Tag Archive for: Kapelluhraun

Kappella

Gengið var um Nýjahraun, síðar nefnt Kapelluhraun, frá kapellunni ofan við Álverið við Straumsvík. Skoðaðar voru m.a. leifar hins gamla krákustígs í gegnum hraunið, en enn sést móta fyrir honum á tveimur stöðum. Hraunið sjálft er margbrotið og víða í því hinar fuðurlegustu myndanir. Sjá má t.d., ef vel er að gáð, skapara þess birtast í því í ýmsum myndum, líkt og væri hann að líta yfir unnin afrek.

Kapella

Kapella – skilti.

Við kapelluna eru tvö skilti, annað frá Byggðasafni Hafnarfjarðar og hitt frá Þjóðminjasafninu. Upplýsingarnar eru svipaðar. Friðlýsingarmerki er við innganginn. Á öðru skiltinu segir að talið sé að Kapelluhraun hafi runnið á 11. öld. Á hinu segir að hraunið hafi runnið á 13. eða 14. öld. Nú liggur hins vegar fyrir að hraunið rann hvorki á 11. eða 13. öld, heldur árið 1151. Venjulegur ferðamaður gæti hæglega orðið ráðvilltur þarna og það áður en hann kemur að sjálfum „fornminjunum“. Á sama hátt og upplýsingarnar á staðnum eru misvísandi er kapellan sem fornleif varla „sjálfri sér samkvæm“. Grunnmynd á skilti sýnir ferhyrnda tóft, eins og dr. Kristján Eldján rissaði hana upp á sjötta áratug 20. aldar. Innanmálið er að vísu ferhyrnt svo fá má á tilfinninguna að þar og þannig hafi gólfflöturinn verið upphaflega, en utanmál kapellunnar, eins og hún er í dag, er fremur sporöskjulaga. Önnur, gömul mynd, tekin við sama tækifæri, sýnir að mestu hrunda mosavaxna kapelluna í úfnu hrauninu, en nú er hún svo formlega löguð, ber og svo vel uppi standandi að varla getur talist um forna leif sé að ræða – nema að hluta til. Endurgerð fornleif stendur þó ávallt fyrir sínu – a.m.k. að ákveðnu marki.

Kapella

Alfaraleiðin við kapelluna.

Annar hluti gamla stígsins, sem enn sést, er sunnan við kapelluna. Sennilega er um einskæra tilviljun að ræða að hann skuli hafa fengið að halda sér. Hinn hlutinn er þar sem komið er inn í hraunið af Alfaraleiðinni norðan við Gerði. Í örnefnalýsingu segir m.a. um stíg þennan: „Alfaraleiðin út á Útnes lá svo að segja um túnblettinn. Hann lá yfir Kapelluhraunið, eða Brunann, eins og það var stundum nefnt, síðan lá leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum“.

Þorbjarnastaðaborg

Fjárborg Þorbjarnastaðafólksins.

Kapelluhraunið hefur að geyma marga fornleifina. Þá þar nefna Þorbjarnastaðaborgina neðan við Brunntorfur, garða og hleðslur ofan við Gerði, hlaðnar brýr og byrgi skammt norðan við gasstöðina. Þá liggja yfir hraunið fornar götur og syðst í því eru myndarlegar hrauntraðir.
Álverið við Straumsvík stendur á Kapelluhrauni, eða Nýjahrauni eins og það fyrst var nefnt, og er allra yngsta hraunið á svæðinu í kringum Hafnarfjörð. Það er frá árinu 1151 skv. upplýsingum frá Íslenskum orkurannsóknum. Það á upptök undir Undirhlíðum og hefur komið úr gígaröðum, sem virðast vera tengdar misgengissprungum. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu hjá Krísuvíkurkerfinu. Þá opnaðist gossprunga undir Undirhlíðum sem var alls um 25 metra löng en slitin í miðjunni.

Kapella

Kapellan.

Kapelluhraun rann norðan á skaganum og til sjávar og myndað þar tanga, en vestan undir honum er Straumsvík.
Kapelluhraun er ákaflega fallegt úfið og mosagróið apalhraun en hörmung er að sjá hvernig karganum hefur verið rutt af yfirborði þess á stórum svæðum. Hraunið er fínkornótt með einstaka tiltölulega stórum dílum. Dílarnir eru oftast plagioklas, pyroxen og einstaka ólivín. Stærð hraunsins er 11,6 km2. Gamli krákustígurinn, sem eitt sinni var ruddur í gegnum hraunið, hefur að mestu verið eyðilagður að undanskildum fyrrnefndum um 6 metra kafla við litla rúst í hrauninu, sem er nefnd kapellan og á fyrrnefndum stað í vestanverðum hraunjaðrinum.

Kapella

Kapellan 1964.

Árið 1950 rannsakaði Kristján Eldjárn þessa kapellu og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Hún var góð til áheita gegn hvers konar eldsgangi. Einnig var hún verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðs- manna, námumanna, verkfræðinga og jarðfræðinga. Kapellutóftin er á fornminjaskrá og þar má sjá eftirlíkingu af líkneskinu. Fróðlegt er að skoða ljósmyndir, sem teknar voru af tóftinni við upphaf rannsóknar Kristjáns Eldjárns og félaga, en á þeim m.a. úfið mosahraunið og einungis hluti kapellunnar standa upp úr því.

Kapella

Kapella – skilti.

Miklar framkvæmdir hafa verið í kringum Álverið í Straumsvík, auk þess sem Skógrækt ríkisins, fyrrum eigandi svæðisins, hefur leyft töku á gífurlegu efnismagni úr hrauninu. Þá hefur það verið sléttað út á stóru svæði og óþarflega miklu magni efnis hefur verið rutt út yfir hraunjaðrana. Þegar horft er yfir svæðið virðast „skemmdirnar“ hafa bæði verið óstjórnlegar og að stórum hluta óþarfa ómarkvissar.
Nú eru jafnvel fyrirhuguð stækkun á Álverinu. Fyrirtækið hefur m.a. í því skyni fest kaup á landinu ofan þess.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrum alþingismaður, skrifaði Skipulagsstofnun árið 2002 þar sem hann geldur vara við frekari framkvæmdum Álversins í Kapelluhrauni. Með bréfi sínu til stofnunarinnar gerir hann athugasemdir og bendir á náttúruvá sem steðjað getur að mannvirkjum við Straumsvík og lítil sem engin skil eru gerð í matsskýrslu vegna stækkunar álverksmiðju ÍSALs.

Kapella

Kapella – skilti.

Þegar álverksmiðja var staðsett og reist við Straumsvík fyrir um aldarþriðjungi gerðu menn sér litla sem enga grein fyrir samhengi eldvirkni og hraunstrauma á svæðinu. Síðan hafa verið gerðar ítarlegar rannsóknir á eldvirkni á Reykjanessskaganum, gosstöðvar frá nútíma verið staðsettar og hraunstraumar sem frá þeim hafa runnið eftir að ísöld lauk, sumpart eftir landnám.
Guðmundur Kjartansson fjallar m.a. um aldur Búrfellshrauns við Hafnarfjörð árið 1973. Grein hans birtist í Náttúrufræðingnum 42. 159-183. Jón Jónsson gerði jarðfræðikort af Reykjanesskaga 1978. Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson rituðu um Krýsuvíkureldaa I. – Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins – í tímaritið Jökull árið 1989, 38. 71-87. Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rituðu einnig um Krýsuvíkurelda II. – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns yngra – í Jökul árið 1991, 41. 61-80. Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson rituðu um hraun í nágrenni Straumsvíkur í Náttúrufræðinginn 1998, 67. 171-177.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Páll Imsland ritaði um náttúruvár á Straumsvíkursvæðinu í Náttúrufræðinginn árið 1998, 67. 263-273. Hann taldi þar að Kapelluhraun væri frá 13. öld.
Af þessum rannsóknum og greinum höfunda má m. a. ráða, að líkur séu á að þunnfljótandi hraunstraumar geti runnið í sjó fram frá gosstöðvum vestan Undirhlíða og víðar yfir það svæði sem núverandi álverksmiðja stendur á auk þess sem önnur mannvirki svo sem raflínur og vegir eru í hættu á þessu svæði og víða í grenndinni.
Sem dæmi má nefna eftirfarandi úr grein Hauks Jóhannessonar og Sigmundar Einarssonar 1998, s. 175,

Kapella

Kapellan – uppdráttur KE.

„Yngsta hraunið á svæðinu er oftast nefnt einu nafni Kapelluhraun, þó svo að það heiti eigi í raun aðeins við nyrsta hluta þess. Syðri hluti hraunsins hefur gengið undir heitinu Nýibruni. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu í Krísuvíkurrein árið 1151 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1989). Þá opnaðist gossprunga sem er alls um 25 km löng en þó slitin í miðjunni. Sunnan á skaganum rann Ögmundarhraun í sjó fram og tók það af gamla Krísuvíkurbæinn. Norðan á skaganum rann Kapelluhraun, aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Hraunið rann til sjávar í Straumsvík … Álverið í Straumsvík stendur á hrauninu“.
Í niðurlagi greinarinnar segja höfundar m. a. (s. 177):

Kapeluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort.

„Eldgos á Rekjanessskaganum virðast koma í hrinum og á milli er minni virkni. Hrinurnar verða á um þúsund ára fresti og hver hrina stendur yfir í nokkur hundruð ár. Síðasta hrinan hófst upp úr miðri tíundu öld og endaði um 1240. Í hverri hrinu verða umbrot í öllum eldstöðvareinunum á skaganum og í síðustu hrinu færðist virknin frá austri til vesturs. Einnig er nokkuð víst að verði eldgos í Brennisteinsfjöllum og í norðanverðum Móhálsadal munu hraun þaðan renna niður til strandar milli Hrútagjárdyngjunnar og Hvaleyrarholts, sömu leið og Hellnahraun eldra og yngra og Kapelluhraun.
Af ofansögðu er ljóst að hraun geta runnið til Straumsvíkur bæði frá Brennisteinsfjallarein, en þar gaus síðast á 10. öld, og frá Krísuvíkurein þar sem síðast gaus um miðja tólftu öld. Síðast urðu með vissu eldsumbrot á Reykjanesskaga á fyrri hluta 13. aldar í Reykjanesrein. Nær útilokað er að hraun frá gosum í þeirri rein geti runnið til Straumsvíkur en hins vegar gæti þar hugsanlega orðið vart landsigs vegna meðfylgjandi gliðnunar í reininni“.

