Tag Archive for: Ófeigskirkja

Álftanesvegur

Ragnheiður Traustadóttir skrifaði grein í Árbók Hins íslenska forleifafélags árið 2010 undir fyrirsögninni „Ófeigskirkja nýtur vafans„.
Á þeim tíma var fyrirhuguð lagnings nýs Álftanesvegar í gegnum Garðahraun, sem ranglega var af sumum nefnt „Gálgahraun“. Gálgahraun er norðan Garðahrauns, utan framkvæmdarsvæðisins.
Árbók 2010Eitt af því sem andstæðingar vegarlagningarinnar bentu m.a. á að nefndur meintur álfasteinsstandur, „Ófeigskirkja“, myndi fara undir veginn. Umfjöllunin er ekki síst áhugaverð fyrir það að leggja þurfti í allnokkra vinnu fornleifafræðings með tilheyrandi kostnaði við að afla heimilda og raka fyrir tilvists sagðs kletts, sem í raun var fyrir löngu, skv. skráðum heimildum, horfinn undir annan eldri veg.
Eina heimildin sem lögð var til grundvallar hinni nýju meintu staðsetningu voru oftúlkuð orð „afa“ heimildarmanns, sem aldrei hafði staðsett örnefnið að öðru leyti en því að það hafi síðar „færzt yfir á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn“. Hin meinta „Ófeigskirkja“ leit ekki út fyrir að vera „gervigígur“, en með góðum vilja mætti heimfæra staðinn upp á Grænhól (hraunhól) þar skammt norðvestar. Við rannsókn á þeim hól komu hins í ljós verksummerki eftir refaskyttur (strigapokar og glerflöskur).

Ragnheiður Traustadóttir

Ragnheiur Traustadóttir.

Hafa ber í huga að bæði Garða- og Gálgahraunið er alsett klettum, sem hver og einn gætu risið undir væntingum sem „álfakirkja“. Hið fyndna er þó að bæði stjórnendur og meðlimir nafngreindra „náttúrusamtaka“ tóku þátt af einhverri ómeðvitaðri meðvirkni í vitleysunni um nánast ekkert sem grundvöllur var fyrir þá og þegar vegarþræturnar stóðu yfir. Hafa ber í huga að áköfustu mótmælendurnir á staðnum voru handteknir þegar til framkvæmdanna kom á vettvangi og þeir færðir til hliðar um stund, sakaðir um óhlýðni við fyrirmæli lögreglu, en hvorki Jónatan né forsvarsfólk „náttúrusamtakanna“ var þar á meðal.

„Nógu flókið getur verið að meta varðveislugildi fornleifa sem engin mannaverk eru á þótt ekki séu jafnframt áhöld um hvort viðfangsefnið sé hið rétta.
ÓfeigskirkjaHraunklettur í Gálgahrauni, sem átti að jafna við jörðu vegna vegaframkvæmda á Álftanesi, fékk sömu meðferð hjá þjóðminjavörslunni og fornar leiðir skammt þar frá, þrátt fyrir að ekki yrði ályktað með neinni vissu að hann nyti verndar samkvæmt þjóðminjalögum sem álagablettur eða staður eða kennileiti sem tengdist siðum, venjum, þjóðtrú og þjóðsagnahefð til forna.
Varúð er rauður þráður þjóðminjalaganna. Kletturinn í Gálgahrauni, sem bent var á að héti Ófeigskirkja, virðist hafa verið látinn njóta vafans þegar skilmálar voru ákveðnir fyrir því að Vegagerðin mætti ryðja honum burt.

Ábending um álfaklett

Jónatan Garðarsson

Jónatan Garðasson.

Vorið 2009 var fyrirhugað vegarstæði tekið út vegna ábendinga Jónatans Garðarssonar um minjastaði sem ekki var getið í fornleifaskráningu í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Einn af þessum minjastöðum var Ófeigskirkja sem Jónatan tengdi við álfatrú.
Jónatan er áhugamaður um verndun hraunsins, uppalinn í nágrenninu og gjörkunnugur umhverfinu, ekki síst fyrir þær sakir að hafa gengið um svæðið barn með afa sínum, Sigurði Eiríkssyni, sem fluttist til Hafnarfjarðar árið 1930. Sigurður var áhugasamur um örnefni, landamerki og kennileiti og miðlaði hann Jónatan mörgu af því sem hann vissi sannast.

