Færslur

Kålund

Kristian Kaalund eða Kristian Kålund, fullu nafni Peter Erasmus Kristian Kaalund (19. ágúst 1844 – 4. júlí 1919) var danskur textafræðingur, lengst af bókavörður við Árnasafn (Den Arnamagnæanske Samling) í Kaupmannahöfn.

Kristian kålund

P.E. Kristian Kålund.

Kristian Kaalund fæddist í Søllested á Lálandi. Foreldrar hans voru Caspar Ernst Kaalund (1806–1853), sóknarprestur í Søllested, og kona hans Anna Helene Riedewaldt (1817–1888).
Kaalund var 9 ára þegar hann missti föður sinn. Hann varð stúdent frá Herlúfshólmsskólanum 1863, fór svo í Háskólann í Kaupmannahöfn og tók meistarapróf í norrænni textafræði 1869, með ritgerðinni: „Familielivet paa Island i den første sagaperiode (indtil 1030)“, sem birtist í Árbókum Fornfræðafélagsins 1870. Haustið 1872 fór Kaalund til Íslands og dvaldist þar í tvö ár. Hann ferðaðist um mestan hluta landsins sumrin 1873 og 1874 til þess að kynna sér sögustaði fornritanna. Þessar rannsóknir, sem hann jók síðar með viðbótarefni úr prentuðum og óprentuðum ritum, birtust síðar í tveggja binda riti: Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse af Island, 1877–1882. Það er enn talið undirstöðurit um íslenskar fornleifar og ómissandi handbók fyrir þá sem lesa Íslendingasögurnar, vegna ítarlegra upplýsinga, sem hann fékk m.a. hjá staðkunnugu fólki. Ritið kom út í íslenskri þýðingu 1984–1986, undir heitinu Íslenskir sögustaðir 1–4.

“Reykjanesskaginn hefur í raun og sannleika verið sem miðstöð hvers konar eldsumbrota, og þó að skaginn hafi þegar fyrir Íslands byggð verið sama útlits og eðlis sem nú, hafa þó jarðskjálfatr þráfaldlega skekið hann á sögulegum tíma, og hraunstraumar hafa runnið ofan á hina eldri frá næstum óteljandi gígum, sem opnast í fjallgörðum skagans, en þeir eru aðeins framhald af miklu meiri og víðlendari eldfjallabjálki sem liggur til landnorðurs inn í óbyggðir landsins. Slíkt hérað gat ekki verið mjög aðlaðandi fyrir fyrstu íbúana; “til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta”, segir Karli þræll Ingólfs, þegar húsbóndi hans að tilvísun öndvegissúlna nam alla Gullbringu – og Kjósarsýslu og nærliggjandi sveitir og settist að í Reykjavík, – og hvarf síðan á brott og ambátt með honum. –

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Í fornöld var landbúskapur eðlilegastur og hæfilegastur fyrir bónda, fiskveiði aftur móti í minna áliti, arðminni og einnig óvissari atvinnugrein. Fyrst eftir að ísland var komið undir yfirráð noskra konunga, hófst fiskverslun við útlönd, sem síðar varð svo mikilvæg (Maurer: Island 420-22, sbr. 412-14). Á fyrsta tímabili Íslandssögunnar var enn óþekkt þessi undirstaða framfærslu í fiskihéruðunum, sem gat í góðæri orðið til mikils framgangs efnuðum útgerðarbændum. Salan miðaðist þá við það sem landbændur keyptu; annars fiskuðu menn aðeins til eigin afnota, en hafa sennilega næstum alltaf stuðst svo og svo mikið við landbúnað. Einnig hefur það verið sjaldgæft að bændur færu sjálfir í verið niður við ströndina og tækju þar þátt í fiskveiðinni.

Selatangar

Selatangar – gömul verstöð á Reykjanesskaga.

Í þjóðveldislögunum, Grágás, er að vísu talað um “fiskiskála” á nokkrum stöðum og að fólk dvelst þar um veturinn til fiskveiða, og einnig nefna nokkra af sögunum “vermenn” (fólk sem dvelst um tíma í verstöðvum) og verstöðvar, þar sem margir komu saman, en ætla má að það hafi einkum verið lausamenn eða fólk frá fiskihéruðunum sjálfum, sem var að þessum störfum; má helst ætla það af athugunum á þessum málefnum eða þögn sagnanna um þau, en aftur á móti oftsinnis minnst á skreiðarkaup af útvegsbændum. Af þessu leiðir, að líklegt er, að ástand í Gullbringusýslu hafi í fornöld verið með allt öðrum hætti en nú. Nú er sýsla þessi ein hin mannflesta í landinu; er þar að vísu mikil fátækt, en einnig allmargir efnamenn á íslenska vísu. Á hverjum vetri eða raunar allt árið að undateknum sumarmánuðunum þremur sækir þangað fjöldi fólks, því að næstum hver bóndi frá Skafafellssýslu til Skagafjarðar kemur annaðhvort sjálfur eða sendir vinnumann til fiskveiða eina eða fleiri “vertíðir”. Þangað koma menn þúsundum saman, og búa þeir í bæjunum í hinum mestu þrengslum eða í verbúðum sem til þess eru útbúnar, og við illar aðstæður menningar gæti þetta orðið tilefni hinna margvíslegustu atburða. Þetta hefði tæplega þekkst í fornöld, án þess að um það hefði verið talað í sögunum.

Selsvellir

Selstóftir á Selsvöllum, fyrrum selstöð Grindvíkinga.

