Færslur

Hengill

Páll Imsland skrifar um “Þróun jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa – sprungumyndunarsögu” í Náttúrufræðinginn árið 1985.

Inngangur

Páll Imsland

Páll Imsland.

Kenningin um landrek og tilurð jarðskorpu á gliðnandi plötumótum, gerir betur grein fyrir myndun, þróun og ástandi íslensku jarðskorpunnar en nokkurt annað tiltækt hugmyndakerfi.
Það sem hér verður útlistað um almennt jarðfræðilegt ástand og þróun skorpunnar á Suðvesturlandi er gert innan ramma plötukenningarinnar, sem er óneitanlega frjóasta og notadrýgsta heildarmynd, sem jarðfræðin hefur átt. Á fáum stöðum á jörðinni tala merkin ljósar á máli þessarar kenningar en einmitt hérlendis. Samhengið í jarðfræðilegri þróun er tiltölulega auðsætt hér, þó flókið sé, og samband „strúktúra” og þeirra ferla, sem eru orsök þeirra, liggur ljósar fyrir en almennt gerist. Veldur því bæði, að landið er í hraðri myndun og eins hitt, að það er gróðursnautt, svo opnur eru yfirleitt mjög góðar í berggrunninn.
Það er vegna þessa, sem Ísland gegnir gjarnan lykilhlutverki í jarðfræðilegum rannsóknum, er beinast að skilningi á jörðinni í heild.

Um sprungusveima og megineldstöðvar og hlutverk þeirra í jarðskorpumyndun
Sprungur
Íslenska jarðskorpan verður til í rek- og gosbeltinu. Á Suðvesturlandi liggur þetta belti um Reykjanesskagann og Hellisheiðar-Þingvallasvæðið í átt til Langjökuls. Framhald þess til suðurs er sjálfur Reykjaneshryggurinn.

Sprungur

Sprungur ofan Grindavíkur.

Flói og Ölfus liggja á nýmynduðum vesturjaðri Evrópuplötunnar, er rekur til austurs með u.þ.b. 1 cm hraða á ári að meðaltali. Höfuðborgarsvæðið liggur hins vegar á nýmynduðum austurjaðri Ameríkuplötunnar, vestan við rekbeltið, og rekur með líkum hraða til vesturs (Leó Kristjánsson 1979). Landið verður því eldra, sem lengra kemur frá rekbeltinu. Nýtt land er ætíð að myndast í rekbeltunum. Það verður til, þar sem spennuástand í jarðskorpunni veldur því, að landið brotnar upp og myndar langar sprungnar ræmur eða spildur, sprungusveima. Þeir eru virkastir inn til miðjunnar, en jaðrar þeirra og endar eru venjulega minna sprungnir og eins er þar heildartilfærslan á sprungunum minni.
Myndun nýrrar jarðskorpu í sprungusveimnum á sér stað samfara gliðnuninni. Það gerist á þann hátt að bergkvika neðan úr möttli jarðar streymir upp í sprungurnar og storknar þar eða vellur að hluta út yfir umhverfið í eldgosum. Þessi nýmyndun jarðskorpu á sér ekki stað á einni ákveðinni sprungu, heldur dreifist hún á nokkrar þyrpingar sprungna, sprungusveimana. Á milli sjálfra sprungusveimanna er oftast minna um alla virkni. Stærð sprungusveima og afstaða þeirra hvers til annars er breytileg svo og framleiðslumynstur þeirra og e.t.v. „lífslengd”. Á Reykjanesskaganum liggja sprungusveimarnir skástígt og að allverulegu leyti samsíða. Annars staðar á landinu hliðrast þeir meira til á langveginn, svo að samsíða spildur þeirra eru tiltölulega styttri.
Sprungur
Hver sprungusveimur þekkist á yfirborði af þrem gerðum sprungna: misgengjum, gjám og gossprungum. Misgengin mynda stalla í landslaginu og um þau hliðrast jarðlögin, sem þau skera, mest í lóðrétta stefnu.

Þingvellir

Misgengi á Þingvöllum.

Misgengin hafa tilhneigingu til að mynda ákveðinn sigdal (graben) um miðbikið, þar sem virknin er mest. Þingvallalægðin er gott dæmi þar um. Rof og önnur eyðingaröfl hafa tilhneigingu til þess að brjóta niður og jafna út misgengisstallana jafnótt og þeir myndast. Ásamt jöklum hefur rennandi vatn tilhneigingu til þess að grafa landið í samræmi við gamalt sprungumynstur. Misgengin og gjárnar geta því orðið stýrandi þáttur í landslagsmótun í eldri berglögum. Opnu gjárnar myndast eingöngu á gliðnunarsvæðum. Um dýpi þeirra er lítið vitað. Með tímanum hafa roföflin og eldvirknin tilhneigingu til þess að fylla gjárnar. Gígaraðir myndast yfir gossprungum, þar sem kvikan berst til yfirborðsins. Hlaðast þar upp gígar, sem hraun renna frá. Á meðan jöklar lágu yfir gosbeltunum á kuldaskeiðum ísaldarinnar, hindruðu þeir hraunrennsli með þeim afleiðingum, að gosefnin hrúguðust nær öll upp yfir gosrásunum. Þá urðu til móbergshryggir, þar sem annars hefðu orðið gígaraðir. Móbergsfjöll eru áberandi í landslaginu austan og sunnan höfuðborgarsvæðisins, enda er það land að mestu leyti orðið til á síðasta hluta ísaldarinnar og þar af leiðandi lítið rofið.
Um líf- eða virknitíma sprungusveimanna er fremur lítið af haldgóðri þekkingu til staðar, enn sem komið er. Flest bendir þó til þess, að líflengd þeirra séu takmörk sett í raun. Framan af framleiða þeir tiltölulega frumstætt berg og eingöngu basískt að samsetningu. Á sama tíma virðist einnig sprunguvirknin vera mest og e.t.v. ná lengst út til enda og jaðra. Er líður á, hefur virkni sprungusveimanna tilhneigingu til þess að safnast inn á miðsvæði þeirra. Þar myndast háhitasvæði, eldvirknin eykst þar hlutfallslega jafnframt því sem bergkvikan verður þróaðri að samsetningu.
Sprungur
Eldgosin verða tíðari en gjarnan minni í hvert sinn. Ennfremur virðist sprunguvirknin fara minnkandi. Jarðfræðingar segja að megineldstöð verði til á sprungusveimnum. Þegar líður svo á þróun þessara megineldstöðva dregur aftur úr virkni þeirra og að lokum deyja þær út. Í flestum tilfellum deyr megineldstöð út samtímis því að nýr sprungusveimur verður til í nágrenninu; eitt kerfi (sprungusveimur-megineldstöð) deyr út og annað hliðstætt kerfi tekur við hlutverkinu. Hinn útdauða sprungusveim ásamt tilheyrandi megineldstöð rekur þá í heilu lagi út úr gosbeltinu til annarrar hvorrar áttarinnar, eftir því hvorum megin nýi sprungusveimurinn myndast. Eyðingaröflin byrja að brjóta megineldstöðina niður og ef til vill kaffærist hún að einhverju marki í gosefnum frá nýja sprungusveimnum.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort – Náttúrufræðistofnun.

Í þeirri þróunarsögu jarðskorpunnar, við sunnanverðan Faxaflóa, sem hér verður gerð grein fyrir, koma sjö sprungusveimar við sögu. Af þeim eru tveir útdauðir en fimm virkir. Hinir dauðu voru virkir á árkvarter og eru kenndir við Kjalarnes og Stardal. Á báðum þróuðust samnefndar megineldstöðvar. Hér er því bæði rætt um Kjalarnessprungusveiminn og Kjalarnesmegineldstöðina o.s.frv.

Esja

Esjan – jarðfræðikort.

Kjalarnesmegineldstöðin var virk á tímabilinu frá 2.8-2.1 miljón ára síðan en Stardalsmegineldstöðin á tímabilinu frá 2.1-1.6 miljón ára (Ingvar B. Friðleifsson 1973). Fyrstu merki megineldstöðvanna koma í ljós, þegar alllangt er liðið á þróunarskeið sprungusveimsins. Eldvirkni og sprunguvirkni hefst því á Kjalarnessprungusveimnum nokkrum hundruðum þúsunda ára áður en megineldstöðin sjálf hefur þróast svo, að hún verði þekkjanleg í jarðlagastaflanum. Virku sprungusveimarnir fimm eru kenndir við stærstu jarðhitasvæðin, sem á þeim finnast, Hengil, Brennisteinsfjöll, Krýsuvík, Svartsengi og Reykjanes. Hengilssprungusveimurinn hefur þegar þróast í megineldstöð, en mjög nýlega. Það er hins vegar skilgreiningaratriði, hvort megineldstöð er til staðar á hinum sprungusveimunum enn sem komið er. Þeir bera sum merki dæmigerðra megineldstöðva, en vantar önnur. Þeir eru því allir ungir. Upphafs þeirra er að leita í sjó undan gamalli suðurströnd höfuðborgarsvæðisins seint á ísöld; að öllum líkindum fyrir minna en 700 þúsund árum.
Um jarðfræði höfuðborgarsvæðisins hefur ýmislegt verið ritað og er vitnað til þess helsta í köflunum, sem á eftir fylgja. Jarðfræðileg kortlagning svæðisins var gerð af þeim Tómasi Tryggvasyni og Jóni Jónssyni (1958). Er það kort í mælikvarðanum 1:40.000 og sýnir fyrst og fremst lausu jarðlögin ofan á berggrunninum, sem þó er mjög víða sýnilegur í gegn um lausu þekjuna.

Jarðlög og berg við sunnanverðan Faxaflóa

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort.

Jarðlögum við sunnanverðan Faxaflóa má skipta upp í nokkrar ákveðnar stórar einingar. Hér er notast við fjórar myndanir:
(1) Tertíera myndunin er elst. Hún er gerð að mestu úr blágrýtishraunlögum og er mynduð áður en þeir sprungusveimar, sem hér er fjallað um, urðu virkir.
(2) Árkvartera myndunin liggur ofan á tertíera berginu. Hún er gerð úr hraunlögum og móbergi að mestu leyti. Hún varð til í þeim tveimur útdauðu sprungusveimum, Kjalarnes- og Stardals-sveimunum, sem að ofan getur og virkir voru á fyrri hluta kvarters. Á báðum þróaðist megineldstöð með háhitakerfi og þróuðum bergtegundum (Ingvar B. Friðleifsson 1973).

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort.

(3) Nútímamyndunin er gerð úr móbergi frá síðasta jökulskeiði og hraunum, sem runnin eru eftir að ísöld lauk. Þetta berg hefur myndast í sprungusveimunum fimm, sem kenndir eru við Hengil, Brennisteinsfjöll, Krýsuvík,Svartsengi og Reykjanes, en þeir eru allir virkir enn og framleiða nú jarðskorpu á sunnanverðu svæðinu. Þeir hafa ekki náð þroskastigi háþróaðra megineldstöðva.

Hengill

Hengilssvæðið – kort.

(4) Grágrýtismyndunin er gerð úr grágrýtishraunum frá síðustu hlýskeiðum ísaldarinnar. Þessi hraun liggja á milli árkvarteru og nútíma myndananna. Þau verða ekki talin tilheyra ákveðnum sprungusveimum. Þau eru yfirleitt talin vera upp komin í dyngjum, en upptök eða gígasvæði þeirra flestra eru enn óþekkt.
Á þeim tíma, er forverar Hengilssprungusveimsins voru virkir og jarðskorpan á höfuðborgarsvæðinu var að myndast, var Reykjanesskaginn ekki til sem slíkur, eftir því sem best verður séð. Suðurströndin lá norðar en nú er. Hún hefur að sjálfsögðu verið eitthvað breytileg frá einni tíð til annarrar vegna ýmissa breytiþátta, svo sem: Uppbyggingar af völdum eldvirkninnar, niðurbrots af völdum sjávar og jökla, sem langtímum voru á svæðinu, og síðast en ekki síst vegna breytinga á jafnvægisástandi í jarðskorpunni af „ísóstasískum” toga. Við getum til einföldunar áætlað að lengst af hafi ströndin legið til austurs eða suðausturs frá svæðinu milli Hafnarfjarðar og Grafarvogs. Sprungusveimar þeir sem nú finnast á Reykjanesskaganum voru ekki orðnir virkir og framhald rek- og gosbeltisins til suðurs var neðan sjávarmáls. Afraksturinn af virkni þeirra sprungusveima, sem þá voru virkir neðansjávar, sést ekki á þurrlendi í dag og virðist ekki skipta verulegu máli fyrir endurröðun atburða í þessari þróunarsögu.

Tertíer-, ár- og miðkvarter
Jarðfræðikort
Elsta berg við Faxaflóa er frá tertíer. Það finnst ekki sunnar á yfirborði en á norðurströnd Hvalfjarðar. Úr því er t.d. Akrafjall. Þetta berg er myndað í sprungusveimum, sem ekki verða til umfjöllunar hér. Á því hvílir það berg, sem myndar berggrunninn á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu.

Jarðfræði

Jarðfræði.

Meginhluti þess bergs, sem nú finnst á yfirborði, myndaðist í árkvarteru sprungusveimunum tveimur. Það finnst í Esju og þeim fjallabálki, sem henni tengist. Það er því myndað í nyrðri hluta kerfanna. Botn Faxaflóa úti fyrir höfuðborgarsvæðinu er einnig gerður úr bergi frá Kjalarneskerfinu, þ.e.a.s. suðurhluta þess. Ofan sjávarmáls sést í þetta berg, þar sem það hverfur undir grágrýtið í Viðey, Kleppsskafti, Geldinganesi og fleiri stöðum. Einnig kemur það fram ofarlega í borholum vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið (Ragna Karlsdóttir 1973). Tiltölulega meira berg er sýnilegt úr suðurhluta Stardalskerfisins, enda er kerfið yngra og minna rofið. Það finnst í fjöllunum vestan Mosfellsheiðar. Í Seljadal og sunnan Úlfarsár hverfur það undir grágrýtið. Lítið er vitað um það, hvernig þessi árkvarteru jarðlög enda í staflanum undir grágrýtinu.
Mörk árkvarteru myndunarinnar og grágrýtisins hlýtur eiginlega á flestum stöðum að vera strand-mislægi. Hver heildarþykkt ákvarteru myndunarinnar er liggur ekki ljóst fyrir, en neðri mörk hennar eru mótin við tertíera bergið. Á yfirborði finnst það fyrst norðan Hvalfjarðar. Ummyndað og holufyllt árkvartert berg kemur fyrir í borholum um allt höfuðborgarsvæðið.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Fræðileg samstilling jarðlaga og uppröðun þróunarsögunnar innan þessarar myndunar, er að því er virðist töluvert erfið í smáatriðum. Bergið í þessari árkvarteru myndun er mestmegnis allvel holufyllt basalthraunlög og basískt móberg, enda var landið ýmist hulið jöklum eða ísfrítt á myndunarskeiðinu. Slæðingur af súru bergi finnst, einkum úr Stardalsmegineldstöðinni. Það kemur fyrir í Móskarðshnjúkum og Grímmannsfelli (sjá Helga Torfason 1974). Innskotsberg er einnig töluvert áberandi í þessum jarðlagastafla. Er þar bæði um að ræða ganga og minniháttar óregluleg innskot eins og til dæmis í Þverfelli og umhverfis Stardal (Ingvar B. Friðleifsson 1973). Gangarnir mynda kerfi með sömu stefnu og sprungukerfin hafa, enda eru þeir storknuð kvika, sem leitaði inn í sprungukerfið.