Kapella

Kapellan áður en hún var grafin upp.

Í grein sinni um náttúruvár á Straumsvíkursvæðinu (sjá nr. 6 hér að ofan, s. 271) segir Páll Imsland m. a.:
„Eftir Krýsuvíkurelda á 13. öld hafa ekki komið upp hraun í nágrenni Straumsvíkursvæðisins. Landslagi er þannig háttað að hraun sem koma upp vestanundir Undirhlíðum eiga ekki annarra kosta völ en að renna út á hraunflákana til vesturs og norðurs og leita undan halla og þrýstingi frá kvikunni sem flæðir úr gígunum í átt til strandar, í átt að Straumsvík. Áður en að álverinu sjálfu kemur eru raflagnir, spennuvirki, þjóðvegur og fleira slíkt í rennslisleiðum hrauna; mannvirki sem skipta verulegu máli, bæði fyrir starfrækslu álversins og alla byggð sunnar á skaganum. Það er því ljóst að hraunflóðahætta er þarna til staðar, en ekkert er þekkt sem bendir til yfirvofandi hættu. Náttúran á svæðinu hefur ekki sýnt nein þekkjanleg merki þess að þarna séu eldgos í uppsiglingu. Á hitt ber samt að líta að þetta er afkastamikið, virkt eldgosasvæði þar sem ekki hefur gosið í um 850 ár, og til eru vísbendingar um að virknin á Reykjanesskaganum gangi í hrinum með nokkurra alda aðgerðarlitlum hléum. Hrinur þessar einkennast af jarðskjálftum, sprungumyndun og eldgosum.“

Kapelluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort ISOR.

Í greininni „Hamfarir á höfuðborgarsvæðinu“ eftir Þórdísi Lilju Gunnarsdóttur, sem birtist í tímaritinu Ský, 6 2001-2002, s. 36, má lesa eftirfarandi:
„Í Kröflueldum í september 1984 rann glóandi hraunáin um tíu metra vegalengd á sekúndu. Það gera 36 kílómetrar á klukkustund. Að mati jarðfræðinganna Páls Imslands og Karls Grönvolds er það álíka hraði og væri á nýju hrauni við höfuðborgina í dag. Því myndi hraunelfan geta náð efstu byggðum borgarinnar á fáum klukkustundum … Ef eldgos brytist út í Húsfelli, Búrfelli eða Trölladyngju gæti hraun runnið niður Kúagerði og yfir Reykjanesbraut, yfir álverið í Straumsvík, rafstöðina við Hamranes og nýjustu byggð Hafnfirðinga sunnan við Reykjanesbraut sökum þess hve Reykjanesskaginn er mjór sunnan við Hafnarfjörð. Í miklum hamförum á þessum slóðum gæti hraun einnig náð til byggðar í Garðabæ og yfir Álftanesið.“
– Þótt hér sé stiklað á stóru af blaðamanni eru ábendingarnar þó umhugsunarverðar.“

Hraunkarl

Hraunkarl í Kapelluhrauni.

Fornleifavernd ríkisins segir að “hraunið dragi nafn sitt af Kapellunni, rúst af litlu húsi skammt frá veginum vinstra megin þegar ekið er suður Reykjanesbrautina. Sen fyrr segir rannsakaði Kristján Eldjárn kapelluna ásamt fleirum 1950 og segir svo frá:
„Fyrir sunnan Hafnarfjörð liggur leiðin yfir úfinn brunafláka sem á upptök sín í gígaröð meðfram Undirhlíðum og hefur runnið þaðan allt norður í sjó. Í þessu hrauni er Kapellan og eftir henni heitir hraunið Kapelluhraun, en hefur heitið Nýjahraun á miðöldum, því að það hefur runnið eftir að land byggðist, líklega þó mjög snemma á öldum. Kapellan er lítil opin húsarúst rétt við gamla krákustíginn, sem ruddur hefur verið þegar eftir að hraunið rann og hefur verið alfaraleið út á nes öldum saman.“
Kapellan er 2,40 m á lengd og 2,10 m á breidd að innanmáli.

Kapella

Kapellan í Kapelluhrauni.

Veggirnir eru hlaðnir úr hraunhellum og að mestu uppistandandi.
Við uppgröftinn 1950 fundust allmargir gripir. Sá merkasti þeirra er lítið líkneski af heilagri Barböru, brotið um mjaðmir en nú um 3,3 cm á hæð. Líkneskið er varðveitt í Þjóðminjasafni (Þjms. 14293). Þessi fundur bendir til þess að hús þetta sé í raun og veru kapella frá katólskum tíma og að ferðamenn um hraunið hafi komið þar við og gert bæn sína.
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að einn af mönnum Kristjáns skrifara hafi verið drepinn í Kapelluhrauni og grafinn í kapellunni til hefnda eftir Jón biskup Arason og syni hans. Engin ummerki benda þó til þess að þessi sögn eigi stoð í raunveruleikanum, en sagan er góð búbót við annars sagnaríkt umhverfi á sögulegum tíma.

Kapellan

Kapellan – sjá má leifar Alfaraleiðarinnar, sem lá framhjá henni.

ISOR (Íslenskar orkurannsóknir) kveða á um á vefsíðu sinni að aldur Kapelluhrauns sé 1151. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þetta ár tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Kapelluhraunið er stórbrotið í tvennum skilningi. Annars vegar hefur hraunið mikið gildi vegna þess að það rann á sögulegum tíma og því merkilegt náttúrfyrirbæri sem slíkt. Hins vegar hefur óhóflegum hluta þess verið spillt af mannavöldum. Á því hefur því verið stórlega brotið.

Kapella

Kapellan í Kapelluhrauni endurgerð.

Við þetta má bæta að fyrrnefnd kapella er ekki óhreifð eða óröskuð fornleif í þeim skilningi orðisins. Hún er ónákvæm endurgerð fornleifar frá því um 1960 og virðist nú stenda á sínum upprunalega stað – sem von um fyrirgefningu fyrir fyrrum eyðileggingu. En staðurinn, þar sem hin forna kapella var, er engu að síður merkilegur, bæði út frá fornleifalegum sem og sagnfræðilegum skilningi.
Hins vegar mætti vel, án tilfallandi skaða, ef byggja ætti á annars röskuðu hrauninu, endurreisa kapelluna á ósnortnu hrauninu vestan og ofan við Vestari Brunaskarð, við gömlu götuna skammt ofan við Gerði þar sem alfaraleiðin liggur upp á það. Kapellan yrði þar engu minni „fornleif“ en nú er. Mannvirkið „gekk úr sér“ á sínum tíma og „týndist“, en var síðan „endurvakið“ með fyrrnefndum uppgrefti.
KapellaSem slíkt hefur staðurinn einungis tilfinngalegt gildi líkt og hver annar staður gæti haft með sama tilgang, hvar sem hann er á hverjum tíma. Það hefði hvorki áhrif á sagnfræðina né fornleifafræðina sem slíkar. Í henni mætti taka upp hvaða kvikmynd sem er án þess að til mótmæla kæmi.
Kapellan á Hraunssandi, fyrrum einnig nefnd Dysin, er sambærilegt mannvirki, en öllu merkilegri. Hún var grafin upp á svipuðu tíma, urðuð á ný og hefur því ekki verið „endurgerð“. Við hana eiga að vera grafinn á þriðja tugur manna, án þess að staðnum sé sýnlega nokkur virðing sýnd.
Frábært veður. Gangan tók 2 kls. og 22 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.flensborg.is
-http://www.eldhorn.is
-http://www.isor.is/stadlar/hraun/allt_um_hraun.html
-http://www.reykjanesbaer.is
-Kristján Eldjárn: Heilög Barbara mær og kapella hennar. Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Rvk. 1973, 88.
-Kristján Eldjárn. Kapelluhraun og Kapellulág. Fornleifarannsóknir 1950 og 1954. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1955-1956. Rvk. 1957, bls. 5-34.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar. II bindi. Rvk. 1954, bls. 78.

Kapella

Kapellan með friðlýsingaskilti framan við.

Kapella

Í bókinni „Allt hafði annan róm áður í páfadóm – Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu„, sem Anna Sigurðardóttir tók saman 1988, er kafli;  „Heilög Barbara og kapellan í hrauninu“:

