Tag Archive for: Keflavík

Krýsuvíkurbjarg

Gengið var niður í Seljabót frá Sýslusteini. Girðing er þar á mörkum Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, en þau eru jafnframt sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Við girðinguna eru einnig endamörk Grindavíkurumdæmis að austanverðu. Reyndar mætti deila um staðsetningu markanna, en venjulegast er miðað við línu milli Seljabótanefs og Sýslusteins og þaðan í Kóngsfell (Konungsfell), öðru nafni Stóra Bolla. Eldri girðing liggur á ská til norðausturs í gegnum Herdísarvíkurhraun og í Fálkagilsskarð (Fálkageirsskarð) í Herdísarvíkurfjalli. Austan við girðinguna nefnist hraunið (sem reyndar eru nokkur) Herdísarvíkurhraun, en vestan við hana Krýsuvíkurhraun. Sum vestari hraunanna eru komin úr Edborgum (Litlu og Stóru) undir Geitahlíð, en einnig úr fallegum gígum ofan Geitahlíðar, sbr. hraunið er rann niður Slátturdal, oft nefnt Fjárskjólshraun.
Skömmu áður en komið er niður í Seljabót, suður undir syðstu hraunbrúninni, er Herdísarvíkursel, nokkrar tóftir og stekkur. Nokkur austar með ströndinni má enn sjá móta fyrir a.m.k. einni hlaðinni refagildru, sem minnst hefur verið á í gömlum lýsingum af þessu svæði. Sjórinn er búinn að brjóta aðrar undir sig.

Seljabót

Gerði í Seljabót.

Í Seljabót er hlaðið gerði. Ofan þess er gróinn hóll uppi í brunahrauninu, að hluta til manngerður. Girðingin svo að segja frá honum í beina línu til norðurs, að Sýslusteini. Seljabótanefið er fremst en frá því er fallegt útsýni austur eftir Háabergi, stundum nefnt Herdísarvíkurberg.
Haldið var til vesturs með ströndinni. vel má sjá lagskiptinguna á hinum ýmsu hraunum sem og tegundum hrauna, er runnið hafa þarna í sjó fram. Neðst og næst sjónum eru fallegar hraunæðar og rásir, sem sjórinn hefur hreinsað allt laust ofan af. Ofar er gjallmulningur og ofan á því grágrýti og hraungrýti. Allt myndar þetta hina fallegustu hraun- og litasamsetningu þarna á mörkum lands og sjávar.

Herdísarvíkurbjarg

Á Herdísarvíkurbjargi.

Á einum stað, á örlitlu svæði, eru hraunlistaverk, sem myndu sóma sér vel í hvaða stofu sem væri. Fallegust er þau þarna ofan strandarinnar – þar sem þau urðu til er herra Ægir og frú Hraun runnu saman í eitt.
Víða eru mjóar víkur eða básar inn í ströndina og oftlega opnast fallegt útsýni yfir hluta strandarinnar. Vel grói er ofan strandarinnar. Svo til miðja vegu milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur er hóll er ber hæst í landslagið, sama úr hvorri áttinni er komið. Á hólnum er hlaðin beinakerlning eða skilaboðavarða.
Stórir sjávarhellar eru sums staðar inn undir bergið og gatklettar eru nokkrir. Þrír eru þó tilkomumestir. Skammt vestan og neðanundir beinakerlingunni er feiknafallegur og mikill svelgur, opinn með stórri steinbrú til hafs, ótrúleg náttúrusmíð. Ekki er gott fyrir lofthrædda að standa of nærri brúninni. Skammt vestar er fallegt útsýni vestur með berginu, m.a. gatkletti skammt austan Kefavíkur.

Keflavík

Keflavík.

Vestar er Keflavík. Víkin ber nafn með réttu; stórum keflum hefur skolað þar á land. Stígur liggurniður í víkina, sem er gróinn næst berginu, en utar eru stórt ávalt fjörugrjótið. Vestan við Keflavík má slá leifar af gamla berginu. Ofan á því standa nokkrir gulskófnir steinar (fuglaglæða/húsglæða). Nefnast þeir Geldingar. Af grashól vestan við keflavík, austan Geldinga, er fallegt útsýni austur eftir berginu, m.a. að gatklettinum fyrrnefnda.
Haldið var áfram yfir apalhraunið neðan Klofninga. Ofar í þeim er Arngrímshellir, stundum nefndur Gvendarhellir.

Keflavík

Keflavík – gatklettur.

Gengið var niður undir gamla bergið neðan Krýsuvíkurhellis. Þar sést vel hvernig hraunið hefur runnið niður af berginu og fram af því, en skilið hluta þess eftir sem fagurt sýnishorn af því sem var.
Skammt vestar eru Bergsendar, grasi grónir. Af þeim er einn fallegasti útsýnisstaðurinn vestur eftir Krýsuvíkurbjargi, háu og tilkomumiklu. Gengið var upp eftir fjárhólfsgirðingunni ofan Bergsenda og að réttinni undir Stóru Eldborg.
Frábært veður – sól og hiti. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Krýsuvíkurbjarg

Á Krýsuvíkurbjargi.

Varnarsvæði

Í Þjóðviljanum 1982 eru „Fróðleiksmolar um varnarsvæðin„:

Varnarsvæði

Varnarsvæði Keflavíkurflugvallar – fylgir Tilkynningu frá ríkisstjórninni 21. maí 1942.

„Í umræðu manna undanfarnar vikur hafa „varnarsvæðin“ svokölluðu verið ofarlega á baugi, og menn hafa spurt sig hversu víðáttumikil þessi svæði væru og hvaða reglur gildu um þau.

Við fórum því á stúfana og kynntum okkur málin og hér kemur árangurinn.

„Varnarsvæði“, sem einnig eru nefnd „samningssvæði“ eru nú á 4 stöðum á landinu. Þetta eru svæði, sem á sínum tíma voru tekin eignarnámi af ríkinu og síðan afhent Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins til ráðstöfunar. Auk umræddra samningssvæða, sem varnarmáladeild hefur látið bandariska hernum í té, hefur hún að sögn Hannesar Guðmundssonar, ráðstöfunarrétt yfir umtalsverðu landi á Suðurnesjum, sem hún getur að sögn Hannesar ráðstafað til bandaríska hersins eða íslenskra aðila.

Varnarsvæði

Varnarsvæði ofan Grindavíkur – fylgir „Auglýsingu um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða“ nr. 964 27. ágúst 2021.

Að flatarmáli skiptast „samningssvæðin“ sem hér segir: Miðnesheiði (í landi Miðneshrepps, Gerðahrepps, Keflavíkurkaupstaðar og Njarðvíkurhrepps) 8.854,0 ha. Grindavík: 420 ha. Hvalfjörður: 47,0 ha. Straumnes (á leigu úr landi Horns): 113,7 ha. Allt þetta land var á sínum tíma tekið eignarnámi nema Straumneslandið, sem var tekið leigunámi úr landi jarðarinnar Horn. NATO er auk þess eigandi að bryggjunni i Hvalfirði og Loran-stöðinni á Sandi á Snæfellsnesi, en sú stöð er rekin af pósti og síma. Samtals eru því „samningssvæðin“ um það bil 9.450,0 hektarar, sem mun vera álíka mikið land og allt land Reykjavíkurborgar.

Auk þessa telur Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins sig hafa ráðstöfunarrétt yfir landsvæðum þeim, sem á kortinu eru merkt með ljósari rasta. Það er land, sem ríkið hefur keypt eða tekið eignarnámi.

Varnarsvæði

Varnarsvæði – Kort Zópaníasar Pálssonar skipulagsstjóra ríkisins af flugvallarsvæðinu við Keflavík frá 1971.

Spilda, sem merkt er nr. 1 á kortinu er úr landi Leiru, 277 ha. að stærð stærð og var keypt 1958. Spilda nr. 2 er úr landi Hafna, 1526 ha. og var keypt 1955. Spilda nr. 3 er jörðin Húsatóftir, sem ríkið keypti árið 1956, ca 2.500 ha. Á Húsatóftum hefur Varnarmáladeild leigt íslenskum aðilum aðstöðu til fiskiræktar. Spilda nr. 4 er úr landi Grindavíkur og Njarðvíkur. Þaðan hefur Varnarmáladeild leigt malarnám til hersins og annarra aðila. Spilda nr. 5 gengur undir nafninu „Broadstreet“, þar var eitt sitt útvarpsloftnet og skotæfingarsvæði. Spilda nr. 6 er úr landi Hóps við Grindavík og spilda nr. 7 er lóð, sem eitt sinn var undir einhvers konar fjarskiptastöð, en er ekki lengur „samningssvæði“. Svæði nr. 8 er jarðstöðin i Rockville og svæði nr. 9 er útvarps- og hlustunarstöðin við Hvalsnes í landi Sandgerðis, nr. 10 er meginsvæði vallarins og nr. 11 er 416 ha. svæði við Grindavík þar sem herinn hefur hlustunar- og fjarskiptabúnað.

Keflavíkurflugvöllur

Herstöðin á Miðnesheiði.