Heimildir um Ófeigskirkju

Álftanesvegur

Gamli  og nýi Álftanesvegur.

Ófeigskirkju er eftir því sem næst verður komist fyrst getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Garðahverfi sem var vafalítið tekin saman á 6. áratug síðustu aldar: „Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu.“
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar árið 1964 segir: „Ófeigskirkja: Svo hét klettur á Flatahrauni austarlega. Gegnum hann var farið með Álftanesveginn fyrri.“
Örnefnaskráning Kristjáns Eiríkssonar frá árinu 1976 til 1977 styðst m.a. við lýsingu Gísla „og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra“: „Ófeigskirkja nefndist klettur, sem brotinn var, þegar Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færzt á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn“.

Deilt um hvort kletturinn standi

Ófeigskirkja

Meint Ófeigskirkja í Garðahrauni.

Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju benda til að hún hafi þegar árið 1910 horfið undir Álftanesveginn. Jónatan Garðarsson bar brigður á það. Afi hans hafi sagt kirkjuna „enn við „götuna“ og „stíginn“ því hún væri þar sem Engidalsstígur og Flatahraunsgata kæmu saman við Engidal“. [Hér er rétt að geta þess að Engidalsstígur lá um Engidal að Flatahrauni, nákvæmlega á þeim stað þar sem nefnd Ófeigskirkja á að hafa verið. Þar er núverandi vegastæði gamla Álftanesvegarins.]
Jónatan lét þess getið að afa hans hafi fundist Gísli Sigurðsson „stundum ónákvæmur og nefndi Ófeigskirkjuna sem dæmi“.

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson.

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur birti athugasemd við þessa skoðun á vefsíðu Hraunavina, sem beittu sér gegn umræddum fyrirætlunum Vegagerðarinnar á Álftanesi. Jónatan var í stjórn þeirra samtaka og í tengslum við þau fór hann fyrir leiðangri út í hraunið sem Guðlaugur Rúnar tók þátt í. Í upphafi leiðangurs var litið á smáklett sem Jónatan telur vera Ófeigskirkju og hól sem nefndur er Grænhóll. Gísli Sigurðsson segir í örnefnalýsingu sinni um Garðastaðarland sem varðveitt er á Örnefnastofnun að brotist hafi verið með akveginn gegnum klapparhyrnu mikla er nefnist Ófeigskirkja.“

Efi um helgi hraunmyndunarinnar

Ófeigskirkja

Ófeigskirkja Hraunavina.

Á vefsíðu Hraunavina er tekið fram að Ófeigskirkja sé fagurmótaður hyrndur „álfaklettur“ og víðar á Netinu má sjá ámóta fullyrðingar úr samtíma um að einhvers konar helgi umljúki hraunklett þennan eða átrúnaður.18 Hinn 25. apríl 2009 var fjölmenni viðstatt þegar Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði helgaði klettinn.
Í framangreindum örnefnalýsingum er hvergi greint frá átrúnaði í sambandi við Ófeigskirkju. Kirkjuheitið kann að sjálfsögðu að benda til tengsla við trúarbrögð en ekki er loku fyrir það skotið að það vísi til forms eða útlits á hraunmynduninni. Úr því verður ekki skorið úr þessu, þegar líkur eru á að nafnið hafi færst frá einum kletti, sem brotinn var, á annan.

Niðurstaða vettvangsrannsóknar

Ófeigskirkja

Hin meinta Ófeigskirkja að mati náttúruverndarsinna.

Með hliðsjón af framangreindu var það niðurstaða vettvangsrannsóknarinnar að svo rýrar heimildir væru um hraunklett þennan að af þeim yrði ekki ályktað með vissu að hann nyti verndar samkvæmt ákvæðum þjóðminjalaga um álfatrú til forna. Enn fremur léki vafi á hvort klettur sá, sem nú nefndist Ófeigskirkja, væri hinn sami og fékk það heiti í öndverðu.
Önnur rök kynnu að vera fyrir því að reyna að sneiða hjá klettinum við lagningu Álftanesvegar, því að hann hefði augljóslega gildi fyrir stóran hóp fólks, en slík ákvörðun gæti ekki byggst á þjóðminjalögunum.