Fyrri hluti síðkvarters — grágrýtið
Hrútargjárdyngja
Ofan á árkvarteru myndunina leggst grágrýtið. Núverandi þekja þess teygir sig frá Þingvallavatni í sjó fram, sitt hvorum megin við Mosfellssveitarfjöllin. Það finnst á öllum nesjum og eyjum frá Hvaleyri til Brimness. Það finnst í ásum og holtum á höfuðborgarsvæðinu, frá Ásfjalli í suðri til Keldnaholts og Reynisvatnsáss í norðri. Það er einkennisberg flatlendisins ofan Lækjarbotna, umhverfis Sandskeið og á Mosfellsheiði.

Jón Jónsson

Jón Jónsson; jarðfræðikort – Vogar og Stapi.

Stór og mikill fláki af sama bergi finnst sunnar við Faxaflóa og myndar þar Vogastapa, Miðnesheiði og Garðaskaga. Hvort þetta syðra svæði tengist hinu nyrðra beint um botn flóans úti fyrir Vatnsleysuströnd er óljóst. Það gæti eins verið stök myndun. Heildarþykkt grágrýtisins á svæðinu er óþekkt en í borholum reynist það víða allþykkt (Jens Tómasson o.fl. 1977). Þrátt fyrir rofið yfirborð sjást víða um 40 m af því á yfirborði í einu hrauni. Sem jarðlagamyndun með millilögum er það varla undir 150—200 m. Þó grágrýtið sé myndað á tiltölulega stuttu tímaskeiði, þá fer aldur þess almennt lækkandi eftir því sem austar dregur. Neðstu og elstu hlutar grágrýtismyndunarinnar finnast vestur við sjó, í Reykjavík, á Álftanesi og Brimnesi, o.s.frv. Efst og yngst er grágrýtið austur á Mosfellsheiði. Grágrýtið er yfirleitt fremur grófkorna bergtegund. Það er basalt eins og blágrýtið í eldri myndunum og flestöll yngri hraun. Það er opnara að innri gerö, kristallarnir liggja ekkí þétt saman, svo á milli þeirra eru smáholrúm. Þetta einkenni er líklega meginástæðan fyrir hinum ljósa lit grágrýtisins og á þátt í því að grágrýtið er yfirleitt tiltölulega vatnsgæft. Mjög mörg grágrýtishraunin eru tiltölulega frumstæð basölt. Helsta sýnilega einkenni þessarar frumstæðu samsetningar er mikið magn ólivíndíla, einnar af frumsteindum basalts.

Hengill

Hengill.

Dyngjur þær, sem myndast hafa eftir að ísöld lauk, eru margar gerðar úr bergi, sem mjög líkist grágrýti hlýskeiðshraunanna frá síðkvarter. Auk þess er ýmislegt annað líkt með dyngjunum og þessum hraunum.

Trölladyngja

Trölladyngja og Sogaselsgígur nær.

Yfirleitt telja því jarðfræðingar að síðkvartera grágrýtið á höfuðborgarsvæðinu, og reyndar víðar, sé komið úr dyngjum. Dyngjulögunin er þó í flestum tilvikum horfin svo og sjálfir gígarnir. Upptök grágrýtisins eru því yfirleitt óþekkt. Pað hefur vegna þessa (líkrar berggerðar og samsetningar og horfinna flestra upprunalegra yfirborðseinkenna) reynst mjög erfitt að deila grágrýtinu upp í einstök hraun, þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Grágrýtið var fyrr á tímum gjarnan afgreitt sem ein stór myndun komin úr Borgarhólum á Mosfellsheiði (Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 og Þorleifur Einarsson 1968), en nú á síðari árum hefur sýnt sig (sbr. Jón Jónsson 1972), að þetta er of mikil einföldun. Að hluta til hefur hún verið leiðrétt með því að greina grágrýtisflákann upp í smærri myndanir (Ragna Karlsdóttir 1973; Árni Hjartarson 1980; Kristján Sæmundsson 1981), þó öll kurl séu langt frá því komin til grafar.

Grágrýti

Grágrýti.

Nokkuð bendir til þess, að enn eimi eftir af upprunalegu landslagi í grágrýtinu, þrátt fyrir jökulrof og sjávarágang.

Basalt

Basalt (grágrýti).

Grágrýtið er víða enn mjög þykkt, jafnvel svo að skiptir nokkrum tugum metra. Sú skoðun hefur því komið fram, að upptakasvæði sumra grágrýtiseininganna sé að finna í námunda við þykkustu hluta þess (sbr. Jón Jónsson 1978). Enn sem komið er, er þó ekki gengið úr skugga um þetta. Ef satt er, bendir þetta til þess að upptök grágrýtisins séu ekki eins tengd sprungusveimum og upptök annarra hrauna.
Árkvart eru kerfin tvö, sem að ofan er lýst, voru virk á tímabilinu frá 2.8 – 1.6 miljón ára. Grágrýtið, sem ofan á jarðmyndanir þeirra leggst, er allt rétt segulmagnað (Leó Kristjánsson 1982, munnlegar upplýsingar), þ.e.a.s. með sömu segulstefnu og ríkir á svæðinu í dag. Grágrýtið hefur því runnið sem hraun á þeim tíma, sem liðinn er frá síðustu segulumpólun, fyrir 700 þúsund árum, eða á síðkvarter.

Lok síðkvarters og nútími – móberg og hraun

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Nútímabergið eru hraun, sem runnin eru eftir að ísöld lauk og móberg frá síðasta hluta ísaldar.

Móberg

Móberg.

Móbergið er að mestu leyti frá síðasta jökulskeiði. Það er því yngra en grágrýtið. Móbergið finnst í stökum fjöllum og fellum, löngum fjallgörðum og jafnvel flóknum fjallaklösum, sem hraunin hafa lagst upp að eða runnið umhverfis. Hraunin eru komin úr fáeinum nútímadyngjum og eldborgum en fyrst og fremst úr gígaröðum, sem raðast samsíða á sprungusveimana.
Það er ekki vani jarðfræðinga, að tala um nútímaberg, nema það sé myndað eftir að ísöld lauk, þ.e.a.s. á nútíma. Hér er þessi hefð þó brotin, vegna þess að hvort tveggja bergið, móberg síðasta jökulskeiðs og nútímahraunin, eru mynduð í sömu sprungusveimunum, þeim sem ennþá eru virkir á nútíma og fyrr eru taldir upp. Þó þetta berg skiptist í tvær ólíkar berg gerðir og önnur þeirra (móbergið) sé eldri, þá er það allt ættað úr sömu einingunum (virku sprungusveimunum). Báðar berggerðirnar eiga því saman sem „stratigrafísk” og tímaleg eining.

Móberg

Móberg í Henglinum.

Nútímabergið liggur ofan á grágrýtinu. Mörk grágrýtisins og móbergsins eru ekki víða áberandi, en hraunaþekjan leggst sýnilega ofan á grágrýtið á stórum svæðum. Á höfuðborgarsvæðinu er þetta áberandi frá Hafnarfirði austur um og upp undir Draugahlíðar (sbr. Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980). Þetta er í suðurjaðri þess, sem venjulega er kallað höfuðborgarsvæði, og því má segja, að þessi yngsta myndun sé hvergi mjög þykk á sjálfu höfuðborgarsvæðinu. Þegar suður fyrir það kemur, verður hún hins vegar nær einráð og víða mjög þykk. Jafnframt dýpkar yfirleitt á eldri myndununum.

Móberg

Móberg.

Báðar berggerðir þessarar myndunar eru mjög gropnar, einkum hraunin. Þau eru jafnvel gropnari en grágrýtið í sumum tilvikum. Því veldur bæði lágur aldur þeirra og myndunarmáti. Vatn hripar því auðveldlega niður í myndunina, enda rennur hvorki á né lækur til sjávar á milli Lækjarins í Hafnarfirði og Ölfusár.
Ekki verður séð að aldursmunur sé á einstökum sprungusveimum innan myndunarinnar. Uppbygging er mest og land stendur hæst á Hengilssveimnum, sem er lengst inn til landsins. Uppbyggingin er hins vegar minnst og land stendur lægst á Reykjanessveimnum, sem nær lengst út til sjávarins. Hlutfallslega virðist móberg vera mest inni á Hengilssveimnum, en minnst úti á Reykjanessveimnum. Þetta gæti bent til þess, að Hengilssveimurinn væri ef til vill eitthvað eldri. Það er þó líklegra að öll þessi einkenni spegli fremur afkastagetu sprungusveimanna og mismikla virkni en verulegan aldursmun.

Saga jarðskorpumyndunarinnar á Suðvesturlandi í stuttu máli

Skálafell

Skálafell – Stardalur fremst.

Eins og fyrr er sagt myndaðist elsti hluti jarðskorpunnar á höfuðborgarsvæðinu í sprungusveimnum og megineldstöðinni, sem kennd eru við Kjalarnes og voru virk í upphafi kvartertímans og fram undir 2.1 miljón ára.

Stardalshnúkur

Stardalshnúkur.

Sambærilegt kerfi, Stardalskerfið, hafði við endalok hins kerfisins verið í uppsiglingu um tíma. Stardalssprungusveimurinn óx þá að virkni og hrakti Kjalarnesmegineldstöðina út úr gosbeltinu. Þá dó Kjalarnesmegineldstöðin út, en Stardalsprungusveimurinn þróast sjálfur í megineldstöð. Stardalsmegineldstöðin dó svo út fyrir 1.6 miljón árum og hefur síðan verið að fjarlægjast gosbeltið og rofna niður. Núna rekur hana til vesturs undan virkni Hengilssprungusveimsins. Hann er þó yngri en 0.7 miljónir ára samkvæmt segulstefnudreifingu (Kristján Sæmundsson 1967; Leó Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson 1980). Það getur því vart verið, að hann einn eigi sök á færslu Stardalsskerfisins vestur á bóginn. Líklegast er, að á tímabilinu á milli u. þ. b. 1.8 miljón ára og þess að Hengilssveimurinn tók við gliðnunarhlutverkinu, hafi verið virkur sprungusveimur, sem nú ætti að finnast útdauður á milli Hengils og Stardals. Ekki hefur þó slíkt kerfi fundist, en sá möguleiki er fyrir hendi, að það sé til staðar undir hinni miklu grágrýtisþekju á Mosfellsheiði og nágrenni.
Annar möguleiki er að í langan tíma hafi að lokum verið tiltölulega þétt hrina stórra dyngjugosa, sem framleiddu grágrýtið.

Viðeyjareldstöðin

Viðeyjareldstöðin.

Á tímum þessara árkvarteru kerfa myndaðist jarðskorpa, sem nú finnst ofan sjávarmáls um norðanvert höfuðborgarsvæðið og á botni Faxaflóa undan ströndum þess. Sunnanvert höfuðborgarsvæðið var undir sjó eða við ströndina og Reykjanesskaginn sem slíkur var ekki enn orðinn til.

Hrútagjá

Hrútagjárdyngja ofan Hafnarfjarðar.

Þegar leið að lokum kvartertímans hófust hin miklu dyngjugos, sem lögðu til grágrýtið. Þau virðast flest hafa átt sér stað á þurru landi og íslausu og hraunin hafa runnið út að ströndinni og lagst meðfram henni í eins konar kraga. Sum þessara gosa gætu jafnvel hafa byrjað á grunnsævi og myndað eyjar, sem ýmist tengdust ströndinni eða ekki. Hér er helst skírskotað til grágrýtisflákans á Rosmhvalanesi og Vogastapa og ef til vill á Krýsuvíkurheiði. Nágrennið við sjávarsíðuna er meðal annars sterklega gefið til kynna af algengum brotabergsmyndunum í botni margra grágrýtiseininganna um allt svæðið (sbr. Ragna Karlsdóttir 1973; Jón Jónsson 1978; Árni Hjartarson 1980 og Kristján Sæmundsson 1981).

Hellisheiði

Hellisheiðargígar (1900 ára gamlir) – nú gjallhraukar vegna efnistöku. Myndin er frá 1982.

Að loknu gostímabili grágrýtisdyngjanna gekk kuldaskeið í garð og jökull lagðist yfir svæðið. Þar sem nú er Reykjanesskagi var orðið grunnsævi og land ef til vill að hluta til risið úr sæ. Eldgos á sprungum hófust undir íshettunni og móbergsfjöllin urðu til. Þetta er fyrsta virknin, sem þekkt er á sprungusveimum Reykjanesskagans. Mikil virkni hófst á þessum sprungusveimum og hélt hún sleitulaust áfram eftir að kuldaskeiðinu lauk og nútími gekk í garð. Þetta sést glöggt af þeim aragrúa hrauna, sem eru á skaganum, mjög áberandi höggun (með misgengjum og gjám) og mörgum háhitasvæðum (Jón Jónsson 1978), ákafri jarðskálftavirkni (Páll Einarsson 1977) og síðast en ekki síst á þykkt hraunlaga- og móbergsstaflans eins og hann birtist í borholum innan sprungusveimanna (Sveinbjörn Björnsson o.fl. 1971 og Stefán Arnórsson o.fl. 1975), þar sem sigið er mest. Hinn lági aldur sprungusveimanna á Reykjanesskaga er ennfremur gefinn til kynna af sprungumynstrinu í grágrýtinu. Það er ósprungið eða lítt sprungið víða, en hins vegar mjög brotið í beinu framhaldi af sprungusveimum Reykjanesskagans. Sprungurnar í árkvartera berginu undir grágrýtinu hverfa innundir grágrýtið og virðast ekki hafa nein áhrif á það sjálft (sbr. Kjartan Thors 1969). Hreyfingum á þeim er því lokið, þegar grágrýtishraunin renna, en hefjast e.t.v. aftur síðar. Sprungusveimarnir, frá Hengli í austri til Reykjaness í vestri, eru nýmyndunarsvæði jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa.