Lögsaga á „samningssvæðum“ fer eftir lögum nr. 33 frá 1954, þar sem segir að ráðherra, sá, sem fari með varnarmál skuli skipa lögreglustjóra á Keflavikurflugvelli er hafi á hendi dómarastörf, lögreglustjórn, innheimtu á sköttum og tollum til ríkissjóðs, og skal umdæmi hans miðast við samningssvæði þau á Reykjanesi, sem varnarsamningurinn frá 1951 tekur til og eru i eigu ríkisins.

Nú munu hátt í 1000 Íslendingar vinna fyrir herinn. Flestir þeirra búa i Keflavík eða Njarðvikum. Þó eru innan vallarsvæðisins a.m.k. þrjár íbúðarblokkir þar sem Íslendingar búa. Þeir greiða sveitastjórnargjöld til Njarðvikurhrepps. Mörkin á milli „samningssvæðanna“ og sveitarfélaganna í kring jafngilda þannig ekki mörkum á milli sveitarfélaga enda þótt lögsaga sé önnur innan þeirra en utan.

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – herforingjaráðskort.

Hannes Guðmundsson hjá varnarmáladeild tjáði okkur að enda þótt völlurinn væri ekki sjálfstætt sveitarfélag, þá hefði hann samstarf við nágrannasveitarfélögin, um ýmis málefni, og væri það þá Captain Smith, sem er „commander“ á vellinum, sem kæmi fram fyrir hönd hersins. Sem dæmi um slíka samvinnu má nefna sorpeyðingarstöðina á Suðurnesjum. Auk þeirra Íslendinga sem starfa eða búa á vellinum munu vera þar um 3.800 Bandaríkjamenn.

Varnarsvæði

Varnarsvæðið (dökki liturinn) ofan Grindavíkur. Líkt og sjá má takmarkar svæðið mjög möguleika á vöxt bæjarins.

Eins og sjá má á kortinu þrengja „varnarsvæðin“ allmikið að byggð, sérstaklega í Keflavík, Njarðvíkum og Grindavík. Þannig var orðið svo þrengt að Keflavík, að bærinn fékk úthlutað land við Helguvík og á Hólmsbergi til framtíðarbyggðar, en það land hafði áður tilheyrt Gerðahreppi og verið „samningssvæði“.

Í skýrslu um eignir bandaríska sjóhersins á Íslandi frá 1979 kemur fram að herinn metur land það sem hann hefur til afnota á Íslandi til 172.900 dollara og greiðir 21.000 dollara í leigu af landi. Í sömu skýrslu kemur fram, að herinn metur eignir sínar á vellinum til 232.660.381 dollara á þessum tíma.

Varnarsvæði

Varnarsvæðið á Miðnesheiði – einstök hverfi (campar).

Herinn á Keflavíkurflugvelli kaupir nú heitt vatn frá Hitaveitu Suðurnesja. Fer um rúmur helmingur af heitavatnsframleiðslunni þar inn á völlinn eða um 50 megawött. Rafmagn fær herinn einnig frá Rafmagnsveitum ríkisins.

Skolpfrárennsli vallarins rennur í einni leiðslu til sjávar í Njarðvíkum. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er rekin af sveitarfélögunum í sameiningu, og brennur hún jafnframt sorpi frá vellinum gegn endurgreiðslu. Þannig tengjast „samningssvæðin“ nágrannasveitarfélögunum með ýmsum hætti, og er augljóst að skipulagsmál á svæðinu snerta marga hagsmunaaðila.

Árið 1971 gaf skipulagsstjóri ríkisins út skýrslu um Aðalskipulag Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar fyrir 1967-’87. Samkvæmt skipulagstillögu þessari er gert ráð fyrir að framtíðarbyggð í Keflavík þokist til Helguvíkur og Hólmsbjargs. Í sama skipulagi er framtíðarhöfn fyrir svæði ætlaður staður í Njarðvíkum og er það að tillögu Hafnarmálastofnunarinnar.

Varnarsvæði

Varnarsvæði.

Í greinargerð með skipulaginu er einnig fjallað um hættu á mengun vatnsbóla af völdum olíu og segir að nauðsynlegt sé að „tekið verði tillit til hættu varðandi geymslu á olíu á skipulagssvæðinu. Enn fremur er æskilegt að til séu fleiri en eitt vatnsból, sem gripa mætti til ef óhapp verður á einu brunnsvæði“.

Í greinargerð þessari er einnig getið um að „hinar sérstæðu jökulrispuðu klappir við bjargbrún Hólmsbergs“ skuli friðaðar sem náttúruvætti.

Lýkur hér samantekt sundurlausra fróðleiksmola um
„varnarsvæðin“ á Suðurnesjum.“ -ólg.

VarnarsvæðiÍ Reglugerð nr. 293/2002 um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum koma fram skilgreiningar á hugtökum innan varnarsvæðisins, sbr.:
„Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir:

Varnarsamningurinn: Varnarsamningur milli lýðveldisins Íslands og Bandaríkja Ameríku á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins frá 5. maí 1951 og viðbætir við hann um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þeirra frá 8. maí 1951 sem veitt var lagagildi með lögum nr. 110/1951.

Herstöð

Sendistöðin ofan Grindavíkur.

Varnarsvæði: Landsvæði það sem íslensk stjórnvöld hafa lagt til varna landsins og lýst hefur verið samningssvæði samkvæmt ákvæðum varnarsamningsins og utanríkisráðherra fer með yfirstjórn á, sbr. ákvæði laga nr. 106/1954 um yfirstjórn mála á varnarsvæðunum o.fl. og ákvæði 10. tölul. 14. gr. auglýsingar um staðfestingu forseta Íslands á reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 96/1969.

Varnarstöð: Varnarstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli, þ.e. svæði Flotastöðvar Bandaríkjanna innan öryggisgirðingar Atlantshafsbandalagsins auk þess hluta flugstöðvar sem er utan girðingar, samanber fylgiskjal með reglugerð þessari.

Herstöð

Herstöðin ofan Hrauns um 1960. Aflögð herstöð.

Varnarliðið: Liðsmenn í varnarstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli úr herliði Bandaríkjanna og starfslið sem herliðinu fylgir og er í þjónustu þess, enda hafi menn þessir hvorki ríkisfang né fasta búsetu á Íslandi, heldur dveljist þar vegna framkvæmdar varnarsamningsins, og skyldulið þeirra. Til varnarliðsins teljast einnig liðsmenn herafla annarra aðildarríkja Norður-Atlantshafssamningsins sem uppfylla sömu skilyrði.“

Broadstreet

Broadstreet 2023. Aflögð herstöð.

Í „Auglýsingu um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða“ nr. 964 27. ágúst 2021 segir m.a. um um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða:
Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 ber ráðherra að auglýsa landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða.
Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 176/2006 ber ráðherra að auglýsa ytri mörk og skiptingu öryggis- og varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli í flugvallarsvæði og öryggissvæði.
Öryggissvæði eru á Keflavíkurflugvelli, Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli, Stokknesi og í Helguvík. Varnarsvæði er í Grindavík. „

Heimildir:
-Þjóðviljinn, helgin 27.-28. mars 1982, Fróðleiksmolar um „varnarsvæðin“, bls. 12.
-Reglugerð 293/2002 um umferð og dvöl manna á varnarsvæðum.
-Nr. 964 27. ágúst 2021, Auglýsing um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða.

Patterson

Sprengjuefnageymslur á Pattersonflugvelli.

Steinabátar

Í bókinni „Steinabátar“ fjallar höfundurinn, Sturlaugur Björnsson, um áletrunina H.P.P. á klettavegg ofan Helguvíkur í Keflavík:

Sturlaugur

Sturlaugur við áletrunina á berginu ofan Helguvíkur. (FERLIR 2003)

„Í gegnum árum hef ég átt ótal ferðir út á Berg, og vitað, að uppi af botni Helguvíkur er greypt fangamark í klettana þar fyrir ofan. Þegar við krakkarnir fórum í leiðangur og fórum þarna um, töldum við að þar stæði H.P.D. Á seinni árum fór ég að velta fyrir mðer, hvers vegna hans Pétur Duus hefði valið þennan stað. leturgerðina og tengingu stafanna má sjá í bryggjuhúsinu, þar eru þeir skrifaðir á þil með svertu, sem notuð var við merkingu á saltfiskpökkum.
SturlaugurEkki er ólíklegt, að H.P.D. (sonur Péturs Duus og konu hans Ástu Duus) hafi gert sér að leik, á sínum yngri árum, að skrifa fangamark sitt með þessum hætti, þar sem efni til þess var svo nærtækt. En að fara út á berg með hamar og meitil til að klappa fangamark sitt í forboðið land er nokkuð annað.
Það gerðist svo fyrir fáum árum, er ég átti leið þarna um, að ég skoðaði fangamarkið og viti menn, það hefur þá staðið þarna H.P.P.
SturlaugurFyrir nokkrum mánuðum er ég sem oftar að fletta í bókum Mörtu Valgerðar „Minningar frá Keflavíkur“, og er að skoða meðfylgjandi mynd, sem er sögð „Úr Duus verslun um 1900“. Í textanum með myndinni eru mannanöfn og eitt nafnanna er „Hans P. Pedersen bókhaldari“. Gæti verið um að ræða Hans Petersen, stofnanda ljósmyndavöruverslananna?
Nú veit ég að svo er, H.P.P. var í fóstri hjá yngri Duus hjónunum (H.P.Duus og Kristjönu Duus). Hægt er að hugsa sér Hans P. Petersen á yngri árum, einan á góðum degi með tól sín undir áhrifum þess sem fyrir augu hans hefur borið í bryggjuhúsinu, og grópa fangamark sitt á þessum þá kyrrláta og fallega stað.“

Heimild:
-Steinabátar, Sturlaugur Björnsson, H.P.P, útg. 2000, bls. 96.

