hann (c: Þórólfur) reisa hof, ok var þat mikit hús; váru dyrr á hliðvegginum ok nær öðrum endanum; þar fyrir innan stóðu öndugissúlurnar, ok váru þar í naglar; þeir hétu reginnaglar. Þar fyrir innan var friðstaðr mikill. Innar af hofinu var hús í þá líking sem nú er sönghús í kirkjum, ok stóð þar stalli á miðju gólfi sem altari, ok lá þar á hringr einn mótlauss, tvítögeyringr, ok skyldi þar at sverja eiða alla. Þann hring skyldi hofgoði hafa á hendi sér til allra mannfunda. Á stallinum skyldi ok standa hleytbolli, og þar í hleytteinn sem stökkull væri, ok er hlaut var kallat; þat var þess konar blóð, er sæfð váru þau kvikendi, er goðunum var fórnat. Umhverfis stallann var goðunum skipat í afhúsinu”.

Þyrill

Hoftóftin við Þyril.

Lýsingin í Kjalnesingasögu er mjög svipuð, enda virðist hún að nokkru leyti tekin upp eftir Eyrbyggju, þótt ýmsu sé þar við bætt, sem ef til vill er ekki sem áreiðanlegast. Hún er svo: “Hann (c: Þorgrímur goði) var blótmaðr mikill; lét hann reisa hof mikit í túni sínu; þat var hundrað fóta langt, en sextugt á breidd; þar skyldu allir menn hoftoll leggja. Þórr var þar mest tignaðr; þar var gert af innar kringlótt svá sem húfa væri; þat var alt tjaldat og gluggat. Þar stóð þórr í miðju ok önnur goð á tvær hendr; frammi fyrir þar stóð stallr með miklum hagleik gerr og þiljaðr ofn með járni; þat kölluðu þeir vígðan eld. Á þeim stalli skyldi liggja hringr mikill af slifri gerr; hann skyldi hofgoði hafa á hendi til allra mannfunda; þar at skyldu allir eiða sverja um kenslumál öll. Á þeim stalli skyldi ok standa bolli af kopar mikill; þar í skyldi láta blóð þat alt, er af því fé yrði, er Þór var gefit, eðr mönnum. Þetta kölluðu þeir hlaut ok hlautbolla. Hlautinu skyldi dreifa yfir menn ok fé, en fé þat, sem þar var gefit til, skyldi hafa til mannfagnaðar þá er blótveislur eru hafðar. En mönnum, er þeir blótuðu, skyldi steypa ofan í fen þat, er úti var hjá dyrunum; þat kölluðu þeir blótkeldu”.

Þyrill

Blótsteinn í hoftóftinni við Þyril.

