Færslur

Baðsvallasel
Byrjað var á því að skoða Njarðvíkursel sunnan Seltjarnar.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel við Seltjörn.

Selstóttirnar liggja í röð undir hraunbakkanum skammt frá veginum að Stapafelli. Um er að ræða nokkur hús. Norðan vegarins er hlaðin rétt og stór stekkur. Þetta hefur verið ágæt aðstaða miðja vegu á milli þjóðleiðanna (Skipsstígur) á milli Njarðvíkur og Grindavíkur annars vegar og Voga og Grindavíkur (Skógfellavegur) hins vegar. Í gömlum heimildum er selinu lýst og er það sagt vera við Seljavatn.
Hópsselið er austan Grindavíkurvegar rétt áður en komið er að Selshálsi. Um er að ræða fremur litla tótt utan í hlíðinni. Tótt, sem líklega hefur tilheyrt því, er í lægð norðan í hálsinum skammt vestan vegarins.

Baðsvellir

Sel á Baðsvöllum.

Baðsvallaselin er í hraunkantinum norðan Þorbjarnarfells. Tóttir frá seljunum eru einnig rétt austan við skóg, sem þar hefur verið plantað, nálægt vatni. Ein tóttin er alveg við ystu mörk skógarins. Önnur inni í skóginum og hefur fyrir alllöngu verið plantað trjám í hana og umhverfis.
Skoðað var Einland og tóttir Móa skammt austan við Valhöll. Þá var gengið að Hraunkoti. Bæjarstæðið var fallegt á að líta þar sem sóleyjarnar mynduðu myndrænan forgrunn að upphlöðnu bæjarstæðinu á brún Slokahrauns. Í bakaleiðinni var gengið um Klappartúnið og litið á tóttir gamla Klapparbæjarins skammt sunnan Buðlungu. Vel má sjá hvernig bærinn hefur litið út, auk þess sem nýlega hefur verið mokað frá nyrsta hluta tóttanna. Má þar sjá göng, sem legið hafa að bænum. Sjávargöturnar í Þórkötlustaðahverfi voru þrjár. Sú austasta liggur fallega flóruð og hlaðinn beint niður af Klapparbænum. Miðgatna er neðan Miðbæjar og vestasta gatna skammt vestar.
Bráðfallegt veður og kjörið til útivistar.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Njarðvíkursel

Um miðbik 19. aldar munu hreppsmörk Vatnsleysustrandarhrepps að sunnan- og vestanverðu hafa verið eftirfarandi: “…úr Hraunsvatnsfelli og þaðan í Vatnskatla í Vatnsfelli norðan Fagradalsfjalls. Úr vatnskötlum liggja mörkin til útsuðurs um Kálffell og í kletta við götuna nyrst í Litla-Skógfelli. Úr Litla-Skógfelli liggja mörkin á Arnarklett, allháan klett og auðkennilegan í brunahrauninu sunnan Snorrastaðatjarna, en þaðan til sjávar yst í grunnri skoru á Vogastapa.” Það skal tekið fram að lýsing þessi er ekki villulaus. Auk þess eru til fleiri en ein útgáfa af markalýsingum, jafnvel frá sama tímabili.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Kolbeinsvarða var sögð standa á mörkum Gamla-Keflavíkurvegarins og Vatnsleysustrandarhrepps fyrir ofan Grynnri Skor, “grunnri skoru” sbr. framangreint, (Kolbeinsskor), sem einnig er kölluð Innri Skor. Á þeim slóðum, líklega í Njarðvíkurlandi, er stór varða, nýlega endurbyggð, sem kölluð er Brúnavarðan og er hún mið af sjó. Fleiri nálægar vörður eru tilgreindar, en ofar í Njarðvíkurheiðinni, s.s. Mörguvörður, Stúlkuvarða og “Tyrkjavörður”.
Rétt er að geta þess að frá Mörguvörðum ofan við Stapann liggur gömul gata (akvegur, byrjað á honum 1913) svo til beint niður móana að Selbrekkum (Sólbrekkum), á ská niður þær og að Seltjörn (Selvatni).
Gatan hefur eflaust haldið áfram til Grindavíkur, en nýi vegurinn liggur ofan á henni. Ennþá eldri gata (hestagata) liggur svo til samhliða nýrri götunni, en allnokkru austar. Hún sést einnig mjög vel þar sem hún liðast niður Selbrekkur (vestar) og áfram niður að austanverðu Selvatni.
Þegar þessi gata er skoðuð er líklegt að hún hafi greinst við vatnið og austari hluti hennar legið áfram til austurs með hraunkantinum, að Snorrastaðatjörnum. Einungis vantar kaflann frá þessari götu og upp að Litla-Skógfelli til að tengja þessa gömlu leið og aðrar þær, sem þar eru, saman.

Njarðavíkurheiði

Varða á Njarðvíkurheiði.