Heilög Barbara og kapellan í hrauninu
Kapella
„Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur samþykkt að láta gera félagsmerki. Fyrir valinu varð myndastytta frá fyrri öldum, sem fannst árið 1950 í Kapellunni við gamla Suðurnesjaveginn, nálægt þar sem verksmiðjan í Straumsvík stendur núna.
Þáverandi þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, gróf í gólf kapellunnar og fann þar ofurlítið konulíkneski, sem hann sá undir eins að átti að tákna heilaga Barböru, en hún er sýnd í kirkjulegri myndlist með turn í fanginu.
Þessi litla konumynd mun vera elsta mannsmynd, sem fundist hefur í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar.
Kennimerki Hafnarfjarðarkaupstaðar er viti. Hafnfirskum konum finnst þess vegna eiga vel við að taka þessa fornu konumynd sem merki Bandalagsins, þar sem konan heldur á turni, sem þá er eins og nokkurs konar samsvörun við vita Hafnarfjarðar.
Kapella
En þannig stendur á þessum turni heilagrar Barböru, að hún var kaupmannsdóttir í Litlu-Asíu um 300 árum eftir Krists burð. Þá voru miklar ofsóknir gegn kristnum mönnum. Barbara kynntist kristnum mönnum og gerðist kristin á laun, því að faðir hennar var heiðinn. Þegar hann komst að því, að dóttir hans var orðin kristin, gerði hann allt sem hann gat til að hræða dóttur sína frá trú hennar. Meðal annars lét hann reisa turn, þar sem Barbara átti að sitja innilokuð til þess að hún gæti ekki haft samband við kristna menn. Hún bað þá föður sinn að lofa sér að hafa þrjá glugga á turninum, og faðirinn leyfði það. Síðan spurði hann Barböru, hvers vegna hún hafi viljað hafa gluggana þrjá. Hún svaraði: Þrír merkja föður, son og heilagan anda. Varð þá faðirinn ákaflega reiður og seldi dóttur sína í hendur böðlinum, og var hún loks hálshöggvin fyrir tryggð sína við kristna trú.
Ein af þeim píslum, sem Barbara gekk í gegnum, var að logandi blysum var haldið að líkama hennar. En hún lét ekki bugast fyrir það. Síðan fóru menn að heita á Barböru til hjálpar gegn eldsvoða af ýmsu tagi. (Barbárumessa er 4. desember).
kapellaHraunið, þar sem kapellan stendur, er talið hafa runnið á 13. öld og kom úr Óbrennishólum við Undirhlíðar. Þetta hraun rann yfir alfaraveginn á Suðurnes.
Hvers vegna þessi kapella var reist, vita menn ekki, en fræðimenn hafa giskað á að þarna hafi fólk gert bæn sína áður en það lagði leið sína yfir nýrunnið hraunið. Það er líka einkennileg tilviljun að einmitt í þessari kapellu skuli finnast mynd þessarar helgu konu, sem menn hétu á sér til hjálpar gegn eldsvoða. Myndin er núna á Þjóðminjasafninu og geta allir séð hana þar þó lítil sé.
Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur fengið Gunnar Hjaltason gullsmið og listamann til þess að gera myndamót af Barbörumyndinni úr Kapellunni, og verður það notað sem merki á skjöl félagsins. Gunnar hefir líka verið beðinn að gera hálsmen með sömu mynd, og geta konur keypt það sem félagsmerki.“
Nokkrum árum eftir að Sigurveig Guðmundsdóttir skrifaði þessa grein birtist eftir hana bókarkorn (27 blaðsíður) um hl. Barböru úr Heilagra manna sögum um líf hennar og píslir. Þar eru og nokkur erindi úr Barbörudikti sem menn hafa geymt í minni og sungið allt fram á 19. öld.
Kapella
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er ein saga um Kapelluhraun: „Í Gullbringusýslu er hraun eitt mikið milli Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar og heitir nokkur hluti þess Kapelluhraun og dregur nafn af kapellu sem í því stendur. Hún er að norðanverðu við veginn, hlaðin upp af hellugrjóti í lögun eins og borg. Dyrnar hafa snúið móti suðri, en nú eru þær fullar af mold og mosa. Kapellan er og hærri að norðan en sunnan. Sagt er að í kapellunni sé grafinn einn af umboðsmönnum þeim sem áður voru á Bessastöðum. Var honum gert umsátur þarna í hrauninu, drepinn þar og grafinn.“
Heilög Barbara er m.a. verndardýrlingur námamanna og jarðfræðinga og þeir tigna hana og tilbiðja. Jarðfræðingar á Orkustofnun minnast Barböru sérstaklega tvisvar á ári allt frá 1980. Þeir halda hátíð í tilefni af messudegi hennar 4. desember og á vorin áður en þeir leggja af stað til rannsókna. Þá fer hátíðin fram í rústum Barbörukapellu í Kapelluhrauni. Þar vígja jarðfræðingarnir hamra sína og tól, gera sér glaðan dag og syngja nýjan Barbörudikt.
Kapella
Fyrsta vísan í Barbörudikti hinum nýja, en það er sálmur til heiðurs Barböru. Lag og texti er eftir Árna Hjartarson jarðfræðing á Orkustofnun, einn Barböruáhangenda þar. Textinn er alls 7 vísur og er Barbörudiktur jafnan sunginn þegar Orkustofnunarmenn koma saman til að minnast síns dýrlings:

Barbörudiktur
Gegn veraldarinnar vélráðum ég verndaður
er með sóma þótt reynt sé að blanda mér
beiskan drykk þá bykarinn fyllist með rjóma. Mín
gætir frú með turn af marmara, minn dýrlingur er Barbara. – (Árni Hjartarson)

Heimildir:
-Íslenskar þjóðsögur og æfintýri – Safnað hefir Jón Árnason, II. Ný útgáfa (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson), Rvk 1966, Kapelluhraun bls. 74.
-Allt hafði annan róm áður í páfadóm, Heilög Barbara og kapellan í hrauninu, Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu, Anna Sigurðardóttir tók saman, 1988, bls. 326-331.
Kapella

Kappella

Gengið var um Kapelluhraun og Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar. Í göngunni var höfð hliðsjón af skrifum Sigmundar Einarssonar, Hauks Jóhannessonar og Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur um „Krýsuvíkurelda II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns„, er birtust í Jökli nr. 41 1991.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur.

Gangan hófst við Gerði ofan við Straum, nyrst í vesturjaðri Kapelluhrauns. “Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk líklega 1188 með myndun Mávahlíðahrauns. Umbrotahrinan í heild er nefnd Krýsuvíkureldar. Gossprungan er ekki samfelld en milli enda hennar eru um 25 km. Flatamál hraunanna er 36.5 km2 og rúmmálið er áætlað um 0.22 km3. Vegið meðaltal fimm geislakolsgreininga gefur 68.3% líkur á að hraunin hafi runnið á tímabilinu frá 1026-1153.
Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar er í rauninni tvö hraun og eru bæði komin frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Yngsta hraunið er sama hraun og Jón Jónsson (1977) hefur nefnt Tvíbollahraun. Það er að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og hraun sem Jónsson (1978a) hefur nefnt Breiðdalshraun. Líklegt er að Yngra Hellnahraun (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) hafi runnið á árunum 938-983.

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – yfirlit.

Í Konungsannál, Oddverjaannál og Annál Flaeyjarbókar 1151 segir frá eldum í Trölladyngjum. Einnig í Skálholtsannál 1188. Ekki er ljóst hvers vegna annálarnir kenna gosin við Trölladyngjur en svo virðist sem þær hafi verið alþekkt örnefni á þessum tíma. Líklegast er að eldgosið 1188 hafi verið lokaþáttur umbrotahrinunnar.
Auk þessara frásagna í annálum eru óbeinar heimildir um hraunrennsli á norðanverðum Reykjanesskaga eftir landnám. Kapelluhraun heitir einnig Bruninn í daglegu tali og það eitt bendir til að menn hafi séð hraunið renna. Yfirleitt er talið að Kapelluhraun hafi áður heitið Nýjahraun og Ólafur Þorvaldsson (1949) segir nafnið Nýjahraun sé enn þekkt um hluta þess. Þessi gögn benda eindregið til að hraunið hafi runnið eftir að land byggðist.
Elstu heimildir um nafnið Nýjahraun er annars vegar í annálum og hins vegar í Kjalnesingasögu. Annálar greina frá skiptapa við Hafnarfjörð árið 1343 og fórust með skipinu 23 eða 24 menn. Annálar segja þannig frá slysinu: “Braut Katrínarsúðina við Nýja hraun.” (Annáll Flateyjarbókar). Í Gottskálksannál,

bls. 352 segir: “Braut Katrínar súðina fyrir Hvaleyri, drukknuðu þar iiij menn ogg xx.”
Í Kjalnesingasögu (1959) er tvívegis minnst á Nýjahraun. Þar segir senmma í sögunni að Þorgrímur Helgason hafi reist bú að Hofi (á Kjalarnesi) og “hafði hann mannforráð allt il Nýjahrauns og kallað er Brunndælagoðorð”. Undir lok sögunnar segir svo frá því er Búi Andríðsson tók við mannaforræði eftir Þorgrím og “hafði hann allt út á Nýjahrauni og inn til Botnsár”.
Kjalnesingasaga gerist á landnámsöld en er talin skrifuð skömmu eftir 1300. Athyglisvert er að höfundurinn skuli nota Nýjahraun til að takmarka Brunndælagoðorð. Notkun örnefnisins Nýjahraun í Kjalnesingasögu bendir til að hraunið sé runnið einhvern tíma á tímabilinu 870-1250

Hraunhóll

Hraunhóll – upptök Kapelluhrauns.

Ótrúlega fáir hafa gert tilraun til að kanna Kapelluhraun, upptök þess, útbreiðslu og raunverulegan aldur. Þorvaldur Thoroddsen (1913) reið á vaðið er hann kannaði Kapelluhraun lauslega 1883. Guðmundur Kjartansson (1954) varð fyrstur jarðfræðinga til að kanna Kapelluhraun og Óbrinnishólabruna svo nokkru næmi. Jón Jónsson hefur nokkrum sinnum ritað um hraun á svæðinu. Hann taldi á grundvelli geislakolsákvarðana að Óbrinnihólar væru liðlega 2100 ára gamlir og að Kapelluhraun hefðu runnið í byrjun elleftu aldar.
Úr gígum nyrst í Undirhlíðum hefur runnið hraun sem Jón Jónsson (1978a, 1983) nefnir Gvendarselshraun. Undir því hefur hann fundið Landnámslagið og út frá aldursgreiningu með geislakolsaðferð telur Jón hraunið runnið á elleftu öld.
Í framhaldi af þessum niðurstöðum hefur Jón stungið upp á því að Ögmundarhraun, Kapelluhraun og Gvendarselshraun hafi öll orðið til í einni goshrinu á fyrri hluta elleftu aldar (Jón Jónsson 1982,1983).
Líkt og Guðmundur gerir Jón ráð fyrir að Hellnahraun sé gamalt og telur það runnið frá svonefndri Hrútargjárdyngju. Á jarðfræðikorti Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands (Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980) er hraunið talið koma frá Óbrennishólagígunum, en ekki talið hluti af Hrútargjárdyngju.
Gossprungan, 25 km löng, er frá norðanverðri Gvendarselshæð og suður fyrir Núpshlíðarháls. Á henni er um 8 km löng eyða, þannig að alls hefur gosið á um 17 km langri sprungu. Syðri hlutinn er um 10,5 km að lengd og nyrðri hlutinn um 6.5 km.