Hans P. Petersen 1916-1977

Hans P. Petersen 1916-1977. Margir Íslendingar þekkja ljósmyndavöruverslunina Hans Petersen. Stofnandi búðarinnar, Hans Pétur Petersen (1873-1938), byrjaði verslunarferil sinn í Aðalstræti í H.P Duus en þar vann hann í tuttugu ár. Síðast sem forstjóri verslunarinnar í Reykjavík. Hann opnaði eigin verslun í Skólastræti árið 1907 en flutti fljótlega í Bankastræti og fór að höndla með ljósmyndavörur. Hann var umboðsaðili fyrir Kodak ljósmyndavörur. Fyrst höndlaði hann með nýlenduvöru og veiðarfæri og auk þess rak hann kaffibrennslu. Hann var einnig einn stofnenda Skipasmíðastöðvar Reykjavíkur.

Keflavík

Ægir Karl Ægisson fjallaði um örnefnið Keflavík.

“Þegar orðið kefli kemur fyrir í örnefnum eins og í Keflavík er kefli vanalega talið merkja rekaviðardrumbur. Keflavík myndi þá standa fyrir víkina þar sem er mikið af rekakeflum. Það þykir mér nokkuð skringilegt að kenna Keflavíkina við rekakefli þar sem hún er hreint ekki þekkt sem góð rekafjara. Náttúruaðstæður kunna að vísu að hafa breyst og uppsafnaður reki kynni að hafa verið í fjörunni þegar landnámsmenn komu hingað og væri það skásta skýringin á nafngiftinni samkvæmt hefðbundinni túlkun.

Keflavík

Duushús og tóftir Keflavíkurbæjarins.

Ég get þó hugsað mér aðrar skýringar, .s.s. að þarna séu annars kona kefli en rekaviðarkefli eða að nafnið sé afbökun á öðrum orðum. Kefli gæti verið afbökun á kapall, þ.e. hestur sbr. Kaplaskjól. Upp af Keflavíkinni hefðu verið geymdir hestar og hún þá verið kennd við þá og köluð Kaplavík, sem hefði síðan ummyndast í Keflavík. Þá hefur mér dottið í hug að nafnið Keflavík megi rekja til enskra duggara, sem bundið hefðu skip sín vandlega í víkinni og því kennt hana við þau digru reipi, sem til þurfti, nefnilega “Cable”-vík. Því miður er nafnið of gamallt til þess að þessi skemmtilega tilgáta fæst staðist.

Reykjanesskagi

Gamalt örnefnakort af Reykjanesskaga.

En nú hefur mér nýlega komið í hug ný skýring, sem eins og annað nýfengið er nú í uppáhaldi hjá mér. Ég var að spjala við Sigrúnu forstöðukonu byggðasafnsins um hentugar hafnir fyrir víkingaskip hér í nágrenninu. Þó að Keflavík hefði þótt skásta legan hérna austan megin á Rosmhvalanesinu þá væri Njarðvík hentugri höfn fyrir víkingaskip. Þar er nokkuð skjól og þar ætti að vera tiltölulega auðvelt að draga skip á land. Þá væri engin furða að hún væri kennd við sjálft siglingagoðið Njörð.
En svo datt mér í hug að það mætti draga skip upp Grófina, eftir lækjarfarveginum, sem þar var. Sigrún sagði þá að þar kynnu þessi kefli að hafa komið við sögu. Mikið rétt. Keflin gætu hafa verið stokkar eða hlunnar, sem skip voru dregin yfir upp Grófina, upp yfir flóðmörk. Það hefði skipið verið öruggt fyrir sjó að vetrarlagi og haft nokkuð skjól fyrir vindi af Berginu ef ekki hreinlega var reist yfir það bátahús eða naust. Keflavík væri þá víkin þar sem keflin til að draga skip á eru.”Keflavík
Rétt er að geta þess að a.m.k. þrjár Keflavíkur eru á Reykjanesskaganum; vestan við Hlein í  (Þorláks-)Hafnarbergi, neðan Klofninga í Krýsuvíkurhrauni og vestan Grófarinnar við Stakksfjörð. 

Í Keflavík.Á Vísindavef Háskóla Íslands fjallar Svavar Sigmundsson um örnefnið „Keflavík. Þar segir:

Keflavík

Í Keflavík.

„Nafnið Keflavík er vafalítið dregið af orðinu kefli í merkingunni ‚rekaviðarbútur‘.
Allir kannast við Keflavík sem nafn á þéttbýli á Reykjanesi en Keflavíkur eru víðar á landinu, ein á Hellissandi á Snæfellsnesi, önnur vestan við Rauðasand í Vestur-Barðastrandarsýslu, þriðja við Galtarvita í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sú fjórða í Fjörðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Alls staðar er uppruninn hinn sami“.

-Ægir Karl Ægisson – safnvörður við Byggðasafn Reykjanesbæjar.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=51096

Keflavík

Keflavík neðan Herdísarvíkurhrauns.

Keflavík

Ekið var eftir slóða niður í Litlahraun og að Bergsendum, austast á Krýsuvíkurbjargi. “En það sólskin um mýrar og móa, merki vorsins um haga og tún, gróandi tún”.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Áður hafði verið ekið framhjá tóttum “Gvendarhellis (Gvendarstekks)” suðvestast í hrauninu.
Frá Bergsendum blasti neðsti hluti bergsins vestan Keflavíkur við. Gengið var eftir forna stígnum niður Endana og áfram austur hraunið. “Forðast skaltu götunnar glymjandi hó, en gæfunnar leitar í kyrrð og ró”.
Eftir u.þ.b. fimm mínútna göngu var gengið á brattann og komið upp á efri brún bjargsins. Þar beint fyrir ofan er op Krýsuvíkurhellis. Greinilegt var að einhvern tímann hafði verið hlaðið byrgi skammt ofan við opið, en þak þess var fallið niður. Þá hafði nýlega brotnað úr opinu sjálfu og það stækkað nokkuð.

Hellirinn sjálfur, tvískiptur, er meistarasmíð. Hann hefur verið mikill geymir, en er nú víða hruninn. Þó má vel sjá hversu hraunrásin hefur verið mikil. Þegar komið er niður í hellinn að vestanverðu verður beinagrind af kind þar fyrir.

Krúsvíkurhellir

Við op Krýsuvíkurhellis.

Neðar er mikið súluverk og göng og op upp og niður. Þau voru vandlega þrædd og skoðuð. Austan megin er hins vegar gólfið sléttara og hellirinn rúmbetri. Þar hefur verið hlaðið skjól eða byrgi og er hellirinn talsvert „sótugur“ þeim megin. Þrædd voru göng til suðurs í átt að gamla bjarginu. Eftir um 30 metra göngu um gönginn var komið að gati á bjarginu og blasti þá við útsýni yfir svo til allt neðra bjargið. Hægt er fyrir ólofthrædda að klifra upp eða niður úr gatinu, en sjálft er það vel rúmt.

Keflavík

Hellnastígur milli Bergsenda og Keflavíkur.

Grösugar brekkur eru neðan undir gatinu. Auðvelt hefur t.d. verið fyrir smala að athafna sig þarna og fylgjast með ánum á beit fyrir neðan. Einnig í þessum hluta virtist vera talsvert sót.
Ofar er jarðfall og úr henni liggur hraunrásin lengra upp hraunið. Ákveðið var að bíða með frekari skoðun á þeim hluta þangað til síðar.

Gönguleiðin frá Bergsendum að Keflavík er einkar falleg. Bæði er fallegt útsýni vestur með Krýsuvíkurbjargi, auk þess sem hraunið á þessari leið er sérstaklega stórbrotið. Keflavíkin sjálf er verðug skoðunar. Einstigi liggur niður í hana.

Keflavík

Keflavík.

Í botninn er gras næst klettunum, en utar eru sjóbarið grágrýti. Þegar staðið er úti á grjótinu sést vel stór gataklettur austar á bjarginu. Vestan við víkina sést enn hluti gamla bjargsins, en uppi á því trjóna Geldingasteinar. Toppar bjargsins eru grasi vaxnir, en mjög auðvelt er að ganga að þeim undir bjarginu og upp með þeim að vestanverðu.
“Ef virðist þér örðugt og víðsjálft um geim, veldu þér götuna sem liggur heim”.
Frábært veður.

Herdísarvíkurberg

Gatketill.