Á heiðinni, stutt frá gamla akveginum, er stór hringlaga vörðufótur og leifar af vörðu. Gróið er að fætinum. Þarna mun fyrrum hafa staðið myndarleg varða, að öllum líkindum landamerkjavarða af stærðinni að dæma sem og skv. heimildum. Ólafur frá Knarrarnesi man eftir vörðunni þarna. Enda passar staðsetning hennar við “sjónhendingu” úr Brúnavörðu ofan Stapabrúnar, jafnvel í Innri Skor, og frá henni í Arnarklett ofan við Snorrastaðatjarnir. Grjótið í vörðunni var tekið úr henni á fyrri hluta 20. aldar og sett undir bryggjuna í Vogum. Það að Vogamenn hafi tekið grjótið bendir til þess að það hafi verið í þeirra landi, a.m.k. helmingurinn. Ef þetta reynist rétt er núverandi “Hollywood”-stafaskilti Reykjanesbæjar innan fyrrum landamerkja Voga.
Í örnefnalýsingu Innri-Njarðvíkur segir: “Suður af tjörninni (Seltjörn) eru tættur, sem heita Sel. (Í gamalli sóknarlýsingu Njarðvíkursóknar segir: “Frá Njarðvíkum er sel, Njarðvíkursel, við Selvatn”). Þar suðvestur af eru Hraunslágar. Þær eru við austurenda Rauðamels, en það er melflæmi allmikið hér í hrauninu… vestur af Rauðamel er Stapagjá og Vörðugjá, og suður af henni eru Gíslhellislágar kenndar við Gíslhellir, sem er þarna ofan við Rauðamel. Í Stórugjá er stórt berg á köflum”.
Byrjað var á því að skoða Njarðvíkursel sunnan Seltjarnar/Selvatns.

Njarðvíkursel

Stekkur við Njarðvíkursel.

Selstóttirnar liggja í röð undir hraunbakkanum skammt frá veginum að Stapafelli. Segja má að vegurinn liggi í gegnum selstöðuna. Um er að ræða tvö hús. Annað þeirra, það syðra er stórt með tveimur rýmum. Hleðslur sjást enn vel í innveggjum. Nyrðra húsið er mun stærra og lengra, með a.m.k. sex rýmum. Hleðslur í syðstu tóftunum standa enn vel. Líklegt má telja að vegavinnumenn, sem unnuð við Grindavíkurveginn (1914) hafi nýtt aðstöðuna þarna, einkum syðsta hlutann, enda selið þá aflagt fyrir allnokkru.
Norðan vegarins er hlaðin rétt og stór tvískiptur stekkur, tvöfaldur. Hæðin nú er um 60 cm og sjást a.m.k. þrjú umför greinilega. Miðað við hversu volduglega stekkurinn er hlaðinn má telja líklegt að hann hafi verið notaður fyrir kýr fremur en fé. Af fjölda rýma í selinu og mismunandi stærð þeirra að dæma gæti þarna hafa verið bæði selstaða fyrir fé og kýr, enda ákjósanlega aðstaða við vatnið.
Þarna hefur einnig verið hin ágætasta aðstaða miðja vegu á milli þjóðleiðanna (Skipsstígur) á milli Njarðvíkur og Grindavíkur annars vegar og Voga og Grindavíkur (Skógfellavegur) hins vegar. Grindvíkingar, og jafnvel fleiri, sóttu lengi vel í ís á tjörninni. Steypta mannvirkið norðvestan hennar er m.a. frá hluta þess tímaskeiðs.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG (1995).

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Njarðvíkursel
Skúli Magnússon hafði eftir síra Pétri Jónssyni að höfðubæir í Njarðvíkum hafi verið tveir; Innri- og Ytri-Njarðvík: “Frá Innri-Njarðvík var selstaða við veginn, er liggur frá Vogum að Grindavík.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Þar er lítið vatn skammt frá, er heitir Seljavatn. Þar í er hólmi með litlu kríu- og andavarpi. Þessi selstaða, sem er í hrauninu upp frá Stapanum, er nú sökum peningsfæðar aflögð”. Þetta var ritað í byrjun 19. aldar. Á gömlu dönsku landakortunum er merkt sel suðaustan við Seltjörn (vestan við Grindavíkurveginn á þeim stað, sem Stapavegurinn liggur nú). Við skoðun á staðnum þurfti ekki að leita lengi til að sjá seltætturnar. Þær kúra undir hraunkantinum, í skjóli fyrir suðaustanáttinni.
Selið lagðist af um 1800, en líklegt er að það hafi verið notað eitthvað eftir það, t.a.m. sem sæluhús, enda við Vogaveginn til Grindavíkur.

Njarðvíkursel

Stekkur við Njarðvíkursel.

Tóftirnar eru sumar enn mjög heillegar. Þær eru ekki fjarri gamla Grindavíkurveginum og er lagður var á árunum 1914-1918. Því er ekki ólíklegt að vegavinnumenn hafi haft einhver not af aðstöðunni þarna, a.m.k. réttinni norðan selsins, ofan við vatnsbakkann. Nefndur hólmi fór í kaf þegar hækkaði í vatninu er afrennsli þess var stíflað með vegastæðinu austan þess. Eini núverandi íbúinn, í einu tóftahorninu, minkur, vildi ekki láta sjá sig að þessu sinni.
Við Knarrarnes var skoðaður letursteinn og sást vel vísan, sem á hann var klappað á 18. öld. Vísunni er lýst í einni bóka Árna Óla. Talið er að hinn sami nafngreini maður (gátan felst í áletruninni) hafi einnig klappað ártalið á skósteininn í hlöðnu brúnni á kirkjugötunni að Kálfatjörn.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.