Fyrir austan Reykjanes er byggðarlagið Grindavík á suðurströnd skagans (Harðar s. 15, Gunnl. s.61). Byggðin liggur einnig hér meðfram sjónum, og er landsvipur hinn sami og fyrr hefur verið lýst. Uppi í landinu er hrjóstugt hraun, en ofar eru ýmsar hæðir og smáfjöll, sum nokkuð grasi gróin, en flest aðeins mosavaxin, jafnvel ekki einu sinni það, svört og nakin. Hraunið getur með nokkrum hætti kallast framhald af Almenningum, en gróðurminna og yngra. Þessi eru einkenni landsins, allt út til strandar, allt heim að túnum bæjanna er ekki annað að sjá en sand, blásnar heiðar og svart brunnið hraun. Byggðarlagið skortir mjög beitiland, bæði kýr og sauðfé, bæði málnytu- og geldpening verður að reka þegar á vorin frá bæjunum og til sameiginlegra selja upp undir fjöllunum; vegna þess að þarna er ekki sameiginlegt beitarland (afréttur) verða menn þar enn – eins og nokkrum öðrum svipuðum stöðum á Íslandi – að láta lömbin ganga undir ánum kefld, þ.e. með tréprjón, bundinn með bandi sem er krosslagt yfir höfuðið, liggur sem kjaftamél í munninum, svo þau geti ekki sogið. Einnig verður að reka hestana langt burtu frá bænum í hvert skipti sem þeir hafa verið notaðir. Þar er og mikil vatnsskortur. Víðast verður að notast við hálfsalt vatn úr pollum nálægt ströndinni eða úr sprungum í hrauninu, þar sem sjór fellur út og inn við hvert flóð og fjöru.”

Heimild:
-Íslenskir Sögustaðir Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island – 1877), P.E. Kristian Kålund, Sunnlendingafjórðungur I, Bókaútgáfan Örn og Örlygur Hf, 1984, bls. 17-28.

Kålund

Íslandskort Kålunds.

Þingvellir

Kristian Kaalund eða Kristian Kålund, fullu nafni Peter Erasmus Kristian Kaalund (19. ágúst 1844 – 4. júlí 1919) var danskur textafræðingur, lengst af bókavörður við Árnasafn (Den Arnamagnæanske Samling) í Kaupmannahöfn.

Kålund

Rit Kålunds.

Kristian Kaalund fæddist í Søllested á Lálandi. Foreldrar hans voru Caspar Ernst Kaalund (1806–1853), sóknarprestur í Søllested, og kona hans Anna Helene Riedewaldt (1817–1888).
Kaalund var 9 ára þegar hann missti föður sinn. Hann varð stúdent frá Herlúfshólmsskólanum 1863, fór svo í Háskólann í Kaupmannahöfn og tók meistarapróf í norrænni textafræði 1869, með ritgerðinni: „Familielivet paa Island i den første sagaperiode (indtil 1030)“, sem birtist í Árbókum Fornfræðafélagsins 1870. Haustið 1872 fór Kaalund til Íslands og dvaldist þar í tvö ár. Hann ferðaðist um mestan hluta landsins sumrin 1873 og 1874 til þess að kynna sér sögustaði fornritanna. Þessar rannsóknir, sem hann jók síðar með viðbótarefni úr prentuðum og óprentuðum ritum, birtust síðar í tveggja binda riti: Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse af Island, 1877–1882. Það er enn talið undirstöðurit um íslenskar fornleifar og ómissandi handbók fyrir þá sem lesa Íslendingasögurnar, vegna ítarlegra upplýsinga, sem hann fékk m.a. hjá staðkunnugu fólki. Ritið kom út í íslenskri þýðingu 1984–1986, undir heitinu Íslenskir sögustaðir 1–4.

Kristian Kålund segir m.a. eftirfarandi fróðlegt um Þingvelli:

Brúsastaðir

Hlautsteinn við Brúsastaði.

“Um Mosfellsheiði liggur leiðin að hinum gamla þingstað, Þingvöllum. Farið er framhjá fyrst bæ í Þingvallasveit, Kárastöðum (norðar eru Brúsastaðir, og er sagt, að þar sé hringmynduð tóft, nefnt “Hof”), þá þegar er mikið stöðuvatn, Þingvallavatn, komið í augsýn ásamt fjöllunum handan vatnsins. Þá liggur vegurinn allt í einu niður milli hraunkletta, beygir skyndilega til vinstri og breytist í brattan stiga, sem liggur meðfram klettunum milli hraunrana niður í gjárbotninn. Þar er sem sé Almannagjá, sem nú er verið að fara niður í og vegurinn liggur gegnum eða réttara sagt á ská með háum vesturveggnum. Niður af þverhnípinu steypist eins og glitrandi hvítt band fallegur lítill foss, þar er Öxará og kemur að vestan.

Öxurárfoss

Öxarárfoss.