Ef óhætt væri að leggja trúnað á allt það, er í þessum lýsingum stendur, þá hefðu menn hér með fengið nokkurn veginn ljósa hugmynd um hn fornu hof og alla tilhögun á þeim. En með því að sterkur grunur leikur á því, að lýsingarnar, að minnsta kosti hin síðarnefnda, séu eigi sem áreiðanlegastar, þá er að svo stöddu eigi vert að byggja og mikið á þeim.
Er því ráð að víkja aftur að hinum fornu hoftóftum og athuga þær nokkuð nánar, ef ske kynni að komast mætti með samanburði að nokkurn veginn fastri niðurstöðu um, að hve miklu leyti beri að leggja trúnað á lýsingarnar…
Hoftóftin í Ljárskógum er 88 fet á lengd. Bálkur eða millum veggur mjög þykkur skiftir tóftinni í tvennt, aðalhús og afhús, og eru engar dyr ámilli. Aðalhúsið er 54 fet á lengd, en afhúsið  34. Afhúsið er hálf-kringlótt fyrir gafl og tóftin öll mjórri í þann endann, en breiðust fyrir gafl aðalhússins. Glöggar dyr eru á miðjum gafli á afhúsinu. Á aðalhúsinu eru dyrnar ekki eins glöggar, en virðast hafaverið á nyrðra hliðarvegg nær gaflinum. Í miðju afhúsinu fudust leifar af viðarkolaösku og hrosstönnum.
Þvert yfir hoftóftina á Lundi nær öðrum enda liggur bálkur þykkur og dyralaus, alveg eins og á Ljárskógatóftinni, og myndast við það aðalhús og afhús. Við eystra hliðvegg tóftarinnar sýnist vera útbygging út úr aðalhúsinu og er hún bogadregin eða sporöskjulöguð fyrir endann; sést móta fyrir dyrum milli hennar og aðalhússins. Glöggar dyr eru á enda aðalhússins og á austurhliðvegg afhússins nær gafli. Í aðalhúsinu er steinlegging eftir miðju gólfi, sem þó eigi nær alla leið inn að bálkinum, og er steinaröð þvert yfir tóftina þar sem steinleggingin endar að innanverðu. Steinleggingin er vel samanfeld af steinum sléttum að ofan og liggur jafnhátt hinu upprunalega gólfi, en til beggja hliða eru lagðar raðir af stærri steinum, sem miklu hærra ber á, og mynda þeir eins og upphækkaðar brúnir beggja vegn fram með steinlegginguni. Gólfið í útbyggingunni er steinlagt fram yfir miðju, en engin upphækkuð brún að framan. Í afhúsinu er engin steinlegging.
Í Freysneshofinu skiftir bálkur mjög þykur tóftinni í tvennt og er aðalhúsið 57 fet á lengd, en afhúsið 39, og er það kringlótt eða bogadregið fyrir gafl. Á hliðvegg afhússins eru dyr fast við bálkinn, en inni í afhúsinu eru 4 þúfur, ein hringmynduð inni í sveignum eða bogakryppunni, en 3 aflangar sín með hverjum vegg. Aðaltóftinni er aftur skift í tvennt með þvervegg og eru dyr á honum miðjum. Aðaldyrnar eru á austurhliðinni fast við gaflinn.
Bæði af stærð og öðrum ummerkjum þykir mega ráða, að þessi 3 hof hafi verið höfuðhof. Vér höfum áður getið þess, að öllum hafi verið heimilt að reisa hof á bæ sínum fyrir sjálfa sig og heimili sitt, og talið líkindi til, að svo hafi oft verið gert. Á seinni árum hafa leifar fundist af slíkum heimilishofum, og má þar helzt til nefna blóthúsið á Þyrli og hörginn á Hörgslandi í Mývatnssveit. Er þá réttast að taka þau með til samanburðar, ef ske kynni að eitthvað mætti á þeim græða.

Goðatóft

Hoftóft að Hópi í Grindavík.