Keflavík

Ætlunin var að ganga til suðurs um Fjárskjólshraun undir Geitarhlíð við Krýsuvík með viðkomu í Fjárskjólshraunshelli og Fjárskjólshraunsfjárskjólinu, sem hraunið mun draga nafn sitt af, en halda síðan niður í hina skjólgóðu Keflavík og berja gatklettinn augum. Á loftmynd mátti sjá djúpan gíg norðaustan við Keflavíkina. Austan hennar virðist vera hrauntjörn. Svo var að sjá að hún væri í stefnu neðanvert við enda Bálkahellis, sem gat gefið enn eina von um óvænta aðkomu.

Krýsuvíkurhraun

Krýsuvíkurhraun.

Til baka var ætlunin að ganga um Klofninga með viðkomu í Bjálkahelli og hinum þjóðsagnakennda Arngrímshelli (Gvendarhelli).
Hraunssvæðið/-in, sem hér um ræðir, hafa freistað fárra, enda á fárra vitorði öll merkilegheitin er berja má augum. Ekki eiungis er svæðið sérstak (séríslenskt) heldur felur það í sér minjar og sögur liðinna alda – ef grannt er skoðað. Eru hvorutveggja ágæt dæmi um hvernig landsmenn nýttu sér efni og aðstæður til að þrauka til núlifandi kynslóða. Hversu lítillátt fólk kann að vera nú til dags verður þetta afrek forfeðra og -mæðra okkar að teljast einhverrar viðurkenningar verðar. Þessi ferð var m.a. liður í slíkri viðurkenningu – síðasti hefðbundi göngudagurinn fyrir jólahátíðina 2007. Hafa ber þó í huga að „jólin“ sem slík hafa gjarnan verið ígildi hátíðar eða veislu af fleiru en einu tilefni.
Ferðin var líka kjörið tækifæri til að léttast svolítið fyrir væntanlegt þungmeti jólahátíðarinnar og líta fyrstu geisla hækkandi sólar augum.
Þegar gengið er um hraunssvæðið kemur fljótt í ljós að afurðirnar, sem myndað hefur það, eru nokkrar. Miðjan er bæði tiltölulega slétt og gróin. Þar er eldra hraunið, sem myndar undirstöður annarra hrauna, en flest eiga þau uppruna sinn í Stór og Litlu-Eldborg, auk gíga ofan Sláttudals í Geitahlíð.

Fjárskjólshraun

Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.

Þegar komið var niður niður í Fjárskjólshraun var gengið að opi Fjárskjólshraunshellis, sem þar leynist í grónu jarðfalli. Erfitt er að koma auga á það í víðfeðmninu. Það sést ekki nema staðið sé á brún þess. Niðri er komið í skúta undir berghellunni, en með því að fara til vinstri var komið niður í rúmgóða mannhæðaháa hraunrás. Rásin var alveg heil. Hún er lág í fyrstu, en breið, og um 100 metra löng og endar í fallegum hraungúlp, sem hefur runnið þarna niður í rásina og storknað. Svo virðist sem gúlpurinn hafi bæði þrengt sér upp úr gólfinu og komið út úr veggnum að ofan. Sérkennilegt jarðfræðifyrirbrigði. Gólfið er alveg slétt. Rásin lækkar á tveimur stöðum, en hægt er að ganga hálfboginn þar um. Breidd rásarinnar er um 6 metrar og jafnvel meira á köflum. Neðst er op til hægri. Þegar komið er inn fyrir hana tekur við lágur salur. Rás liggur inn úr honum, tvískipt. Þessi rás er um 40 metra löng. Í heild er hellirinn því um 140 metra langur. Litlir dropsteinar sáust, en að öðru leyti virðist vera lítið um skraut í hellinnum. Flögur eru utan á veggnumá einum stað, líkt og í Leiðarenda. Neðst, þar sem hliðarrásin er, er mikill hraungúlpur, líkur þeim, sem er efst í hellinum. Þetta er fallegur hellir og vel þess virði að skoða hann. Hellir, sem ekki er hægt að skemma og því tilvalinn fyrir áhugafólk.

Gatkletturinn

Leitað var að opum bæði ofan og neðan við jarðfallið. Neðan við það er annað jarðfall, sennilega hluti af sömu rás. Farið var þar inn og reyndist vera um gamalt greni að ræða. Þarna eru nokkur gömul greni á tiltölulega afmörkuðu svæði.
Gengið var áfram niður Fjárskjólshraunið. Sunnan undir lágum hraunhól eru mjög fornar grónar hleðslur fyrir fjárskjóli í hrauninu. Þetta eru í raun miklar hleðslur fyrir rúmgóðum skúta, en vel sést móta fyrir hlöðnum innganginum, sem er alllangur. Hellirinn sjálfur hefur hýst hátt í hundrað kindur. Fyrirhleðslur eru inni í hellinum á þremur stöðum. Mold er í gólfi. Við fyrirhleðsluna, vinstra megin við innganginn er inn er komið hefur verið hleðsla er líkist bæli eða klefa. Þar gæti hugsanlega hafa verið skjól fyrir þann eða þá er sátu yfir ánum í hrauninu. Ekki er ósennilegt að fjárskjólið sé það er hraunið hefur dregið nafn sitt af – Fjárskjólshraun. Ofan við fjárskjólið var vörðubrot.
Þegar fjárskjólið var skoðað betur mátti sjá mjóa fæðurásina innst í því miðju. Hlaðið hafði verið litlum steinum til að varna því að fé færi þar inn. Þar sem gólfið var bæði blaut og þakið mold var ekki ráðlegt að skríða þar inn til að athuga með framhaldið. Þessi hellir hefur orðið til líkt og Strandarhellir og Bjargarhellir í Strandarhæð. Glóandi hraunkvika í lokaðri rás hefur mætt fyrirstöðu um stund, en vegna þrýstings hefur hún hlaðist upp og þakið storknað áður en hún fann sér leið áfram og tæmdi rýmið.

Keflavík

Bergið við Keflavík.

Samkvæmt loftmynd átti að vera gígur nokkru suðvestar. Þrátt fyrir nokkra leit fannst opið ekki, en þess verður leitað aftur síðar.
Á leiðinni niður í Keflavík mátti sjá Skyggnisþúfu nokkru austar. Hún er þar sem hraunið ofan við Krýsuvíkurberg ber hæst mót Herdísarvík. Á þúfunni er varða, Skilaboðavarða. Í hana voru sett boð, sem menn vildu að bærust á milli bæjanna.

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Af bjargbrúninni austan við Keflavík blasti við mikill gatklettur, sem skagar út frá því. Brimið lék sér við hann, auk þess sem sólargeislar þessa stysta dags ársins spegluðu sig í haffletinum.
Hraunkaflinn ofan við Keflavíkina er allúfinn. Engu líkara er að þarna hafi verið grunnir pollar ofan á eldra bergi, en þegar hraunið rann þar yfir ýfðist kvikan og safnaðist í hrauka. Fjárgata liggur í gegnum hraunið ofan við bergið. Skammt áður en komið er í Keflavík mátti sjá gróna götu liggja annars vegar upp hraunið og hins vegar áfram að ofanverðri víkinni, sem einnig var nefnd Kirkjufjara.
Keflum hafði verið safnað í hrauk uppi á bjargbrúninni.

Í Bálkahelli

Í Bálkahelli.

Í Kirkjufjöru í Keflavík má sjá hluta af gamla Krýsuvíkurbjargi og fagurt útsýni er úr víkinni austur eftir berginu. Víkin dregur nafn sitt af keflunum, sem nóg virðist vera af, auk plastbelgja. Gatkletturinn sést vel frá víkinni þar sem hann stendur út af berginu að austanverðu. Svonefndir Geldingasteinar eru efst á bjargbrúninni, gulir af fuglaglæðu og öðrum grófari féttum. Vestan þeirra lækkar nýrra hraunið og stallast. (Sjá meira undir Keflavík).
Þá var haldið til baka upp og yfir grófa hraunkaflann. Ofan hans tekur gróna hraunsvæðið við, auðvelt yfirferðar. Stefnan var tekin á Bálkahelli.
Engar sagnir eru til af Bálkahelli aðrar en þær að hann er nefndur nafni sínu í sögunni um Grákollu. Hellirinn fannst þegar einn FERLIRsfélaginn segja má datt niður um eitt snjóþakið opið. Niðri reyndist vera um 250 metra langur hellir, vel manngengur, tvískiptur og dulúðlegur. Dropasteinar á gólfum og hraunstrá í loftum. Hraunbálkar eru með veggjum innan við efsta og stærsta opið. Hellirinn er um 450 metra langur.
Neðsti hluti Bálkahellis er hvað heillegastur. Í henni lækkað rásin nokkuð en hækkar að nýju uns gólf og loft koma alveg saman. Þarna undir vegg eru tvö stór hraundríli. Farið var til baka og niður aðalgönginn. Þau beygja fyrst til hægri og síðan aftur til vinstri. Þessi göng eru um 200 metra löng og ekkert hrun nema svolítið fyrst.

Arngrímshellir

Í Arngríms- / Gvendarhelli.