Þegar Ketilbjörn fór í landkönnunarferð sinni frá Skálabrekku (þar sem hann hafði reist skála) kom hann, segir í Landnáma 385, að á þar sem þeir misstu öxi sína, og nefndu ána því Öxará. Sturl. I 57 bætir hér við mjög einkennilegri frásögn – sem er þó sennilega ekki annað en heimildarlaus sögusögn ð að ánni hafi síðan verið “veitt í Almanngjá og fellur nú um Þingvöll”. Það er sem sé ekki auðskilið hvers vegna menn hefðu farið að gera sér það ómak að veita Öxará, sem vestan Almanngjár rennur um lítt gróna hraunsléttu, niður í þetta gljúfur, hefði farvegur hennar ekki verið upphaflega þar; ekki verður heldur séð, hvernig hún hefði átt að renna í Þingvallavatn án þess að renna í Almannagjá. (Mjög glöggur farvegur liggur til vesturs frá Öxará. Hefst hann við ána rétt fyrir vesta Öxarárbrú vestur af Almanngjá, þá austan við Kárastaði og loks út í Þingvallavatn skammt austan Skálabrekku. Hefur Kålund ekki athugað staðháttu á þessum stað og telur frásögnina sennilega ekki annað en heimildarlusa sögusögn. Þremur árum eftir að I. b. bókar Kålunds kom út, kom Sigurður Vigfússon á staðinn (1880) og skoðaði farveginn rækilega og tók m.a. fram, að vatnasnúnar klappir sjáist í farveginum skammt austan Skálbrekku og sé hann kallaður “Árför” eða “Árfar”, en fram undan árósnum heiti í vatninu “Urrðarálar” og “Árfarsgrynning” þar í kring. Kålund og Guðni Jónsson telja báðir erfitt að sjá, hvers vegna menn hefðu farið að gera sér það ómak að veita ánni niður í Almannagjá. En Jón Jóhannesson bendir á augljósa ástæðu. Hann aðhyllist skýringu Sigurðar Vigfússonar (Árb. Fornl. 1880-81) og segir síðan; “Það virðist því lítil ástæða að rengja þessa sögu, enda var það mikið hagræði fyrir þingsækjendur að hafa gnægð af fersku vatni á völlunum, auk þess sem ekki þarf að ætla fornmönnum, að þeir hafi verið sljóir fyrir þeim fegurðarauka, sem Öxará með fossi sínum er þingstaðnum”.

Þingvellir

Öxará loftmynd. Enn er óljóst hvort áin hafi verið breytt í farvegi fyrrum eða hvort hún hafi einfaldlega breytt sjálf um farveg eftir jarðskjálftan  1789.

Árið 1789 varð mikill jarðskjálfti í þessum landshluta, Þingvallahrauni (þ.e. svæðinu milli Almanngjár og Hrafnagjár), og vatnið breyttist, norðurströndin seig niður fyrir vatnsborð; einnig varð hrun í Almanngjá, og á mörgum öðrum stöðum hrundu klettar. Fram að þeim tíma hafði þjóðleið til og frá Þingvöllum legið meðfram hallanum fyrir neðan austurbarm Almanngjár, og enn sjást merki um reiðgötur þar, en fast niður við vatnið lá leiðin þvert yfir sprungur og hraun – eða raunar þar fyrir neðan. Við landsig það sem varð af jarðskjálftanum, komst gamli vegurinn víða undir vatn og var lagður af (Um breytingar á Þingvallahrauni í jarðskjálftanum 1789, sjá Espólín, Árb. IX, b. 61. Við þetta má bera saman Nturhistorie-Selskabets Skriver III. B., útdrátt úr dagbók Sveins Pálssonar; hann segir þar (191), að við jarðskjálftann 1789 hafi allt landssvæðið milli Almanngjár og Hrafnagjár “sigið rúmelga alin eða meira, og var það auðséð á klettunum norðan til í Almanngjá, þar sem mátti mæla, hversu mikið jörðin hafi sigið, og hið sama má sjá að austanverðu á landinu við Hrafnagjá, en greinilegust sönnun var Þingvallavatnið sjálft, sem gekk langa leið yfir strendur sínar að norðan, en þornaði að sunnan. (Ferðabók 100)).
Þessi staður var valinn samkvæmt Íslendingabók (8) til allsherjar þingstaðar við stofnun Alþingis árið 930, eftir að Grímur geitskór (geitskör) hafði ferðast um Ísland í þrjú ár til að leita að Þingstað, og síðan hefur alþingi (hið yngra alþing), eða eins og síðar var kallað, eftir að landið hefði misst sjálfstæði sitt, Öxarárþing” verið haldið þar, þangað til að það síðasta sem eftir var af gamla alþinginu hvarf í lok síðustu aldar.
Náttúran hefur gert allt til að staðurinn væri hinn hentugasti til þinghalds (ekki aðeins staðurinn sjálfur er hagkvæmur, heldur enn fremur lega hans), og tilviljun hjálpaði einnig til, að landið lá á lausu. Maður er átti land í Bláskógum, hafði verið gerður sekur fyrir þræls morð eða leysingja er Kolur hét. Land það varð síðan allsherjarfé, en það lögðu landsmenn til alþingis neyslu. “Af því er”, heldur Íslendingabók áfram, “þar almenning að viða til alþingis í skógum og á heiðum hagi til hrossa hafnar.”
Við Kol er kennd, segir á sama stað, gjá sú, er síðan er kölluð Kolsgjá (Colsgeá) þar sem “hræin” (flt) fundust.
Enginn veit nú neitt um Kolsgjá. Árni Magnússon, sem með mestu gaumgæfni safnaði fróðleik í meira en 40 ár til áðurnefndrar þýðingar Íslendingabókar, sem hann vann að frá því fyrir 1688 og allt til dauða síns 1730, tekur fram með tilliti til Kolsgjár: Kolsgjá er mér sögð að sé sunnanvert við pláss það er Leirur kallast norður frá Þingvelli – og bætir því við, að heimildarmaður hans hafi verið séra Þorkell Árnason (Dómkirkjuprestur í Skálholti 1703-7, sennilega sonur Árna prófasts Þorvarðarsonar, prests á Þingvöllum 1677-1702; sjá “Prestatal” Sveins Níelssonar IV. 17. sbr. IV. 14), en séra Þorkell hafði það eftir mönnum, sem höfðu heyrt séra Engilbert nefna þess gjá þannig. Séra Engilbert Nikulásarson var prestur á Þingvöllum 1617-69 (Prestatal Sveins Níelssonar IV. 14). (Kolsgjá er sem sagt suðurendi Sleðásgjár, sunnan við Leirur).
Bærinn Þingvöllur (nú prestsetur) er í nánu sambandi við Alþingi, einnig kirkja og kirkjugarður. Fast fyrir vestan prestsetrið er kirkjugarðurinn rétt við ána, kirkjan aftur á móti er nú norðan við bæinn á túninu, sem liggur nokkuð hátt. Samkvæmt Heimskringlu (II. 214), sbr. Flateyjarbók (III. 247, 344) má ætla, að Ólafur helgi hafi fyrstur látið reisa kirkju á Þingvelli; þó er nefndur í Njálu nokkrum árum áður “bænda kirkjugarður” (312). Ólafur gaf við til kirkjunnar og klukku mikla (þá sem enn er þar); seinna sendi Haraldur harðráði aðra klukku til kirkjunnar. Hann hefur sennilega einnig sent við til smíðar hennar, a.m.k. er sagt (Kristni s. 30, Hungrv. 71), að í ofviðri á dánarári Gissurar biskups (1118) braut kirkju á Þingvelli, þá er Haraldur konungur Sigurðarson hafði gefið við til.
Finnur Jónsson segir í Kirkjusögu sinni (IV. b. sbr. Espólín, Árb. II 38-39), að Alexíus Pálsson, síðasti ábóti í Viðey, hafi fyrst) í upphafi 16. aldar) verið prestur á Þingvelli, og hann hafi látið flytja kirkjuna frá kirkjugarðinum, þar sem hún var, á þann stað þar sem hún er nú, vegna vatns sem vall upp úr jörðinni, og segir að sýndir séu stórir steinar, nefndir Ábótasteinar, í kirkjuvegg, sem þessi afar sterki maður á einn að hafa flutt.