Samantekt og niðurstöður

Ófeigskirkja

Meint Ófeigskirkja.

Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju eru innan við 100 ára gamlar en örnefnið kann að vera umtalsvert eldra en það. Hvað sem því líður getur Ófeigskirkja ekki notið verndar þjóðminjalaga nema hún teljist vera kennileiti sem tengist „siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð“ eins og það er orðað í 9. gr. laganna.
Þess er hvorki getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar né Gísla Sigurðssonar að nokkurs konar helgi umlyki hana. Þó má telja öruggt að slík athugasemd hefði verið látin fylgja, væri því trúað að í henni hefðu búið álfar. Við þetta bætist að sterkar líkur benda til þess að hraunklettur sá sem um var deilt hafi erft heitið Ófeigskirkja eftir annan klett sem fór undir Álftanesveg fyrir réttri öld.

Heimildakönnun bendir því tvímælalaust til þess að álfasögur hafi ekki verið tengdar Ófeigskirkju fyrr en nýlega.
Fornleifavernd ríkisins féllst á að kletturinn yrði fjarlægður.

Ragnheiðir Traustadóttir hafði jafnframt skrifað greinagerð árið 2009 um að hvaða leyti tilteknar fornminjar verða fyrir raski vegna fyrirhugaðra gatnaframkvæmda í Gálgahrauni; „Ófeigskirkja og fornminjar við Álftanesveg„:

Ófeigskirkja
ÓfeigskirkjaÓfeigskirkju er eftir því sem næst verður komist fyrst getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Garðahverfi sem var vafalítið tekin saman á 6. áratug síðustu aldar. Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu.
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar árið 1964 segir: Ófeigskirkja: Svo hét klettur á Flatahrauni austarlega. Gegnum hann var farið
með Álftanesveginn fyrri.
Örnefnaskráning Kristjáns Eiríkssonar frá árinu 1976 til 1977 styðst m.a. við lýsingu Gísla „og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra“. Ófeigskirkja nefndist klettur, sem brotinn var, þegar Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færzt á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn. Íbúðarhúsið Hraun er skammt vestan við hann.
Í bók Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar um Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar segir um þennan stað – og enn vísað til Gísla:
Álftanesstígur lá frá Garðaholtsenda austur yfir Flatahraun sunnan Ófeigskirkju í Engidalshorn. Og: Ófeigskirkja var klapparhyrna í Flatahrauni.
Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju benda til að hún hafi þegar árið 1910 horfið undir Álftanesveginn. Jónatan Garðarsson ber brigður á það. Afi hans, fyrrnefndur Sigurður Eiríksson, hafi sagt kirkjuna „enn við „götuna“ og „stíginn“ því hún væri þar sem Engidalsstígur og Flatahraunsgata kæmu saman við Engidal“. Hann lætur þess getið að afa hans hafi fundist Gísli Sigurðsson „stundum ónákvæmur og nefndi Ófeigskirkjuna sem dæmi“.

Ófeigskirkja

„Meint“ Ófeigskirkja.

Guðlaugur Rúnar hefur birt athugasemd við þessa skoðun á vefsíðu Hraunavina, www.hraunavinir.net, sem beita sér gegn umræddum fyrirætlunum Vegagerðarinnar á Álftanesi. Jónatan situr í stjórn þeirra samtaka og í tengslum við þau fór hann fyrir leiðangri út í hraunið sem Guðlaugur Rúnar tók þátt í.
Í upphafi leiðangurs var litið á smáklett sem Jónatan telur vera Ófeigskirkju og hól sem nefndur er Grænhóll. Gísli Sigurðsson segir í örnefnalýsingu sinni um Garðastaðarland sem varðveitt er á Örnefnastofnun að brotist hafi verið með akveginn gegnum klapparhyrnu mikla er nefnist Ófeigskirkja.
Í niðurlagi færslu sinnar segir Guðlaugur Rúnar: Handrit Gísla, sem varðveitt er á Örnefnastofnun, var á sínum tíma yfirfarið og leiðrétt af Úlfhildi Kristjánsdóttur frá Dysjum. Gísli nefnir heimildarmennina Magnús Brynjólfsson á Dysjum, Guðmann Magnússon hreppstjóra, Valgeir á Hausastöðum og Ólafíu systur hans, Tryggva í Grjóta og Gísla Guðjónsson í Hlíð. Örnefnaskráin var einnig lesin fyrir þau eftir að hún var fyrst skráð og létu þau sér vel líka. Er því undarlegt að enginn þeirra hafi tekið eftir því sem Gísli ritar um Ófeigskirkju.
Á vefsíðu Hraunavina er tekið fram að Ófeigskirkja sé fagurmótaður hyrndur „álfaklettur“ og víðar á Netinu má sjá ámóta fullyrðingar úr samtíma um að einhvers konar helgi umljúki hraunklett þennan eða átrúnaður.