Hellirinn er mjög breiður og þarna á gólfum eru fjölmargir dropasteinar og hraunstrá hanga í loftum. Fara þarf varlega um göngin. Hraunnálar eru í lofti. Þessi hluti hellisins hefur varðveist mjög vel og full ástæða til að fara þarna mjög varlega. Um er að ræða einn fallegasta helli á Reykjanesi. Neðst beygir hann enn til hægri og þrengist síðan. Í þrengslunum tekur við samfelld dropasteinabreiða.
Skoðað var að nýju upp rásina í neðsta jarðfallinu. Hún er víð og há uns hún lækkar og þrengist. Loks koma gólf og loft saman. Þessi hluti er um 40 metrar. Þá var haldið niður í miðrásina, á móti þeirri, sem skoðuð var áður. Hún lokast loks í þrengslum, en mikið er um fallega dropasteina og hraunnálar. Alls er þessi hluti hellisins um 100 metrar.

Hleðsla við op Gvendarhellis/Arngrímshellis

Op Gvendar- / Arngrímshellis.

Loks var gengið upp úr miðjarðfallinu og upp aðalhellinn. Hann er víður og hár. Skammt fyrir ofan opið skiptist hellirinn í tvennt og hægt að fara umhverfis tvær breiðar hraunsúlur, en meginrásin er til hægri. Ekki er hægt að villast í Bálkahelli.  Haldið var áfram upp rásina og yfir hrun, sem þar er ofarlega. Þá sést í efsta opið og bálkana beggja vegna, en af þeim mun hellirinn draga nafn sitt. Samtals er Bálkahellir um 450 metra langur, sem fyrr sagði, fyrst hár og víður, en nokkuð hrun, síðan hraunsúlur og syllur, dropsteinar og hraunstrá. Neðsti hluti hans þó sýnum fallegastur.

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Að lokum var Arngrímshellir (Gvendarhellir) skoðaður, en frásagnir eru til um hellinn er hann var notaður sem fjárhellir á 17., 18. og 19. öld. Gamlar sagnir eru til af því. Hleðslur eru fyrir opum og er tótt framan við stærsta opið, það nyrsta. Inni í hellinum eru allmiklar hleðslur. Hellirinn er bjartur og auðvelt að skoða sig um þar inni, jafnvel ljóslaus.
Sagan segir að Arngrímur frá Læk í Krýsuvík hafði fyrir aldamótin 1700 fé sitt í helli í Klofningum í Krýsuvíkurhrauni. Við hellisopið byggði hann lítið fallegt hús úr rekaviði. Var það talið sérstaklega til frásagnar að rúðugler var í gluggum hússins. Fénu beitti Arngrímur í Klofningana sem og í fjöruna, sem þó er all stórbrotin neðan þeirra. Í hrauninu skammt ofan brúnar gamla bergsins má einnig sjá mannvistarleifar í helli. Arngrímur hélt 99 ær og eina að auki frá systur sinni. Sú kind var grákollótt og nefnd Grákolla. Um jólaleytið gerði mikið óveður á þessum slóðum og hraktist féð fram af berginu. Arngrímur gafst upp á að reyna að bjarga fénu. Grákolla barðist þó gegn óveðrinu og reyndi Arngrímur þrívegis að kasta henni fram af bjarginu eftir hinu fénu. Jafnoft tókst henni að krafla sig upp aftur í snjónum og ákvað Arngrímur þá að láta þar við sitja. Komust þau bæði við illan leik í hellinn. Síðan er sagt að allt fé Krýsuvíkurbænda hafi verið af nefndri Grákollu komið.
Eftir aldamótin var Arngrímur við sölvatöku í berginu undan Klofningum er jarðskjálfti reið yfir Suðurland. Féll bjarg á hann og lét hann lífið. Annar maður, sem með honum var, slapp og varð til frásagnar. Sá stökk undan fellunni í sjóinn og gat bjargað sér.

Gvendarhellir

Tóft við Gvendar- / Arngrímshelli.

Enn er hægt að greina tóftina af húsi Arngríms við hellisopið, sem og hleðslur inni í honum. Engar sagnir eru hins vegar til af Bálkahelli, sem er þar austar í hrauninu, önnur en sú, sem um getur í þessari frásögn af Grákollu. Er hann sagður þar skammt frá og að nafn sitt dragi hellirinn af bálkum innan við opið.
Í Blöndu VI 187 segir um þennan sama helli að Guðmundur nokkur hafi gætt á vetrum fjár síns við helli einn í Klofningahrauni, Gvendarhelli, og hélt því mjög til beitar. Framan við hellinn byggði hann skemmu með opi á miðju og sést hún enn þá. Rétt inn af skemmunni afgirti hann skáp úr hellinum og geymdi þar lömbin, ef illt var veður og þörf var á að gefa þeim. Þar hafði hann og rúm sitt, er hann hlóð upp úr grjóti og þakti svo með gæruskinnum, er hann lá á. Út frá hellinum var veðursæld mikil og hagar fyrir sauðfé svo góðir að aldrei brugðust. Guðmundur var þarna um 1830.
Hellirinn hefur fengið að vera nokkurn veginn í friði. Í honum má enn sjá hleðslur fyrir munna, tóft við meginopið, flórað gólfið að hluta, hlaðna stíu og fyrirhleðslur. Stígur liggur frá hellinum vestur yfir hraunið, áleiðis til Krýsuvíkur.
Ekki er vitað nákvæmlega um aldur þessara hrauna. Samkv. upplýsingum Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, er hraunið úr úr Stóru-Eldborg frá fyrri hluta nútíma, þ.e. töluvert eldra en 5000-6000 ára. Hitt úr Litlu-Eldborg er yngra. Það gæti verið kringum 5000-6000 ára.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Arngrímshellir

Í Arngrímshelli.

 

Krýsuvíkurhellir

Gengið var frá Sýslusteini að Herdísarvíkurseli og þaðan í Seljabót. Síðan var gengið vestur með ströndinni. Um er að ræða magnaða leið.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg.

Fjölbreytilegt ber fyrir augu, hvort sem um er að ræða stórbrotið útsýni eða merkileg náttúrfyrirbæri. Leitað var að Skyggnisþúfu. Hún fannst nokkurn veginn miðja vegu á milli Seljabótar og Keflavíkur. Á henni er varða og í vörðunni er hólf sem skilaboð á milli bæja voru látin í. Skammt vestan hennar er stórbrotinn djúpur svelgur ofan í jörðina og sér út á hafið í gegnum stórt gat á honum. Nokkru vestan var gengið ofan í Keflavík eftir stíg. Þar er gróið undir bjarginu, en framar eru lábarðir steinar. Af þeim, horft til austurs með berginu, er hár og fallegur gatklettur út í sjó – stórbrotið útsýni.

Keflavík

Keflavík í Krýsuvík – einnig nefnd Kirkjufjara. Þangað áttu kirkjur norðan Reykjanesskaga rekaítök fyrrum.

Vestan Keflavíkur eru leyfarnar af gamla Krýsuvíkurbjarginu, en hraun hefur síðan runnið allt um kring og út í sjó. Sjá má gömlu hamrana standa tígurlega upp úr á smá kafla. Á þeim eru svonefndir Geldingasteinar, mosavaxnir gulbrúnir steinar, en grasi gróið í kringum þá. Liggur rekagata vestur með ströndinni frá þeim, neðan gamla bergsins, sem nýtt hraun hefur runnið fram af og framlengt ströndina sunnan þeirra.

Krýsuvíkurhellir

Krýsuvíkurhellir.

Gengið var ofan gömlu hamrana, yfir mosahraun og var þá komið að helli er gæti verið hinn týndi Krýsuvíkurhellir. Snjór var framan við opið og var að sjá hleðslur ofan þess. Tekinn var punktur og verður hellirinn skoðaður betur við tækifæri. Neðan hellisins er nýja bergið og liggur gömul gata efst á því. Honum var fylgt til vesturs og opnaðist þá stórkostlega sýn vestur Krýsvíkurbjargið, hátt og tignarlegt. Fram af því steyptist Eystri-lækur og hefur hann varla í annan tíma sést jafn vel og núna. Frábært myndefni – með hæstu fossum á landinu.

Eystri-Bergsendi

Horft vestur yfir krýsuvíkurbjarg frá Eystri-Bergsenda.

Þegar komið var út á Bergsenda var strikið tekið að Sundvörðunni ofan við bjargbrúnina skammt vestar, síðan upp í fjárhellir í Litlahrauni og loks komið við í réttinni og fjárhústóttinni ofan hans áður en haldið var að Krýsuvíkurrétt undir Eldborgum.
Þessi gönguleið er ein sú stórbrotnasta, sem hægt er að fara á Reykjanesi og ættu sem flestir að nýta sér það tækifæri í góðu veðri.

Keflavík

Keflavík.

Keflavíkurberg

Sturlaugur Björnsson er bæði áhugasamur og margfróður um hinar merkilegstu minjar í núverandi Reykjanesbæ. Hann tók á móti hópnum í Keflavík.

Keflavíkurborg

Keflavíkurborg.