Þingvallakirkja

Þingvallakirkja – alinsteinnin sést framan við kirkjuna.

Í Þingvallakirkju sagði lögsögumaður upp lögin, ef veður var illt (Grg. 117. gr.); þar voru þingheyjendur við guðsþjónustu, svo sem sjá má af sögum.
Um áðurndnda Ábótasteina segir Þingvallaprestur í fornminjaskýrslu sinni (1817), að Alexíus eigi að hafa flutt frá einhverums tað tvo steina, sem hér séu hvor í sínum kirkjukampi, og hinn þriðja, sem liggi fyrir kirkjudyrum. Steinninn í nyrðri vegg er sagður 2 álna hár og mjög breiður, en hinir 2 1/4 alin hvor, og sá sem er í suðurkampii sé stærstur og úr þyngstu bergi. Á honum og þeim sem liggur gagnvart dyrum á að vera gamalt alinmál. – Samkvæmt lagagrein, sennilega frá því um 1200 (Dipl. Isl. I 309, einnig prentað í Grágás II 250), var þá kvarði merktur á kirkjuvegg á Þingvöllum og í sjálfum lögunum, þar sem ákveðið var fyrir ókomna tíma við mælingu klæðis að nota stiku álnar langa; einnig var ákveðið að slík stika skyldi vera nerkt við hverja graftarkirkju.
Vant var að segjam hvort nokkuð er varðveitt af þessu gamla lengdarmáli sem merkt var á kirkjuvegg á Þingvöllum. Páll Vídalín segir í Fornyrðingum lögbókar í greininni “alin” (þar sem hann reynir að sýna að gamla íslenska alinin hafi verið 18 1/2 þuml., og þvi hefði stikan verið um það bil ein sog enskur yard; sjá Dipl. Isl, I 306-308), að enginn um hans daga hafi þekkt þennan stein á kirkjuvegg á Þingvöllum, sem gamla alinmálið hafði verið höggvið á, og þar að auki bendir hann á, að kirkjan var flutt af sínum gamla stað. Þó segist hann hafa heyrt að á tímum þeirra sem lifðu í bernsku hans, hafi enn mátt sjá steininn í kirkjuveggnum.

Þingvellir

Alin-málssteinninn framan við Þingvallakirkju – letur.