Gvendarselshæðargígar

Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

Í Krýsuvíkureldum mynduðust fjórir aðskildir hraunflákar. Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó (sjá FERLIR-289). Næst norðan við það er lítið hraun sem runnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. Þriðja hraunið er við Mávahlíðar, norðaustur af Trölladyngju, og liggur til hliðar við megingossprunguna. Nyrst er svo Kapelluhraun sem runnið hefur frá Undirhlíðum til sjávar.
Hraunið sem rann frá syðsta hluta gossprungunar fyllti allan Móhálsadal sunnan Djúpavatns og fyllti allstóra vík sem að líkindum hefur verið hin forna Krýsuvík. Hraunflákinn gæti hafa myndast í tveimur gosum (en þó í sömu goshrinu).
Skammt norðan við Bláfjallaveg eru litlir og snotrir gígar er nefnast Kerin. Frá þeim hefur runnið lítið hraun til vesturs og norðurs. Norðan við gíganna er hraunið á nokkrum kafla svo rennislétt að furðu sætir. Hraunin frá Gvendarselsgígum og Kerjum verða ekki talin sérstök hraun, heldur hluti af Kapelluhrauni, enda um einn samfelldan hraunfláka að ræða. Alls þekur Kapelluhraun 13.7 km2. Ef meðalþykktin er um 5 metrar er rúmmál þess um 0.07 km3.
Líkur hafa verið leiddar að því að Ögmundarhraun hafi runnið 1151 og er þar jöfnum höndum stuðst við frásagnir annála, geislakolsaldur og rannsóknir á öskulögum.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Kapelluhraun er frá svipuðum tíma. Hellnahraunið er aftur á móti komið úr eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla, þ.e. út Tvíbollum í Grindarskörðum. Hellnahraunið er í rauninni tvö hraun, það Eldra og það Yngra. Aldur Eldra Hellnahraunsins er ekki þekktur. Eftir útliti að dæma er það þó vart eldra en 3000-4000 ára. Yngra Hellnahraun er sennilega frá árunum 938-983.”

Heimild:
-Krýsuvíkureldar II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns – Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir – Jökull nr. 41, 1991.

Kapeluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort.

Kapelluhraun

Gengið var frá íþróttahúsinu á Ásvöllum yfir að Rauðhól, síðan um Hellnahraunin yfir að Kapelluhrauni og hraunið skoðað milli iðnaðarsvæðisins og gasstöðvar Álversins. Þar er lægð í hrauninu, sléttari en umhverfið og ef vel er að gáð má sjá þar mannvistarleifar á nokkrum stöðum.

Rauðhóll

Rauðhóll – uppdráttur GK.

Rauðhóll er, eða öllu heldur var, sunnan undir Hvaleyrarholti. Þar stóð áður lítill hóll, úr rauðu hraungjalli og með grunna gígskál. Líklega var hér um gervigíg að ræða en þeir myndast þegar hraun rennur yfir votlendi og það tekur í sig gufuna, tætist í sundur og verður að gjalli og rauðamöl. Á tímabili var tekið mikið af rauðamöl úr honum í vegi. Síðan var gryfjan notuð sem sorphaugar. Núna er lítið eða ekkert eftir af honum. Í stað hans er malargryfjan, en í miðjunni hefur verið skilinn eftir smá stabbi. Ferðamenn á leið um Reykjanesbrautina sjá nú þessa óhrjálegu gryfju í stað hins formfagra Rauðhóls. Bergið í hólleifunum var fremur fínkornótt með plagióklasdílum og örsmáir ólivíndílar komu fyrir en sáust varla með berum augum.

Rauðhóll

Rauðhóll við Hafnarfjörð – uppdráttur GK.

Varðandi aldur Rauðhóls er ekki hægt að segja nákvæmlega en hann hlýtur að vera eldri en hraunið sem hefur runnið upp að honum sem er Hellnahraun yngra og talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Rauðhóll hafði að geyma merkilegar jarðsöguheimildir. Dýpst í malargryfjunni var svokölluð barnamold sem var allt að ½ metri að þykkt. Moldin er mjúk, þjál og ljósgulbrún að lit meðan hún var vot, en varð stökkari viðkomu og snjóhvít við þurrk. Ef hún var sett undir smásjá kom í ljós að hún var næstum því eingöngu úr örsmáum kísilþörungaskeljum.

Rannsóknir hafa sýnt að þarna hafi verið tjörn áður en hóllinn varð til. Næst kom fínn sandur morandi af skeljum og skeljabrotum af sjódýrum. Skeljar finnast þarna vegna þess að hraunið sem gígurinn er í hefur runnið yfir setlög á strönd.

Rauðhóll

Rauðhóll í dag.

Á eftir skeljasandinum lá frekar þunnt lag af fínni brúnni sandhellu sem var miklu fastari í sér og þar voru engar skeljar að finna.
Þegar gengið er yfir nokkuð slétt Hellnahraunið er ljóst að þar er ekki einungis um eitt hraun að ræða.
Hellnahraun eldra (Skúlatúnshraun) er slétt helluhraun og er talið hafa runnið fyrir 2000 árum. Það kom úr Brennisteinsfjallakerfinu, líklega frá Stórabolla í Grindaskörðum og stíflaði meðal annars Hvaleyrarvatn. Hraunið myndar ströndina milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts.
Hellnahraun yngra kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brennisteinsfjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tvíbollum í Grindaskörðum og er sléttara og þynnra. Nýja Haukahúsið stendur á þessu hrauni. Þetta hraun hefur valdið því að Ástjörnin varð til.

Leynir

Skjól í Leyni.

Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sama tíma og sömu hrinu og á því 1000 ára afmæli einmitt þetta ár, en haldið verður upp á 1000 ára afmæli kristintökunnar núna í sumar.
Hraunið sem Álverið við Straumsvík stendur á heitir Kapelluhraun eða Nýjahraun og er allra yngsta hraunið á svæðinu í kringum Hafnarfjörð. Það er frá árinu 1151. Hraunið er komið úr stuttri gígaröð er opnaðist undir Undirhlíðum. Kapelluhraun rann norðan á skaganum og til sjávar og myndað þar tanga, en vestan undir honum er Straumsvík.
Kapelluhraun er ákaflega fallegt úfið og mosagróið apalhraun en hörmung er að sjá hvernig karganum hefur verið rutt af yfirborði þess á stórum svæðum. Á og utan í lágum hraunhólum inni í hrauninu er mannvistarleifar á nokkrum stöðum, s.s. hlaðið byrgi á hraunhól, hlaðið skjól í hraunklofa og annað utan í hraunvegg. Minjar þessar eru skammt ofan við gömlu Alfaraleiðina milli Hafnarfjarðar og Útnesja.

Kapella

Kapellan 2022.

Í hrauninu ofan við álverið er hlaðin rúst í hrauninu, sem er nefnd Kapellan. Árið 1950 rannsakaði Kristján Eldjárn kapellu á nálægum slóðum og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Hún var góð til áheita gegn hvers konar eldsgangi. Einnig var hún verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðs- manna, námumanna,verkfræðinga og jarðfræðinga. Einhverra hluta vegna er þessi rúst á fornminjaskrá og þar má sjá eftirlíkingu af líkneskinu, en hún er í raun líka eftirlíking af hinni fornu kapellu, sem var eyðilögð þegar hraunið var fjarlægt á sínum tíma.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/RAUDHOLL.HTM

Kapeluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort.

Gálgaklettar

Í ritinu Keflavíkurgangan, 1. tbl. 19.06.1960, er „Samtíningur um Suðurnes“ eftir Björn Þorsteinsson:

Landið
„Helztu jarðfræðileg atriði á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. — Að mestu samkvæmt frásögn Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings.

Grímshóll

Á Grímshól.

Eitt helzta kennileiti á leiðinni er Vogastapi; hann er úr grágrýti, svipuðu Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurgrágrýtinu. Á hæstu bungu hans, Grímshól, stefna jökulrispur til norðurs, en yzt á kjálkanum til vesturs, og eru þær eldri. Þær jökulrákir sýna, að á ísöld hefur Faxaflói verið hulinn jökli, en í lok hennar hefur flóinn myndazt og jöklar ekizt út af Suðurkjálkanum til norðurs og suðurs. Upp af Njarðvíkum sjást skýr fjörumörk á stapanum í um 20 metra hæð yfir núverandi sjávarmál. Á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð eru slík fjörumörk í 33 m hæð, en 45 m hæð við Reykjavík. Þetta sýnir, að landið hefur risið úr sjó því meir sem innar dregur, en jökulfargið hefur auðvitað hvílt þyngra á miðbiki þess en útnesjum.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – gígurinn.

Inn af stapa taka við Vatnsleysustrandarhraun. Þau eru einna forlegust hrauna á Suðurkjálka, sennilega um 8000 til 9000 ára; helztu aldursmerki eru m. a. fjörumörk hjá Kúagerði í um 10 m hæð. Það er eini staðurinn á Íslandi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá og Aragjá, stóra og litla, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall að ræða.

Kúagerði 1912

Í Kúagerði 1912.

Um Suðurkjálka liðast engar ár, þar falla ekki einu sinni lækir; regn hripar í gegnum hraunin, og jarðvatn fellur eftir neðanjarðaræðum til sjávar. Við Straum eru miklar uppsprettur í fjörunni, en Vatnsleysuströndin ber nafn með rentu, því að þar er víða ekkert ferskt vatn að fá nema regnvatn af þökum. Við Kúagerði er dálítil tjörn; þar er forn áningarstaður, en betra þótti ferðamönnum að hafa eitthvað meðferðis til þess að blanda drykkjarvatnið.
Norður af Höskuldarvöllum við Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Afstapahraun runnið. Höskuldarvellir eru eitt mesta graslendi Suðurkjálka, og var vegur lagður þangað fyrir nokkrum árum og tekið að rækta vellina; því miður var þá gígnum spillt með malarnámi.

Víkingaskip

Víkingaskip í Afstapahrauni.

Afstapahraun mun runnið nokkru fyrir landnámsöld, og hefur þá sennilega nefnzt Hvassahraun, samnefnt bæ sem stendur austan við hraunið. Vafasamt er, hvernig heitið Afstapahraun er til orðið. Handan Afstapahrauns taka við fornleg hraun að nýju, þó hvergi nærri jafngömul og Vatnsleysustrandarhraunin. Þau munu runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m. a. við Mávahlíðar.
Við Straum er einna náttúrufegurst á leiðinni sunnan af strönd. Þa r eru miklar uppsprettur í fjöru, eins og áður segir.

Kapellan

Kapellan – sjá má leifar Alfaraleiðarinnar, sem lá framhjá henni.

Kapelluhraun nefnist hraunflákinn norðan vegar austur af Straumi, en heildarnafn á hrauni þessu er Bruninn. Það nefnist Nýjahraun í Kjalnesingasögu og máldögum fornum og mun runnið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Það er komið upp í um 7 km langri gossprungu við Undirhlíðar norðaustur frá Vatnsskarði.

Kapelluhraun

Kapelluhraun (rauðlitað).