Var þegar haldið að Keflavíkurborg, fjárborg (fjárrétt) norðan bæjarins, skammt ofan við Grófina. Borgin er á klapparhól. Við hana hefur verið settur landmælingastöpull. Austan borgarinnar liggur Stafnesvegur. Sést hann mjög vel þar sem hann liðast áleiðis upp á heiðina.

Keflavík

Brunnur ofan Stekkjarhamars.

Þá var haldið að Helguvík. M.a. var letrið, HPP (Hans P. Petersen), á klettunum vestan víkurinnar barið augum. Sturlaugur lýsti tilurð þess og leiddi hópinn síðan um Keflavíkurbjargið upp frá Grófinni.

Þar var komið við í Stekkjarlág, gömlum samkomustað Keflvíkinga. Í þá daga voru nefnilega til alvöru Keflvíkingar. Við Stekkjarlág benti Sturlaugur á ræðustól gerður af náttúrunnar hendi, sté í hann og hélt stutta tölu um það markverðasta á svæðinu; lýsti m.a. tóft, sem þarna er (væntanlega stekkur) og leiddi hópinn síðan að Drykkjarskálinni, gerði krossmark yfir og bauð fólki að drekka.

Keflavík

Stekkur í Stekkjarlág undir Stekkjarhamri.

Um er að ræða stóran grágrýtisstein með skál ofan í. Í henni var ávallt tilbúið tært vatnið til handa þeim, sem áttu leið um bjargið á leiðinni milli Leiru og Víkur. Neðar er klettanef, mörk Keflavíkurbjargs og Hólmsbergs.

Þá fór Sturlaugur með hópinn að Brunninum, ferköntuðum steinbrunni ofan við bjargið. Sagði hann þá trú hafa verið á brunninum að í honum myndi vatn aldrei þrjóta. Í kringum brunninn eru smátjarnir.

Keflavík

Drykkjarsteinn ofan Keflavíkurbjargs.

Haldið var að Berghólsborg og hún skoðuð. Um er að ræða heillega og stóra borg á Hólmsbergi skammt sunnan Leiru. Sunnan hennar átti að vera rétt, sem enn sér móta fyrir. Gengið var yfir að Bergvötnum (Leirutjörnum) því þar átti að vera sel sunnan við vötnin. Erfitt var að átta sig á hvar það gæti nákvæmlega verið, en þarna eru hleðslur á nokkrum stöðum, sennilega stekkir eða kvíar. Selið sjálft átti að vera á bjarginu neðan við vötnin. Þarna er vel gróið og greinilegt að vötnin og nágrenni hafa verið vinsæl til beitar. Leita þarf betur við þau að þessu seli.
Sturlaugur komst að þessu sinni einungis yfir hluta þess, sem markvert þykir í Reykjanesbæ. Framundan er ferð með honum að Ásarétt á Háaleiti, um Háaleitið og að Nónvörðu.

Sturlaugur Björnsson

Sturlaugur Björnsson.

Keflavík

Gangan hófst við Keflavíkurkirkju, haldið yfir að fyrrum Ungmennafélagshúsinu, gengið um Brunnstíginn, Vallargötu, Íshússtíginn og Hafnargötu að gamla Keflavíkurbænum.

Keflavík

Duushús.