Jón Ólafsson frá Grunnavík segir í orðabók sinni undir orðunum “alin” og “kvarði” að presturinn á Þingvöllum, Markús Snæbjörnsson (sennilega þegar hann bjó hjá honum um þingtímann 1744) að þegar hann nálægt 1740 var að endursmíða kirkjuna, hefði hann fundið í grunninum bjarg, sem á var merkt alin, styttri en venjuleg alin (þá var venjulega notuð á Íslandi Hamborgaraalin, 21 9/11 þuml. löng (sjá Dipl, Isl. I 307), og áleit hann að þar hefði verið gamla íslenska alinmálið, sem átti að vera merkt á kirkjuvegg á Þingvöllum. Þennan stein hafði prestur látið setja í vegginn að utan, svo allir gætu séð hann utan frá. Jón Ólafsson bætir við, að seinna hafi fólk sem kom á þingstaðinn, mælt alinmálið sem í steininn var höggvið, og fundið að að það kom nákvæmlega heim við þá lengd sem Páll Vídalín hafði sagt vera hina elstu íslensku alin. Fornminjaskýrslan frá upphafi þessarar aldar bendir ekki aðeins á einn, heldur tvo steina sem gamla alinmálið á að vera merkt á; af þeim var þó aðeins annar í kirkjuvegnum, en hinn fyrir framan kirkjudyr, stakur. Af honum er til teikning ásamt lýsingu eftir þáverandi kammerjunkt Teilmann, sem heimsótti Ísland 1820, af athugasemdum við teikninguna má sjá að þá hefur verið litið svo á að þvert yfir framhlið steinsins lægi lárétt lægð, um 5 kvartila löng, er skyldi sýna alinmálið (sem hefur þá nánast verið “stika”).
Einnig nú stendur fyrir kirkjudyrum steinn og talið er á hann sé höggvið alinmálið, sem er alveg eins og Teilmann sýndi. Auk áðurnefndrar lægðar er á framhlið steinsins níu mislöng skáset þverstrik, og er nú almennt litið svo á, að þau komi við alinmálinu, en Teilmann virðist ekki hafa ætlað þeim neina merkingu. Eru um 19 þuml. milli ystu (sem se nálægt því sem íslensk alin var). Varla er vafi, að þessi álnasteinn er hinn sami og Teilmann teiknaði, og sá sem Teilmann fann fyrir kirkjudyrum er hinn sami og fornminjaskýrslan lýsir, Ekki er gott að segja, hvar sé að leita hins álnasteinsins, þess í kirkjuveggnum, því að gamla torfkirkjan var rifin 1859 og timburkirkja kom í staðinn. Hitt verður að liggja milli hluta, hvort einhver þeirra álnarsteina sem nefndir eru í fornminjaskýrslunni, er sá sem Markús Snæbjörnsson fann (Sigurður Guðmundsson telur í “skýrsu um Forngripasafn Íslands I 117, að núverandi alinmálasteinn á Þingvöllum sýni hið rétta gamla alinmál, sem hann segir 17 1/1 þuml.”
Sjá meira um alinsteininn á Þingvölllum HÉR.

Heimild:
-Íslenskir Sögustaðir Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island – 1877), P.E. Kristian Kålund, Sunnlendingafjórðungur I, Bókaútgáfan Örn og Örlygur Hf, 1984, bls. 65-106.
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Þjóðminjasafnið 2006.

Þingvellir

Þingvellir 1866.

Gullbringu- og Kjósarsýsla

Í Wikipedia segir eftirfarandi um P.E. Kristian Kålund, en hann skrifaði m.a. “Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island – 1877”. Þar fjallar hann um helstu sögustaði Íslands. Einn þeirra er Reykjavík.

Kristian kålund

P.E. Kristian Kålund.

“Kristian Kaalund eða Kristian Kålund, fullu nafni Peter Erasmus Kristian Kaalund (19. ágúst 1844 – 4. júlí 1919) var danskur textafræðingur, lengst af bókavörður við Árnasafn (Den Arnamagnæanske Samling) í Kaupmannahöfn.
Kristian Kaalund fæddist í Søllested á Lálandi. Foreldrar hans voru Caspar Ernst Kaalund (1806–1853), sóknarprestur í Søllested, og kona hans Anna Helene Riedewaldt (1817–1888).
Kaalund var 9 ára þegar hann missti föður sinn. Hann varð stúdent frá Herlúfshólmsskólanum 1863, fór svo í Háskólann í Kaupmannahöfn og tók meistarapróf í norrænni textafræði 1869, með ritgerðinni: „Familielivet paa Island i den første sagaperiode (indtil 1030)“, sem birtist í Árbókum Fornfræðafélagsins 1870. Haustið 1872 fór Kaalund til Íslands og dvaldist þar í tvö ár. Hann ferðaðist um mestan hluta landsins sumrin 1873 og 1874 til þess að kynna sér sögustaði fornritanna. Þessar rannsóknir, sem hann jók síðar með viðbótarefni úr prentuðum og óprentuðum ritum, birtust síðar í tveggja binda riti: Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse af Island, 1877–1882. Það er enn talið undirstöðurit um íslenskar fornleifar og ómissandi handbók fyrir þá sem lesa Íslendingasögurnar, vegna ítarlegra upplýsinga, sem hann fékk m.a. hjá staðkunnugu fólki. Ritið kom út í íslenskri þýðingu 1984–1986, undir heitinu Íslenskir sögustaðir 1–4. Kaalund fékk doktorsnafnbót 8. maí 1879 fyrir hluta þessa verks (kaflann um Norðlendingafjórðung).
Eftir að hann kom frá Íslandi, varð hann (1875) kennari við Metropolitanskólann í Kaupmannahöfn (aðjúnkt 1880), en lét af því starfi vorið 1883, þegar hann varð ritari Árnanefndar og bókavörður við Handritasafn Árna Magnússonar. Mikilvægasta verk hans þar, var heildarskrá um handritasafnið, sem kom út í tveimur bindum 1889–1894. Slíka skrá hafði sárlega vantað, og nokkrir gert atlögu að verkinu, m.a. Jón Sigurðsson forseti, en með verki Kaalunds varð safnið loks aðgengilegt fræðimönnum. Árið 1900 gaf hann út sambærilega skrá yfir forn íslensk og norsk handrit í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn og Háskólabókasafninu. Þar birti Kaalund ítarlega ritgerð um söfnun og varðveislu handritanna fornu.