Ófeigskirkja

„Ófeigskirkja“ flutt.

Bæjarstjórinn í Garðabæ, Gunnar Einarsson (fyrrum skólabróðir Jónatans Garðasonar í Flensborg), reyndi að bera smyrls á sárin. Hann lagði til að hin meinta „Ófeigskirkja“ yrði hífð úr hinu nýja vegstæði og hún lögð til á hraunbungu norðan hans – þar sem hún hefur verið síðan, án þess að nokkur sem um nýja veginn fer, sé hið minnsta meðvitaður um hina mögulegu meintu tilvist hans eða tilgang…

Sjá meira um „Ófeigskirkju“ HÉR.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 101. árg. 01.01.2010, Ófeigskirkja nýtur vafans – Ragnheiður Traustadóttir, bls. 117-122.
-Ófeigskirkja og fornminjar við Álftanesveg, greinagerð um að hvaða leyti tilteknar fornminjar verða fyrir raski vegna fyrirhugaðra gatnaframkvæmda í Gálgahrauni – Ragnheiður Traustadótir, 2009, bls. 5-7.

Álftanesvegur

Álftanesvegur – loftmynd.

Ófeigskirkja

Ófeigskirkja var örnefni í Garðahrauni – allt til þangað til Álftanesvegurinn var lagður árið 1910. Þá var „kirkjan“ brotin undir vegstæðið, enda lá hún vel við höggi; brunahóll tilvalinn til undirlags.

Sumir

Hóllinn sá var reyndar dæmigerður fyrir ástleitni vegagerðarmanna þess tíma í nálæga hraunhóla – allt til þessa dags. Varla var til sá gígur, eldvarp eða auðunninn hóll að hann þyrfti ekki að nýta til vegagerðar. Í þá daga – og reyndar allt til þessa dags – hafa „vegagerðarmenn“ virst blindir fyrir öðru en verkefnum sínum hverju sinni. Til að bæta fyrir fyrrnefnt „slys“ var örnefnið „Ófeigskirkja“ fært yfir á næsta nálæga hól, svona til að sýna fram á að honum hafi bara alls ekki verið spillt. Aðrir benda nú á klettastand í hrauninu, öllu álfakirkjulegri.
Annars er Garðahraun, þrátt fyrir nálægðina við Listaverkþéttbýlið, hið fallegasta hraun. Litbrigðin eru óvíða meiri, svo mikil að það hefur orðið uppspretta listaverka hinna mestu listamanna þjóðarinnar, t.d. Kjarvals.
Kristján Eiríksson skráði örnefni í Garðahverfi veturinn 1976-77. Studdist hann m.a. við lýsingu Gísla Sigurðssonar á Garðahverfi, og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra.
Guðmann Magnússon, fv. hreppstjóri, á Dysjum (Austur-Dysjum) gaf einnig upplýsingar um Garðahraun og lét í té skriflega lýsingu af því austan Álftanesvegar. Þar getur hann m.a. um Ófeigskirkju.
„Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á ListaverkÁlftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greindist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurn veginn á Holtsendann (þar sem sandnámið var). Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. Er þetta hinn fyrrnefndi Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar. (Ath.: G.S. nefnir hann Gálgahraunsstíg syðra, en ekki kannast Guðmann við það nafn, og mun það rangt. …).
Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt Fyrirmyndinsunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur. Skammt frá Skyggni var síðasta birkihríslan í Garðahrauni. Stóð hún af sér ágang manna og dýra fram undir 1940.“
Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hraunið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m bein vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðurs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir.