Í gegnum aldirnar áttu Keflvíkingar kirkjusókn til Útslála og þarf ekki að hafa mörg orð um hversu óþægilegt það hefr verið fyrir þorpsbúa að fara um svo langan veg til að sækja kirkju. Eftir aðþorpið óx gerðist sú krafa háværari að hér þyrfti að gera bót á. Um 1886 hafði sóknarpresturinn haldi’ guðsþjónustur í einhverju pakkhúsinu í Keflavík, sérstaklega á stórhátíðum, en það þótti ekki fullnægjandi.
Árið 1888 gekk undirskrifalisti milli „húsfeðra“ í Kfelavíkurþorpi þar sem þeir voru hvattir til aðleggja á sig vinnu við kirkjubygingu. Fjörutíuogátta „húsráðendur“ lofuðu 212 dagsverkum til byggingarinnar. Upp frá því fór fram peningasöfnun með ýmsu móti.
Kikrjunni var valinn staður við Hafnargötu, á svonefndum Norðfjörðsreit, norðan Aðalgötu, við hlið Svarta Pakkhússins. Var byggingin formlega samþykkt í mái 1896 og hófts hún innan skamms. Fenginn var til verksins Guðmundur Jakobsson, sem kallaður var kirkjusmiður, og hafði smíðað kirkjur um allt land. Kirkjan var timburkirkja og byggð að mestu eftir sömu teikningu og Akransekikrja, sem Guðmundur hafði nýlokið við. Þett var reisuleg og svipmikil bygging sem breytti þorpsmyndinni umtalsvert, enda stóð hún á áberandi stað í þorpinu. Kirkjan var orðin fokheld árið 1898, en þá stöðvaðist vinna við hana vegna fjárskorts. Um það leyti fluttu Guðmundur kirkjusmiður og kona hans í burtu úr þorpinu.
Keflavík
Aðfaranótt 15. nóvember 1902 gerði aftakaveður víða um land, sem olli tjóni á húsm og öðrum mannvirkjum, þar á meðal kikrjunni í Keflavík. Hún skekktist svo að nauðsynlegt þótti að rífa hana. Efnið var selt á uppboði tila ð greiða niður skuldir. T.d. eru máttarviðir kirkjunnar í húsinu nr. 30 við Vallargötu. Gluggar úr kirkjunni voru m.a. notaðir í girðingar um túnbletti og matjurðtagarða Keflavíkinga. Þett voru járngluggar, bogadregnir, með lituðu gleri.
Þett var mikið áfal fyrir þorpið og ekki var hugsað fyrir kirkjubyggingu fyrst um sinn á eftir. Aftur sóttu Keflavíkingar kirkju að Útskálum, nema um helgar að haldnar voru guðsþjónustur í einu pakkhúsinu. Árið 1906 dró til tíðinda. Ólafur Á. Olavsen, annar eigandi verlsunar H.P.Duus steig á stokk og lýsti því yfir að hann myndi greiða helming gömlu skuldarinnar af fyrri kirkjubyggingu og auk þess greiða helminginn að kostnaði við fyrirhugaða byggingu kikjru í Keflavík. Rögnvaldur Ólafsson var fenginn til að teikna hana og yfirsmiður var Guðni Guðmundsson. Þann 14. febrúar 1915 var kirkjan vígð. Byggingarkostnaður var kr. 17.000. Söfnuðurinn greiddi kr. 7.000 og Ólafyr Á. Olavsen og Kristana Duus gáfu afganginn. Kirkjan er ekki ólík systurbyggingu sinni í Hafnarfirði, traustleg og látlaus. Hún tekur um 300 manns í sæti, jafn marga og allir Keflavíkingar voru þegar hún var byggð. Safnaðarheimilið var í gamla læknisbústaðnum, sem byggður var af Þorgrími Þórðarsyni, lækni, eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar, þeim hinum sama og teiknaði Keflavíkurkirkju.
Gengið var að fyrrum samkomuhúsi Ungmennafélags Keflavíkur, er nefndist Skjöldur. Þar er nú minnismerki um þann atburð, sem hér verður lýst.
KeflavíkHúsið brann 30. desember árið 1935. Um 180 börn voru í húsinu á jólatrésskemmtun og 4-5 fullorðnir. Sverrir Júlíusson, símstöðvarstjóri, var einn þeirra. Honum sagðist svo frá: „Sá ég allt í einu að eldur hafði kviknað í silkipappír, sem var undir jólatrénu, sennilega er að kerti hafi fallið niður á pappírinn. Þreif ég til pappírsins og ætlaði að reyna að slökkva eldinn. En áður en varði, hafði eldurinn læst sig upp í tréð og upp eftir limi þess. Þegar ég sá, að við ekkert var ráðið, ruddist ég að austtari hurðinni á norðurvegg salarins, því mannfjöldinn, sem streymdi að dyrum þeim, var að því kominn að loka hurðinni, en hún opnaðist inn í salinn. Tókst mér að opna furðina, svo aðég taldi tryggt að hún héldist opin. En þá ruddist ég að vestari dyrunum og hélt í þá hurð að innanverðu, meðan ég varð þess var, að fólk leitaði þeirra dyra. Þegar mér virtist fólk vera komið úr salnum, henti ég mér út um næsta glugga við dyrnar, í dauðans ofboði. En hvers vegna ég fór ekki sjálfur út um dyrnar veit ég ekki.“
Tveir menn, þeir Ólafur Ingvarsson og Ragnar J. Guðnason, áttu leið framhjá skemmtuninni og ákváðu að líta inn. Þar var þá mikil gleði og verið að syngja „Göngum við í kringum einibrejarunn“ þegar þeir sáu eldblossa upp með jólatrénu. Varð önnur hlið trésins skyndilega eitt eldhaf. Þei rhurfu undan, en fólkð streumdi út úr salnum. Áður en þeir komust út sáu þeir hvar hurðin var aðlokast undan troðningum að innanverðu. Þeir fleyðu sér af öllu afli áhurðina og héldu henni opinni. Ólafur sagðist hafa viðspyrnu við dyrastafinn, en þvingaði hendinni í hurðina. þannig tróðst fólkiðút úr salnum, undir höndina á honum. Hurðina gátu þeir aldrei opnað betur en svo að hún stæði beint út frá veggnum.
20-30 menn hlutu brunasár í eldsvoðanum, sumir brenndust mjög illa. 13 voru fluttir á sjúkrahús; 4 börn og ein kona brunnu inni. Nú eru liðin um 70 ár frá þessum atburði. Fram að þessu hefur hann að mestu legið í þagnargildi, en nú er orðið verðusgt að minnast hans, eins og hann var, enda skipti þessi atburður sköpum í brunavörnum svæðisins og jafnvel þótt lengra væri leitað.
KeflavíkLæknisbústaðurinn er norðan minningarreitsins um fyrrnefndan bruna. Hann er hús Þorgríms Þórðarsonar, læknis, er byggði það eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar, sem fyrr sagði. Húsið varð síðar safnaðarheimili kirkjunnar og þar var Sparisjóður Keflavíkur stofnaður. Nú býr í húsinu Kristleif nokkur, rithöfundur, ásamt fjölskyldu sinni. Hún skrifaði m.a. barnabókina „Didda og dauði kötturinn“. Kvikmynd var gerð eftir bókinni og komu nokkur húsí gömlu Keflavík þar við sögu.
Gengið var yfir að Brunnsstíg oghan fetaður til austurs. H.P.Duus lét bygga brunn þann, sem enn sést við stíginn. Gatan er nefnd eftir brunninum. Hlaðnir brunnar á Reykjanesskagangum eru yfirleitt frá og um 1900. Fyrir þann tíma sótti fólk vatn sitt í vatnsstæði, leysingarvatn eða á aðra staði, sem hugsanlega gátu gefið einhvern dropa. Lítið er um ár og læki á Reykjanesskaganum, nema helst neðanjarðar.
Brunnarnir voru hlaðnir til að auka hreinlæti og heilnæmi vatnsins. Ýmsir kvillar komu upp og var þá vatninu kennt um. Fyrsti hlaðni brunnurinn við Duusvörina, annar skammt austan við gamla barnaskólann og síðan var þessi brunnur hlaðinn. Duus lét gera brunninn, en íbúarnir ætlu að borga vatnsskatt upp í kostnaðinn og til viðhalds á brunninum. En öðruvísi fór sem horfði. Íbúar Keflavíkurþorpsins neituðu að borga vatnsskattinn. Árin 1947-1949 brunnarnir síðan af. vatnslagnir voru lagðar í öll hús árið 1945, eða fyrir um 60n árum síðan. Þegar grafið var fyrir vatnslögninni var jafnframt grafið fyrir holræsalögn, en fyri þann tíma voru illa lyktandi þrær fyrir framan hvern bæ.
Síminn var lagður til Keflavíkur, Leiru og Garðs árið 1908. Axel Möller bauð þá húsnæði sitt fram. Möllershús var reist árið 1896. Forberg, landssímastjóri, gekk ríkt eftir því að símstöðvarnar væru óháðar öðrum atvinnurekstri, svo sem verslun og póstafgreiðslu. Varð því fyrsta símstöðin í norðurenda Möllershúss og var byggð forstofa við norðurendann þar sem inngangur í símstöðina var.
KeflavíkMarta Valgerður var ráðin símstöðvarstjóri, síðar Sverrir Júlíusson og Jón Tómasson. Fyrsta símaskráin var ekki mikil bók því fyrstu símnotendurnir voru aðeins tveir; Edinborgarverslunin og verslun H.P. Duus. Allir aðrir þurftu að fara á símstöðina til að hringja.
Þorvarðarhús við Vallargötu 28 var reist árið 1884 af Þorvarrði Helgasyni, beyki, en síðar eignaðist Þorsteinn, sonur hans, húsið. Það er byggt úr trjáplönkum úr Jamestown. Þorvarðarhús er talið vera elsta íbúðarhúsið í Keflavík. Í dag búa enn afkomendur í húsinu, Ólafur og sonur hans, Þorvarður. Vinur Ólafs, Jón Jónsson, smíðaði fiðlu úr efniviði Jamestown, sem honum ákotnaðist úr Þorvarðarhúsi.
Það var 26. júní árið 1881 að eitt merkilegasta skipsstrand vrð hér á landi. Þá rak flutningaskipið Jamestown upp í fjörur við Þórshöfn í Ósum. Skipið var eitt alstærsta seglskip sinnar tíðar, yfir 20 m breitt og meira en 100 m langt. Til samanburðar má geta þess að knattspyrnuvellir eru yfirleitt 90-120 m langir.
Áhöfnin hafði yfirgefið skipið undan strönd Ameríku þremur árum fyrr og allar björgunartilraunir reynst árangurslaustar. Farmurinn reyndist vera prýðilegasta timbur, sem þótti hinn mesti happafengur og var fljótlega ráðist í umfangsmikla uppskipun við erfiðar aðstæður. Þegar skipið liðaðist loks í sundur í seinni hluta septembermánuðar, hafði tugum þúsunda planka verið bjargað á land.
Þesi ókjör af timbri urðu vitaskuld til að bæta mjög húsakost víða í Gullbringusýslu og í Reykjavík. Mestar voru framkvæmdirnar þó í Hafnahreppi, en þar voru reist 9 íbúðarhús auk fjárhúsa, fiskihjalla o.fl. úr timbrinu. Einnig féll til mikið magn af köðlum og vír úr skipinu og var það allt hirt til handargagns. Vírinn var nýttur í túngirðingar og voru það e.t.v. fyrstu vírgirðingar hér á landi.
KeflavíkSteingarðar þar við sem íshúsið var (nú malarplan) voru hlaðnir af Símoni Eiríkssyni, steinsmið, líkt og flesta steingarða í Keflavík í fyrri tíð. Bróðir Kristjönu Duus, Ágúst Olavssen, var stórhuga maður og ætlaði að hefja blómarækt og skógrækt innan gaðsins. Garðræktin gekk þó brösulega og það var helst að viðskiptamenn, sem komu til kaupmannsins í Keflavík, skildu hesta sína eftir innan garðsins við litla hrifningu eigandans, en hestarnir fengu þar væna tuggu.
Á áratugnum sitt hvoru megin við aldamótin 1900 fluttist margt fólk til keflavíkur. Það er athyglisvert að flestallir innflytjendurnir voru úr Árnes- Rangárvalla- eða Vestur-Skaftafellssýslu. Einn austanmanna var Ólafur Jónsson, póstur, Eyfellingur, kvæntur Karitas Jóhannsdóttur. Eignuðust þau 10 börn. Hann annaðist p+óstflutninga frá Keflavík suður með skaganum til Eyrarbakka og þaðan til Reykjavíkur. Fór hann það fótgangandi. Árið 1786 voru skipaðir fastir póstar, en þá fór pósturinn frá Bessastöðum um Hafnarfjörð, til Keflavíkur, Básenda, Grindavíkur, Eyrarbakka og um Árnessýslu að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu og til baka aftur. Um 1872 voru 15 afgreiðslustöðvar á svæðinu.
Magnús Zakaríasson, bókhaldari við Duus verslun, lét smíða gamla skólahúsið, sem síðar var og stendur enn gegnt íshúsinu. Þótti það á þeim tíma stórt og glæsilegt hús. Bjó Magnús þar ásamt konu sinni, Kristínu Eiríksdóttur. þegar Magnús dó seldi Kristín hreppnum húsið og var þar settur á stofn barnaskóli. Skólinn var fyrst settur árið 1897 og var kennt í stofunum á neðri hæðinni, en Kristín bjó á efri hæðinni. Eftir það fékk húsið nafnið Skólinn. Síðan hefur margt yfir þetta hús gengið. var þá stundum á sumrin notað sem sjúkarskýli og jafnvel fyrir sóttvarnahús þegar á þurfti að halda. Síðar varð skólinn reistur þar sem nú er Miðstöð símenntunar Suðurnesja.
Neðan Íshússtígs er listaverk eftir Ásmund Sveinsson, minnismerki um íslenska sjómenn.
KeflavíkÁ suðurvegg Mið-Pakkhússsins er málverk eftir Hermann Árnason; Fiskverkun. Áður voru veðurfréttir og upplýsingar hengdar upp á gafl hússins. Pakkhúsin minna á þá tíð þegar pakkhús og bryggjur kaupmannanna í Keflavík einkenndu víkina, auk stakkstæða til salfiskþurrkunar. Leifar af síðsutu bryggjunni af þremur sjást beint niðurundan Íshússtígnum. Sú bryggja heitir Miðbryggja, en hét um tíma Fischerbryggja. Duusbryggja var norðar og Norfjörðsbryggjan sunnar.
Um 1877 varð Waldimar Fischer eigandi Miðverslunar í Keflavík. hann hafði áður verið kaupmaður í Reykjavík. Þar er gata kennd við hann, Fischersund, sem áður gekk undir nafninu Götuhúsastígur. Miðverslun breytti um nafn og varð Fischerverslun. Waldimar var stórhuga maður. Árið 1881 lét hann flytja húsgrind til landsins, sem sett var upp þar sem nú er Hafnargata 2. Þessi bygging var nokkuð sérstök því hún var tilsniðin í Danmörku og hver spýta tölusett svo ekki yrði ruglingur við samsetningu hússins. Þegar húsið var reist, var ekki einn einasti langli notaður í grindina, því hún var öll geirnegld. Húsið var tvílofta með nokkuð háu risi og kjalli undir því öllu. Á efri hæðinni var íbúð verslunarstjóra og á fyrstu hæð var verslun og skrifstofa og í kjallara voru vörugeymslur.
Árið 1900 keypti Duusverslunin húsið og flutti starfsemi sína þangað. Verslun Duus var seld árið 1920. Eftir það urðu mörg eigandaskipti á húsinu, en árið 1930 keypti Útgerðarfélag Keflavíkur húsið og loks eignaðist bæjarsjóður Keflavíkur það.
Tóftir gamla Keflavíkurbæjarins er á hó norðan Gömlubúðar. Fyrsta vitneskja um byggð þar er að finna í annálum. Þar segir frá Grími Bergssyni, sem varð bráðkvaddur þar árið 1649, en hann bjó þá í Ytri-Njarðvík.
Duushúsalengjan geymir Bryggjuhúsið syðst. Það var reist árið 1877. Bíósalurinn er fast við það að norðanverðu. Sagnir eru uma ð í honum hafi verið bíósýningar þegar um aldamótin 1900, en húsið var reist 1890. Þá taka við þrjár einingar fiskverkunarhúsa, reist af Guðmundi Kristjánssyni um og eftir 1930. Með tilkomu þeirra hljóp nýr kraftur í útgerðina í Keflavík. Hann lét m.a. stækka Miðbryggjuna og gera hana ökufæra vörubílum, en áður hafði hún einungis verið vagnfær.
Þjóðleiðirnar frá Keflavík til nágrannabæjanna lágu upp úr Grófinni. Sjást þær enn.Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Keflavík