Blóthúsið á Þyrli, sem kunnugt er úr Harðarsögu, er 57 fet á lengd með breiðum þvervegg eins og hin hofin; er aðalhúsið 40 fet, en afhúsið 17. Á tóftinni er sporöskjulag til beggja enda og eru á henni tvennar dyr, aðrar á aðalhúsinu nær endanum og hinar á afhúsinu út við gafinn. Þessi tóft er einkennileg aðþví leytinu til, að fram með millumveggnum eða þverveggnum er grjótbálkur þeim megin, er inn að afhúsinu veit, og að gólfið í afhúsinu er fullri alin lægra en gólfið í aðalhúsinu og allt steinlagt. Annar grjótbálkur gengur frá innra vegg afhússins í stefnu til dyranna og er hann um 1 al. á hæð. Lítill grjótpallur eða hrúga er við miðjan gaflinn í afhúsinu inni í sjálfri bugðunni. Fannst þar aska rétt við gaflinn og á öðrum stað í afhúsinu aska og hrosstennur. Gólfið er nokkurn veginn slétt og vel steinlagt. Á þyrli var einnig sýndur steinn, sem átti að vera kominn úr blóthúsinu, og var kallaður blótsteinn. Hann er úr blágrýti, 1 ¼ al. á lengd, ¾ al. á breidd og ½ al. á þykkt. Niður í hann er klappaður bolli.
Fyrir nokkurm árum fannst á Hörgslandi í Mývatnssveit tóftarleif, sem öllum ber saman um að eigi geti annað verið en hinn forni hörgur, sem bærinn dregur nafn sitt af. Menn hafa almennt ætlað að hörgar hafi verið nokkurs konar ölturu eða blótstallar undir berum himni, en eftir þessu að dæma hafa hörgar einnig getað táknað hús, sem höfð voru til blóta, enda benda ýmsir staðir í fornritunum á, að svo hafi stundum verið. Tóftin reyndist að utanmáli c. 42 fet á lengd og 32-33 á breidd. Grjótbálkur mikill skipti tóftinni í tvennt og myndaði eins og aðalhús og afhús, og var afhúsið 1/3 af allri tóftinni. Tvennt var einkennilegt við þennan grjótbálk. Annað það, að hann tók eigi alveg yfir breidd hússins, heldur var talsvert bil milli hans og veggjarins öðru megin íhúsinu, og hitt það, að hann virðist aldrei hafa verið hærri en hann nú er. Í miðjum þessum bálki stóðu 4 steinar og ofan á þeim lá flöt stór hella auðsjáanlega eldborin; var klöppuð í hana laut eða skál. Í hlóðunum undir hellunni fannst lítill hnullungssteinn og var klappaður í hann bolli mjög reglulegur. Á bálkinum til beggja handa viðheluna voru steinar sótugir og eldbornir. Í afhúsinu fundust tvær steinaraðir, er virtust nokkurn veginn reglulegar, önnur ytri og hinn innri, og virðist ýmislegt benda á, að steinar þessir hafi verið undirstöðusteinar undir súlum. Ef svo skyldi vera, hefir þakið í afhúsinu hvílt á 4 súlnaröðum, 2 hvoru megin. Grjótið í bálkinum var blandað kolaögnum, ösku og hálfbrenndum einaleifum. Á gólfinu fundust brýni, kljásteinar, hrosstennur o.fl. Allt virðist því benda eindregið í þá áttina, að húsið hafi verið nota til blóta.

Hóp

Hóp; fornar minjar – uppdráttur ÓSÁ.