Grenhólsskjól

Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því. Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við hleðslu. Í flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður. Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari
grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness. Á móts við núverandi Garðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mu vera gatan sem lá í Garðahverfi. Sú gata er mun ógreinilegri en aðalgatan út á Álftanes.

Gata

Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið. algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn. Þessi leið hefur verið notuð fram á síðustu ár 19. aldar en sumarið 1873 var lagður vegur yfir Flatahraun frá Sjónarhóli í Engidal, og framhald á honum áleiðis á Hraunsholtið 1879. Endanleg vegtenging við Reykjavík kom þó ekki fyrr en 1897-99. Eftir það mun aðalleiðin á Álftanes hafa fylgt hinum uppbyggða vegi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og beygt útaf honum í Engidal.
Þar sem gamla þjóðleiðin kemur niður úr Gálgahrauni að vestan er lítil hleðsla úr hraungrýti utan í hraunkantinum norðan við götuna. Utan í hraunbrún, vallgróinn hvammur næst, fjær eru flagmóar.
Hleðslan er 3 m löng, einföld hraungrýtishleðsla, hvergi meir en tvö umför. Austan við hana er vallgróin hvilft upp í hraunbrúnina og er sokkin grjóthrúga um 16 m austar sem gæti hafa verið á móti hleðslunni. Á milli er óreglulegur þúfnarimi sem gæti verið yfirgróin vegghleðsla. Hefur verið einhverkonar rétt eða aðhald, mögulega stekkur.
Um 70 m suður af botni Lambhústjarnar, um 200 m vestur af vesturbrún Gálgahrauns er ferhyrnd tóft, fast austan við hestagirðingu sem nú er. Í blásnum móa, stórgrýttum Ferhyrnd regluleg tóft, grjóthlaðin með tvöfaldri, 0,7 m breiðri hleðslu. Hvergi er dyr að sjá.
Tóft þessi er skammt norðan við þjóðleiðina út á Álftanes, í jaðri fyrirhugaðs Myndrænnvegarstæðis. Sennilega kálgarður. 40 m í norðvestur frá þessum stað er 8 m löng steinaröð milli tveggja jarðfastra steina og gæti sá nyrðri hafa verið undirstaða undir stóra vörðu en hrúga af sokknu grjóti er í kringum hann.
Skammt norðan Álftanesvegar, þar sem Flatahraunið endar, er Grenishóll, hæðarhryggur til norðurs. Þar var síðast unninn refur um 1870 af Magnúsi Brynjólfssyni, hreppstjóra á Dysjum.
Ófeigskirkja nefndist klettur, sem brotinn var, þegar Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færzt á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn. Íbúðarhúsið Hraun er skammt vestan við hann. Er það eina húsið, sem byggt er á þessu svæði, og sennilega verða ekki byggð fleiri, því allt hraunið á að verða útivistarsvæði.“
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Garðahverfi – Kristján Eiríksson
-Jónatan Garðason.
-Adolf J.E. Petersen: ‘Samgönguleiðir til Reykjavíkur að fornu og nýju.’ Reykjavík miðstöð þjóðlífs, Rv. 1977, s. 79-97.

Ófeigskirkja

Ófeigskirkja

„Nógu flókið getur verið að meta varðveislugildi fornleifa sem engin mannaverk eru á þótt ekki séu jafnframt áhöld um hvort viðfangsefnið sé hið rétta [RT].“