Höggunin, um aldur hreyfinganna og fleira

Brennisteinsfjöll

Í Brennisteinsfjöllum.

Höfuðborgarsvæðið liggur utan gosbeltisins, þar sem jarðskorpan myndast í dag. Það er að mestu leyti þakið grágrýtinu, sem er á milli gömlu útdauðu sprungusveimanna og hinna virku. Grágrýtið rann á sínum tíma út yfir sprungið land gömlu sprungusveimanna. Það virðist sjálft ekki hafa myndast á sprungusveimum eða í beinum tengslum við sprungusveima og er því óbrotín og ósprungin myndun við lok myndunarskeikvartera jarðlagastaflann líka.

Sprungur

Hraunsprungur millum Vatnsleysustrandar og Grindavíkur.

Gömlu og nýju sprungurnar eru sama eðlis og líklega er mjög erfitt að greina þær að í árkvartera berginu, einkum vegna þess, að stefna þeirra virðist vera í megindráttum nær alveg sú sama (sjá Jefferis og Voight 1981). Gömlu sprungurnar gætu því eins vel hafa tekið að hreyfast aftur í vissum tilvikum, eins og nýjar að myndast. Grágrýtið sjálft er mest sprungið á vestanverðri Mosfellsheiði, í beinu framhaldi af sprungusveim Brennisteinsfjallanna og umhverfis Elliðavatn, í beinu framhaldi af Krýsuvíkursprungusveimnum. Framhald Reykjanessprungusveimsins til norðausturs stefnir beint á Reykjavík. Sprungurnar hverfa í sjó á Vatnsleysuströnd, en þær hafa ekki fundist á landi á Álftanesi eða í Reykjavík. Grágrýtið á þessum stöðum er því að mestu óbrotið, að því er virðist. Erfitt er þó að fá af þessu óyggjandi mynd, vegna þess hversu byggt land er orðið í Reykjavík og sprungukort voru ekki gerð í tíma, eins og nú er farið að gera á framtíðarsvæðum byggðar á höfuðborgarsvæðinu (sbr. Halldór Torfason 1982). Árkvartera bergið undir grágrýtinu er hins vegar brotið, en þau brot tilheyra Kjalarnessprungusveimnum, eins og fyrr segir. Hvort líkur eru á að sprunguvirkni Reykjanessprungusveimsins nái til Reykjavíkur í framtíðinni, er háð því á hvaða stigi Reykjanessprungusveimurinn er. Sé hann enn vaxandi að virkni er ekki útilokað að hann eigi eftir að brjóta Reykjavíkurgrágrýtið á sama hátt og Krýsuvíkursprungusveimurinn hefur brotið grágrýtið umhverfis Elliðavatn og Rauðavatn, og Brennisteinsfjallasveimurinn hefur brotið grágrýtið á vestanverðri Mosfellsheiði. Sé hann á hinn bóginn í hámarki virkni sinnar eða farinn að dala, verður að sama skapi að teljast ólíklegt að hann brjóti nokkurn tíma Reykjavíkurgrágrýtið.
Reykjanesskagi
Um breytingar á virkni Reykjanessprungusveimsins í framtíðinni er mjög erfitt að segja nokkuð ákveðið. Til þess vitum við of lítið um smáatriðin í þróun sprungusveima, raunverulegan „líftíma” þeirra, aldur Reykjanessprungusveimsins o.fl. Um aldur hreyfinganna nyrst á Krýsuvíkursprungusveimnum er þó hægt að fá nokkra vitneskju og skal hér rakið gleggsta dæmið.
SprungurGrágrýtið er brotið í framhaldi af Krýsuvíkursprungusveimnum norður fyrir Rauðavatn. Ofan á þetta grágrýti leggjast nokkur tiltölulega ung hraun. Tvö þeirra verða hér til verulegrar hjálpar, þar sem þau renna bæði þvert á sprungukerfið og bæði hafa verið aldursákvörðuð. Annað þeirra er Búrfellshraun upp af Hafnarfirði. Samkvæmt aldursákvörðun með geislakoli rann þetta hraun fyrir um það bil 7200 árum (Guðmundur Kjartansson 1973). Vestur af Búrfelli skera nokkur misgengi, þ.á.m. Hjallamisgengið, taum af þessu hrauni. Tilfærslan á Hjallamisgenginu er mest í grágrýtinu norðan við hrauntauminn, um 65 m, en við aðalbrotið er tilfærslan á Búrfellshrauninu aðeins um 7 m (sbr. Jón Jónsson 1965). Misgengið er því að stofni til eldra en 7200 ára, en hefur eftir þann tíma hreyfst um 7 m. Einum 6—7 km norðar rann hraun í gegnum sundið á milli Skyggnis og Seláss niður eftir Elliðaárdalnum. Hraun þetta er komið upp í Leitum austan Bláfjalla og hefur runnið norður undir Kolviðarhól, svo niður á Sandskeið, um Lækjarbotna og Elliðaárdal til sjávar í Elliðavogi (Þorleifur Einarsson 1961). Samkvæmt geislakolsaldursákvörðun á mó undan hrauninu í Elliðavogi, þeirri fyrstu á íslensku efni, rann þetta hraun fyrir um það bil 5300 árum (Hospers 1953 og Jóhannes Áskelsson 1953).

Sprungur

Sprungumyndun eftir jarðskjálfta.

Samskonar aldursákvörðun á birkikolum undan hrauninu í Elliðaárdal, gerð síðar (Jón Jónsson 1971), gefur heldur lægri aldur, eða um 4600 ár, sem er líklega nær hinu rétta. Hraun þetta er óbrotið í sundinu við Skyggni, þar sem það liggur 4- 5 m þykkt ofan á 2 m af lausum jarðlögum (Gestur Gíslason og Páll Imsland 1971). Austurbrún Selássins norðan sundsins er misgengisstallur á sama misgengja- og sprungusveim og Hjallamisgengið. Fleiri misgengi á þessum sprungusveim liggja norður um svæðið austan Elliðavatns og skera þar grágrýtið beggja vegna Leitahraunsins, án þess að nokkurra brota verði vart í hrauninu (sbr. Jón Jónsson 1965). Það verður því að teljast nær fullvíst, að ekki hafi orðið hreyfing á þessum misgengjasveim norðan Elliðavatns síðustu 4600 árin, þó ljóst sé, að 6- 7 km sunnar hafi orðið allt að 7 m misgengi á brotum á sama sprungusveim einhvern tíma á síðustu 7200 árum. Leitahraun er hins vegar brotið austur við Vatnaöldur (Jón Jónsson 1982, munnl. upplýsingar), þar sem Brennisteinsfjallasprungusveimurinn sker það. Verið getur að brotavirkni á öllum norðurhluta Krýsuvíkursprungusveimsins hafi dáið út á tímabilinu milli 7200 og 4600 ára. Hitt er líklegra, að áhrifa brotavirkninnar gæti minna eftir því, sem norðar dregur og 7 m misgengið við Búrfellsgjá deyi út áður en það nær norður að Skyggni. Í síðara tilvikinu segir aldur hraunanna ekkert til um lágmarksaldur síðustu misgengjahreyfinga á brotum.

Lambafell

Lambafell í Krýsuvík – forn dulbúin dyngja.

Krýsuvíkursveimurinn hefur sem sagt ekki náð að brjóta og hreyfa grágrýtið í Reynisvatnsheiði á síðustu 4600 árum. Ekki liggur fyrir næg vitneskja um eðli og hegðun sprungusveima til þess að draga megi af þessu mjög ákveðna vitneskju um framtíðarhorfur.

Sprungur

Sprungur í nágrenni Reykjavíkur. Uppdráttur Jóns Jónssonar, jarðfræðings.

Yfirleitt virðist sem 5000 ár á milli atburða á sprungusveimum rekbeltanna sé mjög langt hlé, en hér er þess að gæta, að um er að ræða ysta jaðar sprungusveimsins, svo langt frá hámarki virkninnar sem komist verður. Hvenær á „lífsferli” sprungusveims slíkir jaðrar eru virkastir er ekki vitað með neinni vissu.
Grunnvatnsstreymi allt, ekki síst í jarðhitakerfunum í landinu, er yfirleitt talið standa í mjög nánum tengslum við sprungukerfin. Árkvarteru sprungukerfin hafa þannig, að því er virðist, afgerandi áhrif á lághitasvæðin í Reykjavík og Mosfellssveit. Virku sprungusveimarnir stjórna hins vegar rennsli vatns og gufu í háhitasvæðunum á Reykjanesi, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og Hengli.
Kaldavatnsrennslið á sér stað grynnra og ungar sprungur í grágrýtinu og ungu hraununum stjórna rennsli þess á Elliðavatns-Heiðmerkursvæðinu að einhverju leyti. Vegna þess hversu hátt í jarðskorpunni kaldavatnsstraumurinn á sér stað og þeirrar staðreyndar, að þar eru jarðlög, grágrýti, móberg og hraun, mjög opin að innri byggingu, er kalda vatnið minna háð sprungum um rennsli en heita vatnið, sem streymir dýpra og í þéttara bergi.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 01.04.1985, Úr þróunarsögu jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa, sprungumyndunarsaga, Páll Imsland, bls. 63-74.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – misgengi.

Sundhnúkur

Gjár, sigdældir og misgengi eru fjölmörg í og við Grindavík. Þessi jarðfræðifyrirbrigði sjást nánast einungis í eldri hraunlögum, en nánast öll ofanverð Grindavíkur er hulin nýlegum hraunum og því erfitt, ef ekki ómögulegt, að greina sprungur undir þeim í eldri jarðlögum.

Vatnsheiði

Vatnsheiði (dyngja).

Dyngjurnar, s.s. Sandfellshæð, Lágafell, Vatnsheiði og Festarfjall, skópu undirstöðu Grindavíkurhverfanna fyrir meira en 11 þúsund árum. Þórgötlustaðanesið er t.d. sköpun Vatnsheiðarinnar. Í lágfjöru má t.d. sjá móta fyrir hinum forna gíg Festarfjalls/Lyngfells í sjónum framan við fellin. Talið er að hann sé jafnvel frá því á fyrra ísaldarskeiði (KS). Fyrir ca. 5-3 þúsund árum, mótuðu stök eldvörp umhverfið, en síðustu tvö þúsund árin hafa gígaraðirnar smurt nýju “deigi” sínu yfir gömlu “kökuna” og þar með hulið stóran hluta af framangreindum jarðfræðifyrirbrigðum sjónum nútímans.
Hér á eftir verður lýst þeim nafngreindum gjám og sprungum í og við Grindavík, sem getið er um í örnefnalýsingum, frá vestri til austurs.

Staður:

Grænabergsgjá

Grænabergsgjá við Grindavík.

Sandgjá/Draugagjá: “Sandgjá, svört og dimm, liggur þvert yfir Hvirflana. Hún er kölluð Draugagjá. Nú er hún orðin nær full af sandi”.

Grænabergsgjá: “Austan við Grænaberg er Grænabergsgjá. Liggur hún í suðvestur til sjávar. Sést vel ofan í hana beggja megin við bílveginn, þar sem hann liggur yfir gjána á hafti”.

Lambagjá: “Austan við Reykjanesklif er hraunlægð, sem nær austur að Moldarlág, allmiklum, grýttum moldarflákum með smávegis gróðri. Upp af hraunlægðinni eru Klofningar eða Klofningshraun, sem ná austur að Lambagjá, en sú gjá er upp af Moldarláginni”.

Húsatóftir:

Húsatóftir

Baðstofa.

Baðstofa: “Norðaustur af Tóftatúni er Baðstofa, mikil gjá, 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar 9 faðmar. Töluverður gróður er á hamrasyllum í gjánni. í Baðstofu var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómópati, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestar hafi fengið að sækja vatn í Baðstofu gegn því, aö Húsatóftabændur fengju að taka söl í landi Staðar”.

Hjálmagjá: “Vestast (efst) í túni Húsatófta byrjar gjá, grasi gróin í botninn. Vestri hamraveggurinn rís allmiklu hærra en sá eystri, og reyndar er enginn eystri veggur neðst. Gjá þessi heitir Hjálmagjá. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsta með dýrlegum ljósahjálmum, sem báru mjög af lýsiskollunum í mannheimi”.

Grindavík

Grindavík – eldgos í umdæmi Grindavíkur; blátt eru dyngjur (eldri en 5000 ára), grænt eru eldborgir (eldri en 3000 ára) og rautt eru gígaraðir (frá 3000 árum til nútíma).

Túngjá/Tóftagjá: “Framhald Hjálmagjár með túninu heitir Túngjá og síðan heitir hún Tóftagjá og er hún eina 2-3 km á lengd”.

Haugsvörðugjá

Haugsvörðugjá.

Haugsvörðugjá: “Á Hvirflum eru tvær vörður, Hvirflavörður. Neðri varðan er ofan við efsta flóðfar, hin um 150 m ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá, en hún er á mörkum milli Húsatófta og Hafna”.

Skothólsgjá: “Vestast í Tóftakrókum er Skothóll í mörkum milli Húsatófta og Staðar, fast upp undir apalhrauninu (Eldborgahrauni). Skothólsgjá liggur eftir endi-löngum hólnum frá norðaustri til suðvesturs. Á Skothól hefur líklega verið legið fyrir tófu”.

Grýtugjá: “Um 1/2 km norður af Skothól er Grýtugjá. Allmikið graslendi er á þessu svæði. Um 1500 m norður af Grýtugjá er Sauðabæli, hár hóll”.

Klifgjá

Klifgjá.

Hrafnagjá: “Vestur af Grýtugjá, upp undir jaðri apalhraunsins, er Hrafnagjá. Hún liggur frá norðaustri til suðvesturs eins og allar gjár á þessu svæði og reyndar allar gjár á Reykjanesi. Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla”.