Kålund

Kålund á efri árum.

Sem bókavörður við Árnasafn, og ritari í Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur (frá stofnun þess 1879) og í Fornritanefnd Fornfræðafélagsins (eftir Konráð Gíslason 1891), hafði Kaalund mikil áhrif á útgáfustarfsemi á sviði íslenskra fornrita, og gaf sjálfur út nokkur rit. Mikilvægust er vönduð útgáfa hans á Sturlunga sögu 1906–1911. Útgáfa hans á Palæografisk Atlas, með fjölda sýnishorna af dönskum, norskum og íslenskum handritum, hafði mikla þýðingu fyrir rannsóknir á þróun skriftar á Norðurlöndum á fyrri öldum.
Á síðustu árum sínum fékkst Kaalund einkum við sögu Árnasafns, og gaf út heimildir um líf og starf stofnandans, Árna Magnússonar. Hefur hann eflaust ætlað að setja kórónuna á það verk með ítarlegri ævisögu Árna, en hann dó frá því verki.
Í Íslandsför sinni lærði Kristian Kaalund að tala íslensku, og bar síðan hlýjan hug til þjóðarinnar. Fékk hann brátt áhuga á sögu Íslands á síðari öldum, sem kom honum að gagni þegar hann skrifaði æviágrip fjölda Íslendinga í Dansk biografisk leksikon, 1887–1905, og greinar um Ísland i Nordisk konversations-leksikon, 3. útg.
Þegar Kristian Kaalund varð sjötugur, 1914, gaf Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn út afmælisrit honum til heiðurs, með æviágripi hans eftir Finn Jónsson og greinum sex íslenskra fræðimanna. Afmælisrit til dr. Phil. Kr. Kålunds, bókavarðar við Safn Árna Magnússonar, 19. ágúst 1914, Kaupmannahöfn.
Kristian Kaalund var ógiftur og barnlaus. Við fráfall hans, 1919, arfleiddi hann Hið íslenska fræðafélag að öllum eigum sínum.
Hann varð félagi í Vísindafélaginu í Kristjaníu 1899, í Vísindafélaginu danska (Videnskabernes Selskab) 1900 og Sænska vísindafélaginu (Kungliga vitterhets-, historie- og antikvitets akademien) 1910. Hann varð riddari af Dannebrog 1907. Hið íslenska bókmenntafélag kaus hann heiðursfélaga 1897.
Kristian Kaalund ferðaðist um allt Ísland til þess að skoða og skrá þekkta sögustaði og sögusvið Íslendingasagna. Í bók sinni, Bidrag til en topografisk-historisk Beskrivelse af Island eða Íslenskir sögustaðir, lýsir Kaalund landslaginu og fornum minjum sem hann taldi að tengdust Íslendingasögum eða vörpuðu ljósi á þær. Einnig skráði hann sagnir og munnmæli sem tengdust rústum og fornum grafhaugum. Hann notaði margskonar heimildir og studdist t.d. við örnefni og staðbundnar hefðir auk eigin athugana á rústum sem hann skoðaði. Hann bar vettvangsathuganir sínar saman við upplýsingar sem hann fann í sóknarlýsingum og gögnum frá Konunglegu fornminjanefndinni í Danmörku auk margvíslegra annarra heimilda. Árið 1882 gaf Kaalund út ritgerðina Islands Fortidslævningar eða “Icelandic Antiquities”, þar sem að hann skráði niður alla þekkta heiðna grafstaði. Hann efaðist um að það væri mikill fjöldi af heiðnum grafreitum vegna þess að fyrstu landnámsmennirnir komu til landsins á seinni hluta 9. aldar og svo var kristnin tekin upp árið 1000, samkvæmt Íslendingabók og Landnámabók .

Kålund

Bók Kålunds um “Íslenska sögustaði”.

Í leiðangri sínum leitaðist Kaalund við að fara á alla þá staði sem getið er í Íslendingasögunum (nokkur svæði urðu þó útundan), lýsa þeim rústum sem taldar voru tengjast sögunum og átta sig á staðháttum m.a. með tilliti til þess hvort leiðalýsingar sagnanna væru raunhæfar. Hann taldi að með því að skoða staðhættina mætti varpa ljósi á óskýr atriði í sögunum og jafnvel skera úr um hvaða textar væru upprunalegastir þar sem sögurnar voru varðveittar í mismunandi gerðum. En hann hafði líka áhuga á því að varpa almennu ljósi á söguöldina með því að skoða staðhætti og fornleifar og lagði því líka áherslu á að skoða ummerki um stofnanir þjóðveldisins, hof og þing. Hann athugaði marga slíka staði þó þeirra væri ekki endlilega getið í sögunum og lagði víða grunninn að frekari rannsóknum. Hann skráði t.d. um 60 staði þar sem hann taldi að hof hefðu verið í heiðni, m.a. á Hofstöðum í Mývatnssveit þar sem Daniel Bruun átti seinna eftir að gera mkikinn uppgröft og þar sem mikla rannsóknir fóru aftur fram 1991-2002.
Kaalund kom einnig á marga af þeim stöðum sem taldir eru hafa verið þingstaðir á þjóðveldisöld og tókst á við þann vanda að reyna að skilgreina slíka staði útfrá minjum sem sáust á yfirborði. Á mörgum slíkum stöðum fann hann þyrpingar af ferhyrndum rústum, sem hann taldi vera búðir, og svo annaðhvort ferhyrndar eða hringlaga rústir sem hann taldi vera dómhringa. Á sumum þingstaðanna taldi hann einnig hafa verið þingbrekku. Mjög oft voru það örnefni eins og “þing” eða “búð” sem komu honum á sporið þar sem hann leitaði þingstaða.
Kaalund beitti hvergi uppgrefti við rannsóknir sínar en lýsingar hans og skilgreiningar á minjastöðum lögðu grundvöllinn að frekari rannsóknum á næstu áratugum. Hið Íslenzka fornleifafélag var stofnað 1879 og áttu rannsóknarmenn þess, Sigurður Vigfússon og Brynjúlfur Jónsson frá Minna Núpi, eftir að heimsækja flesta þá staði sem Kaalund skráði, enduskoða sumar af túlkunum hans en þó oftar að bæta við ítarlegri lýsingum. Stórt hlutfall friðlýstra minjastaða í dag var fyrst lýst af Kristian Kaalund.”