Ofeigskirkja-21Ófeigskirkju, hraunkletti í Gálgahrauni, er eftir því sem næst verður komist fyrst getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Garðahverfi sem var vafalítið tekin saman á 6. áratug síðustu aldar. „Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu.“
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar árið 1964 segir: „ÓFEIGSKIRKJA: Svo hét klettur á Flatahrauni austarlega. Gegnum hann var farið með Álftanesveginn fyrri.“
Örnefnaskráning Kristjáns Eiríkssonar frá árinu 1976 til 1977 styðst m.a. við lýsingu Gísla „og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra“.
„Ófeigskirkja nefndist klettur, sem brotinn var, þegar Ofeigskirkja-22Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færzt á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn. Íbúðarhúsið Hraun er skammt vestan við hann.“
Í bók Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar um Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar segir um þennan stað – og enn vísað til Gísla: „Álftanesstígur lá frá Garðaholtsenda austur yfir Flatahraun sunnan Ófeigskirkju í Engidalshorn.“  Og: „Ófeigskirkja var klapparhyrna í Flatahrauni.“
Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju benda til að hún hafi þegar árið 1910 horfið undir Álftanesveginn.
„Handrit Gísla, sem varðveitt er á Örnefnastofnun, var á sínum tíma yfirfarið og leiðrétt af Úlfhildi Kristjánsdóttur frá Dysjum. Gísli nefnir heimildarmennina Magnús Brynjólfsson á Dysjum, Guðmann Magnússon hreppstjóra, Valgeir á Hausastöðum og Ólafíu systur hans, Tryggva í Gjóta og Gísla Guðjónsson í Hlíð. Örnefnaskráin var einnig lesin fyrir þau eftir að hún var fyrst skráð og létu þau sér vel líka. Er því undarlegt að enginn þeirra hafi tekið eftir því sem Gísli ritar um Ófeigskirkju.“

Galgahraun-kort-2Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju eru innan við 100 ára gamlar en örnefnið kann að vera umtalsvert eldra en það. Þess er hvorki getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar né Gísla Sigurðssonar að nokkurs konar helgi umljúki hana. Þó má telja öruggt að slík athugasemd hefði verið látin fylgja, væri því trúað að í henni hefðu búið álfar.
Heimildakönnun bendir tvímælalaust til þess að álfasögur voru ekki tengdar Ófeigskirkju fyrr en nýlega, en árið 2009 var örnefninu komið yfir á formfagran klettastand inni í Gálgahrauni, u.þ.b. 100 m norðan við staðinn þar sem Ófeigskirkja stóð áður en hún var brotin undir Álftarnesveginn. Ástæðan var sennilega tvíþætt; að viðhalda horfnu örnefni og nýta það til að reyna að koma í fyrir fyrir lagningu fyrirhugaðs vegs um Gálgahraun.

Garðahraun

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.

Krýsuvík

Þekkt er að örnefni hafa tilhneigingu til að breytast, bæði hvað varðar staðsetningu og heiti í tíma og rúmi.
ofeigskirkja-221Ástæðurnar geta verið margar; t.d. nýtt fólk kemur á vettvang þar sem það þekkti ekki til áður, skrásetjarar fara rangt með (m.a. vegna þess að þeir fóru aldrei á vettvang), þeir sem þekktu best til voru aldrei spurðir (áður en þeir féllu frá), ný tilefni fyrir örnefnum verða til og glaðklakkanlegir einstaklingar einfaldlega giska á bæði heiti og staðsetningu örnefna.
Eitt dæmið er svonefnd „Ófeigskirkja“ í Garðahrauni. Skv. örnefnalýsingu og öðrum skriflegum heimildum fór hún („stór klettur“) undir núverandi Álftanesveg á sínum tíma (staðsetningin er þekkt). Til að viðhalda örnefninu var það allnokkru síðar fært yfir á næsta „stóra klett“ skammt norðar í hrauninu. Leiknir og lærðir, sem aldrei höfðu áður komið á vettvang, hafa fengið tækifæri til að staðfesta flutninginn. Sumir þeirra trúa jafnvel að í klettinum þeim arna sé nú fjölmennur samkomustaður bæði dverga og álfa). Og „Grenshóll“ (þar sem menn lágu fyrir tófu á sínum tíma“ er allt í einu orðinn að athvarfi álfa. A.m.k. tveir segjast hafa séð þessar verur á staðnum.
Ef sú ákvörðun verður tekin að endurbæta núverandi Álftanesveg (í stað þess að gera nýjan veg um Garðahraun) þarf væntanlega að gera ráð fyrir undirgöngum, eða göngubrú, yfir veginn – svo hvorki dvergum né álfum verði bráður bani búinn á ferð þar yfir á leiðinni að samkomustöðunum.
Svo hlýtur alltaf að vera hægt að flytja bara „álfakirkjuna“ fyrst hún hefur nú áður verið færð – án vandræða.

Ófeigskirkja

„Ófeigskirkja“ flutt.