Klifgjá: “Klifgjá er norðvestast í apalhrauninu, suðvestan við Þórðarfell, sbr. kortið. Gamli vegurinn frá Grindavík til Keflavíkur liggur austan við túnið á Húsatóftum, og liggur hann um Klifgjá vestast í jaðri hennar. Þar er svokallað Klif, snarbratt niður í gjána. Er það hálfgert einstigi og illt yfirferðar með klyfjahesta”.

Járngerðarstaðir:

Bjarnagjá

Bjarnagjá við Grindavík.

Bjarnagjá: “Vesturmerki Járngerðarstaða eru frá Markhól, sem er við sjó, um Bjarnagjá, þaðan í Hvíldarklett og úr honum sjónhending í Stapafellsþúfu um Þórðarfell. Bjarnagjá er norðaustur frá honum. Hún er stutt en í tveim hlutum og er efri partur hennar 18 faðma djúpur. Í Járngerðarstaðalandi eru allmargar gjár eins og Bjarnagjá, hyldjúpar og með söltu vatni”.

Hrafnagjá: “Markhól sem fyrr var getið. Fyrir ofan og austan hann er Stórhóll, sem áður er getið. Þar austur með er Hrafnagjá upp af Sandvikinu, en hún liggur til austurs. Stekkjarhólar eru rétt niður við kampinn”.

Silfurgjá: “Í utanverðri Grindavík eru margar hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í, sem á yfirborði er að mestu ósalt, og flæðir og fjarar í þeim eins og sjónum.

Sifra

Silfurgjá.

Ein af þessum gjám heitir Silfurgjá, skammt fyrir ofan túngarðinn á Járngerðarstöðum. Í þessari gjá segir sagan að fólgin sé kista full af silfurpeningum. Hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til þess að hefja þennan fjársjóð upp, en þær hafa strandað á því að þá er menn hafa náð kistunni upp á gjáarbarminn, þá hefir mönnum sýnst allt Járngerðarstaðarþorpið standa í björtu báli og hafa menn því jafnan sleppt kistunni aftur. Síðasta tilraunin sem á að hafa verið gjörð fór á þá leið að þeir slepptu ekki einungis kistunni heldur fylltu gjána upp með mold svo að nú er yfir kistunni grasi gróin brekka”.
“Skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra. Er sagt að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum. Gjá þessi er upp af Vatnsstæðinu”.

Stamphólsgjá

Grindavíkurhellir í Stamphólsgjá.

Stamphólsgjá: “Stamphólsgjá er ofan við byggð í Járngerðarstaðahverfi. Hún er einnig í Hópslandi að hluta”.

Gjáhúsagjá: “Svo er Gjáhúsagjá í túninu. Í öllum upptöldum gjám og svo í dalnum og Vatnsstæði var fram um aldamót töluvert af ál, en heldur var hann smár, stærstur í Silfru. Þó var hún lengst frá sjó. Þó var eg ekki viss um Stamphólsgjá, að áll væri þar. Um álaveiðar okkar strákanna á eg uppskrifað. Allar gjár stefna eins, frá norðaustri til suðvesturs. Í raun og veru má rekja þessa gjá (Stamphólsgjá) alla leið ofan úr Hópsheiði og gegn um allt: Krosshúsagjá, Gjáhúsagjá, Vallarhúsagjá og Flúðagjá, þetta er allt í sömu stefnu, þó höft séu heil á milli og endar út í sjó vestast á Flúðum”.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir og nágrenni.

Nautagjá: “Hún er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar á svo sem 20 faðma lengd. Ekki er hún breið, en þó stökkva hvorki menn né skepnur yfir hana. Öll talin er hún ekki lengri en 40-50 faðmar, og í hanni [svo] er hylur á einum stað nærri norðurenda. Hylji köllum við þar, sem ekki sést í botn, en þeir eru mjög misdjúpir. Í hana kemur Ræsirinn, það er rás úr Vatnsstæðinu. Stundum kom fyrir, að skepnur syntu þar inn á túnið, þegar þær sáu þar grængresið fyrir innan, en úthagar voru litlir”.

Grindavík

Járngerðarstaðir – gjár; uppdráttur ÓSÁ.

Magnúsargjá: “Magnúsargjá er í raun og veru sama sprungan. Hún var í sömu stefnu og svo sem 15 faðmar á milli endanna. (Allar gjár stefna frá norðaustri til suðvesturs.) Á þeirri leið var þó opin “gjóta” með vatni í; þó var hún nafnlaus. Magnúsargjá var öll fremur grunn. Þar var enginn hylur, og á einum stað mátti stökkva yfir hana. Þar var hún svo sem einn og hálfur metri. Eg tel, að þessar gjár báðar hafi verið svo sem eitt hundrað og þrjátíu faðmar enda á milli, að meðtöldum þeim föðmum, sem á milli þeirra voru”.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Þjófagjá: “Þorbjörn mun upphaflega hafa heitið Þorbjarnarfell en nú er það nafn alveg glatað. Hann rís upp hár og tignarlegur frá Grindavík séð yfir alla flatneskjuna. Toppur fjallsins er klofinn af stórri sprungu sem heitir Þjófagjá. Þar eiga að hafa haldið til þjófar og ræningjar er gerðu Grindvíkingum slæmar búsifjar. Lauk því svo að þeir fóru að þeim, handtóku þá og hengdu í Gálgaklettum sem eru í Hagafelli austur af Þorbirni”.

Hóp:
Vatnsgjá: “Austar á Kambinum var varða, sem nú er horfin, og hét hún Sigga. Rétt hjá Siggu ofan við Kambinn er Vatnsgjá. Í henni gætti flóðs og fjöru”.

Gjáhólsgjá: “Beint vestur af bænum Hópi austan við veginn er hraunhóll, sem heitir Stamphóll, og gjá inn með hrauninu frá Járngerðarstöðum, austur með veginum, heitir Stamphólsgjá. Austar er Gjáhólsgjá og Gjáhólsvatnsstæði. Milli tjarnanna er smáhraunrimi, breiður slakki með hamrabeltum beggja vegna. Slakkinn heitir Gjáhólsgjá. Austan við gjána er Gjáhóll. Þarna hafði herinn fylgsni í síðasta stríði”.

Þórkötlustaðir:

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Gjáin: “Gjáin ofanverð er framhald Vatnsgjárinnar. Efst við hana er Gjáhóll. Hjá Gjáhól er löng lægð en mjó frá norðri til suð-suðvesturs sem heitir Gjáhólsgjá”.

Hraun:
Ekki er getið um gjár í Hraunslandi, en vissulega má sjá misgengi í Borgarhrauni er liggur til norðausturs frá Hrafnshlíð að Einbúa.

Ísólfsskáli:
Hjálmarsbjalli: “Frá vikinu og austur í Skálabót er lágt berg sem heitir Hjálmarsbjalli og er eins og smátota fram í sjóinn. Bjallinn er misgengi.
Bjallinn er klettastallur og nær frá Hjálmarsbjalla og inn í Ból sem er undir fellinu Slögu vestast. Hæðarbunga vestan undir Slögu heitir Slögubringur”.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Stað, Húsatóftir, Járngerðarstaði, Hóp, Þórkötlustaði, Hraun og Ísólfsskála.
-Map.is

Grindavík

Grindavík – sýnilegar gjár, sprungur og misgengi.

Hrafnagjá

Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi og gjár í hraununum í kringum Hafnarfjörð.
hjallamisgengi-21Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands.
Í Hjöllum í Heiðmörk eru mörg misgengisþrep sem liggja hvert upp af öðru. Hjallamisgengið er um 5 kílómetra langt og hæst er það um 65 metra hátt. Brúnin myndar nokkrar stórar og dálítið óreglulegar brotalínur. Fyrir austan meginbrotalínuna hefur landið sigið og margbrotnað upp. Þessi brot hafa myndast bæði áður og eftir að Búrfellshraunið rann. Hreyfingar eru stöðugt á þessu svæði og benda mælingar til þess að höggunin nemi að jafnaði um 2,8 millimetrar á ári.
Annað mikilvægt misgengi er Helgadalsmisgengið sem klýfur Búrfell og sér til þess að Kaldá kemur upp á yfirborðið. Lóðrétt misgengi hefur orðið um margar þeirra þannig að norðvestur barmur sprungunnar rís hærra en suðvestur barmurinn, og þannig er það með sprunguna sem fer í gegnum Búrfell. Misgengið um hana kemur vel fram í Helgadal við suðurrætur Búrfells. Það nær langt í báðar áttir frá gígnum og sumum stöðum klýfur það eldra berg, ýmist grágrýti eða móberg.

Heimild:
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/MISGENGI.HTM

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Jarðfræðikort

Gengið var um svæðið ofan við Voga á Vatnsleysuströnd – ofan Reykjanesbrautar. Ekki var ætlunin að skoða hinar fjölmörgu minjar á svæðinu heldur að skoða þau merkilegu jarðfræðifyrirbæri, sem þar eru; flekaskilin (landrekið/höggunina) og misgengin.

Háibjalli

Háibjalli.

Eins og kunnugt er stendur landið á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Nýlega hefur verið reynt að gefa fólki kost á að kynnast þessu með einföldum hætti þar sem “brúnni á milli heimsálfa” hefur verið komið fyrir yfir eina gjána ofan við Stóru-Sandvík. Brúna hefði einnig mátt setja upp yfir eina gjána á Vogaheiði eða hvar sem er annars staðar á svæðinu.

Háibjalli

Háibjalli – tóft.

Eldvirkni er að mestu bundin við flekaskilin sem liggja þvert yfir landið, frá Reykjanesi í suðvestri að Tjörnesi í norðaustri, en einnig á jaðargosbeltum. Fyrir vikið finnast yngstu jarðmyndanirnar á sömu svæðum og framleiðni gosefna er þar mest, þótt þess sjáist ekki endilega merki í Vogaheiðinni að undanskildum Þráinsskyldi. Merkin eru hins vegar gleggri beggja vegna. Jarðskorpuflekarnir fljóta á deigu möttulefni sem líkja má við það þegar ísjakar fljóta á vatni.
Með „landrekskenningunni” er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1870-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenningin” og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenningin”.

Flekaskil

Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.

Meginmunurinn á upphaflegu kenningunni og hinum síðari er sá, að í bók sinni (1915 og síðar) gerði Wegener ráð fyrir því að meginlöndin fljóti í hafsbotnsskorpunni, sem sé stöðug, en meginlöndin hreyfist (reki) um hana. Samkvæmt síðari kenningunum berast meginlöndin með hafsbotninum, sem er á hreyfingu.
Wegener reyndi að skýra kenningu sína um hreyfingu meginlandsflekanna um hnöttinn. Í fyrsta lagi benti hann á hve vel Suður-Ameríka og Afríka falla saman, líkt og kubbar í púsluspili. Í annan stað sýndi Wegener fram á það að ýmsar jarðmyndanir frá mismunandi tímum falla saman, eða halda áfram, sitt hvoru megin við höfin, til dæmis fornar ísaldarmenjar í Suður-Afríku og á Suðurskautslandinu. Í þriðja lagi mátti skýra útbreiðslu ýmissa dýrategunda, sem nú eru aðskildar af breiðum höfum, með því að löndin hefðu fyrrum legið saman. Og í fjórða lagi gerði hann, ásamt veðurfarsfræðingnum Köppen, tengdaföður sínum, mikla samantekt á útbreiðslu ýmissa loftslagsbundinna jarðmyndana í jarðsögunni.

Snorrastaðasel

Snorrastaðasel við Háabjalla.

En allt kom fyrir ekki, því engum tókst að benda á krafta sem væru nógu öflugir til að flytja meginlöndin. Árið 1960 setti bandaríkjamaðurinn Harry Hess (1906-1968) fram þá tilgátu, studda góðum rökum, að það séu hafsbotnarnir sem hreyfist: Þeir myndist við gliðnun á miðhafshryggjum en eyðist í djúpsjávarrennum. Kraftarnir sem hreyfa meginlöndin eru því iðustreymi í jarðmöttlinum. Meginlandsflekarnir dragast ýmist eða fjarlægjast hvern annan. Dæmi um fleka, sem dragast að hvorum öðrum eru afleiðingar flóðbylgjunnar í Indlandshafi á annan dag jóla 2004. Hér á landi eru flekarnir að fjarlægjast eins áður hefur komið fram.
FlekaskilSvo undarlega vill til að sumarið 1912 ferðaðist Wegener ríðandi frá Akureyri um Dyngjufjöll, Kverkfjöll og Brúarjökul suður í Esjufjöll og til baka aftur — nefnilega þvert yfir íslenska sprungubeltið, sem er talandi dæmi um gliðnun skorpuflekanna. Ekki er ólíklegt að hann hafi og skoðað hinar augljósu ummerki þessa á Reykjanesskaganum og á Þingvöllum.
Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands. Dæmi þess má einnig sjá syðst á Reykjanesskaganum, s.s. í Þorbirni.

Háibjalli

Háibjalli – skilti.

Á Háabjalla, sem er ákjósanlegt skoðunarsvæði fyrir þá, sem hafa áhuga á að skoða misgengi. Á svæðinu eru misgengisþrep sem liggja hvert upp af öðru. Samtals eru þau 4 eða fimm á Vogasvæðinu, Stapinn þar með talinn. Brúnir mynda nokkrar stórar og dálítið óreglulegar brotalínur. Fyrir austan meginbrotalínuna hefur landið sigið og margbrotnað upp. Hreyfingin er stöðug á þessu svæði og benda mælingar til þess að höggunin nemi að jafnaði um 2.8 millimetrum á ári eða 28 cm á einni öld. Frá Háabjalla má vel sjá hvernig brotabeltið á flekaskilunum hefur færst til beggja átta og sigið. Gjárnar, Hrafnagjá að norðanverðu og Huldugjá, Klifgjá, Aragjár og aðrar slíkar að sunnanverðu gliðna og ekki er óraunhæft að ætla að á þessu svæði geti glóandi hraun hvenær sem er fundið sér leið upp á yfirborðið.
Þátttakendur gengu af einhverjum ástæðum mun hraðar til baka.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mínútur.

Heimild m.a.:
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=749

Jarðfræði

Jarðfræði Reykjanesskagans.

Jarðfræðikort

Gengið var um svæðið ofan við Voga á Vatnsleysuströnd – ofan Reykjanesbrautar. Ekki var ætlunin að skoða hinar fjölmörgu minjar á svæðinu heldur að skoða þau merkilegu jarðfræðifyrirbæri, sem þar eru; flekaskilin (landrekið/höggunina) og misgengin.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Eins og kunnugt er stendur landið á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Nýlega hefur verið reynt að gefa fólki kost á að kynnast þessu með einföldum hætti þar sem “brúnni á milli heimsálfa” hefur verið komið fyrir yfir eina gjána ofan við Stóru-Sandvík. Brúna hefði þess vegna mátt setja upp yfir eina gjána á Vogaheiði eða hvar sem er annars staðar á svæðinu.