Kapelluhraun dregur nafn af kapellu, dálitlu byrgi við gamla veginn í hrauninu. Við rannsókn fyrir fáum árum fannst þar lítið líkneski heilagrar Barböru. Á þeim stað hefur voveiflegur atburður gerzt fyrir siðaskipti, en engar öruggar sögur greina þar frá tíðindum. — Hraunið hefur steypzt fram af sjávarhömrum, en ægir lítt unnið á því til þessa, af því hve það er ungt.
Milli Hvaleyrarholts og Brunans er Hvaleyrarhraun, fremur flatt helluhraun og mjög ellilegt. Til marks um aldur þess eru bergstallar, sem sjór hefur klappað í hraunið í flæðarmáli, þar sem heitir Gjögrin. Þar eru miklar lindir, sprettur fram vatn 4.3° heitt sumar og vetur. Trúlegt er, að þar komi fram vatnið úr Kaldá, sem hverfur í hraunið upp af Hafnarfirði, eins og kunnugt er.

Austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krísuvíkurvegar er gryfja, sem nefnist Rauðhóll. Þarna var áður lítið snoturt eldfjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi, og er víst réttar að tala um gíghól. Hann hefur nú verið numinn burt til vegagerðar, en gígtappinn stendur þó eftir. í miðju eldvarpinu, hefur reynzt mokstrarvélum of harður undir tönn.

Hvaleyri

Hvaleyri t.v., Holtið í miðið og Hraunhóll lengst t.h.

Rauðhóll er eða raunar var eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á honum á alla vegu og ofan á rauðamölinni, en þunnt moldarlag og brunnir lyngstönglar finnast á mótum malar og hrauns. Undirlag rauðamalarinnar er barnamold, sem myndazt hefur í ósöltu vatni. Þarna hefur því verið tjörn endur fyrir löngu, en undir barnamoldinni er ægisandur með skeljabrotum, svo að hingað hefur ægir einhverntíma teygt arma sína.
Þá hefst Hvaleyrarholt með fjörumörkum í 33 m hæð. Er þar komið í Hafnarfjarðarblágrýtið, en það nær austur yfir Hamarinn að Hamarskotslæk, sem fellur með suðurjaðri Hafnarfjarðarhrauns. Það er runnið úr Búrfellisgíginn af Helgadal og greinist að nöfnum í Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Ef til vill var Álftanes eyja, áður en Hafnarfjarðarhraun rann og fyllti sundið milli lands og eyjar. Hraunsholtslækur, sem fellur úr Vífilsstaðavatni fylgir norðurbrún hraunsins.

Sagan

Oddur. Gíslason

Séra Oddur V. Gíslason.

Um aldaraðir hafa Íslendingar lagt leið sína suður með sjó, þrammað þar eftir götutroðningum oft með drápsklyfjar í illri færð um miðjan vetur á leið í verið og haldið til baka með mikinn eða lítinn afla að vori. Á síðustu öld var ein ferð suður á nes öðrum frægari. Haustið 1870 fór Oddur Vigfús Gíslason prestaskólakandidat gangandi úr Reykjavík suður í Njarðvíkur eins og margir aðrir og kom þar að Þórukoti til Björns vinar síns síðla dags. Oddur var 34 ára og hafði lagt gjörva hönd á margt, meðal annars unnið við lýsisbræðslu suður í Höfnum. Þar hafði hann kynnzt Önnu Vilhjálmsdóttur, 19 ára heimasætu í Kirkjuvogi, og felldu þau hugi saman. Svo kom, að Oddur bað meyjarinnar, en Vilhjálmur Hákonarson, faðir hennar, synjaði honum ráðahagsins, taldi Odd lítinn reglumann, efnalausan og eigi Iíklegan til auðsælda. Vilhjálmur var héraðshöfðingi suður þar, þótti ráðríkur og bar ægishjálm yfir sveitunga sína.
Erindi Odds kvöldið góða var að fá Björn í Þórukoti til þess að aðstoða sig við að nema Önnu í Kirkjuvogi að heiman næstu nótt. Björn léði honum tvo röska menn til fararinnar. Þeim tókst að ná önnu og komast með hana inn í Njarðvíkur undir morgun. Þegar þangað kom, hafði Björn hrundið fram sexæringi albúnum til siglingar. Þau Oddur stigu strax á skip, en í sömu svifum bar þar að eftirreiðarmenn Vilhjálms bónda, en þeir fengu ekkert að gert. Oddur sigldi með heitmey sína til Reykjavíkur og voru þau þar gefin saman af dómkirkjuprestinum á gamlársdag 1870.

Erlendar bækistöðvar, ofríki og orustur

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Klaustrið ofar á Ófriðarhæð.

Fæstar ferðir manna suður með sjó hafa verið jafnrómantískar og séra Odds. Þótt Suðurkjálkinn sé ekki ýkjafrjósamur, þá hefur hann um langan aldur haft töluvert seiðmagn sökum auðsældar. Þar og í Vestmannaeyjum hafa erlend ríki og erlendir menn verið ásælnastir og ágengastir á Íslandi, og eru af því langar frásögur. Á 15. öld settust Englendingar að i hverri krummavík á Suðurnesjum og sátu þar sums staðar innan víggirðinga eins og til dæmis í Grindavík. Eftir nærfellt 150 ára setu tókst að lokum að flæma þá burt, en það kostaði blóðfórnir. Hæðin, sem klaustrið í Hafnarfirði stendur á, hét að fornu Ófriðarhæð. Eigi er vitað, hve sú nafngiftar mötur koma til Njarðvíkur eftir skipan umboðsmannsins á Bessastöðum fluttar með bændanna kostnað bæ frá bæinn að Bessastöðum, en flytjast frá Ytri Njarðvík á hestum til Stafness yfir heiðina. — En nú að auki — setti umboðsmaður bát hingað — í fyrstu með bón og síðan með skyldu, tveggja manna far, sem ganga skyldi um vertíð, en ábúandinn að vertíðarlokum meðtaka skipsábata, verka hann og vakta til kauptíðar, ábyrgjast að öllu og flytja í kaupstað. Item hefur ábúandinn til þessa báts svo oft sem nauðsyn hefur krafið, orðið að leggja árar, keipla, drög, dagshálsa og austurtrog, og fyrir allt þetta enga betaling þegið“. — Við Innri-Njarðvík segir m. a.: „Kvaðir eru mannslán um vertíð suður á Stafnes. — Hér að auk að gegna gisting þeirra á Bessastöðum, umboðsmannsins, sýslumannsins og þeirra fylgdarmanna, hvenær sem þá að ber, vetur eða sumar, vor eða haust, og hvað fjölmennir sem eru, hafa þeir í næstu 16 ár með sjálfskyldu þegið mat, drykk og hús fyrir menn, hey, vatn og gras fyrir hesta svo langa stund og skamma, sem sjálfir þeir vilja“, auk margra annarra kvaða. Þannig voru álögurnar á hverri jörð nema kirkjustaðnum.

Kaupþrælkun

Hólmfastskot

Tóftir Hólmfastskots.

Á dögum illræmdrar kaupþrælkunar voru Suðurnesjamenn oft hart leiknir af hálfu kaupmanna. Alkunn er sagan um Hólmfast Guðmundsson, hjáleigumann á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, en bærinn stendur milli Kálfatjarnar og Voga. Hann drýgði það ódæði að selja 3 löngur, 10 ýsur og 2 sundmagabönd í Keflavík árið 1698, en samkvæmt kaupsvæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði, en kaupmaður hans þar vildi ekki nýta þessa vöru. Fyrir þennan glæp var Hólmfastur húðstrýktur miskunnarlaust, bundinn við staur á Kálfatjarnarþingi í viðurvist Múllers amtmanns, af því að hann átti ekki annað til þess að greiða með sektina en gamalt bátskrifli, sem kaupmaður vildi ekki líta við. Hinn dyggðum prýddi Hafnarfjarðarkaupmaður, sem stóð fyrir málshöfðun og refsingu hét Knud Storm. Nokkru siðar lét hann menn á sama þingstað veita sér siðferðisvottorð, þar sem segir m. a., „að Knud Storm hafi umgengizt frómlega og friðsamlega við sérhvern mann og sína kauphöndlun haldið og gjört í allan máta eftir Kgl. Mts. taksta og forordningum og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru í allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af oss er vitanlegt. Hvers vegna vér sklduglega viljum gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Kristum“.

Návígi

Jón Thorkellis

Jón Thorchilius – minnismerki.

Ekkert hérað á Islandi hefur jafnrækilega fengið að kenna á alls konar erlendri áþján og siðspillingu að fornu og nýju og Suðurnesin. En allir dagar eiga kvöld. Suðurnesjamenn hafa skapað þessari þjóð mikinn auð með afla sínum og alið henni marga ágætismenn á ýmsum sviðum. Sveinbjörn Egilsson rektor var frá Innri-Njarðvíkum, Jón Thorchillius rektor frá sama stað, svo að tveir afburðamenn séu nefndir. Hér hafa Íslendingar löngum staðið í návígi við ofureflið, en ávallt unnið sigur að lokum, þess vegna er íslenzk þjóð til í dag. Það eru til margs konar orustuvellir á Íslandi, en utan Suðurnesja eru þeir eingöngu tengdir minningum um bræðravíg, hryggilega sundrungu Islendinga sjálfra, sem leiddi til þess að þeir fóru flokkum um landið og drápu hverir aðra. Hér réðust þeir gegn erlendum óvinum og báru ávallt að lokum sigur úr býtum.

„Gullkista“

Vogastapi

Kvíguvogabjarg.