Duushús og tóftir gamla keflavíkurbæjarins.

Vatnsnesviti

Keflavík hefur breytt mjög um svip á síðustu árum, ekki síst ströndin. Miklar uppfyllingar og sjóvarnargarðar hafa verið hlaðnir meðfram ströndinni. Fyrir vikið týnast menjar og örnefni sem vert er að halda á lofti.Í dag hefur myndast meðfram ströndinni nýtt landssvæði sem býður upp á marga möguleika til útivistar, einnig hefur verið lagður þar nýr vegur sem nefnist Ægisgata.

Duushús

Duushús.

Í þessari leiðarlýsingu verður farið í göngutúr meðfram ströndinni og gengin nýja Ægisgatan frá Smábátahöfninni að Vatnsnesvita og reynt verður að gera nokkrum örnefnum skil ásamt lýsingu á því sem fyrir augu ber. Smábátahöfnin er í svokallaðri Gróf, sem stundum var nefnd „Keflavíkurgróf“ eða „Duusgróf“en þar var byggð bryggja árið 1928 – 1929. Það var Matthías Þórðarson, eigandi jarðarinnar sem stóð fyrir byggingu bryggjunnar og einnig lét hann grafa þar vísi að skipakví og þaðan skurð til sjávar. Matthías flutti síðan frá Keflavík og féllu þá niður frekari framkvæmdir. Það mætti segja að draumur Matthíasar um skipakví hafi ræst þegar smábátahöfnin var tekin í notkun árið 1993.Rauða húsið á hægri hönd nefnist Bryggjuhús og var vöruhús Duusverslunar. Bryggja gekk niður undan húsinu og út í sjó, nefndist hún Duusbryggja. Steinhleðsla, sem gengur undir túnið sjávarmegin við húsið, er hluti af sjóvarnargarði er var hlaðinn um árið 1900.Þegar beygt er inn á Ægisgötuna má sjá nokkuð stóran stein með uppröðuðum steinum í kring, það er minningarsteinn um skipsskaða sem átti sér stað rétt utan við Stokkavör en svo var þetta svæði kallað.

Duusbryggja

Duusbryggja.

Svæðið sem liggur frá Listaverki Ásgríms að stóru gráu húsi framundan kallast Myllubakki. Þegar gengið er meðfram Myllubakka og horft er til hægri upp á planið þar sem verslunin Nýjung er til húsa þá var á þessum stað byggð fyrsta kirkjan í Keflavík, en sú kirkja skekktist í óveðri og var síðan rifin, síðar var núverandi kirkja byggð á þeim stað sem hún er enn. Í dag stendur á fyrrverandi kirkjuplaninu listaverkið Flug eftir Erling Jónsson.Á vinstri hönd má sjá tröllahjón úr grjóti sem virðast standa vörð um Keflavíkina! Listaverkið er eftir Áka Granz.Þegar gengið er áfram Ægisgötuna er framundan áberandi fallegt og sérkennilega formað hvítt íbúðarhús. Helgi S. Jónsson skátahöfðingi, listamaður o.fl. byggði þetta hús og kallaði það „Heljarþröm,“ hvort sem það var vegna kostnaðar við bygginguna eða staðsetningar því húsið var byggt á kletti út við ströndina. Nokkuð hár grasblettur liggur frá húsinu hans Helga þar má finna tóftir og garðhleðslur bæjar sem nefndist Hæðarendi, kemur nafnið til af því að bærinn stóð uppi á „Hæð.“ (Fyrir heimamenn á miðjum aldri og sem muna eftir Æskulýðsheimilinu og Janusi húsverði þá ólst Janus upp á Hæðarenda).Framundan á vinstri hönd sést Keflavíkurmerkið sem Helgi S. Jónsson teiknaði og Erlingur Jónsson gerði standmynd af.
Þar var uppsátur Keflavíkurbóndans og Keflavíkurkaupmanns, þar lentu áttæringar þeirra og uppskipunarbátar. Uppi á túninu ofan við Gömlu búð (rautt gamalt hús sem stendur eitt og sér við hringtorgið) voru tvö spil til að draga skipin upp.Það var í Stokkavör sem Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir komu í land þegar þau komu til Íslands eftir Kaupmannahafnardvölina.Gengið er áfram Ægisgötuna og gott að kíkja annað slagið yfir grjóthleðsluna, því enn má sjá Miðbryggjuna sem svo var kölluð. Hún var upphaflega nefnd Fichersbryggja og var þá kennd við verslun Fichers kaupmanns sem lét byggja hana, hann verslaði í húsi því sem nefnt er Fichershús að Hafnargötu 2 (gula húsið á hægri hönd).Á þeim tíma voru hér þrjár bryggjur, Duusbryggja vestast, Fichersbryggja og Norðfjörðsbryggja. Því var Fichersbryggjan nefnd Miðbryggja, að hún var í miðið.Þegar staðið er á móts við hús sem á stendur „Svarta pakkhúsið“ en var Miðpakkhúsið, og horft upp Íshússtíginn sést lítið gult tvílyft hús. Það er fyrsta skólahúsið í Keflavík.Norðfjörðsgata nefnist gatan sem liggur beint frá Kirkjunni, niður að Ungó einsog húsið var nefnt um og uppúr miðri síðustu öld. Þar má staldra við og gera sér í hugarlund umhvefið einsog það var fyrir um það bil einni öld. Í Ungóhúsinu verslaði Knutzonsverslunin og nefndist húsið þá Norðfjörðshús eftir vinsælum verslunarstjóra sem starfaði þar. Neðan frá Norðfjörðshúsi gekk bryggja sem nefnd var Norðfjörðsbryggja, í dag stendur listaverk Ásgríms Jónssonar á móts við Norðfjörðsgötu.

KeflavíkKeflavíkurmerkið stendur á svokölluðum Ósklettum eða Ósnefi, Skollanef nefnist 7-8m hár grágrýtisklettur sem gengur austur úr Ósklettum. Á hægri hönd er gamla Sundhöllin sem var tekin í notkun árið 1939 þegar sjó var dælt í laugina og voru það félagar í Ungmennafélagi Keflavíkur sem áttu veg og vanda af byggingunni. Áfram er haldið og á vinstri hönd framundan má sjá litla vík sem gengur inn í landið og er nefnd Básinn. Árið 1929 hófu þar nokkrir stórhuga athafnamenn að reisa aðstöðu fyrir útgerð. Þeir byggðu myndarlega steinbryggju og upp með henni byggðu þeir allmikil fiskvinnsluhús að þeirra tíma mælikvarða, og standa sum þeirra enn. Básinn hefur verið fylltur upp, en þó sést enn í hluta af bryggjunni.Gengið er áfram með ströndinni þar til komið er að Vatnsnesvita sem stendur á Vatnsnesklettum, vitinn var byggður árið 1921 og er 8,5 m hár. Ef gengið er yfir hlaðna sjóvarnargarðinn við vitann er komið niður á sérkennilegar steinmyndanir þar má finna svonefndann Gatklett.

Heimildir m.a.:
-Byggðasafn Suðurnesja, Örnefni og sögustaðir í Keflavík.
-Sturlaugur Björnsson, Steinabátar.
-Rannveig Kristjánsdóttir tók saman.

Vatnsnesviti

Vatnsnesviti.