Eldvirkni er að mestu bundin við flekaskilin sem liggja þvert yfir landið, frá Reykjanesi í suðvestri að Tjörnesi í norðaustri, en einnig á jaðargosbeltum. Fyrir vikið finnast yngstu jarðmyndanirnar á sömu svæðum og framleiðni gosefna er þar mest, þótt þess sjáist ekki endilega merki í Vogaheiðinni að undanskildum Þráinsskyldi. Merkin eru hins vegar gleggri beggja vegna. Jarðskorpuflekarnir fljóta á deigu möttulefni sem líkja má við það þegar ísjakar fljóta á vatni.

Stampar

Stampagígaröðin.

Með „landrekskenningunni” er venjulega átt við þá kenningu sem þýski jarðeðlisfræðingurinn Alfred Wegener (1870-1930) setti fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa árið 1915. Annað afbrigði kenningarinnar kom fram 1964 og nefnist „botnskriðskenningin” og loks þriðja afbrigðið 1968, „flekakenningin”.
Meginmunurinn á upphaflegu kenningunni og hinum síðari er sá, að í bók sinni (1915 og síðar) gerði Wegener ráð fyrir því að meginlöndin fljóti í hafsbotnsskorpunni, sem sé stöðug, en meginlöndin hreyfist (reki) um hana.
Samkvæmt síðari kenningunum berast meginlöndin með hafsbotninum, sem er á hreyfingu.

Flekaskil

Eldsumbrot á jörðinni síðustu milljón árin.

Wegener reyndi að skýra kenningu sína um hreyfingu meginlandsflekanna um hnöttinn. Í fyrsta lagi benti hann á hve vel Suður-Ameríka og Afríka falla saman, líkt og kubbar í púsluspili. Í annan stað sýndi Wegener fram á það að ýmsar jarðmyndanir frá mismunandi tímum falla saman, eða halda áfram, sitt hvoru megin við höfin, til dæmis fornar ísaldarmenjar í Suður-Afríku og á Suðurskautslandinu. Í þriðja lagi mátti skýra útbreiðslu ýmissa dýrategunda, sem nú eru aðskildar af breiðum höfum, með því að löndin hefðu fyrrum legið saman. Og í fjórða lagi gerði hann, ásamt veðurfarsfræðingnum Köppen, tengdaföður sínum, mikla samantekt á útbreiðslu ýmissa loftslagsbundinna jarðmyndana í jarðsögunni.

Háibjalli

Háibjalli.

En allt kom fyrir ekki, því engum tókst að benda á krafta sem væru nógu öflugir til að flytja meginlöndin. Árið 1960 setti bandaríkjamaðurinn Harry Hess (1906-1968) fram þá tilgátu, studda góðum rökum, að það séu hafsbotnarnir sem hreyfist: Þeir myndist við gliðnun á miðhafshryggjum en eyðist í djúpsjávarrennum. Kraftarnir sem hreyfa meginlöndin eru því iðustreymi í jarðmöttlinum. Meginlandsflekarnir dragast ýmist eða fjarlægjast hvern annan. Dæmi um fleka, sem dragast að hvorum öðrum eru afleiðingar flóðbylgjunnar í Indlandshafi á annan dag jóla 2004. Hér á landi eru flekarnir að fjarlægjast eins áður hefur komið fram.

Wegener

Prof. Dr. Alfred Wegener, ca. 1924-1930.

Svo undarlega vill til að sumarið 1912 ferðaðist Wegener ríðandi frá Akureyri um Dyngjufjöll, Kverkfjöll og Brúarjökul suður í Esjufjöll og til baka aftur — nefnilega þvert yfir íslenska sprungubeltið, sem er talandi dæmi um gliðnun skorpuflekanna. Ekki er ólíklegt að hann hafi og skoðað hinar augljósu ummerki þessa á Reykjanesskaganum og á Þingvöllum.
Reykjanesskaginn er allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta og þá verða jarðskjálftar.
Bruin-26Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi. Á Íslandi eru misgengi og gjár með SV-NA stefnu algengastar sunnanlands en hins vegar er S-N stefna ríkjandi norðanlands. Dæmi þess má einnig sjá syðst á Reykjanesskaganum, s.s. í Þorbirni.
Á Háabjalla, sem er ákjósanlegt skoðunarsvæði fyrir þá, sem hafa áhuga á að skoða misgengi. Á svæðinu eru misgengisþrep sem liggja hvert upp af öðru. Samtals eru þau 4 eða fimm á Vogasvæðinu, Stapinn þar með talinn. Brúnir mynda nokkrar stórar og dálítið óreglulegar brotalínur.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Fyrir austan meginbrotalínuna hefur landið sigið og margbrotnað upp. Hreyfingin er stöðug á þessu svæði og benda mælingar til þess að höggunin nemi að jafnaði um 2.8 millimetrum á ári eða 28 cm á einni öld. Frá Háabjalla má vel sjá hvernig brotabeltið á flekaskilunum hefur færst til beggja átta og sigið. Gjárnar, Hrafnagjá að norðanverðu og Huldugjá, Klifgjá, Aragjár og aðrar slíkar að sunnanverðu gliðna og ekki er óraunhæft að ætla að á þessu svæði geti glóandi hraun hvenær sem er fundið sér leið upp á yfirborðið.
Þátttakendur gengu af einhverjum ástæðum mun hraðar til baka.

Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mínútur.

Heimild m.a. http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=749.

Bruin-25

Misgengi á Reykjanesi.

Misgengi

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um “Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur” í Náttúrufræðinginn árið 1965:

Inngangur

Jón Jónsson

Grein sú sem hér fer á eftir er byggð á athugunum, sem segja má að hali byrjað með jarðfræðilegri kortlagningu af nágrenni Reykjavíkur, sem við Tómas Tryggvason unnum að sumarið 1954. Fékk ég þá í minn hlut suðurhluta svæðisins, en á því koma sprungur og misgengi hvað bezt fram.
Verulegur skriður komst þó ekki á þessar athuganir fyrr en Vatnsveita Reykjavíkur óskaði eftir rannsóknum á þessu svæði í sambandi við vatn fyrir Reykjavíkurborg.
Rannsóknum þessum er að sjállsögðu engan veginn lokið, því enn er mörgum spurningum ósvarað. Það sem hér fer á eftir ætti þó að geta gefið nokkra hugmynd um hvernig málin standa nú, þ. e. við áramótin 1964—1965.

Berggrunnur

Sprungur
Á meðfylgjandi korti er gerður greinarmunur á ferns konar bergi nefnilega 1) fornu blágrýti (basalti), sem mestmegnis eru hraun, sem runnið hafa á tertier tímabilinu, en því lauk fyrir um það bil einni milljón ára, 2) berggrunn yngri enn frá tertier, en á þessu svæði eru það aðallega grágrýtishraun runnin á hlýviðrisskeiði — (interglacial) eða skeiðum milli ísalda, 3) hraun runnin eftir að jökla síðustu ísaldar leysti af þessu svæði og loks, 4) myndanir, sem væntanlega eru frá því seint á tertier eða snemma á kvarter (Mosfell).

Mosfell

Mosfell.

Á það skal bent, að nokkuð af því bergi, sem hér er talið vera frá tertier kann að vera nokkru yngra, frá mótum tertier og kvarter eða frá því snemma á kvarter, en nákvæm takmörk þessara tímabila eru í raun og veru ekki til, og skiptir í því sambandi, sem hér kemur til greina heldur ekki máli. Það sem hér hefur þýðingu er munur eldri, tertiera eða árkvarterra, og yngri, interglaciala, giaciala og postgiaciala bergmyndana og verður nánar rætt um það síðar.

Tertiera basaltmyndunin

Esja

Esja – Djúpagil.

Hið forna berg blasir við sjónum m. a. í Esjunni. Það er að langmestu leyti byggt upp af: hraunlögum, sem hlaðist hafa hvert ofan á annað í fjölda eldgosa, sem oftast nær hafa líklega verið sprungugos, eins og þau sem þekkt eru frá vorum dögum. Millilög í tertiera basaltinu á þessu svæði eru yfirleitt mjög lítið áberandi. Oftast nær eru aðeins þunn lög al rauðu gjallkenndu bergi milli þeirra, og er það efra og neðra borð hvers hrauns. Þó koma fyrir lög af eins konar móbergi eða brúnleitum sandsteini milli basaltlaganna og einnig lög af jökulbergi (tillit) sem vitna um tilveru jökla einnig á þessum tíma. Verður það ekki rakið nánar hér. Í tertierabasaltinu og millilögum þess er mikið um sekundera mínerala þ. e. a. s. mínerala, sem myndast hafa í berginu á löngum tíma og nú fylla holur og sprungur í því. Þetta eru aðallega zeolitar (geislasteinar), kalsit (siliurberg), jaspis og kvarts.

Úlfarsfell

Úlfarsfell.

Þessir mineralar fylla allar holur í berginu og gera það þétt. Þetta veldur því að mjög litlir möguleikar eru á að vinna kalt vatn úr þessu bergi með borunum. Það berg, sem hér er talið vera tertiert, kemur fram, fyrir utan Esjuna einnig í Grímarsfelli, Úlfarsfelli, Hafrahlíð og fjöllunum þar í kring, eins og kortið sýnir. Auk þess kemur það fram báðum megin Viðeyjarsunds, í Gufunesi og lítilsháttar í Geldinganesi. Einnig sér í það við Gelgjutanga vestan við Elliðavog. Sunnar er mér ekki kunnugt um að það komi fram, hins vegar er tiltölulega grunnt á það víða, t. d. í Reykjavík.

Mosfell

Mosfell.

Mosfell í Mosfellssveit virðist hafa nokkra sérstöðu á þessu svæði, og hefur ekki verið unnt að taka endanlega afstöðu til þess spursmáls, hvort telja beri það til tertiera bergsins eða hins yngra. Það er að mestu úr bólstrabergi, en talið er að það myndist einkum þar sem hraun rennur í vatn eða þar sem eldgos hafa orðið undir jöklum. Það virðist ekki ólíklegt að Mosfell sé fornt eldfjall myndað við gos undir jökli og þá væntanlega á einhverri af hinum fyrstu ísöldum hins kvartera jökultíma. Bergið í Mosfelli er lítið eða ekkert holufyllt og
gæti það komið heim við þá skoðun, sem hér hefur verið látin í ljós.

Grágrýtið
Sprungur
Eins og getið er um hér að framan, er berggrunnur sá sem á kortinu er talinn vera yngri en frá tertier að langmestu leyti grágrýti, en það nafn er almennt notað í daglegu tali um gráleitt dóleritiskt ólívínbasalt, sem myndar þann grunn sem höfuðborgin nær eingöngu stendnr á og sem teygir sig út um nes og eyjar í nágrenni hennar. Grágrýti þetta eru hraun, sem að minnsta kosti að mestu leyti eru komin frá Borgarhólum á Mosfellsheiði, en þeir eru gígur hinnar fornu dyngju. Þó er líklegt að grágrýtið á suðurhluta svæðisins, sé komið frá öðrum eldstöðvum, en ekki verða færðar á það sannanir að svo komnu máli, og takmörk þessara bergmyndana eru algerlega óþekkt.

Borgarhólar

Í Borgarhólum.

Eins og kunnugt er, eru grágrýtishraunin urin af jöklum síðustu ísaldar og eru því eldri en hún. Af legu grágrýtishraunanna er ljóst, að þau hafa runnið í landslagi, sem í stórum dráttum hefur verið orðið mótað eins og það er nú. Þannig hafa hraunstraumar miklir fallið norður að Esju og vestur dalinn sunnan við hana. Þetta sést m. a. af því að ofurlítið grágrýtissvæði er vestast í dalnum milli Múla og Skálafells vestan við Stardalsá, og hefur grágrýtishraunið þá flætt upp í dalsmynnið áður en það hélt áfram vestur. Það hefur svo runnið út dalinn norðan við Mosfell og út fyrir það sem nú er sjávarströnd, en lellin og minni hæðir hafa staðið upp úr og gera svo enn. Að sjálfsögðu hafa jöklar og önnur eyðandi öfl unnið sleitulaust á grágrýtishraununum um langan tíma og mikið af þeim er því án efa farið veg allrar veraldar fyrir löngu. Upprunaleg þykkt grágrýtishraunanna hefur því hvergi varðveitzt fram á þennan dag.

Gelgutangi

Gelgjutangi.

Á nokkrum stöðum sér í þær myndanir, sem grágrýtið hvílir á. Meðal þeirra má nefna sandsteinslögin vestan við Elliðavog, en þar hefur grágrýtishraun runnið yfir mýrajarðveg, og má finna þunnt mólag hið næsta undir grágrýtinu, en undir því eru sandlög og líklega jökulurð. Þau lög virðast þar ná niður á hið forna berg, tertiera bergið, sem kemur fram við Gelgjutanga. Sandsteinslög þessi eru fremur laus í sér, en þó eru í þeim allhörð lög innan um. Sandlög koma fram undir grágrýtinu sunnan Viðeyjarsunds og í Viðey sjálfri og einnig sér þar í jökulberg.

Brimnes

Brimnes (HWL).

Norðan við Brimnes á Kjalarnesi kemur jökulberg fram undir grágrýtinu í fjörunni vestan við Klifberg. Í því eru skeljar og grágrýtið er þarna að mestu sem bólstraberg. Hvort tveggja bendir til að hraunið hafi hér runnið út í sjó, en líklega hefur þar þó verið mjög grunnt. Greinilegar leyfar gervigíga má sjá þarna í berginu. Í gljúfri Leirvogsár norðan við Mosfell sér í undirlag grágrýtishraunsins. Það hefur þar runnið yfir grjóteyrar og má þar sjá vatnsnúna smásteina hanga fasta neðan í grágrýtinu. (Jónsson, 1960). Svo virðist sem Fossvogslögin alkunnu séu inni í grágrýtinu, en vel geta þau fyrir það verið frá sama tíma og lögin við Klifberg, enda eins að útliti. Víða hafa fundizt setlög undir grágrýtinu við boranir, en ekki verður það rakið hér. Þykkt grágrýtisins er að sjálfsögðu mjög mismunandi, en lítið er um hana vitað nema út við sjó á nokkrum stöðum og svo þar sem borað hefur verið, en einnig þar er nokkur vafi á, því flestar boranirnar eru gerðar með höggbor eða gufubornum og kjarnar eru ekki til.