Suðurkjálkinn eða Reykjanesskaginn eins og sumir kalla hann skagar eins og tröllaukinn öldubrjótur út á einhver beztu fiskimið veraldar. Hann er þakinn eldhraunum, flestum runnum nokkru fyrir landnámsöld, hrjóstrugur og grettur, en þó einhver mesta landkostasveit á Islandi. Um Suðurkjálkann liðast engar ár, og þar er jarðvegur svo grunnur, að engjalönd eru nær engin og túnrækt hefur verið miklum erfiðleikum bundin til þessa; hér þarf jafnvel að flytja mold að til þess að hægt sé að hylja kistur í kirkjugörðum. Engu að síður eru kjarngóð beitilönd á Suðurkjálkanum og bújarðir góðar. Þar hefur búpeningur gengið sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar, þangað til Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar. En skorti hér túnstæði og akurlönd, þá hafa löngum verið hér gullkistur í hafinu við túnfótinn. Eitt frægasta kennileiti á leiðinni suður á nes er Vogastapi, sem nefnist Kvíguvágabjörg í Landnámu, en Gullkista í sóknarlýsingu frá 19. öld „af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi á hrauninu þar rétt upp undir í útilegum á nóttum“. Skúli Magnússon landfógeti segir í Lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu: ,,Nú á tímum eru beztu fiskimið í Gullbringusýslu á vetrarvertíð á svæðinu frá Keflavík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunnastaða. En bezt eru þau talin undir stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á þriggja faðma dýpi; tekur hann þar beztu beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þarna hafa fiskiveiðar tekið miklum framförum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin
í notkun“.
Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd stapanum, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt; einhverra þeirra sagna verður siðar getið.
Undir Vogastapa eru Njarðvíkur, einn af þeim fáu stöðum á landi hér, sem kenndur er við auðsæla siglingaguðinn Njörð. Sennilega hefur þeim, sem nafnið gaf, þótt guð auðsældarinnar eiga hér nokkurn samastað. En tímarnir breytast og mennirnir með. Botnvörpungar eyðilögðu miðin á flóanum og menn tóku til við vígvallargerð á Miðnesheiði og mál er að linni.

Stapadraugur og steinar

Stapadraugurinn

Stapadraugurinn.

Löngum hefur verið talið reimt mjög á Vogastapa, en afturgöngur þar eru taldar drauga kurteisastar, taka jafnvel ofan höfuðin fyrir tækni nútimans. Á fyrri helmingi 19. aldar bjó Jón Daníelsson hinn ríki á Stóru-Vogum. Þá voru þar miklir reimleikar. Þeir voru þannig til komnir, að bóndinn, sem bjó á Vogum á undan Jóni, úthýsti manni, köldum og svöngum í misjöfnu veðri, en sá var á leið út í Njarðvíkur.
Þessi maður varð úti á Vogastapa nærri Grímshól. Líkið var borið heim að Vogum, og varð bónda svo bilt, er hann leit það, að hann hneig niður. Sumir segja, að hann hafi rankað við aftur, en aldrei orðið jafngóður og andazt skömmu síðar, en aðrir, að hann hafi orðið bráðkvaddur. Sá er úti varð gekk aftur og gerði mönnum skráveifur, en að lokum flæmdi Jón Daníelsson draugsa að búð einni í Vogum, sem hét Tuðra.
„Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis, þaðan sem hann væri kominn, og gera aldrei framar mein af sér í Vogum“. Eftir það hurfu reimleikarnir, og telja menn draugsa hafa hlýtt fyrirmælunum.
Voga-Jón var talinn framsýnn og margfróður. Eitt sinn á gamalsaldri kom til hans maður, sem jafnan var óheppinn með afla, og bað hann kenna sér ráð gegn óheppninni. Jón sagði honum að fara með austurtrog út í Mölvík undir Vogastapa, en hún er niður undan Grímshól, og koma með það fullt af malarsteinum, og færa sér. Sá óheppni gerði svo. Jón leitaði í austurtroginu, brá steinunum í munn sér og þefaði af þeim. Loks fann hann einn stein, sem honum líkaði, og fékk manninum, og sagði að hann skyldi jafnan hafa hann með sér er hann réri til fiskjar. Eftir þetta brá svo við, í hvert skipti, sem maðurinn reri, að hann dró stanslausan fisk með háseta sínum, en hann var jafnan við annan mann. Þegar svo hafði gengið um hríð, sagði karl hásetanum, hvað Jón Daníelsson hefði gefið sér og sýndi honum steininn. Eftir það brá svo við, að hann fékk aldrei bein úr sjó, og kenndi hann það mælgi sinni.

Hafnarfjörður

Hvaleyri

Minnismerki um Hrafna-Flóka á Hvaleyri.

Til Hafnarfjarðar bar Herjólf og Hrafnaflóka fyrsta manna endur fyrir löngu og fundu þeir hvali á eyri einni, er við þá er kennd. Ekki er vitað hvort Flóki hefur skírt fjörðinn, en þar hefur löngum þótt góð höfn. Hafnarfjörður er í senn eitt elzta og yngsta kauptún landsins. Þar var höfuðbækistöð Englendinga hér á 15. öld og helzti verzlunarstaður landsins. Um 1470 tóku Þjóðverjar eða Hansamenn, eins og kaupmenn þeirra nefndust í þann tíð, að venja hingað komu sína og boluðu Englendingum smám saman burt úr Hafnarfirði. Talið er, að úrslitaorustan hafi staðið um 1518. Eftir það réðu Þjóðverjar einkum frá Hamborg mestu í Hafnarfirði um skeið, og þar mun siðabót Lúthers fyrst hafa fest rætur hér á landi. Árið 1537 stendur þar vönduð kirkja, sem Þjóðverjar höfðu reist. Um þær mundir og lengi síðan var Reykjavik bóndabýli, venjulega nefnd Vík á Seltjarnarnesi.
Bjarni SívertsenFram til loka 18. aldar var utanríkisverzlun Íslendinga og aðflutningur til landsins nær eingöngu í höndum útlendinga, sem sátu hér í helztu verzlunarhöfnunum. Íslenzk borgarastétt á upphaf sitt í Hafnarfirði eins og svo margt annað.

Fyrsti íslenzki kaupmaðurinn, Bjarni Sivertsen, hóf verzlun í Firðinum 1793. Hann stundaði einnig útgerð og skipasmíðar, og hljóp fyrsta skipið af stokkunum í skipasmíðastöð hans árið 1803. Atvinnusaga Íslendinga var um skeið mjög tengd Hafnarfirði. Allt um það er borgin ung, því að kaupstaðarréttindi fær hún fyrst árið 1907.
Flensborgarskólinn er elzti gagnfræðaskóli landsins, stofnaður 1877, kenndur við verzlunarhús kaupmanna frá Flensborg. Þau stóðu út með firði að sunnan, og var skólinn þar fyrst til húsa. — Í Hafnarfirði var sett fyrsta rafmagnsstöðin hér á landi, 1904.

Milli Hafnarfjarðar og Kópavogs

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir fyrrum.

Þegar kemur út úr Hafnarfjarðarhrauni við Engidal, hefst Garðahreppur og hverfið Silfurtún. Uppi á ásnum við Vífilsstaðaveg standa Hofstaðir. Þar hefur verið hof í heiðni; Ingólfur Arnarson og niðjar hans hafa gengið þar að blótum. Þarna er sennilega elzti helgistaður i nágrenni höfuðborgarinnar. Þaðan blasir Helgafell vel við, en menn trúðu því sennilega hér um slóðir, að þeir settust þar að eftir dauðann.
Vífilsstaðir eru kenndir við leysingja Ingólfs, en sá fann að lokum öndvegissúlur húsbónda síns reknar fyrir neðan heiði.

Vífilsfell

Vífilsfell.

Þjóðsögur herma, að hann hafi brugðið sér á morgnana upp á Vífilsfell til þess að skyggnast til veðurs, en litist honum það bærilegt, tók hann annað Maraþonhlaup út á Gróttu til róðra. — Vífilsstaðahælið tók til starfa 1910.
Hraunið gegnt Bessastöðum austan Lambhúsatjarnar nefnist Gálgahraun, en Gálgaklettar eru allháir nær hraunbrúninni. Þeir blasa vel við úr stofugluggum á Bessastöðum, og er sagt, að þessi aftökustaður hafi verið ákveðinn, til þess að höfðingjar staðarins þyrftu ekki að ómaka sig að heiman, en gætu fylgzt með athöfnum við Gálgakletta úr híbýlum sínum. Í nágrenni klettanna hefur fundizt mikið af mannabeinum.

Dysjar sakamanna

Arnarnes

Gamla þjóðleiðin frá Kópavogi yfir Arnarnesháls. Litla-Arnarnes t.v. og Kópavogsþingstaður þar fyrir ofan.

Arnarneslækur fellur í Arnarnesvog, en býlið Arnarnes stóð við vogsbotn. Uppi á nesinu stendur steinstólpi mælingamanna, en skammt frá er dálítil þúst; þar er huslaður Hinrik nokkur Kules, þýzkur maður, en hann drap mann nokkurn á Bessastöðum á jólanótt 1581, og var sjálfur tekinn af „á almennilegu þriggjahreppa þingi“ í Kópavogi.
Arnarnes, Hofstaðir og Vífilsstaðir eru í Garðahreppi, en Kópavogur og Fífuhvammur í Kópavogskaupstað, og verða mörk kaupstaðar og hrepps á landamerkjum þessara jarða.

Þorgarðsdys

Þorgarðsdys.

Nokkru utar við Hafnarfjarðarveg liggur „gamli vegurinn“ yfir Arnarnesið, en kotið Litla-Arnarnes stóð við Kópavog, og sér þar móta fyrir tóftum. Austan gamla vegar ofan við Litla-Arnarnes er dys, sem nefnist Þorgarður. Þar á að liggja vinnumaður frá Bústöðum, er Þorgarður hét. Talið er að vingott hafi verið með honum og húsfreyju, nyti Þorgarður góðs atlætis heima í koti er húsbónda mæddi vosbúð við gegningar.
Þegar bóndi fannst drukknaður í Elliðaám, var Þorgarður tekinn og kærður fyrir morð. Ekkert sást á líkinu og Þorgarður þrætti. Hann var þó dæmdur til dauða af líkum, en leyfðist að leysa höfuð sitt með allhárri fjárhæð, af því að sönnunargögn skorti. Ekki átti Þorgarður fé, og í nauðum leitaði hann til bóndans á Seli á Seltjarnarnesi og hét að þjóna honum og niðjum hans af trú og dyggð meðan sér ynnist aldur og orka, ef hann leysti líf sitt. Bónda gekkst svo hugur við vandræðum Þorgarðar, að hann tók fram sjóði sína, en hann var ríkur, og fór að telja fram lausnargjaldið. Í því kom kona hans inn í stofuna og spurði, hvað hann vildi með allt þetta fé. Bóndi segir sem var. Gekk þá konan að borðinu, tók upp bæði svuntuhorn sín að neðan og sópar með annarri hendinni öllum peningunum þar ofan í og segir: „Líði hver fyrir sínar gjörðir.“ Þorgarður segir: „Ekki mun hér skilið með okkur, því að ekki er það meira fyrir mig að sjá svo um, að kveðja mín fylgi ykkur hjónum og ætt ykkar í níunda lið.“ — Hann var tekinn af, en gekk aftur og fylgdi Selsfólkinu og hlaut afturgangan af því nafnið Sels-Móri.