Vér ætlum nú að hér séu fengin nægileg gögn til samanburðar við hoflýsingar þær, sem áður er getið, svo að unt sé að gera sér nokkurn veginn ljósa grein fyrir tilhögun og sniði hofanna hér á landi ífornöld. Frásagan um tvísjiftingu hofanna í aðalhús og afhús reynist á fullum rökum buggð, og virðist alls eigi ulla til falið að líkja afhúsinu við sönghús eða kór í kirkjum. Einnig bera hoftóftirnar það með sér, að afhúsin hafa stundum verið kringlótt eða bogadregin fyrir endann (Ljárskógarhofið, Freysneshofið), og hefir þá þakið upp af hlotið að vera sem hvelfing eða húfa, eins og segir í Kjalnesingasögu. Goðalíkneskin hafa sjálfsagt staðið inni í afhúsinu á stöllum, eins og segir í lýsingununum, og blótstalli eða altari verið þar einnig (sbr. þúfurnar í afhúsinu í Freysneshofinu og grjótstallana í blóthúsinu á Þyrli). Að hofin hafi verið tjölduð, einkum þó afhúsin, eins og segir í Kjalnesingasögu, teljum vér eigi aðeins hugsanlegt, heldur jafnvel mjög sennilegt, eigi síst þar sem svo hagaði til, að súlnaraðir voru fram með veggjum, eins og líkindi er til að verið hafi í hörgnum á Hörgslandi.Â
Af fornsögunum sjáum vér, að það var algengur siður á Íslandi að tjalda skála og stofur á bæjum, og er þá ekkert sennilegra en að hofin, sjálfur helgidómur héraðsins eða ættarinnar, hafi verið tjöldum klædd. Það virðist meira að segja liggja næst að hugsa sér,að menn hafi lagt sérstaka áherzlu á að skreyta hofin sem mest og bezt, og er slíkt alkunnugt hjá öllum þjóðum veraldarinnar. Um einn af hinum merkustu landnámsmönnum, Ketilbjörn hinn gamla á Mosfelli, er það meir að segja sagt berum orðum, að hann hafi viljað láta slá þvertré af slifri í hofi því, er synir hans reistu, er en hann fékk því eigi ráðið, hafi hann ekið silfrinu á fjall og falið svo, að aldrei hefir fundist.
Blóthellurnar og blótbollarnir, sem fundist hafa í sumum hoftóftunum (t.d. á Þyrli og Hörgslandi), koma einnig heim við lýsingar, og þar sem viðarkolaaska og brunnið beinarusl hefir verið grafið uppúr tóftunum, þá sýnir það og sannar, aðþar hefir eldur verið kynntur og matreiðsla farið fram. Höfum vér þá við samanburðinn komist að þeirri niðurstöðu, að hoflýsingarnar í Eyrbyggju og Kjalnesingasögu séu réttar í öllum aðalatriðum. Hitt er annað mál, að lýsingin í Kjalnesingasögu er að ýmsu leyti ýkt og ósennileg.
BænhúsTil samanburðar við blótsiðalýsinguna á þessum tveim stöðum, viljum vér taka hér upp kafla úr áreiðanlegu heimildarriti, Heimskringlu Snorra Sturlusonar, þar sem lýst er hofinu á Hlöðum og blótveizlum Sigurðar jarls. Þar segir svo: “Þat var forn siðr, þá er blót skyldi vera, at allir bændr skyldu þar koma, sem hof var, ok flytja þannig föng sín, þau er þeir skyldu hafa, meðan veizlan stóð. At veizlu þeirri skyldu allir menn öl eiga; en blóð þat alt, er þar kom af, þá var þat kallat hlaut, ok hlautbollar þat, er blóð þat stóð í, ok hlautteinar, þat var svá gert sem stöklar; með því skyldi rjóða stallana öllu saman ok svá veggi hofsins utan ok innan, ok svá stökkva á mennina; en slátr skyldi sjóða til mannfagnaðar. Eldar skyldu vera á miðju gólfi í hofinu ok þar katlar yfir, ok skyldi full um eld bera. En sá, er gerði veizluna ok höfðingi var, þá skyldi han signa fullit ok allan blótmatinn. Skyldi fyrst Óðins full; skyldi þat drekka til sigrs ok ríkis konungi sínum, en síðan Njarðar full ok Freys full til árs ok friðar. Þá var mörgum títt at drekka þar næst Bragafull. Menn drukku ok full frænda sinna, þeirra er göfgir höfðu verit, váru þat minni kölluð.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – blótsteinn.

Svipað þessu hafa blótsiðirnir og blótveizlurnar á Íslandi vafalaust verið, því Ásatrúin með öllu sem henni laut var fornaldararfur Íslendinga, og í engu eru menn ófúsari á að breyta frá gamalli venju, en í trú og trúarsiðakreddum. Að langeldar hafi verið kynntir í hofum á Ísland alveg eins og í Noregi, virðist ljóst af hoftóftinni á Lundi, því steinleggingin eftir miðju gólfi í aðalhúsinu með upphækkaðri brún beggja vegna eftir endirlöngu getur varla verið annað en eldstæði. Það er og af fornsögunum að ráða, að öndvegi hafi verið í hofunum, því þat er getið um öndvegissúlur. Það getur því varla leikið neinn vafi á því, að blótveizlurnar hafa verið haldnar í sjálfum hofunum, í aðalhúsinu, og að menn hafi setið fram með veggjunum beggja vegna við langeldana. Hefir þá slátrið og ketið af fórnardýrunum verið soðið í kötlum yfir eldunum. Rannsóknirnar á Hörgslandi virðast þó bera það með sér, að sumstaðar hafi eldarnir verið kynntir ofan á þverbálkinum. Þar sem svo hefir til hagað hafa veizlugestirnir, er sátu í aðalhúsinu, getað séð allt það er fram fór í afhúsinu, og ef vér mættum nokkurs til geta, þá þætti oss líklegast, að þverveggirnir eða millumveggirnir í hofunum hafi aldrei náð upp úr, heldur aðeins verið þverbálkar. Með því fyrirkomulagi gátu allir horft á blótin, sem fóru fram í afhúsinu, en að öðrum kosti hefðu þeir eigi getað það, því óhugsandi er að allur sá mannfjöldi, er sótti til blótana, hafi komist fyrir í sjálfu afhúsinu.
Fornmenn héldu venjulega 3 höfuðblót á ári; haustblót, miðsvetrarblót eða jólablót og sumarblót.”