Elliðaárdalur

Elliðaá og Blesaþúfa framundan.

Í Reykjavík sjálfri er oft bólstrabergslag, stundum alþykkt, undir hinu venjulega grágrýti. Líklegt virðist að bólstrabergið sé myndað af grágrýtishraunum, sem runnið hafi í sjó út en venjuleg grágrýtishraun myndast fyrst þegar hraunin hafa fyllt svo hátt að þau renna á þurru.
Lítið er enn þá vitað um millilög í grágrýtinu sjálfu, enda er ekki talið líklegt að mikið sé um þau. Hraunin eru dyngjuhraun, og líklegt virðist að gosin hafi verið svo þétt á meðan eldstöðvarnar voru virkar að lítil von sé um að gegnumgangandi setlög hafi haft tíma til að myndast. Þó hafa mörg hraunin án efa ekki náð að þekja nema nokkurn hluta svæðisins, og geta þá millilög hafa myndast á ýmsum stöðum. Þau geta svo hafa orðið undir síðari hraunflóðum. Við Rauðhóla var t. d. borað í gegnum sandlag frá 12—22 m dýpi. Ekkert náðist í kjarna af þessurn sandi og vitum við því ekki hvernig hann var. Millilag í grágrýtinu kemur fram skammt vestan við Árbæjarstíflu.
Sprungur
Á nokkrum stöðum á því svæði, sem hér er um að ræða, kemur fyrir bólstraberg á yfirborði. Sums staðar tilheyrir það án efa grágrýtinu, en á öðrum stöðum er vafasamt hvort svo er. Á Brimnesi er bergið efst venjulegt grágrýti en neðri hluti bergsins allur er myndaður sem bólstraberg. Athuganir á staðnum og smásjárrannsóknir á berginu sýna að um einn og sama hraunstraum er að ræða.

Hvaleyri

Hvaleyri.

Bólstrar í grágrýtinu koma einnig fyrir í Engey austanverðri, sunnan megin við Kópavog, við austanverðan Arnarnesvog og við sjóinn fyrir neðan Garða á Álftanesi. (Sbr. Jarðfræðikort af nágrenni Reykjavíkur eftir Tómas Tryggvason og Jón Jónsson). Syðst á Selási kemur bólstraberg líka fram, en það virðist vafasamt hvort það tilheyrir grágrýtinu. Við borun eftir köldu vatni sem Garðahreppur lét gera við Vífilsstaðavatn var komið í bólstraberg á um 9 m dýpi niðri í grágrýtinu og hélst það til botns í holunni á 32 m dýpi. Í húsgrunnum á Flötunum í Garðahreppi kemur bólstraberg og móbergsbréksia sums staðar fram. Í Hvaleyrarhöfða við Hafnarfjörð er einnig bólstraberg undir venjulegu grágrýti, en hvorugt hefur enn þá verið bergfræðilega rannsakað.
Mikill hluti grágrýtisins er nú hulinn jökulruðningi frá síðustu ísöld og jarðvegi. Jökulruðningurinn er víðast hvar þunnur, en getur þó orðið nokkrir metrar. Undantekning er að sjálfsögðu jökulalda sú, sem liggur um þvert Álftanes (sbr. áður nefnt jarðfræðikort).

Mosfellsheiði

Sprunga á Mosfellsheiði nálægt Borgarhólum.

Ekki er vitað hvenær Borgarhóladyngjan hætti gosum, en hætt hefur hún sennilega verið áður en síðasta ísöld gekk yfir. Ekki er heldur vitað, hvenær gos hófust á þessum stað, en ekki virðist ólíklegt, að þau hafi verið á fleiri en einu hlýviðrisskeiði milli ísalda.
Grágrýtið, sem komið hefur frá Borgarhólum er gráleitt, dóleritiskt ólivinhasalt eins og áður segir. Það er fremur lítið um holur í því nema örsmáar, en séð gegnum stækkunargler eða í smásjá er það fullt af smáhlöðrum. Þætti mér líklegast að þær væru til orðnar á eftirfarandi hátt: Þegar hraunið kólnar og kristallast losnar gasið úr því, vegna þess að gasið getur ekki gengið inn í kristallana. Þetta heldur áfram þar til hraunið er storknað. Það gas sem síðast losnar úr hrauninu myndar þessar smá blöðrur. Svo að segja engir dílar (fenokrist) eru í grágrýtinu og það er yfirleitt merkilega litlar breytingar á samansetningu þess, hvort heldur um er að ræða hraun frá Borgarhólum eða, sem ætla má, að sé annars staðar að komið. Sama máli virðist gegna um það sé snið tekið í gegnum það, eða a. m. k. bendir snið það, sem tekið var í Rauðhólum til þess, að svo sé.

Nútíma hraun

Eliðaárdalur

Elliðaárdalur.

Ekkert hraun hefur komizt jafn nálægt höfuðstaðnum og hraun það, sem runnið hefur út í Elliðavog. Hraun þetta er að því er Þorleifur Einarsson telur komið úr gígum austan við Bláfjöll, nefnist gígurinn Leitin og verður hraunið því nefnt Leitahraun. Austan til er það mjög hulið yngri hraunum, en kemur fram vestan við Draugahlíðar, og fellur þaðan um Vatnaöldur, Sandskeið, Fossvelli og Lækjarbotna vit í Elliðavatn og þaðan eftir fornum farvegi Elliðaánna í sjó út.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Rauðhólar eru gervgígir í þessu hrauni. Mór hefur fundizt undir því rétt fyrir ofan brúna á Suðurlandsvegi. Hann hefur verið aldursákvarðaður og reynzt vera 3500±S40 ára samkvæmt niðurstöðum af C14 ákvörðun. Þegar sprengt var fyrir stiflugarðinum við Árbæ fundust að sögn Sigurðar Ólafssonar, verkfræðings, kol undir hrauninu þar. Hefur þar því verið skógur eða kjarr þegar hraunið rann.
Milli Heiðmerkur og Selfjalls hafa runnið mikil hraun norður eftir. Þau ganga undir einu nafni Hólmshraun. Það er þó um a.m.k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða. Sá elzti þeirra kemur fram rétt austan við Gvendarbrunna og hefur skammt austar fallið nærri því þvert yfir Leitahraunið.

Hólmshraun

Hólmshraun – uppdráttur Jón Jónsson.

Hraun þetta er því yngra en Leitahraun og þar með öll Hólmshraunin. sem verða hér nefnd Hólmshraun I—V. Hraun I er þá hið elzta og V það yngsta. Vestan og sunnan Heiðmerkur eru fleiri hraunstraumar, en ekki verður það rakið nánar hér. Þó skal getið hrauns þess sem komið hefur úr Búrfelli og því verður nefnt Búrfellshraun hér, en gengur undir ýmsum nöfnum á ýmsum stöðum, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Það hefur fallið vestur vestan við Vífilsstaðahlíð og önnur álma vestan við Sléttuhlíð, en sú þriðja hverfur undir yngri hraun vestan við Kaldársel. Það er ekki ástæðulaust að hafa í huga að hér í nágrenninu hafa orðið a. m. k. fá eldgos á skemmri tíma en um 5800 árum. Líkur benda til að þau séu margfalt fleiri. Engar sagnir eru til um neitt þeirra, það mér er kunnugt.

Bergsprungur og misgengi
Sprungur
Það er alkunnugt að Reykjanesskagi er allur sprunginn mjög. Sprungur þessar og sprungukerfi stefna yfirleitt frá norðaustri til suðvesturs. Þetta er hluti af sprungukerfi því, er liggur um landið þvert í þessari stefnu, en þannig stefna einnig svo að segja allar gossprungur og gígaraðir á Suður- og Suðvesturlandi.

Brú milli heimsálfa

Brúin milli heimsálfa.

Það er ekki vafa bundið, að þetta stendur í sambandi við neðansjávar hrygg þann, er liggur að endilöngu Atlantshafi, en einmitt á honum eru aðaljarðskjálftasvæði þess og einnig eldfjöll, Sprungukerfi þau, sem hér verða tekin til meðferðar, eru aðeins lítill hluti af þeim sprungum, sem liggja að Reykjanesskaga endilöngum. Það er erfitt að draga víðtækar ályktanir af athugunum á aðeins nokkrum hluta svæðisins, og varhugavert að taka svona hluta út úr sambandinu við aðalsprungukerfið. Þetta hefur þó tímans vegna orðið að gera. Á hitt skal þó jafnframt bent, að æskilegt hefði verið að kortleggja sprungukerfin á skaganum öllum nákvæmlega, og allt norður undir jökla. Að því mun og verða unnið framvegis eftir föngum.

Sprungur

Vestan Hvaleyrarholts og Stórhöfða við Hafnarfjörð eru víðáttumikil hraun, sem ná út allan skagann. Þarna er um að ræða fjölda hrauna, hve mörg þau eru veit enginn. Sunnan og vestan við áðurnefnda staði verður ekki vart við tektoniskar sprungur í hraunum þessum, fyrr en kemur nokkuð langt frá fjöllunum, þ. e. þeirra gætir ekki í hinum yngstu hraunum.

Höfuðorgarsvæðið

Höfuðborgarsvæðið – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.

Um þveran Bleiksteinsháls norðan við Hvaleyrarvatn liggur misgengi, sem er mjög greinilegt skammt vestan við Gráhelluhraun og rétt vestan við hliðið, sem þar er á sauðfjárgirðingunni. Misgengi þetta nefnist Bláberjahryggur, en er raunar enginn hryggur í orðsins réttu merkingu. Þessu misgengi má fylgja frá því rétt norðan við vesturenda Hvaleyrarvatns og að hrauninu, sem áður er getið, en það er syðri kvísi Búrfellshrauns (Hafnarfjarðarhrauns). Sýnilegt misgengi á þessari leið er mest 3—4 m og er austurbarmur sprungunnar lægri (sbr. kortið). Austan við hraunkvíslina heldur misgengið áfram um Setbergshlíð og Urriðavatnsdali, en ekki sézt votta fyrir því á hrauninu sjálfu, en það þýðir augljóslega það, að misgengið hefur ekki verið virkt svo nokkru nemi frá því að hraunið rann. Verður nánar vikið að þessu síðar.

Setbergshlíð

Setbergshlíð og Gráhelluhraun neðar.

Í Setbergshlíð er misgengið verulegt, og á há-hæðinni milli hraunkvíslanna er það a. m. k. 7 m. Þegar kemur austur yfir eystri kvísl Búrfellshrauns, þá er fallið hefur niður með Vífilsstaðahlíð, hverfur misgengið, en sér þó votta fyrir áframhaldi sprungunnar, og liggur hún austan við Vífilsstaðavatn. Svo er ekki hægt að rekja hana með vissu, en líklegt er, að hún liggi um mýrasundið vestan við Rjúpnahæð og Vatnsendahæð. Mundi hún þá liggja um austanvert Breiðholtshvarf. Þó skal það tekið fram að óvísst er með öllu, að sprungan haldi þannig áfram. Það má vel vera að hún haldi ekki áfram austar í beinu framhaldi af því sem nú hefur verið lýst.

Það er ekki óvenjulegt að sprungur hverfi og taki sig svo upp aftur nokkuð á hlið við fyrri stefnu. Þessi brotlína verður framvegis nefnd Bláberjahryggsmisgengið. Vestan við þetta misgengi, þar sem það liggur um Setbergshlíð, er annað misgengi. Þess verður fyrst vart austan við vesturálmu Búrfellshrauns. Svo má rekja það um norðurhornið á Nónhæð og austan við mýrina austur af Urriðavatni. Svo sér fyrir því austan í Urriðavatnsholti, en frá því er það horfið. Um austanvert Urriðavatnsholt er enn eitt misgengi og liggur vegurinn yfir það á tveim stöðum. Einnig sér fyrir því sem sprungu í Vífilsstaðahlíð og stefnir hún á Vífilsstaðavatn austanvert. Þetta eru vestustu brotlínurnar, sem sannanlega eru á þessu svæði.
Sprungur
Næsta misgengi fyrir austan Bláberjahrygg liggur um vestanverðan Stórhöfða, Hvaleyrarvatn, hæðina norðaustur af því og um Setbergshlíð, en verður svo ógreinilegt er austar dregur að ekki er hægt að rekja það. Misgengi liggur og um hátind Stórhöfða, en ekki verður það rakið alla leið austur að Gráhelluhrauni.

Stórhöfði

Stórhöfði.

Skammt austur af Stórhöfða eru enn tvö misgengi. Það eystra liggur um Fremstahöfða, á takmörkum grágrýtis og Búrfellshrauns. Þessi misgengi sjást ógreinilega í Sléttuhlíð, en koma betur fram í Setbergshlíð austanverðri.
Misgengi þau, er hér hafa verið talin, sjást ekki í Búrfellshrauni að því austasta einu undanskildu. Eftir að hingað kemur taka misgengin að verða svo greinilega að enginn getur verið í efa um tilveru þeirra. Um Hjalla er aðal misgengið sem er mest áberandi milli Búrfellshrauns og Elliðavatns.
Mesta sýnilega misgengi á þessum slóðum er við Vatnsendaborg og Arnarbæli og þar er það samtals um 65 m. Það er athyglisvert að einnig Búrfellshraun er brotið og misgengið um þessa línu og raunar líka um sprungu, sem er nokkru vestar en aðalmisgengið. Við þá sprungu er misgengið í hrauninu sjálfu 2,73 m en í grágrýtinu þar austur af a. m. k. 6,88 m. Hefur misgengið pvi verið til áður en hraunið rann og verið virkt eftir að það rann.

Helgadalur

Helgadalur.

Aðalmisgengið mældist vera 7,24 m og er það meðaltal af nokkrum (8) mælingum. (1. mynd). Hér sést líka að misgengið hefur verið til áður en hraunið rann, því hraunið hefur runnið austur með því áður en það næði framrás vestur með Vífilsstaðahlíð. Um 250 m austan við aðalmisgengið er enn misgengi, sem í hrauninu nemur 1,80 m. Samanlagt misgengi í hrauninu er því um 12 m.

Vatnsgjá

Vatnsgjá í Búrfellsgjá.