Kópavogseiðar

Kópavogur

Kópavogsþingstaður – skilti.

Þingstaður við Kópavog lá undir handarjaðri danska valdsins á Bessastöðum; þess vegna bauð Friðrik II. 1574 að flytja alþingi frá Þingvelli til Kópavogs, en Islendingar hlíttu aldrei þeim konungsboðskap. Hér voru hinir illræmdu Kópavogseiðar unnir, mánudaginn 28. júlí 1662. Þar setti Árni lögmaður Oddsson þing, en Hinrik Bjelke höfuðsmaður, sem þá var nýkominn til landsins á herskipi, lét vopnaða hermenn standa hringinn í kringum þingheim. Höfuðsmaður beiddist af þingheimi, að hann hyllti Friðrik konung III., og virðist það hafa gengið fram mótspyrnulítið. Þá lagði Bjelke fram eiðyaldsskuldbindinguna til staðfestingar, en þar „staðfestum og styrkjum vér (Íslendingar) honum (konungi) allir og einhver til samans með öðrum hans Majestatis trúum undirsátum með þessu voru opnu bréfi háverðugri hans Majst sem einum fullkomnum einvaldsstjóra og arfaherra hans arfsrétt til Íslands og þess undirliggjandi insuler og eyjar, sem og allan Majestatis rétt og fullkomna stjórnun og allt konungsvald, sem hans konungl. Majst. og hans Majst. skilgetnum lífserfingjum og skilgetnu afkvæmi og eftirkomendum svo lengi sem nokkur af þeim er til í karllegg eða kvenlegg, er í fyrrnefndum act og gjörningi bæði af Danmerkur og Norvegsríkis stéttum er gefið og eftir látið.

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Hér með afleggjum vér fyrir oss og vora erfingja og eftirkomendur allt það, sem í fyrri vorum fríheitum, landslögum, Recess og Ordinanzíu kann finnast stríða í móti Majestatis rétti ellegar maklega má þýðast að vera í mót Majestatis réttri einvaldsstjórn og fullkomnum ríkisráðum.“

Brynjólfur biskup Sveinsson virðist fyrstur hafa orðið fyrir svörum af hálfu landsmanna, og tjáði hann Bjelke höfuðsmanni, að Íslendingar væru ófúsir að afsala sér öllum réttindum í hendur annarra. Bjelke svaraði biskupi einungis með því að spyrja, hvort hann sæi ekki hermennina. Eftir það fara ekki sögur af neinum mótþróa biskups eða klerka hans gegn staðfestingu einveldisins. Árni Oddsson lögmaður stóð þá á sjötugu. Hann neitaði að skrifa undir og stóð svo allan daginn. Loks kom svo, að hann lét undan hótunum höfuðsmanns og skrifaði undir tárfellandi. — Var þá slegið upp ypparlegri veizlu, sem stóð langt fram á nótt. Þeir sýsluðu upp á hljóðfæri til veizlunnar, trometa, filur og bumbur og hleyptu skotum af feldstykkjum 3 í senn. — Þá gengu rachetter og fýrverk af um nóttina. —

Kópavogur

Kópavogur – minjar.

Neðst í túninu á Kópavogi við veginn eru rústir hins fræga Kópavogsþings: Þinggerði og Þinghústóft. Fyrstu sögur af Kópavogsþingi eru frá fyrri hluta 16. aldar og tengdar landsölumáli. Kristján II. Danakonungur hafði lagt sig allan fram um það að selja hinum fræga Hinriki VIII. Englandskonungi eyjuna Ísland með öllum gögnum, gæðum og réttindum. Einhverjir samningar virðast hafa tekizt laust eftir 1520. Þá kemur hingað Týli Pétursson frá Flensborg og telur sig hafa eitthvert umboð yfir landi. Ekki leizt Íslending- […?] fullkominni óbótamaður á Kópavogsþingi og síðar tekinn af lífi; sumar heimildir segja, að aftakan hafi verið framkvæmd heima á Bessastöðum. Þegar Hinrik frétti þetta, sendi hann vini sínum, Kristjáni II. orðsendingu þess efnis, að hann væri afhuga öllum Íslandskaupum, af því að sér væri orðið kunnugt, að Íslendingar væru búnir að drepa alla styrktarmenn þeirrar höndlunar.
Kópavogur
Við vegbrúnina austur af Þinghústóft er aflöng dys, gróin grjóthrúga, og nefnist Hjónadysjar, en þar rétt norðaustur af voru svonefnd Systkinaleiði. Þau hafa nú lent undir húsum við Fífuhvammsveg. Í Hjónadysjum er talið, að þjófar tveir liggi, maður og kona, sem Árni Magnússon segir, að legið hafi í Hraunhelli fyrir sunnan gamla örfiriseyjarsel um 1677, en náðust og voru tekin af. Engar áreiðanlegar sagnir eru um, hverjir hafi átt að hvíla í Systkinleiðum, en ágizkanir greina frá sakafólki frá Árbæ. Um 1700 bjó þar ungur og ókvæntur maður með móður sinni, Sigurður Arason að nafni. Á móti honum sátu jörðina Sæmundur Þórarinsson og Steinunn Guðmundsdóttir. Er ekki orðlengja, að ástir takast með Sigurði og Steinunni. Þann 21. sept. 1704 fannst Sæmundur örendur í Skötufossi í Elliðaám; Sigurður var grunaður um morð, tekinn og meðgekk hann að hafa unnið á Sæmundi að undirlagi konu hans. Steinunn játaði hlutdeild sína og voru þau tekin af 15. nóv. 1704, „Sigurður höggvinn skammt frá túngarði í landnorður frá þinghúsinu, en Steinunni drekkt í læknum þar fyrir austan. Hafði höggstaðurinn ávallt áður verið uppi á hálsinum, en drekkt i Elliðaá syðri,“ segir í gömlum annál.
Árbæjarmálið minnir óneitanlega mjög á þjóðsögurnar um Þorgarð.
Allmiklar heimildir eru til um fólk, sem lét lífið á þessum stað á dögum erlendrar harðstjórnar og kaupþrælkunar, sumt fyrir engar sakir að okkar dómi. Þannig fæddi Guðrún Oddsdóttir vinnukona í Kirkjuvogi andvana barn, en faðir þess var giftur maður. Hún reyndi að leyna fæðingunni, en upp komst og var hún tekin af lífi, drekkt sennilega í Elliðaám.
Hér var fjallað um hin illræmdu Hvassafellsmál og Swartskopfsmál, morðmál á Bessastöðum. En það skiptir ávallt nokkru hverjir glæpina drýgja. Höfðingjarnir, sem létu sálga Appolloniu Swartskopf voru auðvitað sýknaðir. Um þetta mál fjallar Guðmundur Daníelsson í skáldsögunni Hrafnhetta.“

Heimild:
-Keflavíkurgangan, 1. tbl. 19.06.1960, Samtíningur um Suðurnes – Björn Þorsteinsson, bls. 42-50.

Kapella

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins 2017 er m.a. fjallað um „Kapelluhraun og Heilaga Barböru„:

„Á hverjum degi bruna þúsundir bíla um Keflavíkurveginn með ökumenn og farþega sem eru óvitandi um einstaka náttúru- og menningarperlu sem leynist nánast alveg við veginn. Þessi perla er lítil kapella sem stendur á örlítilli hæð sunnan við álverið í Straumsvík. Hæð, sem er hluti af Kapelluhrauninu, sem hefur verið skafið og eyðilegt á stóru svæði umhverfis þessar einstöku minjar.

Kapellan

Kapellan í Kapelluhrauni áður en hún var grafin upp.

Í annálum er sagt frá miklu eldgosi í Trölladyngju árið 1151 og rann þaðan hraun frá Undirhlíðum til sjávar. Gosið var hluti af svo kölluðum Krýsuvíkureldum, sem urðu á langri gossprungu á Reykjanesskaganum. Þá er einnig talið að Ögmundarhraun, suðvestur af Krýsuvík, eins og við þekkjum hana í dag, hafi runnið yfir gamla Krýsuvíkurbæinn sem stóð niður undir sjó. Þar er að finna mjög merkar mannvistarleifar og óbrennishólma.

Kapellan

Kapellan – líklenski heilagrar Barböru endurgert.

Margt styður aldursgreiningar hraunanna, m.a. annálar og geislakolsmælingar. Í Kjalnesingasögu, sem er talin skráð eftir 1300, er einnig minnst á hraunið, sem þar er kallað Nýjahraun. En einmitt sú nafngift bendir til þess að hraunið hafi runnið eftir að land byggðist, og trúlega að mönnum ásjáandi. Nýjahraunsnafnið var notað allar miðaldirnar en síðar einnig nafnið Bruni. Á síðustu öldum fóru menn að kalla hraunið Kapelluhraun eftir lítilli hálfhruninni kapellu sem fannst í hrauninu. Kapellan er í landi Þorbjarnarstaða, eyðibýlis nálægt Straumi. Hún stendur við mjóa götuslóð sem rudd hefur verið yfir hraunið, og var alfaraleið suður með sjó öldum saman.
Kapellan er talin vera frá kaþólskum tíma. Kristján Eldjárn rannsakaði kapellurústina, ásamt fleirum, árið 1950. Þar fundust ýmsir munir, m.a. líkneski af Heilagri Barböru, verndardýrlingi gegn eldi, hruni, jarðhræringum og hita. Barbara var píslarvottur sem dó fyrir trúna, og var hálshöggvin af föður sínum, Hún var samkvæmt helgisögum uppi í lok 3. aldar e. Kr. Faðir hennar á að hafa læst hana inn í turni til að gæta meydóms hennar, og því er turn eins konar einkennistákn hennar. Líkneskið sem fannst í kapellunni sýnir einmitt Heilaga Barböru með vitann í fanginu. Það var brotið og aðeins fannst efri hluti þess í þrem pörtum. Styttubrotið er um 3,3 cm á hæð, en hefur líklega verið um 5,5 cm þegar styttan var í heilu lagi.

Kapellan

Kapellan – endurgerð.