Heimild:
-Jón Jónsson, Gullöld Íslendinga – alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 131-140.

Brúsastaðir

Hlautsteinn við Brúsastaði.

Óttarsstaðasel

“Í fornöld tíðkuðust mjög selstöður á sumrum, og er víða í sögunum getið um sel og selfarir. Voru bæjarhúsin til aðgreiningar frá seljunum nefnd vetrarhús. Var stundum margt manna í seli og selin tvö, svefnsel og búr, og var þá annað haft til íbúðar, en hitt til matargerðar.

Mosfellsbær

Nessel.

Voru hér sumarhagar fyrir búfé og mjólkin höfð til smjörgerðar, skyrgerðar og osta. Voru nytjarnar fluttar heim jafn ótt og skyrið reitt í belgjum eða húðum og bundið fyrir ofan; voru slíkir belgir nefndir skyrkyllar. Munu flestir kannast við söguna af Gretti, er Auðun frændi hans flutti mat úr seli og sletti skyrkyllinum í fang Gretti, svo hann varð allur skyrugur; þótti honum það illt, því hann barst þá allmikið á í klæðaburði. Selstöður voru mjög nauðsynlegar í fornöld til hlífðar heimahögum, þar sem búfé var svo margt. Í selin fluttu menn að jafnaði um fráfærur, en úr þeim um réttaleytið eða í 22. viku sumars. Voru nákvæmar reglur settar um það í lögunum, hversu með skyldi fara er fé var rekið í sel eða frá.

Nessel

Nessel.

Geldfé var rekið á afrétt að sumrinu til, eins og nú tíðkast, og voru strangar reglur settar um beit í afréttum og notkun þeirra að öðru leyti. Mátti eigi gera sel í afrétt né heyja og eigi beita þangað öðru en geldfé, og lá við útlegð. Fé sitt skyldu menn reka á afrétt er 8 vikur voru af sumri, en úr afrétt er 4 vikur lifðu sumars. Réttir höfðu fornmenn tvisvar á ári, að vorinu til áður féð var rekið á fjall, og að haustinu til er afréttir voru smalaðar, og var hvorttveggja nefnt lögréttir”.

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 247-248.

Nessel

Nessel; dæmigert sel á Reykjanesskaga – uppdráttur ÓSÁ.

Kaldársel

Kaldársel og nágrenni (samantekt Ómar Smára Ármannssonar – úr “Sögu Hafnarfjarðar”, handskrifuðum Minningum Sigurðar Þorleifssonar og handriti Gísla Sigurðssonar á Bókasafni Hafnarfjarðar).

Kaldárssel

Kaldárssel 1882 – ljósm: Daniel Bruun.

Gamli bærinn í Kaldárseli stóð á túnblettinum, sem núverandi hús stendur á, þ.e. á móts við miðju þess er snýr að árbakkanum. Áður tilheyrði landið Garðakirkju og hafði hún þar í seli fram til ársins 1836. Frá árinu 1873 hafði Hvaleyri þar leigusel. Sel Garða voru flest í Selgjá vestan Búrfellsgjár. Enn sjást þar tóttir selja með hraunbarminum beggja vegna, einkum að sunnanverðu, svo og fallegir fjárhellar, bæði í gjánni og efst í Urriðavatnshrauni. Hafnarfjarðarbær keypti árið 1912 allmikinn hluta af Garðakirkjulandi og Kaldársel þar með.
Elsta heimild um Kaldársel er í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þar sem heitir Hvaleyrarsel suður af Hvaleyrarvatni í Selshöfða, auk selstöðvar í Kaldárseli.
Aðrir munu ekki hafa nýtt það sel. Þegar Hvaleyrarbóndi hætti selförum að Kaldárseli lagðist selstöð þar niður með öllu, annað hvort 1865 eða 1866.