Við öll þau misgengi sem þegar eru talin er austurbarmur sprungunnar lægri, sbr. kortið. Um 150—200 m austan við Gjárétt er misgengi sem nemur 1, 72 m og snýr öfugt við hin, þannig að austurbarmur sprungunnar er hærri. Um 400 m austar er misgengi, sem snýr eins og hið síðastnefnda og nemur 1,60 m. Rétt vestan við Búrfellsgíginn, í hrauntröðunum, sem frá honum liggja, er misgengi er nemur um 2 m og snýr eins og hin tvö þ. e. að vesturbarmur sprungunnar er lægri. Búrfell sjálft er brotið um þvert af misgengissprungu, sem liggur um Helgadal, Kaldárbotna, Gvendarselshæð og Undirhlíðar. Misgengi þetta er víða (1—8 m og sums staðar 10 m eða þar yfir. Austurhlíð sprungunnar er hér aftur lægri. Það er þessi sprunga, sem Kaldá raunverulega kemur úr. Þetta misgengi er augljóslega yngra en Búrfell og Búrfellshraunið eins og aðalmisgengið um Hjalla.
Það er athyglisvert að um 1,5—2 km sunnan við Kaldárbotna, en þar er vatnsból Hafnarfjarðar, heldur þessi sama sprunga gosið hrauni. Það hraun er hið yngsta þar í grennd.

Hjallar

Hjallar – misgengi.

Misgengin um Hjalla má rekja norður að Elliðavatni að vestanverðu (sjá kortið), og á nokkrum stöðum ofan við Heiðmörk koma þau fram, þar sem grágrýtisholt standa upp úr hraununum. Sprungukerfið er því allbreitt, eða allt að 5 km, ef dregin er lína hornrétt á sprungustefnuna frá misgenginn norðvestan við Vatnsenda og suðaustur yfir Heiðmörk. Sprungur þessar má sumar rekja lengra norður eitir. Ein þeirra liggur um vestanvert Rauðavatn og takmarkar Selás og Skyggni að austan. Vegurinn, sem liggur frá suðvesturenda Rauðavatns og að norðurenda Elliðavatns og um Vatnsendahæð, Fylgir þessu misgengi milli Elliðaár og Rauðavatns. Við austurenda Rauðavatns er annað misgengi. Bæði þessi misgengi má rekja norður yfir Grafarheiði og Reynivatnsheiði norður að dalnum, sem Úlfarsá fellur eftir. Mjög greinileg misgengissprunga liggur um þvert Grafarholt og er sýnileg báðum niegin í því, en er mest áberandi sunnan í holtinu ofan við Bullaúgu. Í vestanverðri Grafarheiði er gapandi gjá og önnur um 1 km austar (sjá kortið). Sprunga liggur svo um austanverða Reynisvatnsheiði og Langavatnsheiði. Hún liggur um Langavatn þvert, því sem næst beint norður a£ Höfða, en hverfur miðja vega milli Langavatns og Hafravatns. Misgengi má sjá rétt vestan við Lækjarbotna og sprungukerfi liggur um Selfjall, Sandfell, Lakaheiði og Miðdalsheiði t. d. skammt vestan við Lyklafell, og eru þar nokkrar gapandi gjár. Sömuleiðis eru augljós misgengi um Vatnaöldur og Bolaöldur, en ekki verða þau tekin til athugunar hér.

Sprungur

Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.

Hingað til hefur aðeins verið fjallað um sprungur og misgengi í bergi, sem er yngra en frá tertier. Í þessu bergi hefur verið hægt að rekja sprungurnar langar leiðir, og þær koma ósjaldan fyrir sem gapandi gjár. Breidd gjánna er þó yfirleitt ekki mikil, og oftast nær innan við 1 m nema þar sem vernlegt misgengi er líka. Á línu frá Búrfelli niður eftir hraunkvíslinni vestan við Vífilsstaðahlíð um 2 km leið frá gígnum er samanlögð sprunguvídd 5,66 m eða 2,83 m á km. Þessar sprungur eru allar í Búrfellshrauni. Samanlagt misgengi í hrauninu reyndist 11,77 m á þessari leið, og eru þá aðeins talin með þau misgengi þar sem austurbarmur sprungunnar er lægri.

Hjallar

Hjallar – misgengi.

Mesta misgengi um Hjalla reyndist vera um 65 m, eins og áður er getið. Utan þeirra bergmyndana, sem samkvæmt kortinu eru taldar vera yngri en frá tertier, má og finna misgengi og brotlínur. Þannig liggja varla færri en 8 brotlínur um Úlfarsfell og er nokkurt misgengi við þær allar (sjá kortið). Ekki hefur tekist að finna með vissu, hversu mikið misgengi er við vestustu sprunguna í Ulfarsfelli, en um 2. sprungu vestan frá tabð er misgengi, er nemur 2,5 m, um 3. sprungu 6 m, 4. 9,0 m, um 5. sprunguna 5 m og um 6. sprunguna vestan frá talið er misgengið samtals 24 m. Um 7. sprunguna er það 30 m og um þá 8. 25 m. Þetta eru mælingar gerðar annað hvort beint með hallamæli eða með loftþyngdarmæli. Samanlagt verða þetta rúmir 79 metrar. Þessi misgengi eru öll vel sýnileg og mælanleg í fjallinu. Mest áberandi er 24 metra misgengið, sem liggur um fellið þvert skammt vestan við hátind þess, og svo vestasta misgengið. Bæði þessi brot eru sýnd á korti okkar Tómasar, þó aðeins annað sem misgengi. Skammt austan við hátind fellsins er og misgengi, sem virðist vera um 30 m, og er þá gengið út frá jökulbergslagi, sem þar kemur fram. Milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar er líklegt að misgengi séu, en hvergi sést til þess á því svæði og verður því engum getum að því leitt, hvernig því er háttað eða hversu mikið það kann að vera. Í Hafrahlíð sjálfri eru hins vegar vel sýnileg og nákvæmlega mælanleg misgengi. Það vestasta er 22 m og er vestan í fjallinu. Hitt er skammt austar, í háhömrunum, og nemur rúmlega 12 metrum samtals. Það kemur fram á um 40 m breiðu svæði, sem er mjög brotið.
Sprungur
Austar í Hafrahlíð virðast vera fleiri misgengi, en ekkert þeirra sést svo greinilega að óyggjandi sé. Um fjallið ofan við Þormóðsdal liggja a. m. k. 4 misgengi milli Borgarvatns og Bjarnarvatns. Vesturbrún Bæjarfellsins og Þverfells er mynduð af þessu misgengi, sem vel gæti numið nokkrum tugum metra, en ekki hefur hingað til verið hægt að mæla. Örstutt austan við aðalmisgengið er annað minna en alveg samhliða því. Stendur bærinn í Þormóðsdal í tungunni milli þeirra. Þau koma saman rétt fyrir neðan bæinn, og liggur kvartsnáma sú, sem þar var einu sinni, í þessu misgengi. Kvartsið og aðrir „míneralar”, sem þarna var og er enn að finna, eru myndaðir sem sprungufyllingar í misgenginu.

Reykjafell

Reykjafell.

Vestast í Reykjafelli er misgengi, sem eltir stefnunni að dæma mun vera skammt vestan við bæinn að Suður-Reykjum. Vestast í Skammadal koma fram jökulbergslög, 6—8 m þykk. Líklega eru það sömu lög og nefnd eru T2 í grein minni Jökulberg í nágrenni Reykjavíkur (Náttúrufræðingurinn árg. 30, 1960 bls. 55—67). Þau eru brotin af misgengissprungunni. Misgengið reyndist vera þarna um 59 m og er vesturhliðin sigin. Haldi þessi sprunga áiram, eins og gera má ráð fyrir, er hún á svæðinu milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar að austanverðu.
Í gljúfri Reykjaár, skammt austan við Suður-Reyki er misgengi, er nemur um 21 m, og má sjá það í árgljúfrinu. Það gæti verið sama misgengi og áður er getið vestast í Hafrahlíð og einnig kemur fram norðan í Reykjafelli. Rétt austan við bæinn að Suður-Reykjum er líklega enn eitt misgengið, en ekki verða færðar á það óyggjandi sannanir.
A.m.k. 6 misgengi eru í Æsustaðafjalli (sbr. kortið), en ekki hefur reynst mögulegt að mæla nema eitt þeirra. Það er 4. misgengið vestan frá talið, og nemur það 17 metrum. Misgengi er og um Skammadal austanverðan (sjá síðar).
Í Helgafelli eru a. m. k. 2 misgengi. Það eystra virðist vera um 50 m, en þó er sú mæling nokkuð óviss. Vestra misgengið hefur ekki tekizt að mæla. Við Helgadal er misgengi fremst (vestast) í Katlagili og liggur það um Grímarsfell þvert. Brot og óverulegt misgengi virðist vera í gilinu næst vestan við Helgadal og eins í gili Norður-Reykjaár. Nemur það misgengi 6—8 metrum. Brot og misgengi má og rekja um Grímarsfell þvert, sbr. kortið.

Bergsprungur, lindir og uppsprettur

Lækjarbotnar

Vatnsveitan í Lækjarbotnum.

Í Lækjarbotnum norðan við Gráhelluhraun austan við Hafnarfjörð var áður vatnsból Hafnarfjarðar. Þar koma allstórar lindir undan hrauninu. Þær eru vatnsmeiri en svo, að líklegt sé að raunveruleg upptök þeirra séu í hrauninu. Til þess er aðrennslissvæði þeirra of lítið. Skammt suður af hinu forna vatnsbóli liggur misgengissprunga um dalinn þveran. Á Ásfjalli nefnist misgengishjallinn Bláberjahryggur, eins og áður er getið (sjá kortið). Mér virðist yfirvegandi líkur fyrir, að vatnið komi mestmegnis úr þeirri sprungu.
Annað misgengi liggur um Nónhæð norðanverða og má rekja það að Gráhelluhrauni. Í beinu áframhaldi af því eru lindir við Urriðavatn og einnig er þar borhola, sem gerð var og notuð á stríðsárunum.

Kaldárbotnar

Í Kaldárbotnum.

Núverandi vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Það vatn kemur beint úr misgengissprungu þeirri er klýfur Búrfell, myndar vesturbrún Helgadals sker þvert yfir Kaldárhnúk og heldur svo áfram suður eftir Undirhlíðum og Sveifluhálsi.

Helgadalur

Helgadalur.

Vatn nokkurt er að jafnaði í Helgadal, og má sjá það renna suðvestur eftir gjánni í átt að vatnsbólinu og á það vafalaust greiðan gang að því, þar sem sprungan liggur í gegnum fjallið. Vestan við þetta misgengi er 17,5 m niður á grunnvatnsborð. Í Búrfellsgjá, sem raunar eru fornar hrauntraðir, en engin gjá í venjulegri merkingu, er vatn sýnilegt í sprungu skammt austan við réttina. Austan við Vífilsstaðavatn eru nokkrar allstórar lindir. Að því er virðist eru þær á sprungum þeim sem áður er getið um (sbr. kortið).
Mesta misgengi á öllu þessu svæði er það, sem einu nafni er nefnt Hjallar. Þeir ná frá Búrfellshrauni norður að Elliðavatni. Misgengin ná raunar lengra suðvestur eftir, eins og áður er getið, og lengra en kortið sýnir. Allt þetta svæði er mjög sprungið og misgengið. Ein sprunga liggur eftir suðurbakka Elliðavatns, og þar er röð af uppsprettum, sem fylgja sprungunni austur eftir. Sunnan við vatnið innan girðingar í Heiðmörk eru einnig margar lindir og sumar stórar. Uppsprettur þessar eru á mjög áberandi hátt tengdar sprungunum (sjá kortið).

Elliðavatn

Elliðavatn.

Vestan við bæinn Elliðavatn eru og nokkrar lindir, og eins eru margar lindir norðan og austan í grágrýtistangangum sunnan og austan við Hrauntúnstjörn, sem svo er nefnd á korti herforingjaráðsins. Þær koma fram á mótum hrauns og grágrýtis og eru án efa tengdar sprungum í grágrýtinu. Undan hrauninu hjá Jaðri kemur fjöldi linda, sem að jafnaði eru ærið vatnsmiklar. Vatn þessara linda og eins Gvendarbrunna sjálfra kemur án efa úr sprungum í Grágrýtinu.
Við Silungapoll eru stórar lindir og virðist líklegt að eins sé ástatt um þær, þ. e. að þær séu tengdar sprungum í grágrýtinu. Svæðið þar í kring er hulið ungum hraunum og þar af leiðandi verða ekki færðar sönnur á að um sprungur sé að ræða. Við Lækjabotna er ein lítil lind uppi í gljúfri skammt frá skátaskálanum. Hún kemur út úr bólstrabergi og móbergsþursa. Hún þrýtur þó alveg í langvarandi þurrkum, svo sem sumarið 1962. Í hvammi rétt sunnan við Suðurlandsveg við Lækjabotna er og lítil lind, sem ekki er vitað að þornað hafi.

Silungapollur

Silungapollur.

Hún virðist koma undan grágrýti. Við Nátthagamýri eru margar lindir og sumar stórar. Koma þær sumar upp niðri á sléttu meðfram hlíðinni, en aðrar og þar á meðal sú vatnsmesta koma út úr hlíðinni og að því er virðist milli grágrýtislaga. Smálind er við austurbakka Rauðavatns, en þar er líka misgengi. Bullaugu eru stórar lindir, tengdar misgengi, sem liggur um Grafarholt þvert, og sunnan í því og sunnan við það myndar lítinn sigdal (Graben).

Úlfarsá

Úlfarsá.

Meðfram Úlfarsá að sunnan eru allmargar lindir og sumar stórar (sbr. kortið). Ein lítil lind er rétt við bæinn Engi, og er sú tengd áður nefndu misgengi um Grafarholt. Nokkru austar og skammt frá ánni er Tvíbytna, mjög falleg lind og með verulegu vatnsmagni. Nokkrar stórar lindir eru svo meðfram ánni, eins og áður er sagt. Flestar eru þær í landi Reynisvatns. Á suðurströnd Hafravatns austan til er ein lítil lind við vatnið. Hún er að því er virðist tengd áður nefndri sprungu, sem liggur um þvert Langavatn (sjá kortið). Í dal sunnan við Grímarsfell koma nokkrar smálindir út undan grágrýtinu, en suðurhlið dalsins er úr því bergi, norðurhlið hans er aftur á móti úr eldra bergi.

Borgarvatn

Borgarvatn.

