“Nógu flókið getur verið að meta varðveislugildi fornleifa sem engin mannaverk eru á þótt ekki séu jafnframt áhöld um hvort viðfangsefnið sé hið rétta [RT].”

Ofeigskirkja-21Ófeigskirkju, hraunkletti í Gálgahrauni, er eftir því sem næst verður komist fyrst getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Garðahverfi sem var vafalítið tekin saman á 6. áratug síðustu aldar. „Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu.“
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar árið 1964 segir: „ÓFEIGSKIRKJA: Svo hét klettur á Flatahrauni austarlega. Gegnum hann var farið með Álftanesveginn fyrri.“
Örnefnaskráning Kristjáns Eiríkssonar frá árinu 1976 til 1977 styðst m.a. við lýsingu Gísla „og var hún borin undir kunnuga í hverfinu og síðan samin ný lýsing að fyrirsögn þeirra“.
„Ófeigskirkja nefndist klettur, sem brotinn var, þegar Ofeigskirkja-22Álftanesvegurinn var lagður 1910. Hefur nafnið færzt á gervigíg aðeins norðan við Álftanesveginn. Íbúðarhúsið Hraun er skammt vestan við hann.“
Í bók Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar um Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar segir um þennan stað – og enn vísað til Gísla: „Álftanesstígur lá frá Garðaholtsenda austur yfir Flatahraun sunnan Ófeigskirkju í Engidalshorn.“  Og: „Ófeigskirkja var klapparhyrna í Flatahrauni.“
Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju benda til að hún hafi þegar árið 1910 horfið undir Álftanesveginn.
„Handrit Gísla, sem varðveitt er á Örnefnastofnun, var á sínum tíma yfirfarið og leiðrétt af Úlfhildi Kristjánsdóttur frá Dysjum. Gísli nefnir heimildarmennina Magnús Brynjólfsson á Dysjum, Guðmann Magnússon hreppstjóra, Valgeir á Hausastöðum og Ólafíu systur hans, Tryggva í Gjóta og Gísla Guðjónsson í Hlíð. Örnefnaskráin var einnig lesin fyrir þau eftir að hún var fyrst skráð og létu þau sér vel líka. Er því undarlegt að enginn þeirra hafi tekið eftir því sem Gísli ritar um Ófeigskirkju.“

Galgahraun-kort-2Ritaðar heimildir um Ófeigskirkju eru innan við 100 ára gamlar en örnefnið kann að vera umtalsvert eldra en það. Þess er hvorki getið í örnefnaskrá Ara Gíslasonar né Gísla Sigurðssonar að nokkurs konar helgi umljúki hana. Þó má telja öruggt að slík athugasemd hefði verið látin fylgja, væri því trúað að í henni hefðu búið álfar.
Heimildakönnun bendir tvímælalaust til þess að álfasögur voru ekki tengdar Ófeigskirkju fyrr en nýlega, en árið 2009 var örnefninu komið yfir á formfagran klettastand inni í Gálgahrauni, u.þ.b. 100 m norðan við staðinn þar sem Ófeigskirkja stóð áður en hún var brotin undir Álftarnesveginn. Ástæðan var sennilega tvíþætt; að viðhalda horfnu örnefni og nýta það til að reyna að koma í fyrir fyrir lagningu fyrirhugaðs vegs um Gálgahraun.

Garðahraun

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.