Kaldársel

Teikning Daniel Bruun af Borgarstandi í Kaldárseli.

Í húsvitjunarbók Garðaprestakalls má sjá að árið 1867 er kominn ábúandi í Kaldársel. Hann hét Jón Jónsson, en hann var þar stutt. Eftir það lagðist búskapur niður um nokkur ár.

Selgjá

Selgjárhellir. Einnig nefndur Þorsteinshellir.

Árið 1876 kom þangað Þorsteinn Þorsteinsson eða Þorsteinn í Selinu, eins og hann var jafnan nefndur. Enn er efst í Heiðmörkinni fallegur fjárhellir, Þorsteinshellir, sem lengi var talinn týndur. Þorsteinn var nokkuð sérkennilegur í háttum. Á hans tíma voru í Kaldárseli nokkar byggingar, matjurtargarður, sem lá frá bænum niður að ánni mót suðri og vörslugarður. Bæjarhús voru lítil en snoturlega byggð. Í því var baðstofa, búr, eldhús og bæjardyr. Tætturnar voru allar vel hlaðnar úr sléttum og þykkum hraunhellum, en hvergi mold eða torf á milli, svo sem venja var.

Kaldársel

Húsin í Kaldárseli – Daniel Bruun.

Jón Guðmundsson á Setbergi keypti húsin í Kaldárseli sem og kindur. Þau voru öll rifin, nema baðstofan, sem stóð uppi fram undir aldamót. Hún var ein notuð sem sæluhús fyrir fjármenn Setbergsbænda, sem þá heldu fé sínu, einkum sauðum, víðs vegar þar í högum. Einnig var gott fyrir Krýsvíkinga að hafa þarna afdrep á ferðum sínum. Haustleitarmenn Grindvíkinga leituðu alla leið að Kaldá og höfðu náttstað í Kaldárseli. Þá var mikil umferð útlendra ferðamanna til Krýsuvíkur, einkum til að skoða hinar nýyfirgefnu brennisteinsnámur, sem þar voru. Þeir gistu margir í Kaldárseli. Baðstofan bar þess merki. Í sperrur og súð voru skorin ófá mannanöfn af ýmsum þjóðernum.

Kaldársel

Kaldársel – tilgáta ÓSÁ.

Að liðnum aldamótum 1900 var ekkert hús lengur í Kaldárseli. Ferðum útlendinga fækkaði, Krýsvíkingar týndu ört tölunni, fjallleitir Grindjána styttust og hið stóra Setbergsheimili tvístraðist. Og fénaðurinn hvarf úr högunum.

Kaldársel

Heykuml við Kaldársel.

Árin 1906-1908 fékk Kristmundur Þorláksson Kaldársel til afnota, síðar stórbóndi í Stakkavík. Hann kom upp smáheyhlöðu í Kaldárseli fyrir sínar 50 kindur með því að byggja yfir hina gömlu baðstofutótt, sem þá stóð enn ófallinn. Þá byggði hann þar lambahús. Ekki hafði hann not af gömlu tóttunum að öðru leyti en því að hann gat nýtt úr þeim hraunhellurnar, sem hann gerði af miklum dugnaði. Kristmundur lá við í Hafnarfirði, en fór fótgangandi um veturinn beitarhúsaveginn í Kaldársel í myrkri kvölds og morgna. Ærnar hafði hann við gömlu hellana, sem eru skammt norður af Selinu. Lömbin voru í húsi, en músin vildi leggjast á þau. Kristmundur flutti loks fé sitt í Hvassahraun þar sem honum bauðst vist. Hann var því síðasti bóndinn í Kaldárseli.

Kaldársel

Uppdráttur af húsum í Kaldársseli í lok 19. aldar – Daniel Bruun.