Lítið er yfirleitt um lindir utan grágrýtissvæðisins, þó er ein uppi á fjallinu norðaustur af Borgarvatni og án efa tengd misgenginu, sem myndar vesturbrún Bæjarfells. Sunnan megin í Skammadal austanverðum koma nokkrar lindir út úr fjallshlíðinni allofarlega. Líklega koma þær allar úr spungum, sem þarna eru þó lítið beri á þeim í landslaginu og ljóst er að ein þeirra kemur beint út úr berginu. Nánari athuganir á þessu svæði standa yfir.
Að því sem hér að framan hefur verið sagt virðist mega ráða, að sprungur og misgengi hafi afgerandi þýðingn fyrir lindir á þessu svœði þannig að langflestar lindanna koma úr sprungum eða standa í meira eða minna beinu sambandi við þær.
Vatnið í Gvendarbrunnum kemur því ekki, eins og álitið hefur verið, undan hrauninu í eiginlegum skilningi heldur miklu dýpraúr jörðu og af stærra svæði en sem hraunið nær yfir. Nýlega gerðar ísótópa athuganir, sem Eðlisfræðistofnun Háskólans hefur gert á vatninu, staðfesta þessar niðurstöður.

Grunnvatn og grunnvatnsborð

Leitarhraun

Raufarhólshellir í Leitarhrauni.

Bergið í tertieru basaltmynduninni er yfirleitt orðið svo þétt að teljast verður ólíklegt að mögulegt sé að vinna úr því verulegt magn af köldu vatni með borunum. Samkvœmt þessu eru það eingöngu hinar yngri bergmyndanir, sem líklegar eru til að vinna megi úr neyzluvatn með borunum og þá umfram allt hin interglaciala grágrýtismyndun. Af þessu er enn fremur ljóst, að nauðsyn hin mesta er á því að kannalegu hins tertiera bergs undir grágrýtinu þ. e. með öðrum orðum að kortleggja landslagið eins og það var áður en grágrýtishraunin tóku að renna yfir það — að kortleggja „pre-doleritiska” landslagið á þessu svæði.
Þetta má gera að nokkru með jarðeðlisfræðilegum mælingum, segulmælingum, viðnámsmælingum og jarðsveiflumælingum, en fullvissa fæst aðeins með borunum þar sem borkjarni er tekinn.

Bullaugu
Nokkrar slíkar borholur eru þegar til og nýjar bætast við. Þannig má geta þess að Hitaveita Reykjavíkur hefur látið gera rannsóknarboranir í landi Reykjavíkur. Fyrsta holan af þessu tagi var boruð við Rauðhóla 1962, önnur samtímis við Árbæjarstíflu, sú þriðja við Ártún, og var henni lokið 1963.

Bullaugu

Bullaugu – loftmynd.

Fjórða holan er við Skyggni, rétt norðan við stífluna við Elliðavatn, og um þessar mundir (áramót 1964—65) er verið að bora í Gufunesi. Auk þess hefur svo Vatnsveita Reykjavíkur látið bora eina holu við Selás og tvær við Bullaugu. Ekki er enn þá búið að vinna úr þessu efni. Ennfremur hefur Vatnsveita Reykjavíkur látið bora samtals 13 höggborsholur í Heiðmörk og 3 við Bullaugu. Höggborsholurnar í Heiðmörk eru flestar rannsóknarholur, en þær sem boraðar hafa verið við Bullaugu verða væntanlega virkjaðar. Ein af holunum, sem boraðar voru í Heiðmörk er efst í mörkinni um 30 m hærra en Gvendarbrunnar. Þessi borun leiddi í ljós að grunnvatnsborð var þarna óverulega hærra en yfirborð vatns í Gvendarbrunnum. Önnur hola neðar í mörkinni gaf sama árangur. Þetta bendir til, að hœð grunnvatnsborðs sé svipuð á öllu sprungusvæðinu.

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar.

Undantekningar eru þó til (sbr. neðan). Ennfremur virðist ljóst að grunnvatnsstraumarnir í grágrýtinu stjórnast fyrst og fremst af „pre-doleritiska” landslaginu og af sprungunum. Við Kaldárbotna hafa verið boraðar tvær holur. Þær sýna að vestan við misgengið, sem vatnið kemur úr er grunnvatnsborð nær 20 m lægra en í Kaldárbotnum.
Kaldá

Kaldárbotnar.

Þetta er eitt hið ljósasta dæmi um áhrif misgengis á legugrunnvatnsborðs. Borholan við Rauðhóla er 221,’5 m djúp og holan við Skyggni 332,7 m. Botnhiti í Rauðhólaholunni reyndist 10°C og holunni við Skyggni 7,4°C.  Á vegum Jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar var borað við Kaldársel 986 m djúp hola og hitastig þar reyndist 2—5°C allt niður í 740 m dýpi. Þetta lága hitastig verður naumast skýrt á annan hátt en að það stafi af því, að mjög mikið af köldu vatni streymi gegnum berglögin. Í 272 m djúpri borholu við Árbæjarstíflu er botnhitinn hins vegar um 60°C. Meginhluti þeirrar holu er í tertieru basalti og holan er utan við sprungusvæðið. Aðgengilegasta skýringin á þessu virðist sú að mjög mikið kalt vatn streymi einmitt eftir sprungunum suðvestur eftir skaganum og um hin ungu berglög á þessu svæði.

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar.

Það er og alkunna að á öllu svæðinu frá Þingvallavatni, Hengli og Hellisheiði að austan og Esju að norðan út allan skagann rennur sáralítið vatn til sævar ofanjarðar.

Lyklafell

Skammt norðan Lyklafells.

Eins og áður er vikið að er sprungukerfi það, sem hér er aðallega rætt um aðeins hluti af öðru stærra. Áberandi sprungur og misgengi eru um Sandfell austan við Lækjabotna, lítill sigdalur og gapandi sprungur eru í heiðinni vestur af Lyklafelli. Norðaustur af Vífilsfelli inn Vatnaöldur og að endilöngum Bláfjöllum ganga sprungur og misgengi, og eins er misgengi í Húsmúla og um Litla Reykjafell. Þar fyrir austan taka svo við hin miklu misgengi og sprungukerfi um Hellisheiði, og fjöllin þar suðvestur af um Hengil og Grafningsfjöll og norður yfir Þingvelli. Stórfellt misgengi liggur um austanverðar Botnssúlur og annaðnokkru austar um Gagnheiði. Þar myndast því sigdalur. Misgengið um Botnssúlur má rekja norður eftir um Kvígyndisfell, Egilsáfanga norður Kaldadal, en norður eftir honum má rekja sigdali og vafalítið er hann að nokkru leyti myndaður við sig. Þessi sömu misgengi ná norður yfir Hafursfell og sennilega norðuf undir Eiríksjökul. Áframhald Almannagjár liggur gegnum Ármannsfell og Jórukleif. Milli Lágafells og Mjóafells er misgengissprunga. Sigdalurinn milli Almannagjár og Hrafnagjár (Bláskógar) er sigdalur í öðrum eldri og stærri sigdal. Suðvestureftir má rekja misgengið um Botnssúlur með sæmilegri nákvæmni alla leið suður að Selvogi (sjá kort).

Almannagjá

Almannagjá.

Samkvæmt upplýsingum sem frú Adda Bára Sigfusdóttir, veðurfræðingur, hefur góðfúslega látið mér í té, er afrennsli Þingvallavatns, Sogið, mun meira en gera mætti ráð fyrir, sé reiknað með vatnasvæði þess eins og það kemur fyrir á topografisku korti. Aðrennsli Þingvallavatns er svo að segja eingöngu neðanjarðar eftir sprungunum, og ég efast ekki um að skýringin á þessu mikla vatnsmagni sé einmitt sú, að aðrennslissvæðið sé í raun og veru miklu stærra en það virðist vera og fremur háð sprungukerfunum en sjálfu yfirborði landsins.
Hvernig svo sambandið milli svæðisins þar norður og austur frá og þess við Reykjavík, Hafnarfjörð og utar á Reykjanesskaga kann að vera skal að þessu sinni ósagt látið, enda liggja ekki fyrir nein sönnunargögn varðandi það. Ég tel þó að fyllsta ástæða sé til að hafa í huga þann möguleika, að þegar um grunnvatn er að ræða séu svæðin hvort öðru háð, og vel virðist mér mega hafa það í huga þegar reynt er að gera sér grein fyrir innstreymi hins heita vatns í Reykjavík.
Samkvæmi því sem hér hefur verið sagt, virðist auðsætt að öruggasta leiðin til að vinna kalt neyzluvatn fyrir byggðina á þessu svæði öllu, sé með borunum í grágrýtismyndunina á sprungusvæðinu.

Sprungur

Hrafnagjá – misgengi.

Hér að framan hefur verið sýnt fram á hið nána samband milli sprungnanna og lindanna. Af því leiðir einnig, að hætta kann að vera á því, að óhreinindi komist í grunnvatnið sé ekki fyllstu varúðar gætt í því efni. Alvarlegasta hættan stafar án nokkurs efa frá olíu, en ef olía kemst í vatnsból, getur hún, þó um örlítið magn sé að ræða, eyðilagt það um langan tíma, jafnvel í áratugi.

Sprungur

Hraunsprunga.

Langflest hús eru nú kynt með olíu og oft er frágangi á olíugeimum við hús mjög ábótavant, ekki á þetta hvað sízt við um sumarbústaði. Vélaverkstæði, alls konar benzín- og olíusölur hafa mikið magn af olíu og varla fer hjá því að nokkuð fari til spillis á hverjum stað. Þvottastæði fyrir bifreiðir ber að telja með þessu. Allt þetta er háskalegt fyrir vatnsbólin og ætti því ekki að leyfa neina slíka starfsemi nema undir strangasta eftirliti á öllu sprungusvæðinu og undir engum kringumstæðum í námunda við vatnsbólin sjálf eða við opnar sprungur eða gjár.
Í öðru lagi ætti ekki að leyfa bráðabyrgðabyggingar (sumarbústaði) á þessu sama svæði nema búið sé svo um frárennsli og olíugeyma að óyggjandi sé að óhreinindi þaðan geti ekki komist í vatnsbólin. Í þessu sambandi eru það eðlilega sprungurnar sjálfar, sem ber að varast, en einmitt á þeim eða alveg við þær hafa margir þegar valið sér land undir sumarbústaði. Það vill löngum brenna við að fólk noti gjár og sprungur til að kasta í alls konar óþverra. Slíkan sóðaskap má með engu móti líða.

Tektoniskar sprungur og gossprungur

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – Katlagil framundan.

Sambandið milli sprungnanna og lindanna hefur verið rakið hér að framan. Skal nú vikið að öðru atriði, sem hingað til hefur ekki verið tekið til meðferðar, en það er sambandið milli sprungugosa og tektoniskra sprungna.

Fjallsgjá

Fjallsgjá – misgengi.

Hér að framan var þess lauslega getið að misgengissprunga sú, er liggur um Búrfell — Helgadal — Kaldárbotna og Undirhlíðar, hafi einnig gosið hrauni. Á þessu misgengi eru stór gígalirúgöld beint vestur af Helgafell svo sem 1—1,5 km suður frá vatnsbólinu, og hafa þaðan runnið hraun austur og norður milli Helgafells og norðurenda Gvendarselshæðar. Smá hraunspýja hefur og fallið vestur sunnan við Kaldárbotna og staðnæmst örskammt austan við Kaldársel, og önnur örmjó hefur fallið vestur af hæðinni á móts við suðurenda Helgafells. Eftir Undirhlíðum endilöngum liggur sigdalur og í honum hefur gosið og smáhraun runnið þar út úr sprungunni vestan megin dalsins, án þess að til gígmyndana hafi komið. Þetta er sama misgengi og liggur um Kaldárbotna og Helgadal eins og áður er getið.

Sprungur

FERLIRsfélagar á ferð um sprungusvæði Reykjanesskagans.

Það er alvanalegt á Reykjanesskaga að tektoniskar sprungur hafi gosið hrauni og sýnir það hin nánu tengsl milli sprungnanna og eldgosa á þessu svæði öllu. Sem dæmi má nefna Stampa á Reykjanesi, gígaröð þá, sem Ögmundarhraun hefur komið úr, gígaraðir við Sveifluháls, Vesturháls, Trölladyngju og víðar. Því skal hér slegið föstu að alls engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu lokið á Reykjanesskaga. Sömuleiðir skal á það bent, að gos í námunda við það svœði, sem hér hefur verið umrœtt, geta haft alvarleg áhrif á vatnsból í námunda við gosstaðinn. Að ógleymdum öðrum hættum beinum og óbeinum.

Nútímahraun

Nútímahraun á höfuðborgarsvæðinu.

Lítið er vitað um gostíðni á Reykjanesskaga, og rannsóknir varðandi það spursmál eru skammt á veg komnar. Það er þó ljóst að mikill fjöldi hrauna hefur komið frá eldstöðvum milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla eftir að ísa leysti af því svæði, en frá þeim tíma má ætla að liðin séu 10 000-15 000 ár. Leitahraunið (Elliðaárhraunið) er samkvæmt CH aldursákvörðun 5300 ± 340 ára gamalt. Nú eru hins vegar Hólmshraunin öll, a. m. k. 5 að tölu, sannanlega yngri. Þetta þýðir að jafnaði a. m. k. eitt gos á 1000 árum, en engar sagnir eru til um gos á þessu svæði, svo ég viti. Lausleg athugun á svæðinu frá Húsafelli að Selfjalli virðist benda til þess að á þeirri leið séu nokkuð á annan tug hrauna, sem öll hafa runnið eftir ísöld. Eru þá Hólmshraunin öll og Búrfellshraun (Hafnarfjarðarhraun) ekki talin með.
Miklar líkur eru til þess að gos á þessu svæði mundu hafa áhrif á efnasamsetningu grunnvatnsins. Á það skal bent í þessu sambandi að í Japan hefur verið hægt að segja fyrir eldgos út frá rannsóknum í efnasamsetningu grunnvatnsins allt að 9 mánuðum áður en gosið hófst. Af þessu leiðir að ærin ástæða er til að fylgjast vel með efnasamsetningu neyzluvatns á þessu svæði. Þetta gildir fyrst og fremst um vatnsból á sunnanverðu svæðinu, Kaldárbotna og Gvendarbrunna. Bullaugu eru hvað þetta snertir bezt sett þessara staða.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 01.09.1965, Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur, Jón Jónsson, bls. 75-95.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. ISOR