Allt bendir til þess að hér hafi menn gert bæn sína í kaþólskum sið, áður en lagt var á hraunið, minnugir sagna um eldflóð og óáran, og heitið á Heilaga Barböru sér til verndar. Kapellan, sem er endurhlaðin, er opin í vest-suðvestur, og inni í henni hefur verið komið fyrir stækkaðri eftirmynd af líkneskinu. Það er sannarlega vel þess virði að heimsækja Heilaga Barböru þegar menn eiga leið suður með sjó, hvort sem þeir gera þar bæn sína eða ekki. Þótt eldgosahrinur einkenni Reykjanesskagann og um 850 ár séu frá þeirri síðustu, er fátt sem bendir til þess að eldur verði þar fljótlega uppi, eins og segir í fornum skræðum. En í hrauninu og kapellunni tengjast sagan og jarðfræðin, trúin og lífskjörin, og þar getum við einnig dregið lærdóm af því hvernig ekki á að fara með umhverfi einstakra og dýrmætra minja.“

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 1. tbl. 01.02.2017, Kapelluhraun og Heilög Barbara, bls. 2.

Kapellan

Kapellan – sjá má leifar Alfaraleiðiarinnar, sem lá framhjá henni.

Selhóll

Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir reyndu að ráða gátuna í skrifum þeirra um „Aldur Eldra- og Yngra Hellnahrauns“ í ritinu Jökli árið 1991:

Hellnahraun

Jarðfræðikort ÍSOR. Eldra Hellnahraun er merkt SKÚ (Skúlatúnshraun/Stórabollahraun).

„Samkvœmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvakerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk líklega 1188 með myndun Mávahlíðahrauns. Umbrotahrinan í heild er nefnd Krýsuvíkureldar. Gossprungan er ekki samfelld en milli enda hennar eru um 25 km. Flatarmál hraunanna er 36,5 km2 og rúmmálið er áœtlað um 0,22 km3. Vegið meðaltal fimm geislakolsgreininga gefur 68,3% líkur á að hraunin hafi runnið á einhverju tímabilanna 1026-1045 (12%), 1052-1065 (35%), 1089-1125 (35%) og 1138-1153 (18%).
Traðarfjöll
Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar er í rauninni tvö hraun og eru bœði komin frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Yngra hraunið er sama hraun og Jón Jónsson (1977) hefur nefnt Tvíbollahraun. Það er að öllum líkindum runnið ísömu goshrinu og hraun sem Jón Jónsson (1978a) hefurnefnt Breiðdalshraun.
Vegið meðaltalfjögurra geislakolsgreininga á sýnum undan Yngra Hellnahrauni, Breiðdalshrauni og Tvíbollahrauni (tvö sýni) gefur 68,3% líkur á að hraunin hafi runnið annaðhvort á árabilinu 894-923 eða, sem er mun líklegra, á árunum 938-983.

Hellnahraun

Eldra-Hellnahraun (svart), Yngra-Hellnahraun (grátt), Óbrinnihólabruni (ljósgrár) og Kapelluhraun (blátt). Fært inn á nútíma loftmynd.

Helluhraunið sunnan og vestan við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði heitir Hellnahraun (Guðmundur Kjartansson hefur nefnt hraunið Hvaleyrarhraun þar sem hann minnist á það í sínum greinum og það nafn hefur hraunið fengið á kortum Landmælinga Íslands. Í fyrri grein okkar um Krýsuvíkurelda er hraunið einnig nefnt Flatahraun). Flestir jarðfræðingar sem um það hafa fjallað hafa álitið hraunið mjög gamalt, án þess þó að færa fyrir því haldbær rök. Hraunið er dæmigert helluhraun, með ávölum sprungnum hraunkollum, að mestu gróðurlaust nema í gjótum og bollum og þess sjást engin merki að það hafi nokkum tíma verið gróið að marki. Allt var á huldu um aldur hraunsins þar til sumarið 1986, en þá tókst okkur að finna nothæft jarðvegssnið sem liggur inn undir hraunið, norðvestan við Stórhöfða. Þar kom í ljós að Landnámslagið liggur inn undir hraunið. Áður töldum við að Hellnahraun hefði runnið í sama gosi og Kapelluhraun og einnig að Hellnahraun og hraunið frá Óbrinnishólum væru eitt og sama hraunið (sbr. Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980).

Hellnahraun

Mannvirki í Óbrinnishólahrauni. Sjá má í Eldra-Hellnahraun fjær.

Við nánari könnun á Óbrinnishólum sumarið 1989 kom í ljós að athuganir Jóns Jónssonar (1974) á þeim standa óhaggaðar. Þá var aðeins eftir að kanna mót Hellnahrauns og Obrinnishólahrauns nánar, en á jarðfræðikorti Jóns Jónssonar (1978a) er Hellnahraunið talið eldra. Könnunin leiddi í ljós að vestur af Stórhöfða hefur Hellnahraunið augsýnilega runnið út yfir hraunið frá Óbrinnishólum og er því örugglega yngra. Að fenginni þessari niðurstöðu þótti ljóst að Hellnahraun hlaut að hafa komið upp nærri nyrsta hluta Undirhlíða. Þar er þó engum eldstöðvum til að dreifa nema Gvendarselsgígunum en hraunið frá þeim hefur greinilega runnið út yfir Hellnahraunið. Hægt er að ímynda sér að gígarnir hafi horfið undir Gvendarselshraun en sú skýring er ekki sennileg í ljósi þess hversu þunnt Gvendarselshraunið er. Einnig má hugsa sér að Hellnahraun hafi komið úr sjálfum Gvendarselsgígum í byrjun goss en sú skýring verður að teljast langsótt.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli.

Eftir allmiklar vangaveltur um uppruna Hellnahrauns fannst, eins og stundum vill verða, einföld og augljós skýring. Hraunið er einfaldlega ekki komið úr eldstöðvakerfi Trölladyngju, heldur eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Sunnan undir Helgafelli er allmikill helluhraunsfláki. Næst Helgafelli liggur ofan á honum tiltölulega mjór taumur af yngra helluhrauni sem hverfur inn undir Gvendarselshraun.

Jón Jónsson

Jarðfræðikort Jóns Jónssonar – eldgos og hraun á Reykjanesskaga.

Jón Jónsson (1977) hefur fjallað um hraun þetta og telur það komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum. Ekki verður annað séð en að Hellnahraun sé framhald Tvíbollahrauns til vesturs. Í Krýsuvíkureldum flæddi hraunið frá Gvendarselsgígum yfir hluta hrauntaumsins þannig að samhengið rofnaði og hefur það villt mönnum sýn. Hellnahraun er auk þess einsdæmi á Reykjanesskaga að því leyti að það hefur runnið þvert yfir eitt eldstöðvakerfi og langleiðina yfir í það næsta, þ.e.a.s. hraunið kemur upp í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla, rennur þvert yfir eldstöðvakerfi Trölladyngju og þar sem það liggur næst sjó við Hvaleyrarholt er það í aðeins um 5 km fjarlægð frá austustu sprungunum sem þekktar eru í eldstöðvakerfi Reykjaness.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Þegar Hellnahraunið var kannað nánar sumarið 1991 kom ýmislegt nýtt í ljós. Sem fyrr segir liggur Hellnahraunið út á hraunið frá Óbrinnishólum vestur af Stórhöfða. Við könnun á neðri hluta hraunsins reyndist aldursafstaðan þveröfug, þ.e. Óbrinnishólahraunið hefur runnið út yfir Hellnahraun. Þegar betur er að gáð reynist Hellnahraun samanstanda af tveimur hraunum sem hér á eftir verða nefnd Yngra og Eldra Hellnahraun. Hraunin eru ákaflega lík í ytri ásýnd og var nokkrum erfiðleikum bundið að greina þau að, en það tókst. Aldur Eldra Hellnahraunsins er ekki þekktur að öðru leyti en því að það er eldra en hraunið frá Óbrinnishólum og yngra en Búrfellshraunið. Eftir útliti að dæma er það þó vart eldra en 3000-1000 ára. Hraunið er líkt og Yngra Hellnahraunið komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið í átt til sjávar

Aldur Yngra Hellnahraunsins

Hellnahraun

Eldra-Hellnahraun í sjó fram sunnan Hvaleyrar.

Jón Jónsson (1977) fann Landnámslagið undir Tvíbollahrauni og einnig kolaðarjurtaleifar sem hann lét aldursgreina. Taldi Jón hraunið hafa runnið á fyrstu árum Íslandsbyggðar. Árið 1988 tókum við sýni af koluðum jurtaleifum á sama stað og Jón hafði tekið sín sýni, við suðvesturhorn Helgafells. Einnig var tekið sýni af koluðum jurtaleifum undan Yngra Hellnahrauninu, í rústum af gömlum gervigíg, Rauðhól, skammt frá mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.

Fagridalur

Gengið upp úr Fagradal um Breiðdalshraun.

Frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla hefur á sögulegum tíma runnið annar helluhraunstaumur, sem minnir mjög á Yngra Hellnahraunið. Hraunið kom upp sunnan við Kistufell í Brennisteinsfjöllum, rann til norðvesturs eftir Lönguhlíðarfjöllum og síðan fram af þeim niður í Fagradal og Breiðdal við Undirhlíðar. Þetta hraun hefur Jón Jónsson (1978a) nefnt Breiðdalshraun. Aldursgreining, sem Jón lét gera, bendir sterklega til að það hafi runnið í sömu goshrinu og Yngra Hellnahraun.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – hrauntröð.

Geislakolsgreiningar hafa verið gerðar á hraunum sem talin eru mynduð í sama gosi eða goshrinu og Yngra Hellnahraun. Greiningar á Breiðdalshrauni og Tvíbollahrauni eru ættaðar frá Jóni Jónssyni (1977, 1978a), en okkar sýni, sem tekið var undan Tvíbollahrauni á sama stað og sýni Jóns, er kennt við Helgafell. Sýnin frá Helgafelli og Rauðhól voru meðhöndluð til geislakolsmælingar á Raunvísindastofnun Háskólans, en sjálf mælingin fór fram á tandemhraðli Árósaháskóla. Líklegast hafa öll þessi hraun runnið á sama tíma á 9. eða 10. öld.“

Heimild:
-Jökull, 1. tbl. 01.12.1991, Krýsuvíkureldar II; Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns, Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, bls. 61-74.

Hellnahraun

Yngra-Hellnahraun ofan Hafnarfjarðar.