Eins og sjá má á uppdrættinum er margt að skoða í nágrenni við Kaldársel. Vestan við Kaldá, fast við árbakkann, eru letursteinar frá upphafi veru KFUM og K á staðnum. Efst á Borgarstandi er fjárborgin og undir honum að norðanverðu eru tóttir gamals stekkjar og fjárhýsins. Enn norðar eru hleðslur í Nátthaganum. Austan hans eru fjárhellarnir og hleðslurnar í kringum op þeirra. Í einum hellanna er hlaðinn garður eftir honum miðjum.

Kaldársel

Kaldársel – fjárskjól.

Stærsti hellirinn er sá syðsti. Í honum er gott rými. Vatnsleiðslan gamla er austan Kaaldárselsvegar og er forvitnilegt að sjá hvar hún hefur komið yfirl Lambagjá, en í gjánni er mikil hleðsla undir hana. Sú hleðsla mun hafa að nokkru leiti hafa verið tekin úr austari fjárborginni á Borgarstandi. Í Gjám enn norðar eru hellar, hleðslur og hellisop. Austan við gamla veginn að Kaldárseli má enn sjá elstu götuna til og frá selinu, klappaða í bergið. Enn vestar, austan Fremstahöfða, er hálfhlaðið hús, líkt því sem sjá má á gömlum ljósmyndum Daniel Bruun frá 1892, að gamla selið í Kaldárseli hefur litið út.

Kaldársel

Kaldárssel – uppdráttur ÓSÁ.

Móbergskúla

Jón Jónsson, jarðfræðingur, fjallar um “Sérkennilegar móbergskúlur” í Náttúrufræðingnum árið 1987:

Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur.

“Meðan ég var að vinna að jarðfræðikorti yfir Reykjanesskaga, það mun hafa verið 1963, veitti ég athygli sérkennilegum kúlum í móbergi í Bæjarfelli í Krýsuvík, og er þeim lýst í ritinu Jarðfræðikorti af Reykjanesskaga (Jón Jónsson 1978) svo sem hér segir: „Við lítið ból norðan í háfellinu koma fyrir harla sérkennilegir kúlur í móberginu. Þær eru úr móbergsglerkornum og hvað það snertir eins og túffið í kringum þær, en hafa veðrast út sem reglulegir boltar oft um 15—25 sm í þvermál. Sumar eru nú holar innan og virðist það vera vegna veðrunar. Það er því skelin um þessar kúlur, sem stenst veðrunina betur en bæði túffið í kring og eins inni í kúlunni sjálfri. Myndun sem þessa hef ég séð á einum stað öðrum, en það er í Syðri-Stapa við Kleifarvatn.”
Frá því að þetta var skrifað hef ég fundið samskonar myndanir á tveim öðrum stöðum og eru báðir í Mýrdal. Besta dæmið, sem ég nú þekki um svona myndanir er að finna í hömrunum austan við Skiphelli í Mýrdal örskammt frá þjóðvegi 1. Þar gefur að líta þverskurð af fornri eldstöð. í greinakorni um jarðfræðiathuganir í Mýrdalsfjöllum er þessa getið með þessum orðum: (Jón Jónsson 1985):

Móbergskúla

Móbergskúla.