Í ritinu um Íslenska Sögustaði (Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island – 1877), skrifar P.E. Kristian Kålund m.a. um Sunnlendingafjórðung. Þar getur hann um “sögustaðinn” Reykjavík, sem fyrr segir:

Gullbringusýsla – Reykjavík

Reykjavík

Reykjavík 1935.

Þetta landsvæði er mestur hluti þess flæmis, er Ingólfur nam, fyrsti og frægasti landnámsmaðurinn. Settist hann að í Reykjavík, en næsta umhverfi bæjar varð búland hans. Land það er Ingólfur á eftir að lokum, er eigi mjög stórt miðað við hið mikla flæmi er hann nam í upphafi, þ.e. milli Hraunsholtslækjar og Úlfarsár. Hraunsholtslækur rennur úr Vífilsstaðavatni í Arnarnesvog. Úlfarsá kemur úr Hafravatni, rennur til vesturs sunnan við Úlfarsfell, beygir síðan til vesturs vestan við Lambhaga og fellur í litla vík sem nefnist Blikastaðakró. Úlfarsá breytir síðan um nafn, nefnist Korpustaðaá eða Korpa, fyrst sennilega aðeins neðri hlutinn í grennd við Korpúlfsstaði. Í þessu landi Ingólfs eru þó Vífilsstaðir, land það er hann gaf Vífli leysingja sínum.
Reykjavík hét áður Reykjarvík, í Íslendingabók Raikjarvic. Vík nefnist staðurinn í Kjalnesinga sögu, sem er skáldsaga. Hér er einn merkasti staður landsins, það er óhætt aðs egjam en þó einn af þeim sem sjaldnast er nefndur í fornum sögum.
Sennilega hefur ætt Ingólfs átt Reykjavík alllengi. Þorsteinn sonur Ingólfs var stofnandi Kjalarnesþings. Hans sonur var Þorkell máni, en Harðar saga Grímkelssonar segir að hann hafi búið þar. Hann lifði samkvæmt vitnisburði sgana svo hreinlega sem kristnir menn, er best eru siðaðir, og virðist helst hafa haft hugboð um kristnina. Síðan þegja allar heimildir um Reykjavík langan tíma. Árið 1616 fær Kristján IV jörðina ásamt kirkju í skiptum fyrir nokkrar aðrar jarðir. Var Reykjavík á allvænleg jörð. Magnús Ketilsson segir í Forordinger II, 265, að nokkurn hluta jarðarinnar virðist krúnan þó hafa átt síðan 1590 (sjá Finnur Jónsson Hist. eccl. III. 35), það ár flæmdi sem sé konunglegur befalingsmaður, Laurids Kruse, Orm Narfason frá nokkrum hluta jarðarinnar, Reykjavík, en við móður hans og þrjá bræður voru makaskiptin gerð árið 1616.

Ingólfsnaust

Ingólfsnaust.

Árið 1786 fékk Reykjavík kaupstaðaréttindi ásamt nokkrum öðrum verslunarstöðum, þegar verslun var gefin frjáls öllum dönskum þegnum.
Reistir höfðu verið veglegir bústaðir á landareignum umhverfis Reykjavík handa ýmsum hinna æðri embættismanna, en nú fluttust þeir smám saman til bæjarins, stiftamtmaðurinn þegar 1816, eftir að fangahúsinu hafði verið breytt í þeim tilgangi og samtímis fjölgaði íbúum bæjarins mjög hratt, miðað við aðstæður. Um aldmót voru íbúar Reykjavíkur 300, 1840 var íbúatalan um 900, 1870 var hún komin upp í 2000 og þessi aukning virðist ætla að halda áfram. Nú er Reykjavík ekki svo lítilfjörlegur bær að sjá, húsin eru dreifð yfir tiltölulega stórt landsvæði, því þau eru ekki sambyggð, heldur standa stök og umhverfis þau er afgirtur blettur eða lítill garður; utan við bæinn sjálfan standa svo að segja á allar hliðar hópar af torfhúsum, svokallaðir bæir, en þetta eru bústaðir hinna mörgu fiskimanna. Húsin í bænum eru eru nær öll hin svokölluðu timburhús, þ.e. grindamúr og timburklædda að utan, en loft og skilrúm hið innra eru einnig úr tré. Þessi hús eru smekklega máluð og vel við haldið, geta þau verið snotur að sjá, þegar men hafa vanist timburklæðningunni.
Samhliða stækkun bæjarins hefur fækkað arfsögnum um fornminjar. Í bréfi til Finns Magnússonar þegar 1821 kvartar presturinn t.d., sem þá var yfir því, að þar í sókn séu alls engar sögulegar minjar. E.Ó. (1041, bls.) skýrir frá, að enn megi sjá í Reykjavík tóftina (í sambandi við notkun orðsins “tóft” er ef til vill ekki ónauðsynlegt að taka fram, að í þessu riti er það notað í íslenskri sérmerkingu; þýðir það sem sé veggur þaklaustar byggingar ásatmt rýmingu innan þeirra, eða leifar húss, þar sem þakið er horfið) af skipsnausti Ingólfs, sem nefndist Ingólfsnaust, en um það veit nú enginn, ekki þekkist heldur nafnið Ingólfsbrunnur um vatnsbólið góða í Reykjavík, sem Skúli Magnússon minnist á í lýsingu sinni á Gullbringu- og Kjósarsýslu; miðað við legu legu hans og gæði vatnsins mætti ætla, að hann væri hinn sami og helsti brunnur bæjarins nú í hinni gömlu aðalgötu (Aðalstræti).”

Vatnspóstur

Vatnsberar í Reykjavík um aldamótin 1900.

  • -(Innskot; saga Reykjavíkur er ekki bara saga landnámsmanns, höfðingja og annarra stórbusa. Hún er ekki síður saga almúgans. Meðal þeirra var Sæfinnur Hannesson); Ingólfsbrunnur, milli húsanna Aðalstrætis 7 og 9, var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur um langt skeið en þangað sóttu Víkurbæirnir og aðrir nálægir bæir vatn sitt. Brunnurinn hefur gengið undir ýmsum nöfnum eins og víkurpóstur, vatnspóstur og prentsmiðjupóstur. Heitið vatnspóstur kom til eftir að í hann var sett dæla og menn töluðu um að „pósta“ upp vatninu en nafnið prentsmiðjupóstur kom til eftir að Landsprentsmiðjan var flutt úr Viðey í næsta hús við brunninn. Notkun brunnsins lagðist af með lagningu vatnsveitunnar árið 1909. Talið er að um aldamótin 1900 hafi 34 brunnar verið í Reykjavík.
Sæfinnur

Sæfinnur Hannesson.

Með vaxandi þéttbýlismyndun varð til sérstök stétt fólks sem sá um að bera vatn í hús heldra fólks, svonefndir vatnsberar. Einn þessara vatnsbera var Sæfinnur Hannesson, betur þekkur sem Sæfinnur með sextán skó. Kemur nafngiftin til af því að það var siður Sæfinns að klæða sig í mörg lög af fötum og jafnvel mörg pör af skóm, sumir segja allt að átta pör! Eins og með aðra vatnsbera þá var litið niður á Sæfinn og sagt var að hópur krakka hafi gert sér það að leik að elta hann um bæinn og syngja þessa vísu:

Sæfinnur með sextán skó,
sækir vatn og ber heim mó.
Á ‘ann festir aldrei ló,
af því hann er gamalt hró.

Saga Sæfinns Hannessonar lýsir vel mannlegum harmleik og hversu stutt er á milli samfélagslegar viðurkenningar og útskúfunar. Sæfinnur var sagður hafa verið ósköp venjulegur unglingur, vel gefinn og myndarlegur. Hvað svo gerðist veit kannski enginn en sagan segir að stóra ástin í lífi hans hafi svikið hann í tryggðum með þeim afleiðingum að Sæfinnur beið hennar allt sitt líf og safnaði peningum til að undirbúa afturkomu hennar. Sæfinnur brotnaði endanlega þegar fleti hans og eigum var hent úr útihúsi við Glasgow-verslunina í nærliggjandi fjöru. Þetta gerðist 10. júlí 1890 en Sæfinnur lést árið 1896.

Ingólfsbrunnur

Ingólfsbrunnur.

“Reykjavík er, og ekki síst á Íslandi sjálfu, onlbogabarn náttúrunnar. Í nágrenni bæjarins er lítið um grösugt jafnlendi, sem er ímynd frjósemi og blómlegs landbúnaðar og íbúarnir telja fremsta skilyrðu fagurs landslags. Fyrir handan (þ.e. fyrir sunnan) tjörnina liggur mýrardrag þvert yfir nesið, en annars ber fyrir augu aðeins gróðurlausar hæðir þaktar stórgrýti og hnullungum, smáum og stórum, hin svonefndu “holt” eða flöt malarflæði, sem nefnast “melar”, allt með moldarlit og ömurlegt útlits.
Til uppbótar fyrir óskemmtilegt útlit hið næsta, getur fjærsýnið aftur á móti verið miklu fallegra. Handan Kollafjarðar, innsta hluta Faxaflóa, sem er nokkurra mílna breiður, svífa sjónir til að festast þeim mun lengur við hinn hrífandi bogadregna fjallbálk, sem afmarkar útsýni til norðurs. Þar liggja eins og í boga þrjú fjöll, Esja, Skarðsheiði og Akrafjall og virðast mynda samfellda röð, enda þótt hin síðarnefndu séu aðskilin frá Esju með löngum og mjóum firði, Hvalfirði.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Kristian_Kaalund
-Íslenskir Sögustaðir Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island – 1877), P.E. Kristian Kålund, Sunnlendingafjórðungur I, Bókaútgáfan Örn og Örlygur Hf, 1984, bls. 1-15.
-https://afangar.com/atvinnusaga/ingolfsbrunnur/

Esja

Esja – örnefni: “Ein af fáum dásemdum Reykjavíkur”.