„Mjög sérkennilegar móbergskúlur koma á kafla fyrir í þessari gosmyndum. Þær eru eingöngu úr móbergsglerkornum og í ýmsum stærðum, frá því að vera 2—3 sm í þvermál og allt upp í 40-50 sm. Kúlurnar eru ýmist á strjálingi inni í svartri ösku og vikri eða í svo þéttum hópum að þær ná því að vera 60-80% af berginu.
Flestar eru þær á stærð við tennisbolta en aðrar á stærð við fótbolta eða enn stærri. Einkum koma þær fyrir í þykku lagi úr svörtum vikri og gjalli og þá ásamt venjulegum hraunkúlum (bombum) sumum stórum.”
Nokkrar svona kúlur hef ég fundið í þeirri sérstæðu myndun, sem nefnist Lambaskörð og er í Kerlingardalsheiði. Gamli akvegurinn liggur um þetta svæði niður að brúnni, sem eitt sinn var á Múlakvísl í sundinu milli Selfjalls og Léreftshöfuðs.
Ekki skal hér um þá myndun fjallað, en þess aðeins getið að þar koma svona móbergkúlur líka fyrir. Í dagbók minni frá þeim athugunum er eftirfarandi að lesa: „Ofan til í þessu túffi eru móbergskúlur eins og þær, sem ég hef áður séð í Bæjarfelli og Syðri Höfða í Krýsuvík, en einnig við Skiphelli. Þær eru hér mjög mismunandi stórar, þær stærstu um 30-40 sm í þvermál aðrar á stærð við fótbolta og minni. Ekki mynda þær reglulegt lag en koma fyrir á víð og dreif í berginu.”
Ekki er auðráðið í hvað var þess valdandi að þessar kúlur urðu til. Þær eru einfaldlega öskuboltar, sem orðið hafa til við það að blautt eða hæfilega rakt öskulag rúllaðist upp. Svo laust er það allt í sér að það hlýtur að hafa farið rólega fram, en hvað kom því af stað?

Móbergskúlur

Móbergskúlur.

Nýlega gerðar smásjárathuganir á þessum kúlum hafa ekki gefið mikið nýtt. Þær sýna ofur venjulegt móberg. Inni í glerkornunum eru feldspat- og pýroxen kristallar ásamt einstaka ólívíni. Eini sýnilegi munurinn á þessu efni er sá að í einstaka tilfellum er megin hluti kúlunnar úr tiltölulega grófum glerkornum, en yst er lag úr mjög fínu efni, sem einnig samanstendur af smáum glerögnum og einstaka kristöllum. í þessu fína efni er myndbreyting (palagonitisering) verulega meira áberandi en í því grófa. Kornin liggja í ákveðna stefnu og mynda þannig húð utan um grófara efnið. Þannig líkist þetta því fyrirbæri sem sjá má í svo nefndum öskubaunum (písólítum) (Sbr. Tómas Tryggvason 1955). Sérstaklega upplýsandi hvað þetta varðar er ljósmyndin á bls. 105. Það skal tekið fram að aðeins í einu tilviki hef ég, svo óyggjandi sé, fundið svona tilhögun glerkornanna í þessum kúlum.”

Móbergskúlur

Móbergskúla á Sveifluhálsi.

Haraldur Sigurðsson fjallar um móbergskúlurnar á bloggsíðu sinni; vulkan.blog.is:

“Ef móbergskúlur myndast eftir gos, en ekki í gosinu, eins og Jón Jónsson taldi, þá verðum við að leita annara skýringa varðandi uppruna þeirra. Kúlur eru algengt fyrirbæri í setlögum um allan heim, og eru oftast nefndar concretions eða setkúlur, en þær eru algjörlega óþekktar í setlögum af gjóskubergi, eins og móberginu á Íslandi — þar til nú. Slíkar kúlur myndast í setlögum vegna þess að límefni byrjar að myndast á milli sandkorna á einhverjum púnkti í setinu og límefnið berst út í allar áttir, til að mynda setkúlu. Þetta virðist vera tilfellið í íslensku móbergskúlunum, en ennþá vitum við ekki hvað límefnið er.

Móbergskúlur

Móbergskúlur í Innri-Stapa í Krýsuvík.

Lang sennilegast er að það sé palagónít, sem er leirsteind eða míneral sem myndast þegar basalt gler byrjar að myndbreytast yfir í móberg, en sú myndbreyting veldur því að gjóska rennur saman í hart berg. Surtsey kenndi okkur að sú hörðnun getur gerst furðu hratt, eða á einum áratug eða svo.”

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-2. tbl. 01.07.1987, Sérkennilegar móbergskúlur – Jón Jónsson, bls. 34-35.
-Haraldur Sigurðsson – https://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/951989/

Móbergskúlur

Móbergskúlur (HS).